Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 2. desember 2021 mál nr. E - 289/2020 A (Auður Björg Jónsdóttir lögmaður) gegn X (Lilja Björg Ágústsdóttir lögmaður) I. Dómkrö f ur og rekstur málsins Mál þetta var höfðað 27. október 2020 af A... , ... , ... , á hendur X... , ... , ... . Stefnandi krefst þess að eftirfarandi ummæli verði dæmd dauð og ómerk: 1. Athugasemdir við færslu B... ... 2020 á Facebook - síðunni ... : 1.1. mann sem vitað er að hefur níðst á 2 börnum. Eins ógeðslegt brot og nokkur einstaklingur getur framið. 1.2. Þú gleymdir því samt að ég kallaði hann líka nauðgara sem hann vissulega er 1.3. má semsagt (sic) fordæma og aflífa fólk fyrir það að kalla einhvern ... en má ekki tala um það þegar ofbeldismaður nauðgar konum og áreitir börn kynferðislega 2. Ummæli í færslu sem stefndi setti á eigin Facebook - síðu ... 2020: 2.1. einstaklingi sem átti að vernda hana 2 2.2. Við h öfum gert allt til þess að þessi fjölskylda geti lifað sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir áreitni og hótanir í þeirra garð 2.3. Hvernig hafið þið tekið þessari hugrökku konu sem flúði ofbeldismann sem hafði gert allt það ljótasta sem þið getið hugsað ykkur 2.4. Hann hefur að baki sér öfl sem hafa haft óeðlileg, ósiðleg og ólögleg áhrif á mál fjölskyldunnar 2.5. Stoppum kúgara 2.6. Þegar tvær tilkynningar hafa komið inn vegna áreitni við börn og til rannsóknar er ofbeldi gegn börnum og nauðganir þá er ekki allt í la gi 3. Ummæli sem stefndi skrifar ... sem athugasemdir við færslu frá ... : 3.1. Þú veist að það er ekki bara eitt barn sem hann hefur misnotað. Dóttir hans þarf sem betur fer aldrei að hitta hann aftur þennan viðbjóð 3.2. ég veit bara um sálfræðiskýrsluna sem se gir engan vafa liggja á því að hann 3.3. Drengurinn sem er með kæru á hendur vini þínum fyrir ítrekað ofbeldi. Það 3.4. Þú lepur allt upp úr þessum blessuðum siðblyndingja (sic) vini þínum. Ofbeldismanni, nauðgara og barnaperra. Gögnin tala sínu máli Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum 1.500.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. málsl. 4. gr. la ganna, frá ... 2020 til þess dags er málið var höfðað, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 4. mgr. 5. gr. laganna. Í upphafi aðalmeðferðar málsins greindi lögmaður stefnanda frá því að fallið væri frá kröfum um að stefnda yrði gert að greiða honum hæfilega fjárhæð til að standa undir kostnaði af birtingu dóms, og öðrum kröfu m tengdum því, sbr. nánar upphaflega kröfugerð stefnanda. Loks krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. St efndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara að miskabætur til stefnanda verði lækkaðar til muna auk þess sem hann krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. Dómari tók við málinu þegar hann var skipaður dómstjóri við dóminn frá og með 1. september 2021. Aðalmeðferð málsins fór fram 4. nóvember sl. Við aðalmeðferð gáfu skýrslu vitnin D... og E... . Framburðar þeirra verður getið í niðurstöðu dómsins eins og þurfa þykir. II. Málsatvik 3 Stefnandi var giftur F... , en hún og stefndi eru ... börn og búa nú hlið við hlið. Í kjölfar skilnaðar stefnanda og F... í lok ... 2020 heldur stefnandi því fram að bæði F... og stefndi hafi borið hann ýmsum röngum sökum í formi þeirra yfirlýsinga sem krafist er ómerkingar á og stefndi birti á síðu sinni á s amskiptamiðlinum Facebook í ... og ... 2020. Hafi stefndi tekið afstöðu með F... í skilnaði aðila og gengið hart fram fyrir hennar hönd. Stefndi heldur því fram að hann hafi stutt frænku sína í gegnum erfiðan tíma, þar sem hún hafi flutt út af heimili sem hún átti með stefnanda, m.a. að sögn stefnda vegna heimilisofbeldis sem F... segi stefnanda hafa beitt sig. Stefndi hafi rætt mikið við F... og sé í fullum rétti til að mynda sér skoðun og lýs a sínum eigin upplifunum, líðan og huglægri afstöðu til mála. Stefnandi greinir frá því að í færslum á eigin Facebook - síðu og athugasemdum við þær sem og í athugasemdum við færslu á opnu Facebook - síðunni ... hafi stefndi birt fjölda ærumeiðinga og aðdrót tana í garð stefnanda. Stefnandi sendi stefnda bréf sem dagsett er 5. október 2020, þar sem stefnda var boðið að ljúka málinu án aðkomu dómstóla með því að eyða út nefndum færslum og birta afsökunarbeiðni á sömu síðum. Varð stefndi ekki við því. Fyrir li ggur þó að umræddar færslur voru tilkynntar eins og það kallast á umræddum samskiptamiðli og þær teknar út af honum. III. Málsástæður og helstu lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á því að stefndi beri ábyrgð á hinum umstefndu ummælum í dómkröfum á XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 235., 236. og 241. gr. laganna. Stefnandi telur ljóst að ummæli stefnda séu hvorki refsi - né bótalaus á þeim grundvelli að stefndi nefni stefnanda ekki með nafni enda öllum Facebook - vin um stefnda og meðlimum á Facebook - síðunni ... ljóst um hvern hann hafi verið að tala, sbr. fjölmargar athugasemdir þriðju aðila þar um við færslur stefnda. Aðilar séu báðir búsettir í ... , sem sé lítið bæjarfélag þar sem allir þekki alla og öllum sé þannig fullkomlega ljóst um hvern stefndi sé að tala. Með hinum umstefndu ummælum, sem stefndi hafi viðhaft, birt og dreift á Facebook - svæði sínu og Facebook - síðunni ... , sé stefnanda gefin að sök margs konar refsiverð og siðferðisleg a ámælisverð háttsemi sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Horfa beri á hin umstefndu ummæli í samhengi sem og í samhengi við aðrar færslur stefnda og háttsemi hans og framgöngu í skilnaði stefnanda við eiginkonu sína. Þá verði að horfa á umm ælin með hliðsjón af því að þar búi að baki ásetningur stefnda um að meiða æru stefnanda með þessum hætti. 4 Þann ... 