D Ó M U R 10 . nóvember 202 3 Mál nr. E - 3064 /20 23 : Stefnandi: A ( Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður) Stefndi: Sjóvá - Almennar tryggingar hf. ( Heiður Heimisdóttir lögmaður) Dóma r ar : Arnaldur Hjartarson , héraðsdómari og dómsformaður , Finnur Vilhjálmsson , settur héraðsdómari , og Halldór Baldursson bæklunarlæknir 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 10 . nóvember 2023 í máli nr. E - 3064 /20 23 : A ( Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður) gegn Sjóvá - Almennum tryggingum hf. ( Heiður Heimisdóttir lögmaðu r ) Mál þetta, sem var dómtekið 18 . októ ber sl., var höfðað 3 . maí 20 23 . Stefnandi er A , . Stefndi er Sjóvá - Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda vegna þess líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í vinnuslysi 21. nóvember 2021. Þá er krafist málskostnaðar , eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál . Stefndi krefs t sýknu og málskostnaðar. I Mál þetta varðar ágreining um það hvort stefnandi eigi rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu fyrrum vinnuveitanda síns vegna slyss á vinnustað hennar. Nánari t ildrög málsins eru þau að stefnandi varð fyrir slysi að morgni 21. nóvember 2021 í starfi sínu hjá X , en það félag rekur meðal annars verslun í gestamiðstöð í [þjóðgarði] , . Stefnandi hafði starfað í versluninni frá ágúst 2021. Ágreiningslaust er að snjóað hafði nóttina fyrir slysið. Stefnandi kveðst umræddan dag hafa ætlað að sýna hópi viðskiptavina hvar salerni væri á svæðinu. Hún hafi því gengið út um dyr gestamiðstöðvarinnar og síðan niður aflíðandi ramp. Henni hafi þar skrikað fótur og þá hafi hún fallið aftur fyrir sig með þeim afle i ðingum að höf uð hennar, hnakki, bak og hendur hafi skollið af miklu afli á rampinn. X hafði keypt frjálsa ábyrgðartryggingu hjá stefnda . Ágreiningslaust er að sú trygging var í gildi á slysdegi. Stefndi fellst á að stefnandi hafi orðið fyrir slysi umræddan dag, en byggir á því að stefnandi hafi ekki dottið á umræddum rampi , heldur á steyptum palli við hlið rampsins. Stefnandi leitaði samdægurs á bráðadeild Landspítala. Í gögnum málsins liggur fyrir umfjöllun Sæva rs Þórs Vignissonar, læknis á bráðadeild, sem skráð var í bráðamóttökuskrá á slysdegi . Þ ar kemur fram að ástæða komu sé höfuðhögg. Stefnandi hafi runnið á svelli fyrir utan vinnustað sinn . Hún hafi lent á vinstri öxl/olnboga og baki og skollið með hnak kann í svellið. Hún hafi ekki misst meðvitund og muni eftir slysinu . Tvívegis hafi hún kastað upp næstu tvær klukkustundirnar eftir fallið og fundið 2 fyrir vanlíðan. Fram kemur að hún neiti því aðspurð að finna fyrir svima, sjóntruflunum, mæði eða miklum hö fuðverk. Hún hafi áður leitað á læknamóttökuna sem sent hafi hana á bráðamóttöku. Um skoðun á stefnanda ritar læknirinn að lífsmörk séu stöðug. Hún sé ekki veikindaleg að sjá og beri sig þokkalega. Engin áberandi bólga, m ar eða yfirborðsáverk ar séu sjáanle g á höfði, búk eða útlimum stefnanda . Eðlileg hreyfigeta sé í hrygg og hálsi, en stefnandi sé stíf í hálsinum. Hún sé aum við þreifingu yfir - hryggja r tindum. Skoðun á vinstri h e nd i leið i í ljós þreifieymsli ( ) yfir fremri hluta upparmsleggjarhöfuðs ( ) í öxl. Einnig séu þreifieymsli yfir sveifarhöfði ( höfði ) á olnboga. Eðlileg hreyfigeta sé við axlarlið og olnboga en stefnandi fái verkjaseyðing við fulla hreyfingu. Um taugaskoðun segir að hún hafi verið eðlileg. Röntgenmyndir af vinstr i öxl og olnboga sýni ekki merki um beináverka. Engin rauð flögg séu í sögu eða skoðun með tilliti til hö fuðhöggs. Hún hafi fengið heilahristing og fái því bækling með upplýsingum um höfu ðhögg. Hún hafi útskrifast heim í samráði við sérfræðing. Endurkoma sé ekki áætluð nema beri á versnandi einkennum. Samkvæmt tilkynningu X til Vinnueftirlitsins, sem sögð er skrásett 26. nóvember 2021, hafði stefnandi verið fyrir utan þjónustumiðstöðina að leiðsegja rigning sem fraus við jörðu þannig að flughálka myndaðist á skömmum tíma. Starfsmaðurinn lenti á olnboga og fékk höfuðhögg. Eftir atvikið fann starfsmaður fyrir og undirgengist læknisskoðun. Í sérstökum reit á eyðubl aðinu er ætlast til að tiltekin sé Þess skal getið að í málinu liggur fyrir bréf Vinnueftirlits ríkisins til þáverandi lögmanns stefnanda, dags. 19. maí 2022, þar sem fram ke mur að fyrrgreind tilkynning vinnuveitanda hafi borist stofnuninni 25. nóvember 2021, þ.e. fyr r en upplýsingar í sjálfri tilkynningunni miða st við , og er ágreiningslaust í málinu að leggja beri þá tímasetningu til grundvallar . Í bréfinu segir einnig að slysið hafi ekki verið rannsakað af Vinnueftirlitinu. Einnig