Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 5. maí 2022 Mál nr. S - 645/2022: Ákæruvaldið (Elísabet Rán Andrésdóttir saksóknarfulltrúi) gegn Gabríel Douane Boama, (Lilja Margrét Olsen lögmaður) Y , (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) Z , (Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður) Þ og (Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) Æ (Snorri Sturluson lögmaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem var dómtekið 19. apríl 2022, var höfðað með ákæru héraðssaksóknara 2. febrúar sama ár, á hendur Gabríel Douane Boama, kennitala [...] , [...] , Reykjavík, Y , kennitala [...] , [...] , Reykjavík, Z , kennitala [...] , [...] , Reykjavík, Þ , kennitala [...] , [...] , Reykjavík, og Æ , kennitala [...] , [...] , , með því að hafa aðfaranótt sunnu dagsins 18. júlí 2021, við Kjarvals staði við Flókagötu í Reykjavík, í félagi, veist að A , kenni tala [...] , með hótunum um líkams meiðingar og líflát og fengið A til að opna fyrir aðgang að heim abanka sínum í snjallsíma hans og neytt úr honum fjármuni með því að millifæra samtals fjárhæð kr. 892.000 í þremur færslum af bankareikningum A nr. [...] og nr. [...] úr heimabanka hans hjá [...] inn á bankareikning ákærða Gabríels Douane nr. [...] . Tel st háttsemi ákærðu varða við 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærðu neita sök og gera allir aðalkröfu um sýknu. Af hálfu ákærða Gabríels er til vara gerð krafa um að hann verði sakfelldur fyrir gripdeild og honum verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa og gæslu - varðhaldstími komi til frádráttar refsingu verði hún dæmd. Af hálfu ákærða Y er til vara gerð k rafa um vægustu refsingu er lög leyfa og hún verði skilorðs bundin að öllu leyti. Af hálfu ákærðu Z , Þ og Æ er til vara gerð krafa um vægustu refs ingu sem lög leyfa. Af hálfu allra ákærðu eru gerðar kröfur um hæfileg málsvarnar laun til handa skipuðum ver jendum og að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð. II. Málsatvik: Samkvæmt frumskýrslu barst tilkynning til lögreglu klukkan 05:55 að morgni sunnu - dagsins 18. júlí 2021 um nýlega afstaðið rán í nágrenni við Kjarvalsstaði á móts við Flóka götu, Reykjavík. Lögreglumenn voru sendir á staðinn með hraði og hittu þar fyrir tilkynnanda, A , hér eftir nefndur brotaþoli. Var hann undir áhrifum áfengis en viðræðuhæfur. Hann virtist vera í miklu andlegu áfalli og uppnámi. Greindi brotaþoli lögreglumön num frá því að hafa fyrr um morguninn verið fótgangandi og á leið heim til vinkonu sinnar sem væri búsett í nágrenninu. Hann hefði gefið sig á tal við fimm menn þar sem þeir stóðu við bifreið, [...] , sem lagt var á bifreiðastæði norðan við Kjarvals staði. Brotaþoli hefði ekki þekkt þá fyrir. Mennirnir hefðu ógnað honum með orðum og lát - bragði og einn þeirra hefði kynnt sig sem aðalmann í tilteknu ofbeldismáli sem áður hefði verið fjallað um á opinberum vett vangi. Þeir hefðu gefið í skyn að þeir ætluðu að beita hann of beldi og talað um að ætla að ná í klippurnar til að taka af honum puttana . Þá hefði honum verið hótað lífláti ef hann myndi ekki leggja fjármuni inn á banka reikn ing þeirra. Brotaþoli hefði afhent mönnunum snjallsíma sem hann var með í fórum sínum og gengist undir að opna bankareikning sinn fyrir þeim í símanum. Hann hefði upp lifað að hann ætti engra annarra kosta völ. Þetta hefði leitt til þess að millifærðar voru háar fjárhæðir af bankareikn ingi hans inn á bankareikning hjá þeim. Þeir hef ðu að því loknu eytt heimabankaforriti úr sím anum hans. Samkvæmt sömu skýrslu voru samskipti brotaþola við lögreglumenn á þá leið að hann sýndi þeim í rafrænum gögnum símans þrjár nýjar færslur af bankareikningnum, 680.000 krónur, 200.000 krónur og 12. 000 krónur. Þá kom fram að færslurnar voru lagðar inn á bankareikning hjá ákærða Gabríel. Brotaþoli greindi frá því að hann hefði reynt að hlaupa á brott en mennirnir stöðvað för hans og haldið honum nauðugum. Hann hefði upp lifað sig frelsissviptan og ótt ast um líf sitt. Brotaþoli hefði verið neyddur til að gefa upp nafn 3 sitt og heimilisfang og hann hefði óttast að þeir ætluðu honum eða hans nán ustu eitthvað illt. Þá hefði brotaþoli verið sleginn með út drag anlegri kylfu í vinstri fót inn. Að auki gr eindi brotaþoli frá því að mennirnir hefðu tekið upp mynd skeið á snjall síma sem þeir voru með, þar með talið sviðsett samtal með því að segja við hann, varst þú ekki að kaupa af okkur? og þeir síðan krafið hann um að svara því ját andi. Greindi brotaþ oli nánar frá útliti mannanna, þar með talið þess sem hann sagði hafa haldið á kylfunni. Að sögn lögreglu virtist sú lýsing passa við útlit ákærða Gabríels. Í fram haldi var kallaður út rannsóknarlögreglumaður sem tók við rannsókn máls ins. Þá hófu að rir lögreglumenn leit að fyrrgreindri bifreið. Samkvæmt lögregluskýrslu lágu fyrir upplýsingar um ætluð tengsl tiltekinna manna við fyrr greinda bifreið, en hún var skráð á ákærða Æ , og voru hinir grunuðu taldir koma til greina í því sambandi. Var farið á nokkra staði í tengslum við þá eftirgrennslan, meðal annars að heimili viðkomandi og rætt við móður eins þeirra. Síðar um morguninn bárust upplýsingar um að sést hefði til bifreiðar innar á Reykjanes braut, á vegar kafla við Bú - staða veg. Fannst bifrei ðin stuttu síðar mannlaus í nágrenni við íþróttamannvirki austar - lega í Fossvogsdal. Leiddi það til þess að ákærðu Z og Y voru handteknir stuttu síðar í nágrenninu. Þá voru ákærðu Æ , Þ og Gabríel handteknir nokkru síðar á svipuðum slóð - um. Við leit í téðr i bifreið fannst meðal annars hnífur, útdraganleg kylfa og úlpa sem lagt var hald á. Hinir handteknu voru vistaðir í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Við rann sókn málsins var leitast við að finna og leggja hald á myndupptökur í snjallsím um hinna handteknu. Ákærðu Y og Þ heimiluðu skoðun í símum sínum og var lagt hald á eina slíka upptöku í síma hins síðar nefnda. Ákærði Z heimilaði einnig í fyrstu skoðun á síma sínum og virtist veita aðstoð við það. Að sögn lögreglu reynd ist hann hin s vegar vera að afvegaleiða lögreglu svo sakargögn fóru forgörðum. Ákærðu Æ og Gabríel heimil uðu hins vegar ekki skoðun á sínum símum. Frek ari rann sókn á téðum símum leiddi ekki til haldlagningar á öðrum sakargögnum, þar með talið er mynd efni. Fyrrg reindur brotaþoli gaf framburðarskýrslu á lögreglustöð í hljóði og mynd sem hófst klukkan 13:44 sama dag. Greindi hann frá atvik um, eins og þau horfðu við honum, og var það með svipuðum hætti og áður greinir. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði ekki þekkt til téðra manna. Hann hefði verið undir áhrifum áfengis og ætlað að heilsa þeim og verið að gantast með hvort þeir væru að selja fíkniefni. Við brögðin hefðu hins vegar verið eins og áður greinir. Greindi hann frá fyrrgreindum meintum hót - unum um að klippa af fingur og að þær hefðu verið endurteknar. Brotaþoli greindi einnig 4 frá ógnandi tali um að brotaþoli væri heppinn að ákærði Gabríel væri í góðu skapi. Hann greindi frá því að einhver mannanna hefði slegið hann með kylfunni í hnésbót. G reindi brotaþoli jafnframt frá því að aðrir á staðnum hefðu til skiptis verið að koma að honum og segja eitthvað við hann. Þá greindi hann frá ógnandi tali ákærða Gabríels um að hann væri á leið í fangelsi og að honum væri alveg sama um frekari refsingu. B rotaþoli hefði látið þá fá símann af því þeir hefðu hótað honum frekar mikið . Þá hefði ákærði Gabríel millifært peninga í framhaldi af þessu. Brotaþola hefði í framhaldi verið hótað ofbeldi og mis þyrm ingum ef hann leitaði til lög reglu. Hann hefði verið mjög hræddur við mennina og látið undan hótunum þeirra og það leitt til milli færslu fjármuna, eins og áður greinir. Við skýrslutökuna gat brotaþoli ekki lýst með nákvæmum hætti hvað hver og einn ger - enda sagði eða gerði. Þeir hefðu allir verið að hóta ho num og allir verið hrottar . Þá var fram burður hans á þá leið að meintir ger endur væru fjórir en hann gat ekki lýst útiliti eða klæðnaði þeirra með nákvæmum hætti. Í fram burði hans kom hins vegar fram að ákærði Gabríel hefði haldið á síma hans allan tíma nn og stjórnað því sem gerðist. Ákærði Gabríel hefði meðal annars með tali sem heyrðist í upptöku í síma á staðnum látið líta út eins og að brota þoli væri að selja honum bifreið. Þeir hefðu þessu næst farið burt og skilið brota - þola eftir. Brotaþoli hefði hins vegar lagt skrán ingar merki bifreiðarinnar á minnið og haft sam band við lög reglu, eins og áður greinir. Ákærðu gáfu skýrslur síðar sama dag með réttarstöðu sakbornings og neituðu allir sök. Ákærði Gabríel kvaðst ekkert kannast við sakarefnið og nýtti