Héraðsdómur Reykjaness Dómur 31. mars 2022. Málið nr. S - 2449/2021: Ákæruvaldið (Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Arnar Þór Stefánsson lögmaður) (Sigurður Freyr Sigurðsson réttargæslumaður brotaþola) Dómur: Mál þetta var þingfest 7. janúar 2022 og dómtekið 14. mars. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 2. desember 2021 á hendur ákærða, X , kt. [...] , fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugar dagsins 17. ágúst 2019, á dvalarstað sínum að [...] , með ofbeldi, ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði og önnur kynferðismök við Y , kt. [...] , en ákærði hélt Y niðri, tók hana hálstaki og hélt fyrir munn hennar og skipaði að hafa hljótt, beit han a í háls og brjóst meðan hann hafði við hana samræði, setti fingur í leggöng hennar, gerði tilraun til að setja fingur í endaþarm hennar og hafa við hana endaþarmsmök en ákærði hætti ekki þótt hún bæði hann um það. Af þessu hlaut Y smáblæðingar og eymsli í slímhúð í kringum þvagrás, áverka og eymsli á hálsi og í koki og roða og eymsli á vinstra brjósti. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls s akarkostnaðar. Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa Y . Hún krefst þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 2.500.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. ágúst til 22. september 2019 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar hjá lögreglu og fyrir dómi. 2 Af hálfu ákærða er krafist sýknu af kröfum ákæruvaldsins og frávísunar á bótak röfu Y . Jafnframt verði málsvarnarlaun verjanda greidd úr ríkissjóði, þó þannig að komi til sakfellingar afsalar verjandi sér rétti til dæmdra málsvarnarlauna. I. - Bakgrunnur máls. Ákærði var 21 árs þegar mál þetta kom upp og var að hefja nám á 2. ári í [...] við [...] . Fjölskylda hans býr í [...] en heldur einnig heimili að [...] þar sem ákærði bjó. [...] er tveggja hæða raðhús. Gengið er inn í anddyri á neðri hæð og þar er rúmgott eldhús og stórar stofur í opnu rými. Þaðan liggur stigi upp á efri hæð hú ssins. Stiginn opnast upp í lítið miðrými og handan þess er baðherbergi beint af augum þegar komið er upp stigann. Til vinstri við stigaopið er stórt sjónvarpsrými með svefnsófa og sést þaðan að stiganum. Gegnt sjónvarpsrýminu er eitt svefnherbergi (A). Hæ gra megin við stigaopið er gengið inn í svefnherbergi ákærða og er það við hlið baðherbergisins. Gegnt herbergi ákærða er hjónaherbergi. Dyrnar að herbergi ákærða vísa að dyrum hjónaherbergis og eru innan við tveir metrar milli dyraopa. Þegar ákærði fór að heiman síðla kvölds föstudaginn 16. ágúst 2019 voru þar fyrir móðir hans, tveir bræður, 10 og 14 ára og mágkona hans. Mágkonan gisti í herbergi A, 14 ára drengurinn svaf í sjónvarpsrýminu og móðir ákærða og 10 ára sonur hennar sváfu í hjónaherberginu. Þau voru öll sofandi þegar ákærði kom heim um nóttina. Y , hér eftir brotaþoli, var 27 ára þegar málið kom upp og var að hefja nám á 1. ári við [...] . Hún var [...] , búsett [í Keflavík ] . Ákærði og brotaþoli lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld inu í tilefni af nýnemafagnaði [...] sem haldinn var á veitingastaðnum Austur en jafnframt voru [...] með fagnað á veitingastaðnum B5. Fyrir liggur að þau flökkuðu á milli þessara stað og annarra í miðbænum áður en leiðir þeirra lágu fyrst saman á B5. Þar tóku þau tal saman, dönsuðu og kysstust, fóru saman á barinn og deildu einum drykk af Somersby í boði ákærða. Upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi lögreglu sýna að þau fóru út af B5 á sama tíma og með þeim tveir aðrir einstaklingar. Þaðan sést hópurinn gang a áleiðis niður Bankastræti og nema staðar skamma stund áður en ákærði og brotaþoli halda tvö áfram niður götuna. Skömmu síðast slást tveir aðrir einstaklingar í för með þeim, A vinkona ákærða og B , og staðnæmist sá hópur á horni Bankastrætis og Lækjargötu . Þar tekur brotaþoli sig út úr hópnum, fer yfir gangbraut í átt að Lækjartorgi og hverfur úr mynd. Skömmu síðar yfirgefur ákærði hin tvö og hverfur úr mynd þar sem hann sést hlaupa 3 skáhallt yfir Lækjargötu í átt að veitingastaðnum Hard Rock Cafe. Eftir þe tta tóku ákærði og brotaþoli leigubíl heim til ákærða og deildu bílnum með ókunnri stúlku, C , sem var á leið í Hafnarfjörð. Lögregla hafði síðar uppi á leigubílstjóranum, D . Er óumdeilt að hann hóf túrinn í Lækjargötu kl. 03:49, hafði viðkomu í [ Kópavogi ] kl. 03:56 og lauk túrnum í Hafnarfirði kl. 04:10. II. - Upphaf lögreglurannsóknar. 1. Að morgni laugardagsins 17. ágúst 2019 leitaði brotaþoli á Neyðarmóttöku Landspítalans (NM) í fylgd E vinkonu sinnar. F hjúkrunarfræðingur tók á móti brotaþola. Í móttökuskýrslu er haft eftir brotaþola að hún hafi kvöldið áður verið á nýnemafagnaði , um nóttina fengið far með samnemanda á 2. ári , þau farið heim til hans og verið að kyssast áður en brotaþoli sagði ho num að hún vildi ekki meira. Hann hafi haldið henni fastri, hún við það frosið, hann klætt hana úr fötum og stungið getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hafi ítrekað sagt nei en hann haldið fyrir munn hennar og bitið hana í háls og brjóst. Brotaþoli kvað þau hafa komið heim til hans um kl. 04:20, hún losnað þegar hann sofnaði um kl. 06:30, þá farið út og hringt í E , sem sótti hana og fór með hana á NM. Í móttökuskýrslunni er kynferðislegu framferði geranda einnig lýst með því að hakað er með x - i í vi ðeigandi reiti. Samkvæmt þeim merkingum hafði gerandi samræði við brotaþola um leggöng og notaði ekki smokk. Kynfæri brotaþola voru sleikt/sogin og hún neydd til að sjúga kynfæri geranda. Hún vissi ekki hvort geranda varð sáðlát. Gerandi hafði ekki samræði við hana um endaþarm. Þar fyrir neðan er hakað við að brotaþoli hafi sjálfviljug neytt áfengis og skráð það mat hjúkrunarfræðingsins að brotaþoli hafi verið Því næst er lýst ástandi brotaþola við komu og hakað í viðei gandi reiti, m.a. um að hún hafi verið dofin og fjarræn, virst þreytt/uppgefin, verið í hnipri, með hroll og skjálfta og sýnt merki um ráðaleysi og bjargarleysi, en jafnframt verið í tilfinningalegu jafnvægi og yfirveguð, hvorki grátið né virst óttaslegin/ kvíðin og ekki endurupplifað árás geranda. Móttökuskýrslan ber ekki með sér nákvæmlega hvenær brotaþoli kom á NM. 2. 4 G kvensjúkdómalæknir á NM tók á móti brotaþola kl. 08:40. Í skýrslu hennar um réttarlæknisfræðilega skoðun er haft eftir brotaþola að hún hafi kvöldið áður verið í nýnemafagnaði á skemmtistaðnum B5, þar kynnst strák, síðan ætlað heim og ráðgert að biðja vinkonu sína að sækja sig, strákurinn þá boðið henni að bíða heima hjá honum í Kópavogi og þau tekið leigubíl þangað ásamt annarri stel pu sem síðan fór sína leið. Strákurinn hafi farið að kyssa brotaþola í leigubílnum og henni fundist það í lagi en sagt honum að hún vildi ekki ganga lengra en það, m.a. vegna þess að hún væri á smá blæðingum. Þegar komið var heim til stráksins hafi hann en gu að síður haldið áfram, klætt hana úr fötum, ýtt henni til og frá, hún streist á móti en hann haldið henni niðri, káfað mjög harklega á kynfærum hennar og rekið getnaðarlim sinn í munn hennar og leggöng. Þá hafi hann reynt að komast í endaþarminn en ekki tekist það, að því er brotaþoli hélt. Hann hafi haldið um munn hennar svo hún gæti ekki gefið frá sér hljóð, tekið hana hálstaki og bitið hana margsinnis í háls og brjóst. Brotaþoli hafi ekki losnað fyrr en hann sofnaði, hún þá klætt sig og farið út, hrin gt í E vinkonu sína, sem sótti hana og fór með hana á NM. Í skýrslunni er kynferðislegu framferði geranda einnig lýst með því að hakað er með x - i í viðeigandi reiti samkvæmt frásögn brotaþola. Samkvæmt þeim merkingum hafði gerandi samræði við brotaþola um leggöng og notaði ekki smokk, setti getnaðarlim einnig í munn hennar, káfaði á brjóstum, rassi og kynfærum og setti fingur inn í leggöng. ekki hvort hann felldi til he nnar sæði. Þá er skráð að brotaþoli sé á blettablæðingum, hún síðast haft samfarir einhverjum mánuðum áður og noti getnaðarvarnarpilluna. Læknirinn lýsir ástandi brotaþola svo, að hún hafi verið róleg og yfirveguð meðan á samtali og skoðun stóð og frásögn skýr. Á sama tíma hafi hún verið svolítið fjarræn og bia ko ki. Ofarlega og utarlega á vinstra brjósti hafi verið roðasvæði á stærð við 10 króna pening og brotaþoli með eymsli þar yfir. Tekin voru munnvatnssýni af hálsi og brjóstum og sýni úr leggöngum. Brotaþoli mældist [...] cm á hæð. Í samantekt læknisins segir að áverkar á hálsi og brjósti samrýmist vel frásögn brotaþola um að gerandi hafi m.a. tekið hana hálstaki og bitið hana. Þar segir og að áverkar á kynfærum hafi verið greinilegir. 