Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20. mars 2023 Mál nr. S - 2270/2022 : Ákæruvaldið ( Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari ) g egn X (Jón Þór Ólason lögmaður), Y (Úlfar Guðmundsson lögmaður) , Z ( Ólafur V. Thordersen lögmaður ) og A (Birkir Már Einarsson lögmaður) . Dómur : I Mál þetta , sem var þingfest 10. janúar 2023 en dómtekið 23. febrúar sama ár , að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 17. nóvember 202 2 á hendur ákærðu, A , kennitala , , X , kennitala , , Y , kennitala , , og Z , kennitala , . Málið er höfðað gegn ákærðu fyrir eftirtalin brot framin inni og utan við húsin að að morgni 1. janúar 2020: I. Gegn ák ærða A , f yrir tilraun til manndráps, með því að hafa, ítrekað lagt til X , kennitala , með vasahníf með 6,3 sm löngu blaði, sem ákærði hafði í vörslum sínum, allt með þeim afleiðingum að X hlaut samtals fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inni í kvið arhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Skurðsárin voru eftirtalin; 10 sm breytt stungusár undir hægri holhönd, 2,5 sm langt stungusár efst til hægri á framanverðum kvið, 1,5 sm langt sár í vinstri holhönd, um 4 s m breytt og L - laga sár fyrir ofan mjaðmakamb sem náði í gegnum kviðvegg og í gegnum miltað, og sár beint fyrir ofan mjaðmakamb sem náði ekki í gegnum kviðvegg. Telst þetta varða við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 II. Gegn ákærða A og ákærða Y , fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa í félagi veist að Z , kennitala , og slegið hann ítrekað, með glerflösku og hnefahöggum í höfuðið, ákærði A sparkað í hann og reynt að stinga hann með hníf, allt með þeim afleiðingum að Z hlaut bólgu við kinnbein og á vinstri hlið andlits og 2 - 3 grunna skurði á fingrum. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Gegn ákærða Z , fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að Y , kennitala , og ítrekað slegið hann með glerflösku og hnefahöggum í höfuðið, allt með þeim afleiðingum að Y hlaut bólgu og 1 sm skurð ofan við enni hægra megin á hvirfli, kúlu og hrufl vinstra megin á enni, nokkrar minni kúlur aftan á höfði, þar af tvær aftan á hnakka, auk skráma á höfði. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. Gegn ákærðu X og Z , fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í félagi veist að A , kennitala , og ítrekað slegið hann, bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk, allt með þeim afleiðingum að A hlaut rispur yfir vinstra kinnbeini, nefi, enni og brjóstkassa vinstra megin, skrámu yfir miðjum kvið, bólg u og eymsli yfir nefbeini og höfuðverk. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á haldlögðum vasahníf (munur 510425) samkvæmt heimild í 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einkaréttarkr öfur : Af hálfu X , kt. , er gerð sú krafa að ákærði A , kt. , verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 4.000.000 kr. og skaðabóta vegna sjúkrakostnaðar, sérfræðikostnaðar og munatjóns að fjárhæð 354.549 kr., eða samtals kr. 4.354.549 kr., auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 1. janúar 2020, en síðan drá ttarvaxta samkvæmt 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til 3 greiðsludags. Þá er þess krafist að viðurkennd verði skaðabótaskylda ákærða A vegna líkamstjóns sem X varð fyrir þann 1. janúar 2020, sbr. 1. gr . skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá er jafnframt gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða X málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Af hálfu Z , kt. , er þess krafist að ákærðu A , kt. , og Y , kt. , verði sameiginlega (l. in solidum ) gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. janúar 2020 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum samk væmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærðu verði sameiginlega (l. in solidum) gert að greiða brotaþola málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómara eða síðar framlögðum málskostnaðarre ikningi að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun vegna kostnaðar við að halda fram bótakröfu. Af hálfu Y , kt. , er gerð krafa um að ákærða Z , kt. , verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - auk vaxta skv. 8. gr., sb r. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 01. janúar 2020 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því að bótakrafa er kynnt fyrir ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Einni g er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Af hálfu A , kt. , er þess krafist að ákærði, X , kt. , greiði honum kr. 1.600.000 í skaða - og miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 01. janúar 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi t il greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns skv. mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Þá er einnig gerð krafa um að Halldóra Aðalsteinsdóttir hdl., verði tilnefndur réttargæslumaður. 4 Af hálfu A , kt. , er þess krafist að ákærði, Z , kt. , greiði honum kr. 600.000 í skaða - og miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 01. janúar 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns skv. mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Þá er einnig gerð krafa um að Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður verði tilnefnd réttargæslumaður. II Málavextir. Samkvæmt skýrslu rannsakara barst lögreglu tilkynning kl. 07:31 miðvikudaginn 1. janúar 2020 um átök við og tilkynnandi kvaðst hafa verið sleginn með flösku. Þegar lögregla kom á vettvang kom maður til hennar í fráhnepptri skyrtu og með opið sár á kvið en þar var um að ræða ákærða X . Hann var fyrst fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) en síðan á bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) þar sem hann var með alvarlega áverka. Ákærði X tjáði lögreglu að árásaraðilinn væri farinn heim til sín og benti í áttina að . Ákærðu A , Z og Y voru handteknir á vettvangi og færðir til skoðunar á HSS en síðan fluttir á lögreglustöðina við . Ákærði A var handtekinn að en hann vildi í fyrstu ekki hleypa lögreglumönnum inn í húsið. Við handtöku var hann blóðugur í andliti og fatnaður hans blóðugur. Greinilegt var að mikið hafði gengið á innandyra að þó húsráðendur hefðu reynt að ganga frá og sópa upp glerbrotum áður en lögreglan kom á vettvang. Blóð var á gólfi og veggjum. Tekin voru sýni úr blóði bæði innan - og utandyra að og munir haldlagðir. Húsráðandi að sagði lögreglu að átök hefðu orðið þar, heimilinu rústað og þar væri blóð um allt. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom til aðstoðar við rannsókn að . Á gólfi á gangi var brotið glas og í stofu voru tveir stólar á hliðinni og tréfótur á öðr um þeirra brotinn. Í stofusófa og á gólfteppi við sófann var blóðkám og teppið blautt af bjór. Á gólfi í stofu, á gangi, í eldhúsi og á baðherbergi voru blóðdropar, hringlaga blettir, eins og eftir blæðingu úr sári. Blóðkám var á veggjum í anddyri og stofu 5 og blóðslettur á einum stað á stofuvegg. Tveir steikarhnífar voru á stofugólfi undir jólatré og á skafti þeirra var blóðkám en blöð þeirra virtust hrein. Að var ljósmyndað, sýni tekin og munir haldlagðir. Þá var tekið sýni af blóði af bifreiðinni þar sem hún stóð á og af grindverki við hús við götuna. Tekin voru blóðsýni úr ákærðu fyrir utan ákærða X . Niðurstaða úr rannsókn á blóðsýnum úr ákærða A sýndi 2,8 ng/ml af tetrahýdrókannabínól og að meðaltali 0,56 o/oo af áfengi. Rannsókn á bl óðsýnum úr ákærða Y sýndi 5,7 ng/ml af tetrahýdrókannabínól og að meðaltali 0,22 o/oo af áfengi. Rannsókn á blóðsýnum úr ákærða Z sýndi 120 ng/ml af benzóýlegónín, sem er niðurbrotsefni kókaíns, en kókaín var ekki í mælanlegu magni í blóðinu. Áfengi mældis t að meðaltali 0,81 o/oo. Ekki voru tekin blóðsýni úr ákærða X en hann viðurkenndi neyslu kókaíns og áfengis áður en atvik urðu. Teknar voru DNA strokur úr ákærðu og lífsýni á vettvangi. Réttarmeinafræðingur gerði skýrslu um áverka ákærðu og verður gerð grein fyrir niðurstöðum hans við umfjöllun um hvern og einn ákærulið sem og læknisvottorðum um áverka ákærðu eins og ástæða þykir til. Í skýrslu rannsakara kemur fram að ákærði A hafi verið grunaður um að hafa stungið ákærða X fjórum til fimm sinnum me ð hníf og veita honum yfirborðs skurð á kvið. Þá sé ákærði A einnig grunaður um að hafa ógnað og reynt að stinga ákærða Z með sama hníf og hann hafi hlotið varnarsár á höndum. Ákærði X er grunaður um að hafa ráðist inn til ákærða A að og barið hann í v instra gagnauga með flösku sem hafi brotnað við það. Ákærði Z er sömuleiðis grunaður um að hafa ráðist inn til ákærða A að með flösku að vopni og lamið ákærða Y ítrekað í höfuðið. Ákærði Y er grunaður um að hafa slegið ákærða Z með flösku í höfuðið og að hafa haldið honum niðri á meðan ákærði A hafi sparkað í hann þar sem ákærði Z hafi legið í götunni. III Framburðir ákærðu hjá lögreglu og fyrir dómi. Ákærði, A , gaf skýrslur hjá lögreglu 1. janúar 2020 eftir dvöl í fangageymslu og síðan aftur 3. janúar sama ár eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi. Hann sagði að það hafi verið samkvæmi heima hjá honum að á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans B , að 