Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur þriðjudaginn 9. janúar 202 4 Mál nr. S - 3268 /202 3 : Ákæruvaldið ( Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Guðrún Björg Birgisdóttir lögmaður) (Ólöf Heiða Guðmundsdóttir réttargæslumaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur o g fleira : Mál þetta, sem dómtekið var 14. desember 202 3 , er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðs saksóknara 19. maí sama ár , á hendur X , kennitala [...] , [...] nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. júlí 2019, á heimili ákærða að [...] í Reykjavík, haft samræði og önnur kyn ferðis mök við A , kennitala [...] , án hennar sam - þykkis, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað v ið verknaðinum sökum áhrifa áfengis og svefndrunga og beita hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar sem frændi hennar, en ákærði stakk fingri inn í leggöng A þar sem hún lá sofandi í rúmi í hjónaherbergi húsnæðisins og hé lt því áfram eftir að A vaknaði og færði sig ofan á hana, lét hana fróa honum og hafði samræði við hana gegn hennar vilja. Telst brot þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til r efsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kennitala [...] , er þess krafist að ákærði greiði henni miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000. - auk vaxta [samkvæmt] 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 14. júlí 2019, en með dráttarvöxtum [samkvæmt] 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi er mánuður er 2 liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði g ert að greiða málskostnað að mati dómsins eða sam kvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum virðisaukaskatti á mál Ákæra var birt 9. júní 2023 og málið þingfest 27. sama mánaðar. Ákæruvaldið gerir sömu dóm kröfur og gre inir í ákæru . A , hér eftir nefnd brotaþoli, gerir sömu kröfu um miskabætur, vexti og dráttar vexti og greinir í ákæru, og krefst auk þess hæfi leg r ar þóknunar til handa skipuðum réttar gæslumanni sem greiðist úr ríkissjóði. Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar . Ákærði krefst aðallega frá vís unar á einkaréttarkröfu en til vara að fjárhæð bótakröfu verði lækkuð verulega. Þá krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð, þar með talin hæfileg málsvarnar - laun til ha nda skipuðum verjanda . II. Málsatvik: Með bréfi barnaverndarnefndar , dags. 31. júlí 2019, var óskað eftir lögreglu - rannsókn vegna meints kynferðisbrots ákærða gegn brotaþola. Í bréfinu greinir nánar frá upplýsingum og atvikum eins og þau horfðu við barnavernd. Nánar tiltekið að B , móðir brotaþola, hefði mánudaginn 22. sama mánaðar leitað til fjöl skyldu deildar bæj ar félagsins og greint frá því að ákærði hefði aðfaranótt sunnudagsins 14. sama mánaðar brotið kynferðislega gegn brota þola. Aðdragandi þess að B leitaði til fjölskyldudeildar hefði verið með þeim hætti að brotaþoli hefði greint systur sinni, C , auk vink onu, D , frá því sem gerð ist. Í fram haldi hefði B fengið fregnir um það sama frá brotaþola og C . Tiltekið var í bréfinu að B hefði ekki leit að til lögreglu og að hún hefði óskað eftir að fá að senda starfs manni barnaverndar tölvupóst með frekari upp lýs ingum um hvað hefði gerst. Hún hefði viljað ræða betur við brotaþola um atburðinn og senda samantekt sem brotaþoli væri sjálf búin að skrifa í kjölfar atburðarins. Í bréfinu var nánar greint frá atvikum og hinu meinta broti og vísað til fyrrgreindra gagna sem bárust frá B eftir á. Nánar tiltekið tölvupósts sem barst barnavernd 30. júlí 2019 með eigin samantekt brotaþola um meint brot og önnur atvik, auk ljósmynda af skila boðum sem sögð voru hafa verið á milli ákærða og brotaþola eftir hið meinta brot. Í a ðal atriðum kom fram í bréfi barna verndar að brotaþoli og ákærði væru frændsystkin og þau hefðu ásamt C og fleira fólki verið úti á lífinu að skemmta sér og áfengi verið haft um hönd. Síðar um nótt ina hefðu brotaþoli, C og fleiri farið á heimili ákærða og verið þar saman. C hefði farið fyrr heim og brotaþoli orðið eftir á staðnum. Hún hefði sofnað ölv unar svefni 3 í rúmi með ákærða en vaknað upp við að hann var að brjóta gegn henni kyn ferðislega, sbr. atriði sem greinir í verkn aðar lýsingu í ákæru. Í fyrr greindum gögnum til barnaverndar voru þrjár ljósmyndir af skeyta sending um og voru skeytin sögð hafa átt sér stað á milli brotaþola og ákærða (viðmælanda) nokkru eftir meint brot, svo hljóð andi: Brotaþoli Viðmælandi alls ekki Viðmælandi ð ur mjöög illa yfir þessu Var ekki í ástandi heldur þá það sé enginn Viðmælandi j ákn : leiður gulur kall með einu tári ] er ekki svona gaur og þú veist það, geri allt til að bæta þetta !!! Angrins hef ekkert Að auki var í fyrrgre indum gögnum til barnaverndar fyrrgreindur tölvupóstur frá B með eigin samantekt brotaþola, svo hljóð andi: Þetta gerðist á sunnudagsmorgni (eftir miðnætti þannig þann 14. júlí, 2019). Við vor - um búin að vera að djamma saman niðri í bæ (ég, C , [ákærði] og vinir og vinkonu hans). [Ákærði] var alltaf að peppa mig og C í að drekka meira og verða fullar, sjálfur var hann vel góður á því en klukkan var fyrir 3 um morgun þá. Svo bauð hann okkur í eftirpartý heima hjá sér sem við C töldum nú bara vera spennandi en da hitt um við hann sjaldan. Ég og C fórum á [...] tvær saman um 3 leytið fram að lokun og svo beint í eftirpartýið sem [ákærði] var mjög spenntur að fá okkur í og við að fara í það. Þegar við mættum í eftirpartýið var svo enginn þar nema [ákærði] og vinur hans [ E ]. Við klárum að drekka kampavínsflösku sem C hafði tekið með sér úr bænum og svo eru ég og C orðnar verulegar góðar á því, eiginlega allt of. Þá ákveða C og vinur hennar sem hafði komið með okkur af [...] að fara heim en þegar C segir mér að taxinn fari nafn brotaþol a og ég fór að pæla í því og ég nennti nú eiginlega ekki að vera að thridsheela C og vin hennar og hvort eð er langt síðan að ég gisti heima hjá [ nafn [frænku] ] svo hví ekki að hafa félagsskap [ákærða] og [ E ] og horfa á mynd með þeim í stað þess að fara heim og láta mér leiðast. Svo byrjum við að horfa á Dr. Strange en erum öll þrjú orðin þreytt. Ég reyni að heyra í C því mig langar heim en hún var því miður sofnu ð þannig að ég ákveð á endanum að gista og spyr [ákærða] hvar ég eigi að sofa. Hann segir mér bara að sofa upp í hjónarúmi þar sem hann sjálfur lá og var að fara að sofa, ég pældi ekkert frekar út í það heldur lagð ist bara upp í þetta tvískipta rúm með tv eimur 4 sængum (sér sængur á mann) og fór að sofa og bara sofnaði. Skyndilega vakna ég upp við það að það er einhver að putta mig og fyrst leið mér eins og að ég væri heima með einhverjum strák sem ég hafði farið heim með (var alveg út úr því) síðan þegar ég vaknaði aðeins betur og átt aði mig á því að ég væri í [...] þá opnaði ég augun og sá [ákærða] frænda þar sem hann var að putta mig. Ég spyr hann hvað hann er að gera en hann þaggar niður í mér og færir sig ofan á mig. Ég fór í sjokk og var nánast máttlau s. Hann heldur áfram að putta mig og lætur mig rúnka sér. Ég man voða lítið eftir þetta, líkt og að líkaminn hafi bara slökt á sér. Á einhverjum tímapunkti hætti hann að putta mig og stakk honum inn í mig. Svo man ég ekki hvort hann hafi fengið það eða ekk i ég veit ekki hvort heil inn hafi bara slökkt á sér vegna sjokksins sem ég var í eða hvað en þegar að ég vakn aði var búið að opna jakkann minn alveg sem var hnepptur þegar að ég fór að sofa og ég man ekki hvernig það gerðist, hvort að hann hafi verið b úin að gera það áður en ég vaknaði eða þegar ég bara hvarf úr líkamanum mínum. Ég man að þegar að ég var að rúnka honum var typpið hans alveg grjóthart. Brotaþoli gaf framburðarskýrslu hjá lögreglu 2. október 2019 þar sem hún greindi