Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 2 1 . febrúar 2024 Mál nr. S - 88/2023 Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari) gegn Vilhjálmi Jónassyni (Andri Björgvin Arnþórsson lögmaður, verjandi ákærða) I. Málsmeðferð, ákæruskjal og dómkröfur aðila 1. Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi, útgefinni 28. febrúar 2023, á hendur Vilhjálmi Jónassyni, kt. ... , ... , ... . 2. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða: júlí 2022 ekið bifreiðinni TKJ94, óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis eindist í blóðsýni ) , að ... í ... , ruðst í heimildar leysi inn um glugga á húsinu, ráðist með ofbeldi að húsráðanda, A... , kt. ... , slegið A... í andlitið er hann reyndi að varna ákærða inngöngu, allt með þeim afleiðingum að A... hlaut þreifieymsli á nefi og tvö sár innan á vörum. 2 Mál nr. 313 - 2022 - 15148. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 95. gr. umferða [r] laga nr. 77/2019, með síðari breytingum, 231. gr. og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari 3. Ákæruvaldið krefst sakfellingar og sviptingar ökuréttar samkvæmt ákæru. 4. Ákærði neitar sök og krefst sýknu, en ella, ef hann verði sakfelldur, vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst ákærði þess að sakar kostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. 5. Aðalmeðferð málsins fór fram 8. febrúar 2024, með skýrslutökum af ákærða og vitnum. Að loknum munnlegum málflutningi var málið dómtekið. II. Málsatvik 6. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning þann 17. júlí 2022 kl . 01:41 um mann í annarlegu ástandi sem væri að berja á hús að ... og að reyna að komast inn. Einnig var grunur um ölvunarakstur viðkomandi. Við komu lögreglu á vettvang var ákærði þar staddur fyrir utan húsið og sagðist hann hafa fengið far með vinkonu og væri að leita að ættarmóti sem hann ætlaði á. Samkvæmt lýsingum lögreglu var ákærði sjáanlega ölvaður, illa áttaður og nokkuð æstur. Hefði áfengisþef lagt frá vitum hans og hann verið handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Á lögreglustöð hefði ákærði orðið mjög æstur þegar ekki var haft samstundis samband við lögfræðing og hefði hann þá ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Hefði þá verið reynt að færa ákærða aftur í handjárn en við það hefðu orðið átök með þeim afleiðingum að tveir lögreglumenn hefðu lent í hnjaski og fundið til eymsla á eftir. Ákærði róaðist svo og var þá tekið blóðsýni hjá honum í tvígang með klukkustund á milli. 7. Í frumskýrslu kemur fram að húsráðendur á staðnum, maður og kona , hefðu lýst atvikum þannig að bifreið hefði verið ekið hratt að hlaði hússins og stöðvað þar. Há tónlist hefði verið í bifreiðinni sem hefði verið útötuð gróðri að framan. Þau kváðust hafa séð ákærða liggja í öku - mannsætinu hálfsofandi. Hefði konan farið ú t að athuga með ákærða sem hefði sagst vera að leita að ættarmóti. Lýsti hún því að hann hefði verið nokkuð æstur og þau hefð i strax grunað að hann væri undir einhvers konar áhrifum. Hefðu þau orðið hrædd vegna hegðunar ákærða og því læst sig inni í húsinu þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir voru einnig staddir. Ákærði hefði reynt að opna hurðar og berja á glugga og þeim hefði fundist þeim vera ógnað verulega. Ákærði hefði næst tekið upp heimagert sverð og sveiflað því í kringum sig, en næst kastað af sér þvag i á útihurð hússins. H efðu þau reynt að ná sambandi við ákærða í gegnum glugga vinstra megin við 3 útihurðina en þá hefði ákærði skorað á brotaþola að slást, sem hann hefði neitað en ákærði þá kýlt hann í gegnum opinn gluggann. Hefði brotaþoli hlotið sprungu á vör og eymsli á munn svæði við höggið. Lýstu þau því að ákærði hefði farið út á grasflöt við húsið þar sem lögregla kom að ákærða. III. Skýrslur fyrir dómi 8. Ákærði gaf skýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum þannig að umrætt sinn hefði hann verið á ætta rmóti á ... . Hann hefði verið að skemmta sér og drekka . N æsta sem hann hafi í sínu minni sé að hann rankaði við sér í fangaklefa, þar sem hann hafi upplifað hræðslu og kvíða. Það sé það eina sem sitji í honum , hann muni ekki neitt annað. Aðspurður kvaðst h ann ekki hafa tölu á hversu mikið hann hafi drukkið af áfengi umrætt sinn, þetta hafi gengið sinn eðlilega gang miðað við aðstæður. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvaða vinkonu hann hafi verið að vísa í við skýrslutöku hjá lögreglu, hann muni ekki eftir s kýrslutökunni. Kvaðst hann ekkert geta sagt um atburði kvöldsins, hann muni ekkert eftir því og þekki ekkert til brotaþola. Aðspurður um hvort hann eigi það til að fara í óminni við neyslu áfengis kvað hann það hafa átt sér stað meira á þessum tíma þar sem hann hafi verið á þunglyndislyfjum umrætt sinn. Lyfin hefðu áhrif og ýttu undir minnisleysi í tengslum við neyslu áfengis, en hann hefði ekki haft tilhneigingu til óminnis í tengslum við áfengisneyslu. Kvaðst hann hafa átt við kvíða og þunglyndi að stríða síðan hann var barn. Aðspurður kvaðst hann vera edrú í dag og væri að sækja AA. 9. Lögreglumaður nr. 2321 gaf vitnaskýrslu fyrir dómi í gegnum síma og lýsti því að umrætt sinn hefði hún verið í fyrsta bíl á vettvang og hefði hitt ákærða á vettvangi. Atb urðir hefðu verið yfirstaðnir er þau komu á staðinn og ákærði hefði verið handtekinn á vettvangi, grunaður um akstur undir áhrifum. Á vettvangi hefðu verið húsráðendur , og tveir aðrir lögreglumenn hefðu mætt á vettvang. Húsráðendur, maður og kona, hefðu fu llyrt að ákærði hefði komið akandi að húsinu og var bifreið hans lagt beint framan við húsið. Þau hefðu lýst því að ákærði hefði verið æstur og illa áttaður og slegið til brotaþola í gegnum glugga á útidyrahurð. Aðspurð um framburð ákærða þess efnis að vin kona hefði gefið honum far og hann hefði gengið um grasflöt framan við húsið sagði hún ákærða ekki hafa getað gefið neinar upplýsingar um hver þessi vinkona væri. Lýsti hún því að lögregla hefði tekið eftir því að ákærði hefði verið æstur, illa áttaður og undir áhrifum er þau komu á staðinn. Hefði húsráðandi verið með sprungu á vör. Aðspurð kvaðst hún hvorki vita hvort það hefði verið rannsakað frekar hvort um húsbrot hefði verið að ræða né hvort bifreið ákærða hefði verið rannsökuð sérstaklega. Aðspurð kva ðst hún ekki geta svarað því hvers vegna gögn úr búkmyndavélum hefðu ekki verið vistuð. Kvað hún ákærða ekki hafa játað nein ar sakargift ir á vettvangi. 4 10. A... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum þannig að umrætt sinn hefðu hann og eiginkonan verið að fara að sofa milli klukkan eitt og hálftvö um nóttina. Þau hefðu þá tekið eftir því að bifreið var ekið á fullri ferð upp innkeyrsluna en svo neglt niður framan við húsið. Hann hefði séð bifreiðina í gegnum glugga á ganginum og spurt eiginkonu sína hvort hún ætti von á einhverjum. Inn i í bílnum hefði ákærði setið og hallað sér aftur eins og hann væri að fara að sofa. Eiginkona hans hefði farið út og opnað h já honum farþegahurðina og rætt eitthvað við hann. Ákærði hefði eitthvað farið að hreyfa sig, þá hefði vitnið kallað í konuna sína að koma bara inn og þau myndu bara læsa hurðinni. Ákærði hefði síðan komið út úr bílnum, gengið í kringum bílinn og svo komið og rifið í útihurðina og lamið eitthvað í hana. Þá hefði kona hans hringt á lögreglu og tilkynnt um mann í annarlegu ástandi. Síðan hefði hún opnað baðherbergisgluggann sem er við hliðina á útihurðinni og farið að ræða við ákærða. Það hefði ekki farið á m illi mála að ákærði var ekkert alveg í þessum heimi þá stundina. Konan hefði reynt að fá upp úr ákærða hvað hann héti og hvað hann væri að gera þarna á staðnum. Ákærði hefði svarað því á nokkra mismunandi vegu, hann væri að koma á ættarmót, til mömmu sinna r og til að ríða henni. Ákærði hefði svo migið á