D Ó M U R 1 . jú l í 2019 Mál nr. S - 95 /201 9 : Ákærandi: Héraðssaksóknari ( Finnur Þór Vilhjálmsson saksókna r i ) Ákærð u : Unnur Birgisdóttir ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Armando Luis Rodriguez (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Dómari: Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness mánudaginn 1 . jú l í 2019 í máli nr. S - 95 /201 9 : Ákæruvaldið ( Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknar i ) gegn Unni Birgisdóttur og ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Armando Luis Rodriguez (Sveinn Andri Sveinsson l ögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var 26 . júní sl. , höfða ði héraðssaksóknari með ákæru 14 . febrúar sl. á hendur ákærð u , Unni Birgisdóttur, kt. [...] , [...] í [...] , og Armando Luis Rodriguez, kt. [...] , [...] í [...] : um við rekstur einkahlutafélagsins [...] (síðar [...] ), kt. [...] , sem tekið var til gjaldþrotaskipta 25. janúar 2017: I Á hendur ákærðu Unni, stjórnarmanni og daglegum stjórnanda félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár en daglegum stjórnanda fél agsins eftir það tímamark, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa: 1 Ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem var innheimtur í rekstri einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilanna janúar febrúar, mars apríl, maí - júní og júlí ágúst rekstrarárið 2016 í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 32.510.304 krónur, sem sundurliðast svo: Árið 2016: janúar febrúar kr. 441.802 mars apríl kr. 7.856.860 maí júní kr. 12.398.062 júlí ágúst kr. 11.813.580 Samtals kr. 32.510.304 2 2 Ekki staðið skil á skilagreinum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma vegna staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir greiðslutímabilin apríl, júní og ágúst rekstrarárið 2016 og ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna mars til og með [se ptember] rekstrarárið 2016, samtals að fjárhæð 20.726.404 krónur sem sundurliðast svo: Árið 2016: mars kr. 1.730.399 apríl kr. 2.151.116 maí kr. 3.295.247 júní kr. 2.738.553 júlí kr. 3.290.138 ágúst kr. 3.797.477 se ptember kr. 3.723.474 Samtals kr. 20.726.404 II Á hendur ákærðu Unni og ákærða Armando fyrir brot gegn lögum um einkahlutafélög með því að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar ákærði Armando tók til málamynda við stjórn félagsins af ákærðu Unni frá 10. ágúst 2016, annars vegar með tilkynningu, dags. 5. ágúst 2016, móttekinni hjá fyrirtækjaskrá RSK 30. s.m., um nýtt lögheimili félagsins að [...] í Reykjav ík, og hins vegar með tilkynningu, dags. 10. ágúst 2016, móttekinni hjá fyrirtækjaskrá RSK 30. ágúst s.m., um að ákærði Armando væri nýr stjórnarmaður í félaginu og A varamaður hans. III Brot ákærðu Unnar samkvæmt ákærukafla I teljast varða við 1. mgr. 26 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, fyrir brot samkvæmt tölulið 1, og sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir brot samkvæmt tölulið 2. 3 Brot ákærðu Unna r og ákærða Armando samkvæmt ákærukafla II teljast varða við 1. tölulið 127. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, sbr. 1. málslið sömu lagagreinar. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls Með vísan til d - l iðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála greinir eftirfarandi í ákærunni: Skattalagabrot samkvæmt þessari ákæru sættu áður meðferð Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S - 114/2018. Við upphaf aðalmeðferðar þess máls 15. nóvember 2018 voru með vísan til 2. mgr. 153. gr. laga nr. 88/2008 afturkallaðir kaflar ákæru sem beindust að ákærðu Unni og Armando og vörðuðu þessi skattalagabrot. Ástæðum þeirrar ráðstöfunar sakarefna var lýst nánar í bókun ákæruvaldsins um þetta umrætt sinn. Málið var rekið áfram um sjálfstæð sakarefni gagnvart þriðja ákærða í því máli og lyktaði með sakfellingu hans samkvæmt ákæru, sbr. dóm í málinu 6. desember 2018. Frekari rannsókn á fyrrgreindum sakarefnum gagnvart ákærðu Unni og Armando hefur nú farið fram og er með útg áfu þessarar ákæru höfðað nýtt mál vegna þeirra, sbr. 3. mgr. síðastnefndrar lagagreinar. Með framhaldsákæru, dags. 18. febrúar sl., leiðrétti ákæruvaldið kafla I.2 í , og hefur sú breyting verið færð inn í lýsingu á efni ákæru hér að framan . Ákærði Armando hefur skýlaust játað brot sitt samkvæmt ákæru. Krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun verjanda, greiðist úr ríkissjóði. Kröfur ákærð u Unnar í málinu eru aðallega þær að málinu verði vísað frá dómi. Til vara er krafist sýknu. Til þrautavara er þess krafist að henni verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa . Í öllum tilv ikum er þess krafist að allur sakarkostnaður, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun verjanda, greiðist úr ríkissjóði. I Tildrög málsins eru þau að 26. júní 2017 sendi skattrannsóknarstjóri ríkisins erindi til héraðssaksóknara þar sem rakin e ru meint lögbrot ákærðu ásamt B í tengslum við félagið [...] , sem tekið var til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 25. janúar 2017 . Áður hét félagið [...] . Í erindi skattrannsóknarstjóra er rakið að tilefni rannsóknarinnar hafi verið ábending ríkisskattst jóra . Fram kemur 4 einnig að skattrannsóknarstjóri telji að ákærðu hafi ásamt téðum B komi því til leiðar á saknæman hátt, þ.e. af ásetningi eða í það minnsta af stórkostlegu hirðuleysi, að félagið stóð ekki skil á tilteknum skattgreiðslum . Með ákæru 6. mar s 2018 var sakamál höfðað gegn ákærðu ásamt B vegna meintra brota gegn skattalögum, framin í rekstri [...] , þ.e. téðs B sem stjórnarmanns og framkvæmdastjóra félagsins til 30. mars 2016, ákærðu Unnar sem stjórnarmanns og daglegs stjórnanda félagsins frá þv í tímamarki til 10. ágúst 2016 og ákærða Armando sem stjórnarmanns og daglegs stjórnanda félagsins frá 10. ágúst 2016. Undir rekstri þess dóms máls , þ.e. 15. nóvember 2018, var fallið frá ákæru á hendur bæði Unni og Armando. Var við það tækifæri bókað að á kæruvaldið teldi óhjákvæmilegt að afturkalla ákæru á hendur þeim tveimur til að rannsaka mætti málsatvik nánar og að því búnu meta hvort höfða bæri nýtt mál um þau sakarefni, sbr. 3. mgr. 153. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Eins og áður segir va r m ál þetta síðan höfðað með ákæru 14. febrúar sl. Fyrra dómsmálinu lyktaði aftur á móti með sakfellingu B . Téður B var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri félagsins frá 4. apríl 2012 til 29. mars 2016 . Ágreiningslaust er að sama dag tók ákærða Unnur sæti í stjórn félagsins og var þá ein skráð stjórnarmaður þar . Í gögnum málsins er síðan að finna tilkynningu til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, dags. 10. ágúst 20 16 . Í því skjali kemur fram að þann dag hafi ákærði Armando tekið við stjórnarstörfum og sitji ei nn í stjórn félagsins . Í fyrra dómsmálinu gegn ákærðu