1 Héraðsdómur Vesturlands Dómur 19 . febrúar 2020 Mál nr. E - 66/2018: Þrotabú Pressunnar ehf. (Kristján B. Thorlacius lögmaður ) gegn Birni Inga Hrafnssyni (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var dóm tekið 2 2. janúar sl., va r höfðað 2 5. ágúst 2018 af þrotabúi Pressunnar ehf., Laugavegi 7 í Reykjavík, gegn Birni Inga Hrafnssyni, Másstöðum II á Akranesi. Stefnandi krefst þess að rift verði með dómi veðsetningu m stefnanda á eignum sínum með lánasamning i , dags ettum 10. júní 2017, milli Pr essunnar ehf. og stefnda, og trygginga r bréfi, dags ettu sama dag . Nánar tiltekið er vísað til eftirfarandi veðsetninga: Allsherjarveð í Pressunni ehf., kt. 420702 - 2640 , b) www.eyjan.is og lénið www.eyjan.is næst á eftir , c) www .blei kt.is og lénið www.bleikt.is næst á eftir , d) F www.433.is og léni ð www.433.is næst á eftir , og e) lántaka, með tilgreindum veðrétti og uppfæ rsl urétti næst á eftir. Stefndi krefst þess einnig að yfirtöku Frjálsrar Fjölmiðlunar ehf. á skuld stefnanda við stefnda skv. lánasamningi, dags. 10. júní 2017, milli stefnanda og stefnda, að fjárhæð kr. 80.000.000, - , sem gerð var á gru ndvelli kaupsamnings Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. og Pressunnar ehf., dags. 5. september 2017 . Þá er þess krafist að stefn da verði gert að greiða stefnanda 80.000.000 króna , aðallega með dráttarvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og 2 ve r ðtryggingu frá 5. september 2017 til greiðsludags , en til vara með vöxtum s amkvæmt 8. gr. sömu laga frá 5. september 2017 til 16. september 2018 og með dráttarvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna f rá þeim degi til greiðsludags. Þá er í öllum tilvikum kr a fist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda, en til vara að þær verði lækkaðar. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefn an da. Með úrskurði héraðsdóms 21. maí 2019 var kröfu stefnda um frávísun málsins hafnað. Dómar a var falin meðferð málsins með bréfi dómstólasýslunnar frá 5. desember 2018, sbr. 6. mgr. 33. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla , en með úrskurði 13. nóvember 2013 vék sá d ómari sem fór með málið sæti . I Helstu m álsatvik Með úrskurði Héraðsdóms Reyk javíkur 13. desember 2017 var Pressan ehf. tekin til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin var 19. september sama ár. Félagið rak áður ýmis s konar útgáfustarfsemi, svo sem dagblöð og vefmiðla á borð við pressan.is, ey jan.is og bleikt.is. Þá átti Pressan ehf. hlut í öðrum félögum sem voru í fjölmiðlarekstri, svo sem DV ehf. Stefndi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og fram til 1. desember 2017 . Á árinu 2016 vann stefndi á samt öðrum að fjárhagslegri endurski pulagningu félagsins og leitaðist meðal annars við að fá fjárfesta að félaginu. Í byrjun árs 2017 var ákveðið að skuldum félagsins við tiltekna hluthafa skyldi breytt í hlutafé . U nnið var að hlutafjárhækkun og mun meðal annars hafa verið fyrir hugað að Fjár festingafélagið Dalurinn ehf. kæmi inn í félagið og skráði sig fyrir umtalsverðri fjárhæð. Hl utafé í félaginu var hækkað í byrjun árs 2017 og voru tvær ti lk ynn ingar vegna þessa mótteknar hjá fyrirtækja skrá 27. febrúa r 201 7 . Ráðið verður a f skýrslu stjórnar vegna hlutafjárhækkunar 12. jan úar 2017 a ð greitt hafi verið fyrir hlutafé tiltekinna aðila, þar með talið stefnda, me ð um bre ytingu á k röfum á hendur Pressunni ehf. sem n ámu 416.0 00.000 króna. Um vorið 2017 var tilkynnt um nýja stjórn stefnanda í fjölmiðl um og kom meðal annars fram að stefndi myndi stíga til hliðar. Það mun þó ekki ha fa gengið eftir og virðist hin nýja stjórn ekki hafa komið saman. Stefndi lýs ir at vikum um vorið 201 7 með þeim hætti að af hálfu Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. hefði 10. m aí 2017 verið útbúið skuldabréf þar sem gert hefði verið ráð fyrir því að félagið lánaði stefnanda 185.000.0 00 króna. Jafnframt h efð i verið útbúið trygginga r bréf sem tók til 200.000.000 króna og h efð i það verið gefið út af DV ehf. annars vegar og Vefpressu nni ehf. hins vegar. Síðari viðræður hafi hins vegar leitt til þess að hætt hafi verið við útgáfu skuldabréfsins og hafi lánið því ekki verið veitt. Hins vegar hafi umræddu tryggingarbréfi ekki verið eytt , þvert á 3 væntingar stefnda, heldur hafi því verið þ inglýst. Þá hafi forsvarsmenn Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf. tilkynnt stefnda 11. maí 2017 að ekki yrði af fy rirhugaðri hlutafjáraukningu , sem og að af þeim stjórnarskipt um sem áður hefðu verið tilkynnt yrð i ekki . Hafi stefndi og Arnar Ævarsson framkvæm dastjóri Pressunnar e hf. þá aftur tekið við stjórn félagsins. Það er óumdeilt að vorið 201 7 lá fyrir að fjárha gslega staða félagsins var s læm og vo ru meðal annars gerð fimm árangurslaus fjárnám á tímabilinu 