D Ó M U R 12 . maí 2 02 1 Mál nr. E - 7775 /20 20 : Stefnandi: A ( Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður) Stefnd i : Vörður tryggingar hf . ( Magnús Hrafn Magnússon lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 12 . maí 202 1 í máli nr. E - 7775 /20 20 : A ( Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður) gegn Verði tryggingum hf . ( Magnús Hrafn Magnússon lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 1 9 . apríl sl., var höfðað 23 . nóvember 2020 . Stefnandi er . Stefndi er Vörður tryggingar hf., Borgartúni 25 í Reykjavík . Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða stefnan da 3.511.626 krónur með 4,5% vöxtum frá 7. janúar 2017 til 3. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar . Stefndi krefst aðallega sýknu en til vara verulegrar lækkunar á kröfum stefnanda . Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar. I Stefnandi varð fyrir umferðarslysi 7. október 2016. Tjónvaldur ók þá bifreið , sem vátryggð var af stefnda , aftan á bifreið stefnanda . Um þær mundir var stefnandi við það að ljúka námi sem flugvirki. Hvorki er ágreiningur um bótaskyldu stefnda né umfang tjóns stefnanda, sbr. fyrirliggjandi álitsgerð Birgis Magnússonar lögmanns og Sigurðar Thorlaciusar læknis , dags. 5. júlí 2019. Þá eru að ilar sammála um að aðstæður stefnanda teljist óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 og jafnframt um það launaviðmið sem leggja skuli til grundvallar við uppgjör bóta. Aftur á móti deila aðilar um þýðingu þess að stefnandi hafði áður verið metinn til samtals 20% varanlegrar örorku vegna tveggja umferðarslysa sem áttu sér stað með skömmu millibili árið 2004. Byggir stefndi á því að af þessari ástæðu beri að skerða árslaunaviðmið stefnanda um 20% . Hefur stefndi greitt út bætur miðað við þann skilning , sbr. fyrirliggjandi fullnaðaruppgjör . Stefn an di hafnar fyrrgreind ri afstöðu stefnda og gerði því fyrirvara við undirritun bótaupp g jörs ins . Höfðar stefnandi málið til innheimtu fjárhæðar sem svarar til eftirstöðva þeirrar fjárhæðar sem þurft hefði til að stefnandi teldist njóta óskertra bóta. 2 Hvað nánar varðar fyrrgreint slys stefnanda 7. október 2016 þá liggur fyrir að stefnandi leitaði samdægurs á bráðamóttöku Landspítala . Þar kvartaði hann yfir verkjum í háls i og baki. Var hann þá greindur með tognun og ofreynslu á hálshrygg. Í málinu liggur fyrir ódagsett yfirlýsing framkvæmdastjóra X um störf stefnanda sem flugvirkja í þágu félagsins, en ágreiningslaust er að yfirlýsingarinnar var a flað í tengslum við mat á afleiðingum slyss stefnanda frá 2016. Fram kemur að stefnandi hafi verið ráðinn til starfa í júní 2017 . Í yfirlýsingunni segir að stefnandi hafi staðið sig vel g verkefni sökum verkja og hafi fengið að fara í verkefni sem ekki séu eins líkamlega krefjandi. Einnig hafi hann fengið að fara heim vegna verkja og verið fjarverandi. Starf flugvirkja sé að miklu leyti líkamleg vinna þar sem mikið sé unnið í erfiðum aðst æðum, en hjá félaginu séu menn í þeirri stöðu að geta veitt stefnanda nauðsynlegan stuðning að svo stöddu. Tekið sé fram að flugiðnaðurinn sé mjög breytilegt starfsumhverfi og geti aðstæður hjá félaginu breyst. Í fyrrgreindri álitsgerð Sigurðar Thorlaciu sar og Birgis G. Magnússonar er einkennum stefnanda eftir slysið frá 2016 