Héraðsdómur Reykjaness Dómur 29. september 2022 Mál nr. S - 868/2022 : Ákæruvaldið ( Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Kamil Kramkowski Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 8 . september sl., er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á Suðurnesjum 3 . maí 2022 á hendur Kamil Kramkowski, f.d. [...] , ríkisborgara Póllands ; ,, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, laugardaginn 2. apríl 2022, staðið að innflutningi á 857 töflum af ávana - og fíknilyfinu OxyContin 80 mg (virkt efni: Oxycodonum), sem ákærði flutti ólöglega til landsins með flugi nr. [...] frá Gdansk, Póllandi ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Efnin flutti ákærði ólöglega til landsins falin inni í raksápubrúsa sem var í farangurstösku sem ákærði hafði meðferðis við komuna til landsins þegar ákærði var stöðvaður í tollhliði . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. sbr. 4 . mgr. 3. gr., sbr. 5. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, lög nr. 13/1985, lög nr. 10/1997 og lög nr. 68/2001 og 2., 3. og 6. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur efti rlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 105/2021. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á ofangreindum 857 OxyContin 80 mg töflum, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1 974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Fyrirkall var fyrst gefið út 17 . maí 2022 en birting þess tókst ekki. Í fyrirkalli, sem var gefið út 1 0 . júní 2022 og birt 2 . ágúst s.á , var tekið fram að sækti ákærði ekki þing mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hann væri ákærður fyrir og að dómur yrði lagður 2 á málið að honum fjarstöddum. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins 8 . september sl. og boðaði ekki forf öll og var málið þá dómtekið á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómurinn telur þannig sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að ákærði hafi framið þá háttsemi sem ákært er út af og er brot ákærða rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Ákærði er fæddur í október [...] . Samkvæmt sakavottorði hans hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Refsing ákærða nú þykir hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Þá sæti ákærði upptöku á OxyContin töflum sem haldlagðar voru af lögreglu líkt og nánar greinir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Dóm þennan kveður upp Erna Björt Árnadóttir aðstoðar maður dómara . Dómsorð: Ákærði, Kamil Kramkowski sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði sæti upptöku á 857 OxyContin 80 mg töflum. Erna Björt Árnadóttir