2020 hafi stefndi sett færslu á Facebook þar sem hann hafi sagt að heimilisofbeldi þrífist í skjóli meðvirkni og í framhaldinu færslu þar sem hann hafi verslar þú við barnaperran (sic) í þínum bæ #meðvirkni færsluna riti G... að stefndi sé þarna kominn á hálan ís og ekki megi setja þetta fram án þess að sekt viðkomandi hafi verið sönnuð. Stefndi hafi svarað því til að enginn hafi verið nafngreindur og því væri ísinn ekki háll. D... svari að hún hafi grun um að alla gruni um hvern hann sé að tala. Stefndi hafi þá svarað því til að grunurinn hljóti þá að hafa verið til staðar, en honum væri heimilt að skrifa á loka ðan Facebook - aðgang sinn það sem hann vilji. Stefnandi telur ljóst að þarna sé stefndi að vísa til hans og kalla hann barnaperra. Þá verði að skoða eftirgreind ummæli með hliðsjón af þessari færslu og athugasemdum. ------- Vegna ummæla sem merkt eru í kröfugerð nr. 1.1 1.3 bendir stefnandi á að B... hafi deilt, ... 2020, á Facebook - síðunni ... frétt af ... þar sem fjallað hafi verið um háttsemi tiltekins leikmanns ... og viðurlög sem hann hafi verið beittur vegna hennar. Stefndi skrifi fyrstu athug asemd undir færsluna og telji of langt gengið að aflífa viðkomandi leikmann opinberlega. D... hafi þá minnt stefnda á að hann hafi sjálfur sakað mann um að vera barnaníðingur sem sé meira mannorðsmorð en þetta. Stefndi svari á þann veg að þar hafi hann ver mann sem vitað er að hefur níðst á 2 börnum. Eins ógeðslegt brot og nokkur einstaklingur getur framið. (...) Þú gleymdir því samt að ég kallaði hann líka nauðgara sem hann vissulega er má semsa gt (sic) fordæma og aflífa fólk fyrir það að kalla einhvern apa en má ekki tala um það þegar ofbeldismaður nauðgar konum og áreitir börn kynferðislega mann sem vitað er að hefur níðst á 2 börnum. Eins ógeðsle gt brot og nokkur einstaklingur getur framið fullyrði stefndi að stefnandi hafi níðst á tveimur börnum á eins ógeðslegan hátt og hægt sé. Með því hafi stefndi gerst sekur um ærumeiðingu með grófri aðdróttun um refsivert brot samkvæmt ákvæðum barnaverndar laga og almennra hegningarlaga. Þú gleymdir því samt að ég kallaði hann líka nauðgara sem hann vissulega er en refsing við slíku broti sé að lágmarki eitt ár og allt að 16 árum. Um refsiverða aðdróttun sé að ræða. má semsagt (sic) fordæma og aflífa fólk fyrir það að kalla einhvern ... en má ekki tala um það þegar ofbeldismaður nauðgar konum og áreitir börn kynferðislega 5 ofbeldismaður sem nauðgi konum og áreiti börn kynferðislega. Um grófar og refsiverðar aðdróttanir sé að ræða, sbr. framanritað. ------- Um annan hluta ummæla vísar stefnandi til færslu á Facebook - síðu stefnda ... 2020 þar sem hann segi m.a. að hann hafi ættleitt fjölskyldu. Liður 2.1 feli í sér refsiverða aðdróttun um að stefnandi hafi gerst sekur um viðbjóðslega mis notkun á fjölskyldu sinni sem eigi sér enga stoð. Ummæli merkt nr. 2.2 í kröfugerð, um að stefnandi hafi áreitt fjölskyldu sína og hótað, séu refsiverð aðdróttun. Með ummælum nr. 2.3 saki stefndi stefnanda enn og aftur um að vera ofbeldismaður sem hafi g ert allt það ljótasta sem fólk geti ímyndað sér. Líkt og fyrr sé ekkert til í ummælum stefnda sem séu sett fram í þeim tilgangi einum að meiða æru stefnanda. Ummæli 2.4 eigi sér enga stoð, en þar fullyrði stefndi að stefnandi hafi haft ósiðleg og óeðlileg áhrif á mál fjölskyldunnar en ummælin séu sett fram í þeim tilgangi einum að reyna að sverta æru stefnanda og reyna að fá almenning til að trúa því að hann hafi framið lögbrot og komist upp með þau vegna meintra tengsla sinna. Stoppum kú gara stefnanda sem hafi aldrei kúgað nokkurn mann. Undir færsluna skrifi móðir F... , I... : er eitt af því sem engin á að þurfa að upplifa (hjarta) ... Takk fyrir fjölskylda vinir að H... skrifi athugasemd þess efnis að vonir hljóti að standa til þess að sannleikurinn komi í ljós. Stefndi svari því til að sannleikurinn sé vel kominn í ljós. E... spyrji þá hvort n okkuð hafi verið sannað annað en að börnin hafi verið beitt því ofbeldi að fá ekki að hitta pabba sinn. Móðir F... svari að fallinn sé dómur og engin launung á því. Stefndi svari að honum þyki miður að E... og fjölskylda skuli taka afstöðu með ofbeldismann Þegar tvær tilkynningar hafa komið inn vegna áreitni við börn og til rannsóknar er ofbeldi gegn börnum og nauðganir þá er ekki allt í lagi E... svari að stefndi setji fram grófar ásakanir. St efndi svari að hann hafi engar ásakanir komið með heldur einungis sagt sannleikann. Með ummælum sínum, sem stefndi neiti að draga til baka og fullyrði að sé sannleikur, sé því dróttað að stefnanda að komið hafi inn tvær tilkynningar um áreitni hans við bö rn og til rannsóknar sé ofbeldi gegn börnum og nauðganir. Séu þessi ummæli sett fram gegn betri vitund og án nokkurrar sönnunar. Stefnandi hafi aldrei gerst sekur um að áreita börn. Dóttir hans hafi sótt viðtöl hjá Barnahúsi þar sem niðurstaðan hafi þvert á móti verið sú að ekkert hefði komið fram um að stefnandi hefði áreitt hana kynferðislega. Hafi sú niðurstaða legið fyrir löngu áður en stefndi hafi ritað umstefnd 6 ummæli á Facebook. Sama gildi um kæru stjúpsonar stefnanda um meint ofbeldi en lögregla haf i fellt niður rannsókn málsins áður en ummælin hafi verið sett fram. Þá hafi stefnandi ekki gerst sekur um nauðgun og augljóst að kæra fyrrverandi eiginkonu hans þar um verði felld niður. Telur stefnandi augljóst að um refsiverðar aðdróttanir sé hér að ræð a. Í athugasemd við færsluna bendi J... stefnda á að þessi umræða eigi ekki að fara fram á opinberum vettvangi líkt og Facebook - síðu hans. Það viti allir um hvern hann sé að skrifa. Stefndi svari að hann sé ósammála því þar sem ekki eigi að vernda ofbel dismenn. Enn á ný drótti stefndi þannig að stefnanda að hann sé ofbeldismaður og sýni enga iðrun eða eftirsjá. ------- Þann ... séu aftur skrifaðar athugasemdir við færsluna frá ... . Þar segi H... að fallinn sé dómur í máli aðila og móðirin þurfi að gre iða dagsektir þar til hún leyfi börnunum að hitta föður sinn. Stefndi segi að það sé rangt. Fallinn sé dómur í forsjármálinu og einn liður þess verið kærður til Landsréttar og áfrýjunarfrestur sé ekki liðinn. Þá sé það dómari sem ákveði fjárhæð dagsekta en ekki stefnandi sjálfur. H... segi að honum þyki það brot gegn börnunum að banna