Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 5. febrúar 2020 Mál nr. E - 31/2019: A (Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður) gegn Stapa lífeyrissjóði (Arnar Þór Stefánsson lögmaður) Dómur Mál þetta sem var dómtekið 28. janúar 2020 er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af A , [...] , [...] , á hendur Stapa lífeyrissjóði, [...] , [...] , með stefnu birtri 18. desember 2018. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að stefnda hafi frá og með 1. janúar 2015 verið óheimilt að skerða örorkulífeyrisgreiðslur til stefnanda með því að telja stefnanda til tekna barnalífeyri sem stefnandi fær greiddan frá Tryggingastofnun ríkisins. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að hann eigi kröfu um að stefnd a sé skylt að greiða stefnanda vangoldnar örorkulífeyrisgreiðslur frá og með 1. janúar 2015, sem eru til komnar vegna þess að stefndi taldi stefnanda til tekna þann barnalífeyri sem stefnandi fær greiddan frá Tryggingastofnun ríkisins, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá og með gjalddögum hverrar vangoldinnar greiðslu. Stefnandi krefst viðurkenningar á fyrningarslitum á framangreindri kröfu sinni um að stefndi greiði stefnanda vangoldnar lífeyrisgreiðslur frá og með 1. janúar 20 15 ásamt dráttarvöxtum frá hverjum og einum gjalddaga vangoldinnar greiðslu. Þá krefst stefnandi þess að stefndi greiði honum málskostnað eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá er kra fist málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. I. Stefndi var metinn 100% öryrki vegna bólgusjúkdóms í ristli hinn 24. desember 1998 og hefur vegna þess haft framfærslu af örorkulífeyri sem hann fær greiddan frá 2 stefnda á grundvelli úrskurðar stefnda h inn 1. janúar 2000 og barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Árið 2006 hóf stefndi vinnu við að bæta verklag við gerð tekjuathugana þar sem útgjöld stefnda vegna örorkulífeyris höfðu aukist hratt árin á undan og einsýnt þótti að sú þróun myndi halda áfram. Hinn 18. júní 2007 staðfesti Fjármálaráðuneytið sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands í stefnda. Í kjölfar sameiningarinnar breytti stefndi m.a. forsendum tekjuútreikninga og hefur hann frá árinu 2008 litið til greiðsln a frá almannatryggingum við mat á tekjum sjóðfélaga sinna. Hinn 16. maí 2013 samþykkti ársfundur stefnda breytingar á eldri samþykktum stefnda frá 1. júlí 1999, en meðal annars var þágildandi grein 12.1.1 breytt með nýrri grein 19.3, þar sem var bætt við málsgrein þess efnis að við mat á tekjumissi öryrkja vegna orkutaps skyldi litið til bótagreiðslna frá almannatryggingum. Hinn 19. ágúst 2015 tilkynnti Greiðslustofa lífeyrissjóða stefnanda um skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum hans þar sem tekjuathugun Greiðslustofu hafði leitt í ljós að greiðslur til stefnanda voru orðnar hærri eftir orkutap en tekjur hans voru fyrir orkutap. Kom fram í tilkynningunni að skerðing á greiðslum til stefnanda myndi koma til framkvæmda 1. september 2015. Var stefnanda leiðbe int um að hafa samband við stefnda ef hann þarfnaðist frekari upplýsinga varðandi framangreint. Alls voru örorkulífeyrissjóðsgreiðslur stefnanda skertar í 20 skipti á tímabilinu frá 1. september 2015 til 1. nóvember 2017, samtals að fjárhæð 537.614 krónur, vegna barnalífeyris sem stefnandi fékk greiddan frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Stefnandi telur að stefnda hafi verið óheimilt að skerða örorkulífeyri hans vegna tekna sem hann nýtur frá almannatryggingu m og krefst þess að það verði viðurkennt með dómi. II. Stefnandi reisir kröfu sína á því að skerðing stefnda á lífeyrisgreiðslum til stefnanda með þeim hætti að telja stefnanda til tekna barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins hafi verið ólögmæt frá up phafi. Að mati stefnanda sé skerðing stefnda brot gegn stjórnarskrárvörðum rétti stefnanda, lögum um lífeyrissjóði nr. 129/1997, samþykktum 3 stefnda og eigin reglum stefnda. Hin breytta framkvæmd stefnda hafi auk þess verið byggð á ómálefnalegum og ólögmætu m sjónarmiðum. Stefnandi byggi viðurkenningarkröfu sína á því að r éttindum í lífeyrissjóði sé ætlað bæta launamanni það þegar laun frá vinnuveitanda lækka eða þau falla alveg niður vegna skertrar vinnugetu. Hugtakið örorka merki skert færni og geta til vi nnu vegna sjúkdóms, fötlunar eða slysa, sbr. til dæmis 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í samræmi við það sé örorkulífeyrisgreiðslum frá stefnda til stefnanda ætlað að bæta honum launamissi vegna skertrar vinnugetu. Að sama skapi sé örorkulífeyri og tekju tryggingu samkvæmt lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, ætlað að koma til móts við skerta starfsorku, sbr. 18. gr. laganna. Stefndi greiði örorkulífeyri til sjóðfélaga sinna til að bæta þeim það launatap sem örorka (orkutap) hafi í för með sér. Stefnd i greiði örorkulífeyri til þeirra sem verða fyrir 50% örorku eða meira, sbr. kafla 19 í samþykktum stefnda. Stefnandi vísi til þess að allar reglur um örorkulífeyri byggist að meira eða minna leyti á saman burði vinnugetu og launa, fyrir og eftir örorku. R éttur til örorkulífeyris stofnist því aðeins að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins, sbr. grein 19.3 í samþykktum stefnda. Örorkumatið, sem sé grundvöllur örorkulífeyris, sé miðað við missi á getu sjóðfélaga til að gegna starfi . Við mat á því hvort tekjuskerðing hafi orðið skuli lagt til grundvallar meðaltal tekna sjóðfélaga síðustu fjögur almanaksár fyrir orkutap. Reglur um örorkulífeyri miðist þannig við það að bæta launamissi sem örorka (orkutap) hafi í för með sér fyrir sjóð félaga. Að mati stefnanda sé barnalífeyrir, sem greiddur sé af Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, af allt öðrum toga en örorkulífeyrir sem sé ætlað að bæta sjóðfélaga tekjutap vegna orkuleysis (örorku). Stefnan di byggi á því að barnalífeyrir sé ekki ígildi launa eða bætur fyrir missi launa eins og sé eðli örorkulífeyris. Stefnandi vísi til dæmis til 1. gr., 16. gr. og 20. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, en þar komi fram að barnalífeyrir sé sérstök t egund greiðslna sem eigi að aðstoða við framfærslu barna. Barnalífeyri sé þannig ætlað að koma til móts við sérstök útgjöld vegna barna. Greiðslunum sé aftur á móti ekki ætlað að bæta tekjutap sem hafi hlotist vegna örorku. Að mati stefnanda geti barnalífe yrir í skilningi laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, ekki talist til tekna sem leiði til skerðingar annarra bóta frá almannatryggingum, eins og t.d. ellilífeyrir og tekjutrygging o.fl., sbr. 3. og 4. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007, um almannatrygginga r. Þá vísi stefnandi einnig til þess að barnalífeyrir skerðist ekki vegna annarra tekna samkvæmt 20. gr. sömu laga. 4 Að mati stefnanda sé samkvæmt framangreindu grundvallarmunur á annars vegar örorku greiðslum úr almannatryggingum sem greiddar eru á grundv elli laga nr. 100/2007 og hins vegar greiðslum frá lífeyrissjóðum. Stefnandi byggi á því að greiðslu örorkulífeyris sé ætlað að bæta sjóðfélaga lífeyrissjóðs skerðingu á launum vegna örorku. Barnalífeyri samkvæmt lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, s é aftur á móti ekki ætlað að bæta launaskerðingu heldur þvert á móti sé þeim greiðslum ætlað að aðstoða lífeyrisþega vegna þess viðbótarkostnaðar sem fellur til af framfærslu barna, vegna sérstakra aðstæðna. Um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða gildi lög nr. 129/1997. Í lögunum sé kveðið á um skylduaðild launamanna, og þeirra sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, að lífeyrissjóðum og kveðið á um lágmarksrétt þeirra til elli - , örorku - , maka - og barnalífeyris samkvæmt l ögunum. Þá sé kveðið á um lágmarksiðgjald sem lífeyrissjóðum sé skylt að innheimta og skyldu lífeyrissjóða til að halda jafnvægi milli eigna sinna og skuldbindinga og haga samþykktum sínum í samræmi við það. Stefnandi byggi á því að við túlkun á ákvæðum la ganna þurfi meðal annars að hafa það hugfast að lögin séu þáttur í útfærslu löggjafans á þeirri réttindavernd sem skylt sé að tryggja í lögum eftir 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og að áunnin réttindi sjóðfélaga samkvæmt lögunum njóti einnig verndar e ignarréttarákvæðis 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Stefnandi vísi til þess að Hæstiréttur Íslands hafi lagt til grundvallar að lífeyrissjóðir hafi svigrúm innan marka stjórnarskrárinnar og laga nr. 129/1997 til að setja nánari reglur, m.a. um örorkulí feyrisréttindi sjóðfélaga, að því tilskildu að þær séu málefnalegar og að gætt sé jafnræðis og meðalhófs. Í þessu sambandi hafi rétturinn meðal annars talið málefnalegt að lífeyrissjóðir takmarki greiðslur til sjóðfélaga þannig að tekjur þeirra sem beinlín is séu til komnar vegna örorku verði ekki hærri en framreiknaðar atvinnutekjur fyrir