Héraðsdómur Reykjaness Dómur 1 1 . október 2019 Mál nr. S - 927/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Hildur Sunna Pálmadóttir aðstoðarsaksóknari) g egn H erði Rúnar i Úlfarss yni ( Brynjólfur Eyvindsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 7. október 2019, er höfðað af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með svohljóðandi ákæru 12. júlí 2019 á hendur Herði Rúnari Úlfarssyni, kt. 000000 - 0000 , með lögheimili að [...] , Reykj avík, en dvalarstað að [...] , Hafnarfirði; apríl 2015, haft í vörslum sínum 54 ljósmyndir og 27 myndskeið á Acer Aspire 5720 tölvu og 1011 ljósmyndir og 942 myndskeið á Dell Inspiron 1525 tölvu sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, en myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða að [...] , Hafnarfirði. Telst þetta varða við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar - kostnaðar og jafnframt er gerð sú krafa að Acer Aspire 5720 tölva og Dell Inspiron 1525 tölva sem innihéldu framangreint myndefni sem lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins verði gerðar upptæ II Við þingfestingu málsins 7. október sl. viðurkenndi ákærði skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi honum er gefin að sök í ákæru og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Krafðist hann vægustu refsingar sem lög framast leyfa. Þá féllst hann á kröfu ákæruvaldsins um upptöku þeirra tölva sem haldlagðar voru af lögreglu. Skipaður verjandi ákærða krafðist þóknunar sér til handa og að hún yrði greidd úr ríkissjóði. 2 Með því að ákærði hefur skýlaust játað sök og ekki er ástæða til að draga í efa að játning hans sé sannleikanum samkvæm þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Með vísan til 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sa kamála verður dómur lagður á málið án frekari sönnunarfærslu, en látið nægja að skírskota til ákæru um málsatvik, sbr. 4. mgr. 183. gr. sömu laga. Ákærði er fæddur í [...] og hefur ekki áður sætt refsingum. Við ákvörðun refsingar hans ber að líta til þess að ákærði hafði í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann játaði skýlaust sakargiftir, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá up phafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur og fram að hann hefur allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks ber að taka tillit til þess að rannsókn þessa máls hóf st 28. apríl 2015 og var ákærði yfirheyrður sama dag. Gekkst hann þá við brotum sínum og afhenti lögreglu öll umbeðin gögn. Ákæra í málinu var hins vegar ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar, eða í júlí 2019, og verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt. Er málsmeðferðin að þessu leyti í andstöðu við ákvæði 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008, 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, s br. lög nr. 62/1994. Að þessu gættu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði, sem bundin skal skilorði eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði hefur þegar fallist á kröfu ákæruvaldsins um upptöku á þeim tölvum sem í ákæru greinir og ve rða þær því gerðar upptækar. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Er þar um að ræða sakarkostnað lögreglu, 131.440 krónur, auk þóknunar skipaðs verjanda ákærða, Brynjólfs Eyvi ndssonar lögmanns, 147.560 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Hörður Rúnar Úlfarsson, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum t veimur árum frá birtingu dóms þessa að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Upptækar skulu gerðar til ríkissjóðs Acer Aspire 5720 tölva og Dell Inspiron 1525 tölva. Ákærði greiði 279.000 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 147.560 krónur. Ingimundur Einarsson