þeim að hitta stefnanda, föðurömmu sína og - afa. Þú veist að það er ekki bara eitt barn sem hann hefur misnotað. Dóttir hans þarf sem betur fer aldrei að hi tta hann aftur þennan viðbjóð setningar séu rangar og ósannar. Stefnandi hafi ekki misnotað barn eða börn, sem sé augljóslega refsivert. Þá liggi ekkert fyrir um að dóttir hans þurfi aldrei að hitta hann aftur. Sé það aðeins sett fram til að reyna að meiða æru stefnanda. ég veit bara um sálfræðiskýrsluna sem segir engan vafa liggja á því að hann hafi misnotað dóttur sína sé sálfræðiskýrsla þar sem fram komi að stefnandi hafi misno tað dóttur sína. Um grófa og refsiverða aðdróttun sé að ræða eins og þær sem að framan greini. Drengurinn sem er með kæru á hendur vini þínum fyrir ítrekað ofbeldi. Það ofbeldi andlegt og líkamlegt er vel skráð af læknum g refsiverða aðdróttun. Kæra vegna drengsins hafi verið felld niður af lögreglu eftir að málið hafi verið rannsakað enda ekkert til í kærunni. Stefnandi hafi ekki beitt drenginn andlegu og líkamlegu ofbeldi og þannig sé af og frá að slíkt hafi verið vel sk ráð af læknum. Aðdróttun þessi sé sett fram gegn betri vitund enda hreinn skáldskapur að til séu skýrslur lækna hér um. Þú lepur allt upp úr þessum blessuðum siðblyndingja (sic) vini þínum. Ofbeldismanni, nauðgara og barnaperra. Gögnin tala sínu máli ofbeldismaður, nauðgari og barnaperri sem allt séu refsiverð ummæli. Þá reyni stefndi 7 að auka á trúverðugleika aðdróttana sinna með því að vísa til gagna sem tali sínu máli, þ.e. styðji það sem hann segi. Aðdróttanirnar séu aftur á móti allar rangar og ósannar. ------- Ljóst sé af framanrituðu að hin umstefndu ummæli feli í sér ásökun um refsiverða, ólögmæta og siðferðislega ámælisverða háttsemi s em ósönnuð sé með öllu. Þá varði ummælin viðkvæma einkahagi stefnanda og barna hans sem eigi ekkert erindi á opinberan vettvang. Þau séu sett fram gegn betri vitund þar sem ranglega sé fullyrt um það sem fram eigi að koma í skýrslum sálfræðinga og lækna au k þess sem kæra um meint andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn stjúpsyni stefnanda hafi verið felld niður hjá lögreglu fyrir löngu og niðurstaða Barnahúss um að ekkert hefði komið fram sem styddi að dóttir hans hafi orðið fyrir kynferðisbroti hefði legið fyrir löngu áður en stefndi hafi viðhaft ummælin. Þá komi fram í landsréttardómi sem vísað sé til af hálfu stefnda að ekkert styðji það að börnunum stafi hætta af umgengni við stefnanda. Stefnandi sé með hreina sakaskrá og hafi aldrei beitt neinn ofbeldi, áreit t neinn kynferðislega eða misnotað börn eða nauðgað. Ummælin séu þannig með öllu ósönnuð enda ósönn. Öll ummæli stefnda séu ærumeiðandi aðdróttanir og feli í sér brot gegn 235. gr. og 1. og 2. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ómerkja þau með vísan til 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Hin umstefndu ummæli séu ósönn, óviðurkvæmileg og smekklaus og til þess fallin að sverta stefnanda. Hagsmunir stefnanda af því að fá ummælin dæmd dauð og ómerk séu því miklir. Stefnandi byggir misk abótakröfu sína á því að stefndi hafi með alvarlegum hætti vegið að æru hans með ummælunum. Með því hafi stefndi framið ólögmæta meingerð gagnvart stefnanda sem hann beri skaðabótaábyrgð á. Ljóst sé að virðing stefnanda hafi beðið hnekki, sem og æra hans o g persóna. Réttur stefnanda til æruverndar og friðhelgi einkalífs njóti verndar 71. gr. stjórnarskrár, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ummæli stefnda hafi valdið stefnanda hugarangri enda séu þau til þe ss fallin og sett fram í þeim tilgangi að lítillækka stefnanda í augum annarra. Hafi þau haft áhrif á svefn stefnanda sem og félagslega líðan hans. Miskabótakrafan sé byggð á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 enda sé um að ræða skýr og ótvíræð brot á rét tarreglum, sem ætlað sé að vernda æru stefnanda, sbr. 235. gr. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Birting og dreifing ærumeiðandi ummæla sé sjálfstætt brot samkvæmt 2. mgr. 236. gr. laga nr. 19/1940. Stefnandi eigi því rétt á háum mis kabótum úr hendi stefnda. Við mat á fjárhæð miskabóta beri að líta til þess að það sé af ásetningi sem stefndi hafi meitt æru stefnanda. Stefnandi telur að miskabótakröfu hans sé með vísan til alvarleika brota stefnda í hóf stillt. 8 Hvað varði tjáningarfr elsi stefnda vísar stefnandi til 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og byggir á því að það falli utan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis þegar brotið sé gegn réttindum eða mannorði annarra manna. Af öllu framanrituðu sé ljóst að réttur stefna nda til æruverndar gangi framar tjáningarfrelsi stefnda eins og hér hátti til og því beri að taka dómkröfur stefnanda til greina. Stefnandi gerir kröfu um að stefndi greiði honum vexti samkvæmt 1. málsl. 4. gr. laga nr. 28/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 29. september 2020, er síðustu ummælin voru rituð, og vísar þar um til 8. gr. laganna. Þá krefst hann dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi er málið var höfðað til greiðsludags á grundvelli 4. mgr. 5. gr. IV. Málsástæður og helstu lagarö k stefnda Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda en hann telur að skilyrði tilvitnaðra lagagreina, sem stefnandi byggi á, séu ekki uppfyllt í máli þessu. Áréttað sé að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði lagaákvæðanna séu uppfyllt, en sú s önnun hafi ekki tekist. Málsástæður stefnda til stuðnings sýknu af ómerkingarkröfu stefnanda eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er að hálfu stefnda á því byggt að stefnda hafi verið heimilt að setja fram tilvitnuð ummæli á þann hátt sem hann gerði á grundvelli tjáningarfrelsis síns. Stefndi njóti tjáningarfrelsis á grundvelli 1. málsl. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrár lý ðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Ef fallist sé á dómkröfur stefnanda í máli þessu feli það í sér of mikla takmörkun á tjáningarfrelsi stefnda. Í öðru lagi er á því byggt að tilvitnuð ummæli feli ekki í sér refsiverða og ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. - 236. gr. almennra hegningarlaga. Stefndi telur þau ummæli sem hann lét falla ekki vera ærumeiðandi fyrir stefnanda. ummælin. Ummælin hafi komið fram, annars vegar í færslu á lokaðri Facebook - síðu stefnda sem aðeins fáir aðilar hafi aðgang að og færslan hafi aðeins lifað í nokkra daga þar sem hún hafi verið tilkynnt og því tekin út. Hins vegar hafi ummælin komið fram sem svar á þræði á Facebook - ... Stefndi vekur athygli á því að engar upplýsingar liggi fyrir um það í hve mikla dreifingu ummælin hafi farið og að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því a ð ummælin 9 Við mat á því hvort framangreind skilyrði séu uppfyllt beri að líta til fjölmargra þátta. Meðal annars til þess í hvaða samhengi ummælin voru sett fram, hvort ummælin f eli í sér staðhæfingu um staðreynd eða hvort líta megi á þau sem gildisdóm eða fúkyrði. Líta verði til alvarleika ummæla, hvort þau hafi verið persónugreinanleg, í hvaða samhengi orðin séu sett fram, og hver hafi átt frumkvæði að umræðunni og útbreiðslu um mælanna. Að mati stefnda styðja flest þessi sjónarmið við sýknukröfu hans í málinu. Stefndi byggir á því að flest þau ummæli sem krafist sé ómerkingar á í málinu séu því marki brennd að vera lýsing stefnda á sinni eigin upplifun, sinni líðan og sínum skoð unum. Þau lýsi því huglægri afstöðu stefnda þessa máls til ofbeldismanna almennt, til stefnanda, til skilnaðar stefnanda og F... og afstöðu stefnda til þeirra forsjár - , lögreglu - og barnaverndarmála sem verið hafi í gangi varðandi stefnanda, F... og börn þeirra. Sé því ýmist um almennar skoðanir að ræða eða gildisdóma, en ekki staðhæfingar um staðreyndir. Vísað sé til þess að það hafi verið túlkað afar rúmt í dómaframkvæmd hvað teljist til gildisdóma. Því sé sérstaklega mótmælt að ummælin hafi ek ki átt sér neina stoð í raunveruleikanum eða að þau hafi verið sett fram gegn betri vitund stefnda í þeim eina tilgangi að meiða æru stefnanda. Stefndi hafi hvorki haft ásetning til þess að meiða æru stefnanda, né til þess að bera út ósannindi um hann. Fyr rverandi eiginkona stefnanda hafi tjáð sig við stefnda um upplifun sína af framkomu stefnanda í sinn garð og barna sinna. Frá henni hafi hann haft þær upplýsingar sem hann hafi reist skoðanir og gildisdóma sína á. Stefndi hafi engar forsendur haft til þe ss að ætla að frásagnir hennar væru ósannar heldur hafi hann þvert á móti trúað þeim. Í því samhengi vísi stefndi einnig til þess að á þeim tíma er ummælin hafi verið sett fram hafi stefndi ekki vitað betur en að það hafi verið opin mál hjá barnavernd, þ ar sem til rannsóknar væru meint brot stefnanda gegn barni, og einnig hafi á þessum tíma verið í gangi lögreglurannsókn á meintu ofbeldi stefnanda í garð fyrrverandi eiginkonu sinnar og sonar hennar. Það fari því fjarri að ummælin hafi verið úr lausu lofti gripin eða að þau hafi ekki átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Þá skipti miklu máli við mat á því hvort ummælin feli í sér ærumeiðandi aðdróttun eða hvort þau rúmist innan tjáningarfrelsis stefnda að stefndi nafngreini aldrei stefnanda í ummælunum. U mmælin séu mörg því marki brennd að vera almenns eðlis. Þau sem skírskoti til tilgreinds máls eða tiltekinna aðila feli ekki í sér nafngreiningu. Út frá ummælum stefnda einum og sér hafi því alls ekki verið ljóst að ummælin vörðuðu stefnanda og þar af leið andi útilokað að þau hafi getað meitt æru hans. Á það sé bent að eingöngu örfáir aðilar sem þekkt hafi til stefnanda og mála hans hafi dregið þá ályktun að þau hafi varðað hann beint. Það sé alls ósannað að nokkur annar aðili hafi dregið þá ályktun að ummæ li stefnda hafi fjallað um stefnanda enda hafi engin gögn verið lögð fram til staðfestingar á því. 10 að öllum facebookvinum stefnda og meðlimum á facebooksíðunni ... sé ljóst um hver er að tala lt sem rangri og ósannaðri. Einnig sé því mótmælt að smæð bæjarfélagsins leiði til þess að margir viti um hvern stefndi hafi verið að tala. Einnig er eftirfarandi staðhæfingu að ljóst sé af tilvísunum stefnda í meint gögn er varða eigi stefnanda og fyrrum eiginkonu hans, að ummælunum öllum er augljóslega beint að honum Í athugasemdum stefnda sé um að ræða almenna skírskotun til umræddra gagna. Stefndi vísi ekki með beinum hætti í nein tiltekin gögn, neina nafngreinda málsaðila né leggi hann gögni n fram máli sínu til stuðnings. Stefndi fullyrðir einungis að til staðar séu tiltekin gögn, sem styðji við tiltekin ummæli, og sé það í einhverjum tilfellum rétt. Þá virðist í stefnu málsins á því byggt að ummælin séu persónugreinanleg ef skoðaðar séu um ræðurnar í heild og þ. á m. ummæli annarra aðila við færslurnar. Stefndi telur að ef færslurnar séu skoðaðar í heild sé ljóst að ef ummælin teljist í einhverjum tilfellum persónugreinanleg þá sé það fyrst og fremst vegna athugasemda annarra, sem þekki til stefnanda og málanna, sem ummælin verði persónugreinanleg. Stefndi telur að það séu í raun þessir aðilar sem gangi lengra á þeirri leið að draga fram að um stefnanda gæti verið að ræða. Engu að síður sé ekki krafist ómerkingar á þeim ummælum. Þessari nálgu n sé sérstaklega mótmælt enda beri stefndi ekki ábyrgð á athugasemdum þriðju aðila við færslurnar. Áréttað sé að ummæli stefnda ein og sér séu ekki persónugreinanleg og gefi ekki tilefni til þess að ætla að þau fjalli um stefnanda. Einnig beri að líta ti l þess að í sumum tilfellum sé það ekki stefndi sem eigi upphafið að samræðunum. Loks telur stefndi óljóst hvað stefnandi telji vera ærumeiðandi í sumum ummælunum og hafnar því að öll ummælin séu um stefnanda, enda sum ummælin almenns eðlis. Að öllu frama ngreindu virtu telur stefndi ljóst að ummæli sín séu ekki ærumeiðandi fyrir stefnanda. ------- Stefndi fjallar nánar um einstök ummæli stefnda. Um ummæli merkt 1.1 - 1.3 bendir stefndi á að téð ummæli séu athugasemdir stefnda við færslu B... frá ... 