Héraðsdómur Reykjaness Dómur 25. maí 2021 Mál nr. E - 3088/2020: A (Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður) gegn B (Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 13. apríl 2021, var höfðað 30. október 2020, af A, í gegn B , í . Stefnandi krefst þess aðallega að ákvörðun stjórnar stefnda um brottvikningu stefnanda úr hinu stefnda félagi, sem tekin var á aukafundi stjórnar h inn 19. desember 2018 og staðfest var á aðalfundi stefnda hinn 27. febrúar 2020, verði felld úr gildi en til vara viðurkenningar á því að umrædd ákvörðun hafi verið ólögmæt. Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða stefnanda 1.300.000 krónu r með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 3. janúar 2019 til þingfestingardags en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þingfestingardegi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefs t aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara að fjárkrafa stefnanda verði lækkuð verulega. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Helstu málsatvik Stefndi er íþróttafélag sem starfrækt hefur verið frá árinu 1987 . Stefnandi gekk í stefnd a í september 2017 og var þar félagsmaður þar til honum var vikið úr félaginu í 2 byrjun janúar 2019 á grundvelli ákvörðunar stjórnar stefnda þar að lútandi. Aðila greinir nokkuð á um atvik viðvíkjandi brottvikningu stefnanda úr félaginu og hvað hafi nánar t iltekið farið á milli fulltrúa stefnda annars vegar og stefnanda hins vegar þegar stefnanda var vikið úr félaginu á grundvelli umræddrar ákvörðunar. Á milli þeirra er þó einhugur um það að formaður stjórnar stefnda og þáverandi ritari hafi tjáð stefnanda m unnlega á æfingu hinn 3. janúar 2019 að ákvörðun um að víkja honum þá þegar úr félaginu hefði verið tekin af stjórn þess þar sem hann hefði brotið gegn öryggisreglum félagsins á æfingu nokkru áður. Nánar tiltekið hefði stjórn borist kvörtun frá einum af æf ingastjórum félagsins um að stefnandi hafi beint að honum loftskammbyssu á umræddri æfingu. Í framhaldi af framangreindu leitaði stefnandi án sýnilegs árangurs frekari skýringa á ástæðum brottvikningarinnar. Honum barst þó bréf frá formanni stjórnar stefn da dagsett hinn 25. febrúar 2019. Í því kemur fram að formaðurinn harmi að brottvikning stefnanda úr félaginu hinn 3. janúar síðast liðinn hafi valdið honum vanlíðan. Ekki hafi verið ætlunin að láta honum líða illa og efalítið hefði framkvæmd brottvikninga rinnar getað verið með þeim hætti að forðast hefði mátt slíkt. Hann biðji stefnanda því afsökunar á því að brottvikningin hafi ekki verið framkvæmd með tilhlýðilegu tilliti til líðanar hans. Loks tekur formaðurinn fram að hann geri sér grein fyrir því að n iðurstaða málsins sé ekki sú sem stefnandi hefði viljað sjá en hann voni að stefnandi taki við einlægri afsökunarbeiðni hans. Stefnandi sendi svo formlegt erindi til stefnda hinn 17. mars 2019 með afriti á bæði Skotíþróttasamband Íslands og Íþrótta - og Ól ympíusamband Íslands. Í því erindi fór stefnandi fram á efnislegar skýringar á fyrirvaralausum brottrekstri sínum úr stefnda hinn 3. janúar 2019 og óskaði eftir að upplýst yrði um ástæður hinna harkalegu aðgerða gagnvart sér sem og um það hvaða gögn hafi l egið ákvörðuninni til grundvallar. Þá óskaði hann eftir afriti af bréfum, fundargerðum eða öðrum minnispunktum varðandi málið sem stjórn eða aðrir stjórnendur kynnu að hafa lagt til grundvallar við töku umræddrar ákvörðunar sem og upplýsingum um það hver e ða hverjir hefðu staðið að ákvörðuninni. Þá óskaði hann eftir að ákvörðunin yrði rökstudd sem og skýringum á því af hverju honum hefði ekki verið veittur andmælaréttur. Með framangreindu erindi fylgdi greinargerð stefnanda þar sem gerð er grein fyrir hans upplifun af atvikum. Í henni kemur auk annars fram að í upphafi æfingar hjá stefnda hinn 3. janúar 2019 hafi ritari stjórnar stefnda kallað á hann og beðið hann að koma afsíðis til fundar við sig og formann stjórnar. Þar hafi stefnanda verið tjáð að 3 honum væri þegar í stað vikið úr félaginu. Hafi þetta komið stefnanda mjög á óvart þar sem enginn undanfari hafi verið að brottvikningunni. Þeir hafi vísað til þess að hann hafi verið margsinnis aðvaraður. Engin gögn liggi hins vegar fyrir því til stuðnings end a sé það ósatt með öllu. Hann hafi aldrei fengið aðvörun eða áminningu af nokkru tagi. Af máli þeirra hafi mátt skilja að um endanlega ákvörðun væri að ræða sem ekki væri unnt að hagga. Þá hafi ritari stjórnar stefnda sem jafnframt starfi sem lögreglumaður tjáð honum að atvikið yrði tilkynnt til lögreglu samkvæmt reglum félagsins. Um það atvik sem var tilefni brottvikningarinnar er tiltekið að það sé rangt að stefnandi hafi beint loftskammbyssu að viðkomandi æfingastjóri. Hann hafi skotið beint í mark og vi ljað sýna æfingastjóra það. Hann hafi því snúið sér við til hálfs. Byssan hafi hins vegar verið einskota og því tóm. Þá hafi hann beint hlaupinu niður og því alls ekki að æfingastjóra. Framangreindu erindi stefnanda var ekki svarað af stefnda. Stefnandi l eitaði því til lögmanns sem sendi stjórn félagsins erindi fyrir hans hönd með tölvubréfi hinn 17. júlí 2019. Í því erindi er framangreind upplifum stefnanda af atvikum rakin auk þess sem fyrri beiðni hans um skýringar, upplýsingar og gögn er áréttuð. Þá er enn fremur óskað eftir upplýsingum um það hvort einhver mál tengd stefnanda hafi farið fyrir aganefnd stefnda, hvort stefndi telji brottvikninguna hafa verið í samræmi við lög félagsins og hvert stefnandi geti leitað til að láta reyna á réttmæti brottvikn ingarinnar. Umræddu erindi var svarað af hálfu stefnda með bréfi hinn 23. ágúst 2019. Í því kemur auk annars fram að stefnandi hafi ekki leyfi fyrir skammbyssum. Heimild hans til meðferðar slíks vopns sé því á ábyrgð tilsjónarmanns eða æfingastjóra samkvæ mt reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl. og öryggisreglum félagsins. Þá séu skilyrði þess að virkur meðlimur í skotfélagi geti eignast skammbyssu til iðkunar skotfimi samkvæmt áður nefndri reglugerð meðal annars að hann stundi reglulega æfingar í tvö ár, t aki þátt í landsmótum og/eða opnum mótum og gerist ekki brotlegur við umgengnis - og öryggisreglur félagsins. Öll áhersla sé því á öryggisreglur og tilhlýðilega umgengni við vopn. Þá kemur fram að hinn 19. desember 2018 hafi stjórn félagsins borist kvörtun frá tilteknum tilsjónarmanni og æfingastjóra þess efnis að stefnandi hafi beint að honum loftskammbyssu á æfingu tveimur dögum áður. Í kvörtuninni hafi verið tiltekið að lás vopnsins hafi verið lokaður og engan öryggisspotta að finna, með öðrum orðum hafi vopnið verið hlaðið. Um sé að ræða skýrt og alvarlegt brot á almennum og viðurkenndum reglum um meðhöndlun vopna sem og öryggisreglum félagsins. Hér hafi ekki verið um fyrsta atvikið að ræða. Nánar tiltekið hefði stefnandi gerst brotlegur við öryggisreglur í 4 lok vorannar sama ár annars vegar er hann hafi beint hlaupi vopns beint upp í loft og síðan þegar hann hafi horft beint ofan í hlaup á æfingu án þess að ljóst hafi verið að um óhlaðið vopn væri að ræða. Um sé að ræða alvarleg öryggisbrot. Þá