Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. október 2021 Mál nr. E - 6872/2019 : Torfufell 25 35,húsfélag (Guðmundína Ragnarsdóttir lögmaður) g egn Múr - og málningarþjón ustunni Höfn ehf . , Elías i Víðiss yni ( Gestur Gunnarsson lögmaður). THG Arkitekt um ehf., Halldór i Guðmundss yni og Tryggingamiðstöðin ni hf. (Gestur Óskar Magnússon lögmaður). I. Mál þetta var þingfest 26. nóvember 2019 en tekið til dóms 21. september 2021 að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi er húsfélagið Torfufelli 25 til 35 í Reykjavík en stefndu eru Múr - og málningarþjón ustan Höfn ehf . , Tunguhálsi 19 í Reykjavík, Elías Víðisson, Þ rastarhöfða 20 í Mosfellsbæ, THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9 í Reykjavík, Halldór Guðmundsson, Laugalæk 14 í Reykjavík og Tryggingamiðstöðin hf. , Síðumúla 24 í Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndu Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. og El ías Víðisson verði dæmd óskipt til að greiða honum 34.152.011 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 2. janúar 2019 til 7. mars 2019 en með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og að dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti samkvæmt 12. gr. l aga nr. 38/2001. Jafnframt krefst stefnandi þess að stefndu THG arkitektar ehf., Halldór Guðmundsson og Tryggingamiðstöðin hf. verði dæmd ir óskipt til að greiða honum , 682.000 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. maí 2018 og af 8.206.967 kr. frá 2. janúar 2019 til 7. mars 2019 en með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðslu dags og að dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti . Einnig er þess krafist að stefndu THG arkitektar ehf. verði dæmdir til að greiða stefnanda 3.281.958 kr. með vöxtum s amkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. 2 maí 2018 til 7. mars 2019 en með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og að dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti . Þá krefst stefnandi þess að stefndu greiði honum kostnað af rekstri málsins. Stefndu Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. og Elías Víðisson krefjast þess aðallega hvor um sig að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda . Til vara krefjast stefndu þess hvor um sig að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum ti lvikum er þess krafist að stefnandi greiði málskostnað. S t efndu THG Arkitektar ehf., Halldór Guðmundsson og Tryggingamiðstöðin krefjast þess að ver ð a sýknaðir af kröfu stefnanda, auk málskostnaðar. II. Málavextir Stefnandi er húsfélag eigenda í fjöleignarhús inu að Torfufelli 25 35 í Reykjavík. Húsið er steinsteypt og var byggt árið 1971, á fjórum hæðum með sex stigagöngum . Árið 2009 var ákveðið í húsfélaginu að ráðast í framkvæmdir á húsinu til endurbóta og viðgerða. Á aðalfundi húsfélags stefnanda þann 3. jú ní 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. Var samþykkt á fundinum að fá stefnda THG arkitekta ehf., (THG) til þess að vinn a matið á húsinu. Stefndi THG gerði gerði í kjölfarið skýrslu um ástand hússins og var sú skýrsla kynnt á húsfundi hjá stefnanda 24. júní 2009 af hálfu Samúels Guðmundssonar, fulltrúa THG . Helstu niðurstöður ástandsskýrslunnar, sem dagsett er 18. júní 2009 , voru þær að ástand hússins væri slakt og að það þarf naðist töluvert mikilla viðgerða. Þannig væru útveggir mjög sprungnir í þéttriðnu neti og töluvert miklar steypuskemmdir aðrar, svo sem ryðpunktar og frostskemmdir. Þá var rakið í skýrslunni að m álning væri úr sér gengi n, gluggar nánast allir orðnir lélegir og ónýtir, og að farið væri að leka með opnanlegum fögum milli timburs og steins , auk þess sem þ éttingar væru orðnar gamlar og lélegar. Nánast allt gler væri komið á tíma og eitthvað væri um móðu milli glera. Í skýrslu nni var lagt til að fremri hluti glugga á húsinu yrði fjarlægður og gert yrði við hliðarstykki þeirra eftir þörfum. Þegar ástandsskýrslan var gerð hafði þegar verið skipt um glugga í húsinu að Torfufelli 35. Þá var lagt til að öllum gluggum yrði skipt út f yrir yfirfellda PVC - glugga sem féllu í þáverandi karm með nýju K - gleri. Tillögur voru um lítils háttar viðgerðir á þaki. 3 Á húsfundinum mun einnig hafa verið rætt um kosti þess að klæða húsið fram yfir múrviðgerðir og einnig um möguleika á svalalokunum. E r haft eftir fulltrúa THG á fundinum að ef húsið yrði klætt yrði það tiltölulega viðhalds frítt næstu 15 20 árin . Ef farið yrði í múrviðgerðir og málað þyrfti hins vegar að ráðast í framkvæmdir eftir u.þ.b. 5 8 ár. Á fundinum var samþykkt að leita tilboða í utanhússviðgerðir á grundvelli ástandsskýrslunnar sem talið væri nauðsynlegt að fara í. J afnframt var samþykkt að fela stefnda THG að útbúa útboðsgögn og afla tilboða í verkframkvæmdir. ur um tæknilega stefnda THG, sem í samningnum var nefndur ráðgjafi. Samkvæmt 1. gr. átti verkefnið að taka til þess að skipta um alla glugga í húsinu og setja yfirfellda PVC - glugga í karma sem voru fyrir og brjóta niður svalahandrið og endurnýja, með annaðhvort svalalokunarkerfi eða grind klæddri með sama efni og utanhússklæðingin. Húsið átti að klæða með loftræstri utanhússklæðningu, endurnýja átti niðurfallsrör af þaki, svo og að þvo þakið með háþ rýstingi og mála. Samkvæmt samningnum tók THG að sér að gera útboðsgögn, hafa með hendi umsjón og framkvæmd með útboði svo og með því að framgangur verksins væri í samræmi við hönnunar - , verk - , og kostnaðaráætlanir, auk hönnunarstjórn ar . Jafnframt átti TH G að fara með verkumsjón og eftirlit með verkinu á framkvæmdatíma allt þar til verkinu lyki . Fól það meðal annars í sér gæðaeftirlit og úttektir á verktíma. Umsamin verklaun fyrir samninginn voru 9.700.000 kr. m/vsk. Samhliða og sama dag gerðu stefnandi og THG . Í 1. gr. samningsins er verkefni ð skilgreint , en þar segir að ráðgjafi skuli vinna alla arkitektahönnun vegna utanhússklæðingar og gluggaskipta á húseigninni að Torfufelli 25 35. Samningurinn tók einnig ti l ráðgjafar á byggingartíma. Verkefnið fólst í því að gera tillögur að viðhaldsaðgerðum á húsinu ásamt fullnaðarhönnun á þeim tillögum sem valdar yrðu af verk k aupa. Samkvæmt ráðgjafa samningnum átti ráðgjafi að skila verkkaupa fullgerðum teikningum ásamt verk - og efnislýsingum frágangs að utan. Í 4. gr. samningsins kom fram að gerð byggingarnefndaruppdrátta skyldi lokið eigi síðar en 31. ágúst 2009 og gerð séruppdrátta og tilheyrandi efnis - og verklýsinga eigi síðar en 25. september 2009. Á húsfundi , sem haldinn var 16. september 2009, var sérstaklega rætt um hvort svalalokanir yrðu hluti af útboði en ákveðið var að svo yrði ekki. Hluti íbúa var óánægð u r 4 með þá niðurstöðu og var þá ákveðið að stjórn stefnanda myndi leita til THG til að reyna finna lausn á málinu. Í nóvember 2009 gerði THG útboðslýsingu, verklýsingu og tilboðsskrá með verkframkvæmdunum . Var í því sambandi stungið upp á að stefnandi myndi skoða lokunarkerfi á svalir og sleppa endurnýjun glugga og klæð n inga á svölum en með því mætti lækka k ostnað og auka notagildi íbúða. Eftir viðræður stjórnar stefnanda við THG var ákveðið að gera tvískipt útboð. Alls bárust 28 tilboð frá 21 aðila. Eftir að tilboð bárust skilaði THG skýrslu um verkstöðu, tilboð og næstu skref til stefnanda þann 20. janúar 2010. Þar kemur m.a. fram að á fundi með stjórn húsfélagsins, þar sem ákveðið var að setja í gang hönnun og undirbúning að viðhaldsframkvæmdum á húsinu, hafi verið lögð fram kostnaðaráætlun með samanburði á því að setja svalalokanir á svalir eða ekki. Áæt lað var að viðbótarkostnaður við svalalokun væri um 120.000 kr. á hverja íbúð að meðaltali. Þá kom fram að í samanburði á kostnaði við viðhaldsframkvæmdir með og án svalalokana væri meðaltalskostnaður á hverja íbúð samkvæmt tilboði stefnda Múr - og málninga rþjónustunnar Hafnar ehf. um 220.000 kr. á hverja íbúð . Í skýrslu THG var lagt til að frávikstilboði 2 frá Múr - og málninga r þjónustunni Höfn ehf. yrði tekið, sem og að húsfélagið samþykk t i að húsið yrði klætt að utan og gluggar yrðu endurnýjaðir og að hús félagið samþykk t i að þeir sem vildu setja svalalokanir hefðu heimild til þess. Á húsfundi 1. mars 2010 var síðan samþykkt að taka tilboði frá Múr - og málninga r þjónustunni Höfn , frávikstilboð i 2, án svalalokana, sem nam 95.767.762 kr. Jafnframt var ákveðið að þei m sem vildu, væri heimilt að fara í svalalokanir á eigin kostnað. Þá var samþykkt að fela THG umsjón og eftirlit með framkvæmdum fyrir 9 . 700.000 kr., eins og fyrr er rakið . Stefnandi og Múr - og málninga r þjónustan Höfn undirrituðu verksamning 25. mar s 2010. Í 1. gr. samningsins segir að verkið taki til vinnu við ytri frágang, samkvæmt nánari lýsingu, m.a. að skipta út öllum opnanlegum fögum fyrir PVC - fög, eins og sýnt er á teikningum, fræsa nefið á botnstykki glugga í burtu og setja PVC fög eins og sý nd er u á teikningum í staðinn. Tekið var fram að á framkvæmdatíma gæti orðið töluverð magnaukning í verkinu í formi svalalokana til viðbótar umsömdu verki. Þá átti að flota svalagólf og flísaleggja. Í 4. gr. verksamningsins segir að verktaki leggi fram íta rlega verkáætlun sem verkkaupi samþykki. Eftir að verkáætlun hafi verið undirrituð af 5 verkkaupa og verktaka teljist hún samþykkt og hluti verksamnings. Þá segir í ákvæðinu að verkinu skuli skila í einum áfanga 10 mánuðum frá undirritun samnings. Í 8. kafla verksamningsins um frágang og gæði verksins, gr. 0.8.7, er fjallað sérstaklega um úttekt verksins en þar segir orðrétt svo: Verktaki skal tilkynna verkkaupa skriflega hvenær úttekt verk sins geti farið fram. Við úttekt yfirfara fulltrúar verkkaupa og verktaka (auk undirverktaka þar sem við á) allt verkið. Telji eftirlitsaðili verkkaupa að eitthvað sé vangert eða úrbóta sé þörf, skal hann að lokinni úttekt án tafar afhenda verktaka orðsen dingu (úrbótalista) um öll atriði sem lagfæra þarf. Verkkaupa er heimilt að fresta úttekt ef fram koma verulegir ágallar á verkinu í úttekt. Úttekt verður þá ekki fram haldið fyrr en lagfæringar hafa átt sér stað. Eftir ágallalausa lokaúttekt verður banka tilkynnt að ábyrgðartími verksins sé hafinn. Ef í verkinu eru þættir sem krefjast sérstakrar úttektar opinberra aðila, t.d. byggingarfulltrúa, rafveitu, Löggildingarsstofu, Heilbrigðiseftirlits ríkisins eða eldvarnareftirlits skulu þessir aðilar hafa ver ið boðaðir til sérstakra úttekta (einn eða fleiri saman) ásamt fulltrúum verktaka og verkkaupa, áður en formleg úttekt verkkapa fer fram. Komi fram athugasemdir frá þessum fulltrúum opinberra stofnana geta þeir sjálfir ákveðið hvort önnur úttekt að þeim sj álfum viðstöddum skuli fara fram. Verkinu telst lokið sé öllum eftirtöldum atriðum fullnægt: 1. Að verktaki hafi lokið öllu verki sínu í samræmi við útboðsgögnin. 2. Að fullnægjandi niðurstöður allra fyrirskrifaðra prófana liggi fyrir. 3. Að fullnægjandi gögnum með öllu efni sem notað var við framkvæmdina, og krafist var gagna um, hafi verið skilað. Einnig að öllum ábyrgðarskírteinum af öllu efni sem ábyrgð er gefin á hafi verið skilað. 