Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20. desember 2022 Mál nr. E - 2477/2021 : Valdís Erla Harrysdóttir ( Hildur Sólveig Pétursdóttir ) g egn Birgisson ehf. ( Marteinn Másson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 8. nóvember 2022, var höfðað 8. desember 2021 af Valdísi Erlu Harrysdóttur, og Dráttarbílum vélaleigu ehf., , gegn Birgisson ehf., . Með kröfuframsali, dagsettu 10. janúar 2022, framseldi stefnandi Dráttarbílar vélalei ga ehf. stefnanda Valdísi Erlu Harrysdóttur allar kröfur sem félagið kynni að eiga á hendur stefnda, Birgisson ehf., vegna ætlaðra galla á því parketi sem stefnandi Dráttarbílar vélarleiga ehf. keypti af Birgisson ehf. og lagt var á hús stefnanda Valdísar Erlu Harrysdóttur. Var því lýst yfir af hálfu stefnenda í þinghaldi hinn 2. febrúar að í ljósi framangreinds færi stefnandi Valdís Erla Harrysdóttir eftirleiðis ein með aðild málsins til sóknar. Stefnandi krefst þess að stefndi greiði henni 18.094.700 krón ur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þingfestingardegi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi vaxtavaxta samkvæmt 12. gr. sömu laga. Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi kref st aðallega sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og til vara verulegrar lækkunar á stefnukröfum. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi krafðist þess í upphafi að öllum kröfum stefnanda yrði vísað frá dómi. Þeirri kröfu var hafnað með úr skurði dómsins hinn 2. mars 2022. 2 I. Helstu málsatvik Tildrög málsins eru í meginatriðum þau að sumarið 2018 leitaði eiginmaður stefnanda og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Dráttarbíla vélaleigu ehf. til fyrirtækisins EBSON ehf., sem auk annars hefur til sölu gólfefni, vegna áforma um kaup á efnum á gólf einbýlishúss að sem þá var í byggingu. Hinn 2. júlí 2018 sendi framkvæmdastjóri EBSO N ehf., sem jafnframt er sonur forstjóra stefnda, eiginmanni stefnanda tilboð í svokallað ISCHGL parket sem og flísar og fylgihluti. Með tölvubréfi, dagsettu sama dag, óskaði eiginmaður stefnanda eftir frekari upplýsingum um ISCHGL parketið þar sem þær vær u ekki aðgengilegar á heimasíðu þess framleiðanda sem EBSON ehf. fór með umboð fyrir. Framkvæmdastjóri EBSON ehf. sendi honum upplýsingar um parketið og lýsingu á eiginleikum þess um hæl. Ári síðar hafði eiginmaður stefnanda samband við EBSON ehf. á ný í þ ví skyni að kaupa umrætt parket. Virðist framkvæmdastjóri EBSON ehf. á þeim tímapunkti hafa upplýst eiginmann stefnanda um að í reynd væri um svokallað Grande Espace parket frá Khärs að ræða sem stefndi færi með umboð fyrir. Sneri eiginmaður stefnanda sér í framhaldi af því til stefnda og fékk frá honum tilboð í umrætt parket hinn 27. júní 2019. Þá liggur frammi tölvupóstur frá framkvæmdastjóra EBSON ehf. til forstjóra stefnda þar sem sá fyrrnefndi óskaði eftir því að hinn síðarnefndi sendi fyrirtækinu Drát tarbílum vélaleigu ehf., sem er verktakafyrirtæki í eigu fjölskyldu eiginmanns stefnanda, tilboð í 240 fermetra af Grand Espace parketi frá Khärs og tengdi samhliða þá eiginmann stefnanda saman. Festi Dráttarbílar vélaleiga ehf. svo nokkru síðar kaup á umr æddu parketi af stefnda. Samkvæmt framlögðum sölureikningi stefnda, dagsettum 24. október 2020, var verð þess 2.238.048 krónur. Á þeim sölureikningi er Heiðar Jóhannsson tilgreindur sölumaður. Umrætt parket var svo lagt á gólf einbýlishúss stefnanda að ] í október og nóvember 2020. Fyrirtækið HG og hinir ehf. annaðist lagningu parketsins. Í byrjun desember sama ár hafði eiginmaður stefnanda samband við stefnda vegna meintra galla á parketinu. Framkvæmdastjóri stefnda fór á vettvang og áttu sér í framhald i af því stað nokkur samskipti á milli hans og eiginmanns stefnanda. Með tölvubréfi til framkvæmdastjóra stefnda, dagsettu 4. desember 2020, lýsti eiginmaður stefnanda því að hann biði eftir viðbrögðum stefnda og aðgerðaráætlun í meðhöndlun á þeim sprungum og losi sem orðið hefði á spóninum í parketinu. Einnig óskaði hann eftir ábyrgðaryfirlýsingu, bæði frá framleiðanda parketsins og stefnda sem söluaðila þess, og 3 krafðist þess að tekin yrði full ábyrgð á þeim kostnaði sem hljótast mundi af endurnýjun þess eða lagfæringu og öðru því sem talist gæti afleiða þess galla sem upp væri kominn. Framkvæmdastjóri stefnda svaraði með tölvubréfi samdægurs og lýsti því að hann hefði séð fátt athugavert en mögulega væri hægt að setja út á eitt til tvö borð. Þá greindi ha nn frá því að hann væri allt að einu búinn að óska eftir upplýsingum um það frá Khärs hvort eitthvað hefði komið upp í framleiðslunni sem hann biði enn eftir. Þá vísaði hann í upplýsingar um parketið og lýsingu á eiginleikum þess frá Khärs þar sem fram kæm i að sprungur í viðnum væru eðlilegar í þessu parketi og náttúrulegur eiginleiki þessa viðar. Með tölvubréfum, dagsettum 9. og 10. desember 2020, rak eiginmaður stefnanda svo á eftir frekari svörum frá framkvæmdastjóra stefnda. Hann svaraði með tölvubréfi, dagsettu 10. desember 2020, og upplýsti að hann hefði fengið þær upplýsingar frá Khärs að ekkert óeðlilegt hefði komið upp í framleiðslunni. Þá hefði komið fram hjá Khärs að það væri eðlilegt að sprungur kæmu upp í umræddu parketi eftir lagningu. Þá ráðla gði hann að tveimur verstu borðunum yrði skipt út sem og að borin yrði vaxolía á parketið sem þurfi helst að gera um leið og búið sé að leggja það á. Eiginmaður stefnanda svaraði um hæl og fór fram á að stefndi sæi um að fá aðila til að gera þetta. Með töl vubréfum, dagsettum 14. og 15. desember 2020, rak eiginmaður stefnanda enn á eftir svörum frá framkvæmdastjóra stefnda. Hann svaraði með tölvubréfi, dagsettu 15. desember 2020, og kvaðst vera búinn að hafa samband við aðila sem ætlaði að skipta út þessum t veimur til þremur borðum og svo yrði borið á parketið. Sá aðili hefði sagst mundu hafa samband við eiginmann stefnanda og framkvæmdastjóri stefnda því ætlað að málið væri í ferli. Eiginmaður stefnanda svaraði um hæl. Í tölvubréfi hans kom auk annars fram a ð hann teldi þurfa að fara fram heildstæða úttekt á parketinu. Þá kom fram að ef hann fengi ekki