liggur f yrir í gögnum málsins sameiginleg tilkynning X og stefnanda til Sjúkratrygginga Íslands um slysið, dags. 15. desember 2021, en skjalið var undirrit a ð af stefna nda 21. sama mánaðar. Þar kemur fram orðrétt hin sama lýsing á tildrögum slyssins og er að finna í fyrrnefndri tilkynningu X til Vinnueftirlitsins. Stefnandi leitaði aftur á bráðamóttöku Landspítala 16. desember 2021 og var þ á skoðuð af Söru Margréti Guð nýjardóttur lækni. Í bráðamóttökuskrá er skráð um sögu stefnand a að hún sé áfram með verki í vinstri öxl og olnbogum. Eymsli séu yfir þjóvöðva ( ) vinstra megin. Hún eigi erfitt með að klæða sig í föt og segist vera 3 á líði henni illa í bifreiðum og þoli illa áreiti. Ekki hafi hún kastað upp og ekki sé hún með höfuðverk eða svima. Um greiningu læknis segir í skjalinu að um sé að ræða væg heilahristingseinkenni en við greiningu bætist tognun og ofreynsla á axlarlið, hál shrygg og loks á olnboga. Líklegast hafi stefna nd i tognað í þríhöfðasin ( ) og öxl. Væg bólga sé á þjóvöðva svæði vinstra megin. Stefnandi fái beiðni í sjúkraþjálfun og parkódín til verkjastilling ar . Loks hafi stefnanda verið ráðlagt að gefa þessu fjórar til sex vikur til viðbótar, en verði hún áfram verkjuð þá skuli hún leita til heimilislæknis . Hinn 30. maí 2022 leitaði stefnandi til Ólafar H. Bjarnadóttur, tauga - og endurhæfingarlæknis. Í göngudeildarskrá ni ngu læknisins kemur fram að einkenni sem stefna n di lýsi séu verkir á rasssvæði, sem alltaf séu til staðar þegar hún sitji og hreyfi sig og þegar hún beygi sig fram . Verkir í hálsi séu alltaf til staðar . Hún vakni án höfuðverk jar en síðan birtist höfuðverku r sem þrýstingur yfir daginn við hreyfingu og áreiti. Fram hafi komi ð í lok viðtals að stefnanda gangi nú betur að hreyfa sig og hún fari í göngutúra í 10 mínútur sem geti verið án einkenna á góðum degi. Við áreiti og þegar hún sé með höfuðverk upplifi hún þreytu og kasti þá enn upp. Nánar er fjallað um skoðun læknisins í skjalinu en síðan kemur fram það álit að við höfuðhöggið hafi stefnandi ef til vill fengið vægan heilahristing. Þetta sé þó óljóst því uppköst séu enn til staðar og tengist trúlega öðru líffærakerfi en heila. Engin örugg merki hafi komið fram í viðtalinu um vitræna skerðingu. Öll einkenni sem vart verði í dag séu ósértæk og séu metin afleiðing stoðkerfiseinkenna, aðallega hálshnykkur, spennuhöfuðverku r og spennusv imi, sem og óþægindi á mjaðmasvæði. Það komi fram streita og vanlíðan vegna heilsubrests og ef til vill hræðsla við virkni eða hreyfingu. Svefn sé að lagast og hún finni fyrir minni verkjum í kjölfarið. Um félagssögu stefnanda segir meðal annars að hún sé en eftir árið 2013 hafi hún verið með aukna virkni . Um ráðleggingar læknisins segir að stefnandi fái með sér leiðbeiningar um teygjur á hálsi og herðum sem hún sé hvött til að gera daglega. Almennt hafi verið rætt um streitu og leiðir til að draga úr henni. Þá geti stefnandi lagt sig í 10 mínútur eða hvílt sig með öðrum hætti þegar þreyta sé yfirþyrmandi. Rætt um að uppk ö st gætu tengst álagi, en sé svo ekki þarfnist það nánari skoðunar. Loks kemur fram að eftirfylg ni læknisins sé ekki fyrirhu guð. Þáverandi l ögmaður stefnanda ritaði stefnda bréf, dags. 23. júní 2022, þar sem farið var fram á að stefndi viðurkenndi bótaskyldu úr launþegatryggingu vinnuveitanda stefnanda og úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans , en í máli þessu er aðeins deilt u m ætlaða bótaskyldu stefnda á grundvelli síðarnefndu tryggingarinnar . Í bréfinu var tildrögum slyssins lýst með þeim hætti að stefnandi hefði stigið út á stétt fyrir utan verslunina. Snjóföl hefði verið á stéttinni og þegar stefnandi hefði stigið á auðan s tað á stéttinni hefði hún runnið áfram og skollið aftur á bak. Þess skal getið að í umboði 4 stefnanda til umrædds lögmanns, dags. 14. júní 2022, kemur fram um tildrög slyssins að stefnandi hafi gengið eftir stétt og runnið á svelli undir snjó. Þessu m upplýs ingum er hér haldið til haga þar sem stefndi byggir á því að þessi lýsing bendi til þess að ekki fái staðist sá málatilbúnaður stefnanda fyrir dómi að hún hafi fallið á umræddum rampi , eins og nánar er rakið hér á eftir . Bréfinu svaraði stefndi með tölvubréfi 24. júní 2022 þar sem fallist var á að slysið félli undir slysatryggingu launþega. Þess skal getið að stefndi greiddi stefnanda síðar bætur úr þeirri tryggingu og liggur greiðslukvittun af því tilefni fyrir í gögnum málsins. Hvað ábyrg ð artryggingu vinnuveitanda varðaði kom fram í tölvubréfinu 24. júní 2022 að n ánar yrði skoðað hvort slysið félli undir þá tryggingu , en áður yrði haft samband við vinnuveitanda