Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur þriðjudaginn 27. september 2022 Mál nr. E - 5843/2021: A (sjálfur ólöglærður) gegn B (Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 6. nóvember 2021 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð þess 31. ágúst sl. Stefnandi er A , [...] . Stefnda er B , [...] . - 14 verði dæmd dauð og ómerk: Áskorun til héraðsdómara um að flýta dómi í forsjármáli aðila ásamt undirskriftalista, birt á D , og deilt á Facebook - síðu stefndu þann 21. desember 2017: [...] . Síðar dró hann flytja ásamt barninu í C eftir að barnsfaðir hennar hótaði að taka af henni barnið og vegabréf þess. 3. Eftir komuna til Íslands hafði hún upplifað viðvarandi o fríki og ógn um ofbeldi af hálfu mannsins, sem reyndi meðal annars að þröngva henni til að flytja inn Birt á E og í pappírsútgáfu E þann 23. desember 2017: B var þá sjálfur kominn til [...] og ætlaði að taka barnið úr athvar finu og fara með það til Íslands, en ráða þurfti vörð við athvarfið svo honum afbrýðissemi hjá manninum. Á [...] hafi hann til að mynda orðið mjög reiður v ið B því hann hafði heyrt að hún hefði reykt sígarettur og þá hafi hann einnig orðið mjög afbrýðisamur þegar hann frétti að hún hefði dansað við hóp af fólki í samkvæmi. sendi mér tölvupósta þar sem hann hótaði því að ef ég kæmi ekki með son okkar kæmu Úr nafnlausri frásögn sem ste fnda birti 25. janúar 2018 í Facebook - hópi í tengslum við #MeToo herferðina: 2 Stöðuuppfærsla á Facebook 3. febrúar 2018: ndanlega ofbeldisfullur aðili fer illa með mig, fær að [...] leika skítugan leik og reynir auk alls þessa að ræna barn mitt móður sinni með því að ljúga Stöðuuppfærsla á Facebook 7. aprí l 2018: [...] og snúna skrifræði sem gerir mun skelfilegra og ógnvænlegra háttalag hins ónefnda manns sem beitir þrýstingi og öðrum óteljandi átökum, hótunum og ásökunum sem fara út yfir öll þolmörk mí og alloft ótta um að dómari trúi lygum og ásökunum andstæðingsins, enda er tónninn í lygum hans og ásökunum svo strangur og í reiðinni sannfærandi og skilgreinir líf ba Pistill birtur á síðu Facebook - hópsins F , 23. apríl 2018: til að dveljast í C E 18. maí 2018: 5.000.000 króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu að liðnum mánuði frá birtingu stefnu í málinu og til greiðsludags. Stefnandi krefst þess jafnframt að að stefnda verði dæmd til að greiða honum 820.000 krónur ásamt dráttarvö xtum frá dómsuppsögudegi til greiðsludags samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Er þess krafist að gjafsóknarkostnaður stefnanda verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans. Stefnda krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara sýknu af kröfum stefnanda en til þrautavara að miskabótakrafa stefnanda verði lækkuð verulega. Í öllum tilvikum krefst stefnda málskostnaðar úr hendi s tefnanda að skaðlausu samkvæmt málskostnaðarreikningi. Með úrskurði dómsins 4. apríl 2022 var kröfu stefndu um frávísun málsins hafnað. I 3 Yfirlit helstu málsatvika Aðilar máls munu hafa kynnst [...] 2014 og átt í sambandi frá [...] 2014 fram til [...] 2017. Hluta þess tímabils héldu þau saman heimili á Íslandi, en stefnda, sem er [...] , dvaldist einnig í [...] . Um [...] 2014 mun stefnda hafa komið til Íslands og dvalið hjá stefnanda í um tvo mánuði en í [...] 2015 farið í ferðalag til [...] . Stefnda mun hafa flust til stefnanda í [...] 2015. Á heimilinu bjó einnig dóttir stefnanda sem fædd er [...] . Ráða má af gögnum málsins að fljótlega í sambúðinni hafi farið að bera á ósamkomulagi aðila. Mun stefnda hafa farið til [...] í [...] 2015 eftir að hafa ákve ðið að slíta sambandinu. Hún mun síðan hafa komið aftur til Íslands stuttu síðar, aðilar ákveðið að láta reyna á sambandið og halda sambúðinni áfram. Þau eignuðust son í [...] . Á meðgöngu mun hafa hallað undan fæti í sambandinu og héldu erfiðleikar í samskiptum áfram eftir fæðingu drengsins. Frá [...] 2016 mun stefnda hafa verið í [...] með drenginn. Í [...] það ár skráði stefnda drenginn með lögheimili í [...] en áform munu ha fa verið uppi um að stefnandi og dóttir hans myndu dveljast um haustið 2017 í [...] . Í [...] 2017 dvöldust stefnandi og dóttir hans með stefndu og drengnum í [...] en á þeim tíma slitnaði endanlega upp úr sambandi aðila og mun stefnda hafa haft hug á áfra mhaldandi búsetu í [...] . Þar sem stefnda kom ekki með drenginn til landsins kvaðst stefnandi hafa litið svo á hún hefði haldið drengnum ólöglega í [...] en stefnda kvað stefnanda hafa veitt leyfi sitt fyrir því að lögheimili drengsins yrði skráð þar af ha gkvæmnisástæðum. Með beiðni til sýslumanns [...] 2017 krafðist stefnda þess að lögheimili drengsins yrði hjá henni í [...] og [...] 2017 krafðist stefnandi þess fyrir [...] dómstól, á grundvelli Haag - samnings um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa, að drengnum yrði skilað til Íslands. Á meðan málið var þar til meðferðar mun stefnandi hafa dvalist í [...] . Úrlausn [...] dómstóls lá fyrir [...] 2017 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að stefnda skyldi fara með drenginn til Í slands. Byggðist niðurstaðan á því að samþykki stefnanda fyrir tímabundinni dvöl drengsins í [...] yrði ekki jafnað til samþykkis hans fyrir breytingu á forsjárskipan og lögheimili og var því talið að frá [...] 2017 hefði stefnda haldið drengnum í [...] án samþykkis stefnanda. Stefnda mun svo hafa komið með drenginn til Íslands [...] 2017. Aðilar fóru á þessum tíma sameiginlega með forsjá drengsins og var lögheimili hans hjá stefnanda. Stefnda höfðaði mál á hendur stefnanda [...] 2017 og krafðist þar fullrar forsjár og að lögheimili drengsins yrði hjá henni. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur [...] 2018 var hafnað kröfu stefndu um forsjá drengsins drengsins til bráðabirgða og breytingu á lögheimili drengsins meðan leyst væri úr fo rsjárdeilu aðila. Staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu í úrskurði sínum [...] 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur [...] 2018 var fallist á kröfu stefndu um forsjá og lögheimili 4 drengsins og mun stefnda fljótlega eftir það hafa farið aftur til [...] . Niðurst aða héraðsdóms var svo staðfest í dómi Landsréttar [...] 2019. Óumdeilt er að þau ummæli sem stefnandi krefst ómerkingar á hér fyrir dómi féllu á meðan forsjármál aðila var rekið fyrir íslenskum dómstólum. Ljóst er af gögnum málsins að erfiðleikar voru í sambúð aðila og að þau voru ekki á einu máli um orsakir þeirra. Gengu ásakanir þeirra á víxl í garð hvors annars um ýmiss konar ámælisverða háttsemi, meðal annars á netmiðlum, eftir sambúðarslitin. Þá tóku aðrir aðilar upp umræðu sem tengdist ágreiningsmál um aðila og hefur stefnandi krafist ómerkingar þeirra í málum sem rekin hafa verið fyrir dómstólum. Í dómi héraðsdóms í forsjármáli aðila var gerð athugasemd við almenna eða opinbera umfjöllun um forsjárágreining aðila. Greinir stefnda svo frá að af þeim s ökum hafi hún ákveðið að láta af umfjöllun um mál aðila á opinberum vettvangi. Fyrir liggur að er stefnda kom til landsins [...] 2017 dvaldist hún í C með drenginn meðan forsjármál aðila var til meðferðar fyrir íslenskum dómstólum. Aðila greinir á um tild rög þess. Stefnandi kveðst hafa boðið stefndu húsnæði þar sem hún gæti dvalist með drenginn en því hafi hún hafnað. Dvöl hennar í C hafi þjónað þeim tilgangi að styrkja stöðu hennar í forsjármálinu og byggja undir ásakanir um ofbeldi af hans hálfu en í ste fnu hafi ranglega komið fram að hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá hafi hún þegar verið búin að undirbúa dvöl sína í athvarfinu við komuna til landsins en hún hafi ranglega látið líta út fyrir að sú ákvörðun hefði verið tekin vegna framkomu stefnanda. Stefn da lagði [...] 2017 fram kæru hjá lögreglu vegna ofbeldis af hálfu stefnanda. Í gögnum úr skýrslutöku vegna kærunnar kemur fram að stefnda hafi sakað hann um kynferðisofbeldi í tvö skipti, hið fyrra hafi átt sér stað [...] 