hreina og klára yfirlýsingu og áætlun um það hvernig ætti að taka á þessu og tímasetningar á því hvenær þetta yrði klárað þyrfti hann að leita eftir frekari að stoð vegna málsins. Með tölvubréfi, dagsettu 18. desember 2020, rak eiginmaður stefnanda svo á ný á eftir frekari svörum frá framkvæmdastjóra stefnda. Í því tölvubréfi kom fram að ef viðunandi svör bærust ekki á næstu dögum mundi hann leita til síns lögman ns enda hefði honum verið bent á að rétt væri að beiðast dómkvaðningar matsmanns til að leggja mat á ætlaða galla á parketinu, umfang þeirra og kostnað við úrbætur. Framkvæmdastjóri stefnda svaraði með tölvubréfi dagsettu sama dag. Í því kemur fram að fyri r honum lúti málið eingöngu að þeim tveimur til þremur borðum sem hann hafi séð. Þá kom auk 4 annars fram að stefnda hefði ekki verið kunngjört að ráðgert væri að leggja parketið á gólfhita líkt og gert hefði verið. Þetta parket væri ekki ætlað til að leggja ofan á gólfhita auk þess sem bera þurfi á það þegar eftir lagningu líkt og fram komi í upplýsingum frá Khärs. Hann hafi tekið eftir því við skoðun að parketið væri orðið þurrt og þyrfti á næringu að halda. Í samtölum hans við Khärs hefði komið fram að lík ur stæðu til að parketið væri búið að taka út mesta þurrkinn með hliðsjón af árstíma, tíðarfari og gólfhita og framhaldið því ólíklega áhyggjuefni. Þá lýsti hann því yfir að stefndi væri reiðubúinn til þeirra ráðstafana sem áður hefðu verið ræddar og teldi með því málinu lokið af sinni hálfu. Stefnandi fór fram á dómkvaðningu matsmanns með matsbeiðni til dómsins, dagsettri 16. febrúar 2021, og var Björn Marteinsson verkfræðingur dómkvaddur til að framkvæma umbeðið mat hinn 3. mars sama ár. Hann skilaði mats gerð hinn 18. maí 2021. Niðurstaða hans var í meginatriðum sú að ágallar væru á parketinu, spónn væri laus og sprunginn og víða óhóflegar rifur milli borða. Þá hefði timburraki verið of mikill fyrir aðstæður í húsi stefnanda og parketið rýrnað af þeim söku m og spónn sprungið. Ekki væri unnt að fullyrða að spónn hefði verið laus á efninu fyrir niðurlögn en spónn á afskurði væri einnig laus. Þá kom fram hvaða úrbætur hann teldi nauðsynlegar og að áætlaður heildarkostnaður við þær úrbætur væri 1.082.650 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti á vinnu. Með bréfi til stefnda, dagsettu 2. september 2021, upplýsti þáverandi lögmaður stefnanda að hún hygðist hlíta matinu og krafðist þess að stefndi greiddi henni 1.699.426 krónur. Þá var gerð grein fyrir sundurliðun krö fu hennar. Með tölvubréfi, dagsettu 20. september 2021, var kröfu stefnanda hafnað, meðal annars með þeim rökum að þeir ágallar, sem krafa stefnanda lyti að, væru tilkomnir vegna ástands og aðstæðna í húsinu að og að engir gallar hefðu verið á umræddu parketi við afhendingu þess. Höfðaði stefnandi svo mál þetta í framhaldi af framangreindum samskiptum. II. Helstu málsástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína á því að hið selda parket hafi verið haldið verulegum galla í skilningi laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, laga nr. 48/2003 um neytendakaup og samkvæmt almennum reglum kröfuréttarins. Parketið hafi verið gallað auk þess sem það hafi ekki hentað í þeim tilgangi sem sambærilegur hlutur sé venjulega notaður til. Stefndi hafi vitað eða mátt vita, þeg ar kaupin hafi verið gerð, að parketið hentaði ekki til 5 lagningar á gólfhita, sem sé undantekning með parket, og hafi stefnda því borið að upplýsa sérstaklega um það og hafa upplýsingar um það aðgengilegar fyrir kaupendur parketsins. Stefnandi hafi haft sa nngjarna ástæðu til að líta á stefnda sem sérfræðing á þessu sviði enda sé hann umboðsaðili fyrir parketframleiðanda nn Kährs. Greinilegt sé að stefndi hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni hvað þetta varði og sé stefnandi ekki eini aðilinn sem lagt hafi p arketið á gólf með gólfhita, sem staðfesti að stefndi hafi ekki veitt þær upplýsingar að parketið mætti ekki nota með þeim hætti. Stefnandi byggi á því að leitt sé í ljós með skýrslu dómkvadds matsmanns að tjón á parketinu sé að rekja til þess að gólfhiti var á gólfinu en umrætt parket megi ekki leggja á gólfhita. Parketið sé allt sprungið og stórskemmt af þeim sökum og beri stefndi ábyrgð á því tjóni gagnvart stefnanda. Nauðsynlegt sé að skipta gólfefninu út og setja nýtt gólfefni, enda verði ekki unað við hættulegt og stórskemmt gólfefni á húsi stefnanda. Stefndi hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína gagnvart stefnanda sem hafi haft í för með sér það tjón að stefnandi þurfi að rífa parketið af gólfinu, flota gólfið upp á nýtt, leggja nýtt parket og olíubera. Vegna gallans hafi áform stefnanda um að flytja fyrir jólin 2020 ekki gengið eftir, stefnandi hafi vegna þessa tjóns ekki getað selt fasteign sína fyrr en haustið 2021 og hafi því orðið fyrir afnotamissi af fasteigninni að . Hafi stefnandi þurft að bera allan kostnað af tveimur eignum og ekki getað flutt í húsið fyrr en í nóvember 2021. Stefnandi byggi á því að stefndi beri óskipta bótaábyrgð á tjóni stefnanda með því að hafa selt stefnanda parket sem hann hafi vitað eða mátt vita að hentaði ekki gólfi m eð gólfhita. Jafnframt séu sterkar vísbendingar um að parketið hafi verið gallað í upphafi, sbr. þá gólffjöl sem aldrei hafi verið lögð á gólfið en sé allt að einu stórskemmd. Í leiðbeiningum frá framleiðanda komi fram að parketið þoli ekki gólfhita og haf i stefnda borið að upplýsa stefnanda um þá staðreynd því að þá hefði hann aldrei keypt parketið. Í þeim upplýsingum sem stefnandi hafi fengið frá stefnda annars vegar og framkvæmdastjóra EBSON ehf. hins vegar hafi þess ekki verið getið í einu orði að parke tið mætti ekki setja þar sem gólfhiti væri. Eiginmaður stefnanda hafi lagt sig sérstaklega fram um að afla sem gleggstra upplýsinga um parketið með því að senda tölvupóst 2. júlí 2018 og óska eftir frekari upplýsingum um efnið. Í þeim upplýsingum sem stef nandi hafi fengið, bæði munnlega og eins í tölvupósti frá stefnda eða framkvæmdastjóra EBSON ehf., komi hvorki fram að 6 parketið þoli ekki gólfhita né að bera þurfi olíu á parketið strax