Héraðsdómur Reykjaness Dómur 22. mars 2023. Málið nr. S - 2584 /202 1 : Ákæruvaldið ( Halldó r Rósmundur Guðjónsson aðstoðarsaksóknari) gegn Þorkeli Kristjáni Guðgeirssyni ( Björn Líndal lögmaður ) Dómur: Mál þetta var þingfest 31. mars 2022 og dómtekið 9. mars 2023. Málið höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 16. desember 2021 á hendur ákærða, Þorkeli Kristjáni Guðgeirssyni , kt. [...], fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Við þingfestingu málsins féll ákæruvaldið frá ákæru fyrir peningaþvætt i samkvæmt 3. tölulið A. - og B. - kafla ákæru og koma þeir ákæruliðir því ekki til skoðunar í málinu. Standa þá eftir svohljóðandi brot samkvæmt ákæru : A. - Brot í rekstri Smíðalands ehf. Fyrir að hafa, sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi Smíðalands ehf. , kt. [...], nú gjaldþrota: 1. S taðið skil á efnislega röngum virðisaukaskatt s skýrslum uppgjörstímabilin janúar - febrúar rekstrarárið 2017 til og með september - október rekstrarárið 2018, eigi staðið skil á virðisaukaskatt s skýrslu uppgjörstímabilið nóvember - desember rekstrarárið 2018 og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í starfse mi einkahlutafélagsins framangreind uppgjörstímabil í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 208.953.089, þar af vanframtalinn útskattur samtals kr. 40.147.472 og of framtalin n innskattur samtals kr. 168 .805.617, sem sundurliðast svo : Vanframtalinn útskattur 2017 : Of framtalinn innskattur 2017: j anúar - febrúar kr. - 248.318 janúar - febrúar kr. 7.236.631 mars - aprí l kr. 0 mars - apríl kr. 7.837.552 2 maí - júní kr. 2.986.653 maí - júní kr. 7.189.429 júlí - ágúst kr. 1.828.912 júlí - ágúst kr. 10.688.512 september - október kr. 2.062.626 september - október kr. 16.255.694 nóvember - desember kr. 3.913.248 nóvember - desember kr. 19.168.457 kr. 10.543.121 kr. 68.376.275 Vanframtalinn útskattur 2018 : Of framtalinn innskattur 2018: j anúar - febrúar kr. 1 janúar - febrúar kr. 20.428.856 mars - apríl kr. - 2.954.527 mars - apríl kr. 19.366.522 maí - júní kr. 8.234.432 maí - júní kr. 20.966.542 júlí - ágúst kr. - 207.044 júlí - ágúst kr. 25.892.548 september - október kr. 3.746.175 september - október kr. 13.774.874 nóvember - desember kr. 20.785.314 nóvember - desember kr. 0 kr. 29.604.351 kr.100.429.342 Samtals kr. 40.147.472 Samtals kr. 168.805.617 2. Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókh ald félagsins í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994 um bókhald og vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn með fullnægjandi hætti vegna starfsemi félagsins rekstrarárin 2016 til og með 2018. 3. [...] B. - Brot í rekstri 2findjob ehf. Fyrir að hafa, sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi 2findjob ehf., kt. [...], nú gjaldþrota: 1. E igi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma fyrir uppgjörstímabilin janúar - febrúar, maí - júní og júlí - ágúst rekstra rárið 2018 og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða innheimta bar í rekstri félagsins uppgjörstímabil i n nóvember - desember rekstrarárið 2017 til og með 3 júlí - ágúst rekstrarárið 2018 í samræmi við IX. kafla laga n r. 50/1988 um virðisauka skatt, samtals að fjárhæð 31.364.945 krónur , sem sundurliðast s vo : Árið 2017 nóvember - desember kr. 5.454.622 Árið 2018 janúar - febrúar kr. 3.967.742 mars - apríl kr. 5.990.323 maí - júní kr. 4.620.000 júlí - ágúst kr. 11.332.258 kr. 25.910.323 Samtals kr. 31.364.945 2. Eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma greiðslutímabilin desember rekstrarárið 2017, mars, maí og júní rekstrarárið 2018 og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda í samræmi við fyrirmæli III. k afla laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins greiðslutímabil in desember rekstrarárið 2017 til og með se ptember rekstrarárið 2018 , samtals að fjárhæð 42.203.658 krónur, sem sundurliðast svo : Árið 2017 desember kr. 3.484.531 Árið 2018 janúar kr. 2.303.385 febrúar kr. 4.882.181 mars kr. 3.423.991 apríl kr. 3.107.104 maí kr. 4.499.353 4 júní kr. 5.579.822 júlí kr. 5.204.028 ágúst kr. 5.626.218 september kr. 4.093.045 kr. 38.719.127 Samtals kr. 42.203.658 3. [...] Í ákæru er háttsemi samkvæmt 1. tölulið A. - kafla og 1. tölulið B. - kafla talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr . laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt . Háttsemi samkvæmt 2. tölulið A. - kafla er talin varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 36. gr. og 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 145/1994 um b ókhald. Loks er háttsemi samkvæmt 2. tölulið B. - kafla talin va rða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. mgr. 30. gr . laga nr. 45/1987 u m staðgreiðslu opinberra gjalda. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist a ð ákærð i verði dæmdur til refsing ar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins en að því frágengnu verði hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Verjandi krefst málsvarnarlauna sér til handa . A. - Mein t brot í rekstri Smíðalands ehf. I. - A lmennt um stofnun, skráningu, starfsemi og gjaldþrot Smíðalands ehf. Smíðaland var stofnað af ákærða Þorkeli Kristjáni og var hann eigandi hlutafjár, stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Skráður tilgangur félagsins var innflutningur og endursala á byggingavörum en að sögn ákærða starfaði félagið á sviði verktöku í byggingariðnaði, fyrst og fremst sem undirverktaki fyrir stærri verktaka. Bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta 2. maí 2019 og [...] lögmaður skipaður skiptastjóri. I I . - Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins. 5 Þann 2. september 2019 hó f skattrannsóknarstjóri rannsókn á bókhaldi og staðgreiðslu - og virðisaukaskattsskilum Smíðalands vegna rekstraráranna 2016 - 2018. Ákærði og [...] X, höfðu réttarstöðu sakbornings og beindist rannsókn m.a. að greiðslum til X á greindum rekstrartímabilum. Me ð bréfi skattrannsóknarstjóra 28. nóvember 2019 voru ákærða og verjanda hans og verjanda X sendar niðurstöður rannsóknar og þeim veittur tveggja vikna frestur til andmæla áður en tekin væri ákvörðun um framhald máls. Engar athugasemdir bárust og lauk frumr annsókn með skýrslu skattrannsóknarstjóra 13. desember 2019. Samkvæmt henni leiddi rannsókn í ljós að staðin voru skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir uppgjörstímabilin janúar - febrúar, maí - júní, júlí - ágúst, september - október og nóvember - d esember rekstrarárið 2017 og tímabilin janúar - febrúar, mars - apríl, maí - júní, júlí - ágúst og september - október árið 2018. Þá voru ekki staðin skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna nóvember - desember 2018. Um bókhald félagsins segir að það hafi ekki verið afh ent og liggi því ekki fyrir. Ljóst sé að lögboðið bókhald var ekki fært og að útgáfa sölureikninga og númerun sé ábótavant. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabanka félagsins var ákærði einn skráður með umboð fyrir bankareikning félagsins nr. [...] og hafi ákærði staðfest við yfirheyrslur að enginn annar hafi haft aðgang að þeim reikningi, en X þó annast um bókhald félagsins og útgáfu reikninga. Þá hafi rannsókn leitt í ljós að skattskyld velta og útskattur voru vanframtalin, engin gögn til staðar um mögulegan innskatt félagsins og að greiðslur til X á árunum 2016 - 218 voru vanframtaldar og í engu upplýst af hálfu hans og ákærða hvaða forsendur lágu að baki þeim greiðslum. Niðurstöður skattrannsóknarstjóra eru þær að vanframtalin skattskyld velta á rann sóknartímabilinu nemi samtals 167.348.631 krónu, vanframtalinn útskattur samtals 40.147.472 krónum og vanframtaldar greiðslur til X samtals 321.809.589 krónum, sem skattrannsóknarstjóri sundurliðar svo: Rekstrarárið 2016. Vantalin skattskyld velta 0 kr. Vanframtalinn útskattur 0 kr. Vanframtaldar greiðslur til X 15.698.610 kr. Rekstrarárið 2017. Vantalin skattskyld velta 43.929.668 kr. 6 Vanframtalinn útskattur 10.543121 kr. Vanframtaldar greiðslur til X 124.015.334 kr. Rekstrarárið 2018. Vantalin skattskyld velta 123.418.963 kr. Vanframtalinn útskattur 29.604.351 kr. Vanframtaldar greiðslur til X 182.095.645 kr. Í fylgiskjali með skýrslunni er nánar vikið að greiðslum félagsins til X og til þess vísað að hvorki hann né ákærði ha fi viljað skýra umræddar greiðslur og upplýsa um tilefni þeirra. Óháð því sé ljóst að ekki var um launagreiðslur að ræða, að nefndir fjármunir, samtals 321.809.589 krónur, voru færðir af bankareikningi félagsins á reikning X og að hann hafi tekið um 252.00 0.000 króna út af þeim reikningi í reiðufé. I I I . - Framhaldsrannsókn skattsins og héraðssaksóknara. 1. Með bréfi skattrannsóknarstjóra 21. febrúar 2020 var rannsókn á hendur ákærða og X vísað til meðferðar héraðssaksóknara og greindum sakborningum tilkynn t um þetta samdægurs. Sama dag var rannsókn á tekjum og skattskilum X vísað til ríkisskattstjóra til endurákvörðunar opinberra gjalda. Með úrskurði 20. október 2020 kvað ríkisskattstjóri á um endurákvörðun opinberra gjalda X vegna gjaldáranna 2017 - 2019 og hækkaði samanlagðan gjaldstofn til tekjuskatts og útsvars um 321.809.589 krónur. 2. Ákærði og X höfðu réttarstöðu sakbornings hjá héraðssaksóknara. Ákærði gaf þrjár skýrslur við rannsókn málsins og X fjórar. X kvað ákærða hafa verið framkvæmdastjóra Smíðal ands, borið fulla ábyrgð á rekstri félagsins og annast um daglegan rekstur þess frá A - Ö. X voru kynnt gögn um að hann hafi í raun stýrt daglegum rekstri félagsins og vísaði því alfarið á bug. Hann hafi aðeins starfað sem verkefnastjóri og gefið út reikning a, án þess að hafa aðgang að bankareikningum félagsins og án prókúruumboðs uns hann hætti störfum, líklega 5. janúar 2019. Í framhaldi kvaðst X hvorki hafa komið að bókhaldi félagsins né skattskilum vegna rekstraráranna 2017 - 2018, sagðist ekki vilja tjá si g frekar um færslu bókhalds og ekkert vita um gerð virðisaukaskattsskýrslna og skattskil félagsins. X var kynnt að um 327.000.000 króna 7 greiðslur hafi verið millifærðar af reikningi félagsins inn á reikning hans og að af þeim reikningi hafi um 250.000.000 krónur verið teknar út í reiðufé. Hann sagði þeim peningum að mestu hafa verið varið til að greiða yfirvinnu erlendra starfsmanna félagsins og ákærði notað eitthvað af peningunum. X kvaðst í fyrstu ekkert hafa fengið í sinn hlut og sagði að ekki væri um að ræða tekjur til hans, en gekkst síðar við því að hafa þegið um 40 - 50.000.000 króna af því reiðufé sem hann tók út af sínum reikningi. Ákærði kvaðst hafa verið fyrirsvarsmaður Smíðalands á rannsóknartímabilinu og sem slíkur annast um verkþætti og samskipt i við verktaka og viðskiptavini en X séð um virðisaukaskattsskýrslna og annast um skattskil, en ákærði mögulega komið að því sem prókúruhafi að greiða skattana samkvæmt upplýsingum frá X um hvað ætti að greiða og hvernig. Ákærði kvaðst ekki vita af hverju bókhaldi var ekki skilað til ði kvaðst ekki geta svarað því hver hafi borið ábyrgð á gerð virðisaukaskattsskýrslna og skattskilum. Hann kaus að svara ekki fyrir 327.047.536 króna greiðslur félagsins til X og hvorki vilja tjá sig um 252.000.000 króna úttektir af bankareikningi X né hve rt þeir peningar hafi farið. Í framhaldi bar ákærði að hinar rúmu 300.000.000 króna hafi verið greiddar til félags í eigu X og sagði að um væri að ræða greiðslur til X vegna bókhaldsþjónustu og annarrar þjónustu í þágu Smíðalands. Umræddar greiðslur hafi þ ó ekki farið til X heldur félags í hans eigu, [...] ehf. Héraðssaksóknari tók einnig vitnaskýrslur af A, B, C, D og E. Tveir þeir fyrst töldu færðust undan því að bera vitni vegna skyldleika við ákærða og X. C kvaðst þekkja vel til nafna síns X, sagði þá h - C greitt nafna sínum nokkrar milljónir vegna þessa og þeir peningar tapast. C kvaðst ekki vita nein deili á ákærða, en X sagt honum síðar að ákærði hafi orðið þess valdandi að þeir töpuðu fénu. D og E báru með líkum hætti um að þeir hafi verið starfsmenn Smíðalands ehf. en fengið laun og launaseðla frá 2findjob ehf. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar héraðssaksóknara nemur vanframtalin virðisaukaskattsskyld velta Smíðalands ehf. vegna rekstraráranna 2017 og 2018 samtals 167.348.631 krónu, vantalinn útskattur samtals 40.147.472 krónum og vangoldinn virðisaukaskattur samta ls 24.693.133 krónum miðað við stöðuna 23. október 2020. Þá 8 nemur of talinn innskattur samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum 2017 samtals 68.376.275 krónum og vegna ársins 2018 samtals 100.429.342 krónum; alls 168.805.617 krónur. IV . - Framhald mála gagnvart X. X sætti ákæru héraðssaksóknara fyrir meiri háttar skattalagabrot og var með dómi Héraðsdóms Reykjaness [...] dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 142.500.000 króna sektar í ríkissjóð. X hefur áfrýjað þeim dómi til Landsréttar (mál réttarins nr. [...]). V . - Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. 1. Ákærði bar fyrir dómi að hann hafi verið húsasmíðameistari á árum áður, stofnað fyrirtækið Smíðaland 2016 og verið framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins, en væri nú öryrki og búsettu r í Noregi. Hann kvað hlutverk sitt innan Smíðalands hafa verið að annast faglega stjórnun allra verkframkvæmda, vera í samskiptum við verkkaupa, fara á X unnið á skrif stofu félagsins allt frá stofnun og þar til reksturinn var kominn í öngstræti. Um það leyti hafi F [...] komið inn í fyrirtækið fyrir tilstuðlan X, verið hjá þeim í um einn mánuð og tekið við bókhaldi félagsins. Fyrir þann tíma hafi X séð um allt bókhald, reikningsgerð og greiðslu reikninga og fært bókhaldið í bókhaldskerfið Navision. Ákærði hafi hvergi komið nærri, hann ekkert vit haft á bókhaldi, hvorki haft aðgang að bókhaldskerfinu né reikningum í pappírsformi og þess vegna hafi hann ekki getað afhent n ein bókhaldsgögn á sínum tíma. Allt hafi farið um hendur X og hann annast mánaðarleg það verið X sem tók allar ákvarðanir um fjármál félagsins og stýrði því hvað yrði greitt og svo sýnt ákærða hvað hann ætti að gera. Nánar aðspurður um síðastgreint bar ákærði að hann hafi einn haft prókúru á bankareikning félagsins hjá [...] en auk hans hafi X haft netaðgang að reikningnum. Ákærði skýrði þetta þannig að X hafi haft þann greiðslua ðgang að reikningnum að auðkennislykill til að komast inn á reikninginn hafi legið á skrifstofunni, nálægt tölvu ákærða og lykillinn verið notaður þegar greiða þurfti 