5 3. Brotaþola var dregið blóðsýni á NM kl. 08:20 og gaf áður þvagsýni kl. 0 8:00. Samkvæmt niðurstöðum matsgerðar rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði mældist alkóhólmagn í blóði brotaþol Samkvæmt því hafi brotaþoli verið undir áhrifum áfengis þegar sýnin voru tekin. Niðurstöður ben di til þess að styrkur alkóhóls hafi verið fallandi, þ.e. að þá hafi verið liðinn nokkur tími (klukkustundir) frá því að áfengisneyslu lauk. 4. Brotaþoli gaf lögregluskýrslu á NM kl. 10:15 sama dag. Hún kvaðst hafa verið í nýnemapartíi [ á B5 og hitt þar ákærða, sem kvaðst vera á 2. ári í deildinni. Þau hafi farið að dansa, kysst hvort annað og hann boðið henni drykk. Vinkona hennar hafi svo ætlað að koma frá Keflavík að sækja hana, brotaþoli farið út af B5 og gengið áleiðis að Hard Rock. Ákærði hafi fylg t á eftir, sagst ætla í leigubíl heim til sín og hann svo dregið hana að leigubíl. Hún hafi sagt honum að ekkert myndi gerast því hún væri á blettablæðingum og hefði bara ekki áhuga, hann játt því og sagt að hún mætti bíða heima hjá honum uns hún heyrði fr á vinkonunni sem væri að sækja hana. Þau hafi deilt leigubíl með ókunnri stelpu, þær tvær skipst á símanúmerum og stelpan sagt að brotaþoli mætti hringja ef hún vildi. Þegar brotaþoli og ákærði komu heim til hans hafi hann strax leitt hana inn í svefnherb ergi og byrjað að kyssa hana og eitthvað, henni fundist það í lagi, en ekki viljað meira. Ákærði hafi svo nánast strax tekið hana úr fötunum og farið inn í hana. Hún hafi grátið og streist á móti, reynt að ýta honum frá og margsinnis beðið hann að hætta, e n ákærði sussað á hana, kallað hana elskuna og ástina sína, haldið utan um munn hennar og háls og sagt henni að hætta og vera kyrr; þetta væri allt í lagi. Ákærði hafi svo hætt, eins og hann væri að fara að sofa, en alltaf byrjað aftur, og þegar hún reyndi að losa sig frá honum hafi hann haldið utan um hana svo hún kæmist ekki í burtu. Þegar ákærði loks sofnaði hafi hún klætt sig, farið út og hringt í vin sinn sem svaraði ekki og þá hringt í E kvað hún ákærða hafa sett bæði fingur og getnaðarlim í leggöng hennar, hann á einhverjum tímapunkti einnig reynt að fara inn í endaþarm hennar en það ekki tekist. Hún kvað ákærða einnig hafa bitið hana um allan hálsinn og í brjóst. 5 . 6 Ákærði var handtekinn kl. 12:08 sama dag og færður til yfirheyrslu. Hann kvaðst kvöldið áður hafa farið á Austur, stoppað þar við í hálfa til eina klukkustund, kíkt svo á B5, séð að þar var enginn og þá farið aftur á Austur og verið þar fram undir kl. 02 . Þaðan hafi hann farið á Prikið, verið þar fram undir kl. 03 og síðan farið ásamt tveimur stelpum by drykk. Skömmu síðar hafi þau farið út af staðnum og gengið niður í leigubílaröðina. Ákærði kvaðst hafa talað við vinkonu sína, sem hafði komið með honum í bæinn, hún þá verið með öðrum strák og ákærði lent í einhverjum stælum við hann. Eftir þetta hafi hann og brotaþoli sest inn í leigubíl og deilt honum með ókunnri stelpu sem var á leið í Hafnarfjörð . Að sögn Hann hafi reyndar annað hvort hringt úr leigubílnum í ofangre inda vinkonu eða hún hringt í hann, hún beðist afsökunar á dónaskap stráksins, sá einnig komið í símann og eða smá dapur eftir uppákomuna við strákinn og haft áhyggjur af velferð vinkonunnar. Ákærði gat þess að á leiðinni heim til hans hafi brotaþoli sagst vera að byrja á smá túr og hvort það væri ekki í lagi hans vegna. Er þangað kom hafi ákærði borgað leigubílinn Ákærð hérna, já, við sofum saman, sem að hérna og jú, jú, það hérna, við stundum bara kynlíf í vinko nunni í Keflavík sem ætlaði að sækja hana. Brotaþoli hafi þó ekki svarað og þau byrjað aftur að sofa saman. Ákærði hafi svo farið inn á baðherbergi, annað hvort til að aftur um kl. 10 og brotaþoli þá verið farin. Ákærði hafi sent henni skilaboð á Instagram um kl. 10:30, spurt hvort hún hafi ekki komist heim og allt væri í góðu og sagt að hann hefði getað skutlað henni. Um klukkutíma síðar hafi lögregla komið og handtekið hann. Nánar aðspurður kvaðst ákærði halda að þau hafi verið komin í leigubílaröðina um kl. 03:45. Brotaþoli hafi verið meira og minna í fanginu á honum, þau setið í aftursæti leigubílsins og stelpan við hlið bílstjórans. Eftir að komið var heim til ákærða hafi þau farið inn í herbergi hans á efri hæð hússins, klætt sig úr og lagst alsnakin upp í rúm. Þar 7 stoppað örstutt þegar brotaþoli fékk símhringinguna frá vinkonunni úr Keflavík, ákærði þá nefnt að brotaþoli gæti verið áfram ef hún vildi og hann myndi svo skutla henni heim. samfarir að nýju. Ákærði hafi svo farið inn á bað, líklega um kl. 05, þau þá verið búin að njóta ásta og eftir það bara verið að kúra saman. Aðspurður hvernig hann hafi aflað samþykkis brotaþola bar ákærði að þau hafi verið b úin að kyssast innilega, hún veitt honum munnmök, stunið á meðan hann veitti henni munnmök, stunið meðan á samförum stóð og hún verið jafngildur þátttakandi í öllu sem gerðist. Ákærða var kynntur framburður brotaþola og þrætti fyrir að hafa ráðist á hana, rifið úr fötum, hún streist á móti, hann sussað á hana, tekið um háls hennar og munn og sagði það hafa verið lið í atlotum þeirra, hann ekki þvingað hana til eins eða nein s og á engum tímapunkti haldið henni fastri svo hún gæti ekki farið í burtu þegar hún vildi. Hann kvaðst halda að brotaþoli hafi verið í svipuðu ölvunarástandi; full, en áttuð. 6. Ákærði gekkst sama dag undir réttarlæknisfræðilega skoðun og lét í té blóð - og þvagsýni. Ekki liggur fyrir hvenær sýnin voru tekin en skoðun hófst kl. 14:10. Í blóði greindist ekki alkóhól í mælanlegu magni og í þvagi mældist styrkur alkóhóls 0, Ákærði mældist [...] cm og vó [...] kg. Ekki greindust áverkar á líkama hans. 7. Brotaþoli gaf aðra lögregluskýrslu 20. ágúst 2019. Hún skýrði með sama hætti frá flakki á milli veitingastaða í miðbænum að kvöldi föstudagsins 16. ágúst og fram yfir mið nætti, hún og félagar hennar endað aftur á B5 og hún þar kynnst ákærða. Hún kvaðst ef til vill hafa misskilið að ákærði væri í námi, en hann hafi boðið henni drykk á barnum, þau haldið áfram að tala saman og kysst hvort annað. Hún hafi svo ætlað heim t il Keflavíkur, sent vinkonu sinni skilaboð um að koma og sækja hana, líklega um kl. 03, brotaþoli svo farið út af staðnum, gengið niður Bankastræti og ætlað að bíða hjá Hard Rock. Ákærði hafi á sama tíma komið út af B5 ásamt fleira fólki, hann hlaupið til hennar og spurt hvort hún vildi ekki fara með honum heim. Hún hafi sagst vera að bíða eftir vinkonu sinni úr Keflavík og ákærði þá boðið henni að bíða heima hjá honum. Hún hafi sagst vera til í það, enda kalt úti, en tekið fram að ekkert væri að fara að ge rast á milli þeirra þrátt fyrir kossa inni á B5. Þau hafi svo deilt leigubíl með ókunnri stelpu og þær 8 gi. Henni fannst eins og hún hefði áréttað við ákærða í leigubílnum að ekkert væri að fara að gerast á milli þeirra og sagt að hún væri á blettablæðingum. Þegar komið var heim til ákærða, líklega á bilinu 04:30 - 05, hafi þau farið rakleitt upp í herbergi h kyssa hana, henni verið hálf brugðið, en ekki streist á móti í fyrstu. Ákærði hafi svo beðið hann að hæ tta og sagst ekki vilja þetta. Ákærði hafi sussað á hana, gripið um munn hennar og byrjað að bíta hana út um allt. Jafnframt hafi hann kallað hana ástina og elskuna sína og áfram sussað á hana. Ákærði hafi svo stoppað í nokkur skipti, eins og hann væri að sofna, hún þá reynt að fara en hann alltaf gripið í hana aftur og tekið hana hálstaki með olnbogabót sinni. Brotaþoli kvaðst í eitt skipti hafa náð að kíkja í símann sinn og séð að vinkona hennar hafði hringt, ákærði svo gripið í hana og dregið hana til ba ka. Hún kvaðst hafa grátið svo mikið meðan á stóð að hún sá ekkert fyrir maskaranum, en ákærði alltaf sussað á hana og tekið utan um munn hennar þegar heyrðist í henni. Hann hafi loks sofnað, hún þá drifið sig í fötin og farið út, laust eftir kl. 06 að því er hún taldi, fyrst hringt í vin sinn sem svaraði ekki, vinkonan úr Keflavík verið farin heim og brotaþoli því hringt í vinkonu sína sem bjó í Kóavogi . Brotaþoli kvaðst hafa ætlað heim en vinkonan krafist þess að þær færu á sjúkrahús. Aðspurð kvaðst brota þoli ekki hafa verið búin að drekka mikið þegar hún fór heim með ákærða; þó a.m.k. tvö skot fyrr um kvöldið og 5 - 6 Somersby drykki. Ákærði hafi keypt slíkan drykk fyrir hana á B5. Aðspurð um klæðnað sinn umrædda nótt kvaðst brotaþoli hafa verið í svörtum s kóm, uppháum svörtum leðurbuxum og g - streng þar fyrir innan, ljósum samfellubol með smellum í klofi og brúnum leðurjakka. Hún kvaðst ekki muna hvernig ákærði var klæddur. Nánar aðspurð um ágengni ákærða í herberginu bar brotaþoli að hann hafi byrjað að ky ssa hana og káfa á henni utanklæða, hún þá ekki streist á móti og svarað kossum hans. Ákærði hafi svo byrjað að afklæða hana og hún þá minnt hann á að hún hefði sagst ba margsinnis beðið hann að hætta og ítrekað við hann að hún vildi þetta ekki. Brotaþoli var spurð hvernig ákærði bar sig að við að klæða hana úr leðurbuxunum og svaraði því til að 9 segja eitthvað sem stæðist ekki. Brotaþoli áréttaði að hún hefði ákveðið a ð berjast á móti í þeirri von að ákærði myndi hætta, hún í því skyni reynt að ýta honum frá sér, hann þá orðið harðhentari, gripið í háls hennar og brjóst. Hún hafi kveinkað sér undan þessu og reynt að losna frá ákærða, hann þá sussað á hana og kallað hana elskuna og ástina sína. Brotaþoli kvað ákærða einnig hafa meitt hana á kynfærasvæði með því að reka fingur af hörku inn í leggöng hennar. Aðspurð hvort ákærði hafi ítrekað rekið liminn í leggöng hennar. III. - Aðrar rannsóknaraðgerðir. 