orkutap. Við mat á því hvort lífeyrissjóðir hafi gætt meðalhófs við breytingar á reglum sínum hafi rétturinn meðal annars litið til þess hversu íþyngjandi þær hafi verið o g hvort sjóðfélögum hafi verið veittur aðlögunarfrestur áður en breytingin hafi tekið gildi. Rétturinn hafi jafnframt lagt á það áherslu að svigrúm til breytinga á lífeyrisréttindum sé þrengra þegar um sé að ræða lífeyrisréttindi sem þegar séu orðin virk. Stefnandi vísi jafnframt til þess að auk framangreindra efnisreglna hafi Hæstiréttur lagt til grundvallar að á lífeyrissjóðum hvíli ríkar skyldur til að vanda 5 meðferð mála um mikilsverða hagsmuni sjóðfélaga sinna. Í því sambandi hafi rétturinn talið að líf eyrissjóðum beri að gæta þess að sjóðfélagar fái rétta úrlausn mála sinna og að þeir eigi þess kost að koma að gögnum og upplýsingum. Þá hafi rétturinn jafnframt talið að gera verði ríkar kröfur til þess að lífeyrissjóðir eigi frumkvæði að því að veita sjó ðfélögum sínum ráðgjöf og tryggja að þeir hafi lágmarksupplýsingar til að geta tekið ákvörðun um þá valkosti sem þeim standi til boða. Rétturinn hafi enn fremur talið að ákvarðanir um réttindi sjóðfélaga skuli teknar með formlegum hætti af þar til bærum að ila innan viðkomandi lífeyrissjóðs. Stefnandi vísi einnig til þess að við útfærslu örorkulífeyrisréttinda sjóðfélaga samkvæmt lögum nr. 129/1997 þurfi að hafa í huga að markmið laganna sé meðal annars að tryggja þeim sem þess þurfi aðstoð vegna örorku og e lli og tryggja þannig réttindi sem kveðið sé á um í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Við mat á þörf fyrir aðstoð vegna örorku í skilningi stjórnarskrárákvæðisins og laga nr. 129/1997 geti verið málefnalegt að líta til annarra greiðslna sem viðkomandi ei nstaklingur hafi notið. Það eigi þó einungis við ef öðrum greiðslum sem líta eigi til sé ætlað að mæta sömu þörf einstaklingsins fyrir aðstoð vegna örorku. Megi því í einhverjum tilvikum líta til þess að draga megi frá örorkulífeyrisgreiðslum greiðslur sem eigi að koma í stað tekjumissis vegna örorku í skilningi laga nr. 129/1997. Beri þá að túlka það þröngt þannig að einungis þær tekjur sem eigi að bæta launatap vegna skertrar vinnugetu séu tekjur sem málefnalegt sé að líta til og bera saman við framreikna ðar atvinnutekjur fyrir orkutap. Stefnandi vísi til þess að lagaákvæði um barnalífeyri hafi verið í lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, allt frá gildistöku laga nr. 50/1946. Samkvæmt núgildandi 20. gr. laganna greiðist barnalífeyrir að uppfylltum nán ari skilyrðum með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er örorkulífeyrisþegi. Séu báðir foreldrar látnir eða örorkulífeyrisþegar skuli greiddur tvöfaldur barnalífeyrir. Þá sé Tryggingastofnun ríkisins heimilt að greiða barnalífeyri með barni ef annað hvort foreldra er ellilífeyrisþegi eða ef það sætir gæsluvist eða afplánar fangelsisrefsingu. Barnalífeyrir greiðist foreldrum barns ef það er á framfæri þeirra eða öðrum sem annast framfærslu þess að fullu. Að mati stefnanda sé ljóst af forsögu og orðalagi núgildandi ákvæðis 20. gr. laga nr. 100/2007 að barnalífeyrir sé ætlaður til framfærslu barna þegar foreldrar þeirra geti ekki séð nægilega fyrir þeim. Þannig sé tekið fram í ákvæðinu að á um að hann skuli greiddur til þess aðila sem hafi barn á framfæri sínu. Í eldri lögum nr. 50/1946 hafi sérstaklega verið áréttað að 6 barnalífeyri skyldi eingöngu nota til framfærslu eða menntunar barna sem ættu hlut að máli og tekið fram að Tryggingastofn un gæti neitað greiðslu barnalífeyris nema fulltryggt væri að hann yrði notaður í framangreindu skyni. Þótt þetta markmið barnalífeyris sé ekki lengur sérstaklega orðað í texta laganna megi ótvírætt ráða af forsögu núgildandi laga og orðalagi 20. gr. þeirr a að barnalífeyrir sé eftir sem áður af framangreindu að barnalífeyrir sem greiddur sé eftir lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, sé ekki einungis þáttur í þeim rétt i til aðstoðar vegna örorku sem öryrkjar njóti á grundvelli laganna eftir 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, heldur liður í þeirri réttindavernd barna sem kveðið sé á um í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Af því leiði að greiðslum á grundvelli 20. gr. laga nr. 100/2007 sé ekki ætlað að mæta sömu þörfum, þ.e. þörf fyrir aðstoð vegna örorku, og greiðslum á grundvelli 15. gr. laga nr. 129/1997 sé ætlað að mæta. Í þessu sambandi þurfi jafnframt að hafa í huga að bæði í lögum nr. 100/2007 og 129/1997 sé gerð ur greinarmunur á örorkulífeyri annars vegar og barnalífeyri hins vegar. Þessi greinarmunur sé í báðum tilvikum reistur á því sjónarmiði að börn njóti sjálfstæðs réttar samkvæmt lögunum sem sé aðgreindur frá réttindum m.a. foreldra þeirra eða annarra forsj áraðila samkvæmt sömu lögum. Stefnandi vísi til þess að það leiði jafnframt af framangreindu og þeim greinarmun sem gerður sé á barnalífeyri og örorkulífeyri að umræddar lífeyrisgreiðslur séu ekki sama eðlis í skilningi laga nr. 100/2007 og laga nr. 129/19 97. Löggjafinn hafi lagt til grundvallar að réttur til barnalífeyris annars vegar og örorkulífeyris hins vegar sé tvennt ólíkt og mælt sjálfstætt fyrir um þessi réttindi í lögum án þess að tengja þau saman á þann hátt sem stefndi hafi leitast við að gera í þessu máli með því að heimila að önnur réttindin verði skert vegna hinna. Þvert á móti hafi hvorki lög nr. 129/1997 né lög nr. 100/2007 að geyma neina vísbendingu um heimild samkvæmt þeim til að skerða örorkulífeyrisréttindi vegna barnalífeyrisréttinda eð a öfugt. Samkvæmt framanröktu sé barnalífeyrir ekki greiðsla sem beinlínis sé til komin vegna örorku og þar með ætlað að mæta sömu þörf og örorkulífeyrisgreiðslum á grundvelli 15. gr. laga nr. 129/1997. Af þeim sökum falli barnalífeyrir ekki undir þær grei ðslur sem mögulega gæti verið málefnalegt að nota til að skerða örorkulífeyrisgreiðslur. Til viðbótar framangreindu verði við mat á því hvort málefnalegt geti talist að skerða örorkulífeyrisgreiðslur sem greiddar séu á grundvelli 15. gr. laga nr. 129/1997 , vegna greiðslna barnalífeyris, sem greiddur er samkvæmt 20. gr. laga nr. 100/2007, um 7 almannatryggingar, að hafa í huga að með síðarnefnda ákvæðinu sé verið að útfæra í lögum sjálfstæðan rétt barns til þeirrar verndar og umönnunar sem velferð þeirra kref jist, sbr. 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem hafi verið veitt lagagildi hér á landi með lögum nr. 19/2013. Þótt barnalífeyrir með barni sé greiddur til foreldris, annars forráðamanns eða þess sem haf i barnið á framfæri sínu, sé greiðslunum ætlað að tryggja réttindi barnsins en ekki foreldrisins. Einstaklingur sem taki við barnalífeyri geri það í raun fyrir hönd barnsins og honum sé ætlað að ráðstafa barnalífeyrinum í þágu þess. Með því að skerða tekju r þess sem taki við barnalífeyrinum sé sú réttindavernd sem barnalífeyri sé ætlað að veita barni fyrir borð borin. Um leið séu tekjur einstaklingsins skertar vegna tekna sem séu í raun ætlaðar öðrum, þ.e. barninu. Barn sem sé á framfæri forsjáraðila sem sæ ti tekjuskerðingu með þessum hætti fái í engu notið réttinda sinna eftir 20. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, enda hafi þau bjargráð sem forsjáraðila barnsins hafi verið fengin til umönnunar og verndar því með greiðslu barnalífeyrisins verið te kin af honum jafnóðum vegna skerðingarinnar. Skerðing örorkulífeyrisgreiðslna samkvæmt 15. gr. laga nr. 129/1997 hafi þannig í för með sér skerðingu á réttindum barna sem njóti verndar stjórnarskrárinnar og 20. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Skerðing stefnda uppfylli því ekki kröfur um lagastoð og skerðing sem hafi slíkar afleiðingar geti aldrei talist málefnaleg. Þar sem stefndi hafi ekki veitt stefnanda neinn rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um að skerða greiðslur til hans frá og með 1. janú ar 2015 liggi ekki annað fyrir en að ákvörðunin hafi eingöngu byggst á því almenna markmiði að lækka greiðslubyrði og skuldbindingar stefnda. Þótt jafnvægi milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóðs sé meðal þeirra sjónarmiða sem málefnalegt sé að líta til við ákvarðanatöku lífeyrissjóðs á grundvelli laga nr. 129/1997 leiði það ekki til þess að ákvörðun sem rökstudd sé með vísan til þess teljist sjálfkrafa reist á málefnalegum sjónarmiðum. Eftir sem áður verði að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort önnur sjónarmið leiði til þess að ekki teljist málefnalegt að byggja á því eða ljá því tiltekið vægi. Stefnandi vísi til þess að stefndi hafi ekki bent á neinar málefnalegar ástæður fyrir breytingunum, hvorki hafi verið bent á þörf eða aðrar réttlætingarástæður fyrir svo íþyngjandi aðgerð. Engin tryggingafræðileg athugun á fjárhag sjóðsins eða önnur slík forsenda hafi legið að baki því að stefndi ákvað skyndilega að taka til sín bætur sem hafi verið ætlaðar til framfærslu barna. Stefndi hafi þannig dregið úr gre