9 út af bankareikningnum. Ákærði hafi oft greitt sjálfur, en lykillinn verið þarna og ákærð i í einhver skipti opnað netaðgang að reikningnum svo X gæti notað hann. Ákærða var kynntur framburður X hjá héraðssaksóknara, m.a. um að ákærði hafi stýrt daglegum rekstri og fjármálastjórn Smíðalands frá A - Ö og hann átt að bera ábyrgð á skattskilum á meðan X hafi fyrst og fremst starfað sem verkefnastjóri og gefið út reikninga án þess að hafa aðgang að bankareikningi félagsins. Ákærði kvað þetta alrangt, - hann borið áb yrgð á því hvað skyldi greitt, hvenær og hverjum. Varðandi notkun bankareikningsins bar ákærði að X hafi oft staðið yfir honum á skrifstofunni, stundum með bunka af ógreiddum reikningum, bent á tölvuskjáinn og sagt ákærða hvað ætti að greiða, leiðbeint hon um í þeim efnum og fylgst með því að ákærði gerði þetta rétt í tölvunni. Ákærði hafi ekki verið vel inni í þessum hlutum og X því stundum beðið um netaðganginn til að geta gert þetta sjálfur. Aðspurður um bókhaldsgögn á minniskubbi, sem ákærði lagði fram u ndir rekstri málsins, kvaðst hann halda að þau gögn væru hluti bókhaldsgagna sem X skannaði í tölvu á sínum tíma og ákærði hafi fundið löngu síðar þegar hann fór inn á einhverja slóð í sinni tölvu og fann fyrir tilviljun umrædd gögn. Undir ákærða voru bor nar rannsóknarskýrslur um fjárhæðir og sundurliðun tilgreinds virðisaukaskatts og virðisaukaskattsskila í rekstri Smíðalands samkvæmt 1. tölulið A - kafla ákæru. Hann kvaðst engar athugasemdir hafa fram að færa og taldi að þær skýrslur og tilgreindar fjárhæð ir hljóti að vera réttar. 2. X [...] bar að hann væri gagnfræðingur að mennt og hefði ekki mikla reynslu af bókhaldi og fyrirtækjarekstri. Hann kvaðst aldrei hafa starfað í þágu 2findjob ehf. en unnið hjá Smíðalandi ehf. í um eitt ár, á tímabilinu 2017 - 20 18 og líklega hætt í árslok 2018. Aðspurður um hlutverk sitt hjá Smíðalandi sagði hann orðið verkefnastjórnun lýsa því best, en starfið hafi verið fjölbreytt og m.a. falist í mánaðarlegu uppgjöri á stöðu verka, utanumhaldi um vinnutíma starfsmanna og útgáf u reikninga; nánar til tekið að - attskilum bar X að ákærði - og útskatt. Hann 10 kvaðst ekki hafa komið nálægt skattskilum sjálfur og benti á að ákærði hefði einn haft prókúru á og aðgang að bankareikningi félagsins, X ef til vill haft skoðunarheimild að reikningnum, en aldrei meira en það, hann aldrei verið skráður inn í fyrirtækið og geti í inn í Smíðaland hafi hún svo aðstoðað ákærða við skattskil og að semja við skattinn um skattskuldir. Þegar X var spurður um bókhald og bókhaldsskil Smíðalands færðist hann undan að svara og bar fyrir sig ákvæði 1. mgr. 118. gr. laga nr. 88/2008 um meðfer ð sakamála sem heimila vitni a ð skorast undan því að svara spurningu ef ætla má að í svari þess geti falist játning eða bending um að það hafi framið refsiverðan verknað. Hann var í framhaldi spurður um rekstur 2findjob, bar þá fyrir sig sömu lagagrein og vildi m.a. ekki svara því hvort hann hafi séð um greiðslu reikninga milli félaganna tveggja. Nánar aðspurður um aðkomu F að rekstri Smíðalands kvaðst X hafa tekið að sér að auglýsa eftir sérfræðingi til aðstoðar fyrir félagið, tveir svarað þeirri auglýsing u og ákærði ráðið F. Þá var X spurður um laun sín hjá Smíðalandi og kynntur misvísandi framburður þar að lútandi hjá héraðssaksóknara, annars vegar um tæplega 350.000 króna mánaðarlaun hjá Smíðalandi og hins vegar um 2.500.000 króna mánaðarlaun hjá Smíðala ndi og 2findjob. X vísaði til uppgefinna launa samkvæmt skattframtölum, var á sama tíma orðið heitt í hamsi og rauk úr dómsal. Hann sneri til baka 10 mínútum síðar, baðst afsökunar á hegðun sinni, vísaði til þess sem skráð væri eftir honum í nefndum skýrsl um og kvaðst í dag ekki geta útskýrt umrætt misræmi. X var í framhaldi kynntur framburður F um að hann hefði eitt sinn farið í banka og snúið til baka með bréfpoka sem í voru um 10.000.000 króna í reiðufé. Hann sagði F fara með rangt mál og kvaðst aldrei h afa tekið út reiðufé af bankareikningi Smíðalands. Þá kvað X alrangt, sem F héldi fram, að hann hefði haft ákærða í vasanum, stjórnað öllu í rekstri Smíðalands og ákærði verið grandlaus um skattskil félagsins. Þessu hafi verið þveröfugt farið; ákærði stjór nað þeir ekki við. 3. F bar fyrir dómi að X hafi ráðið hana sem verktaka inn í Smíðaland til að koma böndum á þá fjárhagsóreiðu sem ríkti í starfsemi félag sins en á þeim tímapunkti, í nóvember 2018, hafði félagið hvorki skilað ársreikningi né skattskýrslum í tvö ár. Auk F hafi ákærði og X unnið á skrifstofu félagsins, X veitt henni aðgang að bankareikningi félagsins til yfirferðar og F fært bókhald félagsins 2017 - 2018 inn í bókhaldskerfið Reglu, 11 eins og hægt var miðað við fyrirliggjandi gögn. Allt hafi þetta verið gert á ábyrgð ákærða en félagið aldrei hagnýtt sér vinnu F og hennar bókhaldsfærslur, heldur notað áfram bókhaldskerfið Navision. Hún hafi svo geng ið út úr fyrirtækinu í desember 2018 þegar við því eftir á. Aðspurð um verkaskiptingu milli ákærða og X bar F að X hafi verið titlaður bókari og hann reiknað út og gr eitt laun starfsmanna og til þess farið í banka og tekið út háar fjárhæðir. Gat F um eitt tilvik þegar X kvaðst vera á leið í banka og kom til baka með stóran bréfpoka, fullan af peningum; að því er F taldi um 10.000.000 króna. Hún kvaðst halda að X hefði umboð til að taka út slíka fjármuni og hann einnig haft aðgang að netbanka félagsins þótt hún sæi hann aldrei nota netbankann til millifærslna. Ákærði hafi hins vegar skráð sig inn í netbankann með rafrænum skilríkjum þegar F þurfti aðgang að reikningi fél agsins. Að sögn F sáu ákærði og X um skattskil Smíðalands og 2findjob ehf. en skiluðu engu inn. Þá hafi engar virðisaukaskattsskýrslur verið gerðar þann stutta tíma sem F vann hjá félaginu/félögunum, en hún farið í að endurreikna og leiðrétta gamlar skýrsl ur til að reyna að átta sig á fjárhag fyrirtækjanna. F kvað ákærða og X hafa unnið með henni í þessu, ákærði tekið ábyrgð á því hverju var skilað og hverju ekki og hann látið F í té skriflega yfirlýsingu um að hún væri laus undan allri ábyrgð á skattskilum og því sem hún væri að gera fyrir ákærða og X. Undir F var borinn tölvupóstur hennar til skattrannsóknarstjóra 22. janúar 2019 þar sem hún gerir grein fyrir stöðu sinni innan Smíðalands og vinnu við endurskoðun og leiðréttingu á bókhaldi félagsins fyri r tekjuárin 2016 - 2018. Þeirri vinnu væri ólokið og gífurleg tök á [ákærða] frá st ofnun félagsins ... [ákærði] treyst X fullkomlega fyrir öllum skýrslum sem Smíðaland hefur sent frá sér til Ríkisskattstjóra og er því algjörlega rangfærslur komi í ljós. F staðfesti efni þessa tölvupósts og kvað tilvitnuð ummæli byggjast á tilfinningu hennar og samtölum við ákærða og X þær um fimm vikur sem hún vann á skrifstofu Smíðalands. Hún kvaðst fyrst og fremst hafa verið fengin til aðstoðar vegna Smíðalands en einnig komið að smávægilegri aðstoð vegna 2findjob. 4. 