2015 í [...] og hið síðara [...] 2015 á heimili þeirra eftir að [...] . Þá hafi hún sætt andlegu ofbeldi af hans hálfu. Fram kemur í gögnum málsins að misskilningur vegna tungumálaörðugleika milli stefndu og þáverandi lögmanns hennar hafi leitt til þess að lögmaðurinn taldi ásakanirnar snú ast um líkamlegt ofbeldi og andlegt ofbeldi og það hefði því ratað í stefnu í forsjármálinu. Þetta hafi verið leiðrétt um leið og þessi misskilningur hafi orðið ljós. Skilja verður málatilbúnað stefnanda svo að hann telji ósannar ásakanir stefndu um meint andlegt og líkamlegt ofbeldi hafa verið settar fram af ráðnum hug í tengslum við forsjármál þeirra og í stefnu málsins. Hið rétta sé að það hafi verið stefnda sem hafi sýnt af sér andlegt og líkamlegt ofbeldi í sambúð þeirra. Þótt þessi þáttur sé ekki til úrlausnar í þessu máli tekur dómurinn fram að ekki verði annað séð en að niðurstaða dómstóla í forsjárdeilu aðila hafi ráðist af tengslum aðila við drenginn. Í stefnu málsins er gerð grein fyrir ýmsum ummælum stefndu og færslum hennar á samfélagsmiðla um ýmis málefni sem ekki er krafist ómerkingar á en birtust 5 á svipuðum tíma og hin umstefndu ummæli. Þá hafa verið lögð fram fjölmörg gögn sem sýna samskipti aðila og ummæli, bæði á sambúðartíma og eftir að sambúðinni lauk. Ekki þykir ástæða til að rekja þess i samskipti eða ummæli sérstaklega en líta verður svo á að þau séu sett fram og gögn um þau lögð fram til að varpa ljósi á það í hvaða samhengi og við hvaða kringumstæður hin umstefndu ummæli féllu. Þetta veldur því þó að stefna málsins og málatilbúnaður s tefnanda er á köflum ekki svo skýr sem skyldi. Áskorun mun hafa verið birt á D með fyrirsögninni The District Court of málsins deildi stefnda áskoruninni á síðu sinni á samskipta miðlinum Facebook 21. desember 2017. Ummæli í liðum 1 3 í kröfugerð stefnanda koma fram í þeim texta. Fjölmiðillinn E birti viðtal við stefndu 23. desember 2017 með fyrirsögninni C 7 eru úr þeirri grein. Samkvæmt gögnum málsins eru ummæli í liðum 8 og 9 úr nafnlausri frásögn sem birt var í Facebook - hópi í tengslum við #metoo - herferðina. Stefnandi kveður ummælin stafa frá stefndu og að hún hafi birt þau 25. janúar 2018 á framangreindum vettvan gi. Samkvæmt gögnum málsins birti stefnda ummæli í lið 10 á Facebook - síðu sinni 3. febrúar 2018 og ummæli í liðum 11 og 12 á sama vettvangi 7. apríl 2018. Samkvæmt gögnum málsins birti stefnda ummæli í lið 13 á Fa c ebook - síðu hópsins F 23. apríl 2018. Samkv æmt gögnum málsins birtust ummæli í lið 14 í pistli stefndu 18. maí 2018 á vefsíðunni E Stefnandi krafðist leiðréttingar ummæla og miskabóta úr hendi stefndu í bréfi 1. mars 2019. Synjaði st efnda því 7. sama mánaðar. Með bréfi lögreglu [...] 2018 var tilkynnt að rannsókn í tengslum við kæru stefndu vegna ásakana um ofbeldi hefði verið hætt með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í kjölfarið mun stefnandi hafa lagt fram kæru hjá lögreglu á hendur stefndu vegna rangra sakargifta. Mun rannsókn vegna þeirrar kæru einnig hafa verið hætt með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008, en gögn þar að lútandi liggja ekki fyrir í málinu. II Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að öll hin umstefndu ummæli feli í sér stórfelldar ærumeiðingar og aðdróttanir sem stefnda hafi sett fram og viðhaft opinberlega. Með ummælunum sé stefnanda gefin að sök refsiverð og/eða siðferðislega ámælisverð háttsemi se m sé 6 til þess fallin að vera virðingu hans til hnekkis. Ummælin hafi stefnda borið út gegn betri vitund. Háttsemi stefndu, hvað varði hver og ein ummæli sem krafist sé ómerkingar á, varði við, 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/940. Hin u mstefndu ummæli séu öll óviðurkvæmileg og beri að dæma þau ómerk eftir 241. gr. áðurnefndra laga. Ummælin hafi öll fengið aukið vægi og valdið auknum miska vegna tengsla aðila sem fyrrum maka og vegna barns þeirra, sbr. 233. gr. b í lögunum. Stefnda hafi þ annig með mörgum og alvarlegum ærumeiðingum vegið að mannorði stefnanda með beinum og/eða óbeinum hætti. Slík ummæli séu miskabótaskyld á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, jafnvel þótt þau verði ekki ómerkt með dómi. Á því er by ggt að auk þeirra ummæla sem krafist sé ómerkingar á verði við mat á miskabótum að líta til heildarsamhengis árása stefndu á stefnanda. Þannig verði tekið tillit til ummæla og deilinga á samfélagsmiðlum sem hafi falið í sér óviðurkvæmileg ummæli um stefnan da og aukið þannig vægi þeirra ummæla sem krafist sé ómerkingar á. Stefnandi byggir á því að þegar hver og ein ummæli séu metin verði að horfa á þau heildstætt, líta til samhengis þeirra og framsetningar, og tengingar þeirra við forsjármál aðila sem rekið hafi verið fyrir dómstólum á þeim tíma sem þau voru höfð uppi. Stefnandi kveður stefndu hafa gert allt sem hún hafi getað til að tryggja að ærumeiðingar hennar næðu til sem flestra. Henni hafi tekist afar vel til. Viðtöl hafi verið við hana í sjónvarpsfrét tum G , á vefsíðunni G , í fjölmiðlinum E , bæði í prentaðri útgáfu og á vefsíðunni E og á Facebook - síðu fjölmiðilsins, auk viðtala á H og I . Þessu til viðbótar hafi stefnda á Facebook - síðu sinni stundað linnulausar ærumeiðingar í garð stefnanda. Vart sé hægt að hugsa sér að einn einstaklingur geti stundað víðtækari eða linnulausari dreifingu á ærumeiðingum en stefnda hafi gert gagnvart stefnanda. Horfa verði til þess að stefnda saki stefnanda um heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum og frelsissviptingu auk all s konar annarrar refsiverðrar og siðferðislega ámælisverðrar háttsemi. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum sé sú tegund glæps sem þyki hvað svívirðilegust í augum almennings og séu ásakanir um slíka háttsemi til þess fallnar að valda mikilli reiði og ha tri hjá almenningi í garð þess sem fyrir þeim verði. Þegar horft sé á heildarmyndina sé ljóst að slíkar afleiðingar hafi verið ásetningur stefndu. Gögn málsins sýni einmitt slíkar afleiðingar. Hvað varðar einstök ummæli tekur stefnandi fram að þau stafi öl l með einum eða öðrum hætti frá stefndu. Þannig hafi stefnda staðið opinberlega að undirskriftasöfnun þar sem skorað hafi verið á dómara að flýta niðurstöðu í forsjármáli aðila og deilt áskoruninni á Facebook til að tryggja sem víðasta dreifingu. Í ummælum í lið 1 sé fullyrt að stefnandi hafi gert sig sekan um siðferðislega og ámælisverða hegðun með því að ganga á bak orða sinna og spila með líf barnsmóður sinnar og sonar. Það sé rangt að stefnandi hafi veitt samþykki fyrir flutningi barnsins til [...] og 7 þ að hafi [...] dómstólar staðfest í brottnámsmálinu. Ummælin séu ósönn. Hið rétta sé að til hafi staðið að stefnda dveldist í [...] í nokkrar vikur í fríi en kæmi aftur til Íslands. Í ummælum í lið 2 sé stefnanda gefin að sök refsiverð og siðferðilega ámælisverð háttsemi þar sem því sé haldið fram fullum fetum að stefnandi hafi beitt stefndu hótunum um að taka barnið frá henni og vegabréf þess. Með orðalaginu sé sterklega gefið til ky nna að stefnda hafi verið flýja ofbeldi af hálfu stefnanda. Ummælin séu ósönn. Hið rétta sé að stefnda hafi farið beint í C við komu til landsins enda hafi hún verið búin að gera ráðstafanir áður en hún kom til að dveljast þar, en ekki vegna ógnar af stefn anda heldur vegna þess að hún hafi verið húsnæðislaus. Í ummælum í lið 3 sé stefnanda gefin að sök refsiverð og siðferðislega ámælisverð háttsemi, þ.e. heimilisofbeldi og brot gegn frjálsræði manna. Þessi m. Hið rétta sé að aðilar hafi búið saman á heimili stefndu í [...] meðan brottnámsmálið hafi verið rekið fyrir þarlendum dómstólum. Þegar [...] dómstóll hafði fyrirskipað stefndu að snúa til Íslands með barnið hafi verið ljóst að stefndi í tímafrekan málarekstur hér á landi. Stefnandi hafi þá boðið stefndu að dveljast í húsnæði hans hér á landi eða hjálpa henni að finna annað húsnæði en stefnda h afi afþakkað hvort tveggja og notað velvilja stefnanda gegn honum. Stefnandi kveður tilgang viðtalsins við stefndu í E 23. desember 2017 hafa verið þann að ná sem mestri dreifingu hinna ærumeiðandi ummæla, fá samúð dómaranna í forsjármálinu og hafa áhrif á rekstur dómsmálsins. Í ummælum í lið 4 sé ranglega fullyrt að stefnandi hafi ætlað að taka barnið frá móður sinni og fara með það úr landi. Ummælin séu ósönn. Hið rétta sé að samkvæmt skýrum fyrirmælum dómsins í brottnámsmálinu hafi átt að fara með barnið til Íslands innan fárra daga. Í því skyni að framfylgja dóminum hafi barnið og stefnda verið færð í opinbert húsnæði á vegum [...] yfirvalda þar til þau færu til Íslands. Engin ógn hafi stafað af stefnanda en hann hafi að sjálfsögðu viljað hitta son sinn og vita að allt væri með felldu. Gögn sýni að [...] barnaverndaryfirvöld buðu stefnanda að koma í athvarfið að hitta son sinn. Vörðurinn sem minnst sé á í ummælunum sé ávallt í umræddu húsnæði til að tryggja að dómum sé framfylgt. Vera hans í athvarfinu ha fi ekkert haft með stefnanda að gera. Með ummælum í liðum 5 og 6 dragi stefnda upp skýra mynd af stefnanda sem ofbeldismanni. Horfa verði á þessi ummæli í samhengi við önnur ummæli og viðtalið í [...] . Þessi ummæli séu ósönn. Hvergi í gögnum málsins sé að finna vísbendingu um sérstaka stjórnsemi eða óeðlilega afbrýðisemi stefnanda eða nokkurs konar andlegt ofbeldi af hálfu hans. Í ummælum í lið 7 saki stefnda stefnanda um hótanir, stöðugt áreiti og hegðun eltihrellis. Þessi ummæli séu ósönn. Hið rétta sé að stefnda hafi sjálf krafist þess að 8 stefnandi væri mikið inni á heimili hennar í [...] og hótað stefnanda. Gögn málsins sýni glögglega hvernig stefnda hafi ítrekað reynt að kúga hann til að gera hluti sem hann vildi ekki. Með ummælum í liðum 8 og 9 dragi s tefnda upp ósanna mynd af stefnanda sem Þessum ummælum hafi stefnda svo fylgt eftir með ummælum í liðum 10, 11, 12 og 13 ásamt ýmsum öðrum ummælum sem stefnda hafi birt á svipuðum tíma en ekki sé krafist ómerkingar á í málinu. Ljóst megi vera að ummælin séu um stefnanda og honum lýst sem alvarlega siðblindum og grimmum einstaklingi sem beiti andlegu ofbeldi, harðstjórn og lygum til að fá sitt fram fyrir dómstólum. Ummælin séu öll ósönn. Með ummælum í lið 14 og samhengi þeirra gefi stefnda sterklega til kynna að vegna ofbeldis stefnanda sé henni og barninu haldið í gíslingu í neyðarathvarfi fyrir fórnarlömb he imilisofbeldis og að það sé sök stefnanda. Þá skíni í gegn hvernig stefnda hafi notað fjölmiðla til að hafa áhrif á dómara í forsjármálinu. Stefnandi byggir á því að með öllum hinum umstefndu ummælum og myndbirtingum hafi stefnda meitt æru stefnanda með mó ðgun í orðum eða athöfnum, í skilningi 234. gr. laga nr. 19/1940. Gegnumgangandi í tjáningu stefndu séu myndbirtingar og tilvísanir sem feli í sér aðdróttanir um að stefnandi sé haldinn u, sjúklegri afbrýðisemi, sjúklegri stjórnsemi og sé ofbeldismaður. Ekki sé um gildisdóma að ræða enda hafi þessar aðdróttanir verið settar fram í tengslum við forsjárdeilu þar sem málatilbúnaður stefndu hafi byggst á því að stefnandi væri ofbeldisfullur o g hættulegur einstaklingur. Í þessu máli felist miklu alvarlegri móðganir en t.d. þegar maður sé kallaður eða lýsa háttsemi sem augljóslega eigi við um þessar persónule ikaraskanir, enda sé þar um að ræða læknisfræðileg viðmið. Stefnandi byggir á því að með öllum hinum umstefndu ummælum hafi stefnda dróttað að stefnanda um siðferðislega ámælisverða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að verða virðingu hans til hnekki s og borið þær aðdróttanir út, sbr. 235. gr. laga nr. 19/1940. Þannig hafi stefnda talað um stefnanda sem ofbeldismann, sem vanhæfan föður, ógnvald og lygara sem spilaði á kerfið. Hún hafi lýst honum sem yfirgangsömum maka sem hún hafi flúið undan og að hú n hafi orðið svo illa úti vegna framkomu hans að hún hafi þurft á sálfræðimeðferð að halda. Stefnda hafi þannig með ummælum sínum gefið til kynna að stefnandi hafi með háttsemi sem hún lýsi gerst sekur um brot gegn 217. gr., 218., gr., 218. gr. b., 233. gr . 9 og 225. gr. laga nr. 19/1940. Þannig saki stefnda stefnanda um að hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi, kúgunum, þvingunum og hótunum. Stefnda fullyrði að hún hafi þurft að flýja stefnanda vegna ofbeldis sem hann hafi beitt hana, hún sé í hálfgerð um felum fyrir honum og að hún vilji forða barninu frá stefnanda með aðstoð barnaverndaryfirvalda. Ásakanir stefndu taki því einnig til meintra brota á ákvæðum barnalaga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Enginn fótur sé fyrir ásökunum stefndu og hún haf i viðhaft þær gegn betri vitund í þeim annarlega tilgangi að vinna forsjármálið á hendur stefnanda. Séu þetta stórfelldar ærumeiðingar í skilningi 233. gr. b, 235. gr. og 236. gr. laga nr. 19/1940. Stefnandi byggir einnig á því að með öllum hinum umstefndu ummælum hafi stefnda opinberlega vegið ítrekað og svívirðilega að mannorði hans með vísvitandi ósönnum skýrslum sem lagaðar hafi verið til þess að lækka hann í áliti almennings, sbr. 2. mgr. 232. gr. laga nr. 19/1940. Eins og fyrr greini hafi þetta beinlí nis verið gert í þeim tilgangi að hafa áhrif á forsjármál aðila sem rekið hafi verið á sama tíma fyrir íslenskum dómstólum enda hafi stefnda viðhaft allar framangreindar ásakanir gagnvart stefnanda í stefnu forsjármálsins án þess að leggja fram svo mikið s em eitt dóm s skjal sem hefði getað komist nálægt því að sýna fram á að ásakanir hennar væru sannar. Stefnandi leggur áherslu á að skoða verði öll ummælin heildstætt og í samhengi ið sett fram gegn betri vitund, séu fyrirvaralaus og hafi að geyma staðhæfingar um staðreyndir en ekki gildisdóma. Öll ummælin séu ósönn með öllu og uppspuni frá rótum. Stefnandi hafi aldrei beitt stefndu ofbeldi og aldrei beitt son þeirra ofbeldi. Stefnan di hafi aldrei gerst sekur um hegningarlagabrot af neinu tagi og sé með hreint sakavottorð. Ummælin sem krafist sé ómerkingar á hafi öll verið sett fram í tengslum við forsjárdeilu þar sem málatilbúnaður stefndu hafi byggst á því að stefnandi væri ofbeldis fullur og hættulegur. Þá liggi fyrir að málsaðilar bjuggu saman og eiga saman barn. Í því ljósi séu ummæli stefndu enn skaðlegri æru stefnanda en ella hefði verið. Vegið sé með ómaklegum og óforskömmuðum hætti að æru og mannorði manns sem sé barnabókahöfun dur og eigi lífsviðurværi sitt undir mannorði sínu. Stefnandi byggir enn fremur á því að með öllum ummælum sínum hafi stefnda brotið freklega og að tilefnislausu gegn friðhelgi einkalífs og fjölskyldu hans og farið með því langt út fyrir leyfileg mörk tjá ningarfrelsis, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Um ofsóknir stefndu á hendur stefnanda sé að ræða sem hafi haft grafalvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir æru hans og líf. Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinna r, sbr. 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, skuli hver sá sem borinn sé sökum um refsiverða háttsemi talinn saklaus uns 10 sekt hans hafi verið sönnuð. Með ummælunum hafi stefnda brotið gegn þessum rétti stefnanda. Ummælin varði öll fjölskylduhagi og viðkvæmar, persónulegar deilur um barn málsaðila. Slík mál eigi ekkert erindi til almennings enda um að ræða umfjöllun um hagsmuni sem verndaðir séu af friðhelgisákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar. Umfjöllun stefndu um persónuleg málefni stefnanda og fjöls kyldu hans verði því ekki réttlætt með vísan til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar eða mannréttindasáttmála Evrópu. Þá sé ljóst að það hafi verið stefnda sem hafi farið fyrst með forsjármál málsaðila í fjölmiðla, ásamt ofbeldisásökunum í garð stef nanda, og stefnandi brugðist við með því að verja mannorð sitt. Í þessu sambandi skipti engu máli hvort nafn stefnanda hafi verið nefnt eður ei enda hafi þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun stefndu um málið á opinberum vettvangi nægt til þess að hver sem vildi hafi auðveldlega getað fundið út hver hinn Ósannar og ærumeiðandi staðhæfingar og dylgjur stefndu í garð stefnanda hafi verið settar fram í víðlesnum fjölmiðlum. Hafi sumar þeirra birst bæði í pappírsútgáfu E og netútgáfu auk þess sem þær hafi ratað inn í fréttatíma G og á vef þess. Enn fremur hafi fjölmiðillinn H birt frétt þar sem vitnað hafi verið í ósanna og ærumeiðandi frásögn stefndu í tengslum við F [...] og J hafi birt sömu frásögn sem hluta af skjali s em fylgdi umfjöllun um F [...] . Meiðyrði stefndu í garð stefnanda hafi því náð miklu flugi og megi telja ólíklegt að stefnandi nái nokkurn tíma að lagfæra mannorð sitt. Stefnda hafi fylgt hinni útbreiddri fjölmiðlaumfjöllun eftir með því að vekja athygli á henni á Facebook og halda uppi herferð gegn mannorði stefnanda í formi pistlaskrifa á þeim miðli og birtingu tilvitnana og annars efnis sem augljóslega hafi verið beint gegn stefnanda. Fjölmargir einstaklingar, sem stefnandi hafi ekkert þekkt og aldrei hi tt, hafi tekið upp ærumeiðingar stefndu og haldið áfram að úthrópa stefnanda sem ofbeldismann á internetinu. Hafi stefnandi neyðst til að leita réttar síns fyrir dómi gagnvart fleiri aðilum sem hafi ærumeitt hann í kjölfar ærumeiðinga stefndu. Þegar hafi t veir dómar fallið honum í vil í héraði. Stefnandi krefst þess að stefnda verði dæmd til að kosta birtingu dómsorðs í tveimur fjölmiðlum í samræmi við 2. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940. Fjárkrafan 820.000 krónur miðist við kostnað við birtingu á tveimur hei lsíðuauglýsingum í Fréttablaðinu. Stefnandi byggir á því að með framangreindri háttsemi hafi stefnda gerst sek um ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru og persónu stefnanda og beri hún því miskabótaábyrgð á því tjóni sem af meingerðum hennar hafi leitt , sbr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Miskabótum sé ekki aðeins ætlað að staðfesta að bótakrefjandi hafi orðið fyrir miska heldur einnig að bæta hann. Mannorðsmissir verði aldrei metinn til fjár og 11 sé því óraunhæft að fara fram á sanngjarnar bætur. Stefnandi fa ri því fram á miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna, sem verði að teljast hófleg krafa í ljósi þess umfangsmikla og óbætanlega skaða sem ærumeiðingar stefndu hafi valdið. Eðlilegt þyki að við mat á fjárhæð miskabóta sé horft til tengsla aðila, sem hafi ver ið í sambúð og átt saman barn, og leiði það til þess að miski stefnanda sé meiri og þungbærari en af ásetningi með skipulegri og langvarandi herferð gegn honum á opinber um vettvangi. Um stórfelldar ærumeiðingar sé að ræða sem vandfundnar séu í íslenskri réttarsögu. Miskabótakröfu sinni til stuðnings vísar stefnandi til þess að tilvitnuð ummæli hafi valdið honum tjóni, bæði hvað varðar sjálfsvirðingu hans og orðspor hans út á við. Auk þess að valda stefnanda andlegum þjáningum og vanlíðan hafi hin ærumeiðandi ummæli skert afkomumöguleika stefnanda og fyrirtækis hans, haft mikil og skaðleg áhrif á félagslega stöðu hans, skaðað vináttusambönd hans, raskað friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu og skaðað stórlega möguleika hans á að byggja upp ný sambönd og stækka tengslanet sitt. stefnanda í þá átt að endurreisa mannorð sitt til framtíðar sé að hann fái viðurkenningu fyrir dómi á ærumeiðingum og aðdróttunum stefndu og að hin brotlegu ummæli verði dæmd ómerk. Auk framangreindra lagaraka vísar stefnandi um dráttarvexti til 1. mgr. 6. gr. og 9. gr. laga nr. 38/2001. Málskostnaðarkrafa hans styðst við 12 9. og 130. gr. laga nr. 19/1991. III Helstu málsástæður og lagarök stefndu Stefnda byggir sýknukröfu sína á því að hin umstefndu ummæli geti hvorki verið talin til þess fallin að vega að æru stefnanda né hafi þau verið sett fram eða viðhöfð í slíkum tilgangi eða með það að markmiði. Mótmælir stefnda málsástæðum stefnanda í heild sinni og hafnar því að í ummælunum felist meiðyrði af hennar hálfu. Stefnda tekur fram að hún mótmæli harðlega þei rri ásökun og aðdróttun að hennar æru sem fram komi í stefnu að stöðuuppfærsla á Facebook - síðu hennar frá 12. þegar þau þurfa að græða sárin eftir að hafa orðið vitni að misnotku einhverju móti ærumeiðandi háttsemi gegn stefnanda. Stefnandi sé þar hvergi 12 stefndu að sakast þó stefnandi taki slíkt til sín, það sýni frekar hugarfar stefnanda og hvaða mann hann hafi að geyma. Stefnda mótmælir liðum 1 3 í dómkröfum stefnanda og hafnar því að um meiðyrði sé að ræða. Byggir stefnda sýknukröfu sína á því að ummælin geti engan veginn talist ærumeiðandi ummæli og njóti þau því verndar 73. gr. stjórnar skrárinnar um tjáningarfrelsi og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá standi engin rök til þess að takmarka tjáningarfrelsi stefndu með þeim hætti sem felist í kröfum stefnanda. Ummælin lýsi upplifun stefndu en í þeim felist ekki ásakanir í skilningi al mennra hegningarlaga. Forsaga málsaðila gegni þar veigamiklu hlutverki og þá þurfi að skoða ummælin í samhengi við hegðun stefnanda. Stefnda mótmælir einnig liðum 4 7 í dómkröfum stefnanda og hafnar því að um meiðyrði sé að ræða. Ummælin njóti því verndar áðurnefndra tjáningarfrelsisákvæða. Hið sama eigi við um liði 8 og 9 í dómkröfum stefnanda. Stefnda hafnar því einnig að ummæli í lið 10 í dómkröfum stefnanda geti talist meiðyrði. Jafnframt mótmælir stefnda því að stefnandi geti með kröfum sínum í málinu ritstýrt persónulegri Facebook - síðu hennar og skoðunum sem þar kunni að koma fram. Stefnda hafi sett inn færslu á sína eigin síðu án nafnbirtingar stefnanda. Hún hafi einungis sýnt upplifun stefndu og vinsamlega ábendingu um að foreldrar sem eigi í forsjá r - og/eða umgengnisbaráttu hugsi fyrst og fremst um hag barnanna og hvað sé þeim fyrir bestu. Í liðum 11 12 í kröfugerð stefnanda sé enn og aftur lýst færslu stefndu á hennar eigin síðu á Facebook þar sem hún lýsi tilfinningum sínum og upplifun. Ummælin g eti á engan hátt talist vera ærumeiðandi gagnvart stefnanda. Auk þess sé hann þar hvergi nefndur á nafn. Um sé að ræða upplifun stefndu sem þarna hafi verið örvingluð, utanaðk omandi aðilum. Hvað varðar lið 13 í kröfugerð stefnanda áréttar stefnda að ummælin geti engan veginn fallið undir skilgreiningu á ærumeiðingum eins og hún sé lögð til grundvallar í lögum. Það sama verði sagt um lið 14 enda sé þar ekki verið að saka stefnan da um refsiverða háttsemi. Ummælin feli í sér gildisdóm hennar en ekki fullyrðingar um ætluð hegningarlagabrot. Slík ummæli geti ekki talist ærumeiðandi. Stefnda byggir sýknukröfu sína almennt á því að hún hafi í skjóli tjáningarfrelsis síns mátt viðhafa hin umstefndu ummæli um stefnanda, sbr. 1. og 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 19. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Stefnda hafnar því að 3. mgr. 73. gr. stjórnar skrárinnar eigi við í máli þessu, enda um að ræða undantekningarákvæði frá meginreglunni um tjáningarfrelsi og beri því að 13 túlka ákvæðið þröngt. Þannig beri að skýra allan vafa um lögmæti ummæla stefndu henni í hag. Þegar tekin sé afstaða til þess hvort s kerðing á tjáningarfrelsi fullnægi þeim áskilnaði að vera nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir verði auk þess að líta til atvika hvers máls fyrir sig. Í því sambandi sé ekki nægilegt að horfa einungis til efnis ummælanna hverju sinni, heldur verði ei nnig að líta til samhengis þeirra og þess af hvaða tilefni þau hafi verið sett fram. Hin umstefndu ummæli hafi öll verið sett fram vegna reynslu stefndu í afar erfiðu forsjár - og umgengnismáli málsaðila og að undangengnum dómsmálum. Ummælin byggist á raunv erulegri upplifun stefndu og reynslu hennar af stefnanda. Stefnda hafi viðhaft ummælin á eins hófstilltan og varfærinn hátt og mögulegt var miðað við aðstæður og í öllum tilvikum án þess að tilgreina nafn stefnanda eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar . Ljóst sé að við slíkar aðstæður verði að játa stefndu rýmri rétt til tjáningar en ella, án þess að hún teljist hafa viðhaft ærumeiðandi ummæli með þeim hætti að hún hafi brotið gegn rétti stefnanda til æruverndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefnda byggir sýknukröfu sína jafnframt á því að hin umstefndu ummæli geti á engan hátt verið talin vega að æru stefnanda, né heldur hafi þau verið sett fram eða viðhöfð í slíkum tilgangi eða með það að markmiði. Í þessu samhengi beri í fyrsta lagi að hafa í huga að hin umræddu ummæli séu sett fram í almennri umfjöllun stefndu um reynslu sína af því að vera málsaðili í forsjármáli fyrir dómi. Ljóst sé því að tilgangur og ástæða þess að stefnda hafi viðhaft þessi ummæli ha fi verið að tjá sig um meðferð mála af þessu tagi almennt og hversu erfitt sé fyrir einstakling að standa í slíkum málarekstri. Tilgangurinn hafi ekki verið sá að sverta eða meiða æru stefnanda. Engu breyti í þessu samhengi hvort stefnandi hafi verið ákærð ur eða dæmdur fyrir þá háttsemi sem stefnda fjalli um eða hvort háttsemin hafi verið staðfest fyrir dómi heldur hver upplifun stefndu hafi verið, hennar líðan og skoðanir, sem mótist af þeirri reynslu sem hún varð fyrir. Þar skipti einungis máli hvort stef nda hafi verið í góðri trú og það hafi hún sannarlega verið allan tímann. Í öðru lagi beri að líta til þess að hin umstefndu ummæli séu viðhöfð og birt á samskiptamiðli sem lýsing á líðan og upplifun stefndu. Sé því um að ræða skilaboð og ummæli sem hafi eingöngu verið ætluð þeim sem tóku þátt í umræðu um forsjármál almennt og þau hafi ekki verið sérstaklega birt neinum öðrum. Óumdeilt hlýtur að vera að ef tilgangur og markmið stefndu hefði verið að sverta eða vega að æru stefnanda þá hefði hún ekki sett u mmælin fram með þeim hætti sem raun ber vitni. Af öllu framangreindu telur stefnda ljóst að ummælin geti ekki falið í sér brot gegn tilgreindum ákvæðum hegningarlaga og verði þau af þeim sökum ekki ómerkt á grundvelli 1. mgr. 241. gr. þeirra laga. Ummælin séu sett fram í slíku samhengi, við 14 slíkar kringumstæður og í slíkum tilgangi að þau geti hvorki talist vera tilhæfulaus né óviðurkvæmileg enda hafi stefnandi ekki síður tekið þátt í opinberri umræðu, meðal annars á samfélagsmiðlum, á sama tíma um stefndu og þá einnig með mun neikvæðari hætti en stefnda um hann. Af því virtu liggi ekki heldur neitt fyrir um að ummælin séu ósönn, enda felist í þeim staðhæfingar og fullyrðingar sem samrýmist upplifun stefndu. Stefnda geti því á engan hátt talist hafa borið út ummælin gegn betri vitund eða með þeim valdið æru eða virðingu stefnda tjóni. Teljist slíkt hafa verið raunin er ljóst að stefnda geti ekki borið ábyrgð á því. Þegar tekin sé afstaða til þess hvort skerðing á tjáningarfrelsi fullnægi þeim áskilnaði að ver a nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir verði auk þess að líta til atvika hvers máls fyrir sig. Í því sambandi sé ekki nægilegt að horfa einungis til efnis ummælanna hverju sinni, heldur verði einnig að líta til samhengis þeirra og þess af hvaða tilef ni þau hafi verið sett fram. Stefnda hafi viðhaft umrædd ummæli í góðri trú og þau hafi byggst á hennar upplifun og reynslu af stefnanda. Þá hafi stefnda viðhaft ummælin á eins hófstilltan og varlegan máta og mögulegt hafi verið miðað við aðstæður. Þá ten gist ummæli stefndu öll forsjármáli aðila sem var yfirstandandi á sama tíma og þar hafi stefnandi ekki síður beitt sér gegn stefndu með umfjöllun á vefmiðlum og í raun með öllum öðrum tiltækum hætti þar sem stefnda hafi upplifað sig sem varnarlausa og undi r stöðugum og óréttmætum atlögum stefnanda. Ljóst sé að við slíkar aðstæður verði að játa stefndu rýmri rétt til tjáningar en ella, án þess að hún teljist hafa viðhaft ærumeiðandi ummæli með þeim hætti að stefnda hafi brotið gegn rétti stefnanda til æruver ndar. Stefnda byggir sýknukröfu sína einnig á ákvæði 239. gr. laga nr. 19/1940 og ólögfestum reglum skaðabótaréttar um orðhefnd. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að láta refsingu fyrir móðgun eða aðdróttun falla niður hafi tilefni ærumeiðingarinnar verið óti lhlýðilegt hátterni þess sem telji vegið að æru sinni eða goldið hafi verið líku líkt. Þess beri sérstaklega að geta að sú háttsemi sem orðið geti grundvöllur orðhefndar þurfi ekki að vera ærumeiðing, sbr. orðalag ákvæðisins sjálfs. Stefnda byggir á því að öll skilyrði áðurnefnds ákvæðis séu fyrir hendi í máli þessu. Þá byggir stefnda á þeirri dómhelguðu reglu að orðhefnd geti, auk refsileysis, leitt til sýknu af kröfum um ómerkingu ummæla og miskabætur. Þá sé ljóst að háttsemi stefnanda hafi gefið henni fu llt tilefni til hinna umstefndu ummæla og því allar forsendur til að hafna ómerkingarkröfu stefnda á grundvelli reglna um orðhefnd. Að öllu framangreindu virtu telur stefnda að hafna beri kröfu stefnanda um ómerkingu hinna umstefndu ummæla og sýkna beri ha na af öllum kröfum stefnanda. Með vísan til alls þess sem að framan greinir byggir stefnda á því að sýkna beri hana jafnframt af miskabótakröfu stefnanda, enda séu skilyrði 26. gr. skaðabótalaga, 15 um að stefnda beri ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu stefnanda, ekki fyrir hendi í þessu máli. Verði stefnda sýknuð af ómerkingarkröfu stefnanda beri þegar og af þeim sökum einnig að sýkna hana af miskabótakröfu. Þá byggir stefnda auk þess á því að miski stefnanda sé með öllu ósannað ur. Stefnandi hafi ekki fært fram neinar viðhlítandi sannanir fyrir því að æra hans hafi beðið hnekki eða afkomugeta hans hafi verið skert, og þaðan af síður að slíkt verði rakið til ummæla stefndu. Jafnvel þótt fallist yrði á að ómerkja einhver ummæli t elji stefnda ekki tilefni til að dæma stefnanda miskabætur. Verði fallist á ómerkingu hinna umstefndu ummæla þá mótmælir stefnda sérstaklega fjárhæð miskabótanna og telur hana verulega óhóflega í ljósi atvika málsins. Yrði fallist á ómerkingarkröfu stefna nda, hvað þá miskabótakröfu, væri gengið miklu lengra en nauðsyn beri til í lýðræðissamfélagi, svo sem undantekningarheimildir frá tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu áskilja. Þá er krafa stefndu um sýknu byggð á því að haf i verið um einhver brot af hennar hálfu að ræða gagnvart stefnanda þá séu þau fyrnd og um leið kröfuréttur hans á þeim grundvelli. Af hálfu stefndu er byggt á því að kröfur stefnanda vegna meintra ærumeiðinga lúti almennum fjögurra ára fyrningarfresti fyrn ingarlaga og þar sem sú háttsemi sem stefnan byggist á hafi átt sér stað á árinu 2017 eða fyrr þá sé allur kröfuréttur á þeim grundvelli fyrndur, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Ef ekki verður fallist á málsástæður stefndu um fyrni ngu er einnig á því byggt að kröfur stefnanda séu fallnar niður fyrir tómlæti, enda hefði hann átt að hafa uppi kröfur vegna meintra brota gegn sér í beinu framhaldi af þeim, en það hafi hann ekki gert. Ærumeiðingabrot séu þess eðlis almennt að ætli sá sem telur brotið gegn sér að viðhafa kröfugerð vegna þeirra þá beri honum að gera það í beinu framhaldi af brotunum, bæði svo unnt sé að upplýsa þau með fullnægjandi hætti og til að einhver raunverulegur tilgangur sé með því að fá niðurstöðu í slíku máli. Auk framangreindra lagaraka vísar stefnda um málskostnað til 129. gr., 130. gr. og 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 og krafa um virðisaukaskatt á málskostnað er byggð á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IV Niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi ómerkingar tiltekinna ummæla, eins og nánar kemur fram í kröfugerð hans. Verður málatilbúnaður stefnanda skilinn svo að hann byggi á því að öll ummælin feli í sér ærumeiðingar í skilningi XXV. kafla laga nr. 19/1940, hvort 16 sem litið er til 234. eða 235. gr. laganna, og þá hafi þau verið viðhöfð opinberlega og borin út gegn betri vitund, sbr. 236. gr. þeirra. Þá byggir stefnandi einnig á því að vegna tengsla aðila hafi ærumeiðingar stefndu verið sérlega alvarlegar, sbr. 233. gr. b í áðurnefndum lögum. Þá hafi stefnda með vísvitandi ósönnum skýrslum staðhæft að stefnandi hafi með margvíslegum hætti gerst sekur um refsiverða háttsemi og þannig einnig gerst brotleg við 2. mgr. 232. gr. laganna. Hann hafi þó hvorki verið ákærður né d æmdur og mál stefndu gegn honum verið fellt niður hjá lögreglu. Með vísan til framangreinds beri að ómerkja ummælin á grundvelli 1. mgr. 241. gr. laganna enda séu þau ósönn og til þess fallin að sverta mannorð hans. Stefnandi telur að horfa verði til samhe ngis ummælanna og þess að þau hafi verið þáttur í ófrægingarherferð stefndu gegn honum sem hafi verið liður í því að styrkja stöðu hennar í forsjárdeilu aðila. Stefnandi byggir á því að ummæli stefndu hafi skert rétt hans til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, og valdið honum ólögmætri meingerð í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Ummælin varði því stefndu greiðslu miskabóta auk þess sem henni beri að greiða kostnað af birtingu dómsins, sbr. 2. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1 940. Stefnda krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara að fjárkröfur hans verði lækkaðar verulega. Stefnda telur ummælin rúmast innan tjáningarfrelsis síns samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og að skilyrði 3. mgr. ákvæðisins til takmörkunar á tj áningarfrelsi hennar séu ekki uppfyllt í málinu. Ummælin lúti að og lýsi reynslu hennar af brottnámsmáli fyrir [...] dómstólum og síðar sem erlent foreldri í forsjármáli fyrir íslenskum dómstólum. Málsmeðferð hafi tekið marga mánuði. Hún hafi verið fjarri fjölskyldu sinni, án tengsla við landið og [...] . Ummælin hafi verið hluti af og tengst mikilvægri þjóðfélagsumræðu um stöðu foreldra og barna í erfiðum forsjárdeilum og þannig átt erindi til almennings. En auk þessi fjalli ummælin um upplifun hennar af sa mskiptum við stefnanda í sambúð þeirra og eftir að henni lauk og þau hafi falið í sér tjáningu hennar á eigin tilfinningum og líðan og á hennar eigin vettvangi á samfélagsmiðlinum Facebook. Ummælin feli því í sér gildisdóma en ekki staðhæfingar um staðreyn dir. Þá hafi þau ekki verið sett fram í því skyni að sverta mannorð stefnanda. Engu skipti þótt mál hennar gegn stefnanda hafi verið látið niður falla hjá lögreglu; það merki ekki að ummælin hafi ekki verið réttmæt eða að stefnda hafi ekki mátt tjá sig um samskipti sín og stefnanda. Þau ummæli sem um ræðir hafa þegar verið ítarlega rakin. Af efni þeirra og samhengi verður að telja óumdeilt að þau taka til stefnanda þótt stefnda hafi ekki nafngreint hann sérstaklega. Verður að telja ljóst að þeir sem til þekktu, eða vildu kynna sér, hafi með auðveldum hætti getað áttað sig á því um hv ern ræddi. Hafa sjónarmið stefndu um að hún hafi ekki nafngreint stefnanda því ekki sérstaka þýðingu í málinu. Sama verður sagt um sjónarmið hennar um að hún hafi í einhverjum tilvikum 17 verið að tjá sig á sinni eigin Facebook - síðu, en ljóst er að ummæli sem sett eru fram á slíkum miðli geta náð mikilli útbreiðslu. Af gögnum málsins má ráða að fljótt hafi farið að bera á erfileikum í sambúð og samskiptum aðila. Stefnandi hefur í málinu byggt á því að ummæli stefndu séu ósönn. Stefnda hafi gegn betri vitund og með markvissum hætti staðið að Skilja mátti framburð stefnanda svo fyrir dóminum að erfiðleikar aðila hefðu fyrst og fremst stafað af skapgerðarbrestum stefndu en hann kynni þó sjálfur að hafa látið einhver óvægin orð falla. Það breyti því þó ekki að ummæli stefndu og mörg önnur beitt stefndu andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, það viti stefnda og sé það því uppspuni af hennar hálfu. Stefnda hafi átt við andleg veikindi að stríða á meðgöngu og eftir fæðingu barns aðila og verið með ýmsar ranghugmyndir. Stefnandi kveðst ekki geta útilokað að hún hafi trúað ranghugmyndum sínum eða að hún hafi upplifað samband þeirra með framangreindum hætti. Stefnda kom ekki fyrir dóminn en í greinargerð hennar í málinu og framlagðri aðilaskýrslu er afstöðu hennar til málsatvika lýst, auk þess sem sjónarmið hennar koma fram í gögnum málsins. Stefnda hefur í málinu byggt á sjónarmiðum um tómlæti stefnanda við að setja fram kröfur sínar um ómerkingu ummælanna. Hin umdeildu ummæli féllu í lok ársins 2017 og fram á mitt ár 2018. Mál þetta var þingfest í desember 2021. Þótt fallast megi á það með stefndu að langur tími sé liðinn frá því að ummælin voru sett fram telur dómurinn ekki að stefnandi hafi glatað rétti sínum til málshöfðunar gegn stefndu vegna ummælanna. Dómurinn telur óhjákvæmilegt að hafa í huga að stefnandi hefur undanfarin misseri leitað rétt ar síns fyrir dómstólum vegna ummæla sem féllu í kjölfar þeirra ummæla sem deilt er um í þessu máli. Verður að hafna sjónarmiðum stefndu um tómlæti stefnanda í málinu. Þá hefur stefnda byggt á því að verði fallist á að um einhver brot af hennar hálfu sé að ræða sé ljóst að þau séu fyrnd og um leið kröfuréttur stefnanda á þeim grundvelli. Í málinu er ekki gerð krafa um að stefndu verði gerð refsing, heldur lýtur krafa stefnanda að því að tilgreind ummæli verði ómerkt, sbr. 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940, auk þess sem krafist er miskabóta og kostnaðar vegna birtingar dóms, sbr. 2. mgr. 241. gr.laganna. Það leiðir af 6. mgr. 82. gr. áðurnefndra laga að sýkna ber af kröfu um birtingarkostnað sé sök talin fyrnd samkvæmt ákvæðinu. Á hinn bóginn verður leyst sjá lfstætt úr kröfu stefnanda um ómerkingu ummæla stefndu samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940, sbr. til hliðsjónar dóma Landsréttar í máli nr. 433/2019 og í máli nr. 678/2019, og mögulega miskabótakröfu stefnanda verði á kröfu hans um ómerkingu ummæla fallist. 18 Ljóst er að þeim ákvæðum hegningarlaga sem málatilbúnaður stefnanda byggist á er ætlað að vernda mannorð og æru einstaklinga sem njóta jafnframt verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það leiðir á hinn bóginn af tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og efnislega sambærilegu ákvæði 10. gr. mannréttindasáttmálans að ummæli af þessu tagi verða ekki dæmd ómerk, og miskabætur ekki dæmdar á grundvelli sakar, nema slík skerðing eigi sér viðhlítandi stoð í lög um, teljist nauðsynleg til þess að vernda mannorð annarra og sé auk þess í samræmi við viðteknar lýðræðishefðir, sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Heimildir til skerðingar þarf því að skýra þröngt og gæ ta þarf meðalhófs þegar leyst er úr því hvort skorður á tjáningarfrelsi teljist vera þjóðfélagsleg nauðsyn, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. nr. 34/2020 og í máli nr. 726/2020. Ummæli stefndu verða því aðeins felld undir framangreind ákvæði hegningarlaga og , eftir atvikum aðrar reglur sem vísað er til um skaðabótaábyrgð í stefnu, að því marki sem þau fela ekki í sér tjáningu sem nýtur verndar sem grundvallarréttur samkvænt þessum viðmiðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmálans. Ágreiningur máls þessa lýtur þannig að því hvort stefnda hafi með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns og brotið gegn einkalífsréttindum stefnanda. Í dómaframkvæmd íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu í málum er varða ómerkingu ummæla er gerður greinar munur á staðhæfingu um staðreynd og gildisdómi og sett hafa verið viðmið til að beita við þá afmörkun. Gildisdómur felur venjulega í sér huglægt mat þess er tjáir sig. Gildisdóm er því ekki unnt að sanna þótt gera verði þá kröfu, misríka eftir aðstæðum, að sýnt sé fram á að hann eigi sér einhverja stoð í staðreyndum. Þegar um staðhæfingu um staðreynd er að ræða, sem unnt á að vera að sanna, gilda einnig misríkar sönnunarkröfur eftir atvikum og eðli máls en í tilvikum þar sem erfitt er að koma við sönnun er gjarnan litið til þess hvort viðkomandi hafi verið í góðri trú um réttmæti ummæla sinna er hann lét þau falla. Þegar metið er hvort ummæli séu gildisdómur eða staðhæfing um staðreynd þarf að horfa til efnis ummælanna, framsetningar þeirra og heildarsamheng is auk þess sem önnur atriði, atviksbundin, geta skipt máli, eins og aðdragandi ummælanna og af hvaða tilefni þau eru sett fram. Gildisdómar njóta almennt aukinnar verndar umfram ósannar staðhæfingar. Þá eru gildisdómar skilgreindir fremur rúmt og sérstakl ega ef viðfangsefnið er liður í almennri þjóðfélagsumræðu. Þrátt fyrir þessi skilsmörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreynd er það þó þannig að mörkin geta í einstökum tilvikum verið óljós og runnið saman. Í málum af þessu tagi vegast á sjónarmið um tján ingarfrelsi eins og einkalífsvernd annars og finna þarf jafnvægi í hverju máli milli þessara stjórnarskrárvörðu grundvallarréttinda. 19 Fallast má á að almenn umfjöllun um umgjörð forsjárdeilna fyrir dómstólum, málsmeðferð, málsmeðferðartíma og stöðu foreldra og barna við slíkar aðstæður sé þjóðfélagslega mikilvægt málefni. Ummæli tengd slíkri umfjöllun geta því verið liður í samfélagslega mikilvægri umræðu og átt erindi við almenning. Það sama verður sagt um umræðu um kynferðisbrot og ofbeldi af ýmsu tagi, þ. á m. í nánum samböndum, en mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu undanfarin ár sem m.a. lýsir sér í opnari umræðu og aukinni tjáningu einstaklinga um eigin reynslu. Í máli þessu virðist óumdeilt að hin umdeildu ummæli tengjast hvoru tveggja; þ.e . umræðu um stöðu foreldra og barna í forsjármálum sem oft geta tekið langan tíma og reynslu og upplifun einstaklinga af ofbeldi af ýmsu tagi undir merkjum F . Öll ummælin hafa þannig ákveðna tengingu við almenna umræðu í samfélaginu þótt stefnda lýsi þar e igin reynslu og upplifunum, og sum þeirra hafi á sér ákveðinn staðreyndablæ þar sem vísað er til atvika fyrir, eftir og á meðan sambúð aðila stóð, en ávallt frá sjónarhóli stefndu. Við úrlausn málsins verður að hafa framangreint í huga. Málsatvikum hefur þ egar verið lýst. Í málinu liggur fyrir að málsaðilar áttu í forsjárdeilu fyrir dómstólum er hin umstefndu ummæli féllu. Hefur stefnandi á því byggt að ummælin hafi stefnda sett fram í því skyni að styrkja stöðu sína í þeirri deilu og þá hafi hún borið á si g rangar sakir með kæru til lögreglu nokkrum dögum áður en forsjármálið var höfðað fyrir dómstólum. Í málinu liggur fyrir að stefnda höfðaði forsjármál gegn stefnanda sem var þingfest [...] 2017. Hún lagði fram kæru vegna kynferðisbrota stefnanda nokkru áð ur og gaf skýrslu hjá lögreglu [...] 2017. Þá er fram komið í málinu að [...] dómstólar komust að þeirri niðurstöðu [...] 2017 að stefnda skyldi fara með son aðila til Íslands og að stefnda kom hingað til lands með drenginn 11. sama mánaðar. Fram að ferð m æðginanna til Íslands dvaldist stefnda í úrræði eða húsnæði á vegum [...] yfirvalda sem mun m.a. vera notað til að framfylgja úrlausnum dómstóla í svokölluðum brottnámsmálum. Þá liggur fyrir að stefnda dvaldist í C á meðan forsjármál aðila var til meðferða r fyrir íslenskum dómstólum. Úrskurður um forsjá til bráðabirgða, lögheimili og umgengni féll í héraði [...] 2018. Dómur í forsjármáli aðila féll svo í héraði [...] 2018 og í Landsrétti [...] 2019. Stefnandi hefur á því byggt að stefnda hafi hætt að viðhaf a ósönn ummæli um leið og niðurstaða hafi legið fyrir í héraði í forsjármálinu enda hafi hún þá verið búin að ná markmiði sínu. Af hálfu stefndu hefur verið á það bent að í niðurstöðu héraðsdóms hafi verið fundið að því af hálfu dómsins að aðilar hefðu tjá ð sig opinberlega um forsjárdeilu sínu. Hún hafi því ákveðið að tjá sig ekki frekar. Hið sama verði þó ekki sagt um stefnanda sem hafi áfram tekið þátt í umræðunni og tjáð sig um málið og látið þar ýmis óvægin ummæli falla um stefndu. Að mati dómsins geta nákvæmar tímasetningar ummælanna ekki ráðið úrslitum um það hvort stefnda verði talin hafa verið í góðri trú um réttmæti þeirra eða hvort þau hafi verið tilhæfulaus. Á 20 hinn bóginn skiptir máli að stefnandi tók þátt í umræðu á vefmiðlum um eigið mál í mars 2018, eins og fram kemur í dómi Landsréttar í máli nr. 726/2020 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að vegna þátttöku sinnar og framgöngu að þessu leyti þyrfti stefnandi að þola skertari einkalífsvernd en ella. Taldi stefnandi sjálfur fyrir dóminum að það kynni jafnvel að hafa verið fyrr, eða [...] 2018, sem hann hóf að tjá sig um málið en það hefði verið vegna þess að hann hefði hreinlega ekki getað setið lengur undir ásökunum stefndu og annarra í sinn garð. Dómurinn telur óhjákvæmilegt að hafa framang reint í huga við úrlausn málsins. Ljóst er ummælin sem ágreiningur þessa máls snýst um voru sett fram í tengslum við og á þeim tíma er aðilar áttu í forsjárdeilu fyrir hérlendum dómstólum. Að mati dómsins verður að gæta varfærni við að hefta tjáningu í slí kum tilvikum og ómerkja ummæli þar sem einstaklingar lýsa upplifun sinni og reynslu og lýsa atvikum frá sínum sjónarhóli. Í gögnum málsins kemur fram að hin umstefndu ummæli í liðum 1 3 komu fram í umfjöllun á síðunni D í tengslum við áskorun sem sett var þar fram um að flýta forsjármálinu fyrir dómstólum, og deildi stefnda ummælunum á Facebook - síðu sinni 21. desember 2017. Ummælin í lið 1 vísa til atvika áður en stefnda fór með son aðila til [...] snemma vors 2017. Fram kemur í gögnum málsins að stefnandi hafi af hagkvæmnisástæðum fallist á breytingu á lögheimili drengsins þar sem til hafi staðið að stefnda dveldist þar eingöngu tímabundið en að í því hafi ekki falist að hann samþykkti að drengurin n flyttist með móður sinni alfarið til [...] . Þótt telja verði að ummælin feli í sér ónákvæma frásögn af atvikum þykja þau ekki vera þess eðlis að í þeim séu ærumeiðingar í garð stefnanda. Það sama verður sagt um ummælin í lið 2 hvað varðar tildrög þess að stefnda ákvað að dveljast í C . Hér verður að hafa í huga að atvikum er lýst frá sjónarhóli stefndu sem á í forsjárdeilu við stefnanda. Upplifun einstaklinga af því sem sagt er og gert við slíkar aðstæður, frásagnir af atburðum og lýsing staðreynda getur a llt verið mjög ólíkt. Verða þessi ummæli ekki talin vera meiðyrði í garð stefnanda. Engu máli skiptir hér hvenær stefnda ákvað að dveljast í C , eins og stefnandi hefur haldið fram. Þá er alveg ljóst að mati dómsins að í lið 3 er stefnda að lýsa eigin uppli fun sem felur í sér gildisdóm og huglægt mat hennar á aðstæðum sem henni verður ekki gert að sýna frekar fram á eða færa sönnur á í máli þessu. Viðtal við stefndu birtist í blaðinu E 23. desember 2017 og á vefsíðu fjölmiðilsins E 23. desember 2017. Ummæli í liðum 4 7 komu fram í því viðtali og eru endursögn blaðamanns en ljóst má vera að þau eru höfð eftir stefndu. Þótt fallast megi á að ummælin í lið 4, þar sem lýst er dvöl stefndu í úrræði á vegum [...] yfirvalda, séu að nokkru leyti ónákvæm varðandi það hvort vörður hafi verið að staðaldri við athvarfið eða hvort kalla hafi þurft hann til sérstaklega vegna stefnanda . Dómurinn 21 tekur fram að ummælin lúta að lýsingu á aðstæðum í brottnámsmáli þar sem stefndu hafði verið gert að fara með son aðila til Íslands . Gera verður ráð fyrir að aðstæður í slíkum tilfellum séu viðkvæmar og erfið upplifun fyrir foreldra. Þótt þau hafi á sér visst yfirbragð staðreyndar er aðstæðum hér lýst út frá sjónarhóli stefndu og verða þau ekki talin fela í sér ærumeiðandi uppmæli í g arð stefnanda. Dómurinn fellst því ekki á ómerkingu þessara ummæla. Hvað varðar ummæli í liðum 5 og 6 telur dómurinn ljóst að hér sé um gildisdóm að ræða sem feli í sér lýsingu stefndu á upplifun sinni og reynslu sem henni verði ekki gert að færa frekari sönnur á í máli þessu. Hvað varðar niðurlag ummælanna í lið 5 um að stefnandi þoli ekki konur sem reykja er hér einnig um gildisdóm að ræða en auk þess eru þau ekki þess eðlis að þau feli í sér ærumeiðingar í garð stefnanda. Hvað varðar ummæli í lið 7 árét tar dómurinn það sem áður er sagt um þá stöðu sem uppi var á þessum tíma og varðar brottnámsmál og forsjármál aðila. Atvikum er hér lýst út frá sjónarhóli stefndu í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum sem henni verður ekki gert að færa frekari sönnur á þó að umm ælin hafi á sér visst yfirbragð staðhæfingar um staðreynd. Verður ekki fallist á að í þeim felist ærumeiðingar í garð stefnanda og er ómerkingu þeirra hafnað. Hvað varðar ummæli í liðum 8 og 9 tekur dómurinn fram að gögn málsins bera ekki skýrlega með sér hvar þau ummæli voru birt. Sýnast þau vera úr nafnlausri frásögn sem birtist ásamt öðrum á Facebook í tengslum við F [...] þar sem lýst er reynslu erlendra kvenna. Í málinu virðist stefnda þó ekki byggja sýknukröfu sína á því að hún hafi ekki viðhaft umræd d ummæli heldur að þau feli ekki í sér ærumeiðandi aðdróttanir og hafi verið innan heimildar hennar til tjáningar. Hvað sem því þó líður tekur dómurinn fram að hér er um gildisdóma að ræða sem stefndu verður ekki gert að færa frekari sönnur á eða sýna fram á réttmæti ummæla sinna að öðru leyti. Horfir dómurinn hér til sjónarmiða í dómi Landsréttar í máli nr. 34/2020 og máli nr. vísaði það ekki með beinum hætti til tiltekins ref siverðs verknaðar. Sömu sjónarmið Ummælin í liðum 10, 11 og 12, sem birtust á Facebook - síðu stefndu 3. febr úar og 7. apríl 2018, bera öll einkenni þess að vera gildisdómur og innan tjáningarfrelsis hennar auk þess sem ekki felast í þeim ærumeiðingar í garð stefnanda. Þar lýsir stefnda upplifun sinni, líðan og tilfinningum sem henni verður ekki gert að færa frek ari sönnur á í máli þessu. Er kröfu um ómerkingu ummælanna hafnað. Ummæli stefndu í lið 13 sem birtust á Facebook - síðunni F 18. maí 2018 geta að mati dómsins ekki talist vera ærumeiðandi í garð stefnanda. Hér, eins og lýst er í umfjöllun um liði 1, 2, 4 og 7, er aðstæðum lýst út frá sjónarhóli stefndu þó ummælin 22 hafi visst yfirbragð staðhæfingar um staðreynd. Þá vísa þau til óljósrar refsiverðrar eða siðferðislegrar háttsemi af hálfu stefnanda. Verður ekki fallist á að ummælin feli í sér ærumeiðingar í garð stefnanda. Er kröfu um ómerkingu ummælanna hafnað. H . Enn er hér aðstæðum og upplifun lýst út frá sjónarhóli stefndu. Þá vísa þau til óljósrar refsiverðrar eða siðferðislegrar háttsemi af hálfu stefnanda. Verður ekki fallist á að ummælin feli í sér ærumeiðingar í garð stefnanda. Er kröfu um ómerkingu ummælanna hafnað. Þegar litið er til alls framangreinds, atvika og gagna m álsins í heild, samspils tjáningarfrelsis stefndu og friðhelgi einkalífs stefnanda, er það mat dómsins að lög standi ekki til þess að skerða tjáningarfrelsi stefndu á þann hátt sem stefnandi krefst í málinu. E r ekki unnt að líta svo á að við þær aðstæður s em uppi eru í málinu gangi réttur stefnanda til einkalífs hér framar rétti stefndu til að tjá sig um upplifun sína af rekstri dómsmála hér á landi og í [...] og upplifun af samskiptum sínum við stefnanda. Telja verður að stefnda hafi í málinu leitt nægar líkur að réttmæti þess að viðhafa þau ummæli sem stefnandi krefst ómerkingar á og að þau hafi ekki verið tilhæfulaus enda byggð á hennar eigin upplifun. Verða í máli þessu, sem rekið er eftir reglum um meðf erð einkamála, ekki gerðar kröfur til þess að stefnda færi fyrir ummælunum frekari sönnur þannig að svara myndi til sönnunarfærslu af hendi ákæruvalds í sakamáli. Nýtur stefnda hér hins rýmkaða tjáningarfrelsis sem felst í því að lýsa eigin reynslu. Í máli nu hefur stefnandi á því byggt að það hafi þýðingu í málinu að rannsókn lögreglu vegna kæra stefndu gagnvart stefnanda hafi verið hætt á grundvelli 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 og það hafi þannig áhrif á sönnunargildi ummælanna og heimild stefndu til a ð tjá sig. Dómurinn telur að það geti eitt og sér ekki sýnt að ummælin hafi ekki átt rétt á sér á grundvelli þeirra ákvæða stjórnarskrár sem á reynir í málinu og annarra lagaákvæða og sjónarmiða sem dómstólar hafa mótað á sviði ærumeiðinga. Hefur það því e kki úrslitaþýðingu í máli þessu að rannsókn lögreglu í tilefni af kæru stefndu hafi verið hætt. Breyta ekki þessari niðurstöðu sjónarmið stefnanda um að ýmis samskipti milli aðila sýni að stefnda hafi ekki óttast stefnanda og ummæli þar sem honum sé lýst s em ógnandi og stjórnsömum einstaklingi eða einstaklingi sem beiti andlegu, líkamlegu, eða kynferðislegu ofbeldi, geti ekki átt við rök að styðjast og séu því ósönn. Þegar litið er heildstætt á ummælin, það umhverfi sem þau eru sett fram í, efni þeirra og a tvik í málinu að öðru leyti verður að telja að t jáning stefndu hafi verið réttlætanleg miðað við aðstæður og sett fram í góðri trú í þeim skilningi að hún hafi með ummælunum verið að lýsa eigin upplifun og reynslu. Fólu ummælin ekki í sér ærumeiðingar í ga rð stefnanda. Verða þau því hvorki felld undir ákvæði 234. né 235. 23 gr. laga nr. 19/1940. Þá þykir ekki koma til álita að beita 2. mgr. 232. gr. laganna í málinu eða 233. gr. b í áðurnefndum lögum. Verður að játa stefndu rúmt frelsi til tjáningar við þessar aðstæður. Er ekki unnt að líta svo á að ummælin hafi verið tilhæfulaus eða sett fram gegn betri vitund, í skilningi 1. mgr. 236. gr. laga nr. 19/1940, eins og stefnandi hefur byggt á. Þá er óhjákvæmilegt annað en að líta svo á að þau hafi haft ákveðna skí rskotun til samfélagslega mikilvægs málefnis þótt ummælin sjálf hafi varðað samskipti tveggja einstaklinga. Er það því niðurstaða dómsins að með ummælunum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og þ ví ekki rofið friðhelgi stefnanda samkvæmt 71. gr. hennar eins og greinarnar verða skýrðar samkvæmt þeim sjónarmiðum sem áður eru rakin. Verður ekki fallist á að stefnda hafi brotið gegn lagaákvæðum um æruvernd og verða ummælin ekki ómerkt af þeim sökum. Þ á verður stefnda ekki talin hafa haft í frammi ólögmæta meingerð gagnvart stefnanda í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu. Kemur ekki til álita að beita þeirri grein sjálfstætt óh áð því hvort fallist er á ómerkingu ummæla eður ei, eins og stefnandi hefur haldið fram. Verður stefnda því sýknuð af þeirri kröfu stefnanda. Þá verður stefnda í samræmi við framangreinda niðurstöðu einnig sýknuð af kröfu stefnanda um að standa straum af k ostnaði vegna birtingar dómsins í heild sinni á opinberum vettvangi . Verður stefnda samkvæmt þessu sýknuð af öllum kröfum stefnanda í málinu. Að öllu framangreindu virtu í heild, með tilliti til atvika málsins og með hliðsjón af ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu, er það mat dómsins að of miklar hömlur væru settar á tjáningarfrelsi stefndu væri henni meinað að tjá sig með þeim hætti sem lýst hefur verið um atvik í hennar eigin lífi og í tengslum við samfélagslega mikilvæg málefni. Að virtum úrslitum málsins verður stefnanda gert að greiða stefndu 1.000.000 króna í málskostnað samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr . og 3. mgr. 128. gr. sömu laga. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt útgefnu gjafsóknarleyfi frá 10. maí 2019 og greiðist allur kostnaður vegna þess, þar með talin þóknun lögmanns hans, úr ríkissjóði. Stefnandi naut aðstoðar lögmanns við málshöfðu n og við áframhaldandi málsmeðferð fyrir dóminum, þ. á m. við flutning um frávísunarkröfu stefndu, og fram að aðalmeðferð þess en þá flutti hann mál sitt sjálfur. Þykir lögmannsþóknun hæfilega ákveðin 2 .000.000 króna en sú þóknun er í samræmi við dómvenju ákveðin án virðisaukaskatts. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 28. janúar sl. 24 Dómsorð: Stefnda, B , er sýkn af öllum kröfum stefnanda A . Stefnandi greiði stefndu 1.000.000 króna í málskostnað. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin þóknun lögmanns hans fram að aðalmeðferð málsins , Söru Pálsdóttur, 2 .000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði. Hólmfríður Grímsdóttir