var ákært í samræmi við efni þessara tilkynninga. Eins og nánar greinir hér á eftir byggir ákæruvaldið nú á því eftir frekari rannsókn málsins að síðastnefnda tilkynning in, dags. 10. ágúst 20 16 , hafi ve rið markleysa og að engu hafandi þar sem hún hafi verið efnislega röng eða a.m.k. villandi . Ástæðan sé sú að ákærði Armando hafi ekki hug ði st hafa nokkra aðkomu að félaginu , en ákærða Unnur hafi þvert á móti áfram tek ið ákvarðanir varðandi málefni félagsins og verið daglegur stjórnandi þess í reynd eftir 10. ágúst 2016 . Við aðalmeðferð málsins gáfu ákærðu skýrslu fyrir dómi auk fyrrnefnds B og C , en félag hans annaðist bókhaldsþjónustu fyrir [...] . II Ákærð a Unnur ne itar sök í málinu . Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst hún engin tengsl hafa haft við [...] . Þó hefði hún starfað á starfsstöð félagsins sem skrifstofumaður [...] , sem hefði verið anna ð félag á vegum B , þáverandi tengdasonar 5 hennar . Aðspurð um ummæli sem höf ð væru eftir henni úr skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra 13. desember 2016 í þá átt að hún ætti [...] svaraði hún því til að svo hefði aldrei verið. Borin voru undir ákærðu ummæli sem höfð v oru eftir henni í skýrslu skiptastjóra 21. ágúst 2017 um að hún hefði fengið félagið sem greiðslu upp í launakröfu vegna annarra starfa hennar á vegum B . Svaraði ákærða því til að hún áréttaði að hún átt að segja af B . Ákærða viðurkenndi að hafa tek ið sæti í stjórn félagsins 29. mars 2016. Það hefði hún gert eftir að B hefði beðið hana um það í greiðaskyni. Samhliða þessu hefði B sagt sig úr stjórn og látið af störfum sem framkvæmdastjóri. Hann hefði þó haldið áfram að hafa afskipti af félaginu. Engi r stjórnarfundir hefðu verið haldnir svo ákærða vissi til. Aðspurð um samskipti við C , sem annaðist bókhald fyrir [...] , sagðist ákærða hafa séð um að koma til hans bókhaldsgögnum. Einnig hefði verið u m að ræða tölvupóstsamskipti þeirra á milli , svo sem u m hækkun launa starfsmanna. Allt hefði þetta verið gert að beiðni B . Þegar borin voru undir ákærðu tölvupóstsamskipti frá 17. október 2016 þar sem C bar undir ákærðu hvort hann mætti uppfæra tiltekin laun og senda út skilagreinar þá svaraði ákærða því til að þrjú félög, þ.e. [...] , [...] (nú [...] ) og [...] , hefðu haft starfsstöð í sama húsi. Tölva ákærðu hefði verið opin og hver sem er hefði haft aðgang að henni. Hún hefði þó séð um að halda utan um tímafjölda starfsmanna félaganna. Aðspurð um fyrirliggjan di tölvubréf hennar til C 10. nóvember 2016 þá staðfesti ákærða þó að umrætt tölvubréf hefði komið frá henni, en hún hefði verið erlendis umrætt sinn . Þá voru borin undir ákærðu tölvupóstsamskipti hennar og starfsmanns nánar tilgreindrar lögmannsstofu í ap ríl og ágúst 2016 þar sem ákærða fór fram á að beiðni um gjaldþrotaskipti á [...] yrði frestað. Lýsti ákærða því að þetta hefði hún sent að beiðni B og ætti hið sama svar við um öll sambærileg tölvubréf sem fyrir lægju í gögnum málsins . Hann hefði séð um a ð ráðstafa fé félagsins. Hún hefði aldrei tekið ákvarðanir um greiðslur. Netfang ákærðu hefði eiginlega verið það eina sem notað hefði verið í starfseminni. Ákærða hefði misst son sinn í apríl 2016 og verið mjög lítið við störf á þessu tímabili. Undir ákær ðu voru bor nar þær tilkynningar til hlutafélagaskrár sem fjallað er um í kafla II í ákæru , þ.e. tilkynning dags. 5. ágúst 2016 og tilkynning dags. 10. ágúst 2016 . Lýsti ákærða því að undirritun á nafni hennar á báðum skjölum væri ekki hennar eigin undirskr ift. Taldi hún undirskrift nafns síns á skjölu nu m tveimur vera nær ólæsilega. 