Héraðsdómur Reykjaness Dómur 2 7 . apríl 2022 Mál nr. S - 2565/2021 : Héraðssaksóknari (Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari) g egn X ( Brynjólfur Eyvindsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 24. mars 2022, er höfðað með ákæru héraðssaksóknara 12. október 2021 á hendur ákærða, X , k t. [...] , fyrir kynferðisbrot gegn barni, A , kt. [...] , með því að hafa með ólögmætri nauðung þar sem ákærði nýtti sér yfirburði sína gagn vart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem stjúpföður, að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku, á árunum 2016 - 2019, er stúlkan var ellefu til þrettán ára, á þáverandi heimili þeirra að [...] , farið inn í herbergi stúlkunnar þar sem hún svaf og ýmist staðið yfir rúmi stúlkunnar eða lagst upp í rúm til henn a r, og ítrekað káfað á kynfærum, brjóstum og líkama hennar innanklæða og ítrekað fróað sjálfum sér á meðan, sett hönd hennar ítrekað á getnaðarlim sinn og látið hana fróa sér , í eitt skipti láti ð hana eiga við sig munnmök og í eitt skipti girt niður um hana buxur og nærbuxur . Er þetta talið varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu all s sakarkostnaðar. Fyrir hönd B , kt. [...] , vegna ólögráða dóttur hennar, A , kt. [...] , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 4.000.000 króna, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 f rá 24. maí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað. Kröfur ákærða eru þær aðallega að hann v erði sýknaður af kröfum ákæruvalds og bótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi. Til vara krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa, sem verði bundin skilorði. Þá er þess krafist að bótakrafa brotaþola verði lækkuð. Einnig krefst verjandi ákærða þóknuna r sér til handa, sem greiðist úr ríkissjóði. I. 2 Með bréfi barnaverndarnefndar 22. maí 2019 var farið fram á lögreglurannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni, A , fæddri . Í bréfinu kemur fram að barnaverndarnefnd hefði borist tilkynning frá móður vinkonu barnsins, en brotaþoli hefði greint vinkonu sinni frá því að stjúpfaðir hennar, ákærði í máli þessu, hefði misnotað hana kynferðislega undanfarin fjögur ár. Ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu 23. maí 2019 og neitaði sakargiftum. Ákærði ský rði frá því að hafa farið inn í herbergi brotaþola og sett síma hennar í hleðslu. Það hefði verið á daginn. Þegar brotaþoli hafi verið yngri hafi hann og móðir hennar alltaf kíkt inn til hennar til að gá hvort hún væri sofnuð því að hún væri ein í herbergi og vildi hafa lokaðar dyr. Þegar þau hafi séð síma brotaþola á gólfinu eða í rúminu þá hafi hann sett símann í hleðslu. Einnig sagði ákærði að hann opnaði dyrnar hjá brotaþola á morgnana áður en hann færi í vinnu og pikkaði í hana til þess að vekja hana. Skýrsla var tekin af brotaþola í Barnahúsi 24. maí 2019 á grundvelli a - liðar 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Hún greindi frá því að á heimilinu byggju móðir hennar, stjúpfaðir og systur, stundum . Ein væri . Þá skýrði brota þoli frá því að stjúpfaðir hennar, ákærði í máli þessu, kæmi stundum inn í herbergi hennar um nætur, hann settist og snerti hana og léti hana snerta hann. Hann snerti brjóst hennar og líkamann. Hún kvaðst sofa í náttbuxum og bol og að hann snerti hana inna n undir fötin. Þá tæki hann í hönd hennar og léti hana snerta typpið. Hún kvaðst ekki muna hvenær þetta gerðist í fyrsta sinn, en það væri langt síðan. Þá kvaðst hún ekki geta sagt hversu oft þetta hefði gerst. Beðin um að lýsa því sem gerðist í fyrsta sin n kvaðst hún ekki muna eftir því en hún myndi að hann hefði komið inn í herbergi hennar í eitt skipti og byrjað að snerta hana. Hún hefði verið í smá sjokki en verið of hrædd við að gera eitthvað svo að hún hefði bara þóst vera sofandi. Hún hefði þá verið 11 eða 12 ára. Eftir þetta hefði hún hætt að treysta ákærða. Hún tali varla við hann lengur en stundum horfi þau á einhverja þætti í sjónvarpinu en annars reyni hún alltaf eins og hún geti að halda sér í burtu frá honum. Einnig greindi brotaþoli frá því að ákærði hefði eitt sinn farið að gráta og sagt að hann ætlaði aldrei að gera þetta aftur en hann hefði gert þetta aftur. Um hafi verið að ræða eina skiptið sem hann hefði sagt eitthvað. Þá sagði brotaþoli að stjúpsystir hennar kæmi aðra hverja helgi og gis ti í herberginu hjá sér og þá gerði ákærði ekkert. Brotaþoli sagði að stundum vakni hún og finni að ákærði sé að gera það en hún væri alltaf svo hrædd og þyrði ekki að gera neitt. Hún reyni alltaf bara að halla sér, tosa sig í burtu. Brotaþoli var spurð hv ort þetta hefði einhvern tímann gerst annars staðar en í herbergi hennar og kvaðst hún stundum sofa í sófanum í stofunni og þá gerði hann þetta stundum við hana. Þetta gerðist bara á nóttunni. Síðast hefði þetta gerst fyrir tveimur eða þremur dögum. Ákærði hefði komið inn í herbergi hennar og hún verið sofandi. Hann hefði gert eitthvað og hún hefði vaknað. Hann hafi þá ennþá verið að snerta brjóst hennar og svo bara farið. Eitt atvik hefði verið það versta en þá hefði ákærði látið hana snerta 3 typpið á sér o g á meðan hefði hann snert brjóst hennar og svo hefði hann sett