stefnanda. Að beiðni lögmanns stefnanda ritaði Stefán Dalb erg bæklunarlæknir vottorð, dags. 30. júní 2022, um heilsu stefnanda. Þar kemur fram að afleiðingar slyssins hafi háð stefnanda bæði við vinnu og almennt séð. Hún hafi hlotið tognun á hálsi og herðum, tognun á öxlum, heilahristing, tognun á mjóbaki og spja ldhryggjarsvæði ( svæði ) auk tognunar á báðum olnbogum. Þá hafi hún verið plöguð af höfuðverk og öðrum aukaverkunum eftir höfuðhöggið. Þess skal getið að í upphafi vottorðsins segir að stefnandi hafi orðið fyrir vinnuslysi en síðar í vottorðinu er að finna bersýnilega Með bréfi, dags. 9. september 2022, ítrekaði l ögmaður stefnanda beiðni sína til stefnda um afstöðu til bótaskyldu úr umræddri ábyrgðartryggingu . Svar stefnda við því bréfi hafði ek ki borist þegar s tefnandi bar málið undir ú rskurðarnefnd í vátryggingamálum með bréfi, dags. 28. september 2022. Stefndi skilaði greinargerð til nefndarinnar, dags. 24. október 2022, þar sem fram kemur að aðilum beri saman um tildrög slyssins, þ.e. að stefnandi h af i runnið á rampi vegna hálku. Þessu er haldið til haga þar sem stefndi byggir nú á því að þessi málsatvi kalýsing fái ekki staðist, eins og nánar er rakið hér á eftir. Með úrskurði, dags. 6. desember 2022, í máli nr. 311/2022 hafnaði nefndin kröfum stefnanda í málinu . Stefnandi óskaði eftir mati utan réttar á varanlegum afleiðingum slyssins. Með matsgerð, d ags. 19. mars 2023, komust Sigurjón Sigurðsson bæklunar læknir og Kristinn Tómasson, embættis - og geðlæknir, að þeirri niðurstöðu að stefnandi hefði fengið heilahristing við umrætt slys og glím d i enn við einkenni eftir heilahristing, hálstognun, tognun á öx l og olnbogum, auk tognunar á mjóbaki. Telja y rði að slys þar sem tjónþoli væri við vinnu sína og f é lli aftur á bak í mikilli hálku á hnakka og höfuð v æri til þess fallið að valda tjóni þessu, sem síðan h efð i verið lýst í beinu framhaldi í sjúkraskrá og aftur við eftirfylgd lækna. Heilsufar stefnanda h efð i talist stöðugt þegar ár h efð i verið liðið frá slysi, þ.e. 21. nóvember 2022. Hún h efð i verið óvinnufær á þessu tímabili, þ.e. 5 í eitt ár frá og með slysdegi. Stefnandi h efð i orðið fyrir varanlegum miska sem metinn væri til 15 stiga . Lögð hafa verið fram gögn úr gagnabanka Veðurstofu Íslands , sem skráð voru úr veðurstöð [í þjóðgarðinum] . Þar segir að meðalhiti 21. nóvember 2021 hafi verið 0,3 °C . Hæst hafi hiti farið í 4,7 °C þann dag en lægst í mínus 4 ,2 °C . Heildarúrkoma er skráð 16 mm þann dag. Loks skal þess getið að í málinu liggur fyrir ódagsettur gátlisti X . Þar kemur meðal annars fram að sanda eigi báða rampa sem ligg i að umræddri verslun þegar hált sé. Því næst segir að þetta skuli vera f yrsta verk starfsma nns sérverkefna . Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi stefnandi, B , sem starfaði með stefnanda í fyrrnefndri verslun á slysdegi en er nú verslunarstjóri í annarri verslun fyrirtækisins, C , sem var verslunarstjóri á slysdegi en er nú mannauðsstjóri fyrirtækisins , og loks Sigurjón Sigurðsson bæklunarlæknir, sem stóð að fyrrnefndu mati sem stefnandi aflaði utan réttar fyrir höfðun málsins. II Stefnandi byggir dómkröfu sína á því að líkamstjón hennar megi rekja til hálku á fyrr nefndum rampi við aðalinngang verslunarinnar sem sé því í alfaraleið. Fyrrum vinnuveitandi stefnanda hafi mátt búast við mikilli umferð gangandi vegfarenda þann dag er stefnandi slasaðist. Ábyrgð stefnda sé reist á almennum og óskráðum reglum skaðabótarétt arins, sakarreglunni, reglunni um ábyrgð vinnuveitanda á saknæmri háttsemi starfsmanna sinna og húsbóndaábyrgð, auk reglunnar um nafnlaus mistök. Sú athafnaskylda hafi hvílt á vinnuveitanda stefnanda og starfsmönnum félagsins að gera allar mögulegar ráðst afanir til að tryggja öruggt aðgengi að versluninni og öryggi þeirra er áttu erindi í verslun félagsins, þ ar á meðal að koma í veg fyrir að tjón gæti hlotist af ísingu og hálku á aðgönguleið við húsnæði verslunar félagsins. L íkamstjón stefnanda megi rekja til saknæmrar og ólögmætrar vanrækslu fyrrum vinnuveitanda hennar á því að sinna hálkuvörnum með forsvaranlegum hætti. Stefndi beri fébótaábyrgð á þeirri saknæmu og ólögmætu háttsemi sem orsakað hafi líkamstjón stefnanda á grundvelli ábyrgðartr yggingar vinnuveitandans . L ögð sé sérstök athafnaskylda á eigendur og rekstraraðila mannvirkja til að haga aðbúnaði húsnæðis með þeim hætti að ekki hljótist tjón af. Þ essi skylda sé enn ríkari þegar um sé að ræða húsnæði sem hýsi atvinnustarfsemi þar sem búast megi við mikilli aðsókn almennings, s vo sem vegna verslunarrekstu rs . Sú ríka ábyrgð sem hvíli á fyrrum vinnuveitanda stefnanda geri það að verkum að beita eigi afar ströngu sakarmati á háttsemi og/eða athafnaleysi félagsins og starfsmanna þess . Sly s stefnanda sé að rekja til þess að hálkuvörnum hafi ekki verið sinnt, auk þess sem um hafi verið að ræða skort á varúðarmerkingum og lélega verkstjórn. 