Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstudaginn 1. desember 2023 Mál nr. S - 4323/2023 : Ákæruvaldið (Klara Dögg Steingrímsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Grétari Sigfinni Sigurðarsyni (Reimar Pétursson lögmaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur og fleira: Mál þetta, sem dómtekið var 16. nóvember 2023 að undangenginni aðalmeðferð, er höfð - að með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 6. júlí sama ár, á hendur Grétari Sigfinni Sigurðarsyni, , um með því að hafa: Staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2018 til og með 2020, vegna tekju áranna 2017 til og með 2019, með því að hafa vanframtalið tekjur samtals að fjár - hæð krónur 76.025.550 , sem skattskyldar eru samkvæmt 1. tölulið A. liðar 7. gr. laga um tekju skatt, nr. 90/2003, sbr. 2. mgr. 11. gr. sömu laga, og samkvæmt 19. og 21. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og vanframtalið tekjur að fjárhæð krónur 412.028 sem skatts kyldar eru samkvæmt 4. tölulið A. liðar 7. gr. laga um tekjuskatt og 19. og 21. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Með framangreindu komst ákærði undan greiðslu tekjuskatts og útsvars samtals að fjárhæð krónur 31.847.592, sem sundurliðast sem hér grein i r: Tekjuárið 2017 Framtalinn tekjuskatts - og útsvarsstofn kr. 4.977.000 Vanframtaldar tekjur kr. 19.228.395 Vangreiddur tekjuskattur, skattprósenta: 22,5% tekjustofn kr. 0 10.016.488 kr. 1.133.885 2 31,8% tekjustofn yfir kr. 10.016.488 kr. 4.512.072 Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 14,52% kr. 2.791.963 Ónýttur persónuafsláttur kr. 0 Vangreiddur tekjuskattur og útsvar 2017 kr. 8.437.920 Tekjuárið 2018 Framtalinn tekjuskatts - og útsvarsstofn kr. 6.979.500 Vanframtaldar tekjur kr. 27.732.497 Tekjuskattur, skattprósenta: 22,5% tekjustofn kr. 0 10.724.553 kr. 842.637 31,8% tekjustofn yfir kr. 10.724.553 kr. 7.628.007 Útsvar, útsvarsprósenta 14,52% kr. 4.026.759 Ónýttur persónuafsláttur kr. 0 Vangreiddur tekjuskattur og útsvar 2018 kr. 12.497.403 Tekjuárið 2019 Framtalinn tekjuskatts - og útsvarsstofn kr. 10.716.000 Vanframtaldar tekjur kr. 29.476.686 Vangreiddur tekjuskattur, skattprósenta: 22,5% tekjustofn kr. 0 11.125.045 kr. 92.035 31,8% tekjustofn yfir kr. 11.125.045 kr. 6.540.219 Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 14,52% kr. 4.280.015 3 Ónýttur persónuafsláttur kr. 0 Vangreiddur tekjuskattur og útsvar 2019 kr. 10.912.269 Vanframtaldar tekjur alls kr. 76.437.578 Vangreiddur tekjuskattur og útsvar alls kr. 31.847.592 Framangreind brot teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekju stofna sveitarfélaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæra var birt 1. september 2023 og m álið var þingfest 2 . október sama ár. Ákærði játar skýlaust sök samkvæmt ákæru. Aðalmeðferð fór fram í málinu 16. nóvember sama ár sam kvæmt beiðni beggja málsaðila. Á kæru valdið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærði krefst vægustu refs ingar sem lög leyfa og að skipuðum verjanda verði ákvörðuð hæfileg máls varnarlaun . II. Mál satvik : Þann 27. júlí 2020 hófst formlega rann sókn Skattrannsóknarstjóra ríkisins (SRS) sem beind ist að ákærða og tveimur tilgreindum einkahlutafélögum sem tengdust honum. Var rannsóknin vegna tek juáranna 2017, 2018 og 2019 og lauk henni í desember 2020. Í aðal atrið um voru niðurstöður rannsóknarinnar með þeim hætti, hvað ákærða varðar, að hann hefði staðið skil á efnislega röngum skattframtölum, nánar tiltekið að greiðslur til hans frá téðum ein ka hluta félögum, auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir, hefðu verið van framtaldar. Var það niður staða SRS að um hefði verið að ræða tekjur sem skatt leggja ætti sam kvæmt 1. tölul. A - liðar 7. gr. laga nr. 90/2003. Jafnframt að ná nar til greind bifreiða hlunn indi hefðu verið vanframtalin og að þau hefði átt að skatt leggjast með fyrr greind um hætti. Að auki hefðu tekjur ákærða af spila mennsku verið van fram - taldar og að þær hefðu átt að skatt leggjast sam kvæmt 4. tölul. A - liðar sömu laga greinar. Var tilkynningu SRS beint til ákærða og fleiri 30. desember 