6 . F ólk hafi farið á milli samkvæmanna. Ákærði kvaðst hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum. Hann kvaðst muna eftir rifrildi á milli ákærðu Y og Z sem hafi verið á einhverju. Ákærði A kvaðst hafa verið sleginn í stofugólfið heima hjá B en ákærði vissi ekki hver hefði slegið hann. Síðan hafi ákærði Z ráðist ásamt öðrum dökkhærðum dreng, sem ákærði þekkti ekki, inn til ákærða og hafi ákærði Z haldið á alla vega einni tómri flösku en hinn drengurinn á tveimur flöskum. Hann hafi brotið flösku á andli tinu á ákærða A og látið höggin dynja á sér. Hann taldi að hann hafi dottið út í smástund og hann mundi ekki kvöldið nógu vel. Hann mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni. Á kærði mundi ekki hvar hann hafi verið þegar hann stakk drenginn en líklega hafi það gerst fyrir utan heimili ákærða. Ákærði taldi sig hafa stungið drenginn í vinstri síðu og gert það til að verja sig þar sem tveir menn hafi ráðist á ákærða. Við skýrslutö ku 3. janúar 2020 kvaðst ákærði A muna eftir því að hafa verið að kljást við ákærða X fyrir utan og hent honum af sér og á sendibifreið. Þá kvaðst ákærði einnig hafa sparkað þar þéttingsfast í síðuna á ákærða Z þar sem hann hafi legið í götunni. Þegar lögregla hafi komið á vettvang hafi ákærði verið með hníf í hendinni og kastað honum inn í garð hinu megin við götuna. Það hafi verið blóð á hnífnum sem hafi eflaust verið úr ákærða X . Ákærði lýsti því þá að ákærði X hafi lamið ákærða A með flöskum í höfuð og andlit en ákærði A vissi ekki hvort ákærði Z hafi einnig lamið ákærða A . Hann neitaði því að hafa stungið ákærða X í anddyrinu á heimili ákærða A eða inni á . Ákærði A kannaðist ekki við hnífana sem fundust undir jólatrénu í stofunni að né við þ að að hafa hótað því að stinga ákærða Z með hníf þar sem hann hafi legið í götunni. Ákærði, A , sagði fyrir dómi að það hafi verið samkvæmi heima hjá honum að og einnig hafi verið samkvæmi að á nýársnótt 2020. Heima hjá honum ha fi verið auk hans ákærði Y , fyrrverandi sambýliskona ákærða A og vinnufélagar hennar. Ákærði A kvaðst hafa kannast við ákærða Z , sem hafi verið að , en hann hafi komið inn á ásamt fleirum. Þar hafi hann verið dónalegur og farið að rífast við ákærða Y . Hann hafi vísað ákærða Z út og hann þá farið og náð í vin sinn ákærða X og þeir komið aftur að og verið báðir með flöskur í höndunum. Ákærði X , sem hafi komið á undan inn, hafi veist að ákærða A og lamið hann með flösku í vinstra gagnauga. Hann kvað st ekki muna hvort ákærði Z hafi einnig veist að ákærða A . Hann hafi lokað augunum og reynt að verja 7 sig og því ekki séð hvað fram fór. Ákærði A kvaðst hafa fengið mörg högg í höfuðið og dottið út en rankað við sér aftur þegar lögreglan hafi verið komin á vettvang. Hann sagði það ekki rétt hjá ákærðu X og Z að ráðist hafi verið á þá. Ákærði A kvaðst muna eftir átökum á og hann hafi lent þar í gólfinu en hann mundi ekki hverjir hafi tekið þátt í þeim átökum. Hann kvaðst hafa verið með vasahníf í vasan um en hann mundi ekki hvenær hann hafi gripið til hans. Hann hafi ekki ætlað að drepa neinn og hann mundi eftir að hafa stungið ákærða X einu sinni með hnífnum og líklega í síðuna. Það hafi líklega gerst fyrir utan húsin. Ákærði A kvaðst ekki vita hvort ák ærði X hafi verið vopnaður. Ákærði A kvaðst hvorki geta neitað því eða játað að hafa stungið með hnífnum inni á en taldi það ólíklegt. Hann mundi ekki eftir því að hafa stungið inni að . Ákærði A kvaðst ekki vita hvort aðrir hafi verið með hníf. Ák ærði A kvaðst hafa verið töluvert ölvaður, líklega sex til átta á skalanum einn til tíu ef tíu væri mikið ölvaður. Hann sagði að minnisleysi hans væri frekar vegna reiði en ölvunar. Hann kvaðst hafa óttast um líf sitt og verið að vernda sig, fjölskylduna o g heimili sitt. Eftir átökin hafi hann verið með áverka á höfði, andliti og búk. Honum hafi verið illt í höfðinu í um þrjá daga og verið með sjóntruflanir. Hann kvaðst hafa leitað sér sálrænnar aðstoðar hjá sálfræðingi og glímt við kvíða og þunglyndi eftir atvikið. Hann kvaðst hafa farið í vímuefnameðferð í ágúst 2020 og verið án vímuefna síðan þá. Ákærði, Y , gaf tvívegis skýrslu hjá lögreglu 1. janúar 2020 og hann gaf einnig skýrslu 3. sama mánaðar eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi. Hann kvaðst hafa ve rið heima hjá ákærða A að og komið þangað um miðnætti. Þeir hafi neytt áfengis, strákar komið í heimsókn og farið síðan yfir á . Þá hafi fleiri komið í heimsókn og upp hafi komið rifrildi en hann hafi ekki þekkt þá sem hafi verið að rífast en það ha fi líklega verið fyrir utan . Hann hafi síðan verið að þegar ráðist hafi verið þar inn og hann viti ekki hverjir það hafi verið. Einn þeirra, sem hafi ráðist þar inn, hafi verið með flösku og lamið ákærða Y í höfuðið með henni. Hann kvaðst halda að flaskan hafi brotnað en hann hafi hlaupið út og muni síðan eftir því að hafa verið að glíma við strákinn úti. Ákærði Y kvaðst hafa heyrt einhvern öskra hnífur en hann hafi ekki séð hníf og ekki vita til þess að einhver hafi verið stunginn. 8 Í skýr slutöku 3. janúar 2020 kvaðst ákærði Y líklega hafa fengið þyngsta höggið í anddyrinu á með einhverju vopni svo sem kylfu eða flösku. Hann vissi ekki hver hefði slegið hann og það gæti vel verið að hann hafi verið að rífast. Þá lýsti hann því að það ha fi verið ráðist á hann að og hann reynt að verja sig. Ákærði Y hélt að hann hafi reynt að rífa þann sem hafi ráðist á ákærða niður eða út. Ákærði neitaði því að hafa lamið einhvern í höfuðið með flösku. Ákærði kvaðst vera viss um það að hann hafi ekki farið inn í eldhús eða stofu að og hann mundi ekki eftir árás á ákærða Z utandyra. Ákærði kvaðst ekki hafa tekið þátt í þeirri árás. Ákærði, Y , sagði fyrir dómi að hann hafi verið heima hjá ákærða A að . Ákærði Z , sem ákærði Y hafi ekki þekkt, hafi komið inn á og verið með vandræði og ákærði Y rekið ákærða Z út. Hann hafi síðan komið til baka ásamt, ákærða X , og þeir brotið flösku á andliti ákærða Y . Ákærðu X og Z hafi einnig reynt að stinga með annarri flösku og lemja ákær ðu Y og A . Ákærði A hafi verið sleginn með flösku eða henni hafi verið hent í andlitið á honum. Ákærði Y sagði að ákærði Z hafi slegið ákærða Y í höfuðið og hann hafi orðið fyrir mörgum höggum bæði inni og úti. Ákærði Y kvaðst hafa verið í átökum við ákærð a Z til þess að verjast honum og stöðva hann en ákærði Y hafi ekki haldið ákærða Z niðri. Ákærði Y kvaðst hvorki hafa verið með flösku eða hníf og hann mundi ekki eftir ákærða A í þessum átökum né að hann hafi verið með vopn. Hann kvaðst ekki hafa farið in n á eftir að átökin áttu sér stað en hann hefði farið þangað fyrr um nóttina. Ákærði Y sagði að flöskur, glös og húsbúnaður hafi verið notað í átökunum. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa hringt í Neyðarlínuna. Hann hafi verið búinn að reykja kannabi s, drekka tvo til þrjá bjóra og rauðvínsglas en samt verið nærri því allsgáður. Ákærði, Z , gaf skýrslu hjá lögreglu 1. janúar 2020 og sagðist ekki muna mikið eftir atvikum. Hann hafi verið undir áhrifum áfengis og kókaíns heima hjá B að . Ákærði Z kv aðst hafa farið ásamt ákærða X yfir á og þá hafi maður, sem ákærði Z lýsti sem litlum og sköllóttum, slegið ákærða Z þrjú högg í andlitið án þess að hann hafi svarað fyrir sig en höggin hafi ekki verið föst. Hann hafi reynt að ræða við manninn og þá ha fi komið flaska í áttina að ákærða Z en hann náð flöskunni og slegið manninn til baka einu 9 sinni en við það hafi flaskan brotnað. Ákærði Z kvaðst ekki vita hvar höggið hafi lent á manninum. Eftir þetta hafi hann og ákærði X farið út og líklega aftur heim t il B . Ákærði Z kvaðst síðan muna eftir því að hafa haldið í höndina á manni sem hafi verið ofan á ákærða X og verið að reyna að stinga hann með brotinni flösku. Þetta hafi líklega verið í stofunni heima hjá B . Ákærði Z vissi ekki hvort manninum hafi tekist að stinga ákærða X en það hafi blætt úr honum. Ákærði Z sagði að þessi maður væri þéttvaxinn og byggi við hliðina á B . Ákærði Z kvaðst ekki muna eftir hníf í átökunum en hann mundi eftir miklu blóði. Ákærði, Z , k vaðst fyrir dómi muna óljóst eftir atvikum og þau væru eins og í þoku. Hann hafi verið með ákærða X á en einnig farið inn í húsið að . Þar hafi verið par sem hafi byrjað að ýta í ákærða Z og spyrja hverja hann þekkti og hvort hann væri stórlax. Ákær ði Y hafi lamið ákærða Z tvö til þrjú högg í andlitið en hann hafi þá farið og náð í ákærða X en ekki sagt honum í hverju ákærði Z hefði lent. Þegar þeir hafi komið aftur á hafi annars vegar ákærðu Z og Y tekist á og hins vegar ákærðu X og A og hafi þe ir verið í anddyrinu. Ákærði Z kvaðst hafa verið með flösku og slegið ákærða Y eitt högg í höfuðið með henni og einnig slegið hann nokkur hnefahögg í höfuðið. Ákærði Z sagði að ákærði Y hafi slegið ákærða Z hnefahögg og hann hafi einnig fengið spörk í sig en fleiri en ákærði Y hafi veist að ákærða Z . Ákærði Z kvaðst hafa séð ákærða A með hníf en ákærði Z hafi aldrei ráðist að ákærða A nema þegar ákærði Z hafi verið að taka ákærða A af ákærða X . Ákærði Z sagðist hafa tekið í hendurnar á ákærða A og reynt a ð ná af honum hnífnum. Ákærði Z kvaðst ekki hafa náð hnífnum af ákærða A og þá leitað að hníf í skúffu. Ákærði Z sagði að hann og ákærði X hafi svo komist yfir á en þá hafi ákærðu A og Y og einn til viðbótar brotist þar inn og ráðist á ákærðu Z og X inn í stofu. Ákærði A hafi þá verið með hníf og ákærði Z hafi séð ákærða A stinga ákærða X líklega þrisvar sinnum. Ákærðu Z og X hafi komist út úr húsinu og ákærðu A og Y hafi farið á eftir þeim út. Ákærðu Z og Y hafi lent þar í jörðinni og ákærði A hafi þá sparkað í andlitið á ákærða Z . Ákærði A hafi verið með hnéð á sér á bringu ákærða Z og hann ekki getað hreyft sig en ákærði X hafi náð ákærða A af ákærða Z . 