nánar frá atvikum, e ins og þau horfðu við henni. Í skýrslu hennar kom í aðalatriðum fram það sama og áður greinir. Lýsti hún meintu broti, að því marki sem henni var unnt og hún mundi eftir, meðal annars vímuástandi og bjargar - eða máttleysi þegar hún rankaði við sér, ákærði hefði sett fingur í kynfæri hennar, puttað hana, henni hefði ekki verið unnt að stöðva og/eða segja neitt við ákærða. Hún hefði fróað hon um í tengslum við það að hann tók um hönd hennar og setti á kynfærin. Einnig sagði hún að hann hefði stungið honum inn , í þeirri merkingu að hann hefði haft við hana samræði, en hún dottið út eða sofnað út frá því. Hún hefði vaknað næsta morgun og ákærði á þeim tíma verið að gera sig ferð búinn til vinnu. Stutt orðaskipti hefðu átt sér stað á milli ákærða og hennar um að hún myndi láta sækja sig. Ákærði hefði síðan farið og hún orðið eftir í hús næð inu. Brota - þoli hefði síðan hringt í C sem hefði komið að sækja hana og þær farið á annan stað og fengið sér að borða og síðan farið heim. Einnig greindi brotaþoli frá fyrr gre ind um skeyta - send ingum sem hún sagði hafa verið við ákærða eftir á, auk þess sem hún greindi frá vanlíðan sinni. Þá greindi hún frá því að hún hefði til að byrja með ekki viljað segja frá hvað gerðist en ákveðið að leita fyrst til C og segja henni frá o g að það hefði verið tveimur dögum eftir meint brot. Ákærði gaf framburðarskýrslu 16. janúar 2020 með réttarstöðu sakbornings þar sem hann greindi frá meintum atvikum, eins og þau horfðu við honum. Í aðalatriðum kannaðist hann við að hafa verið í sa mskiptum við brotaþola og C umrædda nótt, sem og að þær og fleira fólk hefðu komið á heimili hans eftir að hafa verið að skemmta sér í mið borg inni. Greindi hann frá því sama og áður greinir, meðal annars varðandi ölvun, að C hefði farið 5 fyrr af staðn um og brotaþoli orðið eftir og gist og það hefði verið í rúmi við hlið ákærða. Þá hefði annar maður einnig gist í húsinu, vinur ákærða, E , en hann hefði verið í öðru herbergi. Ákærði kannaðist ekki við að neitt kyn ferðislegt hefði átt sér stað milli hans og brotaþola og bar af sér allar sakir af þeim toga. Þá kannaðist hann ekki við fyrrgreind skeyti og sagði þau ekki stafa frá sér. Á tímabili frá 2. október 2019 til 11. október 2021 voru teknar skýrslur af fimm vitnum, þar af fjórum símleiðis. Vitnið B , mó ðir brotaþola, greindi meðal annars frá líðan og fyrstu frásögn brota þola af meintu broti. Um þá frásögn og önnur atvik vísast nánar til reifunar á vætti B fyrir dómi. Vitnið C , systir brotaþola, greindi símleiðis meðal annars frá atvikum næturinnar, sam skiptum við ákærða, hvaða fólk hefði verið á staðnum, ölvun og að brotaþoli hefði orðið eftir. Einnig greindi hún frá atvikum daginn eftir og líðan og fyrstu frásögn brota þola af hinu meinta broti. Í fyrstu frásögn hefði brota þoli meðal annars greint frá því að ákærði hefði boðið henni upp í hjónarúm þar sem hann var einn heima. Brotaþoli hefði farið þangað til að sofa en síðan hefði ákærði komið þangað líka og brotaþoli vaknað upp við það að hann var að putta hana eða eitt hvað svoleiðis, hún hefði fr osið við það og ákærði sussað á hana og síðan lokið sér af. Vitnið D , vinkona systur brotaþola, greindi símleiðis frá samskiptum við brota þola og C nokkr u eftir meint brot og fyrstu frásögn brotaþola af því sem gerðist. Í vætti vitnis ins um frásögnina kom meðal annars fram að brotaþoli hefði greint frá því að hafa verið uppi í rúmi með ákærða og sér hefði liðið vel með það þar sem hann v æri frændi hennar. Ákærði hefði síðan farið upp á hana og nauðgað henni og sussað á hana svo hún myn di ekki segja neitt. Þá hefði komið fram í frásögninni að hún hefði verið alveg kyrr eða dofin. V inur systur brotaþola, F , greindi frá því símleið i s að hafa verið með systrunum í för umrædda nótt og farið á heimili ákærða en síðan farið með C og brotaþoli hefði orðið eftir. Þ au hefðu sótt hana morguninn eftir og hún hefði á þeim tíma virst vera döpur eða eitthvað skrýtin í hátt um og litið út fyrir eins og eitthvað hefði gerst. Að auki var tekin stutt skýrsla símleiðis af E , sem sagður var hafa gist í öðru herbergi í húsinu þessa nótt. Hann kvaðst ekkert muna eftir þeim atvikum og enga vitneskju hafa um málið. Meðal rannsóknargagna eru lögregluskýrsla frá 14. júní 2022 með ljósmyndum um skoðun á Snapchat - auðkenni ákærða, þar með talið tjákni ( bitmoji ), eins og það birtist í síma móður brotaþola 17. febrúar sama ár, auk vistaðs skjáskots frá 20. febrúar 2020 í sama síma, af tjákni, ætluðu Snapchat - auðkenni ákærða á þeim tíma. Meðal rannsóknargagna eru lögregluskýrslur frá 29. og 31. ágúst 2022 um a fritun á Snapchat - reikningi ákærða þann 26. sama mánaðar. Í þessum gögnum greinir meðal ann - ars að á þeim tíma hafi ekki verið unnt að sjá nein skilaboð milli ákærða og brotaþola á 6 téðum reikningi. Þá hafi tjákn á reikningi ákærða á þessum tíma, sem Snapch at - auðkenni, verið hin almenna Snapchat - mynd . Í rannsóknargögnum er einnig lögregluskýrsla frá 31. ágúst 2022 um afritun á síma brotaþola á ótilgreindum tíma, auk annarrar skýrslu frá 26. september sama ár um gögn í símanum. Í hinni síðari skýrslu greini r meðal annars að ákærði og brotaþoli hafi á þeim tíma enn verið vinir á Snapchat en ekki hafi verið unnt að finna tjákn. Þá hafi verið skila - boð í símanum frá 16. júlí 2021 til ótilgreinds viðtakanda, efnislega um að hún gæti ekki hugsað sér að vera í náv ist eða í öðrum samskiptum sem væru samsömuð við ákærða. Meðal gagna er vottorð G sálfræðings, dagsett 28. nóvember 2019, um meðferð brotaþola. Í vottorðinu er gerð grein fyrir yfirliti viðtala, niður stöð um prófa og mati á sálrænum einkennum og líðan. Greinir meðal annars að brota þoli hafi á þeim tíma verið búin að sækja 19 viðtöl á tímabili frá 28. nóvember 2018 til útgáfu dags vottorðsins. Sál - fræðimeðferð og vanlíðan hennar hafi framan af verið vegna nánar til greindra atvika í fjölskyldu eða heimil islífi brotaþola. Í viðtali 26. ágúst 2019 hafi brota þoli greint frá meintri nauðgun af hálfu ákærða. Í fyrstu hafi hún lýst afneitun og forðun þar sem hún hafi reynt að forðast það að greina frá því sem gerðist eða hugsa um það. Allt viðmót brota þola ha fi á þessum tíma bent til þess að hún fyndi fyrir verulegri van líðan í kjölfar meints kynferðisbrots. Hún hafi uppfyllt greiningar skil merki fyrir áfalla streitu röskun. Brota þoli hafi á útgáfutíma vottorðsins enn glímt við ein kenni kvíða, þu ng lyndis og lágs sjálfs mats. Henni hafi með tímanum tekist betur að tak ast á við kvíða einkenni samhliða því að læra betur inn á eigin kvíða og líkamleg einkenni. Hið meinta kynferðisbrot hafi valdið henni sálrænni vanlíðan. Samkvæmt því sem komið hafi fram hjá brotaþola hafi hún komist í kynni við kynferðislega hegðun sem stangaðist á við sið ferðis kennd hennar og reynsluheim þar sem meintur gerandi sé frændi hennar og hún hafi áður verið í góðum fjölskyldu tengsl um við hann. Niðurstöður hafi sýnt a ð slíkt geti haft verulega neikvæð áhrif á líðan fólks með nánar tilgreindum hætti. Brotaþoli hafi upplifað óöryggi og til - finn ingu fyrir því að karlmenn væru hættulegir. Þá hafi hún átt langt í land með að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd og verið í þörf fyrir áfram hald andi sálrænan stuðn ing. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. 