útihurðina og skó sem voru framan við dyrnar. Hann hefði þá farið út í gluggann og ákærði þá sagt : Þ Ákærði hefði að lokum svarað og sa gst heita Villi og vera sjómaður frá ... . Síðan hefði ákærði farið að rífast við hann og ætlað að koma inn um gluggann. Ákærði hefði náð að toga gluggann upp og verið komi nn hálfur inn um hann. Vitnið hefði ýtt ákærða frá sem hefði þá rifið eitthvað í hann og síðan hefði vitnið fengið hnefann í andlitið. Konan hefði þá hringt aftur í lögregluna og sagt henni bílnúmer og nafn ákærða. Lögregla hefði þá sagst vita hver ákærði væri og þeir myndu setja þetta í forgang. Ákærði hefði haldið áfram á glugganum og hurðinni og þau hefðu þá sett hundinn út sem hefði fælt hann út á tún þar sem hann hefði ráfað í átt að næ sta húsi. Ákærði hefði svo komið til baka og verið í símanum en hundurinn hefði haldið honum í burtu frá húsinu þar til lögregla kom á staðinn. Aðspurður lýsti vitnið því að lögreglan hefði ætlað að skilja bíl ákærða eftir á staðnum en þau hjónin hefðu beð ið um að hann yrði fjarlægður, sem var gert. Aðspurður lýsti hann því að ákærði hefði verið einn í bifreiðinni umrætt sinn. Aðspurður kvaðst hann telja það hafa verið ásetning ákærða að ryðjast þarna inn. Kvaðst hann aldrei hafa séð ákærða áður. Aðspurður kvað hann ákærða hafa sagt honum að koma út að slást við sig. Kvaðst hann ekki telja geta verið um óhapp að ræða er ákærði kýldi hann. 11. B... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum þannig að umrætt sinn hefðu þau hjónin verið að fara að sofa rúmle ga eitt um nóttina, er þau hefðu séð bíl koma á fleygiferð og stoppa fyrir framan húsið. Þau hefðu ekki átt von á neinum og ekki vitað alveg hvað væri að fara að ger a st. Þau hefðu litið út um eldhúsgluggann, sem vísar beint að heimkeyrslunni, og séð að hví tur bíll væri fyrir utan, bílstjórinn hefði drepið á bílnum og hallað sér aftur. Þau hefðu heyrt dúndrandi 5 tónlist úr bílnum. Eftir örfáar mínútur hefði hún farið út að athuga með bílstjórann. Hún hefði opnað farþegahurðina og spurt ákærða hvort hann ætti erindi til þeirra, hvort það væri eitthvað að og hvort hún gæti hjálpað honum en hann hefði svarað einhverju algjörlega út í hött; hefði sagst vera kominn á ættarmót og talað samhengislaust. Henni hefði þótt það ljóst að þessi maður ætti ekki að vera að ak a bifreið. Maki hennar hefði kallað á hana að koma inn, þau hefðu læst og hringt á lögregluna. Eftir það hefði ákærði farið að labba um, tekið í útidyrahurðina og bankað, gengið meðfram húsinu og lamið í einhverja glugga. Hann hefði svo komið aftur að hurð inni og pissað á útidyrahurðina og skó sem voru þar við hliðina. Hún hefði þá opnað glugga við hliðina til að reyna að halda ákærða rólegum. Hún hefði spurt hann hver hann væri, hvað hann væri að gera og þess háttar. Ákærði hefði svarað samhengislaust, sag st vera að fara á ættarmót, hún væri mamma hans og síðan að hann væri orðinn ofboðslega graður og ætlaði að ríða henni. Ákærði hefði svo farið að rífa upp gluggann, en maður hennar þá komið inn á klósettið og ákærði hefði þá orðið æstari. Ákærði hefði fari ð að berjast við mann hennar við að reyna að komast inn en hann náð að koma ákærða út. Hún hefði þá hringt aftur á lögguna. Kvaðst hún ekki alveg skilja hvernig maðurinn hennar hefði komið ákærða út því hann hefði verið kominn svo langt inn um gluggann. Ef tir þetta hefði ákærði verið að væflast í kringum húsið og verið að sveifla leiksverði í kringum sig. Þeim hefði ekki staðið á sama og hleypt hundinum sínum út, sem væri ekki sérstaklega vinalegur við ókunnuga. Hundurinn hefði eitthvað hrakið hann í burtu frá húsinu og ákærði hefði ekki komið aftur að húsinu eftir það. Aðspurð kvaðst hún hafa staðið í forstofunni og séð í speglinum á klósettinu er ákærði hefði kýlt manninn hennar í átökunum. Kvað hún þau hafa verið stödd í eldhúsinu er bifreiðin hefði komið akandi að húsinu. Aðspurð kvað hún