6 Þá hefði hún handskrifað netfang sitt á tilkynninguna um br eytingu á stjórn. Ákærða bætti því raunar við að hún hefði B hefði fært henni. Ákærða kvaðst aldrei hafa séð ákærð a Armando fyrr en eftir að mál þetta fór fyrir dóm. Ákærða staðfesti þó að hún hefði verið búi n að biðja B að ábyrgðarbréf tóku að berast henni vegna félagsins . Hún myndi ekki nákvæmlega hvenær þetta hefði veri ð. Ákærði Armando játar skýlaust sök í málinu eins og áður greinir. Fyrir dómi var hann spurður nán ar út í þær röngu eða villandi tilkynningar sem honum er gefið að sök að hafa sent hlutafélagaskrá, þ.e. annars vegar um lögheimili [...] og hins vegar um að hann tæki sæti í stjórn félagsins og að A yrði varamaður hans. Lýsti ákærði því að B hefði beðið h ann um að koma inn í félagið. Ekkert hefði verið rætt um það af hverju það ætti að vera. Ekki hefði staðið til að ákærði hefði aðkomu að rekstrinum og hefði ákærði ekkert vitað um rekstur félagsins eða stöðu þess að öðru leyti. Lögheimili félagsins hefði verið flutt að þáverandi heimili ákærða í [...] . Engin starfsemi hefði farið fram þar af hálfu félagsins . Ákærði kvaðst ekki hafa hitt Unni fyrr en í dómsal og sagðist í raun ekkert þekkja til hennar. B hefði einfaldlega komið með pappíra til hans til und irritunar. III B , fyrr verandi tengdasonur ákærðu Unnar, bar fyrir dómi að hann hefði vissulega verið stjórnarmaður og framkvæmdastjóri í félaginu [...] fram til 29. mars 2016 . Þá hefði ákærða Unnur aftur á móti ásamt eiginma n ni hennar í reynd yfirtekið fél agið. Ákærða hefði þá gengið í stjórn félagsins. Vitnið hefði engin afskipti haft af félaginu eftir það. Aðspurður um hvort hjónin hefðu greitt vitninu endurgjald fyrir félagið svaraði hann því til að félagið hefði verið skuldugt og þau hefðu tekið við fél aginu í því horfi . Upphaflega hefði vitnið ráði ð ákærðu sem bókara hjá [...] . Hún hefði verið óreynd en verið að læra tökin á starfinu. Vitnið hefði verið með fjölda félaga á sínum snærum og umfangsmikla starfsemi . Aðspurður um smáskilaboð sem vitnið og ákærða Unnur sendu sín á milli frá sumri 2016 og fram í febrúar 2017, svaraði vitnið því til að ákærða hefði verið starfsmaður [...] , en hún hefði fengið greidd laun fyrir að annast skrifstofuhald í því félagi. Hafnaði vitnið því algjörlega að hann hefði h aft aðkomu að félaginu [...] eftir að hann gekk úr stjórn félagsins. Hann fengi ekki séð að neitt í umræddum smáskilaboðum bendlaði hann við rekstur [...] á því tímabili sem samskiptin tækju til. Loks voru bornar undir vitnið þær tilkynningar 7 til hlutaféla gaskrár sem fjallað er um í kafla II í ákæru. Neitaði hann að hafa skrifað þær tilkynningar. Sagðist hann þó þekkja vel undirskrift ákærðu Unnar á skjölunum. C , sem rekur [...] , bar fyrir dómi að hann hefði fært bókhald [...] á tveggja mánaða fresti . Á t ímabilinu 2015 til 2016 hefði Unnur séð alfarið um samskipti við hann. Fyrir áramót 2016 hefði einhver annar tekið við því hlutverki. Vitnið hefði hætt samskiptum við B árið 2014. Það hefði þó komið fyrir einu sinni til tvisvar á ári eftir það að B kæmi sj álfur með gögn til hans, þ.e. ef ákærða Unnur væri erlendis. Fyrir utan fyrrgreindar heimsóknir ákærðu Unnar á tveggja mánaða fresti hefðu öll samskipti við hana verið í gegnum tölvupóst eða síma. Ákærða Unnur hefði