sér þagnarrétt með því að neita að tjá sig og svara spurningum lögreglu, þar með talið um einstök atriði úr fram - burði brotaþola um verknaðarþætti meints ráns og önnur atvik. Hið sama var með ákærða Þ . Ákærði Æ nýtti sér einnig að mestu þagnarréttinn með sama hætti og hinir tveir fyrrgreindu en hann virtist engu að síður kannast við að hafa verið á staðnum og í för með Gabríel og öðrum sakborningum. Þá greindi hann frá því að hafa vitað að einhver átök hefðu átt sér stað, téður brotaþoli hefði verið uppdópaður og ákærði ekki viljað taka þátt í þessu og gengið í burtu. Þá kvaðst hann hafa verið fjarverandi og ekki geta tjáð sig um framburð brotaþola um ætlaða kylfunotkun. Hið sama gilti þegar hann var spurður út í fram burð brota þola um ætlað myndskeið með tali um bifreiðaviðskipti. Ákærði Z kaus að tjá sig um sakarefnið og virtist kannast við að hafa umrædda nótt verið í för með Gabríel, Æ , Þ og Y á Klambratúni. Í megin atriðum virtist hann kannast við að samski pti hefðu átt sér stað við téðan brotaþola en ákærði hefði ekki tekið þátt í þeim. Þau hefðu verið honum óviðkomandi eða hann verið staddur annars staðar að reykja. Þá kannaðist hann ekki við lýsingar brotaþola á meintum hótunum eða líkamlegu ofbeldi. Ákær ði Y tjáði sig um sakarefnið og greindi meðal annars frá því að hafa komið á staðinn með bifreið og hafa hitt brotaþola á einhverjum stað. Hann hefði sett það í samhengi við að brotaþoli væri að fara að borga skuld. Y kvaðst sjálfur engin samskipti hafa ha ft við 5 brotaþola. Hann hefði ekki orðið var við neitt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi og enginn hefði haldið brotaþola. Engin kylfa hefði verið á staðnum og hann ekki heyrt neinn hóta brota þola að fingur yrðu klipptir af honum. Ákærði hefði áttað sig á því að eitthvað óvenju legt væri í gangi þegar brotaþoli reyndi að hlaupa í burtu en hann hefði ekkert getað gert . Þá var ákærði Gabríel yfirheyrður að nýju 23. sama mánaðar og meðal annars farið yfir haldlagt myndefni. Afstaða hans til sakar efnisins var hi n sama og áður og voru svör hans eftir því. Meðal rannsóknargagna er haldlögð upptaka í hljóði og mynd úr símtæki ákærða Þ . Upptakan er tuttugu og fjórar sekúndur að lengd. Í upphafi upptökunnar sést að ákærði Þ beinir myndavélinni að sjálfum sér. Stuttu síðar sést að hann beinir upp tökunni frá sér og sjást þá ákærði Gabríel og brota þoli í upptöku. Nánar tiltekið sést að ákærði Gabríel heldur á snjallsíma brota þola og er brotaþoli við hlið hans með hendur í buxna vösum. Á upptökunni sést ílangur hlutur standa upp úr rassvasa ákærða sem virðist vera hnífur en um það er ágreiningur í málinu. Af tali þeirra á upptökunni verður ráðið að brota þoli sé þarna að veita ákærða Gabríel upp lýs ingar um reikn ings númer sem hinn síðarnefndi slær inn á sama tíma. Í beinu framhaldi heyrist ákærði Gabríel kvarta yfir eða lýsa óánægju sinni með það að brota þoli hafi rifið úlpuna hans. Þá heyrist ógreinilegt svar frá brotaþola, eins og einhver ástæða hafi verið fyrir því að úlpan rifnaði. Heyrist ákærði svara á móti me ð svip uðum hætti og áður og á svipuðum tíma heyrist í annarri reiðilegri rödd í bakgrunni að fyrr greint svar brota þola til ákærða Gabríels sé ekki vanda mál annarra á staðnum. Stuttu síðar sést að brota þoli tekur skyndilega á rás og virðist hlaupa frá ákærða Gabríel. Að auki sést á sama tíma hvernig hinn síðarnefndi virðist bregðast skjótt við með því að fara á eftir og um leið slokknar á upptöku. Meðal rannsóknargagna eru ljósmyndir af símtæki brotaþola sem sýna skjámyndir með téð um millifærslum t il ákærða Gabríels. Samkvæmt lögreglu skýrsla var um að ræða þrjár millifærslur, 200.000 krónur klukkan 05:40, 680.000 krónur klukkan 05:43 og 12.000 krónur klukkan 05:48. Við frekari rannsókn málsins var lagt hald á fjármuni á banka - reikn ingi ákærða Gabr íels sem samsvöruðu fjárhæð fyrr greindra milli færslna. Þá hlut - aðist lögregla til um millifærslu hinna haldlögðu fjármuna til baka á bankareikning brota - þola. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 25. október 2021 var ákærða Gabríel gert að gang ast un dir geðrannsókn samkvæmt kröfu lögreglustjóra. Meðal gagna málsins er mats gerð dómkvadds matsmanns, B geðlæknis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir aðstæðum og sögu ákærða. [...]. Í niðurstöðu matsgerðar greinir að ekkert bendi til þess að 15. og 16. gr . almennra hegningarlaga eigi við um ákærða, geðrænt heil brigði hans 6 hafi ekki breyst síðustu ár. Þá sé engin ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana til að varna því að háski verði af ákærða. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2021 var ákærða Gabríel gert að gangast undir sálfræðilegt mat á þroska og heilbrigðisástandi. Meðal gagna máls ins er matsgerð dóm kvadds matsmanns, dr. C sálfræðings, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir niðurstöðum greindarprófunar og geðgreiningarviðtals. Í niður stöðum hans greinir meðal annars að [...] . Meðal málsgagna er vottorð D sálfræðings, dagsett 1. mars 2022. Í því greinir meðal annars frá meðferð brotaþola vegna kvíða, bæði fyrir og eftir meint brot. Brotaþoli hafi verið [...] , eins og nánar greinir í vottorðinu. Einnig er meðal málsgagna vottorð E sálfræðings, dags. 3. mars 2022. Í því greinir meðal annars að brotaþoli hafi leitað sér aðstoðar með áfallameðferð frá því í september 2021, þar af með viðtölum hjá fyrrgreindum sálfræðingi frá 22 . októ ber sama ár. Ástæða komu hafi verið mikil vanlíðan í kjölfar meints ráns fyrr á árinu. Van líðan hafi birst í [...]. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði Gabríel greindi meðal annars frá því að hafa umrædda nótt verið í för með með - ákærða Æ . Þ eir hefðu verið á bifreið og farið að Kjarvalsstöðum til að sækja félaga sína, meðákærðu Y , Z og Þ . Ákærði hefði verið undir áhrifum áfengis. Ókunn ugur maður, brotaþoli, hefði komið til ákærða og meðákærða Æ og verið ágengur með að þeir ættu að selja ho num fíkni efni. Hann hefði verið undir miklum áhrif um fíkniefna og í annarlegu ástandi. Þeir hefðu synjað því og brotaþoli gripið í með ákærða Æ sem hefði kippt sér í burtu svo úlpa sem hann klæddist rifnaði. Úlpan hefði verið í eigu ákærða en í láni hjá meðákærða Æ . Þá hefði þetta verið dýr flík, að verðmæti um tvö hundruð þúsund krónur. Ákærði hefði verið reiður í garð brotaþola út af því sem gerðist. Meðákærði Æ hefði hins vegar ekki orðið reiður og í framhaldi farið til annarra með - ákærðu en ákærði rætt einslega við brotaþola. Ákærði hefði krafið brotaþola um bætur fyrir úlpuna. Brotaþoli hefði samþykkt bóta - skyldu og bótafjárhæð og rétt ákærða símann. Ákærði hefði verið ölvaður og því sjálfur 7 þurft að vera með síma brotaþola til a ð muna banka reikn ings númer og kenni tölu. Brota - þoli hefði veitt ákærða aðgangsupplýsingar að sím anum og bankareikningum. Ákærði hefði byrjað á því að millifæra tvö hundruð þúsund krónur út af úlpunni með fyrrgreindu samþykki en áttað sig á því hvers u auðvelt var að færa peninga á milli reikning anna. Brota þoli hefði verið illa haldinn af vímuáhrifum og ekki að fylgst með því sem ákærði var að gera. Ákærði hefði orðið gráðugur og ákveðið að taka allt út af banka reikningum brotaþola með tveimur öðru m millifærslum. Ákærði hefði aldrei í framangreindum samskiptum ógnað brotaþola og aldrei beitt hann líkams meiðingum eða hótunum um líkamsmeiðingar og líflát. Ákærði hefði hvorki hótað að slá brotaþola né slegið hann með kylfu og þá hefði hann ekki hótað að klippa fingur af honum. Hvorki kylfa né önnur vopn hefðu verið á staðnum og brotaþola hefði aldrei verið haldið föstum. Ákærði hefði verið einn í fyrrgreindum samskiptum við brotaþola og aðrir með ákærðu ekki verið nærri eða tekið þátt í þeim. Enginn af meðákærðu hefðu hótað eða beitt brota þola harðræði né heldur á neinn hátt tekið þátt í því að ákærði milli - færði um rædda fjármuni. Ákærði hefði alfarið verið einn að verki og einn ætlað sér að tileinka sér fjármunina og hann fyrst sagt meðákærðu frá þ ví eftir á í bifreiðinni á leið í burtu. Með ákærðu hefðu staðið til hliðar, ekki mjög langt í burtu, og verið að tala saman og reykja. Þeir hefðu ekki tekið þátt í fyrr greind um samskiptum. Brotaþoli hefði ekki verið hræddur við ákærða og honum verið fr jálst að fara hvenær sem var. Ákærði kvaðst hafa nýtt sér þagnarrétt sakbornings þegar hann gaf skýrslur hjá lögreglu þar sem ekki hefði verið farið eftir óskum hans um að skipaður verjandi hans væri við - staddur skýrslutökurnar. Ákærði kvaðst kannast við fyrrgreint myndskeið. Hann kvaðst telja það sýna atvik þegar hann ræddi einslega við brotaþola. Þá hefði það líklega verið áður en hann millifærði téða fjármuni. Ákærði kvaðst ekki muna hvað brota þoli var að segja við hann í greint skipti á upptökunni. Þ á kvaðst hann ekki kannast við raddir í bakgrunni upptöku né heldur vita af hverju brotaþoli reyndi að hlaupa í burtu. Viðbrögð ákærða við því hefðu verið þau að hann pikkaði í brotaþola og spurði hvort hann vildi ekki fá símann sinn til baka. Honum hefði þótt of mikið að taka bæði peningana af banka - reikningnum og símann. Brota þoli hefði í raun ekki hlaupið í burtu og hann hefði fattað að síminn varð eftir. Hann hefði því komið sjálf viljugur til baka. Varðandi ílangan hlut í rassvasa kvaðst ákærði telja að þar hefði verið um að ræða hárgreiðu. Ákærði kvaðst ekki kannast við neinn af þeim munum sem lagt var hald á í bifreið meðákærða Æ síðar um daginn í tengsl um við handtöku, þar með talið útdragan lega kylfu og hníf. Hann kvaðst hins vegar telja að um ræ dd úlpa gæti hafa orðið eftir í bifreiðinni. 2. 8 Ákærði Y greindi meðal annars frá því að hafa hitt meðákærðu Þ og Z um rædda nótt á þeim stað sem um ræðir. Hann hefði komið úr miðborginni á hlaupahjóli og verið undir áhrifum áfengis og vímuefna. Brotaþ oli hefði komið til þeirra og beðið þá um fíkniefni. Hann hefði verið æstur og greinilega undir vímuáhrifum, auk þess að hann hefði verið að fá sér fíkniefni sem hann var með á sér. Ákærði og fyrrgreindir með ákærðu hefðu neitað brota þola um fíkniefni og verið pirr aðir á honum. Þeir hefðu sagt honum að fara og spyrja meðákærðu Gabríel og Æ sem þá voru að koma á staðinn. Ákærði hefði ekki fylgst með brotaþola og samskiptum hans við meðákærðu Gabríel og Æ og ekki vitað hvað var að gerast á milli þeirra. H ann hefði ekki heyrt orðaskipti. Þá hefði ákærði engin samskipti átt við brotaþola eftir að hann fór til meðákærðu Gabríels og Æ . Ákærði hefði haldið sig hjá meðákærðu Z og Þ og verið að tala við þá. Nokkru síðar hefði meðákærði Æ komið til baka og verið p irraður og með rifna úlpu. Þeir hefðu síðan keyrt burtu í bifreið. Nánar spurður um fyrrgreind atvik og færslu fjármuna kvaðst ákærði telja að þetta hefði tengst fyrrgreindri úlpu sem rifnaði. Meðákærði Gabríel hefði verið pirraður yfir því. Ákærði kvaðst , eins og áður greinir, ekki hafa heyrt nein orðaskipti í tengslum við þetta og staðið nokkuð til hliðar. Þá kvaðst hann ekki vita hvers vegna brotaþoli millifærði ekki sjálfur fjármuni á milli reikninga. Hann hefði ekki vitað um fjárhæðina fyrr en dag - inn eftir og ekki hefði verið rætt sérstaklega eftir á í fyrrgreindri bifreið um þessi atvik. Ákærði kvaðst sjálfur ekki hafa ógnað brotaþola á neinn hátt eða hótað honum líkamlegu ofbeldi eða lífláti. Engin vopn hefðu verið á staðnum, enginn verið með kylfu og ákærði ekki séð að brotaþoli væri sleginn með kylfu eða einhverju öðru. Þá kvaðst hann ekki hafa orðið var við hótanir um að klippa fingur af brotaþola og ekki hafa tekið eftir því að honum væri haldið. Frekar spurður um þetta kvaðst ákærði ekki h afa séð eða heyrt hvað fór fram á milli brota þola og meðákærða Gabríels og Æ og ekkert vita um meintar hótanir. Þá hefði hann ekki séð meðákærða Gabríel taka síma brotaþola. Enn frekar - spurður um fyrrgreind atvik út frá framburði hjá lögreglu og myndsk eiði meðal gagna málsins kann aðist ákærði við að hafa séð brota þola reyna að flýja. Átök eða létt átök hefðu átt sér stað þegar brotaþoli reif í úlpuna sem Æ klæddist og þá hefði einhver tekið í brotaþola og eitthvað. Ákærði hefði ekki séð það skýrt en þ etta hefði verið í tengslum við samskipti brotaþola og meðákærðu Gabríels og Æ . Ákærði hefði séð að þeir þrír voru að rífa hver í annan, rifið hefði verið í úlpuna sem Æ klædd ist og rifið hefði verið í brota þola þegar hann var að hlaupa í burtu og mynd s keiðið sýndi það. Ákærði hefði hins vegar ekki heyrt þessi samskipti og hann kvaðst ekki vita hvers vegna brota þoli reyndi að hlaupa í burtu. Frekar spurður um þátt meðákærða Æ í umræddum atvikum kvaðst 9 ákærði ekki hafa séð hann beita eða hóta brotaþola n einum líkams meiðingum og ekki séð hann neyða fé út úr brotaþola af bankareikningi hans. 3. Ákærði Z greindi meðal annars frá því hafa verið að reykja með meðákærðu Þ og Y á Klambratúni. Ákærði hefði verið undir áhrifum áfengis. Brotaþoli hefði komið til þeirra og beðið þá að útvega sér fíkniefni. Hann hefði þarna verið undir miklum áhrifum fíkniefna og mögulega einnig undir áhrifum áfengis. Þá hefði hann verið með fíkni efni meðferðis í poka. Ákærði og þeir sem voru með honum hefðu sagt brotaþola að f ara og tékka hjá meðákærðu Gabríel og Æ sem hefðu þá verið að koma. Brotaþoli hefði farið til meðákærðu Gabríels og Æ . Ákærði hefði ekki fylgst með þeim samskiptum eða heyrt hvað fram fór. Þá kvaðst hann ekki vera viss um hvað gerðist næst. Hann hefði ve rið í nokkurri fjarlægð, nálægt Kjarvalsstöðum, og ekki verið að fylgjast með. Ákærði hefði ekki verið í neinum samskiptum við brotaþola eftir að hann fór frá þeim og ekki séð nein atvik í tengslum við að úlpa hefði rifnað. Með ákærðu Þ og Y hefðu verið hj á ákærða en meðákærði Æ hefði verið hjá með ákærða Gabríel. Þá hefði ákærði ekki heyrt neinar hótanir koma frá meðákærða Æ . Ákærði hefði ekki vitað um millifærslu á fjármunum, fjárhæð, fjölda færslna eða hvernig það kom til. Hann hefði ekki verið að fylg jast með því og ekki séð meðákærða Gabríel með síma brotaþola. Þá hefði hann sjálfur ekkert fengið af þeim fjármunum sem voru teknir. Meðákærði Gabríel hefði talað um það eftir á, þegar þeir voru allir saman í bifreið á leið burtu, að lagt hefði verið inn á hann. Ákærði hefði ekki vitað af hverju. Þetta hefði ekki verið mikið rætt þeirra á milli í bifreiðinni. Ákærði hefði ekki orðið var við neinar líkamsmeiðingar eða hótanir um líkamsmeiðingar eða líflátshótanir gegn brotaþola í greint skipti. Hann hefði ekki gert eða sagt neitt slíkt. Hið sama ætti við um meðákærðu. Ákærði hefði ekki tekið símann af brotaþola og hann kvaðst ekki vita til þess að brotaþoli hefði verið þvingaður til að veita aðgang að heima - banka í sím anum. Ákærði hefði ekki hótað að slá brotaþola og engin vopn verið á staðn - um sem ákærði vissi um. Hann hefði ekki séð brotaþola vera sleginn með kylfu og ekki kann ast við að honum hefði verið hótað því að fingur yrðu klipptir af honum. Þá hefði brotaþola ekki verið haldið föstum og kvaðst á kærði ekki kannast við að hafa haldið í jakkann hans. Þá kvaðst hann telja að vímuástand brotaþola umrædda nótt skýrði fram - burð hans um þær sakir sem hann bæri á ákærðu. 10 Nánar varðandi myndskeiðið kvaðst ákærði ekki hafa verið nálægur þegar það átti sé r stað og að rödd hans heyrðist ekki í bakgrunni upptökunnar. Hann hefði ekki orðið var við um rædda myndatöku og gæti ekki sagt til um hvað meðákærði Gabríel var með í rass vas anum. Þá hefði hann sjálfur ekki tekið upp myndskeið af umræddum atvikum. 4. Ákærði Þ greindi meðal annars frá því að hafa verið með meðákærða Z i á Klambra túni að reykja. Ákærði hefði verið undir áhrifum áfengis og vímuefna. Með ákærði Y hefði komið til þeirra og verið á hopphjóli . Þá hefði brotaþoli komið til þeir ra gang andi og sagst vera á leið til vinkonu sinnar en jafnframt verið að falast eftir kókaíni. Þeir hefðu synjað honum um það. Brotaþoli hefði verið undir miklum áhrifum fíkniefna og verið með í fórum sínum MDMA og spítt í poka. Þeir hefðu bent brotaþola á að fara og tala við meðákærðu Gabríel og Æ sem á þeim tíma voru nýkomnir á stað inn á bifreið og voru að leggja í nálægt stæði á planinu við Kjarvalsstaði. Brotaþoli hefði gengið til með ákærðu Gabríels og Æ og farið að tala við þá. Ákærði hefði stað ið nokkra metra frá þeim og ekki heyrt orðaskil. Hann hefði ekki verið að fylgjast sérstaklega með þeim en séð þegar brotaþoli greip í meðákærða Æ sem á sama tíma kippti sér í burtu svo að úlpa sem hann klæddist, eign með ákærða Gabríels, rifn aði. Meðák ærði Æ hefði klætt sig úr úlpunni og þeir farið að skoða skemmdirnar. Með ákærði Gabríel hefði verið ósáttur. Brotaþoli hefði boðist til að bæta tjónið með því að greiða og leggja inn á bankareikning. Meðákærði Æ hefði vikið frá og komið til ákærðu og anna rra meðákærðu á staðnum og þeir staðið álengdar. Með ákærði Æ hefði talað um að brotaþoli hefði rifið úlpuna og væri að bjóðast til að borga fyrir hana. Með ákærði Gabríel og brotaþoli hefðu talað einslega saman og ákærði ekki heyrt hvað þeim fór á milli. Ákærði og aðrir meðákærðu með honum hefðu nokkru síðar verið orðnir leiðir á því að bíða. Þeir hefðu fært sig nær með ákærða Gabríel og brotaþola og verið með athuga semdir um að þeir vildu fara. Þeir hefðu síðan farið af staðnum á bifreið og lögregla haf t