20 20 á Facebook - ... afmarkaður hópur sem fylgist með umræðum inni á téðri Facebook - síðu. Hvað þessi ummæli varðar vísar stefndi til þess að upphafsfærslan þar fjalli um annað mál. Umræða um kyn ferðisafbrot á þessum vettvangi hafi ekki hafist að frumkvæði stefnda heldur hafi það verið kona að nafni D... sem hafi hafið umræðuna á þessum vettvangi með því að ásaka stefnda um að hafa sakað mann um að vera barnaníðingur. Stefndi hafi því einungis ver ið að bregðast við og svara athugasemdum D... . Ef svo 11 ólíklega vildi til að umræðan teldist ærumeiðandi fyrir stefnanda þessa máls væri það því D... , fremur en stefndi, sem væri ábyrg fyrir því. Ummæli stefnda í lið 1.1 - 1.2 feli í sér gildisdóm stefnda. Ummælin hafi haft að geyma lýsingu stefnda á hans eigin upplifun af því að hafa stutt við þolendur málsins. Frænka stefnda hafi upplýst stefnda um sína upplifun og hvað hafi gengið á í hennar lífi á þessum tíma og í því skyni hafi hún m.a. sagt stefnda frá þeim barnaverndar - og lögreglumálum sem voru í gangi gagnvart stefnanda. Gildisdómar stefnda hafi því ekki verið úr lausu lofi gripnir heldur reistir á þeim upplýsingum sem stefndi hafði á þessum tíma og á þeim upplýsingum sem hann taldi réttar. Stefndi hafi gætt þess að tjá sig aðeins með almennum hætti og nefnt hvorki stefnanda né fyrrverandi konu hans eða börn á nafn. Þannig hafi stefndi tryggt að ummæli sín væru ekki ærumeiðandi fyrir stefnanda. Sérstaklega sé vakin athygli á því að ummæli í lið 1. 3 séu almenns eðlis, þau feli í sér almenna skoðun stefnda eða öllu heldur gagnrýni á að viðurkennt sé að ræða tiltekin málefni en ekki önnur. Þar sé hvorki skírskotað til stefnanda né einstakra mála. Erfitt sé að sjá með hvaða hætti ummælin séu því til þe ss fallin að meiða æru stefnanda. Um ummæli merkt 2.1 2.4 vísar stefndi til þess að öll þessi ummæli hafi verið látin falla á lokuðum Facebook - aðgangi stefnda. Enn fremur hafi færslan aðeins verið aðgengileg í nokkra daga en færslan í heild sinni eyðst út eftir að hún hafi verið tilkynnt. Hafi því afar fáir einstaklingar séð ummælin. Stefndi telur því ljóst að Á því er byggt að ummælin feli í sér ýmist nokkurn sannleika, gildisdóma eða almenna umfjöllun. Í færslunni sé stefndi að fjalla ýmist almennt um ofbeldismál eða sína upplifun og líðan af málum er varði stefnanda, fyrrverandi konu hans og börn. Stefndi nafngreinir stefnanda aldrei í ummælunum, ummælin séu ekki persónugreinanleg og þau því ekki ærumeiðandi fyrir stefnanda. Ef komist verði að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið persónugreinanleg telur stefndi ljóst að það sé aðallega ef ummæli stefnda verða sett í samhengi við athugasemdir H... , E... og I... sem þeir sem vel þekki til geti áttað sig á um hvern sé verið að ræða. Ef talið verður að hægt sé að persónugreina stefnanda í þessari umræðu byggir stefndi á því að það sé vegna athugasemda þessara þriðju aðila sem stefnandi verði persónugreinanlegur. Um mæli stefnda ein og sér dugi ekki til þess að unnt sé að tengja þau við stefnanda. Ummæli í lið 2.5 lýsi almennri skoðun stefnda, þeim sé ekki beint að neinum einstaklingi og þau því ekki ærumeiðandi fyrir stefnanda á nokkurn hátt. Hvað ummælin í lið 2 .6 varði þá vísar stefndi til þess að þau hafi verið sett fram samkvæmt bestu vitund stefnda og séu að ákveðnu marki sönn. Hér vísar stefndi til 12 þess að sendar hafi verið inn tilkynningar til barnaverndar og kærur lagðar fram hjá lögreglu á sínum tíma. Bæð i fyrrverandi kona stefnanda og dóttir hennar haldi þessum ásökunum fram. Enn fremur hafi nýverið borist ný tilkynning vegna málsins til barnaverndar frá þriðja aðila. Þá hafi verið til rannsóknar á þeim tíma meint líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi ste fnanda gegn fyrrverandi konu sinni. Skorað sé á stefnanda að leggja fram öll gögn barnaverndar - og lögreglumálanna. Hvað ummæli í lið 3 varðar þá vísar stefndi til allra sömu málsástæðna og raktar séu varðandi lið 2. Þeim til viðbótar er vísað til þess a ð það hafi ekki verið stefndi sem átt hafi frumkvæði að því að umræðan hófst að nýju og jafnframt hafi það ekki verið stefndi sem dregið hafi fram að fyrra bragði að tiltekinn aðili ætti í hlut. Stefndi sé þarna eingöngu að bregðast við athugasemdum þriðja aðila. ------- Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfu um miskabætur á þeim grundvelli að skilyrði bótaábyrgðar skv. 26. gr. skaðabótalaga séu ekki uppfyllt. Til vara er krafist lækkunar á stefnukröfu. Í fyrsta lagi byggir stefndi á því að sú tjáning , sem honum er stefnt fyrir, hafi öll verið honum heimil, sbr. framangreint, og skilyrði bóta um saknæmi og ólögmæti ekki uppfyllt. Í öðru lagi byggir stefndi á því, fari svo ólíklega að tekið verði undir kröfu um ómerkingu einhverra þeirra ummæla sem ste fnt er fyrir, að sýkna beri hann af miskabótakröfunni vegna þess að miski stefnanda sé með öllu ósannaður og vanreifaður. Stefndi telur í þessu samhengi að skilyrði skaðabótaábyrgðar um tjón og orsakasamhengi séu ekki uppfyllt í málinu enda sé alls ekki sj álfgefið að miski hljótist af ærumeiðandi ummælum. Engin gögn hafi verið lögð fram sem bendi til miska stefnanda að nokkru marki. Einnig skorti rökstuðning þess efnis í stefnu. Sé krafan því vanreifuð að þessu marki og ómögulegt að taka hana til greina. Stefndi telur ljóst að enginn miski hafi hlotist af ummælunum vegna þess hve fáir aðilar sáu þau. Engin gögn hafi verið lögð fram um hugsanlega útbreiðslu ummælanna. Enn fremur telur stefndi þversögn fólgna í þeirri staðhæfingu að sú litla birting sem um mælin hafi fengið hafi valdið stefnanda nokkrum miska fyrst stefnandi, a.m.k. í upphaflegri kröfugerð, hafi sjálfur viljað birta dóm í þessu máli í heild sinni, og þ.a.l. öll ummælin, á opinberum vettvangi, þ.e. bæjarblaði ... . Ummælin geti varla hafa vald ið stefnanda miska ef hann vilji sjálfur gera ummælin opinber með þeim hætti. 