4. Að fyrir liggi úttekt ein g s o g krafist er frá þeim op inberu aðilum sem hlut eiga að máli. 5. Að verkkaupa hafi verið afhentar allar upplýsingar um breytingar á útfærslum miðað við teikningar (og að áður hafi verið samþykkt, svo sem um legu lagna o.fl.) Hafi atriði 1 - 5 hér að framan verið staðfest sem fullafgreidd við úttektina skal verkkaupi gefa út án tafar vottorð um úttekt, úttektargerð, og telst hann þá hafa tekið við verkinu frá úttektardegi að telja og hefst þar með ábyrgðartími verksins. Sé hins vegar eitthvað vangert eða ekki í samræmi við lýsingar eða teikningar skal það metið af fulltrúum verkkaupa og greiðslu fyrir viðkomandi atriði haldið eftir. Verktaki fær eðlilegan frest til að ljúka þeim verkum sem talin eru ófullnægjandi við úttekt þess a, og fær þau þá greidd eftir fyrrgreindu mati, þegar staðfesting verkkaupa er fengin fyrir að hann hafi lokið viðkomandi verki Á verktíma samningsins voru haldnir 18 verkfundir. Fyrsti verkfundur var haldinn sama dag og verksamningur inn var undirritað ur 25. mars. 2010. Á þeim fundi kemur 6 . Ber orðalag athugasemdarinnar þannig með sér að ákveðið hafi verið að s kipta alveg um glugga í stað þess að gera við þá og setja opnanleg PVC - fög, eins og kemur fram í 1. gr. verksamningsins. Engar fundargerðir eða skrifleg gögn eru til er varða þessa ákvörðun. Í fundargerð frá 5 . verkfundi 6. maí 2010 kemur fram að aðilar séu að skoða sín á milli mismunandi útfærslur á gluggum og svalalokunum. Samkvæmt fundargerð 7. verkfund ar 16. júní 2010 voru staðfestar 53 svalalokanir , sem varð endanlegt magn , og fram k om að verktaki væri að vinna að pöntun á svalalokunum. Á 9. verkfund i 15. júlí kemur fram að búið sé að panta glugga og svalalokanir. Færðar voru alls 17 fundargerðir af verkfundum og er sú síðasta dagsett 20. janúar 2011, en í lok fundargerðarinnar kemur fram að næsti fundur verði haldinn 3. febrúar 2011. Af gögnum málsin s verður ekki séð að sá fundur hafi verið haldinn eða aðrir verkfundir . Byggingarleyfi vegna klæðningar og endurnýjunar glugga var samþykkt þann 26. apríl 2010, og með áskilnaði byggingarfulltrúan s í Reykjavík um lokaúttekt byggingarfulltrúa. Stefndi Elías Víðisson var skráður byggingarstjóri á þessar framkvæmdir 26. apríl 2010 . Í byggingarsögu hússins kemur fram að sótt hafi verið um leyfi fyrir svalalokunum með þaki á efstu hæð og fyrir verönd á neðstu hæð og var afgreiðslu erindisins ítrekað frestað frá 15. júní 2010 vegna athugasemda, m.a. frá forvarnadeild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins . Í svari við umsókn stefnanda 21. júlí 2010 kemur fram í athugasemdum slökkviliðsins að hönnuður eða þar til bær maður í hans umboði skuli skila inn svoka llaðri úttektarskýrslu, þar sem fram komi hvað þurfi til þess að bæta eldvarnir. Auk þess þyrfti stefndi að breyta teikningum. Af þessu tilefni fékk stefndi THG Mannvit verkfræðistofu til þess að meta nauðsynlegar brunavarnir í húsinu. Í niðurstöðu Mannvit s , dags. 6. september 2010, kemur fram að nauðsynlegt sé að skipta í brunavarnarhurðir milli íbúða og sameignar í öllum stigahúsunum nema í nr. 29, þar sem þó þurfi einnig að yfirfara allan frágang. Þá þurfi að vera pumpur á öllum hurðum svo að þær verði s jálflokandi. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir höfðu svalalokanir þegar verið pantaðar og framleiðsla þeirra hafin. Stefndi THG breytt i teikningum, þ.e. sett i brunamerkingar inn á grunnmyndir og bætti við skilalýsingu að eldvarnarhurðir og veggir yrðu endurnýjuð samhliða eðlilegu viðhaldi á stigagöngum og sameign. 7 Byggingarfulltrúi samþykkti t eikningar af svalaskýlunum 28. september 2010 og sendi byggingarfulltrúi tilkynningu um samþykkt byggingaráforma sama dag. Í athugasemdum með tilkynningunni er tekið fram að áskilin sé lokaúttekt byggingarfulltrúa, skráning byggingarstjóra, skil á séruppdráttum og fjórar áfangaúttektir. Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá lánafulltrúa Íbúðalánasjóðs, dags. 16. mars 2011, til Sigurðar Arnar Sigurðssonar, þáverandi starfsmanns stefnda THG, en samkvæmt efni póstsins varðaði hann lán til endurbóta og viðauka á Torfufelli 25. Í tölvupósti lánafulltrúans kemur fra m að það vanti staðfestingu á að verki sé lokið og að kostnaður samkvæmt yfirliti sé réttur svo þeir eigendur sem ætli að taka lán frá Íbúðalánasjóði fái afgreiðslu. Sigurður svaraði tölvupóstinum sama dag þar sem fram kemur að hann hafi ann an aðila daginn áður. Í þessu sambandi liggur einnig fyrir í málinu yfirlýsing frá THG, dags. 24. mars 2011, - 35 erkinu teldist vera lokið og að það hefði verið afhent til notkunar. Skömmu áður en nefnd yfirlýsing um verklok var gefin var starfsmaður stefnda THG í samskiptum við Íbúðalánasjóð vegna lána einstakra íbúðareigenda þar og í sambandi við það var Íbúðalánas jóði sen d yfirlýsing um að verkinu væri lokið ásamt heildarkostnaði og innbyrðisskiptingu milli einstakra íbúðareigenda, sbr. tölvupóst 16. mars 2011. Á húsfund i stefnanda sem haldinn var 27. apríl 2011 voru gluggarnir á framhlið hússins ræddir. Kom þar fr am að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á fundinum mun hafa verið spurt hvað réði því að gluggarnir voru keyptir og mun Sigurður Arnar Sigurðsson, byggingafræðing ur og eftirlitsaðil i á vegum THG, hafa svarað því til að verktaki hefði stungið upp á gluggunum og það hefði alveg farið fram hjá öllum að næturlokun vantaði. Þá hefðu gluggarnir verið pantaðir erlendis frá þar sem innlendir gluggar hefðu væntanlega verið dýrari. Á fundinum mun einnig hafa verið spurt um glugga sem lá ku, hvort þeir y rðu lagaðir eða hvort það hefði ekki gerst aftur. Mun því hafa verið svarað svo að verktaki ætlaði að stilla glugga og laga þannig að leki hætti. Einnig var spurt um leka á svalalokunum og frágang á svölum og loforð gefin um að hvort tveggja yrði lagað. Sama ár, eða 17. ágúst 2011, var gerð úttekt á gluggum stefnanda að viðstöddum fulltrúum aðila málsins og Helgu Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra UPB ehf. á Íslandi, 8 sem flutti inn gluggana sem notaðir voru í húsið. Í skjali sem liggur fyrir í málinu um útte ktina kemur fram að svalalokanir á efstu hæðunum þarfnist lagfæringa verktaka. Þá segir í skjalinu að þættir sem varði glugga og séu á ábyrgð verktaka séu óviðunandi eða ónýtir. Er þetta atriði útlistað nánar þannig að svo virðist sem gluggar sígi en búið sé að stilla þá tvisvar sinnum eftir að þeir voru settir í. Kemur fram í skjalinu að tiltekinn einstaklingur að nafni Helga sé að sinna málinu við framleiðanda . Þar mun vera átt við Helgu Ingólfsdóttir sem mun hafa verið framkvæmdastjóri UPB ehf. á Íslandi , en félagið seldi gluggana sem notaðir voru í húsið að Torfu f elli 25 35. Ef aðgerðin virkar ekki þurfi að taka alla gluggana úr og setja aftur í en að sögn Helgu sé um ábyrgðarmál að ræða. Helga muni boða fund vikuna á eftir , þegar hún sé búin að fara yfi r málið með framleiðanda. Næsti úttektarfundur var haldinn 1. desember 2011 . F ór þá fram úttekt á svalagólfum og gluggum sem skipt var um á austurhlið. Af hálfu stefnanda mætti enginn á úttektarfundinn. Á fundinum kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væ r i víða á milli glugga og steins, og rakamyndun undir sólbekk. Í fundargerð segir að athugasemdir hafi ekki verið tæmandi, þar sem áhersla hafi verið lögð á svalagólfin. Fundur var með aðilum utanh ússframkvæmdanna þann 26. mars 2012, vegna kvartana um ýmsa verkþætti. Þannig var enn kvartað yfir svalagólfum, sem væru ekki með vatnshalla, og vatnslek a á efstu svölum, auk þess sem lagður var fram listi yfir athugasemdir vegna glugga og svalahurða o . fl. Á þessum fundi var THG innt eftir því af hverju ekki hefði verið gefið út byggingarleyfi vegna svalaloka na nna og hvers vegna byggingarstjóri haf ð i ekki verið skráður á verkið né hefði verið tekin starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra. Af hálfu THG var ge fin sú skýring að þetta væri í vinnslu en hefði tafist vegna breyttra reglna í byggingarreglugerð og að tryggingariðgjald vegna starfsábyrgðar byggingarstjóra hefði hækkað mjög mikið. Stefnandi leitaði aðstoðar lögmanns árið 2013 til að krefjast úrbóta á vanefndum stefndu. Fundur var haldinn þann 31. maí 2013 en af gögnum málsins verður ráðið að stefndu Múr - og málninga r þjónustan Höfn og THG hafi í framhaldinu verið í samskiptum við stefnanda og lögmann um hvernig bætt yrði úr þeim göllum sem stefnandi ta ldi vera á verkinu. Er því meðal annars lýst í tölvupósti Ólafar Birnu Ólafsdóttur, þáverandi formanns stefnanda, dags. 19. júní 2013, til Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, þáverandi lögmanns stefnanda, að stefndi Elías hefði komið um daginn 9 og gengið í íbú ðir í Torfufelli ásamt fulltrúa frá stefnda THG. Í tölvupósti Ólafar er settur fram aðgerðalisti sem hún kveðst koma til með að senda stefnda Múr - og málninga r þjónustunni og þeir fari í að laga þau atriði. Segir þar meðal annars að næturlokanir hafi vantað á glugga, en gluggarnir séu auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Stefndu THG og Elías munu hafa fundað með stefnanda sama dag, að beiðni þáverandi lögmanns stefnanda. Gögn málsins gefa til kynna að unnið hafi ver ið að lausn málsins í kjölfarið, en í málinu liggja fyrir tölvupóstsamskipti milli stefnda Elíasar og starfsmanna B YKO sem áðurnefnd Ólöf Birna, formaður stefnanda, fékk afrit af. Í tölvupósti Elíasar til starfsmanns B YKO , dags. 14. febrúar 2014, segir t.d . að stefndu hafi verið að reyna leysa málin í Torfufelli 25 til 35 varðandi gluggana . Er þar rakið að stefndi Elías hafi sent aðgerðalistann á starfsmenn B YKO og átt fundi með þeim en í tölvupóstinum er því lýst að þeir hafi ætlað að leysa málið hratt og vel. Í framhaldinu segir Elías : handföngum í gluggana. Það virðist vera þrautinni erfiðara að ná að lenda þessu með Byko þar sem við fáum engin svör, fáum ekkert efni þrátt fyrir ítre kaðar tilraunir og endalaus símtöl varðandi málefnið. Þetta er mál sem Byko ætti að sjá sóma sinn í að leysa og án frekari tafa. Okkur er bent á að tala við Helg u hjá UPB en Byko seldi okkur gluggana og ætti því að klára þetta mál án frekari málalenginga. Svör Helgu er Starfsmaður B YKO svaraði erindinu með tölvupósti 20. febrúar 2014 á þann veg að þeir væru komnir á fullt með að leysa málið og þeir fengju beint frá framleiðanda gluggan n a með DHL eins fljótt og hægt væri nýja þéttilista og handföng. Í svari stefnda Elí a sar til starfsmanns B YKO sama dag kemur fram að það sé töluverður kostnaður sem hafi fylgt málinu og að Múr - o g málninga r þjónustan áskilji sé rétt til að rukka BYKO um ísetningu og biðtíma eftir þessu. Stefnandi komst að því í lok ársins 2015 að það þyrfti að breyta eignaskiptasamningi fjöleignarhússins til þess að hægt væri að fá byggingarleyfi fyrir svalalokunu m. Vorið 2016 fór stefnandi að gera reka að því að fá lokaúttekt á framkvæmdirnar . Í málinu liggur fyrir vottorð um lokaúttekt byggingarfulltrúa vegna útveggjaklæðningar og endurnýjunar glugg a, dags. 30. janúar 2017. Í vottorðinu kemur fram að stefndi E lías hafi verið byggingarstjóri og að viðstaddir skoðun á mannvirki hafi verið stefndi Elías, starfsmaður byggingarfulltrúa og fulltrúi húsfélags. Var lokaúttektin 10 staðfest með athugasemdum, sem lutu meðal annars að því að rakaskemmdir væru við glugga á no kkrum stöðum að innanverðu. Í vottorðinu segir enn fremur að lokaúttekt samanstandi af yfirferð skráninga í málakerfi byggingarfulltrúa og skoðun á því hvort mannvirki hafi verið byggt samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum. Þá kemur fram í vottorðinu að úttektin sé gerð með vísan til ákvæða í 36. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki, sbr. einnig gr. 3.9.1.,3.9.2 og 3.9.3 í bygg i ngarreglugerð nr. 112/2012. Lokaúttekt byggingarfulltrúa á svalalokunum sem fór fram í janúar 2017 var frestað vegna athugasemda byggingarfulltrúa um brunavarnir og fékk stefnandi frest til 1. febrúar 2018 til þess að setja upp eldvarnarhurðir. Vottorð um lokaúttekt á svalalokunum og eldvarnarhurðum var síðan gefið út 23. október 2018. Í vottorðinu voru gerðar ýmsar athugasemdir, þ. m.t. að verkþættir hefðu verið unnir án skráningar byggingarstjóra og iðnmeistara, ekki hefði verið keypt starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra og ekki hefðu farið fram áfangaúttektir á uppsetningu svalalokana og brunahólfandi hurða. Stefnandi óskaði efti r dómkvaðningu matsmanns, með beiðni dagsettri 13. september 2017 , og var Hjalti Sigmundsson, byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari , dómkvaddur til að meta gallana þann 19. janúar 2018. Hjalti skilaði matsgerð , sem dagsett er í maí 2018, í byrjun júní sama ár. Stefnandi óskaði einnig mats á öðrum þáttum í framhaldsmatsbeiðni dagsettri 24. september 2018. Hjalti var aftur dómkvaddur og þann 9. nóvember 2018 skilaði hann að nýju niðurstöðu í matsgerð sem dagsett e r í janúar 2019. Í fyrri matsgerð dómkvadds matsmanns sem skilað var vegna fyrri matsbeiðni kemur fram að m atsmaður telji að ísetning glugga sé ófullnægjandi á ýmsan hátt þó að heita megi að frágangur sé að mestu í samræmi við Rb - blað það sem vísað sé ti l. Ástæðan sé sú að festingar rjúfi þéttingu og að þéttingar séu ekki með fullnægjandi hætti. Kíttað sé að málningu og að F - listum á gluggum í stað þess að fjarlægja málninguna og kítta beint að steini þar sem notaður væri þar til gerður grunnur eftir því sem framleiðandi kíttisins ráðleggi . Matsmaður telur að til að bæta úr þurfi að endurgera þéttingar á milli gluggakarma og veggja og þétta festingar á gluggum. Til þess þurfi að taka frá klæðningar og áfellur og F - lista til að komast að. Eftir sem áður mu ni geta gustað með opnanlegum fögum, hvína í þeim og þau dragast í karm. Það sama eigi við um svalahurðir. Matsmaður mat kostnað við að bæta úr frágangi glugga 5.530.000 kr . 