Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 6. júlí 2022 Mál nr. E - 4922/2021 : Elkem Ísland ehf. ( Jón Elvar Guðmundsson lögmaður ) g egn íslenska ríkinu ( Rakel Jensdóttir lögmaður ) Dómur 1. Mál þetta sem var höfðað með birtingu stefnu 19. október 2021 var dómtekið að lokinni aðalmeðferð 25. maí 2022. 2. Stefnandi í málinu er Elkem Ísland ehf., Grundartanga, Akranesi. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjavík. 3. Stefnandi gerir þær kröfu r að felldur verði úr gildi úrskurður ríkisskattstjóra í máli stefnanda frá 9. júlí 2020, tilvísun 20190901214, auk málskostnaðar. 4. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda, auk málskostnaðar. I Málavextir 5. Stefnandi gaf út skuldabréf í nóvember 2012 sem selt var til móðurfélags stefn - anda í Noregi, í tengslum við svokallaða fjárfestinga r leið Seðlabanka Íslands. Fjárhæð bréf s ins var 1.794.060.000 krónur. Samkvæmt skilmálum skulda bréfs - ins skyldi greiða 9% vexti af fjárhæðinni, sem komu til greiðslu á vaxt a gjald - dögum á sex mánaða fresti , í fyrsta skipti 31. maí 2013. Höfuðstólinn bar að endurgreiða með 10 jöfnum afborgunum , í fyrsta skipti 31. maí 2018. 6. Skuldabréfaútgáfan var samþykkti á fundi stefnanda 16. nóvember 2012. Í fundargerðinni kom fram að m óðurfélag stefnand a hefði tekið þátt í gjaldeyris - útboði Seðlabanka Íslands á evrum þann 7. nóvember 2012 með fjárfestingu í 2 skuldabréfi útgefnu af stefnanda og yrði lánsfjárhæðin nýtt til að fjármagna fjárfestingar stefnanda hér á landi. 7. Með fyrirspurnarbréfi samkvæmt 94. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt , dagsettu 24. september 2019, óskaði ríkisskattstjóri eftir upplýsingum um umrætt skulda - skjal og endurgreiðslur á grundvelli þess í tengslum við eftirlit með skjölunar - skyldum lögaðilum , sb r. 5. mgr. 57. gr. sömu laga. 8. Með bréfi dagsettu 8. október 2019 svaraði stefnandi fyrirspurn ríkisskattstjóra. Í svarinu kom fram að um væri að ræða lán frá móðurfélaginu samkvæmt skuldabréfi útgefnu af stefnanda. Stefnandi væri hluti af sjóðstýringu s amstæðunnar og legði fjármuni inn á sjóð í stýringu móðurfélagsins sem bæri tiltekna vexti. Með bréfinu fylgdu öll umbeðin gögn. 9. Þann 16. október 2019 sendi ríkisskattstjóri fyrirspurnarbréf til stefnanda samkvæmt 96. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt þ ar sem fram kom að forsenda fyrir því að vextir væru frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum samkvæmt 31. gr. laga nr. 90/2003 væri að þeir gengju til að afla gjaldanda tekna, tryggja þær og halda þeim við. Af svarbréfi félagsins mætti ráða að krafan væri inneign í sjóðstýringu samstæðunnar. Var óskað eftir upplýsingum um fjárhæð vaxtatekna af inneigninni. 10. Í svarbréfi stefnanda dagsettu 8. nóvember 2019 var vísað til þess að fjárfestingar og endurfjárfestingar næmu umtalsverðum fjárhæðum á hverju ári og v ísað til fundargerðar fr á stjórn ar fundi 16. nóvember 2012 og fjárfestinga stefnanda á árunum 2012 og 2013 sem hefðu numið tæplega 1,8 millj ö rð um . Eðli starfsem - innar væri með þeim hætti að að fjárfestinga - og endurfjárfestingaþörf væri mikil til þess að vi ðhalda framleiðslutækjum og búnaði. Í bréfinu er tekið fram að stjórn félagsins taki ákvörðun um það á hverjum tíma hvernig fjármagns skipan og fjármögnun sé háttað út frá fjárfestingaþörf, gengi gjaldmiðla, orkuverði, launakostnaði, hráefnisverði markaðsv erði á framleiðslu vörum o.fl. Með bréfinu fylgdi yfirlit yfir vaxtagreiðslur frá 2012 til 2018. 3 11. Þann 20. nóvember 2019 sendi ríkisskattstjóri enn fyrirspurn samkvæmt 96. gr. laga nr. 90/2003 og óskaði eftir skýringum á meðferð vaxtagjalda í reiknings - og skattaskilum og sundurliðun á gjaldfærðum vöxtum í skattframtölum frá 2015 til 2019 vegna gjaldáranna 2014 til 2018 . 12. Stefnandi svaraði bréfinu 12. desember 2019 þar sem sundurliðun á vaxtagjöldum í skattskilum stefnanda á gjaldaárunum 2015 til 2019 var tilgreind sérstaklega. 13. Með bréfi ríkisskattstjóra dagsettu 10. febrúar 2020 var stefnanda tilkynnt að fyrirhugað væri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum hans. Stefnandi hefði ekki hagað sér með sambærilegum hætti og gerst hefði í viðskiptum ótengdra aðila og ekki þurft á umræddri lántöku að halda. Umrædd lántaka væri verulega frábrugðin því sem almennt hefði gerst í viðskiptum ótengdra aðila. Gjaldfærslu vaxta af skuldabréfinu væri hafnað þar sem skorti á nauðsynlega og eðlilega tengingu við tekjuöflun félagsins eins og áskilið væri í 1. tl . 1. mgr 31. gr. laga nr. 90/2003 sbr. 49. gr. og 1. mgr. 57. gr. sömu laga. Þá t e ldi ríkisskattstjóri fullt tilefni til að leggja 25% álag á vanframtalinn stofn. 14. Með bréfi stefnanda dagsettu 7. apríl 2020 var fyrirhugaðri álagningu mótmælt, enda væri grundvöllur boðað r ar álagningar hvorki í samræmi við staðreyndir má lsins né lagalegan raunveruleika. Hagur af þátttöku í fjárfestingarleið Seðla - banka Íslands hefði verið búinn til af Seðlabanka Íslands, í þeim tilgangi að hvetja til gjaldeyrisviðskipta. Skilmálar skuldabréfsins réðust a f reglum og skilyrðum sem Seðlabank i Í slands setti. Þrátt fyrir að vaxtafrádráttur stefnanda dr æ gi úr skattskyldum tekjum í 20% skatthlutfalli væru þessir vextir skattskyldar tekjur móðurfélagsins og skattskyldar þar í 28% skatthlutfalli. 