lýst þannig að stefnandi hafi viðvarandi verki í hálsi, herðum og brjóstbaki og út í hægri öxl, sem aukist við álag. Þessu geti fylgt slæmur höfuðverkur. Þá fari birta illa í stefnan da og hann verði stífur í kjálka og fylgt geti verkur í augum og svimi. Stundum fylgi dofaleiðni niður hægri griplim, allt niður í þumal, vísifingur og löngutöng. Verkirnir trufli oft nætursvefn stefnanda. Í álitsgerðinni kemur einnig fram að fyrir liggi að afleiðingar tveggja umferðarslysa, sem stefnandi hafi lent í árið 2004, hafi verið metnar til samtals 20% örorku. Forsendur fyrir því mati hafi meðal annars verið þær að hann byggi að lítilli menntun og líklegt hafi þótt að framtíðaratvinna hans myndi felast í almennum verkamannastörfum. Stefnandi hafi breytt lífi sínu mikið á undanförnum árum. Hann sé nú menntaður flugvirki með sérhæfð réttindi til að vinna við hinar ýmsu tegundir flugvéla, en hann hafi lokið námi erlendis árið 2014. Um tíma hafi hann starfað í en frá árinu 2017 hjá X á . Ljóst megi vera að stef nandi hafi verið á hálfgerðum X þess efnis. Matsmenn oft mjög krefjand i þar sem þeir vinni oft í þröngu rými og vinnustellingar þeirra séu erfiðar. Á stefnanda hafi verið að heyra á matsfundi að hann sé við það að gefast upp á vinnunni, finnist hann ekki ráða fyllilega við það sem hann eigi að gera. Það sé álit matsmanna að afleiðingar slyss stefnanda frá 2016 menntun og sérhæfing sem hann hafi aflað sér á undanförnum árum í flugvirkjun muni sennilega ekki nýtast honum í framtíðinni, a.m.k. mi ðað við núverandi heilsufar. Niðurstaða matsmanna sé að stefnandi búi við 15% varanlega örorku vegna slyssins frá 3 2016. Miski samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 nemi 10 stigum og stöðugleikapunktur hafi verið 7. janúar 2017, þ.e. þremur mánuðum efti r slysdag. Þess skal getið að sömu matsmenn höfðu áður metið stefnanda til 20% varanlegrar örorku með álitsgerð sem unnin var vegna tveggja umferðarslysa sem stefnandi lenti í með rúmlega eins mánaðar millibili árið 2004. Einkenni stefnanda voru þá dregi n saman með þeim hætti að vegna fyrra slyssins frá 2004 hefði hann varanlegar menjar eftir tognun í mjóbaki og áverka á vinstri mjöðm og vinstri öxl. Vegna síðara slyssins frá 2004 hefði hann varanleg einkenni vegna hálstognunar, en auk þess einhverja aukn ingu á einkennum sem hann hefði haft eftir fyrra slysið. Myndgreiningarrannsóknir hefðu leitt í ljós brjósklos í mjóbaki. Með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 3. september 2019, var stefndi krafinn um bætur vegna umrædds slyss 2016. Í kjölfarið áttu lögmaður stefnanda og stefndi í samskiptum um launaviðmið við uppgjör bóta. Fullnaðaruppgjör af hálfu stefnda lá fyrir 22. október 2019 og var undirritað með fyrirvara af lögmanni stefnanda 23. sama mánaðar. Engar skýrslutökur fóru fram fyrir dómi við að almeðferð málsins . II Stefnandi byggir á því að stefnda hafi verið óheimilt að lækka árslaunaviðmið við útreikning bóta fyrir varanlega örorku um 20% vegna fyrri slysa. Á greiningslaust sé með aðilum að aðstæður tjónþola réttlæti beitingu 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku og jafnframt að styðjast beri við mánaðarlaun sem bygg i á launatöflum Flugvirkjafélags Ísland s. Sú aðferð stefnda við bótauppgjör, að lækka árslaunaviðmið vegna bóta fyrir varanlega