6 Vinnuveitanda og starfsm önnum hans hafi borið að sjá til þess eftir föngum að aðgengi að verslun félag sins væri hættulaust, þ ar á meðal að gera viðhlítandi ráðstafanir til að eyða hálku á helstu gönguleiðum að verslun inni , s vo sem með því að skafa, salta og sandbera. Eins og aðstæðum hafi verið háttað umrætt sinn, þ.e. að þunnt lag af snjó hafi legið yfi r hálum rampinum sökum ísingar, hafi tafarlausar og viðeigandi ráðstafanir verið nauðsynlegar til að tryggja að þeir sem ættu þar leið um, hvort sem um væri að ræða starfsmenn eða viðskiptavini félagsins, yrðu ekki fyrir tjóni sökum hálku og ísingar á hels tu aðgönguleið að verslun fyrirtækisins . Við mat á sök verði að líta til þess að frost hafi verið á slysdegi og snjóað hafi dagana fyrir slys stefnanda. Þá hafi snjór og bág birtuskilyrði gert það að verkum að stefnandi hafi ekki orðið hálkunnar v ö r, fyrr en um seinan. Auk þess hafi viðeigandi varúðarmerkingum ekki verið komið upp . Þá hafi verkstjórn verið áfátt . V erkstjóri stefnanda starfi í umboði vinnuveitanda en hafi ekki gripið til allra sanngjarn r a ráðstaf a na til að tryggja öryggi stefnanda á vinnustað hennar. Svo virðist sem yfirmenn stefnanda hafi látið það óátalið að hálkuvörnum væri ekki sinnt á slysdegi, sem megi rekja til skorts á tilgreindu verklagi og verkstjórn. Á lykta megi sem svo að verkstjóri hafi ekki sinnt frumkvæðisskyldu sinni samkvæmt 23. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum til að tryggja öryggi á vinnustað stefnanda, sbr. 20 . til 23. gr. sömu laga. Vanræksla á tilkynningarskyldu samkvæmt 79. gr. laga nr. 46/1980 l eiði til þess að leggja be ri framburð stefnand a til grundvallar um aðstæður á slysstað, tildrög og orsakir slyssins , þar á meðal um það að umræddur rampur hafi verið verulega háll sökum ísingar og ógerningur fyrir stefnanda að gera sér grein fyrir hættunni sökum bágra birtuskilyrða , auk snjólags sem þakið hafi að mestu gönguleið stefnanda. F ramangreindur vanbúnaður brjóti í bága við 3. gr. regl na nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða, sbr. 13. gr. laga nr. 46/1980. V innuveitanda beri ekki aðeins að tryggja að fyllsta öryggis og aðbúna ðar sé gætt innan húss, heldur einnig utan húss, sbr. 41. gr. téðra laga. Í þeim efnum ber i atvinnurekanda að gæta þess að fylgt sé viðurkenndum stöðlum og ákvæð um laga og reglugerða, sem varði aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum, sbr. 42. gr. téðra laga. Þá sé vísað til 3. gr. og 41. gr. reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða sem settar hafa verið af stjórn Vinnueftirlits ríkisins. F ramangreindur aðbúnaður við inngang verslunar innar hafi loks brotið í bága við 13. gr., sbr. 42. gr. , laga nr. 46/1980. Stefnandi hafni því alfarið að eiga nokkra sök á slysi sínu. Sökum aðstæðna á slysstað hafi stefnandi ekki gert sér grein fyrir þeirri hættulegu ísingu sem hafi verið á slysstað o g haf i stefnandi tali ð sig geta treyst því að hálkuvörnum hef ði verið sinnt, eins 7 og alla jafnan hafi verið raunin. Sé fráleitt að halda því fram að tjón stefnanda sé að rekja til stórkostlegs gáleysis hennar sjálfrar, sbr. 23. gr. a. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Með vísan til fyrirliggjandi heilsufarsgagn a hafi stefnandi sannarlega lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um skaðabótaskyldu ábyrgðartryggjanda fyrrum vinnuveitanda sín s , sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um aðild stefnda sé vísa ð til 44. gr. laga nr. 30/2004 um vát rygginga r samninga. Þess skal loks getið að undir rekstri málsins féll stefnandi frá málsástæðum um óforsvaranlega lýsingu á vettvangi slyssins. III Stefndi kveðst byggja sýknukröfu sína á því að slysið sé ekki að rekja til atvika eða aðstæðna sem vátryggingartaki beri skaðabótaábyrgð á að lögum. Af gögnum málsins megi ráða að orsök slyssins hafi verið óhappatilviljun og/eða hrein eigin sök stefnanda. Skilyrðum sakarreglunnar sé ekki fullnægt og hafni stefndi bótaábyrgð. Ósannað sé að slys stef nanda sé að rekja til atvika sem vátryggingartaki eða starfsmenn hans beri skaðabótaábyrgð á að lögum. Þannig sé ósannað að slys stefnanda verði rakið til vanrækslu á skyldum sem á vinnuveitanda hvíli samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/198 0 og reglum sem settar séu með stoð í þeim lögum. Í fyrsta lagi byggi