Héraðsdómur Reykjaness Dómur 13. janúar 2021 Mál nr. S - 2551/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ásmundur Jónsson saksóknarfulltrúi) g egn Cindy Rún Xiao Li ( Björgvin Jónsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 5. janúar sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 21. september 2020 á hendur Cindy Rún Xiao Li, kt. 000000 - 0000 , [...] , ,,fyrir tollalagabrot með því að hafa í júní 2019 við innflutning á bifreiðinni [...] , af gerðinni Land Rover Defender 90 Td Xs árgerð 2015, sem flutt var frá Bretlandi til Reykjavíkur með Ms. Bakkafossi, ranglega tilgreint íslenskum tollayfirvöldum, í a ðflutningsskýrslu, um kaupverð bifreiðarinnar GBP 20.000, - , í stað hins raunverulega kaupverðs sem var GBP 35.700, - , í þeim tilgangi að Telst háttsemi ákærðu varða við 1. mgr. 172. gr. tollalaga nr. 88/2005 og þess er krafist að hún verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærðu krefst þess aðallega að ákærða verði sýknuð en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög freka st heimila. Verjandinn krefst þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verjandans skv. málskostnaðarreikningi. 2 II Eimskip lagði 20. júní 2019 inn aðflutningsskýrslu til Tollgæslu vegna innflutnings sjósendin gar á bifreiðinni [...] , Land Rover Defender 90Td Xs, og innflytjandi var skráð ákærða. Á aðflutningsskýrslu var kaupverðið á bifreiðinni sagt vera 20.000 GBP og til grundvallar verðinu lagði ákærða fram vörureikning frá ICC Automotive Ltd. sem staðsett er í Bretlandi. Vörureikningurinn er dags. 28. maí 2019 og þar kemur fram að kaupverð bifreiðarinnar hafi verið 20.000 GBP. Starfsmaður tollstjóra gerði athugasemd 21. júní 2019 í tollakerfi um lágt innkaupsverð bifreiðarinnar og í kjölfarið var óskað eftir skýringum ákærðu á lágu verði og greiðslustaðfestingu. Sama dag sendi ákærða staðfestingu úr heimabanka fyrir erlendri millifærslu að fjárhæð 20.000 GBP, afrit af vörureikningi, kaupsamning og skráningargögn á bifreiðinni frá Bretlandi. Ákærða gaf þær skýr ingar á kaupverði bifreiðarinnar að hún væri fjögurra ára gömul, verið í eigu tveggja mismunandi aðila og lengi í sölu. Þá kvaðst ákærða hafa fengið bifreiðina á tilgreindu verði þar sem hún ætlaði að greiða fyrir hana í einni greiðslu og flytja hana úr la ndi. Tollayfirvöld óskuðu eftir frekari upplýsingum til stuðnings hinu lága verði en frekari upplýsingar bárust ekki frá ákærðu. Bifreiðin var tekin til skoðunar af tollgæslunni í Reykjavík 4. júlí 2019 og engar skemmdir fundust á bifreiðinni né neitt óeðl ilegt við ástand hennar. Við rannsókn tollgæslu var aflað upplýsinga um gjaldeyrisfærslur ákærðu hjá viðskiptabanka hennar. Ákærða framkvæmdi í maí 2019 tvær millifærslur af sama bankareikningi sínum til fyrirtæksins ICC Automotive Ltd. í Bretlandi, en sa mkvæmt vörureikningi sem ákærða lagði fram, var fyrirtækið seljandi bifreiðarinnar. Fyrri millifærslan var gerð 15. maí 2019 og fjárhæðin var 21.000 GBP og skýring með millifærslan var gerð 21. sama mánaðar og fjárhæð hennar var 14.700 GBP og í skýring með færslunni var ,,Defender 90 grey - Við rannsókn málsins var haft samband við sölustjóra hjá B&L, sem er umboðsaðili Land - Rover á Íslandi, og hann sagði að ve rð á sambærilegum ökutækjum í Þýskalandi