12 Auk þegar greindra vitna kom G fyrir dóminn, staðfesti aðkomu sína að frumrannsókn málsins hjá skattrannsóknarstjóra og rannsóknarskýrslu 13. desember 2019. Fram kom í vætti G að bókhald Smíðalands hafi ald rei borist skattrannsóknarstjóra, skiptastjóri engin gögn haft og embættið því kallað eftir öllum fáanlegum reikningum og verktakamiðum/launamiðum. Aðspurður um skráð umboð og aðgang að bankareikningi félagsins kvaðst G hafa sent fyrirspurn vegna þessa til Íslandsbanka og fengið þau svör að ákærði hafi einn verið með skráð umboð. Eftir á að hyggja hefði mátt orða þá fyrirspurn með skýrari hætti og kalla eftir því hvort aðrir hafi haft greiðsluaðgang að reikningnum. Þá kom fyrir dóminn H heimilislæknir ákærð a og staðfesti fyrirliggjandi vottorð um að hafa verið læknir ákærða frá 6. september 2021 og greint hann óvinnufæran vegna kvað þetta ástand hafa þróast á fullorðinsaldr i, hafa getað varað í langan tíma og stafa að hluta af miklu starfsálagi. Á grundvelli fyrirliggjandi meðferðar gæti læknirinn ekki VI . - B reytt kröfugerð ákæruvaldsins fyrir dómi. Eins og fram kemur í lok kafla V. - 1. lagði ákærði undir meðferð málsins fram minniskubb með afritum fjölda reikninga útgefnum í starfsemi Smíðalands á þeim tíma sem hér skiptir máli. Í framhaldi hélt sækjandi fund með verjanda og lagði í kjölfarið fram bókun um breytta kröfugerð ákæruvaldsins, til lækkunar og hagsbóta fyrir ákærða. Samkvæmt henni eru tölur um vanframtalinn útskatt óbreyttar 40.147.472 krónur en of framtalinn innskattur samkvæmt ákæru breytist með sv ohljóðandi hætti: Va r samkvæmt ákæru vegna 2017 : Verður samkvæmt bókun : j anúar - febrúar kr. 7.236.631 janúar - febrúar kr. 7.236.631 mars - aprí l kr. 7.837.552 mars - apríl kr. 7. 608.688 maí - júní kr. 7.189.429 maí - júní kr. 6.469.399 júlí - ágúst kr. 10.688.512 júlí - ágúst kr. 9.312.950 september - október kr. 16.255.694 september - október kr. 1 3.891.458 nóvember - desember kr. 19.168.457 nóvember - desember kr. 1 7.547.443 kr. 68.376.275 kr. 6 2 . 066.569 13 Va r samkvæmt ákæru vegna 2018 : Verður samkvæmt bókun : j anúar - febrúar kr. 20.428.856 janúar - febrúar kr. 19.477.152 mars - apríl kr. 19.366.522 mars - apríl kr. 17.544.210 maí - júní kr. 20.966.542 maí - júní kr. 19.806.251 júlí - ágúst kr. 25.892.548 júlí - ágúst kr. 2 3.975.032 september - október kr. 13.774.874 september - október kr. 13. 150.077 nóvember - desember kr. 0 nóvember - desember kr. - 23.024 kr. 100.429.342 kr. 93.929.698 Samtals kr. 168.805.617 Samtals kr. 1 55.996.267 Verður við þessar tölur miðað við úrlausn málsins, að teknu tilliti til málsvarna ákærða. VII . - Niðurstöður. 1. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður ákærði því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fr am komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr . 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. 2. Ákærða er í 1. tölulið A. - kafla ákæru gefið að sök meiriháttar brot á skattalögum í rekstri Smíða lands ehf. með því hafa s taðið skil á efnislega röngum virðisaukaskatt s skýrslum fyrir uppgjörs tímabilin janúar - febrúar 2017 til og með september - október 2018, e kki staðið skil á virðisaukaskatt s skýrslu fyrir tímabilið nóvember - desember 2018 og e kki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í starfsemi Smíðalands greind uppgjörstímabil, samtals 196.143.739 krónur eins og ákæru var breytt undir rekstri máls , þar af vanframtalinn útskattur samtals 40.147.472 14 krónur og of framtalin n innskattur samtals 1 55.996.267 krónur . Er refsiábyrgð ákærða á því reist að hann hafi verið framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi Smíðalands á ákærutímabilinu og borið ábyrgð á fjárreiðum og daglegum rekstri félagsins. Þá er ákærða í 2. tölulið A . - kafla gefið að sök að hafa, sömu stöðu sinnar vegna, látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald Smíðalands og vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn með fullnægjandi hætti vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018. 3. Ákærði hefu r aldrei neitað sök með beinum og ótvíræðum hætti, en frá upphafi málsrannsóknar beint ábyrgð meira og minna að [...] X sem starfaði í þágu Smíðalands á ákærutímabilinu og kom að daglegum rekstri félagsins. Við skýrslugjöf hjá héraðssaksóknara gekkst ákærð i við því að hafa verið mögulega komið að því sem prókúruhafi að greiða skatta og önnu r opinber gjöld samkvæmt upplýsingum og fyrirmælum X. Ákærði kvaðst ekki geta svarað því hver hafi borið ábyrgð á gerð virðisaukaskattsskýrslna og skattskilum, færðist undan því að tjá sig um ríflega 300.000.000 króna greiðslur til X en bar svo að um hafi verið að ræða óbeinar greiðslur til X vegna bókhaldsþjónustu og annarrar þjónustu í þágu Smíðalands. X var á öðru máli við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara, sagði ákærða hafa annast um og borið ábyrgð á daglegum rekstri félagsins frá A - Ö, X fyrst og frems t verið verkefnastjóri og einnig sinnt bókhaldi og gefið út reikninga. Fyrir þá vinnu kvaðst X ýmist hafa fengið um 350.000 krónur eða um 2.500.000 krónur í mánaðarlaun. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekkert vit hafa haft á bókhaldi, X því annast um bókhald Smí undirritað skýrslur til skattyfirvalda, líklega vegna virðisaukaskatts - og staðgreiðsluskila og X svo átt að senda þær skýrslur. Jafnframt hafi X stýrt því hvað yrði greitt og hv erjum, gera gegnum netaðgang að bankareikningi félagsins hjá [...], ákærði þannig oft greitt reikninga og í einhver skipti opnað netaðgang að reikningnum svo X gæti gert þetta - daglegum rekstri og fjármálastjórn félagsins, alfarið séð um bókhald og skattskil og hann borið ábyrgð á því hvað skyldi greitt, hvenær og hverjum. X var sem fyrr á öðru máli 15 fyrir dómi, lýsti sínu hlutverki innan Smíðalands, kvaðst í mesta lagi hafa getað talist vegna skattskila o.fl., en ákærði verið daglegur stjórnandi, borið ábyr gð á skattskilum og annast einn um slík skil. Af framansögðu er ljóst að ákærði og X vísa hvor á annan um ábyrgð á daglegum rekstri og fjármálastjórn Smíðalands, þ.m.t. ábyrgð á bókhaldi félagsins, gerð virðisaukaskattsskýrslna og virðisaukaskattsskilum. F ramburð X ber að meta í ljósi sakfellingar hans í máli réttarins nr. [...] sem höfðað var í tengslum við rannsókn þessa máls og tengist rekstri Smíðalands, sem og þess að X hefur eða gæti haft hagsmuni af því að ákærði verði sakfelldur í þessu máli, þess a ð X hefur verið tvísaga um þau laun sem hann fékk vegna starfa í þágu félagsins og loks þess að hann hefur færst undan að svara ýmsum spurningum varðandi bókhald og fjármálarekstur félagsins. Að gættum þessum atriðum er það álit dómsins að framburður X sé svo óáreiðanlegur að ekki verði á honum byggt í málinu. Auk X báru F [...] og H heimilislæknir ákærða í Noregi vitni fyrir dómi. Vísast um framburð þeirra til kafla V. - 3. og V. - 4. Læknirinn kom fyrst að heilsufarsmálum ákærða í september 2021 og þykir fram burður hans engin áhrif geta haft á úrlausn málsins. Þá liggur fyrir að F kom inn í rekstur Smíðalands í nóvember 2018, vann þar sem verktaki í um fimm vikur, bar með óljósum hætti um hvernig hún upplifði ábyrgð og verkaskiptingu milli ákærða og X og vísað i í því sambandi m.a. til samtala við þá. Þykir vitnisburður F þegar af þessum ástæðum engin áhrif geta haft á úrlausn málsins. Stendur þá eftir að meta sönnunargildi skjalfestra málsgagna, þ.m.t. skýrslur og tölulegar niðurstöður skattrannsóknarstjóra rík isins og héraðssaksóknara, framburð ákærða á rannsóknarstigi og hér fyrir dómi og virða þau gögn heildstætt í samræmi við lagaumhverfi máls og ríkjandi dómaframkvæmd. 