Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26. janúar 2023 Mál nr. E - 232/2022 : Tony Omos ( Kristján Ágúst Flygenring lögmaður ) g egn í slenska ríki nu ( Óskar Thorarensen lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 10. janúar 2023, var höfðað með birtingu stefnu 7. janúar 2022 af Tony Omos, [...] , á hendur íslenska ríkinu, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 4.000.000 kró na með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 6. september 2012 til 4. júní 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu s amkvæmt málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda, auk málskostnaðar að mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess að stefnukrafa verði lækkuð verulega og að málsko stnaður verði látinn niður falla. I Forsögu málsins er að rekja til rannsóknar embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum á meintu mansali og vændi sjö kvenna frá Nígeríu. Konurnar komu allar til landsins á 11 mánaða tímabili, þ.e. sú fyrsta kom til landsins þann 13. september 2011 og sú síðasta kom þann 12. ágúst 2012. Allar voru þær í umsjá félagsþjónustunnar og höfðu gist í athvarfi fyrir þolendur vændis og mansals. Þá voru þær allar frá sama svæði í Nígeríu, auk þess sem þær voru ýmist barnshafandi eða me ð börn með sér við komuna til landsins. Á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjaness aflaði embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum símaupplýsinga vegna fjögurra kvennanna, en við rannsókn þeirra gagna kom í ljós að stefnandi hafði verið í símasamskiptum vi ð þrjár þeirra. Við frekari rannsókn málsins bárust lögreglu upplýsingar um grunsamleg fjárráð stefnanda, þ.e. dýran fatnað og eignarhald á ýmsum raftækjum. 2 Þann 6. september 2012 var gerð húsleit á þáverandi heimili stefnanda að Hrannargötu 5, herbergi n r. 302, Keflavík. Við leitina fann og haldlagði lögregla verulegt magn alls kyns varnings, mest fatnað, þ. á m. merkjavörur, farsíma, myndavél sem stolið hafði verið úr tösku gests á skemmtistað, tölvu og reiðhjól, flakkara, tónlistarspilara, útvarpstæki, geislaspilara og armbandsúr. Við rannsókn lögreglu á haldlögðum munum á heimili stefnanda kom í ljós að um var að ræða stolna muni úr alls fimm aðskildum málum. Er þessu ítarlega lýst í rannsóknarskýrslu lögreglu, sem nær yfir tímabilið 27. september 2012 til 14. janúar 2014 og liggur fyrir í málinu. Í kjölfar húsleitarinnar var stefnandi handtekinn og vistaður á lögreglustöðinni við Hringbraut í Reykjanesbæ. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - 376/2012 var stefnandi hinn 7. september s.á. úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun til 14. september 2012. Þá var með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - 400/2012, uppkveðnum 15. september 2012, fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun stefnanda til 21. september 2012. Dagana 14. 15. september 2012 var stefnan di vistaður á lögreglustöð á meðan dómari tók sér frest til að úrskurða um kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Voru úrskurðirnir staðfestir af Hæstarétti í báðum tilvikum. Í framhaldi af handtöku stefnanda hinn 7. september 2012 fór fram rannsók n á málum hans og tengslum hans við fyrrgreindar konur frá Nígeríu. Meðal annars voru gerðar DNA - rannsóknir sem leiddu í ljós að 99% líkur væru á því að stefnandi væri skyldur tveimur kvennanna. Fram kemur m.a í umræddri rannsóknarskýrslu lögreglu að við húsleitina hafi lögregla fundið 600 evrur í jakka. Kvað stefnandi í skýrslu hjá lögreglu frænda sinn eiga evrurnar en á síðari stigum kvaðst hann eiga þær sjálfur og hafa ætlað að láta frænda sinn fá þær. Hann kvaðst hafa komið með 100 evrur til Íslands og frænka hans hefði látið hann fá 500 evrur. Í skýrslunni kemur fram að frásögn þessi sé ekki rétt þar sem stefnandi hafi komið með 800 evrur til landsins. Fjallað er um framfærslu stefnanda í skýrslunni þar sem fram kemur að stefnandi hafi ekki getað útsk ýrt með viðunandi hætti hvernig hann hafi staðið undir framfærslu sinni, þar á meðal vegna fjármögnunar hans á miklu magni af fatnaði sem hann kvaðst hafa keypt á Íslandi. Var það mat rannsóknara að útgjöld stefnanda væru miklum mun meiri en tekjur hans, s em hann hefði ekki getað útskýrt. Um rannsókn lögreglu á komu nígerísku kvennanna sjö til landsins segir í rannsóknarskýrslunni að lögregla hafi haft til rannsóknar mál um ætlað smygl á fólki, mansal og vændi sjö kvenna frá Nígeríu. Er í skýrslunni að fi nna ítarlega lýsingu á ætluðum tengslum stefnanda við konurnar. Um tengsl stefnanda við konu að nafni Queen Osemwengie kemur fram að það hafi vakið athygli að stefnandi og Queen hafi greinilega þekkst meira en stefnandi vildi láta uppi og að hann hafi ekki skýrt rétt frá þeirra 3 samskiptum. Þannig hafi konan