Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 24 . nóvember 2021 Mál nr. E - 564/2020: A (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) gegn B (Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 4. október sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af D , kt. , Akureyri fyrir hönd ófjárráða sonar síns A , kt. , , Akureyri , á hendur E , kt. , , Akureyri vegna ófjárráða dóttur hennar B , kt. , , Akureyri , með stefnu birtri 1. október 2020. Stefnandi og stefndi hafa bæði öðlast fjárræði eftir að málið var höfðað og hafa því tekið sjálf við aðild í málinu. 2 Stefnandi krefst þess að eftirfarandi ummæli stefndu í skilaboðum á Snapchat, 23. eða 24. mars 2020 verði dæmd dauð og ómerk: A. B. Þá krefst stefnandi miskabóta úr hendi stefndu að fjárhæð krónur 1.500.000, - , með dráttarvöxtum frá 1. nóvember 2020 til greiðsludags, sb r. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Loks krefst stefnandi málskostnaðar. 3 Stefnda krefst aðallega sýknu, en til vara að miskabótakrafa verði lækkuð verulega. Þá krefst stefnda málskostnaðar líkt og málið væri eigi gjafsóknarmál. Málsatvik 4 Óumdeilt er að stefnda sendi nafngreindri stúlku , sem þekkir bæði stefnanda og stefnd u , ljósmynd á samskiptaforritinu Snapchat 24. mars 2020 , sem hafði áður verið birt á Instagram , en á myndinni s itur umrædd stúlka ásamt vinkonu sinni í aftursæti bifreiðar en stefnandi o g félagi h ans í framsætunum . Í framhaldinu spyr stefnda hvers vegna þær hafi verið með stefnanda. Svaraði stúlkan á þá leið að hann væri vinur þeirra. Sendi þá hann nauðgaði mer hann er ástæðan að ég þurfti að flytja til 2 5 Daginn eftir sendi stúlkan stefnanda skjáskot af skilaboðunum. L eitaði stefnandi í framhaldinu til lögmanns, ásamt foreldrum sínum, og sendi lögmaðurinn foreldrum stefndu kröfubréf , þar sem henni var boðið að ljúka málinu með því að hún bæði stefnanda afsökunar, viðurkenndi að ummælin væru röng og drægi þau til baka. Ekki var gerð krafa um miskabætur eða málsko s t n að, að svo stöddu, en áskilinn réttur til málshöfðunar ef stefnda yrði ekki við kröfum stefnanda. K röfubréfinu var ekki svarað af hálfu stefndu . 6 Í framhaldi af móttöku bréfsins kærði stefnda hins vegar stefn anda fyrir kynferði sbrot, sem rannsakað var sem meint kynferðisleg áreitni samkvæmt 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl.) , en meint brot voru sögð hafa átt sér stað á árunum 2018 og 2019, þegar st efnandi og stefnda gengu í sama grunnskóla í fá mennu þorpi þar sem þau bjuggu bæði . 7 Að ilum ber ekki saman um atvik þau sem stefnda hefur borið á stefnanda. Við skýrslugjöf fyrir dómi kvaðst stefnandi kannast við að hafa slegið í læri stúlkna í skólanum, en það hafi ekki verið af kynferðislegum toga hel dur gert í gríni og gáska . Hafi þetta verið bylgja sem gengið hafi um skólann á þessum tíma og margir tekið þátt. Af gögnum málsins virðist þó einkum stefnandi og einn félagi hans hafa verið að verki. Aðilum bar saman um að þetta hafi viðgengist og kvaðst stefnda ekki hafa tekið þetta mjög alvarlega né viljað gera mál úr því á þessum tíma. Henni hafi þó þótt þetta óþægilegt og háttsemin hafi orðið grófari og þá hafi hún farið að forðast stefnanda og stafað ógn af honum. Var það mat bæði héraðssaksóknara og ríkissaksóknara að vafi væri á að þessi háttsemi teldist falla undir kynferðislega áreitni í skilningi 199. gr. hgl. 8 Atvikin sem leiddu til ummælanna sem stefnt er vegna kveður stefnda hins vegar hafa verið af öðrum og alvarlegri toga . Stefnandi hefur alfa rið hafnað frásögn stefndu. Verður þetta r akið nánar eftir því sem við á í niðurstöðukafla. 9 L auk rannsókn lögreglu á hinum meintu brotum með því að hún var felld niður af hálfu embættis héraðssaksóknara 26. apríl 2021, þar sem fram komin gögn þóttu ekki líkleg til sakfellis. Ákvörðunin var kærð til ríkissaksóknara, sem felldi hana úr gildi 22. septem ber 2021, en mælti fyrir um að rannsókn málsins skyldi hætt þar sem ekki þættu líkur til að frekari rannsókn myndi veita málinu þá stoð að það yrði líklegt til sakfellis. Málsástæður aðila Málsástæður stefnanda 10 Ómerkingarkrafa . Stefnandi byggir á því að me ð hinum umstefndu ummælum hafi stefnda vegið með alvarlegum hætti að æru stefnanda. Annars vegar með því að fullyrða að stefnandi hafi nauðgað stefndu. Hins vegar með því að fullyrða að stefnda sé ekki sú eina sem stefnandi hafi nauðgað. Með orðunum hafi s tefnda verið að fullyrða að stefnandi hafi haft samfarir eða önnur kynferðismök við stefndu og í það minnsta eina aðra stúlku gegn vilja þeirra. Það sé ljóst að í ummælum stefndu hafi falist ásökun um nauðgun sem samkvæmt 194. gr. almennra hegningarlaga ge ti varðað allt að 16 ára fangelsi, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í máli nr. 215/2014 frá 18. desember 2014. 