Héraðsdómur Reykjaness Ú rskurður 9 . júlí 2020 Mál nr. I - 1547/2020 : Magnús Ólafur Garðarsson Haukur Örn Birgisson lögmaður gegn Þb. Sameinað s Sílikon s hf. Geir Gestsson lögmaður Úrskurður Mál þetta barst Héraðsdómi Reykjaness með bréfi þann 12. júní sl. Sóknaraðili er Magnús Ólafur Garðarsson, kt. , með skráð lögheimili í Danmörku. Varnaraðili er þrotabú Sameinaðs S ílikons hf. Krafa sóknaraðila er að héraðsdómsmálið nr. E - 23 18/2019, sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjaness þann 14. maí sl. verði endurupptekið. Varnaraðili mótmælir kröfu sóknaraðila og krefst að henni verði hafnað. Mál þetta var þingfest þann 3. júlí sl. Fór munnlegur málflutningur fram um kröfu sóknaraðila þann 7. júlí sl. og var málið tekið til úrskurðar að honum loknum. I Þann 19. september 2019 var gefin út réttarstefna á hendur sóknaraðila þessa máls. Var stefnan birt sóknaraðila þann 26. september 2019 og þingfest 27. nóvember 2019. Við þingfestingu málsins fékk sóknaraðili frest til að leggja fram greinargerð til 8. janúar 2020. Í þinghaldi þann 8. janúar sl. fékk sóknaraðili frest til að leggja fram greinargerð til 22. janúar sl. Þann dag óskaði stefndi aftur eftir fresti til að leggja fram greinargerð til 29. janúar 2020. Hafnaði varnaraðili því og var ákveðið að gefa lögmönnum kost á að tjá sig um kröfur sínar þann 29. janúar sl. Gerði sóknaraðili kröfu um að fá ótímabundinn frest til að leggja fram greinargerð með vísan til 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1 991 þar sem sóknaraðili sætti réttarstöðu kærðs manns við rannsókn Héraðssaksóknara vegna sömu sakargifta og háttsemi og kröfugerð varnaraðila byggði á. 2 Var kröfu sóknaraðila um ótímabundinn frest hafnað en honum veittur frestur til 12. febrúar sl. til f ramlagningu greinargerðar. Sóknaraðili kærði þá niðurstöðu til Landsréttar og var sóknaraðila aftur veittur frestur til 4. mars sl. til framlagningu greinargerðar á meðan beðið var niðurstöðu Landsréttar. Landsréttur vísaði kæru sóknaraðila frá dómi þann 1 0. mars sl. í máli nr. 88/2020. Þann 4. mars sl. varð útivist af hálfu sóknaraðila við fyrirtöku málsins á reglulegu þingi Héraðsdóms Reykjaness og var málið dómtekið í kjölfar að kröfu varnaraðila. Var dómur héraðsdóms í máli nr. E - 2318/2019 kveðinn upp 14. maí sl. Sóknaraðili fékk upplýsingar um niðurstöðu málsins innan mánaðar frá áritun stefnunnar sbr. 1. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991. Hefur sóknaraðili lagt fram tryggingu fyrir dæmdum málskostnaði. Krafa sóknaraðila nú er sú að útivistadómur í mál i nr. E - 2318/2019 verði endurupptekinn með vísan til XXIII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. II Sóknaraðili byggir á því að hann muni krefjast sýknu í ofangreindu máli . Þá byggir hann á því að stefnandi eigi engar kröfur á hendur honum eins og byggt sé á í stefnu og sé öllum málsástæðum stefnanda hafnað. Málsástæður sóknaraðila séu í endurupptökubeiðni tilgreindar þær að varnaraðili eigi engar kröfur á hendur sóknaraðila. Að öðru leyti verði gerð grein fyrir málsástæðum endurupptökubeiðanda í gr einargerð hans til héraðsdóms eftir að mál hans hafi verið endurupptekið. Sóknaraðili byggir á því að hann hafi réttarstöðu sakaðs manns og eigi því þann rétt, samkvæmt 2. mgr. 64. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 að tjá sig ekki um sakarefni málsi ns. Vegna þessa geti endurupptökubeiðandi orðið fyrir réttarspjöllum í málinu með því að þurfa að taka afstöðu eða upplýsa um væntanlegar varnir í endurupptökubeiðni vegna þeirrar háttsemi sem sé til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. III Varnaraðili mótmæ lir kröfu sóknaraðila og krefst þess að henni verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar að mati dómsins. Byggir varnaraðili á því að endurupptökubeiðnin uppfylli ekki formskilyrði 2. tl . 