stefndi á því að vinnuaðstæður hjá vátryggingartaka hafi verið forsvaranlegar og því sé hafnað að óhapp stefnanda sé afleiðing af óforsvaranlegum vinnuaðstæðum. Þvert á móti hafi vátryggingartaki uppfyllt al lar skyldur samkvæmt lög um og reglugerð um og verði því ekki talinn bera ábyrgð á slysi stefnanda. V átryggingartaki hafi í hvívetna uppfyllt þær lagakröfur sem á honum hvíl i sem vinnuveitanda, s vo sem samkvæmt ákvæðum 13. og 42. gr. laga nr. 46/1980. Að sama skapi hafi starfsemi vátryggingartaka uppfyllt þær kröfur sem gerðar séu í 3. gr. reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða. Samkvæmt stefnu hafi stefnandi verið nýlega mætt til vinnu þegar óhapp ið hafi átt sér stað að morgni 21. nóvember 2021. Fyrr um morguninn hafi tiltekin samstarfskona stefnanda farið út og mokað snjó af rampi þeim sem ligg i frá bifreiðastæði og að versluninni. Eins og fram komi í verklagi vátryggingartaka sé rampurinn sandaðu r þegar hált sé . Ekki hafi svo háttað til umræddan morgun þar sem einungis laus snjór h a fi fallið um nóttina. Fullyrðingum í stefnu um að líkamstjón stefnanda megi rekja til hálku á umræddum rampi sé með öllu mótmælt. Hið rétta sé að stefnandi hafi ekki verið á rampinum þegar hún féll, heldur hafi hún verið á palli til hliðar við rampinn. Stefnandi hafi vitað eða mátt vita að það kynni að vera hált á þessu svæði , enda sé það ekki upphitað eða aðrar sérstakar öryggisráðstafanir gerðar þar sem pallurinn f a lli ekki undir það að vera helsta gönguleið að versluninni. Gáleysi stefnanda sé því orsök slyssins. 8 Ótækt sé því að gera kröfu til þess að starfsmenn vátryggingartaka hafi verið búnir að gera öryggisráðstafanir á pallinum umræddan morgun. Þessu til stuðni ngs vísar stefndi til þess að umræddur pallur ligg i ekki næst aðalinngangi verslunarinnar. Eins og fram k omi í stefnu kveð i stefnandi að ávallt hafi verið sandað og saltað þegar snjór og hálka hafi myndast við inngang verslunarinnar , enda samræmist það v erklagi vátryggingartaka. Verklag vátryggingartaka yfir vetrarmánuði na sé á þá leið að sandaðar sé u allar helstu gönguleiðir, þ ar á meðal rampurinn, ef þörf sé á. Stefnandi hafi hins vegar verið á palli til hliðar við rampinn. Hinn 21. nóvember 2021 hafi ekki verið talið tilefni til þess að sanda rampinn heldur hafi hann verið mokaður til þess að viðskiptavinir kæmust leiðar sinnar. Þá hafi engin sambærileg atvik orðið , fyrir utan verslunina eða á rampinum, þennan dag eða dagana á undan/eftir vegna hálk u og ekki hafi heldur nein gögn verið lögð fram þess efnis. Ósannað sé að tjón stefnanda sé að rekja til vanbúnaðar vinnustaðarins. Eðli málsins samkvæmt m egi alltaf búast við einhverri hálku á útisvæði. Atvikið hafi orðið um hávetur og þann dag sem atvikið varð hafi verið rigning , sem frosið hafi við jörðu . Þar af leiðandi hafi mynda st flughálka á skömmum tíma. Almennt m egi gera þá kröfu að fólk sé undir það búið að hálka geti leynst á pöllum, vegum og stígum, þá sérstaklega utan alfaraleiðar yfir vetrarmánuði og gef i það vegfarendum almennt aukið tilefni til þess að fara varlega. Í öðru lagi sé því hafnað að vátryggingart aki og starfsmenn hans hafi á nokkurn hátt gerst brotlegir við ákvæði laga eða reglna í umrætt sinn, svo sem um ráðstafanir til að draga úr hálku á vinnustað stefnanda. Það sé því ósannað að óhapp stefnanda sé að rekja til meints athafnaleysis vátryggingar taka eða samstarfsmanna stefnanda. Verklag v átryggingartak a hafi uppfyllt kröfur laga nr. 46/1980 og reglugerða sett ra á grundvelli þeirra, s vo sem ákvæði 41. gr. reglna nr. 581/1995. Það sé því rangt sem haldið sé fram í stefnu að aðgerðir til að varna h álku á rampinum hafi skort. Í fyrsta lagi hafi stefnandi verið á palli til hliðar við rampinn er hún féll og í öðru lagi hafi vátryggingartaki gert nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við þær lagakröfur sem á honum hvíla. Þar sem gönguleiðin hafi verið moku ð hafi vátryggingartaki séð til þess að viðskiptavinum og öðrum stafaði ekki hætta af hálku og ísingu á umferðarleiðinni. Þ ví sé þannig mótmælt að vátryggingartaka hafi einnig borið að koma upp viðeigandi varúðarmerkingum, sbr. reglugerð nr. 707/1996 um öryggis - og heilbrigðismerkingar á vinnustöðum. Stefndi mótmæli því að stefnandi sjálf hafi verið grandlaus um meinta hálkueiginleika rampsins. Eins og áður seg i hafi stefnandi verið á palli til hliðar við rampinn þegar hún féll , en hún hafi starfað hjá s tefnda um nokkurt skeið áður en óhappið varð og því margoft farið um svæðið áður. S tefndi geti ekki borið ábyrgð á því að 9 stefnandi hafi kosið að fara á pallinn til hliðar við rampinn til