Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 11. janúar 2024 Mál nr. S - 2640/2023: Ákæruvaldið (Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður) (Gunnhildur Pétursdóttir réttargæslumaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur og fleira: Mál þetta, sem dómtekið var 15. desember 2023, er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðs saksóknara 13. apríl sama ár, á hendur X , kennitala [...] , [...] nauðgun, með því að hafa að kvöldi laugardagsins 2022 á salerni í [...] , [...] , Reykjavík, með ólögmætri nauðung og með því að neyta aflsmunar, haft önnur kynferðismök en sam ræði við A , kennitala [...] , án samþykkis, en ákærði st akk getnaðarlim sínum í munn A þar sem hún sat á salerni og notfærði sér að A gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refs ingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kennitala [...] , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.000.000 [króna] auk vaxta [samkvæmt] 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 2022 þar til mánuður er liðinn frá birtingu skaðabótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum [samkvæmt] 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða þóknun vegna réttargæslu að mati dómsi ns eða samkvæmt síðar framlögðum málskostn - aðar 2 Ákæra ásamt greinargerð vegna einkaréttarkröfu var birt fyrir ákærða 28. apríl 2023 og málið var þingfest 8. maí sama ár. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. A , hér eftir nefnd brotaþoli, gerir sömu kröfu um miskabætur, vexti og dráttar vexti og greinir í ákæru, og krefst auk þess hæfi legar þóknunar til handa skip uðum réttar gæslu - manni sem greiðist úr ríkissjóði, sbr. tímaskýrs lu. Ákærði krefst aðal lega sýknu en til vara vægustu refs ingar sem lög leyfa. Einnig krefst ákærði aðallega sýknu af bótakröfu en til vara lækkunar á bóta fjárhæð. Þá krefst ákærði þess að allur sakar kostn aður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun skipaðs verjanda. II. Málsatvik: 1. Samkvæmt frumskýrslu barst tilkynning til lögreglu klukkan 23:57 að kvöldi 2022 um meinta nauðgun í [...] við [...] í Reykja vík. Lögreglu menn fóru á staðinn og gáfu sig fram við öryggisvörð sem fylgdi þeim til brotaþola þar sem hún beið í nálægu herbergi öryggisvarða. Að sögn lögreglu var hún völt á fæti, rauð til augnanna, örlítið þvoglumælt en vel viðræðuhæf . Í samtali við brotaþola kom m eðal annars fram að hún hefði verið á árshátíð á vegum fyrirtækis sem haldin var í [...] . Hún hefði neytt talsverðs áfengis og verið að dansa en síðan þurft að fara á salerni. Brotaþoli hefði gyrt niður um sig og setið á klósetti á bás þegar eigin maður samstarfskonu hennar, sem hún nafngreindi, kom að henni, dró fram getn aðar liminn og setti upp í munn hennar. Við það hefði brotaþoli kúgast og ælt svo upp gangur inn fór á sokka buxur og skó sem hún var í. Hún hefði klætt sig úr, farið fram og leitað ás jár hjá konu og þær síðan gefið sig fram við öryggis vörð. Lögregla ræddi við téða konu, B , sem komið hafði brotaþola til að stoðar. Greindi hún frá því að hafa orðið vör við brotaþola frammi á gangi og hún hefði virst vera mjög drukkin og líða illa. Hún hefði boðið henni aðstoð en fengið svör um að brotaþola hefði verið nauðgað á nálægu sal ern i. Brotaþoli hefði ekki viljað fá lögreglu á stað inn en þær farið í áttina að salern inu. B hefði fundið umræddan klósettbás og tekið ljós mynd af því sem þar v ar að sjá en ekki hreyft við neinu. Hún hefði síðan fundið öryggisvörð sem kom og gætti að því að ekki yrði hróflað við því sem var í básn um þar til lög regla var komin á staðinn. Þá bárust lögreglu upplýsingar stuttu síðar frá B um nafn og klæðn að manns , ákærða, sem hún taldi vera meintan geranda, en hún kvaðst hafa séð til hans ganga inn á salernið þegar hún gekk út til að sækja öryggis vörð. 3 Lögregla tók yfir lokun á vettvangi og var farið með brotaþola til aðhlynningar á neyðar - móttöku Land spítalan s fyrir þolendur kynferðis ofbeldis. Þá komu fleiri lög reglu menn á stað inn til að stoðar, þar á meðal frá tækni deild. Var leit að að ákærða í ná grenni við vett - vang, auk þess sem farið var að heimili hans. Reyndist hann enn vera við [...] ásamt e igin konu sinni þar sem hann var handtekinn klukkan 01:19 sömu nótt og færður á lög - reglu stöð. Var ákærði undir áhrif um áfengis og blés í áfengis Ákærði gekkst síðar um nóttina undir réttar læknis fræðilega skoðun og var fat naður hans hald lagður til frek ari rann sóknar. Þá var ákærði vistaður í fangageymslu þar til hann gaf skýrslu undir hádegi sama dag og var síðan látinn laus. 2. Í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings greinir meðal annars að brotaþoli hafi komið á neyðar móttöku í fylgd lögreglu klukkan 01:00 aðfaranótt 2022. Í skýrslunni greinir meðal annars frá stuttri frásögn brotaþola um atvik, meðal annars að hún hafi verið á árs hátíð og drukkið léttvín. Hún hafi farið á salerni en á eftir henni hafi komið maður sem hún þekkti sem eiginmann/sambýlismann samstarfskonu. Brotaþoli hafi átti í ein - hverjum samskiptum við manninn um kvöldið en ekki þekkt nafnið á honum. Hún hafi ekki áttað sig á því hvers vegna hann var kominn með henni á klósettið en hann hafi áður en hún vissi af verið búinn að taka getnaðarliminn á sér fram og stinga limnum upp í hana á meðan hún sat á klósettinu. Hún hafi sagt honum að hætta og spurt hvað ertu að gera, ertu ekki maðurinn hennar C [?]. Nánast í kjölfarið hafi brotaþoli ælt mjög mikið, yfir sokkabuxur sínar og skó, og maðurinn farið. Brotaþoli hafi farið úr skónum og sokkabuxunum og reynt að þrífa æluna. Síðan hafi hún ráfað fram á gang og hitt konu og sagt henni hvað hefði gerst og í kjölfarið hafi verið hringt á lögregluna . Í skýrslunni greinir að hið meinta brot hafi sennilega staðið yfir í nokkrar mínútur og er merkt við staðlaðan reit að brotaþoli hafi verið neydd til að sjúga kynfæri árásarmanns . Brota þoli hafi verið undir áhrifum áfengis við komu á neyðarmóttöku en hún hafi verið vel fær um að svara spurningum og ekki áberandi þvoglumælt. Hún hafi verið róleg allan tímann, slagað aðeins við göngu og munað eftir atburðum kvöldsins. Í staðlaðri skrán - ingu í skýrslunni um andlegt og líkamlegt ástand greinir að brotaþ oli hafi verið dofin , í til finn ingalegu jafnvægi , yfirveguð, óttaslegin, kvíðin, ráðalaus, hvumpin , hrollur verið í henni og hún verið með sektarkennd . Brota þoli hafi setið bein í baki og gefið eðli legan augn kontakt , svarað greiðlega spurn ingum og virst svara eftir bestu getu og vit neskju. Hún hafi verið róleg í fasi, talað skýrt, verið leið yfir því sem gerðist og með sektar kennd fyrir hönd barna og eigin konu/sambýliskonu meints geranda. 3. 4 Lögregluskýrsla var tekin af brotaþola umræd da nótt þar sem hún var stödd á neyðar - mót töku. Í aðalatriðum greindi hún frá því að hafa verið stödd á salerni sitjandi á klósett i að hafa þvaglát og um hefði verið að ræða lokaðan klósettbás. Hún hefði verið undir áhrif um áfengis og átt í ein h verjum rökræðum við mann, ætlaðan geranda. Mað ur inn hefði verið maki nafngreindrar samstarfs konu brotaþola en þær hefðu verið í sam skiptum um kvöldið á árshátíðinni. Brota þoli kvaðst ekki muna hvernig það atvik aðist að maður - inn var hjá henni á klósett básnum. Hún hefði farið inn á salernið til að hafa þvag lát en ekki til að hafa kynmök. Hún hefði verið í sitjandi stöðu með sokka - og nærbuxur á hæl unum og maðurinn staðið fyrir framan hana. Hann hefði rennt niður buxna klaufinni og s ett getnaðarliminn upp í munn hennar þar sem hún sat á klósettinu. Þá greindi hún frá því að hún hefði síðan ælt eftir að hafa fengið liminn upp í sig. Ælan hefði lent á fatn aði hennar og skóm og maðurinn farið. Brotaþoli greindi jafnframt frá því að hú n hefði, eftir að hafa ælt og maðurinn var farinn, klætt sig úr útældum fatnaði og skilið eftir á klósett básn um. Þar hefði allt verið í ælu. Brotaþoli hefði farið fram og sagt konu hvað hefði gerst og það síðan leitt til þess að lögregla var kölluð á sta ðinn. Frekar spurð kvaðst brota þoli ekki muna hvað það stóð lengi yfir að maðurinn var með liminn uppi í henni en hún héldi að hún hefði byrjað mjög fljót lega að æla eftir að það gerðist. Hún kvaðst telja að hún hefði ekki verið að bjóða upp á nei tt og ef það hefði verið þá hefði það verið algjörlega ómeðvitað og hún hefði ekki verið í slíkum hug leið ing um. Þá hefði staðið til að fyrrverandi kærasti hennar yrði hjá henni yfir nóttina. Frekar spurð kvaðst brota þoli ekki hafa veitt sam þykki fyrir því sem áður greinir þar sem hún hefði ekki átt von á, ekki beðið um og ekki viljað að það gerð ist. Því hefði þess vegna verið þvingað upp á hana. Þá greindi hún frá því í þessu sam hengi að hún hefði sagt manninum að hætta. Stuttu síðar við skýrslutökun a kom jafnframt fram, þessu tengt, að henni hefði fundist hún ekki vera í neinni stöðu til þess að mótmæla, hún hefði verið í ná kvæmlega réttri hæð og maður inn stungið limnum upp í hana. Útskýrði hún það nánar með samlík ingu við sleikjó og að það hefði verið rangt sem gerðist. Frekar spurð kann aðist brotaþoli ekki við að mað ur inn hefði komið við hana áður en tók fram að sér fynd ist að hann hefði allt kvöldið eða eitthvað fyrr um kvöldið verið að reyna að króa hana af eða að hann hefði verið að reyna að sannfæra hana um að hann væri viðkunnan legur maður. 4. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, sbr. rannsóknarbeiðni tæknideildar hafi verið í blóðsýni og tekin klukkan 01:37 umrædda nótt. Í fyrrgreindu blóð - og þvagsýni hafi einnig verið 5 brota þola sem tekið var klukkan 02:37 sömu nótt. Sam kvæmt framan greindu hafi niður - stöður alkóhólmælinga bent til ölvunar brotaþola á sýnatöku tím um. Í matsgerð sömu rannsóknastofu, sbr. alkóhólákvarðanir með gasgreiningum og blóð - og þvagtökuvottorð, gre hýdró - kannabínóli hafi verið í blóðsýni úr ákærða sem tekið var klukkan 02:55 umrædda nótt. um nóttina. Samkvæ mt framangreindu hafi styrkur vínanda í blóði og þvagi bent til ölvunar ákærða á sýnatökutíma, sem og að styrkur vínanda í blóði hafi verið fallandi á þeim tíma og nokkur tími í klukku stund um hafi því talinn vera liðinn frá því að áfengis - neyslu lauk. Þá hafi tetra hýdró kanna bín ól í blóði einnig bent til vímuáhrifa með samverk - andi og slæv andi áhrifum samhliða vínanda. 5. Í skýrslu tæknideildar um vettvangsrannsókn og fleira, sbr. ljósmyndir, dags. 2022, greinir meðal annars að lagt hafi ver ið hald á dömu skó, nærbuxur og sokkabuxur sem fundust inni á bás á karla salerni í téðu húsnæði, auk þess sem æla hafi verið á gólf inu og skítugur klósettpappír. Engin líf sýni hafi fundist á vett vangi og engin um merki verið um átök. Einnig greinir í skýrslunni það sem áður greinir um handtöku ákærða og að teknar hafi verið af honum ljósmyndir, auk réttarlæknisfræðilegrar skoðunar, sbr. lið II/6. 6. Í skýrslu tæknideildar um réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærða, sbr. ljósmyndir, dags. 2022, greinir meðal annars frá verkbeiðni og framkvæmd téðrar skoðunar, hæðar - og þyngdar mæl ingar, sýnatökum, haldlagningu fatnaðar og fleira varðandi með ferð á haldlögðum sakar gögn um. Einnig er meðal gagna vottorð læknis sem framkvæmdi fyrrgreinda l æknis skoðun og sýnatökur. Þar greinir meðal annars að skoðunin hafi byrjað klukkan 02:20 um nóttina, ákærði hafi verið rólegur, samvinnuþýður og hann virst vera vel áttaður á stað og stund. Í skýrslu tæknideildar, dags. 2022, um rannsókn á gögnum s em varðveitt voru á neyðarmóttöku eftir læknis skoðun á brotaþola greinir meðal annars að sýni á glerjum hafi verið skoðuð með smásjá, á sýni sem merkt var tunga, munnhol, varir og kinnar hafi verið þekjufrumur en engar sáðfrumur verið sjáanlegar. Á pinnum í lífsýna öskjum eftir sýna töku af tungu, munnholi, vörum og kinnum brotaþola hafi verið lífsýni í formi þekju - fruma og þar með mögulega nothæf til DNA - kennsla grein ingar. 