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt ætti því ekki við. Þá væri ekki hægt að hafna frádráttarbærni vaxta með vísan til þess að gjaldandi væri of vel fjármagnaður með eigin fé. Þá h e f ð i útgáfa bréfsins ekki leitt til skattasparnaðar hjá samstæðunni. Rök ríkisskattstjóra bygg ðust á því að stefnandi h efði verið rekinn með hagnaði eftir skuldabréfa útgáfuna og að engar arðgreiðslur h efðu farið fram , en hvorugt h e f ð i legið fyrir við útgáfuna og g æ ti auk þess ekki leitt til þess að hafna b æ ri frádráttarbærni vaxtakostnaðar. Skuldabréfaútgáfan h e f ð i ekki verið 4 frábrugðin því sem almennt ger ð ist og bein afleiðing viðskiptatækifæris á gjald - eyrismarkaði. Frádráttar bærni vaxtakostnaðar h efð i aldrei verið hafnað í sambærilegu máli. Öll fjármögnun stefnanda h efði verið notuð til öflunar rekstrartekna. 15. Með úrskurði 9. júlí 2020 ákvað ríkisskattstjór i að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum um 163.675.092 krónur á gjaldárinu 2015, 164.022.054 krónur á gjaldárinu 2016, 164.358.959 á gjaldárinu 2017, 164.144.996 krónur á gjaldárinu 2018 og 153.429.750 krónur á gjaldárinu 2019. Jafnframt var lagt 25% álag á vantalinn stofn til útreiknings tekjuskatts á framangreindum gjaldárum. Stefnandi hefði gagngert gefið út skuldabréf til þess að móðurfélagið gæti tekið þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans og hagnast á þeirri þátttöku með því að fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri en almenn gengisskráning sagði til um. Hagsmunatengsl fyrirtækjanna væru augljós. Mat ríkisskattstjóra var að viðskiptin væru ekki frábrugðin því sem almennt gerðist í viðskiptum óteng dra aðila. Félag í sömu stöðu og stefnandi hefði ekki tekið lán til jafn langs tíma á þessum kjörum. Vextirnir voru gjaldfærðir hjá stefnanda en tekjufærðir hjá móðurfélaginu. 16. Ágreiningur þessa máls lýtur að því hvort ríkisskattstjóri hafi uppfyllt rannsó knarskyldu og gætt meðalhófs við meðferð málsins, og hvort úrskurðurinn sé í samræmi við lög. II Málsástæður stefnanda 17. S tefnandi vísar til þess að hann sé í umfangsmiklum atvinnurekstri, sem sé fjármagnaður með lánsfé og eigin fé, eins og annar rekstur, þ ó einungis að litlu leyti með lánsfé. Allar eignir séu notaðar til þess að afla tekna í rekstri hans. Vaxtakostnaður stefnanda sé langt innan þeirra marka sem löggjafinn sjálfur h afi sett í þeim tilgangi að takmarka frádráttarbærni vaxtagreiðslna til tengd ra aðila, sbr. 57. gr. b í lögum um tekjuskatt. Þá ligg i fyrir að skuldsetning stefnanda sé hlutfallslega minni heldur en skuldsetning samstæðu stefnanda. Stefnandi byggir á því að einhliða og almennt mat skattayfirvalda á því hvernig haga eigi rekstri sé ekki nægjanlegt til að ákvarða niðurstöðu. 5 18. Stefnandi vísar til þess að sérstök ástæða hafi verið til að vanda málsmeðferð og gæta að skyldu til rannsóknar samkvæmt rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 . Niðurstaða ríkisskattstjóra byggi st e kki á raunverulegum atvikum heldur almennum skoðunum á rekstri, eftiráhyggju og tilbúningi. Engin raun - veruleg rannsókn hafi átt sér stað á atvikum málsins sem hafi falist í að heimfæra raunveruleg atvik til laga. Þessi aðferð skattyfirvalda feli í sér bro t gegn rannsóknarreglunni. Þá er byggt á því að skattyfirvöldum sé ekki heimilt að draga ályktanir um atvik máls sem eru í ósamræmi við þær upplýsingar sem stefnandi hafi gefið án þess að afla nokkurra upplýsinga eða gagna til að hnekkja þeim upplýsingum. Sérstaklega eigi þetta við um ályktanir skattyfirvalda um það hvernig stefnandi eigi að haga rekstri sínum. 19. Stefnandi vísar til þess að það leiði af meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga að ríkisskatt st jóra sé óheimilt við mat á frádráttarbærni að horfa til atvika sem stefnanda gat ekki verið kunnugt um þegar ákvörðun var tekin. Í því fel i st að ekkert tillit sé tekið til hagsmuna og réttinda stefnanda . Markmið laga get i ekki verið að koma fram álagningu á grundvelli mats á atvikum sem höfðu ekki átt sér s tað við ákvörðuna r töku í rekstri. Ríkisskattsjóri geti ekki byggt ákvörðun á því að horfa framhjá þeim veruleika við útgáfu skuldabréfs að rekstrar - og fjárfestingarkostnaður til framtíðar hafi ekki legið fyrir. Því síður get i embættið byggt ákvörðunina á seinni tíma atvikum er hafi falist í því að rekstur hafi gengið vel á tímabilinu á meðan arðgreiðslur voru ekki g reiddar , né almennu spjalli um það hvernig embættið telji rekstur eiga að vera fjármagnaðan á tímabilinu. 20. Stefnandi byggir á þeirri meginreglu laga nr. 20/2003 um tekjuskatt að rekst r artekjur að frádregnum kostnaði séu skattskyldar. Annar þáttur reglunnar get i ekki staðið án hins ef skattlagning rekstrar á að ganga upp samkvæmt lögunum. Sá hluti meginreglunnar sem endurspegl i frádráttarbærnina fel i st í grundvallaratriðum í 31. gr. laganna, sbr. 49. gr. þeirra. Í þessu fel i st að kostnaður stefnanda í rekstri, sem liggur fyrir að er eingöngu starfræktur til öflunar tekna, sé frádráttarbær. Skilyrði 31. gr. sé að um sé að ræða kostnað sem g angi til að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við , sem í tilviki stefnanda sé óumdeilt. 