typpið í munn hennar. Hún hefði verið mjög hrædd og farið að gráta eftir að hann fór. Innt eftir því hvernig typpið á honum væri þegar hann léti hana snerta það sagði brotaþoli að það væri stó rt og hart og hann léti hana snerta það með því að ýta fram og til baka. Stundum lægi ákærði í rúmi hennar og léti hana snerta sig þar, þ.e. typpið. Þá sagði brotaþoli að ákærði lyfti stundum fötum hennar. Hann snerti hana um allan líkamann. Spurð hvort þa ð væri einhver annar staður á líkamanum sem ákærði snerti jafn oft og brjóstin svaraði og grípa í þau og hann gerir það ekkert þú veist rosalega fast en þú veist hann gerir það og þú veist, ég veit náttúrulega ekki hvernig ég á að útskýra með píkuna mín a þú veist, hann er, hann er ekkert að fara þú veist að snerta þú veist alveg þú veist í píkuna hann er meira veist aðeins neðar en það en hann er ekkert að fara neitt þ Spurt hversu oft þetta gerist sagði brotaþoli að stundum geri hann þetta tvisvar til þrisvar í viku en stundum líði alveg tvær vikur en hún viti aldrei hvenær hann geri það. Stundum oft og stundum sé mjög langt á milli. Einnig skýrði brotaþol i frá því að ákærði snerti sjálfan sig. Brotaþoli var innt eftir því hvort hún hefði einhvern tímann tekið eftir því hvort eitthvað kæmi úr typpinu og kvaðst hún aldrei hafa tekið eftir neinu en hún væri alltaf með lokuð augun. Hún sagði jafnframt að ákærð i væri alltaf með eins og lítið handklæði sem maður gæti sett hendurnar inn í, þvottapoka. Hún vissi ekki hvað hann gerði við það. Nánar um það hvernig hann snerti píku hennar sagði hún að hann snerti ekki alveg í píkuna, meira aðeins ofar. Þegar hann sner ti brjóstin þá væri hann dálítið svona að grípa í þau en hann gerði það ekkert rosalega fast. Hann fari undir fötin. Þegar hann komi í herbergi hennar sé hann í buxum og stuttermabol, hann dragi bara aðeins niður buxur sínar. Spurð hvort hann hefði snert h ana annars staðar á líkamanum en brjóstin og píkuna, eins og t.d. rassinn, sagði hún að hún héldi það en það væri mjög sjaldan. Hún vissi það ekki. Þá sagði hún að ákærði hefði einu sinni er hann snerti brjóst hennar tekið niður náttbuxur hennar og nærbuxu r en ekki gert neitt. Hún hefði ekki fattað af hverju hann hefði tekið niður buxur hennar, það hefði ekki verið nein ástæða. Fram kom hjá brotaþola að hún sofi með dyrnar lokaðar, henni finnist óþægilegt að sofa með opnar dyr eða opinn glugga. Ákærði ko mi oft inn í herbergi hennar til þess að opna gluggann. Hann væri alltaf að segja að það væri svo mikil unglingalykt og heitt inni hjá henni, sem væri satt. Þá sofni hún með símann alltaf hjá sér því að henni finnist gott að hlusta á tónlist. Ákærði taki h eyrnartól hennar og símann og setji í hleðslu. Einnig slökkvi hann á lampanum. Brotaþoli kvaðst ekki vita hvenær um nætur ákærði komi inn 4 til hennar. Stundum kíki hún á klukkuna og þá sé hún um sexleytið en stundum kíki hún ekki. Einu sinni hafi það verið um þrjú, fjögur um nóttina. Brotaþoli greindi frá því að hún hefði sagt þremur vinkonum sínum frá þessu, C , D og E . Hún hefði sagt C frá í febrúar að hún hélt, D stuttu síðar og svo hefði hún sagt E frá fyrir nokkrum dögum. Um ástæðu þess að hún hefði sag t frá kvaðst brotaþoli hafa verið búin að halda þessu inni í sér svo lengi og hún hafi verið orðin svo hrædd að hún hefði ákveðið að segja C frá af því að hún gæti treyst henni. Brotaþoli sagði að hún hefði ekki sagt neinum fullorðnum frá. Hún kvaðst vera mjög hrædd um að ákærði gerði svona líka við systur hennar en hún héldi ekki. Ef hann gerði þetta við systur hennar væru miklar líkur á að þær myndu segja frá því og líka út af því að þær væru dætur hans en hún væri það ekki. Hún kvaðst reyna að hugsa ekki um það sem ákærði geri við hana en stundum byrji henni allt í einu að líða illa og byrji að hugsa um þetta en þá hringi hún í vinkonur sínar og tali við þær um einhverja þætti eða myndir eða bjóði þeim út að fá ís. Um líðan sína núorðið sagði brotaþoli að það væri léttir að hafa sagt frá en á sama tíma væri hún hrædd um hvað væri að fara að gerast. Hún hefði ekki rætt við móður sína um háttsemi ákærða. Almennt um samskipti sín og móður sinnar sagði brotaþoli að þau væru bara venjuleg samskipti mæðgna og þæ r ættu alveg mjög skemmtilegar stundir saman. Hinn 23. maí 2019 tók lögregla skýrslu af vitninu B , móður brotaþola, á heimili hennar. Vitnið skýrði frá því að hafa kynnst ákærða þegar brotaþoli var þriggja ára. Samband ákærða og brotaþola hefði ávallt ver ið gott og ákærði tekið jafnan þátt í umönnun brotaþola en ákærði væri duglegri að gera hluti með henni. Þau deili áhugamálum eins og tónlist og þáttahorfi í sjónvarpi. Vitnið kvaðst aldrei hafa orðið vör við neitt óviðeigandi eða óeðlilegt í samskiptum ák ærða og brotaþola en það héldi að brotaþoli myndi ekki segja sér frá ef eitthvað væri að, einfaldlega vegna þess að hún væri á þeim aldri að hún vildi frekar tala við vinkonur sínar. Í samantekt lögreglu vegna skýrslunnar segir að vitnið hefði sagt að það færi vanalega síðast að sofa og svæfi ekki mjög fast. Á upptöku af vitnisburðinum kemur hins vegar fram að vitnið kvaðst sofa miðlungs, ekki fast og ekki laust. Einnig kom fram hjá vitninu að tvö yngstu börnin hefðu