4. Ákærði sat einn í aðalstjórn Smíðalands ehf. á ákærutímabilinu og var jafnframt framk væmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög fer félagsstjórn með málefni félags og skal annast um að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Sé framkvæmdastjóri ráðinn fara hann og félagsstjórn með stjórn félagsins. Í 2. mgr. segir að framkvæmdastjóri annist daglegan rekstur félags og skuli í þeim efnum fara eftir stefnu og fyrirmælum félagsstjórn ar . Í 3. mgr. er kveðið á um skyldu félagsstjórnar til að annast um að nægilegt efti rlit sé haft með 16 bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Sé fram kvæmda stjóri ráðinn skal hann sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og að meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar er ljóst að á grundvelli 44. gr. nefndra laga hvílir sú skylda á framkvæmdastjóra og eftir atvikum stjórnarmönnum að sjá til þess að bókhaldi og skattskilum einkahlutafélags sé hagað í samræmi við það sem lög áskilja. Erfiðleikar í rekstri félags hafa ekki áhrif á þæ r skyldur og því síður sú staða að öll umsjón með bókhaldi og/eða skattskilum hafi verið eða átt að vera í höndum annarra starfsmanna félagsins, sbr. til hliðsjónar hæstaréttardómur nr. 439/2016. Í því máli og öðrum sem komið hafa til kasta Hæstaréttar hef ur verið fallist á að ef breytingar verða á stjórn eða framkvæmdastjórn félags á ákærutímabili eða skráður stjórnarmaður og/eða framkvæmdastjóri hafa með öðrum hætti sannanlega ekkert komið að fjármálum félags og skattskilum þá verði undir þeim sérstöku kr ingumstæðum ekki lögð refsiábyrgð á viðkomandi vegna vanrækslu á færslu bókhalds, vörslu bókhaldsgagna og skattskilum, sbr. hæstaréttardómar nr. 354/2013, nr. 321/2015 og nr. 777/2015 en í síðastgreindu máli var sakborningur skráður stjórnarformaður og fra mkvæmdastjóri einkahlutafélags en hafði enga aðkomu að rekstri félagsins þrátt fyrir skráða stöðu sína og var því sýknaður. Í dómaframkvæmd Landsréttar hefur sömu sjónarmiða verið gætt við ákvörðun refsiábyrgðar, sbr. dómar réttarins í málum nr. 47/2018, n r. 213/2019, nr. 318/2019, nr. 831/2019 og nr. 71/2021. Með hliðsjón af hinni löngu dómframkvæmd er ljóst að meira þarf til að koma en framburður ákærða um að X hafi annast um bókhald Smíðalands, gerð virðisaukaskattsskýrslna og skattskil svo litið ver ði framhjá þeim skyldum sem hvíldu á ákærða sem stjórnarmanni og framkvæmdastjóra félagsins. Af dómsframburði ákærða er ljóst að hann hafi komið að fjármálum Smíðalands, þ.m.t. gerð virðisaukaskattsskýrslna og skattskilum, haft greiðsluaðgang að netbanka f élagsins og ýmist innt þar greiðslur af hendi eða opnað netaðgang fyrir X. Kom ákærði þannig með beinum hætti að fjármálastjórn og skattskilum félagsins og stýrði því eða tók þátt í að ákveða hverjar af skuldum þess yrðu greiddar. Að gættum þessum atriðum verður ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að ákærði hafi í raun verið virkur framkvæmdastjóri Smíðalands á ákærutímabilinu, komið að fjármálastjórn félagsins og á honum hvílt þær ríku skyldur sem kveðið er á um í 44. gr. laga nr. 138/1994. Eiga þannig ekki við sjónarmið sem leitt geta til refsileysis ákærða á þeim grunni að hann hafi þrátt fyrir skráða stöðu ekki komið 17 í reynd að rekstri Smíðalands, sbr. til hliðsjónar hæstaréttardómar nr. 354/2013, nr. 388/2013, nr. 321/2015 og nr. 777/2015. Þótt ákær ði hafi falið X að annast bókhald og X komið að greiðslu skatta og gjalda til ríkissjóðs, leysir það ákærða ekki undan þeirri ábyrgð sem hvílir á honum að lögum. Þær varnir ákærða, sem að þessu lúta, þ.e. að X hafi einn borið þær starfsskyldur hjá Smíðalan di að halda lögboðið bókhald, skila efnislega réttum virðisaukaskattsskýrslum, á réttum tíma og standa ríkissjóði skil á þeim skatti, eru því haldlausar. Samkvæmt þessu, og hvað sem líður starfsskyldum X verður ekki með nokkru móti fallist á að sýkna beri ákærða af sakargiftum í málinu. Í málinu liggur fyrir og er óumdeilt að lögboðið bókhald Smíðalands var ekki fært í starfsemi félagsins rekstrarárin 2016 - 2018 og fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn skiluðu sér að óverulegu leyti til rannsóknaraðila, sbr. saka refni samkvæmt 2. tölulið A. - kafla ákæru. Þá liggur fyrir og er einnig óumdeilt að staðin voru skil á efnislega röngum virðisaukaskatt s skýrslum uppgjörstímabilin janúar - febrúar rekstrarárið 2017 til og með september - október rekstrarárið 2018 og e kki staði n skil á virðisaukaskatt s skýrslu uppgjörstímabilið nóvember - desember 2018 , sbr. sakarefni samkvæmt 1. tölulið A. - kafla. Er hér í öllum tilvikum um vítaverða vanrækslu að ræða. Samkvæmt öllu framansögðu, heildstæðu mati á framburði ákærða fyrir dómi og fyr irliggjandi rannsóknargögnum þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi í rekstri Smíðalands á þeim tíma sem hér um ræðir og hann þannig gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 1. og 2. tölulið A. - k afla ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði hefur hreyft óverulegum athugasemdum við tilgreindum fjárhæðum í 1. tölulið A. - kafla, þó lagt fram fjölda útgefinna reikninga Smíðalands á árabilinu 2017 - 2018 og ákæruvaldið tekið tillit til þei rra sumra til lækkunar á meintum of framtöldum innskatti 2017 og 2018, með þeim hætti sem frá greinir í kafla VI. Við úrlausn málsins verður miðað við hinar lægri fjárhæðir og ákærði sakfelldur fyrir undanskot á 40.147.472 króna útskatti og 155.996.267 kró na innskatti, samtals 196.143.739 krónum . Brotin voru fullframin á eindaga skilaskyldu og teljast meiri háttar í skilningi 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. B. - Mein t brot í rekstri 2findjob ehf. I. - Almennt um stofnun, skráningu og gjaldþrot 2findjob ehf. 18 2findjob ehf., kt. [...], var stofnað af ákærða Þorkeli Kristjáni og var hann eigandi alls hlutafjár, stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Í janúar 2017 október sama ár var skráður fyrirtækjaskrá RSK var staða ákærða hjá félaginu óbreytt 3. apríl 2019 þá er bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta og [...] lögmaður skipaður skiptas tjóri. I I . - Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins. 1. Þann 13. nóvember 2018 hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn á meintum vanskilum 2findjob á vörslusköttum rekstrarárin 2017 og 2018. Ákærði hafði réttarstöðu sakbornings og gekkst við því að hafa stjórnað daglegum rekstri félagsins, greitt laun starfsmanna þess og annast um greiðs lu reikninga til skattsins. Bókhald hafi verið fært en síðar komið í ljós mikil bókhaldsóreiða, sem nú væri verið að bæta úr. Ákærði kvað [...] X hafa fært bókhaldið á rannsóknartímabilinu og ákærði treyst honum 100% fyrir því verki. Aðspurður um gerð vir ðisaukaskattsskýrslna og skil á þeim skatti til ríkissjóðs kvað ákærði X hafa útbúið skýrslurnar, ákærði ekki vita á hvaða gögnum þær voru byggðar og ekki geta tjáð sig um hvort skýrslurnar gefi rétta mynd af rekstri félagsins. Hann kvaðst þó hafa staðið í þeirri trú að skýrslunum hafi verið skilað í réttu horfi, á lögmæltum tíma og að greiðslur hafi fylgt. Ákærði vildi ekki tjá sig um hver hafi tekið ábyrgð á því að virðisaukaskatti var ekki skilað á lögmæltum tíma, bar að þeim skatti hafi nú verið skilað og ákærði greitt þá fjármuni til innheimtumanns ríkissjóðs, en myndi ekki hvort hann hafi óskað eftir að peningunum yrði ráðstafað með sérstaklega tilgreindum hætti. Aðspurður um afdregna staðgreiðslu opinberra gjalda kvað ákærði X hafa annast launaútreikn inga og gerð skilagreina. Ákærði kvaðst hvorki vita á hvaða gögnum skilagreinar voru byggðar né hvort þær gefi rétta mynd af launagreiðslum. Þá kvaðst hann ekki vita af hverju staðgreiðsluskilagreinum var ekki skilað á lögmæltum tíma og ekki vilja tjá sig um vangreiddan 42.203.658 króna höfuðstól afdreginnar staðgreiðslu. Hann taldi ástæðuna fyrir þeim vanskilum væntanlega mega rekja til þess að engir peningar hafi verið til, en útborguð laun starfsmanna hafi verið greidd að fullu. 