7 Ákærði greindi meðal annars frá því að hann, brotaþoli og systir hennar, C , hefðu um - rædda nótt hist fyrir tilviljun í miðborginni en þau hefðu verið að skemmta sér. Ákærði vær i frændi systranna en hann og þær væru . Ákærði hefði drukkið bæði létt og sterkt áfengi og verið undir áhrifum. Brotaþoli og C hefðu einnig verið að drekka áfengi um nóttina. Frekar spurður um ölvunarstig kvaðst hann telja að hann hefði verið ölvaður á bilinu sjö til átta á mælikvarðanum upp í 10 en hann kvaðst hins vegar ekki muna hvernig því var háttað með brota þola og C . Samskiptin á milli þeirra hefðu þróast með þeim hætti að þau þrjú, ásamt vini C , sem ákærði kvaðst ekki vita deili á, auk vinar ákærða, E , hefðu skipt sér niður á tvær leigubifreiðir og farið saman heim til ákærða. Til að byrja með, eftir að vera komin á heimili hans, hefðu þau horft á eða ætlað að horfa á kvikmynd. Ákærði hefði neytt kannabis efna á heimilinu og kvaðst hann gera ráð fyrir að það sama ætti við um E . C og samferðamaður hennar hefðu fljót lega farið af staðn um en brota þoli hefði hins vegar orðið eftir og verið að reyna að útvega sér far heim. Ákærði hefði verið þreyttur og viljað leggjast til hvílu. E hefði ætlað að sofa í húsinu og ákærði sagt honum hvar hann gæti sofið en það hefði verið í svefn herbergi yngri bróður ákærða sem var fjarverandi. Ákærði hefði lagst til hvílu í svefnherbergi foreldra sinna og fljótlega sofnað. Hann hefði verið einn í svefnherberginu á þeim tíma og legið í stóru hjónarúmi. Um morguninn þegar hann vaknaði hefði hann orðið var við brota þola sofandi þar sem hún lá við hliðina á honum í rúminu. Ákærði kvaðst ekki vita hvernig það kom til að hún lagðist til hvílu hjá honum um nóttina og hann hefði ekkert orðið var við hana um nótt ina. Sér hefði ekki þótt það skrýtið að hún lá sofandi í rúminu en hún hefði eitthvað gist á heimili hans þegar hún var yngri. Ekkert kynferðislegt hefði gerst milli þeirra um nóttina og frekar spurður um hið sama vísað ákærði því alfarið á bug. Atvik hefðu aðeins verið með þeim hætti að hann sofnaði og vaknaði eins og áður greinir . Ákærði hefði verið að flýta sér til vinnu eftir að hafa vaknað en hann hefði átt að mæta milli kl. 11 og 12. Hann hefði ekkert talað við brotaþola og hún verið sof andi þegar hann fór af staðnum. Þá kvaðst hann ekki hafa tekið eftir því hvernig hún var k lædd og hvernig hún lá í rúminu á þeim tíma. Ákærði hefði komið til baka um klukkan 17 sama dag og brotaþoli og E verið farin úr húsinu á þeim tíma. Ákærði kvaðst ekki hafa rætt við brotaþola eða verið í samskiptum við hana eftir um - rædda nótt. Hann hefð i fyrst frétt af kærunni þegar lögregla hafði samband við hann í tengsl um við rannsókn málsins. Þá hefðu samskiptin milli hans og brotaþola alveg hætt í kjöl far fyrrgreindrar kæru til lög reglu og kvaðst ákærði ekki vilja vera í nein um sam - skiptum við brota þola út af kærunni. Frekar spurður kvaðst ákærði ekki hafa neinar skýr - ingar á því hvers vegna brotaþoli bæri hann sökum um meint kynferðisbrot. Þau hefðu 8 almennt verið í litlum en góðum sam skipt um áður fyrr en ýmislegt ótengt þeim tveimur hefði h ins vegar verið búið að ganga á hjá fjöl skyld unni. Til viðbótar greindi hann frá því að brotaþoli hefði verið meðal boðsgesta í út skriftarveislu hjá systur hans sem var haldin 2023 á þeim sama stað og meint brot átti sér stað. Ákærði hefði hins vegar ekkert talað við brotaþola í veislunni en þar hefðu einnig verið móðir og systir hennar, auk annarra boðsgesta. Spurður út frá gögnum málsins kvaðst ákærði hafa verið með aðgang að Snapchat á árinu 2019. Hann hefði alltaf verið með sama Snapchat - að ganginn og spurður um heiti á Snapchat nefndi hann þrjú sem hann taldi að gætu komið til greina í því samhengi með nánar til greindri tilvísun til nafns hans og mögulega einnig fæðingarárs. Ákærði kvaðst ekki muna hvort hann hefði verið vinur brotaþola á S napchat á þeim tíma sem um ræðir. Hið sama gilti þegar hann var spurður um móður og systur brotaþola á þeim tíma og/eða síðar. Ákærði kvaðst kannast við að hafa í tengslum við eigin notandaaðgang á Snapchat búið til tjákn með andlitsmynd af karli klæddum í föt og þannig væri núverandi mynd hans sem not anda á Snap chat. Hann kvaðst hins vegar ekki muna hvort slíkt tjákn hefði verið í notkun á þeim tíma þegar meint brot var framið. Frekar spurður út frá gögnum málsins kvaðst ákærði ekki kannast við meint Sna pchat - samskipti hans við brota þola sem fylgdu kæru til lögreglu, sbr. málavaxtalýsingu. Staðhæfði hann að þau stöfuðu ekki frá sér. Þá kvaðst ákærði ekki hafa skýr ingar á því hvers vegna brotaþoli héldi hinu gagn - stæða fram. Að auki greindi ákærði frá þv í að hann hefði á þeim tíma þegar hann gaf skýrslu hjá lög reglu verið fús til að leyfa afritun á gögnum úr síma sínum. Það hefði hins vegar verið nokkrum vand kvæðum bundið þar sem ýmislegt annað hefði verið í símanum sem hann þurfti að nota. Hann hefði því átt erfitt með að láta frá sér símann á þeim tíma. Síminn hefði hins vegar verið af ritaður nokkru síðar. 2. Brotaþoli greindi meðal annars frá því að hún og systir hennar, C , hefðu umrætt kvöld ákveðið að fara út að skemmta sér í miðborginni. Þær hefðu hitt ákærða og vini hans í bæn um og farið með þeim á tvo skemmtistaði. Ákærði hefði verið nýbúinn að eiga afmæli og þær verið að fagna því með honum. Ákærði hefði tjáð þeim að hann væri einn heima og boðið þeim heim í eftirpartí. Þær hefðu þegi ð boðið en áður hefðu þær farið á annan skemmti stað án þess að ákærði væri með þeim í för. Síðar um nóttina, eftir lokun skemmti staða, hefðu þær, ásamt vini C , F , farið heim til ákærða en ekki verið sam ferða honum á staðinn. Þegar komið var heim til ákærða hefðu þau áttað sig á því að í raun var ekkert eftir partí og aðeins ákærði og E vinur hans á staðnum. Þau hefðu verið þar nokkra stund og verið 9 að spjalla saman. Spurð um áfengisneyslu umrædda nótt greindi brotaþoli frá því að það hefði verið meir a en venjulega en hún hefði verið vön því að fá sér bjór. Ákærði hefði hins vegar fyrr um nóttina verið að halda að þeim sterku áfengi með skotum og hún verið óvön því. Frekar spurð kvaðst hún telja sig hafa verið ölvaða á stiginu sjö á mæli - kvarðanum upp í 10. Hún hefði ekki neytt kannabisefna heima hjá ákærða en þeir E hefðu verið að neyta slíkra efna. Þá kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um ölvunar ástand ákærða um nóttina. Nokkru síðar um nóttina, í tengslum við það þegar brotaþoli, C og F voru við þ að að fara, hefði ákærði boðið henni að vera lengur og horfa með þeim E á kvik mynd. Brotaþoli hefði þegið boðið og orðið eftir en systir hennar og F hefðu farið. Mjög fljót - lega á eftir hefðu ákærði og E hætt að horfa og farið að sofa. Ákærði í svefnherbe rgi foreldra sinna og E í öðru herbergi. Brotaþoli hefði ekki vitað hvar hún ætti að vera og farið inn í herbergið til ákærða og spurt hvar hún gæti sofið. Hann hefði boðið henni að leggjast til hvílu við hliðina á sér í rúminu og hún sam þykkt það. Henni hefði ekki fundist neitt athugavert við boðið og talið það eðli legt þar sem hann var frændi hennar, auk þess sem hún hefði oft áður þegar hún var yngri gist á heim il inu og við hlið hans. Brotaþoli kvaðst hafa verið klædd í hnepptan jakka og p ils, auk þess að vera í nær bux um og sokkum. Hún hefði klætt sig úr pilsinu og lagst til hvílu og sofnað. Hún hefði vakn að einhverju síðar við það að einhver var að snerta á henni kynfærin með fingrunum, putta hana. Hún hefði til að byrja með verið frek ar rænulaus og ekki áttað sig á því hvar hún væri stödd og hvað væri að gerast. Það hefði síðan skýrst fyrir henni og hún áttað sig á því að hún væri stödd í herberginu með ákærða og að það væri hann sem væri að koma við hana, eins og áður greinir. Hún hef ði legið á bakinu og hann verið hliðina á henni. Hún hefði legið frosin og ekki tekið þátt. Hún hefði á einhverjum tímapunkti spurt hvað hann væri að gera en hann tekið utan um munn inn á henni, sussað á hana og síðan sleppt takinu. Engin önnur samskipti hefðu verið á milli þeirra. Ákærði hefði síðan farið ofan á hana, tekið um hönd ina á henni og látið hana taka um og fróa getnaðar limnum og hann verið