Héraðsdómur Reykjaness Dómur 15. desember 2021 Mál nr. S - 2422/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari) g egn Costel - Mihai Pandele (Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður) og Vasile Florin Cantaragiu ( Elías Kristjánsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 8. desember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 29. nóvember 2021 á hendur Vasile Florin Cantaragiu, kt. 000000 - 0000 , og Costel - Mihai Pandele, kt. 000000 - 0000 , báðir ríkisborgarar Rúmeníu. Ákærðu eru gefin sök brot gegn almennum hegningarlögum, stórfelldan þjófnað, sem hér greinir; I. Gegn ákærðu Vasile og Costel með því að hafa laugardaginn 9. október 2021 í félagi með Geheorghe Nicolae Zamacau, kt. 000000 - 0000 , farið inn í verslun Sports D iretct, Skógarlind 2, Kópavogi, og tekið þar ófrjálsri hendi fatnað samtals að verðmæti kr. 163.900, og gengið með vörurnar út án þess að greiða fyrir þær . ( Mál nr. 007 - 2021 - 65682) Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . II. 2 Gegn ákærðu Vasile og Costel með því að hafa þriðjudaginn 19. október 2021 í félagi farið inn í verslun Bláa Lónsins, Norðurljósaveg 9, Grindavík, og tekið þar ófrjálsri hendi tvær Canada Goose úlpur samtals að verðmæti kr. 1 58.978, og gengið með vörurnar út án þess að greiða fyrir þær . ( Mál nr. 008 - 2021 - 15029) Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . III. Gegn ákærðu Vasile og Costel með því að hafa mánudaginn 25. október 2021 í félagi farið inn í verslun Hagkaupa, Skeifunni 15, Reykjavík, og tekið þar ófrjálsri hendi ilmvötn samtals að verðmæti kr. 221.883, og gengið með vörurnar út án þess að greiða fyrir þær . (Mál nr. 008 - 2021 - 15769). Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. m gr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . IV. Gegn ákærðu Vasile og Costel með því að hafa miðvikudaginn 27. október 2021 í félagi farið inn í verslun Bláa Lónsins, Norðurljósaveg 9, Grindavík, og tekið þar ófrjálsri hendi tvær Canada Goose úlpur sa mtals að verðmæti kr. 151.962, og gengið með vörurnar út án þess að greiða fyrir þær . ( Mál nr. 008 - 2021 - 15415) Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . V. Gegn ákærða Costel með því að hafa föstudaginn 24. s eptember 2021 í félagi með Geheorghe Nicolae Zamacau, kt. 000000 - 0000 , farið inn í verslun Lyf og heilsu, Glerártorgi, Akureyri, og tekið þar ófrjálsri hendi ilmvötn samtals að verðmæti kr. 114.082, og gengið með vörurnar út án þess að greiða fyrir þær . ( M ál nr. 316 - 2021 - 9926) Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . VI. Gegn ákærða Costel með því að hafa föstudaginn 24. september 2021 í félagi með Geheorghe Nicolae Zamacau, kt. 000000 - 0000 , farið inn í versl unina Ísabella, Glerártorgi, Akureyri, og tekið þar ófrjálsri hendi fatnað samtals að verðmæti kr. 113.360, og gengið með vörurnar út án þess að greiða fyrir þær . ( Mál nr. 316 - 2021 - 9926) Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegnin garlaga nr. 19/1940 . VII. Gegn ákærða Costel með því að hafa föstudaginn 24. september 2021 í félagi með Geheorghe Nicolae Zamacau, kt. 000000 - 0000 , farið inn í verslun 66° Norður, Skipagötu 3 9, Akureyri, og tekið þar ófrjálsri hendi tvær 66° N úlpur og einn bol samtals að verðmæti kr. 94.100, og gengið með vörurnar út án þess að greiða fyrir þær . ( Mál nr. 316 - 2021 - 9926) Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . VIII. Gegn ákærða Costel með því að hafa laugardaginn 16. október 2021 í félagi með óþekktum aðila farið inn í verslun Bláa Lónsins, Norðurljósaveg 9, Grindavík, og tekið þar ófrjálsri hendi þrjár húfur samtals að verðmæti kr. 27.029, og gengið með vörurnar út án þess að greiða f yrir þær . ( Mál nr. 008 - 2021 - 15029) Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . IX. X. Gegn ákærða Vasile með því að hafa miðvikudaginn 8. september 2021 farið inn í verslunina Evu, Laugavegi 26, Reykjavík , og tekið þar ófrjálsri hendi þrjár töskur og tvö skópör samtals að verðmæti kr. 51.900, og gengið með vörurnar út án þess að greiða fyrir þær . ( Mál nr. 007 - 2021 - 59361) Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1 940 . Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Í málinu, sbr. ákærulið nr. I., krefst brotaþoli, Sports Direct ehf., kt. 000000 - 0000 , þess að ákærðu, Vasile Florin Cantaragiu, fæðingard agur 27.12.1994, Costel - Mihai Pandele, kennitala: 000000 - 0000 og Geheorghe Nicolae Zamacau, kt. 000000 - 0000 greiði félaginu skaðabætur að fjárhæð kr. 163.900, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. október 2021 til 24 . nóvember 2021 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. 