afskipti af þeim síðar um morg un inn. Ákærði kvaðst ekki vita af hverju brotaþoli millifærði ekki fjármuni sjálfur. Brotaþoli hefði afhent meðákærða Gabríel símann. Ákærði hefði ekki vitað um upphæðir í þeim efnum. Ákærði hefði fengið vitneskju um umr æddar millifærslur eftir að þeir voru komnir í fyrrgreinda bifreið á leið frá Kjarvalsstöðum. Meðákærði Gabríel hefði sagt þeim hvað það var mikið sem hefði verið lagt inn á bankareikning hans. Þeir hefðu ekki 11 rætt þetta mikið meira og ekkert verið talað u m að meðákærði Gabríel ætlaði að leggja fjár muni inn á reikninga hjá öðrum sem voru í bifreiðinni. Ákærði kvaðst ekki hafa orðið var við að brotaþoli væri beittur ofbeldi eða honum hótað líkamsmeiðingum eða lífláti, hvorki af hans hálfu né annarra meðá kærðu. Brota þola hefði ekki verið ógnað á neinn hátt, enginn verið með kylfu á staðnum og enginn hótað brota þola að klippa fingur af honum. Honum hefði ekki verið haldið föstum eða haldið í jakkann hans og engin átök átt sér stað. Framburður brotaþola um hið gagnstæða væri rangur og ákærði gæti ekki skýrt hvers vegna hann bæri fram slíkar sakir. Þá kvaðst ákærði ekki geta greint nánar frá munum sem lagt var hald á síðar sama dag í fyrrgreindri bif reið. Nánar varðandi myndskeiðið og atvik í tengslum við það þá greindi ákærði frá því að hann hefði tekið það upp. Það hefði verið á þeim tíma þegar hann og aðrir meðákærðu voru orðnir leiðir á að bíða eftir meðákærða Gabríel þar sem hann var að tala einslega við brotaþola. Ákærði hefði sjálfur ekkert sagt við brotaþola og hann vissi ekki um raddir annarra í bakgrunni upptökunnar. Þá kvaðst ákærði ekki vita af hverju brotaþoli reyndi að hlaupa í burtu í greint skipti. Hann hefði nánar tiltekið ekki náð að hlaupa á brott því að meðákærði Gabríel hefði gripið í öxlina á honum og sagt honum að hann væri með sím ann hans. Ákærði kvaðst ekki vita hvort téðar millifærslur hefðu verið afstaðnar á þessum tíma né heldur kvaðst hann vita eða muna hvað gerðist eftir þetta. Þá kvaðst hann ekki vera alveg viss um hvort þe ir fóru í fyrrgreinda bifreið strax eftir þetta eða hvort þeir þurftu að bíða lengur. 5. Ákærði Æ greindi meðal annars frá því að hafa umrædda nótt komið að Kjarvals stöðum á eigin bifreið, ásamt meðákærða Gabríel, en ekki muna hvor þeirra ók bifreið inn i. Ákærði hefði verið undir litlum áhrifum áfengis eða vímuefna. Þeir hefðu ætlað að hitta hina meðákærðu. Bifreiðinni hefði verið lagt á nálægu bifreiða stæði og brotaþoli komið til þeirra og tekið í fatnað ákærða og beðið hann að selja sér fíkniefni. Bro ta þoli hefði verið ágengur og greinilega undir áhrifum fíkniefna og verið með slík efni með ferðis í poka. Ákærði hefði fært sig eða kippt sér frá brotaþola og það leitt til þess að dýr úlpa sem hann klæddist, eign meðákærða Gabríels, hefði rifnað. Ákærði hefði síðan vikið frá brota þola án þess að eiga frekari samskipti við hann. Ákærði hefði farið til með ákærðu Z , Þ og Y þar sem þeir stóðu hjá fyrr greindu húsi, austar lega. Þar hefðu þeir verið að reykja og tala saman en meðákærði Gabríel orðið eftir og talað við brotaþola. Ákærði hefði á þeim tíma gert sér grein fyrir að með ákærði Gabríel væri ósáttur við brotaþola út af því sem gerðist með úlpuna. Nokkur fjar lægð hefði verið á milli í tugum metra talið 12 og ákærði ekki heyrt hvað þeim fór á milli. H ann hefði hins vegar séð til þeirra álengdar án þess að hann væri að fylgjast með þeim. Hvorki ákærði né aðrir meðákærðu hefðu verið að skipta sér af samskiptum brota þola og meðákærða Gabríels. Samskiptin við brotaþola hefðu varað í um tíu til fimmtán mín útur í allt en þeir síðan farið af staðnum í bifreið ákærða. Ákærði kvaðst ekkert vita um millifærslur af reikningi brotaþola en gert ráð fyrir því, þegar hann heyrði af því síðar um nóttina frá meðákærða Gabríel, að það hefði verið vegna tjónsins á úlpu nni. Ákærði hefði ekki verið að fylgjast með því þegar milli - færslurnar fóru fram og hann kannaðist ekki við að með ákærði Gabríel hefði beitt þving - unum til að komast yfir aðgang að bankareikningi brota þola. Ákærði hefði séð með - ákærða Gabríel halda á sí ma án þess að vita hver ætti þann síma. Þá hefði ákærði sjálfur ekkert fengið af þeim fjármunum sem voru teknir af reikn ingi brota þola. Ákærði kvaðst ekki kannast við neinar hótanir af neinu tagi um líkamlegt ofbeldi eða líflát í téðum samskiptum við b rotaþola umrædda nótt, hvorki af hans hálfu né með - ákærðu. Þá hefði engu ofbeldi verið beitt gegn brotaþola og honum ekki verið haldið eða ógnað á neinn hátt. Brotaþoli hefði ekki verið hræddur við ákærða eða aðra meðákærðu sem voru á staðnum, hvorki í upp hafi né síðar. Þá hefði ákærði ekkert talað við brotaþola eftir að úlpan rifnaði. Kvaðst ákærði ekki kannast við framburð brota þola um hið gagn - stæða sem kæmi fram í lögregluskýrslu. Ákærði kvaðst ekki kannast sérstaklega við framburð sinn hjá lögreglu um að hafa orðið var við átök. Hann hefði lítið viljað tjá sig við lögreglu á þeim tíma, vistaður í fanga klefa, og fyrir honum hefði vakað að komast sem fyrst heim. Þá kvaðst hann ekki kannast við haldlagða muni, kylfu og fleira, sem fundust í bifreið ha ns eftir handtöku. Nánar spurður um haldlagt myndskeið úr síma Þ kannaðist ákærði við að hafa orðið vitni að þeim atvikum þegar þau áttu sér stað. Hann hefði verið lengra frá og verið að tala við með - ákærða Z þegar þau atvik áttu sér stað. Þ hefði tekið u pp myndskeiðið. Þeir hefðu á þeim tíma verið búnir að færa sig frá fyrrgreindu húsi og verið nær meðákærða Gabríel og brotaþola. Kvaðst ákærði ekki vita hvers vegna brota þoli reyndi að hlaupa í burtu en það gæti verið vegna þess að hann vildi ekki borga f yrir skemmdir á úlpunni. Brotaþoli hefði ekki náð að hlaupa burtu og stansað stuttu síðar en ákærði kvaðst ekki vita nánar hvar eða hvernig það atvikaðist. Þá hefði enginn af þeim hlaupið á eftir brotaþola. Að auki kvaðst ákærði telja að framburður meðákær ðu Z og Y fyrir dómi um þessi atvik væri ekki réttur, að það hefðu verið ákærði og meðákærði Gabríel sem hefðu rætt við brotaþola þegar þessi atvik áttu sér stað. 13 6. Brotaþoli gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði í hljóði og mynd og greindi meðal annars fr á því að hafa umrædda nótt verið að koma úr mið borg inni á leið til vinkonu sinnar. Hann hefði tekið leigubifreið að Klambratúni og stuttu síðar á svipuðum slóðum gefið sig á tal við nokkra unga menn og reynt að fá fíkniefni hjá þeim. Brota þoli hefði ver ið undir áhrifum áfengis og kókaíns, auk þess að vera með slík efni á sér. Hann hefði ætlað að fara frá mönnunum en verið umkringdur og honum hótað öllu illu. Síminn hefði verið tekinn af honum og honum skipað að millifæra peninga, annars hlyti hann verra af. Brotaþoli hefði ekki þorað annað en að láta símann af hendi. Ákærði Gabríel hefði tekið við símanum og brotaþoli veitt upplýsingar eftir því sem þurfti til að komast inn í símann og á banka - reikninga, þar með talið með inn skrán ingu í andlitsskanna. B rota þoli hefði einhvern tímann meðan á þessu stóð reynt að flýja en strax verið stöðv aður með valdi. Úlpa eins mannanna hefði skemmst í tengslum við þau atvik. Það hefði verið í eina skiptið sem hann reyndi að flýja með þeim hætti. Þetta hefði endað með því að tæpar níu hundruð þúsund krónur voru millifærðar af reikn ingnum. Eftir það hefði símanum verið skilað, um leið og mennirnir tóku upp mynd skeið með samtali þar sem brotaþola var gert að gangast við því í upptöku að hafa verið í bifreiðaviðskiptum í greint skipti. Nánar spurður um fyrrgreind atvik greindi brotaþoli meðal annars frá því að það hefði verið ákærði Gabríel sem tók af honum símann og hefði verið í mestum samskiptum við brota þola. Brotaþoli hefði ekki þorað annað en að afhenda hon um s ímann og fundist hann vera inni króaður. Þá hefði það verið ákærði Gabríel sem sá um téðar millifærslur með því að færa fjármuni yfir á sinn reikning. Mennirnir hefðu verið með kylfu og brotaþoli verið sleginn laust með henni í hnés bótina. Honum hefði ver ið hótað að hann yrði laminn, að klippur yrðu sóttar og fingur yrðu klipptir af honum, að þeir myndu koma á eftir honum síðar og honum sagt að hann væri heppinn að ákærði Gabríel væri í góðu skapi, annars hefði farið illa fyrir honum. Brotaþoli kvaðst hins vegar ekki muna eftir því að hafa verið hótað lífláti. Allir menn irnir hefðu tekið þátt í að stöðva hann þegar hann reyndi að flýja, eins og áður greinir. Þeir hefðu orðið mjög reiðir og haldið í hálskragann á honum eftir það. Hann hefði við fyrrgreinda flóttatilraun gripið í úlpu eins þeirra til að varna því að detta á jörðina. Það hefði leitt til þess að úlpan