11 Í seinni matsgerð sama matsmanns voru gluggar metnir sérstaklega í fyrstu matsspu rningu og þar er gert ráð fyrir kostnaði vegna ísetningar og þéttingar með gluggum. Í matsgerðinni lýsir matsmaður því einnig að opnanleg fög á nýju gluggunum séu ekki með næturlokun í samræmi við verklýsingu í útboðsgögnum, sem hafi verið hluti af samning i aðila. Stormjárn sem Múr - og málninga r þjónustan Höfn ehf. setti á fögin séu ekki með næturlokun og geti ekki komið í staðinn fyrir slíkan búnað. Í sömu matsgerð er rakið að matsmaður viti ekki hvort hægt sé að setja næturlokun á fögin í húsinu eða hvort hægt sé að fá fjöldaframleidd stormjárn sem hægt sé að setja á fögin og þoli venjulega notkun án þess að brotna. Vafalítið megi sérsmíða stormjárn en þau þurfi þá fyrst að hanna og útfæra og ógerningur að segja til um kostnað samfara því og við sérsmíði. Matsmaður geti ekki metið kostnað við að bæta úr vegna þess að ekki liggi fyrir hvernig hægt sé að setja næturlokun á gluggana. Matsmaður taldi enn fremur að ekki hefðu verið lögð fram gögn um gluggana svo óyggjandi væri . Þær upplýsingar sem lagðar voru fram staðfestu ekki að gluggar uppfylltu kröfur í verklýsingu og byggingarreglugerð. Ekki yrði bætt úr nema með því að skipta um gluggana og setja í staðinn glugga sem uppfyll tu kröfur í verklýsingu og byggingarreglugerð . Matsmaður lýsti því í síðari matsgerð sinni að taka yrði úr glugga og setja í nýja glugga sem uppfylltu kröfur byggingarreglugerðar. Gluggar sem væru fyrir yrðu teknir úr, nýir settir í og þétt milli veggs og glugga. Taldi matsmaður að kostnaður við umrædd ar framkvæmdir næmi samanlagt 46.273.000 kr. Í fyrri matsgerð er einnig fjallað um h önnun og smíði þaks/svalalokana á efstu hæð fjöleignarhússins og svalaskýla . Um það atriði komst matsmaður að þeirri niðurstöðu að frágangur svalaskjóla væri ófullnægjandi . Í 2. lið matsgerðarinnar fjallaði matsmaður um þak yfir svölum fjórðu hæðar og lýsti því að vatn af þaki bærist óhindrað að samsetningum þaks og útveggs í svalaskjóli sem ekki væru þétt ar . Þ að leiddi til þess að vatn bærist í miklum mæli inn á svalir me ð ými s s konar vandkvæðum. Í sömu matsgerð komst matsmaður að þeirri niðurstöðu að frágangi svala og svalaskýla væri áfátt á ýmsan hátt. Það væri mat matsmanns að ekki hefði verið séð fyrir loftræstingu með fullnægjandi hætti á rýmum sem lokuðust af með svalaskýlum. Opna yrði svalaskjól til að lofta íbúðir , sem matsmaður teldi óeðlilegt og ekki í samræmi við byggingarreglugerð. Þá telur matsmaður að ekki verði annað séð en að svalaskjólin sem slík séu í samræmi við byggingarreglugerð en þau loki sv o til alveg fyrir loftskipti á 12 svölum og í íbúðum. Ekki sé hægt að loftræsta rými bak við svalaskjólin nema að opna fyrst svalaskjólin. Matsmaður taldi þessi atriði ekki vera í samræmi við byggingarreglugerð. Klæðning á veggjum milli svala væri að mestu e ins og búast mætti við en frágangur væri flókinn og margbrotinn. Ekki hefðu verið gerðar nákvæmar teikningar af frágangi áður en hafist var handa , sem þó hefði verið eðlilegt. Óeðlilega mikið vatn á svölum verði þó ekki rakið til frágangs á klæðningum held ur frágangs milli svalaskjóls og þaks á efstu svölum og þess að ekki sé vatnshalli á svölum að niðurfallsbrunnum. Það leiði til þess að vatn flæði af svalagólfum og niður á næstu svalir fyrir neðan. Í síðari matsgerð fjallaði matsmaður um frágang á klæðnin gum í svalaskjólum. Matsmaður taldi að bæta mætti úr með því að smíða og setja áfellu framan á láréttan póst á þaki sem bein d i vatni frá samsetningum við veggi. Þá telur matsmaður að eftir standi að breyta þurfi frágangi við enda svala og auka loftun á svö lum , sem ekki var spurt um í fyrri matsgerð þar sem stefnanda var ekki kunnugt um þennan galla fyrr en á matsfundi. Niðurstaða matsmanns í matslið 3, í síðari matsgerð inni , er sú að ekki hafi verið séð fyrir lofræstingu með fullnægjandi hætti í rýmum sem lokist af með svalaskýlum. Opna verði svalaskjól til að lofta íbúðir. Það verði að telja óeðlilegt og ekki í samræmi við byggingarreglugerð. Bæta megi úr með því að fjarlægja krossvið sem settur hafi verið fyrir rifur á steyptum svalahandriðum. Til að bæta úr þurfi að gera vatnshalla á svalir eins og fjallað sé um í fyrri matsgerð. Heppilegt sé að búa til brík eða vatnslás á svalagólf við enda á steyptum svalahandriðum til að hindra að vatn geti borist þar fram af svalagólfum. Í fyrri matsgerð , undir lið 7 , svaraði matsmaður spurningu um hver væri mismunur á umsaminni heildarþóknun THG vegna verkefnastjórnunar framkvæmda og eftirlits samkvæmt ráðgjafasamningi , dags. 10. júlí 2009, miðað við fullar efn d ir samnings annars vegar og hins vegar miðað við að samningur hefði ekki verið efndur réttilega. Var þá í spurningu miðað við að því hefði ekki verið framfylgt að skráður yrði byggingarstjóri/iðnmeistari á svalalokanir og ekki hefði verið gætt að áskilnaði um að verktaki legði fram fullnægjandi vátryggingar vegna verktöku á svalalokunum. Í niðurstöðu matsmanns er því lýst að THG arkitektar hafi ekki unnið í samræmi við samning aðila sem dagsettur er 10. júlí 2009. Í matsgerðinni kemur meðal annars fram að í tilkynningu byggingarfulltrúa til húsfélagsins seg i fyrir hverju byggingarleyfi sé gefið út. Þar sé ekki gefið leyfi fyrir því að skipta um glugga eða loka svölum. Matsmaður telur að eftirlitsmaður matsþola hefði mátt og átt að verða þessa var við eðlilega yfirferð, 13 miðað við þ að verkefni sem hann tók að sér, og gera þá nauðsynlegar ráðstafanir. Þá verði að telja það hluta af starfi eftirlitsmanns að ganga úr skugga um að byggingarstjóri, ekki síður en iðnmeistarar , séu skráðir á verkið. Í matsgerð er einnig vikið að því að þar sem enginn byggingarstjóri h afi verið skráður á hluta verksins, það er þann hluta sem laut að svalaskjólum og endurnýjun glugga, hafi engin starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra verið sett. Með sömu rökum og matsmaður hefur uppi um skráningu byggingarstjóra taldi hann að eftirlitsma nni matsþola hefði mátt vera þetta ljóst. Dómkvaddur matsmaður rekur einnig að það sé beinlínis hluti af samningi aðila að hlutverk eftirlits sé að tryggja að unnið sé eftir verklýsingum hönnuða og tryggja að samskipti við yfirvöld gangi vel. Verði að ætla að eftirlitsmanni hljóti að hafa verið ljóst eða mátt vera ljóst að úttektir opinberra aðila hefðu ekki farið fram á svalaskjólum enda hafi hann átt að ganga úr skugga um að svo hefði verið áður en hann gerði úttektir sínar . Í matsgerðinni er rakið í framhaldinu að ekki komi fram í verksamningi aðila hvenær verkinu tel ji st lokið. Þá segir að á matsfundi hafi matsþoli THG arkitektar lagt fram minnisblað , dagsett 19. mars 2018. Þar segi meðal annars að unnin hafi verið ítarleg u ppgjörsvinna á kostnaði við verkið vegna lántöku eigenda hjá Íbúðalánasjóði. Ekki komi fram í framlögðum gögnum að samið hafi verið um að þessi uppgjörsvinna kæmi í stað skilamats. Þá verði ekki séð að efni þessa uppgjörs geti komið í stað skilamats og sé það annars eðlis en skilamat eins og því sé lýst í samningi aðila. Dómkvaddur matsmaður rekur síðan að í verkfundargerðum í málinu séu engar skráðar orðsendingar eða kröfur eftirlits. Megi af því álíta að engin vandkvæði eða álitaefni hafi komið upp á verk tímanum. Í apríl 2011 komi fram í fundargerð aðalfundar húsfélagsins að næturlokanir vanti, það blási inn með gluggum, leki sé á svalalokunum, gólf séu skökk og þurfi að laga. Þá segir að þá þurfi að læra aftur að loftræs t a íbúðirnar, svo raki safnist ekki fyrir innan á lokuðum svölum. Gerð hafi verið úttekt 17. ágúst 2011 þar sem fram komi fjöldi athugasemda , og einkum við glugga. Þeir síg i , séu óþéttir, leki, vanti næturlokanir. Einnig komi fram að svalalokanir leki, þurfi að stilla, enginn halli sé á svö lum og leki sé við þak á svalalokun á efstu svölum. Önnur úttekt sé síðan gerð 1. desember 2011 á svalagólfum og þar séu gerðar athugasemdir við skekkjur á yfirborði svala. Í matsgerðinni er síðan rakið að haldinn hafi verið fundur 26. mars 2012 þar sem fu ndarefnið virðist vera þau vandamál sem komið höfðu upp. Ekki liggi fyrir önnur gögn 14 sem staðfest geti hvernig eftirlitsmaður stefnda THG arkitekta beitti sér til þess að fá bætt úr því sem fundið var að. Það sem fundið var að við glugga við úttekt aðila 1 7. ágúst og 1. desember 2011 sé í aðalatriðum eins og það sem matsmaður hafi staðreynt við skoðun og fjallað sé um í matsgerð . Af því verði að ætla að ekki hafi verið bætt úr því sem fundið var að eða að úrbætur hafi ekki skilað árangri. Verði því að líta svo á að eftirlitsmaður hafi ekki fylgt verkinu eftir til enda , sem verði þó að telja að hafi verið hluti af samningi aðila. Matsmaður telur að THG arkitektar hafi ekki unnið í samræmi við samning aðila sem dagsettur er 10. júlí 2009 . Rekur matsmaður síða n að þar sem umsamin þóknun sé heildartala og ekki sé gerð frekar i grein fyrir henni eða því hvaða tímafjöldi liggi að baki telji matsmaður ekki hægt að sjá hvernig kostnaður skiptist. Í framhaldinu áætlar matsmaður tímafjölda út frá þeim atriðum sem um er spurt og telur að vinna eftirlitsmanns myndi nema alls 172 klukkustundum. Miðað við að eftirlitsmaður sé reyndur og hafi þekkingu á því verkefni sem um ræðir telur matsmaður eðlilegt að miða við 12.016 kr. á klukkustund með virðisaukaskatt i eins og tímagj ald sé fyrir fagstjóra og rýna í ráðgjafasamningi um arkitektahönnun, dagsettum 10. júlí 2009. Matsmaður hefur ekki upplýsingar um breytingar á útseldum tíma hjá THG arkitektum en telur að styðjast megi við þróun launvísitölu til að framreikna það gjald se m að framan er stuðst við. Samningur aðila sé gerður 10. júlí 2009. Þá hafi launavísitala verið 379,5 stig en sé í mars 2018 640,0 stig. Breytistuðull sé þá 1,686. Framreiknað tímagjald sé þá 20.259 kr. Framreiknað heildarverð fyrir tímafjölda skv. liðum a til d sé þá (4+10+28+120) x 20.259 = 3.281.958 kr. Með bréfi, dags. 7. mars 2019 , gerði stefnandi kröfu um bætur, á grundvelli niðurstöðu matsmanns úr báðum matsbeiðnum, úr hendi THG og Halldórs Guðmundssonar hönnuða, Múr - og málninga r þjónustunnar Hafnar ehf. og Elíasar Víðissonar byggingarstjóra, Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM), sem er tryggingafélag hönnuðar og Sjóvá r - Almennra trygginga hf. (Sjóvár) , tryggingafélag s byggingarstjóra. Bótakröfur voru settar fram fyrir sameign stefnanda annars vegar og hins vegar fyrir þinglesna eigendur tiltekinna séreignarhluta. Sjóvá - Almennar tryggingar hf. viðurkenndu bótaskyldu vegna saknæmrar vanrækslu byggingarstjóra við ísetningu glugga samkvæmt 3. kröfulið úr fyrri matsbeiðni, sbr. 1. kröfulið úr seinni matsbeið ni og 5. kröfulið (séreignir) í kröfubréfi stefnanda. Þar sem k rafa stefnanda er hærri en nemur vátryggingarfjárhæðinni og tæmdist því 15 starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra með því að Sjóvá greiddi 10.813.800 kr. , þar af voru 9.755.800 kr. vegna kostnaðar við glugga og 1.058.000 vegna leka í séreignum. Vátryggingarfjárhæð miðaði st við 31. desember 2010, sem var síðasti gildisdagur starfsábyrgðartryggingar byggingarstjóra hjá Sjóvá. Með bréfi Tryggingamiðstöðvarinnar, dagsettu 15. maí 2019 , var öllum kröfum stefnanda í starfsábyrgðartryggin g u THG og hönnuðar hafnað, aðallega á grundvelli þess að þær væru fyrndar . Á fundi húsfélags stefnanda þann 27. júní 2019 var tekin ákvörðun um höfðun dómsmáls vegna vanefnda eftirlitsaðila og verktaka. Í fundargerð húsfé lagsins kemur fram að farið hafi verið yfir stöðu mála á fundinum og að Sjóvá hafi samþykkt bótaskyldu vegna byggingarstjóra en stefndi TM hf. hafi hafnað öllum bótakröfum, aðallega á a glugga, efni líkindum fyrndar . Í fundargerðinni kemur fram að þessi málshöfðun hafi verið egna galla Við aðalmeðferð málsins komu fyrir dóminn Ragnar Ólafsson , fyrrverandi íbúi í húsunum sem stefnandi tekur til , Arnar Bíldal Gunnarsson, sem var í stjórn stefnanda á þeim tíma sem framkvæmdir stóðu yfir, Hjalti Sigmundsson, dómkvaddur matsmaður , og Sigurður Arnar Sigurðsson, sem var eftirlitsmaður hjá THG. Dómurinn telur ekki þörf á að