harður. Hún hefði síðan hætt að fróa honum því hana langaði ekki til að halda því áfram. Frekar spurð um framangreind atriði greindi hún frá því að hún hefði frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera eftir að hann tók um munninn á henni og sussaði á hana. Margt hefði farið í gegnum huga hennar og hvort betra væri að liggja þar sem hún var og láta þetta gera st svo þetta yrði ekki verra. Ákærði hefði síðan stungið getnaðarlimnum inn í hana og haft við hana sam ræði en brotaþoli kvaðst aðeins muna lítið af því. Spurð um fyrrgreinda minnis skerðingu um þann hluta atvika kvaðst hún ekki vita hvort það staf aði a f áfengisneyslu eða hvort um hefði verið að ræða líkamleg viðbrögð hjá henni sem lok uðu á þær minningar. Frekar spurð um fyrrgreind atvik út frá tímalengd kvaðst brota þoli ekki átta sig vel á því, hvorki varðandi heildartímalengd né í einstökum hlut um. Sér hefði fundist óra langur tími líða á meðan ákærði var að putta hana og í minningunni 10 hefði það verið það sem í tíma stóð lengst yfir. Frekar spurð kvaðst brotaþoli ekki muna með vissu hvort fingur ákærða hefði verið inni í kynfærunum á henni eða hvort hann hefði verið að snerta á henni snípinn. Ákærði hefði þessu næst látið hana fróa sér og hann síðan haft við hana samræði en minningar um hið síðastnefnda væru takmarkaðar, eins og áður segir. Greindi hún frá því að tímaskyn hennar hefði ekki verið gott um nóttina, auk þess sem langur tími væri liðinn frá því að atvik áttu sér stað. Greindi brotaþoli frá því að hún myndi næst eftir sér þegar hún vaknaði í rúminu og ákærði var á sama tíma í herberginu að búa sig til að mæta í vinnu og afsaka sig í síma fyrir að vera orðinn of seinn. Sér hefði liðið mjög óþægi lega og viljað komast burt. Hún hefði áttað sig á því að eitthvað meira hefði greini lega gerst um nótt ina og kvaðst hún vera viss um það þar sem hún hefði þarna um morguninn áttað sig á því að jak kinn sem hún var klædd í frá því um nóttina var fráhnepptur. Það hefði verið breyting frá því sem var þegar hún mundi eftir sér um nóttina. Frekar spurð um klæðnað um morguninn kvaðst brotaþoli halda að hún hefði verið klædd að neðan þegar hún vaknaði. Nán ar spurð um líkamlega líðan á þessum tíma kvaðst brota þoli ekki vita hvort hún hefði fundið í líkam - anum eins og að eitthvað hefði gerst en sér hefði liðið mjög óþægi lega, eins og áður greinir. Ákærði hefði spurt hana hvort hún gæti komið sér sjálf he im en þau ekki talað neitt meira saman. Hún hefði verið fegin að þurfa ekki að fá far með hon um og beðið eftir að hann færi. Hún hefði síðan farið á fætur, hringt í systur sína og fengið hana til að koma og sækja sig. Brotaþoli hefði ekki hitt E í húsinu um morgun inn og kvaðst hún ekki vita hvort hann hefði verið farinn á þeim tíma. C hefði síðan komið og sótt hana og þær farið saman og fengið sér að borða. Þær hefðu síðan farið heim. Brotaþoli kvaðst í fyrstu ekki hafa viljað segja C frá hvað hefði gerst . Hún hefði verið óviss um hvað hún ætti að gera, auk þess sem hún hefði skamm ast sín. Hún hefði haldið kyrru fyrir heima þennan dag. Líðan hennar hefði verið óþægi leg og henni fundist eins og hún væri skítug. Kvaðst hún telja að það hefði verið daginn e ftir sem hún hefði fengið C með sér í ökuferð og á meðan hefði hún sagt henni frá meintu broti ákærða og leitað ráða hjá henni. C hefði tekið frásögnina mjög nærri sér en þær systur væru nánar. Þá hefðu þær nokkru síðar sagt D vinkonu sinni frá hinu sama. Þá hefðu þær sama kvöld eða daginn eftir, í framhaldi af samtali við D , greint B móður sinni frá því hvað hefði gerst. Frekar spurð stað festi brotaþoli fyrrgreindar ljós myndir af Snapchat - skilaboðum og greindi einnig frá því að hafa eftir meint brot veri ð í skilaboðasamskiptum við ákærða á Snapchat, sbr. mála vaxta - lýsingu. Þau hefðu á þeim tíma verið vinir á Snapchat. Skilaboðin hefði hún sent til hans eftir að vera búin að segja C og D frá hvað gerðist. 11 Greindi brotaþoli frá tengslum sínum við ákærða og fjölskyldu hans frá fyrri tíð, meðal ann ars að hún hefði um tíma búið á heimili hans vegna erfiðs tímabils í lífi hennar í tengsl um við skilnað foreldra hennar. Um þessi atriði vísast nánar til vættis C og B , sbr. reifanir síðar, en brotaþoli greindi frá því að þau ákærði hefðu frá fyrri tíð verið náin sem frænd systkin. Varðandi líðan eftir á greindi brotaþoli meðal annars frá því að hún hefði fyrst á eftir fundið fyrir sterk um tilfinningum og í fyrstu verið með virk og liðið illa og það að nokkru leyti verið hans vegna og hún verið að afsaka hans gjörðir. Pirringur, reiði og sorg hefði einnig gert vart við sig. Vanlíðan hennar hefði haft mikil áhrif á hana og það meðal annars truflað mætingu í skóla og samskipti við aðra og hún hefði meðal annars e inangrað sig. Hún hefði fyrir meint brot verið í sálfræði meðferð út af öðrum og eldri atvikum og átt bókað viðtal hjá sálfræðingi nokkrum dögum síðar. Hún hefði í viðtalinu sagt sálfræðingnum frá því sem gerðist. Greindi brotaþoli nánar frá meðferð og bat a, þar með talið berskjöldun og fleira, en um þau atriði vísast til fyrr greinds vottorðs og reifunar á vætti sálfræðings ins fyrir dómi, sbr. nánar síðar. Að auki greindi vitnið frá samskiptum í fjölskyldunni eftir á en um þau atriði vísast nánar til reif ana á vætti C og B . 3. Vitnið C greindi meðal annars frá því að hafa umrædda nótt verið í miðborginni ásamt brotaþola. Þær hefðu hitt og mælt sér mót við ákærða um nóttina eða það gerst fyrir tilviljun. Þá hefðu samskipti einnig verið á milli þeirra á Snapchat. Þau hefðu verið undir áhrifum áfengis að skemmta sér og dansa saman. Vitnið og brota þoli hefðu farið á annan skemmtistað og kvatt ákærða og hann boðið þeim að koma á heimili hans síðar um nóttina í eftirpartí. Vitninu hefði fundist ákærði vera óþægilegur í sam skiptum eða einhver undirtónn vera í samskiptunum eða nærveru hans sem truflaði hana, til að mynda hvernig hann talaði og dansaði við þær. Þetta hefði verið óvenjulegt og ekki samrýmst tengslum þeirra sem frændsystkina og kvaðst vitnið ha fa fært þetta í tal við brotaþola. Vitnið greindi frá því að þær hefðu verið í samskiptum við ákærða síðar um nóttina og verið áhugasamar um að þiggja heimboðið. Þær hefðu komið ásamt F en engir aðrir en ákærði og vinur hans, sem vitnið kvaðst ekki vita deili á, hefðu verið á staðnum. Þá hefði fleira fólk ekki verið væntanlegt. Greindi vitnið frá því að hafa verið í ein hvern tíma heima hjá ákærða um nóttina þar sem þau hefðu talað saman og neytt áfengis. Hún kvaðst ekki gera sér grein fyrir því hversu le ngi það hefði verið. Þá hefði kannabis neysla einnig átt sér stað en vitnið ekki neytt slíkra efna. Hún hefði þegar leið á verið orðin þreytt og sýnt á sér fararsnið. Hún hefði hringt eftir leigubifreið en ákærði fært í tal við brotaþola hvort hún vildi ve ra áfram og yfir nóttina. Vitnið og vinur hennar, F , hefðu farið af staðnum en brotaþoli orðið eftir. Frekar spurð um ölvunar stig á þessum tíma kvaðst 12 vitnið telja að þær brotaþoli hefðu verið ölv aðar á bilinu átta til níu á mæli kvarð anum upp í 10. Þæ r hefðu verið undir miklum áfengis áhrif um en báðar verið kátar og hressar. Þá kvaðst hún telja að ákærði hefði út frá sama mæli kvarða verið drukk inn á bilinu sjö til átta. Vitnið greindi frá því að brotaþoli hefði hringt í hana daginn eftir og beðið hana að koma og sækja sig heima hjá ákærða. F hefði komið með vitninu á staðinn og honum síðan verið ekið á veitingastað en vitnið og brotaþoli farið heim. Brotaþoli hefði á þeim tíma ekki virst vera alveg lík sjálfri sér eða eitthvað furðuleg í hegðun en ekki sagt frá að neitt hefði gerst. Vitnið hefði ekki hugleitt þetta frekar á þeim tíma en hún hefði fengið betri mynd af því síðar þegar brotaþoli greindi henni frá