örorku um metna örorkuprósentu vegna fyrri slysa árið 2004, eigi sér aftur á móti enga stoð eða heimild , hvorki í lögum nr. 50/1993 né öðrum meginreglum skaðabótaréttar. Af fyrirliggjandi álitsgerð verð i ekki annað ráðið en að við mat á 15% varanlegri örorku vegna slyss stefnanda 7. október 2016 hafi verið tekið tillit til þess að stefnandi h e fði áður verið metinn til 20% varanlegrar örorku vegna tveggja umferðarslysa á árinu 2004. Ekki fái því staðist að lækka árslaunaviðmið vegna bóta fyrir varanlega örorku vegna slyssins árið 2016 um áður metna örorkuprósentu. Með slíkri aðferðafræði væru bætur til stefnanda í raun tvískertar. Aðstæður í hinu fyrirliggjandi máli séu g jörólíkar þeim sem uppi hafi verið í dómi Hæstaréttar 30. janúar 2019 í máli nr. 25/2018 sem stefndi hafi stutt afstöðu sína við. Hafa ber i í huga að meginmarkmið laga nr. 50/1993 sé að tryggja tjónþola fullar bætur fyrir raunverulegt tjón hans. Slíku mar kmiði verði ekki náð með því að styðjast við þann útreikning á bótum fyrir varanlega örorku sem stefndi leggi til grundvallar. Af 4 þeirri ástæðu sé bersýnilega rangt að miða við 20% skerðingu árslaunaviðmiðs við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku. Því ber i að fallast á kröfu stefnanda um að miða við þegar ákveðið árslaunaviðmið án skerðingar . Krafa stefnanda sundurlið i st með eftirfarandi hætti: 1. Bætur skv. 5. - 7. gr. skbl.: 700.000 x 12 x 1,0825 = 9.093.000 9.093.000 x 12,873 x 15% kr. 17.558.128 , - 2. Innborgun stefnda þann 23. október 2019 kr. - 14.046.502, - SAMTALS kr. 3.511.626, - Útreikningur bóta taki mið af áðurnefndri álitsgerð . Samkvæmt henni hafi varanleg örorka stefnanda verið metin 15% og stöðugleikapunktur 7. janúa r 2017. Á stöðugleikapunkti hafi stefnandi verið 29 ára og 332 daga gamall og stuðull hans s amkvæmt 6. gr. laga nr. 50/1993 sé því 12,873. Á kvörðun árslauna ráðist af 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993. Tekið sé mið af mánaðarlaunum þeim sem samkomulag hafi verið um að miða við milli aðila málsins , án skerðingar af hendi stefnda , sem nem i 700.000 kr. að viðbættu framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs. Krafist sé 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 frá 7. janúar 2017 (stöðugleikapunkti) fram að 3. október 2019 (mánuði eftir dagsetningu kröfubréfs), en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Til frádráttar kröfu stefnanda komi innborgun stefnda 23. október 2019 að fjárhæð 14.046.502 kr ónur. III Stefndi kveðst telja ósannað að stefnandi hefði getað unnið í fullu starfi sem flugvirki þrátt fyrir viðvarandi afleiðingar fyrri slysa árið 2004. Stefndi hafni því dómkröfum stefnanda, sem miði við 100% starfsgetu, og telji tjón stefnanda að fullu gert up p 23. október 2019. Þó nokku r tími sé liði nn frá fyrrnefndum s lysum frá 2004 sýni gögn í málinu að áverkar stefnanda vegna þeirra hafi háð honum við störf allar götur síðan og skert möguleika hans til að afla tekna. Stefnandi virðist hafa reynt að vinna við ýmis störf frá slysinu árið 2004 en ávallt stoppað stutt við eða þurft frá að hverfa í heild eða að hluta vegna áverka sem rekja m egi til slysanna árið 2004. Einkum sé um að ræða áverka í mjóbaki sem leið i niður í vinstri fótlegg og mjöðm ásamt brjósklosi í mjóbaki. 