rekja framburð þeirra sérstaklega. III. Málsástæður aðila Málsástæður stefnanda Kröfur á hendur Múr - og málninga r þjónustunni Höfn ehf. og Elíasi Víðissyni byggingarstjóra Stefnandi heldur því fram að hann hafi orðið fyrir tjóni sem stefndu Múr - og málninga r þjónustan Höfn ehf . og Elías Víðisson byggingarstjóri beri óskipta ábyrgð á. Þannig hafi Múr - og málninga r þjónustan Höfn vanefnt verk samning með því að afhenda gallaða glugga og byggingarstjóri sýnt af sér saknæma háttsemi með vanrækslu í störfum sínum. Stefnukrafa stefnanda sé bótakrafa og byggð á niðurstöðum Hjalta Sigmundssonar, dómkvadds matsmanns, um hvað það kosti að bæta tjón ste fnanda. Krafa stefnanda á hendur Múr - og málningarþjónustunni ehf. og byggingarstjóra, sem 16 jafnframt er dómkrafa merkt A, sundurliðist með eftirfarandi hætti, að teknu tilliti til greiddrar bótafjárhæðar frá Sjóvá og fjárhæðar sem svari til 60% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á verkstað. Krafa vegna frágangs, ísetningar og þéttinga með nýjum gluggum, næturlokana, gallaðra nýrra glugga kr. 46.273.000 Bætur úr vátryggingu byggingarstjóra kr. - 9.755.800 Endurgreiddur 60% virðisaukaskattur af vinnu á verkstað kr. - 2.365.189 Samtals bótakrafa vegna glugga kr. 34.152.011 Stefnandi heldur því fram að Elías byggingarstjóri beri ábyrgð á tjóni hans vegna frágangs, ísetningar og gæða nýrra glugga, samkvæmt gr. 32.2 í byggingarr eglugerð nr. 441/1998, enda ber i byggingarstjóri ábyrgð á því að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Stefnandi heldur því fram að með því að að vátryggingafélag byggingarstjóra, Sjóvá, hafi viðurkennt bótaskyldu á tjóni stefnan da, sem rekja megi til vanrækslu byggingarstjóra, feli það jafnframt í sér viðurkenningu á persónulegri ábyrgð byggingarstjóra. Stefnandi byggir jafnframt á því að með greiðslu úr vátryggingu byggingarstjóra hafi fyrning bótakröfunnar verið rofin. Stefnand i telur að verktakinn, stefndi Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. , beri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákv æðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Stefnandi heldur því fram að Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. beri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingar r eglugerðar hér á landi og séu í ó samræmi við ákvæði í verksamning i aðila. Í frávikstilboði 2, dags. 17. nóvember 2009, sem var hluti af verksamningi aðila , komi st m.a. við að plastgluggar og gler séu frá Glerborg og hafi Múr - og málningarþ jónustan Höfn ehf. lýst því yfir að 10 ára ábyrgð væri á plasti í gluggunum og 5 ára ábyrgð á gleri. Stefnandi heldur því fram að það skipti ekki máli í þessu sambandi þótt gluggarnir hafi á endanum ekki verið frá Glerborg heldur öðrum framleiðanda. Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. hafi hvorki afturkallað né breytt eða gert fyrirvara við 17 yfirlýsingu um ábyrgð . 10 ára ábyrgð Múr - og málningarþjónustunnar á plastgluggunum sé því enn í gildi. Stefnandi vísar til þess að d ómkvaddur matsmaður hafi kom ist að þeirri niðurstöðu að plastgluggarnir standist ekki kröfur sem gerðar séu hér á landi . Auk þess séu gluggarnir hvorki í samræmi við verksamning né byggingarreglugerð. Því b er i Múr - og málningarþjónustunni ehf. að bæta stefnendum tjón sem af vanefndun um leiði en matsmaður hafi kom i st að þeirri niðurstöðu að skipta yrði alfarið um gluggana. Tjón stefnanda fel i st í því að þurfa að kaupa nýja glugga og að setja þá aftur í. Gluggaverðið hafi verið innifalið í verksamningi aðila þannig að stefnandi haldi þv í fram að Múr - og málningarþjónustan beri ábyrgð á að afhenda glugga sem séu í samræmi við verksamning aðila, byggingarreglugerð og ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, sbr. m.a. 17. gr. , og laga um neytendakaup nr. 48/2003. Stefnandi kveðst ekki hafa komið að vali á umræddum gluggum og því sé það rangt sem Múr - og málningarþjónustan hafi haldið fram, að stefnandi hafi valið gluggana sjálfur. Starfsmaður UPB, sem seldi B YKO gluggana, hafi staðfest að einungis Múr - og málningarþjónustan og THG hafi skoðað gluggana, sem voru til sýnis hjá UPB. Þannig hafi Múr - og málningarþjónustan valið glugga na í samráði við THG. S amkvæmt því sem fram hafi komið hjá starfsmanni BYKO hafi BYKO tekið yfir samning við UPB um sölu á gluggunum til Múr - og málningarþjónus tunnar vegna Torfufells 25 35. Upplýsti starfsmaður BYKO að Múr - og málningarþjónustan hefði fyrst óskað eftir tilboði í álglugga, sem hefðu þótt of dýrir , og því næst í tréglugga , sem hefðu einnig þótt of dýrir , og hefði því verið athugað með plastglugga hjá Helgu í UPB. Þegar íbúar kvörtuðu yfir gluggunum við stefnda Múr - og málningarþjónustuna Höfn ehf. þá hefði stefndi beint kröfum sínum að BYKO , sem virtist hafa haft samband við framleiðanda til að panta þéttilista og handföng . Síðan hefði ekkert orðið af lagfæringum. Á húsfundi 27. apríl 2011 hafi starfsmaður THG viðurkennt að verktakinn hefði valið glugga. Stefnandi vísar til þess að í opnanlegum fögum fyrir PVC fög, nefið á botnstykki glugga fræst í burtu og PVC lausn, Stefnandi heldur því fram að ástæða þess að horfið var frá þes sari verklýsingu sé , eins og kom fram í síðari matsgerð Hjalta Sigmundssonar frá í janúar 2019 , á bls. 11, að í húsinu hafi verið hverfigluggar og Mikið mál og dýrt hefði verið að halda gömlu körmunum, þar sem hætt sé að framlei ða svona veltiglugga. Það hafi því þurft að sérsmíða ný fög 18 sem hefði verið mun dýrara en tilboð þeirra og verksamningur kvað á um. Því hafi Múr - og málningarþjónustan og THG ákveðið skipta út og setja alveg nýja glugga og hafi því verið leitað að gluggum sem myndu rúmast innan tilboðs/verksamningsins. Í raun hafi stefnandi ekki hugmynd um hve mikið Múr - og málningarþjónustan greiddi BYKO fyrir plastgluggana. Kaupverð gluggana gæti þess vegna hafa verið lægra en gert var ráð fyrir í verksamningi. Stefnandi vísar einnig til þess að gluggaskiptin hafi verið úttektarskyld hjá byggingarfulltrúa og hafi lokaúttekt farið fram 30. janúar 2017 og lokaúttektarvottorð vegna útveggjaklæðningar og endurnýjunar glugga verið gefið út sama dag, með athugasemdum . Kröfur s tefnanda á hendur THG arkitektum ehf., Halldóri Guðmundssyni og TM Stefnandi heldur því fram að um vanhönnun og/eða hönnunarmistök sé að ræða sem hönnuður, stefndi Halldór Guðmundsson , ber i ábyrgð á og að THG beri ábyrgð á tjóni sem rekja megi til hönnunarmistakanna. THG hafi mátt vera ljóst að hönnun eða vanhönnun svalaskjólanna loka ði svo til alveg fyrir loftskipti á svölum og íbúðum, svo ekki væri hægt að loftræs t a rými bak við svalaskjólin nema að opna skjólin fyrst. Auk þess sé hönnun/fyrirskri ft flísalagnar á svalir án vatnshalla og það að vatn eigi greiða leið inn undir klæðningu af þaki, sem skili sér á svalir, sé andstætt byggingarreglugerð og faglegum vinnubrögðum. Krafa stefnanda á hendur THG, Halldóri Guðmundssyni hönnuði og TM óskipt sé byggð á kostnaðarmati dómkvadds matsmanns . Það mat sé sundurliðað með þeim hætti að kostnaður við úrbætur þaks svalaskjóla á 4. hæð nemi 682.000 kr. , en 7.911.000 kr. við úrbætur svalaskjóla. Endurgreiddur 60% virðisaukaskattur af vinnu á verkstað sé 386.0 33 kr. og samtals nemi bótakrafan í þessum lið því 8.206.967 kr. Stefnandi vísar til þess að byggingarfulltrúi hafi gert kröfu um að lokaúttekt á svalaskýlum færi fram . Sú úttekt hafi loks farið fram í janúar 2017 og verið frestað vegna fjölda athugasemda . Lokaúttektarvottorð hafi verið gefið út af byggingarfulltrúa þann 23. október 2018 og heldur stefnandi því fram að starfsábyrgðartrygging hönnuðar gildi í fi mm ár frá þeim tíma. Á það sé einnig að líta að THG, hönnuður, hafi lagt síðustu teikningar af sv alaskjólunum fram til samþykktar hjá byggingarfulltrúa í desember 2016. Vanefnd á ráðgjafasamningi um tæknilega verkefnastjórnun og eftirlit 19 Stefnandi heldur því fram að THG arkitektar ehf. hafi vanefnt verulega samning aðila um tæknilega verkefnastjórnun og eftirlit, sem dagsettur er 10. júlí 2009 , eins og rakið er í niðurstöðu matsmanns í liðum a e, á bls. 33 36 í fyrri matsgerð, matslið 7. Matsmaður telji að þau atriði sem víkja frá samningi aðila séu ekki að fullu rakin í matsgerðinni þ ar sem ekki hafi verið spurt um þau, en einnig vísi matsmaður til annarra matsliða hvað það varðar. Af þeim sökum telur stefnandi sig eiga rétt til hvort heldur er, skaðabóta vegna vanefndanna eða afsláttar af umsömdu gjaldi sem nemi þeirri fjárhæð sem ste fnandi hefur greitt umfram skyldu af endurgjaldi fyrir gallaða ráðgjöf og gallað eftirlit samkvæmt samningi dags. 10. júlí 2009. Stefnandi telur sig loks hafa fengið nauðsynlegar upplýsingar og staðfestingu á tjón i sínu, sem rekja megi til vanefnda THG, í fyrri matsgerð dómkvadds matsmanns sem dagsett er 28. maí 2018, þar sem matsmaður hafi kom i st að þeirri niðurstöðu að verulega hefði skort á að THG hefði staðið við ákvæði samnings aðila. Taki matsmaður fram að líta verði svo á að eftirlitsmaður hafi ekki fylgt verkinu eftir til enda, en það verði þó að telja það hluta af samningi aðila . Stefnandi telur r áðgjöf og eftirliti THG hafa verið verulega ábótavant og telji hann það vera brot á samningsskyldum og fela í sér að THG hafi sýnt af sér saknæma háttsem i og athafnaleysi. THG hafi ekki upplýst stefnanda um óhjákvæmilegan aukakostnað sem myndi hljótast af því að setja upp svalalokanir, að endurnýja þyrfti eignaskiptasamning og að íbúar þyrftu að setja upp eldvarnarhurðir í íbúðir og geymslur. Sé þjónusta T HG því gölluð í samræmi við ákvæði 9. gr. laga um þjónustukaup nr. 42/2000. Stefnandi telur að THG hafi sýnt af sér verulega vanrækslu með því að upplýsa eigendur ekki um þessi atriði. Stefnandi heldur því fram að THG hafi gert mistök sem leiddu til þess að íbúar tóku tilboði Múr - og málningarþjónustunnar um svalaskýli á röngum forsendum. Stefnandi telur THG bera ábyrgð á tjóni stefnanda, sem fel i st í því að hafa greitt fyrir þjónustu sem ekki var veitt og var ábótavant. THG séu sérfræðingar og fagmenn á þessu sviði sem m.a. hafi átt i og mátt vera fullkunnugt um kröfur byggingarreglugerðar um brunavarnir , en THG hafi einnig vanreiknað magn klæðningar á húsið og hafi orðið af því verulegur kostnaðarauki hjá stefnanda. Við skoðun byggingarfulltrúa á mannvirkinu hafi verið gerðar fjölmargar athugasemdir og tekið fram að við skoðun hefði verið stuðst við aðaluppdrætti sem samþykktir voru þann 6. desember 2016. Athugasemdir hafi m.a. lotið að brunavörnum 20 og hafi öllum eigendum séreign a verið gert að setja upp brunahólfandi hurðir og hurðir í sameignum. Byggingarful l trúi hafi gefið stefnanda frest til að bregðast við athugasemdum til 1. febrúar 2018 en vottorð um lokaúttekt hafi loks verið gefið út þann 23. ok t óber 2018 , með fjölda athu gasemda, m.a. að verkþættir hefðu ver i ð unnir án skráningar byggingarstjóra og iðnmeistara og að ekki hefði verið keypt starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra. THG hafi heldur engar athugasemdir gert við það sem augljóst var, að nýir gluggar uppfylltu ekk i útboðsskilmála, ákvæði byggingarreglugerðar, né almennt það sem miðað sé við hérlendis. Þá hafi THG algjörlega brugðist hlutverki sínu með því að skrá hvorki iðnmeistara né byggingarstjóra á svalalokanir , eins og byggingarfulltrúi krafðist, né að sjá til þess að verktakinn legði fram fullnægjandi starfsábyrgðartryggingar við þá framkvæmd. Þá hafi THG enn ekki afhent stefnanda umsamda skilamatsskýrslu né hafi THG heldur uppfyllt samningsskyldur sínar sem fó lust í því sjá til þess að verkinu yrði lokið með úttekt opinberra aðila. Stefnandi heldur því fram að umsamin verklok geti ekki hafa verið fyrr en við lokaúttekt byggingarfulltrúa , enda sé skýrt tekið fram um það í verksamningi. Krafa stefnanda í þessum lið vegna vanefnda á ráðgjafasamningi um tæknilega verkefnastjórnun og eftirlit byggist á niðurstöðu dómkvadds matsmanns og nemur alls 3.281.958 kr. Krafa stefnanda á hendur TM hf. Krafa stefnanda á hendur stefnda TM í máli þessu er reist á því að stefnd i hafi veitt THG og Halldóri Guðmundssyni hönnuði lögboðna starfsábyrgðartryggingu sem taki meðal annars til hönnunar svalaskýla að Torfufelli 25 35 í Reykjavík. Stefn andi telji ljóst að starfsábyrgðartryggingar stefndu taki til þeirra tjónsatvika sem lýs t er í matsgerð og hafi Sjóvá hf., vátryggingarfélag byggingarstjóra , þegar fallist á bótaábyrgð vegna vanrækslu byggingarstjóra. Stefnandi byggir á því að kröfur hans séu ekki fyrndar, þar sem hann hafi ekki fengið nauðsynlegar upplýsingar um tjón sitt fy rr en niðurstöður hins dómkvadda matsmanns lágu fyrir, í lok maí árið 2018 og í janúar 2019, sbr. 9. gr. laga um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007. Kröfur stefnanda miðist jafnframt við verðlag á þeim tíma og sé vaxtakrafa stefnanda miðuð við dagsetninga r matsgerða. 