1. mgr. 138. gr. laga nr. 91/1991. Eingöngu sé þess getið að sóknaraðili muni krefjast sýknu af kröfum varnaraðila. Hvergi komi fram í endurupptökubeiðninni á hvaða málsástæðum, réttarheimildum eða sönnunargögnum sóknaraðili muni byggja á. Í máli 3 því sem krafist sé endurupptöku á sé m.a. ein kröfugerðin byggð á því að um fjárdrátt og fölsun reikninga sé að ræða. Í engu sé getið í endurupptökubeiðninni hverjar varnir sóknaraðila séu. Þá sé í stefnu byggt á grun um ól ögmætar millifærslur til skúffufélags. S óknaraðili sé búinn að gefa skýrslu um þann þátt dómkrafna varnaraðila hjá skiptastjóra en í endurupptökubeiðni nni sé í engu getið hvernig sóknaraðili ætli að verjast þeirri kröfu. Sama sé um að ræða með aðrar dómkröfur í stefnunni sem séu samtals í sex li ðum. Þá sé ekkert fjallað í endurupptökubeiðninni um kyrrsetningarkröfu varnaraðila í stefnu né á hverju hann byggi sýknukröfu sína varðandi þann kröfulið varnaraðila Varnaraðili byggir einnig á því að sóknaraðili sé bundinn af útvist sinni í þinghaldi þ ann 12. febrúar sl. svo og aftur í þinghaldi þann 4. mars sl. Hann hafi ekki skilað greinargerð og því verði nýjum málsástæðum ekki komið að síðar verði málið endurupptekið. Með því að skila ekki greinargerð að greinargerðarfresti loknum eins og áskilið sé í 2. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 hafi sóknaraðili samþykkt málatilbúnað varnaraðila sbr. 5. mgr. 101. gr. laganna. Þá geti sóknaraðili ekki sýnt fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá mál þetta endurupptekið, sbr. 2. mgr. 25. gr. einkamálal aga. Sóknaraðili hafi þá þegar með því að skila ekki greinargerð, samþykkt dómkröfur og málatilbúnað varnaraðila. Þá mótmælir varnaraðili því að sóknaraðili hafi réttarstöðu sakbornings hjá Héraðssaksóknara vegna þeirra krafna sem gerðar séu í máli nr. E - 2 318/2019 og vísar til tölvupóst frá Héraðssaksóknara þann 2. júlí sl. Engu breyti þar um þótt sóknaraðili hafi réttarstöðu sakbornings í öðrum málum sem séu til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Að auki sé ekki gert ráð fyrir því í einkamálalögunum að stef ndu geti haft útivist þegar greinargerðarfrestur hans er liðinn og fengið mál endurupptekið í skjóli útivistar sinnar og fengið að nýju greinargerðarfrest. Úrskurður hafi gengið þann 31. janúar sl. um að sóknaraðili fengi frest til framlagningu greinargerð ar til 12. febrúar sl. Með því sé búið að taka endanlega ákvörðun í dómsúrskurði til hvaða dags sóknaraðili hafi haft frest til greinargerðarskila. Því verði ekki breytt með því að endurupptaka málið. Nýjum málsástæðum verði ekki viðkomið eftir að útivist vegna greinargerðarskila hafi átt sér stað. IV Sóknaraðili byggir kröfu sína um að mál E - 2318/2019 verði endurupptekið á XXII. kafla laga nr. 91/1991. Sóknaraðili uppfyllir skilyrði 1. mgr. 137. gr. laganna um tímasetningar svo og 3. mgr. um að setja tryg gingu fyrir greiðslu málskostnaðar. Um það er ekki 4 ágreiningur. Að auki þarf endurupptökubeiðandi að uppfylla skilyrði 1. mgr. 138. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í 1. mgr. 138 gr. laganna segir að í beiðni um endurupptöku skuli greina skýrle ga frá því hverra breytinga stefndi krefjist á fyrri málsúrslitum og á hverjum málsástæðum, réttarheimildum og sönnunargögnum það sé byggt, svo og hvenær og hvernig stefnda varð kunnugt um málsúrslit. Þá skulu gögn fylgja beiðni. Eins og rakið er í kafla II kemur eingöngu fram í endurupptökubeiðni sóknaraðila að hann muni krefjast sýknu af kröfum varnaraðila og byggi á því að varnaraðili eigi engar kröfur á hendur sóknaraðila. Þar með telur sóknaraðili skilyrði 1. mgr. 138. gr. laganna vera uppfyllt. Þess u er hafnað af hálfu dómsins. Auk skilyrða 137. gr. laganna þurfa skilyrði 1. mgr. 138. gr. einnig að vera uppfyllt . Ekki er nægjanlegt að tiltaka í endurupptökubeiðni að krafist verði sýknu af kröfum varnaraðila og byggt verði á því að varnaraðili eigi en gar kröfur á hendur sóknaraðila. Í endurupptökubeiðni er í engu getið um þær málsástæður sem sóknaraðili ætlar að byggja kröfur sínar á. Í engu er getið um réttarheimildir sem sóknaraðili ætlar að byggja á né á hvaða sönnunargögnum krafa hans sé byggt. Eru skilyrði 1. mgr. 138. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um endurupptöku dæmds eða áritaðs máls því ekki uppfyllt og ber því að hafna kröfu sóknaraðila. Að þessum niðurstöðum fengnum er ekki þörf á að fjalla frekar um málsástæður varnaraðila. M eð vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 ber sóknaraðila að greiða varnaraðila 350.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan . Úrskurðarorð : Kröfu sóknaraðila um að mál nr. E - 2318/2019 verði endurupptekið er hafnað. Sóknaraðili greiði varnaraðila 350.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir