Héraðsdómur Suðurlands Dómur 8. apríl 2021 Mál nr. E - 353/2020 : Plús film ehf. ( Erla Svanhvít Árnadóttir lögmaður ) g egn Eyrarbúi nu ehf ( Hjördís Halldórsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 11. mars sl., er höfðað með stefnu með ódagsettri áritun um birtingu , en óumdeilt er að stefnan var undirrituð þann 29. maí 2020 og var málið þingfest þann 3. júní sama ár. Stefnandi er Plús film ehf., [...] . Stefndi er Eyrarbúið ehf., [...] . Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndi greiði stefnanda 79.867.714 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Innan að alkröfu kveðst stefnandi gera eftirfarandi kröfur: T il vara að stefndi greiði stefnanda 57.415.460 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Til þrautavara að stef ndi greiði stefnanda 40.768.026 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Til þrautaþrautavara að stefndi greiði stefnanda 32.311.931 krónu með dráttarvöxtum samk væmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi greiði stefnanda 33.731.575 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og ve rðtryggingu frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Innan varakröfu kveðst stefnandi gera eftirfarandi kröfur: 2 Til vara að stefndi greiði stefnanda 28.094.872 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu fr á birtingardegi stefnu til greiðsludags. Til þrautavara að stefndi greiði stefnanda 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Til þrautaþrautavara að s tefndi greiði stefnanda 16.032.646 krónu r með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til vara að þær verði stórlega lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir Upphaf máls þessa má rekja til eldgoss sem hófst í Eyjafjallajökli þann 14. apríl 2010. Sveinn M. Sv einsson, fyrirsvarsmaður og eigandi stefnanda, mun skömmu eftir það hafa hitt Ólaf Eggertsson, bónda á Þorvaldseyri, en hann er einn eigandi hins stefnda félags. Ólafur mun hafa samþykkt að Sveinn myndaði atburði tengda gosinu og lífið á bænum. Stefndi hel dur því fram að það hafi ætíð verið Ólafur sem hafi kallað Svein til eftir því sem hann hafi talið markvert að festa á filmu og hafi Ólafur haft umsjón með upptökunum og ákveðið hvað skyldi mynda. Hafi Ólafur m.a. tekið ákvörðun um að leigja þyrlu og þyrlu flugmann og hafi hann ákveðið hvað skyldi myndað í þyrlufluginu. Þá hafi Ólafur greitt fyrir þyrluflugið og er það óumdeilt . Upplýst var í máli þessu að Ólafur var ekki farþegi í umræddu flugi. Stefnandi heldur því fram að tilgangur myndatökunnar hafi ver ið gerð heimildarmyndar sem hann hugðist framleiða og bjóða sjónvarpsstöðvum um víða veröld. Hafi hann borið að langmestu leyti kostnað vegna myndatökunnar auk ferðakostnaðar frá Reykjavík á tökustaði. Málsaðilar eru sammála um það að haustið 2010 hafi Óla fur farið þess á leit við Svein að gerð yrði stutt heimildarmynd úr myndefninu sem sýnd yrði í Gestastofu sem heimilisfólk á Þorvaldseyri hugðist koma upp þar. Mun hafa orðið að samkomulagi að stefndi tæki þátt í kostnaði við gerð þeirrar myndar. Stefnandi heldur því fram að Sveinn hafi verið handritshöfundur, leikstjóri og 3 kvikmyndatökumaður auk þess sem hann hafi séð um alla framkvæmdastjórn og framleiðslu. Hann hafi einnig gegnt hlutverki klippara við gerð myndarinnar. Myndinni hafi fylgt hljóðrásir fyri r sjö tungumál og hafi Sveinn lesið texta á þremur þeirra. Kvikmyndin ber nafnið Eyjafjallajökull Erupts og er 20 mínútur að lengd og var hún frumsýnd í Gestastofunni á Þorvaldseyri þann 14. apríl 2011 , en þá var liðið eitt ár frá upphafi eldgossins. Árið 2010 fór Herbert Sveinbjörnsson kvikmyndagerðarmaður þess á leit við stefnanda að fá að nota efni sem Sveinn hafði tekið upp í kvikmynd sem hann var að framleiða í nafni Edison lifandi ljósmyndir ehf. Varð það úr og hlaut myndin nafnið Aska og var hún sýn d víða erlendis. Fyrir liggur að Ólafur ritaði af þessu tilefni undir yfirlýsingu í janúar 2011 þar sem hann heimilaði m.a. nýtingu myndefnis af sér og fjölskyldu sinni í umrædda kvikmynd. Stefndi mun hafa greitt hluta framleiðslukostnaðar við myndina sem fyrirhugað var að sýna í Gestastofunni og námu útgefnir reikningar stefnanda á stefnda vegna þessa samtals 10.228.250 krónu m að meðtöldum virðisaukaskatti. Ekki mun hafa verið gerður skriflegur samningur við stefnda um framleiðslu og nýtingu myndarinnar, en stefnandi og stefndi eru tilgreindir sem framleiðendur myndarinnar. Þá hafi stefnandi ákveðið að gefa myndina út á DVD dis kum ætlaða til sölu í Gestastofunni. Myndin mun hafa verið sýnd í sýningarsal þar sem tók 50 - 60 manns í sæti. Því er haldið fram af hálfu stefnanda að Sveinn hafi innt af hendi vinnuframlag í formi ráðgjafar og aðstoðar af ýmsu tagi vegna opnunar Gestastof unnar. Hann hafi unnið við pöntun og uppsetningu hljóð - og sýningarkerfis og pöntun á stólum. Þá hafi hann fundað með arkitektum og hljóðhönnuðum ásamt því að nota sambönd sín á útvarpsstöðum til að útvega birtingar auglýsinga á hagstæðu verði. Hafi Sveinn haft yfirumsjón með uppsetningu á sýningarbúnaði vegna sýningar myndarinnar. Af hálfu stefnda er gert lítið úr framlagi Sveins að þessu leyti og hans þáttur talinn hverfandi og því mótmælt að hann hafi nokkra þýðingu í málinu. Í Gestastofunni voru seld e intök DVD af myndinni sem stefnandi hafði selt stefnda. Á tímabilinu frá 30. júní 2012 til 9. desember 2016 hafi stefnandi selt diska til stefnda fyrir 12.358.900 krónur án virðisaukaskatts. Á diskunum var tilgreint að framleiðendur væru Sveinn og Ólafur, höfundur handrits og leikstjóri væri Sveinn og hefði kvikmyndataka og klipping verið í höndum hans. Því er haldið fram af hálfu stefnanda að stefndi hafi selt diskana með 50% álagningu. 4 Af hálfu stefnda er því haldið fram að náðst hafi samkomulag milli aði la um skiptingu tekna af nýtingu myndarinnar . Hafi stefnandi fengið greidda n framleiðslukostnað og þóknun vegna gerðar myndarinnar auk framleiðslukostnaðar og hlutdeildar í söluandvirði DVD diska. Stefndi hafi aftur á móti fengið allan annan hagnað vegna n ýtingar myndarinnar og hafi ríkt sátt um það fyrirkomulag frá opnun Gestastofunnar til ársloka 2016. Fjölskyldan á Þorvaldseyri mun ekki seinna en í júlímánuði 2015 hafa haft hug á því að loka Gestastofunni vegna vinnuálags og þá hafi fjölskyldan ekki kun nað við að myndin yrði sýnd frekar eða færi í frekari dreifingu, enda hafi verið í henni myndi r frá erfiðum tímum í lífi hennar. Stefndi minnkaði í framhaldi af þessu innkaup á DVD diskum og þann 12. september 2016 tjáði Sveinn Ólafi að hann hygðist selja heimildarmyndina á öðrum vettvangi, hvort sem væri í smásölu DVD diska eða með sölu á sýningarrétti til sjónvarpsstöðva. Stefndi mótmælti þessu með tölvubréfi dagsettu 17. desember sama ár. Þann 31. maí 2017 ritaði lögmaður stefnanda bréf til stefnda og kr afðist þess að gengið yrði til heildstæðs uppgjörs milli framleiðendanna tveggja um tekjur af nýtingu myndarinnar ásamt því að þess var krafist að sýningu myndarinnar í Gestastofunni yrði hætt. Stefndi hafnaði þessum kröfum stefnanda Af hálfu stefnanda er því haldið fram að umrædd mynd sé meðal þeirra íslensku kvikmynda sem hlotið hafa mesta aðsókn og hugsanlega hafi ekki verið seldir fleiri miðar hér á landi á neina aðra íslenska kvikmynd, en á árabilinu 2013 til 2017 hafi engin íslensk kvikmynd náð 50.000 áhorfendum í kvikmyndahúsum. Þá komi fram á vefnum www.klapptre.is þann 25. september 2013 að yfir 125.000 manns hafi séð kvikmyndina. Þá er meðal gagna málsins þátturinn Andri á flandri í túristalandi sem sýndur var í ríkisútvarpinu 23. febrúar 2017 og þ ar kemur fram hjá Ólafi Eggertssyni að um 400.000 manns hafi þá horft á myndina í Gestastofunni, en aðgangseyrir hafi numið um 850 krónum. Stefnandi telur raunhæft að áætla að á tímabilinu 23. febrúar til 31. desember 2017 hafi 50.000 manns keypt aðgang að sýningunni og að heildarfjöldi seldra aðgöngumiða á tímabilinu 14. apríl 2011 til 31. desember 2017 hafi því verið 450.000 og andvirði þeirra numið 382.500.000 krón um . Gestastofunni var lokað um áramótin 2017 - 2018 og var sýningu heimildarmyndarinnar þá hæ tt án þess að stefndi hafi viðurkennt að stefnandi ætti nokkurn rétt til uppgjörs. Að kröfu stefnanda var A , löggiltur endurskoðandi, dómkvödd þann 5. júní 2019 til að meta tekjur og gjöld matsbeiðanda og matsþola vegna framleiðslu og nýtingu 5 heimildarmyn darinnar. Þá var þess óskað að matsmaður gerði grein fyrir því hve stórt hlutfall aðgangseyris og rekstrarkostnaðar skyldi reiknast vegna sölu varnin g s og hugsanlega annarra verðmæta, en þá var haft í huga að gestir Gestastofunnar kynnu að hafa notið ann arra verðmæta en kvikmyndarinnar með greiðslu aðgangseyris. Matsgerð in er dagsett 18. desember sama ár og þar er byggt á því að tekjur stefnda af nýtingu heimildarmyndarinnar hafi verið samtals 152.042.267 krónur, þar af hafi 20.721.899 krónur verið vegna sölu á DVD diskum og 131.320.367 krónur vegna sýningar á myndinni í Gestastofu. Hafi tekjur vegna sýningarinnar verið fundnar með því að draga frá tekjum vegna aðgangseyris 10% vegna fræðslu - og skoðunarferða um Þorvaldseyri og 50% vegna jarðfræðisýningar. Gjöld stefnda vegna nýtingar myndarinnar hafi verið metin 65.998.123 krónur, en þar af hafi 18.332.110 krónur verið vegna sölu DVD diska og 47.666.123 krónur vegna sýningar myndarinnar. Samtals hafi afkoma stefnda af nýtingu myndarinnar verið metin 86.044 .145 krónur. Tekjur stefnanda vegna framleiðslu myndarinnar hafi verið metnar 9.117.524 krónur og vegna sölu á DVD diskum hafi tekjur hans verið metnar 12.708.900 krónur. Gjöld stefnanda vegna sömu liða hafi verið metin 1.012.716 krónur annars vegar og 2.2 32.714 krónur hins vegar. Hafi afkoma stefnanda því verið metin 18.580.994 krónur. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna treysti matsmaður sér ekki til að leggja til fjárhagslegt uppgjör milli aðila. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að Sveinn M. Sveinsson, eigandi beggja Plús film félaganna, hafi innt af hendi framlag sem handritshöfundur, leikstjóri, stjórnandi kvikmyndatöku og klippari, en þessi framlög njóti verndar sem höfundarframlög, sbr. 1. mgr. 1. gr. höfundalaga nr. 73/1972, sb r. einnig 2. mgr. 41. gr. laganna að því er varðar höfund handrits og kvikmyndaleikstjóra, en þessir höfundar séu þar tilteknir sem aðalhöfundar kvikmyndar. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna njóti kvikmyndaverkið verndar sem verndað höfundarverk. Sveinn hafi framselt eldra félaginu, Plús film , heimild til að nýta framlög hans með þeim hætti að gefa verkið út á DVD diskum og heimila sýningu þess í Gestastofunni. Hafi félagið framselt stefnanda réttindin með afsali dagsettu 5. janúar 2012. Stefnandi byggi kröfu r sínar á þessu framsali og sé því réttur aðili að máli þessu. Stefnandi byggir á því að hvorki stefndi né Ólafur Eggertsson hafi látið í té nein höfundarréttarvernduð framlög við gerð myndarinnar. Það feli ekki í sér 6 leikstjórnarframlag að benda á heppilegt myndefni. Stefndi hafi hins vegar innt af hendi peningagreiðslu vegna framleiðslu myndarinnar og á þeim grundvelli hafi Ólafur verið tilgreindur sem annar framleiðenda myndarinnar á DVD diskunum. Samkvæmt 8. gr. höfundalaga teljist sá höfundur, u ns annað reynist, sem nafngreindur sé á eintökum verks með venjulegum hætti eða lýstur höfundur þegar verk er birt . Sveinn hafi verið tilgr ei ndur sem höfundur handrits og leikstjóri og hann ásamt Ólafi sé tilgreindur sem framleiðandi. Þá hafi eldra félagið , Plús film ehf. , jafnframt eitt verið tilgreint sem framleiðandi á því eintaki sem sýnt hafi verið í Gestastofunni. Stefnandi leggur því til grundvallar uppgjöri milli málsaðila að báðir eigi réttindi yfir myndinni. Engir samningar hafi verið gerðir um n ýtingu höfundaframlags stefnanda eða nýtingu myndarinnar yfirleitt. Hafi verið sátt um dreifingu á DVD diskum og sýningu í Gestastofunni á grundvelli munnlegs samnings. Þar sem ekki liggi fyrir samningur um eignarhlutföll hvors um sig og þar sem framlög þe irra séu að hluta til eðlisólík , verði að leggja til grundvallar að málsaðilar eigi þessi réttindi að jöfnu. Stefnandi hafnar þeim sjónarmiðum stefnda að hann einn sé rétthafi að kvikmyndinni þar sem hann hafi lagt fram fé til gerðar hennar og hafi hann en ga tilraun gert til að sanna að hann sé einn eigandi þessara réttinda. Hafi höfundarréttindi til listrænna framlaga í öndverðu stofnast til handa Sveini sem hafi framselt afnot réttindanna til hins eldra félags, sem síðan hafi framselt þennan rétt til stef nanda. Hafi framsalið verið háð þeim skilyrðum að Plús film ehf., sem stefnandi leiði rétt sinn frá, ætti hlutdeild í slíkri nýtingu. Stefnandi bendir á að Ólafur hafi í upphafi samþykkt að koma fram í heimildarmynd um gosið í Eyjafjallajökli sem yrði dre ift á alþjóðlegum vettvangi. Hann hafi samþykkt að koma fram í kvikmyndinni Aska og heimilað notkun á upptökum af sér, mynd, rödd og ferilupplýsingum í þessu skyni. Hafi kvikmyndin verið sýnd víða um heim og því sé ekki rétt að Ólafur og fjölskylda hans ha fi ekki samþykkt að um þau yrði fjallað í slíkri kvikmynd. Stefndi hafi síðla árs 2016 án samráðs við stefnanda ákveðið að hætta sölu DVD diskanna og sýningu myndarinnar í Gestastofunni. Þá hafi hann tilkynnt að ekki yrði samþykkt nein frekari notkun fyrir liggjandi upptekins efnis. Hann hafi því dregið til baka munnlegt samþykki fyrir nýtingu myndefnis af fjölskyldunni í tengslum við upphaflegu heimildarmyndina sem hann og Sveinn hafi rætt um við upphaf gossins. Hann hafi því talið sig geta lagt alfarið ban n við því að myndefnið yrði notað á opinberum vettvangi og þar með gert tilraun til að loka fyrir tekjustreymi vegna 7 myndarinnar. Við slíkar aðstæður sé ekki unnt að halda öðru fram en að framleiðendur skipti með sér í jöfnum hlutföllum hagnaði af þeirri n ýtingu sem þegar hafi farið fram. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á matsgerð A en telur þó ljóst að niðurstöður matsmanns standist ekki fullkomlega að því er tvö atriði varðar . Í matsgerðinni á bls. 5 í töflu 1 komi fram að tekjur stefnanda af gerð mynd arinnar s éu 9.117.524 krónur og sé þar um að ræða greiðslur skv. reikningum stefnanda á hendur stefnda. Þá komi fram að tekjur stefnanda af sölu DVD diska séu 12.708.900 krónur. Stefnandi kveðst eingöngu hafa selt diska til stefnda og ekki til annarra aðil a. Að því er fyrri fjárhæðina varðar sé ljóst að í matsbeiðni hafi stefnandi upplýst að reikningar hans til stefnda vegna framleiðslu myndarinnar næmu 8.150.000 krónu m auk virðisaukaskatts, en hann hefði einnig gert stefnda reikninga að fjárhæð 1.324.402 k rónur án virðisaukaskatts vegna persónulegs efnis og efni um búskapinn. Matsmaður greini ekki á milli þessara reikninga auk þess sem fjárhæðin 9.117.524 krónur sé ekki sú sama og samanlögð fjárhæð þeirra reikninga er stefnandi tiltók, en hún sé 9.474.402 k rónur. Stefnandi kýs að leggja fjárhæð samkvæmt matsgerð til grundvallar en tekur fram að sú afstaða feli ekki í sér breytta afstöðu hans um að hluti kostnaðarreikninganna sé vegna afrits til persónulegra nota. Þá bendir stefnandi á að á bls. 7 í matsgerð inni, töflu 2 komi fram að kostnaður stefnanda vegna gerðar kvikmyndar sé 1.012.716 krónur en þar sé aðeins um að ræða beinan útlagðan kostnað samkvæmt nótum. Í raun hafi kostnaður við gerð myndarinnar verið margfalt hærri, enda hafi starfsmaður félagsins, Sveinn M. Sveinsson, innt af hendi alla vinnu við undirbúning, skipulagningu, handritsgerð, leikstjórn, kvikmyndatöku og klippingu auk framkvæmdastjórnar á undirbúnings - og upptökutímabilinu. Frá því upptökum hafi lokið og þar til myndin hafi verið fullge rð, eða í sex mánuði , hafi Sveinn unnið óslitið að eftirvinnslu og frágangi myndarinnar, þar með talið framkvæmdastjórn og umsjón með textagerð, þýðin gu á sjö tungumálum, innlestri tveggja þula á hverju tungumáli, grafikvinnslu, tónlist, myndvinnslu, hljóð vinnslu, litaleiðréttingu og gerð sýningareintaka . Við þetta