yfirleitt komið upp í rúmið til sín og á kærða. Ákærði gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 24. maí 2019. Ákærði greindi frá fjölskylduaðstæðum og daglegum venjum sínum. Ákærði sagði að hann væri oftast fyrstur á fætur á morgnana. Þá kom fram að hann sæi um þvottinn á heimilinu, nema að brjóta þvottin n saman. Ákærði var spurður hvað hann geri fleira þegar hann fari inn í herbergi brotaþola, annað en að setja símann í hleðslu. Ákærði kvaðst opna gluggann eða loka, eftir því hvernig lyktin væri þar inni eða hitastig. Þá kom fram að hann hefði síðast fari ð inn til brotaþola og sett símann í hleðslu í vikunni. Ákærði sagði jafnframt að brotaþoli hafi verið mjög dugleg að setja símann í hleðslu sjálf. Þá kom fram hjá ákærða að brotaþoli vilji hafa dyrnar lokaðar því að henni finnist óþægilegt þegar komi inn 5 til sín. Inntur eftir því hvað hann og brotaþoli geri saman sagði hann að þau horfi á sjónvarpið saman, hún spili á , þau tali um tónlist og horfi á tónlistarmyndbönd eða á bíómyndir. Spurður hvernig hann sé klæddur þegar hann fari að sofa kvaðst hann vera í nærbuxum. Það gerist að hann sé í náttfötum en það væri mjög sjaldan. Það væru þá náttbuxur og bolur. Brotaþoli v æri yfirleitt í náttfötum, þ.e. náttbuxum og bol. Ákærði kvaðst aldrei fara inn til brotaþola á nóttunni. Hann og móðir brotaþola hafi alltaf verið að fara inn til hennar og athuga hvort hún væri ekki örugglega sofnuð, taka símann og setja hann í hleðslu. Undanfarið hafi þetta verið tvisvar eða þrisvar í viku en þetta hafi verið miklu oftar áður því að hún hafi verið að fela símann undir koddanum til þess að geta farið aftur í símann þegar þau væru farin aftur upp í rúm. Hann opni hins vegar dyrnar hjá brot seinna í skólann. Yfirleitt væri þetta um sjöleytið. Þá sagði ákærði að yngsta barnið elski að fara með og vekja brotaþola. Þegar borinn var undir ákærða framburður brotaþola um að hann kæmi inn í herbergi hennar og snerti hana kvaðst ákærði ekki kannast við það. Hann hefði tekið hana úr sokkum en hann gerði ekkert meira. Hann hefði kíkt undir kodda hennar til að athuga hvort síminn eða spjaldtölvan væri þar undir því að hún væri að fela þetta. Ákærði neitaði að hafa farið inn til brotaþola tveimur dögum áður og snert hana. Þá neitaði hann að hafa snert á brotaþola brjóstin, sett liminn í munn hennar eða sett hönd hennar á liminn. Þá neitaði ákærði að hafa verið með þvottapoka í herbergi h ennar. Þá neitaði hann að hafa snert sjálfan sig hjá brotaþola. Einnig hafnaði hann framburði brotaþola um að hafa snert píkuna á henni. Ákærði kvaðst ekki geta gefið skýringu á framburði brotaþola. Hann kvaðst vita að hún vildi búa hjá föður sínum en það væri varla rétta ástæðan, aðferðin til að koma honum út. Þá sagði ákærði að það væri gott samband á milli hans og brotaþola. Vitnið E , vinkona brotaþola, gaf skýrslu hjá lögreglu 23. maí 2019, að viðstöddum starfsmanni barnaverndar. Vitnið kvaðst hafa hit t brotaþola á mánudeginum og hefði séð að henni liði ekki vel. Vitnið hefði spurt hana hvað væri að og hún ekki viljað segja sér það. Vitnið hefði spurt aftur og þá hefði hún sagt að stjúpfaðir hennar væri að angra hana. Hún hefði ekki viljað segja meira o g vitnið spurt aftur. Þá hefði hún sagt að stjúpfaðir hennar væri ekki góður maður og að hann kæmi inn í herbergið hennar á næturnar og gerði hluti við hana. Vitnið kvaðst ekki hafa vitað hvað það ætti að segja og hefði bara knúsað hana. Hún hefði beðið vi tnið að segja ekki neinum en vitnið hefði ekki getað gert það og sagt móður sinni frá daginn eftir. Vitnið sagði að brotaþoli hefði ekki útskýrt þetta nánar og vitnið ekki spurt en það hefði skilið brotaþola þannig að stjúpfaðir hennar gerði kynferðislega hluti við hana. Þá sagði vitnið að brotaþoli hefði sagt sér að þetta gerðist einu sinni til tvisvar í viku, síðan hún var tíu eða ellefu ára. Sama dag, 23. maí 2019, var tekin lögregluskýrsla af vitninu G , móður vitnisins E . Vitnið greindi frá því að hafa verið að sækja dóttur sína, E , á þriðjudagskvöldið. Dóttir 6 vitnisins hefði sagt að vinkona hennar, brotaþoli í málinu, hefði sagt sér kvöldið áður frá því að stjúpfaðir hennar væri ekki góður maður og að hann kæmi inn í herbergi hennar á nóttunni og gerði hluti við hana. Vitnið hefði spurt dóttur sína hvernig hluti og hún hefði sagt að hún hefði ekki fengið miklar útskýringar en að þetta væru kynferðislegir hlutir. Þetta væri búið að vera í gangi síðan brotaþoli var tíu eða ellefu ára og þetta gerðist svon a einu sinni til tvisvar í viku. Vitnið sagði að dóttir hennar hefði verið í uppnámi og verið grátandi. Vitnið hefði sagt að það yrði að tilkynna þetta og dóttir hennar verið sátt við það. Vitnið hefði í gærmorgun hringt í barnaverndarnefnd og sent póst á kennara brotaþola, sem væri einnig umsjónarkennari sonar vitnisins. Hinn 24. september 2020 var tekin lögregluskýrsla af vitninu C , vinkonu brotaþola. Vitnið kvaðst ekki muna vel hvað brotaþoli hefði sagt en minnti að hún hefði sagt að stjúpfaðir hennar kæmi inn til hennar á kvöldin þegar móðir hennar svæfi og bæði treysta sér til að endurtaka né segja nánar hvað það var sem brotaþoli hefði sagt. Þá kom fram hjá vitn inu að brotaþoli hefði verið