3 Sakarefnið sé því þegar dæmt í Hæstarétti. Með ummælunum sé stefnanda gefin að sök refsiverð, siðferðislega ámælisverð og svívirðileg háttsemi sem stefnandi h afi hvorki verið ákærður né dæmdur fyrir , enda sé stefnandi ekki með sakaferil. 11 Öll hin umstefnd u ummæli séu ærumeiðandi aðdróttanir og fel i í sér brot geg n 235. gr., sbr. 2. mgr. 236. gr. hgl. og því ber i að ómerkja ummælin með vísan til 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Hin umstefndu ummæli sé u ósönn, tilhæfulaus , óviðurkvæmileg og til þess fallin að sverta stefnanda. Hagsmunir stefnanda af því að fá ummælin dæm d dauð og ómerk sé u því miklir. 12 Friðarbrot . Stefnandi eigi stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þá eigi stefnandi stjórnarskrárvarinn rétt á að vera álitinn saklaus af refsiverðri háttsemi þar til sönnur hafa verið færð ar á annað í dómsmáli. Stefnda hafi k osið að svipta stefnanda þessum rétti með því að úthrópa hann sem nauðgara ásamt því að dreifa af honum ljósmynd án þess að stefnandi hafi verið ákærður eða dæmdur fyrir slík brot. Með því hafi stefnda brotið með alvarl egum hætti á framangreindum grundvallarréttindum stefnanda , sbr. meðal annars 70. og 71. gr. stj órnarskrárinnar , 6. og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu ( MSE ) og 229. gr. hgl. Þá sé réttur stefnanda til eigin myndar og í hvaða samhengi myndin sé birt einnig varin af 71. gr. stj órnarskrárinnar og 8. gr. MSE. S tefnandi þ urfi ekki að sæta því að birt sé mynd af honum í því samhengi sem stefnda gerði. 13 Miskabótakrafa . Kr öfu um miskabætur kveður stefnandi vera tvíþætta . Annars vegar byggi stefnandi á þ ví að vegið hafi verið með alvarlegum hætti að æru stefnanda. Hins vegar að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans og rétti til eigin myndar. Með því h afi verið framin ólögmæt meingerð gagnvart stefnanda sem sé skaðabótaskyld enda um friðarbrot að ræða og ærumeiðandi aðdróttun sem hafi verið borin út og birt opinberlega . Fjárhæð miskabótakröfu stefnanda t aki mið af alvarleika hinna umstefndu ummæla og friðarbrotsin s . 14 Einnig sé ljóst að virðing stefnanda h afi beðið hnekki, sem og æra hans og persóna . Réttur stefnanda til æruverndar og friðhelgi einkalífs n jóti verndar 71. gr. st jskr , 8. gr. MSE og XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 15 K röfu um miskabætur byggir stefnandi á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 enda sé um að ræða skýr, ótvíræð og ítrekuð brot á réttareglum, sem ætlað er að vernda æru stefnanda, sbr. 235. og 2. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Öll skilyrði sé u uppfyllt til að dæma stefnanda háar miskabætur. 16 Tjáningarfrelsi . S tefnandi kve ðst byggja á 2. og 3. mgr. 73. gr. stj skr. , en það f alli utan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis þegar brotið sé gegn réttindum eða mannorði annarra manna. Af öllu framansögðu sé ljóst að réttur stefnanda til æruverndar g angi framar tjáningarfrelsi stefndu . 17 Dráttarvextir . Hvað varðar kröfu um dráttarvexti byggir stefnandi á 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, þar sem segi að skaðabótakröfur beri dráttarvexti þegar liðinn er mánuður frá þeim degi sem kröfuhafi lagði fram upplýsingar til að meta tjón og fjárhæð bóta. 4 Stefnandi mið i við þingfestingardag stefnu, 1. október 2020, og sé því krafist dráttarvaxta frá 1. nóvember 2020 til greiðsludags. Málsástæður stefndu. 18 Um ómerkingarkröfu . Stefnda byggir sýknukröfu sýna á því að hin umstefndu ummæli hafi hvorki vegið að æru stefnanda né verið viðhöfð í þei m tilgangi. U mmæli n hafi verið til vinkonu stefndu á þessum tíma, í því skyni að vara hana við stefnanda og hvetja hana til að fara varlega í kringum hann . Stefnda hafi upplifað ótta um vinkonu sína þegar hún sá á Instagram að hún hafi verið í bíl með stefnanda. Í ljósi þess sem stefnandi hafi gert á hlut stefndu hafi hún t alið sér rétt og skylt að vara vinkonu sína við til þess að forða því að hún myndi verða fyrir sömu upplifun. Tilgangurinn hafi því ver ið umhyggja fyrir vinkonu, en ekki að meiða æru stefnanda. Engu breyti hvort stefnandi hafi verið ákærður eða dæmdur fyrir það brot sem stefnda segi hann haf a framið. E inungis hafi þýðingu hvort stefnda hafi verið í góðri trú. Verð i að líta til þess að ste fnda hafi kært stefn an da fyrir slíkt brot áður en mál þetta hafi verið höfðað og hafi lögreglurannsókn staðið yfir á meintu broti þ egar málið var höfðað . S tefnda telji í raun kæruna vera ástæð u þessarar málshöfðunar . 19 Í öðru lagi hafi ummæli n verið viðhöfð og birt í einkaskilaboðum til vinkonu stefndu á samskiptamiðlinum Snapchat. U mmæli n hafi eingöngu verið ætluð henni og hafi ekki birst eða verið sýnileg neinum öðrum. S kilaboðin hafi eðli máls samkvæmt verið send í trúnaði og s tefnda verið í góðri trú um að vinkona hennar yrði þakklát fyrir viðvörun stefnd u og að hún myndi ekki sýna öðrum þessi skilaboð. Stefnda get i ekki borið ábyrgð á því að vinkonan kunni að hafa birt eða tilkynnt stefnanda, eða öðrum, um þessi skilaboð enda ljóst að ætlun stefn du hafi ekki verið sú að vinkona hennar myndi deila þeim með öðrum . E f markmið stefndu hefði verið að vega að æru stefndanda þá hefði hún ekki sent ummælin í einkaskilaboðu m . 