6 Í skýrslu tæknideildar um rannsókn á fatnaði ákærða, sbr. ljósmyndir, dags. ] 2022, greinir meðal annars að um hafi verið að ræða teinótt svört jakkaföt, hvíta skyrtu og rautt bindi. Fötin hafi verið óhrein en ekkert markvert verið sjáanlegt á þeim. Þá hafi ekki komið fram nein nothæf lífsýni til DNA - kennslagreiningar á fötunum, a ð því frá töldu að ekki var talið unnt að úti loka að í sýni teknu frá innanverðri framhlið nær buxna ákærða væri að finna lífsýni í formi þekjufruma sem gæti verið nothæft til DNA - kennslagrein - ingar. Í skýrslu tæknideildar um rannsókn á réttarlæknisfræ ðilegum gögnum varðandi ákærða, dags. 2022, greinir meðal annars um niðurstöður að ekki hafi komið fram nothæf lífsýni til DNA - kennslagreiningar. Jafnframt greinir í skýrslunni að ekki hafi verið unnt að úti loka að á pinnum í lífsýnapoka eftir sýnatök u með stroku á getnaðarlim ákærða væri að finna líf sýni í formi þekjufruma og þar með mögulega sýni, nothæf til slíkra grein inga. Í skýrslu tæknideildar um rannsókn á gögnum sem fundust við vettvangsrannsókn, sbr. ljósmyndir, dags. 2022, greinir meðal annars að æla hafi verið á fatnaði og skóm brotaþola en ekki hafi verið að finna nein nothæf lífsýni til DNA - kennsla grein ingar. Meðal gagna er skýrsla tæknideildar, dags. 2022, um sendingu á fyrr greind um líf - sýn um til sænskrar réttarrann s óknarstofu, nánar tiltekið um sendingu á stroksýni af lim ákærða, lífsýni úr innan verðum nærbuxum ákærða, auk sendingar á poka með pinnum af líf sýnum úr munni (tungu), munni (munn holi), vörum og kinnum brota þola. Í skýrslu tækni deildar, dags. sa ma ár, greinir frá niðurstöðum hinnar sænsku rann sóknar stofu. Í skýrslunni kemur fram að niðurstaða greiningar á sýni af getnaðarlim ákærða hafi leitt í ljós að í því var blanda DNA - sniða frá að minnsta kosti tveimur einstaklingum. Það sem hafi verið í m eirihluta hafi verið frá brotaþola og það sem hafi verið í minnihluta hafi verið frá ákærða. Niður staða greiningar á téðu sýni frá nærbuxum ákærða hafi leitt í ljós blöndu DNA - sniða frá tveimur einstaklingum. Meirihluti sniðsins hafi verið eins og DNA - sni ð brotaþola en minnihlutinn verið ólíkur sniði ákærða og ekki unnt að rekja sniðið til hans. Þá greinir að við frumrannsókn á sýni úr munnholi brota þola hafi stakar sáðfrumur komið í ljós en við smásjárskoðun hafi magn þeirra ekki verið nægi legt til a ð DNA - greining væri möguleg. Engar sáðfrumur hafi hins vegar komið fram við frum - skoðun á sýnum frá tungu, vörum eða kinnum. Sýni frá tungu hafi ekki verið rannsakað frekar en greiningar á sýnum frá vörum og kinnum hafi leitt í ljós að bæði sýnin höfðu sam a DNA - snið og það hafi verið eins og DNA - snið brotaþola sjálfrar. 7. 7 Ákærði gaf skýrslu frá klukkan 11:15 til 11:37 þann 2022 í framhaldi af vistun í fangaklefa um nóttina, sbr. það sem áður greinir. Í aðalatriðum bar ákærði af sér sakir um meint kyn ferðisbrot og kann aðist til að byrja með ekki við nafn brotaþola. Eftir því sem leið á skýrslutökuna, og eftir að hafa verið tjáð að um væri að ræða sam starfs konu eiginkonu hans, virtist ákærði átta sig á því hvaða mann eskju væri átt við, brota þola, af því að hún hefði verið ælandi og mjög drukkin inni á salerni. Greindi ákærði frá ferðum sínum inn og út af sal erni ásamt fleira fólki og að hann hefði með einhverjum hætti hitt og talað við brotaþola í tengslum við það og hún verið mjög drukkin. Í skýr slu hans kom fram að hann hefði á tímabili farið út af salerninu og komið til baka og orðið þess áskynja að búið var að æla þar inni. Í skýrslu hans um framangreint kom meðal annars fram að hann hefði vitað af eða gert ráð fyrir brotaþola inni á lokuðum kl ósettbás og að æla hefði verið á gó lf inu og vond lykt komið undan hurðinni. Einnig kom síðar fram í skýrslu hans um framan greint að hann minnti að hann hefði séð brota þola sitja á klósettinu þegar æla var á gólfinu en hann hefði engin kynferðisleg samski pti átt við hana og hún hefði verið mjög drukkin. Ákærði var ekki sérstaklega spurður, og ekki kom fram í skýrslu hans, hvort hann hefði talað við eða átt önnur samskipti við brotaþola þegar hann sá hana sitja á kló sett inu. Í skýrslu hans um framangrein d atriði um atvik á salerninu kom einnig fram að hann hefði látið starfs mann vita eða kallað til starfsmann því að það þyrfti að þrífa þar inni út af ælunni. Þessu tengt greindi hann einnig frá því að hafa farið út af salerninu og notað sal ernið við hlið ina sem var ætlað fyrir fatlaða en hann var ekki spurður frekar út í þau atvik við skýrslutökuna. Einnig greinir í skýrslunni, í tengslum við spurningu um mögu legan sóðaskap út af ælu og handþvotti, að ákærði kann aðist við slíkt og var svar hans svo h ljóðandi: Já, ég var að þvo mér um hend urna r og þetta var allt ógeðslegt þarna þannig að það er ekkert ólíklegt að ég hafi sóðað mig út. Ákærði kann aðist ekki við að hafa verið í neinum sam skipt um við eða þekkt til brota þola að öðru leyti en því sem á ður greinir um atvik á salerni. Þá kom fram í skýrslunni að hann væri hissa á þeim sökum sem á hann væru bornar, auk þess sem við skýrslugjöfina kom skýrt fram að hann teldi að upptökur úr eftirlits mynda vélum gætu skýrt eða stutt skýringar eða frásögn ha ns um fyrrgreind atvik. Ákærði gaf aðra skýrslu [ ] 2022. Í byrjun skýrslutökunnar kvaðst ákærði litlu hafa við að bæta frá fyrri skýrslugjöf og neitaði með öllu sakargiftum og svaraði síðan neitandi spurningu um það hvort eitthvað kynferðislegt hefði ge rst milli hans og brota þola um rætt kvöld. Í framhaldi var ákærði spurður hvort hann eða hún hefði snert hann á salern inu. Í svari hans við þeirri spurn ingu kom fram: Ja, ég kom við hana þegar hún var búin að æla og þetta en ég meina ég, ekkert kynferði slegt, spurði bara hvort hún þyrfti aðstoð . Frekar spurður um snertingu kom fram í svari ákæra: Ætli ég hafi ekki komið hérna undir hökuna á henni og lyfti henni upp þegar hún sat þarna á klósettinu með höfuðið í 8 kjöltunni á sér en það var nú maður þarna f rammi að þvo sér um hend urnar sem ætti þá að hafa verið vitni að öllu ef eitthvað hefði skeð. Í framhaldi af fyrr greindum svörum var ákærði beðinn um frekari út skýringar auk þess sem hon um var kynnt skjal um téðar DNA - niðurstöður. Í svari hans við því kom eftirfarandi fram: Þetta bara hlýtur að vera eftir hendurnar á mér, þegar ég fer á klósettið þarna við hliðina, og það ætti að sjást á öryggismyndavélum. Frekar spurður um hið sama út frá fyrrgreindum niður stöðum sagði ákærði: Já, ég fór á klósetti ð við hlið ina eftir að ég var búinn að aðstoða hana. Það er bara ekkert annað en það. Allavega á ég enga skýr ingu á þessu aðra. Það var þarna maður frammi sem hefði þá átt að vera vitni að því ef eitthvað hefði komið fram. Við skýrslutökuna kvaðst ákærði telja að fram burður brota þola um meint kyn ferðis brot væri rangur og skýrðist af ölvunarástandi hennar. Vísaði ákærði aftur til þess að öryggismynda vélar hlytu að geta stutt fram burð hans. Einnig tiltók hann það sama og áður greinir um annan mann inni á salern inu á fyrr greind um tíma, að brotaþoli hefði setið mjög ölvuð inni á klósett bás með opna hurð og verið ælandi. Jafn framt benti ákærði á að æla hefði ekki verið á fatn aði hans og að það sam rýmdist ekki framburði brotaþola um atvik í tengs lum við meint brot. Frekar spurður svar aði ákærði því játandi að það væri hans útskýring á því sem áður greinir um DNA að hann hefði tekið undir hök una á brotaþola til þess að athuga hvort væri í lagi með hana. Til við bótar og frekari skýringar greindi hann frá því að hann hefði boðið brotaþola að stoð og spurt hvort hann ætti að kalla á konuna sína og sam starfsfólk hennar til aðstoðar. Við skýrslutökuna kvaðst ákærði telja að DNA hefði færst frá brotaþola yfir á sig þegar hann hafði þvaglát á salerni fyrir fatlaða við hliðina og var svar hans svo hljóðandi: Ég á enga aðra útskýringu á þessu, ég fer á klósettið við hliðina, fatlaða kló settið því þetta klósett er allt útælt og ógeðslegt og það ætti þá að sjást á öryggis mynda vélum að ég labba þarn a út bara rétt á eftir eða á sama tíma og maðurinn sem var að þvo sér um hendurnar . 8. Meðal gagna eru upplýsingaskýrslur um framburð fimm vitna sem gáfu skýrslur sím - leiðis hjá lög reglu við rannsókn málsins á tímabili frá 2022 til sama ár. Vit nið D bar um það að brotaþoli hefði verið áberandi mjög ölvuð á árshátíðinni í [...] og vandræðagangur orðið út af því. Þá hefði vitnið séð til brotaþola téða nótt, á milli klukkan 23:30 og 00:30, þar sem hún staul aðist áfram með þrek inn mann sér við hl ið, klæddan í dökkleit jakkaföt með rautt bindi og grátt í vöngum, sem hélt í hana. Ástand brotaþola hefði verið slæmt og vitnið gert ráð fyrir að maðurinn væri vinnu félagi hennar sem væri að koma henni afsíðis. Vitnið E greindi frá því að hafa heyrt tal milli karls og konu inni á salerni eins og einhver felu leikur væri í gangi en rödd karlsins hefði hljómað þannig. Vitnið hefði upplifað talið eins og fram hjá hald væri í gangi og karlmannsröddin verið meira áberandi í samtalinu. 9 Vitnið F greindi frá s amskiptum við brotaþola umrædda nótt, meðal annars að brotaþoli hefði verið peninga - og símalaus og beðið vitnið að aðstoða sig við að komast heim. Brota þoli hefði sagst vera nærbuxna - og sokkabuxnalaus og í engum skóm af því að hún hefði stuttu áður veri ð að veita manni munnmök inni á kvenna klósetti, auk þess sem hún hefði verið að æla. Brotaþoli hefði verið mjög drukkin og ekki í góðu jafn vægi. Þá hefði brotaþoli, þegar vitnið spurði, ekki vitað hvort munnmökin voru með hennar vilja eða ekki. Hún hef ði talað um að sér liði illa og að hún vissi að það sem gerðist væri rangt. Þá hefði hún talað um að téður maður væri maður vinkonu sinnar og hún hefði hitt hann áður á sams konar skemmtunum. Brotaþoli hefði ekki viljað þiggja boð vitnisins um að fara með henni á lögreglustöð og aðeins viljað fara heim. Vitnið hefði síðan vikið frá og reynt að finna dót brotaþola á salerni en ekki fundið neitt. Þær hefðu orðið viðskila en verið í skilaboðasamskiptum síðar um nótt ina. Vitnin G öryggisvörður og H , starfskona í veitinga deild, báru um sam skipti við brotaþola eftir meinta nauðgun. Bæði báru þau um ölvun brotaþola og að hún hefði virst vera í áfalli samhliða því að greina þeim frá meintu kynferðisbroti manns sem væri maki samstarfskonu hennar. 