stressuð þegar hún sagði frá þar sem hún hefði hlegið af og til, að vitnið taldi úr stressi. Vitnið kvaðst hafa fengið brotaþola til að lofa sér að segja foreldrum sínum frá, sem hún hafi lofað þegar hún væri tilbúin. Vitnið sa gði að það myndi þetta ekki vel sökum þess hve langt væri liðið. Degi síðar, 25. september 2020, var tekin lögregluskýrsla af D , vinkonu brotaþola. Vitnið kvaðst ekki muna vel hvað brotaþoli hefði sagt en myndi þó að hún hefði sagt að fósturfaðir hennar k æmi inn til hennar á nóttunni og káfaði á henni. Vitnið treysti sér ekki til að endursegja hvað brotaþoli hefði sagt en að það væri svo langt um liðið. Brotaþoli hefði lýst atvikum eitthvað betur. Það væri svo langt um liðið að vitnið myndi samtalið ekki n ógu vel. Vitnið sagði að það hefði ekki spurt brotaþola nánar út í atvik þar sem það hefði ekki viljað láta brotaþola líða verr. Eftir þetta hefðu þær aldrei rætt meint brot aftur. Fram kom hjá vitninu að meint brot hefðu átt sér stað yfir einhvern tíma, u m nokkurra mánaða skeið að því er vitnið hélt. Einnig sagði vitnið að brotaþoli hefði breyst á þessum tíma og hætt að vera glöð eins og hún hafi verið áður. Vitnið B gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst 2021. Vitnið kvaðst hafa verið í hálfgerðu tauga áfalli þegar lögreglan hefði hringt á sínum tíma og boðað komu sína. Vitnið hefði haldið að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir. Vitnið hefði árangurslaust reynt að ná í ákærða. Lögreglan hefði komið skömmu síðar og framkvæmt húsleit. Vitnið greindi frá þ ví að meðan á sambúð þess og ákærða stóð hefðu þau haft þann háttinn á að ákærði sæi um að setja óhreinan þvott í vél en vitnið séð um að brjóta saman hreinan þvottinn og ganga frá honum. Þá greindi vitnið frá því að þegar þau stunduðu kynlíf hafi ákærði á vallt þurrkað sér með þvottastykki. Vitnið hefði ekki notað getnaðarvörn og því hefði hann fengið sáðlát ýmist í þvottastykkið eða á maga vitnisins og þurrkað svo af maganum með þvottastykkinu. Þá greindi vitnið frá því að eftir tilkynninguna hefði 7 ákærði flutt af heimilinu og ekki komið þangað aftur. Vitnið kvaðst hafa veitt því athygli eftir að hann var farinn af heimilinu að þvotti á þvottastykkjum snarfækkaði, var nánast enginn. Einnig skýrði vitnið frá því að ákærði hefði sagt sér frá því að þegar hann var barn hefði hann sýnt óvenjulega kynhegðun snemma og því hafi foreldrar hans farið með hann til sálfræðings. Vitnið hefði rætt um málið við barnsmóður ákærða og hún hefði heyrt sömu sögu frá ákærða. Vitnið sagði að ákærði hefði einnig sagt sér frá því að eldri frændi hans hefði farið með hann í læknisleik þegar hann var lítill og sjálfur hefði hann farið í læknisleik með litlum bróður sínum sem væri með einhverja þroskaröskun. Þá sagði vitnið að á meðan á sambúðartíma vitnisins og ákærða stóð hafi hann margoft haldið fram hjá henni með ókunnugum konum og hann hefði farið á meðferðarfundi fyrir kynlífsfíkla. Einnig sagði vitnið að barnsmóðir ákærða hefði einhvern tímann komið að ákærða leika litla stelpu og verið að tala við einhvern fullorðinn karlmann á netinu. Þá sagði vitnið að það hefði lesið yfir skýrsluna af brotaþola í Barnahúsi og séð að meint brot gagnvart henni hefðu gerst ávallt um morgun en ákærði hafi alltaf verið vaknaður 40 mínútum til einni klukkustund á undan henni á morgnana á meðan þau voru í sambúð. Vitnið kvaðst sofa rosafast. Einu sinni hefði vitnið vaknað um miðja nótt og orðið vör við að ákærði væri ekki í rúminu við hlið þess. Vitnið hefði farið fram á gang og eftir smástund séð ákærða fara út úr herbergi brotaþola í nærbuxum einum klæða og sagt við hana að hann hefði sett síma brotaþola í hleðslu en hann hefði passað upp á að símar og spjaldtölvur væru í sambandi hjá börnunum. Vitnið sagði að þegar hún rifjaði þetta atvik upp þá myndi hún að sér hefði þótt þetta eitthvað óþægilegt. II. Húsleit var gerð á heimili brotaþola 24. maí 2019. Var lagt hald á rúmföt brotaþola og tvennar nærbuxur. Einnig var lagt hald á tölvur. Þá var leitað sérstaklega í þvottahúsi að þvottapokum en þeir fundust ekki. Móðir brotaþola skýrði frá því að hún hefði nýlega þvegið þvottapoka sem voru í þvottakörfunni. Ekki þótti ástæða til að haldleggja þvottapoka sem hefðu verið þvegnir. III. Fyrir liggur vottorð H sálfræðings, dags. 17. janúar 2022. Þar segir að tilvísun eftir þjónustu Barnahúss hafi borist frá barnavernd 8. júní 2019. Óskað hafi verið eftir sérfræðilegri greiningu og fræðslu/meðferð. Brotaþoli hafi sótt níu viðtöl hjá sálfræðingnum og fjögur viðtö l hjá I . Lögð hafi verið áhersla á fræðslu, greiningu á vanda ásamt því sem mat hafi verið lagt á meðferðarþörf sem taki mið af aldri barnsins og eðli vandans. Stuðst hafi verið við áfallamiðaða hugræna atferlismeðferð sem feli m.a. í sér fræðslu um eðli o g afleiðingar áfalla, streitustjórnun, að bera kennsl á tilfinningar sínar, hugsanir og hegðun. Markmiðið sé að draga úr afleiðingum áfallsins og læra leiðir til að takast á við hugsanir og tilfinningar sem algengar eru eftir áföll. Samhliða því hafi áhers la verið lögð á sjálfsstyrkingu hjá barninu og því kennt að setja persónuleg mörk. Það hafi 8 gengið vel að vinna með henni og hún nýtt sér viðtölin