5 Svo virðist sem verkir stefnanda í mjóbaki og tengdum svæðum hafi haldið honum frá vinnumarkaði í öllum aðalatriðum frá slysi 2004 og allt til þess að hann hafi farið í nám árið 2012. Niðurstað a fyrirliggjandi álitsgerðar um fyrri slysin tvö, þ.e. um 20% varanlega örorku vegna þeirra slysa , sýnist því síst vanmetin. Stefnandi hafi menntað sig sem flugvirki og stefndi hafi fallist á að byggja uppgjör hans á varanlegri örorku launatöflu Flugvirkj afélags Íslands að teknu tilliti til 20% lækkunar. Stefndi telji hins vegar ósannað að stefnandi hefði getað unnið fullt starf sem flugvirki hefði ekki komið til slyssins og telji raunar gögn málsins benda til hins gagnstæða. Því beri að draga frá viðmiðun arlaununum það sem nemur skerðingu hans vegna fyrri slysa . Þá byggi stefndi á því að stefnandi hafi sönnunarbyrðina fyrir því að honum hefði verið unnt, hefði ekki komið til slyss í október 2016, að vinna fullt starf sem flugvirki, þrátt fyrir einkenni í m jóbaki sem rekja megi til fyrri slysa. Um uppgjör bóta fari eftir I. kafla laga nr. 50/1993. Þar sé ekki að finna reglur um það hvernig með skuli fara ef tjónþoli sem hafi orðið fyrir líkamstjóni hafi áður orðið fyrir tjóni sem skert hafi starfsorku hans varanlega. Undir slíkum kringumstæðum gildi því almennar og óskráðar reglur skaðabótaréttar. Þær reglur leiði til þess að tjónþoli fái tjón sitt bætt vegna seinna tjóns að því marki sem hann hafi stundað atvinnu, þó þannig að hann hvorki tapi á því að hafa slasast áður, né hljóti af því sérstakan ávinning við uppgjör á greiðslu skaðabóta vegna síðara tjóns. Ef fallist yrði á kröfur stefnanda væri í raun verið að ofbæta stefnanda tjónið. Ekki verði séð að fyrirliggjandi álitsgerð , dags. 5. júlí 2019, taki t illit til eldri áverka til lækkunar á varanlegri örorku vegna slyss ins 7. október 2016. Málsástæðum þess efnis í stefnu sé mótmælt. Frekar virðist varanleg örorka hafa verið aukin með tilliti til eldri áverka. Þannig sé varanleg örorka metin 15% en miski 10 stig. Rökstuðning matsmanna fyrir varanlegri örorku megi skilja þannig að hann hafi verið metinn til hærri varanlegrar örorku vegna fyrri slysa en ekki lægri, þ.e. fyrri áverkar hans geri það að verkum að afleiðingar hins bótaskylda slyss séu meiri þar sem nú sé, að mati matsmanna, allt að því útséð með að hann geti starfað sem flugvirki. Enda sé slík niðurstaða til samræmis við það sem almennt m egi ætla, þ.e. að varanleg starfsorkuskerðing sem áður hafi verið metin ve gna fyrra líkamstjóns hafi áhrif þegar síðara líkamstjón sé metið. Eingöngu í tilvikum þar sem fyrir ligg i staðfest í gögnum máls að tjónþoli hafi, með endurhæfingu, jafnað sig á fyrri áverkum , eða náð fullri atvinnuþátttöku með öðrum hætti , sé þess að væn ta að fyrri slys hafi engar afleiðingar við mat á varanlegri örorku vegna seinna slyss. Þannig sé atvikum ekki háttað í þessu máli. Varakrafa stefnda byggi á öllum framangreindum málsástæðum. 