greint frá því að hún hefði farið beint til stefnanda við komuna til landsins og sagt frá samskiptum sínum við stefnanda. Á hinn bóginn hafi stefnandi lýst því að hann hefði fyrst hitt hana á heimili hen nar í Njarðvík nokkru eftir að hún kom til landsins. Þá kannaðist hann ekki við að hafa geymt fyrir hana farsíma og ferðatösku, gagnstætt því sem konan hélt fram. Í skýrslunni kemur einnig fram að stefnandi hafi samþykkt í skýrslutöku hinn 2. október 201 3 töku lífsýnis úr munnholi hans, m.a. til samanburðar við fyrrgreinda Queen í því skyni að ganga úr skugga um skyldleika þeirra. Hafi rannsóknin leitt í ljós að konan væri hálfsystir stefnanda. Síðan segir að þau hafi bæði neitað aðild stefnanda að komu h ennar til landsins, en viðurkennt að hafa átt í símasambandi fyrir komu hennar. Rannsókn lögreglu hafi á hinn bóginn leitt í ljóst að barnsfaðir Queen sem væri búsettur á Spáni hefði sent stefnanda smáskilaboð 16 dögum fyrir komu hennar til landsins þar se m m.a. hefði komið fram í flugbókun hennar símanúmer stefnanda sem viðskiptamanns vegna flugmiðans. Í skýrslunni eru einnig rakin tengsl stefnanda við komu Evelyn Glory Joseph til landsins, en stefnandi neitaði að hafa tengst komu hennar til landsins. Lögr egla hafi upplýst að það væri ekki rétt, svo sem fjölmörg símtöl á milli þeirra fyrir komu hennar til landsins hafi gefið til kynna. Sama eigi við um komu Tessi Idahosa, öðru nafni Evita Mustapha, til landsins, en stefnandi hafi neitað að eiga þátt í komu hennar til Íslands, svo og um komu Success Godwin Asia, en rannsókn lögreglu hafi leitt annað í ljós, m.a. við skoðun á síma konunnar sem hafi sýnt símtöl til stefnanda fyrir komu hennar til landsins. Þá segir í skýrslunni að konurnar hafi mætt í skýrslu h já lögreglu í nóvember 2013 og þá hafi málið skýrst betur varðandi tengsl þeirra við stefnanda. Næst var tekin skýrsla af stefnanda 17. desember 2013, þar sem stefnanda var kynnt niðurstaða DNA - rannsókna lögreglu og hann spurður nánar um tengsl sín við k onurnar, símanúmer sem hringt hafi verið í úr síma stefnanda o.fl. Með bréfi embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. 28. desember 2017, voru mál stefnanda send embætti héraðssaksóknara þar sem rannsókn teldist lokið. Með bréfi embættis héraðss aksóknara, dags. 27. júní 2018, var málið sent aftur til embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem rannsókn málsins væri að mati héraðssaksóknara ekki lokið. Með bréfi embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. 24. febrúar 2020, var stefnanda tilkynnt sú ákvörðun embættisins, með vísan til 2. málsl. 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, að hætt væri rannsókn á þeim þætti málsins er varðaði meint brot hans gegn 227. gr. a og 173. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og 3. mgr. 57. gr. eldri laga um útlendinga nr. 96/2002, sbr. 3. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, þar sem embættið teldi ekki grundvöll til að halda henni áfram. 4 Í sama bréfi var stefnanda einnig tilkynnt að rannsókn vegna meintra brota stefnanda gegn 244. gr. og 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og e - lið 2. mgr. 57. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002, sbr. f - lið 2. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80 /2016, teldist lokið og að rannsóknargögn hefðu verið yfirfarin af hálfu ákæruvaldsins með hliðsjón af 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var tekið fram að ekki yrði um frekari aðgerðir að ræða af hálfu ákæruvaldsins vegna þessa þáttar málsins þar sem refsing vegna nefndra brota teldist fyrnd samkvæmt 80. gr., sbr. 81. og 82. gr., almennra hegningarlaga. Málið væri því fellt niður með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með kröfubréfi, dags. 4. maí 2021, sendi lögmaður stef nanda kröfu á embætti ríkislögmanns um miskabætur fyrir handtöku að ósekju og gæsluvarðhaldið er honum var gert að sæta. Með tölvupósti degi síðar var móttaka kröfunnar staðfest. Þann 7. júlí s.á. ítrekaði lögmaður stefnanda kröfuna. Þann 6. ágúst s.á. bar st stefnanda svar frá embætti ríkislögmanns þess efnis að að umsagnir hefðu ekki skilað sér, en ekki var tekin afstaða til kröfunnar af hálfu ríkislögmanns. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu fyrir dóminum. Þá gaf skýrslu vitnis Guðmundur Sigur ðsson lögreglufulltrúi. Verður framburði þeirra lýst í niðurstöðum dómsins eftir því sem tilefni gefst til. II 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína á því að fyrir liggi að hann hafi sætt aðgerðum samkvæmt IX. XIV. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Gerð hafi verið húsleit á dvalarstað stefnanda og hald lagt á ýmsa muni, auk þess sem hann hafi verið handtekinn og á honum gerð erfðafræðileg rannsókn undir rannsókn málsins. Þá hafi farið fram rannsókn á fjármálum og símagögnum stefnanda. Loks hafi stefnandi sætt gæsluvarðhaldi í einangrun frá 7. september til 21. september, að undanskildum 14. 