4 Í málinu, sbr. ákæruliði nr. II., IV., VII. og VIII., krefst brotaþoli, Bláa Lónið hf., kt. 000000 - 0000 , þess að ákærðu, Vasile Florin Cantar agiu, fæðingardagur 27.12.1994 og Costel - Mihai Pandele, kennitala: 000000 - 0000 , greiði félaginu in solidum skaðabætur að fjárhæð kr. 374.992, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. október 2021 til 25. desember 2021 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu in solidum samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Í málinu, sbr. ákærulið nr. III., k refst brotaþoli, Hagar hf., kt. 000000 - 0000 , þess að ákærðu, Vasile Florin Cantaragiu, fæðingardagur 27.12.1994 og Costel - Mihai Pandele, kennitala: 000000 - 0000 , greiði félaginu skaðabætur að fjárhæð kr. 221.883, - auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. október 2021 en dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi er mánuður er liðin frá því bótakrafa er birt til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins e ða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Í málinu sbr. ákærulið nr. V., krefst brotaþoli, Lyf og heilsa hf., kt. 000000 - 0000 , þess að ákærði, Costel - Mihai Pandele, kennitala: 000000 - 0000 og Geheorghe Nicolae Zamacau, kt. 000000 - 0000 greiði félaginu skaðabætur að fjárhæð kr. 114.082, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. september 2021 en dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Í málinu, sbr. ákærulið nr. VI., krefst brotaþoli, Ísabella ehf., kt. 51196 - 2139, , þess að ákærði, Costel - Mihai Pandele, kennitala: 000000 - 0000 og Geheorghe Nicolae Zamacau, kt. 000000 - 0000 greiði félaginu sameiginlega og óskipt skaðabætur skaðabætur að fjárhæð kr. 113.360, - auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. september 2021 en dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi er mánuður er liðin frá því bótakrafa er birt til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar a ð skaðlausu in solidum samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 5 Í málinu, sbr. ákærulið nr. VII., krefst brotaþoli, Sjóklæðagerðin ehf., kt. 000000 - 0000 , þess að ákærði, Costel - Mihai Pande le, kennitala: 000000 - 0000 og Geheorghe Nicolae Zamacau, kt. 000000 - 0000 greiði félaginu sameiginlega og óskipt skaðabætur að fjárhæð kr. 94.100, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. september 2021 en dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi er mánuður er liðin frá því bótakrafa er birt til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu in solidum samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi að tek nu tilliti til virðisaukaskatts. Við þingfestingu málsins féll ákæruvaldið frá IX. ákærulið. II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærðu hafa skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningarnar séu sannleikanum samkvæmar enda eru þær í samræmi við rannsóknargögn málsins. Málið var því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjendum ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörð un viðurlaga. Við þingfestingu málsins var ekki sótt þing vegna einkaréttarkröfu verslunarinnar Ísabellu, sbr. ákærulið VI. Þegar málið var tekið fyrir öðru sinni var ekki sótt þing vegna einkaréttarkrafna Sports Direct ehf., sbr. ákærulið I., Lyfja og he ilsu hf., sbr. ákærulið V. og Sjóklæðagerðarinnar ehf., sbr. ákærulið VII. Nefndar kröfur eru því felldar niður, sbr. 2. mgr. 174. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Einkaréttarkröfuhafarnir Bláa lónið hf. og Hagar hf. gera þá kröfur að ákærðu verð i dæmdir til að greiða þeim skaðabætur í samræmi við skaðabótakröfur sem tilgreindar eru í ákæru auk vaxta og málskostnaðar. Verjendur ákærðu krefjast þess að þeir verði dæmdir til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði skilorð sbundin að öllu leyti. Verði dæmd óskilorðsbundin refsing er þess krafist að gæsluvarðhaldsvist sem ákærðu sættu undir 6 rannsókn málsins komi til frádráttar dæmdri refsingu. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkisjóði þ.m.t. málsv arnarlaun verjendanna samkvæmt málskostnaðarreikningum. Ákærðu krefjast þess að einkaréttarkröfum Sports Direct ehf., Lyfjum og heilsu hf., Ísabellu ehf. og Sjóklæðagerðarinnar ehf. verði vísað frá dómi en einkaréttarkröfur Bláa lónsins ehf. og Haga hf. ve rði lækkaðar frá því sem krafist er. Eins og ákæran ber með sér frömdu ákærðu fjögur brot í sameiningu og ákærði Costel framdi fjögur brot til viðbótar í sameiningu með öðrum manni og brot hans eru því samtals átta en brot ákærða Vasile eru samtals fimm. Brotin eru því mörg og ákærði Costel framdi átta brot í sameiningu með öðrum en ákærði Vasile framdi fjögur brot í sameiningu með öðrum. Brot ákærðu verða því talin stórfelld og með hliðsjón af því þykja brot ákærðu réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæ ru og varða við 1. og 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærðu hafa ekki áður sætt refsingu hér á landi svo kunnugt sé og ekki liggur fyrir staðfesting á því að þeir hafi verið dæmdir til refsingar í öðru landi sem skipt getur má li við ákvörðun refsingar í þessu máli. Samkvæmt ákæru er verðmæti þess sem Costel stal um 1.050.000 krónur en þess sem Vasile stal um 750.000 krónur og því er um töluverð verðmæti að ræða. Þá er og að líta til þess að ákærðu frömdu