hafi Sveinn nýtt tækjakost og aðstöðu fyrirtækis síns auk þess sem í framlagi hans hafi falist listrænt framlag sem ekki verði að fullu metið til fjár. Niðurstaða matsmanns taki ekki neitt tillit til þessa en hafa ber í huga að bókhald hins eldra félags var ekki til afnota fyrir matsmann. Stefnandi bendir á að í töflu 4 á bls. 8 í matsgerð sé tiltekið að kostnaður stefnanda vegna DVD diska sé 2.232.714 krónur, en sú fjárhæð taki eingöngu til 8 framl eiðslukostnaðar hjá Myndform. Matsmaður geti þess á bls. 7 að stefnandi hafi borið annan kostnað vegna diskanna, svo sem vegna dreifingar og vinnu forsvarsmanns við umsýslu, en matsmaður hafi hins vegar ekki talið unnt að áætla þennan kostnað. Stefnandi r ökstyður aðalkröfu sína um greiðslu á 79.867.714 krónum með þeim hætti að um sé að ræða um helmingshlutdeild í afkomu stefnda að teknu tilliti til 10% frádráttar vegna heimasýningar, þ.e. 178.316.421 króna, allt að teknu tilliti til afkomu stefnanda, 18.58 0.994 krónur. Kröfu innan aðalkröfu um greiðslu á 57.415.460 krónum rökstyður stefnandi þannig að hún miðist við að talið yrði að kröfur vegna ára fyrir 2015 séu fyrndar. Kröfu innan aðalkröfu um greiðslu á 40.768.026 krónum rökstyður stefnandi þannig að hún miðist við að talið yrði að kröfur vegna ára fyrir 2016 séu fyrndar. Kröfu innan aðalkröfu um greiðslu á 32.321.931 krónu rökstyður stefnandi þannig að miðað sé við hlutfallstölu ársins 2016, 59,02% (216 dagar/366 dagar) og miðast við að talið yrði a ð kröfur vegna tímabilsins fyrir 29. maí 2016 séu fyrndar. Varakrafa stefnanda er byggð á því að þá beri að leggja til grundvallar að eftir að dregnar hafi verið frá 10% heildartekna vegna óljósrar sýningar heima á bænum og eftir að tekjum vegna Gestastof u hefur verið skipt til helminga, komi til uppgjörs þær tekjur sem þannig séu metnar vegna sýningar myndarinnar. Varakrafan sé því um greiðslu á 33.731.575 krónum. Kröfu innan varakröfu um greiðslu á 28.094.872 krónum rökstyður stefnandi þannig að hún mið ist við að talið yrði að kröfur vegna ára fyrir 2015 séu fyrndar. Kröfu innan varakröfu um greiðslu á 20.166.583 krónum rökstyður stefnandi þannig að hún miðist við að talið yrði að kröfur vegna ára fyrir 2016 séu fyrndar. Kröfu innan varakröfu um greiðslu á 16. 032.646 krónu m rökstyður stefnandi þannig að miðað sé við hlutfallstölu ársins 2016, 59,02% (216 dagar/366 dagar) og miðast við að talið yrði að kröfur vegna tímabilsins fyrir 29. maí 2016 séu fyrndar. Stefnandi kveður dómkröfur sínar gera r áð fyrir að málsaðilar eigi að jöfnu rétt til að nýta kvikmyndina með sérhverjum hætti. Þar sem ekki liggi fyrir skriflegur samningur um skiptingu tekna eða önnur gögn til viðmiðunar sé þessi aðferð sú eina sem sé tæk. Stefnandi byggir á meginreglum kröfu réttar og reglum eignarréttar um arð af óskiptri sameign. Um eignarhald höfundarréttinda er vísað til 8. gr. höfundalaga og um umfang framsals til 27. og 28. gr. laganna. 9 Krafa um málskostnað er byggð á 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á aðildarskorti stefnanda í máli þessu. Afsal frá Plús film til stefnanda sé málamyndagerningur og að vettugi virðandi. Stefnandi hafi ekki sannað að endurgjald hafi verið greitt fyrir réttindin og hvíli sönnunarbyrðin á stefnanda að sanna að hann, en ekki einhver annar eigi þau réttindi sem hann byggi á í málinu. Þá þurfi að skoða afsalið í því ljósi að um sé að ræða tilfærslur milli félaga í eigu sama manns. Hafi ekki verið farið eftir samkomulaginu sé stefnandi hvo r ki kröfueigandi né rétthafi að heimildarmyndinni og beri því að sýkna stefnda með vísan til 16. gr. laga nr. 91/1991. Í öðru lagi byggir stefndi á því að stefndi hafi gert upp við stefnanda að fullu. Liggi fyrir bindandi samningur milli aðila um það hvernig færi með skiptingu tekna af nýtingu myndarinnar. Ljóst hafi verið milli aðila að stefndi greiddi fyrir gerð heimildarmyndarinnar, Plús film fengi ekki hlutdeild í aðgangseyri að Gestastofunni og þá hafi verið gert samkomulag, óundirritað, u m skiptingu tekna af sölu DVD diska. Stefnandi geti ekki hróflað við bindandi samningi afturvirkt og gildi samingur um skiptingu tekna af nýtingu verksins óháð höfundarrétti. Þá eigi stefnandi engan höfundarrétt yfir myndinni þar sem vinna Plús film og Sve ins M. Sveinssonar hafi ekki náð verkshæð. Hafi Plús film og Sveinn verið fengnir til að taka upp myndefni í verktöku og síðar til að klippa efnið saman í heimildarmynd, allt samkvæmt fyrirmælum frá Ólafi Eggertssyni og á kostnað stefnda. Stefndi byggir á því að í gildi hafi verið bindandi samningur um heildargreiðslur til stefnanda vegna myndarinnar og komi það skýrt fram í samskiptum aðila. Í tölvubréfi Sveins til Ólafs frá 23. október 2011 segi að upphaflega hafi Sveinn sett fram tillögu um að hann mynd i fá hluta af aðgangseyri, en Ólafi hafi fundist betra að greiða myndina og fengi Sveinn það sem kæmi inn fyrir diskasöluna. Hafi því legið ljóst fyrir að stefndi myndi fá í sinn hlut allan hagnað af Gestastofunni en stefnandi fengi síðar hlutdeild í hagna ði af sölu DVD diska. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við þetta fyrr en árið 2016. Í tölvubréfi 15. desember það ár frá Sveini til stefnda hafi Sveinn virst einhvern misskilning vera í gangi varðandi réttinn á myndinni, en samkvæmt samkomulaginu segi stefnandi að stefndi eigi allan rétt á að sýna myndina á staðnum en Sveinn eigi réttinn á að selja hana til sjónvarpsstöðva og selja diskinn. Stefndi hafi hafnað þessu með 10 tölvubréfi dagsettu 17. desember sama ár. Í stefnu sé því haldið fram að sátt hafi v erið um nýtingu sem fram hafi farið á grundvelli munnlegs samnings. Ekki hafi verið gerður skriflegur samningur milli aðila og enginn áskilnaður sé um slíkt í höfundalögum. Hvorki í stefnu né öðrum samskiptum aðila sé reynt að skýra hvers vegna stefndi tel ji sig geta hróflað við framangreindri skiptingu afturvirkt. Stefnandi virðist byggja kröfu sína á því að stefndi hafi ákveðið árið 2016 að hætta sölu DVD diskanna og í kjölfarið hætt að sýna myndina í Gestastofunni. Í stefnu segi að það hafi verið tilraun til að loka fyrir tekjustreymi af fénýtingu myndarinnar og sé því ekki unnt að halda öðru fram en að framleiðendur skipti með sér í jöfnum hlutföllum hagnaði af nýtingunni. Þetta sé eina málsástæða stefnanda sem lúti að greiðsluskyldu stefnda , en þessi rö kstuðningur sé á skjön við meginreglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga. Þá sé það óumdeilt í málinu að stefndi eigi höfundarrétt að myndinn i og samkvæmt 1. mgr. 2. gr. höfundal a ga hafi höfundur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og ti l að gera það aðgengilegt almenningi. Eigi fleiri en einn rétt að sama verki sé farið með það sem um sérstaka sameign sé að ræða og þurfi því samþykki allra rétthafa fyrir nýtingu verks. Hvergi sé að finna réttlætingu fyrir því að réttmæt og l öghelguð ákvö rðun rétthafa um að synja um nýtingu verks leiði til þess að hróflað verði við skiptingu tekna af nýtingu verksins fram að því með afturvirkum hætti. Stefndi byggir á því að Sveinn hafi farið eftir fyrirmælum Ólafs um það hvað skyldi tekið upp og hvernig, en í þessu hafi falist helsta hlutverk leikstjóra við gerð kvikmyndar. Hafi fyrst verið ákveðið að myndin yrði 15 til 17 mínútur að lengd en Ólafur hafi beðið um að bætt yrði inn myndskotum sem leitt hafi til þess að hún hafi orðið 20 mínútur að lengd. Vi ð það tækifæri hafi verið komið á framfæri við Svein hvað þyrfti að lagfæra og byggir stefndi á því að framlag Sveins og stefnanda hafi ekki verið nauðsynlegur þáttur við gerð myndarinnar eða verið af slíku tagi að njóti verndar höfundalaga. Þá hafi stefnd i fjármagnað framleiðslu myndarinnar að fullu og hafi stefnandi ekki gert athugasemdir við skilning stefnda á samningssambandi aðila. Þá hafi stefnandi verið fenginn til að sjá um framleiðslu á DVD diskum og fengið greitt samkvæmt gildandi samkomulagi aðil a, raunar meira en hann hafi átt rétt á. Í þriðja lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því að kröfur stefnanda séu fallnar niður sökum tómlætis. Á engum tímapunkti hafi verið gerður áskilnaður um frekari greiðslur úr hendi stefnda, þvert á móti hafi miki l sátt ríkt um lögskipti aðila. Hafi stefndi því mátt treysta því að engar frekari kröfur yrðu gerðar vegna nýtingar myndarinnar í 11 Gestastofunni. Kjarni reglna um tómlæti sé að skuldari eigi ekki að þola það að krafa sem hann mátti ekki eiga von á keyri ha nn um koll löngu eftir að hún kom til. Þetta eigi sérstaklega við ef krafa er umdeild og sé þá eðlilegt að kröfuhafi láti reyna á réttmæti hennar við fyrsta tækifæri. Í slíkum tilvikum standi það kröfuhafa nær að tryggja að gagnaöflun skuldara verði ekki e rfiðari. Samkvæmt tölvubréfi frá 23. október 2011 hafi komið fram að Sveinn hafi verið sáttur við að fá hluta af hagnaði vegna sölu DVD diskanna og þá hafi hann í tölvubréfi frá 9. desember sama ár lýst yfir sérstakri ánægju með samstarfið. Þá hafi Sveinn í tölvubréfi frá 25. desember 2015 sagt að það hefði verið endalaus ánægja að vinna með hjónunum á Þorvaldseyri. Hafi samskipti aðila allt tímabilið borið það með sér að sátt hafi ríkt um samstarfið og skiptingu tekna af nýtingu myndarinnar og greiðslur ti l stefnanda vegna hennar. Stefnandi hafi aldrei áskilið sér rétt til frekari greiðslna eða að hann væri ósáttur við skiptingu tekna. Það hafi ekki verið fyrr en haustið 2015 sem Sveinn hafi óskað eftir því að fá óskip tar tekjur af sölu DVD diska vegna árs ins 2016. Hann hafi ekki gert frekari reka að annarri skiptingu á tekjum eða nokkurs konar fyrirvara fyrr en með tölvubréfi 12. september 2016 þar sem hann segist ætla að selja myndina á öðrum vettvangi. Hafi allt framangreint verið til þess fallið að gefa stefnda von um að engar frekari kröfur yrðu gerðar á hendur honum vegna lögskipta aðila. Beri því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda, enda séu þær niður fallnar sökum tómlætis. Í fjórða lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því að dómkröfur stefna nda séu rangar og órökstuddar og hafi hann ekki sýnt fram á það á hvaða grundvelli hann geri kröfu til helmings af hagnaði vegna nýtingar myndarinnar í Gestastofunni. Jafnvel þótt aðilar eigi höfundarrétt til helminga að myndinni fáist ekki séð hvers vegna stefnandi ætti að eiga rétt til helmings hagnaðar af nýtingu myndarinnar þar, en sú forsenda sé röng og í raun órökstudd. Þannig fengi stefnandi helming af ætluðum hagnaði án þess að hafa tekið þátt í rekstrinum að nokkru leyti. Samkvæmt matsgerð hafi hag naður stefnanda af nýtingu myndarinnar numið 18.580.994 krónu m , en kostnaður hans hafi numið 3.245.430 krónum. Til samanburðar