15. september 2012, en þá hafi stefnandi verið vistaður á lögreglustöð á meðan dómari tók sér frest til að úrskurða um kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Stefnandi telur að framangreindar þvingunaraðgerðir hafi verið ólögmætar og til þeirra hafi verið gripið að ósekju. Eigi stefnandi því rétt til bóta á grundvelli 1., sbr. 2. mgr. 246. gr., laga nr. 88/2008, en megi nreglan sé sú að þegar mál sé fellt niður, eins og í tilviki stefnanda, beri íslenska ríkið hlutlæga bótaábyrgð. Af hálfu stefnanda sé þá jafnframt á því byggt að engin skilyrði séu fyrir hendi til að lækka eða fella niður bætur á grundvelli 2. málsliðar á kvæðisins, en stefnandi hafi verið samvinnufús allt frá upphafi og hafi með engu móti stuðlað að þeim aðgerðum lögreglu er hann hafi orðið fyrir í umrætt sinn. 5 Stefnandi byggir jafnframt á því að lögreglumenn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi, en samkvæmt 1. mgr. 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 haldi ríkið uppi starfsemi lögreglu. Þannig beri stefndi ábyrgð samkvæmt hinni almennu reglu skaðabótaréttarins um vinnuveitandaábyrgð. Af hálfu stefnanda sé því einnig haldið fram að starfsmenn lögreglu hafi með sak næmum og ólögmætum hætti brotið gegn réttindum stefnanda sem sakbornings í málinu, en lagaskilyrði hafi skort fyrir þeim aðgerðum sem hann þurfti að sæta af hálfu lögreglu við rannsókn málsins. Þá felist saknæm háttsemi lögreglu að sama skapi í óútskýrðum og óhóflegum drætti á rannsókn málsins, en stefnandi hafi verið með stöðu sakbornings í átta ár. Vísist þar um til 2. og 3. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. Stefnandi hafi verið sakaður um alvarleg brot og hafi ítrekað verið yfirheyrður vegna þeirra. Þá hafi skýrslur verið teknar af ýmsum aðilum vegna meintra brota og þannig spurst út að stefnandi væri sakaður um alvarleg brot. Hafi það valdið verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hafi stefnandi átt um sárt að binda eftir að hafa sætt þvingunarráðstö fununum, en dvöl hans í gæsluvarðhaldi hafi haft mikil og slæm áhrif á heilsu hans. Aðgerðirnar hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs hans, sem njóti verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar, auk þess sem haldlagning nánar tiltekinna muna hafi falið í sér brot ge gn eignarrétti hans, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Stefnandi krefst almennra vaxta af skaðabótum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2008 frá hinu bótaskylda atviki, þ.e. þegar stefnandi var handtekinn 6. september 2012 til 4. júní 2021, en þá hafi verið liðinn mánuður frá því að hann beindi kröfu sinni til embættis ríkislögmanns. Þá krefst hann dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá því að mánuður var liðinn frá birtingu kröfu til ríkislögmanns til greiðsludags. Um lag arök vísar stefnandi til XXXIX. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakmála, einkum til 1., 2. og 5. mgr. 246. gr. laganna, 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, 5. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, sem og b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1992. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir öllum málsástæðum og kröfum stefnanda, og telur að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi borið að taka málið til rannsóknar, sbr. 2. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, á grundvelli þeirra upplýsinga sem það hafði undir höndum. Stefnanda hafi strax við handtöku verið kynnt réttarstaða sín og honum tilnefndur verjandi. Þá hafi stefnandi í samræmi við lög nr. 88/2008 verið færður fyrir dómara sem úrskurðaði stefnanda í gæsluvarðhald. Í báðum tilvikum hafi stefnandi kært þann úrskurð til Hæstaréttar, sem hafi staðfest niðurstöðu héraðsdóms. 6 Stefndi byggir á því að fullnægt hafi verið lagask ilyrðum fyrir handtöku stefnanda, sbr. 90. gr. laga nr. 88/2008, sem og fyrir gæsluvarðhaldi, sbr. 95. gr. sömu laga, og öðrum þvingunarráðstöfunum lögreglu. Staða stefnanda sem sakbornings teljist ekki til þvingunarráðstafana og falli því utan gildissviðs 246. gr. laga nr. 88/2008. Þá telur stefndi að stefnandi ofreikni þá daga er stefnandi var í gæsluvarðhaldi, en þeir hafi ekki verið 16 talsins. Stefnandi hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 7. 14. september 2012 og aftur frá 15. 21. september s.