rifnaði. Þá kvaðst brotaþoli telja að ákærði Gabríel gæti hafa verið byrjaður á milli færslunum þegar fyrrgreind atvik áttu sér stað. Eftir að þa ð gerð ist hefði brota þoli verið mjög hræddur um að eitthvað slæmt myndi koma fyrir hann. Hann kvaðst ekki muna fjölda færslna og ekki telja að umrædd tvö hundruð þúsund króna færsla hefði verið út af skemmdum á úlpunni. Nánar spurður um meinta aðild o g verknaðarþætti hvers og eins hinna ákærðu greindi brotaþoli meðal annars frá því að gerendur hefðu verið fjórir eða fimm en hann myndi 14 það ekki alveg. Þeir hefðu allir tekið þátt í þessu og allir verið nálægt honum. Ákærði Gabríel hefði mest verið að tal a við hann og tveir verið við hliðina á honum eða aðeins fyrir aftan. Frekar spurður um fjölda meintra gerenda greindi brotaþoli frá því að atvik gætu einnig hafa verið þannig að þeir hefðu verið fjórir sem höfðu sig í frammi og að einn af þeim fimm sem vo ru á staðnum hefði haldið sig til hlés. Brotaþoli kvaðst ekki geta greint á milli þeirra sem höfðu sig í frammi eða hver gerði eða sagði hvað í um - ræddum atvikum, að öðru leyti en því sem áður greinir um ákærða Gabríel. Brotaþoli hefði verið undir vímuáhr ifum, auk þess að vera yfirleitt ómann glöggur. Þá hefði hann eftir á leitast við að hugsa ekki um og reynt að gleyma því sem gerðist. Frekar spurður út frá gögnum málsins greindi brotaþoli meðal annars frá því að hafa mun að atvik betur á þeim tíma se m hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Brota þoli kvaðst ekki geta útilokað að hann hefði enn verið undir vímuáhrifum við téða skýrslutöku á lögreglu - stöð en hann myndi það ekki. Nánar spurður um atvik út frá umræddu myndskeiði kvaðst brotaþoli telja að upp tak an sýndi atvik þegar var verið að millifæra en að hann myndi ekki nákvæmlega hvenær í atburða rás inni þau atvik áttu sér stað. Hann kvaðst halda að hann hefði í upp hafi hitt alla umrædda gerendur saman en hann væri ekki viss hvort það gæti verið að atvik hefðu verið með þeim hætti að hann hefði fyrst hitt tvo eða þrjá af þeim. Hann kvaðst ekki kannast við að hafa í umræddum samskiptum sam þykkt að greiða bætur fyrir skemmdir á úlpu. Hann myndi fyrst og fremst eftir að síminn hefði verið tekinn af honum og með þeim atvikum sem áður greinir. Þá kvaðst hann ekki vita hvort aðrir ákærðu en ákærði Gabríel hefðu vitað að hinn síðastnefndi væri að taka fé af brota þola. Í aðalatriðum og frekar spurður út frá mynd upptöku og gögnum kvaðst brota - þoli ekki muna vel eftir atvikum umrædda nótt. Það væri vegna þess tíma sem væri lið inn, fyrr greindra vímuáhrifa og að atvik hefðu verið honum þung bær, eins og áður greinir. Þá hefði hann leitað síðar til sálfræðinga vegna vanlíðanar út af því sem gerðist. 7. Vitni, lö greglumaður nr. [...] , staðfesti og gerði grein fyrir efni frumskýrslu samhliða því að gera að öðru leyti grein fyrir aðkomu sinni að upphafi málsins. Í vætti hans kom meðal annars fram að vitnið hefði ásamt öðrum lögreglumanni verið sendur að Kjarvals stö ð um vegna nýlegs meints ráns. Brotaþoli hefði verið þarna þegar lög reglu menn komu á staðinn. Hann hefði verið sjáanlega ölvaður, sljór og valtur í hreyf ingum en viðræðu - hæfur. Þá hefði áfengis lykt lagt frá vitum hans. Vitnið hefði ekki orðið þess ásk ynja að brotaþoli væri undir áhrifum fíkniefna. Brotaþoli hefði í samtali við lögreglu í fyrstu verið stutt orður um hvað hefði gerst. Þá hefði hann bent á bifreiðastæði við Kjarvalsstaði sem ætlaðan brotavettvang. Brotaþoli hefði hins vegar greini lega ve rið í áfalli þegar rætt var við hann. Hann hefði verið færður í örugg ara umhverfi í lögreglu bifreið þar sem betra 15 tóm gafst til að tala við hann. Brotaþoli hefði brostið í grát í bifreiðinni. Honum hefði greinilega liðið mjög illa og þurft tíma til að ja fna sig. Það hefði verið alveg ljóst að eitthvað hefði komið fyrir brotaþola áður og honum ekki liðið vel með það. Brotaþoli hefði nokkru síðar náð að jafna sig og greint betur frá því sem gerð ist. Vitnið hefði leitast við að skrá niður frásögn brotaþola og fært þær upplýsingar eftir á í frum skýrslu. Í fram - haldi af viðtali í lögreglubifreið hefði verið farið með brotaþola á lögreglu stöð. Frekar varðandi frásögn brota þola greindi vitnið frá því að brotaþoli hefði lýst því að hafa í fyrstu verið í vinsamlegum og tilfallandi samskiptum við meinta gerendur við Kjarvalsstaði en þau sam skipti hefðu þróast til verri vegar. Um frásögn brotaþola og hvað gerðist vísast nánar til þess sem áður greinir í reifun á þeim atriðum í mála vaxtalýsingu í frum skýrs lu lögreglu. Brotaþoli hefði greint frá gerendum í fleir tölu og ekki greint sérstak lega á milli hvað hver gerði eða sagði. Hann hefði verið í áfalli og ekki verið viss um þátt hvers og eins meints ger anda og það virst renna saman í eitt hjá honum. Þó he fði verið ljóst af frásögn brotaþola að meintir ger endur hefðu verið fleiri en einn og að brotaþola hefði verið hótað líkams meiðingum og líf láti. Í frá sögninni hefði ekki komið fram að hann hefði verið tekinn hálstaki. Þá hefði komið fram í frásögninni að einn meintra gerenda hefði talað um að hann tengdist til teknu nýlegu ofbeldismáli sem hefði verið í fréttum og jafnframt að honum stæði á sama þótt meira af þeim toga bættist við. Varðandi vímuástand brotaþola greindi vitnið frá því að um hefði verið að ræða meint alvar legt brot og því hefði verið mikilvægt að ræða sem fyrst við hann til að fá sem mest af upp lýsingum um hvað gerðist þrátt fyrir að hann væri sjáan lega ölvaður. 8. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , staðfesti að hafa ásamt lögreglu manni nr. [...] komið að máli í upphafi við Kjarvalsstaði og verið í samskiptum við brotaþola. Brotaþoli hefði verið í áfalli og undir áhrifum áfengis en verið viðræðuhæfur. Vitnið kvaðst að öðru leyti ekki muna eftir um rædd um atvikum eða samskiptum við brotaþola og vísaði til frum - skýrslu lögreglu. 9. Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. [...] , gerði grein fyrir og staðfesti skýrslur um rann - sókn málsins. Í vætti hennar kom meðal annars fram að hún hefði verið á bakvakt í um - rætt skipti og komið að ran nsókn málsins. Brotaþoli hefði verið í uppnámi og undir áhrif - um áfengis. Þá hefði verið tekin skýrsla af honum síðar um daginn. Brotaþoli hefði gefið greinargóðan framburð en komist í uppnám af og til. Ekki hefði verið talin þörf á því að taka blóðsýni úr brotaþola með tilliti til áfengis eða vímuefna, spyrja út í mögu leg kaup fíkni efna eða athuga það frekar. Framburður brotaþola hefði ekki gefið tilefni til þess og 16 ekki hefði verið talin þörf á frekari skýrslutöku af honum á síðari stigum rannsóknar. Vi tnið hefði leitast við að gera grein fyrir aðalatriðum skýrslu af brotaþola með samantektar skýrslu sem væri meðal gagna máls ins. Litlar upplýsingar hefðu komið fram um klæðnað meintra gerenda. Við brögð og líðan brota þola í skýrslu tökunni hefði verið eðlileg miðað við það sem á undan var gengið. Brota þoli hefði ekki verið með áverka á líkamanum og ekki hefði verið talin vera þörf á læknis skoðun. Samráð hefði verið haft við tæknideild og ákærusvið lögreglustjóra um rann sókn málsins og hvernig henni var lokið áður en máls gögn voru send til héraðssaksóknara. Varðandi skýrslutökur af ákærða Gabríel þá hefði tvisvar ekki náðst sam band við skipaðan verjanda hans og því hefðu aðrir lög menn verið kallaðir til skýrslu tökunnar. Nánar um einstök atriði va rðandi rann - sóknina kom meðal annars fram að ekki hefði verið talinn vera grund völlur fyrir frekari rann sókn á hald lögð um sakar gögn um sem fundust umræddan morgun í bifreið ákærða Æ . Þá hefði ekki verið athugað nákvæmlega hvenær hald lagt myndskei ð úr síma ákærða Þ var tekið upp. Ákærði Z hefði við rann sókn máls ins náð að eyða mynd skeiði úr síma sín um og það væri því ekki meðal málsgagna. Vitnið hefði hins vegar áður verið búin að sjá hluta þess mynd efnis þar sem sést hefði í brota þola og ák ærðu Þ og Gabríel við Kjar - valsstaði. 10. Dómkvaddur matsmaður, B geðlæknir, gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði nánar grein fyrir fyrr greindri mats gerð, forsendum og niðurstöðum mats varðandi ákærða Gabríel. Um vætti hans vísast til þess sem áður greinir í málavaxtalýsingu. 11. Dómkvaddur matsmaður, C sálfræðingur, gaf skýrslu símleiðis og stað festi og gerði nánar grein fyrir fyrr greindri matsgerð, matsvinnu, forsendum og niður stöðum mats varðandi ákærða Gabríel. Um vætti hans vísast til þess sem áður greinir í mála vaxta - lýsingu. 12. Vitni, D sálfræðingur, gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði nánar grein fyrir fyrr - greindu vottorði og meðferð brotaþola. Brotaþoli hefði í við tölum greint frá því sem gerðist um rædda nótt. Í þeirri frásögn hefði meðal annars komið fram að hann hefði gefið sig á tal við nokkra menn. Þeir hefðu tekið hann hálstaki, hótað honum líkamsmeiðingum, meðal annars að lemja hann með kylfu og klippa af honum fingur, og krafist þess að hann m illifærði fé af bankareikningi sínum. Brota þoli hefði reynt að komast í burtu en það ekki gengið. Hann hefði að lokum opnað símann sinn og millifært peninga. Þá hefði hann jafnframt verið látinn greina frá því í upp töku að milli færslan 17 væri vegna bifrei ðaviðskipta. Brotaþoli hefði sagst hafa verið undir áhrifum áfengis umrædda nótt en verið óskýr í frásögn um það hvort hann hefði einnig neytt fíkni efna. Hann hefði í við töl um sýnt eðlileg tilfinningaviðbrögð mið að við fyrr greinda frásögn af meintu br oti. Brotaþoli hefði greint frá [...]. 13. Vitni, E sálfræðingur, gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði nánar grein fyrir fyrr - greindu vottorði og meðferð brotaþola. Brotaþoli hefði í viðtali meðal ann ars greint frá hótunum fleiri en eins mann s um líkamsmeiðingar og líflát og það orðið til þess að þeir höfðu af honum mikið fé. Um vætti vitnisins vísast að öðru leyti til þess sem áður greinir í mála vaxta lýsingu um efni vottorðsins. IV. Niðurstöður: Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála gildir sú grundvallar - regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð séu fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam kvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ák æruvaldinu og verður ákærði því aðeins sak felldur að nægi leg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. téðra laga. Þá metur dóm - urinn hvert sönn unar gildi þær st að hæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt anir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. Að auki leiðir af framan greindu að ekki hvílir í eins ríkum mæli á ákæruvaldinu við sönnunarmatið að hnekkja staðhæf ingu ákærða um atvik sem horft gætu honum til refsileysis, til að mynda vegna hlut rænna refsi leysisástæðna, þar með talið sam þykkis, svo leiði til sýknu. Ákærðu neita sök varðandi meint rán samkvæmt ákæru. Varnir ákærðu hverfast fyrst og fremst um sö nnunaratriði, að lögfull sönnun hafi ekki tekist, auk ætlaðra galla á lög reglu - rannsókn, eins og málið er lagt fyrir dóminn. Ljóst er af málsgögnum að rann sókn lög - reglu var fremur takmörkuð, einkum hvað varðar skýrslutökur af sakborningum og brota - þola og úrvinnslu á haldlögðum munum. Ákæruvaldið hefur talið fram lögð rannsóknar - gögn nægileg til að meta skilyrði máls höfðunar og lagt grundvöll málsins með útgáfu ákæru, sbr. 1. mgr. 53. gr., 2. mgr. 57. gr., 145. gr. og 152. gr. laga nr. 88/2008. Ákvörðu n um málsókn með útgáfu ákæru sætir almennt ekki endur skoðun dómstóla. Ákæruvaldið verður hins vegar að bera hallann af óvissu atriðum sem koma fram við dóms meðferð máls en hefðu getað skýrst betur á rann sóknarstigi fyrir útgáfu ákæru. 18 Fyrir liggur a ð sönnunar staðan í málinu er að tals verðu leyti orð gegn orði. Ákæru valdið styður kröfu sína um sakfell ingu í aðalatriðum þeim rökum að fram burður ákærðu um sam skipti sín við brota þola sé ótrúverðugur miðað við gögn máls ins og það sem komið hefur f ram við sönnunar færsl una undir rekstri málsins fyrir dómi. Í þessu sam bandi þarf meðal annars að líta til þess hvort framburður í málinu er stöðugur, rökréttur og senni - legur, eins og atvik um er háttað. Þá á við mat á framburði einnig að líta til atvik a að öðru leyti eins og þau birtast í málsgögnum og sönnunarfærslu fyrir dómi. Þegar þessi staða er uppi ræðst niður staða máls ins af heild stæðu mati á framburði ákærðu og brota þola út frá öllum atvikum og gögnum máls, þar með talið samskiptum og atviku m eftir meint brot, sem og líðan og frásögn brotaþola, eins og hún birtist öðrum stuttu eftir meint brot. Við sakar mat skiptir máli hversu trú verð ugar skýr ingar ákærðu, eins eða fleiri, eru á téð - um samskiptum við brota þola og hve rsu trú verðugt sé að hann hafi ekki verið rændur með þeim hætti sem hann hefur borið um. Hið sama á við um framburð brotaþola, eftir því sem við á, að breyttu breytanda. Ákærði Gabríel hefur gengist við því að hafa þrisvar millifært fé af banka reikn in gi brota - þola með stuttu millibili téðan morgun. Ekki er tölulegur ágreiningur um fjölda færslna og fjár hæðir í því sambandi og samrýmist framburður hans um téðar færslur og fjárhæðir gögnum málsins. Telst sá hluti verknaðarlýsingar ákæru því sannaður í m álinu. Samkvæmt framburði ákærða Gabríels og vörn um hans fyrir dómi byggir hann á því að fyrsta millifærslan, að fjárhæð tvö hundruð þúsund krónur, hafi verið með samþykki brota þola og það hafi tengst samkomulagi þeirra á milli um bætur vegna skemmda á fyrr greindri úlpu. Ákærði Gabríel hafi hins vegar að öðru leyti, án sam þykkis brotaþola, ein hliða og án sérstakrar leyndar, með ólögmætum hætti tekið og tileinkað sér fjármuni af banka reikn ingum hans í auð gunar skyni með tveimur milli færslum st uttu síðar, samtals að fjár hæð 692.000 krónur. Þá hafi hann í greint skipti verið einn að verki og engum hótunum um líkams meiðingar og líflát verið beint að brota þola í tengslum við fyrr - greindar milli færslur eða önnur atvik áður en og eftir að þær át tu sér stað, né heldur hafi brotaþoli verið beittur líkamlegu ofbeldi eða frelsis svipt ingu af neinum toga. Ákærð u Y , Z , Þ og Æ hafa á einn eða annan hátt, beint eða óbeint, borið með svipuðum hætti og ákærði Gabríel um umgjörð fyrrgreind ra meintra atvik a og neitað allri aðild að málinu og/eða vitneskju um meint atvik og/ eða að þeir hafi verið nálægir hin eiginlegu samskipti við brotaþola , allt eins og áður hefur verið rakið með ítarlegum hætti . Þá liggur fyrir að allir ákærðu kannast við að hafa verið á s taðnum og að þeir þekki hvern annan . Að auki liggur fyrir að allir ákærðu voru handteknir síðar um daginn eftir að hafa farið saman í bifreið frá hinum ætlaða brotavettvangi. 19 Varnir ákærða Gabríels um skemmdir á úlpu, fyrrgreinda bótagreiðslu og einhliða ólög - mæta töku fjár að öðru leyti komu fyrst fram við aðalmeðferð. Upptaka í hljóði og mynd úr síma, sem er meðal gagna málsins, styður það að úlpa ákærða Gabríels hafi skemmst í aðdraganda eða við framningu meints brots. Sam rýmist það einnig að nokkru l eyti framburði ákærða Æ fyrir dómi. Þá hefur brota þoli við skýrslu gjöf fyrir dómi kann ast við að hafa fyrir slysni skemmt úlpu eins af ger endum í tengslum við téð atvik. Að þessu virtu er það mat dóms ins að um rædd úlpa hafi í raun skemmst og ber að leggja það til grundvallar við úr lausn málsins. Að auki verður ráðið af samhengi meintra atvika og út frá téðri mynd upptöku að úlpan hafi skemmst áður en brotaþoli reyndi að flýja af vettvangi. Þá liggur fyrir að úlpa sem var haldlögð í bifreið ákærða Æ var ekki rann sökuð frekar við meðferð málsins, þar með talið hverrar tegundar hún var. Ákæru valdið verður að bera hall ann af því. Verður því að leggja til grund vallar að tegund og verð mæti úlp - unnar hafi í raun verið um tvö hundruð þúsund krónur, eins og ákærði Gabríel byggir á og hann hefur stutt með framlögðu saman burðar verð mati. Að öðru leyti liggur fyrir að brotaþoli hefur ekki kann ast við að hafa sam þykkt að greiða bætur fyrir úlpuna né heldur að þau atvik hafi verið með þeim hætti sem ák ærði Gabríel hefur borið um. Enginn af öðrum ákærðu í málinu bar um fyrr greint bótauppgjör og samþykki á meðan málið var til rann sóknar. Fram burður þeirra fyrir dómi um þau atriði er allur fremur óskýr og ósennilegur. Að auki er órök rétt og ósenni legt yfirleitt að brota þoli, undir vímu áhrifum, í stuttum og tilfall andi samskiptum við ákærða Gabríel, sem var hon um með öllu ókunnugur, hafi veitt gilt sam þykki fyrir því að greiða bætur að slíkri fjár hæð og með því að rétta honum sím ann og eftirlá ta honum að annast um milli færsl una. Verður vörnum ákærða Gabríels að þessu leyti hafn að sem ótrú verð ug um og ósönn uðum og eru þær að engu hafandi við úrlausn málsins. Verður því að hafna varakröfu ákærða Gabríels sem lýtur að sakfellingu og refsiákv örðun um meinta gripdeild. Við mat á framburði ákærðu að öðru leyti verður að líta til þess að hann hefur ekki að öllu leyti verið samhljóða um heildarumgjörð meintra atvika. Ljóst er af fram burði þeirra allra að ekki er fullkomið samræmi í því hvar, hv ort eða hversu lengi þeir voru nálægir þegar ákærði Gabríel var með síma brotaþola. Ákærði Y greindi frá því hjá lögreglu að hafa komið á staðinn í bifreið. Fyrir dómi kvaðst hann hins vegar hafa komið á hlaupa - hjóli. Þá kannaðist ákærði Y framan af við sk ýrslutöku fyrir dómi ekki við að nein átök hefðu átt sér stað en nánar spurður kvaðst hann hins vegar kannast við framburð sinn hjá lögreglu um hið gagn stæða og hann hefði séð brota þola reyna að flýja. Þá greindi hann frá því að ákærðu Gabríel og Æ hefðu tengst þeim hluta atvika. Er því ljóst að framburður hans um þetta samrýmist ekki að öllu leyti framburði meðákærðu Gabríels og Æ . Þá bar ákærði Z um að meðákærði Æ hefði verið hjá meðákærða Gabríel. Er fram burður ákærða Z að þessu leyti meira í takt við framburð með ákærða Y fremur en framburð meðákærðu 20 Gabríels og Æ . Þá liggur fyrir að ákærði Æ bar meðal annars um það við skýrslugjöf hjá lögreglu, í hljóði og mynd, að viðstöddum tilnefndum verjanda, að átök hefðu átt sér stað og hann hefði ekki viljað t aka þátt í þeim. Við skýrslugjöf fyrir dómi vildi ákærði Æ hins vegar ekki kannast við að sá fram burður væri réttur. Þá eru þær skýringar hans á téðum framburði hjá lög reglu að hann hafi verið að flýta sér við skýrslugjöfina ekki í sam ræmi við hljóð - og myndupptöku. Á þeirri upptöku sést að hann var fremur yfirveg aður og mjög rólegur í alla staði. Skýringar hans fyrir dómi á breyttum framburði eru því ekki sennilegar og trúverðugar. Að öllu framan greindu virtu er ekki full komið samræmi í framburði ákæ rðu og dregur það úr gildi hans við úrlausn málsins, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008. Við dómsmeðferð málsins hafa komið fram vísbendingar um að brotaþoli kunni að einhverju marki að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða vímu efna þegar hann gaf fram burðar skýrslu á lögreglustöð, nokkrum klukkustundum eftir meint brot. Brotaþoli útilokaði þetta ekki þegar hann var spurður um þetta fyrir dómi. Ekki var hlutast til um áfengis - eða lyfjarannsókn á brotaþola á rannsóknarstigi og engin slík gögn liggja þv í fyrir sem skýra þetta nánar. Það eitt og sér að brotaþoli kunni að einhverju marki að hafa verið undir áhrifum vímu efna við téða skýrslugjöf getur hins vegar ekki leitt til þess að líta eigi alveg fram hjá lög reglu skýrslunni, eins og hér stendur á. Í þessu samhengi ber að líta til VIII. kafla laga nr. 88/2008, sbr. til hliðsjónar 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 651/2009 um réttar stöðu hand tekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl., en ekki er lagt for takslaust bann við því að taka skýrslu a f manni hjá lögreglu þótt viðkomandi kunni að vera undir áhrif um áfengis eða annarra vímuefna á þeim tíma þegar skýrslutaka fer fram. Eðli máls ins sam kvæmt er slíkt hins vegar ekki æskilegt og enn síður í alvarlegu saka máli. Þá getur slíkt ástand skýr slu gjafa mögulega rýrt sönnunargildi skýrslunnar, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008. Þótt fyrrgreindur annmarki kunni að einhverju marki að hafa verið uppi við rann sókn málsins þá er ekki að sjá af mynd - og hljóðupptöku skýrslu - tökunnar, sem er meðal máls gagna og var spiluð við aðalmeðferð, að brotaþoli hafi verið áber andi undir áhrifum áfengis og/eða vímu efna eða að það hafi truflað hann við skýrslu - gjöfina. Verður því litið til lögreglu skýrslunnar við sönnunarmatið, til stuðnings öðru sem kom fram fy rir dómi, eftir því sem við á. Ljóst er af skýrslu brotaþola fyrir dómi að vímuástand hans á verknaðarstundu virðist gera það að verkum að hann man ekki öll atvik með ná kvæmum hætti, hvað hver sagði eða gerði. Skýrslugjöf hans fyrir dómi bar þess greini leg merki að upp rifjun hans á meintu broti og öðrum atvikum er honum þung bær. Fram burður hans fyrir dómi var nokkuð ítarlegri en hjá lögreglu sé miðað við skýrslutökur. Það skýrist fyrst og fremst af 21 eðli og framkvæmd skýrslu töku nnar fyrir dómi . Í öll um aðal atriðum er hins vegar sam - ræmi í báðum skýrslunum, að því marki sem þær hverfast um sömu atriði. Fram burður brota þola hefur því að mestu verið stöð ugur að því marki sem unnt er að bera téðar skýrslur saman. Brotaþoli hefur fyrir dómi bo rið um meintar hótanir um líkamsmeiðingar og aðrar ógn - anir frá fleiri en ein um geranda sem varð til þess að hann lét símann af hendi og ákærði Gabríel millifærði fé, allt eins og áður hefur verið rakið. Í því sambandi hefur meðal annars komið fram að hon um hafi verið hótað af einum eða fleiri gerendum að hann yrði laminn og að fingur yrðu klipptir af hon um á staðnum. Þessir hótunarþættir verða að teljast uppfylla skilyrði þess að vera meint hótun um að beita líkamlegu ofbeldi þegar í stað í merkingu 252. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli hefur hins vegar fyrir dómi ekki kannast við að hafa sætt lífláts hót un um og verður ákæruvaldið að bera hall ann af því við sönnunarmatið. Þá hefur brotaþoli verið alveg skýr um það að það var ákærði Gabríel sem tók við símanum frá honum og hafði sig mest í frammi, stjórnaði því sem fram fór og brotaþoli var í mestum samskiptum við. Að öðru leyti verður ekki litið fram hjá því að að vætti brotaþoli fyrir dómi er með þeim hætti að hann hefur í raun ekki verið alveg v iss um deili á meint um gerendum að öðru leyti en því að það hafi verið ákærði Gabríel sem var að verki og þrír eða fjórir aðrir sem voru með hon um sem meintir gerendur. Sak bend ing eða mynd sakbend ing af sakborningum fór ekki fram á rannsóknar - stigi og verður ákæru valdið að bera hallann af því við úrlausn málsins. Lög reglu skýrsla með ljósmyndum af ákærðu eftir handtöku sem borin var undir brotaþola við skýrslugjöf hans fyrir dómi haggar þessu ekki enda voru svör hans eftir því. Þá verður ekki annað r áðið af vætti brotaþola um fjöldann en að hann telji frekar eða meiri líkur á því að meintir gerendur, að meðtöldum ákærða Gabríel, hafi alls verið fjórir en ekki fimm og sá fimmti sem þarna var hafi í raun ekki tekið þátt í hinu meinta broti. Sam rýmist þ etta einnig fram burðarskýrslu brotaþola hjá lögreglu þar sem hann bar um að meintir ger endur hefðu alls verið fjórir. Ákæru valdið verður að bera hallann af þessu við úrlausn máls ins , sbr. nánar síðar . Ljóst er af fyrrgreindri myndupptöku að ákærði Gabríel hélt á og var að skrá sig inn í farsíma brotaþola uns hinn síðarnefndi virðist hafa reynt að hlaupa í burtu. Jafnframt sést greinilega á upptökunni að ákærði Gabríel sýndi strax viðbrögð við því, eins og hann ætlaði að stöðva eða fara á eftir brota þola. Myndupptakan sýnir einnig greinilega hníf standa upp úr rass vasa ákærða Gabríels. Verður því að hafna þeim skýringum hans að um hafi verið að ræða hárgreiðu og eru þær sérlega ótrúverðugar. Hið sama á við um þær skýringar ákærða að hann hafi viljað skila brotaþola farsímanum í greint skipti þar sem 22 honum hafi þótt of mikið að taka símann til viðbótar því að tæma nær allt fé af banka - reikn ingum brotaþola. Þá er orðanotkun hans og rödd fremur reiðileg og ógn andi, eins og hún heyrist í upptöku. Einnig er ljóst af upptökunni að fleiri voru viðstaddir á sama tíma, þar með talinn ákærði Þ sem tók myndskeiðið upp, auk að minnsta kosti eins manns til viðbótar sem hróp aði reiði lega að brotaþola úr bak grunni. Upptakan styður því ekki sér staklega fram burð ákærðu um það hvernig umrædd atvik voru í greint skipti. Hið gagn stæða á hins vegar við um framburð brotaþola. Heilt á litið styður upp takan fram - burð hans um málsatvik og þar með mála tilbúnað ákæruvaldsins um meint ránsbrot, eins og því er lýst í ákær u. Framburður brotaþola er einnig studdur vætti lögreglumanns nr. [...] sem bar um ástand og fyrstu samskipti við brotaþola þegar lögregla kom á staðinn. Ljóst er af framburði þess lög reglu manns, sem og vætti lögreglumanns nr. [...] , að brotaþoli var an dlega miður sín á þeim tíma, sem var stuttu eftir meint brot. Vanlíðan brotaþola á þeim tíma styður því mjög framburð hans um meint brot. Þá var lögreglumaður nr. [...] mjög skýr í fram - burði sínum fyrir dómi um öll sam skipti, við brögð og upplýsingar sem fengust frá brota - þola á þeim tíma. Öll þau atriði styðja framburð brotaþola og málatilbúnað ákæru valds - ins. Þá er ljóst af vætti téðs lögreglumanns og frumskýrslu að fyrsta frásögn brota þola af því sem gerðist samrýmist í öllum aðal atrið um framburði hans síðar um daginn á lögreglustöð, sem og skýrslu gjöf hans fyrir dómi. Þessu til viðbótar liggja fyrir vottorð og vætti tveggja sálfræðinga sem borið hafa um mikla vanlíðan brotaþola eftir á vegna meints brots. Styður það einnig framburð brotaþola og má latilbúnað ákæruvaldsins. Þá er framburður brotaþola um það sem laut að kylfunotkun einnig studdur því að útdragan - leg kylfa fannst og var haldlögð í bifreið ákærða Æ síðar sama dag og meint brot var framið. Samkvæmt