9. Með al málsgagna er vottorð I , sálfræðings við sálfræðiþjónustu neyðar móttöku Landspítalans, dags. 2023. Í vottorðinu greinir meðal annars að brotaþola hafi verið vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Hún hafi verið í fjórum við töl um á tíma bili fr á 2022 til sama ár, auk símtals sama ár þar sem henni var veitt áfallahjálp í byrjun. Brotaþoli hafi átt bókað viðtal 2022 en afbókað og afþakkað frekari þjónustu. Endurmat á einkennum hafi verið gert samhliða viðtöl um. Á meðferðartímabili hafi áfallastreitueinkenni farið minnk andi, auk þess sem dregið hafi úr þung lyndis - einkennum en með því fráviki að bæði ein kennin hafi aftur verið orðin meiri í viðtali 2022. Áfallastreitueinkenni hafi þó á þeim tíma enn verið undir skimunar mö rkum áfalla streituröskunar. Sálræn einkenni brotaþola hafi sam svarað ein kennum sem þekkt séu hjá fólki sem upplifað hafi alvarleg áföll, þar með talið nauðgun. Þá hafi niðurstöður sjálfsmatskvarða samsvarað vel frá sögnum brota þola í við tölum og hún v irst vera trúverðug og samkvæm sjálfri sér. 10. Meðal málsgagna er vottorð J sálfræðings, dags. 4. desember 2023. Í vottorðinu greinir meðal annars að brotaþoli hafi verið í viðtölum hjá sál fræð ingnum í sam tals 20 skipti frá 2022 að telja og sál fræðimeðferð sé ólokið. Tilefnið hafi verið meint kyn ferðisbrot 10 að kvöldi 2022. Fyrir þann tíma, í og sama ár, hafi brota þoli verið í fjórum sál fræðiviðtölum af öðrum ástæðum. Í viðtali 2022 hafi brotaþoli greint frá meintu kyn ferðis b roti tveimur vikum áður á salerni í [...] og hún lýst því sem áfalli. Þá hafi hún verið með sjáanleg merki um sterkar og erfiðar tilfinningar í við talinu. Í næstu við töl um á eftir hafi komið fram skýr neikvæð sál ræn einkenni. Brota þoli hafi fyrir fyrr greint við - tal 2022 virst vera við þokka lega geðræna heilsu og verið með almennt góða færni til daglegs lífs. Sál rænni heilsu hennar hafi hins vegar virst hafa hrakað skyndilega og verulega eftir 2022. Van líðan brota þola hafi eftir það tímamark birst í miklum og alvarlegum kvíða, sem nánar greinir í vott orðinu. Einnig hafi brotaþoli á sama tíma verið með mikil og alvarleg þung lyndis einkenni og þau viðhaldist en verið sveiflukennd með litlum merkjan legum bata. Jafn framt hafi hún át t erfitt með svefn og einbeitingu og upplifað auk inn pirring. Að auki greinir í niðurlagi vottorðsins að brotaþoli hafi að mati sálfræð ings ins, út frá klín ískum grein ingar - og meðferðar viðtölum, uppfyllt greiningarskilmerki fyrir áfalla streitu r öskun og að hún hafi þjáðst af þeirri geðröskun frá því að meint kynferðis brot átti sér stað. Jafnframt hafi hún verið greind með afgerandi og þrálát þunglyndis - og depurðar einkenni sem hafi verið sveiflukennd frá sama tíma. Áfallastreita og önnur ti l greind ein kenni hafi valdið brotaþola verulegri þjáningu og skert færni hennar til daglegs lífs, sem nánar greinir í vottorði. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði greindi meðal annars frá því að brotaþoli hefði verið inni á karlasalerni og setið á klósetti og verið búin að æla sig alla út. Æla hefði verið á gólfinu og allt í kringum hana. Það hefði verið opið inn á klósettbás til hennar. Ákærði hefði séð að höfuð hennar hékk niður og hún hefði verið við það að vera rænulaus vegna ölvunar. H ann hefði boðið henni að stoð og spurt hvort hann ætti að ná í konuna sína og vinkonur brotaþola til að aðstoða hana. Jafnframt kvaðst ákærði, í tengsl um við hið sama, hafa komið með hönd - unum við hendur eða undir höku brotaþola. Það hefði verið til að ná athygli hennar. Ákærði greindi frá því að brotaþoli hefði afþakkað boðið og sagst ætla að hringja í systur sína til að aðstoða sig. Kvaðst ákærði ekki hafa tekið eftir því hvort hún var með síma hjá sér. Frekar spurður út í framan greint kvaðst ákærði ekk i hafa talið þörf á því að kalla til starfs fólk út af ástandi brotaþola þar sem hún hefði getað svarað og tekið þátt í samtali. Frekar spurður um framan greinda snert ingu út frá síðari skýrslu hans hjá lögreglu kvaðst ákærði telja að hann hefði snert han a með hendinni undir hökuna. Frekar spurður um hið 11 sama út frá fyrri skýrslu hans hjá lögreglu þar sem ekki hefði verið minnst á slíka snert - ingu kvaðst ákærði ekki vera alveg viss með það en hann teldi eða ræki minni til þess að í þeirri skýrslu hefði han n sagst hafa boðið brotaþola að stoð. Ákærði greindi frá því að klósettbás við hlið brotaþola hefði verið upptekinn. Hann hefði síðan farið fram á gang og fært sig yfir á salerni við hliðina sem var ætlað fötluðum. Þar hefði hann haft þvaglát. Ákærði grei ndi frá því að hafa síðar komið til baka inn á karla - salernið og þar hefði allt enn verið í ælu og hann sótt starfsmann til að þrífa. Frekar spurður um þess atvik út frá skýrslugjöf hjá lögreglu og aðkomu starfsmanna greindi ákærði frá því að brotaþoli hef ði verið farin af salerninu þegar hann kom til baka. Frekar spurður um tímasetningu á þessum atvikum greindi ákærði frá því að hann vissi það ekki ná kvæm lega en það gæti hafa verið allt að klukku stund sem leið þar til hann kom til baka. Ekki hefði veri ð búið að þrífa og ákærði verið með starfsmann með sér, stúlku, og hann bent á að það þyrfti að þrífa inni á salerninu. Allt hefði verið frekar ógeðfellt þar inni. Frekar spurður um ælu og handþvott kvaðst ákærði gera ráð fyrir því að einhver æla hefði komið á hann en hann myndi ekki eftir því. Allt hefði verið í ælu. Hann hefði þvegið sér um hendurna r eftir að hafa haft þvaglát á salerni fyrir fatlaða. Síðan hefði hann farið fram í sal. Frekar spurður um hið sama út frá fyrri skýrslu ákærða hjá lögregl u greindi hann frá því að hann hefði örugglega þvegið sér um hendurnar í seinna skiptið sem hann kom inn á karlasalernið. Allt hefði verið frekar ógeðfellt út af ælunni, eins og áður greinir, en ákærði kvaðst ekki vera viss um það hvort einhver óhreinindi komu á hann. Frekar spurður kvaðst ákærði ekki hafa sett getnaðarliminn í munn brotaþola. Fram - burður brotaþola um þau meintu atvik væri rangur og kvaðst ákærði ekki hafa skýr ingu á því hvers vegna hún héldi því fram. Kvaðst ákærði telja að snerti smit skýrði fyrr - greindar DNA - niðurstöður varðandi það sem var á getnaðarlim hans og í innan verðum nær buxunum. Ekkert annað kæmi til greina. Hann hefði verið að reyna að ná sam bandi við brotaþola á salerninu og komið við hana og fengið eitthvað á sig. Hann hefði síðan farið á salernið við hliðina og ómeðvitað borið DNA á milli í tengslum við það að hann snerti getn aðarliminn með höndunum við það að hafa þvaglát og þegar hann gyrti sig. Hann hefði síðan þvegið hendurnar. Einnig greindi ákærði frá því að han n ætti við að stríða, sbr. framlagt læknisvottorð, og að hann hefði því ekki verið í stakk búinn til að gera það sem hann væri borinn sökum um. Þá hefði hann greint lög reglu frá hinu sama í tengslum við fyrri skýrslutöku hjá lögreglu. 12 Spurður út í önnur atvik fyrr um kvöldið og aðdraganda þess að hann fór inn á salernið í fyrra skiptið greindi ákærði meðal annars frá því að hann hefði hitt brotaþola ásamt fleira fólki áður um kvöldið, stuttu eftir að þau voru komin í [...] . Um væri að ræða sam star fs - konu eiginkonu ákærða. Hann hefði boðið brotaþola tóbaks púða og haldið á glasinu hennar á meðan. Hún hefði verið mjög ölvuð og í því samhengi greindi ákærði frá því að hún hefði rekið sig utan í og velt niður vínglösum sem stóðu á borði. Hann hefði ekki þekkt hana eða hitt hana áður. Hann hefði ekki átt önnur samskipti við brota þola um kvöldið. Þá hefði hann ekki vitað hvort hún var með honum í samkvæmi sem haldið var á öðrum stað í mið borginni fyrr um kvöldið áður en komið var á árshátíðina. Ákær ði greindi frá því að fólk hefði verið að koma og fara frá salerninu um kvöldið. Einnig hefðu ákærði og fleiri farið um ganginn fyrir utan salernið. Kvaðst ákærði halda að brotaþoli hefði verið þar á meðal og að hún hefði ruðst inn á karlasalernið eftir að hafa sagst vera búin að pissa á sig og að sér væri óglatt. Nokkrir hefðu farið inn á salernið, þar á meðal ákærði og brotaþoli, en báðir klósett bás arnir hefðu verið uppteknir til að byrja með. Frekar spurður um ástand brotaþola greindi ákærði frá því að hún hefði ekki verið minna drukkin á þessum tíma en þegar hann hitti hana fyrr um kvöldið, sbr. framan greint. Frekar spurður út frá skýrslugjöf vitnisins D hjá lögreglu um að hún hefði séð þrek inn mann í dökkleitum jakkafötum með rautt bindi styðja brot aþola á leið á salerni kvaðst ákærði ekki kannast við það eða að hafa gengið um með brotaþola. Einnig benti ákærði meðal annars á að fatnaður hans hefði verið svipaður margra annarra karl manna á árs hátíðinni. Í svari hans í tengslum við framangreint kom einnig fram að hann hefði farið um ganginn en ekki gefið því gaum hvaða fólk hefði farið þar um líka. Um önnur atriði greindi ákærði meðal annars frá því að hann hefði umrædda nótt verið undir áhrifum áfengis. Ölvunarstig hans hefði verið um fimm á mælik varðanum frá ein - um og upp í tíu. Aðspurður kvaðst hann ekki kannast við nein atvik á milli karls og konu inni á lokuðu kló setti sem hugsanlegt fram hjáhald, sbr. vætti E hjá lögreglu. Þá greindi ákærði frá því að sakargiftir á hendur honum hefðu reyns t honum og eiginkonu hans mjög erfiðar, en hún ynni ennþá hjá umræddu fyrirtæki ásamt brotaþola. Hið sama ætti við um hand töku ákærða umrædda nótt, en hann hefði á þeim tíma verið á gangi með eiginkonu sinni og fleira fólki á leið frá [...] . 2. 13 Brotaþoli greindi frá því við skýrslugjöfina að minni hennar um atvik kvöldsins og meint brot væri mjög takmarkað. Til skýringar vísaði hún til ölvunarástands umrætt kvöld og áfalls síðar vegna hins meinta brots. Í framburði hennar um meint atvik inni á salerni kom meðal annars fram að hún myndi eftir að hafa verið á klósetti, getnaðarlimur hefði verið í munni hennar og að hún hefði ælt við það. Þá kvaðst hún muna eftir and liti mannsins, sbr. nánar síðar. Hún kvaðst muna eftir að hafa setið á klósettinu og muna eftir þeirri tilfinningu að hafa verið að pissa. Hún kvaðst ekki muna eftir neinum orðaskiptum á meðan hún var á klósettinu eða hvort hún hefði sagt eitthvað við manninn. Þá kvaðst hún ekki vita hvort það var læst eða ólæst eða hvort var opið eða l okað inn á hana. Ælan hefði farið beint ofan á nærbuxurnar og á gólfið og hún hefði setið þarna inni og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Maðurinn hefði farið eftir að hún ældi. Allt hefði verið í ælu og hún skilið fötin eftir og farið fram og velt fyrir s ér hvernig hún gæti komist heim, sbr. nánar síðar. Frekar spurð kvaðst brotaþoli ekki vita hvort getnaðarlimur mannsins var linur eða harður í tengslum við fyrrgreind atvik og ekki hvort limurinn var lengi í munninum á henni. Spurð út í það sama út frá lög regluskýrslu kvaðst hún ekki muna eftir að hafa lýst getnaðarlimnum sem sleikjó. Í minn ingunni hefði limurinn verið í munn inum á henni og hún síðan ælt. Það hefði ekki verið með hennar samþykki að mað urinn stakk limnum upp í hana. Hann hefði ekki hjálp að henni eftir að hún ældi en sig minnti að hann hefði þá ef til vill rokið burt. Hún kvaðst ekki muna hvort annað fólk var inni á salerninu eða hvort fleiri hefðu verið að fara þar inn ásamt henni. Hvað varðaði andlit mannsins, sbr. framangreint, grei ndi brotaþoli frá því að um hefði verið um að ræða eiginmann samstarfskonu hennar og nefndi hún nafn ákærða í þessu sam hengi. Tók hún fram að hún hefði komist að nafninu síðar. Hún hefði ekki þekkt hann á þeim tíma og ekki verið í neinum samskiptum við hann um kvöldið. Hún hefði hins vegar munað eftir andlitinu og það væri eina ástæðan fyrir því að hún vissi deili á honum. Í því samhengi greindi hún frá því að ákærði hefði nokkru áður, sem maki samstarfs konu hennar, verið hluti af litlum hópi úr vinn un ni sem fór ásamt brotaþola saman á jóla hlað - borð á nánar tilgreindan veit ingastað. Brotaþoli greindi frá því að