6 Þá krefjist stefnandi dráttarvaxta frá 3. október 2019 en ekki virðist hafa verið tekið tillit til innborgunar 23. október 2019 við dráttarvaxtakröfu eins og hún sé sett fram . IV Ágreiningslaust er stefnda bar að greiða stefnanda bætur á grundvelli lögboðinn ar ábyrgðartrygging ar í kjölfar slyss stefnanda 2016. Máls aðilar eru jafnframt sammála um að leggja til grundvallar niðurstöðu álitsgerðar Birgis Magnússonar lögmanns og Sigurðar Thorlaciusar læknis við mat á umfangi tjóns stefnanda. Þá er ekki ág r einingur um það að aðstæður s tefnanda töldust óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 , þ.e. að við mat á launaviðmið i skyldi litið til launatöflu Flugvirkjafélags Íslands . Aftur á móti deila aðilar um þýðingu þess að stefnandi hafði áður verið metinn til samtals 20% va ranlegrar örorku vegna tveggja umferðarslysa sem áttu sér stað með skömmu millibili árið 2004. Byggir stefndi á því að af þessari ástæðu beri að skerða árslaunaviðmið stefnanda um 20%. Hefur stefndi , eins og áður segir, greitt út bætur miðað við þann skiln ing. Stefnandi hafnar fyrrgreindri afstöðu stefnda og gerði því fyrirvara við undirritun bótaupp g jörs. Höfðar stefnandi málið til innheimtu fjárhæðar sem svarar til eftirstöðva þeirrar fjárhæðar sem þurft hefði til að stefnandi teldist njóta óskertra bóta . Samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar ber tjónþoli sönnunarbyrðina fyrir umfangi tjóns síns. Í því skyni hefur hann ásamt stefnda staðið að öflun fyrrnefndrar álitsgerðar , sem aðilar eru sammála um að leggja til grundvallar. Stefndi fellst , eins og áð ur segir , á þann skilning stefnanda að byggja beri á launatöflum Flugvirkjafélags Íslands, þar sem miðað er við 700.000 krónur í mánaðarlaun. Í þeirri afstöðu felst að stefndi mótmælir því ekki að 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 sé beitt um uppgjör bóta í stað 1. mgr. 7. gr. Aftur á móti byggir stefndi á því að við það uppgjör beri jafnframt að draga 20% frá viðmiðunarlaunum vegna starfsgetuskerðingar stefnanda í fyrri slysum frá 2004. Sú skerðing fái stoð í 2. mgr. 7. gr. sömu laga og dóm i Hæstaréttar 30. janúar 2019 í máli nr . 25/2018. Í þessu samhengi skal þess getið að í umræddum dómi var þess sérstaklega getið að aðstæður þar væru óvenjulegar og að í öðrum tilvikum gæti málum háttað öðruvísi til. Voru þar í dæmaskyni beinlínis nefnd tilvik þar sem tjónþ oli hafi öðlast meiri bata en ráðgert hafi verið eða skipt um starfsvettvang og náð fullri atvinnuþátttöku í nýju starfi. Í hinu fyrirliggjandi máli eru ekki uppi sambærilegar aðstæður og í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar . Þar liðu einungis um sex vikur á milli tveggja slysa sem síðan voru met in sameiginlega í einni álitsgerð . Andstætt þessu lenti stefnandi í tveimur slysum með stuttu millibili árið 2004 , þegar hann var einungis 17 ára að aldri, en síðan liðu um 12 ár fram að því slysi sem hér er til umfjöl lunar . Á því tímabili sem lei ð á kvað stefnandi 7 að mennta sig og er ágreiningslaust að hann lauk bæði bóklegu námi í flugvirkjun og tveggja ára starfsnámi án þess að nokkuð liggi fyrir um að skort hafi á getu stefnanda að þessu leyti . Við þessar aðstæður stendur það stefnda nær að sýna fram á að afleiðingar slysanna tveggja frá 2004 hafi eigi að síður hamlað vinnufærni stefnanda þegar umrætt slys hans varð 2016 þannig að draga beri frá fyrrgreindu launaviðmiði 20% vegna áður metinnar örorku stefna nda eða lægra viðmið, sbr. varakröfu stefnda , enda hljóta upplýsingar um vinnufærni tjónþola í aðdraganda slyss almennt að veita gleggri mynd af heilsufari hans á slysdegi heldur en eldri gögn . Í þeim efnum hefur stefndi aftur á móti ekki leitt stefnanda