hafi stefna ndi ítrekað skotið á skotskífur annarra á skammbyssuæfingum og fengið athugasemdir frá viðkomandi æfingastjórum vegna þess. Í bréfinu er að endingu tiltekið að ríkar öryggiskröfur séu gerðar til þeirra sem meðhöndli vopn hjá stefnda enda starfi félagið á grundvelli strangra skilyrða laga auk þess sem hætt sé á alvarlegum slysum ef fyllsta öryggis sé ekki gætt. Stjórn félagsins hafi litið brot stefnanda hinn 17. desember 2018 alvarlegum augum og í ljósi fyrri atvika talið sýnt að virðing hans fyrir öryggisr eglum væri takmörkuð sem skapi hættu fyrir hann sjálfan og aðra sem við æfingar væru. Hafi því verið ákveðið á aukafundi stjórnar hinn 19. desember sama ár að víkja stefnanda úr stefnda á grundvelli heimildar í lögum félagsins og öryggisreglum þar að lútan di. Í því sambandi beri að árétta að stjórn stefnda sé skylt að gæta fyllsta öryggis og geti ekki horft framhjá gálausri meðhöndlun skotvopna vegna hættueiginleika þeirra. Stefnanda hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar hinn 3. janúar 2019 og honu m bent á að hann gæti áfrýjað ákvörðuninni til aðalfundar félagsins í samræmi við lög þess. Aðalfundur félagsins hafi farið fram 26. febrúar 2019 og stefnandi ekki borið málið upp þar. Þeirri fyrirspurn hvort mál stefnanda hafi farið fyrir aganefnd félagsi ns var ekki svarað. Með framangreindu bréfi fylgdu auk laga stefnda og öryggsreglna fundargerð stjórnar félagsins dagsett hinn 3. janúar 2019 sem og tölvubréf C dagsett hinn 17. desember 2018. Í fundargerðinni kemur meðal annars fram að á aukafundi stjórn ar sem fram hafi farið hinn 19. desember 2018 hafi verið farið yfir kvörtun sem borist hafi frá C æfingastjóra í loftsal þess efnis að stefnandi hafi beint að honum loftbyssu á æfingu hinn 17. desember 2018. Fram hafi komið að lás vopnsins hafi verið lokað ur og engan öryggisspotta að finna. Ekki hafi verið um fyrsta öryggisbrot stefnanda að ræða. Í því sambandi er í fundargerðinni vísað til þeirra atvika sem tiltekin voru í áður nefndu bréfi og gerð er grein fyrir hér að framan. Þá kemur fram í fundargerðin ni að eftir að hafa farið yfir þess mál hafi stjórn tekið ákvörðun um að víkja stefnanda þegar í stað úr stefnda, en uppákoman hinn 17. desember hafi verið þess eðlis að sýnt hafi þótt að virðing stefnanda fyrir öryggisreglum væri takmörkuð auk þess sem ge tu hans til að fara eftir slíkum reglum væri ábótavant. Í fundargerðinni er enn fremur greint frá því að formaður stjórnar félagsins og ritari hafi hitt stefnanda að máli hinn 3. janúar 2019 og spurt hann út í umrætt 5 atvik. Hann hafi tjáð þeim í gáska að h ann hafi hitt vel á markið, sveiflað sér og þá hafi skotvopnið mögulega beinst til hliðar en engin hætta hafi verið á ferðum. Hafi honum fundist þetta smávægilegt atvik. Stefnanda hafi þá verið kynnt niðurstaða stjórnar um brottvikningu. Honum hafi verið b rugðið og ekki talið refsinguna í samræmi við brotið. Hafi stefnanda þá verið kynnt að honum væri vikið úr félaginu, frá og með viðkomandi degi og ef hann vildi áfrýja ákvörðun stjórnar væri honum það frjálst en slíka áfrýjun mætti taka upp á opnum aðalfun di. Þeir hafi enn fremur tjáð stefnanda að lögreglu yrði send tilkynning um atvikið. Líkt og að framan greinir fylgdi tölvubréf frá C sem samkvæmt framangreindu var tilefni brottvikningarinnar einnig umræddu bréfi stefnda. Í því segir orðrétt svo: í því rétt í þessu að hann A beindi að mér loftskammbyssu og notaði hana til að veifa mér og vekja athygli á því að hann hafi hitt vel í þessu skoti. D bað mig um að Ákvörðun stjórnar um brottrekstur stefnanda úr félag inu var áfrýjað af hans hálfu með erindi hinn 24. febrúar 2020 ætluðu til framlagningar á aðalfundi félagsins hinn 27. sama mánaðar. Í erindinu er þess krafist að ákvörðun stjórnar verði felld úr gildi og að á fundinum og lagt fyrir félagsmenn til atkvæðagreiðslu. Í erindinu eru atvik málsins rakin og auk annars tekið fram að þær skýringar sem stefnandi hafi fengið á ástæðum brottvikningarinnar hafi verið óljósar og ítrekuðum fyrirspurnum hans til félagsins þ ar að lútandi og beiðnum hans um frekari upplýsingar og gögn hafi ekki verið svarað. Því er enn fremur sérstaklega mótmælt að stefnandi hafi fengið leiðbeiningar um það samhliða því sem honum hafi verið tilkynnt um ákvörðun stjórnar að unnt væri að áfrýja henni til aðalfundar félagsins. Þá er gerð grein fyrir málsástæðum stefnanda til stuðnings kröfu hans um að umrædd ákvörðun stjórnar verði felld úr gildi. Samkvæmt fundargerð aðalfundar stefnda sem fram fór hinn 27. febrúar 2020 var framangreind áfrýjun s er bókað um þær umræður sem fram fóru um málið og að ákvörðun stjórnar hafi að umræðum loknum verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum. Bókað er um að 23 félagsmenn hafi sótt fundinn auk stj órnar stefnda. Í frétt á heimasíðu stefnda um aðalfundinn sem birt var í framhaldinu kemur meðal annars fram að félagsmanni hafi verið vikið úr félaginu hinn 3. janúar 2019 fyrir endurtekin brot á öryggisreglum þess. Hann hafi borið ákvörðun stjórnar þar a ð lútandi undir aðalfund félagsins. Að loknum 6 upplestri á erindi félagsmannsins fyrrverandi og umræðum um það hafi málið verið borið upp til atkvæðagreiðslu. Allir fundarmenn hafi samþykkt brottvikningu mannsins og hafi honum og lögmanni hans verið tilkynn t niðurstaðan. Höfðaði stefnandi í kjölfarið mál þetta. II. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að ekki hafi verið heimilt og engin skilyrði samkvæmt lögum eða reglum fyrir því að reka hann úr stefnda. Hann byggir enn fremur á því að málsmeðferðarreglur hafi verið brotnar við meðferð brottvikningar hans úr félaginu. Hvort tveggja varði ógildingu ákvörðunarinnar. Í öllu falli beri að viðurkenna að ákvörðunin um brottvikningu hans úr félaginu hafi verið ólögmæt af sömu ástæðum, ve rði skilyrði ekki talin standa til að ógilda hana. Sömu málsástæður eigi því við um bæði aðal - og varakröfu hans. Þá byggir stefnandi á því að brottvikningin hafi verið sérstaklega meiðandi fyrir hann. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi á óréttmætan h átt skert félagafrelsi hans sem verndað sé í 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. einnig 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en ákvæðin mæli fyrir um rétt einstaklinga til að velja sér félag til aðildar og gan ga í og úr félögum af fúsum og frjálsum vilja. Stefnandi byggir einnig á því að stefndi hafi skaðað möguleika stefnanda á að stunda skotíþróttir og eignast æfingaskotvopn. Stefndi starfi á grundvelli eigin laga og öryggisreglna sem félagið setji sér. Hvor u tveggja hafi verið í gildi þegar hin umdeilda ákvörðun um brottvikningu stefnanda hafi verið tekin. Þá sé til þess að líta að stefndi hafi ítrekað notið opinberra styrkja frá og þannig þegið almannafé til reksturs síns og beri því að gæta sérstaklega að því að mismuna ekki þeim sem vilji ganga í félagið, uppfylli skilyrði til þess að vera í því og vilji stunda íþróttina í viðurkenndu skotfélagi. Stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá ákvörðunina ógilta eða viðurkennda ólögmæta, ekki aðeins til