væri um 40.000 evrur. Hann kannaði einnig verð á samskonar ökutækjum í Bretlandi og sagði að verðið þar væri 40.000 - 42.000 GBP. Hann sagði jafnframt að verð á bifreiðinni [...] hér á landi væri 4.000.000 - 5.000.000 ísl. krónur miðað við lítið ekið ökutæki og að 3 stýrið væri vinstra megin. Það að stýrið væri hægra megin þýddi að söluverð hér á landi yrði ekki hátt. Við rannsókn málsins hjá tollgæslu var leitað til breskra tollyfirvalda og í skýrslu lögreglu um rannsók n málsins segir að gögn sem hafi borist þaðan hafi staðfest grun íslensku tollgæslunnar um að verð bifreiðarinnar hafi verið hærra en tilgreint var í aðflutningsskjölum. En þar hafi m.a. verið reikningur sem sýni að verðið (selling price) á bifreiðinni haf i verið 36.450 GBP en undirskrift ákærðu sé á reikningnum. Ákærða kannaðist ekki við þennan reikning. Við rannsókn tollgæslu og lögreglu kvaðst ákærða hafa greitt 20.000 GBP fyrir bifreiðina þrátt fyrir að ásett verð hafi verið 39.950 GBP. Ákærða sagði að bifreiðin hafi verið búin að vera til sölu í alla vega hálft ár og eigandinn hafi viljað selja hana. Hún kvaðst hafa sagt sölumanni hvað hún væri tilbúin til að greiða fyrir bifreiðina og þar sem enginn hafi viljað kaupa hana hafi ákærða fengið bifreiðina fyrir 20.000 GBP. Ákærða sagði að seinni millifærslan 14.700 GBP hafi verið fyrir hjólhýsi sem hún hafi ætlað að kaupa. Þegar ákærða var spurð um skýringuna með millifærslunum, sbr. ofanritað, sagðist hún hafa misskilið og talið þegar hún greiddi síðari gr eiðsluna að hún ætti að vísa í síðustu greiðslu til viðtakandans. Ákærða kvaðst hafa hætt við að kaupa hjólhýsið en ekki viljað fá kaupverðið endurgreitt þar sem hún hafi velt því fyrir sér að kaupa annað hjólhýsi eða annan Defender. Ákærða nefndi einnig a ð hún væri að hugsa um að fara í skóla í Bretlandi og þá myndi kostnaður fylgja því að fá nefnda fjárhæð endurgreidda. Þá hafi gengisþróun verið hagstæð miðað við að geyma peningana í Bretlandi. Ákærða kvaðst einnig vera fjársterk og þyrfti því ekki að fá fjárhæðina endurgreidda. Haustið 2020 leysti ákærða bifreiðina úr tolli á grundvelli þess kaupverðs sem tollayfirvöld töldu rétt en enn þá er til staðar ágreiningur hvað það varðar á milli ákærðu og tollayfirvalda. Þurfti ákærða þá að greiða geymslukostna ð og annan kostnað sem hafði fallið á bifreiðina frá því að hún kom til landsins. III Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi: Ákærða neitar sök og kvaðst hafa keypt bifreiðina [...] í Bretlandi til eigin nota og greitt fyrir hana 20.0000 bresk pund og flutt hana til Íslands með Eimskip. Hún kvaðst hafa millifært 20.000 bresk pund af bankareikningi sínum í maí 2019 en greiðsla hennar á 4 14.700 breskum pundum til sama aðila í sama mánuð i hafi verið greiðsla fyrir hjólhýsi sem hún hafi ætlað að kaupa sem síðan hafi ekki orðið. Ákærða sagði að þeir fjármunir væru enn þá hjá söluaðilunum í Bretlandi og hún hefði ákveðið að fá þá ekki endurgreidda vegna gengisbreytinga og ef til vill ætlaði hún að flytja til Bretlands. Ákærða sagði að svo virtist sem undirritun hennar væri á reikningi að fjárhæð 36.350 bresk pund, sem er á meðal rannsóknargagna, en hún kannaðist ekki við þær fjárhæðir sem tilgreindar eru á reikningnum. Þá kvaðst ákærða ekki h afa skýringu á því