1. Samkvæmt skýrslu H rannsóknarlögreglu manns fór hann á vettvang laugardaginn 17. ágúst 2019 og rannsakaði herbergi ákærða að . Þar fannst ekkert annað og meira en möguleg lífsýni í laki á rúmi ákærða. Lakið var haldlagt og sent tæknideild lögreglu til rannsókna. Segir í skýrslunni að herber gi ákærða sé lítið; búið rúmi, skrifborði, náttborði og skápum. Herbergið var ljósmyndað og eru þær myndir meðal málsgagna. Má þar sjá skjannahvítt lak á rúminu. 2. Samkvæmt skýrslu I sérfræðings hjá tæknideild lögreglu rannsakaði hann lak r við vettvangsrannsókn að [ heimilisfang í Reykjavík ] blettir í lakinu sem gáfu jákvæða svörun sem sæði. I teldi umrædd lífsýni nothæf til DNA má þar sjá að lakið er skítugt. Samkvæmt skýrslu I tók hann einnig til rannsókna sýni sem brotaþoli gaf á NM og voru frá leghálsi, leggangatoppi, leggöngum, skapabörmum, húð við spöng, endaþarmi, brjóstum, hálsi og munni brotaþola. Í sýnunum greindust þekjufrumur, en ekki sáðfrumur. Nærbuxur brot aþola voru einnig rannsakaðar. Í þeim var dömubindi með rauðleitum blettum, sem gáfu jákvæða svörun sem blóð. Varðandi sýni frá brjóstum og 10 hálsi brotaþola er tekið fram að þótt þar hafi greinst þekjufrumur sé ekki unnt að rannsaka þær í tæknideild. Í niðu rstöðum I segir að engin lífsýni hafi fundist sem væru tæk til DNA kennslagreininga. Hins vegar væri ekki hægt að útiloka að í sýnum frá brjóstum, hálsi og munni brotaþola væru lífsýni í formi þekjufruma og þau eftir atvikum nothæf til slíkra greininga. Öl l sýni yrðu varðveitt áfram. Einnig liggur fyrir ljósmyndamappa sem I tók saman og hefur að geyma átta litljósmyndir af áverkum brotaþola, sem teknar voru á NM að morgni 17. ágúst. Má þar sjá áverka beggja vegna á framanverðum hálsi brotaþola og eftir atvikum roðablett ofarlega á vinstra brjósti. Samkvæmt skýrslu I leiddi rannsókn á sýnum sem ákærða voru tekin ekki í ljós lífsýni sem gætu talist nothæf til DNA kennslagreininga. Hins vegar væri ekki hægt að ) séu lífsýni í formi þekjufruma og þau eftir atvikum nothæf til DNA greininga. Öll sýni yrðu varðveitt áfram. 3. Lögregla skoðaði Instagram samskipti ákærða og brotaþola og staðreyndi að ákærði sendi henni tvenn skilaboð; fyrst kl. 10:20 að morgni 17. ágú st og aftur kl. 10:34. þú hefur náð að komast heim og allt í góðu? og þau Gögn málsins bera ekki með sér að lögregla hafi skoðað aðra farsímanotkun ákæ rða og/eða brotaþola umrædda nótt. 4. Þann 21. ágúst 2019 barst lögreglu bótakrafa í málinu og var hún send verjanda til kynningar. Með tölvupósti til lögreglu 22. ágúst tilkynnti verjandi að ákærði andmælti atvikalýsingu í bótakröfunni og hafnaði henni a lfarið. 5. Fjölskylda ákærða fól [...] , sem sérhæfir sig í hljóðmælingum, að mæla og meta lofthljóðeinangrun milli aðlægra rýma á efri hússins að . Liggur fyrir skýrsla [...] frá september 2019 um framkvæmd þeirra hljóðmælinga. Samkvæmt henni er viðbúi ð að hvorki myndu heyrast venjuleg né hávær samtöl milli herbergja á efri hæð, að því gefnu að dyr væru lokaðar milli sömu rýma. Hróp og köll myndu að líkindum heyrast, háð styrkleika þeirra. 6. 11 Þá skal nefna greinargerð J sálfræðings 2. október 2019, sem rituð var að beiðni lögreglu og varðar sálfræðimeðferð brotaþola. Þar segir að brotaþoli hafi verið í sálfræðiviðtölum undanfarin þrjú ár, þeim farið fækkandi þar sem brotaþoli hefði náð góðum árangri og J aðeins hitt hana í fjórum viðtölum á líðandi ári. Laugardaginn 17. ágúst hafi brotaþoli haft samband og óskað eftir viðtali, hún sagt að sér hefði verið nauðgað nóttina áður, hún fyndi fyrir hræðslu og óöryggi og upplifði gríðarlegar endurminningar frá hliðstæðu ofbeldi sem hún hafði áður sætt. Brotaþoli hafi mætt í viðtal daginn eftir og greint frá meintri nauðgun. Í greinargerð sálfræðingsins er rakin endursögn brotaþola af atvikum næturinnar og er hún samhljóða frásögn brotaþola hjá lögreglu í öllum meginatriðum. 7. Þann 30. júní 2020 tók lögregla símaskýrslur af C , sem deildi leigubílnum með ákærða og brotaþola, K móður ákærða og L 14 ára bróður hans. C kvaðst hafa deilt leigubíl með stelpu og strák frá Lækjargötu; þau tvö setið í aftursæti, á leið í Kópavog og hún í framsæti, á leið í Hafnarfjörð . Áður en ferðin hófst hafi strákurinn öskrað út um bílglugga á einhverja stúlku, sem virtist vera fyrrum kærasta hans og var þarna stödd með öðrum strák. Leigubíllinn hafi svo ekið af stað, C hugleitt hve orðljótur strákurinn var við stúlkuna og fundist ó þægilegt hvernig hann talaði. Stelpan í bílnum hafi reynt að tala við strákinn en hann meira og minna hunsað hana, þess í stað tekið símtal við stúlkuna sem hann hafði öskrað á, verið mjög dónalegur við hana og síðan skellt á. C kvaðst nokkuð viss um að um rædd stúlka sé fyrrverandi kærasta stráksins og minnti að hann hefði rætt við hana í símanum um að þau færu annað hvort saman í bíó eða út að borða. Eftir símtalið kvaðst C hafa velt fyrir sér hvort stelpan vildi virkilega fara heim með stráknum en þau haf i ekki virst þekkjast vel. Þegar komið var að heimili stráksins í Kópavogi hafi hann stigið út, verið með stæla og boðið C að greiða fyrir allan túrinn. Stelpan hafi setið eftir í bílnum og virst efins hvort hún ætti að fylgja stráknum. C hafi því sagt ste lpunni að hún gæti enn hætt við og þyrfti ekki að fara inn með honum og stelpan sagt til svars að hún vissi ekki hvað hún vildi. Þær hafi síðan skipst á símanúmerum, strákurinn rekið á eftir stelpun n i að stíga út úr leigubílnum og hún að lokum gert það. Þe gar C síðan kom heim hafi hún fengið bakþanka og sent stelpunni textaskilaboð kl. 04:03 um að hún mætti endilega hringja ef henni liði ðspurð kvaðst C hafa skynjað að strákurinn hafi 12 verið vel drukkinn, jafnvel á einhverju öðru en áfengi, því hann hafi verið svo reiður og hrokafullur. Stelpan hafi líka virst undir áhrifum, hún þó alls ekki óskýr, verið með á nótunum og gengið eðlilega. K móðir ákærða bar að sonur hennar hafi farið að skemmta sér á föstudagskvöldinu. Hún hafi farið að sofa í sínu herbergi og hjá henni 10 ára sonur hennar, tengdadóttir hennar sofið í öðru herbergi og 14 ára sonur í opnu sjónvarpsrými. K kvaðst hafa sofið með opnar herbergisdyr og ekki rumskað um nóttina. Þegar hún vaknaði á laugardagsmorgni hafi ákærði verið kominn fram, hress og kátur. L , þá 14 ára, kvaðst hafa sofið í sjónvarpsrýminu á efri hæð hússins og vaknað umrædda nótt þegar ákærði kom upp stigann ásamt einhverri stúlku. Ákærði hafi farið inn á baðherbergi og stúlkan inn í svefnherbergi hans. L kvaðst hafa sofnað strax aftur, ekki heyrt þau tala neitt saman og ekki orðið var við þegar stúlkan fór. Þann 26. ágúst 2020 tók lögregla vitnaskýrslu af E . Hún kvað brotaþola hafa hringt á bilinu 06 til 06:30 umræddan morgun, verið grátandi og ekki vitað hvar hún væri, því sent E staðsetningarmerki gegnum síma og E þannig haft uppi á henni. Þegar þær hittust hafi brotaþoli titrað og greint frá því grátandi a ð sér hefði verið nauðgað, gerandinn ekkert hlustað þegar hún sagði nei, verið vondur við hana og hún laumað sér út þegar hann sofnaði. Þær hafi rætt málið í smá stund og sammælst um að réttast væri að leita til NM. 8. Með bréfi Lögreglustjórans á höfuðbor garsvæðinu 22. júní 2021 var málið sent Héraðssaksóknara til ákvörðunar um málshöfðun og ákæra gefin út 2. desember 2021. IV. - Ný gögn fyrir dómi. 1. Af hálfu ákæruvaldsins og ákærða voru lögð fram ný gögn undir rekstri máls. Meðal gagna ákæruvaldsins er vottorð M sálfræðings 2. febrúar 2022, en brotaþola var vísað til hennar af NM í kjölfar atvika 17. ágúst 2019 og fór hún í fimm sálfræðiviðtöl á tímab ilinu 29. ágúst til 5. desember. Í vottorðinu segir að M hafi þótt frásögn brotaþola af atvikum trúverðug, hún virkað opinská og samkvæm sjálfri sér. Þótt meðferð hafi tekist vel og brotaþoli farið í eðlilegt bataferli sé ljóst að meint kynferðisbrot hafi haft víðtæk áhrif á líðan hennar og líklegt að hún þurfi frekari hjálp í framtíðinni. 2. 13 Ákærði lagði fram útprentun af Snapchat samskiptum sínum við A aðfaranótt 17. ágúst 2019 á bilinu 02:58 til 04:03. Samkvæmt þeim beið ákærði í röð eftir að komast inn á B5 kl. 02:58, fékk þau boð frá A kl. 03:35 að hún væri á B5 og spurði hvort þau gistir frekar hjá mér En að fara heim með einhverjum sem þú vilt En þú ræður þessu 100% Hann má ekki pressa á þig óþarfa Þá mætti ég Og hjálpa þér Láta mig vita ekki láta hann gera eh með þér sem þú vilt ekki Ég elska þig A mín Þessu svaraði A kl. X minn og fékk kl. 03:59 til svars frá ákærða . Því svaraði A Ákærði lagði einnig fram útprentun um tveggja mínútna símtal sem hann átti við A úr leigubílnum á leið frá Lækjargötu sömu nótt og hófst kl. 03:51. 3. Ákærði lagði einnig fram litljósmynd af brotaþola, sem ber með sér að hafa verið tekin kl. 19:12 að kvöldi föstudagsins 16. ágúst 2019 og sýnir brotaþola uppábúna í ljósri samfellu og svörtum buxum. Brotaþoli ber varalit og svartan maskara kringum augun. Þ á liggur fyrir ljósmynd af ákærða og brotaþola sem tekin var á B5 kl. 03:29 um nóttina. Myndin sýnir andlit þeirra hlið við hlið og segir ákærði greinilega sjást að varalitur brotaþola sé dreifður í kringum munn hennar. Ákærði lagði einnig fram greiðslukv ittun frá B5 vegna 1.200 króna viðskipta kl. 03:37 og segir þetta staðfesta hvenær hann keypti Somersby drykkinn fyrir brotaþola. 