21 Kröfur stefnanda hafi heldur ekki verið fyrndar þegar lokaúttektir fóru fram og samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 51. gr. og 3. mgr. 47. gr. þáverandi skipulags - og byggingarlaga nr. 73/2007, sem gildi um atvik þessa mál s , skuli vátrygging byggingarst jóra og aðalhönnuðar vera í gildi í 5 ár frá því að lokaúttekt fór fram. Ákvæði laganna séu fortakslaus og þar sé ekki gert ráð fyrir því að starfsábyrgðartryggingar þessara aðila falli niður við fyrningu krafna á hendur byggingarstjóra eða hönnuði. Á þetta hafi Sjóvá, vátryggingafélag byggingarstjóra , fallist en ekki stefndi TM. Stefnandi mótmælir því að bótakröfur í starfsábyrgðartryggingar hönnuðar séu fyrndar enda séu ekki liðin fi mm ár frá lokaúttekt byggingarfulltrúa á framkvæmdum við fasteign s tefnanda. Stefnandi vísar til þess að ekki hafi verið kveðið nánar á um efni hinna lögboðnu trygginga í þágildandi skipulags - og byggingarlögum nr. 73/1997 , en það hafi hins vegar verið gert í byggingarreglugerð nr. 441/1998 sem sett hafi verið á grundvell i heimildar í 37. gr. laganna . Reglur um ábyrgðartryggingu byggingarstjóra séu í gr. 33.1 í byggingarreglugerðinni . Þar segi meðal annars að byggingarstjóri skuli hafa í gildi tryggingu vegna fjárhagstjóns sem leitt geti af gáleysi í starfi hans. Tryggingi n skuli gilda í að minnsta kosti fi mm ár frá lokum framkvæmdar, sem hann hefur stýrt. Í ákvæðinu er Í gr. 26.1 er samsvarandi ákvæði um hön nuði. Stefnendur halda því fram að lögboðið sé að miða skuli lok framkvæmda byggingarstjóra og hönnuðar við það tímamark þegar lokaúttekt fór fram án athugasemda frá byggingarfulltrúa, skv. 53 . gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Vaxtakrafa stefnenda : Stefnendur krefjast vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, og miðist vaxtakröfur við dagsetningar matsgerða hins dómkvadda matsmanns, en metnar fjárhæðir miðist við verðlag þess tíma. Fyrri matsgerð málsins er dags. 28. maí 2018 og hin seinni 2. janúar 2019, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 og 5. mgr. 50. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Krafist er dráttarvaxta samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. apríl 2017 , en þá var liðinn mánuður frá því að lögmaður stefnenda krafði stefndu sannanlega um greiðslu bóta. Fjárhæðir og útreikningur bótakrafna miðist við kostnaðarmat matsmanns samkvæmt framlögðum matsgerðum dómkvadds matsmanns. 22 Málsástæður stefndu Múr - og máln ingarþjónustunnar ehf. og Elísar Víðissonar U mfjöllun stefndu er einskorðuð við gluggana og ísetningu þeirra þar sem kröfur á hendur þeim varði einvörðungu meinta galla á gluggum og ísetningu þeirra. Þó sé mótmælt lýsingu sem fram komi í stefnu að því er v arðar meinta vankanta á svalagólfi, svalalokunum, álklæðningu og öðru sem athugasemdir virðist vera gerðar við. Stefndu byggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að verkinu hafi verið skilað í samræmi við útboðsgögn, verklýsingu og þær kröfur sem gera me gi til slíks verks. Meintir gallar á verkinu séu með öllu ósannaðir. Í öðru lagi byggja stefndu sýknukröfu sína á því að stefnanda hafi ekki tekist sönnun á meintu tjóni sínu og að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að meint tjón megi rekja til háttsemi sem s tefndu, Múr - og málningarþjónustan ehf. eða Elías Víðisson, beri ábyrgð á. Verði ekki fallist á það með stefndu að meintir gallar og meint tjón teljist ósannað byggja stefndu sýknukröfu sína á því að dómkröfur stefnanda séu niður fallnar sökum fyrningar o g stefnandi hafi því glatað þeim rétti sem hann kunni að hafa átt til bóta. Varakrafa stefndu byggist á sömu sjónarmiðum og aðalkrafa þeirra, að því viðbættu að stefndu byggja á því að hluti krafna stefnanda varði séreignarhluta tiltekinna íbúa og stefnan di eigi enga aðild að máli er varði meinta galla á þeim séreignarhlutum . Verði því að sýkna stefndu vegna aðildarskorts stefnanda að því er þær kröfur varðar. Stefndu byggja í fyrsta lagi á því að verkinu hafi verið skilað í samræmi við verklýsingu og þær uppfærslur og aðlaganir sem gerðar hafi verið á verklýsingu á meðan á verkinu stóð. Allt efni í verkinu hafi verið valið í samráði við eftirlitsmann stefnanda og stefnanda sjálfan. Það hafi verið gegnumgangandi í öllu verkinu að stefnandi vildi halda kostn aði í algjöru lágmarki og valdi m.a. efni og útfærslur verksins út frá þeirri forsendu, jafnvel þótt stefndu hefðu bent á að önnur efni eða aðrar útfærslur kynnu að vera vænlegri, þótt kostnaður kynni að vera meiri en í þeirri útfærslu sem á endanum var va lin. Stefndu mótmæla einnig fullyrðingum stefnanda um að frágangi, ísetningu og þéttingu með nýjum gluggum sé verulega áfátt og að hinir nýju gluggar séu gallaðir enda hafi þessi atriði verið í samræmi við þær kröfur sem gera megi til slíks. Þá byggja stefndu á því að ósannað sé að gluggarnir séu haldnir göllum. Þvert á móti sé um að ræða vöru sem hafi fullnægjandi vottanir og hafi staðist álagspróf hér á landi. Því fari fjarri að stefndi, Múr - og málningarþjónustan ehf., hafi einn síns liðs tekið ákvörðun um val á 23 þeim gluggum sem notaðir voru. Stefndu, Múr - og málningarþjónustan ehf. og Elías Víðisson, hafi kynnt mismunandi valmöguleika fyrir eftirlitsmanni stefnanda. Eftirlitsmaðurinn hafi borið valmöguleikana undir stefnanda, se m hafi tekið endanlega ákvörðun. Við þá ákvörðun virðist verð hafa haft meginþýðingu , það meginsjónarmið sem stefnandi hafi viðurkennt í stefnu , að verkið yrði sem ódýrast. Stefndu mótmæla forsendum og niðurstöðum matsgerða hins dómkvadda matsmanns hvað varðar matsliði 3 og 5 í fyrri matsgerð frá maí 2018 og matslið 1 í síðari matsgerð sem dagsett er í janúar 2019. Þá hafna stefndu kröfum stefnand a sem byggjast á matsgerðunum. Stefndu byggja á því að matsgerði r sé ekki rökstudd ar með fullnægjandi hætti og að þar gefi matsmaður sér forsendur sem fái ekki stoð í gögnum eða framvindu verksins. Að mati stefndu liggi algjörlega ljóst fyrir að verklýsing vegna glugga hafi breyst meðan á verkinu stóð þar sem u pphafleg verklýsing hafi verið óframkvæmanleg. Stefnan di, eftirlitsmaður og stefndu hafi allir verið meðvitaðir um þetta og sammæst um þá breytingu. Það sé því til líti ls að vísa til upphaflegrar verklýsingar þegar meint tjón sé metið, enda hafi sú verklýsing ekki gilt . Stefndu telja dómkvadd an matsmann enn fremur byggja niðurstöðu sína um glugga m.a. á gögnum sem varði glugga sem hafi ekki verið notaðir til verksins. Þannig virðist n iðurstaðan byggð á gögnum um glugga sem stefndu höfðu fundið sem mögulegan valkost, þ.e.a.s. FAUGA - glugga. Stefnandi hafi h ins vegar ekki valið FAUGA - glugga heldur glugga frá UPB. Við val á gluggunum hafi legið fyrir að þeir væru ekki með næturlokanir, eins og starfsmaður BYKO hafi staðfest í tölvupósti 1. febrúar 2011. Af hálfu stefndu er bent á að samkvæmt útboðs - og verksk ilmálum á bls. 18, undir liðnum efnisval og vinnuaðferðir, hafi verkkaupi átt að gera samanburð á frávikum með tilliti til verðs og gæðamismunar og hafi hann átt ákvörðunarrétt um það hvaða efni yrðu endanlega valin. Stefndu, verktaki og byggingarstjóri hafi unnið verkið af heilindum og lagt upp með að tryggja að stefnandi væri vel upplýstur um kosti og galla einstakra þátta er viðkomu verkinu. Stefnandi ber i að mati stefndu ábyrgð á því að hafa ávallt valið þann valkost sem var ódýrastur, jafnvel þótt ha nn hefði verið upplýstur um að eiginleika r þess valkosts kynnu að vera síðri en annarra valkosta. Sönnun tjóns og fyrning 24 Stefndu byggja í öðru lagi á því að stefnandi hafi hvorki sannað meint tjón sitt né hafi hann sýnt fram á að hið meinta tjón verði rakið til háttsemi stefndu, Múr og málningarþjónustunnar ehf. og Elíasar Víðissonar. Stefndu hafna niðurstöðum matsgerða hins dómkvadda matsmanns sem röngum og ófullnægjandi, m.a. byggðum á röngum forsendum. J afnvel þótt fallist yrði á það með stefnanda að hann kunni að hafa orðið fyrir einhverju tjóni sem stefndu hafi á einhverjum tilteknum tíma borið ábyrgð á, þá sé krafa vegna hins meinta tjóns óumdeilanlega fyrnd og beri því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Hvað varðar Múr - og málningarþjónus tuna sé meginreglan sú samkvæmt ÍST 30:2003 og ÍST 30:2012 að verktaki ber i ábyrgð á verki í eitt ár frá því að hann skilar því. Samkvæmt sömu stöðlum tel ji st verktaki hafa skilað verki í hendur verkkaupa að lokinni sameiginlegri úttekt verkkaupa og verkta ka. Lokaúttekt byggingarfulltrúa hafi ekkert með verklok að gera og sé fullyrðingum stefnanda um að verkinu teljist fyrst lokið við þá úttekt hafnað sem röngum. Verkinu hafi verið lokið þann 24. mars 2011, þegar eftirlitsmaður með verkinu, Sigurður Arnar S igurðsson hjá THG arkitektum ehf., gaf út yfirlýsingu um lokaúttekt og veitti stefnda, Múr - og málninga r þjónustunni ehf., heimild til lækkunar á verkábyrgð í verkinu. Samkvæmt áðurnefndri meginreglu hafi Múr - og málninga r þjónustan ehf. borið ábyrgð á verki nu í eitt ár frá þeim tíma, þ.e. fram til 24. mars 2012. Undantekningin frá framangreindri meginreglu sé sú að ef í ljós koma leyndir gallar, sem ekki hafi verið unnt að sjá fyrir lok ábyrgðartímans, skuli verktaki svara skaðabótum ef gallarnir stafa sannanlega af ásetningi eða gáleysi hans sjálfs eða starfsmanna hans. Í slíku tilviki gildi reglur almennra laga um fyrningu, en á þeim tíma sem verkið hófst höfðu lög nr. 150/2007 tekið gildi. Stefndu byggja á því að hér sé ekki um tilvik að ræða sem falli undir þessa undantekningu, enda hafði stefnandi þegar gert athugasemdir á meðan á verkinu stóð . M eintir gallar hafi því ekki verið leyndir og hægt hafi verið að sjá þá fyrir lok ábyrgðartímans . Stefndu vísa til þess að k röfur stefnanda séu skaðabótakröfur innan samninga, þar sem þær eigi rætur að rekja til verksamnings milli stefnanda og stefndu. Kröfurnar fyrn i st því á fjórum árum samkvæmt 3. gr., sbr. 3. mgr. 9. gr . , laga nr. 150/2007. Fyrningarfrest skuli miða við þann dag sem hin meinta vanefnd átti sér stað, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Stefndu telj a að hin meinta vanefnd hafi í síðasta lagi átt sér stað við verklok, þ.e. 24. 