hvers vegna seljandi bifreiðarinnar virðist hafa fengið 34.000 bresk pund greidd fyrir bifreiðina frá bílasölunni sem hafði milligöngu um viðskiptin. Vitnið A , starfsmaður Tollgæslu, lýsti því að þeir sem keyptu bifreiðar erlendis myndu yfirleitt framvísa vörureikningi í gegnum tollmiðlara og væru vörureikningarnir síðan lagðir til grundvallar við útreikning á aðflutningsgjöldum. Mál ákærðu hefði verið tekið ti l nánari skoðunar þar sem tollafgreiðsla hafi talið innkaupsverð bifreiðarinnar of lágt miðað við verð á sambærilegum bifreiðum í Evrópu. Í þágu rannsóknar málsins hafi verið aflað gagna frá tollmiðlara og viðskiptabanka ákærðu. Niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið sú að skýringar ákærðu á verði bifreiðarinnar hafi verið ófullnægjandi og þá hafi málinu verið vísað til lögreglu. Vitnið B , starfsmaður Tollgæslu, segir að mál ákærðu hafi komið til rannsóknardeildar frá tollafgreiðslu þar sem grunsemdir hafi verið um að uppgefið kaupverð bifreiðarinnar væri lægra en raunverulegt verð. En innflutningur á bifreiðum sé yfirleitt skoðaður sérstaklega og uppgefið verð þeirra borið saman við viðmiðunarverð. Rannsókn á málinu hafi falist í gagnaöflun og reynt hafi v erið að fá skýringar á lágu verði bifreiðarinnar sem ákærða flutti til landsins. Við rannsókn málsins hafi m.a. verið leitað til breskra tollyfirvalda og þaðan hafi borist gögn varðandi verð bifreiðarinnar m.a. frá bílasölunni sem seldi bifreiðina. En þega r Tollgæsla hafi leitað beint til bílasölunnar hafi hún lýst því að henni væri óheimilt að gefa upplýsingar um viðskipti ákærðu. Lögreglumaður sem vann að rannsókn málsins staðfesti skýrslu sína um rannsókn málsins. 5 IV Niðurstaða: Ákærðu er gefið a ð sök tollalagabrot með því að hafa gefið upp rangt kaupverð á bifreið sem hún flutti til Íslands frá Bretlandi með Eimskip vorið 2019. Ákærða neitar sök og heldur því fram að greiðsla hennar á 14.700 breskum pundum til bílasölunnar, sem hafði milligöngu um viðskiptin, hafi átt að vera greiðsla fyrir hjólhýsi sem hún hafi ætlað að kaupa en ekki orðið. Eina sem styður fullyrðingar ákærðu hvað hjólhýsið varðar eru tölvupóstsamskipti hennar við bílasöluna í maí 2019. Þá liggur fyrir reikningur frá ICC Automot ive í Bretlandi að fjárhæð 20.000 bresk pund sem ákærða framvísaði hjá tollyfirvöldum vegna innflutnings á bifreiðinni. Þessum gögnum hefur ákærða framvísað og eru þau einu sem styðja framburð hennar um kaupverð bifreiðinnar. En þessi gögn fara gegn öðrum gögnum málsins m.a. gögnum sem stafa frá breskum tollyfirvöldum. Ákærða hefur sagt að 14.700 bresku pundin séu enn þá í vörslu viðtakandans í Bretlandi og hún hafi ekki viljað fá þá endurgreidda vegna gengisbreytinga og þá geti verið að hún ætli að flytja til Bretlands. Meðal gagna frá breskum tollyfirvöldum er reikningur frá ICC Automotive Ltd. vegna sem 36.950 bresk pund. Ákærða hefur kannast við nafnritun sína á reik ningnum en hún kannaðist ekki við þær fjárhæðir sem þar koma fram. Þar er einnig skjal sem sýnir að ICC Automotive Ltd. hafi greitt Jason Kay 34.000 bresk pund 22. maí 2019 en hann virðist hafa verið seljandi bifreiðarinnar sem ákærða flutti til landsins m eð milligöngu ICC Automotive Ltd. Samkvæmt kvittunum greiddi ákærða af sama bankareikningi 20.000 bresk