6 Ríkisskattstjóri get i ekki ákveðið að haga ætti rekstri með öðrum hætti en raunin er. Hið lagalega álitaefni varðandi það hvort meginregl an um frádráttarbærni eigi við varð i einungis það hvort ofangreind skilyrði eru uppfyllt og lánsfé sé tengt rekstrinum. Ríkisskattstjóri verði að sýna fram á það hvernig lánsfé og vextir af lánsfjármagni gangi ekki til að afla tekna, tryggja þær og viðhald a þeim, eða það sé beinlínis ótengt rekstrinum, svo meginregla 31. gr. um frádráttarbærni eigi ekki við. 21. S tefnandi vísar til þess að það sé óumdeilt að það fé sem fékkst fyrir skuldabréfið hafi sanna nlega runnið til stefnanda og verið notað til rekst u r s ins. S kilmálar skuldabréfsins hafi ráðist af markaðsaðstæðum sem Seðlabanki Íslands ákvarðaði. Þetta séu þau atvik sem raunverulega gerðust. Það sé engin leið að leggja mat á önnur atvik og heimfæra þau til laga. Það leiði óhjákvæmilega til rangrar niðurst öðu. 22. Stefnandi byggir á því að skilyrði 1. mgr. 57. gr. laga nr. 20/2003 um að skattaðilar semji þannig að verulega sé frábrugðið því sem almennt gerist sé ekki uppfyllt í málinu. Skilmálar skuldabréfsins hafi ráðist af skilyrðum laga og ákvörðunum Seðla banka Íslands auk viðskipta á þeim markaði sem bankinn útbjó. Heimildin í 1. mgr. 57. gr. laganna kveði á um að verðmæti sem án óeðli - legra samninga hefðu runnið til annars skattaðilans en gera það ekki vegna samn - ingsins skuli teljast honum til tekna. Eng in slík atvik séu uppi í málinu og sú breyting sem úrskurðurinn kveði á um felist ekki í slíkri tekjufærslu. Af skatt - framkvæmd sé ljóst að beiting ákvæðisins eða einhvers konar grunnraka þess sé háð því að þau viðskipti sem eru til skoðunar hafi farið fra m af skattalegum hvötum. Það ligg i fyrir í málinu að útilokað er að svo sé vegna þess að vaxtagjöldin sem um ræðir sé u skattlögð í hærra skatthlutfalli hjá kröfuhafa en eigi við um stefnanda. Forsendur eða ávirðingar ríkisskattstjóra um annað í úrskurði num séu hrein rangfærsla . 23. Stefnandi vísar til þess að 57. gr. b laga í lögum um tekjuskatt hefur að geyma sérreglu um frádráttarbærni vaxtagjalda í tilvikum þegar erlent samstæðufélag lánar innlendu samstæðufélagi. Ákvæðið var ekki í lögum við útgáfu 7 skul dabréfsins, en það hafi hins vegar verið í gildi verulegan hluta þess tímabils sem úrskurðurinn nær yfir. Það er óumdeilt í málinu að vaxtakostnaður stefnanda rúmast hæglega innan þeirra marka sem sérregla 57. gr. b setur. Þessi sérregla gerir það að verku m að ríkisskattstjóri hafi ekki frjálst mat við að taka afstöðu til frádráttarbærni vaxtakostnaðar. Annaðhvort verði hann að beita 57. gr. b., en óumdeilt sé að hún á eigi ekki við og takmarki því ekki heimild til frádráttar, eða hann verði að sýna fram á það að meginregla 31. gr. eigi ekki við með því að sýna fram á að skilyrði sem hún setur séu ekki uppfyllt. Í raun hafi markmið, aðgerðir, rekstur og allar athafnir stefnanda eingöngu miðast að því að afla tekna, tryggja þær eða viðhalda þeim . III Málsást æður stefnda 24. Stefndi vísar því á bug að brotið hafi verði gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórn - sýslulaga nr. 37/1993, enda sé sú fullyrðing e kki studd neinum dæmum um það hvað hefði mátt betur fara og henni hafnað fyrst og fremst sem órökstuddri og ósannaðr i. Stefndi hafi lagt áherslu á að upplýsa um það atriði sem máli skipt i varðandi skuldabréfaútgáfuna, m.a. með fyrirspurnum til stefnanda um tilgang fjármögnunarinnar og upplýsingum sem þörf var á til að meta fjárhags - og lausafjárstöðu stefnanda. Niðursta ða úrskurðar ríkisskattstjóra í máli stefnanda hafi byggst á ítarlegri greiningu á stöðu stefnanda, svörum hans og öðrum gögnum málsins enda ber i stefnda að meta viðskiptaákvarðanir gjaldenda þegar um er að ræða viðskipti við tengda aðila, sbr. 1. og 3. mg r. 57. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. F ullyrðingum í stefnu um að niðurstaða hafi bygg s t á eftiráhyggju og skoðunum stefnda sé alfarið hafnað. 25. Stefndi mótmælir því að ekki hafi verið gætt að meðalhófsreglu 12. gr. stjórn - sýslulaga þegar tekin var ák vörðun í máli stefnanda . Þá er því hafnað að markmið ákvörðunar ríkisskattstjóra hafi verið ólögmætt, enda byggi st hún á 1. mgr. 57. gr. og 1. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir því að beita minna íþyngjandi ú rræðum gagnvart stefnanda. 26. Stefndi vísar til þess að niðurstaðan byggist á því að stefnandi og móðurfélag hans hafi samið um skipti í fjármálum á hátt sem sé verulega frábrugðinn því sem 8 almennt gerist í viðskiptum milli ótengdra aðila. Verðmæti sem án sl íkra samninga hefðu runnið til annars skattaðilans, en gera það ekki vegna samningsins, telj i st honum til tekna , enda hefði sam ningur inn aldrei komist á milli ótengdra aðila í sömu stöðu og stefnandi og móðurfélag hans voru í. 27. Stefndi byggir á því að efna hagsreikningur stefnanda hafi verið mjög stöðugur á því tímabili sem var til skoðunar. Útgáfa skuldabréfsins hafi haft takmörkuð áhrif á þær lykiltölur úr rekstri sem ríkisskattstjóri byggði á, og séu viðurkenndar í rekstrar - og fjármálafræðum um fjárhags - og lausafjárstöðu, enda hafi þær verið jákvæðar langt umfram þarfir stefnanda. Af gögnum málsins hafi því mátt ráða að skuldabréfaútgáfa stefnanda hefði í raun verið gerð með hagsmuni móður - félagsins í huga en ekki stefnanda sjálfs. Því var niðurstaðan sú að leiðrétta þyrfti skattskil stefnanda með þeim hætti að hann væri skattalega jafn settur og ef samningurinn hefði aldrei átt sér stað. 28. Stefndi vísar til þess að þrátt fyrir að um íþyngjandi ákvarðanatöku hafi verið að ræða hafi meðalhófs verið gætt en da önnur úrræði ekki tæk en að gera stefnanda þannig settan að hann nyti í engu gjaldfærslu vaxta sem af skuldabréfinu hlutust í skattalegu tilliti. Í því samhengi sé rétt að árétta að málið hafi ekki varðað ágreining um verðlagningu á viðskiptum stefnanda og móðurfélags hans í umræddum viðskiptum. Í slíku máli væri unnt að deila um hvað væru eðlilegir vextir af láninu. Þetta mál snúist hins vegar um það hvort viðskiptin í heild sinni séu eðlileg og myndu eiga sér stað milli ótengdra aðila. Ef fallist hefði verið á leiðréttingu á skuldabréfi hefði um leið verið samþykkt að umræddur gjörningur hefði verið eðlilegur. Tilvísun stefnanda til þess að Seðlabankinn hafi sett umrædda skilmála skuldabréfanna komi málinu ekkert við enda sé ekki verið að breyta skilmál unum, sbr. 3. mgr. 57. gr. laganna. 29. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á þeirri meginreglu að rekstrartekjur að frádregnum kostnaði séu skattskyldar. Í því felist að kostnaður í rekstri sem starfræktur er til öflunar tekna sé frádráttarbær. Skilyrði 31. g r. tekjuskattslaga er að um sé að ræða kostnað sem gangi til að afla tekna, tryggja þær og halda þeim 9 við. Aðrar reglur tekjuskattslaganna eigi einnig við, sbr. ákvæði 1. mgr. 57. gr. laganna. 30. Stefndi hafnar því að það sé óumdeilt að allar athafnir stefn anda hafi miðað að því að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við. Þvert á móti snúist þetta mál í grundvallaratriðum um að stefnandi hafi tekið þátt í viðskiptum við tengdan aðila sem höfðu það ekki að markmiði að afla stefnanda tekna, heldur að móðurfé lag stefnanda gæti hagnast á viðskiptum með gjaldeyri í gegnum svokallaða Seðla - bankaleið. Eins og greining ríkisskattstjóra í úrskurði embættisins sýni fram á þá þurfti stefnandi ekki á umræddri lántöku að halda til þess að fjármagna fjárfestingar sínar e ða rekstur enda óljóst hvers vegna stefnandi hefði átt að bera kostnað af því að móðurfélagið seldi Seðlabankanum gjaldeyri. 31. Stefndi byggir á því að til þess að vextir af láni séu frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum þurfi lánið að vera tekið í venjule gum og eðlilegum rekstrartilgangi og nýtt í þágu rekstrarins. Í þessu tilviki hafi lánið verið tekið í þágu móðurfélagsins sem, með þessari ráðstöfun, gat aflað tekna í gegnum Seðla - bankaleiðina. Málsástæðu stefnanda um að vextir af skuldabréfinu hafi fali ð í sér frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 31. gr. laga um tekjuskatt sé því hafnað. 32. Stefndi mótmælir því að ákvæði 1. mgr. 57. gr. laga um tekjuskatt eigi ekki við í málinu eins og byggt sé á í úrskurði ríkisskattstjóra frá 9. júlí 2020. Almennu armslengdarregluna í skattarétti sé bæði að finna í 1. og 3. mgr. 57. gr. laga um tekjuskatt. Við skýringu ákvæðanna þurfi fyrst að fara fram heildstætt mat á við - skiptum m.t.t. 1. mgr. 57. gr. laga um tekjuskatt og því hvort þau hefðu átt sér stað á mill i ótengdra aðila í sömu stöðu áður en farið sé í að meta verð og skilmála í umræddum viðskiptum samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins. Þó að milliverð lagn - ingarmál snúist að meginstefnu um verðlagningu og skilmála geti þau líka verið þess eðlis að horft sé fram hjá tilteknum viðskiptum. Það sé ekki fyrr en ljóst sé að ótengdir aðilar í sambærilegri stöðu hefðu tekið þátt í svipuðum eða sambæri - legum viðskiptum sem verðlagning og skilmálar komi til skoðunar. 10 33. Stefndi byggir á því að í tilviki stefnanda hafi verið lj óst að engar líkur væru á því að ótengdur aðili hefði hagað viðskiptum sínum með þeim hætti sem stefnandi gerði. Þegar hin umdeilda fjármögnun fór fram hafi stefnandi átt umtalsverða fjármuni í samstæðu fjármögnun sem móðurfélagið stýrir. Ef stefnandi þurf ti á fjármagni að halda hefðu engin vandkvæði verið á að taka þá fjármuni út úr samstæðufjármögnuninni. Ávöxtun stefnanda í samstæðu fjár - mögnuninni hafi ekki verið jafn há og kostnaður stefnanda vegna lánveitingar - innar. Með skuldabréfaútgáfu sinni hafi s tefnandi í raun verið að taka lán hjá sama félagi og skuldaði honum umtalsvert hærri fjárhæðir vegna innstæðunnar í samstæðufjármögnuninni. Stefnandi hafi ekkert þurft á lántökunni að halda enda jók hann á innstæðu sína í samstæðu fjármögnuninni sama ár og hann tók lánið, um ríflega tvöfalt hærri fjárhæð. Samkvæmt ársreikningi stefnanda hækkaði krafa hans á hendur Elkem ASA úr 231.665.000 NOK í lok árs 2011 í 439.788.000 NOK í lok árs 2012. Skuldabréfið sem útgefið var á árinu stóð í 78.681.142 NOK í lok þe ss árs. Stefnandi hafi því lagt ríflega tvöfalt hærri fjárhæð inn í samstæðufjármögnunina á sama tímabili og lánið var tekið. 34. Stefndi byggir á því að engu máli skipti hvernig vextirnir séu skattlagðir í Noregi og hvort þeir sæti hærri skattlagningu þar. Það sem máli skipti sé að stefnandi lækkaði skattstofn sinn í þeim tilgangi að skapa gjaldeyrishagnað fyrir annað félag. Tekjur verði þannig í raun til hjá einu félagi en gjöld hjá öðru. Stefnandi hafi leitast við að draga vaxtakostnaðinn frá sínum hagnaði . Meginreglan sé sú að félög hafi rúmt svigrúm til þess að ákvarða hvernig þau haga fjármögnun sinni, hvert sé hlutfall eigin fjár og skulda á móti eignum, hvert sé veltufjárhlutfall o.s.frv. Til þessarar meginreglu hafi verið litið þegar tekin var ákvörðu n í máli stefnanda. Skattyfirvöld verði engu að síður einnig að líta til sérreglna 1. og 3. mgr. 57. gr. þegar um sé að ræða viðskiptaákvarðanir tengdra aðila enda eigi slík viðskipti að vera í samræmi við armslengdarregluna. Niðurstaða skattyfirvalda í má li stefnanda hafi verið sú að hin umdeilda skuldabréfaútgáfa hafi ekki verið gerð í samræmi við armslengdarregluna, sbr. einnig rökstuðning í úrskurði ríkisskattstjóra frá 9. júlí 2020. 