brot sín á tímabilinu 8 . september til 27. október sl. eða á tiltölulega skömmum tíma miðað við fjölda brotanna. Þá verður einnig að líta til þess, sem áður hefur komið fram, að ákærðu frömdu flest brotin í sameiningu með öðrum og brotin eru mörg. Þá notuðu ákærðu, alla vega við hluta brotanna, tösku sem var sérstaklega útbúin til að þjófavarnarhlið virkuðu ekki. Brot ákærða voru því skipulögð og bera vitni um einbeittan brotavilja þeirra. Refsing ákærðu verður því ákveðin með hliðsjón af framanrituðu og 6., 7. og 8. tölulið 1. m gr. og 2. mgr. 70. gr. og almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til ofanritaðs þykir refsing ákærða, Costile - Mihai Pandele, hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði en rétt þykir með hliðsjón af því að ákærði hefur ekki áður hlotið refsingu að fres ta fullnustu þriggja mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til frádráttar óskilorðsbundna hluta 7 refsingarinnar k omi til frádráttar með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist ákærða sem hann sætti frá 28. október til 1. desember 2021. Refsing ákærða, Vasile Florin Cantaragiu, þykir hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en rétt þykir með hliðsjón af því að ákærði hefu r ekki áður hlotið refsingu að fresta skuli fullnustu tveggja mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dóms þess að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til frádrátta r refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist ákærða sem hann sætti frá 28. október til 1. desember 2021. Ákærðu ber að bæta það tjón sem þeir hafa valdið með þeim refsiverðu brotum sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir og í samræmi við það verða þeir dæmdir til að greiða Bláa lóninu hf. og Högum hf. skaðabætur auk vaxta og málskostnaðar. Ákærði Costel - Mihai Pandele greiði Bláa lóninu hf., kt. 000000 - 0000 , 337.969 kr. og þar af greiði ákærði Vasile Florin Cantaragiu með ákærða Costel - Mih ai in solidum 310.940 kr. auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. október 2021 til 2. janúar 2022 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærðu greiði in soli dum Bláa lóninu hf. málskostnað að fjárhæð 150.000 kr. Svo virðist sem virðisaukaskattur sé inn í höfuðstól skaðabótakröfu Haga hf. en tjónþoli þarf ekki að standa skil af þeim skatti af stolnum vörum. Höfuðstóll kröfunnar verður því lækkaður um þá fjárh æð sem nemur virðisaukaskattinum. Samkvæmt því skulu ákærðu greiða in solidum Högum hf., kt. 000000 - 0000 , 178.938 kr. auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. október 2021 til 2. janúar 2022 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærðu greiði in solidum Högum hf. málskostnað að fjárhæð 100.000 kr. Ákærði, Costil - Mihai Pandele, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns, 1 .649.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturskostnað verjandans 48.070 kr. Þá greiði ákærði málsvarnarlaun verjanda á 8 rannsóknarstigi málsins, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 94.240 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði, Vasile Florin Can taragiu, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, 1.550.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturskostnað verjandans 110.400 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Costel - Mihai Pandele, sæti fangelsi í fimm mánuði en fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til frádráttar óskilorðsbundna hluta refsingarinnar komi til frádráttar með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist ákærða sem hann sætti frá 28. október til 1. desember 2021. Ákærði, Vasile Florin Cantaragiu, sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu tveggja mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til frádráttar refsingunni komi með fullri da gatölu gæsluvarðhaldsvist ákærða sem hann sætti frá 28. október til 1. desember 2021. Ákærði Costel - Mihai Pandele greiði Bláa lóninu hf. 337.969 kr. í skaðabætur og þar af greiði ákærði Vasile Florin Cantaragiu með ákærða Costel - Mihai in solidum 310.940 k r. auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 25. október 2021 til 2. janúar 2022 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað in solidum 150.000 kr. Ákærðu, Costil - Mihai Pandele og Vasile Florin Cantaragiu, greiði in solidum Högum hf., kt. 000000 - 0000 , 178.938 kr. auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 25. október 2021 til 2. janúar 2022 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til gr eiðsludags og málskostnað 100.000 kr. Ákærði, Costil - Mihai Pandele, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns, 1.649.000 kr., aksturskostnað verjandans 48.070 9 kr. og málsvarnarlaun verjanda á rannsóknarstigi málsins, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 94.240 kr. Ákærði, Vasile Florin Cantaragiu, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, 1.550.000 kr. og aksturskostnað verjandans 110.400 kr. Ingi Tryggvason