hún hefði farið fram eftir að hafa verið inni á salerninu. Hún hefði reynt að vera með lokuð augun og stutt sig við nálæga veggi og þa ð hefði hjálpað henni . Hún hefði viljað komast burt óséð. Hún hefði verið símalaus en munað eftir að hafa týnt símanum nokkru fyrr um kvöldið og hafa verið að leita að honum áður en hún fór á salernið. Á meðan brotaþoli var frammi hefði kona stoppað og spu rt hana hvort allt væri í lagi. Hún kvaðst hins vegar ekki vita deili á þeirri konu eða muna eftir andliti 14 hennar. Brotaþoli hefði stamað eða sagt kon unni að maður hefði stungið typpi upp í hana. Þá minnti hana að konan hefði síðan kallað til öryggisvörð og fleiri komið til hennar, auk lögreglu, og hún síðan farið á neyðar mót töku. Einnig og frekar spurð kvaðst brotaþoli muna eftir að hafa verið í samskiptum við fyrrgreinda F og hafa þá verið að leita að símanum sínum en hún kvaðst ekki muna hvað þær tölu ðu um. Það hefði verið áður en hún hitti konuna sem kallaði til öryggis vörð. Hvað varðaði ölvunarástand og drykkju um kvöldið kvaðst brotaþoli hafa verið undir miklum áhrifum áfengis, þar á meðal á þeim tíma þegar fyrrgreind atvik áttu sér stað á salern inu. Áfengisneyslan hefði byrjað á öðrum stað í miðborginni fyrir árs hátíðina og brotaþoli verið orðin ölvuð um klukkan sjö þegar hún kom á árs hátíð ina. Hún hefði haldið áfengisneyslu áfram á meðan hún var í [...] . Að auki hefði hún verið búin að taka i nn nánar tilgreind lyf samkvæmt lyfseðli en samverkandi áhrif hefðu ekki verið með tilliti til ölvunar. Frekar spurð út frá skýrslugjöf hjá lögreglu, að því er varðaði fyrrverandi kærasta, kvaðst brota þoli ekki hafa átt í neinum öðrum kynferðislegum at höfnum fyrir umrætt kvöld eða nokkru áður. Enginn annar en ákærði kæmi til greina í því samhengi. Þá kvaðst hún ekki muna eftir að hafa hitt ákærða fyrr um kvöldið eða fengið munntóbak hjá honum. Frekar spurð um það sama kvaðst hún hins vegar nota nikótín púða í munn. Spurð út frá skýrslu - gjöf hjá lög reglu kvaðst brotaþoli ekki hafa neina minn ingu um það sem greinir í þeirri skýrslu, eða að hún hefði sagt það við skýrslu gjöf ina að henni fyndist að mað urinn á klósett inu, ákærði, hefði allt kvöldið eða nokkru fyrr um kvöldið verið að reyna að króa hana af eða að hann hefði verið að reyna að sannfæra hana um að hann væri viðkunnan - legur maður. Þá kvaðst hún aðspurð ekki muna eftir að ákærði hefði komið við hökuna eða höndina á henni inni á salerninu. H vað varðaði andlega líðan og áfall eftir á greindi brotaþoli meðal annars frá því að hún hefði fengið rosalegt sjokk meðan meint brot var framið. Að auki greindi hún frá mikilli vanlíðan eftir það, þar á meðal ýmsum erfiðleikum, streitu og röskun á vinnust að, meðal annars út af nálægð við maka ákærða, samstarfskonu brotaþola. Einnig hefði það sama haft veruleg neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og ýmis erfið atvik komið upp síðar sem hefðu kallað fram streituviðbrögð út af hinu meinta kynferðisbroti. Gerði brota þoli ítarlega grein fyrir líðan sinni eftir á í þessu samhengi en heilt á litið kom fram að lengi hefði líðan hennar ekki verið og væri enn ekki orðin góð, sem og að hún hefði daglega þurft að takast á við áskoranir í tengslum við það og tekið einn dag í e inu. 3. 15 Vitnið D kvaðst hafa verið gestur á umræddri árs hátíð sem maki starfsmanns. Greindi hún meðal annars frá því að hún hefði tekið sérstaklega eftir brota þola á árs hátíðinni en þær hefðu ekki þekkst fyrir. Brotaþoli hefði verið áberandi mj ög ölvuð, auk þess sem þær hefðu átt í smávægilegum úti stöðum fyrr um kvöldið sem vitnið lýsti nánar. Vitnið hefði því tekið sérstaklega eftir eða haft gætur á brotaþola umrætt kvöld. Vitnið hefði verið á heimleið og klukkan mögu lega verið í kringum miðn ætti þegar hún tók eftir brotaþola þar sem hún var studd af karl manni. Þau hefðu verið að koma úr salnum og sem leið lá eftir gangi í áttina frá vitn inu. Vitnið hefði á þeim tíma hugs að að loksins væri einhver að taka brotaþola og koma henni burt. Þe tta hefði ekki verið öryggis vörður. Vitnið hefði ekki tekið eftir neinu sér stöku varðandi klæðaburð brota þola á þessum tíma. Maðurinn hefði verið í dökk leitum jakka fötum, brúnum eða grá um, mögulega svört um, en líklega gráum. Þá kvaðst vitnið hal da að maðurinn hefði verið í hvítri skyrtu og annaðhvort verið með rautt bindi eða slaufu, eitthvað rautt um háls inn. Hann hefði verið þrekinn í þeirri merkingu að vera axla breiður, þegar litið hefði verið til líkams vaxtar brotaþola. Vitnið kvaðst hald a að hún gæti ekki lengur borið kennsl á mann inn aftur og ekki vita hvort hann hefði verið gestur á árs hátíðinni. Frekar spurð út frá skýrslu vitnisins hjá lög reglu kvaðst hún einnig kannast við að hafa lýst honum á þeim tíma með þeim hætti að hann hefð i verið með grátt í vöngum. 4. Vitnið F kvaðst hafa verið á umræddri árshátíð og samstarfs maður brotaþola. Greindi vitnið meðal annars frá því að hafa verið á leið heim til sín þegar hún mætti brotaþola. Vitnið hefði kannast við brota þola sem samstarfs konu en ekki þekkt hana mikið. Vitnið hefði heilsað brotaþola en ekki fengið viðbrögð á móti. Brotaþoli hefði komið að vitninu stuttu seinna, gripið fast í vitnið og vitninu þótt það vera skrýtið. Hún hefði beðið vitnið um hjálp við að komast heim og spurt hvort vitnið gæti hringt á eða aðstoðað sig við að finna eða koma sér í leigu bifreið. Vitnið hefði gengið með brota þola sem leið lá á neðri hæðir [...] , auk þess sem vitnið hefði hringt og fengið svör um að leigubifreiðir væru væntanlegar. Í samtali vit nisins og brotaþola hefði komið fram að brotaþoli byggi úrleiðis fyrir vitnið og hún hefði því átt óhægt um vik að fylgja henni heim. Vitnið hefði því ætlað að ganga með brotaþola að leigubifreið. Brotaþoli hefði greint frá því að hún þyrfti að komast heim og sér liði ekki vel. Einnig hefði komið fram í samtalinu að brotaþoli væri nær buxna - og sokkabuxnalaus, auk þess sem hún væri skólaus. Brotaþoli hefði beðið vitnið að lána sér pening og þá hefði komið fram að hún væri símalaus. Brotaþoli hefði einni g greint frá því að hún hefði verið að totta mann inni á salerni og að hún hefði ælt. Vitnið hefði spurt brotaþola hvort maður sem var á gangi nálægt þeim á þeim tíma væri sá maður sem hún ætti við en hún svarað 16 að svo væri ekki. Vitnið hefði spurt brotaþola hvort allt væri í góðu en hún svarað að hún vissi það ekki, sér liði ekki vel og hún vildi bara komast heim. Vitnið hefði síðan spurt brotaþola hvort það sem hefði gerst milli hennar og mannsins hefði verið með hennar vilja. Brotaþoli hefði svara ð að hún vissi það ekki, að sér liði ekki vel og að hún vissi að það sem gerðist væri rangt. Vitnið hefði sest niður með brotaþola í anddyrinu og spurt hvenær umrætt atvik hefði gerst og hún svarað að það hefði gerst stuttu áður en hún hitti vitnið og það hefði átt sér stað uppi á klósetti. Þá hefði vitnið spurt brota þola hvort hún þekkti þann mann sem um var rætt og hún svarað að hann væri maður vin konu hennar og hún hefði hitt hann áður á viðburð um í vinnunni. Vitnið hefði spurt brotaþola hvort hún ætti að athuga með dótið hennar uppi á klósetti og brotaþoli hefði þegið það. Vitnið hefði síðan vikið frá og sagt brotaþola að bíða í and - dyrinu. Vitnið hefði hins vegar ekki fundið dótið og brotaþoli verið farin þegar hún kom til baka. Vitnið hefði sent skeyti til brotaþola en vitað að hún var ekki með símann á sér. Brotaþoli hefði svarað síðar um nóttina og greint frá því að hafa verið hjá lög reglu. Ástand brota þola hefði ekki verið gott umrædda nótt og hún verið drukkin en vitnið hefði hins vegar ver ð allsgáð. Þá hefði vitnið betur gert sér grein fyrir því síðar að brota þoli hefði verið í uppnámi í umrætt skipti. 5. Vitnið B kvaðst hafa verið gestur á téðri árshátíð sem maki starfs manns. Greindi vitnið meðal annars frá því að hafa verið nýkomin af salerni um klukkan hálftólf um kvöldið og á leið á annan minni viðburð á öðrum stað í [...] . Vitnið hefði tekið eftir brotaþola þar sem hún lá utan í vegg eða niðri á gólfi. Hún hefði verið skólaus og kjóll hennar verið aflagaður þannig að það sást að hún var ekki í nærbuxum og sokka buxum. Að auki hefði hún verið grátandi henni greinilega ekki liðið vel. Vitnið hefði gefið sig að brotaþola og spurt hana hvort allt væri væri í lagi. Til að byrja með hefði hún ekki fengið svar og brotaþoli virst vera í áfal li og hún starað út í loftið. Eftir smátíma hefði vitnið náð augnsambandi við brotaþola og hún spurt hana aftur og boðið fram aðstoð sína. Brotaþoli hefði svarað að hún vildi komast heim og að sér hefði verið nauðgað. Vitnið hefði boðið fram frek ari aðst oð og í samtali þeirri hefði meðal annars komið fram að nauðgunin hefði átt sér stað á karla klósetti, að skór brotaþola hefðu orðið eftir á staðnum, að hún fyndi ekki símann sinn og að hún vildi bara komast heim. Brota þoli hefði greint vitninu frá því hv að hefði gerst á kló sett inu. Í þeirri frásögn hefði komið fram að brotaþoli hefði verið beðin um að sjúga getnaðarlim og að henni hefði verið haldið fast. Limurinn hefði farið langt ofan í kok og hún kúgast og ælt yfir við komandi. Brota þola hefði fun dist það sem gerðist vera ógeðslegt og þess vegna hefði æla farið á gólfið. Einnig hefði komið fram 17 að við kom andi maður hefði síðan skilið hana eftir í þessu ástandi, sem og að mað urinn væri maki samstarfskonu brotaþola. Vitnið kvaðst hafa reist brotaþola við, gengið með henni til nálægs öryggisvarðar og látið vita. Öryggisvörðurinn hefði kallað eftir aðstoð í talstöð og annar öryggisvörður komið á staðinn og ferli hjá þeim farið í gang. Brotaþoli hefði farið með öryggisverði og vitnið verið beði ð um að fara að salerninu þar sem atburðurinn átti að hafa gerst. Hún hefði farið þangað og hringt í síma brotaþola án þess að það væri svarað. Vitnið hefði séð að salernið leit ekki vel út og tekið þrjár ljósmyndir þar inni og séð skó, sokkabuxur og nær b uxur á gólfinu, auk ælu. Ljósmyndirnar hefði vitnið síðar sent til lögreglu. Vitnið hefði verið smátíma á salerninu þar til öryggisvörður eða annar starfsmaður kom á stað - inn og hún fékk þær upplýsingar að enginn mætti fara þar inn. Nokkru áður hefði maður verið að nota klósettið. Vitnið hefði í framhaldi farið aftur inn í veislu sal en verið sótt af starfs manni nokkru síðar til að tala við lögreglu. Frekar spurð um ölvunar ástand brota - þola greindi vitnið frá því að hún hefði líklega verið ölvuð og dálít ið þvoglu mælt í tali en vitnið kvaðst ekki muna það sérstaklega. 6. Vitnið E kvaðst hafa verið gestur á árshátíðinni sem maki starfsmanns. Greindi vitnið meðal annars frá því að hafa verið staddur á klósettbás í norðan verðri [...] og heyrt samtal eins og það væri á milli manns og konu og vitnið sett það í sam hengi við hugsanlegt framhjá hald. Karlmannsrödd hefði sagt hinni manneskjunni að hún ætti ekki að fara að segja frá þessu . Talið hefði virst koma frá klósettbásnum við hlið ina. Vitnið hefði te kið sér sinn tíma til að ljúka sér af á klósettinu og síðan litið fram en ekki séð neinn og aldrei séð hvaða fólk talaði saman né heldur hefði hann þekkt radd irnar. Þá hefði vitnið um fjörtíu mínútum eða klukku stund síðar séð lög reglu við störf fyrir utan sama salerni. 