Héraðsdómur Reykjaness Dómur 10. júní 2021 Mál nr. S - 2985/2020 : Héraðssaksóknari (Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) Dómur : I. Mál þetta, sem tekið var til dóms að lokinni aðalmeðferð 1. júní sl., er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru dags. 29. október 2020 á hendur ákærða X , kt. 000000 - 0000 , [...] . Ákærða er gefin að sök nauðgun, með því að hafa aðfararnótt sunnudagsins 3. nóvember 2019, að [...] , haft samræði við A , kt. 000000 - 0000 , án hennar samþykkis, en ákærði klæddi hana úr buxunum, færði nærbuxur hennar til hliðar og hafði við hana samræði þar sem hún lá sofandi í rúmi með ákærða og notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa fíkniefna, lyfja og svefndrung a. Telst brot ákærða varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að ákærða verði gert að sæta örygg isgæslu á viðeigandi stofnun eða vægari öryggisráðstöfunum, sbr. 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Í málinu er einkaréttarkrafa brotaþola, A , kt. 000000 - 0000 , en hún krefst miskabóta að fjárhæð kr. 2.500.000 auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 3. nóvember 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt fyrir ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga t il greiðsludags auk greiðslu þóknunar við réttargæslu að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi auk virðisaukaskatts á réttargæsluþóknun. Verjandi ákærða gerir aðallega þá kröfu að ákærði verði sýknaður, til vara að honum verði ekki gerð refsing og til þrautavara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði þá skilorðsbundin. Þá er þess krafist aðallega að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað dómi en til vara, komi til þess að bætur verði dæmdar, að þær verði verulega lægri en krafist er. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verður lagður á ríkissjóð þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verjandans skv. mati dómsins. II. Málavextir: Að morgni sunnudagsins 3. nóvember 2019 mætti br otaþoli, A , á lögreglustöð í [...] og tilkynnti að henni hafi verið nauðgað nóttina áður af ákærða sem er fyrrverandi kærasti hennar. A sagði að hún og ákærði hafi verið heima hjá vini ákærða þegar hún hafi fundið fyrir miklum kvíða og ákærði þá boðið henn i lyfið Sobril og hún hafi tekið þrjár töflur af því en hún hafði aldrei tekið það áður. Eftir það hafi A reykt kannabis en skömmu síðar hafi hún og ákærði farið saman að dvalarstað hans að [...] til að sofa. Ákærði hafi lýst því að hann vildi hafa kynmö k við A en hún hafi ítrekað neitað því. Hún hafi sagt ákærða að hún vildi ekki gera neitt kynferðislegt með honum og beðið hann að sofa í sófa í stofunni en síðan hafi hún sofnað eða öllu heldur rotast. Hún hafi þá verið í gallabuxum, nærbuxum, hettupeysu og topp. A kvaðst síðan hafa vaknað um kl. 09:00 um morguninn og þá tekið eftir að hún hafði verið klædd úr buxunum en klædd aftur í þær og tölur hafi ekki verið hnepptar. Hvernig buxurnar voru þegar A vaknaði hafi orðið til þess að henni hafi fundist að þ að hafi verið brotið á henni kynferðislega. Þá hafi hún verið blaut á kynfærum eins og eftir sæði en það hafi verið eins og búið hafi verið að 3 strjúka það af líkama hennar. Hún hafi spurt ákærða út í þetta og hann hafi sagt að þau hafi haft samfarir um nót tina. Hún hafi tekið viðbrögð ákærða upp á farsíma sinn og hann hafi viðurkennt að hafa klætt hana úr buxunum og haft við hana kynmök án hennar vilja. A fullyrti að kynmökin hafi ekki verið með hennar vilja. Hún hafi síðan hringt í vin sinn sem hafi ekið h enni á lögreglustöð. Ákærði skýrði svo frá fyrir lögreglu að hann hafi spurt A ítrekað um kynlíf umrædda nótt en hún hafi neitað því. Hann hafi þrátt fyrir það haft samfarir við hana en meðan þau hafi verið kærustupar hafi þó oft stundað kynlíf þegar annað þeirra hafi verið sofandi og hann hafi talið að það gilti enn þá umrædda nótt. Ákærði kvaðst hafa tvívegis haft samfarir við A um nóttina og í fyrra skiptið hafi hann verið mjög ýtinn en hún hafi verið hálfsofandi og þau bæði á róandi lyfjum og hvoru gt þeirra varla með meðvitund. A hafi legið á bakinu og hann tekið hana úr utan yfir buxum en hún verið í nærbuxum og ákærði síðan haft samfarir við hana í leggöng. Ákærði kvaðst hafa haft sáðlát á magann á A og nærbuxur hennar og á rúmið en hann hafi ekki notað smokk. Hún hafi vaknað eftir þetta og verið í áfalli því hún hafi ekki vitað hvað væri í gangi en ákærði hafi knúsað hana því honum hafi einnig liðið illa. Eftir þetta hafi þau vakað í um 20 mínútur en síðan sofnað aftur. Ákærði sagði að þegar þau h öfðu samfarir í seinna skiptið hafi þau bæði verið vakandi. Hann hafi byrjað að þrýsta á A aftur en hún hafi sagt að hún væri allt of þreytt til að nenna þessu. Hann hafi þrátt fyrir það byrjað að hafa samfarir við hana aftur í leggöng og aftur fengið sáðl át en þá á rúmið og á gólfið en hann vissi ekki hvort eitthvað hafi farið á A . Þau hafi síðan sofnað aftur og sofið þar til um morguninn. Ákærði sagði að A hafi liðið illa þegar þau hafi vaknað og farið að gráta vegna þess sem hann hafði gert þ.e. misnotað hana. Ákærði kvaðst hafa verið með sektarkennd og hann hafi sagt við A í SMS skilaboðum að hann væri að hugsa um að kæra sjálfan sig. Ákærði sagði að áður en atvik urðu hafi bæði hann og A tekið inn þrjár töflur af Sobril hvort og reykt kannabis. Blóð - o g þvagsýni var tekið úr ákærða og brotaþola. Í þvagsýni ákærða fannst kannabis og Oxazepam og í blóði fannst kannabis. Í þvagsýni brotaþola fannst kannabis, Oxazepam og umbrotsefni kókaíns og í blóði fannst kannabis og Oxazepam. Brotaþoli fór í kjölfar a tburðarins í réttarlæknisfræðilega skoðun og þar skýrði hún frá því að ákærði hafi gefið henni þrjár Sobril töflur áður en hún sofnaði og hún hafi neitað 4 að stunda kynlíf með honum. Hún mundi ekki eftir því að hafa stundað kynlíf en þegar hún hafi vaknað h afi ákærði viðurkennt að hafa haft samræði við hana. Ekki var að sjá áverka á kynfærum brotaþola en hún kvartaði ekki undan áverkum eða verkjum annars staðar en í klofi. Eins og fram er komið tók brotaþoli upp á farsíma sinn samtal við ákærða eftir að þau vöknuðu um morguninn eftir að atvik urðu. Samkvæmt skýrslu lögreglu um upptökuna heyrist að brotaþoli er grátandi og ákærði segir m.a. að þau hafi riðið en þá segir brota þoli: ,,Við riðum, nei við riðum ekki, ekki með mínum vilja, ég veit ekki hversu oft pyr þá hvað það kallist og þá svarar ákærði nauðgun. III. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi: Ákærði, X , neitaði sök við skýrslutöku fyrir dómi. Hann sagði að kvöldið áður en atvik urðu hafi hann og brotaþoli farið til Reykjavíkur en síðan til vinar þeirra í [...] . Þar hafi vinur þeirra sagt ákærða og brotaþola að taka Sobril sem ákærði hafi verið með og ha fi þau tekið þrjár töflur hvort. En þau hafi einnig reykt kannabis og verið búin að gera það í nokkra daga. Skömmu eftir að þau hafi tekið Sobril hafi þau farið saman á heimili bróður ákærða þar sem hann hafi haft herbergi en ákærði hafi boðið brotaþola gi stingu. Ákærði sagði að hann og brotaþoli hafi á sínum tíma verið í sambandi í um tvö og hálft ár en líklega hætt saman í ágúst 2019. Í sambandinu hafi þau sýnt hvort öðru andlegt ofbeldi og eftir sambandsslitin hafi verið togstreita þeirra á milli en þau hafi rætt um að laga hlutina. Ákærði sagði að það hafi ekkert kynferðislegt verið á milli þeirra kvöldið fyrir atvikið og þau hafi ekki rætt hvar þau ætluðu að sofa. Ákærði sagði að þegar þau hafi komið á dvalarstað ákærða hafi hann farið að undirbúa rúmið í herberginu sem hann hafði til umráða en það hafi líklega verið um eða skömmu eftir miðnætti. En þau hafi líklega gist þar áður. Bróðir ákærða, kona hans og börn hafi verið heima. En ákærði og brotaþoli hafið farið beint inn í herbergi þegar þau komu í í búðina því bróðir ákærða hafi ekki viljað að brotaþoli gisti á heimilinu. Þegar þau hafi verið komin upp í rúm hafi þau 5 verið í símum sínum en síðan farið að láta vel hvort að öðru en ákærði kvaðst ekki muna nákvæmlega hvernig kynlífið hjá þeim hafi byrjað . Ákærði kvaðst ekki heldur muna hvernig brotaþoli hafi gefið til kynna að hún vildi stunda kynlíf en hún hafi verið vakandi þegar þau hafi byrjað samfarir. Ákærði mundi ekki hvernig brotaþoli fór úr buxunum. Við samfarirnar, sem ekki hafið staðið lengi, h afi brotaþoli legið á bakinu og gefið frá sér stunur. Ákærði sagði að brotaþoli hafi gefið það til kynna eins og venjulegt fólk að hún vildi hafa samfarir við hann. Eftir samfarirnar hafi ákærði sofnað en vaknað aftur og þau þá haft aftur samfarir með svip uðum hætti og í fyrra skiptið. En þá hafi brotaþoli legið á bakinu en ákærði á hliðinni en hann vissi ekki hvað þær samfarir stóðu lengi. Ákærði sagðist hafa fengið sáðlát við báðar samfarirnar en hann vissi ekki hvar sæðið lenti. Ákærði kvaðst síðan hafa sofnað aftur en þegar hann hafi vaknað um morguninn hafi brotaþoli verið inni á baðherbergi en hún hafi síðan gengið inn og út úr herberginu þar sem þau sváfu og verið að bíða eftir að komast í burtu. Ákærði kvaðst halda að brotaþoli hafi verið vakandi all a nóttina. Ákærði kvaðst ekki hafa gert neitt rangt og ekki brotið gegn brotaþola. Ákærði vildi ekki ræða kynlíf hans og brotaþola meðan þau hafi verið í sambandi en það hafi gerst að þau hafi látið vel hvort að öðru meðan annað þeirra var sofandi en síð an vaknað áður en þau hafi haft samfarir. Ákærði sagði að þau hafi verið í sambandi eftir að atvik urðu en ákærði hafi viljað slíta þeim samskiptum. En brotaþoli hafi viljað hitta ákærða og laga hlutina til að þau myndu byrja saman aftur eða þannig hafi ák ærði litið á samskipti þeirra. Samskiptin hafi verið á hverjum degi eftir umrætt atvik en vinir ákærða hafi sagt honum að hætta samskiptunum og það hafi líklega orðið í janúar 2020. Eftir að atvik urðu hafi þau einnig hist nokkrum sinnum og þau hafi verið saman ásamt vinum þeirra um áramótin 2019/2020. Þá hafi brotaþoli sagt vinkonu þeirra að brotaþoli vildi byrja aftur með ákærða. Ákærði kvaðst hafa verið ruglaður og ekki hugsað þegar hann hafi gefið skýrslu hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Þegar ummæl i hans í lögregluskýrslu, sem bentu til þess að hann hefði brotið gegn brotaþola, voru borin undir hann kannaðist hann yfirleitt ekki við þau eða neitaði því að atvik hafi verið með þeim hætti sem hann lýsti þar. Þá mundi ákærði lítið eftir samtölunum við brotaþola sem hún tók upp á símann sinn og afhenti lögreglu. Ákærði kvaðst ekki vita hvers vegna brotaþola væri með ásakanir á hendur 6 honum og hann sæi ekki eftir neinu. Ákærði kvaðst hafa farið nokkrum sinnum á geðdeild eftir að atvik urðu. Brotaþoli, A , sagði að hún og ákærði hafi hætt saman 3 - 4 mánuðum áður en atvik urðu. Hún hafi viljað hreinsa andrúmsloftið á milli þeirra og því hafi þau verið að hittast og spjalla saman. Eftir að hafa farið til Reykjavíkur umrætt kvöld hafi þau farið til vinar þeirr a í [...] en þar hafi þau reykt kannabis en einnig verið búin að því áður en þau komu þangað. Hún hafi síðan fundið fyrir kvíða og ákærði þá gefið henni þrjár Sobril töflur og eftir það hafi þau haldið áfram að reykja. Hún hafi þá orðið mjög þreytt en hún hafi aldrei tekið Sobril áður og hún þá ætlað til vinar síns og sofa þar. En ákærði hafi sagt að hún skildi bara koma með honum og sofa í herbergi í íbúð bróður ákærða sem hann hafði þar til umráða. En þar hafi bróðir ákærða og líklega unnusta hans verið. Fyrr