á. Af hálfu stefnda er því jafnframt mótmælt að lögregla hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Um hafi verið að ræða afar viðamikið mál og vísist þar um m.a. til framlagðra gagna. Er því mótmælt að skilyrðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé fullnægt, en ekki sé neinn grundvöllur til að taka þá kröfu til greina. Þá sé meint tjón á æru og mannorði stefnanda ósannað, sem og sú fullyrðing að dvöl stefnanda í gæsluvarðhaldi hafi haft mikil og slæm áhrif á andlega heilsu hans. Stefndi b yggir á því að unnið hafi verið með reglubundnum hætti að rannsókn málsins fram að árslokum 2014 en málið hafi verið skráð á ákærusvið embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum allt fram að haustmánuðum 2017. Málið hafi síðan verið sent til embættis héraðssa ksóknara á fyrstu dögum ársins 2018, en hann hafi endursent málið til embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum í lok júní 2018 til frekari rannsóknar og afgreiðslu. Hafi málið þá verið tekið til frekari rannsóknar, en eðli máls samkvæmt hafi því verið raðað í forgangsröð. Árið 2018 hafi mörg stór sakamál verið til rannsóknar hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem hafi verið sett í forgang. Þá hafi tíðar starfsmannabreytingar orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða málið fyrr en með bréfi embættisins til stefnanda, dags. 24. febrúar 2020. Mál stefnanda hafi verið fellt niður, sbr. 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Hins vegar byggir stefndi á því að stefnandi hafi stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisi kröfu sína á, sbr. 2. málsl. 2. mgr. sama ákvæðis. Vísar stefndi þar um m.a. til háttsemi stefnanda og misvísandi framburðar hans undir rannsókn málsins. Þá sé stefndi ósammála því að stefnandi hafi verið samvinnufús frá upphafi. Stefnandi hafi raunar fyrirgert rétti sínum til bóta vegna eig in sakar. Um málskostnaðarkröfu vísar stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991. Varakröfu sína um lækkun dómkröfu byggir stefndi á sömu málsástæðum og sjónarmiðum og liggja að baki aðalkröfu hans, en dómkrafa stefnanda sé of há. Verði fallist á dómkröfur stef nanda gerir stefndi kröfu um verulega lækkun á stefnufjárhæð. Vísist þar um til oftalningar stefnanda á þeim dögum sem stefnandi sætti gæsluvarðhaldi, sem og þeirrar málsástæðu stefnda að stefnandi hafi valdið og stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisi krö fu sína á. Loks mótmælir stefndi vaxta - og dráttarvaxtakröfu stefnanda. Verði fallist á kröfu stefnanda um vexti eða dráttarvexti byggir stefndi á því að miða eigi upphafstímamark 7 vaxta og dráttarvaxta við dómsuppsögu. Þá séu fyrndir allir þeir vextir sem fallið hafi til fjórum árum fyrir birtingu stefnu málsins, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007. III Stefnandi hefur höfðað mál þetta á hendur stefnda til heimtu bóta vegna miska sem hann telur sig hafa orðið fyrir sökum húsleitar, handtöku, erfðafræðilegrar ran nsóknar á honum, rannsóknar á fjármálum og símagögnum hans, vegna gæsluvarðhalds og einangrunar á tímabilinu 7. september til 21. september 2012 og einnig vegna þess að stefnandi hafi verið með stöðu sakbornings í átta ár áður en málið var fellt niður. Byg gir stefnandi kröfu sína á 1. og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár Íslands, 5. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og b - lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í 1. mgr. 246. g r. laga nr. 88/2008 segir að maður sem hefur verið borinn sökum í sakamáli eigi rétt til bóta samkvæmt 2. mgr. sömu greinar ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann hafi ver ið talinn ósakhæfur. Í 2. mgr. segir síðan að dæma skuli bætur vegna þvingunarráðstafana, þar með talið handtöku, ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Þó megi fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem han n reisir kröfu sína á. Réttur manna til skaðabóta vegna frelsissviptingar að ósekju er einnig varinn af 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Reglan í 246. gr. laga nr. 88/2008 er hlutlæg bótaregl a sem mælir fyrir um greiðslu bóta við tilteknar aðstæður og að þær megi aðeins fella niður eða lækka ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að aðgerðum þeim sem hann reisir kröfu sína á. Í ljósi meginreglunnar um bótarétt sakaðra manna við þær aðstæður sem ákvæðið lýsir verður miðað við að skýra beri þröngt heimild til að fella niður bætur eða lækka þær vegna þess að maður hafi valdið þeim eða stuðlað að þeim sjálfur, sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar 16. desember 2022 í máli nr. 599/2021. Samkvæmt gögnum málsins var stefnandi handtekinn vegna gruns um mansal og vændi sjö kvenna frá Nígeríu sem komið höfðu til landsins á 11 mánaða tímabili á árunum 2011 2012. Á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjaness aflaði lögregla símaupplýsinga vegna fjögurra kv ennanna og við rannsókn þeirra gagna kom í ljós að stefnandi hafði verið í miklum símasamskiptum við þrjár þeirra auk þess sem erfðafræðileg