hvað hefði gerst. Það hefði átt sér stað síðar, þegar þær voru saman í ökuferð. Vitnið hef ði tekið frásögn brotaþola mjög nærri sér. Greindi vitnið einnig frá því að hún hefði verið viðstödd samtal þar sem brota þoli greindi vinkonu, D , frá hinu sama en þær hefðu leitað ráða hjá henni. Í framhaldi, stuttu síðar, hefðu brotaþoli og vitnið greint móður sinni frá því hvað hefði gerst. Að auki greindi vitnið frá því að hafa verið viðstödd fyrr greind meint samskipti ákærða og brota - þola á Snapchat sem bárust í síma hinnar síðar nefndu, sbr. málavaxta lýsingu. Kvaðst vitnið hafa tekið ljósmyndir af þ eim sam skipt um sem fylgdu kæru barna verndar til lög - reglu. Samskiptin hefðu átt sér stað mjög stuttu eftir atburðinn, þ.e. mögu lega einum eða tveimur dögum eftir atburðinn, en vitnið kvaðst ekki muna það ná kvæm lega. Frekar spurð um fyrstu frásög n brotaþola kvaðst vitnið ekki treysta sér til að greina frá því þar sem hún myndi það ekki lengur og hún væri búin að loka á þær minningar þar sem þær væru henni erfiðar. Um hefði verið að ræða frásögn brota þola af kynferðis legum athöfnum ákærða og sifj aspellum. Nánar aðspurð út frá lög regluskýrslu vitnisins um hið sama kannaðist vitnið við þá lýsingu sem höfð var eftir henni, sbr. reifun í málavaxta - lýsingu. Vitnið kvaðst ekki muna vel eftir Snapchat - samskiptunum við ákærða en þau ákærði hefðu á umr æddum tíma verið vinir á þeim samskiptamiðli. Vitnið hefði hins vegar síðar líklega eytt honum eða lokað á hann á Snapchat. Samskipti ákærða, brotaþola og vitnis ins hefðu verið náin þegar þau voru yngri og mikill samgangur þeirra á milli. Þá hefði brota - þ oli um tíma búið á heimili ákærða í tengslum við skilnað foreldra þeirra á árinu . Brotaþoli hefði eftir meint brot farið í mikið þunglyndi og átt mjög erfitt andlega. Hún hefði til að mynda lokað sig af, haldið sig í rúminu og hætt að mæta í skólann. E innig hefðu átt sér stað markverðar breytingar hjá ákærða, en hann hefði hætt að láta sjá sig í fjöl skyldu boðum og eftir því hefði verið tekið. Kvaðst vitnið halda sam bandi við systur 13 ákærða og samskipti hefðu verið milli þeirra og fleira af þeim toga í tengslum við fjöl - skyldu boð en vitnið kvaðst ekki lengur vilja vera í návist ákærða. 4. Vitnið F kvaðst ekki muna vel eftir atvikum umræddrar nætur vegna þess tíma sem væri liðinn, auk þess sem hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Í vætti hans kom meðal annars fram að hann hefði fylgt C og brotaþola með leigu bifreið á heimili ákærða en vitnið hefði hitt C fyrr um nóttina í miðborginni. Vinur ákærða hefði einnig verið á staðnum. Meðan þau voru á heimili ákærða hefðu þau verið að spjalla saman og vi tnið ekki séð neitt rangt gerast. Vitnið hefði síðar um nóttina farið með C en brotaþoli orðið eftir á staðnum. Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa komið daginn eftir með C og sótt brotaþola. Hann kvaðst mögulega hafa rætt við brota þola um atvik næturi nnar einhvern tímann síðar en hann hefði verið búsettur erlendis og frétt af meintu broti eftir á. Frekar spurður út frá lögreglu skýrslu kvaðst vitnið telja að framburður hans á þeim tíma um atvik daginn eftir og hvernig brota þoli kom honum fyrir sjónir á þeim tíma hefði verið réttur, sbr. reifun í málavaxta lýsingu. Styttri tími hefði verið liðinn frá atvikum þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Hann kvaðst hins vegar ekki muna lengur eftir þeim atvikum sem hann greindi frá þar. Spurður um ölvun umrædda nótt kvaðst vitnið telja að hann, C og brotaþoli hefðu verið ölvuð á bilinu sex til átta á mæli kvarð anum upp í 10. Þá kvaðst hann telja að ákærði verið á bilinu fjórir á sama mælikvarða. Frekar spurður um hið sama út frá lög reglu skýrslu þar sem önnur mæliviðmið komu fram vísaði vitnið til hins sama og áður greinir varðandi misræmi. 5. Vitnið E kvaðst mjög lítið muna eftir umræddum atvikum. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði komið á heimili ákærða umrædda nótt eftir að hafa hitt hann í miðborginni. Tvær stúlkur hefðu einnig komið á staðinn og einhver tengsl verið milli annarrar þeirra og ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa þekkt stúlk urnar og ekki vita frekari deili á þeim. Þá kvaðst hann ekki minnast þess að hafa kynnt sig fyrir þeim um nóttina og ekki geta sagt til um hvort þær hefðu verið ölvaðar. Hann hefði sjálfur verið undir áhrifum áfengis en frekar spurður kvaðst hann ekki kannast við kannabis neyslu. Vitnið hefði fljótlega farið að sofa í svefnherbergi á efri hæð hússins og stúlk urnar verið á staðnum þegar hann gekk til hvílu . Kvaðst vitnið ekki vita hvað hefði gerst efti r það í húsinu en hann hefði verið sóttur af móður sinni næsta morgun um klukkan átta eða hálf níu. Vitnið hefði farið af staðnum án þess að tala við neinn. Þá hefði vitnið ekki verið í samskiptum við ákærða næstu daga á eftir. Vitnið kvaðst hafa munað mjö g illa eftir atvik um þegar lögregla hafði samband við hann sím leiðis rúm um tveimur árum eftir 14 umrædda nótt. Vitnið hefði eftir á þurft að glöggva sig betur á um ræddum atvikum og kvaðst vitnið ráma í það að lögregla hefði hringt tvívegis í hann vegna m áls ins. 6. Vitnið D greindi meðal annars frá því að hafa hitt brotaþola og C nokkrum dögum eftir meint brot. Kvaðst vitnið hafa verið vinkona C á þeim tíma og þekkt brotaþola. Þær hefðu farið saman í ökuferð og síðan heim til þeirra. Þegar þangað kom hefði brotaþoli greint vitninu frá meintu broti ákærða. Brotaþoli hefði treyst vitn inu og viljað segja vitninu hvað hefði gerst. Þá hefði C verið viðstödd þegar samtalið átti sér stað. Vitnið hefði tekið frásögn ina mjög nærri sér og þær allar verið í sjo kki. Frekar spurð út í líðan brota þola á þessum tíma greindi vitnið frá því að brotaþoli hefði verið leið, dálítið flöt og ekki fundið fyrir reiði fyrst þegar hún sagði frá. Þær hefðu rætt saman um hvort rétt væri að segja ein hverjum öðrum frá og þá hver jum. Samtal þeirra hefði verið á þá leið að rétt væri að segja B , móður brotaþola, frá og fá stuðning og álit einhvers fullorðins. Kvaðst vitnið telja að brotaþoli hefði í framhaldi rætt við B . Spurð út í fyrstu frásögn brotaþola greindi vitnið meðal annar s frá því að fram hefði komið að brotaþoli hefði verið uppi í rúmi með ákærða og allt verið frekar eðlilegt en ákærði síðan farið ofan á hana og nauðgað henni og hún bara frosið. Frekar spurð út í hið sama út frá skýrslu vitnisins hjá lögreglu kvaðst vitni ð kann ast við og staðfesta það sem haft var eftir henni á þeim tíma, sbr. reifun sem áður greinir í málavaxtalýsingu. 7. Vitnið B , móðir brotaþola, greindi meðal annars frá því að tengsl ákærða og brota þola, sem frændsystkina, hefðu áður fyrr verið ná in vegna góðra sam skipta B og móður ákærða, sem , í gegnum tíðina og mikill samgangur verið milli barnanna. Þá hefði brotaþoli búið á heimili ákærða um nokkurra vikna skeið á árinu í tengslum við erfiðan skilnað vitnisins. Vitnið kvaðst hafa verið í samskiptum við brotaþola og C um - rætt kvöld, en þær hefðu farið út að skemmta sér og gert sér vonir um að hitta ákærða í miðborginni. Hann hefði á þeim tíma nýlega náð og þær langað að fagna þeim áfanga með honum. Brotaþoli og C hefðu um kvöldið sent henni skilaboð á Snap chat um að þær væru búnar að hitta hann í bænum og gaman væri hjá þeim. Að auki hefði myndefni mögu lega fylgt þeim skilaboðum. Þær hefðu síðan farið heim til ákærða ásamt fleirum. Frekar spurð greindi vitni ð frá því að brotaþoli, C og ákærði hefðu á umræddum tíma verið vinir á Snapchat. Þá hefði vitnið einnig á sama tíma verið vinur ákærða á Snapchat. Vitnið kvaðst ekki hafa frétt neitt meira um atvik næturinnar þar til tveimur eða þremur dögum síðar þegar brotaþoli sagði henni frá meintu kynferðisbroti. Líðan brotaþola