þess að fá viðurkenndan og bættan miska, heldur sé aukinheldur óheimilt að stunda skotæfingar utan viðurkenndra skotfélaga og skilyrði þess að fá leyfi til að eignast eigin skammbyssu til iðkunar skotfimi sé að vera virkur meðlimur í viðurkenndu skotfélagi og stunda reglulega æfingar, sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. Þá sé það skilyrði þess að einstaklingur fái leyfi til að eiga skotvopn til íþróttaiðkunar að viðkomandi skotíþróttafélag staðfesti að 7 umsækjandi sé hæfur til þess og uppfylli tilskilin skilyrð. Það sé því ekki gott fyrir um. Hagsmunir hans séu því ótvíræðir. Í ákvæði 1. mgr. 14. gr. laga stefnda komi fram að stjórn stefnda skuli setja félaginu reglur um æfingatíma, ásamt sérstökum reglum um öryggi og umgengni á æfingasvæðum félagsins. Í 2. mgr. segi að um viðurlög við bro tum samkvæmt 1. mgr. vísist til laga ÍSÍ (Íþrótta - og ólympíusambands Íslands). Í 3. mgr. ákvæðisins segi svo að stjórn sé heimilt að víkja mönnum úr félaginu eftir ítrekuð brot samkvæmt 1. mgr. og ráði meirihluti atkvæða við ákvörðun þar að lútandi. Innan stefnda starfi svo sérstök þriggja manna aganefnd sem meðal annars sé ætlað að fjalla um brot félagsmanna á reglum félagsins. Í málinu liggi ekkert fyrir sem staðfesti að stefnandi hafi nokkru sinni brotið öryggisreglur stefnda. Því síður liggi nokkuð fy rir um að um ítrekuð brot hafi verið að ræða, enda engin gögn til um meint atvik. Því til staðfestu vísist til þess að stefnandi hafi ítrekað óskað eftir afriti af slíkum gögnum án þess að þær umleitanir hafi nokkurn árangur borið. Stefnandi hafi þvert á m óti aldrei gerst sekur um brot gegn reglum félagsins og hafi engu atviki sem varði stefnanda verið vísað til aganefndar stefnda. Stefnandi hafi aldrei fengið viðvörun, formlegar eða óformlegar aðfinnslur eða áminningu. Í reynd hafi engar athugasemdir verið gerðar við háttsemi hans af hálfu stefnda fyrr en hann hafi verið fyrirvaralaust rekinn úr félaginu. Það eina sem stefnandi hafi sér til sakar unnið sé að gagnrýna stjórn stefnda fyrir framtaksleysi í málefnum félagsins. Stefnandi byggir á því að jafn íþ yngjandi ákvörðun og fyrirvaralaus brottrekstur úr stefnda skuli ekki tekin nema að mjög vel ígrunduðu máli og á grundvelli óyggjandi gagna auk þess sem farið skuli að almennum málsmeðferðarreglum við töku slíkra ákvarðana svo sem um andmælarétt, rannsókn mála og meðalhóf. Ekki hafi verið að slíku gætt við meðferð stefnda á máli stefnanda. Þvert á móti hafi verið staðið að brottvikningunni með sérstaklega meiðandi hætti fyrir stefnanda. Reyndin sé sú að stefnandi hafi ekki brotið ítrekað gegn reglum félags ins, engin gögn hafi legið til grundvallar brottvikningunni ásamt því sem stefnanda hafi á engum tímapunkti verið gefið færi á að andmæla brottvikningunni og þeim alvarlegu ásökunum sem á hann hafi verið bornar. Stefnanda hafi einungis verið tilkynnt munnl ega um brottvikninguna án fullnægjandi útskýringa á því hvað hann hefði unnið sér til sakar. Þá 8 hafi stefnandi ítrekað óskað eftir gögnum og útskýringum vegna málsins án þess að það hafi borið árangur og stefndi þannig komið enn frekar í veg fyrir að stefn andi gæti andmælt ákvörðununni og gætt réttar síns. Stefnandi telji það sjálfsagða og eðlilega kröfu að félag sem starfi á grundvelli strangra skilyrða líkt og stefndi og geri ríkar öryggiskröfur, ekki síst félag sem einnig njóti opinberra styrkja og sé í þeirri stöðu að hafa áhrif á hvort menn megi eiga skotvopn, haldi utan um meint agabrot innan félagsins með skrásetningu, rannsókn og andmælarétti svo dæmi séu nefnd og fari þannig sjálft eftir þeim reglum sem það setji sér. Sérstaklega ef ætlunin sé að b yggja brottvikningu félagsmanna úr félaginu á slíkum brotum. Í þessu tilviki liggi ekkert fyrir nema orð stefnda um að meint öryggisbrot hafi átt sér stað en sönnunarbyrðin að því leyti hvíli eðli máls samkvæmt alfarið á stefnda sem hafi ekki axlað þá byrð i. Þá hafi stefnandi ekki, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, fengið afhenta fundargerð stjórnarfundarins frá 19. desember 2018 þar sem hin umdeilda ákvörðun sé sögð hafa verið tekin. Af samskiptum lögmanna aðila megi ráða að engin slík fundargerð sé til. Ste janúar 2019, sem væntanlega hafi verið útbúin eftir á. Í endursögninni segi hvergi að farið hafi fram atkvæðagreiðsla um þá ákvörðun að víkja stefnanda úr félaginu né hvernig atkvæði hafi fallið en samkvæmt 3. mgr. 14. gr. laga stefnda ráði meirihluti atkvæða við slíka ákvarðanatöku. Stefnandi leyfi sér að draga í efa að meintur stjórnarfundur hafi nokkurn tímann verið haldinn. Þvert á móti hafi verið um geðþóttaákvörðun að ræð a. Stefnandi byggir einnig á því að við ákvörðun um brottvikningu hans hafi meðalhófs ekki verið gætt. Enn fremur hafi ekki verið farið að reglum félagsins. Í 7. gr. laga stefnda komi fram að félagið starfi samkvæmt reglum ISSF (Alþjóða skotíþróttasamband ið) og STÍ (Skotíþróttasamband Íslands). Svo vilji til að STÍ sé með regluverk í kringum starfsemi aganefndar, sem ætla verði að stefndi sé samkvæmt eigin lögum bundinn af. Þar segi meðal annars að aganefnd fjalli um agabrot og beiti viðurlögum, svo sem ám inningum eða viðurlögum eftir því sem við eigi. Kæra til aganefndar skuli vera skrifleg og skuli kærða gefinn kostur á andsvörum, málflutningur fari fram um kæruna og loks skuli kveða upp úrskurð sem skuli birtur kærðum. Þó að stefndi sé samkvæmt eigin lög um bundinn af reglum STÍ hafi í engu verið eftir þeim farið. Ekki verði séð að nokkur ákvæði séu í reglum STÍ um brottvikningu félagsmanns. 9 Þá sé í 2. mgr. 14. gr. laga stefnda vísað til laga ÍSÍ um viðurlög við brotum samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis. Í 4. kafla laga ÍSÍ sé fjallað um dómstólaskipan innan sambandsins og málsmeðferð þar sem báðum aðilum sé gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laga ÍSÍ séu þær refsingar sem dómstólar ÍSÍ geti beitt áminning, vítur, óhl utgengi eða aðrar refsingar er lög eða reglur sérsambanda, héraðssambanda/íþróttabandalaga og félaga tiltaki. Málsmeðferð stefnda við hina umdeildu ákvarðanatöku hafi hvorki verið í nokkru samræmi við lög ÍSÍ eða lög og reglur STÍ né í anda íþróttahreyfin garinnar. Þá hafi vægari úrræði en brottvikning augljóslega verið tæk, svo sem formleg aðfinnsla aða áminning að undangenginni fullnægjandi rannsókn á atvikum öllum. Þannig hefði verið hægt að biðja stefnanda að stunda ekki æfingu 3. janúar 2019 meðan athu gun færi fram á meintu atviki. Þess í stað hafi hann fyrirvaralaust verið rekinn úr félaginu er hann mætti til æfingar umrætt sinn, án nokkurrar frekari athugunar á meintu atviki. Stefnandi mótmælir öllum staðhæfingum stjórnar stefnda um ámælisverða hegðu n af hans hálfu sem röngum og ósönnuðum. Ákvörðunin hafi verið byggð á einni meintri kvörtun og meintum öryggisbrotum sem stefnandi kannist ekki við. Það geti ekki talist fullnægjandi grundvöllur brottvikningar að byggja á staðhæfingum um ítrekuð brot án þ ess að nokkur gögn hafi legið fyrir þar að lútandi og án þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á því hvort stefnandi