þess að sýna ferðamönnum hvar salernið væri. V erkstjórn vátrygginga rtaka hafi í engu verið áfátt , enda hafi rampurinn verið mokaður og verkstjóri stefnanda því sinnt þeirri frumkvæðisskyldu sinni að tryggja öryggi á vinnustað stefnanda, sbr. 20 . til 23. gr. laga nr. 46/1980 . H álkuvörnum hafi því verið sinnt á slysdegi og enginn skortur hafi verið á verklagi og verkstjórn . Í þriðja lagi byggi stefndi á því að stefnandi verði að bera fulla ábyrgð á tjóni sínu vegna óhappatilviljunar. At vikið hafi átt sér stað snemma morguns o g hafi stefnandi því gengið yfir svæðið þar sem bæði rampurinn og pallurinn séu stuttu áður en atvikið átti sér stað. Atvikið teljist aðeins vera óhappatilviljun ellegar eigin gáleysi stefnanda um að kenna. Hún hafi þekkt til aðstæðna og henni hafi mátt vera ljóst að hálka væri á umr æddum palli. Stefnandi þurfi því að bera tjón sitt að fullu , enda verð i vátryggingartaka eða starfsmönnum hans, er sinnt hafi hálkuvörnum umræddan dag, ekki um það kennt. Í fjórða lagi mótmæli stefndi því að vátryggingartaki hafi vanrækt tilkynningarskyldu sína um óhapp stefnanda til Vinnueftirlitsins og að það skuli leiða til þess að stefndi skuli bera hallann af meintum sönnunarskorti um orsök óhappsins og aðstæður á slysstað. St efnandi hafi ætlað sér að halda áfram að afgreiða eftir atvikið en verið sagt að fá sér sæti og jafna sig. Tveimur klukkustundum síðar hafi verslunarstjóri komið og leyst hana af og eiginmaður stefnanda sótt hana. Ljóst sé að háttsemi stefnanda eftir atvik ið hafi ekki gefið vátryggingartaka tilefni til þess að ætla að um óvinnufærni væri að ræða. Ljóst sé af gögnum málsins að tilkynning atvinnurekanda hafi borist Vinnueftirliti ríkisins 2 5. nóvember 2 021. Slysið hafi því verið tilkynnt fjórum dögum eftir a ð atvikið átti sér stað og því hafi skilyrð um 79. gr. laga nr. 46/1980 verið fullnægt . Þess skal loks getið að upphaflega byggði stefndi einnig á því að engin orsakatengsl væru á milli slyss stefnanda og ætlaðs tjóns hennar , en það gæti heldur ekki talist sennileg afleiðing slyssins. Í þeim efnum væri matsgerð þeirra Sigurjóns Sigurðssonar og Kristins Tómassonar, sem aflað hefði verið einhliða af stefnanda, haldin verulegum ágöllum. Leiddi sá málatilbúnaður til þess að dómurinn var meðal annars skipaður sérfróðum meðdómsmanni. Í málflutningi v ið aðalmeðferð málsins féll stefndi frá málsástæðum í þessa átt og deilir því ekki lengur um það að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni við slysið, enda þótt enn sé deilt um það hvort vátryggingartaki beri bót aábyrgð á því slysi sem leitt geti til þess að stefnda beri að greiða bætur vegna þess. 10 IV A Stefnandi höfðar mál þetta til viðurkenningar á bótaskyldu stefnda vegna líkamstjóns sem stefnandi kveðst hafa orðið fyrir við störf sín hjá X 21. nóvember 2021 . Á greiningslaust er að félagið hafði keyp t frjálsa ábyrgðartryggingu af stefnda sem var í gildi á slysdegi. Stefndi vefengir ekki að slys hafi átt sér stað og að það hafi valdið stefnanda tjóni. Aftur á móti byggir hann á því , eins og þegar er rakið, að það hafi átt sér stað með nokkuð öðrum hætti en stefnandi heldur fram og að skilyrði fyrir skaðabótaskyldu vátryggingartaka séu auk þess ekki uppfyllt í málinu. Þar með sé ekki unnt að fallast á dómkröfu stefnanda . Í upphafi deildu aðil ar um það hvenær vátryggingartaki hefði tilkynnt slys stefnanda til Vinnueftirlits ríkisins. Undir rekstri málsins urðu aðilar ásáttir um að leggja bæri til grundvallar að slík tilkynning hefði borist Vinnueftirlitinu 25. nóvember 2021, þ.e. fjórum dögum e ftir slysið. Ágreiningslaust er að s amstarfsmenn stefnanda voru ekki sjónarvottar að slysinu og miðað við það sem fyrir liggur í málinu, meðal annars um samskipti hennar við þá á slysdegi , telst ósannað gegn mótmælum stefnda að aðstæður hafi verið með þeim hætti að vinnuveitanda h afi borið að tilkynna slysið fyrr en raun bar vitni, sbr. 1. og 2. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980 , þannig að áhrif hafi við beitingu sönnunarreglna í málinu . B Málsaðilar eru sammála um að sn jóað hafði nóttina fyrir slys stefnanda. Þá greinir aftur á móti á um það hvar nákvæmlega slys ið átti sér stað. Nánar tiltekið byggir stefnandi á því að hún hafi fallið á aflíðandi rampi fyrir utan verslunina en stefndi heldur því fram að slysið hafi átt sér stað á steinsteyptum palli við hlið rampsins. Frásögn stefnanda fær stoð í afdráttarlausum ummælum um að stefnandi hafi runnið í hálku á umræddum rampi, sem bæði koma fram í fyrr nefndri tilkynningu vátryggingartaka til Vinnueftirlits ríkisins vegna slyssins og í síðari tilkynning u