hefði 15 á þeim tíma verið slæm en hún hefði greint skilmerkilega frá því hvað hefði gerst. Í aðal - atriðum greindi vitnið frá því að í fyrstu frásögn brotaþola hefði komið fram að C hefði farið fyrr heim með vini sínum og brotaþoli ákveðið að vera lengur hjá ákærða. Hann hefði boðið henni gist ingu svo hún þyrfti ekki að taka leigu bifreið. Brotaþoli hefði fengið að vera í rúmi for eldra ákærða og hún vaknað upp við það að ákærði hefði verið að láta hana fróa getnaðarlim sínum með hönd unum og hann hefði svo farið inn í hana og nauðgað henni. Hún hefði sagst hafa stirðn að upp og ekki getað gert neitt. Þá hefði hún sagst hafa mótmælt þessu og spurt hvað hann væri að gera og sagt við hann að hún vildi þetta ekki. Vitnið kvaðst halda út frá frá sögn brotaþola, eftir á að hyggja, að hún hefði verið hálffrosin og síðan sofnað en vaknað við að ákærði var í símanum að útskýra að hann hefði sofið yfir sig, en hann hefði átt að vera mættur til vinnu . Ákærði hefði síðan farið til vinnu og brotaþoli hringt í C og beðið hana að sækja sig. Vitninu hefði einnig verið tjáð eftir á að brotaþola og C hefði þótt ákærði vera eitthvað óþægilegur í samskiptum þegar þær hittu hann um nóttina og hann hvatt þær til að skála með sér í skotum með sterku áfengi. Vitnið hefði viljað leita til lögreglu en brotaþoli verið ófús til þess og verið að velta fyrir sér hvort það sem gerðist væri sér sjálfri að kenna og hvort hún hefði getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir það. Vitnið hefði afráðið að greina barna vernd frá því sem gerðist og í framhaldi hefði verið ákveðið að barna vernd beindi kæru til lögreglu. Brotaþoli hefði í byrjun verið ósátt við það en fljótlega jafn að sig á því og verið samþykk því að beina málin u í þann farveg. Vitnið greindi frá því að brotaþoli hefði viljað fá afsökunarbeiðni frá ákærða og það hefði virst sem hún áttaði sig ekki á alvarleika máls í upphafi. Brotaþoli hefði sent ákærða skila boð á Snapchat sem hann svar aði, sbr. málavaxtal ýsingu. Vitnið og C hefðu báðar verið viðstaddar og séð skilaboðasamskiptin og þau greinilega verið frá ákærða. Nafn hans hefði komið fram, auk myndar með tjákni sem vitnið kannaðist við frá eigin Snapchat - aðgangi. Vitnið kvaðst ekki muna nákvæmlega hvenær sam skiptin áttu sér stað en það hefði verið að kvöldi til þar sem þær hefðu verið saman á heimili þeirra og mögu - lega hefði það verið um viku eftir hið meinta brot. Vitnið hefði ekki viljað að brota þoli tæki skjámyndir af eða vistaði skila boða samsk iptin því þá hefði ákærði tekið eftir því. Tilgangurinn hefði verið að fá fram viðurkenningu frá ákærða á því að hann hefði brotið kynferðislega gegn brotaþola. Kvaðst vitnið telja að hann hefði að líkindum hætt sam - skiptunum ef hann hefði hann séð að skil a boðin væru vistuð eða skjámyndir teknar af þeim. Þess vegna hefði C tekið ljósmyndir af skilaboða samskiptunum á meðan þau áttu sér stað. Enginn vafi hefði verið á því að um væri að ræða skilaboð frá ákærða til brotaþola. Vitnið hefði í framhaldi komið u mræddum ljósmyndum til barna verndar og/eða lögreglu. Þá hefði vitnið á síðari stigum mætt til lögreglu þar sem teknar voru ljós myndir af Snapchat - aðgangi vitnisins. 16 Um önnur atvik eftir á greindi vitnið meðal annars frá því að hún hefði hald ið sam skipt - um að nokkru marki áfram við sína en með breyttu sniði varðandi heimsóknir og símasamskipti. Ýmis fjölskylduboð hefðu verið eftir hið meinta brot og vitnið og brota - þoli einsett sér að halda áfram að sækja slíka viðburði þar sem skömmin væ ri ekki þeirra. Til að byrja með hefðu aðrir í fjölskyldunni ekki vitað hvað hefði gerst milli ákærða og brotaþola. Á sama tíma hefði verið tekið eftir því að ákærði var hættur eða tregur til að sækja fjölskylduboð eða hélt sér til hlés þegar vitnið og dæt ur hennar voru á staðnum. Það hefði breyst í seinni tíð og hann væri farinn að vera meira sýnilegur að nýju í tengsl - um við fjölskylduviðburði. Um líðan brotaþola greindi vitnið meðal annars frá því að brotaþoli hefði þurft að leita sér aðstoðar sálfræð ings í kjölfar meints brots ákærða. Þá hefði hún áður verið búin að vera í sálfræðimeðferð vegna erfiðleika í tengslum við hjónaskilnað vitnisins og föður brota þola. Sumarið 2019, fyrir hið meinta brot, hefði verið tímabil þar sem brotaþola var farið að l íða betur og hún verið glöð, virk og í betri tengslum við vini sína. Eftir hið meinta brot hefði líðan brota þola hins vegar breyst mjög til hins verra, hún átt mjög erfitt og henni liðið mjög illa. Hún hefði fengið mikil kvíðaköst, átt erfitt með svefn, fengið mar traðir, einangrað sig og hætt að treysta sér til að mæta í skóla. Það hefði leitt til þess að hún skráði sig í fjarnám og hitti færra fólk en áður. Líðan hennar hefði hins vegar með tímanum breyst aftur til hins betra, þótt hún hefði orðið fyrir fleiri áföllum síðar, en nú - verandi staða hennar væri betri en hún var áður. 8. Vitnið G sálfræðingur staðfesti og gerði nánari grein fyrir fyrr greindu vottorði um meðferð brotaþola. Í vætti vitnisins kom meðal annars fram að brota þoli hefði í viðtal i í ágúst 2019 greint frá meintu kynferðisofbeldi en áður hefði hún verið í meðferð hjá vitninu út af öðru. Meðferð brotaþola hefði í framhaldi miðast við það sem fram var komið um meint kynferðisofbeldi, meðal annars með því að leggja fyrir hana sjálfs - ma tslista og taka greiningarviðtal til að meta áfallastreituröskun. Um haustið 2019 hefði brotaþoli uppfyllt greiningarskilmerki áfallastreituröskunar og sú greining sam rýmst ein - kennum sem hún var að lýsa á þeim tíma. Mikil forðunareinkenni og afneitun hef ðu verið mjög greini leg hjá brotaþola. Hún hefði átt mjög erfitt með að greina frá hvað hefði gerst og verið mjög aftengd sínu nærumhverfi. Hún hefði verið frosin og með dofin viðbrögð. Veru legar svefntruflanir hefðu verið til staðar, hún átt erfitt me ð að slaka á og verið mikið á varðbergi. Matarlyst hennar hefði minnkað, vanlíðan verið stöðug og áleitnar endur - minningar verið að sækja á hana. Berskjöldun hefði verið hluti af meðferð brota þola og gengið út á það að hún ætti ekki að einangra sig heldu r mæta því sem ógnin beindist að, 17 til að mynda með því að mæta ákærða í fjölskyldu boð um. Fjölskyldu tengsl ákærða, sem geranda, gagnvart brotaþola hefðu verið þáttur í áfalli hennar, til við bótar því að meint kynferðisofbeldi hefði átt sér stað. Skýr s kil hefðu verið í meðferð brota þola fyrir og eftir hið meinta kynferðisbrot en mikil deyfð hefði verið komin fram hjá brota þola og aftenging við umhverfið eftir að fyrrgreindar upplýsingar komu fram í viðtali 2019. Það hefði verið mikil breyting frá því sem áður var. Í framhaldi hefði vitnið greint hana með áfallastreituröskun, eins og áður greinir. Út frá klínísku mati kvaðst vitnið telja að líðan brotaþola hefði breyst með jákvæðum hætti og núverandi staða hennar væri orðin betri en hún var áður. Meðfe rð hefði skilað þeim árangri en vanlíðan væri hins vegar enn til staðar. IV. Niðurstöður: Ákærð i neita r sök samkvæmt ákæru . Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála gildir sú grundvallar regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunar - gögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam kvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði um sekt ákærð a og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verð ur hann því aðeins sakfelld ur að nægi leg sönnun, sem ekki verði vefen gd með skyn sam legum rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. téðra laga. Þá metur dómurinn hvert sönn unar gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt anir má lei ða af um það, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. Ítarlega hefur verið gerð grein fyrir framburði ákærða og brotaþola fyrir dómi, auk ann - arra vitna, sbr. III. kafla. Þá hefur að nokkru verið gerð grein fyrir rann sókn lögreglu og helstu sakargögnum, sbr. II. kafla. Í aðalatriðum er í málinu ágrein ings laust að brotaþoli kom á heimili ákærða umrædda nótt ásamt C og F í fram haldi af því að hafa verið að skemmta sér í miðborginni. Þá verður ráðið af því sem fram hefur komið að E hafi einnig um nóttina veri ð gestur á heimili ákærða. Ágrein ingslaust er að ákærði og brotaþoli voru undir áhrifum áfengis. Hið sama á við um aðra sem voru á staðnum. Ágrein ingslaust er að brota þoli dvaldi áfram um nóttina á heimili ákærða eftir að C og F voru farin. Þá hefur kom ið fram að auk ákærða og brotaþola var E áfram í húsinu en aðrir voru þar ekki. Ákærða og brotaþola virðist bera saman um að fljót lega á eftir hafi þau þrjú sem eftir voru gengið til hvílu . Samrýmist það að nokkru marki vætti E . Ágreiningslaust er að brot aþoli var í húsinu fram á næsta morgun og er ekki ágrein ingur um að brotaþoli var í svefnherbergi með ákærða um nóttina. Þeim ber hins vegar ekki saman um hvernig það kom til. Ákærði hefur borið um að hann hafi farið einn að sofa í herberginu og ekkert 18 vi tað af brotaþola fyrr en morguninn eftir en hún hefur borið um undan farandi sam skipti sem leiddu til þess að hann bauð henni að vera hjá sér í rúminu. Þessu tengt, og varðandi aðalatriði málsins, ber mikið á milli þeirra um það hvort eitthvað gerðist í s vefnherberginu milli þeirra um nóttina. Ákærði hefur borið um að hafa sofið allan tím - ann en brotaþoli hefur borið um að hafa lagst til hvílu og sofnað en vaknað síðar um nóttina upp við að ákærði hefði verið að brjóta gegn henni kyn ferðis lega, eins og g reinir í ákæru. Að auki liggur fyrir að ákærða og brotaþola ber ekki saman um hvort þau hafi verið í samskiptum næsta morgun. Ákærði hefur borið um að brotaþoli hafi verið sofandi í rúminu á þeim tíma og hann ekkert talað við hana en hún hefur borið um hið gagnstæða. Ágreinings laust er að miklar breytingar urðu á fjölskyldusamskiptum milli ákærða ann - ars vegar og brota þola og C hins vegar eftir meint brot. Hið sama virðist að nokkru marki eiga við um B gagnvart ákærða. Þessu til viðbótar er ágrein ingur u m það hvort ákærði hafi verið í Snapchat - samskiptum við brotaþola eftir á sem voru ljós mynduð, en ákærði hefur alfarið vísað því á bug. Brotaþoli, C og B hafa hins vegar borið um hið gagn stæða. Fyrir liggur að ákærði og brotaþoli eru ein til frá sagnar u m hvað nákvæmlega gerðist í um ræddu svefnherbergi og hver var aðdragandi þess. Í aðalatriðum er sönnunarstaðan orð gegn orði um fyrrgreind ágreiningsatriði. Framburður brotaþola fyrir dómi hefur í öll um aðalatriðum verið skýr, ein lægur og stöð - ugur um helstu málsatvik, að teknu tilliti þess langa tíma sem liðinn er frá meintu broti. Hið sama á við um framburð hennar hjá lög reglu, að teknu tilliti til ungs aldurs hennar á þeim tíma. Þá er að mestu samræmi í framburði hennar fyrir dómi og hjá lögregl u. Fyrir liggur að misritun átti sér þrisvar stað í orðréttri uppritun lögreglu af skýrslugjöf brota - þola um að hún hafi greint frá því að hafa klæðst peysu umrædda nótt , auk jakka . Hið rétta er samkvæmt mynd - og hljóðupptöku að brotaþoli greindi frá því a ð hún hefði verið í pilsi og sam rýmist það framburð i hennar fyrir dómi. Að auki samrýmist fram burður brotaþola fyrir dómi í aðalatriðum eigin saman tekt hennar um meint brot og önnur atvik sem fylgdi kæru barnaverndar til lög reglu, sbr. mála vaxta lýs ingu. Frá framan greindu er hins vegar ein áberandi undan tekning. Fyrir dómi greindi brota þoli frá, til viðbótar því sem áður var búið að koma fram, að ákærði hefði gripið fyrir munn hennar samhliða því að sussa á hana á meðan hann braut gegn henni. Ekk ert kom fram hjá brotaþola um grip fyrir munn við skýrslu gjöf hennar hjá lög reglu, aðeins að hann hefði sagt uss við hana þegar hann braut gegn henni. Þá kemur ekki fram í fyrr greindri eigin samantekt brotaþola að ákærði hafi gripið fyrir munn hennar. Þ ar greinir hins vegar að hann hafi þaggað niður í henni. Vætti C , B og D um fyrstu frásögn brotaþola skýra þetta ekki frekar. Að þessu leyti er misræmi eða óskýrleiki í framburði brotaþola um atriði sem varðar það hvernig hið meinta brot var framið. Að öðru leyti hefur hún í öllum aðal atriðum lýst meintu broti ákærða um rædda nótt með þeim hætti sem greinir í verkn aðar lýsingu ákæru. 19 Framburður ákærða fyrir dómi hefur í öll um aðalatriðum verið skýr og stöð ugur um helstu málsatvik, að teknu tillit i þess langa tíma sem liðinn er frá meintu broti. Skýrslu - gjöf hans hjá lögreglu var hins vegar ekki jafn skýr og greinargóð. Ljóst er af skriflegu endurriti , sbr. hljóð - og myndupptöku, að hann virtist við skýrslutöku hjá lögreglu vera stress aður og á kö flum hikandi og tregur til að svara ein staka spurn ingum og/eða mundi illa atvik og/eða þurfti endur tekið að ráð færa sig við til nefndan verjanda. Þrátt fyrir framan greint var skýrslugjöf ákærða hjá lögreglu um meint brot og önnur atvik í aðal - atrið um í samræmi við framburð hans fyrir dómi. Samkvæmt framangreindu er framburður brotaþola og ákærða ekki með öllu án athuga - semda. Að því virtu eru ekki efni til að gera upp á milli þeirra hvað varðar mat á trú - verðug leika þeirra fyrir dómi. Framburður brota þola um meint brot er óbeint studdur framburði fyrrgreindra vitna, C , D og B , sem hafa borið um fyrstu frásögn brota þola af meintu broti og öðrum atvik um sem og um vanlíðan hennar. E ru þetta hins vegar vitni sem tengjast brota þola og verður að t aka tillit til þess við úrlausn málsins, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008 . Ljóst er af vætti F að hann mundi í aðalatriðum lítið eftir um rædd um atvikum vegna þess tíma sem er liðinn. Þá virtist hann ekkert muna eftir að hafa komið morguninn eftir og sótt brotaþola eða hvernig líðan hennar var á þeim tíma. Ákæruvaldið verður að bera hallann af þessu við úrlausn málsins. Þá voru skýrslur af C , D og F á rann sóknarstigi gerðar sím leiðis, auk þess að vera efnislega mjög takmark aðar eins og þær birtast í gögn um máls ins. Er þar um að ræða frávik frá því sem almennt er lagt upp með varðandi gæðastig skýrslutaka af mikil vægum vitnum í málum af þessum toga, sem jafnan skulu vera ítarlegar og gerðar í hljóði og mynd, sbr. a - lið 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 651/ 2009. Að því virtu er tæplega með heildstæðum hætti unnt að bera téðar lögreglu skýrslur saman við skýrslur sömu vitna fyrir dómi, þar með talið út frá stöðug leika og trúverðugleika. Ákæru valdið verður að bera hallann af þessu við úrlausn málsins. B rotaþoli leitaði ekki til lögreglu eða neyðar móttöku í kjöl far meints brots og liggja því ekki fyrir vætti og gögn frá lögreglu - og/eða heil brigðisstarfsmönnum, eins og jafnan er í mál um af þessum toga, sem hefðu ella getað skýrt betur ástand, aðstæður og frásögn brota þola og sakbornings stuttu eftir meint brot. Er því ekki gögnum til að dreifa frá hlut lausu og utanaðkom andi fagfólki sem hefðu getað fyllt betur upp í eyður um það hvað nákvæmlega gerðist í sam skiptum ákærða og brotaþola og hvert va r ástand þeirra á um ræddum tíma. Af þessu leiðir að ekki liggja fyrir gögn um ölvunarástand og réttar - læknis fræðilega skoðun á brota þola og ákærða, auk þess sem ekki fór fram rannsókn á 20 vett vangi, eins og jafnan er í mál um af þessum toga. Hið sama á við um ýmiss konar aðra gagnaöflun af hálfu lögreglu sem jafnan er í mál um sem þessum, þar með talið gögn um ferðir, samskipti og tímasetningar stuttu fyrir og eftir meint brot. Skal þá einnig haft í huga að við rannsókn saka máls ber að líta jöfnum höndu m til atriða sem horfa til sektar og sýknu, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. Ákæru