pund til ICC Automotive 15. maí 2019 og 14.700 bresk pund 21. maí 2019. Skýring við fyrri greiðsluna var ,,Purchase full payment for Land Rover Definder 2015 af facebook auglýsingu ICC Automotive í október 2019 var ásett verð á Land Rover Defender 90 árgerð 2015 39.950 bresk pund og samkvæmt upplýsingum sem lögregla afl aði við rannsókn málsins var verð á sambærilegri bifreið í Þýskalandi um 40.000 evrur. Öll þessi gögn og þá sérstaklega gögnin frá breskum tollyfirvöldum og kvittanirnar um greiðslur ákærðu til ICC Automotive fara gegn fullyrðingum ákærðu um kaupverð 6 bifre iðarinnar. Framburður ákærðu um það að hún hafi ákveðið að geyma 14.700 bresk pund, sem er töluverð fjárhæð, hjá ótengdum aðila í Bretlandi nú í meira en eitt og hálft ár þykir með ólíkindablæ. Þá hefur ákærða ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers v egna hún hafi fengið bifreiðina keypta fyrir um helming af ásettu verði og engin gögn styðja þá fullyrðingu hennar. Með vísan til þessa og ofangreindra gagna verður framburður ákærðu ekki lagður til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í máli þess u enda þykir hann ótrúverðugur. Með vísan til ofangreindra gagna, sem sýna að kaupverð bifreiðar ákærðu, hafi ekki verið 20.000 bresk pund eins og hún heldur fram, þykir ekki varhugavert að telja sannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem lýst er í ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Þar er tilgreint að raunverulegt kaupverð bifreiðarinnar hafi verið 35.700 bresk pund sem er líklega heldur lægra en kaupverðið var í raun. En við munnlegan málflutning kom fram hjá sækjanda málsins að í ákæru væri miðað við 35.700 bresk pund því við upphaf rannsóknar málsins hafi verið miðað við þá fjárhæð og þótt hafi rétt að hafa það óbreytt þegar til útgáfu ákæru kom. Þykir því ekki varhugavert að telja sannað að ákærða hafi með háttsemi sinni ætlað að komast hjá greiðslu innflutningsgjalda að fjárhæð 2.636.412 kr. eins og tilgreint er í ákæru og hafi hún þar með gerst sek um brot á tollalögum. Ákærða hefur ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í máli þessu. Samkvæmt 1. mgr. 172. gr. tollalaga nr. 88/2005 skal sá, sem af ásetningi eða gáleysi veitir rangar eða villandi upplýsingar um tegund, magn eða verðmæti vöru eða vanrækir að leggja fram tilskilin gögn samkvæmt lögunum vegna innflutnings vöru, sæta sektum sem að lágma rki nema tvöföldum en að hámarki tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Með vísan til þessa þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin sekt að fjárhæð 5.273.000 kr. sem skal greiðast innan fjögurra vikna f rá birtingu dóms þessa að telja ella sæti ákærða fangelsi í 90 daga. Ákærða greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 800.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, og ferðakostnað verjandans 13.640 kr. að meðtöldum virðisaukaska tti en annan sakarkostnað leiddi ekki af málinu. 7 Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærða, Cindy Rún Xiao Li , greiði 5.273.000 kr. í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þess að telja en sæti ella fangelsi í 90 daga. Ákærða greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 800.000 kr. og ferðakostnað verjandans 13.640 kr. Ingi Tryggvason