4. Ákærði lagði fram Facebook færslu brotaþola frá [...] þar sem hún fjallar um [...] Þá lagði ákærði fram svohljóðandi Twitter færslu brotaþola frá [...] [...] 5. Loks skal nefnt vottorð N geðhjúkrunarfræðings hjá miðstöð áfallahjálpar bráðadeildar LSH 4. mars 2022. Þar segir að ákærði hafi fyrst komið í viðtal hjá N í febrúar 2018 vegna kvíða sem hann hafi þróað með sér frá unga aldri og þeir átt níu meðferðarviðtöl áður en ákærði kom sunnudaginn 18. ágúst 2019 í bráðaviðtal í kjölfar kæru fyrir meinta nauðgun. Ákær ði hafi verið grátbólginn, yfirspenntur og sýnt líkamleg streituviðbrögð, s.s. skjálfta, oföndun, kviðverki og ógleði. Hann hafi greint frá handtöku lögreglu vegna ásakana konu, sem hann hafði kynnst á skemmtistað í miðborg 14 Reykjavíkur, hún farið heim með honum af fúsum og frjálsum vilja og þau haft samræði að vilja beggja. N hafi ráðlagt ákærða að bera höfuðið hátt innan þar sem hann hefði ekkert til sakar unnið, hann þó skömmu síðar verið knúinn af skólastjórnendum til að halda námi áfram utan skóla, honum fundist bregðast honum og á næstu vikum tekið við reiði og pirringur út í kæranda fyrir þá ómaklegu aðför sem hún gerði að mannorði hans og lífsgæðum og hún eyðilagt nám hans við . Í niðurlagi vottorðsins segir að N hafi frá ágúst 2019 ýmist h itt eða rætt við ákærða gegnum síma í 20 skipti. Andleg líðan hans hafi sveiflast mjög mikið á þessu tímabili og hann finni fyrir mikilli depurð, V. - Fram burður ákærða, brotaþola og annarra vitna fyrir dómi. Auk ákærða og brotaþola komu 20 vitni fyrir dóm vegna málsins. Verður fyrst rakinn framburður ákærða og brotaþola, því næst vitnisburður O vinkonu brotaþola úr Keflavík, A vinkonu ákærða, B , sem var með A á B5, D leigubílstjóra og C , sem deildi leigubílnum með ákærða og brotaþola. Þar á eftir verður rakinn vitnisburður L , K , P og R , sem eru fjölskyldumeðlimir ákærða og hittu hann að morgni 17. ágúst 2019 og vitnisburður S vinar ákærða, sem ræddi við hann örskömmu fyrir handtöku. Því næst verður rakinn vitnisburður E , sem ók brotaþola á NM, F hjúkrunarfræðings á NM og G kvensjúkdómalæknis á NM. Að lokum verður greint frá dómsvætti lögreglumannanna T , H og I , vætti U verkfr æðings vegna fyrrgreindra hljóðmælinga, vætti sálfræðinganna J og M og vætti N geðhjúkrunarfræðings. 1. Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Hann kvaðst hafa farið laust fyrir miðnætti föstudaginn 16. ágúst í nýnemafagnað á Austur ásamt A æskuvinkonu sinni o g vinkonum hennar og þar orðið viðskila við A . Hann hafi svo kíkt á B5, enginn verið þar, hann þá farið aftur á Austur, síðan á Prikið og heyrt þaðan í A . Hún hafi þá verið komin á B5, ákærði farið þangað, staðið í röð og verið kominn inn á staðinn um kl. 03. Þar hafi hann ætlað að leita A uppi þegar hann sá brotaþola. Þau hafi brosað til hvors annars, ákærði gefið sig á tal við hana og þau strax náð vel saman. Þau hafi farið að dansa, orðið 30 mínútum síðar hafi 15 þau farið á barinn, ákærði boðið henni einn Somersby drykk og þau deilt honum. Inni á B5 hafi brotaþoli sagt honum að hún væri [...] , byggi í Keflavík og að vinkona hennar úr Keflavík ætlaði að sækja hana og skutla henni heim. Ákærði hafi svarað því til að hún gæti komið heim með honum ef hún vildi og vinkonan sótt hana þangað. Að sögn ákærða luku þau við drykkinn og fóru skömmu síðar út af B5, á sama tíma og V vinkona ákærða og kærastinn hennar. Þau fjögur hafi gengið niður Bankastræt ið, stoppað þar smá stund og leiðir skilið, ákærði og brotaþoli haldið tvö áfram niður götuna og hann þá heyrt A vinkonu sína kalla á eftir honum. Hann og A hafi áður ætlað að deila leigubíl heim úr miðbænum, en A þarna birst með einhverjum strák, B og vir st ætla heim til hans. Ákærða hafi fundist þetta furðulegt, B ekki verið hrifinn af afskiptasemi hans og komið til smá pústra milli þeirra á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Brotaþoli hafi svo gengið áleiðis að leigubílaröðinni, ákærði fylgt á eftir og þa u farið saman í röðina. Þar hafi þau hitt ókunna stelpu, sem kvaðst einnig vera í og á leið í Hafnarfjörð , ákærði spurt hvort þau mættu deila leigubíl með henni og hún tekið vel í það. Þau hafi verið sest inn í leigubílinn þegar A og B bar að röðinni, ákærði þá kallað til A gegnum glugga á bílnum, þau skipst á nokkrum orðum og rætt um að fara fljótlega saman í bíó eða út að borða. Leigubíllinn hafi svo runnið af stað, ákærði verið lítill í sér og hálfgrátandi af áhyggjum vegna A með þessum strák og sent henni Snapchat skilaboð. Brotaþoli hafi spurt hvað amaði að honum, huggað hann og ákærði sagt henni frá áhyggjum sínum af því að B gerði A eitthvað sem hún vildi ekki sjálf. Ákærði hafi svo hringt í A úr leigubílnum, B komið í símann og beðist afsökunar á uppákomunni þeirra í milli og ákærði í framhaldi rætt stuttlega við A . Hann kvaðst hafa tekið gleði sína á ný eftir símtalið, rætt við hvort það væri ekki í lagi hans v egna. Kvaðst ákærði hafa skilið þetta svo að þau væru á leið heim til hans til að stunda kynlíf. Er þau komu að húsið, hengt yfirhafnir sínar á snaga í anddyri á neðri hæð og tekið stigann upp á efri hæð hússins þar sem L bróðir hans svaf í opnu sjónvarpsrými. Móðir þeirra hafi sofið í herberginu á móti svefnherbergi ákærða og eins og alltaf verið opið inn til hennar. Brotaþoli hafi farið strax inn í herbergið hans en ákærði byrjað á því að fara inn á baðherbergi, þaðan sem hann sendi A Snapchat skilaboð og fékk svar. Vísaði ákærði hér til skilaboða hans og A kl. 03:59 og 04:04, sem frá greinir í kafla IV.2. 16 Ákærði kvaðst í framhaldi hafa farið inn í svefnherbergið, séð brotaþola með síma á hvort öðru. Í þeim atlotum hafi þau byrjað að losa um buxur hvors annars, í fra mhaldi munnmök í 4 - 5 mínútur, hún stunið á meðan og virst líka mjög vel. Í kjölfari ð hafi brotaþoli sest upp í rúminu og veitt ákærða munnmök í 1 - 2 mínútur áður en hann lagðist innilega, ástríðan verið mikil, ákærði meðal annars kysst háls hennar, sam farahreyfingar verið þéttar og fastar og hún krækt fótleggjunum yfir bak hans á meðan. Eftir um sex mínútna samfarir hafi farsími brotaþola hringt, þau stoppað örstutt á meðan og síðan haldið samförum áfram. Símhringingin virtist þó hafa truflað brotaþola , hún sagst vilja hætta og ákærði farið ofan af henni. Brotaþoli hafi svo kíkt í símann til að kanna hvort þetta væri vinkonan úr Keflavík sem ætlaði að sækja hana og ákærði þá boðist til að skutla henni seinna ef hún vildi. Eftir þetta hafi þau byrjað að kyssast aftur, hafið samfarir á ný í trúboðastellingunni, brotaþoli svarað hreyfingum hans af ástríðu og - 30 mínútur áður en fór að fjara undan og þau lögðust hlið við hlið í rúm inu. Nefndi ákærði í sömu andrá að honum yrði aldrei sáðlát þegar hann væri undir áhrifum áfengis. Ákærði kvaðst halda að klukkan hafi svo verið um 05 þegar hann skrapp inn á baðherbergi til að pissa eða fá sér vatn. Þegar hann sneri til baka hafi brotaþo li verið hálf leið og virst fjarræn. Hann hafi því huggað hana, kallað hana elskuna sína og ástina sína, þau síðan lagst út af í rúminu og hann sofnað. Ákærði kvaðst hafa vaknað laust fyrir kl. 10, brotaþoli þá verið farin, það komið honum á óvart en han n hugsað með sér að hún hafi farið til Keflavíkur eins og hún ætlaði. Ákærði hafi í framhaldi spurt L bróður sinn hvort hann hefði orðið var við þegar brotaþoli fór, fengið afsvar við því og þá sent brotaþola Instagram skilaboðin sem frá greinir í kafla II I.3. Ákærði kvað móður sína og ömmu hafa verið að sulta þegar hann vaknaði. Hann kvaðst svo hafa setið fyrir utan húsið og verið að spjalla við S vin sinn þegar lögregla mætti á staðinn, kom ákærða í opna skjöldu með því að segja að hann væri grunaður um k ynferðisbrot og handtók hann. 17 Ákærða voru sýndar upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi lögreglu, staðsetti sig, V , kærasta hennar og brotaþola koma út af B5 og sagði brotaþola aftast í hópnum. Seinna komi A og B í mynd; hún í ljósum topp, svörtu pilsi og hv ítum skóm. Ákærði kvaðst á engum tímapunkti hafa neytt brotaþola til kynferðislegs samneytis í svefnherberginu, hún aldrei sagt nei við neinu sem þar gerðist, hann aldrei sussað á hana, hún aldrei grátið og hann aldrei tekið um munn hennar eða háls. Ákærði vísaði framburði C á bug, sagði rangt að C og brotaþoli hafi ræðst við í leigubílnum fyrir utan og að brotaþoli hafi verið efins um að fara inn með ákærða. Hann kvaðst ekki hafa séð áverka á hálsi brotaþola áður en þau komu heim til hans og bar að haf i hún hlotið áverka af hans völdum þá stafi þeir af kossum þeirra og ástríðufullu samlífi, en samfarir með smá áverka á kynfærasvæði. Hún hafi þó aldrei kveinkað sé r meðan á samförum stóð, þær varað í langan tíma og verið fjörugar. 