eftir að það hafi verið lagt. Stefnandi byggi á því að hvorki hún né þeir aðilar sem hafi lagt parketið hafi haft upplýsingar um að það þyldi ekki gólfhita. Á Íslandi sé stór hluti nýbygginga með gólfhita og því verði að gera þá kröfu til seljenda parketa hérlendis að þeir taki það sérstaklega fram og hafi þær upplýsingar m eð áberandi hætti ef ekki megi nota parket á gólf þar sem gólfhiti sé. Það hafi fyrst verið í tölvupósti stefnda frá 18. desember 2020 sem upplýst hafi verið um að samkvæmt framleiðanda þá hentaði efnið ekki á gólfhitað gólf og vísað í tækniblað. Hinn dóm kvaddi matsmaður hafi staðfest að í upplýsingabæklingi um parketið, sem stefndi hafi ekki upplýst stefnanda um, segi að öll Kährs parket, nema Beech, Hard Maple og Grande Collection, henti fyrir gólf með gólfhita. Þessar upplýsingar sé að finna í tæknileið beiningum sem hinn almenni kaupandi sé ekki að afla sér, enda megi hann treysta á upplýsingagjöf frá seljanda efnisins. Það sé því algjör undantekning að parket henti ekki fyrir gólfhita og einungis þrjár tegundir frá þessum framleiðanda sem geri það ekki. Framleiðandinn framleiði tugi tegunda. Stefnandi hafi fengið þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra EBSON ehf., eftir að parketið hafi verið lagt, að umrætt parket hefði verið framleitt í Asíu en ekki í Evrópu eins og venja sé með Kährs parket. Framkvæmdast jóri stefnda hafi ekki þrætt fyrir það. Parketið hafi því ekki verið framleitt við þær aðstæður sem hægt sé að bera saman við í Evrópu og hafi væntanlega verið framleitt við miklu meiri raka en algengast sé. Því hafi stefnda borið að upplýsa sérstaklega um það bæði að efnið væri framleitt í Asíu, við allt aðrar aðstæður en stefnanda hafi verið gefið í skyn, og að það þyldi ekki gólfhita og hafa slíkar upplýsingar aðgengilegar fyrir viðskiptavini. Í upplýsingum sem stefndi hafi veitt stefnanda komi fram að sams konar gólfefni hefði verið lagt á hús Alvotech en þar séu gólfin með gólfhita, sem staðfesti að stefndi hafi hvorki þá né í tilviki stefnanda upplýst um að gólfin væru ekki ætluð fyrir gólfhita. Í Alvotech sé rakastýring í loftræstingu s em hjálpi til við að minnka skemmdir en lausleg skoðun matsmanns staðfesti eigi að síður víða rifur í lögninni. Stefnandi byggi á því að í umfjöllun matsmanns sé staðfest að tjónið sé alfarið að rekja til gólfhitans, ekki þess að olía hafi ekki verið bori n strax á gólfið. Í matsgerð segi: breytingar. Það er því ósennilegt að þetta atriði eitt og sér sé úrslitaatriði. Olíuburður mun 7 hins vegar hafa úrslitaþýðingu til að ko ma í veg fyrir að gólfið blotni óheppilega, en það enginn ágangur hafi verið á parketinu í ljósi þess að ekki hafi verið hægt að flytja inn í húsið áður en búið hafi ve rið að taka afstöðu til þess hvort rífa þyrfti parketið út eða ekki. Það eina sem stefndi hafi boðist til að gera eftir að honum hafi verið tilkynnt um gallann hafi verið að fá mann til þess að bera eina umferð af vaxolíu á gólfið. Eftir að búið hafi verið að bera olíu á gólfið hafi enn heyrst háir smellir í parketinu, spónn losnað og stórar og miklar sprungur haldið áfram að myndast á parketinu. Stefnandi hafi orðið var við framangreinda bresti í parketinu í um fjóra mánuði eftir að parketið hafi verið lag t. Það sé því ekkert orsakasamhengi milli olíuáburðar og tjónsins. Stefnandi telji augljóst að niðurstaða matsgerðarinnar sé sú að orsök tjónsins sé sú að notað hafi verið parket sem ekki hafi mátt leggja á gólfhita. Stefnandi byggi á því að staðfest sé í matsgerð að orsök fyrir tjóni stefnanda sé skortur á upplýsingagjöf stefnda, þ.e. sú að stefnanda hafi verið selt parket sem ekki hafi hentað fyrir gólfhita. Það sé gólfhitinn sem hafi sprengt gólfið, myndað stórar rifur í parketið og losað spóninn og því sé hætta við skemmdum á yfirborði þegar gengið sé um gólfið. Enginn möguleiki sé að ganga berfættur um gólfið og þótt gengið sé á sokkum finnist rifurnar og parketspónninn greinilega og særi og meiði þá sem um gólfið gangi. Stefndi hafi áður sagt við stef nanda að hann ætti nokkur búnt af efninu til á lager hjá sér. Hafi stefnandi því skorað á matsmann á matsfundi að mæla raka í vöruhúsi stefnda sem hlotið hafi góðar undirtektir matsmanns. Stefnanda hafi grunað að umrætt parket - efni hefði allt annað rakasti g í ljósi þess að það væri framleitt í Asíu en parket sem kæmi frá Evrópu. Þá hafi stefndi síðar haldið því fram að hann ætti ekki til búnt af efninu í vöruhúsi sínu og matsmaður því ekki farið í vöruhúsið að mæla raka þar. Stefnandi mótmæli harðlega niður stöðu matsmanns um að unnt sé að líma niður parketspóninn, það sé einfaldlega ekki hægt og myndi útlitslega skemma parketið auk þess sem rifur á parketinu lagist ekki við þá aðgerð. Eins og ljósmyndir af parketinu beri með sér séu rifur og skemmdir nánast í hverju einasta borði og oft á mörgum stöðum í hverju borði og slíkt sé ekki hægt að laga. Líma þyrfti niður og pressa, setja utanaðkomandi efni í sprungurnar sem aldrei yrði eins og parketið er sjálft, auk þess sem útilokað sé að gliðnunin muni ganga til baka. Að því leyti sé stefnandi ekki sáttur við niðurstöðu hins dómkvadda matsmanns um að hægt sé að laga parketið. Stefnandi telji úrræði matsmanns að líma spóninn niður ekki niðurstöðu sem unnt sé að fella sig við þar 8 sem sú niðurstaða leiði alls ekki t il þess að stefnandi verði jafnsettur og ef tjón hefði ekki orðið. Ef líma eigi spóninn niður þurfi fyrst að bora göt í spóninn til þess að unnt sé að sprauta lími undir hann. Þá þurfi að reyna að þrýsta honum niður og pressa því að spónninn hafi bólgnað. Það breyti því þó ekki að misfellurnar, rifurnar á spóninum, þurfi að meðhöndla, fylla inn í, þar sem spónninn hafi bólgnað. Ef spónninn verði límdur niður muni það því hafa veruleg útlitsáhrif á parketið sem stefnandi geti ekki fellt sig við, enda hafi ha nn verið að byggja glæsilegt íbúðarhús þar sem ekkert hafi verið til sparað. Veruleg lýti á parketinu séu ekki ásættanleg. Skipta þurfi út parketinu og setja nýtt á gólfið. Um altjón sé að ræða sem og afleitt tjón sem stefndi beri alfarið ábyrgð á. Stefnan di hafi ekki getað flutt