valdið verður að bera hallann af þessu við úr lausn máls ins. Meðal málsgagna eru ljósmyndir af meintum Snapchat - skilaboðum ákærða og brota þola. Að mati dómsins sam rýmist efni skilaboðanna að nokkru marki framburði brotaþola um að hún hafi átt Snapchat - samskipti við ákærða eftir á þar sem hann hafi gengist við því að hafa brotið gegn henni kynferðislega umrædda nótt. Ekki kemur þó berum orðum fram í skeytunum að viðm ælandi brotaþola hafi verið að gangast við meintu kynferðis - broti. Um er að ræða ljósmyndir sem fylgdu kæru barnaverndar til lögreglu en þær bárust til barnaverndar frá vitninu B í aðdraganda kærunnar, eins og áður er rakið. Þá hefur komið fram í vætti B a ð hún hafi ásamt C verið viðstödd þegar Snapchat - samskiptin áttu sér stað og þegar myndirnar voru teknar. Verður fram burður B fyrir dómi ekki skilinn öðruvísi en að skilaboðin og ljósmyndatakan hafi farið fram á sama eða svipuðum tíma og B hafi verið höfð með í ráðum þegar þau atvik áttu sér stað. Einnig hefur komið fram að það var C sem tók ljós myndirnar. Þá verður ráðið af vætti þeirra þriggja að tilgangurinn með skilaboðasamskiptunum og töku ljós mynd anna hafi verið að reyna að fá fram viðurkenningu á kærða á meintu broti án þess að hann yrði þess var að aðrir fylgdust með og að skeytin væru afrituð. Óvíst er af ljósmyndunum hvort þau gefa heildstæða mynd af skeytasendingunum frá upphafi til enda eða hvort þær sýna aðeins hluta af samskiptunum. Fyrir li ggur að ákærði hefur stað fastlega neitað að hafa með nokkrum hætti tekið þátt í umræddum skila boða samskiptum. Sam kvæmt umrædd um gögnum liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti hvenær skila boða samskiptin áttu sér stað. Ljós mynd irnar bera með sér að haf a verið teknar klukkan 21:43, 21:47 og 21:56 og virðast þær sýna skilaboð frá sama degi, sbr. TODAY varðandi aldur skeyta, eins og þau birtust í Snapchat í sím tæki. Ljósmyndir af skilaboðunum sýna nöfn ákærða sem nickname en ekki er hægt að sjá á myndunum hvert var username við komandi. Ljóst er að unnt er að breyta nickname í Snapchat með einföldum hætti en hið gagnstæða á við um username . Þá eru myndræn tjákn notanda á Snapchat breytanleg ef þau eru búin til eða þeim rað að saman af notanda sem bitmoji. Við rannsókn málsins var af hálfu lögreglu ekki hlutast til um að skoða og afrita síma brotaþola með það að markmiði að haldleggja og rannsaka með sjálfstæðum hætti gögn í síma hennar og/eða Snapchat - reikningi. Það var f yrst 17. febrúar 2022 sem Snapchat - aðgangur hennar var skoð aður og voru á þeim tíma engin gögn sem varpað gátu ljósi á 21 málið. Engin rannsókn hefur farið fram hjá lögreglu á uppruna umræddra ljósmynda sem fylgdu kæru og hvort og hvenær C tók þær. Þá eru þa u atvik að mörgu leyti óljós út frá gögnum málsins og vætti brotaþola, C og B fyrir dómi. Sími ákærða var ekki hald lagður við upphaf rannsóknar málsins né heldur við skýrslugjöf hans hjá lögreglu 16. janúar 2020. Snapchat - reikningur hans var fyrst afritað ur af lögreglu 26. ágúst 2022. Voru engin skilaboð milli ákærða og brotaþola á Snapchat - reikningum á tíma afritunar. Þá var Snapchat - tjákn ákærða með öðrum hætti á tíma afritunar en tjáknið sem birtist á téðum ljósmyndum sem fylgdu kæru. Liggja þannig ekki fyrir rann sóknargögn frá lög reglu sem hefðu getað skýrt betur hvort ákærði tók þátt í téðum Snapchat - samskiptum, hvort umrædd gögn voru í fórum hans í framhaldi af meintu broti og hvernig auðkenni hans, nickname og usern a me , og tjákn voru á Snapchat - rei kningi hans á þeim tíma sem um ræðir. Fallast má á með ákæru valdinu að tjákn á téðum ljós myndum líkist að nokkru leyti tjákni ákærða eins og það birtist á Snapchat - reikningi B við rannsókn lögreglu 17. febrúar 2022, þ.e. andlits - og augnsvipur og hárgrei ðsla á tjákni. Þau atriði geta hins vegar tæplega ráðið úrslitum við mat á téðum sönnunar gögnum og þarf meira að koma til. Verður að gera þá kröfu til lögreglu og ákæruvalds að framsetning sönnunargagna af þessum toga í máli sem þessu séu færð fram með þe im hætti að vönduð og sjálfstæð úrvinnsla gagna liggi fyrir og að ekki megi efast um réttar - og gagnaöryggi og áreiðan - leika gagna í sakamáli. Slík úrvinnsla hefur hins vegar ekki farið fram á téðum skilaboða - sendingum. Að þessu öllu virtu, gegn neitun ákæ rða, er ósann að að skilaboðin, eins og þau birtast á téðum ljós mynd um, hafi stafað frá ákærða. Samkvæmt vottorði fyrrgreinds sálfræðings og vætti hennar fyrir dómi var talsvert mikil almenn vanlíðan hjá brotaþola eftir meint brot, þar með talið kv íði, þunglyndi og lágt sjálfsmat, en líðan hennar virðist samhliða meðferð hafa með tímanum þokast í rétta átt. Þessu til viðbótar liggur fyrir samkvæmt vottorði og vætti sálfræðingsins að brota þoli uppfyllti greiningarskilmerki áfalla streituröskunar og það var sett í samhengi við meint kyn ferðis brot ákærða. Áfalla streituröskun er alvarleg geð röskun. Grein ing áfalla streitu - röskunar hjá brotaþola, eins og hún birtist í vottorði, virðist reist á ítarlegu, form legu og viður kenndu grein ingarmat i. Er sú greining til þess fallin að styðja framburð brota þola um að brotið hafi verið kynferðislega gegn henni. Hið sama á við um aðra and lega van - líðan brotaþola eftir meint brot. F yrir liggur að sál fræð ingurinn hefur annast með ferð og eftir fylgd brotaþola um langt skeið, fyrir og eftir meint brot. Er því um að ræða langt með ferðarsamband milli brotaþola og sálfræðingsins í formi faglegra tengsla. Ljóst er að sálfræðingurinn þekkir vel til áfalla - og meðferðar sögu brotaþola og ber fyrrgreint vot torð með sér að að koma hennar að máli brotaþola er byggð á faglegum grundvelli. Hið sama á við um vætti sálfræðingsins fyrir dómi. Að koma téðs sálfræðings að mál - efnum brotaþola hefur gengið út á að veita sálfræði lega meðferð vegna áfalls brotaþola í 22 þe im tilgangi að hún næði bata. Ljóst er að til gangur inn var ekki að afla sakargagna fyrir lög reglu og ákæruvald. Þá verður ráðið af því sem fram hefur komið að vandi brota þola sé langur og margþættur. Önnur gögn af sama toga til stuðnings vottorðinu li ggja ekki fyrir, svo sem matsgerð dómkvadds mats manns sem ekki hefði komið að meðferð brota - þola. Þ ykir því óvarlegt að byggja á framan greindum greiningar niðurstöðum við sakar - matið svo úrslitum ráði í málinu . Að öllu framangreindu virtu, og þar sem a nnarra gagna nýtur ekki við, verður ekki talið, gegn eindreginni neitun ákærða, að sannað sé svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Verður ákærði því sýknaðu r af kröfum ákæruvaldsins. Samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður einkaréttarkröfu brotaþola á hendur ákærða vísað frá dómi. Vegna úrslita málsins verður allur sakarkostnaður lagður á ríkissjóð, þar með talin máls - varnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur lögmanns, vegna vinnu á rann sóknar stigi og fyrir dómi, sem þykja út frá eðli og umfangi máls hæfilega ákveðin 1. 8 00.000 krónur, að með töldum virðis aukaskatti. Hið sama á við um þóknun skip aðs réttar gæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þykir út frá eðli og umfangi máls hæfilega ákveðin 1. 6 00.000 krónur, að með töldum virðis aukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Krist jáns son héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Einkaréttarkröfu brotaþola, A , á hendur ákærða er vísað frá dómi. Allur sakarkostn aður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnar laun skip aðs verjanda ákærða, Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur lögmanns, 1. 8 00.000 krónur, og þóknun 23 skip aðs réttar gæslu manns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 1. 6 00.000 krónur . D aði Kristjánsson