sent tímaskýrslur og látið vitnið reikna laun á starfsmenn. Ekki hefði farið á milli mála að mati vitnisins að hann átti í samskiptum við ákærðu Unni. Taldi vitnið að B kynni í reynd að hafa staðið á bak við starfsemi félagsins en ákærða Unnur hefði þó verið með erið skuldugt og ákærða hefði tekið ákvarðanir um greiðslur frá félaginu. I V Ákærða Armando er gefið að sök að hafa ásamt ákærðu Unni staðið vísvitandi að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins 5. og 10. ágúst 2016, þ.e. annars vegar um flutning á lögheimili félagsins að þáverandi heimili ákærða Armando og hins vegar um skipan stjórnar félagsins . Sannað er með skýlausri játningu ákærða Armando og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæðis , enda verður að telja að umræddar tilkynningar hafi í það minnsta verið verulega villandi um málefni félagsins, eins og nánar er rakið hér á eftir. Ákærðu Unni er gefin að sök þrenns konar refsiverð háttsemi. Í fyrsta lagi er henni gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur hafi verið í rekstri [...] sem áður hét [...], á tímabili nu janúar 2016 til ágúst sama ár, sbr. lið nr. 1 í I. kafla ákæru. Í öðru lagi er henni gefið að sök í lið nr. 2 í I. kafla ákæru að hafa ekki staðið skil á skilagreinum félagsins frá mars 2016 til september sama ár. Í þriðja lagi byggir ákæruvaldið loks á því í II. kafla ákæru að ákærða Unnur hafi ásamt ákærða Armando staðið vísvitandi að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins 5. og 10 ágúst 2016 eins og að framan greinir . Ákærða Unnur neitar sök. Í málflutningi við aðalmeð ferð málsins reifaði verjandi hennar sjónarmið sem ættu að hans mati að leiða til frávísunar málsins . Í 8 þeim efnum byggði hann á því að þótt a f hálfu ákærðu Unnar vær u ekki uppi sérstakar tölulegar athugasemdir við fjárhæðir í ákæru þá hefði málið eigi að síður ekki verið rannsakað með fullnægjandi hætti þar sem úthlutunargerð vegna þrotabús [...] lægi ekki fyrir. Að mati dómsins verður að skilja málatilbúnað ákærðu Unnar annars vegar á þann veg að skortur á úthlutunargerð feli í sér að ekki hafi verið rann sakað hvort tapaðar kröfur hafi verið fyrir hendi í starfsemi félagsins, sem áhrif hefðu á þann þátt ákæru er lýtur að virðisaukaskatti, og hins vegar á þann veg að þar sem úthlutunargerð sé ekki til að dreifa liggi þar með ekki fyrir hvort greiðslur hafi síðar borist úr þrotabúi [...] upp í skattkröfur stjórnvalda í tengslum við mál þetta. Eftir dómtöku málsins ákvað dómari, með vísan til 168. gr. laga nr. 88/2008 , að taka málið fyrir að nýju, gefa ákæruvaldinu kost á að leggja fram úthlutunargerð skiptast jóra eða gögn sem varpað gætu ljósi á úthlutun úr þrotabúinu og veita málflytjendum tækifæri til að tjá sig um skjalið. Í þinghaldi 26. júní sl. lagði sækjandi síðan fram auglýsingu um skiptalok [...] úr Lögbirtingablaðinu frá 28. desember 2018 . Þar kemur fram að l ýstar kröfur hafi numið 206. 165.779 krónum en engar eignir hafi fundist í búinu. Að mati dómsins l iggur þar með fyrir að engar greiðslur bárust ríkissjóði vegna skattkrafna í þrotabú [...] . Þetta kemur einnig heim og saman við framburð C , sem færð i bókhald félagsins, en hann bar fyrir dómi að félagið hefði um langt skeið staðið höllum fæti fjárhagslega. Hvað varðar hugsanlegar tapaðar kröfur félagsins, sbr. áhrif slíks taps á virðisaukaskatt, þá var ákærða Unnur sérstaklega spurð út í það atriði í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara 6. september 2017 . Hafði hún engar ábendingar fram að færa við það tækifæri . Fyrir dómi var því heldur ekki haldið fram að félagið hefði tekið að sér nánar tiltekin verk sem ekki hefðu fengist greidd þannig að gera mætti rá ð fyrir að þær kröfur hefðu tapast. Auk þess v oru engin vitni leidd fyrir dóm sem báru á þann veg og styðja fyrirliggjandi gögn heldur ekki við slíkan málatilbúnað . Að öllu þessu virtu er að mati dómsins ekki unnt að fallast á það með ákærðu Unni að skort hafi á rannsókn málsins að þessu leyti , sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar 22. júní 2018 í máli nr. 477/2018 og dóm Hæstaréttar 16. febrúar 2017 í máli nr. 394/2016. Ber því að hafna kröfu ákærðu Unnar um frávísun málsins. Ágreiningslaust er að með tilky nningu til hlutafélagaskrár , dags. 29. mars 2016, var upplýst að ákærða Unnur hefði þann dag tekið sæti í stjórn félagsins, en samkvæmt skjalinu sat hún ein í stjórn félagsins. Í gögnum málsins er að finna aðra tilkynningu til hlutafélagaskrár, dags. 4. ap ríl 2016, þar sem fram kemur meðal annars að B hafi látið af störfum framkvæmdastjóra. Formlega séð var ákærða því eini 9 stjórnarmaðurinn í félaginu frá 29. mars 2016 og eini stjórnandi félagsins eftir að fyrrgreindum störfum B sem framkvæmdastjóra lau k . Á kærða byggir eigi að síður á því að hún hafi í reynd ekki verið stjórnandi í félaginu, heldur einungis tekið sæti í stjórn að beiðni téðs B sem hafi eins og áður segir verið tengdasonur hennar. Um hafi verið að ræða byggingarfyrirtæki og hún hafi ekki búið yfir neinni þekkingu á slíkum rekstri. Þá hafi B tekið ákvarðanir um ráðstöfun fjármuna félagsins en ekki ákærða Unnur . Við mat á trúverðugleika fra mburð ar ákærðu Unnar um þessi atriði verður að mati dómsins að líta til þess að hann einkennist af ósamræmi , enda hafði hún áður gefið gjörólíkar skýringar á aðkomu sinni að félaginu í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra 13. desember 2016 og hjá skiptastjóra 21. ágúst 2017. Í báðum tilvikum var haft eftir henni að hún ætti félagið og í síðarnefndu skýrslunni kemur fram að hún hafi sagst hafa fengið félagið [...] sem greiðslu upp í launakröfu vegna annarra starfa hennar á vegum B . Í fyrrnefndu skýrslutökunni er einnig haft eftir ákærðu að hún hafi tekið ákvörðun um að skila ekki virðisaukaskatti vegna þess að n ota hafi þurft alla f jármuni félagsins í laun agreiðslur til starfsmanna . Í erindi þáverandi lögmanns ákærðu Unnar, dags. 22. félagið ásamt eiginmanni sínum sem hefði áfo rmað að reka pípulagningarstarfsemi í félaginu. Auk þess bera gögn málsins og framburður C með sér að ákærða var í reynd daglegur stjórnandi í félaginu. Bar C fyrir dómi sem félagið varðaði . Félagið hefði verið sk uldugt og ákærða hefði tekið ákvarðanir um greiðslur. Eftir að hún hefði tekið við stjórn félagsins af B hefði hún . Að öllu þessu virtu telst sannað að mati dómsins að ákærða Unnu r fór í reynd og a ð formi til með daglega stjórn [...] frá 29. mars 2016, en all a r skattskuldir félagsins í I. kafla ákæru féllu í gjalddaga eftir það tímamark . Hrófla smáskilaboð sem liggja fyrir í málinu á milli ákærðu Unnar og B ekki við þessari niðurstöðu . Eftir stendur það álitaef ni hvort ákærða hafi látið af stjórnar störfum og daglegri stjórn [...] í samræmi við fyrrgreinda tilkynningu til hlutafélagaskrár 10. ágúst 2016 þannig að henni verði ekki gert að sæta refsiábyrgð vegna vanskila félagsins eftir það tímamark , en umrædd tilk ynning miðaði meðal annars við að ákærði Armando tæki sæti í stjórn félagsins þann dag og að ákærða Unnur léti þar með samtímis af stjórnarstörfum . 