hans til Sjúkratrygginga Íslands , sem einnig var undirrituð af stefnanda . Stefndi leiddi fyrir dóm vitnin B , sem starfaði með stefnanda í fyrrnefndri verslun á slysdegi en er nú verslunarstjóri í annarri verslun vátryggingartaka , og C , sem var verslunarstjóri á slysdegi en er nú mannauðsstjóri fyrirtækisins. Þess skal getið að B var sá starfsmaður sem átti að annast hálkuvarnir umræddan dag samkvæmt fyrrnefndum gátlista vátryggingartaka . Hvorug t vitnanna var sjónarvottur að slysinu en bæði báru þ au fyrir dómi að stefnandi hefði tjáð þeim eftir slysið að hún hefði fallið á palli num við hlið rampsins. Kvaðst vitnið C ekki kannast við það að rignt hefði þennan dag. Þegar ólík málsatvikalýsing úr tilkynningu vinnuveitanda til Vinnueftirlits ríkisins var borin undir 11 C , þar sem bæði er vísað til þess að stefnandi hafi fallið á rampinum og að þann dag hafi verið rigning , sem frosið hafi við jörðu þanni g að flughálka myndaðist á skömmum tíma, svaraði hún því til að hún hefði ekki skrifað tilkynninguna, heldur rekstrarstjóri vátryggingartaka , þótt hún hefði verið honum innan handar í þessum efnum . Hún kvaðst ekki vita til þess að rekstrarstjórinn hefði ve rið í neinum samskiptum við stefnanda vegna málsins . Skilja mátti orð hennar með þeim hætti að tilkynning vinnuveitanda hefði byggst á upplýsingum sem hún lét rekstrarstjóra í té, en að hann kynni að hafa skráð atriði með röngum hætti þar sem hann væri hug sanlega ekki kunnugur staðháttum á vettvangi slyssins. Fyrrgreind vitni starfa , eins og áður segir , sem yfirmenn hjá vátryggingartaka , sbr. einnig 59. gr. laga nr. 91/1991 og til nokkurrar hliðsjónar dóm Landsréttar 20. mars 2020 í máli nr. 335/2019 . Að þessu virtu og í ljósi ósamræmi s á milli framburðar þeirra annars vegar og hins vegar afdráttarlausra r máls atvika lýsinga r vátryggingartaka sjálfs í tilkynningu til Vinnueftirlits ríkisins og síðar til Sjúkratrygginga Íslands, sem samræm i st vel málatilbúnað i stefnanda sjálfrar, telst nægilega sannað að mati dómsins að stefnandi hafi fallið á umræddum rampi en ekki á palli við hlið rampsins . Við þessari niðurstöðu hrófla ekki önnur gögn málsins , svo sem ummæli í umboð i stefnanda til fyrrum lögmanns hennar og kröfubréf þess lögmanns þar sem sagði að stefnandi hefði gengið eftir stétt og runnið á svelli . E kki er enda unnt að draga þá ályktun að slík t almenn t orð alag stangist á við þá málsatvikalýsingu stefnanda sem birtist meðal annars í tilkynningu , sem hún undirritaði ásamt vátryggingartaka , til Sjúkratrygginga Íslands og hún hefur síðar byggt á athugasemdalaust gagnvart stefnda fyrir málshöfðunina, sbr. það sem áður greinir um málarekstur fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum , en þar féllst stef ndi á að leggja bæri til grundvallar að stefnandi hefði runnið í hálku á umræddum ramp i. C Stefnandi byggir , eins og áður segir, á því að hálka hafi verið á rampinum umrætt sinn. Ástæðu fallsins megi því rekja til saknæms skorts á hálkuvörnum af hálfu vátryggingartaka. Nánar tiltekið hafi vátryggingartaka og starfsmönnum hans borið að sjá til þess eftir föngum að aðgengi að verslun fyrirtæk isins væri hættulaust, þar á meðal að gera viðhlítandi ráðstafanir til að eyða hálku á helstu gönguleiðum að versluninni, svo sem með því að skafa, salta og sandbera. Undir rekstri málsins lagði stefndi fram gátlist a vátryggingartaka um ýmis verkefni í t engslum við rekstur verslunarinnar , en skjalið var lagt fram í kjölfar áskorunar stefnanda um að upplýs t yrði um það hvaða starfsmaður vátryggingartaka hefði borið ábyrgð á hálkuvörnum á slysdegi sem og hvernig slíku verklagi hefði verið háttað. Í skjalinu kemur meðal annars fram að sanda eigi báða rampa sem liggi að 12 umræddri verslun þegar hált sé. Því næst segir að þetta skuli vera fyrsta verk starfsmanns sérverkefna. Í dómaframkvæmd hefur þv í í trekað verið slegið föstu að almennt verði að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna þar sem starfrækt er verslun og sambærileg þjónusta til að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga leið um, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 13. mars 2008 í máli nr. 419/2007. Mat á nánari skyldum rekstraraðila að þessu leyti ræðst af atvikum hverju sinni. Þannig er ekki sjálfgefið að skyldur atvinnurekanda teljist jafnríkar gagnvart starfsmönnum hans , til dæ mis þeim sem beinlínis er ætlað að sinna hálkuvörnum í umboði vinnuveitandans, samanborið við almenna vegfarendur. Í hinu fyrirliggjandi máli er þó ágreiningslaust að B , samstarfsmanni stefnanda, hafði verið falið að sinna hálkuvörnum en ekki stefnanda. Hé r bætist