iðslubyrði sinni og 8 skuldbindingum með því að lækka greiðslur til örorkulífeyrisþega með vísan til greiðslna sem séu ósambærilegar örorkulífeyri og ekki ætlaðar til að mæta sömu þörfum eða tryggja sömu réttindi og örorkulífeyrir, heldur þvert á móti ætlaða r til að tryggja sjálfstæð réttindi barna og mæta þörfum þeirra. Þessi aðferð við að ná því almenna markmiði laga nr. 129/1997 að halda jafnvægi milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóðs, með skerðingu á barnalífeyri, eigi sér enga stoð í lögum nr. 129/19 97, og sé heldur ekki í samræmi við þann greinarmun sem lögin gera á eðli barnalífeyris og örorkulífeyris. Skerðingin sé heldur ekki í samræmi við stjórnarskrármæltan greinarmun á réttindum barna til umönnunar og verndar annars vegar og réttindum öryrkja t il aðstoðar vegna örorku hins vegar. Skerðingin leiði jafnframt til þess eftir atvikum að börn sem eiga rétt samkvæmt 20. gr. laga nr. 100/2007 fái ekki notið hans. Þessi aðferð geti ekki talist málefnaleg leið til að ná fram almennu markmiði laga nr. 129/ 1997, að gæta jafnvægis milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóðs. Samkvæmt öllu framansögðu hafi ákvörðun stefnda engan veginn uppfyllt þær kröfur um réttmæti sem séu forsenda fyrir svigrúmi lífeyrissjóða til að útfæra nánar í samþykktum sínum réttindi s jóðfélaga innan marka stjórnarskrárinnar og laga nr. 129/1997. Breyting stefnda á réttindum stefnanda hafi því verið haldin verulegum annmarka og sé af þeim sökum ólögmæt og beri því að víkja henni til hliðar. Auk þess sem ákvörðun stefnda hafi þurft að ei ga stoð í málefnalegum sjónarmiðum hafi stefnda sem lífeyrissjóði borið að gæta jafnræðis milli sjóðfélaga sinna og gæta þess að íþyngja þeim ekki meira en nauðsynlegt sé í því skyni að ná því lögmæta markmiði sem að sé stefnt. Ákvörðun stefnda hafi hvorug t þessara skilyrða uppfyllt. Barnalífeyrir samkvæmt 20. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, sé einungis greiddur með börnum sem eigi foreldri sem sé örorkulífeyrisþegi samkvæmt þeim lögum, foreldrið sé látið eða ef það sætir fangelsisvist. Eðli má ls samkvæmt sé þar um að ræða lítinn hóp sjóðfélaga stefnda. Þótt einstaklingar sem tilheyri þessum hópi séu ekki í sömu stöðu í lagalegu tilliti á grundvelli m.a. laga nr. 100/2007 og aðrir sjóðfélagar stefnda séu allir sjóðfélagarnir í sömu stöðu með til liti til þess almenna markmiðs þessara sjóða, að draga úr greiðslubyrði og skuldbindingum sínum. Með því að fara þá leið að þessu markmiði að skerða greiðslur til sjóðfélaga vegna barnalífeyris, sem einungis lítill hluti hans njóti, vegna sérstakrar stöðu sinnar í öðru lagalegu tilliti, hafi stefndi mismunað sjóðfélögum sínum með ómálefnalegum hætti. Engar almennar og hlutlægar ástæður geti réttlætt að sjóðfélagar sem fái greiddan örorkulífeyri frá stefnda og 9 barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins séu e inir látnir axla byrðina af slíkum sparnaðaraðgerðum. Sé nauðsynlegt að lækka greiðslubyrði eða skuldbindingar lífeyrissjóðs, með því að skerða réttindi sjóðfélaga, verði að gera það með þeim hætti að skerðingin gangi jafnt yfir alla sjóðfélaga, án tillits til stöðu þeirra að öðru leyti, þ.m.t. án tillits til fötlunar eða fjölskylduaðstæðna þeirra. Þar sem stefndi gætti ekki að þessu þegar hann ákvað að lækka greiðslur til örorkulífeyrisþega frá 1. janúar 2015 uppfyllti ákvörðun hans ekki kröfur um jafnræði . Samkvæmt framansögðu hafði ákvörðun stefnda um skerðingu lífeyrisgreiðslna frá 1. janúar 2015 áhrif á lítinn hóp sjóðfélaga stefnda á meðan greiðslur til mikils meirihluta sjóðfélaga voru áfram óskertar. Stefndi hafi því gengið mun lengra í því að skerða réttindi þessa hóps sjóðfélaga en nauðsynlegt hafi verið með tilliti til þess almenna markmiðs laganna að draga úr greiðslubyrði og skuldbindingum sjóðanna. Þessu almenna markmiði, að því leyti sem því var náð með þessum aðgerðum stefnda, hefði verið unnt að ná með margvíslegu öðru móti án þess að gagna jafnlangt í því að skerða réttindi þessa tiltekna hóps með svo íþyngjandi hætti sem hafi verið gert. Þá hafi stefnanda ekki verið veittur neinn aðlögunarfrestur áður en skerðingunni var hrint í framkvæmd. V ið mat á því hvort meðalhófs hafi verið gætt þurfi einnig að líta til þess að lífeyrisréttindi stefnanda, sem hafi verið skert, hafi þegar verið orðin virk og hafi verið það um langa hríð. Ákvörðun stefnda um að hefja slíka skerðingu uppfyllti því ekki þær kröfur um meðalhóf sem leiddar verði af dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu á þessu sviði. Stefnandi byggi viðurkenningarkröfu sína enn fremur á því að áunnin réttindi til greiðslna frá stefnda teljist vera eign sem njóti verndar eign arréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar stefndi ákvarðaði stefnanda réttindin á sínum tíma stofnuðust virk eignarréttindi sem nutu upp frá því verndar 72. gr. stjórnarskrár, sbr. 1. gr. 1. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu. Eftir að slík ré ttindi hafi stofnast sé þeim sem veitti, eða ákvarðaði nánar, réttindin í upphafi ekki frjálst að ráðstafa þeim að vild. Þeim forsendum sem hafi verið fyrir hendi þegar rétturinn stofnaðist verði ekki breytt nema með lögum og á grundvelli málefnalegra ástæ ðna. Eftir stofnun réttindanna hafi hvorki stefndi né löggjafinn fullt forræði á því hvernig réttindunum verði hagað til framtíðar. Stefndi hafi engu að síður skert eignarréttindi stefnanda með afturvirkum og ólögmætum hætti. Breytingin hafi verið íþyngjan di fyrir stefnanda sem lífeyrisþega en hafi engu að síður verið gerð án lagaheimildar. Breytingin hafi gengið gegn réttaröryggi hans, hafi ekki verið gerð með lögum, verið byggð á ómálefnalegum forsendum og ekki hafi verið 10 gætt meðalhófs. Þá hafi réttindi stefnanda verið skert án þess að breyting væri gerð á samþykktum eða öðrum almennum fyrirmælum. Þannig verði ekki séð að aðalfundur hafi samþykkt breytinguna og þaðan af síður hafi breytingin hlotið staðfestingu ráðherra, eins og skylt sé samkvæmt 28. gr. laga nr. 129/1997. Meginregla 72. gr. stjórnarskrárinnar sé að eignarrétturinn verði ekki skertur. Þó séu gerðar undantekningar frá reglunni en þær beri að skýra þröngt. Allan vafa um það hvort skerðing mannréttinda hafi farið fram með réttum hætti eigi að túlka borgurum í vil. Þannig megi með skýrum lagafyrirmælum og gegn greiðslu fullra bóta skylda borgara til að láta af hendi eign ef almenningsþörf krefst þess. Auk þess sé viðurkennt að í sumum tilvikum geti almenn takmörkun eignarréttar sem byggist á má lefnalegum sjónarmiðum verið lögmæt og án bótaréttar fyrir þá sem verði fyrir réttindaskerðingunni. Slík skerðing verði að vera byggð á málefnalegum sjónarmiðum, þ.e. einhverjum almannahagsmunum. Þá verði nauðsyn lagasetningarinnar að hafa verið vegin og m etin á móti íþyngjandi áhrifum skerðingarinnar. Að mati stefnanda hafi ekkert af framangreindum skilyrðum lögmætrar eignarréttarskerðingar verið fyrir hendi þegar stefndi tók ákvörðun um skerðingu. Í fyrsta lagi hafi skerðingin ekki verið gerð með lögum. Í öðru lagi hafi lög ein og sér ekki verið nægjanleg því auk þess hefði þurft málefnalegar ástæður fyrir skerðingunni. Rétturinn verði ekki skertur einfaldlega vegna reitt eða annað slíkt. Málefnalegar ástæður þurfi að liggja að baki en stefndi hafi ekki rökstutt skerðinguna með neinum hætti. Stefndi beri sönnunarbyrðina fyrir því að lögmætir og málefnalegir hagsmunir hafi verið fyrir hendi. Stefnandi vísi einnig til þ ess að breyting stefnda á tekjuútreikningum hafi afturvirk og íþyngjandi áhrif. Þegar breytingin var gerð hafði stefnandi í fjölda ára fengið greiddar örorkulífeyrisgreiðslur frá stefnda miðað við tilteknar forsendur. Breytingin sé þannig afturvirk skerðin g á virkum eignarréttindum, eins og áður hafi komið fram. Stefnandi hafi haft réttmætar væntingar til að þess réttindin yrðu ekki skert og í góðri trú hagað lífi sínu og aðstæðum til samræmis við það að örorkulífeyrir hans myndi ekki sæta skerðingu vegna b arnalífeyris. Breytingin sé ekki til komin vegna þess að tekjur stefnanda hafi aukist eða hagur hans vænkast að neinu leyti. Stefndi hafi einfaldlega ákveðið að taka meira inn í tekjuútreikninga og þannig rýmka eigin reglur um það hvernig bætur til stefnan da yrðu skertar. Stefnandi eigi engan möguleika á að bæta sér upp skerðinguna enda óvinnufær með öllu, eins og áður segir. 