10 Þrátt fyrir efni umræddrar tilkynningar bera gögn málsins með sér að ákærða hafi áfram tekið ákvarðanir um fjárhagsleg málefni félagsins eftir 10. ágúst 2016 , sbr. einkum fjölmörg tölvupóstsamskipti ákærðu Unnar og vitnisins C um málefni félagsins , en þau ná fram í miðjan desember 2016 . Þá var framburður ákærðu fyrir dómi um þátt hennar í starfsemi félagsins ót rúverðugur, eins og áður segir. Verður ekki önnur ályktun dregin en að ákærða Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins . Í dómaframkvæmd hefur enda verið gengið út frá því að til greina komi að einstaklingur sem hvorki er skráður framkvæ mdastjóri né stjórnarmaður í einkahlutafélagi geti í raun borið fulla ábyrgð á skattskilum félags og starfsemi þess að öðru leyti, sbr. til nokkurrar hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. febrúar 2017 í máli nr. 777/2015. Að öllu framangreindu virtu telst sannað að ákærða Unnur gerðist sek um þá refsiverðu háttsemi sem henni er gefin að sök í I. kafla ákæru , sbr. fyrrgreinda leiðréttingu á efni kaflans með framhaldsákæru 18. febrúar sl., og rétt er heimfærð til refsiákvæða í ákæru , enda verður að telja b rot ákærðu Unnar stórfelld þar sem um verulegar fjárhæðir er að ræða. Eftir stendur þá aðeins það álitaefni hvort ákærða Unnur hafi , rétt eins og ákærði Armando , gerst sek um brot gegn 1. tölulið 127. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sbr. 1. málslið sömu la gagreinar. Samkvæmt ákvæðinu varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að skýra vísvitandi rangt eða villandi frá högum einkahlutafélags eða öðru, er það varðar, í tilkynningum til meðal annars hlutafélagaskrár. Að mati dómsins orkar ekki tvímæl is, einkum með vísan til þeirra ályktana sem dregnar hafa verið hér að framan um aðkomu ákærðu Unnar að stjórn [...], að umræddar tvær tilkynningar til hlutafélagaskrár voru í það minnsta verulega villandi um málefni félagsins. Þá hefur þáttur ákærða Arman do í þessu broti þegar verið rakinn hér að framan. Fyrir dómi neitaði ákærða Unnur því að hafa undirritað umræddar tilkynningar um breytingar á lögheimili og stjórn [...] . Aftur á móti viðurkenndi hún fyrir dómi að hafa handskrifað netfang sitt og fyllt ú um breytt lögheimili. Þá hefði hún handskrifað netfang sitt á tilkynninguna um breytingu á stjórn. Að mati dómsins verður því að leggja til grundvallar að ákærða hafi þar með tekið nokkurn þátt í því að rita hin ar röngu tilkynnin gar til hlutafélagaskrár. Hér verður heldur ekki litið fram hjá því að ákærða Unnur bar fyrir 11 dómi að hún hefði viljað losna úr stjórn [...] eftir að henni varð ljós bág fjárhagsstaða félagsins í kjölfar ábyrgðarbréfa sem henni tóku a ð berast vegna félagsins . Með hliðsjón af niðurstöðu dómsins hér að framan um áframhaldandi daglega stjórn ákærðu Unnar á félaginu eftir 10. ágúst 2016 verður að telja að fyrrgreindur vilji hennar til að láta af stjórnarstörfum hafi þannig fyrst og fremst beinst að því að hún bæri ekki formlega ábyrgð þótt hún kynni áfram að stýra starfsemi félagsins í reynd . Loks var framburður ákærðu fyrir dómi ótrúverðugur þegar hún lýsti því í skýrslu sinni að undirskriftir í hennar nafni neðst á umræddum skjölum væru þ ví sem næst skýrslu hjá héraðssaksóknara , dags. 6. september 2017, sem ákærða viðurkenndi fyrir dómi að hafa sjálf ritað , verður ekki betur séð en að undirskriftin sé fremur svipuð þeirri sem er að finna á fyrrgreind um tilkynningum til hlutafélagaskrár . Ætt u undirskriftir á umrædd um tilkynning um til hlutafélagaskrár því engan veginn að vera ákærðu ólæsileg , hvað sem liði því álitaefni hvort um væri að ræða hennar eigin undirskrift eða þokkalega fölsun hennar. Að ö llu framangreindu virtu verður ekki önnur ályktun dregin en sú að ákærða Unnur hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í II. kafla ákær u og rétt er heimfærð til refsiákvæðis í ákæru . V Ákærði Armando er fæddur árið 1985. Á hann nokkurn saka feril að baki, fyrst og fremst umferða r lagabrot og fíkniefnalagabrot. Nú síðast hlaut hann dóm 23. nóvember 2018 fyrir meðal annars brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 1. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 90/20 03 um tekjuskatt. Var honum þá gert að sæta fangelsi í sjö mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár, en að auki var ákærða gert að greiða sekt að fjárhæð 10.381.000 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá sakaskrá ríkisins sætir sá dómur áfrýjun. Brot ákærða í hinu fyrirliggjandi máli var framið áður en ákærði hlaut áðurnefndan dóm 23. nóvember 2018, en þar af leiðandi verður ákærða dæmdur hegningarauki vegna brots hans , sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar þyk ir rétt að líta til skýlausrar játningar ákærða. Aftur á móti verður að líta til þeirra veigamiklu almannahagsmuna sem felast í því að tilkynningar til hlutafélagaskrár séu ekki rangar eða villandi um hagi félaga . Að öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærða Armando hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði . Að virtum sakaferli ákærða þykir ekki unnt að skilorðsbinda þá refsingu sem honum er gerð nú . 12 Ákærð a Unnur er fædd árið 196 5 . Samkvæmt sakavottorði hefur henni ekki áður verið gerð refsing. Ágreining slaust er að ákærð a hefur glímt við heilsubrest og önnur áföll undanfarin misseri , en til að mynda féll sonur hennar frá stuttu eftir að hún tók við stjórnartaumum [...] . Að öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærðu Unnar hæfilega ákveðin fangelsi í 1 5 mánuði , sem verður skilorðsbundin eins og í dómsorði greinir. Einnig ber að dæma ákærðu Unni til greiðslu fésektar sem verður ákveðin 106.500.000 krónur að teknu tilliti til lögbundins lágmarks hennar, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987. Um vararefsingu fer eins og í dómsorði segir. Loks verð a ákærð u dæmd til að greiða sakarkostnað, þ.e . málsvarnarþóknun skipað ra verj enda sinna , en þær þóknanir eru ákveðnar með virðisaukaskatti í dómsorði. Dóm þennan kveður upp Arnald ur Hjartarson héraðsdómari . D Ó M S O R Ð: Kröfu ákærðu, Unnar Birgisdóttur, um frávísun sakargifta í máli þessu er hafnað. Ákærða Unnur sæti fangelsi í 1 5 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkva ðningu dóms þessa að telja haldi hún almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá greiði ákærða 106.500.000 krón ur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 360 daga. Ákærði , Armando Luis Rodriguez , sæti fangelsi í þrjá mánuði. Ákærða Unnur greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 1.1 59 .4 0 0 k rónur. Ákærð i Armando greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 737.800 k rónur . Arnaldur Hjartarson