7. Vitnið G greindi frá því að hafa verið við störf umrædda nótt í [...] sem yfir maður öryggisgæslu. Í vætti vitnisins kom meðal annars fram að hann hefði séð brota þola gefa sig á tal við annan öryggis vörð skammt frá vitninu og þau verið stödd á gangi nálægt [...] og tröppum. Aðrir hefðu átt leið um á sama tíma. Vitnið hefði stuttu síðar brugðist við beiðni í talstöð frá fyrrgreindum öryggis verði um að koma. Brota þoli hefði þá verið í miklu sjokki, eins og hún væri aðallega hissa eða ráð vil l t. Þá hefði vitnið skynjað á henni að hún vildi komast burt og heim. Brotaþoli hefði greint frá því að gerð hefði verið tilraun til að nauðga henni og hún bent á staðinn. Greindi hún frá því að maður hefði gengið inn á hana á umræddu klósetti. Vitnið kvaðst ekki hafa spurt nánar út í atvik og ekki viljað að brotaþoli færi heim. Vitnið hefði síðan fært hana afsíðis í vaktherbergi, auk þess sem 18 hlutast hefði verið til um að annar örygg i svörður lokaði sal erninu og að lög regla kæmi á staðinn. Vit nið kvaðst hafa beðið með brotaþola í vakt herberginu uns lög regla kom og það hefði ekki tekið langan tíma. Frekar spurður greindi vitnið frá því að brotaþoli hefði virst vera undir áhrifum áfengis en ekki verið þannig ölvuð að hún vissi ekki hvað hún væ ri að gera. Þá hefði ekki heyrst á talanda hennar að hún væri mjög ölvuð. Vitnið kvaðst ekki muna hvernig klæðnaður brotaþola var á þess um tíma en kvað sig reka minni til þess að hún hefði verið skólaus og ber fætt. 8. Vitnið H greindi frá því að haf a umrætt kvöld í [...] verið við störf sem teymisstjóri þjóna. Annar starfsmaður á vegum vitnisins hefði tilkynnt að búið væri að æla inni á karlaklósetti og vitnið farið á staðinn til að athuga hvort kalla þyrfti til hreinsi þjónustu. Vitnið hefði ekki s éð ælu inni á salerninu en fengið á tilfinninguna að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað. Stuttu síðar hefði kona komið inn ganginn hjá salern inu og sagst vera að leita að fatnaði og hún auk þess greint frá því að brotið hefði verið kyn ferðis lega ge gn konu á salerninu. Fyrstu viðbrögð vitnisins við þeim fregnum hefðu verið að segja konunni að fara ekki inn á salernið. Þá hefði vitnið talið rétt að kalla til öryggis vörð svo að enginn færi þar inn. Vitnið hefði bannað konunni að fara inn og beðið han a að passa að aðrir gerðu það ekki heldur. Vitnið hefði síðan vikið frá og séð fyrr greindan G , yfirmann öryggisvarða, þar sem hann var að tala við brotaþola ásamt öðrum öryggis verði. Brotaþoli hefði aug ljóslega verið í miklu áfalli og vitnið sett þa ð í samhengi við það sem áður greinir um salernið. Vitnið hefði rætt við G og sagt honum frá atvikum og hann beðið vitnið að tala við brotaþola. Þær hefðu síðan rætt saman og hún bent brota þola á að rétt væri að kalla til lögreglu. Brotaþoli hefði til að byrja með verið ófús að kalla til lögreglu en á endanum samþykkt það. Vitnið og G hefðu síðan fylgt brota þola í vaktherbergi og beðið eftir lögreglu. Vitnið hefði ekki rætt frekar við brota þola um hvað gerðist á salern inu heldur reynt að beina talinu að öðru, en brotaþoli hefði verið í miklu áfalli og geðs hrær ingu. Lögregla hefði komið á staðinn stuttu síðar. Frekar spurð um ástand og klæðn að brota þola greindi vitnið frá því að hún hefði verið í kjól. Eitthvað hefði verið sýni legt á kjóln um en vi tnið kvaðst ekki vita hvort það hefði verið æla. Þá hefði hún verið út grátin, skólaus og hárið úfið. Frekar spurð greindi vitnið frá því að brotaþoli hefði ekki virst vera áberandi ölvuð og kvaðst hún telja að ölvunarstig hennar hefði verið á bilinu þrír til fjórir á mælikvarðanum upp í tíu. 9. 19 Vitni, lögreglumaður nr. K , staðfesti og gerði nánari grein fyrir frumskýrslu og að komu sinni að málinu. Í vætti vitnisins kom meðal annars fram að lögregla hefði verið send í [...] vegna tilkynningar um meint k ynferðisbrot. Vitnið hefði farið á staðinn ásamt öðrum lögreglumanni og hitt brotaþola í herbergi öryggisvarða. Aðgerðir lögreglu í upphafi hefðu hverfst um að loka vettvangi, kalla til fleiri lögreglu menn á staðinn, auk tækni - deildar, leita að meintum ge randa og fara með brotaþola á neyðarmóttöku. Brota þoli hefði verið í upp námi, ölvuð og henni liðið illa. Hún hefði verið berfætt og klædd í hné - síðan kjól. Hún hefði grátið og virst vera skelkuð og ráðvillt, eins og hún væri komin í að stæður sem hún r éði illa við sjálf. Brotaþoli hefði verið við ræðuhæf og greint frá því að hafa farið á salernið og sest niður með buxurnar á hælunum þegar maður gekk inn á hana, tók getnaðarliminn út og tróð honum upp í munninn á henni. Það hefði leitt til þess að hún æl di. Hún hefði sagst ekki hafa þekkt manninn persónulega en vitað að hann væri eiginmaður samstarfskonu sem hún vissi nafnið á. Frekar spurð greindi vitnið frá því að kona sem kom brotaþola til aðstoðar í upphafi hefði séð að eitthvað var ekki í lagi. Konan hefði hjálpað brotaþola að finna rétta salernið en hún hefði skilið eftir sokka buxur og skó þar inni. Að því virtu hefði verið ljóst hvar meint brot var framið. Konan hefði kallað til öryggisvörð sem lokaði salerni þar til lögregla kom á staðinn. Konan h efði sagst ekki hafa hreyft við neinu en hún hefði tekið ljósmyndir af salerninu og sent til lög reglu. 10. Vitnið L hjúkrunarfræðingur staðfesti og gerði nánari grein fyrir skýrslu neyðarmóttöku, sbr. lið II/2. Vitnið kvaðst muna eftir komu brotaþola og greindi meðal ann ars frá því að hún hefði komið í fylgd lögreglu. Hún hefði verið léttklædd í kjól, eins og hún hefð i verið úti að skemmta sér. Brotaþoli hefði komið komið eðlilega fyrir og vel gengið með blóð - og lífsýnatöku. Hún hefði verið svolítið eftir sig, hissa og ráðvi l lt og henni ekki liðið vel. Hún hefði verið leið út af því að meintur gerandi væri maður konu sem hún væri að vinna með, verið leið fyrir þeirra hönd. Hún hefði greint frá atvikum og verið við ræðu hæf. Í aðalatriðum hefði komið fram í frásögninni að brota þoli hefði verið á almenningssalerni og að maður hefði komið á eftir henni, en hún hefði átt í sam skiptum við hann fyrr um kvöldið. Hún hefði setið á klósettinu, maðurinn komið að henni og sett getnaðarliminn upp í munn inn á henni. Þá hefði brotaþoli ælt og maður inn farið. Í frásögn inni hefði ekki komið fram hvort það sem gerðist hefði verið með hennar samþykki. Vitnið greindi frá því að hún hefði merkt við í reiti í skýrslunni varð andi líðan og ástand brota þola, ýmist út frá því hvernig hún hefði komið vitninu fyrir sjónir eða því sem hefði komið fram hjá henni í frá sögn. 11. 20 Vitni, lög reglufulltrúi nr. M , staðfesti og gerði nánari grein fyrir skýrslu og ljós mynd um vegna vettvangs rannsóknar tækni deildar lögreglu, sbr. lið II/5. Í framburði vitnisins kom meðal annars fram að vettvangurinn hefði verið lokaður og girtur af þegar vitnið kom á stað inn. Um hefði verið að ræða salerni ætlað körlum með tveimur lokuðum klósett bás - um, auk þess sem vaskar hefðu verið á sameiginlegu svæði. Vitnið hefði tekið ljós myndir og skráð niður upplýsingar um aðstæður og verksummerki. Vitnið hefði a ðal lega verið að leita að líkamsvessum, sæði, og notað þar til gert tæki, fjöl bylgju ljós gjafa. Á gólfinu hefði verið æla, nánar tiltekið á svæði fyrir framan klósettið og að dyr unum, auk klósett - pappírs sem lá á gólfinu, eins og einhver hefði reynt að þrífa æluna. Vitnið kvaðst ekki muna sérstaklega hvort æluslettur voru á veggjum en tók fram að ljósmyndir hefðu verið teknar af slík um verksummerkjum ef þau hefðu verið þar. 12. Vitni, sérfræðingur nr. N , staðfesti og gerði nánari grein fyrir rannsókn argögnum tækni - deildar varðandi öflun lífsýna og niðurstöðum DNA - rannsóknar, sbr. lið II/6. Vitnið greindi frá þeim gögnum sem aflað var og bárust til tæknideildar. Í framburði vitnisins um þau atriði kom meðal annars fram að tæknideild hefði tekið við gögnum frá neyðar - mót töku Land spítal ans um réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola. Um hefði verið að ræða sýni á pinnum og glerplötum. Engar sáðfrumur hefðu verið sjáan legar á sýn um sem voru á gler plötum. Í ljósi frásagnar brotaþola hjá neyðar móttöku af atvik um hefði mátt ætla að sýni á pinnum væru eingöngu í formi þekjufruma. Pokar með téðum pinnum hefðu því ekki verið opn aðir þar sem ekki hefði verið hægt að rann saka sýni á pinnunum hjá tækni deild. Vitnið hefði einnig móttekið haldlagðan fatnað ákærða, þ.e. skó, sokka, skyrtu, nær buxur, bol, jakka, bindi og buxur. Nokkrir dökk leitir blettir hefðu verið neðarlega á skyrt unni en sýni úr þeim hefði ekki gefið svörun við blóð próf um. Ekkert markvert hefði verið sjáanlegt í öðrum fatna ði. Frekar spurður um rann sókn á fyrr - greindum fatnaði greindi vitnið frá því að engin ummerki um ælu hefði verið að finna á buxum eða skóm ákærða. Þá greindi vitnið frá því að lífsýni hefði verið tekið af innan - verðri framhlið nær fatn aðar ákærða. Vitnið hefði tekið við réttar læknis fræðilegum gögn - um varðandi ákærða en þar hefði verið um að ræða fjóra poka af hár sýn um, kyn - og höfuð hár, bæði greidd sýni og samanburðarsýni, auk strok sýnis af getn aðarlim ákærða. Engin sýni hefðu verið sjáan leg með greidd um höfuð hárum en saman burðarsýni hefðu verið tekin. Stroksýni af getnaðarlim ákærði hefði ein ungis verið með þekjufrumum og því hefði poki með því sýni ekki verið opnaður í tækni deild. Vitnið hefði einnig tekið við gögnum sem lagt var ha ld á við vettvangsrannsókn, gler flösku, glas, sokkabuxur, nær buxur og skó, en ekkert mark vert hefði verið sjáan legt á þess um gögn um. 21 Vitnið greindi frá þeim gögnum sem send voru til DNA - rannsóknar og niðurstöðum þeirrar rannsóknar. Í framburði vit nisins um þau atriði kom fram að þau gögn sem hefðu verið send hefðu verið fyrrgreint stroksýni af getnaðarlim ákærða, fyrrgreint sýni af innan verðum nærbuxum ákærða, auk fyrr greindra sýna á pinnum sem afl að var frá brotaþola. Greining á stroksýni af g etnaðarlimnum hefði sýnt blöndu af DNA - sniði úr tveimur einstaklingum, þ.e. snið sem í meirihluta hefði verið samkennt við brota þola og snið sem í minnihluta hefði verið samkennt við ákærða. Frekar spurður um framangreint greindi vitnið frá því að upplýsi ngar um mæligildi á þeim mun sem þarna var lægju ekki fyrir hjá tæknideild en unnt væri að kalla eftir þeim upplýsingum frá rann sóknar stof u í Svíþjóð. Sýni úr innanverðum nærbuxum ákærða hefði verið með blöndu af DNA úr að minnsta kosti tveimur einstakl ingum. Það sem hefði verið í meirihluta hefði verið sam - kennt við brotaþola en sniðið sem var í minni hluta hefði verið ólíkt DNA - sniði ákærða og því ekki getað stafað frá honum, þ.e. hefði verið frá óþekkt um einstaklingi. Hvað varðaði fyrrgreind sýni úr brotaþola sem voru á pinnum greindi vitnið frá því að þau sýni hefðu verið skoðuð með tilliti til sáðfruma. Á sýni sem merkt var munnur (tunga) hefðu engar sáðfrumur komið fram og það sýni ekki verið skoð að frekar. Á sýni sem merkt var munnur (munn hol) hefðu komið fram stöku sáð frumur en fjöldi þeirra hefði ekki verið nógur til að DNA - greining væri möguleg. Þá hefðu ekki verið neinar sáðfrumur á sýnum merktum vörum og kinnum og þekjufrumu hluti þeirra sýna verið samkenndur við brota - þola. Greindi vitnið meðal annars frá því að það væri niðurstaða fyrr greindrar rannsóknar að DNA sem stafaði frá brota þola og var í meirihluta hefði verið á getnaðarlim ákærða, eins og áður greinir. Frekar spurður um framangreindar niðurstöður og mögulegt snertismit kvaðst vitnið ekki geta útilokað að DNA hefði getað borist frá brotaþola yfir á getnaðar - lim ákærða ef hann hefði snert á sér getn aðar liminn með höndunum og áður snert hendur eða höku brotaþola með hönd unum. Það hefði þýtt að þekju frumur frá brotaþol a hefðu getað færst á milli. Það væri hins vegar ólíklegri skýring en ekki væri unnt að úti loka hana. Varðandi DNA frá brotaþola í sýni frá innan verðum nærbuxum ákærða kvaðst vitnið telja að ástæða þess að DNA úr brotaþola fannst á þeim stað hefði ve rið sú að lim urinn hefði strokist þar við. Frekar spurður um mögulegt snertismit sem skýr ingu á DNA úr brotaþola í nærbux unum greindi vitnið frá því sama og áður greinir og kvaðst vitnið telja það vera ólíklegri skýr ingu á því sem hefði gerst en ekki væri unnt að útiloka hana. Í réttarrannsóknarfræðum væri ekki unnt að útiloka snertismit og sú skýr ing væri ekki fjarstæðu kennd. Kvaðst vitnið hins vegar telja að slík skýring væri ólík legri þar sem DNA úr brota þola hefði bæði verið á getnaðarlimnum og nærbuxunum og í fyrrgreindu magni, eins og áður greinir. Einnig greindi vitnið frá því að magn DNA í fyrrgreindu 22 sam hengi réðist af því hversu mikil snerting ætti sér stað. Þá greindi vitnið frá því að um væri að ræða DNA úr sýnum af húð frum um en ek ki ælu vökva. Frekar spurður um sæðisfrumur í munnholi brotaþola greindi vitnið frá því að sæði hefði ekki verið í nærbuxum ákærða, eingöngu DNA - snið frá brotaþola og óþekktum einstak - lingi, sbr. framangreint. Greindi vitnið frá því að almennt séð gætu sæðisfrumur fundist í munnholi í allt að 20 klukkustundir. Kvaðst vitnið því telja að það væri alveg mögulegt að umræddar sáðfrumur gætu tengst einhverju öðru ótengdu atviki sem hefði gerst áður. Frekar spurður um hið sama greindi vitnið frá því að engir sæðisblettir hefðu verið í nær fötum ákærða en að þeim hefði verið leitað með ljósgjafa. Að því virtu væri mjög ólík legt að ákærða hefði orðið sáðfall því mjög góðar líkur hefðu verið á því að sæðis - blettir fyndust í nærfötunum ef það hefði gerst. 13. Vitnið O , lyfja - og eiturefnafræðingur, gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og staðfesti og gerði nánari grein fyrir matsgerðum og öðrum gögnum varðandi alkóhól - og lyfjamælingar brotaþola og ákærða, sbr. lið II/4. Hvað varðaði mælingar brotaþola greindi vi tnið meðal annars frá því að þær niður stöður bentu til þess að brotaþoli hefði að líkum neytt áfengis um klukkustund áður en fyrra blóðsýni var tekið. Hlutfall alkóhóls á milli blóðs og þvags bentu til nýlegrar áfengisneyslu. Hið sama mætti ráða af svipuð u mæli gildi alkóhóls í fyrra og síðara blóðsýni. Greindi vitnið frá því að ekki væri unnt að segja til um hvert hefði verið alkóhólmagn í blóði brotaþola um tveimur klukkustundum áður þar sem brott hvarf á alkóhóli hefði ekki verið byrjað þegar sýni voru tekin. Lyf í blóð sýni brotaþola hefðu verið í lækningalegum skömmtum og ekkert sem benti til þess að sérstök milliverkun hefði verið á milli þeirra lyfja og áfengisneyslu. Hvað varðaði mæl ingar ákærða greindi vitnið meðal annars frá því að ekki væri me ð nákvæmni unnt að segja til um mæli gildi alkóhóls í blóði ákærða með því að reikna til baka. Út frá hlutfalli alkóhóls í blóð - og þvagsýni ákærða væri aðeins unnt að slá því föstu að einhver tími hefði verið lið inn frá því að drykkju var hætt og sýni vo ru tekin og að hámarksstyrkur í blóði hefði hugsan einnig mælst 4,0 ng/ml af tetra hýdró kannabín óli og mæligildi þess verið venjulegt en vel mælan legt. Frekar spurð um hið sama greindi vitnið frá því að tetra hýdró kannabín ól væri sam verkandi með alkóhóli. Þá kvaðst vitnið ekki telja að fyrrgreint mæli gildi tetra hýdró - kannabín óls gæti samrýmst því að ákærði hefði tekið inn CBD - olíu vegna fóta óeirðar. 23 14. Vitnið I sálfræðingur staðfesti og gerði nánari grein fyrir fyrr greindu vottorði, sbr. lið II/9. Í framburði vitnisins kom meðal annars fram að brotaþoli hefði í viðtölum greint frá mikilli vanlíðan í kjölfar meints brots. Hún hefði átt erfitt með að sinna dagleg um verkefnum og greint frá miklum kvíða fyrir því að mæta aftur til vinnu. Brotaþoli hefði greint frá tilteknum áfallaeinkennum, þ.e. minningum um meint brot og að hún hefði séð manninn fyrir sér renna niður buxnaklaufinni. Þá hefði hún greint frá hugs u num sem kölluðu fram minningar um meint brot og yllu henni uppnámi, þ.e. að hún hefði séð mann á vinnustaðnum sem líktist meintum geranda og hún hefði því hætt að fara í matsal fyrirtækisins. Einnig hefði hún greint frá hugsunum um að forð ast aðstæður og verið með neikvæð viðhorf, tilfinningar og áhugaleysi, auk þess að vera með svefntrufl anir. Í fyrsta viðtali hefði hún greint frá mikilli vanlíðan en stutt hefði verið frá meintu broti á þeim tíma. Í þriðja viðtali hefði henni liðið betur og áfallaeinkenn i verið minni. Þau hefðu hins vegar verið meiri í fjórða viðtali, en annar sálfræðingur hefði hitt brota þola í það skipti. Áfallaeinkenni brotaþola hefðu á tímabili viðtala ekki náð því stigi að hún væri greind með áfallastreituröskun. Vitnið kvaðst hins vegar ekki geta sagt til um hvernig líðan hennar hefði þróast eftir það. Brotaþoli hefði verið með sögu um önnur áföll en áfalla - einkenni hennar í téðum viðtölum hefðu verið sértæk með tilliti til hins meinta kyn - ferðisbrots. Frekar spurð um hvað hefði kom ið fram í frásögn brota þola um meint brot greindi vitnið frá því að brotaþoli hefði sagt frá því að hafa verið á vinnu skemmtun og farið á salerni og inni á klósettbási hefði maður komið að henni, gyrt niður um sig og stungið getnaðarlimnum upp í munninn á henni. Brotaþoli hefði í viðtölum verið opin ská og virst vera trú verðug og samkvæm sjálfri sér í frásögn. 15. Vitnið J sálfræðingur gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og staðfesti og gerði nánari grein fyrir fyrr greindu vottorði, sbr. lið II/10. Í fra mburði vitnisins kom meðal annars fram að brotaþoli hefði verið í fjórum viðtölum hjá vitninu á tímabili frá 2022 til sama ár. Hún hefði á þeim tíma verið frá vinnu en ráðgert að hefja aftur störf eftir umrædda árshátíð. Þá hefði áberandi mikill mu nur til hins verra verið á líðan brotaþola í næsta viðtali á eftir, sama ár. Hvað varðaði frá sögn brota þola af hinu meinta broti studdist vitnið við minnisnótur frá viðtali með brotaþola. Greindi vitnið meðal annars frá því að hún hefði sagst ha fa verið ölvuð að pissa á klósetti en allt í einu hefði maður verið á básnum og stungið typpinu upp í hana og hún ælt á sig og hann. IV. 24 Niðurstöður: Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála gildir sú grundvallar - regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunar gögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam kvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægi leg sönn un, sem ekki verði vefengd með skyn sam legum rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. laganna. Þá metur dómurinn hvert sönn unar gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt anir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. Ákærði neitar sök. Ítarlega hefur verið gerð grein fyrir framburði ákærða og brotaþola fyrir dómi, auk annarra vitna, sbr. III. kafla. Þá hefur í aðalatriðum verið gerð grein fyrir atviku m, lögreglurannsókn og helstu sakargögnum, sbr. II. kafla. Í tengslum við aðal - meðferð fór fram vettvangsganga í [...] sem hverfðist um að kynna sér aðstæður á umræddu sal erni, aðliggjandi gangi þar fyrir utan og stað setn ingu í húsinu til að átta sig á því árshátíðar svæði sem um ræðir. Undir rekstri máls ins hefur verið upplýst af ákæruvaldsins hálfu að eftirlitsmyndavélar voru ekki staðsettar utan við salerni og hjá þeim gangi sem um ræðir á þeim tíma sem meint brot var framið. Hið sama kom fram í leið sögn við vettvangs göngu. Varðandi dómkröfu um sýknu af refsi - og bótakröfu byggir ákærði á því að lögfull sönnun hafi ekki tekist um það að hann hafi brotið gegn brotaþola, eins og honum er gefið að sök samkvæmt ákæru. Í aðalatriðum hverfast varnir ákæ rða um að fram burður hans hafi verið stað fastur en framburður brotaþola hafi verið óskýr og vímuástand hennar hafi verið með þeim hætti að óvar legt sé að byggja á framburði hennar við sakarmatið. Þá styðji fram burður vitna ekki nægjan lega málatilbún a ð ákæru valds ins um ætlaða sök ákærða. Ákærði vísar til þess að lögreglurannsókn, sbr. gögn og vætti sérfræðings tækni - deildar, hafi leitt í ljós að engar sáðfrumur frá ákærða voru í nær bux um hans. Að því virtu verði sæði í munn holi brotaþola ekki r akið til ákærða og það hljóti því að hafa komið frá einhverjum öðrum manni. Einnig, og ekki síst, að því er varðar erfðaefni úr brotaþola sem var á getnaðarlim ákærða og í innanverðum nærbuxum vísar ákærði til þess að snerti smit hljóti að hafa átt sér sta ð. Nánar tiltekið að DNA - erfða efni frá brota - þola hafi með snertingum færst yfir á getnaðarliminn og í nær buxurnar í tengslum við það að ákærði fór höndum um liminn við þvaglát og gyrti sig að undan geng inni snert ingu með hendinni á höku brota þol a stuttu áður, allt eins og áður er rakið. Þá byggir ákærði á því að skýring hans um snertismit fái nægjanlegan stuðning í vætti fyrr greinds sérfræð - ings tækni deildar. Jafnframt vísar ákærði til þess að engin æla hafi verið á fötum hans og 25 skóm. Þá vísar hann til þess að hann eigi við langvarandi að stríða, sbr. læknis - vottorð, og því hafi honum verið torvelt eða ómögu legt að brjóta gegn brota þola með þeim hætti sem greinir í ákæru. Þessu til við bótar gerir ákærði athuga semdir við rann só kn lögreglu sem hann telur að hafi að nokkru leyti verið áfátt þar sem ekki hafi verið hugað nægjanlega að atriðum til að sýna fram á sakleysi hans. Af hálfu ákærða er ekki dregið sérstaklega í efa að mögulega kunni einhver að hafa brotið kyn ferðislega gegn brotaþola umrætt kvöld og með þeim hætti sem hún hefur borið um en ákærði hafi enga vitneskju um það, og hafi það gerst hafi ein hver annar maður en ákærði verið að verki. Með öðrum orðum, að ákærði hafi fyrir mis skiln ing og að ósekju ranglega ve rið bendl aður við málið. Í aðalatriðum byggir ákæru valdið og réttargæslumaður á hinu gagn stæða um allt framan - greint, eftir því sem við á, og að ákærði hafi bakað sér refsiábyrgð og bótaskyldu með þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru. Framburður ákærða hefur að nokkru marki verið stöðugur en ekki að öllu leyti. Í aðal - atriðum og heilt á litið hefur framburður hans orðið skýrari og nákvæmari um máls atvik eftir því sem liðið hefur á meðferð málsins, þ.e. miðað við fyrri og sí ðari skýrslu hans hjá lögreglu og að lokum við skýrslu hans fyrir dómi. Að mestu er sam ræmi um helstu aðal atriði, eins og þau horfa við ákærða. Nánar tiltekið að hann hafi stuttan tíma verið inni á téðu salerni þar sem hann hafi orðið var við brota þola illa haldna af ölvun og búna að æla á gólfið. Einnig að hann hafi verið í óveru leg um sam skipt um við hana inni á salerninu og þau hafi ekki verið af kyn ferðis legum toga. Þá hafi hann í fram haldi farið og notað salernið fyrir fatlaða við hliðina þar sem hann hafi haft þvag lát. Hann hafi svo komið nokkru síðar inn á karlasalernið og í tengslum við það hafi hann hlut ast til um þrif vegna ælunnar frá brotaþola. Heilt á litið birtist óstöðugleiki í framburði ákærða aðallega í því að við fyrri skýrs lutöku hjá lög reglu virtist hann til að byrja með ekki kannast við brota þola en það breyttist stuttu síðar við skýrslu tökuna. Eftir það virtist hann gera