11 Stefnandi vísi til þess að gæta verði meðalhófs þegar réttindi séu skert (þ.e. að því gefnu að skerðingin hafi á annað borð verið lö gmæt). Í meðalhófsreglunni felist að ekki megi ganga lengra í umfangi skerðingar en nauðsynlegt sé til að ná því markmiði sem stefnt sé að. Verði þannig að líta til umfangs skerðingarinnar fyrir þann sem verði fyrir henni og meta hvort það sé í eðlilegu sa mhengi við markmiðið. Af þessu leiði svo einnig að veigameiri réttlætingu þurfi eftir því sem skerðingin sé meiri. Ekki standist að skerða réttindi óhóflega, og sérstaklega ekki þegar skerðing bitni verulega þungt á tilteknum einstaklingum umfram aðra. Ekk i hafi verið gætt meðalhófs þar sem stefndi taki nú allar bætur í formi barnalífeyris inn í tekjuútreikning og skerði þannig tekjurnar um fjárhæð barnalífeyrisins í heild sinni. Raunar sé ekki hægt að vega og meta markmiðið á móti skerðingunni þar sem engi n rökstuðningur eða réttlæting sé fyrir skerðingunni. Stefndi hafi ákveðið að skerða réttindi stefnanda og stefndi vissi hvaða afleiðingar hin breytta framkvæmd myndi hafa. Stefnda beri að sýna fram á að skerðing á þessum réttindum stefnanda hafi verið nau ðsynleg og réttlætanleg með hliðsjón af málefnalegum sjónarmiðum og hagsmunamati. Stefndi verði að sýna fram á að hann hafi lagt mat á það hvort jafnvægi væri á milli almannahagsmunanna sem stefndi stuðlaði að (þ.e. hafi yfir höfuð verið um þá að ræða) og þeirra skerðinga sem gerðar hafi verið á grundvallarréttindum stefnanda. Stefndi beri jafnframt sönnunarbyrðina fyrir því að aðgerðirnar hafi stuðlað að lögmætum markmiðum. Þá beri stefndi sönnunarbyrðina fyrir því að markmiðum hafi verið náð og að ekki ha fi mátt ná þeim með öðrum og vægari hætti, t.d. með því að draga úr öðrum útgjöldum eða að stuðla að frekari tekjuöflun. Stefnandi bendi á að rétturinn til aðstoðar vegna örorku sé liður í stjórnarskrárvörðum rétti einstaklinga skv. 1. mgr. 76. gr. stjórna rskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og sé meðal þeirra grundvallarréttinda sem þar séu sérstaklega nefnd beinum orðum. Samkvæmt ákvæðinu skuli með lögum tryggja öllum sem þess þurfa slíkan rétt. Margoft hafi verið vísað til þess að íslenska ríkið fulln ægi skyldum sínum samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar meðal annars með lögbundnu lífeyrissjóðakerfi. Skerðing á réttindum úr lífeyrissjóðum sé þannig skerðing á aðstoð samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar en sú breyting sem mál þetta fjalli um skerti óumdei lanlega greiðslur stefnda til stefnanda. Það sé liður í 76. gr. stjórnarskrárinnar að aðstoðin sé ekki háð geðþóttamati hverju sinni, hvorki geðþótta löggjafans né lífeyrissjóða. Tryggi ákvæðið þannig að þegnarnir njóti og muni njóta ákveðinna réttinda, se m séu óháð duttlungum 12 og/eða áherslum líðandi stundar. Stefndi hafi þannig ekki frjálst mat á því hvernig og hversu mikil aðstoð sé veitt úr sjóðunum og hann geti ekki breytt reglum sem um það gildi með íþyngjandi hætti, nema að uppfylltum ströngum skilyrð um. Stefnda sé m.a. óheimilt að ákveða, með beinum eða óbeinum hætti, að breyta réttinum til örorkulífeyris á ósanngjarnan, íþyngjandi og afturvirkan hátt. Þá verði að líta á það hver afleiðing af breytingunni sé í raun. Stefndi hafi með aðgerðum sínum í r aun afnumið rétt stefnanda til barnalífeyris en það sé réttur sem stefnandi hafi átt, fyrir hönd barna sinna, samkvæmt lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar. Eftir breytinguna komi barnalífeyrir að engu leyti stefnanda til góða. Greiðslur Tryggingastofn unar leiddu aftur á móti til þess að stefndi gat minnkað útgjöld sín til stefnanda sem þeim nam. Með þessu hafi stefndi í raun ákveðið að afnema rétt stefnanda til barnalífeyris og ákveðið um leið að greiðslurnar skyldu renna til stefnda í staðinn. Með því að skerða örorkulífeyrisgreiðslur stefnanda og afnema um leið barnalífeyri til hans hafi breytingin gengið gegn framangreindu stjórnarskrárákvæði. Ákvæði 76. gr. stjórnarskrárinnar skuli skýra til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þar megi t.d. nefna félagsmálasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og síðast en ekki síst samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stefndi sé, eins og áður segir, skuldbundinn samkvæmt lögum til að greiða örorkulífeyri. Réttindi stefnanda til örorkulífeyris hjá stefnda hafi stofnast um áramótin 1998 og 1999 og höfðu þannig verið virk í 16 ár þegar stefndi breytti samþykktum sínum. Eins og áður hafi komið fram hafi breytingin falist í því að stefn di skerti greiðslur til stefnanda með því að telja barnalífeyri til tekna við útreikning tekjumissis. Af því hafi leitt að útreiknaður tekjumissir stefnanda hafi lækkað og örorkulífeyrisgreiðslur stefnda sem því nam. Eftir að stefndi hafi tekið upp hina br eyttu framkvæmd hafi greiðslur stefnda til stefnanda lækkað. Eftir breytinguna hafi heildartekjur stefnanda verið lægri en fyrir breytinguna. Eftir breytinguna hafi greiðslur frá almannatryggingum aftur á móti verið þær sömu. Greiðslur frá almannatryggingu m vegna barna stefnanda hafi þannig verið þær sömu og áður en í stað þess að þær rynnu til stefnanda hafi þær í raun komið stefnda til góða og lækkað útgjöld sjóðsins. Með breytingunum hafi þannig aðeins orðið tilfærsla á raunverulegum viðtakanda bótanna f rá almannatryggingum. Í stað þess að stefnandi nyti góðs af greiðslum frá almannatryggingum naut stefndi góðs af þeim, eftir breytinguna. Með breytingum á framkvæmd við útreikning örorkulífeyris hafi stefndi í raun ákveðið einhliða og fyrirvaralaust að tak a greiðslur frá almannatryggingum frá 13 stefnanda og ráðstafa þeim til sín. Með breytingunni hafi stefndi ákveðið einhliða að taka til sín bætur frá ríkinu, þ.e. greiðslur frá almannatryggingum. Það sé algerlega fordæmalaust að lögaðili geti með þessum hætti ákveðið upp á sitt eindæmi að taka til sín mánaðarlegar greiðslur frá ríkinu sem hafi verið ætlaðar öðrum. Eftir breytingar stefnda sé lífeyrissjóðurinn í raun orðinn þiggjandi barnalífeyris úr almannatrygginga - kerfinu í stað stefnanda. Nærtækt og raunar algerlega sambærilegt dæmi væri ef t.d. vinnu veitandi tæki einhliða ákvörðun um að skerða laun starfsmanna sem fengju meðlag, uppbætur vegna lyfjakostnaðar eða annað slíkt. Slík sjálftaka á opinberu fé sé augljóslega óheimil nema hún sé sérstaklega heimil uð með lögum. Samkvæmt 16. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, skuli skerða örorkulífeyri og tekjutryggingu samkvæmt lögunum með hliðsjón af greiðslum frá lífeyrissjóðum. Það sé því í beinni andstöðu við lögin ef lífeyrissjóðir ákveða einhliða, á n lagaheimildar, að gera hið gagnstæða, þ.e. að skerða sínar greiðslur með hliðsjón af greiðslum frá almannatryggingum. Eins og áður greini hafi Hæstiréttur lagt til grundvallar að á lífeyrissjóðum hvíli ríkar skyldur til að vanda til meðferðar mála sem sn úast um mikilsverða hagsmuni sjóðfélaga þeirra. Í því sambandi hafi rétturinn talið að lífeyrissjóðum beri að gæta þess að sjóðfélagar fái rétta úrlausn mála sinna og að þeir eigi þess kost að koma að gögnum og upplýsingum. Þá hafi rétturinn jafnframt tali ð að gera verði ríkar kröfur til þess að lífeyrissjóðir eigi frumkvæði að því að veita sjóðfélögum sínum ráðgjöf og tryggja að þeir hafi lágmarksupplýsingar til þess að geta tekið ákvörðun um þá valkosti sem þeim standa til boða. Rétturinn hafi einnig tali ð að ákvarðanir um réttindi sjóðfélaga bæri að taka með formlegum hætti af þar til bærum aðila innan viðkomandi lífeyrissjóðs. Í samþykktum stefnda sé við það miðað að réttindi sjóðfélaga, m.a. til örorkulífeyris, skuli ákveðin með úrskurði í samræmi við n ánari reglur samþykktanna. [skuli] greina hvaða heildartekjur eru lagðar til grundvallar útreikningi, svo að sjóðfélaga megi vera ljóst við hvaða mörk lækkun örorkulífeyr úrskurður stefnda um örorkulífeyri stefnanda hafi legið fyrir frá 1. janúar 2000. Stefndi hefði þurft málefnalegar ástæður til að breyta þeirri niðurstöðu. Breytingar á forsendum örorkulífeyris verði ekki gerðar nema með br eytingu á slíkum úrskurði. Stefndi hafi þó ekki gert neina slíka breytingu eða kveðið upp nýjan úrskurð. Áður en slíkur úrskurður yrði kveðinn upp og áður en stefndi hrinti ákvörðun um að skerða lífeyrisréttindi 14 stefnanda í framkvæmd hafi stefnda borið að eiga frumkvæði að því að veita stefnanda upplýsingar um fyrirhugaða ákvörðun og gefa honum kost á að koma að sínum sjónarmiðum. Þannig hafi stefnda borið, að undangenginni viðhlítandi málsmeðferð, að úrskurða um réttindi stefnanda með formlegum hætti þar s em fram kæmu m.a. þær forsendur sem yrðu lagðar til grundvallar ákvörðun fjárhæðar örorkulífeyrisins, sbr. framanrakið ákvæði greinar 19.3 í samþykktum stefnda. Að þessu hafi ekki verið gætt heldur hafi ákvörðun stefnda verið hrint í framkvæmd fyrirvaralau st og án þess að þær væru undirbúnar, teknar og tilkynntar stefnanda með framangreindum hætti. Breytingin hafi verið gerð einhliða og án nokkurs samráðs við stefnanda. Málsmeðferð stefnda hafi því ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar séu til úrl ausnar lífeyrissjóða á mikilvægum réttindum sjóðfélaga þeirra samkvæmt fyrirliggjandi dómaframkvæmd Hæstaréttar og heldur ekki í samræmi við samþykktir stefnda sjálfs. Ákvarðanir stefnda um að hefja skerðingu vegna barnalífeyris hafi að þessu leyti verið h aldnar verulegum annmörkum sem leiði til þess að þær séu ólögmætar. Viðurkenningarkrafa stefnanda byggist á 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um lögmæti athafna stefnda enda hafi þær le itt til skerðingar á greiðslum til stefnanda. Stefnandi hafi þannig ríka og beina hagsmuni af dómsmálinu enda muni niðurstaðan hafa bein áhrif á fjárhagsleg réttindi stefnanda. Hafi stefnandi sigur í málinu muni greiðslur til hans mögulega hækka til framtí ðar og hann eiga kröfu á stefnda um vangoldnar lífeyrisgreiðslur. III. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og hafnar öllum málsástæðum stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Stefndi byggi á því að honum hafi verið heimilt að breyt a framkvæmd sinni við tekjuathuganir með þeim hætti sem gert var, að við mat á tekjum stefnanda og annarra sjóðfélaga, yrði litið til barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins. Stefndi byggir einnig á því að honum hafi verið heimilt að skerða greiðslur ö rorkulífeyris til stefnanda þar sem niðurstaða tekjuathugana stefnda hafi verið sú að tekjur stefnanda, m.a. að teknu tilliti til greiðslna barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, hafi verið hærri en framreiknaðar viðmiðunartekjur hans. Af þeim sökum beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefndi vísi til þess að samkvæmt 15. gr. laga nr. 129/1997 eigi sjóðfélagi rétt á örorkulífeyri verði hann fyrir orkutapi sem metið sé 50% eða meira, hafi greitt í 15 lífeyrissjóð í a.m.k. tvö ár og orðið fyri r tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Örorkulífeyrir sé, sem fyrr segir, ætlaður til að bæta sjóðfélaga þann tekjumissi sem hann hafi orðið fyrir vegna orkutaps. Af þeim sökum eigi örorkulífeyrir ekki að vera hærri en sem nemi þeim tekjumissi sem sjóðfél agi hafi orðið fyrir vegna orkutapsins. Í ákvæðinu sé ekki mælt fyrir um það hvernig skuli meta þann tekjumissi sem sjóðfélagi hafi orðið fyrir sökum orkutaps. Þvert á móti sé þar gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðir hafi verulegt svigrúm til þess að útfær a reglur þar um í samþykktum sínum. Þannig segi í 7. mgr. 15. gr. að frekari ákvæði um örorkulífeyri, svo sem um örorkumat, fjárhæð örorkulífeyris, útreikning og skilyrði fyrir greiðslu skuli sett í samþykktum lífeyrissjóðsins. Við mat á svigrúmi stefnda t il að útfæra nánar í samþykktum sínum reglur um örorkulífeyri sjóðfélaga verði að hafa hugfast að stefndi sé sameignarsjóður sem njóti ekki bakábyrgðar neins. Eignir stefnda eigi rætur að rekja til iðgjalda sem sjóðfélagar og vinnuveitendur þeirra hafi inn t af hendi til stefnda. Sé stefnda af þeim sökum skylt að haga greiðslum til sjóðfélaga í samræmi við efnahag sinn hverju sinni og verði eignir hans að duga fyrir lífeyrisskuldbindingum. Eins verði að athuga að ekki sé nægjanlegt að taka aðeins tillit til þeirra sem þegar séu byrjaðir að taka lífeyri heldur verði stefndi að tryggja hag allra sjóðfélaga sinna til framtíðar. Hafi stefndi því leitast við að taka mið af hagsmunum allra sjóðfélaga sinna við ákvörðun um lífeyrisgreiðslur og útfærslu reglna þar um í samþykktum sínum. Um þetta atriði vísi stefndi til 27. gr. laga nr. 129/1997 þar sem fram komi að samþykktir lífeyrissjóðs skuli miðaðar við að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar. Einnig vísi stefndi til 1. mgr. 39. gr. laganna þar sem meðal annars komi fram að hrein eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda skuli vera jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda og framtíðariðgjalda. Vísi stefndi í þessu sambandi til greinar 2.4 í samþykktum stefnda. Þar komi fram að stefndi leggi sérstaka áherslu á ellilífeyristryggingar og áskilji sér heimild til að verja og efla þau réttindi umfram önnur við endurskoðun á réttindaákvæðum samþykktanna. Í samþykktum stefnda sé kveðið nánar á um rétt sjóðféla ga til örorkulífeyris sem og útreikning á tekjumissi þeirra vegna orkutaps. Vísi stefndi í þessu sambandi einkum til ákvæðis greinar 19.3 í samþykktum stefnda eins og þær voru samþykktar á ársfundi sjóðsins hinn 16. maí 2013. Í ákvæðinu komi fram að samanl agður örorkulífeyrir og barnalífeyrir frá stefnda skuli aldrei vera hærri en sem nemi þeim tekjumissi sem sjóðfélagi hafi sannanlega orðið fyrir sökum örorku. Við mat á því hvort tekjuskerðing 16 hafi orðið skuli leggja til grundvallar meðaltal tekna sjóðféla ga síðustu fjögur ár fyrir orkutapið og séu þær kallaðar viðmiðunartekjur. Viðmiðunartekjur séu síðan framreiknaðar á grundvelli vísitölu neysluverðs. Ef hið fjögurra ára meðaltal er sjóðfélaganum óhagstætt sé heimilt að leggja til grundvallar meðaltal tek na allt að átta ár aftur í tímann. Hafi það verið raunin í tilviki stefnanda, en við útreikning á viðmiðunartekjum hans hafi verið miðað við meðaltal tekna hans síðustu átta ár fyrir orkutap hans en hvorki sé tekið tillit til þess árs sem hann hafi haft læ gstar tekjur né hæstar. Tekjumissir sé síðan mismunur framreiknaðra viðmiðunartekna og heildartekna eftir að örorka hafi verið metin, þar með taldar séu tekjur af lífeyris - og bótagreiðslum frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og kjarasamningsbundnum tr yggingabótum vegna örorkunnar. Loks segi í ákvæðinu að samanburður á tekjum örorkulífeyrisþega við viðmiðunartekjur skuli fara fram árlega eða oftar. Til að koma í veg fyrir að samanlögð fjárhæð örorkulífeyris og barnalífeyris frá stefnda verði hærri en se m nemi þeim tekjumissi sem sjóðfélagi hafi sannanlega orðið fyrir vegna örorku sinnar geri Greiðslustofa lífeyrissjóða, f.h. stefnda, tekjuathugun á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Tekjuathugun geti eftir atvikum lei tt til þess að lífeyrir örorkulífeyrisþega hækki, lækki eða falli niður. Ef niðurstaða tekjuathugunar er sú að tekjur örorkulífeyrisþega á tilteknu tímabili séu hærri en sem nemi framreiknuðum viðmiðunartekjum hans, þá séu greiðslur örorkulífeyris til viðk omandi öryrkja skertar. Sú var einmitt raunin í þeim tilvikum þegar greiðslur örorkulífeyris til stefnanda voru skertar. Skerðingar örorkulífeyris taki gildi við næstu greiðslu en ekki sé um að ræða skerðingar aftur í tímann. Um rétt örorkulífeyrisþega til barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins sé fjallað í 20. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Þar komi m.a. fram að barnalífeyrir sé greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er örorkulífeyrisþegi. Séu báðir for eldrar látnir eða örorkulífeyrisþegar, þá skuli greiddur tvöfaldur barnalífeyrir. Barnalífeyrir greiðist foreldrum barna, enda séu þau á framfæri þeirra, eða öðrum þeim er annast framfæri þeirra að fullu, sbr. 5. mgr. 20. gr. laganna. Stefndi vísi til þess að af ákvæði 20. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, leiði að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris að annað hvort foreldri barns eða þeir báðir séu öryrkjar. Að öðrum kosti stofnist ekki réttur til barnalífeyris frá Tryggingast ofnun. Verði því að telja að greiðslur barnalífeyris frá Tryggingastofnun séu beinlínis til komnar vegna örorku. Greiðslur barnalífeyris séu til þess fallnar að auka 17 ráðstöfunartekjur þeirra sem þeirra njóta. Einnig verði að athuga að ráðstöfun barnalífeyr is sé ekki bundin sérstökum takmörkunum og sé því frjáls í hendi þeirra sem slíkra greiðslna njóti. Í ljósi framangreinds verði að mati stefnda að leggja til grundvallar að barnalífeyrir teljist til tekna örorkulífeyrisþega. Jafnframt verði að telja að ste fnda hafi við athuganir á tekjum stefnanda verið heimilt að líta til þeirra tekna er hann naut í formi barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins. Eins og áður hafi verið rakið, þá hafi ekki verið gert ráð fyrir því þegar úrskurður um örorkulífeyri stefnanda var kveðinn upp að litið yrði til greiðslna frá almannatryggingum við tekjuathuganir af hálfu stefnda. Samþykktum stefnda hafi síðan þá ítrekað verið breytt. Í kjölfar breytinga á samþykktum stefnda árið 2006 hafi stefndi hafið vinnu við breyting ar á verklagi við gerð tekjuathugana. Frá árinu 2008 hafi stefndi við gerð tekjuathugana litið til greiðslna frá almannatryggingum. Þær breytingar hafi svo verið samþykktar á ársfundi Greiðslustofu lífeyrissjóða árið 2015, þ.e. að frá 1. janúar 2015 yrði litið til greiðslna barnalífeyris frá Tryggingastofnun við tekjuathuganir. Hafi það falið í sér eðlilegt og rökrétt framhald af hinni breyttu framkvæmd hjá stefnda. Ekki hafi þurft að koma til frekari breytinga á samþykktum stefnda þar sem þegar hafi ver ið fyrir hendi heimild í samþykktum stefnda til að líta til tekna sjóðfélaga frá almannatryggingum. Stefndi telji enn fremur að málefnaleg rök hafi búið að baki hinni breyttu framkvæmd. Vísi stefndi í því sambandi til þess að útgjöld vegna örorkulífeyris h afi aukist á undanförnum árum. Eins og áður hafi komið fram sé stefnda skylt að haga greiðslum til sjóðfélaga í samræmi við efnahag sinn hverju sinni. Stefndi bendi einnig á að hin breytta