rannsókn leiddi í ljós að hann væri skyldur tveimur þeirra, þrátt fyrir neitun hans um að þekkja þær. Við frekari r annsókn bárust lögreglu svo upplýsingar um grunsamleg fjárráð stefnanda, svo sem dýran fatnað og ýmsa tækjaeign. Við húsleit á heimili stefnanda fann og haldlagði lögregla mikið magn alls kyns varnings, mest fatnað, og m.a. fjölda farsíma, myndavél, tölvu og reiðhjól. Við rannsókn lögreglu á haldlögðum 8 munum á heimili stefnanda kom í ljós að um var að ræða stolna muni úr alls fimm aðskildum málum. Við mat á því hvort stefnandi eigi rétt á bótum ber að líta til þess hvort hann hafi sjálfur valdið eða stuðla ð að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfu sína á samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður að meta hvort tengsl stefnanda við komu nígerísku kvennanna til landsins á árunum 2011 2012, rannsókn á fjármálum hans og símagögnum, húsleit og s íðar gæsluvarðhald á grundvelli upplýsinga sem komið höfðu fram verði virt stefnanda til eigin sakar. Tvö skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að svo megi verða. Hið fyrra er að orsakatengsl séu á milli háttsemi sakbornings og þeirrar þvingunarráðstöfunar s em hann mátti sæta. Hið síðara er að þvingunarráðstöfun þarf að vera fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi sakbornings. Að mati dómsins verður að telja að bæði skilyrði hafi verið uppfyllt. Sem fyrr segir má rekja upphaf málsins til rannsóknar lögreglustjór ans á Suðurnesjum á meintu mansali og vændi sjö kvenna frá Nígeríu. Voru allar konurnar í umsjá félagsþjónustunnar og dvöldust í athvarfi fyrir þolendur vændis og mansals. Á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjaness aflaði lögreglustjóri símaupplýsinga veg na fjögurra kvennanna og við rannsóknina kom í ljós að stefnandi hafði verið í töluverðum símasamskiptum við þrjár þeirra. Á meðan á rannsókn málsins stóð bættist konan Evelyn Glory Joseph við. Leiddi rannsókn málsins í ljós að stefnandi og Evelyn þekktust og væru í nánu sambandi þrátt fyrir að stefnandi hefði neitað öllu slíku í skýrslutökum, m.a. á meðan hann sætti gæsluvarðahaldi. Í framburði stefnanda fyrir dóminum upplýsti hann að Evelyn væri eiginkona hans í dag og að þau ættu saman þrjú börn. Í rann sóknarskýrslu lögreglu, dags. 27. september 2012, og skýrslum lögreglu af stefnanda á meðan hann sætti gæsluvarðhaldi, dags. 11. september og 19. september 2012, kemur fram að framburður stefnanda var misvísandi og ekki í samræmi við rannsóknargögn lögregl u um tengsl hans við konurnar auk þess sem framburður hans breyttist undir rannsókn málsins. Þannig neitaði stefnandi í upphafi öllum tengslum við konurnar en við nánari rannsókn lögreglu, m.a. á símagögnum þeirra, kom í ljós að hann hafði verið í tengslum við a.m.k. fjórar þeirra bæði fyrir og eftir komu þeirra til landsins. Að virtum gögnum málsins og með skírskotun til þess er að framan greinir er fallist á að upplýsingar sem lögregla hafði um tengsl stefnanda við komu kvennanna til landsins hafi verið til þess fallnar að vekja grunsemdir um aðild stefnanda að meintu mansali og grunsemdir um ólöglega fenginn varning á heimili hans hafi gefið lögreglu tilefni til þess að handtaka stefnanda, gera húsleit á heimili hans, rannsaka raftæki sem fundust við hús leitina og úrskurða hann í gæsluvarðhald á meðan á rannsókn málsins stóð. Verður því að telja að þær þvingunarráðstafanir sem stefnandi mátti sæta, húsleit, handtaka og gæsluvarðhald auk rannsóknar á raftækjum og framkvæmd erfðafræðilegrar rannsóknar, hafi verið orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi stefnanda undir 9 rannsókn málsins. Verður því að telja að stefnandi hafi mátt gera sér grein fyrir því að tengsl hans við konurnar og verulegt magn af alls kyns varningi sem fannst á heimili hans gætu orði ð tilefni til sérstakra aðgerða gagnvart honum á grundvelli laga um meðferð sakamála. Við þessar aðstæður mátti hann vita að rannsóknaraðgerðir kynnu að beinast að honum. Verður háttsemi stefnanda því virt honum til sakar og hann því talinn meðábyrgur fyri r ályktunum lögreglu, en það leiðir til missis á bótarétti samkvæmt hlutlægri bótareglu 1. og 2. mgr. 246 gr. laga nr. 88/2008. Er bótakröfu stefnanda vegna handtöku og frelsissviptingar, húsleitar, rannsóknar á raftækum og erfðafræðilegra rannsókna sem ha nn mátti sæta við rannsókn lögreglu hafnað. Stefnandi reisir kröfu sína um greiðslu miskabóta einnig á sakarábyrgð stefnda. Byggir stefnandi nánar á því að hann eigi rétt á bótum á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar, þ. á m. á grundvelli sakarregl unnar og b - liðar 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, fyrir þann miska sem hann hafi orðið fyrr vegna meðferðar málsins hjá lögreglu. Telur stefnandi að saknæm og ólögmæt háttsemi starfsmanna