ákærða ekki hafa virkað fjandsamlegan fyrst þegar hann kom að húsinu, en þegar hann hefði farið að lemja allt að utan ákveðinn í því að komast inn í húsið hefði henni fundist það vera á þann hátt að hann hefði ætlað að g era eitthvað. Aðspurð lýsti hún því að ákærði hefði legið aftur í ökumannssætinu í hálfgerðu móki en hann hefði ekki verið sofandi. Kvaðst hún ekkert geta sagt um það hvort ákærði hefði farið út úr bifreiðinni ef hún hefði ekki farið að tala við hann. 12 . Vitnið D... , læknir nr. 3489 , gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum síma. Kvaðst hún muna eftir skoðun á brotaþola umrætt sinn. Hann hefði komið til hennar og kvartað um verki í nefi og innan á vörum. Á neðri vör hefði verið eins og sprungin blaðra og sár undi r og á efri vör aðeins minna sár. Tennur og bit hefði verið í lagi. Nefið var ekki áberandi bólgið en aðeins aumt viðkomu. Hún hefði ekki fundið hak eða merki um nefbrot og ekki hefði verið merki um blæðingu inn i í nefi. Hana hefði ekki grunað nefbrot né b rot á beinum í andliti. Staðfesti hún að hafa gefið út vottorð sem liggur frammi í málinu. Aðspurð kvað hún söguna sem kemur fram vera eingöngu komna frá brotaþola, hún hafi ekki orðið vitni að atburðum. Aðspurð hvort áverkar hefðu getað verið tilkomnir ve gna óhappatilviks kvaðst hún telja það ólíklegt. Aðspurð um hvort blaðra á 6 innanverðri neðri vör gæti verið tilkomin vegna munnangurs kvað hún það vera ólíklegri skýringu þar sem hann hefði klárlega líka verið með sár á efri vör. 13. E... , verkefnastjóri hjá RLE , gaf vitnaskýrslu fyrir dómi í gegnum síma og kvaðst kannast við matsgerð sem liggur frammi í málinu. Lýsti hún því að sýni séu skráð i gagnagrunn við komu á staðinn og fái þá strikamerki. Áfengismæling sé gerð einu sinni í viku með mjög næmri aðf erð sem er sérhæfð fyrir mælingar á etanóli. Hvert sýni sé mælt tvisvar og meðaltal reiknað og sú tala sé gefin sem niðurstaða. Aðspurð um brotthvarfshraða áfengis kvað hún hann almennt vera 0,1 til 0,25 prómill á klukkustund en margt spili þar inn í. IV . Niðurstaða 14. Ákærða er gefið að sök umferðarlagabrot, húsbrot og líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 17. júlí 2022 ekið bifreiðinni TKJ94, óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna ... í . .. , ruðst í heimildarleysi inn um glugga á húsinu, ráðist með ofbeldi að húsráðanda, A... , og slegið hann í andlitið er hann reyndi að varna ákærða inngöngu, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut þreifieymsli á nefi og tvö sár innan á vörum. 15. Ákærði hefur neitað sakargiftum eins og þeim er lýst í ákæruskjali málsins. Hann játar að hafa neytt áfengis umrætt sinn. Kvaðst hann ekkert geta sagt um atburði kvöldsins, hann myndi ekkert eftir því og þekki ekkert til brotaþola . Vörn ákærða hefur einkum byggs t á þessu óminni hans en einnig að húsráðendur, vitnin B... og A... , séu ótrúverðug vitni og að áfelli geti ekki byggst á þeirra framburði. Þá sé málið illa rannsakað, sérstaklega er þar tiltekið að bifreiðin hafi ekki verið rannsökuð sérstaklega eða reynt að hafa uppi á vinkonu ákærða sem hafi ekið bifreiðinni. 16. Dómurinn fellst ekki á varnir ákærða að neinu leyti. Ekkert bendir til annars en að ákærði hafi komið sér sjálfur í ástand sem vafalaust leiddi til eða var að minnsta kosti samverkandi ástæða þeirrar háttsemi sem hann er ákærður fyrir og getgátur um að lyf sem hann hafi verið að taka hafi leitt til þess að ákærði muni ekki eftir neinu og hafi í raun verið ósjálfbjarga umrætt sinn eru bara getgátur , eru engum gögnum eða rökum studdar . Auk þess e r vandséð að slíkt ástand, hvort sem var raunverulegt eða ekki, leysi ákærða undan refsiábyrgð í málinu eða geri sönnunarstöðu ákæruvaldsins erfiðari. Dómari telur fyrirliggjandi framburð vitna í málinu afar trúverðugan. Verjandi gat, aðspurður af dómara, ekki bent á hvaða atriði eða atvik máls væru til þess fallin að draga úr trúverðug leika vitna í málinu. Þá er ekkert sem bendir til þess að rannsókn á bifreiðinni hefði nokkru skilað og ekkert sem t.a.m. vakti þá athygli lögreglukonu sem ók henni 7 af vettv angi eftir að ákærði var handtekinn. Enginn veit þá deili á vinkonu ákærða sem hann kveður hafa ekið umrætt sinn, hvorki hann sjálfur né aðrir. 