2. Brotaþoli kvaðst hafa farið í nýnemafagnað á B5, hitti þar enga sem hún þekkti, því farið í nýnemafagnaðinn á Austur og þaðan á fleiri staði áður en hún fór aftur á B5. Þar hafi hún hitt ákærða, þau tekið tal saman, brotaþola líkað vel við hann, þau kysst hvort annað og ákærði boðið henni upp á ei nn Somersby drykk. Hún hafi svo ætlað að fara heim, vinkona hennar úr Keflavík ætlað að sækja hana, brotaþoli látið vinkonuna vita að hún væri tilbúin að fara og vinkonan ætlað að leggja af stað. Brotaþola minnti að hún hafi sagt ákærða frá þessu inni á B5 . Hún hafi síðan farið út af staðnum og ætlað að bíða eftir vinkonunni fyrir utan Hard Rock, ákærði komið hlaupandi á eftir henni, brotaþoli sagt honum að hún ætti von á sókn úr Keflavík og ákærði þá boðið henni að bíða eftir vinkonunni heima hjá honum. Þe gar hér var komið hafi brotaþoli sagt ákærða að hún vildi ekki náið samneyti við hann því hún væri á blettablæðingum. Þau hafi svo tekið leigubíl heim til ákærða og deilt honum með ókunnri stelpu. Í bílnum hafi ákærði verið upptekinn af einhverri vinkonu s inni sem ætlaði heim með strák, ákærði verið niðurdreginn og grátið vegna þessa, hann mest verið að tala við vinkonuna í síma á leiðinni heim og brotaþoli eitthvað verið að hugga hann. Er þau komu heim til ákærða hafi hann stigið út úr leigubílnum og stelp an spurt brotaþola hvort hún væri viss um að hún vildi fara inn með honum. Jafnframt hafi stelpan látið hana hafa símanúmerið sitt og sagt að hún mætti hringja ef eitthvað kæmi upp á. Brotaþoli kvaðst hafa verið efins, en svarað því til að allt væri í lagi því vinkona hennar 18 væri að koma að sækja hana. Hún hafi svo stigið út, áréttað við ákærða að hún væri á blettablæðingum og ekkert myndi gerast þeirra í milli, þau síðan farið inn til ákærða og rakleitt upp í svefnherbergi hans á efri hæð hússins. Brotaþol a minnti að ákærði hafi þó fyrst farið inn á baðherbergi og svo komið inn í herbergið til hennar. Brotaþoli bar að þau hafi farið að kyssast í svefnherberginu og henni líkað það vel í fyrstu þar til ákærði varð ágengur, ýtti henni ofan á rúmið, klæddi hana úr öllum fötunum, lagðist ofan á hana, rak getnaðarliminn inn í leggöng hennar og hóf samræði. g sussað á hana, í framhaldi bitið hana mjög fast í háls og brjóst og kalla hana elskuna sína og ástina sína. Brotaþoli kvað ákærða í einhver skipti hafa hætt samræði, eins og hann væri að fara að sofa, en haldið annarri hendi um háls hennar í olnbogabót o g alltaf tekið fastar og fastar um háls hennar þegar hún hreyfði sig til að fara úr rúminu. Hann hafi svo byrjað þegar ákærði hætti hafi brotaþoli ætlað að kíkja í síma nn sinn, en hann þá dregið hana til baka og haldið samræði áfram. Ákærði hafi svo loks sofnað, brotaþoli þá klætt sig og farið út, hringt í vin sinn, sem svaraði ekki og hún þá hringt í E vinkonu sína. Þegar E kom hafi brotaþoli haft í hyggju að fara heim; E bent henni á áverka á hálsi og heimtað að þær færu á sjúkrahús. Nánar aðspurð kvaðst brotaþoli kafa kysst ákærða a.m.k. einn langan koss á B5, þau farið saman út af staðnum ásamt fleira fólki og gengið niður Bankastræti. Brotaþoli hafi þá verið að reyna að ná sambandi við vinkonu sína upp á sókn úr Keflavík . Þegar neðar kom í götuna hafi brotaþoli yfirgefið hópinn. Aðspurð kvaðst hún nýlega hafa skoðað myndbandsupptökur þær sem áður greinir og fengið að gang að þeim gegnum réttargæslumann. Brotaþola voru sýndar sömu upptökur, staðsetti sig þar, íklædd brúnum jakka og svörtum buxum og kvaðst telja upptökur sýna hvar hún reyni að ná sambandi við vinkonuna á leið niður Bankastræti. Þegar hún skildi við hópin n neðst í götunni hafi hún gengið að Hard Rock til að bíða eftir vinkonunni og ekki haft áform um að hitta ákærða aftur. Hann hafi svo komið þangað, boðið henni far og þau farið í leigubílaröð hinu megin götunnar. Brotaþoli kvað eftir atvikum ofsagt í lögr egluskýrslu 17. ágúst með honum og hann tekið hana með sér í leigubílaröðina. Á meðan þau biðu þar hafi 19 aldrei komið til tals að þau myndu stunda kynlíf, hún þvert á móti sagt ákærða að hún væri á blæðingum og því myndi ekkert gerast. Brotaþoli kvaðst aldrei hafa stoppað för vinkonunnar úr Keflavík en ætlað að heyra í henni heiman frá ákærða og leiðbeina henni þangað. Þetta hafi hún ekki gert, en heyrt í vinkonunni, O , daginn eftir og þá frétt að hún hefði komið til Reykjavíkur að sækja hana. Brotaþoli kvaðst ekki vita af hverju hún hringdi ekki í O eða sendi henni Brotaþoli kvað ákærða hafa rekið fingur mjög harkalega inn í leggöng hennar og hún fundið sviða frá leggöngum og skapabörmum. Þá fannst henni sem ákærði reyndi einnig að setja fingur í endaþarm hennar á sama tíma og hann var að putta hana; fingur hans hafi að minnsta kosti kom ið við endaþarminn. Hún kvaðst hins vegar ekki vita hvort ákærði hafi reynt að setja lim sinn inn í endaþarm hennar. Brotaþoli kvað þessar athafnir ákærða hafa átt sér stað á milli þess sem hann hafði við hana samræði um leggöng. Þá hafi ákærði látið hana taka getnaðarliminn í munninn. Brotaþola var kynntur dómsframburður ákærða um kynferðislegt samneyti, sagði þann framburð rangan, hún ekki klætt sig sjálf úr fötunum, engin ástríðufull atlot komið við sögu, hún aldrei gælt við getnaðarlim hans og hann ekk i veitt henni munnmök. Hún kvað ekki hafa heyrst mikið í þeim í herberginu og enginn hávaði borist þaðan og áréttaði að ákærði hafi í nokkur skipti gripið um munn hennar. Brotaþoli kvaðst ekki hafa vitað hvort og þá hverjir væru sofandi í húsinu þegar atvi k gerðust. Brotaþoli kvaðst ekki muna hvernig ákærði klæddi hana úr buxum og hún ekki hefði sagt við lögreglu og brotaþoli verið hrædd. Hún kvaðst muna eftir að legið als nakin á bakinu og ítrekað beðið ákærða að hætta. Hún kvaðst hafa grátið stanslaust og mikið meðan á stóð. Aðspurð áréttaði brotaþoli að ákærði hafi bitið hana mjög fast í háls og brjóst en hún ekki gefið frá sér há hljóð við þetta og aldrei öskrað. 3. O va r fyrst nafngreind í skýrslu brotaþola fyrir dómi og hún sögð vinkonan sem ætlaði að sækja brotaþola úr Keflavík . O bar að brotaþoli hafi á föstudeginum beðið hana að sækja sig á djammið í Reykjavík. Þær hafi svo átt einhver samskipti aðfaranótt laugardags ins og O lagt af stað úr Keflavík . Eftir þetta hafi brotaþoli hringt, sagst vera á B5 og beðið O að sækja sig fyrir utan Hard Rock. O kvaðst svo hafa verið stödd á Laug a vegi þegar hún hringdi í brotaþola, sem áréttaði að hún ætti að koma að Hard Rock. 20 Er þ angað kom hafi O hringt í brotaþola nokkrum sinnum en hún ekki svarað í símann. O hafi því lagt bifreið sinni og rölt um miðbæinn í allt að tvær klukkustundir í leit að brotaþola áður en hún gafst upp og ók aftur til Keflavíkur . Hún kvaðst hafa hringt í br otaþola á leiðinni þangað. Þær hafi svo talast við í síma daginn eftir og brotaþoli greint frá því að hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. O minnti að samskipti hennar og brotaþola um nóttina hafi öll farið fram með símtölum, ekki textaskilaboðum. 4. A kvaðst vera æskuvinkona ákærða og þau verið nánir vinir allt frá grunnskóla, upp í menntaskóla og þaðan í . Umrætt kvöld hafi þau farið saman í nýnemafagnaðinn á Austur ásamt tveimur vinkonum A , leiðir hennar og ákærða skilið þar og þau hist aftur á B5 um nóttina. Þar hafi hún spurt ákærða hvort þau ættu ekki að deila leigubíl heim af djamminu og hann tekið vel í það. Aðstæður hafi svo breyst, A hitt strák, B og ákveðið að fara heim með honum. Þau tvö hafi svo verið komin út af B5 þegar A sá ákærða á leið niður Bankastræti með einhverju fólki, hljóp til þeirra og sagði ákærða að hún ætlaði heim með B . Ákærði hafi ekki tekið því allt of vel, haft áhyggjur af henni og spurt hvort hún væri viss um að hún vildi fara heim með honum. Neðst í Bankastræti ha fi svo komið til einhverra leiðinda milli ákærða og B . A kvaðst síðan hafa verið í leigubílaröð fyrir utan Stjórnaráðið þegar hún sá ákærða inni í leigubíl. Þau hafi talast örstutt við gegnum bílglugga og ákærði minnt hana á að hún þyrfti ekki að gera neitt sem hún vildi ekki. Ákærði hafi svo hringt í hana úr l eigubílnum, B einnig komið í símann og hann og ákærði leyst úr sinni misklíð í Bankastrætinu. A kvað af og frá að ákærði hafi verið dónalegur við hana eða hreytt í hana ónotum þessa nótt. Hún staðfesti fyrir sitt leyti Snapchat samskiptin sem frá greinir í kafla IV.2. 5. B kvaðst hafa verið með A umrædda nótt og rámaði í að hafa hitt ákærða í Bankastræti. Hann kvaðst ekki muna hvað þeim fór á milli og ekki minnast ónota þeirra í milli. B voru sýndar fyrirliggjandi myndbandsupptökur, staðsetti sig á þeim e n sagði atvik ekkert rifjast frekar upp. 6. D leigubílstjóri gat ekki varpað ljósi á atvik máls. Hann upplýsti þó að í miðbænum séu tvær leigubílaraðir um nætur; önnur í Lækjargötu, handan við Hard Rock og hin í Lækjargötu, handan við Stjórnarráðið. 7. 