11 35. Stefnandi byggir á því að ákvæði 57. gr. b í tekjuskattslögum hafi a ð geyma sérreglu um frádráttarbærni vaxtagjalda í tilvikum þar sem erlent samstæðufélag láni innlendu samstæðufélagi. Það sé óumdeilt í málinu að vaxtakostnaðurinn rúmist hæglega innan þeirra marka sem sérregla 57. gr. b í tekjuskattslögunum setur. Tilvist þeirrar sérreglu geri það að verkum að ríkisskattstjóri hafi ekki frjálst mat við það að taka afstöðu til frádráttarbærni vaxtakostnaðar. Annaðhvort verði ríkisskattstjóri að beita 57. gr. b í tekjuskattslögum eða hann verði að sýna fram á að meginregla 3 1. gr. laganna eigi ekki við með því að sýna fram á að skilyrði sem hún setur séu ekki uppfyllt. 36. Stefndi vísar því á bug að sérregla 57. gr. b í tekjuskattslögum um frádráttarbærni vaxta gjalda milli erlends og innlends samstæðufélags bindi hendur skattay fir - valda þegar um er að ræða mat á viðskiptum milli tengdra aðila. Þá sé það á mis - skilningi byggt að skattyfirvöldum sé skylt að velja á milli þess hvort beita eigi 31. gr. eða 57. gr. b í lögum um tekjuskatt. Í 1. mgr. 57. gr. b í tekjuskattslögum sé ví sað til þess að þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 31. gr. laganna þá takmarkist frá - dráttur vaxtagjalda og affalla umfram 100 millj. kr. vegna lánaviðskipta tengdra aðila við 30% af hagnaði skattaðilans, sbr. 2. mgr. 57. gr. b. Þannig sé ákvæði 57. gr. b sérreg la um gjaldfærslu vaxta sem gangi lengra en 31. gr. laganna þegar um sé að ræða viðskipti tengdra aðila. Reglan, sem kennd hafi verið við þunna eigin - fjármögnun, sé í raun þak á þá fjárhæð vaxta milli tengdra aðila sem heimilt er að gjaldfæra í skattalegu tilliti. Það sé ekki svo að allur vaxtakostnaður sem er undir þessum viðmiðunarmörkum og fellur til milli tengdra aðila sé sjálfkrafa frádráttarbær svo lengi sem hann er undir viðmiðunarmörkum 57. gr. b í tekjuskattslögum. Það sé af og frá að umrædd regla, um takmörkun á vaxta - - færa vexti upp að tiltekinni fjárhæð. 37. Stefndi vísar til þess að það felist í ákvæðum 1. og 3. mgr. 57. gr. tekju - skattslaganna að heimilt sé að meta o g leiðrétta verð eða skilmála í viðskiptum tengdra aðila eða víkja þeim til hliðar í heild sinni séu þau ekki byggð á armslengdargrunni. eins og um ræði í þessu máli. Sé samningi vikið til hliðar í 12 skattalegu tilliti þá séu vextir vegna slíks samnings ekki gjaldfæranlegir í skilningi 1. tölul. 31. gr. laganna. IV Niðurstaða 38. Um skattlagningarheimild ríkisins er fjallað í 40., 77. og 2. mgr. 78. gr. stj órnarskrár , þar sem fram kemur að skattar skuli eingöngu lagðir á með lögum og lagt er bann við afturvirkni skattalaga. Meginregluna um skyldu einstaklinga og lögaðila til að greiða skatt af öllum sínum tekjum er að finna í 1. og 2. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003. Samkvæmt 2. gr. laganna er tekjuskattsstofn lögaðila þær tekjur sem kveðið er á um í II. kafla lag anna, að frádregnum þeim frádráttar - bæra rekstrarkostnaði sem heimilaður er samkvæmt 31. gr. laganna. 39. Í 1. tölul. 1. mgr. 31. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003 er kveðið á um að til rekstrar - ð afla teknanna, rekstrarkostnað frá tekjum er þannig háð því að það sé einhvers konar orsakssamband á milli kostnaðarins og teknanna svo heimilt sé að nota gjöldin sem frádráttarb æran kostnað. Vaxtagjöld í hlutafélagi þurfa að vera af skuldum sem tengjast rekstrinum með því að þær eru lagðar á félagið eða til þeirra stofnað með það fyrir augum að kaupa eignir eða gera aðrar þær ráðstafanir sem nýtast til tekjuöflunar í rekstrinum, sbr. t.d. Hrd. nr. 555/2012. Það er ekki skilyrði fyrir frádráttar bærni þeirra að þau hafi aflað teknanna heldur er talið nægjanlegt að stofnað hafi verið til útgjaldanna með það að markmiði að afla teknanna. Ekki er heldur sett fram það skilyrði að útgjö ldin þurfi að hafa verið nauðsynleg til að afla teknanna . 40. Í 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, er f jallað um hvers konar samninga skattaðila um skipti sín í fjármálum á hátt sem er verulega frábrugðinn því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum . Ákvæðið h ljóðar svo: 41. því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum skulu verðmæti, sem án slíkra 13 samninga hefðu runnið til annars skattaðilans en gera það ekki vegna samningsins, telja st honum til tekna . 42. Ákvæði um þetta var upphaflega lögfest með 15. gr. laga nr. 30/1971, um breyt - ing u á þágildandi lögum nr. 90/1965, um tekjuskatt og eignarskatt. Í athuga - semdum í frumvarpi við þá grein segir m.a. : 43. um, veitir skattyfirvöldum víðtækar heimildir til að líta framhjá formi gerninga af þessu tagi og telja aðilum að þeim til tekna þau raunverulegu verðmæti, sem þeir fá til ráðstöfunar með þessum sérstöku samningum eða skilmálum. Að því er varðar viðskipti, þar sem ákveðnir kaupgjaldssamningar eru til viðmiðunar um þá hagsmuni, sem um er að ræða, er eðlilegt að miða við þá. Hitt er mat skattstjóra og ríkisskattanefndar, hvernig með 44. Ákvæði 57. gr. er byggt á grund vallarreglunni um armslengd viðskipta sem felur í sér að borin eru saman viðskipti tengdra aðila og þau viðskiptakjör sem sjálf - stæðir, óháðir og ótengdir aðilar hefðu samið um sín á milli. Ákvæðið felur í sér leiðréttingu á slíkum viðskiptum ef skilmálar viðskiptanna eru verulega frábrugðnir þeim sem almennt má reikna með að gildi í viðskiptum ótengdra aðila , sbr. t.d. Hrd. nr. 321/2005. Þá hefur ákvæðinu verið beitt um gerninga sem hafa í raun þau megináhrif að komast hjá skattlagningu. Í þeim tilvikum he fur m.a. verið horft til þess hvert sé raunverulegt efni löggernings eða ráðstafana, án tillitis til þess hvert heiti hans er, sbr. Hrd nr. 627/2015 og Hrd. nr. 217/2015. 