25 mars 2011 . Því hafi allar meintar krö fur stefnanda á hendur stefndu verið fyrndar í síðasta lagi 24. mars 2015. Þegar mál þetta var höfðað á hendur stefndu, Elíasi Víðissyni og Múr - og málningarþjónustunni ehf., 19. og 21. nóvember 2019 hafi því rúmlega fjögur og hálft ár verið liðið frá því að meintar kröfur stefnanda voru fyrndar, þ.e.a.s. það hafi verið liðinn rúmlega heill almennur fyrningarfrestur samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007 frá því að kröfurnar voru fyrndar og fram að því að mál þetta var höfðað. Stefndu benda á að r auði þráðurinn í reglum um fyrningu sé að tryggja að kröfuhafi dragi ekki að setja fram kröfu á hendur skuldara. Aðgerðaleysi kröfuhafans um lengri tíma hafi það þá í för með sér að að krafa hans tel ji st fallin niður. Þennan sama rauða þráð megi finna í ÍST 30:2003 og ÍS T 30:2012. Hann megi t.d. finna í grein 28.9 í sem sjá má við venjulega athugun skal hann skýra verktaka frá þeim innan þriggja vikna Ýmis önnur ákvæði ÍST 30:2003 og ÍST 30:2012 gefi til kynna að miklar kröfur séu gerðar til verkkaupa um að hann dragi ekki úr hófi að halda fram rétti sínum, enda geti slíkt komið með ósanngjörnum hætti niður á verktaka og öðrum þeim sem kunni að bera áb yrgð á verkinu. Að því er varðar stefnda, Elías Víðisson, sem byggingarstjóra í verkinu er áskilið í lögum að hann skuli bera ábyrgð á að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir og að hann skuli hafa ábyrgðartyggingu sem gildi í a.m. k. fimm ár frá lokum þeirra framkvæmda sem hann stýrði. Ábyrgð byggingarstjóra á meintu tjóni verkkaupa fyrnist samkvæmt almennum lögum og fyrnist því með sama hætti og ábyrgð verktaka, þ.e. fjórum árum frá verklokum. Gildistími ábyrgðartryggingar, sem ásk ilin er í lögum, framlengi ekki fyrningartíma meintra krafna á hendur byggingarstjóranum. Því byggi stefndi, Elías Víðisson, á því að sömu sjónarmið eigi við um fyrningu meintrar kröfu gagnvart honum og rakin hafi verið hér að ofan, þ.e.a.s. að meint krafa stefnanda á hendur honum hafi verið fyrnd í síðasta lagi þann 24. mars 2015, þegar fjögur ár voru liðin frá verklokum . Stefndi, Elías Víðisson, hafnar því alfarið að sú háttsemi Sjóvár að greiða bætur úr ábyrgðartryggingu byggingarstjóra feli í sér viður kenningu á bótaskyldu byggingarstjóra, sem stefndi sé bundinn við. Stefndi hafnar því jafnframt að greiðsla Sjóvár leiði til þess að fyrning kröfunnar teljist vera rofin, enda sé 14. gr. laga nr. 150/2007 skýr um það að einungis skuldari geti beinlínis eða með atferli sínu viðurkennt skyldu til greiðslu. Það hafi stefndi alls ekki gert heldur hafi hann þvert á móti gert 26 athugasemdir við það að Sjóvá hygðist greiða bætur úr tryggingunni og hafnað því að skilyrði væru til slíks . Til viðbótar við framangreint sé rétt að geta þess að stefnandi hefur allt frá því verkið var í framkvæmd gert athugasemdir við meinta galla á gluggum og svalagólfum, eins og sjáist meðal annars á bókun í verkfundargerð frá 20. janúar 2011, þar sem segi undir lið 23 að töluvert hafi ve rið kvartað yfir þéttleika glugga og réttleika svalagólfa. Það sé því ekkert sem get i réttlætt að stefnandi hafi ekki sett fram kröfu á hendur stefndu fyrr en um átta árum eftir verklok. Allar meintar kröfur stefnanda á hendur stefndu hafi því löngu verið fyrndar þegar mál þetta var höfðað. Að öðru leyti taki stefndu undir sjónarmið meðstefndu, TM og THG, hvað fyrningu krafna varðar og geri þau sjónarmið að sínum, að breyttu breytanda. Varakrafa stefndu er byggð á sömu sjónarmiðum og aðalkrafa þeirra, að þv í leyti sem við á. Til viðbótar er byggt á því að stefnandi eigi enga aðild að máli varðandi hluta kröfu sinnar, þ.e. þann hluta sem taki til séreignarhluta hverrar íbúðar um sig, en tel ji st ekki til sameignar hússins/húsanna í heild. Stefndu áskilji sér r étt til að gera nánar grein fyrir þessari málsástæðu á síðari stigum máls þessa, gerist þess þörf. Málsástæður THG Arkitekta ehf., Halldórs Guðmundssonar og TM hf. Vegna sýknu af kröfum vegna hönnunar og smíði þaks/svalalokana á efstu hæð fjöleignarhússins og svalaskýla: Stefndu THG Arkitektar ehf., Halldór Guðmundsson og TM hf. byggja á því að þessi krafa verði að teljast fyrnd sama hvernig á sé litið , aðallega þó samkvæmt ákvæð um 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Þar sé kveðið á um að fyrningarfrestur krafna, sem stofnist vegna vanefnda, reikn i st frá þeim degi þegar samningurinn er vanefndur og að fyrningarfresturinn sé fjögur ár. Svalalokani r hafi verið settar upp á framkvæmdartíma verksins 2010 2011 og verkið afhent á síðarnefnda árinu. Engu breyti í þeim efnum þótt byggingarfulltrúi hafi ekki samþykkt teikningar vegna svalalokana fyrr en 2016, eins og stefnandi vísar til, enda hafi slíkt er indi upphaflega verið samþykkt af byggingaryfirvöldum í mars 2012 á grundvelli hönnunargagna sem gerð voru 2010, þ.e. þeim sem lágu fyrir þegar verkið var unnið . Krafan hafi því löngu verið fyrnd þegar mál þetta var höfðað 21. nóvember sl. 27 Stefndu telja að krafan sé einnig fyrnd ef 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 á við , en samkvæmt ákvæðinu fyrnist krafa um skaðabætur utan samninga á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ber ábyrgð á því eða ber að afla s ér slíkra upplýsinga. Fyrir liggur að athugasemdir og kvartanir um leka, raka og loftunarvandamál tengd svalaskýlum hafi komið fram eftir að þau voru tekin í notkun á árunum 2011 og 2012 , eins og hér á undan er rakið. Þá hafi stefnandi m.a. sjálfur talið a ð leka á þaki svalaskýla efstu hæðar væri að rekja til hönnunar á árinu 2013 en hann hafði þegar á því tímamarki leitað liðsinnis lögmanns og það séu síðustu samskipti aðila þar um. Stefndu mótmæla þeirri málsástæðu stefnanda að framkvæmd lokaúttektar á á rinu 2018 og ákvæði 26. og 33. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 leiði til þess að krafan sé ófyrnd , eins og virðist byggt á í stefnu. Á engan hátt verði séð hvernig háttsemi stefndu við framkvæmd lokaúttektar hafi valdið stefnanda tjóni. Þá sé sitthvað fyrning bótakröfu í ábyrgðartryggingu og hversu lengi sömu vátryggingu sé ætlað að gilda, eins og 26. gr. mælir fyrir um í tilviki hönnuðar. Krafa geti með öðrum orðum fyrnst og hún fyrnist óháð því hvort ábyrgðartrygging, sem krafan getur fallið undir, er í gildi. Vegna sýknu á kröfum um vanefnd á ráðgjafasamningi um tæknilega verkefnastjórnun og eftirlit Stefnd i TGH arkitektar ehf. bendir á að stefna n di rökstyð ji þennan kröfulið með því m.a. að þjónusta THG hafi verið gölluð samkvæmt 9. gr. þj ónustukaupalaga. Telji stefnandi þennan galla felast í því að stefndi THG hafi ekki upplýst hann um óhjákvæmilegan aukakostnað sem hlytist af því að setja upp svalalokanir, að endurnýja þyrfti eignaskiptasamning og að íbúar þyrftu að setja upp eldvarnarhu r ðir í íbúðum og geymslu . Stefnd i telur a ugljóst ósamræmi vera á milli þessarar málsástæðu stefnanda og dómkröfunnar sem sæki stoð sína í fyrri matsgerð dómkvadds matsmanns , sbr. og áðurnefnd atriði sem stefnandi óskaði eftir að matsmaður legði mat á, tilt ekin í a - til e - liðum hér á undan. Þar af leiðandi geti þessi málsástæða aldrei haft þá afleiðingu að taka eigi dómkröfuna, sem henni sé ætlað að styðja, til greina. Stefnd i vísa r til þess að stefnandi telji sig í þessu m lið eiga rétt til hvort heldur er skaðabóta vegna vanefndanna eða afsláttar af umsömdu gjaldi, sem nemi þeirri fjárhæð sem stefnandi hafi greitt umfram skyldu af endurgjaldi fyrir gallaða ráðgjöf og gallað eftirlit samkvæmt samningi aðila , dags. 10. júlí 2009. S kaðabætur séu að jafnaði 28 ákveðnar út frá kostnaði við að bæta úr galla en ákvörðun fjárhæðar afsláttar byggist hins vegar á því að fram fari samanburður á verðmæti greiðslu, annars vegar eins og hún er með galla og hins vegar án galla og á þeim grundvelli sé afsláttarfjárhæðin fun din. Í sjálfri matsspurningunni, sem stefnandi byggi á kröfu sína , sé spurt um mismun á umsaminni heildarþóknun miðað við réttilega efndan samning og það að hann hafi verið vanefndur. Fari matsmaður þá leið í mati sínu að áætla þann tímafjölda sem hann te lur að þurfi til að framfylgja þeim tilgreindu atriðum í a - til e - lið sem spurningin lýtur að. Stefndu telja að aðferðafræði n sem matsmaður beitir geti ekki talist fela í sér rétta aðferð eða mat á ákvörðun afsláttar. Þannig eigi enginn samanburður sér stað milli verðmæti s greiðslu með og án galla . S ú aðferðafræði að áætla tímafjölda og fjárhæð hans út frá tímagjaldi eins og það var á því tímamarki þegar matið fór fram (í maí 2018) geti heldur ekki talist fela í sér rétta aðferðaf ræði við mat á afslætti og því skorti réttan grundvöll undir afsláttarkröfu. Hvort heldur að krafan sé skaðabóta - eða afsláttarkrafa sem stefnandi telur að rekja megi til vanefnda stefnda THG á sam n ingi aðila þá telja stefndu að krafan sé fyrnd með vísan til 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. laga nr. 150/2007. Þar sé kveðið á um að fyrningarfrestur krafna, sem stofnist vegna vanefnda, reikn i st frá þeim degi þegar samningurinn er vanefndur og að fyrningarfresturinn sé fjögur ár. Eins og áður er rakið byggir stefnan di kröfu sína á fimm stafliðum í sjöunda matslið fyrri matsgerðar hins dómkvadda matsmanns frá í maí 2018. Allir þessir liðir varði utanhús s framkvæmdir og þá eftirlit með þeim framkvæmdum sem fór fram á árunum 2010 2011. Hafi þau atriði sem tilgreind eru í stafliðum a til e verið vanefnd áttu þær vanefndir sér stað á áðurnefndum framkvæmdartíma og kröfur séu því fyrndar. Stefnandi ber i því við að hann hafi loks fengið nauðsynlegar upplýsingar og staðfestingu um tjón sitt sem rekja megi til vanefnda stefnda THG með matsgerð dómkvadds matsmanns í maí 2018. Á þetta geta stefndu ekki fallist og þar að auki breyti það ekki því sem áður segir , að kröfur séu fyrndar sama hvernig litið verði á. Þannig liggi fyrir að stefnandi hafði vitneskju um það að misfarist hefði að skrá byggingarstjóra fyrir þeim hluta sem sn e ri að svalalokunum í síðasta lagi á fundi aðila í mars 2012. Þá segi m.a. í umfjöllun matsmanns um sjöunda matslið í tengslum við e - lið, að það sem fundið hafi verið að við glugga við úttektir 17. ágúst og 1. desember 2011 sé í aðalatriðum eins 29 og það sem matsmaður staðreyndi við skoðun. Af því verði að ætla að ekki hafi verið bætt úr því sem fundið var að eða úrbætur hafi ekki skilað árangri. Að síðustu vísa stefndu í þessu sambandi til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 150/2007 þar sem segir að ef kröfuhafi hefur ekki uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann og fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag sem kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Stefnandi vísi sjálfur í þessum efnum til dagsetningar matsgerðar hins dómkvadda matsmanns, í maí 2018. Mögulegur eins árs viðbótarfrestur 1. mgr. 10. gr. fyrninga r laga hafi því verið útrunninn þegar mál þetta var höfðað í nóvember 2019. IV. 1. Bótak rafa stefnanda á hendur Elíasi Víðissyni og Múr - og málninga r þjónustunni Höfn ehf. vegna glugga. Stefnandi hefur í þessum lið málsins krafist þess að stefndu verði óskipt dæm d ir til að greiða honum 34.152.011 kr. að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum , eins og greinir í stefnu . Byggist krafa stefnanda þá á því að stefndu beri óskipta skaðabótaábyrgð gagnvart honum vegna frágangs, ísetningar og þ é ttinga með nýjum gluggum, næturlokana og gallaðra nýrra glugga. Til stuðnings þessari kröfu vísar stefnandi til síðari matsgerðar Hjalta Sigmundssonar, dómkvadds matsmanns í málinu, frá í janúar 2019. Um grundvöll bótakröfu sinnar hefur stefnandi vísað til þe s s að stefndi Elías beri ábyrgð á tjóni hans vegna frágangs, ísetningar og gæða nýrra glugga, samkvæmt gr. 32.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Í því ákvæði segir að byggingarstjóri ber i ábyrgð á því að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Að öðru leyti fari um umboð byggingarstjóra, verksvið hans og ábyrgð gagnvart eiganda byg gingarframkvæmda eftir samningi þeirra á milli. Stefnandi heldur því fram að með því að að vátryggingafélag byggingarstjóra, Sjóvá, hafi viðurkennt bótaskyldu á tjóni stefnanda, sem rekja megi til vanrækslu byggingarstjóra, feli það jafnframt í sér viðurke nningu á því að fyrning bótakröfunnar hafi verið rofin. Stefnandi telur enn fremur að stefndi Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. beri ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi stefnda mátt vera ljóst, sem sérfræðingi á þessu sviði, að frágangu r ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá byggist krafa stefnanda á því að stefndi Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. beri ábyrgð á því 30 að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila, eins og honum var breytt með frávikstilboði 2, dags. 17. nóvember 2009 og yfirlýsingar um 10 ára ábyrgð sé á plasti í gluggunum og 5 ára ábyrgð á gleri. Í niðurstöðu síðari matsgerðar Hjalta Sigmundssonar, sem krafa stefnanda byggist að verulegu leyti á, kemur fram að gluggar í húsinu uppfylli hvorki kröfur í verklýsingu, byggingarreglugerð né það sem almennt sé miðað við hér á landi. Ekk i sé hægt að ráða af fyrirliggjandi gögnum að gluggarnir séu nægilega þéttir auk þess sem raunveruleikinn sé sá að fögin svigni undan litlu álagi og það gusti með þeim. Þá segir þar að þéttingar á fögum og í fölsum séu venjulegar og ekki sé hægt að sjá að rekja megi óþéttleika til þeirra eða venjulegra sleðalama sem séu á opnanlegum fögum. Fög svign i hins vegar frá þéttingum í vindi og stífni þeirra sé ekki næg. Í matsgerðinni er einnig rakið að gluggar í húsinu séu ekki með næturlokun og að þrjár rúður í o pnanlegum fögum hafi bilað þannig að móða sé á milli glerja. Matsmaður lýsir því síðan í kjölfari ð að ekki verði bætt úr nema með því að skipta um gluggana og setja í staðinn glugga sem uppfylli kröfur í verklýsingu og í byggingarreglugerð. Í matsgerðinni er rakið að kostnaður vegna