hafi hagnaður stefnda numið 86.044.145 krónum en kostnaður 65.998.123 krónum. Hafi því fjárfestingar stefnanda skilað sér 5,7 fal t til baka en fjárfestingar stefnda 1,3 falt. Hafi stefndi því tekið miklu meiri áhættu við fjárfestingar sínar en stefnandi. Engin vissa sé fyrir því að myndin myndi njóta þeirra vinsælda sem raun bar vitni hefði hún ekki verið sýnd á Þorvaldseyri , undir jökli þar sem atburðir 12 myndarinnar gerðust og með fólkið í myndinni á staðnum. Með vísan til tölvupósts frá 17. febrúar 2013 hafi stefnandi virst meðvitaður um þetta. Stefndi byggir á því að ekki dugi að vísa til þess að höfundarréttur að myndinn i hafi ve rið jafn í eigu aðila, enda þýði það ekki að hagnaði af rekstri fyrirtækis sé skipt jafnt þannig að ekkert tillit sé tekið til þess sem að framan greinir. Stefnandi virðist rugla saman hagnaði af Gestastofunni sem fyrirtæki og þeirri aðstöðu þegar samið ha fi verið um endurgjald af nýtingu höfundarréttar, en höfundarnir hafi hins vegar ekki samið um það innbyrðis hvernig skipta skuli því endurgjaldi. Ljóst megi vera að hagnaður af rekstri Gestastofunnar sé ekki það sama og umsamið endurgjald fyrir nýtingu hö fundarréttar. Stefndi byggir á því í fimmta lagi að stefnandi hafi sjálfur átt hlut að því að sýningu myndarinnar var hætt í Gestastofunni og geti hann því ekki krafist greiðslu á þeim grundvelli að sú ákvörðun hafi verið tilraun til að skerða tekjuöflunarmöguleika hans, en það sé grundvöllur málsóknar hans samkvæmt stefnu. Hafi sýningu myndarinnar verið hætt í framhaldi af bréfi lögmanns stefnanda dagsett 31. maí 2017 þa r sem þess hafi verið krafist að sýningunni yrði hætt, m.a. á þeim grundvelli að heimild til nýtingar aðkeypts efnis sem notað hafi verið í myndinni hafi runnið út á árinu 2016. Stefndi dregur réttmæti kröfu þessarar í efa, enda séu samningar um aðkeypt ef ni dagsettir 1. apríl 2011 og sé stefnandi tilgreindur sem samningsaðili ásamt kennitölu. Stefnandi hafi hins vegar ekki orðið til sem lögaðili fyrr en 18. ágúst sama ár. Telur stefndi að samningarnir hafi verið gerðir og undirritaðir á síðari stundu og lí ftíma réttinda stillt upp með þeim hætti að þau rynnu út um það leyti sem deila aðila var að hefjast. Stefndi telur þetta hafa þýðingu, enda byggi stefnandi á því að grundvöllur kröfu hans sé að ákvörðun um að hætta sýningu myndarinnar og sölu mynddiska í Gestastofunni hafi verið tilraun til að skerða möguleika hans til að hafa tekjur af nýtingu myndarinnar. Staðreyndi n sé sú að stefnandi hafi sjálfur átt mestan þátt í því að koma þessu til leiðar og geti hann því ekki gert kröfu um greiðslu af þessum sökum . Þá áréttar stefndi að stefnandi hafi haft tekjur af myndinni með öðrum leiðum í trássi við réttindi stefnda. Í sjötta lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því það myndi leiða til óréttmætrar auðgunar stefnanda yrði fallist á kröfur hans. Stefnandi bygg i rétt sinn á afsali réttinda Plús film til sín, en það félag hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 20. febrúar 2013 og hafi frestdagur við skiptin verið 18. desember 2012. Verði talið að stefnandi geti byggt rétt sinn á áðurnefndu afsali bendir stefn di á að afsalið hafi verið riftanleg ráðstöfun samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991. Geti stefnandi ekki gert kröfu um greiðslu á 13 grundvelli réttinda sem fengin haf i verið með þeim hætti. Ráðstöfunin sé riftanleg á grundvelli 2. mgr. 131. gr. laganna, en um gjafagerning hafi verið að ræða, enda ósannað að greitt hafi verið endurgjald fyrir afsalið. Hafi svo verið hafi endurgjaldið verið svo lágt að því megi jafna til gjafagernings. Þá bendi gögn málsins til þess að stefnandi hafi metið tækjabúnað sinn á rúml ega þreföldu verði þess sem hann telji sig hafa greitt fyrir búnaðinn og fyrir höfundarrétt að efni Plús film. Þá liggi fyrir að stefndi og Plús film séu nátengdir aðilar í skilningi 3. gr. laganna. Þar sem ætlað afsal réttinda og búnaðar hafi átt sér stað innan þeirra tímafresta sem kveðið sé á um í 2. mgr. 131. gr. laganna hafi öll skilyrði til riftunar verið til staðar. Hefði það fallið í skaut stefnanda að sanna að Plús film hefði verið gjaldfært við afsalið og það þrátt fyrir framsal á öllum eignum sín um á hrakvirði. Geti stefnandi því ekki gert kröfu um greiðslu úr hendi stefnda þar sem það myndi leiða til óréttmætrar auðgunar stefnanda . Varakrafa stefnda um lækkun dómkrafna er byggð á því annars vegar að aðalkrafa stefnanda sé ekki byggð á viðhlítandi gögnum og hins vegar á því að stór hluti dómkrafna stefnanda séu fyrndar. Aðalkrafa stefnanda sé að hluta til byggð á matsgerðinni en hins vegar taki stefnandi ekki tillit til annarra þátta Gestastofunnar en sýningar myndarinnar. Stefnandi hafi viðurkennt við framlagningu matsbeiðnar að honum væri ljóst að gestirnir kunni að hafa notið annarra verðmæta en kvikmyndarinnar fyrir aðgangseyri. Þá bendir stefndi á að Gestastofan hefði ólíklega heppnast jafn vel og raun bar vitni ef ekki hefði verið þa r heildstæ ð sýning heldur einungis tómur salur með kvikmyndatjaldi og stólum. Jarðfræðisýningin hafi verið metnaðarfull og umfangsmikil, hönnuð af fagfólki og hafi skapað heildstæða frásögn af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Hafi sýningunni verið gert hátt undir höfði í kynningarefni Gestastofunnar og iðulega nefnd á undan sýningu heimildarmyndarinnar. Stefndi telur þrátt fyrir mótmæli um greiðsluskyldu að matsgerðin gefi engu að síður rétta mynd af tekjum og gjöldum aðila af nýtingu myndarinnar og sé því rétt að miða a.m.k. við að helmingur þeirra tekna sem stafi frá Gestastofunni sé vegna jarðfræðisýningarinnar. Ekki fái staðist að líta algjörlega fram hjá jarðfræðisýningunni við mat á tekjum stefnda og sé aðalkrafa stefnanda þar sem algjörlega sé litið fram hjá henni úr lausu lofti gripin og mótmælir stefndi henni sem rangri og ósannaðri. Verði ekki fallist á framangreindar sýknukröfur byggir stefndi á því að stór hluti krafna stefnanda sé fyrndur. Kröfur stefnanda séu vegna tekna á árunum 2011 til 2017 og megi ætla að hann krefjist hlutdeildar í ætluðum hagnaði stefnda af myndinni á því 14 tímabili. Fari því um fyrningarfrest samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 . Verði að miða við að kröfur stefnanda hafi fallið í gjalddaga á hverjum uppgjörsdegi, þ.e. að stefnandi hafi átt rétt til hlutdeildar á innkomu hvers dags fyrir sig. Slík niðurstaða samrýmist best meginreglum kröfuréttar, sé ekki samið um annað fyrirkomulag. Sé því stór hluti dómkrafna sem varða tímabilið fyrir 29. maí 2016 fyrndur, en málið hafi verið höfð að með undirritun stefnu 29. maí 2020 og lækki því krafan sem því nemur. Þá geti 10. gr. laganna ekki átt við, enda skorti stefnanda enga vitneskju varðandi kröfur sínar. Jafnvel þótt fallist yrði á að 10. gr. ætti við væri frestur samkvæmt ákvæðinu liðinn , enda hefði þá skylda stefnanda til að afla sér vitneskju orðið virk fyrir löngu. Stefndi bendir á að í matsgerð séu tekjur sunduliðaðar eftir ári og þar sem engar aðrar upplýsingar séu fyrir hendi verði að lækka tekjur stefnda vegna ársins 2016 hlutfall slega, þannig að einungis sé tekið tillit til tekna sem fallið hafi til eftir 29. maí sama ár. Stefndi bendir á að í kröfu um hlutdeild í afkomu felist í raun krafa um hlutdeild í tekjum að teknu tilliti til gjalda. Yrði fallist á kröfu stefnanda um hlutde ild í tekjum ætti stefndi gagnkröfu á hendur stefnanda á grundvelli þess kostnaðar sem stefndi hafi þurft að bera til að afla umræddra tekna. Krafa stefnda á hendur stefnanda fyrir útlögðum kostnaði myndi fyrnast með sama hætti og ætlaðar kröfur stefnanda á hendur stefnda. Gagnkrafan sé hins vegar af sömu rót runnin og krafa stefnanda og hafi stofnast áður en kröfur stefnanda á hendur stefnda fyrndust. Gagnkröfu stefnda, þ.e.a.s. kostnaði vegna alls tímabilsins 2011 til 2017 , megi beita til skuldajafnaðar v ið kröfur stefnanda, sbr. 26. gr. fyrningalaga, en ætlaðar kröfur stefnanda fyrir 29. maí 2016 séu fyrndar. Sé litið til aðalkröfu stefnanda og sundurliðunar hennar sé krafa hans um hlutdeild í tekjum stefnda 90.029.100 krónur fyrir árið 2016 og 2017 þeg ar tekjur vegna ársins 2016 hafi verið færðar niður hlutfallslega miðað við 29. maí 2016. Ef við það sé lögð fjárhæð sem þegar hafi verið greidd stefnanda skv. matsgerð, þ.e. 21.826.424 krónur, nemi heildartekjur vegna myndarinnar 111.855.524 krónum og myn du því 55.927.762 krónur renna til hvors aðila um sig. Helmingur kostnaðar hvors aðila myndu dragast frá tekjum hins, enda sé það krafa til skuldajafnaðar þar sem aðilar beri kostnað af öflun teknanna til jafns. Kostnaður stefnanda hafi verið 3.245.430 kró nur og kostnaður stefnda 105.046.213 krónur. Aðalkrafa stefnanda yrði því 3.404.655 krónur og hafi þá verið tekið tillit til fyrningar og gagnkröfu stefnda um skuldajöfnuð vegna kostnaðar. Með sama hætti myndi varakrafa stefnanda nema 421.425 krónum. 15 Yrði fallist á að stór hluti af kröfum stefnanda sé fyrndur , en verði því hafnað að líta megi til kostnaðar stefnda fyrir allt tímabilið, myndi aðalkrafa stefnanda nema 23.060.851 krónu. Tekjur stefnda fyrir árin 2016 og 2017 , þegar tekið hafi verið tillit til niðurfærslu vegna fyrningar fyrir 2016 , séu 90. 029.100 krónur. Kostnaður, að teknu tilliti til sambærilegrar niðurfærslu vegna ársins 2016 , nemi 25.326.405 krónu m og afkoma stefnda því 64.702.695 krónur. Afkoma stefnanda hafi verið 18.580.994 krónur og he ildarafkoma því 83.283.689 krónur sem deilist jafnt milli aðila, 41.641.844 krónur á hvorn. Að teknu tilliti til þess sem þegar hafi verið greitt stefnanda myndi aðalkrafa hans nema 23.060.851 krónu m og með sama móti yrði varakrafa stefnanda 6.794.258 krón ur. Stefndi bendir á að það væri rangt að færa niður afkomu fyrir árið 2016 að teknu tilliti til fyrningar og leggja það saman við afkomu vegna ársins 2017. Við slíkar aðstæður yrði litið fram hjá því sem þegar hafi verið greitt til stefnanda, að langmest u leyti á árunum 2011 til 2015 og beri að sjálfsögðu að taka tillit til þess við útreikninga á dómkröfum stefnanda. Krafa um málskostnað er reist á 129. - 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á aðildarskorti og telur hann að afsal frá Plús film ehf. til stefnanda sé málamyndagerningur sem virða beri að vettugi. Telur stefndi að stefnanda hafi ekki tekist að sanna að greitt hafi verið fyrir tækjabúnað og hugverkaréttindi í samræmi við afsalið. Samkvæmt umræddu afsali frá 5. janúar 2012 afsalaði Plús film ehf. öllum tækjabúnaði sínum og framleiddu efni frá upphafi til stefnanda sem þá bar heitið SMS film ehf. og var umsamið verð 450.000 krónur. Nafni S MS film ehf. mun síðar hafa