ágætlega. Hún hafi mætt í flest bókuð viðtöl, sýnt fræðslu áhuga og tekið virkan þátt í samtalsmeðferðinni. H ún hafi ávallt verið nokkuð glaðleg, opin og dugleg að tjá sig. Hún hafi verið með jákvæða mynd af sjálfri sér, verið sátt í sínu skinni og tekið virkan þátt í félagslífi þó svo að félagsleg samskipti við jafnaldra hafi á stundum gengið brösulega. Upplýsin ga um líðan hennar hafi verið aflað í viðtölunum, með sjálfsmatskvörðum sem hún hafi svarað og með samtölum við móður. Sjálfsmatskvarðar hafi verið lagðir fyrir hana 5. júlí 2019. Um hafi verið að ræða listana DASS 21 (Depression Anxiety Stress Scales 21, shorter version) og PCL 5 (Post - Traumatic Stress Disorder Checklist for DSM - 5). Niðurstöður listanna hafi sýnt að hún hafi hvorki verið að kljást við áfallastreituröskun né þunglyndi yfir klínískum mörkum en sýnt kvíðaeinkenni rétt yfir klínískum mörkum, þ .e. væg kvíðaeinkenni. Móðir hennar hafi fundist hún finna fyrir auknum kvíða gagnvart heimili sínu (sameiginlegu heimili hennar og ákærða) og að henni þætti betra að vera hjá pabba sínum og að henni þætti erfitt að sofa í eigin rúmi vegna minninga sem þá leituðu á hana. Eins hafi brotaþoli endurtekið frá því í viðtölum að henni þætti óþægilegt að aka framhjá vinnustað ákærða því að það minnti hana á brotin. Auk þess væri hún hætt að spila ákveðin lög á , sem þau voru vön að æfa saman. Í dagálsnótum 12. júlí 2019 komi fram að hún segist hugsa stundum af hverju ákærði hætti ekki að gera þetta og öll þessi ár var hann stjúppabbi hennar og hann sé pabbi systra hennar. Þegar þetta var að gerast og hún farið svo í skólann daginn eftir að svona hafi gerst um nó ttina hafi hún talað mikið og beðið vini sína að segja sér brandara og tala, til að forðast hugsanir sínar og hverfa frá því sem gerðist. Eins hafi hún oft horft á fólk og farið að ímynda sér hvernig líf þessarar manneskju væri, til að koma sér frá hugsunu m og fara að hugsa um annað. Þarna sýni brotaþoli sterk bjargráð til að forðast hugsanir sem láti henni líða illa að eigin sögn og eru viðbrögð sem þessi þekkt meðal þolenda kynferðisofbeldis. Að öðru leyti virtist meint brot sem slíkt ekki valda einkennum áfallastreitu á þann hátt að það truflaði færni stúlkunnar til að taka þátt í daglegu lífi. Að vísu nefnir stúlkan það títt í viðtölum að sér finnist erfitt þegar yngri systur hennar eru að ræða um pabba sinn eða spyrja hana spurninga um hann. Í eitt skip ti hringdi stjúpfaðir hennar í dætur sínar þegar fjölskyldan var í sumarfríi og brá stúlkunni mikið við og upplifði kvíða í kjölfarið. Kvíðaeinkenni hennar sé annars ekki hægt að rekja með beinum hætti til meints brots þar sem hún eigi sögu um kvíða, einku m í tengslum við einelti og erfið félagsleg samskipti. Eftir því sem leið á viðtöl hefðu félagsleg samskipti við jafnaldra verið farin að ganga betur. Móðir hefði gert breytingar á heimili sínu þannig að brotaþoli svaf í nýju rúmi í öðru herbergi og síðar hefðu mæðgurnar flutt. Líðan stúlkunnar í lok viðtala hafi verið góð, hún ekki uppfyllt greiningarskilmerki þunglyndis, kvíða og áfallastreituröskunar og gengið vel í námi, tómstundum og félagslífi. Vera má að hún þurfi á faglegum stuðningi að halda þegar niðurstöður um ferli málsins í réttarvörslukerfinu liggja fyrir. Eins sé algengt að 9 börn og unglingar þurfi á faglegri aðstoð að halda á fullorðinsárum og ekki sé útilokað að svo verði um brotaþola. Þá segir í vottorðinu að þrátt fyrir að hún hafi ekki upp fyllt skilyrði áfallastreituröskunar og að önnun klínísk einkenni hafi einnig verið undir meðallagi að kvíða undanskildum, en óvarlegt þykir að tengja hann beint við brotið vegna sögu stúlkunnar, þá rýri það á engan hátt trúverðugleika hennar. Börn og ungl ingar bregðist á mismunandi hátt við áföllum í lífi sínu og erlendar rannsóknir sýni að hlutfall þeirra sem greinast með áfallastreitu eftir slík brot sé um 40% eða rétt tæplega helmingur. Styrkleikar stúlkunnar hafi meðal annars falist í því að hún hafi a ldrei kennt sjálfri sér um meint brot og hlotið góðan stuðning sinna nánustu. IV. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði sagði að hann hefði verið stjúpfaðir brotaþola frá því að hún var ára. Samskipti þeirra hefðu alltaf veri ð mjög góð og eðlileg. Hann hefði kennt henni á . Samband hefði verið gott og trúnaður á milli þeirra. Sem dæmi nefndi hann að hún hefði trúað honum fyrir því ellefu ára gömul að . Þau hefðu verið góðir vinir. Á unglingsaldri hafi hún farið að loka s ig af í herbergi sínu en komið fram á kvöldin þegar systur hennar hafi verið sofnaðar. Þau hefðu spjallað saman og horft á sjónvarpið. Á kvöldin hafi rútínan verið þannig að yngri systur brotaþola hefðu farið að sofa á undan henni. Hún hafi viljað sofa með lokaðar dyr. Oft hafi hún verið í símanum inni í herbergi sínu og spjallað við vinkonur sínar. Hann eða móðir hennar, oftast hann, hafi almennt athugað fyrir háttinn hvort hún væri sofnuð og sett síma hennar í hleðslu. Þá hafi hann opnað glugga. Ákærði ne itaði því að hafa farið inn í herbergi hennar á næturnar. Á morgnana hafi hann vaknað á undan öðrum í fjölskyldunni en hann hafi átt að mæta í vinnu hálfátta. Hann hafi farið í sturtu áður en hann fór í vinnuna, útbúið