Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. maí 2021. Mál nr. S - 1084/2021: Ákæruvaldið (Sonja Hjördís Berndsen aðstoðarsaksóknari) gegn X (Magnús Jónsson lögmaður) Dómur: Mál þetta var þingfest 6. maí 2021 og dómtekið sama dag. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru útgefinni 5. maí 2021 á hendur ákærða, X , kt. 000000 - 0000 , , , fyrir eftirtalin hegningarlaga - og vopnalagabrot framin í mars 2021: 1. Fyrir rán í lyfjaversluninni , með því að hafa miðvikudaginn 10. mars, í félagi við A , kt. 000000 - 0000 , veist með hótunum að B starfsmanni , en ákærði dró upp hamar og krafði B um Oxycontin sem hann kastaði til þeirra yfir afgreiðsluborð. Í kjölf arið höfðu ákærði og A á brott með sér eina pakkningu af Oxycontin að söluverðmæti 7.158 krónur. 2. Fyrir rán í Apóteki , með því að haf a laugardaginn 13. mars veist með ofbeldi og hótunum að C starfsmanni apóteksins, gripið í hana, haldið henni að sér, dregið upp hníf sem hann reyndi að leggja að hálsi hennar og haldið hnífnum að henni á meðan hann krafði hana og samstarfskonu hennar, D , um Oxycontin sem D afhenti ákærða. Í kjölfarið hafði ákærði á brott með sér tvær pakkningar af 10 mg rítalín sem inni héldu 30 töflur, tvær pakkningar af 10 mg Oxycontin sem innihéldu 28 töflur, eina pakkningu af 10 mg Oxycontin sem innihélt 98 töflur, tvær pakkningar af 20 mg Oxycontin sem innihéldu 28 töflur og eina pakkningu af 20 mg Oxycontin sem innihélt 98 töflur. 3 . Fyrir vopnalagabrot í Apóteki , með því að haf a þriðjudaginn 16. mars haft í vörslum sínum hníf sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða. 2 Telst háttsemin samkvæmt 1. og 2. ákærulið varða við 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemin s amkvæmt 3. ákærulið við 1. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á haldlögðum hnífi samkvæmt 3. ákærulið með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að til frádráttar dæmdri refsingu komi gæsluvarðhaldsvist hans frá 17. mars 2021 til og með dómsuppsögudags að fullri dagatölu. Þá verði þóknun skipaðs verjanda greidd ú r ríkissjóði. Fyrir dómi játaði ákærði undanbragðalaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Var því farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 1. - 3. tölulið ákæru og þar þykir í öllum tilvikum réttilega heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann þrívegis sætt sektarrefsingu; síðast í nóvember 2014. Hafa þau brot engin áhrif til þyngingar við ákvörðun refsingar í þessu máli. Ákærði er nú sakfelldur fyrir t vö ránsbrot, sem þykja í eðli sínu alvarleg og fyrir eitt vopnalagabrot. Með hliðsjón af ofangreindum sakaferli, greiðri játningu ákærða fyrir dómi og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Til frádráttar þeir ri refsingu skal koma gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 17. mars 2021 til og með dómsuppsögudags, samtals 51 dagur, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Þá ber að fallast á upptökukröfu ákæruvaldsins vegna brots ákærða samkvæmt 3. ákærulið, eins og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað. Til útlagðs sakarkostnaðar samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins telst 129.580 króna þóknun Unnstei ns Arnar Elvarssonar lögmanns, sem gætti hagsmuna ákærða á frumrannsóknarstigi máls, sbr. gæsluvarðhaldsúrskurður réttarins nr. R - 641/2021. Magnús Jónsson lögmaður tók síðar við réttindagæslu ákærða, sbr. gæsluvarðhaldsúrskurður nr. 875/2021 og er nú skipa ður verjandi ákærða fyrir dómi. Ber ákærða einnig að greiða þóknun hans og þykir 3 hún með hliðsjón af eðli og umfangi máls hæfilega ákveðin 465.310 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í átta mánuði. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald frá 17. mars. til 6. maí 2021 að fullri dagatölu. Ákærði sæti upptöku á haldlögðum hnífi. Ákærði greiði í sakarkostnað 129.580 króna þóknun Unnsteins Arnar Elvarssonar fyrrum v erjanda síns og 465.310 króna þóknun Magnúsar Jónssonar skipaðs verjanda ákærða fyrir dómi. Jónas Jóhannsson