2. 19 Með bréfi skattrannsók narstjóra 3. maí 2019 voru ákærða og skiptastjóra sendar niðurstöður rannsóknar og þeim veittur tveggja vikna frestur til andmæla áður en tekin yrði ákvörðun um framhald máls. Engar athugasemdir bárust og lauk frumrannsókn með skýrslu skattrannsóknarstjóra 23. maí 2019. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að rannsókn hafi leitt í ljós að virðisaukaskattsskýrslum var ekki skilað á lögmæltum tíma fyrir uppgjörstímabilin janúar - febrúar, maí - júní og júlí - ágúst rekstrarárið 2018, að ekki hafi verið staðin lögmæ lt skil á 5.454.622 króna innheimtum virðisaukaskatti vegna nóvember - desember 2017 og eigi heldur á innheimtum 25.910.323 króna virðisaukaskatti vegna tilgreindra uppgjörstímabila 2018. Ákærði hafi síðar greitt höfuðstól hins vangreidda virðisaukaskatts, s amtals 31.364.945 krónur, með áföllnum vöxtum, kostnaði og álagi. Varðandi vangoldna, afdregna staðgreiðslu opinberra gjalda segir í niðurstöðum skýrslunnar að ekki hafi verið staðin lögmælt skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjal da greiðslutímabilin desember 2017 og mars, maí og júní 2018. Þá hafi ekki verið staðin lögmælt skil á staðgreiðslu hluta launa vegna desember 2017 og janúar til september 2018 , samtals að fjárhæð 42.203.658 krónur. I I I . - Framhaldsrannsókn héraðssaksóknar a. 1. Með bréfi skattrannsóknarstjóra 27. júní 2019 var rannsókn á hendur ákærða vísað til meðferðar héraðssaksóknara og ákærða tilkynnt um það samdægurs. Ákærði var yfirheyrður vegna málsins og bar að 2findjob hafi verið verktakafyrirtæki og einkum unnið fyrir Smíðaland ehf. Hann kvað X hafa annast daglega fjármálastjórn 2findjob, séð starfsmanna. Aðspurður hver hafi borið ábyrgð á gerð virðisaukaskattsskýrslna og sta ðgreiðsluskilagreina áréttaði ákærði að X hafi alfarið séð um bókhald félagsins og að allt sem þar kæmi fram um virðisaukaskatt og staðgreiðslu stafaði frá X og ákærði svo greitt það sem greitt var. Hann kvaðst ekki vita af hverju bókhaldi félagsins var ek ki ákærði og viti ekkert um bókhald. Ákærði kvaðst ekki vefengja tilgreinda fjárhæð vangoldins virðisaukaskatts, 31.364.945 krónur, sagðist ímynda sér að vanskilin mætti rekja til fjárhagsörðugleika fyrirtækisins og taldi að innheimtur skattur hafi farið í launakostnað. 20 2. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar héraðssaksóknara nemur vangreiddur virðisaukaskattur 5.454.622 krónum vegna nóvember - desember 2017 og 25.910.323 krónum vegna uppgjörstímabilanna janúar - febrúar, mars - apríl, maí - júní og júlí - ágúst 2018. Samkvæmt upplýsingum úr tekjubókhaldi ríkisjóðs voru þær fjárhæðir inntar af hendi til innheimtumanns 13. nóvember 2018 ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Af sömu rannsókn má ráða að heildarfjárhæð vangoldinnar staðgreiðslu vegna launa fyrir desember 2017 og fyrir janúar til og með september 2018 nemi 42.203.658 krónum og að engar greiðslur hafi borist inn á þann höfuðstól skuldar við ríkissjóð. IV . - Framhald mála gagnvart X. X sætti ákæru héraðssaksóknara fyrir meiri háttar skattalagabrot og var með dómi Héraðsdóms Reykjaness [...] dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 142.500.000 króna sektar í ríkissjóð. X hefur áfrýjað þeim dómi til Landsréttar (mál ré ttarins nr. [...]). V . - Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. 1. Ákærði kvaðst hafa stofnað fyrirtækið 2findjob, verið framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins og rekið samhliða rekstri Smíðalands ehf. Aðspurður um hlutverk sitt innan 2findjob kvaðst á kærði hafa átt fyrirtækið og verið rekstrarstjóri eða forstjóri félagsins en X verið skrifstofustjóri og séð um allt bókhald. Aðspurður um verkaskiptingu milli sín og X vísaði ákærði til framburðar síns vegna reksturs Smíðalands og taldi að verkaskipting h afi verið hin sama eða svipuð í rekstri 2findjob. X hafi annast um allt bókhald, keyrt launin og séð um launamál en ákærði líklega skrifað undir eitthvað. Hann kvað 2findjob hafa haldið utan um starfsmenn, Smíðaland aflað verka og ráðið til sín starfsmenn 2findjob til að vinna verkin. Ákærði kannaðist við að í einhver skipti hafi Smíðaland ekki greitt að fullu útgefna reikninga frá 2findjob, sér í lagi virðisaukaskattshluta þeirra og vísaði um þetta til X, sem hefði haldið utan um allar tölur, séð um allt r ábyrgð á allri skýrslugerð og skattskilum og ákveðið hverjum skyldi greiða, hvenær og skatty firvöldum, X svo skannað þau skjöl í tölvu og sent skattinum. 21 Undir ákærða voru bornar rannsóknarskýrslur um fjárhæðir og sundurliðun tilgreinds virðisaukaskatts og virðisaukaskattsskila sem og niðurstöður rannsókna á staðgreiðsluskilum í rekstri 2findjob samkvæmt 1. og 2. tölulið B - kafla ákæru. Hann kvaðst engar athugasemdir hafa fram að færa og taldi að þær skýrslur og tilgreindar fjárhæðir hljóti að vera réttar. 2. X [...] bar fyrir dómi að hann hafi aldrei starfað í þágu 2findjob ehf. en unnið hjá Smíð alandi ehf. í um eitt ár, á tímabilinu 2017 - 2018. Nánar aðspurður um skattskil 2findjob og tengsl félagsins við Smíðaland færðist X undan því að svara og bar fyrir sig ákvæði 1. mgr. 118. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sem heimila vitni a ð skoras t undan því að svara spurningu ef ætla má að í svari þess geti falist játning eða bending um að það hafi framið refsiverðan verknað . 3. Auk X komu fyrir dóminn sem vitni F [...] og H heimilislæknir ákærða . Vísast um framburð þeirra til kafla V. - 3. og V. - 4. í umfjöllun um sakarefni samkvæmt A. - kafla ákæru. Að því er varðar vætti F skal hér áréttað að hún kvaðst fyrst og fremst hafa verið ráðin inn í Smíðaland ehf. til a ð koma böndum á þá fjárhagsóreiðu sem þar ríkti í nóvember 2018, F starfað þar sem verktak i í um fimm vikur áður en hún gekk út úr fyrirtækinu og á þeim tíma hafa aðstoðað ákærða og X lítillega vegna bókhalds - og rekstrarvanda 2findjob. Að sögn F sáu þeir tveir um skattskil 2findjob en skiluðu engu inn. VI . - Niðurstöður. 1. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður ákærði því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fr am komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr . 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. 2. 