morgunmat og vakið yngri systur brota þola og opnað inn til brotaþola. Stundum hafi yngsta systirin komið með ákærða að vekja brotaþola. Þá kom fram hjá ákærða að þegar hann hafi stundað kynlíf með móður brotaþola hafi þau notað þvottastykki til að þurrka upp sæði. Ákærði neitaði því að hafa farið með þvottastykki inn í herbergi brotaþola. Hann gat ekki gefið skýringu á því af hverju brotaþoli hefði nefnt að hann hefði verið með þvottastykki. Ákærði sagði að honum hefði liðið skelfilega þegar brotaþoli ásakaði hann um kynferðisbrot. Spurður u m hugsanlega skýringu á því af hverju hún ætti að vera að ásaka móður sinnar og misst vinnuna. Þá hefði hann ekki hitt eða séð brotaþola. Hann hefði ekki heldur hitt e ldri dóttur sína í meira en eitt ár eftir þetta. Hinar hefði hann fengið að hitta en móðir þeirra hefði svo alfarið tekið fyrir það. Hann hefði þá fengið að hitta eldri dóttur sína einu sinni í mánuði í um það bil eitt ár. 10 Borinn var undir ákærða framburð ur móður brotaþola um að hún hefði eitt sinn séð hann koma út úr herbergi brotaþola um nótt. Ákærði sagði að þetta væri að sumu leyti rétt. Hann hefði vaknað um nótt af einhverjum ástæðum og heyrt hljóð úr herbergi brotaþola, eins og lágt tal. Hann hefði f arið inn í herbergi til brotaþola til að athuga það. Þetta hefði verið um miðja nótt og hann því verið þreyttur. Hann hefði farið inn og sest á rúmstokkinn og sofnað með hönd undir kinn. Hann hefði verið sitjandi á rúmstokkinum , sofandi, þegar móðir brotaþ ola hafi komið inn í herbergið og spurt hvað hann væri að gera. Þau hefðu farið saman út úr herberginu og lokað dyrunum. Ákærði kvaðst ekki muna hvenær þetta hefði gerst , á árinu 2018 eða 2019. Vitnið B , móðir brotaþola, sagði að hún hefði fyrst frétt af málinu þegar lögregla kom á heimili hennar til húsleitar og sagt að það væri vegna kynferðisbrots ákærða gegn dóttur hennar. Henni hefði brugðið mikið og ekki búist við þessu. Þetta hefði verið áfall. Sk ýrslan sem hún gaf á heimilinu hafi verið stutt. Hún hafi verið í taugaáfalli og ekki áttað sig á því hvað var að gerast. Þá sagði vitnið að lögregla hefði beðið sig um að yfirheyra ekki brotaþola um atvik. Vitnið hefði ekki rætt hvernig ákærði hefði broti ð gegn henni. Vitnið skýrði frá því að ekkert óeðlilegt hefði verið í samskiptum ákærða og brotaþola. Samskipti þeirra hafi verið góð og þau átt sameiginleg áhugamál. Þá sagði vitnið að brotaþoli hafi verið farin að loka sig meira af og verið viðkvæmari. U m rútínuna á heimilinu sagði vitnið að hún og ákærði hefðu séð um að koma börnunum í háttinn. Stundum hafi brotaþoli verið að horfa á sjónvarpið með henni og ákærða. Yfirleitt hefði vitnið farið að sofa á undan brotaþola og ákærði séð um að athuga hvort sí mi hennar væri í hleðslu. Ákærði hefði vaknað fyrstur á morgnana og farið í sturtu. Þegar aðrir í fjölskyldunni hefðu vaknað hafi hann yfirleitt verið farinn í vinnu. Vitnið sagði að það hefði ekki vaknað þegar ákærði fór á fætur en vitnið svæfi fast. Eitt sinn hefði vitnið vaknað um nótt og ákærði ekki verið við hlið þess. Vitnið hefði farið fram og séð ákærða koma út úr herbergi brotaþola og lokað dyrunum. Hann hefði sagt að hann hafi verið að athuga með síma brotaþola. Það hefði ekki verið eðlilegt hvað ákærði hafi verið lengi í herberginu og vitninu þótt þetta óþægileg upplifun. Þetta hefði verið um hálfu ári áður en málið kom upp. Þá kom fram hjá vitninu að ákærið hefði sofið í nærbuxunum. Einnig greindi vitnið frá því að það hefði ekki notað getnaðarva þegar það las skýrslu brotaþola í Barnahúsi, um að ákærði hefði verið með þvottastykki þegar hann kom í herbergi hennar um nætur. V itnið kvaðst hafa áttað sig á því til hvers ákærði hafi notað þessi þvottastykki. Einnig kom fram hjá vitninu að brotaþoli hafi verið farin að loka sig af en hafi tengt það við unglingsárin. Eftir að ákærði flutti af heimilinu hafi brotaþoli verið óörugg o g vör um sig en um leið eins og það hafi verið frelsi fyrir hana. Hún hafi verið viðkvæm og ekki treyst karlmönnum, t.d. frekar viljað kvenkyns ökukennara. Þá virtist hún hafa minna sjálfstraust. Hún hefði flutt til föður síns. 11 Vitnið E , vinkona brotaþo la, skýrði frá því fyrir dómi að hún hefði eitt sinn komið heim til brotaþola og þær hefðu farið út að ganga og sest niður á leikvelli. Brotaþoli hefði þá sagt að stjúpfaðir hennar beitti hana kynferðisofbeldi. Vitnið kvaðst hafa fengið sjokk og knúsað han a. Þegar móðir vitnisins hefði sótt það hafi hún brotnað niður og sagt móður sinni frá þessu. Jafnframt sagði vitnið að brotaþoli hafi verið búin að ákveða að segja frá og vitnið þurft að lofa að segja engum frá. Nánar tiltekið hefði brotaþoli sagt að stjú pfaðir hennar hefði komið inn í herbergi hennar um nætur og gert hluti sem hann eigi ekki að gera við sig. Þetta hefði gerst oft og í einhver ár. Brotaþoli hafi verið ör og titrað. Eftir að upp komst um málið hafi verið léttara yfir henni og hún hefði veri ð glaðari en áður. Vitnið G , móðir E , greindi frá því að eitt sinn þegar hún hafi sótt dóttur sína og verið að keyra hana heim hafi hún sagt frá því að brotaþoli hefði trúað henni fyrir því að stjúpfaðir hennar hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Hann kæmi