22. febrúar til 17. ágúst 2017, auk þess sem krö fuhafar beindu 13 beiðnum um gjaldþrotaskipti til Héraðsdóms Reykjavíkur á árinu 2017. H inn 10. júní 2017 var gerður lánasamningur á milli Pressunnar ehf. og stefnda þar sem stefnandi lofaði að taka að láni og stefndi lofaði að lána 80.000.000 króna , sbr. grein 2.1 . Tekið var fram að andvirði lánsins skyldi renna ósk ipt til lántaka eða dótt urfélaga hans í samræmi við fyrirmæli lántakans, sbr. grein 2.2. Þá kom fram í grein 2.4 að l ánið skyldi endu rgr eiða með einni greiðslu að 12 mánuðum liðnum frá undirritu n lánasamningsins, það er 10. júní 2018 . Fjallað var um tryggingar í grein 3.1 og tekið fram að til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu lánsins tæki lánveitandi efti r farandi að veði með fyrsta veðrétti: a) allsherjarveð í Pressan ehf., kt. 420702 - 2 640 ; b) f irmanafnið og vöru merkið Eyjan , ve fmiðilinn www.eyjan.is og www.eyjan.is www.eyjan.is veðrétti og uppfærslurétti næst á eftir , c) vefmiðillinn www .bleikt.is www.bleikt.is tilgreindum veðrétti og uppfærslurétti næst á eftir , d) F irmanafnið og vörumerkið www.433.is og léni www.433.is tilgreindum veðrétti og uppfærslurétti næst á eftir , og e) Firmanafnið og vörumerkið með tilgreindum veðrétti og uppfæ rslurétti næst á eftir. Fram kom í grein 3.2 að u m tryggingar v ísaðist nánar til tryggingarbréfs , sem væri útgefið af Pres sunni ehf. til lán taka , til tryggingar á efn d um skuld bindinga við lán veitanda sama dag og lánas amningurinn væri undirritaður. Un dir lánasamninginn ritaði stefndi sem lán veitandi , en f yrir hönd lántakans Pressunnar ehf. var samningurinn undirritaður af stef nd a og Arnari Ægissyni þ áverandi framkvæmdastjóra félagsins. Samhliða und irritun lánasamningsins gaf Pre ssan ehf. út handhafa tr ygginga r bréf , sem er jafnframt dagsett 10. júní 2017, til tryggingar á greiðslu skulda við stefnda og er fjárhæð þess 80.000.000 króna . Í tryggingarb réfinu, sem er meðal gagna málsins, kemur fram að handhafa , það er stefnda, séu veðsett þa u andlög sem jafnframt voru tilgreind í grein 3.1 í lánasamningnum. Fy rir hönd útgefanda var tryggingarb réfið un dir ritað af stefnda og Arnari Ægi ssyn i. Það liggur fyrir að hvorki lán a samningnum né tryggingarbréfinu var þinglýst. 4 Hinn 5. september 2017 var undirritaður kaupsamningur á milli Pressunnar ehf. og Frjálsrar f jölmiðlunar ehf. um kau p þess síðarnefnda á tilteknum eignum stefnanda. Sam kvæm t samningnum var umtalsverður hluti eigna og reksturs Pressunnar ehf. seldur, svo sem vefmiðlar, lén og skrifstofubúnaður. Kaupverð hins selda nam 276.000.000 króna. Fram kom í grein 2.2 að 160.000.000 króna skyl du greiddar með reiðufé og að skuld Vefpress unnar eh f., dótturfélags stefnanda, við Íslandsbanka hf. , sem nam 36.000.000 króna , skyldi yfirtekin. Þá skyldi Frjáls f jölmiðlun ehf. yfirtaka skuldabréf útgefið af Pressunni ehf. til stefnda að fjárh æð 80.000.000 króna. Hinn 14. september 2017 var gerður viðauki v ið kaupsamninginn. Samkvæmt óundirrituðu eintaki viðaukans er peningagreiðslan tilgreind 190.000.000 kr ónur , en hin yfirtekna skuld Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. við stefnda 50.000.000 kr ónur . Þa ð virðist óumd eilt að viðaukinn hafi ekki verið undir ritaður og al drei tekið gildi. Í kjölfar sölunnar voru gerðar upp ýmsar skuldir, þar með talið við tollstjóra vegna opinberra gjalda. Eftir stóðu umtalsverðar skuldir, svo sem við tollstjóra, lífe yrissjóði og aðra viðskiptamenn stefnanda. Kröfulýsingafres ti lauk 28. f ebrúar 2017 og námu lýstar kröfur í búið samtals 315.696.702 krónum, en þar af námu forgangskröfur 38.807.197 krónu m . Við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti var staða bankareiknings ste fnanda 5.524.345 krónur. Aðrar eignir í búinu voru eignarhlutir í Vefpressunni ehf. og DV ehf. sem bæði hafa verið úrskurðuð gjaldþrota, sem og félögin Eyjan Media ehf. og Eyjan Miðlar ehf., sem stefnandi kveður hafa neikvæða fjárhags s töðu. Þá ríkir óvissa um innheimtu nokkurra útistandandi kr afna í eigu stefnanda . Skiptastjóri seldi eignarhlut stefnanda í tilteknum staðarblöðum til rekstraraðila blaðanna fyrir 9.700.000 krónur. A ndvirði seldra eigna, inn stæður á bankareikningi og innheimtar útistandi kröf ur voru á skiptafundi 20. mars 2018 taldar nema um 17.500.000 krónum. Með bréfi skiptastjóra stefnanda til stefnda 16. ágúst 2018 var lýst yfir riftun á yfirtöku Frjálsrar f jölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við stefnda samkvæmt skuldabréfi að fjárh æð 80.000.000 króna. Jafnframt var stefndi krafinn um endurgreiðslu sömu fjárhæðar. I I Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Af hálfu stefnanda er vísað til þess að fram komi á viðskiptamannayfirliti stefnda hjá félaginu að framan af ári 2017 hafi honu m verið greiddar töluverðar fjárhæðir vegna endurgre iðslu á lánum. Þetta megi sjá þrátt fyrir að stefndi hafi breytti allri skuld félagsins við sig í hlutafé í byrju n árs 2017. Sú niðurfærsla sé staðfest í bókhaldi félagsins þar sem staða stefnda er tilgre ind núll kr ónur hinn 4. janúar 2017. Samkvæmt yfirli ti úr bókhaldi félagsins hafi skuld stefnda við stefnanda numið 26.466.396 krónum 10. júní 2017 þegar lánasamninguri nn var gerður. 5 Lögð er áhersla á að b ókhald Pressunnar ehf. beri þess engin merki að félagið hafi skuldað stefnda 80.000. 00 0 króna . Þá ber i færslur á b ankareikning um félagsins þess ekki h eldur merki að stefn di hafi lánað félaginu umrædda fjárhæð , en þær séu í samræmi við bókhald félagsins . Þess i gögn styðji því ekki fullyrðingar stefnda um að lánið hafi verið veitt . Stefnandi telur ljóst að með kaupsamningi Pressunnar ehf. og Frjáls rar fjölmiðlunar ehf. frá 5. september 2017 hafi síðargreint félag tekið að sér að greiða stefn da skuld samkvæmt lánasamning num . Þ annig komi fram að hluti kaupverðs hafi verið greiddur með yfirtöku á útgefnu á Pressuna ehf. við að fjárhæð kr. 80.000.000 . Fyrir mistök hafi nafn stefnda fallið út úr kaup samning n um , en nafn hans sé tilgreint se m kröfuhafa í viðauka við kaupsamninginn frá 14. september 2018 . Jafnframt hafi fyrrum fyrirsvarsmenn félags ins staðfest í yfirheyrslum hjá skiptastjóra að samið h efði verið um yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á l ánasamningi Pressunnar ehf . við stefnda og að um skuld vegna lána hans til félagsins hafi verið að ræða. Krafa stefnanda um riftun á veðsetningu eigna Pressunn ar ehf. er byggð á 1. mgr. 137. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl . , sbr. einnig 2. mg r. greinarinnar . Á þessum grunni geti skiptastjóri krafist riftunar á veðrétti eða öðrum tryggingarréttindum sem kröfuhafi fékk á síðustu sex mánuðum fyrir fre stdag, en ekki um leið og stofnað var til skuldarinnar. Stefndi segist sjálfur hafa lánað umrædda fjárhæð í nokkrum greiðslum og sé því ljóst að greiðsl an hafi ekki verið innt af hendi samhliða undirritun lánasamnings aðila eða útgáfu trygginga r br éfs 10. j úní 2017. Þá sé ósannað að stefndi hafi lánað stefnanda umræddar fjárhæðir , en fyrir ligg i að ste fndi hafi fengið greiddar umtalsverðar fjárhæðir af reikningum stefnanda á fyrri hluta ársins 2017 og hafi innborganir stefnda því að hluta til verið endurgrei ðs l ur vegna lána félagsins til hans. Byggt er á því að 137. gr. hafi að geyma hlutlæg a riftunarhe imild og þurfi stefnandi eingöngu að sýna fram á veðsetningu án samhliða lánveiting ar til að skilyrði riftunar séu uppfyllt. H eimild til riftunar sé þ ví óháð h uglægri afstöðu , en engu að síður sé ljóst að stefnda sem fyrirsvarsmanni félag s ins hafi verið að fullu kunnugt um slæma fjárhags lega stöðu þess og greiðsluerfiðleika. Hafi hann gengið frá veðsetningu nni til að tryggja hagsmuni sína á kostnað anna rra kröfuh afa, enda hafi hann setið beggja megin borðsins við undirritun trygginga r bréfsins. Jafnframt er t ekið fram að skjölum vegna umræddra veðsetninga hafi ekki verið þinglýst og séu þær einnig riftanlegar af þeirri ástæðu . Það sé ljóst að veðsetningin sé til t jóns fyrir stefn an da, en da ósannað að raunveruleg skuld hafi staðið henni að b ak i og hafi kröfuhöf um verið mismunað. Þá stangist umrædd veðsetning á við veðsetningar á firmanafninu Eyjan og léninu og vefmiðlinum www.eyjan .is , sem þinglýst hafi verið á fyrsta veðrétt umræddra eigna á grundvelli trygginga r bréfs vegna 6 s kulda stefnanda við Fjárfestingafélagið Dalinn ehf. frá 10. maí 2017 sem hafi verið móttekið til þinglýsingar 16. sama mánaðar. Einnig sé ljóst að ve ðsetningi n hafi farið fram innan sex mánaða frests samkvæmt 1. mgr. 137. gr. laga nr. 21/1991, en stofnað hafi verið til hennar 10. júní 2017 og frestdagur sé 19. september sama ár. Stefnandi byggir kröfu um riftun á yfirtöku Frjálsrar f jölmiðlunar e hf. á skuld Pressunnar ehf. við stefnda samkvæmt lánasamningi frá 10. júní 2017 í fyrsta lagi á því að umrædd yfirt aka teljist vera gjafagerningur og sé því riftanleg á grundvelli 131. gr. laga nr. 21/1991. Við mat á því hvort ráðstöfun í aðdraganda gjal dþrotas kipta geti talist gjafagerningur beri að líta til þess hvort hún feli í sér skerðingu á eignum þrotamanns og auðg un mót takanda gjafarinnar. Það hafi einnig þýðingu hvort tilgangur ráðstöfunarinnar hafi verið örlætisgerningur. Verði því að skoða hvor t endur gjald hafi komið fyrir umrædda ráðstöfun og hvort samræmi sé á milli endurgjalds og ráðstöfunarinnar. Gagnkvæmir samningar, þar sem verulegur munur sé á verðmæti greiðslu og endurgjalds, geti falið í sér gjöf í þessari merkingu. Það sé ósannað að Pr essan e hf. hafi 5. september 2017 skuldað stefnda 80.000.000 króna . Byggt sé á því að kaupsamningur Pressunnar ehf. og F rjálsrar fjölmiðlunar ehf. feli í sér yfirtöku á tilbúinni skuld s amkvæmt umræddum lánasamningi og í því felist gjöf til stefnda á umræd dum fjá rmunum. Sé því ráðstöfunin til tjóns fyrir stefnanda og auðgunar fyrir stefnda , en vegna yfirtökunnar hafi fjárhæ ð sem nam 80.000.000 kr óna ekki runnið í bú stefnanda sem hluti af kaupverði eigna félagsins heldur til stefnda. Jafnvel þó að stefnandi hafi s kuldað stefnda einhverja fjármuni s amkvæmt bókhaldi félagins sé hin yfirtekna skuld umtalsvert hærri og mikill mu nur á verðmæti greiðslu og endurgjalds. Sé því ótvírætt um að ræða örlætis - og gjafagerning. Huglæg afstaða stefnda skipti ekki mál i , en stefnd i hafi þó verið meðvitaður um slæma stöðu og ógjaldfærni félagsins, bæði fyrir og eftir sölu á eignum félagsins og megin tekjulindum þess. Hann hafi einnig vitað að fjárhæð hinnar yfirteknu skuldar væri mun hærri en skuldastaða Pr essunnar ehf. gagnvart honu m í bókhaldi félagsins og að ráðstöfunin væri honum í hag en til tjóns fyrir félagið. Jafnframt er byggt á því að yfirtaka Frjálsrar f jölmiðlunar ehf. á skuld samkvæmt fyrrgreindum lánasamningi sé riftanleg á grundv elli hinnar almennu riftunarreglu 141. g r. laga nr. 21/1991. Sú háttsemi stefnda og fyrirsvarsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. að semja um yfirtöku skuldar innar við stef n da , sem stjórnarformann Pressunnar ehf. , hafi verið ótilhlýðileg, en da hafi verið yfirtekin veruleg skuld sem átti sér ekki s toð í bókhaldi stefnanda. Þá hafi kröfuhöfum verið gróflega mismunað með þessari ráðstöfun. Gerð hafi verið upp s kuld við stefnda, sem hafi átt óverulegan hluta skulda stefnanda , en ekkert verið greitt til annarra kröfuhafa sem át tu yfirgnæfandi meirihluta ógreidd ra skuld a . Ráðstöfunin hafi því verið til hagsbóta fyrir stefnda á kostnað annarra kröfuhafa og lei tt til þess að umræddir fjármunir v oru ekki fyr ir hendi til 7 greiðslu skulda þrotabúsins. Bent er á að eignir búsi ns samanborið við lýstar kröfur séu óverulegar og mun i stór hluti þeirra renna í skiptakostnað. E ftirstöðvar eigna félagsins muni aðeins duga til að g reiða brot af forgangskröfum , en krafa stefnda í búið hafði eingöngu stöð u almennrar kröfu. Við mat á því hvort greiðslur teljist ótilhlýðileg ar beri samkvæmt dómaframkvæmd einnig að líta til þess að skuld stefnda s amkvæmt umræddum lánasamningi var yfirtekin mánuðum eftir að umrædd lán áttu að hafa verið innt af hendi. Þá hafi ráðstöfunin ekki verið vegna endurskipulagningar á fjárhag stefnanda eða til að bjarga verðmætum, heldur eingöngu til að tryggja hagsmuni stefnda. Ste fndi hafi verið beggja vegna borðsins sem kröfuhafi og fyrirsvarsmaður seljanda við söluna og undirritun k aupsamnings 5. september 2017. Hann hafi því verið að fullu meðvitaðu r um að þessar ráðstafanir væru ótilhlýðilegar. Þá hafi Pressan ehf. verið ógjald fær bæði fyrir og eftir sölu eigna félagsins . N ær allt kaupverð hins selda hafi runnið til greiðslu skulda við kröfuhafa og hafi m eðal annars v erið greiddar skuldir við t ollst jóra eftir söluna sem námu 104.960.860 krónum. Engu að síður hafi tollstjóri lýst kröfu í búið sem nemi 53.731.814 krónum , en l ýstar kröfur í búið hafi alls numið 315.696.702 krónum. Hafa beri í huga að við sölu á öllum verðmætustu eig num félagsins hafi te kjuflæði orðið lítið sem ekkert og engan veginn dugað til greiðslu skulda félagsins. Hafi stefnda verið þessi staða að fullu ljós sem stjórnarformanni félags ins . Stefnandi byggir skaðabóta - og endurgreiðslukröfu sína einkum á 1. og 3 . mgr. 142. gr. laga nr . 21/1991. Umræddar ráðstafanir séu riftanlegar á grundvelli 131. og 137. gr. laga n na. S tefnda , sem fyrirsvarsmanni Pressunnar ehf. , hafi verið fullkunnugt um ógjaldfærni og bága fjárhagsstöðu félagsins, sem og um riftanleika ráðstafana nna . Séu því uppfyll t skilyrði skaðabótaábyrgðar samkvæmt 1. mgr. 142. gr. lag a nr. 21/1991. Þá séu skilyrði til riftunar samkvæmt 141. gr. einnig uppfyllt , s em og skilyrði skaðabótaábyrgðar samkvæmt 3. mgr. 142. gr . laganna. Tjón þrotabúsins samsvari þeirri skuld sem hafi ve rið yfirtekin og nemi 80.000.000 króna, en stefna ndi hafi aldrei fengið þann hluta kaupverðsins til ráðstöfuna r og beri stefnda að greiða umrædda fjárhæð í skaðabætur. Um sök og bótaskyldu stefnda er vísa ð til þess sem áður greinir um fjárhagslega stöðu fé lagsins og aðgerðir stefnda í aðdraganda gjaldþro tsins. Háttsemi stefnda sé í það minnsta gáleysi , en kunni að teljast til ásetnings í skilningi skaðabótaréttar. Þá eigi s ömu sjónarmið við um endurgreiðs lukröfu á hendur stefnda. Hvað varðar kröfu um drátta rvexti vísar stefnandi til 1. mgr. 6. gr. laga n r. 38/2001. Aðallega er byggt á því að m iða beri u pphafsdag dráttarvaxta við 5. september 2017 þegar samið hafi verið um yfirtöku fyrrgreindrar skulda r . Til vara beri stefnda að greiða vexti af skaðabótakröfu nni samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 5. 8 september 2017 til 16. september 2018, en dráttarvexti af kröfunni frá þeim tíma þar sem mánuður hafi þá verið liðinn frá því að riftun var lýst yfir og skaðabóta krafist. III Helstu málsástæður og lagarök stefn da Stefndi vísar meðal an nars til þess að það hafi blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017 yrði ekkert gert. Tekist hafi að halda félaginu gangandi yfir sumarið með greiðslum frá stefnda í samræmi við lánasamning hans og stefnand a frá 10. júní 201 7 . S tefndi h af i í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum þar sem hann þótti hafa meira lánstraust en félagið . Hafi því ekk i verið um fyrsta lán stefnanda til félagsins að ræða og hafi stefndi til að mynd a l átið mánaðar lega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á stöð 2 , sem nam 1.600.000 krónu m , renna til stefnanda sem lán um þriggja ára skeið . Sumarið 2017 haf i stefndi tekið umtalsvert fé að láni til að endurlána stefnand a og DV ehf. samkvæmt lánasamningnum. Stefndi hafi þannig staðið straum af launagreiðslum og haldið gjöldum sem félagið þurfti að greiða tollstjóra í skilum. Að kröfu þeirra sem lánuðu stefnda hefði verið útbúið trygginga r bréf sem nam 80.000.000 króna. Með umræddum lánasamning i 10. júní 2017 hafi stefndi lánað stefnanda og dótturfélögum 80.000.000 króna og hafi stefn anda borið að endurgreiða lánið tólf mánuðum síðar. Til tryggingar á efndum hafi stefndi sem lánveitandi tekið tryggingar í nánar tilteknum verðmætum í eign um stefn anda , lí kt og fyrirliggjandi tryggingarb réf beri með sér . Lánasamningurinn hafi tekið til heildarfjármögnunar og hafi verið um að ræða það sem í bankageiranum kall ist lánalína, en stefnandi hafi fengið greiðslur samkvæmt samningnum eftir þörfum og þá dregi ð á lánalínuna. Hinn 5. september 2017 hafi Frjáls fjölmiðlun ehf. keypt ýmis verðmæti af stefnda og hafi kaupverðið meðal annars verið greitt með yfirtöku á umræddum lánasamningi. Hafi stefndi og stjórn stefnanda talið andvirði hins sel da nægilegt til að greiða upp skuldir stefnanda og DV ehf., auk þess sem viðskiptin hafi tryggt fjölda starfa og treyst fjölmiðla í sessi. Tekið er fram að það sé ekki rétt að stefndi hafi breytt allri skuld stefnanda við sig í hlutafé í byrjun árs 2017. Það hafi átt við um almenn hluthafalán, en ekki til að mynda lá n vegna sjónvarpsþáttarins Eyjunnar eða skammtímalán frá stefnda . Skiptastjóri gefi sér að greiðslur sem nemi tugum milljóna króna sumarið 2017 hafi verið vegna endurgreiðslu lána, en það sé fjarri lagi en da hafi stefndi verið lánveitandi stefnanda um árabil en aldrei öfugt. Þá sé stefnanda vel kunnugt um að endanleg s taða á efnahagsreikningi stefna n d a hafi ekki verið rétt á því tímabili sem hann vísi til, enda hafi fyrirtækið verið í skuld hjá bókhaldsþjón ustu og hafi gengið er fið lega að fá reikninga uppfærða. Stef ndi hafi orði ð fyrir tjóni vegna ábyrgða og glataðra krafna se m námu vel á annað hund rað milljón a króna vegna gjaldþrots stefnanda og DV ehf. 9 Stefndi leggur áherslu á að krafa um riftun á veðsetn ingu á eignum stef n anda samkvæmt lánasamningi frá 10. júní 2017 sé gerningur á milli stefnanda og stefnda. Aftur á móti sé fjallað um yfirtöku Frjálsrar f jölmiðlunar ehf. á skuld stefnanda við stefnda í kaupsamningi á milli stefnanda og þess félags. Þessum kaupsa mningi h afi ekki verið rift og hafi ekki ve rið gerð krafa um það. Stefndi eigi ekki aðil d að kaupsamning num nema sem stjórnarmaður í Pressunni ehf. og hafi undirritað hann á þeim grunni. Krafa um riftun á yfirtöku skuldar Pressunnar ehf. við stefnda geti a ðeins beinst að viðsemjanda stefnanda , Frjálsri f jölmiðlun ehf . Hefði komið til riftunar þessa hluta kaupsamnings ins hefði bótakröfu fyrir samsvarandi fjárhæð einnig verið réttilega beint að umræddu félag i . Komi til riftunar á ein stökum greiðslum samkvæmt samningnum án þess að honum sé í heild sinni rift verði til krafa um efndir með peningagreiðslu í stað inn , sbr. til hliðsjónar 142. gr. laga 21/1991 . Sé því krafist sýknu af kröfu um riftun á yfirtöku umr æddrar skuldar og um endur greiðslu 80.000.000 króna vegna aðildarskorts. Því er mótmælt að uppfyllt séu skilyrði 137. gr. laga nr. 21/1991 til að rifta þeirr i veðsetningu á eignum Pressunnar ehf. sem gert er ráð fyrir í lánasamningnum. Umrædd tryggingarréttindi hafi verið fengin um leið og lánasamningu rinn var gerður. Skipti engu þótt lánsfjárhæðin hafi verið greidd út í nokkrum greið slum á mismunandi tíma . Þá hafi það ekki þýðingu þó þinglýsing hafi ekki farið fram, enda hafi verið kveðið á um veðsetninguna í lán a samningnum sjálfum. Því er jafnframt mótmæ lt að unnt sé að rifta yfirtöku Frjálsrar f jölmiðlunar ehf. á skuld stefnanda við stefnda með vísan til þess að um gjafagerning í skilningi 131. gr. laga nr. 2 1 /1991 sé að ræða. Það sé rangt að stefndi hafi aldrei lánað stefnanda þá fjárhæð sem um ræðir og að um hafi verið að ræða yfirtöku á tilbúinni skuld. Þ á sé ómögulegt að átta sig á hverni g stefnandi á lykti að 80.000.000 króna af kaupverðinu hafi runnið í formi peninga til stefnda frá Frjálsri f jölmiðlun e hf. Hafi ekkert lán verið til staðar þá hafi um rætt félag ekki heldur yfirtekið neitt lán frá stefnda til stefnanda . Væri þá einnig ljóst a ð 80 .000.000 króna hefði vantað upp á kaupsamningsgreiðslur frá Frjálsri fjölmiðlun ehf. til stefnanda. Hefði Frjáls fjölmiðlun ehf. þá fengið umrædd verðmæti afhen t án veðbanda og r áðstöfunin v erið til tjóns fyrir stefnanda sem nem i þess ari fjárhæð. Það sé hins vegar ekki stefndi sem hafi keypt eignir af stefnanda heldur Frjáls f jölmiðlun ehf . Hefði stefndi fyrst og fremst verið að hugsa um eigin hag hefði hann ekki lánað stefnanda umrædda fjármuni og ekki gengist í allar þ ær p ersónulegu áby rgðir sem hann gerði. Gerð er athugasemd við umfjöllun í stefnu um skuldastö ð u stefnanda við stefnda samkvæmt bókhaldi . Því sé haldið fram að hin yfirtekna skuld hafi verið mun h ærri en möguleg skuld stefnanda, en stefnandi nefni engar tölur í því samheng i. Stefndi hafi einfaldlega lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 .000.000 króna og tekið 10 tryggingu í nánar tilteknum eignum á sama tíma. Hvernig þetta hafi verið fært til bókar sé aukaatriði. Þá er áréttað að verði talið að um gjafagerning hafi verið að ræða þar sem skuld að fyrrgreindri fjárhæð hafi ekki verið til staðar , þá sé það Frjáls f jölmiðlun ehf. sem hafi notið gjafarinna r, enda hafi félagið fengið 80.000.000 króna lækk un á kaupverði samkvæmt samningi við stefnanda. Teki ð er fram að v eðsetning t il handa stefnda í formi trygginga r bréfsins hafi ekki verið á kostnað annarra kröfuhafa. Enginn annar hafi verið til í að leggja fjármuni í félagið. Með þessu hafi verið unnt að k oma félaginu og einstökum titlum í ásættanlegt horf og selja fyrir hát t verð miðað við aðstæður og tal hluthafa um félagið sem verðlaust. Þessi gerningur hafi því verið stefnanda til hagsbóta og alls ekki leitt til fjárhagslegs tjóns. Því er jafnframt mót mælt að ri ftunarkrafa stefnanda fái stoð í 141. gr. laga nr. 2 1 /1991. Telji stefnandi að Frjáls f jölmiðlun ehf. hafi sýnt af sér ótilhlýðilega háttsemi ætti að beina riftunarkröfu að því félagi, enda virðist stefnandi telja að greitt hafi verið 80.000.000 króna of lágt verð fyrir hin seldu verðmæti . Stefnandi hafi r eyndar ekki sýnt fram á að fyrirsvarsmenn Frjálsrar f jölmiðlunar ehf. hafi nokkuð vitað um skuldastöðu stefnda gagnvart stefnanda annað en það sem sjá megi í fyrrgreindum lán a samnin g i. Þá sé stef nanda tíðrætt um bókhald félagsins, en hafi samt hvorki lagt fram upplýsingar um reikninga né bókhald sem sé hönd á festandi og ekkert liggi heldur fyrir um rannsókn á bókhaldi nu. Því er hafnað að stefnandi hafi verið ógjaldfær þeg ar umræddir gerningar átt u sér stað. Bent er á að sala eig na hafi beinlínis miðað að því að gera upp við lánardrottna og hefði það orðið raunin ef stjórn stefnanda hefði ekki með óvæntum hætti látið kröfu um gjaldþrotaskipti vegna lágrar skulda r yfir sig g anga. Vegna skaðabóta - o g endurgreiðslukröfu stefnanda er því sérstaklega mótmælt að stefndi hafi notið góðs af meintu tjóni stefnanda. Áréttað er að meint tjón stefnanda hljóti að felast í skerðingu kaupverðs sem nam þeirri skuld sem var yfirtekin, en þa ð sé alls óljóst hvernig stefndi eigi að hafa notið góðs af þ essu. Þá er upphafsd egi dráttarvaxta samkvæmt kröfum stefnanda mótmælt. IV Niðurstaða Mál þetta varðar kröfu stefnanda um riftun á tilteknum ráðstöfunum sem hann telur stefnda hafa haft hag af. Annars vegar er um að ræð a veðsetningu á tilteknum eignum stefnanda með lánasamningi og útgáfu tryggingarbréfs 10. júní 2017 og hins vegar yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld stefnanda við stefnda samkvæmt lánasamningnum sem mælt er fyrir um í kaupsamningi stefnanda og fé lagsins frá 5. september 2017. Skilja verður málatilbúnað stefnda með þeim hætti að hann telji að sýkna beri hann af síðari kröfunni , sem og fjár kröf u stefnanda, vegna aðildarskorts. 11 Eins og rakið hefur verið seldi stefnandi Frjálsri fjölmiðlun ehf. ýmis v erðmæti með kaupsamningnum 5. september 2017 og var hluti kaupverðsins greiddur með því að Frjáls fjölmiðlun ehf. tók að sér að greiða skuld við stefnda að fjárhæð 80.000.000 króna samkvæmt lánasamningi á milli hans og Pressunnar ehf. frá 10. júní 2017. Af hálfu stefnanda er byggt á því að umrætt lán hafi í reynd ekki verið veitt og skuldin því ekki verið til staðar. Vegna þessa hafi stefnandi farið varhl uta af 80.000.000 króna sem hefðu átt að vera hluti af kaupverði fyrir eignir félagsins. Samkvæmt þessu er ekki byggt á því að Frjáls fjölmiðlun ehf. hafi notið góðs af þeirri ráðstöfun sem krafist er riftunar á, heldur stefndi sem hafi öð last rétt til endurgreiðslu skuldar sem stefnandi telur ekki hafa verið fyrir hendi . Að virtum málatilbúnaði stefnanda, s em og 142. gr. laga nr. 21/1991 þar sem fjallað er um skyldu til en durgreiðslu og bótaskyldu þess sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfun, verður ekki fal list á að sýkna beri stefnda af umræddum kröfum vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1 991. Þá verður ekki heldur séð að þörf hafi verið á aðild Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. að dómsmáli þessu sem er rekið samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991. Það liggur fyrir að stefndi var stjórnarformaður Pressunnar ehf. frá því að félagið var stofnað og fr am til 1. desember 2017. Hann undirritaði fyrrgreindan lánasamning frá 10. júní 2017 bæði sem lánveitandi og fyrir hönd lántakans Pressunnar ehf. ásamt Arnari Ægissyni , þ áverandi framkvæm dastjóra félagsins . Þá undirritaði stefndi kaupsamninginn við Frjálsa fjölmiðlun ehf. frá 5. september 2017 fyrir hönd Pressunnar ehf. sem seljanda ásamt Arnari Ægissyni . Það er óumd eilt að Pr essa n ehf. átti í verulegum greiðsluerfiðleikum á árunum 2016 og 2017 . Það liggur fyrir að hlutafé í félaginu var hækkað í byrjun árs 2017 og verður ráðið af skýrslu stjórnar vegna hlutafjárhækkunar 12. janúar 2017 að greitt hafi verið fyrir hlutafé tiltekinna aðila, þar með talið stefnda, með umbreyt ingu á kröfum þeirra á hendur félaginu. Þá kom fram í skýrslu Arnars Ægissonar, fyrrver andi framkvæmdastjóra félagsins hjá skiptastjóra 8. mars 2018 að í janúar 2017 hefðu allir hluthafar breytt hluthafalánum í hlutafé og Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. sett 150.000. 000 króna inn í félagið, en eftir þá aðgerð hefði staða stefnda í bókhaldi vegna lánardrottna staðið á núlli. Stefndi hefur mótmælt því að öllum kröfum hans á hendur félaginu hafi verið breytt í hlutafé og vísar til þess að aðeins hafi verið um að ræða hef ðbundin hluthafalán. Meðal gagna málsins er yfirlit Pressunnar ehf. yfir hreyfingar stefnda sem lánardrottins . Þar kemur fram að 4. janúar 2017 hafi staðan verið núll krónur, en áður höfðu 199.431.999 krónur verið bæði debet - og kreditfærðar. Þá er gerð g rein fyrir ýmsum greiðslum frá félaginu til stefnda á tímabilinu janúar ti l ágúst 2017, þar með ð stefnanda 26.466.396 krónur, en degi síðar var fyrrgreindur lánasamningu r undirritaður. 12 Jafnframt er gerð grein fyrir fjórum greiðslum til stefnanda sem námu 100.000 krónum og einni greiðslu sem nam 250.000 krónum 2., 9., 13., 14. og 16. júní sama ár. Rá ðið verður af yfirlitinu að stefndi hafi greitt félaginu annars vegar 10.0 00.000 króna og hins vegar 9.000.000 króna hinn 23. júní 2017, sem og 4.300.000 krónur hinn 26. samkvæm t yfirlitinu í 3.516.396 krónur. Þá er gerð grein fyrir greiðslu frá stefnda sem nam 13.000.000 króna 21. júlí 2017, en með þessari greiðslu varð staða stefnda samkvæmt yfirlitinu jákvæð þannig að Pressan ehf. skuldaði honum 9.383.604 krónur. Síðar í júlí og fyrri hluta ágúst sama ár er gerð grein fyrir fimm greiðslum til stefnda sem námu samtals 1.260.000 krónum. Þá eru færðar á yfirlitið tvær greiðslur frá stefnda 1. september 2017, sem námu 1.500.000 krónum og 2.500.000 krónum, og er gefur til kynna að félagið hafi skuldað stefnda 12.123.604 krónur. Stefnandi hefur krafist riftunar á yfirtöku Frjálsrar f jölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við stefnda samkvæmt lánasamni ng num frá 10. júní 2017 á þeim grunni að yfirtakan teljist vera gjafagerningur í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991. Ákvæðið hefur verið skýrt með þeim hætti að undir það fa lli hver sú ráðstöfun sem rýrir eignir þrotamanns og leiðir til eignaaukningar hjá þeim er nýtur góðs af henni, nema hún falli undir 3. mgr. sömu lagagreinar, enda búi gjafatilgangur að baki ráðstöfuninni. Gagnkvæmir samningar geta talist örlætisgerningar í skilningi ákvæðisins ef umtalsverður munur er á greiðslu þrotamanns og því gagng jaldi sem hann hefur fengið í staðinn, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 29. nóvember 2012 í má l i nr. 208/2012. Gerð er grein fyrir skuld Pressunnar ehf. við stefnda í umræddum lánasamningi og kemur þar skýrt fram að félagið, sem lántaki, lofi að t aka að láni og stefndi, sem lánveitandi, að lána 80.000.000 króna. Þá segir að andvirði lánsins skuli renna ósk ipt til lántaka eða dótturfélaga hans í samræmi við fyrirmæli hans. Jafnframt kemur fram að lántaki skuldbindi sig til að endurgreiða lánið með e inni greiðslu að 12 mánuðum liðnum frá undirritun samningsins. Af hálfu stefnanda hefur verið lögð áhersla á a ð ekkert bendi til þess að stefndi