13 Þá telur stefndi útilokað að ummæli hans hafi valdið stefnanda miska, þar sem ummælin hafi ekki verið persónugreinanleg. Hvorki stefnandi né aðilar tengdir honum, svo sem fyrrverandi kona hans eða börn, séu nafngreind í ummælunum. Loks byggir stefndi á þ ví til vara, að fari svo að tekið verði undir kröfu um miskabætur að einhverju leyti, að krafa stefnanda sé langt fram úr hófi og hvorki í samræmi við meintan miska stefnanda né dómaframkvæmd. ------- Varðandi sýknukröfu er vísað til XXV. kafla almennr a hegningarlaga nr. 19/1940, sérstaklega 235. gr., 236. gr. og 142 gr. Einnig er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og meginreglna skaðabótaréttar. Þá er vísað til 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasátt mála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Einnig er vísað til meginreglna einkamálaréttarfars, m.a. um sönnun og sönnunarbyrði. Krafa um málskostnað er studd við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr. V. Niðurstaða Framlögð gögn um birtin gu þeirra ummæla sem mál þetta hverfist um hefðu að ósekju mátt vera skýrari bæði um uppruna þeirra og dagsetningar, líkt og lögmaður stefnda benti á við aðalmeðferð málsins. Dómurinn telur þó að þetta komi ekki að sök þar sem stefndi kannast augljóslega v ið hvar og hvenær ummælin birtust og með hvaða hætti sbr. greinargerð hans til dómsins og málflutning. Verður því í þeim efnum, miðað við að það hafi verið eins og lýst er í stefnu málsins, þ.m.t. stefnukröfum. ------- Í málum sem þessu takast á mikilvæg stjórnarskrárvarin réttindi, annars vegar sú vernd sem friðhelgi einkalífs og þ.m.t. æru fólks er veitt í stjórnlögum andspænis hins vegar ríku tjáningarfrelsi. Meginmálsástæða stefnda fyrir sýknukröfu í málinu er að ummælin sem stefnt er fyrir hafi veri ð honum heimil á grundvelli frelsis sem hann njóti til að tjá og setja fram hugsanir sínar og skoðanir. Fræðimenn fjalla um helstu sjónarmið sem líta beri til við mat á því hvenær æruvernd takmarki tjáningarfrelsi ein s taklinga og birst hafa m.a. í dómum h ér á landi sem og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu en til þeirra dóma er mikið horft á þessu sviði. Litið er svo á að tjáningarfrelsi fái meira vægi og ríkari tjáning verði heimiluð, þótt hún sé til þess fallin almennt séð að skaða æru þess er um er fjall að, ef umfjöllunarefnið verður talið eiga ríkt erindi við og varða hagsmuni almennings. Einnig skiptir máli hversu þekkt persónan er sem um er fjallað og um hvað fjallað er, auk þess að litið er til þess hvernig upplýsinga er aflað og þær settar fram og bi rtingu þeirra háttað, þar með talin útbreiðsla. Þá verður horft til þess hversu alvarlegar 14 ásakanir eru hafðar uppi og þá t.a.m. litið til þess hvaða afleiðingar sú háttsemi getur almennt haft í för með sér fyrir þann er fyrir verður. Einnig er eftir atvik um horft til ferils og hegðunar viðkomandi áður en ummæli eru látin falla, auk þess sem það getur auðvitað skipt sköpum hvort ummæli séu sönn, í þeim sé nokkurt sannleikskorn eða þau með öllu úr lausu lofti gripin. Ýmis sjónarmið önnur koma til skoðunar vi ð mat á þessu og vægi einstakra þátta eðli máls misjafnt eftir atvikum máls. Auk þess kemur mjög til skoðunar hvort um sé að ræða svokallaða gildisdóma eða staðhæfingar um staðreyndir, en það mat hefur sýnst fá nokkuð aukið vægi seinni ár í dómaframkvæmd a .m.k., þar sem meiri vi g t hefur þá sannanlega verið lögð á tjáningarfrelsið en friðhelgi einkalífs. Stefndi hefur þannig byggt að hluta á því að ummæli hans hafi falið í sér gildisdóm hans fremur en staðhæfingu um staðreynd. Í dómaframkvæmd mannréttindad ómstólsins í málum af þessu tagi er gerður greinarmunur á þessu tvennu, sbr. framangreint, sem og í íslenskri dómaframkvæmd. Eins og rakið er, t.d. í dómi Landsréttar í máli nr. 680/2019, er ekki unnt að sanna gildisdóm þótt gera verði þá kröfu, misríka e ftir aðstæðum, að sýnt sé að hann eigi sér einhverja stoð í staðreyndum. Þegar um staðhæfingu um staðreynd er að ræða, sem unnt á að vera að sanna, gilda einnig misríkar sönnunarkröfur eftir atvikum og eðli máls. Í tilvikum þar sem erfitt er að koma við sö nnun er gjarnan litið til þess hvort viðkomandi hafi verið í góðri trú um réttmæti ummæla sinna er hann lét þau falla. Af dómaframkvæmd verður ráðið að við mat á því hvort um gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd sé að ræða verði að skoða heildarsamhengi og framsetningu hinna umdeildu ummæla. Í því sambandi geti bæði haft þýðingu, sbr. framangreint, hvort ummælin eru liður í mikilvægri þjóðfélagsumræðu en einnig hvort þau feli í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi. ------- Dómurinn telur að ummæli stef nda verði ekki með góðu móti felld undir framangreind sjónarmið þannig að leiða eigi til sýknu af stefnukröfum. Ummælin í heild sinni eru þess eðlis, og það samhengi sem þau eru sett fram í, að þau geta ekki talist hluti af almennri og mikilvægri umræðu um málefni almennings. Þar geta sum ummæla sem þannig geta talist slíkt framlag, sbr. nánar umfjöllun hér síðar, ekki upphafið önnur alvarlegri og beinske y ttari. Enginn á g reiningur verður gerður um að almenningur lítur alla jafna á hvers konar ofbeldi líkamlegt og andlegt alvarlegum augum. Samfélagið fordæmir slík brot og rík fordæming er á kynferðisbrotum hvort sem er gegn fullorðnum einstaklingum eða börnum. Það á vitasku ld einnig við um margvísleg önnur brot. Sú forsenda getur hins vegar ekki réttlætt það án afleiðinga að saka annan mann um að hafa gerst sekur um slík brot af litlu eða óljósu tilefni. Vandséð er að slíkt geti verið sérstakt framlag til almennrar umræðu eð a eigi brýnt erindi við almenning. Slíkt er þó háð mati hverju sinni. 15 Þá er ekki hægt að fallast á að stefndi hafi notið auka svigrúms í málinu með vísan til jafnvel hugsanlegs sannleiksgildis fyrir hluta þeirra ásakana sem hann bar á stefnda. Ekki er fa llist á að þar geti dugað það eitt að fyrir liggur að frænka stefnda, fyrrverandi eiginkona stefnanda, hefur borið stefnanda þungum sökum og stefndi telur sig einungis vera að lýsa því sem hann hafi heyrt frá henni, en stefndi trúi því að það sem hún hafi sagt honum um meint ofbeldi stefnanda sé sannleikanum samkvæmt. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að litið hefur verið svo á að þeim sem lýsir því að hafa sjálfur orðið fyrir ofbeldi eða einhverri meingerð af hálfu annars er játað meira svigrúm í tj áningu sinni en þeim sem ber annan einstakling sökum um ofbeldi gagnvart þriðja aðila líkt og hér um ræðir. Þrátt fyrir að samband stefnda við frænku sína sé afar náið miðað við gögn málsins og sérstaklega hafi hann stutt mjög eindregið við hana í deilum v ið stefnanda eftir skilnaðinn, og engar athugasemdir verði gerðar við að hann trúi henni staðfastlega í þessum efnum, veitir það honum að mati dómsins ekki óheftan rétt til að fullyrða á opinberum vettvangi að stefnandi hafi gerst sekur um mjög alvarleg og refsiverð brot. Ágreiningslaust er þannig að enginn dómur hefur fallið þar sem stefnandi hefur verið sakfelldur fyrir einhver slík brot sem hann er sakaður um af stefnda enda engin ákæra verið gefin út á hendur honum. Þá liggur fyrir að þau mál sem voru til rannsóknar hjá lögreglu vegna kæra fyrrverandi eiginkonu stefnanda á hendur honum höfðu verið látin niður falla áður en stefndi birti ummæli sín. Þá hafði skýrslutaka í Barnahúsi af dóttur stefnanda ekki rennt stoðum undir ásakanir á hendur stefnanda o g mál gegn honum látið niður falla. Enginn fótur er þá sjáanlegur í málinu fyrir þeirri staðhæfingu stefnda í ummælum merktum 3.2 þar sem hann kveðst vita að fram komi í a stefnukröfum. Þannig virðist sem þessi rökstuðningur stefnda í fyrri hluta ummæla sinna eigi sér ekki tryg ga stoð í þeim gögnum sem vísað er til, a.m.k. hefur ekki verið sýnt fram á það í málinu. Þeim málsástæðum stefnda um að sýkna beri hann af kröfum stefnanda í málinu af þeirri ástæðu að ummæli þau sem krafist er ómerkingar á hafi ekki náð slíkri útbreiðsl u að hafi getað verið fallin til að meiða æru stefnanda er hafnað. Þannig er óhjákvæmilegt að líta svo á að birting slíkra ummæla á samfélagsmiðli sé opinber birting og í raun verður engu slegið föstu um hversu víða ummælin fóru. Þrátt fyrir þessa málsástæ ðu hefur stefndi ekki lagt fram neinar upplýsingar um hversu margir höfðu aðgang að síðu þeirri sem hann kaus að birta þessi ummæli á. Þótt stefndi hafi ekki sjálfur haft frumkvæði að frekari útbreiðslu verður ekki betur séð en að hann hafi kannast við skr if sín eftir að þau bárust víðar og jafnframt staðfest ummæli sín. 16 Dómurinn fær ekki séð að einhvern mörk verði dregin í grunninn sérstaklega varðandi alvarleika ummæla sem þeirra sem hér er fjallað um út frá því hvort tiltekinn fjöldi manna hafi átt kost á því að lesa slík ummæli, þótt vissulega geti birtingarform og útbreiðsla haft áhrif t.a.m. á bótakröfur í slíkum málum. Ef ummælin sjálf eru þess eðlis að þau séu andlag ómerkingar getur þannig ekki skipt meginmáli hvort þau séu birt eða verið sannanleg a aðgengileg fimm, tíu eða hundrað manns. Í þessu máli liggur ekkert fyrir um hversu mikill fjöldi manna hefur lesið hin umstefndu ummæli og niðurstaða um ómerkingu ummæla, eins og krafist er, getur ekki ráðist af því að sá sem ummæli beinist að sanni hver su margir raunverulega sáu eða hafi átt kost á að sjá ummælin og ef slík sönnun takist ekki sé ekki grundvöllur til ómerkingar ummæla eins og byggt er á. Hér verður að telja nægja að ummælin hafi verið sett fram með þeim hætti að þau gátu verið aðgengileg fólki og jafnframt ekkert sem tryggði að þau næðu ekki frekari útbreiðslu líkt og raunin varð. Hitt er svo eftir því sem næst verður komist alkunna að upplýsingar sem rata inn á samfélagsmiðil þann sem hér um ræðir, og væntanlega aðra sambærilega, virðast eiga allt að því eilíft líf þar. Þá telur dómurinn það engu máli skipta þegar metið er hvort ummæli beri að ómerkja að þau hafi að einhverju leyti og með einhverjum hætti, og jafnvel af þriðja aðila, hugsanlega verið fjarlægð af þeim stað þar sem þau bir tust sannanlega upphaflega. Ummæli hafa fallið og þau birst og stefndi þvertekur fyrir að ástæða sé að biðjast velvirðingar eða afsökunar á þeim með nokkrum hætti. Einnig verður ekki séð að það dragi úr alvarleika ummæla eða ábyrgð þess sem þau viðhefur á þeim, að um hafi verið að ræða viðbrögð við ummælum annarra. Í máli þessu, sbr. ummæli samkvæmt kröfum nr. 1.1 - 1.3, sem ekki er gerður ágreiningur um að hafi birst á Facebook - ... en að upphaf þei rra samskipta sem þar áttu sér stað sé einmitt tilvísun konu sem skrifaði þar, til Facebook - síðu stefnda, vegna ummæla sem hann hafði látið falla þar. Verður ekki betur séð en að stefndi endurtaki sjálfur þar af því tilefni, ummæli sín sem hann hafði viðha ft á sinni síðu, án þess að það skipti hér sköpum. Þá verður málsástæðu stefnda um að sýkna beri í málinu þar sem hann hafi aldrei nefnt stefnanda á nafn einnig hafnað. Dómnum sýnist augljóst að þeir sem þekktu eitthvað til hafi mátt gera sér auðveldlega grein fyrir því við hvern væri átt. Kom þetta enda skýrt fram í framburði fyrir dómi þar sem vitni töldu engan vafa leika á að þetta hafi verið vitað í samfélaginu. Í þessum efnum verður ekki gerð krafa um að allir sem lesa þurfi strax að geta tengt umfjö llun við ákveðinn einstakling og heldur ekki að allir geti áttað sig á slíkri tengingu ef þeir kæra sig um og leita sérstaklega eftir henni. Upplýst er í málinu, m.a. við aðalmeðferð þess, að stefndi gengst fúslega við því að hin umstefnu ummæli hafi varða ð stefnanda málsins, en lesendur hefðu að hans mati ekki mátt átta sig á því. Þetta stenst ekki að mati dómsins enda blasir það við af viðbrögðum við ummælum stefnda að þeir sem brugðust við velktust ekki í vafa um við hvern væri átt, en í því sambandi ath ugast að ummælin voru ekki almenn heldur beindust að 17 langmestu leyti að tilteknum einum einstaklingi þótt ekki væri hann nafngreindur. Ummælin eru sett fram í litlu samfélagi og ágreiningslaust er að þau spretta upp í tengslum við skilnað stefnanda og fyrr verandi eiginkonu hans