21 C b ar að hún hafi hitt ákærða og brotaþola í leigubílaröðinni fyrir utan Stjórnaráðið og deilt með þeim leigubíl. Þau hafi verið sest inn í bílinn þegar ákærði skrúfaði niður glugga og öskraði einhver ókvæðisorð að stúlku í röðinni. C kvaðst ekki muna hvaða o rð féllu en fengið ónotatilfinningu fyrir ákærða og fundist hann hrokafullur. Ákærði hafi svo hringt í stúlkuna úr bílnum og virst reiður, brotaþoli spurt hvort ekki væri í lagi og hvort hann vildi ræða þetta. Ákærði hafi svarað henni stuttaralega og sýnt henni lítilsvirðingu. C kvaðst ekkert hafa rætt við ákærða og brotaþola á leiðinni í Kópavog en er þangað kom hafi ákærði stigið út og brotaþoli setið eftir í bílnum. C hafi þá spurt brotaþola hvort hún væri viss um að hún vildi fara inn með honum, brotaþo li virst efins, ákærði farið að reka á eftir henni og C þá enn spurt brotaþola hvort hún væri viss. Brotaþoli hafi svo ákveðið að fylgja ákærða og þær skipst á símanúmerum. Þegar C kom heim hafi henni enn liðið illa út af ákærða, blöskrað framkoma hans og því sent brotaþola skilaboð um að hún gæti hringt hvenær sem hún vildi. C kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi rætt um að vinkona hennar myndi sækja hana heim til ákærða. Nánar aðspurð um öskur ákærða út um bílglugga í Lækjargötu kvaðst C hafa talið að umrædd stúlka væri fyrrum kærasta ákærða, hún verið þarna með öðrum strák og ákærði verið að setja út á það. C kvaðst minna að ákærði og stúlkan hafi svo rætt um það í síma að fara saman í bíó eða út að borða. 8. L bróðir ákærða kvaðst hafa sofið í sjón varpsrými á efri hæð hússins að og vaknað þegar ákærði og brotaþoli tóku stigann upp á efri hæðina. Brotaþoli hafi farið inn í svefnherbergi ákærða, hann skroppið á baðherbergi og síðan farið inn til sín. L hafi sofnað strax aftur og ekki bært á sér fy rr en um morguninn. Hann hafi verið á neðri hæðinni þegar ákærði kom og spurði hvort hann hefði séð brotaþola fara. L kvað ákærða hafa verið eins og hann á að sér um morguninn og ekkert virst ama að honum. Ákærði glímdi annars við kvíða og leyndi það sér e kki í hegðun og fari hans þegar hann væri kvíðinn. 9. K móðir ákærða kvaðst hafa sofið á efri hæð hússins með dyrnar opnar inn í sitt herbergi, eins og hún gerði alltaf og væru örfá skref á milli herbergis hennar og ákærða. Hún væri vön að vaka eftir sonum sínum á nóttunni og þyrfti lítið til að hún vaknaði. Hún hafi ekki rumskað þá nótt sem hér um ræðir, farið á fætur um kl. 09 og ákærði verið 22 kátur og eins og hann á að sér þegar hann kom niður. Ákærði væri kvíðagjarn en ekki borið nein merki þess um morgu ninn. K staðhæfði að lak sem tæknideild lögreglu tók til rannsóknar væri ekki sama lak og var á rúmi ákærða. K hafi verið nýbúin að skipta um lak á rúminu, það lak verið skjannahvítt og borið merki framleiðanda, líklegast Georg Jensen. Skítuga lakið sem l ögregla rannsakaði væri ekki frá K komið. 10. P mágkona ákærða kvaðst hafa sofið í herbergi á efri hæð hússins, með lokaðar dyr og vaknað milli kl. 09 og 10 án þess að rumska um nóttina. 11. R amma ákærða kvaðst hafa komið í heimsókn mili kl. 10 og 11 að morgni laugardagsins og verið að ljúka við sultugerð með móður ákærða. Ákærði hafi verið kátur og ljúfur, sniglast í kringum þær og verið nákvæmlega eins og hann á að sér. Hann glímdi við kvíða og sæist greinilega á honum þegar hann væri k víðinn. 12. S vinur ákærða bar að þeir hafi talast við í síma laust fyrir hádegi á laugardeginum, farið yfir djamm næturinnar og ákærði sagst hafa farið heim með stelpu. Ákærði hafi ekki rætt þetta frekar en S gefið sér að þau hafi sofið saman. Samtalið ha fi svo rofnað, S fyrst haldið að sími ákærða hafi orðið batteríslaust en móðir hans hringt skömmu síðar og sagt S að lögregla hefði komið og handtekið ákærða. 13. E bar að hún hafi fengið símhringingu frá brotaþola laust eftir kl. 06 að morgni laugardagsin s, brotaþoli grátið í símanum, sagst vera í Kópavogi, en ekki vita nákvæmlega hvar og beðið um sókn. E hafi náð að staðsetja hana gegnum farsímabúnað um kl. 06:20 og verið komin til brotaþola um kl. 06:30 þar sem hún var á gangi við . Brotaþoli hafi ses t inn í bifreið E , útgrátin, marin og rauð, einkum á hálsi, hún verið í áfalli og viljað fara heim að sofa. E hafi róað hana niður og spurt hvað hefði komið fyrir, brotaþoli þá sagst hafa farið heim með ákærða og hann nauðgað henni. Hún hafi ekki sagt nána r frá atvikum í bílnum en þær talað saman í 10 - 15 mínútur og E sannfært hana um að þær yrðu að fara á NM. E hafi svo ekið að Landspítalanum við Hringbraut og þeim verið vísað á NM í Fossvogi. 14. 23 F hjúkrunarfræðingur kom fyrir dóm og staðfesti þá skýrslu s em eftir hana liggur og frá greinir í kafla II.1. Hún kvaðst ekki muna hvað klukkan var þegar brotaþoli kom á NM en það væri skráð í móttökukerfi sjúkrahússins. Hún kvaðst hafa tekið fyrstu frásögn brotaþola af atvikum, skráð þá endursögn í tölvu og brotaþ oli setið við hlið - i í þar tilgreinda reiti móttökuskýrslunnar bar F að hún hafi farið yfir hvern og einn lið, sem þar er , spurt brotaþola um einstaka liði og sett x til samræmis við svör hennar. Hún kvaðst ávallt vanda til þessara verka og taldi allt hafa verið réttilega skrásett. 15. G kvensjúkdómalæknir kom fyrir dóm og staðfesti þá skýrslu sem eftir hana liggur og frá gr einir í kafla II.2. G kvaðst hafa hlýtt á frásögn brotaþola, tekið niður minnispunkta og í framhaldi fært frásögnina í tölvu. Hún kvaðst ekki muna eftir þessu máli en gat þess að óalgengt sé að áverkar greinist á kynfærum kvenna sem leita til NM. Til að hl G kvað ekki unnt að fullyrða að áverkarnir hafi ekki myndast við samþykktar samfarir. Hún staðfesti að greindir áverkar á hálsi og vinstra brjósti brotaþola samrýmdu st frásögn hennar um hálstak og bit. G taldi áverkana á hálsi líklegast eftir hálstak og sagði ólíklegt að um sogbletti væri að ræða en þó væri það ekki útilokað. Nánar aðspurð bar G þar sæjust för eftir tennur eða tanngarð. Hún sagði ekki augljóst að roðamerki á vinstra brjósti væru eftir bit og sagði roðann geta stafað af hverju sem er. Aðspurð hvernig hún stóð að merkingum með x - i í þar tilgreinda reiti skýrslunnar kvað G brotaþola hafa setið við hlið hennar þegar G spurði viðkomandi spurninga, fékk svör brotaþola við hverri spurningu og merkti með x - i í viðeigandi reiti. G kvaðst í þremur tilvikum hafa fært auka texta inn á skýrsluformið í stað þess að setja bara x við G og G G 16. Lögreglumennirnir T , H og I komu fyrir dóm og staðfestu skýrslur sínar í málinu. Fram kom í vætti T að kynferðisbrotamál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu væru rannsökuð og unnin í teymisvinnu og því enginn einn yfirstjó rnandi hverrar rannsóknar. 24 H kom í dóminn með lak sem rannsakað var af tæknideild lögreglu og frá greinir í kafla III.2. Hann kvaðst ekki kunna skýringu á því af hverju lakið var skráð haldlagt að [ heimilisfang í Reykjavík ] , skoðaði skítugt lakið og bar sa man við ljósmyndir sem hann tók af hreinu laki í rúmi ákærða og kvaðst telja að ekki væri um sama lak að ræða. Í framhaldi staðfesti sækjandi að samkvæmt málaskrárkerfi lögreglu hafi um svipað leyti verið til rannsóknar meint kynferðisbrot að [ heimilisfang í Reykjavík ] . I kvaðst ekki skilja hvernig haldlagt lak að hafi komist inn í mál þetta. Hann sagði lakið sem hann var beðinn um að rannsaka ekki hafa óhreinkast í vörslum tæknideildar. Aðspurður kvað I ekki ólíklegt að ef einstaklingur væri með augnm askara og gréti mikið í rúmi þá myndi maskarinn smitast í lak en ekkert yrði þó fullyrt um þetta, af eða á. 17. U verkfræðingur hjá [...] staðfesti skýrslu fyrirtækisins um hljóðmælingar á efri hæð hússins að . Hann kvað heyrn manna mismunandi og fólk sofa misfast. Almennt væri það svo að mannsheilinn er næmari fyrir hljóðum um aðsteðjandi hættu og Nefndi U grát sem dæmi. Lágur grátur myndi þó almennt ekki vekja fól k af svefni á meðan líklegt væri að hávær grátur myndi gera það. U bar að miðað við þær forsendur að opið hafi verið inn í svefnherbergi móður ákærða og lokað inn til hans myndi venjulegt samtal líklega ekki heyrast milli herbergja, a.m.k. ekki orðaskil, e n ef samtal væri hávært myndi nánast mega greina orðaskil milli herbergjanna. 18. J sálfræðingur staðfesti þá skýrslu sem eftir hana liggur og frá greinir í kafla III.6. Hún kvaðst hafa fengið sms frá brotaþola laugardaginn 17. ágúst og í framhaldi boðið h J skráð frásögn hennar af a t vikum næturinnar. J staðfesti að brotaþoli hefði [...] , taldi þá reynslu ekki iggerað J bar að brotaþoli hafi verið komin á mjög góðan stað í bata sumarið 2019 og líf hennar farið aftur á hliðina í ágúst það ár. Eftir að J skilaði sinni skýrslu 2. október 2019 hafi brotaþoli mætt í 10 viðtöl fram til janúar 2021. Hún taldi það eitt að brotaþoli stundaði kynlíf með ákærða og sæi eftir því ekki útskýra þau einkenni áfallastreituröskunar sem brotaþoli bar 25 í kjölfarið og gat þess að brotaþoli hafi orðið óvinnu fær á árinu 2020 og [...] . Fram kom í vætti J að auk framangreindra áfalla hafi [...] . 19. M sálfræðingur staðfesti þá skýrslu sem eftir hana liggur og frá greinir í kafla IV.1. Hún kvað brotaþola eiga fyrri áfallasögu, m.a. [...] . 20. N geðhjúkrunarfræði ngur staðfesti þá skýrslu sem eftir hann liggur og frá greinir í kafla IV.5. Hann kvað ákærða hafa sýnt mörg einkenni áfallastreitu þegar þeir hittust í óraunveruleikatilfi VI. - Niðurstöður. 1. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður ákærði því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það a triði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. 