22 Ákærða er í 1. tölulið B. - kafla ákæru gefið að sök meiriháttar brot á skattalögum í rekstri 2find job ehf. með því hafa e igi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma fyrir uppgjörstímabilin janúar - febrúar, maí - júní og júlí - ágúst rekstrarárið 2018 og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innh eimtur var eða innheimta bar í rekstri félagsins uppgjörstímabil i n nóvember - desember rekstrarárið 2017 til og með júlí - ágúst rekstrarárið 2018 í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisauka skatt, samtals að fjárhæð 31.364.945 krónur. Þá er ákærða í 2. tölulið gefið að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma greiðslutímabilin desember rekstrarárið 2017, mars, maí og júní rekstrarárið 2018 og fyrir að hafa ekki staðið ríkis sjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda í samræmi við fyrirmæli III. k afla laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins greiðslutímabil in desember rekstrarárið 2017 til og með september rekstrará rið 2018 , samtals að fjárhæð 42.203.658 krónur . Er refsiábyrgð ákærða á því reist að hann hafi verið framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi 2findjob á ákærutímabilinu og borið ábyrgð á fjárreiðum og daglegum rekstri félagsins . 3. Við skýrslugjöf h já skattrannsóknarstjóra ríkisins gekkst ákærði við því að hafa stjórnað daglegum rekstri 2findjob, greitt laun starfsmanna og annast um greiðslu reikninga til skattsins. X [...] hafi þó séð um allt bókhald félagsins, gerð virðisaukaskattsskýrslna og skila greina, ákærði treyst honum fullkomlega fyrir því hlutverki og staðið í þeirri trú að allt væri í lögmæltu horfi. Við skýrslugjöf hjá héraðssaksóknara virtist ákærði fjarlægja sig frá daglegri fjármálastjórn 2findjob og lýsti þeirri ábyrgð á hendur X, en k vaðst þó ábyggilega hafa greitt laun starfsmanna og annast greiðslur skatta og annarra opinberra gjalda samkvæmt skýrslum útbúnum af X. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa verið rekstrarstjóri eða forstjóri 2findjob á ákærutímabilinu, hann þó ekkert vit haft á bókhaldi, X skrifstofustjóri því annast um undirritað skýrslur til skattyfirvalda, líklega vegna virðisaukaskatts - og staðgreiðsluskila og X svo átt að senda þær skýrslur. Jafnframt hafi X s týrt því hvað yrði greitt, hvenær og hverjum, hann þó gegnum netaðgang að bankareikningi félagsins, ákærði þannig oft greitt reikninga og í einhver skipti opnað netaðgang a ð reikningnum svo X gæti gert þetta sjálfur. Hvað sem 23 liði því hlutverki ákærða hafi X stýrt daglegum rekstri og fjármálastjórn félagsins, séð einn um bókhald og borið ábyrgð á allri skýrslugerð og skattskilum til yfirvalda, en X bar fyrir dómi að hann hafi í raun aldrei starfað í þágu 2findjob heldur unnið hjá systurfélagi þess, Smíðalandi ehf. X vildi að öðru leyti ekki tjá sig um rekstur og skattskil 2findjob og/eða t engsl þess við Smíðaland og bar fyrir sig vitnaverndarákvæði 1. mgr. 118. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði hefur aldrei neitað sök með beinum og ótvíræðum hætti í þessum þætti máls en beint ábyrgð meira og minna að X. Að virtum rannsóknargögnum málsins telur d ómurinn sýnt að X hafi unnið fyrir 2findjob á þeim tíma sem hér skiptir máli og komið að daglegum rekstri, þ.m.t. bókhaldi, launaútreikningi og gerð virðisaukaskattsskýrslna og staðgreiðsluskilagreina. Að því marki sem X hefur tjáð sig um málefni félagsins ber að gjalda varhuga við sönnunargildi frásagnar hans og meta í ljósi sakfellingar hans í máli réttarins nr. [...] sem höfðað var í tengslum við rannsókn þessa máls og tengist einnig rekstri Smíðalands, sem og þess að X hefur eða gæti haft hagsmuni af þv í að ákærði verði sakfelldur í þessu máli og loks þess að X hefur fyrir dómi færst undan að svara öllum spurningum varðandi bókhald og fjármálarekstur 2findjob. Að gættum þessum atriðum er það álit dómsins að framburður X sé svo óáreiðanlegur að ekki verði á honum byggt í málinu. Auk X báru F [...] og H heimilislæknir ákærða vitni fyrir dómi. Vísast um framburð þeirra til kafla V. - 3. og V. - 4. í umfjöllun um sakarefni samkvæmt A. - kafla ákæru og þess sem rakið er í kafla V. - 3. að framan. Læknirinn kom fyrst a ð heilsufarsmálum ákærða í september 2021 og þykir framburður hans engin áhrif geta haft á úrlausn málsins. Þá liggur fyrir að F kom inn í rekstur Smíðalands ehf. í nóvember 2018, vann þar aðeins sem verktaki í um fimm vikur, kvaðst nær ekkert hafa komið a ð málefnum 2findjob og bar með óljósum hætti um hvernig hún upplifði ábyrgð og verkaskiptingu milli ákærða og X. Loks liggur fyrir að meint brot ákærða samkvæmt B. - kafla ákæru voru fullframin áður en F gekk til liðs við Smíðaland. Þykir vitnisburður F þega r af þessum ástæðum engin áhrif geta haft á úrlausn málsins. Stendur þá eftir að meta sönnunargildi skjalfestra málsgagna, þ.m.t. skýrslur og tölulegar niðurstöður skattrannsóknarstjóra ríkisins og héraðssaksóknara, framburð ákærða á rannsóknarstigi og hér fyrir dómi og virða þau gögn heildstætt í samræmi við lagaumhverfi máls og ríkjandi dómaframkvæmd. 24 4. Ákærði sat einn í aðalstjórn 2findjob ehf. á ákærutímabilinu og var jafnframt framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga n r. 138/1994 um einkahlutafélög fer félagsstjórn með málefni félags og skal annast um að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Sé framkvæmdastjóri ráðinn fara hann og félagsstjórn með stjórn félagsins. Í 2. mgr. segir að framkvæmdast jóri annist daglegan rekstur félags og skuli í þeim efnum fara eftir stefnu og fyrirmælum félagsstjórn ar . Í 3. mgr. er kveðið á um skyldu félagsstjórnar til að annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Sé fram kvæm da stjóri ráðinn skal hann sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og að meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar er ljóst að á grundvelli 44. gr. nefndra laga hvílir sú skylda á framkvæmdastjór a og eftir atvikum stjórnarmönnum að sjá til þess að bókhaldi og skattskilum einkahlutafélags sé hagað í samræmi við það sem lög áskilja. Erfiðleikar í rekstri félags hafa ekki áhrif á þær skyldur og því síður sú staða að öll umsjón með bókhaldi og/eða ska ttskilum hafi verið eða átt að vera í höndum annarra starfsmanna félagsins, sbr. til hliðsjónar hæstaréttardómur nr. 439/2016. Í því máli og öðrum sem komið hafa til kasta Hæstaréttar hefur verið fallist á að ef breytingar verða á stjórn eða framkvæmdastjó rn félags á ákærutímabili eða skráður stjórnarmaður og/eða framkvæmdastjóri hafa með öðrum hætti sannanlega ekkert komið að fjármálum félags og skattskilum þá verði undir þeim sérstöku kringumstæðum ekki lögð refsiábyrgð á viðkomandi vegna vanrækslu á færs lu bókhalds, vörslu bókhaldsgagna og skattskilum, sbr. hæstaréttardómar nr. 354/2013, nr. 321/2015 og nr. 777/2015 en í síðastgreindu máli var sakborningur skráður stjórnarformaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélags en hafði enga aðkomu að rekstri félags ins þrátt fyrir skráða stöðu sína og var því sýknaður. Í dómaframkvæmd Landsréttar hefur sömu sjónarmiða verið gætt við ákvörðun refsiábyrgðar, sbr. dómar réttarins í málum nr. 47/2018, nr. 213/2019, nr. 318/2019, nr. 831/2019 og nr. 71/2021. Með hliðsjón af hinni löngu dómframkvæmd er ljóst að meira þarf til að koma en framburður ákærða um að X hafi annast um bókhald 2findjob, gerð virðisaukaskattsskýrslna og staðgreiðsluskilagreina og skattskil svo litið verði framhjá þeim skyldum sem hvíldu á ákærða sem stjórnarmanni og framkvæmdastjóra félagsins. Af dómsframburði ákærða er ljóst að hann hafi komið að fjármálum 2findjob, þ.m.t. gerð 25 virðisaukaskattsskýrslna, staðgreiðsluskilagreina og skattskilum, haft greiðsluaðgang að netbanka félagsins og ýmist innt þa r greiðslur af hendi eða opnað netaðgang fyrir X. Kom ákærði þannig með beinum hætti að fjármálastjórn og skattskilum félagsins og stýrði því eða tók þátt í að ákveða hverjar af skuldum þess yrðu greiddar. Að gættum þessum atriðum verður ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að ákærði hafi verið virkur framkvæmdastjóri 2findjob á ákærutímabilinu, komið að fjármálastjórn félagsins og á honum hvílt þær ríku skyldur sem kveðið er á um í 44. gr. laga nr. 138/1994. Eiga þannig ekki við sjónarmið sem leitt geta til refsileysis ákærða á þeim grunni að hann hafi þrátt fyrir skráða stöðu ekki komið í reynd að rekstri 2findjob, sbr. til hliðsjónar hæstaréttardómar nr. 354/2013, nr. 388/2013, nr. 321/2015 og nr. 777/2015. Þótt ákærði hafi falið X að annast launamál f élagsins og X komið að skýrslugerð og greiðslu skatta og gjalda til ríkissjóðs, leysir það ákærða ekki undan þeirri ábyrgð sem á honum hvílir að lögum. Þær varnir ákærða sem að þessu lúta, þ.e. að X hafi borið að annast um gerð og skil virðisaukaskattsskýr slna og staðgreiðsluskilagreina á réttum tíma og standa skil á meðfylgjandi gjöldum, eru því haldlausar. Samkvæmt þessu, og hvað sem líður starfsskyldum X verður ekki með nokkru móti fallist á að sýkna beri ákærða af sakargiftum í málinu. Ákærði hefur ekki hreyft athugasemdum við tilgreindum fjárhæðum í 1. og 2. tölulið B. - kafla ákæru og var sú afstaða áréttuð af verjanda hans við munnlegan málflutning. Þá áréttaði verjandi að ákærði hafi hvorki játað sök né neitað í þessum þætti máls þar sem hann væri óvis s um hvar ábyrgð lægi. Ákærði gengist þó við ákveðnu hirðuleysi sem fælist í því að hafa treyst X fyrir skýrslugerð og skattskilum í rekstri 2findjob, teldi það þó ekki stórfellt hirðuleysi í skilningi laga og bæri að taka tillit til þess ef til sakfelling ar kæmi. Samkvæmt öllu framansögðu, heildstæðu mati á framburði ákærða fyrir dómi og fyrirliggjandi rannsóknargögnum þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi í rekstri 2findjob á þeim tíma sem hér um ræðir og h ann þannig gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 1. og 2. tölulið B. - kafla ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Teljast brotin meiri háttar í skilningi 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. C . - Ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga . 26 Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann 9. júní 2021 dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið tvö ár, fyrir hættubrot samkvæmt 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga, brot gegn lögum um brunavarnir, byggingarreglugerð o g reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru framin fyri r uppkvaðningu skilorðsdómsins og teljast hegningarauki við hann. Ber nú samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga að taka þann dóm upp, dæma með máli þ essu og gera ákærða refsingu í einu lagi fyrir öll brotin eftir reglum 77. gr. og 78. gr. laganna. Verður sú refsing ákveðin í formi fangelsis og fésektar til ríkissjóðs. Við ákvörðun fangelsisrefsingar þykir mega líta til þess að ákærði hefur á engum tí mapunkti neitað sök í málinu. Þá ber að hafa í huga að nokkuð langt er um liðið frá því brotin voru framin og að ákærði hefur gert upp við ríkissjóð vangoldinn 31.364.945 króna virðisaukaskatt samkvæmt 1. tölulið B. - kafla ákæru með áföllnum vöxtum, kostnað i og álagi. Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að brot ákærða samkvæmt ákæru voru stórfelld í skilningi 262. gr. almennra hegningarlaga og tilgreindra ákvæði laga um virðisaukaskatt, bókhald og staðgreiðslu opinberra gjalda, hvort heldur sem litið er til verknaðar eða fjárhæða. Samkvæmt þessu og öðru því sem að ofan er rakið þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Eftir atvikum þykir mega ákveða að fresta fullnustu þeirrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum þremur árum frá dómsbirtingu hald i ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Fyrir liggur að ákærði stóð í rekstri Smíðalands ehf. skil á efnislega röngum virðisaukaskatt s skýrslum vegna uppgjörstímabil anna janúar - febrúar 2017 til og með september - október 2018 og skilaði ekki virðisaukaskatt s skýrslu vegna nóvember - desember það ár . Að því gættu og með vísan til 1. mgr. 40. gr. virðisaukaskatts laga nr. 50/1988 ber að miða fésekt við þrefalda fjárhæð vangreiddra skatta í rekstri Smíðalands og gera ákærða í þei m þætti málsins 588.431.217 króna sekt (3 x 196.143.739 krónur). Að því er varðar rekstur 2findjob ehf. verður við ákvörðun fésektar miðað við tvöfalda fjárhæð vangreid ds virðisauka skatt s og staðgreiðsluhluta launa, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, með þeim fyrirvara sem nú greinir. Virðisaukaskattsskýrslum vegna uppgjörstímabila nóvember - desember 2017 og mars - apríl 2018 var skilað á lögmæltum tíma. Að því gættu, sem og því að ákærði greiddi að fullu virðisaukaskattsskuld félagsins fyrir útgáfu ákæru þykir mega færa sekt vegna sömu tímabila niður úr tvöföldu fésektarlágmarki 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og miða þá sekt við 10% vangoldins virðisaukaskatts. Að 27 öðru leyti þykir engu breyta þótt ákærði hafi greitt virðisaukaskattsskuld 2findjob, enda var ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna annarra uppgjörstímabila á réttum tíma . Kemur af þeirri ástæðu ekki til greina að fara niður úr fésektarlágmarki 1. mgr. 40. gr. laga n r. 50/1988 vegna þe irra tímabila , sbr. til hliðsjónar hæstaréttardómur nr. 71/2010 . Að gættum þessum atriðum þykir fésekt ákærða vegna vangreiddra skatta og opinberra gjalda í rekstri 2findjob hæfilega ákveðin 125.391.811 krónur. Samkvæmt framansögðu skal ákærða gert að greiða samtals 713.823.028 krónur í sekt til ríkissjóðs. Greiði ákærði ekki sektina innan fjögurra vikna frá dóms birtingu skal koma hennar í stað fangelsi í 360 daga. Samkvæmt greindum málsúrslitum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakark ostnaðar. Er hér aðeins um að ræða málsvarnarlaun Björns Líndal verjanda ákærða við rannsókn og meðferð máls og 43.152 króna útlagðan kostnað verjanda. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjanda þykja málsvarnarlaun h æfilega ákveðin 2.922.804 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Þorkell Kristján Guðgeirsson, sæti fangelsi í tvö ár en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún falla niður að lið num þremur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði 713.823.028 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu en sæti ella 360 daga fangelsi. Ákærði greiði 2.922.804 króna málsvarna rlaun Björns Líndal skipaðs verjanda síns og 43.152 króna útlagðan kostnað verjandans. Jónas Jóhannsson