um kvöldið hafi ekkert kynferðislegt verið á milli hennar og ákærða. Á leiðinni í herbergi ákærða kvaðst brotaþoli hafa sagt ákærða að hann skyldi þá sofa á sófanum og hún vildi alls ekki að eitthvað myndi gerast á milli þeirra. Ákærði hafi lofað að s ofa á sófanum. Eftir að þau komu í íbúðina hafi þau spjallað saman í skamma stund en brotaþoli síðan sofnað inni í herbergi sem ákærði var með og hún viti ekki hvort ákærði hafi farið í sófann. Þegar brotaþoli hafi sofnað hafi hún verið í fötum en hún hafi síðan vaknað og þá hafi ákærði verið inni í herberginu þar sem hún svaf. Nærbuxur hennar hafi verið blautar og hún hafi verið öðruvísi klædd í utan yfir buxurnar en þegar hún sofnaði og hún hafi fundið fyrir sviða í klofinu. Brotaþoli kvaðst þá hafa vitað að það væri búið að gera eitthvað við hana og hún því ákveðið að stilla símann sinn á upptöku og fá ákærða til að viðurkenna hvað hann hafi gert. Brotaþoli kvaðst hafa stillt á upptöku til að geta sannað hvað ákærði hafði gert en hún hefði heyrt af stúlku m sem hefðu sagt að fyrrverandi kærastar þeirra hefðu gert eitthvað við þær en síðan hafi ekki tekist að sanna það. Eftir að hafa stillt á upptöku kvaðst brotaþoli hafa spurt ákærða hvað hefði gerst og hann sagt að þau hafi riðið. Hún hafi þá sagt að það h afi ekki verið með hennar samþykki og þá spurt ákærða hvað það væri þá og hann hafi þá svarað nauðgun. Brotaþoli kvaðst aldrei hafa samþykkt að hafa samfarir við ákærða og hún mundi ekki eftir því að þau hafi haft samfarir. Þegar hún hafi verið vakandi haf i ekkert kynferðislegt gerst á milli brotaþola og ákærða. Brotaþoli sagði að eftir að hún og ákærði hættu saman hafi ekkert samband verið á milli þeirra en hún hafi viljað hitta ákærða og athuga hvort þau gætu orðið vinir aftur og sjá 7 síðan hvað myndi gerast. Brotaþoli kvaðst hafa viljað að ákærði svæfi á sófanum því þremur vikum áður hafi hún og ákærði verið saman og þá hafi ákærði byrjað að káfa á henni. Hún hafi þá spurt ákærða um inniskó sem hún hafi verið í þar sem þeir hafi ekki verið þar sem hún hafði sett þá. Ákærði hafi þá fundið þá mjög fljótt og því hafi hún verið viss um að hann hafi falið þá. Brotaþoli kvaðst því ekki hafa treyst ákærða. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir að hafa tekið upp samtal við ákærða á símann sinn kl. 04:24 um nóttin a en hún kvaðst muna eftir samræðunum. En hún mundi hins vegar eftir samtali sem hún tók upp um kl. 09:30 morguninn eftir atvikið og hún kvaðst hafa sagt við ákærða að hún ætlaði að hringja í lögregluna. Hún kvaðst síðan hafa ákveðið að gefa ákærða tækifær i og tíminn eftir að atvik urðu hafi verði rugl. Brotaþoli kvaðst hafa sótt í samskipti við ákærða og kannaðist við að þau hafi verið í samskiptum á tölvupósti. En henni kvaðst hafa liðið hræðilega eftir þetta og slæmar tilfinningar verið til staðar svo se m sjálfsvígshugsanir og aukin neysla fíkniefna. En brotaþoli kvaðst hafa ákveðið miðað við fyrri reynslu af ákærða að það væri betra að vera í sambandi við hann heldur en ekki. Hún hafi talið það betra hennar vegna að vera kurteis og góð við ákærða. Hún ha fi talið það rétt viðbrögð á sínum tíma en hún hafi ekki verið með skýra hugsun og seinna áttað sig á að þetta hafi ekki verið rétt af hennar hálfu. Brotaþoli kvaðst hafa eytt áramótunum 2019/2020 með ákærða og vinafólki þeirra en hún kvaðst þá hafa þráð a ð vera með þessari vinkonu þeirra. Brotaþoli kvaðst hafa hitt ákærða tvisvar sinnum frá því að atvik urðu og fram að næstu áramótum. Vitnið, B , kvaðst þekkja brotaþola en ákærða lítillega. Vitnið sagði að brotaþoli hafi hringt í sig snemma morguns og beð ið vitnið að sækja sig en hún hafi grátið aðeins í símann. Vitnið kvaðst hafa farið strax og sótt brotaþola en hún hafi verið lítil í sér þegar hún hafi komið í bifreið vitnisins. Hún hafi verið í uppnámi en ekki hágrátandi. Brotaþoli hafi ekki sagt hvað h efði gerst og ekki verið viss í fyrstu hvert hún vildi fara en það hafi endað með því að vitnið hafi ekið henni á lögreglustöð. Vitnið, C læknir á Neyðarmóttöku, sagði að málið hafi rifjast upp þegar hún hafi skoðað skýrslu vegna málsins. Hún sagði að hj úkrunarfræðingur hafi líklega byrjað að ræða við brotaþola en síðan hafi vitnið komið inn í samtalið. Vitnið sagði að brotaþoli hafi verið þreytt og ekki viljað ræða mikið í byrjun en henni hafi greinilega verið brugðið. Vitnið 8 sagði að Sobril væri kvíðast illandi lyf og afleiðingar af neyslu þess gæti verið sljóleiki en það færi m.a. eftir ástandi þess sem tæki lyfið þ.m.t. líkamlegu atgervi. Vitnið staðfesti skýrslu Neyðarmóttöku vegna málsins. Vitnið, D hjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttöku, mundi eftir þv í að hafa tekið á móti brotaþoli eftir atvikið. Brotaþoli hafi lýst því að hún hafi tekið Sobril hjá fyrrverandi kærasta sínum og síðan gist hjá honum. Hún hafi síðan vaknað og þá hafi ástandið verið eins og það hafi verið höfð við hana kynmök en hún ekki munað eftir þeim enda hafi hún sagt við ákærða að hún vildi ekki hafa kynmök. Vitnið sagði að frásögn brotaþola hafi verið skýr og hún hafi viðurkennt neyslu kannabis. Brotaþoli hafi verið búin að ræða við lögreglu. Vitnið staðfesti skýrslu sína sem er með al gagna málsins. Vitnið, rannsóknarlögreglumaður nr. E , kvaðst hafa verið á bakvakt umrætt sinn og þá hafi stúlka komið á lögreglustöðina og skýrt frá kynferðisofbeldi. Vitnið kvaðst hafa tekið skýrslu af stúlkunni síðar um daginn en hún hafi verið niðurb rotin og átt erfitt en getað lýst atvikum ágætlega. Vitnið kvaðst einnig hafa tekið skýrslu af ákærða og hann hafi viðurkennt að hafa tvívegist haft samfarir við brotaþola en ákærði hafi slegið úr og í um það hvort það hafi verið með samþykki brotaþola eða ekki en líklega hafi