við að atvinnurekandi skal tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað, sbr. 13. gr. laga nr. 46/1980, en skyldur vinnuveitanda í þeim efnum taka mið af því að vinnustaður merkir í lögunum umhverfi innan húss eða utan þar sem starfsmaður hefst við eða þarf að fara um vegna starfa sinna, sbr. 41. gr. sömu laga. Í samræmi við þetta og verklagsreglur í fyrrnefndum gátlista vátryggingartaka, sem meðal annars tóku til hálkuvarn a á aflíðandi römpum fyrir utan umrætt verslunarhúsnæði , mátti stefnandi treysta því að gætt væri að hálkuvörnum á rampi num sem hún féll á fyrir utan verslunina. Vitnið B lýsti því fyrir dómi að hún hefði mokað snjó af rampinum að morgni slysdags en ekki hefði verið þörf á að sanda þar sem ekki hefði gætt hálku. Sá framburður kemur aftur á móti ekki heim og saman við lýsingu stefnanda, sem fær stoð í lýsingu vátryggingartaka sjálfs í tilkynningu til Vinnueftirlits ríkisins og síðar í tilkynningu t il Sjúkratrygging a Íslands, en samkvæmt þeim skjölum var flughált á vettvangi slyssins. Verður að mati dómsins að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að veruleg hálka hafi verið á rampinum þegar stefnandi datt , en þess skal getið að í greinargerð st efnda kemur berum orðum fram að á slysdegi h af i verið rigning, sem frosið h af i við jörðu þannig að flughálka mynda ði st á skömmum tíma. starfsmanns sérverkefna að sanda rampinn þegar hált sé verður að líta svo á að vátryggingartaki hafi þar með undirstrikað mikilvægi þessa verkefnis . Misbrestur starfsmanns vátryggingartaka á að fylgja þessu eftir umræddan dag felur í sér saknæm a og ólögmæt a háttsemi, en ekki er byggt á þv í af hálfu stefnda að hálka hafi myndast svo skjótt og óvænt að fyrrnefndur starfsmaður vátryggingartaka hafi ekki getað áttað sig á því , en fyrir slíkri málsástæðu bæri stefndi auk þess sönnunarbyrði, sbr. dóm Hæstaréttar 21. mars 1996 í máli nr. 419/1994 sem birtur er í dómasafni réttarins á blaðsíðu 1002 það ár. 13 Að öllu framangreindu virtu verður fallist á það með stefnanda að vátryggingartaki beri ábyrgð, sem vinnuveitandi þess starfsmanns sem átti að annast hálkuvarnir , á því tjóni sem stefnandi varð fyrir er hún rann í hálku á rampinum . Á ður er getið um það að stefndi féll undir rekstri málsins frá málsástæðum um skort á orsakasamhengi og sennilegri afleiðingu. V iðurkennir hann nú að stefn an di hafi orðið fyrir ákveðnu tjóni vegna slyssins, enda þótt ekki sé tilefni til að fjalla um nákvæmt umfang þess í ljósi þess að stefnandi hefur aðeins uppi viðurkenningarkröfu í málinu . Í þessari niðurstöðu felst að e kki var einfaldlega um að ræða óhappatilvik, eins og stefndi hefur byggt málsvörn sína á . Þ á hefur stefndi ekki fært haldbær rök fyrir því að stefnandi teljist hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi umrætt sinn, sbr. 1. mgr. 23. gr. a laga nr. 50/1993 . Loks er haldlaus sú málsástæða stefnda að sýkna beri hann þar sem ekki liggi fyrir að aðrir haf i fallið á rampinum umræddan dag eða dagana á undan eða eftir að slys stefnanda átti sér stað . Eftir öllu framangreindu telst nægjanlega í ljós leitt að stefnandi varð í starfi sínu fyrir tj óni , sem fellur undir frjálsa ábyrgðartryggingu vátryggingartaka , þegar hún rann í hálku á rampi fyrir utan verslun vátryggingartaka , sem er í þjóðgarðinum , a ð morgni 21. nóvember 2021. V erður því dómkrafa stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda tekin til greina . Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu sa mkvæmt gjafsóknarleyfi, dags. 4. apríl 2023. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, sem þykir hæfilega ákveðin 1.736.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Með hliðsjón af þessum málsúrslitu m, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 1. 736 .000 kr ónur og rennur sú fjárhæð í ríkissjóð. Að öðru leyti þykir rétt að málskostnaður falli niður milli aðila . Af hálfu stefnanda flutti málið Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Heiður Heimisdóttir lögmaður. Mál þetta dæma Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari og dómsformaður, Finnur Vilhjálmsson, settur héraðsdómari, og Halld ór Baldursson bæklunarlæknir . 14 D Ó M S O R Ð: Viðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, Sjóvár - Almennra trygginga hf., vegna þess líkamstjóns sem stefnandi, A , varð fyrir í vinnuslysi 21. nóvember 2021. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Fjölnis Vilhjálmssonar, 1. 736 .000 krónur . Stefndi greiði 1. 736 .000 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður milli aðila . Arnaldur Hjartarson Finnur Vilhjálmsson Halldór Baldursson