Hér a ðsdómur Austurlands Dómur 28. október 2019. Mál nr. S - 97/2019: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn A I. Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 22. október sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 6. september 2019, á hendur A , kt. , með aðsetur að , ; erð um velferð gæludýra, með því að hafa fyrir hádegi fimmtudaginn 6. júní 2019, án heimildar, ruðst inn í íbúð nr. , að , , heimili barnsmóður sinnar, B , með því að brjóta upp útidyrahurð og í framhaldi farið inn í íbúðina og tekið kött sem ákærði átti í íbúðinni og farið með hann niður í kjallara hússins og höggvið af honum höfuðið með öxi, án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kett inum óþarfa þjáningum og hræðslu. Telst þetta varða við 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög og við 1. og 2. mgr. 21. gr., sbr. h. lið 1. mgr. 45. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra og 1. mgr. 15. gr., sb r. 45. gr. reglugerðar nr. 80/2016, um velferð gæludýra. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls Ákærði fer fram á vægustu refsingu sem lög leyfa. II. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargi ftir og verknaðarlýsingu ákæru, líkt og brotum hans er þar lýst. 2 Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og rannsóknargögnum lögreglu, þ.m.t. framburðarskýrslum og ljósmyndum, er nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru er lýst. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gef in að sök í ákæru, en brot hans eru rétt heimfærð til laga - og reglugerðarákvæða. I II. Ákærði, sem ára, hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins ekki áður sætt refsingum sem áhrif hafa í máli þessu. Í máli þessu hefur ákærði gerst sekur um he gningarlagabrot og brot gegn dýraverndunarlöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar ber m.a. að hafa hliðsjón af ákvæðum 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Virða skal ákærða það til þyngingar að öll tilgreind háttsemi hans var í ljósi atvik a og aðstæðna ófyrirleitin. Vímuáhrif ákærða á verknaðarstundu verða ekki metin honum til afsökunar, sbr. ákvæði 17. gr. hegningarlaganna. Til þess ber hins vegar að líta að ákærði játaði brot sín hreinskilnislega við alla meðferð málsins, hjá lögreglu og fyrir dómi og lýsti yfir iðran vegna háttseminnar. Þá verður ráðið af gögnum að hugarfarsbreyting hafi orðið hjá ákærða eftir nefnd brot, en hann hefur m.a. samkvæmt framlögðu vottorði á liðnum mánuðum leitað sér raunhæfrar aðstoðar til þess að snúa lífi s ínu til betri vegar. Skaðabóta var eigi krafist í máli þessu. Með ofangreind atriði í huga svo og að virtum viðeigandi ákvæðum VIII. kafla laga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi og 120.000 króna sekt til ríkissjóðs. Eftir atvikum þykir fært að fresta fullnustu fangelsisrefsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna. Greiði ákærði eigi sektina innan fjögurra vikna frá b irtingu dómsins skal átta daga fangelsi koma í hennar stað. Samkvæmt yfirlýsingu fulltrúa ákæruvalds fyrir dómi leiddi engan kostnað af málarekstrinum. 3 Af hálfu lögreglustjóra fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdóma ri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, A , sæti tveggja mánaða fangelsi. Fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna. Ákærði greiði 120.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en sæti ella átta daga fangelsi.