verið breytt í núverandi heit i , Plús film ehf., sem er stefnandi máls þessa. Engin gögn hafa verið lögð fram í máli þessu sem hnekkja framangreindu afsali, en það stendur stefnda næst að sanna að fyrir hendi séu atvik sem leiða til þess að stefnandi verði ekki talinn réttur aðili máls þessa. Verður sýknukröfu stefnda af þessum sökum því hafnað og stefnandi talinn réttur aðili máls þessa. Ágreiningur aðila í máli þessu snýst um 20 mínútna heimildarmynd sem ber heitið Eyfjafjallajökull Erupts , en myndin var sýnd í svokallaðri Gestastofu á Þorvaldseyri og seld þar í formi DVD diska. Er um það deilt hvort stefnandi eigi rétt á helmingshlutdeild í hagnaði af þessari hagnýtingu myndarinnar. Á DVD disknum segir að þetta sé s agan um gosið á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli 2010 og áhrif þess á 16 fólkið sem býr beint undir eldstöðinni, á bænum Þorvaldseyri. Á disknum segir að handrit og leikstjórn hafi Sveinn M. Sveinsson annast, framleiðendur séu Sveinn og Ólafur Eggertsson o g þá hafi Sveinn annast kvikmyndatöku og klippingu. Þá er Sveinn talinn upp sem einn af þulum myndarinnar og Ólafur er sagður hafa tekið forsíðumyndina. Í Gestastofunni var einnig jarðfræðisýning sem stefndi kom upp og heldur hann því fram að hún hafi veri ð í það minnsta jafn stór hluti af upplifun gesta og heimildarmyndin. Ekki liggur fyrir skriflegur samningur milli aðila um skiptingu hagnaðar af sýningu myndarinnar en ekki er annað að sjá en að ríkt hafi samkomulag milli þeirra um framkvæmdina fram til s einni hluta ársins 2016 þegar stefnandi fór fram á aukna hlutdeild vegna sölu DVD diskanna. Stefndi heldur því fram að hann sé einn eigandi höfundarréttar yfir myndinni og hafi Plús film og Sveinn M. Sveinsson einungis verið ráðnir sem verktakar við gerð hennar . Á þetta verður engan veginn fallist. Eins og að framan greinir samdi Sveinn M. Sveinsson handrit og annaðist leikstjórn, kvikmyndatöku og klippingu. Þá eru Sveinn og Ólafur Eggertsson báðir sagðir framleiðendur myndarinnar. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. höfundalaga nr. 73/1972 telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt. Framangreindum ákvæðum skal einnig beita um framleiðanda kvikmyndaverks. Ekki hefur veri ð sýnt fram á að stefnandi hafi framselt höfundarrétt sinn til stefnda og þar sem ekki verður talið að listrænt framlag Ólafs til myndarinnar hafi verið með nokkrum þeim hætti sem útrýmt get i höfundarrétti stefnanda verður að telja að virtum öllum atvikum máls þessa að málsaðilar eigi höfundarréttinn að jöfnu. Í máli þessu hefur verið lögð fram matsgerð A , löggilts endurskoðanda og hefur henni ekki verið hnekkt. Í matsbeiðni var þess óskað að matsmaður legði fram fjárhagslegt uppgjör milli a ðila þar sem h vor um sig nyti jafns hagnaðar af framleiðslu og nýtingu kvikmyndarinnar. Samkvæmt matsgerðinni hafði m atsmaður ekki neinar áreiðanlega r upplýsingar um vinnuframlag aðila og fól niðurstaða tekna umfram gjöld af verkefninu hjá hvorum aðila fyrir sig annars vegar í sér öll vinnulaun þessara aðila vegna verkefnisins og eftir atvikum hagnað af því. Þá gerði matsmaður ráð fyrir því að í báðum tilvikum væri um einhvern útlagðan kostnað að ræða sem ekki hafi náðst utan um við matið. Var matsmanni því ókleift að le ggja fram fjárhagslegt uppgjör sem byggði á því að hvor aðili um sig nyti jafns hagnaðar og var því aðeins lögð fram niðurstaða af m a ti á 17 tekjum og gjöldum. Matsmaður taldi þá niðurstöðu endurspegla afkomu af verkefninu án greiðslu fyrir vinnu aðstandenda þess. Eins og að framan er rakið hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að málsaðilar eigi höfundarréttinn að jöfnu. Telja verður ljóst að gestir Gestastofunnar kunni að hafa notið annarra verðmæta en kvikmyndarinnar með greiðslu aðgangseyris. Matsmanni var falið að leggja mat á það hversu stórt hlutfall aðgangseyris og rekstrarkostnaðar skyldi reiknast annars vegar sem tekjur og gjöld af nýtingu myndarinnar og hins vegar sem tekjur og gjöld vegna sölu varnin g s og hugsanlegra annarra verðmæta. Með hliðsjó n af því sem upplýst hefur verið um sýninguna í Gestastofunni þar sem gestir höfðu m.a. aðgang að metnaðarfullri jarðfræðisýningu sem stefndi sá um uppsetningu á , þykir rétt með vísan til niðurstöðu matsmanns að draga frá tekjum vegna aðgangseyris 10% vegn a fræðslu - og skoðunarferða um Þorvaldseyri og 50% vegna jarðfræðisýningarinnar. Verður því fallist á þrauta varakröfu innan varakröfu stefnanda og verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. maí 2020 til greiðsludags , enda eru kröfur eldri en frá 29. maí 2016 fyrndar. Telja verður að stefnandi hafi haldið rétti sínum nægilega til streitu eftir að ágreiningur aðila kom upp og verður því ekki t alið að hann hafi glatað rétti sínu m fyrir sakir tómlætis. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 5 .000.000 króna upp í málskostnað og hefur þá verið tekið tillit til helmings kostnaðar af matsgerð . Virðisaukaskattur er ekki in nifalinn í þessum fjárhæðum. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, Eyrarbúið ehf., greiði stefnanda, Plús film ehf., 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. maí 2020 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 5.000.000 króna upp í málskostnað án virðisaukaskatts. Hjörtur O. Aðalsteinsson