lögreglu hafi valdið verulegu tjóni á æru og mannorði hans. Byggir stefnandi á því að þvingunaraðgerðir þær er hann þurfti að þola hafi verið ólögmætar og til þeirra gripið að ósekju. Stefnandi telur að skort hafi lagaskilyrði fyrir þeim aðgerðum er hann þurfti að sæta af hálfu lögreglu við rannsókn málsins. Þá er einnig á því byggt að lögregla hafi sýnt af sér saknæma háttsemi sem sé fólgin í ótúskýrðum og óhóflegum drætti á málinu , þar sem stefnandi hafi verið með stöðu sakbornings í átta ár. Vísar stefnandi til ákvæða 53. gr. laga nr. 88/2008 í þessu samhengi. Byggir s tefnandi á því að með aðgerðum lögreglu hafi verið brotið gegn friðhelgi einkalífs hans, sbr. 71. gr. og eignarréttarákvæði 72. stjórnarskrárinnar. Að öðru leyti en að framan greinir er því ekki lýst í stefnu í hverju hinar ólögmætu aðgerðir lögreglu hafi falist eða að hvaða leyti lagaskilyrði hafi skort fyrir rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í VII. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er mælt fyrir um almennar reglur um rannsókn sakamála. Samkvæmt 52. gr. laganna skal lögregla hefja rannsókn út af vitne skju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið. Í 53. gr. laganna segir að markmið rannsóknar sé að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undir búnings málsmeðferð fyrir dómi. Samkvæmt 2. mgr. lagagreinarinnar skulu þeir sem rannsaka sakamál vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Þá segir í 3. mgr. að jafnframt beri að hraða meðf erð máls eftir því sem kostur er. Í 54. gr. segir m.a. að rannsaka skuli og afla allra tiltækra gagna um verknað þann sem um er að ræða, svo sem stað og stund og öll nánari atvik, sem ætla má að skipt geti máli. Þá segir einnig að rannsaka skuli vettvang e f við á og yfirleitt öll ummerki sem kunna að vera eftir brot. Samkvæmt 56. gr. laganna tekur lögregla saman skýrslu um rannsókn sína í hverju máli um sig þar sem getið skal 10 einstakra rannsóknaraðgerða og niðurstaðna þeirra. Þar skal koma fram það sem sakb orningur og vitni bera við skýrslutöku, sbr. 64. og 65. gr., athugun lögreglu sjálfrar og niðurstaða skoðunar og rannsóknar sérfróðra manna. Þegar rannsókn er lokið sendir lögregla eftir atvikum ákæranda rannsóknargögnin ásamt skýrslu lögreglu. Getur ákæra ndi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu telji hann þess þörf, sbr. 57. gr. laganna. Fyrir liggur að lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins á hendur stefnanda, sem hófst í september árið 2012 og lauk formlega í apríl 2014 samkvæmt því sem fram kom í skýrslu lögreglufulltrúa fyrir dóminum. Til grundvallar rannsókninni lá grunur lögreglu um tengsl stefnanda við mansal og vændi sjö kvenna frá Nígeríu. Tekin var skýrsla af stefnanda í þágu rannsóknar málsins. Lögmaður hans var viðstaddur. Stefnandi hafði réttarstöðu sakbornings og var honum kynnt það í upphafi skýrslutökunnar. Stefnandi var færður fyrir dómara sem úrskurðaði um kröfu um gæsluvarðhald stefnanda, og ekki liggur annað fyrir en að lögregla hafi aflað dómsúrskur ða fyrir þeim þvingunaraðgerðum sem ráðist var í. Að lokinni rannsókn lögreglu var mál stefnanda sent embætti héraðssaksóknara til meðferðar með bréfi, dags. 28. desember 2017. Héraðssaksóknari sendi málið aftur til lögreglustjóra með bréfi, dags. 27. júní 2018, þar sem hann taldi rannsókn málsins ekki lokið. Að lokinni frekari rannsókn ákvað síðan lögreglan að rétt væri að fella málið niður og sendi stefnanda bréf þess efnis, dags. 24. febrúar 2020. Kom fram í bréfinu að ekki væri grundvöllur til þess að h alda rannsókninni áfram vegna meintra brota gegn ákvæðum 227. gr. a og 173 gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Þá var stefnanda einnig tilkynnt að rannsókn vegna meintra brota hans gegn ákvæðum 244. gr. og 254. gr. sömu laga teldist lokið og að ra nnsóknargögn hefðu verið yfirfarin af hálfu ákæruvaldsins með hliðsjón af 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var tekið fram að ekki yrði um frekari aðgerðir að ræða af hálfu ákæruvaldsins vegna þessa þáttar málsins, þar sem refsing vegna brota gegn ákvæðum 244. og 254. gr. teldist fyrnd skv. 80. gr., sbr. 81. og 82. gr., almennra hegningarlaga. Málið væri því fellt niður með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Maður sem sakaður hefur verið um refsiverða háttsemi getur átt r étt til bóta á grundvelli sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Skilyrði bótaábyrgðar á þessum grundvelli er að lögreglumenn eða aðrir ríkisstarfsmenn hafi með ólögmætum og saknæmum hætti valdið viðkomandi tjóni sem stefndi beri ábyrgð á og f alli ekki undir gildissvið XXXIX. kafla laga nr. 88/2008 sem mælir fyrir um bætur vegna sakamáls, sbr. dóm Hæstaréttar 6. mars í máli nr. 27/2018. Þá verða manni því aðeins dæmdar miskabætur á þessum