inn í desember 2020 eins og áætlanir hafi gert ráð fyrir. Matsgerð hafi legið fyrir 18. maí 2021 og í kjölfarið hafi samningaviðræður um úrbætur verið reyndar. Það hafi ekki verið fyrr en í september 2021 sem ljóst hafi orðið að st efndi ætlaði ekki að bæta tjónið. Sá galli sem sé á parketinu hafi verið eina ástæða þess að tafir hafi orðið á því að stefnandi gæti flutt ásamt fjölskyldu sinni í eignina. Stefnandi hafi þurft að greiða af afborgunum á láni á fyrri eign og vera með ónoth æfa fasteign til flutnings. Leiguverð samkvæmt mati löggilts fasteignasala frá 12. nóvember 2021 sé áætlað 750.000 krónur á mánuði. Tjón stefnanda felist meðal annars í afnotamissi af fasteign hans vegna tjónsins sem stefndi beri ábyrgð á og krefjist stefn andi því bóta fyrir afnotamissi af húsinu á tímabilinu 1. desember 2020 til 1. október 2021. Þá krefjist stefnandi einnig bóta vegna afnotamissis af húsinu í tvo mánuði til viðbótar á meðan unnið sé að því að taka af allar skápahurðir og hliðar á skápum se m ná niður í gólf, losa eldhúsborð áfast við eyju sem liggur ofan á parketi, taka hurðir af öllum herbergjum, þar á meðal rennihurðir, svo að hægt sé að rífa út hina gölluðu vöru og flota gólfið að nýju, en gera megi ráð fyrir að múr losni af gólfinu þegar reynt verði að losa niðurlímt parket af gólfinu. Séu tveir mánuðir í því sambandi hófleg krafa. Fjárhæð dómkrafna stefnanda byggist í fyrsta lagi á kaupum stefnanda á 242 fermetrum af Kährs parketi af stefnda, sbr. reikning nr. SRE076831, dagsettan 24. ok tóber 2020, að fjárhæð 3.057.710 krónur. Stefnandi þurfi að kaupa nýtt parket á gólfið sem sé sambærilegt og sé því gerð krafa um þá fjárhæð sem núverandi parket hafi kostað. Í öðru lagi byggist krafan á reikningi frá HG og hinir ehf. sem fengið hafi verið til að leggja niður parketið og gefið út reikning vegna þeirrar vinnu, samtals að fjárhæð 1.779.474 krónur, sbr. reikning nr. 3687, dagsettan 30. nóvember 2020. Í þriðja lagi byggist fjárhæð dómkrafna stefnanda á kostnaði við að afla matsgerðar frá Birni 9 Marteinssyni, dómkvöddum aðila, til þess að meta orsök og ástæður fyrir ágalla í parketinu að fjárhæð 353.896 krónur, sbr. reikning nr. 2021 - 6, dagsettan 18. maí 2021. Í fjórða lagi sé fjárhæð dómkrafna byggð á afnotamissi á húsnæðinu í samtals tólf mánuði , það er 12 x 750.000 krónur eða samtals 9.000.000 krónur. Þar af séu tíu mánuðir vegna þeirra tafa sem orðið hafi á að stefnandi gæti flutt inn í húsið og tveir mánuðir vegna þess að fyrirséð sé að stefnandi þurfi að flytja út úr húsinu meðan parketið sé rifið af, gólfið flotað og nýtt parket lagt á. Styðjist leigufjáræðin við mat löggilts fasteignasala um leigufjárhæð fyrir sambærileg hús og . Í fimmta lagi sé dómkrafa stefnanda byggð á kostnaðaráætlun frá löggiltum matsmanni og húsasmíðameistara um að rífa gallaða niðurlímda parketið af fasteigninni, kostnaði við trésmíðavinnu við að taka niður innréttingar og innihurðir af parketinu sem og förgun og akstur. Hafi stefnandi bætt við virðisaukaskatti. Samtals nemi fjárhæð vegna þessara þátta 2.703.620 kr ónum. Þá sé kostnaður við að flota gólfið að fjárhæð 1.200.000 krónur. Um lagarök vísar stefnandi framangreindu til viðbótar til meginreglna kröfuréttar, einkum lausafjárkauparéttar og neytendaréttar, um vanefndir og vanefndaúrræði. Þá vísar stefnandi til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu kröfu sinni um dráttarvexti til stuðnings. Loks vísar stefnandi til 1. mgr. 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til stuðnings kröfu sinni um málskostnað. III. Helstu málsástæður stef nda Aðalkröfu sinni um sýknu til stuðnings byggir stefndi á því að eini viðsemjandi hans við kaupin á hinu umdeilda parketi hafi verið fyrirtækið Dráttarbílar vélaleiga ehf. og að öll gögn málsins beri það með sér að svo hafi verið. Fyrirtækið Dráttarbílar vélaleiga ehf. sé samkvæmt fyrirtækjaskrá með þann skilgreinda tilgang að vera í verktakastarfsemi, vinnuvélaleigu og með skylda starfsemi, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Stefnandi hafi hvergi komið nærri kaupunum og geti því ekki skoðast sem kaupand i gagnvart stefnda. Stefndi telji sig því hafa selt fagaðila parketið, ekki einstaklingi og neytanda í skilningi neytendakaupalaga nr. 48/2003. Um kaupin gildi því lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 en ekki fyrrgreind lög um neytendakaup. Samkvæmt framlögðu kröfuframsali, dagsettu 10. janúar 2022, hafi stefnandi keypt og fengið framseldar allar kröfur Dráttarbíla vélaleigu ehf. á hendur stefnda vegna parketkaupa og stefnandi teljist því ein vera kröfuhafi þeirra krafna. Stefndi bendi á í 10 þessu sambandi að ste fnandi hafi með þessum gjörningi ekki öðlast betri eða víðtækari rétt gagnvart stefnda en kaupandi parketsins, Dráttarbílar vélaleiga ehf., geti hafa átt á grundvelli þeirra viðskipta. Stefnandi verði því að þola öll þau sömu andmæli og mótbárur sem stefnd i hafi átt gagnvart Dráttarbílum vélaleigu ehf. vegna viðskiptanna, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 50/2000. Byggi stefndi jafnframt á að það sé almenn regla í kröfurétti að aðilar samnings hafi einir forræði á túlkun hans og framkvæmd og geti einir haft upp i kröfu í tilefni af ætlaðri vanefnd hans. Stefndi byggi á því að þegar kaupandi hafi fyrst haft samband við hann, sumarið 2019, hafi hann þegar verið búinn að ákveða hvaða parket hann ætlaði að kaupa. Hann hafi strax og eingöngu beðið um að þetta ákveðna parket yrði pantað fyrir sig. Samkvæmt lýsingu í stefnu hafi kaupandinn þá verið búinn að skoða sambærilegt parket hjá fyrirtækinu Alvotech. Þá komi aukinheldur fram í stefnu að kaupandinn hafi lagt sig vel fram við að skoða eiginleika parketsins. Stefndi byggi á því fram að ákvörðunin hafi þannig verið tekin af kaupanda sjálfum, á grundvelli ráðlegginga frá öðrum aðila en stefnda. Stefndi beri ekki ábyrgð á upplýsingum, sem kaupandinn kunni að hafa fengið hjá fyrirtækinu EBSON ehf. eða eftir atvikum annars staðar frá. Stefndi byggi á því að sér hafi ekki verið kunnugt um það húsnæði, þar sem leggja átti parketið. Þannig hafi engar upplýsingar verið veittar um að í húsnæðinu væri gólfhiti. Stefndi bendi á að parket sé selt fyrir margs konar húsnæði, atvinnuh úsnæði, íbúðarhúsnæði, íþróttahús, sumarhús, o.s.frv. Í minnihluta tilvika sé parket lagt á gólf með hita undir. Stefndi haldi því fram að það hvíli á kaupanda, sérstaklega þegar um verktakafyrirtæki sé að ræða, að kanna hjá seljanda og/eða framleiðanda by ggingarefnis hvort byggingarvaran henti í það húsnæði sem nota eigi efnið í og að minnsta kosti að upplýsa seljanda um atriði sem kunni að skipta máli fyrir þau not. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. Stefndi byggi á því að ekkert sé komið fram í má linu, sem bendi til þess að hið selda parket hafi verið gallað við áhættuskiptin, þ.e. þegar parketið hafi verið afhent kaupanda þann 26. október 2020, sbr. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 50/2000. Bent sé á að í matsgerð kveði matsmaður ekki vera hægt að fullyrð a um að spónn hafi eitthvað verið laus á efninu fyrir niðurlögn. Stefndi telji að kaupandinn hafi þannig á engan hátt fullnægt sönnunarbyrði sinni fyrir því að hið keypta byggingarefni hafi verið gallað þegar hann hafi tekið við því. Stefndi bendi í þessu sambandi einnig á að engar athugasemdir hafi komið frá fyrirtækinu HG og hinir ehf. við niðurlögn parketsins, en að fastlega megi gera 11 ráð fyrir að fagaðili á þessu sviði myndi láta vita ef verulegir annmarkar væru á efninu, áður en hann límdi það niður. S tefndi telji ekkert hafa komið fram í málinu sem styðji við yfirlýsingar kaupanda um ástand parketsins og áform hans um að hreinsa út og skipta alveg um parket, með tilheyrandi raski, verðmætasóun og kostnaði. Forsvarsmaður stefnda hafi komið í húsið í byr jun desember 2020 vegna umkvartana kaupandans. Parketið hafi að hans mati litið vel út og litla sem enga hnökra að sjá á því. Til þess að koma til móts við óánægju kaupandans hafi hann boðið honum að láta skipta um tvö til þrjú borð og síðan að láta olíube ra yfirborð parketsins. Þetta hafi verið gert umfram alla skyldu og eingöngu í því skyni að koma til móts við viðskiptavininn, eins og reynt sé að gera ef einhver vandamál koma upp vegna kaupa á byggingarefni hjá stefnda. Þá hafni stefndi því alfarið að dr átt kaupanda á að olíubera parketið eftir niðurlögn þess megi rekja til atvika sem sig varði. Stefndi telji nokkur atriði skipta máli að því er parketgólfið og niðurlögn þess varði. Í fyrsta lagi hafi kaupandi ekki upplýst að gólfhitalögn væri í húsinu þar sem leggja ætti parketið. Samkvæmt tækniblöðum framleiðanda sé ekki gert ráð fyrir að parket af þeirri tegund sem keypt hafi verið sé lagt á gólf með hitalögnum. Stefndi telji þó að slíkt hefði ekki átt að skipta höfuðmáli, ef ekki kæmu önnur atriði til s ögunnar. Stefndi bendi í þessu sambandi á umfjöllun hins dómkvadda matsmanns um sams konar parketgólf hjá fyrirtækinu Alvotech, sem virðist hafa lánast vel, en umhverfisþáttum þar sé stýrt með þar til gerðum búnaði í húsnæðinu. Í öðru lagi bendi stefndi á að ekki hafi verið farið að leiðbeiningum framleiðanda um að olíubera yfirborð parketsins strax að lokinni niðurlögn þess. Veruleg hætta sé á ofþornun viðarins ef þetta sé ekki gert. Í þriðja lagi bendi stefndi á að engar upplýsingar liggi fyrir um geymslu parketsins fram að niðurlögn þess og heldur ekki um umhverfisþætti, sem geti haft veruleg áhrif á gæði og útlit, svo sem hita - og rakastig í húsnæði, á þeim tíma þegar parketið hafi verið lagt. Stefndi bendi í þessu sambandi á að samkvæmt leiðbeiningum fr amleiðanda á lofthiti í rými þar sem parket sé lagt að vera milli 15 - 23°C. Í fjórða lagi bendi stefndi á að samkvæmt mælingum matsmanns, sem gerðar hafi verið rúmlega fjórum mánuðum frá lagningu parketsins, hafi mæligildi fyrir raka verið mjög lágt. Matsma ður bendi á að þegar útihitastig falli þá falli inniloftrakinn einnig. Við mælingu hans hafi inniloftraki fallið niður í 16%HR þegar útilofthiti hafi farið niður í - 5°C. Telji hann að þessi lági loftraki sé að hluta tilkominn vegna lítillar eða engrar raka bætingar til innilofts. Hann bendi á að húsið hafi ekki verið komið í notkun en að gera mætti ráð fyrir að í fullri notkun yrði inniloftraki ekki svona 12 lágur nema í undantekningartilfellum. Stefndi bendi á að samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda sé lögð áhe rsla á að rakastig skuli ávallt vera á bilinu 30 - 60% til þess að koma í veg fyrir óæskilega hreyfingu í viðargólfefninu og varanlegar breytingar. Því þurfi hugsanlega að sumri til að minnka rakastigið í lofti, en að auka það að vetrarlagi. Stefndi telji að atriði á borð við framangreind ráði miklu um ástand parkets. Bent sé á samanburð matsmanns á parketi í húsinu að annars vegar og hjá Alvotech hins vegar, en niðurstaða hans hafi verið sú að hvorki gólfaðstæður né ástandið hjá Alvotech sé sambærilegt þ ví sem sé í húsinu að . Stefndi byggi á því að það sé ekki á hans valdi sem seljanda parketsins að hafa stjórn á þessum umhverfis - og frágangsatriðum, heldur beri kaupandi áhættuna af því hvernig til takist. Auk framangreinds bendi stefndi á að stefnand i hafi vikið matsgerð hins dómkvadda matsmanns til hliðar og myndað sér sínar eigin skoðanir á aðstæðum, orsökum og afleiðingum. Engum trúverðugum gögnum sé því til að dreifa um hinn ætlaða galla og hið ætlaða tjón. Þá mótmæli stefndi öllum málsástæðum ste fnanda sem röngum, ósönnuðum og/eða haldlausum. Með vísun til ofangreindrar umfjöllunar og málsástæðna krefjist stefndi þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Varakröfu sína um verulega lækkun á stefnukröfum styðji stefndi eftir atvikum við sömu málsástæður og í aðalkröfu. Til viðbótar telji stefndi að líta verði til eigin sakar stefnenda vegna vanrækslu á meðferð efnisins eftir niðurlögn þess, vegna hugsanlegs óheppilegs undirbúnings fyrir niðurlögn parketsins, svo sem geymslu þess fram að niðurlagningunni o.s.frv. Þá beri að líta til þáttar framkvæmdaaðilans, HG og hinna ehf., sem hefði sem fagaðili átt að láta vita ef skemmdir voru á parketinu áður en það var límt niður. Stefndi telji að alla óvissu um geymslu, niðurlagningu og eftirmeðfer ð beri