fyrra skiptið ekki verið með samþykki hennar. Ákærði hafi einnig slegið úr og í um það hvort brotaþoli hafi verið vakandi eða sofandi þegar samfarirnar fóru fram. Vitnið staðfesti skýrslur sínar vegna málsins. Vitnið, F sviðsstjóri r annsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði, staðfesti skýrslu um rannsóknir á blóð - og þvagsýnum ákærða og brotaþola. Vitnið, G geðlæknir, sagði að helstu veikleikar ákærða væru að hann væri með ADHD, þroskahömlun og svo vímuefnaneysla þegar ákærði væri í henni. Þá væri ákærði þunglyndur á einhverfurófi en hann væri ekki með geðrofssjúkdóm. Vitnið sagði að ákærði þyrfti fyrst og f remst aðstoð og stuðning t.d. við fjármál og þá gæti hann séð að mestu leyti um sig sjálfur. Vitnið sagði að refsing yrði ekki góð fyrir ákærða m.a. í ljósi aldurs hans en vitnið taldi að það stafaði ekki hætta af honum heldur þyrfti frekar að hafa áhyggju r af sjálfskaðandi hegðun ákærða og hvort að hann færi eftir ráðleggingum um lyfjagjöf en neysla vímuefna væri mjög slæm fyrir ákærða. Ákærði þekkti klárlega muninn á réttu og röngu og hann skildi ákæru málsins en væri reiður því að hafa fengið 9 hana á sig. Vitnið sagði að ákærði þyrfti að vinna með sjálfan sig og hann gæti byggt sig upp og stundað létta vinnu. Þá þyrfti ákærði að fara eftir handleiðslu og taka nauðsynleg lyf. Vitnið staðfesti skýrslu sína um sakhæfi ákærða. Vitnið, H sálfræðingur, kvaðst hafa gert ítarlega athugun á ákærða sem dómkvaddur matsmaður. Í fyrsta viðtali við ákærða hafi strax komið í ljós að hann væri þroskahamlaður sem hefði víðtæk áhrif á nám og félagsfærni hans. Vitnið kvaðst hafa gert greindarpróf á ákærða en það væri nauðsy nlegt að gera ný próf því ekki væri víst að eldri próf væru með rétta niðurstöðu. Það væri sláandi munur á máltengdum og verklegum þáttum hjá ákærða. En erfiðleikar ákærða væru mestir þegar kæmi að skilningi og skyldum atriðum. Þá hafi ákærði glímt við þun glyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir. Vitnið sagði að ákærði þyrfti sérhæfða aðstoð. Vitnið staðfesti vottorð sitt sem er meðal gagna málsins. Vitnið, I sálfræðingur, kvaðst hafa verði með brotaþola í meðferð frá maí 2020 til febrúar 2021. Brotaþoli hafi lýst einkennum áfallastreitu, verið döpur og hafi átt erfitt með að treysta fólki. Vitnið sagði að brotaþoli hafi greint frá öðrum áföllum í lífinu en kynferðisbroti því sem mál þetta fjallar um en þau áföll hafi ekki haft áhrif á þá áfallastreitu sem brot aþoli hafi glímt við. Vitnið staðfesti vottorð sitt sem er meðal gagna málsins. IV. Geðmat á ákærða: Samkvæmt kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum var ákærða gert að sæta geðrannsókn til að leiða í ljós hvort andlegt ástand hans væri með þeim hætti að hann teldist sakhæfur eða ekki. Til að framkvæma rannsóknina var dómkvaddur G geðlæknir og er greinargerð hans dags. 7. apríl 2020. Í greinargerð geðlæknisins er m.a. rakin geðsaga ákærða en hann er m.a. greindur með ADHD. Ákærði kom fyrst á bráðamóttö ku geðsviðs LSH 12. júní 2018. En þá hafði líðan ákærða versnað vegna kvíða og ranghugsana. Síðustu vikur hafi ákærði verið með dauðahugsanir, viljað sofna og ekki vera til lengur. Næst kom ákærði á bráðamóttöku geðdeildar 7. maí 2019 einnig vegna þunglynd is, kvíða og sjálfsvígshugsana. Ákærði og 10 kærasta hans höfðu þá hætt saman fyrir um einum mánuði en hún þá verið þunguð eftir ákærða. Loks leitaði ákærði á bráðmóttöku 19. febrúar 2020 en þá hafði hann tekið inn tíu sertral þunglyndistöflur vegna lífsleiða og vanlíðunar. Ákærða gekk illa í skóla og varð ekki læs fyrr en um 12 ára aldur. Hann fór að nota áfengi og fíkniefni 15 ára en 2016/2017 hafi hann byrjað að nota amfetamín og kókaín. Hann var greindur með ADHD sem barn og fékk lyf við því. Hann á erfi tt með að halda athygli og hlusta sem og að skipuleggja verkefni. Niðurstöður úr prófunum voru þær að ákærði er með væga þroskahömlun eða rétt undir mörkum tornæmis eða um 68 stig og sé það í samræmi við fyrri rannsóknir. Þá geri neysla hæfni hans verri en geta hans sé í raun. Ákærði er einnig með þunglyndi en vegna ADHD, neyslu og krísu sem ákærði var í sé erfit að fullyrða um orsakir þunglyndis einkenna. Við prófun á þunglyndi með sjálfsmatskvarða reyndist ákærði verulega þunglyndur. Próf, sem er not að sem hjálpartæki við geðskoðun, sýndi ekki einkenni sem bentu til sturlunar. Þá greindust ekki ranghugmyndir, ofskynjanir né hugsanatruflanir. Því var enginn grunur um geðrofseinkenni né merki um geðrofssjúkdóm eða geðklofa. Ákærði er með merki um heilaskaða, sem tengist þroskahömlun hans, en getur einnig tengst ADHD og persónuleikaþáttum sem aukist við neyslu og álag. Þá er félagsfærni hans skert í grunninn en vegna neyslu og þunglyndis sé hún verri en hún þyrfti að vera. N iðurstaða geðlæknisins er sú að ákærði sé örugglega sakhæfur samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verði hann fundinn sekur. Einkenni þau sem lýst er í mati geðlæknisins, sbr. ofanritað, leiði mögulega til ósakhæfis samkvæmt 16. gr. hegningar laganna en það sé þó á mörkunum því ákærði eigi að geta hagað sér betur. Þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur en mikilvægt sé að ákærði hætti í neyslu. En hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlu nar og geðræns vanda. V. Matsgerð: 11 Samkvæmt beiðni verjanda ákærða var dómkvaddur matsmaður til annars vegar að svara því hvort og þá að hvaða marki þroskafrávik, skortur á félagslegu innsæi og dómgreindarskortur ákærða hafi haft áhrif á háttsemi ákærða á verknaðarstundu en hins vegar til að svara því hvort og þá að hvaða marki og með hvaða hætti þroskafrávik, skortur á félagslegu innsæi og dómgreindarskortur ákærða hafi haft áhrif á samskipti og samtöl ákærða við brotaþola