sér vel grein fyrir því um hvaða mann - eskju væri að ræða. Að auki gaf hann í fram haldi margþætta e n á köfl um fremur óskýra frásögn af ætluðum atvikum á sal ern inu þar sem brota þoli kom við sögu. Í þeirri frásögn var greinilegt mis ræmi þar sem hann greindi frá því fyrst að hurð inn á klósett bás brota - þola hefði verið lokuð og æla runnið á gólfinu undan hurð inni. Síðar við sömu skýrslu - töku kom hins vegar fram hjá honum að dyrnar hefðu verið opnar og hann séð brota þola þar sem hún hefði setið mjög drukkin á kló setti og æla verið á gólfinu. Við síðari skýrslu - töku ákærða hjá lögreglu kom fram fy llri og að því er virðist ný lýsing hans á mikil væg - um atriðum sem tengdust þessum atvik um. Skal þá haft í huga að þeirri skýrslutöku virð - ist frá upphafi hafa verið ætlað að hverfast um mikil væg atriði sem lágu fyrir á þeim tíma í rannsókninni, þ.e. niðurstöður DNA - rannsóknarinnar. Nánar tiltekið kom þá fram hjá 26 ákærða að hann hefði spurt brota þola hvort hún þyrfti að stoð og hvort hann ætti að kalla til aðra til að hjálpa henni sam hliða því að hann hefði snert með hend inni á höku hennar og hann síðan haft þvaglát á öðru nálægu salerni, eins og áður greinir. Fyrir dómi var lýs ing hans á fyrr greind um atvik um með svip uðum hætti og áður er rakið en með fyllri hætti. Birtist það meðal annar s í viðbót um að báðir klósettbásarnir hefðu verið uppteknir og einnig að brota þoli hefði svar að hon um á klósett inu og af þakkað boð hans um aðstoð og hún sagst ætla að hringja í systur sína. Einnig kom heilt á litið fram hjá honum talsvert ná kvæm ari lýsing á öðrum atvikum fyrir og eftir sam skipti við brotaþola. Þar á meðal kom fram frá sögn af samskipt um ákærða við brotaþola fyrr um kvöldið við komu á árs - hátíðina, sem og að hún hefði síðar um kvöldið ruðst inn á karlasalernið þar sem fleiri v oru nálægir og sagst vera búin að pissa á sig og að sér væri óglatt. Að auki, og þessu tengt, komu fram nýjar upp lýsingar hjá honum um tímalínu ætlaðra atvika, eins og þau horfðu við honum. Nánar tiltekið að hann teldi að allt að klukku stund gæti ha fa liðið á milli þess sem áður greinir um samskipti hans við brota þola sitjandi á klósettinu og þar til hann kom til baka í tengslum við þrif. Ljóst er af matsgerð rannsóknastofu, sbr. vætti lyfja - og eiturefnafræðings, að há mæli - gildi vínanda voru í blóði og þvagi ákærða umrædda nótt, auk tetra hýdró kannabínóls að nokkrum styrkleika í blóði með samverkandi vímuáhrifum. Bendir því allt til þess að hann hafi verið talsvert ölvaður umrætt kvöld. Að þessu virtu má búast við að ákærði hafi ekki haft ful lkomna skynjun á allt það sem gerðist á þeim tíma og verður að taka tillit til þess við úrlausn málsins. Engu að síður er ljóst, út frá því sem áður er rakið, að fram burður hans hefur heilt á litið ekki verið nægjanlega stöð ugur um mikilvæg atriði og d regur það nokkuð úr trúverðug leika hans. Verður að nokkru marki að líta til þess við úr lausn málsins, sbr. 115. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt framburði brotaþola fyrir dómi virðist hún hafa afar slitróttar minn ingar um hið meinta brot, eins og því er lýst í ákæru. Framburðurinn var áberandi gloppóttur en við skýrslugjöfina fyrir dómi kom fram að hún myndi lítið eftir því sem gerðist og að það væri í minn ingarbrotum. Skýrði hún það með vísan til ölvunar ást ands á verknaðar - stundu og áfalls eftir á vegna hins meinta brots. Minningarbrotin, eins og hún lýsti þeim fyrir dómi, hverfast um kjarna atriði hinnar meintu nauðgunar. Nánar tiltekið að hún hafi setið á kló settinu, að maður hafi komið að henni og stungi ð getnaðarlimnum upp í munn - inn á henni og að hún hafi ælt. Þá hafi umræddur maður verið ákærði þar sem hún hafi séð andlit hans og munað eftir hon um sem maka sam starfskonu. Þá greindi brotaþoli að nokkru marki frá öðrum atvik um í framhaldi en með frem ur glopp ótt um og óskýrum hætti. Komu þau atriði að talsverðu leyti fram með spurn ingum sem beint var að henni út frá fyrri skýrslu gjöf hennar hjá lögreglu en ekki að þau kæmu fram með skilmerkilegri 27 hætti, sbr. nánar síðar. Þrátt fyrir framan greindar gloppur hefur framburðurinn um fyrr - greind kjarna atriði verið stöð ugur og nokkuð skýr frá upp hafi þar sem hið sama kom fram í skýrslugjöf hennar hjá lögreglu á neyðar móttöku stuttu eftir meint brot. Sam rým - ast þau atriði einnig atvika skrán ingu sem höfð var eftir henni í skýrslu neyðar mót töku, sbr. vætti téðs hjúkr unar fræð ings, en með þeirri athuga semd að eiginnafn maka meints geranda virð ist á þeim tíma hafa mis ritast, þó ekki með þeim hætti að rýri gildi skrán - ingar innar að öðru leyt i. Eins og áður greinir var framburður brotaþola nokkuð gloppóttur fyrir dómi. Mundi hún áber andi illa eftir heildarumgjörð meintra atvika, þar á meðal fyrir og eftir meint brot. Var það nokkur breyting frá því sem áður hafði komið fram við skýrslu gjöf hennar hjá lögreglu. Er þetta þveröfugt við það sem áður er rakið um framburð ákærða og hvernig framburður hans hefur heldur skýrst eða færst í aukana eftir því sem liðið hefur á máls - meðferðina. Frásögn brotaþola hjá lögreglu var í aðalatriðum nokkuð hei ldstæð og skýr, bæði um fyrr greind kjarnaatriði varðandi framningu meints brots, eins og áður greinir, en einnig að nokkru marki um önnur atriði sem lutu að heildarumgjörð inni. Ljóst er af tíma setn ingu þeirrar skýrslu gjafar og niður stöð um alkó hól rannsókna að brotaþoli var með nokkuð há mæli gildi vín anda í blóði á þeim tíma. Skal þá einnig haft í huga að skýrslu takan fór fram á neyðar móttöku Landspítalans, eins og áður greinir. Þegar hins vegar er rýnt í mynd - og hljóð upptöku af skýrsl unni, sbr. endurrit, er þó eins og það hafi verið farið að brá af henni á þeim tíma. Er ekki að sjá á endurriti og upptöku að ölvunin hafi að neinu marki truflað hana við skýrslu gjöf ina þannig að óvar legt sé að líta til þeirrar skýrslu við sönnunar matið, t il stuðnings og fyll ingar skýrslu hennar fyrir dómi. Skal þá haft í huga að skýrslan hjá lög reglu var gefin mjög stuttu eftir meint brot. Í almennu tilliti má ætla að mann eskja muni betur eftir því hvort og hvað gerðist þegar mjög stuttur tími er liðinn frá atviki og það sama eigi við um ölvaða manneskju. Þá þekkist það í almennu tilliti, og í málum af þessum toga, að torsótt getur verið fyrir allsgáða mann eskju að rifja upp og greina frá atvikum eftir á, hafi við kom andi verið mjög ölvuð þegar þau átt u sér stað. Samkvæmt framangreindu er það mat dómsins að framburður brotaþola fyrir dómi hafi heilt á litið verið skýr og ein lægur að því marki sem hún man eftir atvikum. Þá hefur ekki borið á því í framburði hennar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, að hún hafi verið að geta í eyðurnar. Einnig ber að líta til þess að skýrslu gjöf hennar við aðal meðferð bar þess nokkur merki að upp rifjun hennar á meintu broti og öðrum atvikum var henni nokkuð íþyngjandi. Að þessu virtu er það mat dómsins að fr am burður brotaþola hafi verið trú - verð ugur. 28 Samkvæmt niðurstöðum alkóhólrannsóknar, sbr. vætti lyfja - og eiturefnafræðings, voru há mæligildi vínanda í blóði brotaþola á sýnatökutímum og er ljóst af þeim mæligildum að vínandi var rísandi í blóði o g því stuttur tími liðinn frá því að áfengisneyslu lauk. Styðja þessi gögn framburð brotaþola um mikla ölvun og gloppóttar minningar um það sem gerðist, sem og að munnmök án samþykkis hafi átt sér stað sem hún gat ekki spornað við vegna ölvunar ástands. Mi kil ölvun brotaþola á verknaðarstundu meints brots sam - rýmist einnig framburði ákærða um það hvernig ölvunar ástand hennar var á árshátíðinni og hvernig það var þegar hann kom að henni á salerninu. Þá samrýmist þetta einnig vætti D um ölvunarástand brotaþo la á árshátíðinni og þegar langt var liðið á kvöldið. Einnig sam rýmist þetta að nokkru marki því sem kom fram hjá vitn unum F , B , G , H og lögreglumanni nr. K um sam skipti og ölv unar ástand brota þola eftir á. Af vætti þeirra verður þó ráðið að smátt o g smátt hafi bráð af brotaþola samhliða sam skiptunum og samrýmist það því sem áður greinir um ástand brotaþola við skýrslugjöf hjá lögreglu síðar um nóttina á neyðar móttöku. Framburður brotaþola um meint brot, eins og því er lýst í ákæru, samrýmist að nokkru leyti vætti F og B um fyrstu frásögn hennar af þeim meintu atvikum. Bæði þessi vitni hafa borið um að brotaþoli hafi greint þeim frá munnmökum, þ.e. að hafa fengið getn - aðar lim í munninn og að hún hafi í tengsl um við það ælt inni á salerni. Af væt ti F verður ráðið að líðan brota þola hafi verið með þeim hætti að hún hafi verið illa áttuð þegar þeirra samtal átti sér stað. Þá verður ráðið af vætti hennar að frásögn brota þola á sama tíma hafi verið með þeim hætti að hún hafi í raun verið að greina f rá munn mök um án samþykkis hennar eða að þau atvik hafi verið með þeim hætti að þau trufluðu brotaþola en án þess þó að hún hefði skýra mynd af því sem gerðist á þeim tíma. Hið sama verður að nokkru marki ráðið af vætti B en þó með þeim hætti að brotaþo li hafi á þeim tíma þegar þeirra samtal eða samtöl áttu sér stað verið með skýrari mynd eða meiri vissu fyrir því að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega með fyrr greind um hætti. Framangreint samrýmist einnig að nokkru marki vætti fyrr greindra st arfs manna í [...] , sem og lögreglumanns nr. K , um það sem kom fram í fyrstu frá sögn brotaþola af meintu broti. Samkvæmt vætti og vottorði I sálfræðings var brotaþoli með áfalla streitueinkenni í og 2022, eins og áður greinir, en þau hafi veri ð undir skim unarmörkum fyrir áfallastreituröskun. Allt að einu er ljóst af vottorðinu og vætti I að greina hafi mátt nokkra vanlíðan hjá brotaþola á þessum tíma og að hún tengdist meintu broti. Að því virtu styður þetta framburð brota þola um meint brot. Að auki liggur fyrir vætti og vottorð J sál fræð - ings en samkvæmt því vott orði var brotaþoli greind með áfallastreituröskun sem af leið - ingu af hinu meinta kyn ferðis broti. Alkunna er að á falla streituröskun er alvarleg geð - röskun. Fyrr greind greining var gerð á grundvelli klínísks mats án þess að próf væru lögð 29 fyrir hana, eins og oft er í málum af þessum toga, til stuðnings sálfræði vottorðum. F yrir liggur að sál fræðingurinn var með brotaþola í nokkrum meðferðar viðtölum fyrir meint b rot út af öðrum og óskyld um vanda og hitti sálfræðingurinn brota þola í viðtali nokkrum dögum eftir meint brot. Samkvæmt vottorði og vætti J sá hann greinilegan mun á henni til hins verra miðað við hvernig hún var áður, allt eins og áður er rakið. Hann va r því með samanburð á líðan hennar fyrir og eftir meint brot. Þá hefur brotaþoli margsinnis eftir það verið í meðferðar viðtölum hjá sálfræðingnum þar sem farið hefur verið yfir líðan hennar. Að mati dómsins eykur þetta áreiðanleika framan greindrar grei ningar og er hún því til þess fallin að styðja framburð brotaþola um hið meinta brot. Samkvæmt málsgögnum verður ráðið að nafn maka ákærða, samstarfskonu brotaþola, hafi mjög fljótlega komið fram í samskiptum eftir meint brot, sem liður í því að upplýs a um deili á ætluðum geranda, sbr. frum skýrslu og vætti lög reglumanns nr. K . Þá greinir frá því sama í frumskýrslu varð andi upp lýsingar sem bárust lögreglu stuttu áður eða á svip uðum tíma frá vitninu B . Hvernig og hvenær þetta nákvæmlega atvik aðist er ekki alveg ljóst út frá máls gögnum