að túlka sér í hag en stefnendum í óhag. Þá bendi stefndi á hina almennu reglu í 1. og 2. mgr. 70. gr. laga um lausafjárkaup að því er varðar skyldu til takmörkunar á tjóni og mildun ábyrgðar. Viðvíkjandi stefnukröfu málsins sérstaklega þá samansta ndi hún af níu kröfuliðum. Í stórum dráttum megi skipta kröfunni í fernt. Í fyrsta lagi niðurrif, förgun og undirbúningsvinnu, í öðru lagi nýja lögn parkets (efni og vinna) og frágang, í þriðja lagi matskostnað og í fjórða lagi húsnæðiskostnað. Mótmæli ste fndi öllum tilgreindum kröfuliðum og málsástæðum að baki þeim. Stefndi hafni því að þörf sé á að fjarlægja allt parket, með tilheyrandi raski, að taka niður innréttingar, að flota gólf að nýju og að farga efni. Ekkert liggi fyrir í málinu 13 sem styðji við þe ssa kröfuliði. Stefnandi hafi sjálf ákveðið að hunsa þá matsgerð sem hún hafi aflað, en hafi þess í stað leitað tilboða frá ýmsum aðilum og sett saman kröfugerð sína á grundvelli þeirrar aðferðafræði. Þessu sé öllu mótmælt af hálfu stefnda og haldi hann þv í fram að engar sönnur hafi verið færðar fyrir þörfinni eða sýnt fram á réttmæti kostnaðarútreikninga. Engin matsgerð liggi fyrir sem styðji þessa liði í málatilbúnaði stefnanda. Stefndi byggi á því að hið sama gildi um annan kröfuþáttinn eins og hinn fyrs ta. Engin gögn, engar sönnur, hafi verið færðar fyrir þörfinni eða kostnaðarútreikningum. Hafna beri því þeim kröfuliðum sem undir þennan þátt falli. Stefnandi hafi aflað matsgerðar að eigin frumkvæði og á eigin áhættu. Hún hafi síðan hunsað þessa matsgerð og virðist hún vera henni gagnslaus. Stefndi hafni þessum kröfulið um matskostnað en bendi einnig á að hann teljist til málskostnaðar í skilningi 1. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi kjósi að setja fram kröfulið sem hún kalli afnotamissi húsnæðis. Hann feli í sér áætlað leiguverð fyrir í tiltekinn tíma. Þessum kröfulið hafni stefndi með öllu. Engin samningsbundin eða lagaleg rök séu fyrir honum. Stefndi bendir jafnframt á að samkvæmt málatilbúnaði stefnanda hafi það verið æ tlun hennar að flytjast í húsið fyrir jólin 2020. Engin rök liggi fyrir í málinu um að parket á gólfum hafi verið þar einhver hindrun. Engin gögn liggi fyrir um það að stefnandi hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna afnotamissis húsnæðis, sem rekja meg i til meintra samningsbundinna vanefnda stefnda gagnvart Dráttarbílum vélaleigu ehf. Loks bendi stefndi á að í engu tilviki sé kröfugerð stefnenda sett fram og sundurliðuð á þann hátt að tekið sé tillit til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnuliða í framkvæmdum á íbúðarhúsnæði. Auk alls annars sé kröfugerðin því vanreifuð að þessu leyti. Stefndi styður kröfur sínar í málinu meðal annars við ákvæði laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, einkum 1. mgr. 21. gr., 1. og 2. mgr. 70. gr. og 84. gr. Þá styður ste fndi kröfur sínar við almennar reglur íslensks samninga - og kröfuréttar um stofnun og skuldbindingargildi samninga, um upplýsinga - og varúðarskyldu kaupenda, um sönnunarbyrði kaupanda vegna meintra vanefnda seljanda og almennt um sönnunarfærslu um hugsanle gt fjárhagslegt tjón. Einnig er stuðst við almennar reglur um eigin sök og eigin áhættu hugsanlegs tjónþola. Kröfu sína um málskostnað styður stefndi einkum við 129. - 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 14 IV. Niðurstaða Líkt og fram hefur komið lýtur ágreiningur málsaðila í grunninn að því hvort parket sem lagt var á einbýlishús stefnanda að hafi verið haldið galla. Umrætt parket keypti fyrirtækið Dráttarbílar vélaleiga ehf., sem er fyrirtæki í eigu fjölskyldu eiginma nns stefnanda, af stefnda svo sem framlagður sölureikningur, dagsettur 24. október 2020, ber með sér og kom eiginmaður stefnanda, sem jafnframt var framkvæmdastjóri fyrirtækisins, fram af þess hálfu við kaupin. Með framlögðu kröfuframsali, dagsettu 10. jan úar 2022, staðfesti Dráttarbílar vélaleiga ehf. að stefnandi hefði greitt fyrirtækinu 3.057.710 krónur vegna greiðslu þess á sömu fjárhæð til stefnda fyrir umrætt parket. Þá var því jafnframt lýst yfir að fyrirtækið framseldi stefnanda allar kröfur þess, h verju nafni sem nefnist, þar með talið skaðabótakröfur, endurgjaldskröfur, dráttarvaxtakröfur o.fl., sem Dráttarbílar vélaleiga ehf. kynni að eiga á hendur stefnda, vegna galla sem reynst hefðu vera á því parketi sem lagt hefði verið á áðurgreint einbýlish ús stefnanda. Ekkert samningssamband var því í reynd á milli stefnanda og stefnda heldur var kaupandi áðurgreinds parkets af stefnda Dráttarbílar vélaleiga ehf. og greiddi stefnandi svo því fyrirtæki samkvæmt framansögðu kaupverðið. Úrlausn um það hvort dó m kr öfur stefnanda verð a reist ar á áðurgreindu kröfuframsali ræðst eðli máls samkvæmt af því hvort Dráttarbílar vélaleiga ehf. átti við undirritun umrædds framsals kröfu á hendur stefnda á þar tilgreindum grundvelli og ef s vo er hver sú krafa var enda gildi r sú meginregla um framsal krafna að framsalshafi öðlast einungis þann rétt sem framseljandi átti og að jafnaði ekki meiri rétt. Málsaðila greinir auk annars á um það hvort lög nr. 48/2003 um neytendakaup eigi við um umrædd kaup Dráttarbíla vélaleigu ehf. á parketi af stefnda. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. þeirra laga gilda þau um neytendakaup að svo miklu leyti sem ekki er á annan veg mælt fyrir í lögum. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er með neytendakaupum átt við sölu hlutar til neytanda þegar seljandi eða umboð smaður hans hefur atvinnu sína af sölu. Samkvæmt 3. mgr. umræddrar greinar er með neytanda átt við einstakling sem kaupir söluhlut utan atvinnustarfsemi. Samkvæmt framansögðu er það skilyrði þess að um neytendakaup sé að ræða í skilningi umræddra laga að k aupandi sé einstaklingur. Þegar af þeirri ástæðu eiga þau lög ekki við um kaup fyrirtækisins Dráttarbíla vélaleigu ehf. á parketi af stefnda óháð því hvar ráðgert var að leggja það. Koma þær málsástæður stefnanda sem byggðar eru á ákvæðum laga nr. 48/2003 því ekki til frekari skoðunar. 