20 U mmælin get i samkvæmt framansögðu ekki falið í sér brot gegn 235. gr. eða 2. mgr. 236. gr. hgl. og verð i af þeim sökum ekki ómerkt á grundvelli 1. mgr. 241. gr . laganna . Ummælin get i hvorki talist tilhæfulaus né óviðurkvæmileg við þær krin g umstæður og í þeim tilgangi sem þau hafi verið sett fram í, þar sem ljóst sé að stefnandi h afi ve rið kærður fyrir kynferðisbrot gegn stefndu og slík brot hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Áður hafi háttsemin verið tilkynnt skólastjóra í grunnskóla aðila. Þá ligg i enn fremur ekkert fyrir um að ummælin séu ósönn, enda fel i st í ummælunum staðhæfingar og fullyrðingar sem samrým i st upplifun stefndu. 21 Friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi. Þá byggi stefnda sýknukröfu sína einnig á því að hún hafi í skjóli tjáningarfrelsis mátt viðhafa hin umstefndu ummæli um stefnanda í einkaskilaboðum til vi nkonu sinnar , sbr. 1. og 2. mgr. 73. gr. stj skr. , 10. gr. M SE , sbr. lög nr. 62/1994 og 19. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Stefnda hafn i því að 3. mgr. 73. gr. stjskr. eigi við í máli þessu, enda um að ræða u ndantekningarákvæði frá meginreglunni um tjáningarfrelsi og ljóst að ákvæðið beri að túlka þröngt. Þannig beri að skýra allan vafa um lögmæti ummæla stefndu henni í hag. Þegar tekin sé afstaða til þess hvort skerðing á tjáningarfrelsi 5 fullnægi þeim áskilna ði að vera nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir verði auk þess að líta til atvika hvers máls fyrir sig. Í því sambandi sé ekki nægilegt að horfa einungis til efnis ummælanna hverju sinni, heldur verði einnig að líta til samhengis þeirra og þess af hv aða tilefni þau hafi verið sett fram. Hin umræddu ummæli hafi verið sett fram af stefndu í góðri trú og bygg st á upplifun hennar og reynslu af stefnanda , sem og staðhæfingum annarra um brot stefn an da gegn öðrum stúlkum sem hún hafi verið í góðri trú um að vær u sannar og réttar . Þá hafi stefnda viðhaft ummælin á eins hófstilltan og varlegan máta og mögulegt var miðað við aðstæður. 22 Ummælin hafi verið þörf viðvörun til vinkonu stefndu um alvarlega og refsiverða háttsemi sem stefnda hafi upplifað af hálfu stefn anda og verið í góðri trú um að hætt væri við að vinkonan gæti lent í sömu upplifun. V ið slíkar aðstæður verð i að játa stefndu rýmri rétt til tjáningar en ella án þess að hún teljist hafa viðhæft ærumeiðandi ummæli með þeim hætti að stefnda hafi brotið geg n rétti stefnanda til æruverndar sem honum er tryggður með 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. M SE . 23 Þar sem ummæli n hafi verið í einkaskilaboðum skerði þau á engan hátt rétt stef n anda til að vera álitinn saklaus uns sekt sé sönnuð, sbr. 70. gr. stjórnars krárinnar. Það sé ekki á færi stefndu að ákvarða hvort stefnandi sé sekur af ásökunum stefndu, þrátt fyrir að það sé upplifun og reynsla stefndu. Á sama hátt hafi hún ekki brotið gegn rétti hans til friðhelgi einkalífs. Hún hafi ekki úthrópað stefnanda sem nauðgara, heldur einungis varað vinkonu sína við stefnanda í trúnaði í einkaskilaboðum. 24 Hvað varð i fullyrðingu stefnanda um dreifingu myndar af stefnanda þá hafi hún einnig verið send í einkaskilaboðum. M ynd in hafi hvo rki verið tekin né birt opinberlega af stefndu heldur hafi myndin verið birt opinberlega á samskiptamiðlinum Instagram, líklega af stefnanda eða vinkonu stefndu , áður en stefnda sendi hana í einkaskilaboðum til hennar . Stefnda hafi ekki verið að dreifa myn d af stefnanda. 25 Um miskabótakröfu. Með vísan til alls þess sem fram sé komið byggir stefnda á því að sýkna beri hana af miskabótakröfu stefnanda, enda séu skilyrði 26. gr. skaðabótalaga, um að stefnda beri ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, ær u eða persónu stefnanda, ekki fyrir hendi . Verði stefnda sýknuð af ómerkingarkröfu stefndanda ber i þegar og af þeim sökum einnig að sýkna stefndu af miskabótakröfu. 26 Þá byggi stefn d a auk þess á því að miski stefnanda sé með öllu ósannaður og órökstuddur. S tefnandi hafi ekki fært neinar viðhlítandi sannanir til stuðnings þess að æra hans hafi beðið hnekki og það an af síður að slíkt verði rakið til ummæla stefndu. 27 Verði fallist á ómerkingu hinna umstefndu ummæla þá mótmæli stefnda sérstaklega fjárhæð miskabó takröfunnar og tel ji hana óhóflega í ljósi allra atvika málsins sem og tilgangs og birtingarháttar hinna umstefndu ummæla. 