2. Ákærði og brotaþoli eru ein til f rásagnar um hvað gerðist í svefnherbergi ákærða aðfaranótt laugardagsins 17. ágúst 2019 og stendur þar orð gegn orði. Ræðst niðurstaða máls að verulegu leyti af mati á áreiðanleika og trúverðugleika framburðar þeirra fyrir dómi, samanburði á þeim framburði og frásögn þeirra undir rannsókn máls og hvort og þá hvernig frásögn þeirra fær stuðning í framburði annarra skýrslugjafa og sýnilegum sönnunargögnum málsins. Ákærði hefur frá upphafi verið með allar tímasetningar á hreinu og fá þær meira og minna samrýms t skjalfestum gögnum. Tímasetningar brotaþola hafa verið á reiki. Það eitt gæti bent til þess að brotaþoli hafi verið með meiri áfengisáhrifum en ákærði um 26 NM um kl. 08 að morgni laugardagsins. Hvað sem þessu líður þykir í ljósi framburðar ákærða og skjalfestra gagna mega leggja eftirfarandi atriði til grundvallar. Í fyrsta lagi, að ákærði kom inn á veitingastaðinn B5 um kl. 03, sat fyrir á mynd með brotaþola kl. 03:29 og ba uð henni Somersby drykk á barnum kl. 03:37. Í öðru lagi, að A æskuvinkona ákærða sendi honum skilaboð inni á B5 kl. 03:35 og spurði hvort þau gætu deilt leigubíl heim. Í þriðja lagi, að ákærði og brotaþoli lögðu af stað frá Lækjartorgi í leigubíl kl. 03:49 og komu að heimili hans kl. 03:56. Ákærða og brotaþola ber s aman um að þau hafi náð vel saman á B5, dansað og kysst hvort annað og deilt umræddum drykk áður en þau fóru út af staðnum. Brotaþoli hefur verið stöðug í þeim framburði að hún hafi ætlað heim til og vinkona hennar ætlað að sækja hana. Hún kveðst hafa sent vinkonunni skilaboð frá B5 um að leggja af stað úr Keflavík , sagt ákærða að hún væri með far heim, brotaþoli því næst farið út af staðnum og gengið áleiðis að Hard Rock Cafe í Lækjargötu þar sem hún hugðist bíða eftir vinkonunni. Samkvæmt dómsframburð i ákærða og A vinkonu hans höfðu þau ráðgert að taka saman leigubíl úr miðbænum. Má ráða af framburði þeirra að slík áform hafi dottið upp fyrir þegar A hitti ákærða að máli í Bankastræti í fylgd B og sagði ákærða að hún ætlaði heim með þeim manni. Upptöku r úr eftirlitsmyndavélakerfi lögreglu staðreyna að fundur þessi átti sér stað, að brotaþoli var í hópnum, að hópurinn staðnæmdist á horni Bankastrætis og Lækjargötu, að þar kom til einhverra væringa milli ákærða og B , að á meðan gekk brotaþoli ein í átt að Lækjartorgi og að ákærði hljóp skömmu síðar yfir Lækjargötu í átt að Hard Rock. Samkvæmt ofansögðu er ekkert sem bendir til þess að brotaþoli hafi haft áform um að fara heim með ákærða þegar hún yfirgaf hópinn neðst í Bankastræti og samrýmist það dómsfra mburði þeirra beggja. Fyrir liggur að ákærði fór síðan á eftir brotaþola að Hard Rock og spurði hvort hún vildi fara heim með honum í leigubíl og bíða þar eftir að vinkonan sækti hana. Brotaþoli þáði þetta. Þegar ákærði og brotaþoli voru sest inn í leigubí l á móts við Stjórnarráðið kallaði ákærði til A , ræddi stuttlega við hana, sendi henni í framhaldi Snapchat skilaboð úr leigubílnum og hringdi síðan í hana. Eru þau samskipti rakin í kafla IV.2. Þannig liggja fyrir skilaboð frá ákærða, send á bilinu 03:48 til 03:50, um að A eigi frekar að gista heima hjá ákærða en að fara heim með B , hún ráði þó hvað hún geri en eigi ekki að láta B pressa á hana og ekki gera neitt sem hún vilji ekki sjálf. Ákærði lauk þessum samskiptum kl. 27 A mín Samskipti þessi, ein og sér, benda ekki til þess að ákærði hafi á þeim tíma haft áform um að brjóta kynferðislega gegn brotaþola. Ákærða og brotaþola ber saman um að komið hafi til tals í leigubílnum að hún væri á smá blæðingum. Brotaþoli hefur v erið stöðug í þeim framburði að hún hafi sagt ákærða frá þessu til að undirstrika að þau væru ekki að fara heim til hans til að hafa samfarir á meðan ákærði segir brotaþola hafa sagt honum frá þessu til að hann vissi hver staðan væri og hún spurt hvort han n setti það nokkuð fyrir sig að hún væri á smá blæðingum. Ákærði hafi skilið orð hennar svo að þau væru á leið heim til hans til að eiga kynferðismök. Það er álit dómsins að framburður ákærða sé stöðugur um atvik máls frá því hann kynntist brotaþola á B5 o g þar til þau komu heim til hans að . Sama gegnir um framburð brotaþola í öllum meginatriðum, þótt frásögn hennar sé ekki jafn skýr. Það sem einkum veikir framburð brotaþola er frásögn hennar um samskipti við vinkonuna úr Keflavík . Brotaþoli var ekki be ðin að nafngreina vinkonuna undir rannsókn málsins og kom nafn hennar ( O ) fyrst upp við skýrslugjöf brotaþola fyrir dómi. Þá var farsímanotkun brotaþola ekki skoðuð þrátt fyrir frásögn hennar strax í upphafi um vinkonu úr Keflavík . Liggja því ekki fyrir sk jalfest gögn um samskipti úr og í síma brotaþola þessa nótt og ber ákæruvaldið hallann af því. Brotaþoli greindi lögreglu frá því að hún hafi sent vinkonunni skilaboð frá B5 um að koma og sækja sig, brotaþoli síðan farið út og ætlað að bíða fyrir utan Ha rd Rock. Ákærði hafi vitað þetta þegar hann bauð henni að fara heim með honum og bíða eftir vinkonunni þar. Fyrir dómi bar brotaþoli að vinkonan hafi ætlað að leggja af stað úr Keflavík þegar brotaþoli fór út af B5 og ætlaði að bíða við Hard Rock. Ákærði h afi svo komið til hennar, boðið henni að bíða eftir vinkonunni heima hjá honum og brotaþoli þegið það. Brotaþoli játti rétt fyrir dómi að hún hafi ekki sagt vinkonunni frá breyttri áætlun, kvaðst þó hafa ætlað að gera það og leiðbeina vinkonunni heim til á kærða. Hún kvaðst ekki vita af hverju hún hvorki hringdi í vinkonuna né sendi henni skilaboð eftir þessum skýringum brotaþola þykir standa eftir að þegar hún og ákærði lögðu a f stað heim til hans mátti ákærði ætla að vinkonan væri á leið þangað til að sækja brotaþola. O bar fyrir dómi að hún hafi lagt af stað úr Keflavík þegar brotaþoli hringdi frá B5 og bað hana að sækja sig fyrir utan Hard Rock. Að sögn O hringdi hún svo í br otaþola frá Laugavegi og áréttaði brotaþoli þá að O kæmi fyrir utan Hard Rock. Þar hafi O gripið 28 í tómt og ekki náð sambandi aftur við brotaþola um nóttina þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ef marka má framburð O , sér í lagi um að hún og brotaþoli hafi rætt saman í síma á meðan O ók niður Laugaveg og var rétt ókomin að Hard Rock, þykir ekki auðskýrt af hverju brotaþoli fór frá Hard Rock, og það án þess að láta vinkonu sína vita. 3. Þótt áhöld séu um nákvæm samskipti ákærða, brotaþola og C í leigubílnum á le ið frá Lækjartorgi að þykir það engin áhrif hafa við mat á sekt eða sýknu ákærða. Nægir í því sambandi að benda á fremur óljósa frásögn ákærða og brotaþola af atvikum í bílnum, þá staðreynd að töluvert ber á milli í framburði þeirra og C um hvernig þa u upplifðu ferðina, sem tók aðeins sjö mínútur, og að mikið ber á milli í framburði C og A vinkonu ákærða um samskipti hans og A áður en ferðin hófst. Upplifun C af meintri framkomu ákærða í leigubílnum fær ekki stoð í öðrum gögnum málsins. Það eitt að C h afi spurt brotaþola í lok ferðar hvort hún væri viss um að hún vildi fara inn með ákærða þykir engu breyta, nema þá helst um það að brotaþoli kaus að fara inn til hans. 4. Framangreind atriði fela ekki í sér beinar sönnur á hvað gerðist á heimili ákærða . Eins og áður greinir komu hann og brotaþoli þangað í leigubíl kl. 03:56. Heimili ákærða er áður lýst. Gengið er inn í anddyri á neðri hæð og þar er stórt eldhús og stórar stofur, allt í opnu rými. Þar hefðu brotaþoli og ákærði getað sest, hún haft samban d við vinkonu sína úr Keflavík og leiðbeint henni heim til ákærða. Þetta gerðist ekki. Þess í stað fóru ákærði og brotaþoli rakleitt upp á efri hæð hússins og þar inn í herbergi ákærða. Hefur brotaþoli á engum tímapunkti ýjað að því að ákærði hafi stýrt he nni þangað eða hún með öðrum hætti farið upp stigann og inn í herbergi hans gegn eigin vilja. Fyrir dómi bar ákærða og brotaþola saman um að hún hafi farið ein inn í herbergi hans, ákærði skroppið inn á baðherbergi og síðan farið inn til hennar. Ákærði bar fyrir dómi að þegar hann var inni á baðherberginu hafi hann sent A Snapchat skilaboð, fengið svar við þeim og eftir það farið inn til brotaþola. Liggja í þessu sambandi fyrir svarskilaboð sem A sendi X og viðbrögð A kl. 04:03 okei love Hafðu gaþan I kvöld 5. Framburður ákærða og brotaþola um atvik í herbergi hans er ósamrýmanlegur. Við skýrslugjafir hjá lögreglu var ekki gengið eftir nákvæmri lýsingu þeirra um atvik og atburðarás í herberginu og kom til að mynda aldrei fram af hálfu brotaþola hvort meint 29 brot ákærða hafi átt sér stað í rúmi hans eða annars staðar í herberginu. Knöpp frásögn þeirra hjá lögreglu um atvik í herberginu gerir dóminum óhægt um vik að leggja mat á stöðugleika í framburði ákærða og brotaþola hvors um sig og reynir því meira en ella á á reiðanleika framburðar þeirra fyrir dómi. Er við hvorugt þeirra að sakast í þeim efnum. Ákærði greindi lögreglu frá því að hann og brotaþoli hafi afklæðst og lagst nakin í rúm hans, veitt hvort öðru munnmök, ákærði sett fingur í leggöng brotaþola og þau ha ft samfarir með vilja beggja. Hlé hafi orðið á samförum þegar brotaþoli fékk símhringingu frá vinkonu sinni úr Keflavík , ákærði þá sagst geta skutlað brotaþola heim og þau síðan haldið kynlífi áfram í dágóðan tíma. Að því loknu hafi ákærði farið inn á baðh erbergi til að pissa eða fá sér vatn, líklega um kl. 05, brotaþoli verið smá leið þegar hann sneri til baka, hann þá knúsað hana og sofnað eftir það. Þegar ákærði vaknaði um kl. 10 hafi brotaþoli