15 Um kaup Dráttarbíla vélaleigu ehf. á parketi af stefnda gilda þar af leiðandi ákvæði laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Úrlausn um dómkröfur stefnanda ræðst þannig af því hvort umrætt parket hafi verið haldið galla í skilning i IV. kafla þeirra laga . Samkvæmt 3. mgr. 17. gr. laga nr. 50/2000 telst söluhlutur gallaður ef hann er ekki í samræmi við þær kröfur sem fram koma í 1. og 2. mgr. sömu greinar. Samkvæmt 1. mgr. skal söluhlutur hvað varðar tegund, magn, gæði, aðra eiginlei ka og innpökkun fullnægja þeim kröfum sem leiðir af samningi. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal söluhlutur svo ef annað leiðir ekki af samningi henta í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til, sbr. a - lið umræddrar málsgreinar, hent a í ákveðnum tilgangi sem seljandinn vissi eða mátti vita um þegar kaup voru gerð nema leiða megi af atvikum að kaupandi hafi ekki byggt á sérþekkingu seljanda og mati hans eða hafi ekki haft sanngjarna ástæðu til þess, sbr. b - lið hennar, hafa þá eiginleik a til að bera sem seljandi hefur vísað til með því að leggja fram prufu eða líkan, sbr. c - lið, og loks vera í venjulegum eða öðrum forsvaranlegum umbúðum sem nauðsynlegar eru til að varðveita og vernda hann, sbr. d - lið. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. sömu laga g ilda reglur um galla einnig þegar söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun og ætla má að hafi haft áhrif á kaupin. Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. umræddra la ga skal við mat á því hvort söluhlutur er gallaður miðað við það tímamark þegar áhættan af söluhlut flyst yfir til kaupanda, jafnvel þótt gallinn komi ekki fram fyrr en síðar. Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. þeirra flyst áhættan yfir til kaupanda þegar söluhlutur hefur verið afhentur í samræmi við ákvæði samnings eða í samræmi við ákvæði 6. eða 7. gr. sömu laga. Stefnandi ber eðli máls samkvæmt sönnunarbyrði fyrir því að umrætt parket hafi ekki uppfyllt áðurgreindar kröfur 1. og 2. mgr. 17. gr. eða ekki svarað til þeirra upplýsinga sem tilgreindar eru samkvæmt framansögðu í 1. mgr. 18. gr. Áður en mál þetta var höfðað fór stefnandi líkt og fram kemur í lýsingu á helstu málsatvikum hér að framan fram á dómkvaðningu matsmanns til að leggja mat á ætlaða galla á því pa rketi sem lagt hefði verið á einbýlishús stefnanda að . Var Björn Marteinsson verkfræðingur dómkvaddur í því skyni. Í matsbeiðni var nánar tiltekið í fyrsta lagi óskað eftir því að matsmaður staðreyndi sýnilega ágalla á parketi hússins, í öðru lagi að h ann skoðaði og legði mat á hvort efni eða meðferð þess væri haldið ágalla, í þriðja lagi að hann skoðaði og legði mat á hvort niðurlögn og meðferð efnisins væri haldin ágalla, í fjórða lagi að hann kæmi með tillögur til úrbóta og legði mat á kostnað 16 við úr bætur og í fimmta lagi að hann legði mat á heildarkostnað við úrbætur og tjón matsbeiðanda af því að geta ekki flutt inn í eignina. Loks var þess óskað að matsmaður sundurgreindi í niðurstöðu sinni efni og vinnu. Í niðurlagi matsgerðar dómkvadds matsmanns, sem dagsett er 18. maí 2021, eru svör matsmanns við einstökum matsspurningum tekin saman. Í svari við þeirri fyrstu kemur fram að það séu ágallar á gólfinu, laus og sprunginn spónn og víða óhóflegar rifur milli borða. Í svari hans við matsspurningu tvö ke mur fram að timburraki hafi verið of mikill fyrir þær aðstæður sem séu í húsinu, parketið hafi því rýrnað og spónn sprungið. Það sé ekki hægt að fullyrða um að spónn hafi verið laus á efninu fyrir niðurlögn, en spónn sé laus á afskurðinum líka. Í svari mat smanns við matsspurningu þrjú kemur fram að hvergi sé að sjá ágalla sem tengist meðferð eða niðurlögn efnisins. Í svari hans við matsspurningu fjögur kemur fram að nauðsynlegar úrbætur lúti að því að líma niður lausan spón, fræsa upp þar sem rifur séu víða star og fella inn nýtt efni og loks olíubera allt gólfið á ný. Þá kemur fram að matsmaður og matsbeiðandi hafi sammælst um að sleppa matsspurningu fimm. Loks setur matsmaður fram sundurgreinda kostnaðaráætlun. Niðurstaða hans er sú að heildarkostnaður við framangreindar úrbætur sé 1.082.650 krónur með virðisaukaskatti. Í frekari umfjöllun matsmanns kemur fram að í tækniupplýsingum frá framleiðanda umrædds parkets komi fram að það henti ekki til lagningar á gólf með hitalögnum auk þess sem olíubera skuli það strax að niðurlögn lokinni. Þá er gerð ítarleg grein fyrir umhverfi og rakahreyfingum, áhrifum gólfhita á efnisraka parkets, rakamælingum í húsi stefnanda að og þeim aðgerðum sem matsmaður telur nauðsynlegt að ráðast í. Björn Marteinsson verkfræðingur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins fyrir dómi og staðfesti matsgerð sína og svaraði spurningum um efni hennar. Í vitnisburði hans kom meðal annars efnislega fram að þegar matið var framkvæmd hefðu verið liðnir fjórir mánuðir frá niðurlögn parketsins á gó lf með hitalögnum. Þann tíma hefði hús stefnanda staðið autt. Parketið hefði því þornað verulega á þeim tíma og spónn losnað. Hlutfallsraki innilofts í húsi stefnanda hefði sveiflast mjög og farið langt niður fyrir eðlileg mörk þar sem húsið hefði staðið a utt og timbrið í parketinu því leitað að jafnvægi með tilheyrandi afleiðingum. Sú sveifla hefði orðið enn meiri vegna þess að hitalagnir séu í gólfinu. Þá kom fram að hann hefði mælt rakastig parkets í óáteknum pakka á vettvangi. Það hefði verið í fullu sa mræmi við það rakastig sem framleiðandi þess gefi upp. Það sé hins vegar of hátt miðað við aðstæður í húsinu á þeim tíma sem matið hafi verið framkvæmt. 