grunni að hann hafi orðið fyrir líkamstjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi þess sem varð valdur að því, sbr. a - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, eða ólögmætri meingerð sem beinst hefur gegn frelsi, friði, æru eða persónu hans, sbr. 11 b - lið sömu málsgreinar, sbr. einnig til hliðsjónar dóm Landsréttar 16. des ember 2022 í máli nr. 599/2021. Eins og áður greinir var mál það sem krafist er bóta fyrir rannsakað af hálfu lögreglu og þ. á m. var tekin skýrsla af stefnanda og vitnum. Lögreglu ber að rannsaka mál og eftir atvikum senda héraðssaksóknara sem leggur mat á hvort höfða beri mál á hendur sakborningi, sbr. 145. gr. laga nr. 88/2008. Var það niðurstaða lögreglu að ekki væri grundvöllur til áframhaldandi rannsóknar vegna brota gegn ákvæðum 227. gr. a og 173. gr. a í almennum hegningarlögum, og vegna fyrningar y rði ekki um frekari aðgerðir að ræða vegna meintra brota gegn ákvæðum 244. gr. og 254. gr. sömu laga. Var málinu formlega lokið af hálfu lögreglu með bréfi sem sent var stefnanda hinn 24. febrúar 2020 eða 7 ½ ári eftir að stefnandi var handtekinn. Þrátt f yrir að málið hafi verið fellt niður, með þeim rökstuðningi sem þar kemur fram, þá leiðir það ekki til þess að starfsmenn stefnda, hjá embætti lögreglustjóra og síðar héraðssaksóknara, hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við meðferð málsins. Tel ur dómurinn, með vísan til framangreinds, að ekki verði ráðið af fyrirliggjandi gögnum málsins og skýrslum fyrir dóminum að lögreglan hafi brotið gegn réttindum stefnanda sem sakbornings í málinu eða að lagaskilyrði hafi skort fyrir rannsóknaraðgerðum lögr eglu. Þá ber að líta til þess að lögregla og handhafar ákæruvalds njóta að lögum verulegs sjálfstæðis við ákvörðun um rannsókn og höfðun refsimáls, sbr. III. og VII. kafla laga nr. 88/2008. Sætir mat þeirra um það ekki endurskoðun dómstóla, sbr. nánar til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. maí 2019 í máli nr. 52/2019. Með skírskotun til þess er að framan greinir og gagna málsins verður ekki fallist á að starfsmenn stefnda hafi valdið stefnanda líkamstjóni eða brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hans á þ ann hátt sem áskilið er í b - lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að þessu leyti eða að réttur hafi verið á honum brotinn svo að í bága fari við 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. mgr. 5. gr. laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttamála Evrópu við beiti ngu þvingunarráðstafana. Víkur þá næst að því hvort stefnandi eigi rétt á bótum vegna dráttar sem varð á meðferð málsins hjá lögreglu. Við mat á því hvort rannsókn máls hafi dregist umfram það sem lög leyfa fer eftir atvikum. Meðal þess sem líta ber til er umfang máls og hvort sak arefnið sé flókið úrlausnar. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar ber öllum réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Hliðstæða reglu er að finna í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þótt þessi ákvæði taki, eftir orðanna hljóðan, aðeins til meðferðar máls fyrir dómi hafa þau verið skýrð þannig að þau gildi ekki síður um 12 málsmeðferðina á rannsóknarstigi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaré ttar 9. október 2003 í máli nr. 112/2003. Stefnandi lá sem fyrr segir undir grun um refsiverða háttsemi í sjö og hálft ár frá því að hann var handtekinn hinn 6. september 2012. Í vitnisburði lögreglufulltrúa sem stjórnaði rannsókn málsins á árinu 2012 fyr ir dóminum kom fram að rannsóknin hefði upphaflega beinst að stefnanda vegna samskipta hans við nígerísku konurnar. Mikil vinna hefði fari í úrvinnslu á síma - og bankagögnum. Tekin hefði verið ákvörðun um erfðafræðilega rannsókn í lok september 2013 og hef ðu niðurstöður úr þeirri rannsókn legið fyrir í lok nóvember 2013. Þá hefði stefnandi verið boðaður til skýrslutöku í byrjun október 2013 og aftur hinn 17. desember 2013. Hinn 22. apríl 2014 hefði verið skráð í kerfi lögreglu að rannsókn væri hætt og stefn andi væri farinn af landi brott og hinn 29. september 2015 hefði stefnanda verið tilkynnt um þau rannsóknarúrræði sem beitt hefði verið í málinu. Málið hefði verið sent til héraðssaksóknara í desember 2017. Tók vitnið fram að rannsóknin hefði verið umfangs mikil, en kvaðst ekki geta útskýrt þann drátt sem varð á meðferð málsins eða hvað hefði verið gert í málinu eftir að því var vísað frá héraðssaksóknara á árinu 2018 og aftur til rannsóknardeildar lögreglunnar. Þá tók vitnið fram að á árinu 2018 hefði farið af stað viðamikil rannsókn í öðru sakamáli. Að virtum gögnum málsins og fyrrgreindri skýrslu lögreglufulltrúa fyrir dóminum verður ekki talið að rannsókn málsins hafi verið haldið fram með eðlilegum hraða hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og