6 For se ndur og niðurstaða 28 Í máli þessu er deilt um mörk æru - og einkalífsverndar stefnanda gagnvart tjáningarfrelsi stefndu. Óumdeilt er að ummæli stefndu um stefnanda fela í sér staðhæfingu um að hann hafi framið svívirðileg t kynferðisbrot gagnvart stefndu og fleiri stúlkum. Eru umm ælin samkvæmt efni sínu til þess fallin að verða stefnanda til alvarlegs álits hnekkis. Í lögsókn stefnanda á hendur stefndu felst jafnframt að hann staðhæfir að stefnda fari með ósannindi og hafi þar með borið á hann rangar sakir. Eðli málsins samkvæmt er sú staðhæfing stefnanda til þess fallin að valda stefndu álitshnekki. Í málinu deila því tveir ei nstaklingar sem borið hafa alvarlegar sakir hvort á annað , þar sem annar hvor fer með rangt mál . Leysa þarf úr því hvorum aðila standi nær að færa sönnur á staðhæfingar sínar. 29 Að mati dómsins verður að taka hvor ummæli stefndu um sig til sjálfstæðrar úrlau snar , enda eru þau ólík um það grundvallaratriði hvaða vitneskju stefnda bjó yfir er hún lét þau falla . F yrri ummælin varða atvik sem hún hefur fullvissu um hvort raunverulega átti sér stað eða ekki, þar sem stefnda kveðst þar lýsa eigin reynslu. Með seinni ummælunum er stefnda að fullyrða um atvik sem hún hefur ekki fullvissu um hvort átti sér stað eða ekki, þar sem um er að ræða atburð sem hún kveður nafngreinda vinkonu sína hafa sagt sér frá að hafi átt sér stað. 30 Ummæli stefndu um brot gegn henni sj álfri 31 ok hann nauðgaði mer hann er ástæðan að ég þurfti að flytja til ak verður að leysa úr málinu út frá þeirri grundvallarforsendu að báðir aðilar búa yfir vitneskju um hvort ummælin eru sönn . Stefnandi byggir á því að túlka beri dó maframkvæmd á þann veg að varnaraðili í meiðyrðamáli verði að sanna ummæli sín. Af dómum Hæstaréttar í málum nr. 101/2015, 404/2017 og 617/2020 verður ráðið að sá skilningur fær ekki staðist. Rétturinn hefur slegið því föstu að nægjanlegt sé í einkarefsimá li að varnaraðili leiði nægar líkur að réttmæti þess að viðhafa þau ummæli sem krafist er ómerkingar á. Ekki verði gerð krafa um frekari sönnur. Á þessi regla fyrst og fremst við í málum þar sem ummæli fela í sér staðhæfingu um eitthvað sem varnaraðili hef ur eftir öðrum og telur sig hafa réttmæta ástæðu til að ætla að hafi gerst, án þess að hafa fullvissu fyrir því. Við þær aðstæður er réttilega gerð sú krafa að ummælandi leiði líkur að því að hafa verið í góðri trú. 32 Þegar meintur þolandi, eins og stefnda í þessu tilviki, tjáir sig um atvik sem hún kveðst hafa upplifað sjálf, verður hins vegar að mati dómsins ekki gerð sú krafa að hún sýni fram á réttmæti ummælanna , umfram þau gögn og upplýsingar sem til staðar eru , en sæti að öðrum kosti dómi um ómerkingu ummælanna og eftir atvikum greiðslu miskabóta. Hafi atburðurinn gerst þá var stefndu frjálst að tjá sig um það eins og hún gerði , enda hafði hún þá sjálf fullvissu fyrir réttmæti ummælanna . Verður þess hvorki kraf ist að hún sanni né leiði líkur að því að atburðurinn hafi gerst. Til þess er hér að líta að orð stendur gegn orði um meint brot stefnanda gegn stefndu . Ef fallist yrði á kröfu stefnanda um ómerkingu þessa hluta ummæla stefndu og honum dæmdar miskabætur fy rir þau, fæli það í sér að þolendum afbrota væri óheimilt að tjá sig um reynslu sína nema geta sýnt fram á nægilega sterkar líkur fyrir því að brotið hafi raunverulega átt sér stað. Slík 7 niðurstaða fæli í sér þá óviðunandi stöðu að gerendum væri falið þögg unarvald yfir þolendum með fulltingi dómstóla. Enginn mætti deila persónulegri og sannri reynslu sinni án þess að geta fært sönnur á atvikin, sem í mörgum tilvikum er ómögulegt gegn neitun geranda. Þolendur gætu ekki greint sínum nánustu frá afbroti gegn þ eim, þar sem ekki væri unnt að sanna brotið . Til að mynda gæti stefnda í þessu máli þá höfðað meiðyrða mál gegn stefnanda fyrir að halda því fram að hún fari með rangt mál í ásökunum sínum á hendur stefnanda, enda getur hann ekki sannað að svo sé. Að mati d ómsins er útilokað að túlka 235. gr. hgl. með þessum hætti , enda væri þá raskað eðlilegu jafnvægi á milli æru - og einkalífsverndar annars vegar og tjáningarfrelsis hins vegar. Þolendum verður ekki með dómi gert að þegja um sannleikann. Dómnum er ljóst að í þessari afstöðu felst að í þeim tilvikum þegar ósannar sakir eru bornar á einstaklinga af meintum þolendum , geta þeir ekki vari ð æru sína með aðstoð réttarvörslukerfisins, nema þeir leiði líku r að því að sakirnar séu ósannar. Verða þeir að láta við það si tja að bera sakirnar af sér. Að mati dó msins er það illskárri kostur sem samræmist betur því j afnvægi sem verður að vera á milli 8. og 10. gr. M SE , sbr. 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar. J áta verður þeim sem lýsa eigin reynslu rýmri rétt til að tjá sig um reynslu sína , en þeim sem tjá s ig á grundvelli sögusagna . 