Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 13. desember 2021 Mál nr. S - 27/2021 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Einar i Þór Friðrikss yni og Heiðar i Mán a Jóhannes syni ( Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður, Jónína Guðmundsdóttir lögmaður ) (Andrés Már Magnússon lögmaður einkaréttarkröfuhafa ) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 1 5 . nóvember sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Einari Þór Friðrikssyni , kt. , , Hveragerði, og Heiðari Mána Jóhannessyni, Kt. , , Sveitarfélaginu Ölfus , dagsett ri 5. janúar 2021 og þingfest ri 18. maí sl. , 2 fyrir kynþáttaníð og líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 28. júní 2020, ráðist í sameiningu gegn Y , kt. , vegna kynþáttar hans og húðlitar. Annar ákærðu tók brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði stól í hann og fe lldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans, en meðan á þessu stóð og eftir að lögreglan kom á vettvang kölluðu þeir brotaþola tt á að vera ann hlaut mar á vinstra gangauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum 7 - 12. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. og 233 gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þe ss er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Y , kt. , , Húsavík bótakröfu á hendur ákærðu að fjárhæð kr. 925.000 - krónur, með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 28. jún í 2020 til 4. janúar 2021, en dráttarvöxtum skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er jafnframt krafist greiðslu málskostnaðar við að halda kröfunni fram brotaþola að skaðlausu, að viðbættum virðisaukaskatti. 3 Ákæruval dið breytti ákæru v ið aðalmeðferð málsins á þann veg að í stað orðanna í að . 2 4 V ið aðalmeðferð málsins játuðu báðir ákærðu sök, en höfnuðu bótakröfu. Var því f arið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð u h afa játað sakargiftir og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og ákærð u hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga au k þess sem lögmanni einkaréttarkröfuhafa og ákærð u hafði verið gefinn kostur á að reifa sjónarmið tengd fyrirliggjandi bótakröfu. 5 Sannað er með skýlaus um játningu m ákærðu , sem ekki er ástæða til að draga í efa að séu sannleikanum samkvæmar , og öðrum gögnum málsins að ákærðu eru sekir um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. 6 Ákærði Einar Þór er fæddur og var 18 ára þegar brotið átti sér stað . Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann dæmdur 20. janúar 2021 til greiðslu 40.000 króna sektar fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu . Brotið hefur ekki þýðingu við refsiákvörðun í þessu mál i. Ákærði er sakfelldur fyrir líkamsárás og kynþáttaníð sem framið var í samverknaði. Síðbúin játning ákærða kemur ho num til nokkurra málsbóta. Er einnig litið til ungs aldurs ákærða. Á móti kemur að árás ákærðu var tilefnislaus. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði , sem bundin skal skilorði eins og í dómsorði greinir . 7 Ákærði Heiðar Máni er fæddur og var 17 ára þegar brotið átti sér stað . Samkvæmt sakavottorði ákær ða var hann dæmdur 21. maí 2021 fyrir brot gegn lögreglulögum með því að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, brot gegn umferðarlögum fyrir ógætilegan akstur, hraðakstur, akstur án ökuréttin da og akstur án skráningarmerkja, og brot gegn almennum hegningarlögum fyrir rangar sakargiftir , blekkingar, eignaspjöll og ofbeldi gegn lögreglu. V ar refsing ákærða ákveðin fangelsi í 4 mánuði, skilorðsbundið í 2 ár. Þau brot sem ákærði er nú sakfelldur f yrir voru framin fyrir uppkvaðningu dómsins. Því ber með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að dæma ákærða hegningarauka við dóminn. Ákærði er sakfelldur fyrir líkamsárás og kynþáttaníð sem framið var í samverknaði. Síðbúin játning ákærð a kemur honum til nokkurra málsbóta . Er einnig litið til ungs aldurs ákærða. Á móti kemur að árás ákærðu var tilefnislaus. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði, sem bundin skal skilorði eins og í dómsorði greinir. 8 Einkaréttarkröfuhafi krefst þess að ákærð u verði dæmd i r til að greiða sér 925.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 28. júní 2020 til 4. janúar 2021, en dráttarvöxtum skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags . Þá er krafist málskostnaðar úr hendi ákærð u . Eins og áður greinir hafna ákærð u bótakröfu einkaréttarkröfuhafa. 9 Með þeirri refsiverðu háttsemi sem greinir í ákæru, sem ákærð u h afa eins og áður segir skýlaust játað fyrir dómi, h afa ákærð u bakað sér skaðab ótaábyrgð gagnvart einkaréttarkröfuhafa samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 . Bætur fyrir miska skulu ákvarðaðar eftir því sem sanngjarnt þykir og við mat á fjárhæð þeirra skal einkum lí ta til alvarleika brotsins, sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsins. Framganga ákærðu gagnvart brotaþola var 3 tilefnislaus og til þess fallin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá beindist hún að honum sérstaklega vegna litarháttar og uppruna. Er það til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar. Á móti er litið til þess að brotaþoli tók sjálfur þátt í átökum við ák ærðu , fyrst með orðaskaki , en síðan með því að hrinda á móti, kasta að þeim glasi og bíta annan ákærðu í höndina. Með hliðsjón af framansögðu þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 400.000 krónur. 10 F allist verður á að krafan beri vexti samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 28. júní 2020 til 4. janúar 2021, en dráttarvexti frá þeim degi , enda var þá liðinn mánuður frá því að einkaréttarkröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta, sbr. 9. gr. laga nr. 3 8/2001 . 11 Þá verður ákærð u gert að greiða brotaþola málskostnað, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008, sem ákveðinn er með virðisaukaskatti í dómsorði. 12 Engin gögn liggja fyrir um bótakröfu ákærða vegna tjóns á fatnaði. Verður kröfunni því hafnað. 13 Eftir úrs litum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 , verð a ákærðu hvorir um sig dæmdir til að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Jónínu Guðmundsdóttur og Júlíar Óskar Antonsdóttur, sem teljast hæfilega ákveðin, 188.480 krónur til hvorrar um sig. Þá verður ákærði Heiðar Máni dæmdur til að greiða þóknun tilnefnds verjanda síns á rannsóknarstigi, Friðriks Smárasonar, 102.300 krónur . Vi ð ákvörðun málsvarnarlauna og þókn unar lögmann s hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari f lutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 10. júní sl., en hafði enga aðkomu að því fyrir þann tíma. Dómso r ð: Ákærði, Einar Þór Friðriksson, sæti fangelsi í 3 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði, Heiðar Máni Jóhannesson , sæti fangelsi í 6 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærðu greiði Y , kt. , kr. 400.000 með vöxtum skv . 8. gr., laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 28. júní 2020 til 4. janúar 2021 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði ákærðu brotaþola kr. 200 . 000 í málskostnað . 4 Ákærði Einar Þór greiði kr. 188.480 í sakarkostnað, sem er u málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns . Á kærði Heiðar Máni greiði kr. 290.780 í sakarkostnað, þ .m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, kr. 188.480, og þóknun tilnefnds verjanda síns á r annsóknarstigi, Friðriks Smárasonar, kr. 102.300 .