1 7 . Með vísan til fyrirliggjandi gagna , aðstæðna á vettvangi , framburðar ákærða og þeirra tveggja vitna sem sá u ákærða aka bifreiðinni þykir þannig ekki nokkur vafi leika á því og verður ekki vefengt með skynsamlegum rökum, þrátt fyrir neitun ákærða, að ákærði hafi á þeim stað og tíma sem í ákæru greinir ekið bifreiðinni TKJ94 undir áhrifum áfengis. Engin ástæða e r þá að mati dómsins að draga í efa niðurstöður úr mælingu á áfengismagni í blóði ákærða umrætt sinn. Er brot ákærða réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru. 1 8 . Ákærð i neitar að hafa veitt brotaþola högg eins og honum er gefið að sök í ákæru. Bæði fyr ir dómi og hjá lögreglu kvaðst ákærði ekki muna eftir atburðum. Brotaþoli hefur á hinn bóginn verið staðfastur í sínum framburði um að ákærði hafi slegið hann, eins og rakið var. Framburður hans fær stuðning af skýrslu B... sem var vitni að árásinni. Þá fæ r framburður brotaþola stuðning af framburði læknis sem skoðaði brotaþola og taldi að áverkar sem hann var með hefði getað myndast við högg. 1 9 . Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að leggja til grundvallar úrlausn málsins trúverðugan framburð brotaþola, sem var hinn sami hjá lögreglu og fyrir dómi sem fær ótvíræðan stuðning í öðrum gögnum málsins . Ákærði verður því sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í ákærunni. Ákærði ruddist í heimildarleysi inn um glugga á húsinu, réðst með ofbel di að brotaþola og sló hann í andlitið er hann reyndi að varna ákærða inngöngu. Með framgöngu sinni hefur ákærði gerst sekur um líkamsárás og húsbrot sem varðar við 231. gr. og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga . Samkvæmt þessu eru brot hans réttilega færð til refsiákvæða í ákærunni. V. Ákvörðun refsingar og sakarkostnaður 20 . Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum áfengis. Við ákvörðun refsingar ákærða er þess að gæta að með því að ryðja sér leið inn á heimili brotaþola braut hann freklega gegn friðhelgi heimilisins sem varið er af 71. gr. stjórnarskrárinnar. Að þessu gættu þykir refsing ákærða, sem er með hreint sakavottorð, sem tiltekin er samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga, hæfilega ákveðin fangelsi í 6 0 daga en rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremu r árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 2 1 . Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir því hvers vegna ákærð i skuli í ljósi framangreinds ekki sviptur ökuleyfi. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru, og áfengismagns sem 8 mældist í blóði og ekki hefur verið gerður ágreiningur um, verður ákærði sviptur ökurétti í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja. 2 2 . Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti og málsvarnarlaun verjanda síns sem ákveðst með hliðsjón af framlagðri tímaskýrslu og umfangi málsins , að meðtöldum virðisaukaskatti , og aksturs kostnað verjanda, svo sem í dómsorði greinir. 2 3 . Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir dómi af hálfu ákæruvalds. 2 4 . Dóm þennan kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari á Vesturlandi. D Ó M S O R Ð Ákærði, Vilhjálmur Jónasson, s æti 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga . Ákærði er sviptur ökurétti í þrjú ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði verjanda sínum, Andr a Björg vin i Arnþórss yni lögmanni, 7 5 0.000 krónur í málsvarnarlaun , auk 40.608 króna í aksturskostnað. Þá greiði ákærði 83 . 140 krónur í annan sakarkostnað. Lárentsínus Kristjánsson