þessa nemi alls 46.273.000 kr. Byggist fjárhæð kröfu stefnanda á þeirri fjárhæð, að frádreginni bótagreiðslu úr vátryggingu stefnda Elíasar sem nemur 9.755.000 kr. og að teknu tilliti til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vi nnu á verkstað að fjárhæð 2.365.189 kr. Stefndu byggja á því að ósannað sé að gluggarnir séu haldnir göllum. Þvert á móti sé um að ræða vöru sem hafi fullnægjandi vottanir og hafi staðist álagspróf hér á landi. Stefndu hafna því enn fremur alfarið að þeir verði látnir bera ábyrgð á vali á gluggum og hafna því jafnframt að gluggarnir sem á endanum voru valdir hafi ekki verið í samræmi við það sem búast mátti við. Ljóst hafi orðið snemma í verkinu að upphafleg verk lýsing að því er varðaði glugga væri óframkvæmanleg. Á verkfundum 6. maí, 20. maí, 3. júní og 16. júní 2011 hafi enn fremur verið sérstaklega bókað um að aðilar væru að skoða sín á milli mismunandi útfærslur á gluggum. Þegar aðilar höfðu skoðað útfærslur h afi stefndu boðið fram valkosti, sem bæði stefnandi og eftirlitsmaður hans hafi farið yfir og tekið ákvörðun um. Stefnandi hafi síðan ákveðið að velja ódýrari kostinn , bæði þegar hafi því ver ið fullkunnugt um þá glugga sem hann valdi og stefndu hafna öllum öðrum fullyrðingum sem ósönnum og ósönnuðum. Stefndu hafna einnig niðurstöðum matsgerða hins 31 dómkvadda matsmanns sem röngum og ófullnægjandi, m.a. byggðum á röngum forsendum. Þegar litið er á niðurstöðu dómkvadds matsman n s úr síðari matsgerð , sem ekki hefur verið hnekkt með yfirmatsgerð þeirra Inga Gunnars Þórðarsonar og Auðuns Elíassonar, verður að telja að stefnandi hafi sýnt nægilega fram á að frágangur og ísetning sem og þétting og næturl okanir í gluggum sem stefndu Múr - og málninga r þjónustan Höfn og Elías Víðisson sáu um, hafi verið óforsvaranleg og ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar séu til slíkra r framkvæmdar. Verður því að fallast á að stefndu hafi af þeim sökum bakað sér skaðabó taskyldu , en telja verður nægilega í ljóst leitt með þeim matsgerðum sem vísað er til hér að framan að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna þess frágangs sem þar er lýst og dómkrafa stefnanda byggist á. Varnir stefndu í málinu hafa jafnframt byggst á þv í að krafan sem stefnandi hefur beint að þeim sé fyrnd í skilningi laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Í því sambandi hafa stefndu teflt fram þeim rökum að samkvæmt meginreglu ÍST 30 : 2003 og ÍST 30 : 2012 beri verktaki ábyrgð á verki í eitt ár frá frá því að hann skilar því og að verkinu hafi lokið 24. mars 2011, þegar eftirlitsmaður stefnda THG gaf út yfirlýsingu um lokaúttekt og veitti stefnda Múr og málningarþjónustunni heimild til lækkuna r á verk ábyrgð. Ljóst er að krafa stefnanda á hendur stefnda Múr - og málningarþjónustunni ehf. er krafa um skaðabætur innan samninga. Eins og fram kemur í athug a semdum við ákvæði 9. gr. í frumvarpi því er var ð að lögum nr. 150/2007 fyrnast skaðabótakröfur á slíku m grundvelli eftir almennum reglum um fyrningu kröfuréttinda sem fram koma í 2. og 3. gr. sömu laga. Þannig segir í 1. mgr. 2. gr. laga laganna að upphaf fyrningarfrests kröfu reiknist f rá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda. Með hliðsjó n af meginreglum kröfuréttar verður við það miðað að fyrningarfrestur kröfunnar hafi hafist við verklok, sbr. meðal annars dóma Landsréttar 22. mars 2019 í máli nr. 624/2018 og 7. maí 2021 í máli nr. 161/2020. Um lok verks ins sem þessi hluti málatilbúnaða r stefnanda snertir er fjallað í 8. kafla verksamnings aðila um frágang og gæði verksins . Á greiningslaust er að frávikstilboðið sem ísetning gluggan n a byggðist á var hluti af þeim samningi. Á kvæði samningsins um verklok eru rakin orðrétt í kafla II hér að framan , sbr. gr. 0.8.7. Í þeirri grein er sérstaklega tiltekið að ef í verkinu eru þættir sem krefjast sérstakrar úttektar opinberra aðila, t.d. byggingarfulltrúa, skuli þessir aðilar hafa verið boðaðir til sérstakra úttekta (einn eða 32 fleiri saman) ásamt f ulltrúum verktaka og verkkaupa, áður en formleg úttekt verkkaupa fari fram. Í sömu grein er síðan tekið fram að verki teljist lokið þegar fimm tilteknum atriðum sé öllum fullnægt , en meðal þeirra er að fyrir liggi úttekt eins og krafist er frá þeim opinber u aðilum sem hlut eiga að máli. Í framhaldinu segir síðan að hafi þau fimm atriði sem rakin eru í ákvæðinu verið staðfest sem fullafgreidd við úttektina skuli við verk . Í ljósi þessa verður að telja ljóst að sú yfirlýsing stefnda THG , dags. 24. mars 2011, - sem varnir stefndu um fyrningu byggjast á uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru í verksamning i aðila um að verki teljist lokið. Þá verður heldur ekki séð að í málinu liggi fyrir önnur gögn sem renni stoðum undir fullyrðingar stefndu um að verkinu hafi verið skilað á þeim tím a sem greinir í málatilbúnaði þeirra. Raunar er ekki unnt að sjá annað af gögnum málsins en að aðilar hafi verið í viðræðum um að stefndu gerðu úrbætur á verkinu allt til ársins 2013 og að stefndi Elías hafi verið í samskiptum við B YKO allt til ár s ins 2014 , án þess að séð verði að viðskiptum aðila hafi verið ráðið endanlega til lykta. Af þeim sökum eru ekki forsendur til annars en að fallast á málatilbúnað stefnanda um að verkinu hafi fyrst lokið þegar vottorð um lokaúttekt byggingarfulltrúa vegna útveggjak læðningar og endurnýjunar glugga var gefið út, dags. 30. janúar 2017. K rafa stefnanda var því ófyrnd á hendur stefnda Múr - og málningarþjónustunni þegar mál þetta var höfðað með stefnu í nóvember 2019. Þegar leyst er úr vörnum stefnda Elíasar um fyrningu verður að hafa í huga að krafa stefnanda beinist að honum sem byggingarstjóra og er sett fram á grundvelli almenn r a reglna um skaðabótaábyrgð utan samninga . Um ábyrgð stefnda Elíasar fer eftir 7. mgr. 29. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki, en þar segir m eðal annars að h ljóti eigandi eða annar þriðji maður tjón af völdum gáleysis byggingarstjóra í starfi ber i hann skaðabótaábyrgð á því samkvæmt almennum reglum. Lög nr. 160/2010 tóku gildi 1. janúar 2011 en ljóst er að störfum stefnda Elíasar sem byggingars tjóra við verkið sem unnið var í þágu stefnanda var þá ólokið og verður því að líta svo á að um ábyrgð hans fari því eftir fyrrnefndu ákvæði lagareglunnar. Af framangreindu leiðir að krafa stefnanda á hendur stefnda Elíasi lýtur sömu reglum um fyrningu og almennar skaðabótakröfur utan samninga, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007. Í því ákvæði er mælt fyrir um að krafa um skaðabætur fyrnist á fjór um 33 árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Í athugasemdum við frumvarp að lögum nr. 150/2007 kemur fram að skilyrði ákvæðisins um vitneskju tjónþola byggist á tveimur þáttum, annars vegar vitneskju um tjónið og hins vegar vitneskju um þann sem ábyrgð beri á því. Fyrst þegar bæði skilyrðin séu uppfyllt byrji fyrningarfrestur kröfunnar að líða. Í ljósi þessa verður upphafstími fyrningar kröfu stefnanda gagnvart stefnda Elíasi ekki miðaður við verklok heldur þann dag sem stefnandi fékk fyrst vitneskju um að honum væri fært að leita fullnustu skaðabótakröfu sinnar (sjá Alþt. 2007 2008, A - deild, bls . 677). Þegar leyst er úr því hvenær stefnandi fékk fyrst nauðsynl egar upplýsingar um tjón sitt í þessum lið málsins og þann sem ber ábyrgð á því verður ekki hjá því litið að strax á húsfundi í apríl 2011 komu fram margháttaðar athugasemdir af hálfu íbúa við verkið sem stefnandi var byggingarstjóri yfir. Auk þess komu fr am athugasemdir við verkið á úttektarfundum í ágúst 2011 og desember sama ár , sem og á fundi aðila í mars 2012. Sem fyrr var rakið hafði stefnandi enn fremur leitað sér lögmannsaðstoðar í maí 2013 . Í ljósi þessara atvika verður að telja að stefnandi hafi í síðasta lagi í maí 2013 haft nægar upplýsingar til að álykta að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna starfa stefnda Elíasar sem byggingarstjóra yfir framkvæmdunum við Torfufell og hver bæri ábyrgð. Mátti honum því frá þeim tíma vera ljóst að hann gæti átt kröfu til skaðabóta á hendur stefnda. Mál þetta var sem fyrr segir höfðað 26. nóvember 2019 og var þá liðinn fjögurra ára fyrningarfrestur kröfu stefnanda á hendur stefnda Elíasi samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/2007 og hún því fallin niður fyrir fyrningu, sb r. 20. gr. sömu laga. Þegar af þessari ástæðu verður að sýkna stefnda Elías af kröfum stefnanda. Rétt er að taka fram að viðurkenning Sjóvár á bótaskyldu úr starfsábyrgðartryggingu stefnda Elíasar hefur engin áhrif á þessa niðurstöðu, enda er sérstaklega k veðið á um það í 2. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, að v iðurkenning félagsins á atriðum sem lúta að ábyrgð sé ekki bindandi fyrir vátryggðan. Þá hefur gildistími ábyrgðartryggingar ekki áhrif á fyrningarfrest kröfunnar. Við ákvörðu n um það hvaða fjárhæð stefnda Múr - og málninga r þjónustunni ehf. verður gert að greiða stefnanda verður að taka afstöðu til málsástæðna stefndu til stuðnings varakröfu sinni . Þar er vísað til þess að hluti krafna stefnanda varði séreignarhluta tiltekinna íbúa og stefnandi eigi enga aðild að máli er varðar meinta galla 34 á þeim séreigna r hlutum. Því verði að sýkna stefndu vegna aðildarskorts stefnanda að því er þær kröfur varða r . Stefnandi hefur ekki gert ágreining um að hluti upphaflega krafna hans varði séreignarhluta íbúa heldur brugðist við þessum málsástæðum með því að leggja fram í þinghaldi 11. september 2020 yfirlýsingar eigenda íbúða og meðlima í stefnanda um að þeir hafi framselt kröfur sínar vegna tjóns á séreignarhlutum sínum sem dómkvaddur matsmaður rekur í síðari matsgerð sinni. Í þeim yfirlýsingum, sem eru dagsettar 26. maí 2020, segir að áréttað sé að undirritaðir eigendur hafi framselt kröfur sínar vegna tjóns á sér eignum sem rekja megi til vanefnda á verksamningi og/eða eftirliti með honum til stefnanda með umboði sínu og yfirlýsingu um málshöfðun 27. júní 2019. Ein þessara yfirlýsinga er hins vegar því marki brennd að hún er ekki undirrituð . Á það við um yfirlýsin gu Einhildar Esju Alexandersdóttur, íbúð 101 Torfufelli 27, en krafa hennar vegna séreig nar í þessum lið málsins nemur samtals 756.800 kr . Í ljósi þess verður ekki lagt til grundvallar að krafa vegna þessa séreignarhluta hafi verið framseld stefnanda og ve rður stefndi Múr - og málninga r þjónustan ehf. því sýkn a ð ur vegna aðildarskorts sem nemur þessum hluta kröfunnar. Í ljósi þess að fyrir liggja undirritaðar yfirlýsingar annarra eigenda séreignarhluta er varakröfu stefndu hafnað að öðru leyti. Í samræmi við framangreint og þar sem kröfur stefnanda um vexti og dráttarvexti hafa ekki sætt sérstökum mótmælum verður fallist á kröfu stefnanda í þessum lið málsins eins og greinir í dómsorði og er þá tekið tillit til frádráttar vegna séreignarkröfu sem ekki telst fr amseld að fjárhæð 756.800 kr. Í ljósi þess þó að dráttarvaxtakrafa stefnanda byggist samkvæmt málatilbúnaði stefnanda sjálfs á 9. gr. laga nr. 38/2001, verða dráttarvextir einungis dæmdir frá 7. apríl 2019, en þá var mánuður liðinn frá því að stefnandi lag ði sannanlega fram þær upplýsingar sem þörf var á fyrir alla stefndu til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. 2. Krafa stefnanda á hendur THG arkitektum ehf., Halldóri Guðmundssyni og Tryggingamiðstöðinni hf. vegna mistaka við hönnun í tengslum við svalaskjól og vatnshalla á svölum Önnur krafa stefnanda í málinu er sameiginleg bótakrafa á hendur stefndu THG arkitektum ehf., Halldóri Guðmundssyni og TM hf. Er sú krafa byggð á þeim málsástæðum að þessum stefndu hafi orðið á mistök við hönnun í tengslu m við svalaskjól og vatnshalla á svölum. Krafa stefnanda í þessum lið nemur 682.000 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. maí 2018 og af 8.206.967 kr. með 35 vöxtum frá 2. janúar 2019 til 7. mars 2019 en með dráttarvöxtum af þeirri f járhæð samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi. Eins og rakið var í kafla II hér að framan var tekin sú ákvörðun á fundi húsfélags stefnanda þann 27. júní 2019 að höfða dómsmál vegna vanefnda eftirlitsaðila og verktaka . Í fundargerð húsfélagsins kemur f ram að farið hafi verið yfir stöðu mála á fundinum og að Sjóvá hafi samþykkt bótaskyldu vegna byggingarstjóra en stefndi TM hf. hafi hafnað öllum bótakröfum, aðallega á grundvelli fyrningar. Í fundargerð segir . Í fundargerðinni kemur fram að þessi málshöfðun hafi verið samþykkt samhljóða og að fundurinn óski ekki eftir Af þessari fundargerð verður ekki séð að húsfundur í stefnanda hafi samþykkt að eins og fullyrt er í stefnu. Þegar horft er til þessa sem og meginreglna 39. og 40. gr. laga nr. 26/1994, um fjöleignarhús, um ákvarðanatöku í húsfélögum, og þess að húsfélag sækir aðild sína til samþykktar löglegs húsfélagsfundar, sbr. dóm Hæstaréttar frá 27. ágúst 1996 sem birtur er á bls. 2337 í dómasafni réttarins það ár, verður ekki séð að stefnandi hafi haft umboð til þess að höfða mál um þá bótakröfu sem hann hefur uppi í málinu . Er því óhjákvæmilegt að vísa þessari kröfu stefnanda frá dómi af sjálfsdáðum , svo sem getur í dómsorði. Kemur hún því ekki til frekari umfjöllunar þegar a f þeirri ástæðu. 