2020 þar sem upplýst var um framangreindar niðurstöður, þar með talið að SRS teldi að meint brot ákærða hefðu 4 verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu varðað hann refsi - ábyrgð, sem og að embættið hefði í hyggju að taka ákvörðun um refsi með ferð . Leiddi þetta til þess að nánar tilgreindar athugasemdir bárust SRS með bréfi frá þáverandi verjanda ákærða 13. jan úar 2021 sem hverfðust í aðalatrið um um ýmsar málsbætur, að - stæður og atvik hjá ákærða og þeim rekstri sem hann sinnti. Jafnframt að hann teldi rétt að ljúka málinu hjá embætti SRS með eða án sektar gerðar og hvorki ætti að vísa málum hans til yfir skattanefndar né héraðssaksóknara. Með bréfi SRS 1. febrúar 2021 var máli ákærða og fyrrgreindra einka hlutafélaga vísað til frekari rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, sbr. meðal annars þágildandi 4. mgr. 110. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Var í bréfinu gerð nánari grein fyrir fyrr greindum rann sóknar niðurstöðum og meintum brotum ákærða í tölu legu sam hengi og þau heim - færð til refsi ákvæða og fleira. Samhliða tilvísun á máli ákærða til héraðssaksóknara voru rann sóknargögn SRS send til Skattsins til endurákvörðunar opinberra gjalda hjá ákærða og fleir um. Leiddi þetta til þess að ákærða var með úrskurði Skattsins 28. október 2021 gert að sæta nánar tilgreindum breytingum til hækkunar á stofni til tekju skatts og útsvars, sbr. skatt breyt ingaseðla. Samsvarandi endurákvarðanir áttu sér einnig stað gagn vart fyrr - greind um einkahlutafélögum á sama tíma. Reyndust úrskurðir Skattsins endan legir þar sem þeim var ekki skotið til yfirskatta nefndar. Ákærði gaf framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara með réttarstöðu sakbornings 3. maí 2022. Að auki voru á því sama ári teknar skýrslur af tveimur vitnum. Að öðru leyti hverfð ist rannsókn héraðssaksóknara í aðalatriðum um frágang, rýni og úrvinnslu á rann - sóknar gögn um SRS, auk annarrar gagnaöflunar af svipuðum toga. Þar sem verkn aðar - lýsing framangreindrar ákæru er ágreiningslaus vísast að öðru leyti til þeirrar lýs ingar um málsatvik, auk reifunar á skýrslu ákærða fyrir dómi og atriða í niðurstöðu kafla, eftir því sem við á. III. S kýrsla fyrir dómi: Í skýrslu ákær ða kom meðal annars fram að hann hefði lagt áherslu á að ganga frá van - köntum á bókhaldi fyrirtækja sinna og að greiða niður skuldir þeirra. Í því samhengi hefði verið í forgangi að greiða opinberar skuldir fyrirtækjanna svo þau væru áfram rekstrar hæf end a væri það grundvöllur fyrir tekjuöflun ákærða svo hann gæti greitt niður eigin skatta - skuldir. Kvaðst ákærði nú skulda nánar tilgreinda fjárhæð í opinber gjöld og kvaðst hann hafa gert samn ing við Skattinn um niðurgreiðslu þeirra. Staðan hjá fyrirtæki ák ærða væri með þeim hætti að félagið skuldaði ekki lengur skatta og þá gengju áform ákærða út á 5 það að geta greitt niður álögur á hann sjálfan innan fimm ára. Ákærði kvaðst vilja leggja áherslu á að hann hefði sýnt SRS fullan samstarfsvilja og afhent rannsa kendum öll gögn um leið og eftir þeim var óskað. Þá hefði hann aldrei dregið embættið á svörum á meðan málið var til rannsóknar. Hann hefði ekki verið með ásetn ing til brotsins en hann teldi að honum hefðu orðið á mistök vegna skorts á nauðsyn legri yfirs ýn á fyrirtækjarekstur. Hann hefði í einlægni staðið í þeirri meiningu að skattskil væru í lögmætu horfi. Ákærði hefði eftir rannsókn SRS leitað til bókhaldsþjónustufyrirtækis til að annast bókhald, upp - gjör og skatt framtöl varðandi fyrirtæki sem hann vær i með í rekstri. Í því samhengi hefði bók haldið verið endurskoðað fyrir árin 2017, 2018 og 2019, auk ársreikningsgerðar o.fl. Um sjón bókhaldsþjónustunnar hefði haldið og muni að óbreyttu halda áfram til framtíðar litið. Ákærði greindi einnig frá því að S katturinn hefði gert breytingar á sköttum hans og fyrir tækja hans til hækkunar án athuga semda af hálfu ákærða. Þá kvaðst ákærði vilja leggja áherslu á það að hvorki hann sjálfur né fyrirtæki hans hefðu verið lýst gjald þrota. Sakamál það sem nú væri rek ið á hendur honum væri því frábrugðið mörgum öðrum skatta refsimálum. Þá hefði hann eftir þau brot sem hann er ákærður fyrir leitast við að efna samkomulag við Skatt inn og standa skil á þeim skatt greiðslum sem honum og fyrir - tækjum hans beri að greið a. IV. Niðurstöður: Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Af málsgögnum og framburði ákærða fyrir dómi er ljóst að hann sýndi að minnsta kosti af sér stórfellt gáleysi við framningu brotanna þar sem þess var ekki gætt að haga umræddum skattskilum með lögmætum og réttum hætti þar sem ákærði stóð skil á efnislega rön gum skattframtölum. Þá verður út frá því sama ekki ráðið að leynd hafi verið í bókhaldi ákærða og brotin skýrist fremur af bókhalds - óreiðu. Um er að ræða veru legar fjárhæðir og eru brotin því stórfelld, sbr. 3. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Að fra mangreindu virtu ber ákærði refsiábyrgð á brot unum og verður hann sakfelldur samkvæmt ákæru og eru brotin rétt færð til refsiákvæða í ákær - unni. Hér er um að ræða svokallað skattsvikamál þar sem efnis lega röngum framtölum var skilað og verður refsing að taka mið af því. Í mál um af þessum toga er almennt dæmd blönduð refsing, skilorðsbundið fangelsi og óskilorðsbundin fésekt. Þá ber að líta til þess að fésekt er bundin lögbundnu lágmarki, tvöföldun, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003. Ákærði er fæd dur . Samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst brot legur við refsilög og horfir það til málsbóta. Einnig horfir til málsbóta að ákærði hefur skýlaust 6 játað sök. Samkvæmt málsgögnum er persónuleg skattskuld ákærða að mestu ógreidd. Af málsgög num verður hins vegar ráðið að ákærði hafi ríkan greiðsluvilja til að greiða upp eigin skatt skuldir. Samkvæmt málsgögnum hefur hann að miklu leyti greitt upp skattskuldir fyrirtækis sem hann rekur og haldið því í rekstri. Ákærði hefur því leitast við að b æta fyrir brotin eftir á og horfir það til málsbóta. Þá ber einnig við refsi ákvörðunina að taka tillit til fyrr greinds saknæmisstigs. Tafir urðu á mál inu fyrir útgáfu ákæru og ber jafnframt að taka tillit til þess, til refsimildunar. Að öllu framan greindu virtu þykir nægjanlegt að ákvarða ákærða tvöfalda fésekt. Málsatvik sem lágu til grund vallar dómi Landsréttar í máli nr. 162/2022 voru með nokkuð öðrum hætti en í því máli sem hér er til meðferðar. Að því virtu hefur dómurinn ekki nægjanlegt for d æmis gildi. Skilorðsbinding fé sektar ákærða getur því ekki átt við, eins og hér stendur á. Að öllu framangreindu virtu, og með vísan til 5., 6. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. í almenn um hegn - ingarlögum, verður refsing ákærða hæfilega ákvörðuð fangelsi í át ta mánuði en fresta skal fullnustu refs ingar innar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá upp - kvaðn ingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegn - ingarlaga. Með vísan til 2. mgr. 57. gr. a og 2. málsl. 1. mgr . 262. gr. í almennum hegn - ingarlögum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995, verður ákærða að auki gert að greiða 63.700.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, sem honum ber að greiða innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dó msins að telja, en sæta ella fang - elsi í 360 daga. Vegna framangreindra málsúrslit a, og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008 , verður ákærða gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Reimars Péturs sonar lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem þykir út frá eðli og umfangi máls hæfi lega ákveðin 900.000 krónur, að með töld um virðis aukaskatti . Samkvæmt málsgögn - um er ekki um að ræða annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Klara Dögg Steingrímsd óttir aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, sæti fangelsi í átta mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá deginum í dag að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 7 Ákærði greiði 63.700.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðn - ingu dómsins að telja en sæti ella fangelsi í 360 daga. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Reimars Péturssonar lögmanns, 900.000 krónur. Daði Kristjánsson