45. Í 57. gr. b í tekjuskattsl ögum nr. 90/2003 er að finna ákvæði sem takmarkar frá - dráttarbærni vaxtagjalda umfram 100 milljónir króna vegna lánaviðskipta við tengda aðila við 30% af hagnaði skattaðilans. Þe ssu ákvæði var upphaflega bætt við tekjuskattslögin með 3. gr. laga nr. 112/2016 í meðförum þingsins . Í athugasemdum við ákvæðið í n efndaráliti segir m.a.: 46. að fjármagna félag í einu ríki með láni frá félagi innan samstæðu sem er í öðru 14 ríki ef skatthlutfall þar er lægra. Fyrrnefnda félagið getur dregið kost nað af láninu frá tekjum við útreikning skattskylds hagnaðar og síðarnefnda félagið kann að greiða lítinn eða engan skatt af vöxtunum sem það fær greidda. Þetta bæði rýrir skattstofna og skekkir samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart fjöl - þjóðlegum fyrirtækjasamstæðum. Til að bregðast við þessu leggur nefndin til að heimild til frádráttar vaxtagjalda og affalla vegna lánaviðskipta við tengda aðila verði takmörkuð við 30% af hagnaði skattaðila. Það samræmist tillögum í skýrslu starfshóps um reglur þun 47. Samkvæmt framansögðu er það meginregla í skattarétti að öll gjöld, sem fara í að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við komi til frádráttar frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Allar undantekni ngar frá þeirri reglu verða að vera skýrar og ótvíræðar sbr. Hrd. nr. 432/1995. Ákvæði 57. gr. b tekju - skattslaga takmarkar vaxtafrádrátt samkvæmt 31. gr. lagnna við ákveðnar fjár - hæðir. Sönnunarbyrði fyrir því að skattyfirvöldum sé heimilt að beita 1. mgr . 57. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, og að öll skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins séu uppfyllt, hvílir á skattyfirvöldum, sbr. t.d. Hrd. nr. 441/2004. 48. Stefndi byggir á því að stefnandi og móðurfélag hans hafi samið um skipti í fjármálum á þann hátt sem sé verulega frábrugðin n því sem gerist í viðskiptum ótengdra aðila. Þessi viðskipti lúta að þátttöku móðurfélags stefnanda í svo - kallaðri fjárfestinga r leið Seðlabanka Íslands, sem v ar liður í losun hafta. Þessi fjárfestinga r leið gekk almennt út á að þáttt akendur í henni kæmu með erlendan óskilaskyldan gjaldeyri til landsins og fengju fyrir hann fleiri íslenskar krónur en almenn gengisskráning sagði til um. Til þess að geta tekið þátt varð fjárfesting sem af þessum viðskiptum leiddi að vera bundin til langs tíma, t .d. í skuldabréfum útgefnum af íslenskum lögaðilum. Stefndi telur að sú leið sem móðurfélag stefnanda fór með því að stefnandi gaf út skuldabréf til móðurfélagsins hafi alfarið tekið mið af hagsmun um móðurfélagsins, sem hafi notið alls ávinnings af viðskiptunum en stefnandi setið uppi með vaxtakostnaðinn. Rannsóknin beindist að því að upplýsa að fjárhagsstaða stefnanda h efði verið með þeim hætti að hann h efði ekki þurft sérstaklega á þessari fjármögnun að halda, auk þess sem hann h efði átt kost á mu n hagstæðari fjármögnun. Í þessum tilgangi fór stefndi í tarlega 15 yfir þróun sjóðsstreymis hjá stefnanda, og kallaði eftir upplýsingum frá stefnda um sundurliðun á gjaldfærðum vöxtum og ráðstöfun á umræddu láni móður - félagsins. Stefndi fór jafnframt yfir sam stæðufjármögnun sem stefnandi var þátt - takandi í og var niðurstaða þeirra r athugunar að stefnandi væri með umtalsverða innstæðu hjá móðurfélaginu í þeirri samstæðu fjármögnun á þessum tíma . Þessi innstæða bar mun lægri vexti en framangreint skuldabréf sem stefn an di hafði gefið út til móðu r félagsins . Stefndi kallaði eftir svörum og gögnum frá stefnanda við meðferð málsins. Verður ekki séð að ágreiningur stefnanda og stefnda lúti að því að einhver tiltekin atvik sé u óljós eða óupplýst. Ágreiningurinn lýt ur fyrst og fremst að túlkun á ákvæðum tekjuskatt s laga nr. 90/2003, einkum 31. gr., 57. gr. 1. mgr. og ákvæði 57. gr. b laganna. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að hafna því að stefndi hafi brotið gegn rannsóknarreglu og meðal - hófsreglu við meðferð málsins. Þá verður að hafa í huga að stefndi ber sönn unar - byrðina fyrir því að skilyrði 57. gr. séu fyrir hendi og að óheimilt sé að draga rekstrargjöld frá rekstrartekjum samkvæmt 31. gr. laganna . Stefndi ber hallann af því ef ekki hefur ver ið aflað nægjanlegra gagna til þess að sýna fram á það . 49. Markmiðið með lánveitingu móðurfélagsins til stefnanda var að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans og hagnast á viðskiptum með gjaldeyri og um leið nýta fjármuni skuldabréfsins í rekstur stefna nda . Með lánveitingunni uppfyllti móður félag stefnanda skilmála Seðlabankans og eignaðist skuldabréf á hendur stefnanda sem bar markaðsvexti. Við það myndaðist vaxtakostnaður hjá stefnanda sem hann nýtti sem frádráttarbæran kostnað samkvæmt 31. gr. tekjus kattslaga nr. 90/2003. Móðurfélag stefnanda hagnaðist vissulega á viðskiptunum, en tók jafnframt gengisáhættu og að einhverju leyti mótaðilaáhættu með lánveitingunni. Stefnandi tryggði sér aðgang að lausu fé sem verður að leggja til grundvallar , miðað við gögn málsins , að hafi verið nýtt í þágu rekstrartengdra verkefna , niðurgreiðslu skulda og fjárfestinga . 50. Ákvæði 1. mgr. 57. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003 felur í sér leiðréttingu á viðskiptum milli tengdra að i la ef skilmálar viðskiptanna eru verulega fr ábrugðnir skilmálum þeim sem almennt má reikna með að gildi í viðskiptum ótengdra aðila og þá skattlagningu hjá þeim aðila sem tekjurnar áttu að skattleggjast hjá en gerðu 16 ekki vegna samningsins. Í því máli sem hér um ræðir er ekki deilt um það að skilmála r lánveitingarinnar hafi verið verulega frábrugðnir skilmálum ótengdra aðila, enda tóku þeir alfarið mið af skilmálum Seðlabankans. Í málinu er upplýst að skatthlutafall í Noregi sé 28% á meðan skatthlutfall hér á landi er 20%. Tilgangur viðskiptanna var þ ví ekki sá að flytja tekjur frá landi með hæ rr a skatthlutfall til lands með lægra skatthlutfall, sem skiptir máli við mat á því hvort ákvæðinu verði beitt. 51. Samkvæmt ákvæði 57. gr. b í lögum nr. 90/2003 eru vaxtagjöld lögaðila í láns - viðskiptum tengdra aði la umfram 100 milljónir og yfir 30% af hagnaði hans ekki frádráttarbær frá tekjum félagsins, nema aðrar undantekningar eigi við, þrátt fyrir ákvæði 31. gr. laganna. Ákvæði ð verður ekki skilið með þeim hætti að það feli í sér að lögaðili geti alltaf dregið frá vaxtagjöld sem eru fyrir neðan þessi viðmiðunarmörk. Ákvæðið verður að skilja með þeim hætti að samning um sem falla undir 57. gr. laganna verð i vikið til hliðar séu vaxtagjöldin ekki byggð á armslengdargrunni eða ótengd rekstrinum í skilningi 31. gr. l aganna, óháð því hvort þau eru undir viðmiðunarmörkum 57. gr. b í tekjuskattsl ögum nr. 90/2003. 52. Félög eru almennt fjármögnuð með tvennum hætti, hlutafé eða lánsfé. Oftast er fjármögnun félaga blanda af eiginfjármögnun og lánsfjármögnun. Í íslenskum lög um er hvergi að finna ákvæði sem kveða á um að hluthafa sé óheimilt að lána hlutafélagi. Hins vegar er í 104. gr. hl utafélagalaga nr. 2/1995 , sbr. 79. gr. e inka - hlutafélaga nr. 138/1994 , lagt bann við því að hlutafélag láni hluthöfum peninga. Þá gerir ákvæði 57. gr. b í tekjuskattsl ögum nr. 90/2003 beinlínis ráð fyrir lána - viðskiptum milli tengdra aðila. Þrátt fyrir að fjármögnun með hlutafé og lánsfé stefni bæði að því markmiði að gera félaginu kleift að starfa og skila hagnaði, þá er skattle g meðferð á hlutafjár framlagi og lá nveitingu ekki sú sama . Hluthafinn á r étt til arðgreiðslna af þeim hagnaði sem verður til eftir að félagið hefur greitt skatt , en lánveitandinn fær greidda vexti sem félagið dregur frá hagnaði sínum og lækkar þar með tekj uskattsstofn inn. Það getur því skipt félag miklu máli hvernig það er fjármagnað m.t.t. mögulegs skattalegs hag ræðis. 17 53. Ágreiningur þessa máls lýtur að því að fjárhagsstaða stefnanda hafi verið með þeim hætti að hann hafi ekki haft neina þörf fyrir að taka lánið. Stefndi vísar til þess að handbært fé frá rekstri hafi öll árin frá 2010 til 2018 verið hærra en útborguð gjöl d. Samtals hafi reksturinn skilað tæplega 1,7 millj arði norskra króna á þessu tímabili . Heildarfjárfestingar á sama tíma nemi einu ngis tæplega þriðjungi af handbæru fé frá rekstri eða ríflega 5 13 milljónum norsk ra krón a . Greiðslur vegna afborgana af langtímalánum hafi numið tæplega 582 milljónum norskra króna. Þegar búið var að fjármagna fjárfestingar og afborganir af lánum til tengd ra aðila hafi reksturinn skilað hanbæru fé á þessu tímabili sem nam tæplega 600 milljónum norskra króna. 54. Í úrskurði Ríkisskattstjóra er einnig stuðst við hreint veltufé og veltufjárhlutafall til að meta greiðslustöðu og lánsfjárþörf stefnanda á tímabilin u frá 2010 til 2018. Með veltufjármunum er átt við handbært fé og aðrar eignir sem verða að peningum innan árs. Á sama hátt eru skammtímaskuldir skilgreindar sem skuldir sem þarf að greiða innan árs. Mismunur þessara stærða er hreint veltufé. Með því að de ila skammtímaskuldum upp í veltufjármuni fæst veltufjárhlutfall sem þykir óæskilegt að fari undir 1 og óþarft að það fari yfir 2. Veltuféð hafi ekki farið niður fyrir 6,27 frá því að skuldabréfið var gefið út, en þá var það 4,78 og 2,66 árið á undan. Þetta veltufjárhlutfall breytist lítið þó að ekki sé tekið tillit til áhrifa skuldabréfsins. Á þessum árum hafi jafnframt kröfur stefnanda á hendur móðurfélaginu aukist umtalsvert frá því að hann gaf út skuldabréfið eða um ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem félagi ð tók að láni frá móðurfélaginu á 9% vöxtum. 55. Í málinu er ekki ágreiningur um þá meginreglu að félög hafi almennt gott svigrúm til þess að ákvarða hvernig þau haga fjármögnun sinni, hvert sé hlutfall eigin fjár og skulda á móti eignum og hvert sé veltufjárhlutfall. A lmennt verður að gera ráð fyrir því að það brjóti ekki gegn lögum að haga fjármálum þannig að stefn t sé að því að ná fram skattalegu hagræði, ef þær aðgerðir sem gripið er til eru raunveru - legar og hafa raunverulegan efnahagslegan og viðskiptalegan tilgang, en þjóna ekki þeim eina tilgangi að lækka skattgreiðslur. 18 56. Í málinu liggur fyrir að eiginfjárhlutfall ste fnanda var hærra en hjá samstæðunni í heild sinni eða 8 7 % á móti 77%. Með því að gefa út skuldabréfið var stefnandi því ekki að haga fjármagnsskipan sinni með allt öðrum hætti en tíðkaðist í samstæðunni heldur að færa hana meira til samræmis við samstæðuna . Staða skuldabréfsins samkvæmt ársreikningi var 78.681.142 norskar krónur í árslok 2012 en heildareignir 1.594.292.259 norskar krónur. Fjárhæð skuldabréfsins var því óveruleg miðað við h eildareign ir stefnanda eða tæplega 5% við útgáfu bréfsins . Sterk f jár hagsstaða stefnanda á tímabilinu frá því að skuldabréfið var gefið út á árinu 2012 skýrist af því að reksturinn skilaði tekjum og engar arðgreiðslur fóru fram . Þessar greiðslur runnu að einhverju leyti í fjármögnun samstæðunnar sem skilaði vaxtatekjum til stefnanda . Þessar vaxtatekjur stofnuðu til skattskyldu hjá stefnanda hér á landi, ólíkt því sem hefði orðið ef greiddur hefði verið út arður. K omi til erfiðleika í rekstri stefnanda með þverrandi lánamöguleikum eru þessir fjármunir aðgengilegri fyrir stefn anda en að þurfa að treysta á framlög frá móðurfélaginu í formi hlutafjár eða lánsfjár. 57. Við mat á fjárhagsstöðu stefnanda verður fyrst og fremst að miða við það hvernig staða hans var á þeim tíma sem lánið var veitt , en ekki afkomu hans eftir þann tíma . Umrætt skuldabréf var gefið út í nóvember 2012. Í ársreikningi fyrir það ár kemur fram að fjárfestingar félagsins á því ári hafi numið 41.550.978 norskra króna eða tæplega 896 milljónum íslenskra króna miðað við meðalgengi ársins. Þessar fjárfestingar nám u 62.606.603 norskum krónum á árinu 2011 . Í bréfi stefnanda kemur fram að fjárfestingar nar hafi numið 42.828 778 krónum á árinu 2013. Fjárfestingaþörf stefnanda til að viðhalda framleiðslutækjum og búnaði var því töluverð a.m.k. á þessum tíma. Í ársreikningi fyrir árið 2012 kemur fram að viðskiptaskuldir og skammtímaskuldir aðrar en lífeyris skuldbindingar og skuldir við tengda aðila, nemi samtals 98.584.607 norskum krónum í árslok. Þessi fjárhæð var 141.489.853 norskar krónur í árslok 2011. Ste fnandi hefur þannig ráðstafað fjármunum á árinu 2012 sem nema ríflega 55% af fjárhæð skuldabréfsins til lækkunar á öðrum skuldum félagsins . Í gögnum málsins liggur ekkert fyrir um það hver var fjármagnskostnaðurinn vegna þe irra lánveitinga sem voru greidd upp á árinu 2012 og hvort hann hafi verið hagstæðari eða óhagstæðari en þau vaxtakjör sem voru á umræddu skuldabréfi. 19 58. Við munnlegan flutning málsins vísaði stefndi til dóma Hæstaréttar í málum nr. 555/2012 og 529/2013 sem varða kaup á skuldsettu félagi og jafnan er u kenn d við öfugan samruna eða skuldsetta yfirtöku. Í þessum dómum er um að ræða lán sem ráðstafað er til kaupa á hlutum í félaginu sem síðar er sjálft l átið bera kostnað af lánunum við yfirtöku eigna og skulda við samruna. Í máli nu sem hér um ræðir er ekki slíkum aðstæðum til að dreifa, enda gengið út frá því að lánsfjárhæð skuldabréfsins hafi verið ráðstafað til greiðslu á rekstrartengdum verkefnum. 59. Þegar horft er til þess að félög í atvinnurekstri hafa almennt forræði á því hvernig þau kjó sa að haga fjármagnsskipan sinni , þar með talið hvort fjármagna beri reksturinn með eigin fé eða lánsfé, verður yfirleitt mikið að koma til svo vikið verð i frá ráðstöfunum á grundvelli þess að þær séu verulega frábrugðnar því sem almennt gerist í viðskiptu m ótengdra aðila. Skiptir þá ekki máli þó að unnt sé að sýna fram á að hægt hefði verið að fjármagna reksturinn með öðrum hætti. Í þessu máli verður ekki fallist á að lánsfjárhæð skuldabréfins og þar með þau vaxtagjöld sem voru greidd af henni hafi verið ó tengd rekstri félagsins . Miðað við fyrirliggjandi ársreikning v erður ekki annað séð en að töluverðar fjárfestingar og niðurgreiðsla á öðrum skuldum hafi átt sér á því ári sem skuldabréfið var gefið út. Þá er óumdeilt að hvorki var um að ræða óeðlileg viðskiptakjör á umrædd u skuldabréfi né v ar tilgangur með þ ví að flytja tekjur frá há skattalandi yfir til lág skattalands. Viðskiptakjörin m ið uðust við skilmál a Seðlabankans og skatt hlut - fall í Noregi er hærra en hér á landi. Ekki er útilokað að ákvæði 1. m gr. 57. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003 verði beitt í þeim tilvikum þar sem skattaðilar gera málamyndagerning sín á milli um peningalán og eini tilgangur lánsins er að nýta vaxtagreiðslur til frádráttar við skattskil aðila. Í því tilviki sem hér um ræðir v ar lánið þáttur af fjármagnsskipan stefnanda og rekstrar fjármunirnir á því ári sem skuldabréfið var gefið út m.a. nýttir til fjárfestinga og niðurgreiðslna á skuldum . Það er sem áður segir meginregla að félög hafi gott svigrúm til þess að ákveða hvernig fj ármagnsskipan þeirra skuli háttað og það er jafnframt stefndi sem ber sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði 1. mgr. 57. gr. séu fyrir hendi. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður hvorki fallist á að stefndi hafi sýnt fram á að beita eigi 1. mgr . 57. gr. laganna vegna útgáfu skuldabréfsins né að frádráttur 20 vaxtanna eigi ekki að falla undir 31. gr. laganna. Verður því að fallast á kröfu stefnanda um að fella úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra í máli stefnanda frá 9. júlí 2020. 60. Eftir úrslitum mál sins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað. Í málinu liggur fyri r tímaskýrsla sem tekur bæði til tímafjölda vegna reksturs málsins fyrir skattyfirvöldum og dómstólum. Lögmannskostnaður vegna reksturs máls stefnanda fyrir ríkis skattstjór a telst ekki til málskostnaðar samkvæmt 129. gr. laga nr. 91/1991, sbr. e innig m.a. dóm Hæstaréttar í máli nr. 131/ 1999 . Með hliðsjón af umfangi málsins verður ekki fallist að öllu leyti á tímaskýrslu stefnanda. Málskostnaður telst hæfilega ákveðinn 4.000. 000 krón a og hefur þá verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. 61. Af hálfu stefnanda flutti málið Jón Elvar Guðmundsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Rakel Jensdóttir lögmaður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Úrskurður ríkisskattstjóra í máli stefnanda, Elkem á Íslandi ehf., frá 9. júlí 2020, tilvísun 20190901214 , er felldur úr gildi. Stefndi greiði stefnanda 4.000.000 króna í málskostnað.