10 Ákærði Z kvaðst ekki muna eftir höggum frá ákærða Y og kvaðst ekki muna eftir því að hafa veri ð sleginn með flösku. Ákærði Z kvaðst ekki hafa slegið ákærða A með flösku né hnefahögg. Ákærði Z hafi hins vegar reynt að koma í veg fyrir að ákærði A myndi stinga ákærða X . Ákærði Z kvaðst hafa verið búinn að neyta áfengis og vímuefna þegar atvik urðu o g því hafi dómgreind hans verið skert. Þetta hafi haft mikil áhrif á hann andlega og hann leitað til áfallastreitusérfræðings. Hann hafi lokað sig af og ekki haft samskipti við aðra. Hann eigi enn þá erfitt með svefn vegna þessa. Ákærði Z kvaðst hafa veri ð í áfalli þegar hann hafi gefið skýrslu hjá lögreglu og misræmi milli þeirra skýrslu og skýrslu hans fyrir dómi gæti skýrst af því. Ákærði, X , gaf skýrslu sem vitni hjá lögreglu 2. janúar 2020. Hann kvaðst hafa verið undir áfengisáhrifum þegar atvik ur ðu en hann hafi verið að skemmta sér heima hjá B vini ákærða X . Hann hafi verið með ákærða Z félaga sínum þegar hann hafi verið rifinn inn í hús af þremur mönnum og barinn. Þegar ákærði X hafi ætlað að hjálpa ákærða Z hafi maðurinn með hnífinn komið og kýl t ákærða X í andlitið en hann þá kýlt á móti. Ákærði X hafi síðan verið að reyna að ná mönnunum af ákærða Z þegar ákærði X hafi verið stunginn í bakið. Hann hafi verið að reyna að ná ákærða Z út en þeir dottið og þá hafi ákærði verið stunginn aftur og sú stunga hafi lent í miltanu. Þá hafi öllum verið byrjað að blæða. Ákærðu X og Z hafi þá komist út og ákærði X þá fengið þriðju stunguna. Þá hafi þessi með hnífinn og annar maður náð ákærða Z en ákærði X þá verið kominn með fimm stungur. Mennirnir hafi haldi ð ákærða Z niðri og sá með hnífinn hafi verið drepa ákærða Z . Ákærði X hafi ætlað að hjálpa ákærða Z en þá hafi lögreglan komið á vettvang. Ákærði kvaðst ekki vita hve rnig ákærði A hafi hlotið þá áverka sem hann hafi borið eftir átökin en ákærði X hafi kýlt ákærða A . Ákærði X kvaðst ekki hafa verið með flösku í átökunum og því hafi hann ekki slegið einhvern með flösku. Hann kvaðst ekki heldur hafa séð ákærða Z slá einhv ern með flösku. Ákærði, X , gaf aftur skýrslu sem vitni hjá lögreglu 14. maí 2021. Hann sagði að hann og ákærði Z hafi farið inn að og þar hafi tveir menn ráðist á ákærða Z og ákærði X hafi 11 ætlað að koma honum til hjálpar og kýlt ákærða A . Þá hafi hann tekið upp hníf og stungið ákærða X fjórum sinnum inni á og ákærði A hafi einnig stungið ákærða X inni á . Hann neitaði því að hafa slegið ákærða A með flösku. Ákærði, X , gaf loks skýrslu hjá lögreglu sem sakborningur 2. nóvember 2022. Hann kvaðst hafa verið ásamt ákærða Z heima hjá B að . Ákærði Z hafi beðið ákærða X að koma með sér yfir á . Þegar þeir hafi komið þangað hafi ákærði Z verið dreginn inn og ákærði X ætlað á eftir honum en þá hafi ákærði A kýlt ákærða X í andlitið og hann kýlt ákærða A til baka sem hafi fallið í gólfið. Ákærðu X og Z hafi ekki verið með flöskur. Þegar ákærði X hafi ætlað að hjálpa ákærða Z hafi hann séð ákærða A taka upp hníf og hann hafi stungið ákærða X einu sinni í handarkrikann en ha nn hafi ekki tekið eftir því þá. Ákærðu X og Z hafi farið aftur yfir á og hafi ákærðu A og Y komið á eftir þeim og sparkað sér leið inn í íbúðina. Ákærði A hafi verið með hníf en ákærði Y með brotna flösku. Þá hafi aftur byrjað átök og ákærði A stungið ákærða X en átökin síðan borist út á götu. Þar hafi ákærði Z lent í götunni og ákærði Y hangið í fótunum á honum en ákærði A hafi sparkað í andlitið á ákærða Z . Ákærði A hafi síðan sest ofan á ákærða Z , ógnað honum með hnífnum og spurt hvort hann væri til búinn til þess að deyja en í því hafi lögreglan komið á vettvang. Ákærði, X , lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið að um kl. 05:00 að morgni og ætlað að fara að panta leigubifreið til að fara heim. Hann hafi drukkið töluvert af áfengi fyrr um nóttina en verið orðinn skýr í hugsun þegar kom til átaka. Ákærði Z hafi komið að og ákærði X hafi séð að eitthvað væri í gangi en ákærði Z hafi verið rauður í andliti, móður og æstur. Hann hafi beðið ákærða X að koma með sér og þeir þá farið yfir á . Þegar þeir hafi komið þangað hafi ákærði Z verið rifinn inn og hann lent hinu megin í íbúðinni og tveir menn verið að berja hann og hafi annar þeirra verið ákærði Y . Ákærði A hafi slegið ákærða X í andlitið og hann slegið til baka og ákærði A þá dot tið. Þetta hafi síðan allt verið í þvögu og þá hafi ákærði X fengið eina stungu en hann og ákærði Z hafi komist aftur yfir á . Ákærði Z hafi þá öskrað að þeir væru að koma og þangað hafi m.a. ákærði A komið og stungið ákærða X fjórum sinnum og ákærði A hafi á einhverjum tímapunkti verið ofan á ákærða X . Síðan hafi leikurinn borist út og þar hafi ákærðu Z og Y lent í jörðinni og ákærði A þá komið og sparkað í ákærða Z . Ákærði A hafi verið með hníf og sest ofan á ákærða Z og spurt hvort ákærði Z væri tilb úinn til þess 12 að deyja. Meðan á þessu hafi staðið hafi ákærði Y tekið í fætur ákærða Z . Ákærði X kvaðst aldrei hafa séð flösku í átökunum og hann hafi fyrst séð hnífinn á og þá horft á ákærða A stinga sig. Ákærði X kvaðst hvorki hafa séð ákærða Z slá á kærða A með flösku eða hnefa né sparka í hann og ákærði X hafi ekki heldur slegið ákærða A með flösku. Ákærði X sagði að hann og ákærði Z hafi aldrei verið saman í átökum við ákærða A . Ákærði, X , kvaðst hafa átt erfitt andlega í tvo til þrjá mánuði eft ir atvikið og leitað til sálfræðings. Hann hafi einnig verið alvarlega líkamlega veikur á þeim tíma þar sem þurft hafi að taka úr honum miltað. Eftir atvikið hafi hann fengið alvarlegar sýkingar. IV Framburðir vitna fyrir dómi. Hér verður gerð grein fyrir framburðum vitna sem báru almennt um málið en ekki einstaka ákæruliði. Vitnið, C , kvaðst hafa átt heima að og ekki muna vel eftir atvikum. Vitnið hafi heyrt hávaða úti og litið út um herbergisglugga hjá sér. Vitnið hafi séð að einn maður hafi legið í jörðinni og annan sparka líklega í höfuðið á honum. Vitnið kvaðst ekki hafa þekkt mennina né mundi það útlit þe irra. Lögregla hafi komið fljótlega á vettvang og sá sem hafi verið sparkað í hafi farið á brott með sjúkrabifreið. Vitnið, D , sagði að það væri langt um liðið síðan atvik urðu og því væru þau óljós í hennar huga. Það hafi verið nýársfagnaður heima hjá h enni og ákærða A að og einnig hafi verið samkvæmi að og fólk farið þar á milli. Ákærðu A og Y hafi komið til baka frá en vitnið vissi ekki hvað hafði gerst þar. Síðan hafi ákærði X og annar til komið með flöskur og ráðist að þeim sem hafi verið á . Ákærði og félagi hans hafi hent flöskum í fólkið að . Vitnið hafi verið lamið í andlitið en það reynt að verja sig m.a. með stól en húsgögn hafi verið notuð í átökunum. Ákærði X og vinur hans hafi síðan hlaupið á brott og ákærðu A og Y hafi farið á eftir þeim en vitnið vissi ekki hvað hefði gerst eftir það. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða A með hníf en það hafi séð að ákærði X hafi verið alblóðugur. Ákærði A hafi komið aftur til baka allur í blóði en vitnið hafi 13 ekki séð áverka á honum. Vi tnið kvaðst ekki minnast þess að hafa séð ákærðu A og Y með flöskur og það hafi ekki séð neinn stunginn með hníf eða flösku. Vitnið, B , kvaðst hafa búið að þegar atvik urðu en hann muni lítið eftir þeim og ekki heldur hverjir hafi verið á staðnum. Vit nið kvaðst ekkert vita um upphaf átakanna en það hafi verið úti að reykja þegar átökin hafi byrjað. Vitnið hafi síðan séð átök út á götu en gat ekki lýst þeim. Vitnið vissi ekkert um átök á eða ósætti sem hafi verið uppi á meðal fólks. Vitnið kvaðst ha fa séð blóð að en það hafi ekki séð brotnar flöskur. Vitnið hafi ekki séð einhvern stunginn með hníf eða flösku. Vitnið kvaðst hafa hringt á Neyðarlínuna þegar átökin hafi verið í gangi úti en vitnið mundi ekki hvað hefði komið fram í því símtali. Vitnið, E , kvaðst hafa verið í samkvæmi hjá vinkonu sinni að og ekki þekkt þar aðra en hana. Vitnið kvaðst hafa verið undir áfengisáhrifum og farið inn í svefnherbergi og sofnað. Vitnið hafi síðan vaknað við öskur og hávaða og farið fram en þá hafi fl estir verið komnir út en vitnið hafi ekki séð neinn hlaupa út. Vinkona vitnisins hafi sagt því að fara heim til sín. Vitnið hafi ekki séð það sem gerðist og ekki séð átök með flöskum eða hníf. Vitnið, F , kvaðst hafa verið gestur að . Vitninu hafi fund ist að þar hafi ruðst inn menn en vitnið hafi ekki þekkt þá og vissi ekki hvað þeir hafi verið margir. Húsráðendur, ákærði A og D , hafi lent í átökum við þá sem hafi ruðst inn en þeir hafi örugglega verið með vopn þ.e. flöskur eða önnur barefli. Þeir sem h afi ruðst inn hafi líklega ráðist að húsráðendum. Vitnið kvaðst ekki hafa séð einhvern stunginn með hníf eða flösku. Vitnið kvaðst hafa hringt á lögreglu en síðan farið heim til sín. Vitnið, G , kvaðst hafa verið í samkvæmi hjá B að . Ákærði Z hafi komið þangað og sagt að menn væru með leiðindi. Ákærðu X og Z hafi farið yfir á og þar hafi brotist út átök. Vitnið kvaðst lítið muna eftir því sem síðan gerðist á en eftir að átökin hafi borist út fyrir húsin hafi vitnið séð ákærða A reyna a ð stinga ákærðu X og Z . Vitnið kvaðst hafa séð ákærða A fara ofan á ákærða Z og reyna að stinga hann. Vitnið kvaðst fyrst hafa séð hnífinn fyrir utan húsin en ekki séð einhvern stunginn með honum. Vitnið kvaðst ekki muna hvort ákærði A hafi sparkað í ákærð a Z . Vitnið kvaðst ekki hafa séð hann slá ákærða A . 14 Vitnið, lögreglumaður H , kvaðst hafa farið á vettvang og ritað frumskýrslu sem vitnið staðfesti. Hluti af því sem fram komi í frumskýrslu væri haft eftir öðrum lögreglumönnum sem hafi komið að málinu. V itnið sagði að óskað hafi verið eftir lögreglu að en það hafi einnig verið fólk að sem hafi tengst málinu. Flestir á vettvangi hafi verið ölvaðir, verið brugðið og í uppnámi. Vitnið, lögreglumaður I , kvaðst hafa komið seinna á vettvang en aðrir lö greglumenn og tekið þátt í rannsókn málsins þ.m.t. vettvangsrannsókn. Vitnið kvaðst hafa farið inn í bæði húsin að og en ekki tekið þátt í handtöku á ákærða A og vitnið mundi ekki hver hefði bent á hann sem sakborning. Vitnið sagði að á hafi mi kið verið brotið og bramlað, brotnar flöskur, blóðslettur og brotnir húsmunir. Það hafi mátt sjá að tiltekt hafi verið byrjuð og m.a. hafi verið búið að sópa glerbrotum upp á fægiskóflu. Ástandið á hafi í raun verið verra og þar hafi hnífur verið undir jólatré. Þá hafi hnífur fundist inni í húsagarði hinu megin við götuna. Allir sem hafi legið undir grun á vettvangi hafi verið handteknir því ekki hafi verið vitað um þátt hvers og eins þeirra í átökunum. Vitnið, lögreglumaður J , kvaðst hafa komið inn í málið á vettvangi og bæði farið inn á og . Ákærðu A og Y hafi verið á en ákærðu X og Z hafi verið á en það hafi verið samkvæmi í báðum húsunum. Sýni hafi verið tekin í húsunum og ljósmyndað. Einnig hafi verið teknar ljósmyndir af blóði á bif reið og grindverki við hús nr. . Þá hafi verið tekin lífsýni. Hnífur hafi fundist í garði við hús nr. . Vitnið kvaðst hafa farið seinna á og haldlagt þar muni þ. á m. hníf sem hafi verið undir jólatré. Þá hafi fatnaður verið sóttur seinna á . Vitnið staðfesti þær skýrslur sem það gerði vegna málsins þ.m.t. ljósmyndaskýrslur. Vitnið, lögreglumaður K , kvaðst hafa farið á vettvang og þegar lögregla hafi komið þangað hafi maður komið hlaupandi á móti henni og sá hafi verið með sár á kvið. Vitni ð kvaðst hafa farið með einn ákærða á slysadeild og líklega rætt við ákærða X . Vitnið, lögreglumaður L , sagði að dregin hafi verið sú ályktun að gat á sófa að hafi verið nýlegt og eftir hníf. Þar hafi verið merki um átök og eins og blóð hefði lekið ú r sári einhvers. 15 Vitnið, M sérfræðingur í tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti skýrslu sína varðandi DNA rannsókn. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið sýni af flöskustútum sem hafi verið haldlagðir á vettvangi. V Ákæruliður I . Framburð ur ákærð a hjá lögreglu og fyrir dómi . Um framburð ákærða, A , vísast til þess sem fram er komið hér að framan þar sem gerð var grein fyrir framburðum allra ákærðu. Læknisvottorð og s kýrsla réttarmeinafræðings. Í læknisvottorði frá LSH dags. 13. janúar 2020 er áverkum ákærða X lýst og vottorðinu fylgir aðgerðarlýsing dags. 1. sama mánaðar . Í vottorðinu segir að hann hafi verið með mörg stungusár , í blæðingarlost i og með alvarlega og lífshættulega áverka við komu á LSH. X gekkst undir sku rðaðgerð á kvið og í kviðarholinu var töluvert magn af blóði. Hann var með fimm stunguáverka. Um 10 cm breitt stungusár var undir hægri holhönd en ekki inn í kviðarhol. Þá va r um 1,5 cm stungusár undir vinstri holhönd og þá var gat breitt og þar hafði stunga farið í gegnum kviðvegginn, stefnt upp og farið í gegnum miltað. Síðasta gatið var aðeins neðar og beint fyrir ofan mjaðmarkambinn en stungan hafði ekki farið í gegnum kviðarholið. Við eina stunguna, líklega undir vinstri holhönd, fékk brotaþoli loftbrjóst. Milta brotaþola hafi þurft að fjarlægja vegna stungunnar sem lenti í því. Í sk ýrslu réttarmeinafræðings dags. 29. janúar 2020 segir að sterkar líkur séu til þess að stunguáverkarnir hafi orðið til fyrir skarpan kraft og fyrir stungu með eggjuðum hlut t.d. hníf. Af heildarmynd áverkanna megi ráða að brotaþoli hafi orðið fyrir aðför a nnars manns með egghvassan hlut t.d. hníf að vopni og við það hlotið m.a. fjögur til fimm stungusár. Það að miltað hafi verið fjarlægt þýði að brotaþoli búi við aukna hættu á alvarlegum sýkingum með m.a. svokölluðum hjúpuðum bakteríum. Ástandið krefjist þv í bólusetninga gegn slíkum sýklum. 16 Í samantekt læknisvottorðs HSS dags. 4. febrúar 2020 segir að brotaþoli hafi hlotið fimm stungur og ein þeirra farið inn í milta og valdið blæðingu inn í kviðarhol sem hefði leitt til dauða hefði ekki verið bru gðist rétt við. Þá hafi önnur stunga farið inn í brjósthol og valdið loftbrjósti sem geti einnig verið lífshættulegt ástand ef það breytist í svokallaðan Niðurstaða DNA rannsóknar. DNA greining á sýnum fór fram hjá Nationellt Fo rensiskt Centrum (NFC) í Svíþjóð. Þar voru m.a. rannsökuð þrjú sýni, eitt af blaði og tvo af skefti, sem voru tekin af hnífnum sem fannst við . Sýnin af blaðinu og hlið A á skeftinu höfðu DNA snið sem var það sama og DNA snið ákærða A . DNA snið, sem var í meirihluta, af hlið B á skeftinu var það sama og DNA snið ákærða A en það sem var í minnihluta var það sama og DNA snið ákærða X . DNA snið sýnis sem tekið var neðarlega á hægri buxnaskálm ákærða A hafði sama DNA snið og ákærði X . DNA snið sýnis, sem var tekið af bifreið utan við og af gólfi að var með sama DNA snið og snið ákærða X . DNA snið fjögurra sýna, sem voru tekin af fatnaði og skóm að , voru með sama DNA snið og snið ákærða X . Þá var meirihluti DNA sniðs sýnis, sem tekið var í sófa að , með sama DNA snið og ákærði A en það snið sem var í minnihluta var eins og DNA snið ákærða X . Geðrannsókn. Lögregla fór fram á geðrannsókn á ákærða A til að kanna greind og andlega heilsu hans sem og að leggja mat á sakhæfi hans á verknaðarstundu. Samþykkti ákærði rannsóknina sem N geðlæknir framkvæmdi og er skýrsla hans dagsett 25. febrúar 2020. Í skýrslunni er m.a. fjölskyldusaga, heilsufarssaga, skólaganga og afbrotasaga ákærða rakin en ekki þykir ástæða til að gera grein fyrir þ eim atriðum hér. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að ákærði sé a.m.k. meðalgreindur og ástæðulaust hafi verið að leggja fyrir hann greindarpróf til þess að sannreyna það. Ekkert bendi til þess að ákærði hafi á verknaðarstundu verið haldinn einhverjum þeim ei nkennum sem talin séu upp í 15. gr. gerðum sínum á verknaðarstundu. Þá sé ekkert læknisfræðilegt sem geti komið í veg fyrir 17 að refsing kunni að geta borið árangur sannist s ök á ákærða, sbr. 16. gr. hegningarlaganna. Framburður vitna fyrir dómi . Vitnið, N geðlæknir, staðfesti matsgerð sína varðandi sakhæfi ákærða A . Vitnið sagði að ályktun um meðalgreind ákærða byggði m.a. á því að hann hafi lokið framhaldsnámi. Ákærði hafi átt erfitt með skapsmuni og vímuefni en ekkert hafi bent til geðrofseinkenna hjá honum. Áfengi gæti hafa valdið minnisleysi um það sem gerðist og fullyrðingar ákærða um það geti vel staðist. Ákærði sjái eftir þessu og verið einlægur hvað það varðar. Erfitt sé að sjá rökrétta skýringu á því sem ákærði hafi gert en vímuefni hafi minnkað hömlur hans og áfengisneysla gæti hafa ýtt undir skyndilega reiði. Ekkert hafi hins vegar bent til þess að 15. gr. almennra hegningarlaga gæti átt við um ákærða. Vitnið, O sé rfræðilæknir, staðfesti vottorð sitt og aðgerðarlýsingu vegna ákærða X. Vitnið sagði að í aðgerðarlýsingunni kæmu fram lýsingar á stungusárum ákærða X . Ein stungan, sem hafi lent í miltanu, hafi verið lífshættuleg ef ekki hefði verið brugðist við. Miltað s é staðsett ofarlega í kviðarholi og það þurfi að fara djúpt til að fara upp í það. Miltað styðji ónæmiskerfið og sá sem missi milta þurfi mótefni til að fyrirbyggja sýkingar. Hægt sé að lifa án milta en viðkomandi verði viðkvæmari fyrir sýkingum. Ákærði X hafi einnig verið með loftbrjóst og það hafi líklega komið til vegna stungu í brjóst. Vitnið, P læknir, staðfesti vottorð sitt varðandi komu ákærða X á HSS að morgni 1. janúar 2020. Fram kom hjá vitninu að hann væri útsettari fyrir ákveðnum sýkingum t.d . lungnabólgu þar sem hann væri ekki með milta. Vitnið, Q réttarmeinafræðingur, staðfesti matsgerð sína en hún væri byggð á sjúkraskrám og lýsingum. Vitnið sagði að ein stungan sem ákærði X hafi hlotið hafi verið lífshættuleg. Þar hafi verið um að ræða stungu í milta sem hafi valdið blæðingu og þá hafi önnur stunga valdið loftbrjósti en hún hafi ekki þurft að vera lífshættuleg. Vitnið sagði að stungið hafi verið með hníf eða ef til vill skrú fjárni og áhaldið hafi farið inn í líkamann. Áverkarnir hafi bent til þess að eggvopn hafi verið notað og stungur eftir brotna flösku hafi yfirleitt annað útlit. 18 Kröfur ákærða . Ákærði, A , krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvald sins en til vara, komi til sakfellingar, er þess krafist að ákærða verði ekki gerð refsing og til þrautavara er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði þá skilorðsbundin alla vega að hluta til. Þá er þess aðallega krafist að einkarét tarkröfum ákærðu X og Z verði vísað frá dómi, til vara að ákærði A verði sýknaður af þeim en til þrautavara að dæmdar bætur verði verulegar lægri en krafist er. Loks krefst ákærði A þess að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð þ.m.t. málsvarnarlau n verjanda hans og þóknun verjanda hans á rannsóknarstigi málsins samkvæmt málskostnaðarreikningum. Niðurstaða. Framkvæmd var geðrannsókn á ákærða A og niðurstaða hennar er sú að ekkert bendi til þess að hann hafi verið ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Þá geti ekkert læknisfræðilegt komið í veg fyrir að refsing kunni að bera árangur. Ekkert er fram komið í málinu sem getur dregið úr þessum niðurstöðum og samkvæmt því er ákærði A sakhæfur. Ákærði A hefur viðurkennt að hafa verið með hní f á sér í umrætt sinn og að hafa stungið ákærða X einu sinni en samkvæmt vottorðum lækna og réttarmeinafræðings og framburði þeirra fyrir dómi var hann stunginn alla vega fimm sinnum. Ekkert er fram komið um annað en að hnífur og þá sami hnífurinn hafi ver ið notaður í öll skiptin. Þá sýnir DNA rannsókn að ákærði A hafi meðhöndlað hnífinn og á honum fannst einnig DNA snið ákærða X . Ákærði Z kvaðst hafa séð ákærða A stinga ákærða X líklega þrisvar sinnum. Ekkert bendir því til þess að annar en ákærði A hafi v erið með hnífinn og stungið ákærða X ítrekað með hnífnum. Samkvæmt læknisvottorðum og skýrslu réttarmeinafræðings fór ein hnífsstungan í milta ákærða X og olli mikilli blæðingu inn í kviðarhol sem hefði leitt til dauða hefði ekki verið brugðist fljótt og rétt við. Þá varð að fjarlægja milta ákærða X . Ein stungan olli einnig loftbrjósti hjá honum sem í vissum tilfellum getur einnig leitt til dauða. 19 Framburður ákærða X var ekki á einn veg hjá lögreglu og fyrir dómi um það hvar hann og ákærði A hafi verið staddir þegar stungurnar áttu sér stað en ákærði X kvaðst hafa verði stunginn allt að fimm sinnum. Allt frá upphafi hefur hann fullyrt að það hafi verið ákærði A sem hafi stungið ákærða X í öll skiptin. Ekkert er fram komið um annað en að sá hluti frambur ðar hans sé réttur. Ákærði A hefur haldið því fram að verknaður hans hafi helgast af neyðarvörn, sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það liggur fyrir að ákærði A og félagi hans ákærði Y lentu í átökum við ákærðu X og Z . Ekkert er fram komið u m það að annar en ákærði A hafi beitt hníf í átökunum eða öðru hættulegu áhaldi. Þá er heldur ekkert fram komið um það að ákærðu A og Y hafi verið slíku ofurliði bornir að það hafi réttlætt að ákærði A hafi stungið ákærða X og það ítrekað. Með vísan til þe ssa er því hafnað að verknaður ákærða A hafi getað helgast af neyðarvörn. Eins og fram er komið stakk ákærði A ákærða X endurtekið með hníf og virðist engu hafa skeytt um það hvar í líkama ákærða X stungurnar lentu. Ein stungan lenti í milta ákærða X og h laut hann við það lífshættulegan áverka. Verður að telja að ákærða A hafi á verknaðarstundu ekki getað dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögunni sem var fólskuleg. Með vísan til ofanritaðs og rannsóknargagna málsins er hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærði A hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í I. ákærulið og með þeim afleiðingum sem þar greinir. Ákærði A hefur því gerst sekur um tilraun til manndrá ps og varðar brot hans við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hefur ákærði A unnið sér til refsingar samkvæmt því. Einkaréttarkrafa . Ákærði, X , hefur krafist þess að ákærða, A , verði gert að greiða ákærða X miskabætur að f járhæð 4.000.000 króna og skaðabætur vegna sjúkrakostnaðar, sérfræðikostnaðar og munatjóns að fjárhæð 354.549 eða samtals 4.354.549 krónur auk vaxta og dráttarvaxta. Þá er þess krafist að viðurkennd verði skaðabótaskylda ákærða A vegna líkamstjóns ákærða X sem hann varð fyrir 1. janúar 2020. Loks er krafist vaxta, dráttarvaxta og málskostnaðar. 20 Ákærði, A , hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart ákærða X sem af hlaust varanlegt líkamstjón fyrir hann. Þar með hefur ákærði A gerst sekur u m meingerð gagnvart ákærða X . Með vísan til þess á hann rétt á miskabótum úr hendi ákærða A , sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun bóta verður tekið tillit til þess að áverkinn var veittur í átökum við ákærða X og átti hann líklega alla veg a að hluta til upptökin að þeim. Með vísan til þess að ákærði X hlaut lífshættulegan áverka og varanlegt mein af völdum ákærða A verður hann dæmdur til að greiða ákærða X 2.500.000 krónur í miskabætur. Þá ber ákærða A að greiða ákærða X útlagðan lækniskost nað og er hann samkvæmt framlögðum gögnum 104.549 krónur. Þá hefur ákærði X krafist þess að ákærða A verði gert að greiða honum 200.000 krónur vegna sálfræðimeðferðar og 50.000 krónur vegna tjóns á fötum. Ákærði X hefur engin gögn lagt fram til stuðnings þ essum kröfuliðum og því verður ákærða A ekki gert að greiða þetta. Ákærði A skal því greiða ákærða X 2.604.549 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2020 til 15. janúar 2023 en auk dráttarvaxta sa mkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ekki verður séð að einkaréttarkrafan hafi verið birt ákærða A fyrr en við birtingu ákæru 15. desember 2022 og tekur ákvörðun um dráttarvexti mið af því. Þá skal ákærði A greiða ákærða X 400.000 krónur í málskostnað, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Það liggur fyrir að ákærði A varð valdur að líkamstjóni ákærða X 1. janúar 2020 og er ábyrgur samkvæmt því þótt ekki liggi fyrir hvert tjónið er hvað fjárhæðir varðar. Því er viðurke nnd skaðabótaskylda ákærða A vegna nefnds líkamstjóns ákærða X sem ákærði A varð valdur að 1. janúar 2020. Ákæruliður II . Framburðir ákærðu hjá lögreglu og fyrir dómi . Um framburð ákærðu, A og Y , vísast til þess sem fram er komið hér að framan þar sem gerð var grein fyrir framburðum allra ákærðu. Skýrsla réttarmeinafræðings og læknisvottorð. Í læknisvottorði HSS dags. 9. janúar 2020 segir að ákærði Z hafi verið blóðugur í andliti við komu þanga ð og þá hafi hendur hans og föt verið mjög blóðugt. Hann var með grunna litla skurði á tveimur til þremur stöðum á fingrum sem voru límdir og plástraðir. Hann 21 var sjáanlega bólginn í vinstri hlið andlits yfir og við kinnbein. Storknað blóð á vörum og í eyr um en ekki áverkar í tengslum við það. Í skýrslu réttarmeinafræðings dags. 29. janúar 2020 kemur fram að auk ofangreindra áverka hafi ákærði Z verið með marbletti á vinstri upphandlegg, húðblæðingu á miðri hægri hlið hálsins, skrámu á vinstri kinn og rispu á hægra handarbaki. Útlit sáranna á fingrum bendi sterklega til þess að þau hafi orðið til fyrir skarpan kraft í formi snertingar við hvassa egg. Þeir geti samrýmst því að brotaþoli hafi verið að verjast ógn annars manns með hnífi með því að reyna að bægja vopninu frá. Útlit rispunnar á hægra handarbakinu bendi til þess að hún hafi orðið til við skröpun gagnvart hörðum kanti eða oddmjóum hlut t.d. hníf. Aðrir áverkar hafi aðallega orðið til fyrir skarpan eða sljóan kraft. Niðurstaða DNA rannsóknar . Snið DNA sýnis, sem tekið var af bakhlið bols og af trefli ákærða A , var sama og DNA snið ákærða Z . Sýni sem voru tekin af peysu, buxum og skó ákærða Y höfðu öll sama DNA snið og DNA snið ákærða Z . Sýni, sem tekið var af peysu ákærða Y , hafði sama DNA snið og ákærði A . Meirihluti sýnis, sem tekið var af skó ákærða Y , var eins og DNA snið ákærða Z . Sýni, sem tekin voru á utanverðum þröskuldi að og grindverki við , höfðu sama DNA snið og snið ákærða Z . Tvö sýni, sem voru tekin af j akka og skó að [...] , höfðu sama DNA snið og ákærði Z . Sýni, sem tekið var af skóm að [...] , hafði sama DNA snið og ákærði A . Sýni, sem tekin voru af utanverðum þröskuldi útihurðar, skápahurð og vegg við baðherbergi að [...] og úlpu og húfu sem þar var vor u öll samkennd við ákærða Y . Sýni af peysu, buxum og skóm ákærða Y voru samkennd við ákærða Z og annað sýni úr sömu peysu var samkennt við ákærða A . Framburður vitna fyrir dómi. Vitnið, R læknir, staðfesti vottorð sitt vegna ákærða Z varðandi komu hans á HSS að morgni 1. janúar 2020. Vitnið kvaðst hafa skoðað ákærða en mundi ekki eftir samtalinu. Hann hafi verið undir áhrifum og skelkaður en áverkar hans hafi ekki verið alvarlegir. Vitnið, Q réttarmeinafræðingur, staðfesti matsgerð sína um áverka ákærða Z en sagði að hún væri byggð á sjúkraskrám og lýsingum. Vitnið sagði að áverkar á handlegg hans hafi 22 verið eftir skerandi egg. Áverkar ákærða Z hafi ekki verið dæmigerðir varnaráverkar en hann gæti samt sem áður hafa verið í vörn. Áverkar á hálsi hafi lík lega verið eftir það að togað hafi verið í fatnað. Kröfur ákærðu . Hvað kröfur ákærða A varðar vísast til krafna hans sem lýst var hér að framan í umfjöllun um I. ákærulið en aðallega krefst hann sýknu og að einkaréttarkröfu ákærða Z verði vísað frá dómi. Ákærði, Y , gerir aðallega þá kröfu að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins en til vara, komi til sakfellingar, krefst ákærði þess að ákvörðun um refsingu verði frestað skilorðsbundið eða dæmd verði sú vægasta refsing sem lög frekast heimila og hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá er þess krafist aðallega að einkaréttarkröfu ákærða Z verði vísað frá dómi en til vara að dæmdar bætur verði verulega lægri en krafist er. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verði lagð ur á ríkissjóð þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans samkvæmt málskostnaðarreikningi. Niðurstaða . Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu. Þá metur dómar i hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafa, vitnisburður, mats - og skoðunargerð ir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn, sbr. 1. mgr. 109. gr. laganna. Í 115. gr. laga nr. 88/2008 er kveðið á um að dómari metur sönnunargildi framburðar ákærða, þar á meðal trúverðugleika hans, við úrlausn máls. Í því sambandi skal meðal annars hugað að ástandi og hegðun ákærða við skýrslugjöf og stöðugleika í frásögn hans. Jafnframt metur dómari sönnunargildi vitnisburðar við úrlausn máls. Í því sambandi skal meðal annars hugað að afstöðu vitnis til ákærða, hagsmunum þess af málsúrslitum, þroska þess, áreiðanleika skynjunar þess á atvikum, minni, ástandi og hegðun þess við skýrslugjöf, öryggi þess og skýrleika í svörum og samræmi í frásögn, sbr. 126. gr. laganna. 23 Þegar metnir eru framburðir ákærðu, sem jafnframt eru allir brotaþolar í máli þessu, að g ættum ofangreindum lagaákvæðum, verður að huga að innra samræmi framburðar, bæði fyrir dómi og hjá lögreglu, með tilliti til þess hvort mótsagna gæti í frásögn þeirra. Samhliða verður að kanna ytra samræmi framburðar sem beinist að því að virða hann í ljós i annarra upplýsinga sem komið hafa fram við málsmeðferð, þ.m.t. framburð annarra. Þannig verður að meta hvort framburður er trúverðugur og hvaða áhrif það hefur með tilliti til annarra sönnunargagna. Eins og fram er komið voru það annars vegar ákærðu A og Y og hins vegar ákærðu X og Z sem lentu í átökum umrætt sinn. Átök urðu bæði inni á [...] og og loks bárust þau út á götu. Ekki verður fullyrt um það hverjir áttu upptökin að átökunum en þó standa líkur til þess að ákærðu X og Z hafi átt upptökin að átökunum að [...] en eftir það hafi þeir farið aftur yfir á [...] en þá hafi ákærðu A og Y farið á eftir þeim og átt upptökin að átökunum þar. Af ummerkjum má ráða að bæði átökin að [...] og hafi verið harkaleg og verður ekki fullyrt hver hinna ákærðu bera meiri ábyrgð hvað það varðar. Allir ákærðu eru jafnframt brotaþolar í málinu og hafa allir uppi einkaréttarkröfur á hendur hverjum öðrum eins og fram kemur í ákæru. Þeir hafa því allir fjárhagslega hagsmuni af úrslitum málsins fyrir utan þá hagsmuni hvort til sakfellingar kemur eða ekki gagnvart hverjum og einum þeirra. Framburði þeirra verður m.a. að meta í þessu ljósi og þá verður og að meta framburði vitna með hliðsjón af tengslum þeirra við hvern hinna ákærðu. Ákærðu A og Y neita því báðir að hafa slegið ákærða Z í höfuðið með glerflösku eða að hafa veitt honum hnefahögg. Ákærði A hefur hins vegar viðurkennt að hafa sparkað í síðu ákærða Z eftir að átökin bárust út á götu. Ákærði Z mundi lítið eftir atvikum þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu og hann hefur ekki fullyrt að hann hafi verið sleginn með glerflösku. Hann hefur hins vegar lýst því að hann hafi ítrekað verið sleginn í andlit. Þá lýsti hann því að ákærði A hafi sparkað í an dlit ákærða Z . Framburður hans var ekki alfarið á einn veg hjá lögreglu og fyrir dómi en það kann að skýrast af ástandi hans þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu og þess hve langur tími leið frá því og þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Ákærði X kvaðst ek ki hafa séð að flaska hafi verið notuð í átökunum. 24 Ekkert vitni hefur borið afdráttarlaust um það að ákærðu A og Y hafi slegið ákærða Z ítrekað í höfuðið með glerflösku. Gegn eindreginni neitun ákærðu A og Y og með hliðsjón af ofanrituðu telst ósannað að þeir hafi slegið ákærða Z ítrekað í höfuðið með glerflösku. Ákærði A hefur viðurkennt að hafa sparkað í síðuna á ákærða Z en neitað því að hafa sparkað í höfuðið á honum. Játning ákærða A hvað þetta varðar fær stuðning í framburði ákærðu Z og X en þeir hafa reyndar borið um að ákærði A hafi sparkað í höfuðið á ákærða Z . Með hliðsjón af stöðu ákærðu Z og X í málinu telst varhugavert að telja sannað á grundvelli framburðar þeirra að ákærði A hafi sparkað í höfuð ákærða X . Hins vegar telst hafið yfir skynsa mlegan vafa og þar með sannað að ákærði A hafi sparkað í ákærða Z og verður við það miðað að sparkið hafi lent í síðu Z sem er í samræmi við játningu ákærða A . Ákærða A er einnig gefið að sök að hafa reynt að stinga ákærða Z með hníf. Þessi háttsemi er e kki færð til refsiákvæða í ákæru eins og um tilraun hafi verið að ræða. Ákærði A verður því ekki sakfelldur fyrir að reyna að stinga ákærða Z með hníf. Það skal og tekið fram að gegn eindreginni neitun ákærða A hvað þetta varðar telst þetta einnig ósannað. Eins og fram er komið er ljóst að ákærðu A og Y lentu í átökum við ákærðu Z og X . Ekkert er annað fram komið en ákærði Z hafi hlotið þá áverka sem lýst er í II. ákærulið í þeim átökum og bera ákærðu A og Y ábyrgð á þeim áverkum. Áverkarnir eða aðferðin við að veita þá getur hins vegar ekki átt undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eins og talið er í ákæru. Enda er um minni háttar áverka að ræða og ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að á kærði Z hafi jafnað sig tiltölulega fljótt af þeim. Eins og fram er komið telst ósannað að ákærðu A og Y hafi slegið ákærða Z ítrekað í höfuðið með glerflösku. Þá telst ósannað að ákærði A hafi sparkað í höfuð ákærða Z . Háttsemi þeirra varðar því ekki við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar gerðust ákærðu A og Y sekir um líkamsárás gagnvart ákærða Z sem varðar við 1. mgr. 217. gr. hegningarlaganna. En ekkert stendur því í vegi að háttsemi þeirra 25 verði talin varða við það refsiák væði hegningarlaganna enda varð vörn þeirra ekki áfátt vegna þess, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 getur brot gegn því ákvæði varðað allt að eins árs fangelsi. Ákærðu frömdu brot sín 1. janúar 2020 og sama dag voru teknar skýrslur af ákærðu A og Y hjá lögreglu og einnig var tekin skýrsla af ákærða A 3. janúar sama ár. Annað verður síðan ekki ráðið af rannsóknargögnum málsins en rannsókn málsins gagnvart ákærðu hafi leg ið niðri í langan tíma og allt að því framundir það að ákæra var gefin út. Ekkert er fram komið um það að fyrning gagnvart ákærðu A og Y hafi verið rofin, sbr. 4. og 5. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga en fyrningarfrestur telst frá þeim degi þegar refsi verðum verknaði lauk, sbr. 1. mgr. ákvæðisins. Samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga fyrnist sök á tveimur árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Með hliðsjón af framanrituðu er sök ákærðu A og Y samkvæmt II. ákærulið fyrnd og verða þeir því sýknaðir af þeim ákærulið, sbr. 6. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þar sem ákærðu A og Y hafa verið sýknaðir af II. tölulið ákæru er einkarétt arkröfu ákærða Z vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruliður III . Undir rekstri málsins fyrir dómi breytti ákæruvaldið verknaðarlýsingu í þessum ákærulið þannig að ákærða Z er gefið að sök að hafa slegið ákærða Y einu sinni með glerflösku og ítrekuð hnefahögg í höfuðið . Ákærði játaði fyrir dómi afdráttarlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök eftir ofangreinda breytingu á III. ákærulið . Þar sem játning ákærða er í samræmi við rannsóknargögn málsins er ekki ástæða til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm. Samkvæmt þessu er hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærði Z hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í III. ákærulið eftir fyrrgreinda breytingu og varðar hún við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt því. 26 Ákærði Z gerir aðallega þá kröfu að honum verði ekki gerð sérstök refsing en til vara að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög frekast heimi la og hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Ákærði samþykkir bótaskyldu gagnvart ákærða Y en krefst þess að dæmdar bætur verði verulega lægri en krafist er. Einkaréttarkrafa . Ákærði, Y , gerir kröfur til þess að ákærði, Z , greiði ákærða Y miskabætur að höfuðstól 1.500.000 krónur auk vaxta og málskostnaðar. Ákærði Z hefur verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot gagnvart ákærða Y og þar með hefur ákærði Z gerst sekur um meingerð gagnvart ákærða Y . Með vísan til þess á ákærði Y rétt á miskabótum úr hendi ákærð a Z , sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun bótafjárhæðar verður tekið tillit til þess að um var að ræða átök sem bótakrefjandi tók þátt í og átti jafnvel að hluta til upptökin að þeim. Með vísan til þessa og þeirra áverka sem ákærði Y hlaut af völdum ákærða Z verður hann dæmdur til að greiða ákærða Y 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2020 til 14. janúar 2023 en auk dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laganna frá þei m degi til greiðsludags. Ekki verður séð að einkaréttarkrafan hafi verið birt ákærða Z fyrr en við birtingu ákæru 14. desember 2022 og tekur ákvörðun um dráttarvexti mið af því. Þá skal ákærði Z greiða ákærða Y 250.000 krónur í málskostnað, sbr. 3. mgr. 17 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruliður IV. Framburðir ákærðu hjá lögreglu og fyrir dómi . Um framburði ákærðu, X og Z , vísast til þess sem fram er komið hér að framan þar sem gerð var grein fyrir framburðum allra ákærðu. Læknisvottorð og s kýrsla réttarmeinafræðings. Í læknisvottorði HSS segir að ákærði A hafi við komu þangað 1. janúar 2020 verið með rispur yfir kinnbeini vinstra megin, nefi, enni og brjóstkassa vinstra megin. Ein stök skráma yfir miðjum kvið. Bólginn og aumur yfir nefb eini. Í skýrslu réttarmeinafræðings, sem er dags. 29. janúar 2020, er áverkum ákærða A ítarlega lýst. Hann var með marbletti í hársverði, fyrir ofan hægra eyra, á enni, vinstra augnloki, brjóstkassa, vinstri upphandlegg og hægri framhandlegg. Útlit marble ttanna 27 bendi sterklega til þess að þeir hafi orðið til fyrir sljóan kraft í formi samstuðs við hart yfirborð. Ákærði A var með skrámur á enni, hægri augabrún, milli augabrúnanna, hægri og vinstri kinn, hægri upphandlegg, hægra handarbaki og hægri baugfingr i. Þá var hann með rispu á vinstri upphandlegg og roða fyrir aftan hægra eyra og á hægri upphandlegg. Útlit skrámanna, rispunnar og roðans bendi sterklega til þess að áverkarnir hafi orðið til fyrir sljóan skáhallann kraft í formi skröpunar gengt stömu eða hörðu óreglulegu yfirborði nema skráman á vinstri kinn en hún hafi líklega orðið til fyrir kraft í formi skröpunar gengt hörðu yfirborði með útistandandi kanti eða egg. Ákærði A var með sár á nefrót og vinstri nasavæng og ekki sé útilokað að það hafi orð ið til við snertingu við glerbrot í kjölfar höggs með glerflösku sem hafi brotnað á höfðinu. Hann var einnig með sár á kviðvegg og sterkar líkur séu á því að það hafi orðið til fyrir skarpan kraft í formi snertingar við hvassa egg. Alla vega hluti áverkan na hafi komið til við aðför annars manns t.d. vegna högga eða sparka gagnvart höfðinu og bolnum. Skrámur og sár í andliti geti skýrst af höggi með glerflösku sem hafi brotnað á höfði ákærða. Niðurstaða DNA rannsóknar. DNA snið úr bol og trefli ákærða A voru samkennd við ákærða Z . Sýni úr gallabuxum ákærða A var samkennt við ákærða X . Framburður vitna fyrir dómi. S læknir staðfesti vottorð sitt um áverka ákærða A þegar hann kom á HSS 1. janúar 2020. Vitnið kvaðst hafa skoðað ákærða og áverkar hans gætu samrýmst sögu hans en þeir gætu einnig verið eftir hnefahögg. Vitnið, Q réttarmeinafræðingur, staðfesti matsgerð sína en sagði að hún væri byggð á sjúkraskrám og lýsingum. Vitnið sagði að ákærði A hafi verið með marga áverka af ólíkum toga. Hluti af áver kunum svo sem rispur í andliti gætu hafa verið eftir högg með flösku sem hafi síðan brotnað en þeir væru ekki aðeins eftir hnefahögg en hluti af þeim gæti verið það. 28 Kröfur og sjónarmið ákærð u. Ákærði Z gerir þá kröfu aðallega að verða sýknaður af IV. ák ærulið en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði skilorðsbundin. Þá er þess krafist aðallega að einkaréttarkröfu ákærða A verði vísað frá dómi, til vara að ákærði verði sýknaður af henni en til þr autavara að dæmdar bætur verði verulega lægri en krafist er. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans samkvæmt málskostnaðarreikningi. Verjandi ákærða, X , skilaði greinargerð. Ákærði gerir aðal lega þá kröfu að verða sýknaður, til vara að honum verði ekki gerð refsing og til þrautavara að honum verði gerð sú vægast refsing sem lög heimila og hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá gerir hann aðallega þá kröfu að einkaréttarkröfu ákærða A verði vísað frá dómi, til vara er krafist sýknu af kröfunni en til þrautavara að dæmdar bætur verði verulega lægri en krafist er. Ákærði, X , telur að hann sé ranglega ákærður og hann gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglu m.a. hvað rannsóknin haf i tekið langan tíma. Ákærði segir að krafist sé sýknu vegna þess að málsatvik og verknaðarlýsing í ákæru uppfylli ekki hlutræna og huglæga efnisþætti 2. mgr. 218. gr. hegningarlaga og þá vísar ákærði einnig til 12. gr. laganna um neyðarvörn sem sé hlutræn refsileysisástæða. Ákærði, X , hafi slegið ákærða, A í andlitið í kjölfar þess að hann hafi slegið ákærða X . Til þess að unnt sé að sakfella ákærða X þurfi að uppfylla skilyrði um að háttsemin sé refsinæm , saknæm og ólögmæt og nægi ekki að aðeins eitt skilyrðið sé uppfyllt. Ákærði X hafi frá öndverðu neitað því að hafa slegið ákærða A með flösku og það sé ósannað. Niðurstaða . Varðandi innihald og þýðingu 108., 1. mgr. 109., 115. og 126. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála vísast til þess sem segir í niðurstöðukafla um II. ákærulið hér að framan en hér á það sama við og þar segir. Þegar metnir er framburðir ákærðu, sem jafnframt eru allir brotaþolar í máli þessu, að gættum ofangreindum lagaákvæðu m, verður að huga að innra samræmi framburðar, bæði fyrir dómi og hjá lögreglu, með tilliti til þess hvort mótsagna gæti í frásögn þeirra. Samhliða verður að kanna ytra samræmi framburðar sem beinist að því að virða hann í 29 ljósi annarra upplýsinga sem komi ð hafa fram við málsmeðferð, þ.m.t. framburð annarra. Þannig verður að meta hvort framburður er trúverðugur og hvaða áhrif það hefur með tilliti til annarra sönnunargagna. Eins og fram er komið voru það annars vegar ákærðu X og Z og hins vegar ákærðu A o g Y sem lentu í átökum umrætt sinn. Átök urðu bæði inni á [...] og [...] og loks bárust þau út á götu. Ekki verður fullyrt um það hverjir áttu upptökin að átökunum en þó standa líkur til þess að ákærðu X og Z hafi átt upptökin að átökunum að [...] en eftir það hafi þeir farið aftur yfir á [...] en þá hafi ákærðu A og Y farið á eftir þeim og átt upptökin að átökunum þar. Af ummerkjum má ráða að bæði átökin að [...] og [...] hafi verið harkaleg og verður ekki fullyrt hver hinna ákærðu beri meiri ábyrgð hvað þ að varðar. Allir ákærðu eru jafnframt brotaþolar í málinu og hafa allir uppi einkaréttarkröfur á hendur hverjum öðrum eins og fram kemur í ákæru. Þeir hafa því allir fjárhagslega hagsmuni af úrslitum málsins fyrir utan þá hagsmuni hvort til sakfellingar ke mur eða ekki gagnvart hverjum og einum þeirra. Framburði ákærðu verður m.a. að meta í þessu ljósi og þá verður og að meta framburði vitna með hliðsjón af tengslum þeirra við hvern hinna ákærðu. Ákærði A lýsti því hjá lögreglu að ákærði X hafi lamið ákærða A í höfuðið með flösku en hann vissi ekki hvort ákærði Z hefði einnig gert það. Fyrir dómi lýsti ákærði A því að ákærði X hafi lamið ákærða A með flösku í vinstra gagnauga. Fyrir dómi lýsti ákærði Y því að ákærði A hafi verið sleginn með flösku eða henni hent í andlitið á honum. Ákærðu X og Z neita því báðir að hafa slegið ákærða A í höfuðið með glerflösku. Ákærði X kvaðst ekki hafa verið með flösku og hann hafi ekki séð ákærða Z með flösku. Ákærði X hefur hins vegar viðurkennt að hafa kýlt ákærða A eftir að hann hefði kýlt ákærða X . Ekkert vitni hefur borið afdráttarlaust um það að ákærðu X og Z hafi slegið ákærða A í höfuðið með glerflösku. Gegn eindreginni neitun ákærðu X og Z telst varhugavert að telja sannað einvörðungu á grundvelli framburð ar ákærðu A og Y , með hliðsjón af stöðu þeirra í málinu, að ákærðu X og Z hafi ítrekað slegið ákærða A í höfuðið með glerflösku. Telst það því ósannað. 30 Eins og fram er komið er ljóst að ákærðu X og Z lentu í átökum við ákærðu A og Y . Ekkert er annað fr am komið en ákærði A hafi hlotið þá áverka sem lýst er í IV. ákærulið í þeim átökum og bera ákærðu X og Z ábyrgð á þeim áverkum. Áverkarnir eða aðferðin við að veita þá getur hins vegar ekki átt undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ein s og talið er í ákæru. Enda er um minni háttar áverka að ræða og ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að ákærði A hafi jafnað sig tiltölulega fljótt af þeim. Eins og fram er komið telst ósannað að ákærðu X og Z hafi slegið ákærða A ítrekað í höfuðið með gl erflösku eins og þeim er gefið að sök í ákæru. Háttsemi þeirra varðar því ekki við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar gerðust ákærðu X og Z sekir um líkamsárás gagnvart ákærða A sem varðar við 1. mgr. 217. gr. hegningarlaganna. En ekkert stendur því í vegi að háttsemi þeirra verði talin varða við það refsiákvæði laganna enda varð vörn þeirra ekki áfátt vegna þess, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærðu X og Z frömdu brot sín 1. janúar 2020 og sama da g var tekin skýrsla af ákærða Z sem sakborningi. Skýrsla var tekin af ákærða X sem vitni 2. janúar sama ár. Með kvaðningu dags. 27. apríl 2021 var ákærði X boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu og í kvaðningunni var tekið fram að hann hefði réttarstöðu vitnis í málinu. Reyndar var einnig tekið fram í kvaðningunni að hann ætti rétt á því að hafa verjanda sinn viðstaddan skýrslutökuna og um það vitnað til 32. g r. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Það ákvæði laganna á reyndar við um sakborning en ekki vitni. Skýrsla var tekin af ákærða X hjá lögreglu í kjölfar kvaðningarinnar, sem vitni 14. maí 2021, þegar rúmlega 16 mánuðir voru liðnir frá því að atvik urðu. Þannig að á þeim tímapunkti hafði lögregla ekki enn tekið afstöðu til þess hverjir væru sakborningar í málinu. Skýrsla af ákærða X , sem sakborningi hjá lögreglu, var fyrst tekin 2. nóvember 2022 eða hálfum mánuði áður en ákæra var gefin út og nærri því þr emur árum eftir að atvik urðu. Samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 getur brot gegn því ákvæði varðað allt að eins árs fangelsi og samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 81. gr. laganna fyrnist sök á tveimur árum þegar ekki liggur þyngr i refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Fyrningarfrestur rofnar þegar rannsókn sakamáls hefst fyrir rannsóknara gegn manni sem sakborningi, sbr. 4. mgr. 82. 31 gr. hegningarlaganna. Fyrningarfrestur gagnvart broti ákærða X gegn 1. mgr. 217. gr. laganna var því rofinn 2. nóvember 2022 en þá var sökin fyrnd. Með vísan til þessa verður ákærði X sýknaður af IV. tölulið ákæru, sbr. 6. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skýrsla var tekin af ákærða Z hjá lögreglu 1. janúar 2020. Ekki verður síðan annað ráðið af rannsóknargögnum málsins en rannsókn málsins gagnvart ákærða Z hafi legið niðri í langan tíma og allt að því fram undir það að ákæra var gefin út. Ekkert er fram komið um það a ð fyrning gagnvart ákærða Z hafi verið rofin, sbr. 4. og 5. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga en fyrningarfrestur telst frá þeim degi þegar refsiverðum verknaði lauk, sbr. 1. mgr. ákvæðisins. Samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga fyr nist sök á tveimur árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Með hliðsjón af framanrituðu er sök ákærða Z samkvæmt IV. ákærulið fyrnd og verður hann því sýknaður af þeim ákærulið, sbr. 6. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þar sem ákærðu X og Z hafa verið sýknaðir af IV. tölulið ákærðu er einkaréttarkröfum ákærða A vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. VI Refsing og sakarkostnaður. Ákærði, A , hefur verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og þar með hefur hann gerst brotlegur við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt sakavottorði hans hefur hann ekki áður sætt refsingu. Ei ns og fram er komið varð ákærði A valdur að lífshættulegum áverka hjá þeim sem fyrir brotinu varð og þá varð brotaþoli fyrir varanlegum líkamlegum skaða þar sem fjarlægja varð milta hans. Telja verður að hending ein hafi ráðið því að ekki fór enn þá verr í ljósi þess að um var að ræða nokkrar stungur og ákærði A virðist engu hafa skeytt um það hvar þær lentu í þeim sem fyrir þeim varð. Refsing ákærða verður því ákveðin með hliðsjón af 1., 2., 3., 5. og 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Það er langt síðan ákærði A framdi brot sitt og honum verður á engan hátt kennt um þann mikla og að því er virðist ástæðulausa drátt sem varð á rannsókn og meðferð málsins hjá 32 lögreglu og ákæruvaldi. Þá var brotið framið í átökum við þann sem fyrir brotinu va rð og átti hann líklega alla vega að hluta til upptökin að þeim átökum. Með vísan til þessa og 2. mgr. 20. gr. og 3. mgr. 218. gr. c hegningarlaganna þykir mega ákveða að færa refsingu ákærða A niður fyrir það lágmark sem tiltekið er í 211. gr. laganna. M eð vísan til ofanritaðs þykir refsing ákærða A hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði en vegna alvarleika brotsins eru engin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti þó langt sé um liðið síðan ákærði A framdi brot sitt. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 1. til 3. janúar 2020 með fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði A sæti upptöku til ríkissjóðs á vasahníf, sbr. 1. t ölulið 1. mgr. 6 9. gr. a al mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði, Z , hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás og varðar brot hans við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Z hefur ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé, hann var ungur að árum þegar hann fra mdi brot sitt og hann játaði það greiðlega fyrir dómi. Þá var brotið framið í átökum við þann sem fyrir því varð og átti hann líklega alla vega að hluta til upphafið að átökunum. Verður höfð hliðsjón af þessu ákærða til hagsbóta við ákvörðun refsingar sem verður því ákveðin með vísan til 1., 3., 4., 5. og 8. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga. Með vísan til framanritaðs þykir refsing ákærða Z hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði en þar sem langt er um liðið síðan hann fr amdi brot sitt og hann var þá ungur að árum þykir mega ákveða að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Mál svarnarlaun skipaðs verjanda ákærða A , Birkis Más Árnasonar lögmanns, þykja með tilliti til tímaskýrslu verjandans og umfangs málsins hæfilega ákveðin 2.410.560 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Það skal tekið fram að tímaskráning verjandans þykir úr h ófi. Þar sem ákærði A hefur að hluta til verið sýknaður þykir rétt að hann greiði 2/3 málsvarnarlaunanna eða 1.607.040 krónur en 1/3 hluti þeirra greiðist úr ríkissjóði eða 803.520 krónur. Ákærði A greiði þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Hal ldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 1.506.600 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturskostnað verjandans 10.080 krónur. Tekið skal 33 fram að kostnaður tengdur einkaréttarkröfum ákærða A fellur ekki undir þóknun verjanda. Ákærði A greiði annan sakarkostnað 1.035.488 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Y , Úlfars Guðmundssonar lögmanns, þykja með tilliti til tímaskýrslu verjandans og umfangs málsins hæfilega ákveðin 3.013.200 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og gre iðist þau úr ríkissjóði sem og aksturskostnaður verjandans 54.404 krónur. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins en kostnaður verjandans vegna einkaréttarkröfu ákærða Y telst ekki til málsvarnarlauna. Málsvarnarlaun s kipaðs verjanda ákærða Z , Ólafs V. Thordersens lögmanns, þykja með tilliti til tímaskýrslu verjandans og umfangs málsins hæfilega ákveðin 3.013.200 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þar sem ákærði Z hefur að hluta til verið sýknaður og hann játaði að h luta til sök fyrir dómi þykir rétt að hann greiði helming málsvarnarlaunanna eða 1.506.600 krónur en sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Z greiði aksturskostnað verjandans 12.864 krónur og annan sakarkostnað 538.688 krónur. Málsvarnarlaunin taka ei nnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins en kostnaður verjandans vegna einkaréttarkröfu ákærða Z telst ekki til málsvarnarlauna. Málsvarnarlaun verjanda ákærða, X , Jóns Þórs Ólasonar lögmanns, þykja með tilliti til tímaskýrslu verjandans og u mfangs málsins hæfilega ákveðin samtals 3.749.760 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og greiðist þau úr ríkissjóði. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Það skal tekið fram að tímaskráning verjandans þykir rífleg og þá telst kostnaður hans tengdur einkaréttarkröfu ákærða X ekki til málsvarnarlauna. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærði, A , sæti fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 1. til 3. janúar 2020 með fullri dagatölu. Ákærði A sæti upptöku til ríkissjóðs á vasahníf. 34 Ákærði, Z , sæti fangelsi í fimm mánuði en frest a skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærðu, X og Y , eru sýkn af kröfum ákæruvaldsins í málinu. Ákærði, A , grei ði ákærða, X , 2.604.549 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2020 til 15. janúar 2023 en auk dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði A greiði ákærða X 400.000 krónur í málskostnað. Viðurkennd er skaðabótaskylda ákærða A vegna líkamstjóns sem ákærði X varð fyrir af völdum ákærða A 1. janúar 2020. Ákærði, Z , greiði ákærða, Y , 300.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðt ryggingu frá 1. janúar 2020 til 1 4 . janúar 2023 en auk dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði Z greiði ákærða Y 250.000 krónur í málskostnað. Einkaréttarkröfum ákærðu Z og A er vísað frá dómi. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða A , Birkis Más Árnasonar lögmanns, eru 2.410.560 krónur og greiði ákærði 1.607.040 krónur en 803.520 krónur greiðist úr ríkissjóði. Ákærði A greiði þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Halldóru Aðalsteinsdót tur lögmanns, 1.506.600 krónur og aksturskostnað verjandans 10.080 krónur. Ákærði A greiði annan sakarkostnað 1.035.488 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Z , Ólafs V. Thordersens lögmanns, eru 3.013.200 krónur og skal ákærði greiða 1.506.600 kr ónur en sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Z greiði aksturskostnað verjandans 12.864 krónur og annan sakarkostnað 538.688 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Y , Úlfars Guðmundssonar lögmanns, eru 3.013.200 krónur og greiðist þau úr rík issjóði sem og aksturskostnaður verjandans 54.404 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða X , Jóns Þórs Ólasonar lögmanns, eru 3.749.760 krónur og greiðist þau úr ríkissjóði. Ingi Tryggvason