inn til hennar á nóttunni. Vitnið kvaðst hafa tilkynnt þetta degi síðar með því að hringja í Neyðarlínuna. Degi síðar hefði verið hringt frá lögreglu og hún verið beðin um að gefa skýrslu. Vitnið D , vinkona brotaþola, kvaðst ekki hafa viljað spyrja brota þola um málið. Hún hafi verið mjög sorgmædd. Brotaþoli hefði greint vitninu frá því þegar þær voru í skólasundi að sér liði illa og að stjúpfaðir hennar væri að snerta hana. Hann hafi komið inn í herbergi hennar um nætur. Vitnið hefði ekki viljað spyrja ná nar. Það hafi verið eins og brotaþoli væri hrædd og skammaðist sín. Hún hafi verið mjög sorgmædd og verið við það að fara að gráta. Einnig kom fram hjá vitninu að brotaþoli hefði áður verið eins og hrædd og inni í sér en eftir þetta hefði henni liðið miklu betur. Vitnið C , vinkona brotaþola, skýrði frá því að brotaþoli hefði sagt sér að stjúpfaðir hennar hefði komið stundum inn til hennar um nætur, þegar móðir hennar hafi verið sofandi, og gert óviðeigandi hluti. Þetta hafi verið á árinu 2019. Vitnið kvaðs t ekki muna nákvæmlega hvað brotaþoli hefði sagt en þetta hefði verið eitthvað kynferðislegt. Brotaþoli hafi verið stressuð þegar hún hafi sagt vitninu frá þessu. Þetta hefði verið eina skiptið sem þær ræddu þetta. Vitnið H sálfræðingur greindi frá því að brotaþoli hefði komið í fyrsta viðtalið til sín 2. júlí 2019. Síðasta viðtalið hafi verið 12. nóvember sama ár. Um hafi verið að ræða níu skipti. Brotaþoli hafi komið fyrir sem flott stúlka, þroskuð og með góða sjálfsvitund. Hún hafi verið glaðleg og opin en það hafi verið eins og hún væri aftengd. Í viðtölunum hafi verið um að ræða fræðslu og greiningu. Þá hafi verið lögð sálfræðileg próf fyrir brotaþola. Hún hafi ekki uppfyllt greiningarskilmerki um áfallastreituröskun. Þá hafi hún ekki verið þunglynd en kvíðaeinkenni aðeins yfir mörkum. Hún hafi hins vegar haft kvíða áður út af félagslegum vandamálum. Einnig kom fram hjá vitninu að meðferð hennar hafi verið fremur stutt. Þá sagði vitnið að brotaþoli hefði sótt í að vera hjá föður sínum frekar en móður ef tir að málið kom upp. Þetta hafi verið flóknar og erfiðar 12 aðstæður og fjölskyldan sundrast. Tilfinningarnar hafi verið flóknar. Um framtíðarhorfur brotaþola sagði vitnið að hún hafi ekki verið tilbúin þegar hún var í viðtölunum og það geti komið áfall mörg um árum eftir atvik. Einnig kom fram hjá vitninu að þolendur kynferðisbrota fái ekki alltaf áfallastreitu. Það væri um 40% eða rétt um helmingur. V. Í máli þessu eru ákærða gefin að sök kynferðisbrot gegn barni, A , með því að hafa með ólögmætri nauðung, þar sem ákærði nýtti sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem stjúpföður, að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku, á árunum 2016 - 2019, er stúlkan var ellefu til þrettán ára, á þáverandi heimili þeirra, farið inn í herberg i stúlkunnar þar sem hún svaf og ýmist staðið yfir rúmi stúlkunnar eða lagst upp í rúm til hennar, og ítrekað káfað á kynfærum, brjóstum og líkama hennar innanklæða og ítrekað fróað sjálfum sér á meðan, sett hönd hennar ítrekað á getnaðarlim sinn og látið hana fróa sér, í eitt skipti látið hana eiga við sig munnmök og í eitt skipti girt niður um hana buxur og nærbuxur. Ákærði neitar sök. Hjá lögreglu neitaði hann því alfarið að hafa farið inn til brotaþola á nóttunni. Hann hefði hins vegar haft það fyrir venju að athuga áður en hann færi í háttinn hvort brotaþoli væri sofnuð, sett síma hennar í hleðslu eða opnað glugga til að lofta út. Þá hefði hann verið fyrstur til að fara á fætur á morgnana og vakið brotaþola. Fyrir dómi neitaði hann einnig að hafa fari ð inn í herbergi hennar á næturnar en þegar borinn var undir hann vitnisburður móður brotaþola, um að hún hefði eina nótt vaknað við að ákærði var ekki í rúminu og séð hann koma út úr herbergi brotaþola, viðurkenndi hann að hafa eitt sinn farið inn til bro taþola um nótt. Þannig er nokkurt misræmi í framburði ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi. Er frásögn ákærða fyrir dómi um þetta atvik með nokkrum ólíkindablæ. Hann segist hafa vaknað um nótt og heyrt eitthvað í herbergi brotaþola, farið inn til hennar, sest á rúmstokkinn og sofnað þar með hönd undir kinn. Móðir brotaþola hafi komið inn og spurt hvað hann væri að gera og þau þá farið saman út úr herberginu. Að mati dómsins eru þessar skýringar ákærða á veru hans í herbergi brotaþola ekki trúverðugar. Brotaþ oli hefur með trúverðugum hætti skýrt frá því hvernig ákærði hafi brotið gegn henni. Hún kveðst hafa verið 11 eða 12 ára þegar þetta hafi byrjað en hún muni það ekki nákvæmlega, enda var hún ung að aldri og brotin áttu sér stað yfir langan tíma. Hún hefur lýst því að hann hafi komið inn til hennar um nætur. Hún hafi verið hrædd og þóst sofa. Ákærði hafi snert brjóst hennar og líkama, innanklæða. Þá tæki hann í hönd hennar og léti hana snerta lim sinn, með því að ýta fram og til baka. Beðin um að lýsa hverni g limurinn væri sagði hún að hann væri stór og harður. Eitt sinn hefði hann sett liminn í munn hennar og þá hefði hún verið mjög hrædd og grátið þegar hann hætti og fór fram. Einnig lýsti hún því að hann hefði eitt skipti dregið niður náttbuxur hennar og n ærbuxur og ekki gert neitt annað en