um hið meinta brot eftir að þa ð á að hafa verið framið. Til að framkvæma matið var dómkvaddur H sálfræðingur og er matsgerð hans dags. 27. mars 2021. Í matsgerðinni er saga ákærða rakin að nokkru leyti og fram kemur að hann hafi byrjað neyslu áfengis og annarra vímuefna árið 2016 þ.m.t amfetamíns og kókaíns. Við greindarpróf komu fram alvarlegir er fiðleikar hjá ákærða á tveimur mállegum prófþáttum sem prófið byggir á og í heildina var frammistaða hans tæplega þremur staðalfrávikum undir meðallagi. Ákærði eigi t.d. mjög erfitt með að útskýra merkingu orða og hugtaka og svör hans við spurningum af því tagi eru einföld og hlutbundin. Niðurstöður mállegs hluta greindarprófs sýndu því verulega erfiðleika ákærða á sviði máltengdrar rökhugsunar og ályktunarhæfni. Frammistaða hans á verklegum prófþáttum var mun betri en í heildina var þó frammistaða hans þar tæplega hálfu öðru staðalfráviki undir meðallagi. Málleg greindartala samkvæmt prófum er 59, verkleg 78 og á prófi í heild 65. Málskilningur ákærða er verulega takmarkaður sem hefur m.a. leitt til alvarlegra námserfiðleika. Niðurstöður sálfræðilegra pró fa staðfestu almennan vitsmunaþroska á stigi vægrar þroskahömlunar. Umtalsverð frávik komu fram við öll verkefni sem reyna á málskilning, máltengda rökhugsun og ályktunarhæfni. Matsmaður fullyrðir að ákærði eigi við fjölþætta þroskafræðilega erfiðleika a ð stríða auk þess sem langvarandi neysla vímuefna hefur aukið á þennan vanda. Vegna þessa fjölþætta vanda sem ákærði á við að stríða telst fötlun hans umtalsverð ekki síst vegna erfiðleika tengdum hegðun, líðan og félagslegri aðlögun auk einkenna röskunar á einhverfurófi. 12 Svör matsmanns við fyrrgreindum spurningum eru þau að þroskafrávik, skortur á félagslegu innsæi og dómgreindarskortur hafi almennt afgerandi áhrif á daglegt líf ákærða og þ.m.t. þann atburð sem hann sætir ákæru fyrir. Ekki sé vafi á því að þeir erfiðleikar, sem fram koma hjá ákærða, á sviði almenns skilnings, rökhugsunar og ályktunarhæfni valda því að hann hefur verulega takmarkaðan skilning á þeirri ákæru sem hann sætir og hegðun hans og háttsemi á verknaðarstundu. Þá hafi fyrrgreind ein kenni ákærða haft mikil áhrif á ,,samskipti og samtöl við brotaþola um hið meinta brot almennt. Erfiðleikar við að setja sig í spor annarra og að skilja tilfinningar þeirra og líðan, skortur á innsæi í eigin tilfinningar og umtalsverðir erfiðleikar á sviði rökhugsunar eru meðal einkenna sem eru afleiðingar fötlunar ákærða. Þessi einkenni komi m.a. fram þegar ákærði telur sig beittan órétti og við þær aðstæður er reiði og sjálfm iðuð vanmáttarkennd viðbrögð sem ákærði sýnir. Þessi hegðunareinkenni komi einnig fram í miklum mæli í daglegu lífi ákærða á heimili. VI. Sálfræðivottorð brotaþola: Brotaþola var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp hjá sálfræðiþjónustu Neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir að atvik urðu eða 3. nóvember 2019. Brotaþoli hitti sálfræðing tvisvar í þeim mánuði og ræddi einnig við sálfræðinginn í síma. Frá maí til desember 2020 hitti brotaþoli sálfræðing 14 sinnum og ræddi nokkrum sinnum við hann í sím a. Vottorð sálfræðingsins er dags. 26. janúar 2021. Í vottorðinu kemur fram að í viðtölum við brotaþola hafi afleiðingar meints kynferðisbrots verið metnar og fylgst hafi verið með andlegu ástandi hennar þ.m.t. einkennum áfallastreituröskunar eftir meint kynferðisbrot og samslátt við aðrar geðraskanir. Þá hafi brotaþola verið veitt áfallahjálp, sálrænn stuðningur og metin þörf fyrir sálfræðilega meðferð. Þá hafi hún tekið þátt í hugrænni atferlismeðferð við einkennum áfallastreituröskunar og öðrum afleiði ngum meints kynferðisbrots og þeirri meðferð sé lokið. 13 Afleiðingar fyrri áfalla voru ekki talin hafa truflandi áhrif á líðan brotaþola. En upplifun og viðbrögð brotaþola við hinu meinta kynferðisbroti hafi endurspeglað þau viðmið sem lögð séu til grundva llar fyrsta viðmiðs í greiningu áfallastreituröskunar samkvæmt alþjóðlegum greiningarkerfum. Í viðtölum hafi brotaþoli greint frá einkennum sem samsvari áfallastreituröskun. Hún greindi m.a. frá endurpplifunareinkennum, þá sérstaklega tíðum ágengum minni ngum um meint brot, martröðum og sterkum tilfinninga - og líkamlegum viðbrögðum þegar eitthvað minnti hana á meint brot. Þá greindi brotaþoli frá áberandi forðunareinkennum en hún forðaðist að tala um atburðinn og forðaðist aðstæður sem minntu hana á atburð inn. Þá greindi brotaþoli frá breyttum viðhorfum til sjálfs síns og annarra, sjálfsásakandi hugsunum, neikvæðum tilfinningum eins og t.d. reiði, ótta og áhugaleysi. Þessi einkenni hafi komið brotaþola í uppnám og truflað daglegt líf hennar. Tæpum sjö mán uðum eftir hið meinta brot fór fram ítarlegt endurmat á einkennum áfallastreituröskunar. Matið leiddi í ljós að brotaþoli uppfyllti öll greiningarskilmerki áfallastreituröskunar í kjölfar meints kynferðisbrots. Auk greiningarviðtala voru staðlaðir sjálf smatskvarðar notaðir til þess að meta einkenni áfallastreituröskunar, depurðar, kvíða og streitu ásamt svefnvanda. Sjálfsmatskvarði, sem er hannaður til að meta alvarleika þunglyndis - , kvíða - og streitueinkenna, var lagður tvisvar sinnum fyrir brotaþola. Í fyrra skiptið 19. maí 2020 og þá sýndi brotaþoli merki um alvarleg einkenni þunglyndis og kvíða en miðlungs einkenni um streitu. En í seinna skiptið 22. desember 2020 sýndi brotaþoli alvarleg einkenni um þunglyndi en kvíði og streita voru innan eðlilegra marka. Niðurstöður sjálfsmatskvarðana voru í samræmi við mat sálfræðingsins á einkennum brotaþola. Í viðtölum sálfræðingsins við brotaþola var fylgst með þróun áfallastreitueinkenna og héldust einkenni hennar há og yfir greiningarmörkum frá 19. maí til 3 0. október 2020. Þá fóru