17 Af stefnu verður ekki skýr t ráðið hvort stefnandi byggi á því að umrætt parket sé haldið galla í skilni ngi 17. gr. eða 1. mgr. 18. gr. laga nr. 50/2000 eða eftir atvikum hvort tveggja. Af málsástæðum hennar og því sem fram kom við munnlegan málflutning af hennar hálfu fyrir dómi má þó helst ráða að hún byggi á því að umrætt parket hafi ekki fullnægt þeim kr öfum um gæði eða aðra eiginleika sem leiði af samningi í skilningi 1. mgr. 17. gr., það hafi ekki hentað í ákveðnum tilgangi sem seljandinn hafi vitað eða mátt vita um þegar kaup hafi verið gerð í skilningi b - liðar 2. mgr. 17. gr. sem og að það hafi ekki s varað til þeirra upplýsinga sem stefndi hafi við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um það, eiginleika þess eða notkun og ætla megi að það hafi haft áhrif á kaupin í skilningi 1. mgr. 18. gr. Að mati dómsins, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, ge fa hvorki matsgerð dómkvadds matsmanns, gögn málsins að öðru leyti né heldur það sem fram kom við skýrslutökur fyrir dómi á nokkurn hátt til kynna að umrætt parket hafi við afhendingu þess hinn 26. október 2020 ekki fullnægt þeim kröfum um gæði eða aðra ei ginleika sem leiða má af samningi Dráttarbíla vélaleigu ehf. og stefnda, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 50/2000, heldur þvert á móti að aðstæður í húsi stefnanda hafi valdið því að spónn losnaði eftir niðurlögn þess. Þannig kemur sem fyrr greinir afdráttarl aust fram í matsgerð dómkvadds matsmanns að timburraki hafi verið of mikill fyrir aðstæður í húsi stefnanda og parketið því rýrnað og spónn sprungið. Enn fremur kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða að spónn hafi verið laus á efninu fyrir niðurlögn. Það e r álit dómsins að matsgerð dómkvadds matsmanns sé í senn faglega unnin og vel rökstudd. Þeirri matsgerð hefur ekki verið hnekkt og verður hún því lögð til grundvallar um framangreint. Þá kemur skýrt fram í þeim upplýsingum sem eiginmaður stefnanda og framk væmdastjóri Dráttarbíla vélaleigu ehf. fékk sendar um viðkomandi parket frá framkvæmdastjóra EBSON ehf. með framlögðu tölvubréfi, dagsettu 2. júlí 2018, að búast mætti við rifum og sprungum í parketinu eftir niðurlögn þess og að það væri hluti af náttúrule gum eiginleikum umrædds efnis. Dráttarbílar vélaleiga ehf. bjó því óvírætt yfir þeim upplýsingum þegar fyrirtækið gekk til samninga við stefnda um kaup á umræddu parketi og mátti þar af leiðandi vænta þess að einhverjar slíkar breytingar yrðu á því eftir n iðurlögn. Er því að mati dómsins ósannað að umrætt parket hafi verið haldið galla samkvæmt 3. mgr. 17. gr. laga nr. 50/2000 þar sem það hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur um gæði og aðra eiginleika sem leiði af samningi í skilningi 1. mgr. sömu grein ar. 18 Málsaðila greinir á um það hvað fór eiginmanni stefnanda og framkvæmdastjóra Dráttarbíla vélaleigu ehf. annars vegar og Heiðari Jóhannssyni, innkaupastjóra stefnda, hins vegar á milli í aðdraganda kaupanna. Í vitnisburði eiginmanns stefnanda fyrir dómi kom fram að í samskiptum þeirra Heiðars hefði komið skýrt fram að ráðgert væri að leggja umrætt parket á gólf með hitalögnum. Í vitnisburði umrædds Heiðars fyrir dómi kom hins vegar fram að hann minntist þess ekki að hafa verið upplýstur um það eða að nok kur samskipti um það hvar ráðgert væri að leggja umrætt parket hefðu átt sér stað þeirra á milli. Um þetta stendur því orð gegn orði. Að virtum þeim atvikum máls sem ágreiningslaus eru, framlögðum gögnum og því sem fram kom við skýrslutökur fyrir dómi að ö ðru leyti verður að mati dómsins að leggja til grundvallar að eiginmaður stefnanda hafi verið búinn að taka ákvörðun um kaup á umræddu parketi áður en hann leitaði til stefnda í því skyni og því í reynd engin ráðgjöf farið fram af hálfu stefnda þar að lúta ndi. Í því sambandi er meðal annars til þess að líta að ágreiningslaust er að eiginmaður stefnanda leitaði beint til áðurgreinds Heiðars, sem er innkaupastjóri stefnda en ekki sölumaður, og óskaði eftir verðtilboði í umrætt parket, sem og þess að í framlög ðu tölvubréfi frá framkvæmdastjóra EBSON ehf., dagsettu 3. júlí 2019, til forstjóra stefnda er beinlínis óskað eftir því að stefndi geri Dráttarbílum vélaleigu ehf. tilboð í þetta tiltekna parket. Eiginmaður stefnanda og framkvæmdastjóri Dráttarbíla vélale igu ehf. reiddi sig því í reynd á ráðgjöf annarra en stefnda við kaup á umræddu parketi. Að því gættu er að mati dómsins ekki hægt að leggja til grundvallar, gegn mótmælum stefnda, að eiginmaður stefnanda hafi upplýst fyrrgreindan Heiðar um að ráðgert væri að leggja umrætt parket á gólf með hitalöngum eða veitt stefnda þær upplýsingar á annan hátt. Þá verður ekki á það fallist með stefnanda að stefndi hafi mátt vita að ráðgert væri að leggja umrætt parket á gólf með hitalögnum þar sem meirihluti nýbygginga hér á landi sé þannig búinn enda liggur ekkert fyrir um það í málinu að svo sé. Er því að mati dómsins ósannað að umrætt parket hafi verið haldið galla samkvæmt 3. mgr. 17. gr. laga nr. 50/2000 þar sem það hafi ekki hentað í ákveðnum tilgangi sem seljandin n hafi vitað eða mátt vita um þegar kaup hafi verið gerð í skilningi b - liðar 2. mgr. 17. gr. auk þess sem eiginmaður stefnanda og framkvæmdastjóri Dráttarbíla vélaleigu ehf. byggði samkvæmt framansögðu hvorki á sérþekkingu stefnda né mati hans í skilningi sama stafliðar heldur reiddi sig á ráðgjöf annarra í því sambandi. Loks liggur ekkert fyrir um það í málinu að umrætt parket hafi ekki svarað til þeirra upplýsinga sem stefndi hafi við markaðssetningu þess eða á annan hátt gefið um 19 það, eiginleika þess eða notkun sem ætla megi að hafi haft áhrif á kaupin. Er því að mati dómsins einnig ósannað að það hafi verið haldið galla í skilningi 1. mgr. 18. gr. laga nr. 50/2000. Að öllu framansögðu virtu er því að mati dómsins ósannað að umrætt parket hafi verið hal dið galla í skilningi 17. gr. eða 1. mgr. 18. gr. laga nr. 50/2000. Koma fjárkröfur stefnanda þegar af þeirri ástæðu ekki til frekari skoðunar. Samkvæmt framangreindu verður stefndi sýknaður af kröfu m stefnanda . Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir að virtu eðli og umfangi máls og með hliðsjón af úrlausn þess ágreiningsefnis sem leitt var til lykta undir rekstri þess hæfileg a ákveðinn 750.000 krónur. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Maríu Thejll héraðsdómara og Ásmundi Ingvarssyni verkfræðingi . Fyrir uppkvaðningu hans var fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 gætt. Dómso r ð: Stefndi, Birgisson ehf., er sýknaður af kröfu stefnanda, Valdísar Erlu Harrysdóttur. Stefnandi greiði stefnda 750.000 krónur í málskostnað. Hulda Árnadóttir María Thejll Ásmundur Ingvarsson