33 Að mati dómsins st endur það stefnanda samkvæmt framansögðu nær að leiða líkur að því að stefnda fari með rangt mál. Verður nú vikið nánar að þeirri háttsemi stefnanda sem stefnda kveður vera ti lefni ummælanna og framburðum aðila þar um. 34 Stefnda kveður upphafið vera að rekja til þess að stefnandi hafi byrjað á því þegar þau voru í 9. bekk grunnskóla að viðhafa óviðeigandi hegðun gagnvart sér. Hafi þetta í fyrstu einkum falist í því að stefnandi h afi slegið og klipið hana í rassinn í gríni. Henni hafi fundist þetta óþægilegt en ekki alvarlegt. Í 10. bekk hafi háttsemin haldið áfram, en hegðun stefnanda orðið grófari. Í eitt eða tvö skipti hafi hann káfað á brjóstum hennar innan klæða. Hafi þetta le itt til þess að hún hafi farið að óttast stefnanda og forðast hann. Alvarlegasta tilvikið hafi verið þegar hún hafi mælt sér mót við stefnanda til þess að - . Hún hafi þá farið til hans þar sem hann var að vinna í sjoppu og farið m - hafi þá króað hana af við baðherbergið, ýtt henni þangað inn og læst hurðinni. Fyrir dómi lýsti hún atvikum með nákvæmari hætti og sagði þá að hann hafi ekki ýtt henni með valdi inn á baðher bergið heldur varnað henni útgöngu af lagernum og komið sífellt nær henni og hún hörfað þá til baka þar til þau hafi verið komin inn á baðherbergið. Þá hafi hann sest á salernið, lyft henni ofan á lærin á sér þannig að hún sat ofan á honum en snéri baki í hann, tekið utan um hana og byrjað að strjúka á henni lærin , káfað á henni og strokið kynfæri hennar innan klæða . Þetta hafi staðið yfir þar til viðskiptavinur kom í sjoppuna, en stefnandi hafi þá farið af baðherberginu og hún sjálf farið út úr sjoppunni. K vaðst hún aðspurð ekki hafa sagt neitt við stefnanda, en hún hefði ýtt höndum hans í burtu. Kvað hún sér hafa liðið illa og óttast að stefnandi myndi gera eitthvað verra við hana. Kvaðst hún hafa greint vinkonu sinni, F , frá atvikinu símleiðis strax eftir að það átti sér stað. Þá lýsti hún einnig öðru atviki við skýrslutöku hjá lögreglu, sem hafi verið þannig að hún hafi mætt stefnanda einn daginn á leið heim úr búðinni og þau gengið 8 saman heim. Hann hafi þá sagt við hana að hann hafi aldrei kysst stelpu og ýtt henni í kjölfarið upp að sorptunnuskýli og hún upplifað það þannig að hann ætlaði að reyna að kyssa hana. Hún hafi hins vegar farið í burtu frá honum og ekkert gerst. Nokkrum dögum eftir þetta hafi hún greint systur sinni frá og svo foreldrum sínum . 35 Faðir stefndu , G , greindi H , skólastjóra grunnskólans frá því að stefnandi hefði káfað innanklæða á stefndu án hennar samþykkis er hún var gestkomandi í heimahúsi ásamt fleiri krökkum að horfa á mynd. Ennfremur frá atviki í sófa í skólanum. 36 Fyrir lögreglu greindi skólastjórinn frá því að hún hefði rætt við stefnand a einhverju síðar og hann brotnað niður í samtali við sig og sagt að hann væri algerlega miður sín yfir því sem átti að hafa gerst á milli hans og stefndu. Hann hafi sagt vitninu að hann hafi ekk i gert neitt rangt. Hann hafi verið í miklu uppnámi og móðir hans þurft að sækja hann í skólann. Þá greindi vitnið frá því að stefnda hefði leitað til sín eftir að faðir hennar ræddi við vitnið og sagt að hún vildi ekki að málið yrði tilkynnt til barnavern dar og brotnað niður í kjölfarið. Hafi hún ekki viljað að stefnandi myndi lenda í vandræðum. Kvaðst vitnið hafa upplifað mikla vanlíðan bæði hjá stefnanda og stefnd u , ekki einungis tengt þessu máli. Þau hafi átt það sameiginlegt að líða ekki vel og h a fi he nni fundist þau vera vinir og að stefnda sækti í vinskap við stefnanda. Kvaðst vitnið hafa tilkynnt barnavernd um málið og upplýst foreldra beggja aðila. 37 Samkvæmt gögnum frá lögreglu greindi bekkjarsystir aðila, J , lögreglu frá því að mikið hafi verið um þ að í grunnskólanum að strákarnir væru að slá stelpurnar í læri eða rass. hafi átt í hlut stefnandi og annar nafngreindur piltur. Hún hafi kvartað undan þess í skólanum e n lítil viðbrögð fengið. Hafi hún einu sinni séð stefnanda slá stefndu í rassinn og stefnda hefði þá veinað og gefið til kynna að sér þætti þetta ekki í lagi. 38 Í gögnum lögreglu kemur einnig fram að vitnið F , vinkona stefndu sem stefnda kvaðst hafa greint frá atvikinu í sjoppunni, hafi ekki treyst sér til að gefa skýrslu hjá lögreglu. Annað vitni, K , hafi heldur ekki viljað gefa skýrslu hjá lögreglu, en tekið fram að hún hafi ekki orðið vitni að neinu óeðlilegu á milli stefndu og stefnanda í heimahúsi í bæj arfélagi því sem aðilar bjuggu í. 39 Systir stefndu , L , greindi lögreglu frá því að stefnda hefði upplýst sig um atvikin í skólanum, en frekari upplýsingar hafi hún ekki fengið frá henni. 40 Faðir stefndu tjáði lögreglu að hann hafi einungis fengið upplýsingar frá systur stefndu sem greindi honum frá hegðun stefnanda. Hann hafi fengið upplýsingar um atvikið í sjoppunni frá móður stefndu einhverju síðar. 41 Vitnið M , vinur stefnanda, kannaðist við það hjá lögreglu að eitthvað hafi verið um það í skólanum að strákarnir væru að slá stelpurnar með flötum lófa á læri. Það hafi verið í gríni gert og strákarnir hafi einnig gert þetta hvor við annan. 