verður dráttur þess ekki skýrður með umfangi málsins, st arfsmannabreytingum eða að embætti lögreglustjóra hafi verið með önnur umfangsmikil mál til rannsóknar á sama tíma. Verður að telja að óhóflegur dráttur hafi verið á rannsókn málsins, sem virðist hafa verið lokið í apríl 2014, en það var ekki sent ákæruval dinu fyrr en í árslok 2017, sem eins og fyrr segir endursendi málið aftur til lögreglu á árinu 2018. Það var síðan ekki fyrr en með bréfi lögreglustjóra 24. febrúar 2020 sem stefnanda var tilkynnt um að rannsókn málsins hefði verið hætt og málið fellt niðu r. Er þessi framkvæmd andstæð 2. málslið 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008, 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Verður stefndi því dæmdur til að bæta stefnanda miska vegna þessa óþar flega dráttar, sbr. b - lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum, en meta verður þennan drátt sem brot á friði og æru hans. Hefur sá dráttur sem varð á málinu ekki verið skýrður á fullnægjandi hátt. Verða bætur metnar að álitum og þykja í ljósi atvika hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur. Stefndi mótmælir upphafstíma vaxta - og dráttarvaxtakröfu stefnanda, en telur að verði fallist á kröfu stefnanda um greiðslu vaxta eigi að miða þá við dómsuppsögu. Þá mótmælir stefndi greiðslu vaxta sem fall ið hafi fjórum árum fyrir birtingu stefnu, með vísan til 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. 13 Stefnandi beindi fyrst kröfu að stefnda um greiðslu miskabóta með bréfi til ríkislögmanns, dags. 4. maí 2021. Er því fallist á kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta eins og hún er sett fram í stefnu, þannig að tildæmd fjárhæð beri dráttarvexti frá 4. júní 2021 samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Stefnandi krefst greiðslu vaxta vegna skaðabóta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá því að stefnandi var handtekinn þann 6. september 2012 og til 4. júní 2021. Samkvæmt ákvæðinu skulu k röfur um skaðabætur bera vexti frá og með þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað. Þeir skulu á hverjum tíma vera jafnháir tveimur þriðju hlutum vaxta sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1. málsl. 4. gr. Fram kom í skýrslu lögreglufulltrúa fyrir dóminum að í apríl 2014 hefði verið skráð í kerfi lögreglu að rannsókn væri hætt. Telur dómurinn rétt að miða við að þá hafi hið bótaskylda atvik átt sér stað. Samkvæmt ákvæði 9. gr. laga um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 fyrnist krafa um skaðabætur vegna líkamstjóns, þ.m.t. fyrir ófjárhagslegt tjón, á tíu árum. Er krafa stefnanda um greiðslu miskabóta því ófyrnd. Með vísan til framangreinds er fallist á kröfu stefnanda um greiðslu vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. maí 2014 til 4. júní 2021. Við aðalmeðferð málsins reisti lögmaður stefnanda málatilbúnað sinn einnig á því að ekki hefði verið gætt meðalhófs við meðferð málsins hjá lögreglu , stefnandi hefði verið handjárnaður þegar húsleit fór fram á dvalarstað hans, gerð hefði verið ólögmæt rannsókn á handlögðum búnaði, svo sem síma og tölvu, þar sem ekki hefði legið fyrir úrskurður dómara þess efnis, ekki hefði verið gætt hlutlægni við ran nsókn málsins, stefnandi hefði orðið fyrir fjártjóni vegna handlagðs síma, hann hefði ekki fengið öll haldlögð tæki til baka og lögregla hefði farið offari við rannsókn málsins. Þá vísaði stefnandi til sakamáls nr. S - 651/2014 og fjölmiðlaumfjöllunar sem þv í máli fylgdi til stuðnings dómkröfu sinni um aukinn miska. Stefndi mótmælti öllum þessum málsástæðum sem nýjum, of seint framkomnum og ósönnuðum. Hvorki verður séð af stefnu né endurritum úr þingbók að stefnandi hafi reist málssókn sína á hendur stefnda á þessum grunni. Eru málsástæður þessar því of seint fram komnar, sbr. e - lið 1. mgr. 80. gr. og 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins, 3. nóvember 2021, var stefnanda veitt gjafsókn vegna málshöfðunar þessa rar. Var gjafsóknin takmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Að þessu virtu ber að greiða gjafsóknarkostnað stefnanda úr ríkissjóði, þar með talda þóknun lögmanns stefnanda, Kristjáns Ágústs Flygering lögmanns, sem telst hæfilega ákveðin 1.200.000 k rónur. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að málskostnaður á milli aðila falli niður. Mál þetta fluttu Kristján Ágúst Flygenring lögmaður fyrir stefnanda, en Óskar Thorarensen lögmaður fyrir stefnda. 14 Ragnheiður Snorradóttir héraðsd ómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Tony Omos, 1.500.000 krónur með v öxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. maí 2014 til 4. júní 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. m gr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, 1.200.000 krónur. Ragnheiður Snorradóttir