Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. maí 2020 Mál nr. S - 707/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn Þórunn Helga Jóhannsdóttir ( Þorgils Þorgilsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, h öfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru, útgefinni 9. mars 2020, á hendur ákærðu, Þórunni Helgu Jóhannsdóttur, [...] , [...] , fjársvik , m eð því að hafa á tímabilinu 05.12.2018 15.12.2018, í alls 19 skipti vísvitandi notað heimildarlaust fyrirframgreitt kreditkort frá Íslandsbanka, ánafnað henni sjálfri, til kaupa á vörum í flugferðum sínum með Easy Jet og Wow Air fyrir samtals kr. 405.364 , - en meðan flugvél er á flugi leitar posi almennt ekki að heimild vegna sambandsleysis. Með þessari h áttsemi vakti og hagnýtti ákærða sér þá röngu hugmynd starfsmanna viðkomandi flugfélaga að greiðsla hverju sinni væri lögmæt , með tilheyrandi fjártjóni fy rir Íslandsbanka hf. Voru úttektir ákærðu sem hér greinir: Tilvik Dags. Söluaðili Fjárhæð 1. 5.12.2018 Gate Group Inflight (þjónustuaðili Easy Jet) Kr. 5.492, - 2. 5.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 18.866, - 3. 5.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 23.001, - 4. 5.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 29.785, - 5. 5.12.2018 WOW Air I Kr. 13.864, - 6. 5.12.2018 WOW Air I Kr. 21.429, - 7. 5.12.2018 WOW Air I Kr. 35.294, - 8. 5.12.2018 WOW Air I Kr. 26.470, - 9. 14.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 13.517, - 10. 14.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 31.881, - 2 11. 14.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 1.514, - 12. 15.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 2.825, - 13. 15.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 23.441, - 14. 15.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 32.805, - 15. 15.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 31.158, - 16. 15.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 25.185, - 17. 15.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 19.889, - 18. 15.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 23.570, - 19. 15.12.2018 Gate Group Inflight Kr. 25.378, - Samtals : kr. 405.364, - Telst þessi háttse mi ákærða varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærð a krefst vægustu refsingar sem lög leyfa sem verði skilorðsbundin. Verjandi ákærð u krefst þóknunar sér til handa. Ákærð a hefur játað að hafa framið þá háttsemi sem h enni er gefið að sök í ákæru . Var farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá sig í stuttu máli um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með játningu ákærð u , sem er í samræmi við framlögð sakargögn að h ún hafi gerst sek um þa u brot sem h enni er u gefi n að sök og er u broti n réttilega heimfær ð til refsiákvæða í ákæru . Ákærð a hefur því unnið sér til refsingar. Ákærð a er fædd í október 198 3. S amkvæmt framlögðu sakavottorði samþykkti ákærða greiðslu sektar 29. desember 2017 fyrir brot gegn lögum nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Með dómi 8. október 2019 var ákærða dæmd í tveggja mánaða fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum o g lögum um ávana - og fíkniefni. Var fullnustu fangelsisrefsingar ákærðu bundin skilorði til tveggja ára. Nefndur refsidómur var hegningarauki við fyrrnefnda sátt frá 29. desember 2017. Brot þa u sem ákærða er nú sakfelld fyrir v oru frami n fyrir uppkvaðningu framangreinds refsidóms. Verður dómurinn því tekinn upp og ákærðu gerð refsing í einu lagi fyrir öll brotin, sbr. 60. gr., 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði . Fært þykir að binda refsinguna skilorði eins og greinir í dómsorði. 3 Á grundvelli sakfellingar ákærð u , sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður h enni g ert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 1 86 . 000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af rekstri málsins. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærð a , Þórunn Helga Jóhannsdóttir , sæti fangelsi í þrjá mánuði , en fresta skal fullnustu refsin garinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærð a greiði þóknun skipaðs verjanda síns Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 1 86 . 00 0 krónur. Jón Höskuldsson