og tengjast þannig óbeint máli sem rekið hefur verið fyrir dómstólum milli þeirra, bæði um umgengnisrétt stefnanda við börn sín, sbr. úrskurð Landsréttar í máli nr. ... /2020, og nú dóm réttarins í máli nr. ... /2021 þar sem kveðið var á um að aðilar skyldu fara sameiginlega með forsjá barna sinna en lögheimili skipt. Dómur Landsréttar var kveðinn upp eftir dómtöku þessa máls en fjallað var um héraðsdóm í málinu við aðalmeðferð og upplýst þar að dóms Landsréttar væri að vænta. Dómurinn telur því vafalaust að líkur standi eindregið til þess að þeir sem lásu þau ummæli sem hér er deilt um og þeir sem höfðu aðgang að þeirri síðu þar sem þau voru birt, hafi mátt án mikillar fyrirhafnar sjá að ummælin vörðuðu stefnanda þessa máls, eins og ste fndi hefur sjálfur gengist við að var raunin. Þá verður ekki fallist á þá málsástæðu að sýkna beri stefnda á þeim grundvelli að hann hafi ekki haft þann ásetning að skaða æru stefnanda með framgöngu sinni. Ganga verður út frá því að stefnda hafi mátt ver a það ljóst að alvarlegustu ummælin sem hann viðhafði voru til þess fallin að vega að æru stefnanda og augljóst er að þau voru ekki fallin til þess að auka hans veg. Burtséð frá því hefur það ekki verið talið skilyrði fyrir ómerkingu ummæla eða greiðslu mi skabóta að ásetningur þurfi að standa til þess að skaða æru þess sem um ræðir og fyrir verður, heldur nægi í þeim efnum vitund um að ummæli eða önnur háttsemi geti verið meiðandi, eins og gengið verður út frá að hafi verið raunin í þessu máli. Samandregið er það því niðurstaða dómsins að með tilteknum ummælum sínum hafi stefndi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og brotið gegn friðhelgi stefnanda sem hann nýtur samkvæmt 71. grein hennar. Grunnstefið í þeim ummæ lum sem hér eru til umfjöllunar eru að mati dómsins vafalaust ásakanir um að stefnandi sé ofbeldismaður og hann hafi gerst sekur um mjög alvarleg ofbeldisbrot níðings, gegn börnum sínum og fyrrverandi maka. Dómurinn telur að í ummælum sem merkt eru í krö fugerð málsins, sbr. framangreint, nr. 1.1, 1.2, 1.3, 2.1, 3.1, 3.2, 3.3 og 3.4 felist, byggt á framangreindum sjónarmiðum og mati á ummælunum sjálfum m.t.t. annarra gagna málsins, ærumeiðandi aðdróttun eins og hún er skilgreind í 235. gr. almennra hegning arlaga. Þannig hefur verið litið svo á að ásökun um refsivert athæfi feli í sér aðdróttun. Ekki er þó skilyrði hér að um refsivert athæfi sé að ræða. Í máli þessu eru hins vegar hafðar uppi mjög beinske y ttar ásakanir um að stefnandi hafi gerst sekur um mjö g alvarlega refsiverða háttsemi, án þess að þau ummæli hafi sótt nægjanlega stoð í staðreyndir eða almenna og þekkta umræðu og sum þeirra beinlínis röng á þeim tíma er þau voru sett fram. Önnur ummæli sem ómerkt verða eru þeirrar gerðar að þau vísa til umf jöllunar annarra sem eiga að staðfesta eða gefa sterklega til kynna ákveðna háttsemi stefnanda en eiga sér 18 hins vegar ekki stoð. Í þeim ummælum sem dómurinn telur rétt að ómerkja er og ekki hægt að sjá að um neins konar gildisdóma sé að ræða heldur þvert á móti staðhæfingar um það sem stefndi metur augljóslega sem staðreyndir. Með vísan til þessarar niðurstöðu verða þessi ummæli dæmd dauð og ómerk í samræmi við kröfur stefnanda, sbr. heimild í 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, enda þau óviðurkvæmileg. Þótt hægur vandi sé í raun að tengja saman önnur umstefnd ummæli við framangreind ummæli sem verða ómerkt þykja ekki efni til að ómerkja þau með dómi þar sem þau ein og sér geta ekki talist falla undir ærumeiðandi aðdróttanir, heldur eru m eira almenns eðlis og teljast að hluta fremur til gildisdóma. Þau ummæli, þ.e. öll ummæli undir öðrum kafla kröfugerðar stefnanda, utan ummæla sem merkt eru nr. 2.1, eiga það sammerkt að mati dómsins að vera almennar vangaveltur stefnda og skoðanir hans s em hann birti á eigin síðu, sem eiga sér þó vissulega skírskotun í meinta hegðun stefnanda eins og stefndi sér hana. Ekki eru hins vegar efni til að ómerkja þau ummæli. ------- Að mati dómsins þykir stefnandi eiga rétt á miskabótum samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 úr hendi stefnda vegna hinna ærumeiðandi aðdróttana sem fólust í hinum ómerktu ummælum og fólu í sér ólögmæta meingerð gegn friði, æru og persónu stefnanda. Við ákvörðun bóta verður einkum horft til alvarleika ummælanna, sem augljóst er að hljóta að vera hverjum þeim er fyrir verður afar þungbær, og þess að ekki verður betur séð en að stefndi hafi látið sér í raun í léttu rúmi liggja hversu mikla útbreiðslu þau fengu. Með hliðsjón af dómaframkvæmd telur dómurinn þó ekki ef ni til að fallast á fjárhæð miskabótakröfu stefnanda heldur þykja bætur hæfilega ákveðnar 300.000 krónur ásamt vöxtum eins og krafist er og nánar greinir í dómsorði. Í samræmi við úrslit málsins verður stefndi, með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilegur, að teknu tilliti til málskostnaðaryfirlits og umfangs málsins, 800.000 krónur . Um tilhögun dómsorðs með hliðsjón af niðurstöðu málsins er m.a. horft til þess háttar sem Hæstiréttur hafði á í máli nr. 329/2010, frá 10. mars 2011, um tilgreiningu þeirra ummæla sem ómerkt eru, auk þess að ekki verður talið nauðsynlegt að kveða sérst aklega á um sýknu af kröfum vegna ummæla sem ekki er fallist á að verði ómerkt, sbr. þann dóm en einnig t.d. dóm Landsréttar í máli nr. 680/2019 sem kveðinn var upp 19. mars 2021. 19 Auður Björg Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður flutti mál þetta fyrir hönd stef nanda og Lilja Björg Ágústsdóttir héraðsdómslögmaður fyrir hönd stefnda. Dóm þennan kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari sem fékk málinu úthlutað 1. september sl. D Ó M S O R Ð Framangreind ummæli stefnda, X... , sem merkt eru í kröfugerð m álsins nr. 1.1, 1.2, 1.3, 2.1, 3.1, 3.2, 3.3 og 3.4, skulu vera dauð og ómerk. Stefndi greiði stefnanda A... 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. september til 27. október 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson