Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 12 . desember 2023 Mál nr. S - 205/2023 Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður, verjandi ákærða) (Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður, réttargæslumaður brotaþola) I. Málsmeðferð, ákæruskjal og dómkröfur aðila 1. Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi, útgefinni 27. júlí 2023, á hendur X... , fæddum ... , ... , ... , ... . 2. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða: - og umferðarlagabrot með því að hafa, stuttu eftir hádegi mánudaginn 17. júlí 2023, ekið bifreiðinni FU - R31 um Snæfellsnesveg í norðurátt, skammt norðan 2 við Hítará í Borgarbyggð, án nægilegs tillits og varúðar og eigi fær um að stjórna öku tækinu örugglega vegna þreytu, sem varð til þess að ökutækið fór yfir á akrein fyrir umferð á móti, og árekstur varð við bifreiðina LG - T44, sem var ekið um Snæfellsnes veg í suðurátt. Afleiðingar árekstursins voru að farþegi í bifreiðinni LG - T44, A... , f. ... , slóvenskur ríkis borgari, lést samstundis, ökumaður bifreiðarinnar LG - T44, B... , f. ... , slóvenskur ríkisborgari, fékk skurð á vinstra læri, brot beggja vegna á proce ssum trans versum í lendarhryggjaliðum L1 - L3 og mar á kviðarhol og farþegi í bifreiðinni LG - T44, D... , f. ... , slóvenskur ríkis borgari, fékk brot á hægri hnéskel og rof á milta. Enn fremur slösuðust farþegar í bifreiðinni FU - R31; D... , f. ... , bandarísk ur ríkisborgari, brákaðist á hryggjar lið og fékk mar á öxl og F... , f. ... , banda rískur ríkisborgari, brákaðist á hryggjar lið og fékk djúpan skurð vinstra megin á enni. Mál nr. 313 - 2023 - 10096 Telst þetta varða við 215. og 219. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940, með síðari breytingum og 1. mgr. 18. gr. og 1. sbr. 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til svipti 3. Ákæruvaldið krefst sakfellingar samkvæmt ákæru. 4. Með framhaldsákæru, útgefinni 28. júlí 2023, gerði ákærandi viðbót við framan - ttarkröfur, þannig: Af hálfu G... , kt. ... , er krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miska - og skaðabætur að fjárhæð 12.000.000 kr., auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verð tryggingu nr. 38/2001 frá 17. júlí 2023 en með dráttar vöxtu m skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtrygg ingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Þá er krafist að ákærða verði gert að greiða máls kostnað að mati dómsins eða samkvæmt sí ðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á mál flutnings þóknun. Af hálfu D... , kt. ... , er krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 5.000.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtry ggingu nr. 38/2001 frá 17. júlí 2023, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Þá er krafist að ákærða verði ger t að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar fram lögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutnings þóknun. 3 Af hálfu B... , kt. ... , er krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 5.000.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. júlí 2023, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þess i er birt til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar fram lögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á mál flutnings þóknun. 5. Ákærði hefur fyrir dómi viðurkennt þá háttsemi sem lýst er í ákæru, en telur að ekki eigi að gera sér refsingu. Ef hann verði sakfelldur krefjist hann vægustu refsingar sem lög leyfi og að ekki komi til sviptingar ökurétt ar . Þá krefst ákærði þess að sakar kostnaður, þar með talin málsvarnar laun, verði greiddur úr ríkissjóði. Jafnframt hafnar ákærði öllum bótakröfum. 6. Aðalmeðferð málsins fór fram dagana 28. júlí og 21. n óvember 2023, með skýrslu - tökum af ákærða og eiginkonu hans. Í aðdraganda seinni dags aðalmeðferðar lá fyrir afstaða ák ærða til sakarefnisins og töldu sakflytjendur allir ástæðulaust í ljósi hennar að fram fær i frekari sönnunarfærsla fyrir dómi. Dómari var sammála því mati. Að loknum munnlegum málflutningi var málið dómtekið. II. Málsatvik 7. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð ríkis - lögreglustjóra um umferðarslys á Snæfellsnesvegi, skammt norðan við Hítará. Fyrsta tilkynning var sjálfvirkt neyðarsímtal frá bifreið og heyrðust einungis öskur og grátur í því símtali. Í seinni tilkynningu kom fram að um háorkuslys hafi verið að ræða og að minnsta kosti fimm væru í slysinu í tveim ökutækjum. Endurlífgun væri hafin á vettvangi á konu á fimmtugsaldri. 8. Lögregla fór á vettvang frá Borgarnesi, Akranesi og Stykkishólmi og var þyrla Landhelgisgæs lunnar ræst út. Er lögregla kom á vettvang var ljóst að bifreiðin LG - T44 lá á hliðinni utan við akbrautina og var sjáanlegt mikið tjón á henni. Bifreiðin FU - R31 stóð á fjórum hjólum á akbrautinni og var mikið tjón uð á vinstri framenda. 9. Á vettvangi var hafin endurlífgun á A... sem hafði verið farþegi bifreiðarinnar er ákærði ók á. A ðrir farþegar beggja bifreiða voru komnir út úr bílunum. A... var síðar 4 úrskurðuð látin af vakthafandi lækni frá Borgarnesi. Aðrir farþegar voru fluttir á sjúkrahús. 10. Fr am kemur í frumskýrslu lögreglu að á vettvangi hafi verið sól, heiðsk í rt og 15 gráðu hiti. Yfirborð vegar væri bundið slitlag og það hafi verið þurrt. Blæðingar hafi verið á malbikinu og umferð á veginum í meðallagi. Það hefði mátti sjá hemlaför á staðnum þar sem bifreiðarnar virtust hafa rekist saman en ekki á neinum öðrum stað í kring. III. Skýrslur fyrir dómi 11. Ákærði gaf skýrslu fyrir dómi 28. júlí 2023 og kvaðst hafa lýst atvikum umrætt sinn í skýrslu hjá lögreglu og hefði litlu við það að bæta. Hann vildi hins vegar segja að hann væri fullur eftirsjár vegna atvika þennan dag, bæði vegna þess sem kom fyrir hans eigin fjölskyldu og fjöl skyldu hinna. Hins vegar teldi hann ekki að hann hefði sýnt kæruleysi eða vanrækslu umrætt sinn. Hann hefði komið til landsins með fjölskyldunni 15. júlí og daginn fyrir slysið hefði verið ferðalag á þeim þar sem þau hefðu farið Gullna hringinn. Þau hefðu verið á kaffihúsi í um einnar klukkustundar akstursfjarlægð frá áætluðum áfangastað og lagt af stað þaðan um kl . 12:30. Honum hefði liðið vel er hann hefði farið inn í bílinn, hann hefði ekki verið að aka fyrr um daginn og hefði sofið vel um nóttina. Hann hvorki drykki áfengi né notaði eiturlyf. Hann hefði fundið til þreytu eftir stutta stund og tengdi það helst við að vegurinn hefði verið þröngur og plássið lítið, en hann hefði haldið sig innan hraðatakmarkana. Hann hefði hugsað um að stoppa og fá konu sín a til að skipta við sig en ekki fundið neinn góðan stað til að fara út af veginum. Hann hefði verið að leita eftir stað þar sem fólk gæti stöðvað til að hvíla sig en ekki fundið. Hann hefði haldið að það væri ekki öruggt að stöðva bifreiðina á vegöxlinni o g að það myndi valda slysi. Eftir á hefði hann velt því fyrir sér hvort hann hefði frekar átt að aka út í skurð. Einnig hefði hann velt því fyrir sér hvort það að hér væri birta allan sólarhringinn hefði getað haft áhrif á hann og ýtt undir þreytuna. Aðs purður um framburð eiginkonu hans á vettvangi um að hún héldi að hann hefði sofnað kvaðst hann telja að það væri rétt, hann hefði sofnað stuttlega. Kvaðst hann ekki muna eftir sjálfum árekstrinum, hann muni síðast eftir sér um það bil 30 mínútum frá áfanga staðnum og þannig velti hann því fyrir 5 sér hvort rökhugsun hans hafi ekki verið upp á sitt besta þarna í 15 20 mínútur fyrir slysið. Kvaðst honum þykja þetta mjög leitt en hann hafi ekki brotið lög ; ekki verið að aka of hratt eða að reyna framúrakstur. K vaðst hann ekki vita hver viðmið um vanrækslu væru á Íslandi eða hvort hann hefði gert eitthvað sem venjuleg manneskja á Íslandi hefði ekki gert. Lýsti hann því að mun betri aðstæður hefðu verið á Gullna hring num og ef vegurinn hefði verið breiðari þar sem slysið var ð hefði hinn ökumaðurinn haft rými til að sveigja frá, en það hefði ekki verið mögulegt. 12. Vitnið E... , eiginkona ákærða, gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti því að umrætt sinn hefði hún upplifað að ákærði hefði við upphaf aksturs verið vel stemmdur. Hann hefði sofið vel og gert æfingar um morguninn eins og hann er vanur. Hún hefði ekið frá Reykjavík í Borgarnes en hann hefði ekið frá Borgarnesi og að staðnum þar sem slysið átti sér stað. Kvað hún ákærða hafa staðið sig vel við aksturinn og e f hún hefði tekið eftir einhverju öðru hefði hún tekið við stýrinu. Aðspurð um hvort hún gæti sagt eitthvað um hvernig slysið atvikaðist, þó svo að hún hefði sagt við skýrslu töku að hún myndi lítið eftir slysinu sjálfu, kvað hún þetta hafa gerst mjög hrat t, hún hefði verið í símanum að búa til möppu fyrir myndir dóttur sinnar og ekki tekið eftir neinu við hreyfingar bílsins eða öðru sem benti til þess að þau myndu lenda í slysi. Aðspurð um hvernig fjölskyldan hefði tekist á við aðstæður eftir slysið kvað h ún þau vera algjörlega niðurbrotin og þá sérstaklega ákærða, sem hefði verið langt niðri eftir þetta. Þeim þyki þetta öllum gríðarlega sorglegt, líf hafi tapast í slysi sem þau hefðu verið í. Ákærði gang i til sálfræðings vegna afleiðinga þess a og dóttir þe irra hefði þurft að fara í aðgerð á baki í Panama. Þetta sé mjög erfitt fyrir þau öll og ákærði hugsi um það á hverjum degi hvort hann hefði getað gert eitthvað öðruvísi. Kvaðst hún vilja segja frá því að ákærði sé mjög heilsuhraustur, drekki ekki áfengi o g stundi íþróttir. Hann aki mjög varlega og almennt frekar hægt og hafi aldrei komist í kast við lögin í Panama. IV. Niðurstaða 13. Ákærða er gefið að sök hegningar - og umferðarlagabrot með því að hafa, stuttu eftir hádegi mánudaginn 17. júlí 2023, ekið bifreiðinni FU - R31 um Snæfellsnesveg í norðurátt, skammt norðan við Hítará í Borgarbyggð, án nægilegs tillits og varúðar og 6 eigi fær um að stjórna öku tækinu örugglega vegna þreytu, sem varð til þess að ökutækið fór yfir á akrein fyrir umferð á móti, og ár ekstur varð við bifreiðina LG - T44, sem var ekið um Snæfellsnes veg í suðurátt , m eð þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru. 14. Fyrir dómi lýsti ákærði því svo að hann telji líklegt að hann hafi sofnað við akstur umrætt sinn , en vitni á vettvangi greindi ei nnig frá því að eiginkona hans hafi á vettvangi einnig talið það líklega skýringu. Fyrir liggur og er óumdeilt að bifreiðinni var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir bifreiðina LG - T44 með þeim afleiðingum er greinir í ákæru. Fyrir dómi kvaðst ei ginkona ákærða, sem var með athyglina á farsíma sínum, þó ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu skömmu fyrir áreksturinn. Af framburði hennar má þannig draga þá ályktun að engar hreyfingar bifreiðarinnar eða annað hafi bent til þess að hætta væri á ferðum . Það bendir mjög eindregið til þess að ákærði hafi misst einbeitingu við aksturinn umrætt sinn, mjög líklega vegna þess að hann hafi sofnað undir stýri. 15. Á meðal gagna málsins eru ljósmyndir af vettvangi. Samkvæmt þeim gögnum voru tvær akreinar á Snæf ellsnesvegi þar sem bílarnir rákust saman, ein ætluð fyrir umferð í hvora átt og þær aðgreindar með yfirborðsmerkingu m . Akstursstefna ákærða er merkt með heilli línu þar sem framúrakstur er óheimill. Einnig sést á myndum af vettvangi að vegöxlin er ekki brött á þessu svæði og ekki eru sjáanlegir skurðir í námunda við veginn. Aðstæður að öðru leyti, þ.m.t. veðurfarslegar, voru með ágætum og ekkert þá sem bendir til þess að slysið hafi mátt rekja til bilunar eða utanaðkomandi aðstæðna sem ákærði yrði ekki látinn bera ábyrgð á og enda ekki byggt á neinu slíku. Af rannsóknargögnum málsins og framburði fyrir dómi telur dómurinn þannig ljóst að ef athygli ákærða hefði verið í lagi og hann sýnt af sér nægjanlega varúð miðað við aðst æður hefði umræddur árekstur ekki orðið. Sannað er því að það var aksturslag ákærða sem olli slysinu. 1 6 . Eru engin efni til annars en að draga þá ályktun að þetta hafi gerst vegna þess að ákærði hafi ekki verið í nægjanlega góðu líkamlegu eða andlegu ást andi til að aka bifreiðinni umrætt sinn, en enginn annar en ákærði gat eins og atvikum var háttað metið það ástand. Er þ ví mat dómsins að ákærði hafi gerst sekur um stórkostlegt gáleysi við akstur bifreiðarinnar FU - R31 í umrætt sinn og verið ófær um að stj órna henni örugglega og af þeirri ti llit s semi og varú ð sem áskilin er lögum samkvæmt, t.a.m. í 18. og 1. og 2. 7 mgr. 48. gr. umferðarlaga, með þeim afleiðingum er í ákæru greinir. Umrætt slys verði því rakið til þreytu eða annars slíks ástands ákærða sem ha fi valdið því að hann hafi sofnað við aksturinn eða með öðrum hætti misst athyglina af akstrinum þegar hann mætti umræddri bifreið, en við slíkar aðstæður er ljóst að sýna þarf ýtrustu varúð sem augljóst verður að telja hlutrænt séð að ákærði hafi ekki sýn t umrætt sinn í raun þá burtséð frá því hverju var um að kenna. Með vísan til sönnunarmats í sambærilegum málum og framangreinds v erður ákærði því sakfelldur fyrir brot gegn 215. gr. og 219. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður ákærði talinn með sömu röku m hafa ekið með vítaverðum hætti umrætt sinn og þannig brotið gegn 1. mgr. 99. gr. umferðarlaga. V. Ákvörðun refsingar , umfjöllun um einkaréttarkröfur og sakarkostnaður 17 . Við mat á refsingu og viðurlögum ber hér að líta sérstaklega til þess að um gáleysis - brot er að ræða og að afleiðingar slyssins hafa ótvírætt lagst afar þungt á ákærða persónu - lega. Samkvæmt framansögðu , þá þykir hæfileg refsing ákærða ákveðin fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar - laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 18 . Ákærði er sviptur ökuréttindum í sex mánuði frá birtingu dóms þessa að telja, enda telst akstur hans í u mrætt sinn að mati dómsins hafa verið vítaverður í skilningi 1. mgr. 99 . gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 19 . Fyrir hönd G... , eiginmanns A... sem lést í slysinu, er krafist miskabóta að fjárhæð 10.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. júlí 2023, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að krafan var birt ákærða, til greiðsludags. F yrir liggur að umræd d krafa var birt ákærða 28. júlí 2023 við þingfestingu málsins. Þá er þess einnig krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað. Réttargæslumaður brotaþola gerði í fyrstu kröfu um skaðabætur vegna útfararkostnaðar að fjárhæð 2.000.000 króna en fallið hefur verið frá þeirri kröfu. 20 . Að mati dómsins verður fallist á það að framangreindri háttsemi ákærða megi jafna til stórkostlegs gáleysis í skilningi a - liðar 1. mgr. og 2. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993, þar 8 sem hann fer yfir óbrotna línu á ö fugan vegarhelming og ekur á móti umferð á fjölfarinni akbraut þar sem heimill umferðarhraði er verulegur sbr. við mat á saknæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 11/2019. Við mat á hæfilegum miskabótum vegur þyngst að brotaþoli missti eiginkonu sína í slysinu . Á hinn bóginn verður að líta til þess að engum gögnum er til að dreifa um miskatjón brotaþola þótt við blasi út frá atvikum málsins að hann hafi orði ð fyrir miklu áfalli . Þ á bera gögn málsins með sér að brotaþoli hafi sjálfur ekki orðið fyrir miklum líkamle gum áverkum í slysinu, en ekkert læknisvottorð liggur fyrir um slíka áverka í málinu. Að framangreindu gættu og með vísan til atvika máls og þeirrar háttsemi sem ákærði gerðist sekur um og dóma fordæma á sviðinu þykja miskabætur til brotaþola úr hendi ákærð a vera hæfilega ákveðnar 1 .0 00.000 krón a , auk vaxta og dráttarvaxta eins og í kröfugerð greinir , sbr. nánar í dómsorði. 