einkennin að minnka og bataferlið var hafið. Í síðustu viðtölum sálfræðingsins við brotaþola í desember 2020 dró áfram úr einkennunum og hún uppfyllti þá ekki lengur greiningarskilmerki áfallastreituröskunar og hafði náð ágætum bat a. Einnig höfðu 14 einkenni kvíða og streitu lækkað úr alvarlegum og miðlungs alvarlegum einkennum og voru að lokum innan eðlilegra marka. Formleg áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð stóð yfir frá 12. júní til 22. desember 2020. Þar var lögð áhersla á að veita brotaþola sálrænan stuðning og styrkja bjargráð hennar til að auka getu hennar til að takast á við daglegt líf í kjölfar meints kynferð isbrots. Hugrænar aðferðir voru kenndar til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar tengdar atburðinum. Þá voru einnig kenndar aðferðir til að takast á við minningar um meint kynferðisbrot. Jafnframt voru brotaþola kenndar leiðir til að gera grein armun á skoðunum sínum og staðreyndum og kennt að endurmeta óhjálplegar hugsanir um áfallið sem og neikvæð viðhorf í garð sjálfs síns, annarra og umheimsins. Í samantekt sálfræðingsins segir að niðurstöður endurtekins greiningarmats hafi sýnt að brotaþol i hafi þjáðst af áfallastreituröskun og alvarlegri geðlægð í kjölfar meints kynferðisbrots. Sálræn einkenni hennar hafi í kjölfar áfallsins samsvarað einkennum sem þekkt eru hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Þá kemur fram að formlegri meðferð við áfallastreituröskun sé lokið og brotaþoli hafi jafnað sig vel af áfallastreitueinkennum sínum eftir meint kynferðisbrot. En þó sé mikilvægt að hafa í huga að algengt sé að þolendur kynferðisbrota þurfi á fram í sínu daglega lífi að takast á við aðstæður sem minna á áfallið og minningar um það sem gerðist. Því sé ekki hægt að segja með vissu hver áhrif meints kynferðisbrots verði þegar til lengri tíma sé litið en ljóst sé að atburðurinn hafi haft víðtæk áhr if á líðan brotaþola. VII. Niðurstaða: Eins og fyrr greinir var ákærða undir lögreglurannsókn málsins gert að sæta geðrannsókn til að fá skorið úr um sakhæfi hans. En samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal þeim mönnum ekki refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum. Að virtri geðrannsókn, sem gerð var á ákærða, og með hliðsjón af öðrum gögnu m málsins varðandi geðhagi ákærða eru engin efni til að líta svo á að ákærði hafi á verknaðarstundu þess brots, sem hann er ákærður 15 fyrir að hafa framið, verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum af þeim ástæðum er um ræðir í fyrrnefndri lagagrein. Er han n því sakhæfur í skilningi hennar. Í niðurstöðu geðlæknis um sakhæfi ákærða segir að þau einkenni sem lýst er í skýrslu læknisins geti mögulega leitt til ósakhæfis samkvæmt 16. gr. hegningarlaganna en það sé þó á mörkunum því ákærði eigi að geta hagað sé r betur. Erfitt sé þó að sjá að refsing beri árangur. Í 1. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga segir að hafi sá maður, sem verkið vann, verið andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðislegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta ás tand er ekki á eins háu stigi og um getur í 15. gr., skuli honum refsað fyrir brotið, ef ætla megi eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur. Af fyrrgreindu orðalagi 1. mgr. 16. gr. hegningarlaganna má ráð a að þeir andlegu annmarkar sem þar er lýst eru ekki þess eðlis eða á því stigi að þeir leiði til refsileysis og sýknu skv. 15. gr. laganna, enda er sakborningur í því tilviki sakhæfur, og ber því að sakfella hann að öðrum refsiskilyrðum uppfylltum. Hins v egar getur geðrænt ástand, eins og því er lýst í 16. gr., orðið tilefni til sambærilegra úrræða og sakhæfisskortur skv. 15. gr. laganna ef refsing yrði talin árangurslaus. Þá yrði refsing felld niður en þess í stað mætti vegna réttaröryggis beita þeim úrræ ðum sem mælt er fyrir um í 62. gr. almennra hegningarlaga, enda sé skilyrðum hennar fullnægt. Ef hins vegar má ætla eftir öllum atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur, ber að dæma sakborning til refsingar. Enda nleg ákvörðun hvað þetta varðar liggur hjá dómstólum þó mælt sé fyrir um að skylt sé að leita læknisumsagnar áður en ákvörðun er tekin um það hvort refsing geti borið árangur. Þegar ákvörðun þar um er tekin ber ekki aðeins að líta til geðheilsu sakbornings á verknaðarstundu, heldur skiptir geðheilsa hans við uppkvaðningu dóms einnig máli þar sem þá er horft fram á við í tíma. En einnig verður að hafa í huga batahorfur sakbornings og taka tillit til mismunandi sjónarmiða og markmiða sem eru tengd refsingum, auk þeirra varnaðar - og endurhæfingaráhrifa sem ætla má að refsing hafi á sakborning sjálfan og þá ber að hafa í huga hver hætta sé á ítrekun af hans hálfu. Eins og fram er komið er það mat geðlæknis sem gerði rannsókn á sakhæfi ákærða að hann viti munin n á réttu og röngu og þetta mat staðfesti læknirinn fyrir dómi. Þá kom 16 það fram hjá lækninum fyrir dómi að ákærði skildi ákæruna í málinu en hann teldi hana óréttláta. Fyrir dómi lýsti læknirinn því jafnframt að refsing yrði ekki góð fyrir ákærða m.a. vegn a ungs aldurs hans en það þýðir ekki að refsing geti ekki borið árangur. Hvorki af skýrslu geðlæknisins um sakhæfi ákærða né framburði læknisins fyrir dómi verður dregin sú ályktun að refsing geti ekki borið árangur. Önnur gögn málsins benda ekki heldur ti l þess að þannig sé ástatt um geðheilsu ákærða. Við skýrslugjöf ákærða fyrir dómi var ekkert sem benti til þess að hann væri ósakhæfur né að refsing geti ekki borið árangur. Samkvæmt öllu því sem að framan er rakið, með hliðsjón af atvikum málsins og að virtum þeim gögnum sem liggja fyrir um geðhagi ákærða er það niðurstaða dómsins að ekki sé unnt að álykta að 1. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 standi því í vegi að ákærða verði gerð refsing í málinu. Að fenginni þeirri niðurstöðu ver ður ekki heldur fallist á að refsing verði látin niður falla, sbr. 75. gr. sömu laga. Ákærði hefur fyrir dómi neitað sök og fullyrt að samræði það við brotaþola, sem ákært er vegna, hafi verið með samþykki hennar. En við skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir atvikið lýsti ákærði því að brotaþoli hafi sofnað en vaknað aftur og þá hafi ákærði ítrekað spurt hana um kynlíf en hún hafi neitað og sagst vera of þreytt. Hann hafi þrátt fyrir það haft við hana samfarir um leggöng og reyndar hafi þau tvívegis haft samfarir um nóttina. Í samtali ákærða og brotaþola þegar þau vöknuðu morguninn eftir og brotaþoli tók upp á farsíma sinn kemur greinilega fram hjá brotaþola að hún hafi ekki viljað stunda kynlíf með ákærða um nóttina. Ákærði viðurkennir að þau hafi ,,riði svarar ákærði nauðgun. Meðan á þessu samtali stóð var brotaþoli grátandi. Um framburð ákærða hjá lögreglu vísast að öðru leyti til þess s em að framan er rakið. Ákærði hefur ekki gefið trúverðugar skýringar á þeim mun sem er á framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. En framburður ákærða hjá lögreglu er í góðu samræmi við önnur rannsóknargögn málsins og framburður hans fyrir dómi er því ek ki talinn trúverðugur og verður ekki lagður til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. 17 Brotaþoli gaf það strax til kynna þegar hún og ákærði vöknuðu morguninn eftir atvikið að samfarir þeirra um nóttina hafi ekki verið með hennar samþyk ki. Í samræmi við það fór hún strax á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða vegna meints kynferðisbrots. Brotaþoli leitaði í framhaldi af því á neyðarmóttöku LSH og skýrði þar á sama veg frá atvikum þ.e. að hún hafi verið mótfallin kynmökum með á kærða. Fyrir dómi lýsti brotaþoli því að samfarir við ákærða umrætt sinn hafi ekki verið með hennar vilja og hún hafi verið búin að gefa það staðfastlega til kynna við ákærða að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum. Framburður brotaþola hefur því á öllum stigum málsins verið mjög á sama veg og er hann í samræmi við rannsóknargögn málsins fyrir utan framburð ákærða fyrir dómi. Framburður brotaþola þykir því trúverðugur og því óhætt að leggja hann til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Dómari hefur hlustað á þær upptökur sem brotaþoli lagði fram hjá lögreglu af samtölum hennar og ákærða eftir að samfarirnar áttu sér stað. Á upptökunum kemur greinilega fram hjá brotaþola að samfarir hennar og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Vitnið, B , lýsti því að brotaþoli hafi haft samband við hann morguninn eftir atvikið og beðið hann að koma og sækja sig. Hún hafi grátið aðeins í símann og þegar hún hafi komið í bifreið vitnisins hafi hún verið í uppnámi og vitnið ekið henni á lögreglustöð. Hún ha fi ekki sagt vitninu hvað hafði gerst. Eins og fram er komið var brotaþoli í sálfræðimeðferð eftir atvikið sem ákært er vegna. Í vottorði sálfræðings vegna þeirrar meðferðar kemur skýrlega fram að brotaþoli glímdi við áfallastreituröskun og alvarlega geðlægð eftir atvikið sem hér er til umfjöllunar. Auk þess glímdi hún við alvarlegt þunglyndi og kvíða á tímabili. Sálfræðingur, sem gerði vottorðið, fullyrti að önnur áföll, sem brotaþoli hafi orðið fyrir í lífinu, hafi ekki haft áhrif á líðan hennar efti r að það atvik varð sem er til umfjöllunar í máli þessu. Verður því ekki dregið í efa að brotaþoli hafi lent í erfiðri lífsreynslu. Með lögum nr. 16/2018 var 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 breytt og í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til bre ytingarlaganna er áréttaður sá áskilnaður lagagreinarinnar, sbr. 18. gr. laganna, að ásetningur sé ótvírætt saknæmisskilyrði nauðgunarbrots og að ásetningur verði að taka til allra efnisþátta brots eins og því er lýst í 194. gr. Í því sambandi beri að legg ja til grundvallar mat geranda á aðstæðum á 18 verknaðarstundu og þannig sé ekki hægt að sakfella hann fyrir nauðgun ef hann hefur haft réttmæta ástæðu til að ætla að gagnaðili væri samþykkur kynmökunum. Með nefndu frumvarpi var lögð til sú breyting að samþyk ki verði mikilvægt í skilgreiningu á hugtakinu nauðgun. Með þessu var lögð aukin áhersla á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings hvað varðar kynlíf, líkama og tilfinningalíf með því að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki. Sú krafa er gerð að samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum hafi legið fyrir og því verið lýst yfir af fúsum og frjálsum vilja. Slíkt samþykki verði að tjá með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu. Þetta þýðir að gefa verður samþykk i til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu þátttakanda. Þannig að ef skýrt samþykki fyrir kynferðismökum liggur ekki fyrir getur það varðað refsingu. Sú krafa er ekki gerð að þátttakandi mótmæli eða sýni mótstöð u gagnvart þátttöku í kynferðislegri athöfn og ekki má túlka algert athafnaleysi sem vilja til þátttöku í kynferðismökum. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir á ákæruvaldinu að færa sönnur á sekt ákærða. Dómari metur hvort nægileg sönnun, sem ekki verður véfengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Í máli þessu nýtur ekki við sýnilegra sönnunargagna sem varpað geta ljósi á það atvi k sem ákæra í málinu lýtur að. Ráðast lyktir málsins þannig af mati á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar brotaþola annars vegar og ákærða hins vegar bæði fyrir dómi og fyrir lögreglu. Við þetta mat geta skýrslur vitna, sem ekki hafa skynjað atvik a f eigin raun, haft þýðingu að því marki sem unnt er að draga ályktanir um sakarefnið af framburði þeirra. Þegar ofangreindur framburður brotaþola, sem hefur verið metinn trúverðugur, sem og rannsóknargögn málsins eru virt í heild sinni þykir ekkert fr am komið fyrir dómi sem bendir til þess að brotaþoli hafi með orðum, athöfnum eða annars konar ótvíræðri tjáningu, gefið til kynna að hún væri samþykk því og hefði vilja til að hafa samræði við ákærða í umrætt sinn. Þar með er ekkert fram komið í málinu, sem gat gefið ákærða réttmæta ástæðu til að ætla að samþykki brotaþola fyrir samræði lægi fyrir. Þvert á móti má ætla að brotaþoli hafi gefið ákærða það skýrlega til kynna að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum þegar atvik urðu. Þá verður ekki séð að br otaþoli hafi á einhvern hátt tekið þátt í umræddum athöfnum. Þykir því hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi 19 í greint sinn brotið gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með þeim hætti sem lýst er í ákæru, þegar hann notfærði sér sv efndrunga brotaþola og klæddi hana úr buxum, færði nærbuxur hennar til hliðar og hafði við hana samræði. Þykir því sannað að ákærði sé sannur að nauðgun í skilningi 194. gr. almennra hegningarlaga og ber því að refsa honum samkvæmt því. Refsing: Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 20. maí sl. hefur ákærði ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. En hann hefur gerst sekur um alvarlegt kynferðisbrot sem hafði mikil áhrif á andlega heilsu brotaþola, sbr. framanritað. Þá braut ákærði alvarleg a gegn kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti brotaþola. Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af þessu og að teknu tilliti til 1., 2. og 5. töluliðar 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fan gelsi í tvö ár. Eins og fram er komið hefur ákærði verið metinn sakhæfur. En í niðurstöðu geðrannsóknar á ákærða segir að erfitt sé að sjá að refsing beri árangur en þó eigi ákærði að geta hegðað sér betur. En ákærði hafi fyrst og fremst gagn af stuð ningi, kennslu og handleiðslu fagmanna við sinni þroskahömlun og geðræna vanda. En eins og fram er komið glímir ákærði við margvísleg vandamál. Hann er greindur með ADHD, þroskahamlaður, með væg merki um heilaskaða., með persónuleikaröskun og vissa siðblin du. Hins vegar virðist ákærði skilja reglur og lög samfélagsins og hann veit mun á réttu og röngu. En ákærði hefur sjálfur með líferni sýnu á vissan hátt ýtt undir þau neikvæðu andlegu einkenni sem hann glímir við og þá aðallega með neyslu vímuefna. Með hliðsjón af framangreindu áliti geðlæknis og högum ákærða sjálfs, eins og þeim hefur verið lýst hér að framan og koma fram í gögnum málsins, þykir rétt að skilorðsbinda fullnustu refsingar ákærða í þrjú ár frá birtingu dóms þessa að telja. Með sömu rökum þykir nauðsynlegt, að ákærði sæti á skilorðstímanum sérstöku eftirliti og umsjón samkvæmt 1. tölulið 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. En Fangelsismálastofnun skal hafa á hendi eftirlit með ákærða eða fela það öðrum, sbr. 1. mgr. 83. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. Þá er mikilvægt að ákærði sjálfur 20 hagi lífi sínu í samræmi við þau vandamál sem hann glímir við en lifnaðarhættir hans verði ekki til þess að ýta undir og auka á þau vandamál. Einkaréttarkrafa: Í málinu er einka réttarkrafa brotaþola að höfuðstól 2.500.000 kr. Með hinni refsiverðu háttsemi, sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir, hefur hann bakað sér skaðabótaábyrgð og brotaþoli á því rétt á miskabótum úr hendi hans á grundvelli b. - liðar 1. mgr. 26.gr. skaðabótal aga nr. 50/1993. Við ákvörðun á fjárhæð miskabóta verður tekið tillit til þess að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sálrænu tjóni. Í kafla VI. hér að framan er rakið vottorð sálfræðings sem veitti brota þola meðferð í kjölfar brotsins. Samkvæmt því er ljóst að brot ákærða hafði alvarleg áhrif á líðan brotaþola og hún glímdi við áfallastreituröskun í kjölfar brotsins sem hafði áhrif á daglegt líf hennar til hins verra. Þá braut ákærði með háttsemi sinni al varlega gegn kynfrelsi brotaþola. Með vísan til þessa og atvika málsins að öðru leyti þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 1.500.000 kr. Bótakrafan var birt ákærða 17. janúar 2020. Samkvæmt því skulu dæmdar miskabætur bera vexti skv. 8. gr. lag a nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. nóvember 2019 til 17. janúar 2020 en dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Sakarkostnaður: Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálm ssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins 1.531.400 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og málsvarnarlaun verjanda á rannsóknarstigi, Reynis Þórs Garðarssonar lögmanns, 374.170 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði g reiði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Valdimarsdóttur lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins og eftir umfangi málsins 848.160 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. En lögmaðurinn sinnti einnig réttarg æslustörfum fyrir brotaþola á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði annan sakarkostnað 1.793.252 kr. 21 Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 1.500.000 kr. í miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygging u frá 3. nóvember 2019 til 17. janúar 2020 en auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 1.531.400 kr. og málsvarnarlaun ve rjanda á rannsóknarstigi, Reynis Þórs Garðarssonar lögmanns, 374.170 kr. Ákærði greiði þóknun réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Valdimarsdóttur lögmanns, 848.160 kr. Ákærði greiði annan sakarkostnað 1.793.252 kr. Ingi Tryggvason