öllu framangreindu er það mat dómsin s að framburður brotaþola fyrir dómi hafi verið einlægur og skýr og hann hafi í öllum megin atriðum verið sam kvæmur sjálfum sér í frá sögn, að því marki sem hann man eftir atvikum. Þá eru ekki uppi vís bend ingar um að hann hafi við skýrslugjöfina verið a ð geta í eyð urnar. Að auki er framburður hans studdur fyrr greindri myndupptöku úr síma og öðrum sakargögnum, auk framburðar vitna, allt eins og áður greinir. Framburður brota þola um meint brot er því heilt á litið trú verð ugri en fram burður ákærðu og verður þar með lagður til grund vallar við sönn - unarmatið svo úrslitum ráði í málinu. Að öllu framangreindu virtu telst lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að ákærði Gabríel hafi í félagi við þrjá aðra hótað brotaþola líkams - meið ing um og með því feng ið hann til að opna fyrir aðgang að heima banka og neytt út úr honum fé með fyrrgreindum millifærslum, eins og nánar greinir í ákæru. Meintar lífláts hótanir í tengslum við fyrrgreinda háttsemi eru hins vegar ósannaðar. Verður 23 ákærði Gabríel því sakfelld ur samkvæmt ákæru út frá þeim atriðum sem áður greinir og teljast sönnuð og varðar brot hans við 252. gr. almennra hegn ingarlaga. Eins og áður segir er uppi talsverð óvissa um það hver af öðrum hinna ákærðu í málinu, Y , Z , Þ eða Æ , tóku í raun virkan þátt í brot inu, og hver þeirra var óvirkur eða fyrst og fremst áhorf - andi. Verður að meta þann vafa þeim fjórum í vil og er ekki hægt að gera upp á milli þeirra í því sambandi, eins og málið er vaxið. Þegar að þessu virtu, með hlið sjón af verkn - aðar lýsingu ákæru, fyrr greindum sönnunarreglum, og þar sem ann arra sönnunar gagna nýtur ekki við, verður að sýkna ákærðu Y , Z , Þ og Æ af öll um kröfum ákæru valds ins í mál inu. Samkvæmt matsgerðum dómkvaddra matsmanna leikur ekki vafi á sakhæfi ákærða Gabríels eð a að refsing beri árangur og eru ekki efni til að víkja frá þeim niður stöðum. Ákærði Gabríel er fæddur í [...] . Sam kvæmt sakavottorði gekkst hann 1. nóv ember 2020 undir tvær sáttir hjá lögreglustjóra vegna aksturs undir áhrifum vímu efna og án gildra ök uréttinda. Þá var honum með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur [...] gert að sæta átján mánaða fangelsi vegna endurtekinna líkamsárása, brots gegn vald stjórninni, þjófn aðar og fíkniefnalagabrots. Var að hluta um að ræða hegningar auka við viðurlög sam kvæmt fy rr greindum sáttum. Að öðru leyti hefur ákærði ekki áður hlotið refsingu. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir var framið áður en framan greindur dómur frá [...] sl. var kveðinn upp. Ber því að dæma honum hegningar auka sem samsvari þeirri þyngingu r efsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um málin í einu lagi. Grófleiki verknaðar var með meira móti. Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda and legu tjóni og liggja fyrir gögn og vætti sálfræðinga sem renna stoðum undir það að sú sé í raun staðan hjá brota þola. Horfir allt framan greint til refsi - þyngingar. Að öðru leyti verður við refsiákvörðun til máls bóta að horfa til ungs aldurs ákærða, óveru legs saka ferils hans að öðru leyti samkvæmt saka vottorði og þess að þýfi endur heimt ist svo ekki varð fjár tjón fyrir brotaþola. Þessu til við bótar verður við ákvörðun refsingar, til mild unar, að líta til persónulegra að stæðna og erfið leika ákærða svo sem nánar er rakið í vætti og mats gerðum dó m kvaddra matsmanna, sbr. einkum vætti og matsgerð dr. C sál fræðings. Að öllu framan greindu virtu, og með vísan til 2., 3., 4., 5. og 8. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. og 78. gr., sbr. 1. mgr. 77. gr., almennra hegn - ingarlaga, er refsing ákærða h æfi lega ákveðin fang elsi í fjóra mán uði. Vegna alvar leika brots og saka ferils er ekki unnt að skilorðs binda refs inguna. Ákærði Gabríel hefur sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sem var meðal annars í tengslum við meðferð máls þessa. Annars vegar frá 18. til 23. júlí 2021, sbr. úrskurð Landsréttar í máli nr. /2021, og hins vegar frá 3 . október 2021 til 27. mars 2022, sbr. meðal annars úrskurði Landsréttar í málum nr. /2021, 24 /2022 og /2022. Gæsluvarðhaldinu lauk 31. mars 2022, þegar ákvörðun ríkis - saksóknara lá fyrir og ákærði hóf sama dag afplánun fyrr greinds dóms frá [...] sama ár. Með vísan til 76. gr. almennra hegn ingar laga skal draga frá refsing unni með fullri dagatölu fyrrgreint gæsluvarðhald frá 18. til 23. júlí 2021. Með téðum dómi frá [...] voru gæslu varðhalds dagar frá 3. október 2021 til og með upp kvaðn inga r dags látnir koma til frádráttar dæmdri refsingu og verða þeir dagar því ekki látnir koma að nýju til frádráttar þeirri refsingu sem nú er dæmd . Þá er í fullnustu framkvæmd Fang elsis mála stofn unar ríkisins ávallt miðað við að gæslu varðhald frá uppkva ðningardegi til fullnustudags komi til frádráttar dæmdri refs ingu með fullri dagatölu. Af þ essu leiðir að gæslu varðhalds dagar koma til frádráttar refsingu samkvæmt dóm inum frá [...] sl. eftir uppkvaðningu og þar til fullnusta dómsins hófst 31. mars sl . Að því virtu verða þeir gæslu varðhalds dagar ekki látnir koma að nýju til frádráttar þeirri refsingu sem nú er dæmd. Vegna framangreindra málsúrslita verður ákærða Gabríel gert að greiða sakar kostnað til ríkissjóðs. Um tímagjald lögmanna fer til vi ðmiðunar eftir reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2022. Til þess kostn aðar sem felldur verður á ákærða Gabríel teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Lilju Mar grétar Olsen lög manns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ráðast af tíma skýr slu, 2.273.850 krónur, með virðisaukaskatti, og 16.680 krónur vegna aksturs kostn aður sama lög manns. Undir þennan sakarkostnað falla einnig þóknanir til tilnefndra verjenda ákærða Gabríels á rann sóknarstigi, lögmannanna Guðmundar Njáls Guð munds sonar o g Guðmundar St. Ragnars sonar, sem teljast hæfilega ákvarðaðar 83.700 krónur, með virðisauka skatti, til hvors lögmanns um sig. Þá fellur einnig undir téðan sakar kostnað hluti útgjalda sam kvæmt yfirliti ákæruvaldsins, annars vegar vegna flutnings á hald lagðri bifreið og hins vegar vegna símarannsókna, 127.521 króna. Önnur útgjöld samkvæmt fyrr greindu yfir liti eru ákærða óviðkomandi og verða ekki lögð á hann. Þá er ekki heimilt að fella á ákærða annan sakarkostnað en fyrir liggur samkvæmt sakarkostnaðar yfirliti við byrjun aðalmeðferðar, sbr. 2. mgr. 234. gr. laga nr. 88/2008. Allur annar sakar kostn aður vegna máls ins verður því felldur á ríkissjóð, þar með talin máls varnar laun skipaðs verjanda ákærða Y , Einars Odds Sigurðs sonar lög - manns, sem ráðast af tíma skýrslu, 1.541.475 krónur, með virðis aukaskatti, máls varnar - laun skipaðs verjanda ákærða Z , Bjarna Hólmars Einars sonar lög manns, sem ráð ast af tímaskýrslu, 1.457.775 krónur, með virðis auka skatti, máls varnar laun skip aðs verjanda ákærða Þ , Ingu Lillýjar Brynjólfs dóttur lög manns, sem verða ákveðin að álitum, 1.600.000 krónur, með virðis aukaskatti, og máls varnarlaun skipaðs verjanda ákærða Æ , Snorra Sturlu sonar lög manns, sem einnig verða ákveðin að álitum, 1.600.000 krónur, með v irðis auka skatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elísabet Rán Andrésdóttir saksóknarfulltrúi. 25 Daði Kristjáns son héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Gabríel Douane Boama, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Til frádráttar refsingu með fullri dagatölu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 18. til 23. júlí 2021. Ákærðu, Y , Z , Þ og Æ , eru sýknir af öllum kröfum ákæruvaldsins. Ákærði Gabríel Douane Boama greiði samtals 2.585.451 krónu í sakarkostnað til ríkis - sjóðs og eru þar innifalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Lilju Margrétar Olsen lögmanns, 2.273.850 krónur, 16.680 krónur vegna aksturskostnaður sama lög manns, þóknun tilnefnds verjanda ákærða Gabríels á rannsóknarstigi, Guðmundar Njáls Guð - munds sonar l ög manns, 83.700 krónur, þóknun tilnefnds verjanda ákærða Gabríels á rann sóknarstigi, Guðmundar St. Ragnars sonar lög manns, 83.700 krónur, auk 127.521 krónu í annan sakarkostnað samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins. Annar sakarkostnaður skal greiðast úr ríkis sjóði, þar með talin málsvarnarlaun Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 1.541.475 krónur, málsvarnarlaun Bjarna Hólmars Einarssonar lög manns, 1.457.775 krónur, málsvarnar laun Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 1.600.000 krónur, og máls varnarlaun Snorra Sturlusonar lögmanns, 1.600.000 krónur. Daði Kristjánsson