að snerta brjóst hennar. Jafnframt sagði brotaþoli að hann 13 hefði stundum snert sjálfan sig. Brotaþoli sagði einnig að stundum hefði hann byrjað að eins ofar. Ekki neitt mikið ofar, ekki eins og við mjöðmina heldur aðeins neðar. Þá sýndi hún við skýrslutöku hvar hann hefði snert hana en það sést ekki skýrt á upptöku. Þegar brotaþoli var innt eftir því hversu oft ákærði hefði brotið gegn henni sagði hú n stundum tvisvar til þrisvar í viku en stundum liðu alveg tvær vikur. Stundum hefði þetta gerst oft og stundum verið mjög langt á milli. Enn fremur hefur brotaþoli skýrt frá því að ákærði hafi haft þvottastykki en ekki vitað til hvers. Móðir brotaþola hef ur lýst því, og ákærði einnig, að þegar hún og ákærði stunduðu kynlíf hafi hann notað þvottapoka eða þvottastykki til að þurrka sæði þar sem hún hafi ekki notað getnaðarvarnir. Brotaþoli getur ekki hafa haft vitneskju um þetta. Þykir framangreindur vitnisb urður eindregið styðja frásögn brotaþola um brot ákærða gegn henni. Vitnisburður D , C og E , vinkvenna brotaþola, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, um að hún hefði greint þeim frá því að ákærði hefði komið inn til hennar um nætur og brotið kynferðislega á he nni og þetta hefði gerst oft og átt sér stað í langan tíma, styður einnig frásögn brotaþola um brot ákærða. Er ekkert komið fram í málinu sem getur útskýrt af hverju brotaþoli ætti að bera upplognar sakir á ákærða. Það hefur ekki verið henni léttvægt að gr eina frá brotum hans og tilfinningar og aðstæður verið flóknar. Það hefur komið fram að það hefur verið brotaþola léttir að greina frá en á sama tíma hefur fjölskyldan sundrast og það verið brotaþola erfitt. Eins og fram kemur í vottorði H sálfræðings frá 17. janúar 2022 hefur brotaþoli sýnt viðbrögð sem eru þekkt hjá þolendum kynferðisofbeldis, eins og að forðast hugsanir og ákveðna staði sem minna hana á ákærða. Þetta styður framburð brotaþola. Það rýrir ekki trúverðugleika hennar að hún hafi ekki greinst með einkenni áfallastreituröskunar enda bregðast börn við áföllum á mismunandi hátt og mun aðeins um helmingur þolenda greinast með áfallastreitu eftir kynferðisbrot. Með vísan til alls framangreinds er sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákær ði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru, þó með þeim hætti að ekki liggur fyrir að hann hafi káfað á kynfærum brotaþola, en vitnisburður hennar verður skilinn þannig að hann hafi fremur snert hana nálægt kynfærum en ekki á þeim . Er ákæra í málinu að þessu leyti ekki alveg í samræmi við vitnisburð brotaþola. Þá verður ekki fullyrt af framburði brotaþola að brot ákærða hafi að jafnaði átt sér stað tvisvar til þrisvar í viku, en hún sagði að stundum hefði liðið mjög langt á milli. Hvað sem því líður er ljóst að brot ákærða hafa átt sér oft stað og yfir langt tímabil. Brot ákærða eru rétt heimfærð til refsiákvæða. VI. Ákærði er fæddur . Samkvæmt sakavottorði hans hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að brot hans beindust að stjúpdóttur hans og eru alvarleg. Með brotum sínum brást hann 14 trúnaðarskyldum sínum gagnvart henni. Fy rir liggur að rannsókn málsins hófst í maí 2019 og var að mestu lokið sama ár. Málið var ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2021 og ákæra gefin út 16. desember 2021. Ekki hafa komið fram skýringar á þessum drætti málsins og er óhjákvæmilegt að taka tillit til hans. Vegna alvarleika brota ákærða eru hins vegar ekki skilyrði til að skilorðsbinda refsingu hans. Er refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. VII. Í málinu liggur fyrir skaðabótakrafa brotaþola að fjárhæð 4.000.000 króna. Krafa er gerð um vexti samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. maí 2019, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar til greiðsludags. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot og á b rotaþoli rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. lög nr. 37/1999. Ljóst er að brot ákærða hafa valdið henni mikilli vanlíðan og raskað verulega lífi hennar. Ekki er útséð um afleiðingar brotsin s á líðan hennar. Að þessu virtu og með hliðsjón af dómaframkvæmd þ ykja bætur hennar hæfilega ákveðnar 2.500.000 krónur. Dráttarvextir reiknast frá 27. febrúar 2022, þegar liðinn var mánuður frá birtingu bótakrafna fyrir ákærða, sbr. 9. gr. laga um vexti o g verðtryggingu nr. 38/2001. VIII. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, alls 1.906.800 krónur. Um er að ræða kostnað vegna vottorðs frá Barnahúsi, 37.500 krónur. Þóknun verjanda er hæfilega ákveðin 976.500 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Þóknun réttargæslu manns þykir hæfilega ákveðin 892.800 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari . Dómsuppsaga hefur dregist en gætt var ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjú ár. Ákærði greiði A 2.500.000 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. maí 2019 til 27. febrúar 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 1.906.800 krónur í sakarkostnað, þar með talin 976.500 króna þóknun skipaðs verjanda hans, Brynjólf Eyvindssonar lögmanns, og 892.800 króna þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns. Sandra Baldvinsdóttir