eða vitni fyrir dóm til skýrslugjafar . Þess í stað r eiðir hann sig einvörðungu á upplýsingar um heilsufar stefnanda í skjöl um málsins . Enda þótt fyrirliggjandi gögn um heilsufar stefnanda beri með sér að hann hafi á köflum kennt sér m eins í baki á fyrri hluta þess 12 ára tímabil s sem leið frá slysunum 2004 og fram til þess að hann lenti síðar í því slysi 2016 sem hér er til umfjöllunar, þá verður ekki dregin sú ályktun að þar með hafi stefnandi engum bata náð á tímabilinu. Þvert á móti styður sú staðreynd að stefnandi lauk námi og tveggja ára starfsnámi í flugvirkjun fremur málatilbúnað stefnanda í þá átt að afleiðingar slysanna tveggja frá 2004 hafi ekki háð honum í starfi á slysdegi 2016 . Hvað varðar áðurnefnda yfirlýsingu framkvæmd astjóra X um störf stefnanda , þá er þar ekkert fjallað um það í hverju nákvæmlega heilsubrestur stefnanda við störf hans birtist , en fyrir liggur að stefnandi hóf störf hjá fyrirtækinu um mitt ár 2017, þ.e. eftir slys ið 2016. Verður því ráðið að yfirmaður stefnanda hafi ekki ritað yfirlýsinguna með samanburð á heilsufari stefnanda fyrir og eftir slysið 2016 í huga heldur einungis til að lýsa ástandi stefnanda eftir slysið. Þá var framkvæmdastjórinn ekki leiddur fyrir dóm til a ð gera nánari grein fyrir þessum atriðum . Hvað varðar álitsgerð þeirra Birgis Magnússonar og Sigurðar Thorlaciusar frá 2019 þá er stefnandi þar metinn til 15% varanlegrar örorku en hafði verið metinn til 20% varanlegrar örorku af sömu matsmönnum í eldri álitsgerð vegna tveggja slysa árið 2004 , þ.e. 10% vegna hvors umferðarslyss það ár . Í inngangi álitsgerðarinnar frá 2019 kemur fram að matsbeiðni hafi fylgt bréf stefnda þar sem vakin sé athygli á slysum stefnanda frá 2004. Í bréfinu segi einnig að meðal a nnars vegna heilsufarsvanda stefnanda fyrir slysið hafni stefndi því að orsakatengsl séu milli slyssins 2016 og rökstudda afstöðu til þess hvort orsakatengsl séu til staða r á milli slyssins og heilsufarsvanda stefnanda um þessar mundir . Þess ari beiðni er svarað í álitsgerðinni með þeim orðum að orsakatengsl séu fyrir hendi á milli slyss stefnanda 2016 og núverandi einkenna hans frá brjósthrygg og hluta einkenna hans frá hálshrygg . Þrátt fyrir að í álitsger ðinni segi síðar þá verða að mati dómsins 8 ekki dregnar einhlítar ályktanir af orðalagi álitsgerðarinnar um að stefnandi hafi verið metinn til hærri varanlegrar örorku en ella vegna eldri slysanna, eins og stef ndi byggir á , eða þá hverju slík hækkun ætti að nema ef svo væri . Þvert á móti leggja matsmenn áherslu á það að þrátt fyrir forsendur eldr a mats ins frá 2004, þ.e. um að stefnandi byggi að lítilli menntun og að framtíðarvinna hans myndi felast í almennum verkamannastörfum, þá hefði stefnandi breytt lífi sínu mikið á undanförnum árum og vísa matsmenn í þeim efnum til menntun ar stefnanda sem flugvirk ja með sérhæfð réttindi til að vinna við hinar ýmsu flugvélar. Þá leiddi stefndi matsmennina tvo ekk i fyrir dóm til skýrslugjafar þar sem þeir hefðu eftir atvikum getað varpað skýrara ljósi á þetta atriði. Hvað varðar tilvísun stefnda til vottorðs Stefáns Dalberg bæklunarlæknis, dags. 13. desember 2018, þá liggja tvær útgáfur þess vottorðs fyrir í gögn um málsins. Ber önnur útgáfan með sér að vera yngr i leiðrétting á fyrra skjalinu . Þar er ekki að finna