42 Móðir stefndu , E , sem er eina vitnið sem jafnframt kom fyrir dóminn , lýsti því fyrir lögreglu og fyrir dó mi að stefnda hefði bæði greint sér frá atvikunum í skólanum og því sem hafi gerst í sjoppunni. Stefnda hafi í f ramhaldinu leitað aðstoðar hjá BUGL eftir 9 þetta. Það hafi þó verið þannig að hún og faðir stefndu hafi verið að skilja á þessum tíma og hún veri ð flutt út af heimilinu og til Akureyrar. Stefndu hafi ekki liðið vel vegna þess. Þó kvaðst hún tengja kvíða hjá stefndu við hin meintu brot stefnanda gagnvart henni , enda hafi hún orðið fyrir stóru áfalli . 43 Stefnda skýrði svo frá fyrir dómi að það væri atv ikið í sjoppunni sem hún hafi átt við þegar hún sendi vinkonu sinni hin umstefndu skilaboð um kynferðisbrot stefnanda gegn sér . Stefnda var sannfærandi í frásögn sinni af atvikinu fyrir dómi og virtist þar lýsa sárri reynslu sem hún hafi raunverulega uppli fað . Var framburður hennar trúverðugur. 44 Stefnandi hefur hafnað frásögn stefndu að öllu leyti, öðru en því að hann kannast við að hafa tekið þátt í að slá í læri í skó la num. Hefur neitun stefnanda verið staðföst bæði fyrir skólastjóra, lögreglu og fyrir dóm i. Að mati dómsins var stefnandi þó ekki að öllu leyti trúverðugur í skýrslugjöf sinni fyrir dómi , en hann hikaði áberandi mikið í svörum við tilteknum spurningum , t.d. þegar hann var spurður hvort hann kannaðist við að skólastjórinn hafi rætt við hann um óviðeigandi hegðun gagnvart F vinkonu stefndu . Hann greindi hins vegar af öryggi frá því að atvikið í sjoppunni hafi ekki getað gerst þar í nóvember eins og stefnda hélt fram, þar sem hann hafi einungis starfað þar um sumarið 2018 og hætt áður en skólinn byrjaði. Þá hafi sjoppan verið lokuð vegna endurbóta í október og nóvember það ár, en stefnda greindi frá því í skýrslugjöf sinni að atvikið hafi sennilega átt sér stað þá , þó hún hafi ekki munað það nákv æmlega . 45 Stefnda gaf skýrslu að nýju og kvaðst þá ekki muna hvort atvikið átti sér stað í nóvember, eftir að skólinn hófst á ný , eða í ágúst þegar sumarleyfi stóð enn yfir. Þykir þetta draga nokkuð úr trúverðugleika framburðar stefndu , en þó verður ekki ge rð sú krafa að hún muni dagsetningar nákvæmlega . Þá hafði hún lýst því að h enni hafi staðið ógn af stefnanda og forðast hann eftir hin a meintu áreitni skólaárið á undan. Aðspurð hvers vegna hún hafi þá mælt sér sérstaklega mót við stefnanda og óskað eftir að kaupa af - svaraði hún á þann veg að hann hafi hætt áreitninni eftir að 9. bekk lauk og nokkur tími verið liðinn frá því hann hafi áreitt hana og hún því talið að hann væri hættur þessu. Henni hafi því ekki lengur staðið sérstök ógn af honum er hún mælti sér mót við hann í sjoppunni . Þykir þessi skýring stefndu ekki ó trúverðug. Eins og fram er komið urðu engin vitni að atvikinu. Stefnda kveðst hins vegar hafa skýrt vinkonu sinni frá atvikinu strax eftir að það gerðist. Það hefði vissuleg a styrkt framburð hennar ef umrætt vitni hefði komið fyrir dóminn og staðfest frásögn stefndu. Það hefur hins vegar komið fram í málinu að vitnið hafi ekki treyst sér til að gefa skýrslu . Að mati dómsins veikir það ekki trúverðugan framburð stefndu . Hið sa ma gildir um þá staðreynd að stefnda kvaðst ekki hafa veitt því athygli hver viðskiptavinurinn var sem gekk inn í sjoppuna og var þar staddur þegar hún kveðst hafa komist frá stefnanda og hraðað sér út. Þykir það í sjálfu sér ekki ótrúverðugt miðað við þær aðstæður sem stefnda kveðst hafa upplifað. Þá fellst dómurinn ekki á það með stefnanda, að það geri framburð stefndu ótrúverðugan að hún hafi fyrst lagt fram kæru sína til lögreglu eftir að lögmaður stefnanda sendi henni kröfubréf í málinu 19. apríl 2020. Stefnda lýsti því fyrir dómi að það hafi verið erfið tilhugsun að leggja fram kæru í málinu með tilheyrandi umtali og óþægindum sem því myndi fylgja. Hún hafi því ekki viljað fara með málið í þann farveg. 10 Eftir að kröfubréfið barst hafi hún hins vegar ekki átt val um annað en að leggja fram kæru . Er skýring stefndu trúverðug að mati dómsins. 46 Heildstætt mat á framburðum aðila og öðru því sem fram er komið í málinu leiðir til þeirrar niðurstöðu dómsins að því fari fjarri að stefnandi hafi sýnt fram á að l íkur séu til þess að stefnda fari með rangt mál. Stendur hér einfaldlega orð gegn orði. Sönnunarstaða málsins er með þeim hætti að engu verður slegið föstu um hvað gerðist á milli stefnanda og stefndu. 47 Stefnandi hefur í máli sínu einnig byggt á því að sú h áttsemi sem stefnda hafi lýst , falli ekki undir verknaðarlýsingu nauðgunar heldur feli hún í sér lýsingu á kynferðislegri áreitni. Lögreglan hafi rannsakað kæruefnið með hliðsjón af því. Af þeirri ástæðu sé ljóst að stefnda hafi farið með rangt mál þegar h ún sakaði stefnanda um nauðgun. 