verið farin og hann sent henni tvenn Instagram skilaboð um k l. 10:30 . Aðspurður hvernig hann aflaði samþykkis brotaþola bar ákærði að þau hafi verið búin að kyssast innilega, hún veitt honum munnmök, stunið á meðan hann veitti henni munnmök, stunið meðan á samförum stóð og hún verið jafngildur þátttakandi í öllu se m gerðist. Fyrir dómi lýsti ákærði atvikum í herberginu með mun nákvæmari hætti en hjá lögreglu. Að því gættu var framburður ákærða í fullu samræmi við ofangreinda frásögn. ærði kysst háls brotaþola, viðhaft þéttar samfarahreyfingar og hún krækt fótleggjunum yfir bak hans á meðan. Ákærði kvaðst ekki hafa séð áverka á hálsi brotaþola áður en þau komu heim til hans og bar að hafi hún hlotið áverka af hans völdum stafi þeir af k ossum þeirra og ástríðufullu og kröftugu samlífi og væri hann ekki hissa þótt brotaþoli væri einnig með smá áverka á kynfærasvæði, enda samfarir þeirra staðið yfir í langan tíma. Ákærði var skýr og stöðugur í allri frásögn fyrir dómi, hafði eins og áður segir allar tímasetningar á hreinu og bar með sama hætti og hjá lögreglu um atvik í herbergi sínu, þótt með mun ítarlegri hætti væri. Er það mat dómsins að framburður ákærða, virtur einn og sér, sé trúverðugur. Það sem einkum styrkir framburð ákærða er í fyrsta lagi stöðugleikinn í allri frásögn frá því hann kynntist brotaþola á B5 og þar til hann var handtekinn laugardaginn 17. ágúst 2019 og í öðru lagi Instagram skilaboðin sem hann sendi brotaþola kl. 10:20 æ þú hefur náð að komast heim og skilaboð benda alls ekki til þess að ákærði hafi vaknað með slæma samvisku. Þá bendir 30 dómsframburður móður ákærða, bróður hans og ömmu ekki til annars en að hann hafi verið ánægður og áhyggjulaus þegar hann vaknaði, þótt vitnisburður þeirra hafi eðli máls samkvæmt takmarkað sönnunargildi. Brotaþoli gaf tvær skýrslur hjá lögreglu og vísast um þær til kafla II.4. og II.7. Það einkenn di frásögn brotaþola hve óljós hún var í lýsingu á kynferðislegu samneyti við ákærða og þurfti í bæði skipti að draga fram að ákærði hafi sett fingur og getnaðarlim í leggöng hennar. Þetta eitt dregur þó ekki úr trúverðugleika frásagnar hennar um nauðgun. Brotaþoli greindi lögreglu frá því að ákærði hafi byrjað að kyssa hana og káfa á henni utanklæða í herberginu, hún ekki streist gegn því og svarað kossum hans. Ákærði hafi svo afklætt hana, farið inn í hana og á einhverjum tímapunkti reynt að fara inn í en daþarm hennar. Brotaþoli kvaðst hafa grátið meðan á stóð, streist á móti, reynt að ýta ákærða frá, ítrekað sagst ekki vilja þetta, ákærði þá sussað á hana, tekið um munn hennar og háls og bitið mjög fast í háls hennar og brjóst. Ákærði hafi stundum gert hl é á framferði sínu, eins og hann væri að fara að sofa, en alltaf byrjað aftur þegar hún reyndi að losa sig frá honum og komast í burtu. Að lokum hafi hann sofnað og brotaþoli komist út úr húsinu. Fram kom í seinni skýrslu brotaþola að hún hafi í eitt skipt i, þegar hlé varð á framferði ákærða, náð að kíkja í símann sinn og séð að vinkona hennar úr Keflavík hafði hringt. Hún kvaðst hafa grátið svo mikið meðan á öllu stóð að hún sá ekkert fyrir augnmaskara. Þegar brotaþoli var spurð hvernig ákærði bar sig að v ið að klæða hana úr uppháum Fyrir dómi lýsti brotaþoli atvikum í herbergi ákærða svo, að þau hafi byrjað að kyssast og henni líkað vel í fyrstu þar til ákærði ýtti henni ofan á rúmið, klæddi hana úr öllum fötunum, lagðist ofan á hana, rak getnaðarliminn í leggöng hennar og hóf samræði. hana mjög fast í háls og brjóst, án þess þó að hún gæfi frá sér hljóð eða öskraði. Brotaþoli bar með líkum hætti og hjá lögreglu um að ák ærði hafi á köflum hætt samræði, eins og hann væri að fara að sofa, en haldið hálsi hennar í olnbogabót sinni, tekið fastar og fastar um háls hennar þegar hún hreyfði sig til að fara úr rúminu og byrjað svo samræði að nýju. Brotaþoli kvaðst í eitt skipti h afa ætlað að kíkja í símann sinn en ákærði þá dregið hana til baka og haldið samræði áfram. Ákærði hafi loks sofnað og brotaþoli þá komist út úr húsinu. Brotaþoli kvað ákærða hafa rekið fingur mjög harkalega inn í leggöng 31 hennar og hún fundið sviða frá leg göngum og skapabörmum. Henni fannst og sem ákærði reyndi á sama tíma að setja fingur í endaþarm hennar; fingur hans hafi a.m.k. komið við endaþarminn. Hún kvaðst ekki vita hvort ákærði hafi jafnframt reynt að setja lim sinn í endaþarm hennar. Brotaþoli kva ð þessar athafnir hafa átt sér stað á milli þess sem ákærði hafði við hana samræði um leggöng og hann þá einnig látið hana taka getnaðarliminn í munninn. Brotaþoli gat ekki greint frá því hvernig ákærði klæddi hana úr leðurbuxunum, kvaðst ekki hafa streist hafa grátið stanslaust og mikið meðan á öllu stóð. Aðspurð áréttaði brotaþoli að ákærði hafi bitið hana mjög fast í háls og brjóst en hún ekki hljóðað vegna þessa. Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim. Þá hefur brotaþoli aldrei lýst því, með sæmilega skýrum hætti, hvenær í atburðarás og hvernig ákærði rak fingur inn í leggöng og neyddi hana til munnmaka og með afar óljósum hætti greint frá meintri tilraun ákærða til endaþarmsmaka. Hinn óljósi framburður brotaþola um þessi atriði getur átt sér eðlilegar skýringar. Það vegur þó ekki endilega upp á móti skýrum og stöðugum framburði ákærða um atvik í herberginu, en þegar upp er staðið eru engir aðrir til beinnar frásagnar um sakarefni þessa máls. Það sem einkum veikir framburð brotaþola, auk þeirra atriða sem að ofan greinir, er að við fyrstu frásögn hjá F móttökuhjúkrunarfræðingi á NM er haft eftir brotaþola að ákærði hafi sleikt eð a sogið kynfæri hennar. F staðfesti þá skýrslu sína fyrir dómi og taldi sig vissa um að brotaþoli hafi borið með greindum hætti. Þá liggur fyrir skýrsla G kvensjúkdómalæknis á NM, sem hún staðfesti fyrir dómi, um að ákærði hafi reynt að komast í endaþarm b rotaþola en ekki tekist það og að brotaþoli myndi ekki hvort ákærði hafi sett kynfæri hennar í sinn munn. Jafnvel þótt talið verði að hér sé um smávægilegt misræmi að ræða reynir að lokum á samanburð á áreiðanleika framburðar brotaþola annars vegar og fram burðar ákærða hins vegar. Fyrir dómi var G spurð um áverka brotaþola á kynfærasvæði og áverka á hálsi og vinstra brjósti. Hún kvað ekki verða fullyrt að áverkar á kynfærasvæði hafi ekki hlotist við samþykktar samfarir en sagði þær samfarir þá þurfa að haf a verið G taldi sem fyrr að áverkar á hálsi brotaþola samrýmdust frásögn hennar, taldi þá áverka líklegast eftir hálstak, sagði ólíklegt að um sogbletti væri að ræða en þó væri það ekki 32 útilokað. Um meint bit ákærða á háls og brjóst brotaþola bar G að ef bitið væri mjög fast í háls eða brjóst væri ekki ólíklegt að þar sæjust tannaför. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt og til þess er sérstaklega litið, að frásögn ákærða í heild er skýrari og nákvæmari en frásögn brotaþola, þess að frásögn ákærða er skýrari en frásögn brotaþola um atvik í herbergi hans, þess að ekkert liggur fyrir um gerð og útlit leðurbuxna sem brotaþoli íklæddist um nóttina, þess að samkvæmt áliti kvensjúkdómalæknis á NM er hvorki unnt að útiloka að áverkar á kynfæ rasvæði brotaþola hafi hlotist við samþykktar samfarir né heldur að hálsáverkar séu af völdum kossa eða viðlíka og loks þess, að dómurinn telur með miklum ólíkindum að ákærði hafi bitið mjög fast í háls og brjóst brotaþola án þess að hún gæfi frá sér telja ndi hljóð og án þess að áverkar sæjust um slík bit við læknisskoðun, þykir sönnunarstaða ákæruvaldsins erfið. Þegar við þetta bætist að lak á rúmi ákærða, sem haldlagt var að morgni meints brotadags, er farið forgörðum og því útilokað að sanna eða afsanna sekt ákærða með lífsýnum úr lakinu og hvort augnmaskari hafi smitast í lakið, svo sem ákærði telur að hljóti að vera ef rétt sé að brotaþoli hafi grátið stanslaust í rúminu, þykir önnur niðurstaða ekki tæk en að sýkna ákærða á grundvelli sönnunarskorts, sb r. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008. Eins og hér stendur á breyta engu álitsgerðir nafngreindra sálfræðinga, sem brotaþoli leitaði til í kjölfar atvika, en ákærði leitaði sér einnig aðstoðar strax í kjölfar atvika og verður ekki annað ráðið en að atvik um ræddrar nætur og eftirmál hafi haft afar neikvæð áhrif á sálarlíf beggja. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 ber að vísa bótakröfu brotaþola frá dómi. Þá ber að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með ta lda réttargæsluþóknun Sigurðar Freys Sigurðssonar sem gætti hagsmuna brotaþola við rannsókn og meðferð málsins og málsvarnarlaun Arnars Þórs Stefánssonar skipaðs verjanda ákærða fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímas kýrslna réttargæslumanns og verjanda þykir þóknun þess fyrrnefnda hæfilega ákveðin 1.653.075 krónur og málsvarnarlaun þess síðarnefnda 2.371.500 krónur. Hefur í báðum tilvikum verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn sakar. Bótakröfu Y er vísað frá dómi. 33 Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 1.653.075 króna þóknun Sigurðar Freys Sigurðssonar réttargæslumanns Y og 2.371.500 króna málsvarnarlaun Arnars Þórs Stefánssonar verjanda ákærða. Jónas Jóhannsson