þá umfjöllun sem stefndi vísaði einkum til í eldra skjalinu máli sínu til stuðnings . Stefndi leiddi ekki lækninn fyrir dóm til að fá nánari skýringu á þe ssari leiðréttingu. Verður leiðrétta skjalið því lagt til grundvallar við úrlausn málsins . Hvað varðar komu stefnanda á bráðamóttöku árið 2018, sbr. fyrirliggjandi skjal úr bráðamóttökuskrá, dags. 6. maí 2018, þá segir þar vissulega að stefnandi hafi veri ð með tveggja til þriggja daga sögu um bakverk , eins og stefndi bendir á . Einnig kemur þó fram í skjalinu að engar grunsemdir hafi vaknað um einhverja alvarlega undirliggjandi orsök. Saga stefnanda og skoðun samrýmist tognun í baki (þursabiti). Slíkt hafi gerst áður en gengið yfir á nokkrum dögum. Að mati dómsins verða því ekki dregnar eins ví ðtækar ályktanir af þessu atviki og stefndi byggir á. Hvað varðar önnur gögn málsins sem stefndi vísar til þá verður að mati dómsins að setja nokkur n fyrirvara við slík eldri gögn , svo sem um heimsóknir stefnanda til lækna meira en fjórum árum fyrir slysi ð 2016, þ.e. áður en stefnandi náði tökum á fíknivanda sínum og ákvað að breyta lífi sínu með því að halda í nám , sbr. einnig fyrri ályktun dómsins um það að stefnandi hafi á köflum kennt sér meins í baki á fyrri hluta þess 12 ára tímabil s sem leið frá sly sunum 2004 og fram til þess að hann lenti síðar í því slysi 2016 sem hér er til umfjöllunar, án þess að dregin verði sú ályktun að þar með hafi stefnandi engum bata náð á tímabilinu . Að öllu framangreindu virtu telst því ósannað að afleiðingar fyrri slysa stefnanda frá árinu 2004 hafi hamlað vinnufærni stefnanda þegar umrætt slys hans varð 2016 þannig að draga beri frá fyrrgreindu launaviðmiði 20 % vegna áður metinnar örorku stefnanda eða lægra viðmið, sbr. varakröfu stefnda . Að fen ginni þessari niðurstöðu er ekki uppi tölulegur ágreiningur um annað en upphafstíma dráttarvaxta. Stefnandi setti formlega fram kröfu sína um bætur úr hendi stefnda með bréfi, dags. 3. september 2019 , og byggir á því að stefnda beri að greiða 9 stefnanda drá ttarvexti þegar mánuður var liðinn frá þeim degi. Enda þótt upphafleg krafa stefnanda hafi tekið mið af hærra lífeyrissjóðs framlagi vinnuveitanda en síðar var ákveðið að miða bæri við, þá taldist stefnandi sannanlega leggja fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta með fyrrgreindu kröfubréfi sínu , sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 . Verður krafa stefnanda um dráttarvexti frá 3. október 2019 því tekin til greina , enda fær ekki staðist sú staðhæfing stefnda að ekki sé með réttum hætti tekið tillit til innborgunar stefnda 23. október 2019 í kröfugerð stefnanda . Í samræmi við framangreinda niðurstöðu verður stefnda gert að gr eiða stefnanda 3.511.626 krónur með 4,5% vöxtum frá 7. janúar 2017 til 3. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. l aga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 950.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Magnús Hrafn Magnússon lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þenna n. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Vörður tryggingar hf., greiði stefnanda, A, 3.511.626 krónur með 4,5% vöxtum frá 7. janúar 2017 til 3. október 201 9, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 950.000 krónur í málskostnað. Arnaldur Hjartarson