48 Að mati dómsins hefur það ekki þýðingu hvort lögreglan rannsakaði brotið síðar sem kynferðislega áreitni eða nauðgun. Sú krafa verður ekki gerð að rétt rúmlega 17 ára stúlka kunni skil á nákvæmri heimfærslu kynferðisbrota t il refsiákvæða. Fyrir liggur að nauðgunarhugtakið hefur tekið verulegum breytingum á síðast liðnum 15 árum, bæði í löggjöf og í almennri umræðu . Með lögum nr. 16/2018 voru ákvæði 194. gr. almennra hegningarlaga f ærð í núverandi horf. Í 1. mgr. 194. gr., svo breyttri, segir að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann, án samþykkis hans, gerist sekur um nauðg un og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Telst samþykki liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Af ákvæðinu er ljóst að skortur á samþykki fyrir kynferði smökum er nú settur í forgrunn við skilgreiningu á nauðgun í stað þess að áherslan hvíli á þeirri verknaðaraðferð að ná fram kynferðismökum með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Af athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laga nr. 61/2007 kemur þó fram að meginmarkmið þeirrar breytingar hafi verið að draga úr áherslu á verknaðaraðferðir geranda og leggja þess í stað áhersluna á að með broti samkvæmt 194. gr. séu höfð kynmök við þ olanda án þess að samþykki hans sé fyrir hendi, þ.e. gegn vilja hans, og þannig brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi hans í kynlífi. Í samræmi við þessa þróun hafa dómar á síðari árum heimfært háttsemi undir nauðgun, sem áður hefði ekki falli ð undir hugtakið, svo sem þegar kynfæri eru strokin án samþykkis þolanda, sbr. t.d. nýfallinn dóm Landsréttar í máli nr. 100/2021. Það hvort meint snerting stefnanda á kynfærum stefndu fellur strangt til tekið undir hugtakið nauðgun eða kynferðislega áreit ni, samkvæmt nýjustu dómaframkvæmd, getur að mati dómsins ekki ráðið úrslitum um það hvort stefndu var rétt að heimfæra atvikið undir nauðgun í huga sínum. Stefnda sjálf lýsti því að aðspurð fyrir dómi að hún líti á það sem nauðgun að egar ég var búin að gefa skýrt til kynna að ég vildi þetta ekki ... Samræmist þessi skilningur stefndu vel þeirri breytingu sem orðið hefur á hugtakinu og dómaframkvæmd á liðnum árum. Verður því ekki lit ið svo á að stefndu hafi mátt vera ljóst að verknaðurinn sem hún hefur sakað stefnda um, kunni að falla undir kynferðislega áreitni fremur en nauðgun. 11 49 Þar sem dómurinn hefur slegið því föstu að það standi stefnanda nær í máli þessu að færa sönnur á þá stað hæfingu sína að stefnda fari með ósannindi , verður stefnda samkvæmt framansögðu sýknuð af kröfu hans um ómerkingu ummæla hennar um að stefnandi hafi nauðgað sér. U mmæli um brot gegn öðrum stúlkum . 50 Koma þá til úrlausnar ummæli stefndu í seinni skilaboðum hennar gellan sem hann hefur gert þetta Óumdeilt er að stefnda var með þessu að fullyrða að stefnandi hafi nauðgað annarri stúlku. Um þessi ummæli stefndu gilda önnur sjónar mið en að framan greinir , þar sem h ún byggði ummælin ekki á eigin upplifun. Hér nýtur hún ekki hins rýmkaða tjáningarfrelsis sem fylgir því að lýsa eigin reynslu. Stendur það henni nær að sýna fram á réttmæti þessara ummæla sinna, heldur en stefnanda að hrekja ummælin. Verður hún því , líkt og aðrir sem byggja ummæli sín á frásögnum annarra , að færa fram viðhlítandi stoð fyrir ummælunum , sbr. t.d. dóma Hæstaréttar í málum nr. 729/2017, 617/2017, 404/2017, 101/2015, 215/2014 , 69/2012, 591/2011 og 329/2010 , dóm Landsréttar í máli 680/2019 og dó m Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar gegn Íslandi 7. nóvember 2017 , en í öllum þessum dómum er því slegið föstu að varnaraðili í meiðyrðamáli verði að leiða líkur að réttmæti ummæla sinna . 51 Stefnda lýsti því fyrir dómi að ummæli sín hafi hún byggt á einu atviki sem vinkona hennar F hafi greint henni frá , en það hafi verið á þá leið að stefnandi hafi setið við hlið F í frímínútum í skólanum og sett teppi yfir þau og strokið henni um rass og læ ri . Kvaðst stefnda ekki hafa fengið frásögnina í smáatriðum frá F . Kvaðst stefnda ekki geta fullyrt annað og meira en að stefnandi hafi strokið F á óviðeigandi hátt. Hafa verður hér í huga að vinkona F hefur hvorki staðfest þessa frásögn fyrir lögreglu né fyrir dómi. Hefur stefnda ekki stutt frásögnina neinum gögnum . Einungis framburður móður stefndu fyrir dómi rennir einhverjum stoðum undir frásögnina. Fyrir dómi lýsti móðir stefndu því að hún hafi rætt við foreldra F um meint brot stefnanda gagnvart henni og þau hafi þá talað um áreitni líkt og þá sem stefnda hefur lýst að hafi átt sér stað í skólanum, en ekki kynferðisbrot eins og nauðgun. Að mati dómsins verður ekki fallist á að framan greint hafi gefið stefndu réttmætt tilefni til að fullyrða að stef nand i hafi nauðgað öðrum stúlkum , jafnvel þó fallist yrði á að hún hefði tilefni til að trúa meintri frásögn vinkonu sinnar . Hin meinta frásögn gaf stefndu ekki tilefni til að ætla annað og meira en að þarna hafi verið um óviðeigandi strokur að ræða , þó hún ha fi gefið sér það með vísan til þess sem hún kveður stefnanda hafa gert sjálfri sér . Mátti stefndu vera ljóst að slík háttsemi félli ekki undir hugtakið nauðgun. Samkvæmt öllu framansögðu hefur stefnda ekki fært viðhlítandi stoð fyrir réttmæti þessara ummæl a s inna . Með ummælunum fór hún því út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og braut með því gegn friðhelgi einkalífs stefnanda sem varin er af 71. gr. stjórnarskrárinnar . Brýtur háttsemi stefndu gegn 235. gr. almennra hegnin garlaga, en ekki verður fallist á að um brot á 1. eða 2. mgr. 236. gr. laganna sé að ræða. Er því fallist á kröfu stefnanda um ómerkingu ummæla stefndu með vísan til 1. mgr. 241. gr. hgl. svo sem nánar greinir í dómsorði. 