hafi í reynd brotið öryggisreglur og án þess að honum hafi á nokkru stigi verið gefið færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefn andi byggir á því að ef grundvöllur brottvikningar hans sé talinn nægilega traustur standi ekkert því í vegi að félög eins og stefndi, sem njóti opinberra styrkja og hafi samkvæmt gildandi reglugerðum áhrif á hvort einstaklingar megi eiga skotvopn til æfin ga, geti fyrirvaralaust rekið félagsmenn eftir eigin geðþótta. Til dæmis hugsanlega mótframbjóðendur til stjórnar. Samkvæmt lögum stefnda sjálfs sé eingöngu hægt að víkja félagsmanni úr félaginu eftir ítrekuð brot, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga stefnda. Slíku sé einfaldlega ekki fyrir að fara í máli þessu. Þegar af þeirri ástæðu hafi brottvikningin verið andstæð lögum félagsins. Þannig hafi málsmeðferðarreglur sem og aðrar reglur verið brotnar við brottvikningu stefnanda úr stefnda auk þess sem tilgreindar ást æður brottvikningarinnar fullnægi ekki skilyrðum að öðru leyti til að víkja stefnanda úr félaginu. Beri því að ógilda hina umdeildu ákvörðun eða eftir atvikum viðurkenna að hún hafi verið ólögmæt. 10 Til stuðnings kröfu sinni um miskabætur byggir stefnandi á því að stefndi hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið stefnanda ólögmætri meingerð með fyrirvaralausri og tilefnislausri brottvikningu hans úr félaginu og með alvarlegum og ærumeiðandi ásökunum um lögbrot. Hann krefjist því bóta úr hendi stefnda vegn a miska sem hin ólögmæta meingerð hafi valdið. Krafan sé reist á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, enda beri stefndi ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn stefnanda í skilningi ákvæðisins. Því til stuðnings vísar stefnandi til málsmeðferðar stef nda og hinnar meiðandi framkomu gagnvart stefnanda. Staðið hafi verið að brottvikningunni með ólögmætum hætti ásamt því sem stefnandi hafi að ósekju verið ásakaður um virðingarleysi fyrir öryggisreglum um skotvopn og óvarlega meðferð skotvopna sem varði vi ð lög. Slíkar ásakanir varði við 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá hafi verið látið sem stefnandi hafi brotið gegn vopnalögum og að meint brot yrði kært til lögreglu sem aðrir félagsmenn hafi fengið að heyra. Hafi þetta væntanlega ver ið gert til að réttlæta hina ólögmætu ákvörðun. Engin kæra hafi þó verið lögð fram enda hefði slík kæra falið í sér rangar sakargiftir og þar með verið refsiverð. Þá hafi enn verið aukið á miska stefnanda með sérlega meiðandi umfjöllun um hann á aðalfundi félagsins, þar sem orðið hafi verið gefið laust og ýmis óhróður færður til bókar um stefnanda í fundargerð og upplýsingar um það birtar á heimasíðu félagsins. Þá liggi fyrir skrifleg viðurkenning formanns stjórnar stefnda á því að betur hefði mátt standa að framkvæmd brottvikningarinnar og yfirlýsing hans um að hann harmi að brottvikningin hafi valdið stefnanda miska. Umrætt tölvubréf formannsins sé samtímagagn sem sýni glöggt að málið hafi fengið mjög á stefnanda. Við mat á fjárhæð miskabóta verið að lít a til þess að framganga stefnda hafi verið afar niðurlægjandi fyrir stefnanda enda hafi hann verið borinn sökum um alvarleg brot án þess að slíkt ætti við nokkur rök að styðjast. Brottvikningin hafi spurst hratt út innan félagsins og á meðal iðkenda íþrótt arinnar almennt og stefnandi því orðið fyrir miklum álitshnekki. Hafi framganga stefnda þannig staðið í vegi fyrir því að stefnandi geti gerst meðlimur í öðru skotíþróttafélagi og þar með hindrað hann í að eignast æfingaskotvopn. Þá hafi ákvörðunin gengið mun lengra en efni hafi staðið til sem einnig hafi vegið að æru stefnanda, mannorði hans og félagslegri stöðu. Stefnandi telji því fjárhæð kröfu sinnar hæfilega með hliðsjón af atvikum. Í því sambandi er og vísað til þess að miskabætur eigi að hafa bæði al menn og sérstök varnaðaráhrif. 11 Um lagarök vísar stefnandi auk þeirra sem að framan eru talin til almennra málsmeðferðarreglna félagaréttar við brottvikningu félagsmanns úr almennu félagi, sérstaklega andmælareglu, rannsóknarreglu og meðalhófsreglu. Til st uðnings kröfu um málskostnað vísar stefnandi til 129. og 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála og til stuðnings kröfu um vexti og dráttarvexti til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. III. Helstu málsástæður stefnda Stefndi byggir kröfu sína u m sýknu af kröfum stefnanda á því brottvikning hans úr félaginu hafi verið lögmæt og þar af leiðandi ekki ógildanleg. Þannig hafi sú ákvörðun stjórnar stefnda að víkja stefnanda úr félaginu verið í fullu samræmi við lög félagsins og öryggisreglur þess en í ljósi atvika hefði verið óforsvaranlegt af hálfu stjórnar að heimila stefnanda að halda áfram að stunda æfingar sem félagsmaður. Ríkar öryggiskröfur séu gerðar til þeirra sem meðhöndli vopn hjá félaginu enda starfi félagið á grundvelli strangra skilyrða v opnalaga nr. 16/1998 auk þess sem hætta sé á alvarlegum slysum sé fyllsta öryggis ekki gætt. Árétta beri að stjórn stefnda sé skylt að gæta fyllsta öryggis og geti því ekki horft framhjá gálausri meðhöndlun skotvopna vegna hættueiginleika þeirra. Af hálfu stefnanda virðist vera á því byggt að málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar gildi um brottvikningu stefnanda úr stefnda, einkum með vísan til fjárstuðnings Kópavogsbæjar við félagið. Stefndi sé frjáls félagasamtök og ekki verði séð að slíkar reglur gildi í starfsemi félagsins. Þó beri að geta þess að þeim sem hafa viljað ganga í félagið hafi aldrei verið mismunað uppfylli þeir almenn skilyrði. Aldrei hafi verið hindrað að stefnandi gengi til liðs við f é lagið á ný en eftir því hafi hann ekki sóst. Félagið s é því ekki bundið af málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar, til að mynda um andmælarétt, heldur fyrst og fremst af sínum eigin lögum. Hvað sem því líði hafi stefnandi nokkrum sinnum fengið athugasemdir um háttsemi sína áður en honum hafi verið kunngerð ákv örðun stjórnar um brottvikningu hans. Hann hafi hins vegar ekki tekið þær athugasemdir alvarlega. Honum hafi því verið veittur kostur á tjá sig um atvikin áður en ákvörðun um brottvikningu hans hafi verið tekin. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi ek ki leyfi fyrir skammbyssum og sé heimild hans til meðferðar slíks vopns því á ábyrgð tilsjónarmanns samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 787/1998 og/eða æfingastjóra, sbr. 13. gr. öryggisreglna stefnda, sem settar séu á grundvelli 1. mgr. 14. gr. reglna félagsins. Skilyrði fyrir því að virkur 12 meðlimur í viðurkenndu skotfélagi fái að eignast skammbyssu til iðkunar skotfimi sé háð því að hann stundi reglulega æfingar í tvö ár, taki þátt í landsmótum og/eða opnum mótum og gerist ekki brotlegur við umgengnis - og öryggisreglur félagsins, sbr. 2. tl. 1. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. Veiting skotvopnaleyfa sé almennt bundin mjög ströngum skilyrðum, sbr. 2. og 25. gr. reglugerðarinnar. Þá beri þeim sem fari með og noti skotvopn ætíð að gæta fyllstu varúðar, sbr. 1. mgr. 21. gr. vopnalaga. Af þessu sé ljóst að sama hvar borið sé niður sé megináhersla lögð á öryggisreglur og umgengni við skotvopn. Meðferð stefnanda á skotvopnum hafi ekki verið í samræmi við þær ströngu reglur sem gildi og sé stefnda sem félagi sem starfar innan þröngra skilyrða laga og reglugerða ekki stætt á öðru en að gæta fyllsta öryggis í starfsemi sinni. Stefndi sé bundinn af lögum félagsins og þótt í þeim lögum sé vísað almennt til laga ÍSÍ sé ljóst að síðar nefndu lögin séu einungis til fyllingar, enda séu lög stefnda sértæk og fjalli um starfsemi skotfélagsins og þau skilyrði sem gildi um meðferð skotvopna. Ljóst sé að ekki séu gerðar sömu kröfur við iðkun skotfimi og ýmissa annarra íþrótta, enda eðli skotíþ róttarinnar þannig að óvarkárni geti ógnað lífi og heilsu fólks. Félagið sé einnig bundið af þeim úrræðum og ráðstöfunum sem lög þess mæli fyrir um og ekki sé heimild í lögunum til beitingar vægari úrræða en brottvikningar úr félaginu vegna brota á öryggis reglum þess. Að því er tilvísun stefnanda til ákvæða 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu varðar árétti stefndi að umrædd ákvæði mæli fyrir um rétt manna til að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum. Félagafr elsið sæti þó þeim takmörkunum sem nauðsyn beri til með vísan til verndar heilsu manna og almannaheilla. Umræddur réttur sé því ekki án takmarkana. Ekki verði fallist á að brottvikning stefnanda úr stefnda sé andstæð umræddum ákvæðum. Í því samhengi sé ath ygli vakin á því að brottvikning stefnanda úr félaginu virðist ekki hafa hindrað hann í að fá inngöngu í annað skotfélag, en samkvæmt upplýsingum stefnda hafi stefnandi þegar gengið í annað slíkt félag. Enginn skaði hafi því verið unninn á möguleikum stefn anda til að stunda skotíþróttir og eignast æfingavopn líkt og stefnandi haldi ranglega fram. Verði því að telja vafasamt að stefnandi eigi lögvarða hagsmuni af máli þessu í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi hafi ekk i gert neinn reka að því að sækja að nýju um inngöngu í stefnda, þrátt fyrir að honum hefði verið það í lófa lagið. 13 Með vísan til alls framangreinds beri því að hafna bæði aðal - og varakröfu stefnanda, enda ljóst að stefnda hafi verið rétt í ljósi atvika málsins að víkja stefnanda úr félaginu. Til stuðnings kröfu sinni um sýknu af kröfu stefnanda um miskabætur byggir stefndi á því að það sé bæði rangt og ósannað að framkoma stefnda í garð stefnanda í aðdraganda brottvikningar hafi verið ámælisverð eða mei ðandi á einhvern hátt. Þá er því sérstaklega hafnað að brottvikningin hafi farið fram með ærumeiðandi hætti svo varði við 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga. Í því sambandi bendi stefndi á að af hálfu félagsins hafi sérstaklega verið leitast við að s em fæstir kæmu að málinu og það væri á fárra vitorði en stefnandi hafi hins vegar sjálfur hlutast til um að málið spyrðist út og yrði að almannarómi. Með vísan til dómaframkvæmdar sé ómögulegt að fallast á að brottvikningin hafi falið í sér ólögmæta meinge rð gegnvart stefnanda í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna komi fram að í skilyrðinu um ólögmæta meingerð felist að um saknæma hegðun þurfi að vera að ræða. Einnig komi fram að gáleysi þurfi að vera ve rulegt til þess að tjónsatvik teljist vera ólögmæt meingerð. Í réttarframkvæmd hafi verið við það miðað að lægstu stig gáleysis fullnægi ekki kröfum ákvæðisins um ólögmæta meingerð. Sé með engu móti unnt að fallast á að framkoma stefnda í garð stefnanda ha fi talist saknæm þannig að stefnandi eigi rétt til miskabóta. Jafnframt sé bent á að stefnandi virðist hafa rangtúlkað bréf formanns stjórnar stefnda, en umrætt bréf feli ekki í sér neina viðurkenningu á því að ranglega hafi verið staðið að brottvikningu s tefnanda úr félaginu. Í bréfinu sé einungis áréttað að leitt sé að stefnandi skyldi hafa upplifað brottvikninguna með þessum neikvæða hætti og að það hafi ekki verið ætlunin af hálfu stefnda. Beri því að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um greiðslu miskabó ta. Verði þrátt fyrir framangreint fallist á kröfu stefnanda um greiðslu miskabóta er þess krafist að fjárhæð þeirra verði ákveðin mun lægri. Loks er vaxta - og dráttarvaxtakröfum stefnanda alfarið mótmælt. Til vara er þess krafist að dráttarvextir reiknist frá dómsuppsögu. Um lagarök vísar stefndi einkum til vopnalaga nr. 16/1998, reglugerðar nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl., laga stefnda og öryggisreglna. Þá vísar stefndi til 74. g r. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og laga um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994. Kröfu um málskostnað styður stefndi svo við ákvæði XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 130. gr. laganna. 14 IV. Niðurstaða Stefnandi re isir aðalkröfu sína um að hin umdeilda ákvörðun stefnda um að víkja stefnanda úr félaginu verði felld úr gildi og varakröfu sína um að viðurkennt verði að umrædd ákvörðun hafi verið ólögmæt í meginatriðum á því að hvorki hafi staðið efnisleg skilyrði til t öku slíkrar ákvörðunar né hafi málsmeðferðarreglna verið gætt. Kröfu sína um miskabætur reisir stefnandi svo á því að umrædd ákvörðun og framganga stefnda í tengslum við hana hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn honum í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefndi byggir kröfu sínu um sýknu í meginatriðum á því að hin umdeilda ákvörðun hafi verið í fullu samræmi við lög félagsins og öryggisreglur og því standi engin skilyrði til að fella hana úr gildi eða fallast á kröfu um viðurk enningu á að hún hafi verið ólögmæt. Stefndi byggir enn fremur á því að stefnandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn um framangreindar kröfur. Loks hafnar stefndi því alfarið að skilyrði standi til að fallast á kröfu stefnanda um miskabætur. A. Líkt og að framan greinir byggir stefndi auk annars á því að stefnandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af dómsúrlausn um kröfur sínar. Því stuðnings hefur stefndi vísað til þess að stefnandi hafi nú þegar gengið í annað skotíþróttafélag auk þess sem ekkert sé því til fyrirstöðu að stefnandi sæki um félagsaðild að stefnda á ný. Hin umdeilda ákvörðun hafi því ekki á nokkurn hátt skaðað möguleika stefnanda til að stunda skotíþróttir og eignast æfingavopn. Staðhæfingu sína um að stefnandi hafi nú þegar gengið í annað skot íþróttafélag byggir stefndi að því er virðist á því að formanni stjórnar félagsins félagsins og fyrrum ritara stjórnar þess hafi borist það til eyrna. Í aðilaskýrslu stefnanda fyrir dómi kvað hann aðspurður alrangt að hann hafi gengið í annað skotíþróttafé lag. Í framburði hans kom enn fremur fram að honum hefði verið ráðlagt að sækja ekki um aðild að öðru skotíþróttafélagi fyrr en þetta mál hefði verið til lykta leitt enda vart við því að búast að umsókn hans fái brautargengi verði hin umdeilda ákvörðun tal in lögmæt. Standa að mati dómsins ekki efni til annars en að leggja framburð stefnanda til grundvallar hvað þetta varðar enda liggur ekkert fyrir í málinu um hið gagnstæða. Þá er sú málsástæða að stefnandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af dómsúrlausn um kröf ur sínar þar sem hann geti sótt um aðild að stefnda á ný að mati dómsins haldlaus enda ljóst að heimild til að víkja félagsmönnum úr stefnda fyrir ítrekuð brot á öryggisreglum félagsins væri með öllu óþörf ef það væri raunin. Hvað sem líður framangreindu e r að 15 mati dómsins aukinheldur ljóst að hin umdeilda ákvörðun stjórnar stefnda er þess eðlis að stefnandi hefur lögvarða hagsmuni af því að bera lögmæti hennar undir dómstóla enda er hún byggð á því að stefnandi hafi ítrekað brotið öryggisreglur stefnda. Þá hefur stefnandi að mati dómsins beina hagsmuni af aðild að skotíþróttafélagi. Slík félög starfa á grundvelli leyfis samkvæmt 1. mgr. 17. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og um skotvopnaleyfi einstaklinga til iðkunar skotfimi og um leyfi slíkra félaga til eignar á skotvopnum gilda ákvæði reglugerðar nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl., með síðari breytingum, sem sett er með stoð í 2. mgr. sama ákvæðis. Um íþróttaskotfimi er fjallað í III. kafla umræddrar reglugerðar. Þar kemur fram í 9. gr. að heimilt sé að v eita viðurkenndum skotfélögum og félagsmönnum þeirra leyfi fyrir skotvopnum til keppni í viðurkenndum keppnisflokkum samkvæmt I. viðauka reglugerðarinnar að því gefnu að viðkomandi félag hafi tilkynnt að keppni í þeim flokki sé stunduð í félaginu. Þá kemur fram í 11. gr. að einstaklingur sem óskar eftir leyfi til að eignast skammbyssu til iðkunar skotfimi skuli auk annars vera virkur meðlimur í viðurkenndu skotfélagi og hafa stundað reglulegar æfingar í viðurkenndum keppnisflokki í tvö ár og tekið þátt í la ndsmótum og/eða opnum mótum og ekki gerst brotlegur við umgengnis - og öryggisreglur félagsins. Framangreindar upplýsingar skuli staðfestar af stjórn félagsins þar sem fram komi upplýsingar um æfingar, keppni og ástundnun umsækjanda. Þá kemur þar fram að sl íkt leyfi skuli meðal annars gefið út með þeim skilyrðum að skotvopnið verði einvörðungu notað við æfingar og keppni í viðurkenndum keppnisflokkum á viðurkenndum skotsvæðum skotfélaga og að leyfið megi afturkalla hætti umsækjandi iðkun skotíþrótta. Í VII. kafla reglugerðarinnar er fjallað um meðferð og vörslur skotvopna og skotfæra. Þar er í 36. gr. kveðið á um lánsheimild skotfélags. Í ákvæðinu kemur nánar tiltekið fram að viðurkenndum skotfélögum sem fengið hafi heimild til að eiga skotvopn sé heimilt að lána þau til afnota við æfingar og keppni í viðurkenndum keppnisflokkum á viðurkenndum skotsvæðum. Þá segir að hafi viðkomandi ekki skotvopnaleyfi sé heimilt að lána honum skotvopn enda noti hann það undir eftirliti ábyrgðamanns sem skotfélag hefur tilnefn t. Með vísan til framangreinds er því ljóst að stefnandi getur hvorki stundað íþróttaskotfimi né eignast tilteknar byssur til iðkunar slíkrar skotfimi nema vera meðlimur í skotíþróttafélagi. Að mati dómsins er hin umdeilda ákvörðun ótvírætt til þess fallin að skerða möguleika hans að því leyti enda er hún líkt og áður greinir á því byggð að stefnandi hafi ítrekað brotið öryggisreglur stefnda. 16 Að framangreindu virtu hefur stefnandi að mati dómsins lögvarða hagsmuni af dómsúrlausn um kröfur sínar. B. Um star fsemi stefnda gilda lög félagsins og öryggisreglur. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga stefnda er tilgangur félagsins að efla almennan áhuga á skotfimi, auka þekkingu á byssum og meðferð þeirra, m.a. með því að vinna að bættri aðstöðu til skotæfinga. Þá segir í 2. mgr. sama ákvæðis að félagið sé málsvari þeirra sem stunda skotæfingar og skotíþróttir. Samkvæmt 3. gr. laganna geta íslenskir ríkisborgarar orðið félagsmenn. Ekki eru frekari almenn skilyrði sett fyrir aðild að stefnda en þó kemur fram í ákvæðinu að st jórn stefnda geti hafnað umsóknum um félagsaðild ef það er samdóma álit hennar að hætta sé á að umsækjandi geti valdið félaginu og markmiðum þess tjóni. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laganna skal stjórn félagsins setja reglur um æfingatíma, ásamt sérstökum regl um um öryggi og umgengni á æfingasvæðum félagsins sem félagsmönnum er skylt að hlíta. Í 2. mgr. ákvæðisins segir svo að um viðurlög við brotum samkvæmt 1. mgr. vísist til laga Íþrótta - og ólympíusambands Íslands. Þá segir í 3. mgr. að stjórn félagsins eða félagsfundi sé heimilt að víkja mönnum úr félaginu eftir ítrekuð brot samkvæmt 1. mgr. og ráði þar meirihluti atkvæða. Í 4. mgr. kemur svo fram að brottrekinn félagsmaður geti áfrýjað slíkri ákvörðun til aðalfundar. Loks segir í 5. mgr. að á sama hátt megi víkja félagsmanni úr félaginu sem með framkomu sinni hnekki áliti félagsins og skaði málstað skotíþrótta. Öryggisreglur stefnda eru settar á grundvelli framangreindrar 1. mgr. 14. gr. laga stefnda. Í 15. gr. þeirra kemur fram að brot á reglunum geti varða r brottrekstri úr félaginu. Ekki eru frekari fyrirmæli í lögum stefnda eða öryggisreglum um það hvaða formreglum beri að fylgja við töku slíkra ákvarðana. Innan vébanda stefnda starfar aganefnd. Ekki er um hana getið í lögum félagsins eða öryggisreglum og ekki virðast hafa verið settar sérstakar reglur um starfsemi hennar á vettvangi félagsins. Í 7. gr. laga stefnda kemur þó fram að félagið starfi samkvæmt reglum Alþjóða skotíþróttasambandsins og Skotíþróttasambands Íslands og annarra viðurkenndra alþjóðasa mbanda. Á vettvangi Skotíþróttasambands Íslands starfar aganefnd og hefur sambandið sett reglugerð um nefndina og starfssvið hennar. Með hliðsjón af framangreindri tilvísun til reglna Skotíþróttasambands Íslands í lögum stefnda er að mati dómsins rétt að l íta til þeirrar reglugerðar um tilgang og valdsvið aganefndar stefnda, málsmeðferð fyrir nefndinni og annað. Samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar er tilgangur aganefndar að vinna gegn agabrotum, óprúðmannlegri, ámælisverðri eða 17 ólögmætri framkomu skotíþróttama nna og annarra á öllum opinberum mótum sem fram fara á vegum sambandsins. Þá kemur auk annars fram að nefndin geti einnig tekið til úrskurðar atvik sem eigi sér stað utan hefðbundinna móta, ef ætla megi að þau brjóti gegn lögum sambandsins eða varði íþrótt ina og starfsemi henni tengdri. Enn fremur kemur fram að aganefnd fjalli um mál og úrskurði í þeim sem og að nefndin geti beitt áminningum eða viðurlögum eftir því sem við eigi. Í 6. - 9. gr. reglugerðarinnar er fjallað um málsmeðferð fyrir nefndinni. Þar ke mur auk annars fram að kærða skuli gefinn kostur á að halda uppi vörnum sem og að allur vafi skuli metinn kærða í hag. Hin umdeilda ákvörðun stjórnar stefnda var tekin á aukafundi hinn 19. desember 2018. Í aðilaskýrslu formanns stjórnar stefnda sem og vitn isburðum annarra þáverandi stjórnarmanna fyrir dómi kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin á spjallþræði stjórnar lægi fyrir fundargerð frá þeim fundi. Í fundargerð stjó rnar stefnda sem dagsett er 3. janúar 2019 var umþrætt ákvörðun svo færð til bókar líkt og áður greinir. Þar kemur auk annars fram að á framangreindum aukafundi hafi verið farið yfir kvörtun sem stjórn hafi borist frá C , æfingastjóra, þess efnis að stefnan di hafi beint að honum loftbyssu á æfingu hinn 17. desember 2018. Fram hafi komið að lás vopnsins hafi verið lokaður og engan öryggisspotta að finna. Þá segir í fundargerðinni að ljóst sé að þetta sé ekki fyrsta öryggisbrot stefnanda en E , æfingastjóri haf i greint frá því að á æfingu í lok vorannar 2018 hafi stefnandi beint hlaupi skotvopns upp í loft og að svo búnu horft beint ofan í það án þess að ljóst hafi verið að um óhlaðið vopn væri að ræða. Þá hafi stefnandi verið nokkuð á skammbyssuæfingum hjá æfin gastjórunum F og G og ítrekað fengið tiltal, meðal annars þar sem hann hafi skotið á skotskífur annarra sem voru á æfingu. Þá segir í fundargerðinni að eftir að hafa farið yfir þessi mál hafi stjórn ákveðið að víkja stefnanda strax úr félaginu en uppákoman hinn 17. desember hafi verið þess eðlis að ljóst sé að virðing stefnanda fyrir öryggisreglum sé takmörkuð og getu hans til að fara eftir slíkum reglum ábótavant. Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. laga stefnda er stjórn félagsins eða félagsfundi svo sem áður grein ir heimilt að víkja mönnum úr félaginu eftir ítrekuð brot samkvæmt 1. mgr. og ræður þar meirihluti atkvæða. Öryggisreglur stefnda eru svo settar á grundvelli framangreindrar 1. mgr. 14. gr. laga stefnda. Í 15. gr. þeirra kemur fram að brot á reglunum geti varðað brottrekstri úr félaginu. Af framangreindu er skýrt að efnislegt skilyrði þess að stjórn stefnda eða félagsfundur geti vikið félagsmanni úr félaginu á 18 grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga félagsins er að viðkomandi félagsmaður hafi gerst sekur um ítrekuð brot á öryggisreglum félagsins. Óháð efnislegu réttmæti þeirrar kvörtunar sem var grundvöllur hinnar umdeildu ákvörðunar liggur ekkert fyrir í málinu um að stefnandi hafi áður gerst sekur um eiginleg brot á öryggisreglum félagsins. Í framangreindri funda rgerð er þannig vísað til fyrri atvika sem ekki voru meðhöndluð sem brot á öryggisreglum félagsins þegar þau komu upp. Þvert á móti kom fram í aðilaskýrslu formanns stjórnar stefnda fyrir dómi að önnur atvik hefðu ekki verið skráð þar sem litið hefði verið á tiltal vegna þeirra sem hluta af eðlilegri þjálfun stefnanda. Enn fremur kom fram í framburði hans að þeir sem sækja æfingar hjá félaginu fái almennt mikla leiðsögn enda ekki við því að búast að nýir iðkendur þekki til hlítar hvernig skuli umgangast sko tvopn og eðlilegt að þeir sem eru að læra geri mistök. Stefnandi hafi hins vegar þurft enn meiri leiðsögn en aðrir. Hið sama kom efnislega fram í vitnisburði fyrrum ritara stjórnar stefnda fyrir dómi. Í framburðum þeirra beggja kom enn fremur fram að stefn andi hefði aldrei fengið formlega áminningu af neinum toga heldur hafi honum verið sagt til þegar eitthvað mátti betur fara. Þá má ráða af vitnisburðum þeirra C , E og H sem allir störfuðu sem æfingastjórar hjá stefnda á þeim tíma sem stefnandi var þar féla gsmaður að engin önnur atvik tengd háttsemi stefnda á æfingum hjá félaginu en það sem var tilefni fyrr greindrar kvörtunar hafi verið meðhöndluð sem brot á öryggisreglum félagsins. Þeir hafi hins vegar iðulega þurft að leiðbeina stefnanda þar sem hann hafi farið ógætilega að. Að mati dómsins verður að gera þá kröfu að fleiri en eitt brot á öryggisreglum félagsins hafi ótvírætt átt sér stað svo efnislegt skilyrði brottvikningar á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga stefnda teljist uppfyllt. Þar sem brottvikning er eðli máls samkvæmt ákvörðun sem haft getur viðurhlutamikil áhrif á þann sem hún beinist að verður aukinheldur að gera þá kröfu að félagsmanni sé gert ljóst að tiltekin háttsemi af hans hálfu teljist brot á öryggisreglum félagsins og verði meðhöndlað se m slíkt enda geta ítrekuð brot að því leyti varðað félagsmann brottvikningu. Líkt og að framan er rakið var því ekki fyrir að fara í tilviki stefnanda og honum einvörðungu veitt hefðbundin leiðsögn þó svo hann hafi mögulega fengið tíðari leiðsögn en aðrir. Þá er og til þess að líta að engin gögn eru til um meint fyrri brot stefnanda á öryggisreglum stefnda og byggjast staðhæfingar stefnda að því leyti í meginatriðum á óstaðfestum frásögnum þeirra stjórnarmanna í stefnda sem stóðu að hinni umdeildu ákvörðun eða annarra sem tengjast þeim. Verður stefndi að bera hallann af því. Að framangreindu virtu er því að mati 19 dómsins ekki sýnt að skýrt efnislegt skilyrði þess að víkja stefnanda úr félaginu á grundvelli 3. gr. 14. gr. laga félagsins hafi verið uppfyllt þeg ar hin umdeilda ákvörðun var tekin. Stefndi hefur vísað til þess að í 5. mgr. 14. gr. laga félagsins sé kveðið á um það að heimilt sé að víkja félagsmanni úr félaginu sem með framkomu sinni hnekki áliti félagsins og skaði málstað skotíþrótta og því hafi h vað sem öðru líði staðið efnisleg skilyrði til að víkja stefnanda úr félaginu á grundvelli þess ákvæðis. Í því sambandi er til þess að líta að ákvörðun um brottvikningu stefnanda var tekin á þeim grundvelli að stefnandi hefði ítrekað brotið gegn öryggisreg lum félagsins. Var hún því ekki tekin á grundvelli umrædds ákvæðis og því stoðar ekki fyrir stefnda að vísa til þess nú. Því til viðbótar liggur ekkert fyrir um að framkoma stefnanda hafi verið á þá lund sem í ákvæðinu greinir. Í málinu er óumdeilt að stj órn stefnda gaf stefnanda ekki kost á að tjá sig um kvörtun C eða aflaði sjónarmiða hans að öðru leyti áður en hin umdeilda ákvörðun var tekin. Þvert á móti kom skýrt fram í aðilaskýrslu formanns stjórnar stefnda sem og vitnisburðum annarra þáverandi stjór narmanna fyrir dómi að stjórnin hefði metið það svo að um skýrt brot væri að ræða og þess því ekki þörf. Enn fremur hefði stjórnin talið nauðsynlegt með hliðsjón af öryggi iðkenda félagsins að víkja stefnanda umsvifalaust úr félaginu. Í ljósi þess hefði st jórnin afráðið að vísa málinu ekki til aganefndar stefnda. Hvað hið síðast nefnda varðar kom enn fremur fram í aðilaskýrslu formanns stjórnar stefnda að ef málinu hefði verið vísað til aganefndar hefði það tafið málið enda hefði nefndin þá þurft að rannsak a það og gefa stefnanda kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þá fæst ekki séð að stjórn félagsins hafi leitað staðfestingar á frásögn C af atvikinu hjá öðrum þeim sem staddir voru í loftsalnum þegar það átti sér stað og ákvörðun stjórnar stefnda um að víkja stefnanda úr félaginu því alfarið byggð á hans frásögn. Líkt og áður er vikið að eru engin fyrirmæli í lögum stefnda eða öryggisreglum um það hvaða formreglum beri að fylgja við töku ákvörðunar um brottvikningu félagsmanns að öðru leyti en því að kveðið er á um að afl atkvæða ráði úrslitum. Þrátt fyrir það verður með hliðsjón af dómaframkvæmd að gera þá lágmarkskröfu að félagsmanni sem ráðgert er að víkja úr félagi á borð við stefnda sé gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaða brottvikningu áður en ákvörðun þar að lútandi er tekin, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar frá 18. október 2001 í máli nr. 39/2001 og frá 3. júní 2010 í máli nr. 43/2010, 20 enda slíkt til þess fallið að mál sé nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin og stuðlar að því að niðurstaða verði rétt og sanngjörn. Stefndi hefur vísað til þess að ekki hafi verið tóm til að veita stefnanda færi á að tjá sig um brottvikninguna áður en ákvörðun þar að lútandi var tekin þar sem tryggja hafi þurft öryggi annarra iðkenda félagsins. Í því sambandi er til þess að líta að rúmar tvær vikur liðu frá því umþrætt ákvörðun var tekin og þar til stefnanda var vikið úr félaginu á grundvelli hennar. Þá má af gögnum málsins sem og því sem fram kom við skýrslutökur fyrir dómi ráða að það atvik sem var tilefni kv örtunar C átti sér stað á fyrri hluta æfingar hinn 17. desember 2018 en stefnandi lauk allt að einu við æfinguna. Þannig liggur fyrir að æfingin hófst klukkan átta umrætt kvöld og henni lauk klukkan tíu og tölvubréf C til stjórnarinnar vegna atviksins var sent laust fyrir klukkan níu. Enn fremur kom fram í aðilaskýrslu formanns stjórnar stefnda sem og vitnisburði C fyrir dómi að áður en umrætt tölvubréf var sent hefði C greint formanni stjórnar stefnda frá atvikinu og hann beðið C að senda upplýsingar um þa ð skriflega til stjórnar. Má því gera ráð fyrir að umrætt atvik hafi í öllu falli átt sér stað vel fyrir klukkan níu. Þrátt fyrir það voru engar athugasemdir gerðar við að stefnandi væri áfram við æfingar umrætt kvöld og kom fram í aðilaskýrslu hans fyrir dómi að hann hefði verið á æfingunni allt þar til henni lauk klukkan tíu. Því hefur ekki verið mótmælt. Með hliðsjón af framangreindu fær því að dómsins ekki staðist að ekki hafi verið svigrúm til að veita stefnanda færi á að tjá sig um fyrirhugaða brottvi kningu áður en ákvörðun þar að lútandi var tekin þar sem nauðsynlegt hafi verið að víkja honum án tafar úr félaginu til að tryggja öryggi annarra iðkenda. Stefndi hefur aukinheldur vísað til þess að stefnandi hafi átt þess kost að áfrýja umþrættri ákvörðu n stjórnar stefnda til aðalfundar félagsins á grundvelli 4. mgr. 14. gr. laga stefnda og því hafi réttur hans til að tjá sig um brottvikninguna í reynd verið tryggður. Á það getur dómurinn ekki fallist enda grundvallarmunur á því hvort félagsmaður sem slík ákvörðun beinist að á þess kost að tjá sig áður en ákvörðun er tekin eða getur skotið þegar tekinni ákvörðun um brottvikningu til aðalfundar félagsins. Því til viðbótar greinir aðila á um hvort stefnandi hafi verið upplýstur um þennan kost þegar honum var fyrirvaralaust vikið úr félaginu á grundvelli hinnar umdeildu ákvörðunar. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að þessi réttur stefnanda samkvæmt lögum stefnda hafi ekki verið tryggður sem skyldi enda fékk stefnandi þrátt fyrir ítrekaðar tilrau nir ekki frekari upplýsingar eða gögn um efnislegan grundvöll brottvikningarinnar fyrr en rúmlega hálfu ári eftir að hin umdeilda ákvörðun var tekin. Gat hann því hvað 21 sem öðru líður ekki borið hina umdeildu ákvörðun undir þann aðalfund stefnda sem fram fó r í febrúar 2019 heldur þurfti hann að bíða þess aðalfundar sem fram fór í febrúar 2020. Að öllu framangreindu virtu stóðu að mati dómsins hvorki efnisleg skilyrði til brottvikningar stefnanda úr stefnda samkvæmt 3. mgr. 14. gr. laga félagsins né heldur v ar þeim grundvallar formreglum sem fara ber að við brottvikningu félagsmanna úr almennum félögum fylgt. Verður því fallist á aðalkröfu stefnanda um að hin umdeilda ákvörðun verði felld úr gildi. Með hliðsjón af þessari niðurstöðu er að mati dómsins ekki þ örf á að taka afstöðu til þeirrar málsástæðu stefnanda að hin umþrætta ákvörðun hafi verið andstæð 74. gr. stjórnarskárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. C. Stefnandi styður kröfu sína um miskabætur við b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 5 0/1993. Ákvæðið hefur með hliðsjón af athugasemdum í frumvarpi til laganna verið túlkað með þeim hætti að gáleysi þurfi að vera verulegt til að tjónsatvik verði talið ólögmæt meingerð í skilningi ákvæðisins. Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu dómsin s um að hin umdeilda ákvörðun hafi verið ólögmæt og þeim sjónarmiðum sem liggja þeirri niðurstöðu til grundvallar verður talið að stefndi hafi sýnt af sér slíkt gáleysi. Þá er ákvörðun um að víkja félagsmanni úr félagi á borð við stefnda á þeim grundvelli sem gert var í eðli sínu meiðandi og til þess fallin að valda viðkomandi álitshnekki. Er því fallist á það með stefnanda að hann eigi rétt til miskabóta úr hendi stefnda. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi lýsti stefnandi þeim áhrifum sem ákvörðun stjórnar st efnda og áform stefnda um að tilkynna atvikið til lögreglu sem og umfjöllun á vettvangi félagsins um málefni hans hefðu haft á líðan hans. Fram kom að þetta hefði fengið mjög á hann og hann upplifað atburðaráðsina sem árás á mannorð sitt. Þá hafi hann uppl ifað áform stefnda um að tilkynna atvikið til lögreglu sem svo að stefndi hygðist kæra hann til lögreglu fyrir vopnalagabrot. Fær sú upplifun að nokkru stoð í vitnisburði þáverandi ritara stjórnar stefnda fyrir dómi en þeir stjórnarmenn í stefnda sem gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins voru margsaga um það hver grundvöllur slíkrar tilkynningar hafi átt að vera. Þá liggur fyrir í málinu bréf formanns stjórnar stefnda til stefnanda dagsett hinn 25. febrúar 2019 þar sem fram kemur að hann harmi að brottviknin g stefnanda hafi valdið honum vanlíðan og lýsir því að standa hafi mátt að henni með nærgætnari hætti. Ekki liggja fyrir önnur gögn um áhrif ákvörðunarinnar á stefnanda, en dómurinn telur nægilega sýnt að ákvörðunin sem slík, áform stefnanda um að tilkynna atvikið til 22 lögreglu sem og sú atburðarás sem við tók að öðru leyti hafi valdið honum umtalsverðum miska. Í því sambandi er auk annars til þess að líta að stefnandi freistaði þess ítrekað að fá frekari upplýsingar og gögn hjá stefnda um grundvöll ákvörðun arinnar án árangurs. Að öllu þessu virtu, sem og með hliðsjón af dómaframkvæmd, þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 200.000 krónur. Fallist er á kröfu stefnanda um að fjárhæðin beri vexti frá þeim degi er honum var vísað úr félaginu á grundvelli hinnar ólög mætu ákvörðunar, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, til 30. nóvember 2020, þegar mánuður var liðinn frá birtingu stefnu, sbr. 9. gr. laganna, og dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ekki er fallist á kröfu stefn anda um að miða upphaf dráttarvaxta við fyrra tímamark. Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir að virtu umfangi málsins hæfilega ákveðinn 1.000.000 króna. Áður en dómur þessi var kveðinn upp var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Hvorki dómari né lögmenn, fyrir hönd aðila, töldu þörf á endurflutningi málsins. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákvörðun stjórnar stefnda, B , um brottvikningu stefnanda, A , úr félaginu, sem tekin var á aukafundi stjórnar stefnda hinn 19. desember 20 18 og staðfest á aðalfundi stefnda hinn 27. febrúar 2020 er felld úr gildi. Stefndi greiði stefnanda 200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. janúar 2019 til 30. nóvember 2020, og með dráttarvöxtu m samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað. Hulda Árnadóttir