og vætti téðs lögreglu manns. Hið sama á við um vætti B , en hún virðist hafa brugðist nokkuð ákveðið við eftir að hafa talað við brotaþola, sýnt frumkvæði og leitast við að aðstoða í upphafi við rannsókn málsin s. Þá verður ráðið af vætti F að hún hafi ekki verið með þessar upplýsingar, eða ekki með skýr um hætti, eftir að hafa verið í samskiptum við brotaþola. Út frá tímalínu og samhengi atvika eftir meint brot virðist vitnið F hafa talað við brotaþola stuttu á undan vitninu B . Atvikaröðin ber þess nokkur merki að brotaþoli hafi verið ráðvillt í slæmu ástandi og upplýsingar komið fram hjá henni sem bentu til þess að brotið hefði verið kynferðislega gegn henni. Þá hafi viðbrögð hlutaeigandi öryggisvarða og annarra tekið mið af því, og virðast hafa hverfst um að hlúa að og leiðbeina brotaþola, sam hliða því að setja málið í farveg með því að kalla til lögreglu. Með öðrum orðum, öll atburðarásin virðist hafa þróast mjög ákveðið og hratt. Allt að einu liggur fyrir að upp lýsingar um deili á ákærða, sem meintum geranda, vegna téðra maka tengsla, komu mjög fljótlega fram þegar lögregla var við störf í [...] enda var hann handtekinn um nóttina á leið frá staðn um. Þá kom hið sama fram um nóttina hjá brota þola á meðan h ún var á neyðarmóttöku, sbr. það sem áður greinir um skýrslu hennar hjá lög reglu og skýrslu og vætti hjúkrunar fræðings. Árshátíðin var fjölmenn og er óljóst út frá vætti E hvort þau atvik sem hann bar um inni á lokuðum klósettbás á umræddu salerni hafi með nokkrum hætti tengst ákærða og brotaþola og verður fremur ráðið að svo sé ekki. Fyrir liggur að vitnið D bar um að hafa séð mann ganga með brotaþola í átt að sal ern inu og gaf hún að nokkru marki lýsingu á manninum og klæðnaði hans. Hið sama kom fram hjá henni við skýrslu gjöf hjá lögreglu. Sú lýsing passar að nokkru marki við útlit og fatnað ákærða umrætt kvöld, sbr. 30 ljósmyndir tæknideildar í málsgögn um . Þá virðist tíma setning þessara atvika að nokkru marki geta samrýmst tímasetningu meints bro ts eða ætluðum aðdraganda. Brotaþoli hafði engar minningar um atvik af þessum toga við skýrslu gjöf fyrir dómi og þetta kom ekki fram hjá henni hjá lögreglu. Ekki er unnt að skilja framburð ákærða svo fyrir dómi, þegar hann var spurður út í þetta, að ha nn hafi kannast við að hafa verið umræddur maður. Ekki fór fram mynd sakbend ing við rannsókn máls ins og er ekki alveg ljóst hvort vitnið D var við skýrslugjöf hjá lögreglu að lýsa ákærða eða hvort það var annar maður sem fylgdi brota þola í umrætt skipti . Þá virtist vitnið muna síður eða ekki með jafn nákvæmum hætti eftir útliti mannsins við skýrslugjöf fyrir dómi. Er því ekki unnt að útiloka að annar maður en ákærði hafi verið að fylgja brotaþola í greint skipti. Ákæru valdið verður að bera hallann af öl lum vafa í þessu samhengi við úrlausn málsins. Samkvæmt skýrslu tæknideildar lögreglu, dags. 2022, sbr. skýrslu sænskrar réttar - rann sóknar stofu, auk vættis sérfræðings nr. N , um niðurstöður DNA - rannsókna liggur meðal annars fyrir greining s em sýnir að lífsýni sem lögregla tók af getnaðarlim ákærða um rædda nótt var með DNA - sniðum frá að minnsta kosti tveimur einstaklingum. Meirihluti sniðs ins reyndist vera frá brotaþola en minnihluti frá ákærða. Þá leiddi niður - staða greiningar á sýni frá i nnanverðri fram hlið á nær bux um ákærða í ljós blöndu DNA - sniða frá tveimur einstaklingum. Meirihluti sniðs ins passaði við DNA - snið brota þola en minnihluta þess var ekki unnt að rekja til ákærða, þ.e. það stafaði frá óþekktum ein stak - lingi. Ljóst er af framan greindum niðurstöðum, auk vættis sérfræðingsins, að niðurstöður um þessi sakargögn styðja verulega fram burð brotaþola um að það hafi verið ákærði sem braut gegn henni með því að setja getn aðarliminn í munninn á henni, allt eins og áður greinir . Má því leiða sterkar líkur að því að þekju frumur hafi færst frá munni brotaþola yfir á getnaðarlim ákærða og í framhaldi smitast yfir í innan verðar nær bux urnar hjá hon - um, sbr. og vætti fyrrgreinds sérfræðings tæknideildar. Hvað sem þessu líður verð ur hins vegar ekki litið fram hjá því að einnig kom fram í vætti sér fræðingsins að ekki væri unnt að útiloka að DNA - erfðaefni gæti hafa færst frá brotaþola yfir á ákærða með snertismiti við handarsnertingu á höku brotaþola, eins og ákærði hefur haldið fra m. Það væri hins vegar ólík legri skýring en ekki fjarstæðu kennd. Að þessu virtu er uppi ákveðinn vafi um það hvort fyrrgreindar DNA - niðurstöður styðja nægjanlega framburð brotaþola svo að geti ráðið úrslit um í málinu. Þrátt fyrir að framburður ákærða hafi ekki með öllu verið stöðugur og trúverðugur, eins og áður er rakið, er ljóst af endurriti af seinni skýrslugjöf hans hjá lögreglu, sbr. hljóð - og mynd upptöku, að framburður hans um snertingu á höku brotaþola var í raun kominn fram áður en honum voru kynntar fyrrgreindar DNA - niðurstöður. Þá var fyrri skýrsla hans hjá lög reglu ekki nægjanlega nákvæm þar sem hann var ekki spurður sérstaklega út 31 í mögu legar snert ingar í framangreindu tilliti. Er þannig ekki fullum fetum unnt að draga þá ályktun að ákæ rði hafi við hina síðari skýrslugjöf hjá lögreglu verið að hagræða fram - burði sínum með vísan til mögu legs snerti smits þegar DNA - niðurstöðurnar lágu fyrir. Ákærði verður látinn njóta vafans í þeim efnum. Að auki verður ekki fram hjá því litið að sam kvæ mt skýrslum tækni deildar, auk vættis fyrr greinds sérfræðings nr. N , var ekki æla á fötum og skóm ákærða sem lagt var hald á umrædda nótt. Samrýmist það illa fram - burði brota þola um að hún hafi ælt með ákærða fyrir framan sig eftir að hafa fengið getnað arlim inn í munn inn. Liggja einnig fyrir skýrsla og ljósmyndir tæknideildar af um - merkjum á umræddu klósetti, sbr. vætti lög reglufulltrúa nr. M , og verður ekki annað ráðið af þeim gögnum en að ælan hafi dreifst um gólfið fyrir framan klósettið. Styður þetta einnig þær varnir ákærða að hann hafi ekki verið að verki. Þessu til viðbótar, og síðast en ekki síst, liggur fyrir samkvæmt skýrslu tækni deildar 2022, auk vættis sérfræðings nr. N , að sáðfrumur sem ekki var unnt að greina frekar með DNA - rannsókn voru í munn holi brotaþola við sýnatöku á neyðar móttöku umrædda nótt. Aðspurð útilokaði brotaþoli það við skýrslugjöf fyrir dómi að no kkuð kyn ferðislegt hefði gerst milli hennar og annars manns um rætt kvöld eða skömmu áður. Aðeins ákærði kæmi til greina í því samhengi. Fyrrgreindur s érfræðingur tækni deildar b ar hins vegar um að engir sæðis blettir hefðu fundist í innanverðum nærbuxu m ákærða og því væri mjög ólíklegt að honum hefði orðið sáðfall. Jafnframt sagði hann að alveg væri mögulegt að umræddar sáðfrumur í munnholi brotaþola gætu tengst einhverju öðru ótengdu atviki sem hefði gerst á undan en þó ekki meira en 20 klukk u stund um áður. Samkvæmt þessu og þrátt fyrir framburð brotaþola virð i st mögulegt að sáðfrumur frá öðrum en ákærða hafa verið í munni hennar umrætt kvöld. Að framangreindu virtu er uppi tals verður vafi um það hvort það hafi í raun verið ákærði sem var að verki í t engslum við meint brot samkvæmt ákæru. Þegar farið er yfir málsgögn, heilt á litið, er ljóst að rannsóknin var tekin föstum tökum í upphafi, gætt var að vettvangsrannsókn og öflun sakargagna, auk þess sem teknar voru skýrslur af brotaþola og ákærða í hlj óði og mynd stuttu eftir meint brot. Þremur dögum síðar voru teknar símaskýrslur af þremur vitnum, E , D og F . Ekki var hins vegar tekin skýrsla af vitninu B en látið nægja það sem haft var eftir henni í frumskýrslu. Að jafnaði skal taka skýrslur af mikilvæ gum vitnum í hljóði og mynd í máli af þessum toga, sbr. a - lið 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 651/2009. Ljóst er af framan greindu að því verklagi var ekki fylgt nægjanlega við rannsókn málsins og eru skýrsl urnar af vitnunum því ekki mjög ítarlegar. Eftir fyrr greindar skýrslutökur fór fram úr vinnsla á sakargögnum og rannsókn tæknideildar, skýrslugerð og síðan virðist hafa verið beðið eftir niðurstöðum DNA - rannsóknar sem lágu fyrir í 2022. Í sama ár var tekin síðari skýrsla af ákærða í 32 hljóði og my nd og sama dag var rætt við tvö vitni símleiðis, fyrrgreinda starfsmenn í [...] . Í rannsóknargögnum er hins vegar ekkert um það að lögregla hafi leitast við að afla upplýsinga um önnur vitni til þess að fá betri mynd af málsatvikum fyrir og eftir meint bro t, þar með talið út frá fram burði og skýr ing um ákærða. Lá þó fyrir að ekki voru fyrir hendi upptökur úr eftirlits myndavél við salernin en ákærði benti endurtekið á það að slík gögn gætu stutt framburð hans. Hann virðist hins vegar ekki hafa vitað við s kýrslugjöfina að þær voru ekki fyrir hendi og í góðri trú haldið hinu gagnstæða fram. Skal einnig haft í huga að rannsóknin hverfðist um þekktan brota vettvang og meint brot var með fremur skýrum hætti afmarkað í tíma, auk þess sem brota þoli og sak bo rningur voru á sömu árs - hátíð. Gestir á árshátíð inni, starfs menn og makar, hljóta að hafa verið þekkt stærð og þar með vitað hverjir voru á staðn um. Til að mynda hefði lögregla átt að reyna að afla upplýsinga frá þeim sem voru helst í samskipt um eða ná lægð við ákærða og brotaþola um það hvernig kvöldið gekk fyrir sig, hvort þau voru í ein hvers konar tengslum eða samskiptum við borðhald, barborð og dans eða annað af þeim toga á árshátíðinni eða hvort svo var alls ekki. Hið sama á við um það hvort annað þeirra eða bæði hefðu verið fjarverandi þannig að eftir því væri tekið, eða mögu lega eitthvað annað hefði verið í þeirra sam skiptum eða samskiptum annarra við þau eða aðra sem betur hefði skýrt það sem gerðist á um ræddu salerni. Aldrei virðist hafa ver ið rætt við maka ákærða sem var á árshát í ðinni og henni gefinn kostur á því að greina frá atvikum, eins og þau horfðu við henni. Að þessu virtu er öll umgjörð meints brots fremur óskýr, þar á meðal það sem gerðist á undan og á eftir, auk þess sem upp lýsin gar um þau atriði hafa tekið breyt ing um út frá því sem áður er rakið um framburð ákærða og brotaþola. Ákæru valdið verður að bera hallann af þessum óskýrleika við með ferð máls ins. Að öllu framangreindu virtu, og þar sem annarra gagna nýtur ekki við , verður ekki talið, gegn eindreginni neitun ákærða, að lögfull sönnun hafi tekist fyrir því, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður einkaréttarkröfu brotaþola á hendur ákærða vísað frá dómi. Vegna úrslita málsins verður allur sakarkostnaður lagður á ríkissjóð, þar með talin máls - varnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Karls Georgs Sigurbjörnssonar lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem þykja út frá eðli og umfangi máls hæfilega ákveðin 1. 6 00.000 krónur, að með töldum virðis aukaskatti. Hið sama á við um þóknun skip aðs réttar gæslu - manns brotaþola, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, vegna vinnu á rannsóknar stigi og 33 fyrir dómi, sem þykir út frá eðli og umfangi máls hæfilega ákveðin 1.100.000 krónur, að með töldum virðis aukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Einkaréttarkröfu brotaþola, A , á hendur ákærða er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með tali n málsvarnar laun skip aðs verjanda ákærða, Karls Georgs Sigurbjörnssonar lögmanns, 1. 6 00.000 krónur, og þóknun skip aðs réttar gæslu manns brotaþola, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 1.100.000 krónur. D aði Kristjánsson