12 52 Miskabætur . Kemur þá til úrlausnar krafa stefnanda um miskabætur. Hér að framan hefur stefnda verið sýknuð af kröfu um ómerkingu ummæla hennar um meint brot stefnanda gagnvart henni sjálfri. Koma miskabætur því ekki til álita vegna þeirra ummæla. Stefnda hefur hins ve gar verið sakfelld fyrir staðhæfingu sína um brot stefnanda gagnvart öðrum stúlkum og fallist á ómerkingu þeirra. Við mat á því hvort rétt sé að dæma stefndu til greiðslu miskabóta verður að horfa til alvarleika brotsins. Dómurinn hefur þegar hafnað því að brot stefndu hafi verið gegn betri vitund, sbr. 236. gr. hgl. Þá er til þess að líta að stefnandi hafði sjálfur með háttsemi sinni í skólanum átt þátt í að skapa sér orðspor fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart stúlkum. Við mat á mögulegu tjóni stefnanda ver ður einnig að horfa til útbreiðslu ummælanna , en eins og fram er komið sendi stefnda ummælin einungis til einnar vinkonu sinnar í einkaskilaboðum sem eru þess eðlis að þau eyðast eftir lestur, nema viðtakandinn geri sérstakar ráðstafanir til að vista þau. Verður ekki fallist á það með stefnanda að með þessu hafi stefnda dreift ummælunum eða borið þau út í skilningi 235. eða 236. gr. hgl. , heldur einmitt stuðlað að því að halda útbreiðslu í lágmarki. Fer því fjarri að málsatvikum verði hér jafnað til þess se m var uppi á teningnum í dómum Hæstaréttar í málum nr. 214/2014 og 269/2011. Er u atvik hér nær þeim atvikum sem um ræddi í dómi Hæstaréttar í máli nr. 101/2015, þar sem varnaraðila var talið hafa verið rétt að greina tilteknum aðila frá ætluðum kynferðisbr otum stefnanda á lokuðu svæði á samskiptamiðli, þó að hér hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að stefnda hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Að mati dómsins eru atvik málsins með þeim hætti að telja verður að með ómerkingu ummælanna í niðurs töðu þessa dóms hafi stefnandi fengið hlut sinn réttan með fullnægjandi hætti. 53 Dómurinn getur ekki fallist á sjónarmið stefnanda um að það hafi s jálfstæða þýðingu hér að stefnda hafi tekið skjáskot af mynd stefnanda á Instagram og sent það með skilaboðum s ínum til vinkonu sinnar N . Var þarna um að ræða skjáskot af mynd sem stefnandi sjálfur birti á Instagram . Stefnda s endi myndina vinkonu sinni sem sjálf var á myndinni. Þá var myndin einungis send í einkaskilaboðu m til skýringar á spurningu stefndu til vinkonu sinnar um hví hún hafi verið með stefnanda í bíl , en hvor ki ætluð til dreifingar eða birtingar né til þess að sverta stefnanda . Að mati dómsins eru atvik málsins á engan hátt sambærileg við atvik í dómi Mannré ttindadómstóls Evrópu í máli Siacca gegn Ítalíu 11. jan úar 2005 (50774/99) , sem stefnandi vísaði til máli sínu til stuðnings. Myndnotkun stefndu hefur því hvorki þýðingu hér sem sjálfstætt brot né heldur að hún auki á alvarleika ummæla stefndu. 54 Eftir úrslitum málsins og atvikum öllum er rétt að málskostnaður falli niður. 55 Stefnda nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt leyfi dómsmálaráðuneytisins frá 11. mars 2021. Þar kemur fram að gjafsóknin sé takmörkuð við réttargjöld og lögmannsþóknun . Svo sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 skuldbindur gjafsókn ríkið til að greiða þann málskostnað sem gjafsóknarhafi hefur sjálfur af máli. Samkvæmt 2. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 ber eingöngu að ákveða í dómi fjárhæð þóknunar lögmanns gjafsóknarha fa, en ekki verður að öðru leyti tekin afstaða til þess hvað gjafsóknarhafa skuli greitt af kostnaði sínum af máli, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 22. apríl 2015 í máli nr. 634/2015. M eð hliðsjón af 13 umfangi málsins telst þóknun lögmanns stefn du hæ filega ákveðin 1.5 00.000 krónur. Í samræmi við dómvenju er sú fjárhæð án virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður og af hálfu stefndu flutti málið Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 10. júní 2021, en hafði engin afskipti af því fyrir þann tíma. DÓMSORÐ Eftirfarandi ummæli stefndu, sem hún sendi N í skilaboðum á Snapchat, 24. mars 2020 eru dauð og ómerk: gert þetta Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hennar 1.5 00.000 krónur. Hlynur Jónsson