3. Kröfur stefnanda á hendur THG arkitek t um ehf. vegna vanefnda á samningi um tæknilega verkefnastjórnun og eftirlit Þriðju dómkröfu stefnanda í málinu er beint að TGH arkitektum ehf. vegna vanefnda á ráðgjafasamningi um tæknilega verkefnastjórnun og eftirlit. Byggist sú krafa á því að stefnandi telur þjónustuna sem hann keypti hafa verið gallaða í skilningi laga nr. 42/2000 , um þjónustukaup . Telur stefnandi sig jafnframt hafa orðið fyrir tjóni vegna vanrækslu og vanefnda stefnda, þ.á.m. með því að hafa greitt stefnda fyrir þjónustu sem ekki var veitt og einnig fyrir ranga og misvísandi ráðgjöf. Stefnandi hefur teflt fram þeim málsástæðum að skaðabóta vegna vanefndanna eða afsláttar af umsömdu gjaldi, sem nemur þeirri fjárhæð, 36 sem stefnandi hefur greitt umfram skyldu af endurgjaldi fyrir gallaða ráðgjöf og gallað 2009. Dómurinn telur ljóst að kröfugerð af þessum toga sé ekki að fullu í samræmi við kröfur um skýra kröfugerð í stefnu, sbr. d - lið 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þegar litið er til málatilbúnaðar stefnanda að öðru leyti og þeirrar matsg erðar dómkvadds matsmanns sem krafa hans byggist á verður þó ekki annað séð en að krafa hans í þessum lið málsins sé í reynd byggð á málsástæðum um afslátt. Stefnandi lætur þess að vísu getið í stefnu að hann telji sig hafa orðið fyrir margháttuðu tjón ve gna vanrækslu og vanefnda stefnda THG arkitekta ehf. , m.a. með því að hafa greitt fyrir þjónustu sem ekki var veitt og einnig fyrir ranga og misvísandi ráðgjöf. Í ljósi tilvísunar stefnanda til matsgerðar í þessum lið málatilbúnaðar hans verður hins vegar ekki annað séð en að krafa hans lúti í reynd að því að hann hafi greitt fyrir sérfræðiþjónustu sem hann hafi ekki fengið. Með vísan til þess og einnig þess að stefnandi hefur ekki útlistað á annan hátt annað fjárhagslegt tjón sitt vegna vanrækslu og vanefn da stefnda THG arkitekta ehf. verður að leggja til grundvallar að krafa hans gegn félaginu sé í reynd krafa um afslátt af endurgjaldi sínu fyrir þjónustu stefnda . Þegar litið er til matsgerðar dómkvadds matsmanns verður ekki annað ráðið en að þessi afslát tar krafa stefnanda svari til þess kostnaðar sem matsmaður áætlaði af vinnu sem samið var um samkvæmt samningi stefnanda og stefnandi greiddi fyrir en matsmaður telur að ekki hafi verið innt af hendi. Fjárhæð þessar ar kröfu nemur 3.281.958 kr. en af málatil búnaði stefnanda má ráða að hann telji þetta samsvara þeim kostnaði sem hefði verið af fullnægjandi vinnu stefnda samkvæmt samningi, ef slík vinna hefði verið innt af hendi. Stefndi hefur í vörnum sínum vísað til þess að augljóst ósamræmi sé á milli málsá stæðu stefnanda um að stefndi hafi ekki upplýst hann um óhjákvæmilegan aukakostnað og dómkröfu nnar sem byggist á fyrri matsgerð dómkvadds matsm a nns , sbr. a - til e - lið i matsgerðarinnar sem áður er vitnað til. Dómurinn getur tekið undir það með stefnda að málatilbúnaður stefnanda að þessu leyti er ekki eins greinargóður og æskilegt væri. Af þeim matsgerðum sem krafa stefnanda byggist á og málatilbúnaði hans að öðru leyti verður hins vegar ekki ráðið að krafa han s lúti að óhjákvæmilegum aukakostnaði af því tagi sem vísað er til í stefnu. Er ekki annað að sjá en að krafa stefnanda sé í öllum meginatriðum byggð á því að stefndi THG hafi ekki veitt honum þá sérfræðiþjónustu sem hann hafi greitt fyrir og skilgreind 37 er í fyrirliggjandi ráðgjafasamningi aðila um tæknilega verkefnisstjórnun, ráðgjöf og eftirlit frá 10. júlí 2009. Þar sem stefndi TGH hefur haft full tækifæri til að taka til varna um þetta atriði verður ekki talið að málatilbúnaður stefnanda sé að þessu ley ti svo vanreifaður að ekki verði lagður dómur á kröf u hans. Að mati dómsins er ekki efni til annars en að fallast á þá niðurstöðu sem lýst er í fyrri matsgerð dómkvadds matsmanns og rakin er í kafla II hér að framan að stefndi THG arkitektar ehf. hafi ekk i unnið í samræmi við samning aðila sem dagsettur er 10. júlí 2009. Verður þannig að taka undir það með matsmanni að ef stefndi hefði rækt á viðunandi hátt skyldur sínar samkvæmt samningi aðila hefði honum verið ljóst að útgefið byggingarleyfi tæki ekki ti l gluggaskipta og svalalokana. Þá verður að telja að stefndi hafi brugðist samningsskyldum sínum með því að ganga ekki úr skugga um að byggingarstjóri væri skráður á þann hluta verksins sem laut að svalaskjólum og endurnýjun glugga . Þá má einnig fallast á með matsmanni að það hafi verið hluti af samningsskyldum stefnda að tryggja að unnið væri eftir verklýsingum hönnuða og tryggja að samskipti við yfirvöld geng j u vel . Þess utan hafi eftirlitsmaður stefnda heldur ekki fylgt því eftir að þær úrbætur sem íbúar stefnanda kröfðust yrðu gerðar. Í ljósi þessa er það því niðurstaða dómsins að stefnandi eigi rétt til afsláttar. Ekki eru efni til annars en að fallast á niðurstöðu dómkvadds matsmanns um fjárhæð þess afsláttar. Þegar tekin er afstaða til varna stefnd a um fyrningu er ekki unnt að horft fram hjá því að málsástæður stefnanda lúta ekki að því að stefnd i THG beri bótaskyldu á grundvelli reglna skaðabótaréttarins um sjálfstætt starfandi sérfræðing a . Þess í stað lúta þær í öllum meginatriðum að því að stefnd i THG hafi ekki veitt þá þjónustu sem stefnandi hafi samið við félagið um og stefnandi eigi af þeim sökum rétt til afsláttar af umsömdu endur gjaldi aðila. Afslátturinn nemi þá þeirri fjárhæð sem stefnandi hefur greitt umfram skyldu af endurgjaldi fyrir gal laða ráðgjöf og gallað eftirlit samkvæmt ráðgjafasamningi aðila frá 10. júlí 2009, um tæknilega verkefnisstjórnun, ráðgjöf og eftirlit Þar sem málsástæður stefnanda lúta að þessu leyti beinlínis að því að stefnd i hafi vanefnt samning verður að leggja til grundvallar að um fyrningu kröfunnar gildi almennar reglur 2. og 3. gr. laga nr. 150/2007. Eins og áður er rakið miðast upphaf fyrningarfrests slíkrar kröfu við þann dag þegar stefnandi gat fyrst átt rétt til efnd a . Sem fyrr greinir verður því við það miðað að fyrningarfrestur kröfunnar hafi hafist við verklok. 38 Samkvæmt gr. 1.3.7 í ráðgjafasamningi aðila , sem krafa stefnanda í þessum lið byggist á , skal ganga frá lokaskýrslu eða skilamati þegar verki er endanlega lokið . Í ákvæðinu segir að skýrslan sé unnin jöfnum höndum meðan á framkvæmd stendur en í henni skuli gera grein fyrir helstu breytingum sem gerðar eru á verki, varðandi magn og kostnað , og skýra frá ástæðum breytinga. Í skýrslunni skuli vera yfirlit þar s em borið er saman tilboðsverð og raunkostnaður hvers verkþáttar. Þá skuli í skýrslunni gerð grein fyrir framvindu verks miðað við áætlun, gæðum þess miðað við gæðakröfur og taka það fram í lokaskýrslu hafi hönnun eða útboðsgögn verið ábótavant. Loks segir í ákvæðinu að l okaskýrsla skuli liggja fyrir innan tveggja mánaða eftir að verki telst að fullu lokið samkvæmt verksamningi. Í máli þessu liggur fyrir, eins og vikið er að í fyrri matsgerð dómkvadds matsmanns vegna þessarar kröfu stefnanda, að stefndi THG hefur hvorki afhent skilamatsskýrslu þar sem stefnandi samþykkti ver k lok né séð til þess að verklok færu fram með umsömdum hætti. Í ljósi þessa verður ekki talið að krafa stefnanda í þessum lið málsins sé fyrnd samkvæmt ákvæði 2. gr. laga nr. 150/2007. V erður stefndi því dæmdur til að greiða kröfu stefnanda eins og greinir í dómsorði , og þar sem kröfur stefnanda um vexti hafa ekki sætt andmælum verður fallist á þær eins og þær eru settar fram í stefnu , að frátalinni kröfu um dráttarvexti en upphafstími þe irra miðast við 7. apríl 2019. Var þá mánuður liðinn frá því að stefnandi lagði fyrst fram upplýsingar fyrir stefnda sem þörf var á til að meta tjón og fjárhæð bóta, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, en málsástæður stefnanda um dráttarvexti byggjast á því ákvæ ði. Það athugast að stefnandi hefur ekki getið þess í stefnu hver sé fyrirsvarsmaður hans. Þessi framsetning á stefnu er í andstöðu við fyrirmæli b - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en í ljósi atvika málsins telur dómurinn ekki tilefni til að þessi annmarki varði stefnanda réttarspjöllum. Samkvæmt því sem að framan er rakið hefur dómurinn fallist á kröfur stefnanda um að stefnd a Múr og málninga r þjónustunni ehf. verði gert að greiða stefnanda 33.395.212 kr. með vöxtum og dráttar vöxtum eins og greinir í dómsorði. Stefndi Elías Viðarsson er hins vegar sýknaður af sömu kröfu á grundvelli fyrningar . Vísað er frá dómi kröfu stefnanda um að stefndu THG arkitektar ehf. og Halldór Guðmundsson og Tryggingamiðstöðin hf. verði dæmd óskipt til að greiða honum 682.000 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. maí 2018 og af 8.206.967 kr., að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Þá er fallist á að stefndi THG 39 arkitektar ehf. verði dæmdir til að greiða stefnanda, 3.281.958 k r. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. maí 2018 til 7. apríl 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og að dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti. Í ljósi þessarar niðurstöðu þykir rétt að stefndi Múr - og málninga r þjónustan ehf. greiði stefnanda 4 . 5 00.000 kr. í málskostnað . Málskostnaður milli stefnanda og stefnda Elíasar Víðissonar fellur niður með vísan til niðurstöðu dóm s ins um ábyrgð stefnda og fyrningu þeirrar kröfu. Þá þykir rétt að stefnandi greiði Halldóri Guðmundssyni og Tryggingamiðstöðinni ehf. alls 2 . 0 00.000 kr. í málskostna ð í ljósi niðurstöðu dómsins um að vísa kröfu stefnanda á hendur þessum aðilum frá dómi . Í ljósi frávísunar á annarri dómkröfu stefnanda á hendur stefnda THG arkitektum ehf. og niðurstöðu dómsins þar sem fallist er á þriðju dómkröfu stefnanda þykir að rétt málskostnaður milli stefnanda og stefnda THG falli niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson , héraðsdómari og dómsformaður, kveður upp þenn an dóms ásamt sérfróðu meðdómsmönnunum Jóni Ágústi Péturs s yni, byggingartæknifræðingi og húsasmíðameistara, og Þorkeli Magnússyni arkitekt. Dómso r ð: Stefndi , Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. , greiði stefna nda , Torfufelli 25 35 húsfélagi , 33.395.212 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 2. janúar 2019 til 7. apríl 2019 en með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og leggist dráttarvextir við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti, samkvæmt 12. gr. laga nr. 38/2001. Elías Víðisson er sýknaður af kröfu stefnanda. V ísað er frá dómi kröfu stefnanda um að stefndu , THG arkitektar ehf. og Halldór Guðmundsson og Tryggingamiðstöðin hf., verði dæmd ir óskipt til að greiða honum 682.000 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. maí 2018 og af 8.206.967 k r. frá 2. janúar 2019 til 7. mars 2019 en með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og að dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti. 40 Stefndi THG arkitektar ehf. greiði stefnanda, 3.281.958 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. maí 2018 til 7. apríl 2019 en með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi Múr - og málningarþjónustan Höfn ehf. greiði stef nanda , Torfufelli 25 35 húsfélagi , 4 .500.000 kr. í málskostnað. Málskostnaður milli stefnanda og Elíasar Víðissonar fellur niður. Stefnandi greiði Halldóri Guðmundssyni og Tryggingamiðstöðinni ehf. alls 1.500.000 kr. í málskostnað. Málskostnaður milli stefnanda og THG arkitekta ehf. fellur niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson Jón Ágúst Pétursson Þorkell Magnússon