2 1 . Með sama hætti verður fallist á bótagrundvöll vegna framkominna krafna f.h. brotaþolanna D... farþega í bifreiðinni LG - T44 og B... , eiginmanns hennar s em ók bifreiðinni. Krafa réttargæslumanns fyrir þeirra hönd er um miskabætur úr hendi ákærða vegna líkamstjóns beggja brotaþola, alls að fjárhæð 5.000.000 króna fyrir hvor t um sig, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. júlí 2023, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að kröfurnar voru birtar ákærða, til greiðsludags. Fyrir liggur að umræddar kröfur voru birtar ákærða 28. júl í 2023 við þingfestingu málsins. Þá er krafist málskostnaðar. Engin gögn liggja fyrir í málinu sem varpa ljósi á miska brotaþola, utan þess hvað gerðist umrætt sinn, en ganga verður út frá því að slíkur atburður valdi þeim er lenda í miklu áfalli, í þessu tilfelli að verða vitni að því að samferðamaður þeirra láti lífið skyndilega af slysförum, auk áverka sem brotaþolar sjálfir urðu fyrir. Fyrirliggjandi læknisvottorð gefa að því er virðist þó ekki til kynna að brotaþo lar hafi orðið fyrir mjög alvarlegum og varanlegum líkamlegum áverkum í slysinu, en einungis er í þeim efnum til að dreifa læknisvottorð um rituðu m 18. júlí sl. degi eftir slysið við útskrift brotaþola. Í ljósi atvika málsins og dómvenju á réttarsviðinu þykja miska bætur á grundvelli 1. mgr. 26. g r. skaðabótalaga nr. 50/1993 hæfilega ákveðnar í máli þessu að álitum 2 5 0.000 krónur fyrir hvorn brotaþola um sig. Fjárhæð dæmdra skaðabóta ber vexti eins og í dómsorði greinir. 9 2 2 . Málsvarnarlaun verjanda og þóknun réttargæslumanns eru ákveðin með hliðsjón af leiðbeinandi reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2023, framlögðum tímaskýrslum og um - fangi málsins. Málsvarnarlaun verjanda, sem samkvæmt yfirliti nær einnig til starfa hans á rannsóknarstigi , verða ákveðin alls 1.205.280 krónur, en þar er meðtalinn virðisauka - skattur. Þóknun réttargæslumanns, fyrir hönd allra brotaþola , ákveðst með virðisauka - skatti alls 708 . 102 krónur. Jafnframt verður ákærða gert að greiða ferðakostnað verjanda og réttargæslumanns brotaþola samkvæmt yfirliti og framangreindum regl um nr. 1/2023, sbr. reglur nr. 1/2019 um akstursgjald ríkisstarfsmanna, sbr. nánar í dómsorði. 2 3 . Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir dómi af hálfu ákæruvalds. 2 4 . Dóm þennan kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari. D Ó M S O R Ð Ákærði, X... , sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökuréttindum í sex mánuði frá bi rtingu dómsins að telja. Ákærði greiði G... 1. 0 00.000 krón a í miskabætur , auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. júlí 2023 til 28. ágúst 2023, en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þei m degi og til greiðsludags. Ákærði greiði D... 2 5 0.000 krónur í miskabætur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. júlí 2023 til 28. ágúst 2023, en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi og til greiðsludags. Ákærði greiði B... 2 5 0 .000 krónur í miskabætur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. júlí 2023 til 28. ágúst 2023, en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi og til greiðsludags. 10 Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 1.205.280 krónur , og ferðakostnað verjandans að fjárhæð 34.686 krónur. Þá greiði á kærði þóknun skipaðs réttargæslumanns allra brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 708.102 krónur, og ferðakostnað hennar að fjárhæð 2 1 .150 krónur. Lárentsínus Kristjánsson