framkvæmd hafi fyrst og fremst lotið að því að færa gerð tekjuathug ana til samræmis við orðalag 1. mgr. 15. gr. laga nr. 129/1997, sem og ákvæði samþykkta stefnda, enda sé þar gert ráð fyrir því að örorkulífeyrisþegar eigi rétt á greiðslum sem nemi tekjumissi þeirra vegna orkutaps. Þar sem greiðslur barnalífeyris frá Tryg gingastofnun ríkisins teljist vera tekjur í hendi þeirra örorkulífeyrisþega sem slíkar tekjur þiggja, þá sé stefnda rétt að líta til þeirra við tekjuathuganir sínar. Með vísan til framangreinds, sem og 15. gr. laga nr. 129/1997 og ákvæðis 19.3 í samþykktu m stefnda verði að leggja til grundvallar að stefnda hafi verið heimilt að líta til greiðslna barnalífeyris sem stefnandi naut frá Tryggingastofnun ríkisins við mat á tekjum stefnanda í kjölfar hinnar breyttu framkvæmdar árið 2015. Þá hafi stefnda einnig v erið heimilt að skerða greiðslur örorkulífeyris til stefnda í kjölfar hinnar breyttu 18 framkvæmdar enda hafi tekjuathuganir leitt í ljós að tekjur hans, að teknu tilliti til greiðslna barnalífeyris, væru hærri en framreiknaðar viðmiðunartekjur hans. Verði þv í að hafna þeim málatilbúnaði stefnanda að þessi framkvæmd hafi brotið gegn samþykktum eða reglum stefnda. Í stefnu sé því haldið fram að stefndi hafi með hinni breyttu framkvæmd við tekjuathuganir brotið gegn jafnræði sjóðfélaga og ekki gætt meðalhófs. Þ eim málatilbúnaði hafni stefndi. Raunar virðist ákveðins misskilnings gæta hjá stefnanda á því hvað felist í hinni breyttu framkvæmd stefnda þegar forsendum að baki tekjuútreikninga var breytt. Bendi stefndi í þessu sambandi á að stefnandi virðist ganga ú t frá því að hin breytta framkvæmd feli sjálfkrafa í sér skerðingar á örorkulífeyri til allra sjóðfélaga stefnda sem fá greiddan barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins en á sama tíma hafi greiðslur örorkulífeyris til mikils meirihluta sjóðfélaga stefnd a áfram verið óskertar. Þessi skilningur stefnanda á hinni breyttu framkvæmd stefnda sé rangur. Hið rétta sé að hin breytta framkvæmd feli aðeins í sér að við tekjuathugun stefnda sé litið til greiðslna barnalífeyris frá Tryggingastofnun auk annarra greiðs lna sem sjóðfélagar stefnda njóti frá almannatryggingum við mat á því hvort þeir hafi orðið fyrir tekjumissi sökum orkutaps síns. Tekjuathugun geti eftir atvikum leitt til þess að lífeyrir örorkulífeyrisþega hækki, lækki eða falli niður. Greiðslur örorkulí feyris til sjóðfélaga stefnda sæti eftir sem áður aðeins skerðingum ef niðurstaða tekjuathugunar er sú að tekjur þeirra á tilteknu tímabili hafi verið hærri en sem nemi framreiknuðum viðmiðunartekjum þeirra. Líkt og áður hafi verið rakið telji stefndi að s ú framkvæmd sé í samræmi við 15. gr. laga nr. 129/1997, ákvæði samþykkta stefnda og eðli örorkulífeyris, sem aldrei eigi að nema hærri fjárhæð en sem nemi tekjumissi sjóðfélaga. Stefndi leggi áherslu á að hin breytta framkvæmd hafi raun aðeins verið eðlil egt framhald af þeim breytingum sem hafi verið gerðar á samþykktum stefnda árið 2006 og gerð tekjuathugana á árinu 2008, þegar stefndi hafi byrjað að líta til greiðslna frá almannatryggingum við mat á tekjum örorkulífeyrisþega. Áður hafi verið vikið að til gangi og markmiðum þeirra breytinga. Sömu sjónarmið búi að baki þeim breytingum sem hafi verið gerðar árið 2015 en markmið þeirra hafi einnig verið að færa gerð tekjuathugana betur til samræmis við ákvæði 1. mgr. 15. gr. laga nr. 129/1997, sem og ákvæði gr einar 19 í samþykktum stefnda, með því að telja greiðslur barnalífeyris frá Tryggingastofnun til tekna hjá örorkulífeyrisþegum stefnda. Að mati stefnda verði því að leggja til grundvallar að breytingarnar hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum. 19 Stefndi by ggi á því að afleiðing hinnar breyttu framkvæmdar sé sú að við mat á tekjum örorkulífeyrisþega við tekjuathuganir stefnda sé litið til greiðslna barnalífeyris frá Tryggingastofnun auk þeirra greiðslna frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og kjarasamning sbundinna tryggingabóta sem áður hafi verið litið til. Ef niðurstaða tekjuathugunar er sú að tekjur örorkulífeyrisþega á tilteknu tímabili hafi verið hærri en framreiknaðar viðmiðunartekjur hans miðað við sama tímabil, þá sé örorkulífeyrir viðkomandi örork ulífeyrisþega skertur. Þrátt fyrir að hin breytta framkvæmd hafi leitt til skerðinga örorkulífeyris hjá stefnanda og kunni að hafa leitt til skerðinga hjá öðrum þeim sem þiggja barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins telji stefndi ekki þar með sagt að u m mismunun eða brot gegn jafnræði sjóðfélaga sé að ræða. Þvert á móti telji stefndi að leggja verði til grundvallar að sú sé ekki raunin. Í því sambandi verði að athuga að tekjuathuganir séu gerðar með sama hætti hjá öllum þeim sem þiggja örorkulífeyri frá stefnda. Þau viðmið sem litið sé til við mat á tekjum örorkulífeyrisþega stefnda séu, líkt og áður hefur verið rakið, byggð á málefnalegum sjónarmiðum og eigi við um alla þá sem eins sé ástatt um. Í ljósi framangreinds verði einnig að hafna þeim málatilbú naði stefnanda að stefndi hafi gengið lengra en nauðsynlegt hafi verið til þess að ná því markmiði sem að var stefnt. Stefndi vísi til þess að ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar girði ekki fyrir möguleika stefnda til þess að takmarka rétt stefnanda til öror kulífeyris við þá fjárhæð sem geri hann jafnsettan og ef orkutap hefði ekki orðið. Önnur niðurstaða væri beinlínis í andstöðu við ákvæði 15. gr. laga nr. 129/1997 og það eðli örorkulífeyris að bæta þann tekjumissi sem örorkulífeyrisþegi hafi orðið fyrir ve gna orkutaps. Þessu til samræmis hafi í samþykktum stefnda og forvera hans verið mælt fyrir um að réttur sjóðfélaga til örorkulífeyris stofnist aðeins ef hann hefur orðið fyrir tekjuskerðingu vegna orkutaps og að samanlögð fjárhæð örorkulífeyris og barnalí feyris frá stefnda skuli aldrei vera hærri en sem nemi þeim tekjumissi sem sjóðfélagi hafi sannanlega orðið fyrir. Hafi slíkt ákvæði verið að finna í samþykktum Lífeyrissjóðs Norðurlands þegar stefnanda var úrskurðaður örorkulífeyrir. Telji stefndi, með v ísan til sömu röksemda og að framan séu raktar, að stefnandi hafi ekki getað haft réttmætar væntingar til þess að fjárhæð örorkulífeyris hans myndi ekki sæta neinum skerðingum þrátt fyrir að tekjur hans yrðu hærri en sem næmi framreiknuðum viðmiðunartekjum hans. Þvert á móti verði að leggja til grundvallar að stefnandi hafi aðeins getað haft slíkar væntingar til þess að fjárhæð örorkulífeyris miðaðist við gildandi lög og samþykktir stefnda á hverjum tíma. Þá verði að hafa í huga 20 að stefndi sé sameignarsjóðu r. Af þeirri ástæðu geti réttindi sjóðfélaga tekið breytingum í samræmi við hagsmuni annarra sjóðfélaga og stöðu sjóðsins hverju sinni. Þá sé því mótmælt að um afturvirka skerðingu á réttindum stefnanda hafi verið að ræða. Í þessu sambandi bendi stefndi á að samkvæmt ákvörðun ársfundar Greiðslustofu lífeyrissjóða sem var haldinn 19. mars 2015 skyldi barnalífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins framvegis vera tekinn með við tekjuathuganir. Var þar ákveðið að litið yrði til greiðslna barnalífeyris frá og með 1 . janúar 2015. Alls hafi greiðslur örorkulífeyris til stefnanda verið skertar í 20 skipti á tímabilinu september 2015 til nóvember 2017. Ástæður skerðinganna megi rekja til þess að tekjuathuganir höfðu leitt í ljós að tekjur stefnanda hefðu verið hærri en framreiknaðar viðmiðunartekjur hans. Engin af skerðingunum hafi verið afturvirk enda komi skerðingar í kjölfar tekjuathugana til framkvæmda við næstu útgreiðslu eftir tekjuathugun en leiðréttingar fari ekki fram aftur í tímann. Þá séu ítrekuð þau sjónarmið sem áður hafa verið rakin um að stefnandi hafi ekki getað haft væntingar til þess að greiðslur örorkulífeyris yrðu óbreyttar alla tíð. Verði því að hafna þeim málatilbúnaði stefnanda að um afturvirkar skerðingar hafi verið að ræða. Stefndi hafni því enn fremur að viðhlítandi lagaheimild hafi ekki verið fyrir hendi fyrir skerðingunni. Vísi stefndi í þessu sambandi til ákvæða 1. og 7. mgr. 15. gr. laga nr. 129/1997 en þar sé gert ráð fyrir því að stefndi hafi víðtækt svigrúm til þess að útfæra nánar í samþ ykktum sínum reglur um örorkulífeyri, svo sem um örorkumat, fjárhæð örorkulífeyris, útreikning og skilyrði fyrir greiðslu hans. Að mati stefnda feli ákvæðið í sér heimild fyrir hann til þess að breyta framkvæmd sinni við tekjuathuganir með þeim hætti sem h afi verið gert. Jafnframt verði að leggja til grundvallar að heimild til hinnar breyttu framkvæmdar hafi þegar verið fyrir hendi í samþykktum stefnda sem hafi verið staðfestar af ráðherra í samræmi við 28. gr. laga nr. 129/1997. Því hafi ekki þurft að koma til frekari breytinga á þeim í tengslum við hina breyttu framkvæmd. Loks ítrekar stefndi það sem áður hefur komið fram um að hin breytta framkvæmd hafi verið almenn, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun gagnvart sjóðfélögum stefnd a. Þá hafi stefndi heldur ekki gengið lengra en nauðsyn bar til í því skyni að ná þeim markmiðum sem að var stefnt. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sé mælt fyrir um að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra tilvika. Af dómaframkvæmd megi ráða að í ákvæðinu felist 21 m.a. að skylt sé að lögum að tryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti lágmarksframfærslu eftir fyrir fram gefnu skipulagi sem ákv eðið sé á málefnalegan hátt. Ákvæðið tryggi þannig öllum einstaklingum ákveðinn lágmarksrétt og kveði þannig á um tiltekið öryggisnet sem grípi alla, óháð hjúskaparstöðu, atvinnuþátttöku o.s.frv. Af 2. gr. stjórnarskrárinnar leiði að það komi í hlut löggja fans að afmarka þennan rétt frekar. Þeirri skyldu hafi löggjafinn einkum sinnt með setningu laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, sem og lögum um ýmsa félagslega þjónustu, svo sem lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, og lögum nr. 40/1991, um félagsl ega þjónustu sveitarfélaga. Þrátt fyrir að í lögum nr. 129/1997 sé mælt fyrir um rétt einstaklinga til greiðslna vegna örorku, elli og sambærilegra atvika verði að athuga að það eiga ekki allir rétt á slíkum greiðslum frá lífeyrissjóðum, ólíkt því sem á vi ð í tilviki almannatrygginga. Af 1. gr. laga nr. 129/1997 leiði að aðild að lífeyrissjóðum sé einungis bundin við þá einstaklinga sem hafi verið á vinnumarkaði. Það séu því fjölmargir einstaklingar sem reiði sig eingöngu á almannatryggingakerfið og eigi ek ki rétt til greiðslna frá lífeyrissjóðum eða afar takmarkaðan rétt. Ástæðan fyrir því geti verið sú að þeir hafi orðið fyrir orkutapi áður en þeir komu út á vinnumarkaðinn, starfsævi þeirra hafi verið áður en mælt var fyrir um skylduaðild að lífeyrissjóðum eða að þeir hafi ekki greitt til lífeyrissjóðs. Samkvæmt þessu sé ljóst að það séu lífeyristryggingar almannatrygginga sem séu öryggisnetið sem mælt sé fyrir um í 76. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki hinir almennu lífeyrissjóðir. Það að löggjafinn hafi mæl t fyrir um skylduaðild að lífeyrissjóðum sem eigi að tryggja einstaklingum framfærslu og létta á almannatryggingakerfinu breyti því ekki að öryggisnetið, sem tryggi öllum lágmarksframfærslu, ef annað brestur, og fullnægi þannig kröfum 76. gr. stjórnarskrár innar, sé almannatryggingakerfið. Af framangreindu leiði að ákvæði 76. gr. stjórnarskrárinnar geti ekki komið í veg fyrir þær breytingar sem hafi verið gerðar á forsendum að baki tekjuathugun stefnda á árinu 2015 og leitt hafi til skerðinga á greiðslu öror kulífeyris til hans. Verði því að hafna málatilbúnaði stefnanda að þessu leyti. Í öllu falli telji stefndi að leggja verði til grundvallar að löggjafinn hafi talið hagsmuni öryrkja nægilega tryggða með þeim hætti að þeim yrði aðeins bættur sá tekjumissir s em þeir hefðu orðið fyrir vegna orkutaps. Þar sem hin breytta framkvæmd stefnda samræmist því fyrirkomulagi verði að hafna því að stefndi hafi brotið gegn 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þá sé því hafnað að stefndi hafi með hinni breyttu framkvæmd afnumið rétt stefnanda til barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins og þannig brotið gegn 76. gr. 22 stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir skerðingar á örorkulífeyri stefnanda í kjölfar hinnar breyttu framkvæmdar hafi hann eftir sem áður notið greiðslna barnalífeyris frá Tr yggingastofnun ríkisins. Hafi hin breytta framkvæmd aðeins áhrif á fjárhæð örorkulífeyris sem stefnandi hafi notið frá stefnda en ástæður þeirra skerðinga sé að rekja til þess að tekjur stefnanda á nánar tilteknum tímabilum hafi verið hærri en sem nam fram reiknuðum viðmiðunartekjum hans. Gat stefnandi af þeirri ástæðu ekki átt rétt á hærri örorkulífeyri frá stefnda en raun bar vitni. Þá sé því hafnað að skertur hafi verið réttur barna stefnanda samkvæmt 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrár, auk þess sem þau eru ek ki aðilar málsins, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. þessari feli h in breytta framkvæmd í sér að litið sé til greiðslna barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins við tekjuathuganir stefnda. Leiði tekjuathugun í ljós að tekjur sjóðfélaga séu hærri en framreiknaðar viðmiðunartekjur þá séu greiðslur örorkulífeyris skertar, ekki barnalífeyris. Sú framkvæmd sé sem fyrr segir í samræmi við þau grunnsjónarmið er búi að baki örorkulífeyri frá lífeyrissjóði, að bæta sjóðfélaga þann tekjumissi er hann hafi orðið fyrir vegna orkutaps. Í kjölfar þeirra breytinga sem hafi orðið á fra mkvæmd stefnda hafi stefnandi eftir sem áður notið greiðslna barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins á meðan skilyrði slíkra greiðslna hafi verið fyrir hendi. Sé það því rangt að stefndi hafi tekið þær greiðslur til sín og hafi verið þiggjandi barnalíf eyris úr almannatryggingakerfinu í stað stefnanda. Þá sé því enn fremur mótmælt að hin breytta framkvæmd sé sambærileg því ef vinnuveitandi tæki einhliða ákvörðun um að skerða laun starfsmanna sem fengju meðlag, uppbætur vegna lyfjakostnaðar eða aðrar samb ærilegar greiðslur. Athuga verði sérstaklega í þessu sambandi að eðli örorkulífeyris frá stefnda og launa frá vinnuveitanda sé gjörólíkt. Eins og áður hafi komið fram sé örorkulífeyri frá stefnda ætlað að bæta sjóðfélaga þann tekjumissi sem hann hafi orðið fyrir sökum orkutaps. Vinnulaun séu á hinn bóginn endurgjald fyrir vinnu sem launamaður hefur innt af hendi. Sé þeim ekki ætlað að bæta tekjumissi starfsmanns með neinu móti. Loks sé því hafnað að málsmeðferð stefnda hafi verið haldin verulegum annmörkum. Ekki hafi þurft að kveða upp annan úrskurð um örorkulífeyri stefnanda í kjölfar hinnar breyttu framkvæmdar enda hafi, allt frá því að úrskurður um örorkulífeyri hans hafi verið kveðinn upp, verið gert ráð fyrir því að örorkulífeyrir skyldi aldrei vera 23 hær ri en sem næmi tekjumissi hans miðað við framreiknaðar viðmiðunartekjur hans og gæti því alltaf tekið breytingum. Þá liggi fyrir að Greiðslustofa lífeyrissjóða sendi stefnanda tilkynningar áður en til skerðinga á örorkulífeyri hans komi, t.a.m. tilkynningu 19. ágúst 2015 og 11. nóvember 2015. IV Eins og að framan greinir var stefnandi metinn til 100% örorku af stefnda í desember 1998 vegna alvarlegs bólgusjúkdóms í ristli. Hefur hann af þeim sökum fengið greiddan örorkulífeyri frá stefnda á grundvelli úrs kurðar 1. janúar 2000 samkvæmt lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Þegar stefnanda var úrskurðaður örorkulí feyrir hinn 1. janúar 2000 voru í gildi eldri samþykktir stefnda frá 1. júlí 1999. Í þeim var að finna heimild fyrir stefnda til að skerða örorkulífeyrisgreiðslur en í grein 12.1.1 í samþykktunum kom meðal annars fram að samanlagður örorkulífeyrir og barna lífeyrir gæti aldrei verið hærri en sem næmi þeim tekjumissi sem sjóðfélagi hefði sannanlega orðið fyrir vegna örorkunnar. Í kjölfar sameiningar Lífeyrissjóðs Norðurlands og Lífeyrissjóðs Austurlands í stefnda voru ýmsar breytingar gerðar hjá stefnda. Þar á meðal var framangreindum samþykktum stefnda breytt á ársfundi stefnda 16. maí 2013. Meðal þeirra breytinga sem samþykktar voru á fundinum var breyting á framangreindri grein 12.1.1 um örorkulífeyri með því að setja nýja og ítarlegri grein um örorkulífey ri, grein 19.3, þar sem meðal annars var bætt við málsgrein sem heimilar stefnda sérstaklega að líta til greiðslna frá almannatryggingum við mat á tekjuskerðingu, en réttur til örorkulífeyris stofnast aðeins ef sjóðfélagi hefur orðið fyrir tekjuskerðingu v egna örorkunnar. Af gögnum málsins má sjá að ástæða framangreindrar breytingar á grein 12.1.1 í samþykktum stefnda, með nýrri grein 19.3, var sú að útgjöld stefnda vegna örorkulífeyris höfðu aukist hratt árin á undan og einsýnt þótti að sú þróun myndi hald a áfram. Var framangreind breyting á grein 12.1.1 um örorku með nýrri grein 19.3 samþykkt á ársfundi Greiðslustofu lífeyrissjóða hinn 19. mars 2015, þannig að frá og með 1. janúar 2015 skyldi litið til barnalífeyris frá almannatryggingum við tekjuathugun vegna örorkulífeyris og skyldi sú framkvæmd taka gildi 1. september 2015 í tilviki stefnanda. Af gögnum málsins er ljóst að Greiðslustofa lífeyrissjóða gerir nokkrum 24 sinnum á ári athugun á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir þá lífeyrissjóði sem eiga aðild að Greiðslustofu. Í ágúst 2015 fékk stefnandi tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða um breytingu á greiðslu örorkulífeyris. Þar var meðal annars tekið fram að skilyrði þess að eiga rétt á örorkulífeyrisgreiðslum væri að sjóðfélagi hefði orðið fyrir tek jumissi vegna örorku. Hafi því verið gerður samanburður á uppreiknuðum meðaltekjum stefnanda árin fyrir orkutap við tekjur samkvæmt staðgreiðslu tímabilið ágúst 2014 til júlí 2015. Sýndi sú athugun að örorkulífeyrisgreiðslur stefnanda á tilteknu tímabili v oru hærri en sem nam framreiknuðum viðmiðunartekjum (atvinnutekjum) hans. Vegna þess myndu greiðslur til stefnanda breytast úr 132.805 krónum á mánuði í 106.860 krónur. Var tekið fram að skerðingin myndi koma til framkvæmdar 1. september 2015. Fyrir liggur að alls voru örorkulífeyrissjóðsgreiðslur stefnanda skertar í 20 skipti yfir tímabilið frá september 2015 til nóvember 2017. Ekki er tölulegur ágreiningur í málinu heldur er deilt um heimild stefnda til að skerða örorkulífeyrisgreiðslur stefnanda með því að telja honum til tekna þann barnalífeyri sem hann fær greiddan frá almannatryggingum á grundvelli laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Stefnandi reisir kröfur sína á 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þá telur stefnandi einnig að skerðin g stefnda á lífeyrisgreiðslum hans hafi brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti hans, sbr. 72. og 76. gr. stjórnarskrárinnar. Auk þess telur stefnandi að breytt framkvæmd stefnda við tekjuathugun hafi verið byggð á ómálefnalegum og ólögmætum sjónarmiðum. St efndi er lífeyrissjóður og starfar sem slíkur á grundvelli laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Samkvæmt 15. gr. laganna á sjóðfélagi rétt til örorkulífeyris ef hann verður fyrir orkutapi sem metið er 50% eða m eira, hafi greitt í lífeyrissjóðinn í a.m.k. tvö ár og orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Fyrir liggur að í ákvæðinu er ekki að finna nánari reglur um það hvernig eigi að meta tekjuskerðingu sem sjóðfélagi verður fyrir vegna orkutapsins, en samkvæmt 7. mgr. 15. gr. laganna ber að setja frekari reglur um örorkulífeyri í samþykktir lífeyrissjóðanna, svo sem um örorkumat, fjárhæð örorkulífeyris, útreikning og skilyrði fyrir greiðslu hans. Af gögnum málsins er ljóst að slíkar reglur eru fyrir he ndi í máli þessu en í grein 19.3 í samþykktum stefnda er að finna reglur um fjárhæð örorkulífeyris, útreikning og skilyrði fyrir greiðslu hans. Í ákvæðinu kemur meðal annars fram að fjárhæð 25 örorkulífeyris og barnalífeyris skuli aldrei vera hærri en sem nem i þeim tekjumissi sem sjóðfélagi hafi orðið fyrir vegna örorkunnar. Þá kemur einnig fram að við mat á tekjumissi vegna orkutaps sé litið til greiðslna frá almannatryggingum. Eins og fram hefur komið var framangreind grein 19.3 í samþykktum stefnda samþykkt á ársfundi stefnda 16. maí 2013 og hún staðfest af ráðherra í samræmi við 28. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Af framangreindu er ljóst að ákvæði 15. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, veitir stefnda talsvert svigrúm til að ákveða sjálfur reglur um forsendur að baki útreikningi á greiðslu örorku í samræmi við fjá rhag sjóðsins. Telja verður að stefndi hafi einnig talsvert svigrúm til að breyta samþykktum sínum til að bregðast við aðstæðum hverju sinni með því, eftir atvikum, að auka eða skerða réttindi sjóðfélaga sinna, enda ber stefnda að haga samþykktum sínum þan nig að hann geti staðið við skuldbindingar sínar, sbr. 27. gr. laganna. Af gögnum málsins má sjá að fyrrgreind breyting stefnda á samþykktum sínum, sem samþykkt var á ársfundi sjóðsins 16. maí 2013 og meðal annars heimilaði stefnda að líta til greiðslna f rá almannatryggingum við mat á tekjumissi, sbr. grein 19.3 í samþykktum stefnda, var viðbrögð stefnda við verulega auknum útgjöldum vegna örorkulífeyrisgreiðslna. Var það gert m.a. með því að takmarka örorkulífeyrisgreiðslur með þeim hætti að tekjur sjóðfé laga sem beinlínis eru til komnar vegna örorku verði ekki hærri en framreiknaðar viðmiðunartekjur (atvinnutekjur) fyrir orkutap. Eins og áður hefur komið fram kom það í ljós eftir tekjuathugun Greiðslustofu lífeyrissjóða að svo háttaði til hjá stefnanda og voru örorkugreiðslur til hans því skertar enda megintilgangur þeirra að gera stefnanda eins settan og ef orkutap hefði ekki orðið. Að mati dómsins voru því málefnalegar ástæður að baki þeim breytingum sem gerðar voru á samþykktum stefnda sem leiddu til sk erðingar á örorkulífeyrisgreiðslum til stefnanda. Þá hefur ekkert komið fram í málinu þess efnis að stefndi hafi ekki gætt jafnræðis eða meðalhófs við þá breytingu á samþykktum sínum sem leiddi til skerðingar á örorkulífeyrisgreiðslum til stefnanda. Heimil d til skerðingarinnar er að finna í 1. mgr., sbr. 7. mgr., 15. gr. og 27. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og í grein 19.3 í samþykktum stefnda. Þá er einnig litið til þess að sams konar heimild til ske rðingar á örorkulífeyrisgreiðslum var að finna í grein 12.1.1 í eldri samþykktum stefnda, sem aukið var við með grein 19.3 í núgildandi samþykktum stefnda, sem eins 26 og áður segir var samþykkt á ársfundi stefnda 16. maí 2013 og í framhaldinu staðfest af ráð herra í samræmi við 28. gr. laga nr. 129/1997. Við aðalmeðferð málsins byggði stefnandi á því að aðdragandi að framangreindri breytingu stefnda á samþykktum sínum, sem voru samþykktar 16. maí 2013 og leiddu til skerðingar á örorkulífeyri hans, hafi ekki v erið samþykktur af þar til bærum aðila, þ.e. á vettvangi stjórnar stefnda. Stefndi mótmælti því og taldi að sú málsástæða væri of seint fram komin. Því hafnaði stefnandi og vísaði til umfjöllunar á bls. 12 og 13 í stefnu, þar sem hann heldur því fram að má lsmeðferð stefnda hafi verið haldin verulegum annmörkum. Að mati dómsins er umfjöllun um framangreint í þessum hluta í stefnu ekki Samkvæmt 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, skulu málsástæður og mótmæli koma fram jafnskjótt og tilefni verður til. Að öðrum kosti má ekki taka slíkar yfirlýsingar til greina nema gagnaðili samþykki eða aðili hefur þarfnast leiðbeini nga dómara en ekki fengið þær. Í ljósi þess óskýrleika sem að framan er rakinn í stefnu verður að telja þessa málsástæðu of seint fram komna. Með hliðsjón af öllu framangreindu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi haft heimild til að skerða örorkulífe yrisgreiðslur stefnda með framangreindum hætti með vísan til 15. gr. laga nr. 129/1997 og greinar 19.3 í samþykktum stefnda. Ekki er fallist á með stefnanda að 72. gr. stjórnarskrárinnar komi í veg fyrir að réttur hans til örorkulífeyris sé skertur með þ eim hætti sem gert var, en eins og áður hefur komið fram var tilgangurinn að gera stefnanda eins settan og ef orkutap hefði ekki orðið. Að mati dómsins gat stefnandi ekki haft réttmætar væntingar til þess að örorkugreiðslur til hans yrðu óbreyttar alla tíð og breytir engu í þessu sambandi þótt réttindin hafi verið áunnin enda ljóst af orðalagi 1. og 7. mgr. 15. gr. og 27. gr. laga nr. 129/1997, greina 12.1.1 og 19.3 í samþykktum stefnda og eðlis stefnda sem lífeyrissjóðs að réttindi sjóðfélaga geta ávallt t ekið breytingum í samræmi við stöðu sjóðsins hverju sinni. Að mati dómsins er ekki unnt að fallast á að skerðing á réttindum stefnanda hafi brotið gegn 76. gr. stjórnarskrárinnar. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar er mælt fyrir um að öllum, sem þess þu rfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis örbirgðar og sambærilegra atvika. Af 2. gr. stjórnarskrárinnar leiðir að það kemur í hlut löggjafans að afmarka þennan rétt frekar. Að mati dómsins hefur löggjafin n sinnt þeirri skyldu með setningu laga nr. 100/2007, um 27 almannatryggingar. Í 1. gr. laga nr. 129/1997 er kveðið skýrt á um þá sem eiga rétt samkvæmt lögunum og er sá réttur háður nánar tilgreindum skilyrðum, t.a.m. um aðild að lífeyrissjóði í ákveðinn tím a sem og greiðslu iðgjalds til sjóðsins, ólíkt því sem kveðið er á um í lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar. Að mati dómsins eru þau réttindi sem mál þetta fjallar um ekki í eðli sínu þau réttindi sem falla undir 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þá er einn ig ljóst af gögnum málsins að stefnandi fær enn greiddan barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, þrátt fyrir skerðingu stefnda á örorkulífeyrisgreiðslum en sú skerðing sem mál þetta varðar hafði aðei ns áhrif á fjárhæð örorkulífeyris sem greiddur er til stefnanda á grundvelli laga nr. 129/1997. Þá er ekki fallist á með stefnanda að málsmeðferð stefnda hafi verið haldin verulegum annmörkum. Fyrir liggur að stefnanda var tilkynnt um breytingar á grei ðslum og ástæður þeirra bréflega, þar sem fram koma útreikningar og forsendur að baki útreikningum, áður en til skerðingarinnar kom. Í umræddum bréfum var stefnanda enn fremur leiðbeint um að hafa samband við stefnda ef frekari upplýsinga væri þörf. Sam kvæmt öllu framangreindu er ekki fallist á viðurkenningarkröfur stefnanda og er stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Um gjafsóknarkostnað stefnanda fer sem í dómsorði greinir. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveðu r upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Stapi lífeyrissjóður, er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Daníels Isebarn Ágústssonar lögmanns, 800.000 krónur. Sigrún Guðmundsdóttir