hafi í reynd lánað félaginu þá fjárhæð sem sé tilgreind í lánasamningnum og hafi tilbúin skuld því verið yfirt ekin með kaupsamningi Pressunnar ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. Í yfirliti yfir hreyfingar stefnda sem lán ardrottins í bókhaldi stefnanda, sem áður hefur verið fjallað um, er bæði gerð grein fyrir greiðslum til stefnanda og greiðslum hans til félagsin s eftir að samningurinn var gerður. Jafnvel þó að greiðslur hafi verið inntar af hendi frá stefnda til félagsin s, sem voru skýrðar sem lán, þá var það ekki fyrr en með greiðslunni 21. júlí 2017 sem skuldastaða stefnda 13 varð jákvæð. Þá gefur lokastaða yfirli tsins til kynna að stefnandi hafi skuldað stefnda 12.123.604 krónur. Samkvæmt þessu styður yfirlitið, sem er hl uti af bókhaldi stefnanda, ekki að stefndi hafi lánað félaginu 80.000.000 króna eins og í lánasamningnum greinir. Stefnandi hefur einnig lagt fra m yfirlit vegna bankareikninga stefnanda í Arion banka hf. og Kviku banka hf., en þeir styðja ekki heldur að gr eiðslur í samræmi við lánasamninginn hafi verið inntar af hendi frá stefnda til félagsins. Gildir þar einu hvort miðað er við að útgreiðsla lánsi ns hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða eins og stefndi byggir á. Þá e r til þess að líta að þrátt fyrir málatilbúnað stefnanda hefur stefndi ekki lagt fram gögn í því skyni að sýna fram á að greiðslur samkvæmt lánas amningnum hafi í reynd farið fram, svo sem yfirlit vegna bankareikninga sinna eða kvittanir vegna millifærslna. Það eru því aðeins staðhæfingar stefnda sjálfs sem styðja að umrædd skuld hafi í raun verið fyrir hendi , auk þess sem vitnin Arnar Ægisson, fyrr um framkvæmdastjóri stefnanda, og Sigurvin Ólafsson, sem kom að rekstri dótturfélagsins DV ehf., báru að greiðslur hefðu borist frá stefnda á árinu 2017 til að unnt væri að halda rekstri félaganna áfram. Það var brýnt tilefni til þess að stefndi styddi mál atilbúnað sinn gögnum, en við aðalmeðferð málsins var a f hans h álfu , eu lögð áhersla á að kröfuhöfum hefði í einhverjum tilvikum ver ið greitt beint og greiðslur runnið beint til dótturfélaga. Eins og má lið liggur fyrir hefur stefndi ekki skýrt með haldbæru m hæ tti hvernig þær 80.000.000 króna sem hann kveðst hafa lánað stefnanda á grundvelli lánasamningsins eiga að hafa verið inntar af hendi , en bókhaldsgögn stefnanda og bankareikningar styðja það ekki. Samkvæmt þessu verður að leggja til grundvallar að það lán, sem gerð er grein fyrir í lánasamningnum hafi í reynd ekki verið veitt þegar kaupsamningur Pressunnar ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar eh f. var gerður 5. september 2017. Kaupverðið hafi því að hluta verið greitt með yfirtöku á skuld, sem ekki var til s taðar, og leiddi það til tjóns fyrir stefnanda sem nemur sömu fjárhæð og voru eignir félagsins minni en ella . Með þessari ráðstöfun öðlaðist stefndi rétt til greiðslu 80.000.000 kr óna frá öðru félagi sem ekki liggur annað fyrir en að hafi verið gjaldfært. Eins og áður greinir bar að endurgreiða skuld samkvæmt lánasamningnum 10. júní 2018 og tók Frjáls fjölmiðlun ehf. yfir þá skyldu samk væmt skýru orð a lagi kaupsamning sins. Í aðilaskýrslu stefnda var lögð áhersla á að hann ætti ekki rétt á því að fá umrætt lá n endurgreitt frá Frjálsri fjölmiðlun ehf. og hefði hann engan hug á að krefjast þess. Kom meðal annars fram að stefndi hefði fengið lán frá umræddu félagi sem nam sömu fjárhæð fyrr á árinu 2017 og han n því staðið í skuld við félagið þegar kaupsamningurinn var gerður. Gögn sem varða þessi viðskipti hafa ekki verið lögð fram og þeim var ekki lýst í greinargerð stefnda að öðru leyti en því að hann hefði fengið umtalsvert fé að láni frá ótilgreindum aðila sumarið 2017 í því skyni að endurlána stefn an da . Að mat i dómsins er ekki unnt 14 að líta til þessara skýring a heldur lagt til grundvallar að stefndi hafi öðlas t rétt til endurgreiðslu 80.000.000 króna frá Frjálsri fjölmiðlun ehf., eins og kaupsamningurinn ber með sér og sá lá nas amningur sem umrædd sk u ld er byggð á . Samkvæmt framangreindu hefur að mati dómsins verið sýnt fram á að umrædd ráðstöfun hafi verið örlætisgerningur í skilningi 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 sem leiddi til þess að eignir þrotabús Pressunnar ehf. rýrnuðu og til eignaaukningar hjá stefnd a. Þá ber stefndi í ljósi atvika, þar með talið þar sem hann sat beggja megin borðs við gerð lánasamningsins og undirritaði einnig kaupsamninginn fyrir hönd Pressunnar ehf., sönnunarbyrði fyrir því að gjafatilgangur hafi ekki búið að baki þessari ráðstöfun og að markmiðið hafi verið annað en að valda rý rnun á eignum félagsins í þágu stefnda, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar frá 10. september 2015 í máli nr. 3/2015 og frá 29. nóvember 2012 í máli nr. 208/2012. Að virtum málatilbúnaði stefnda hefur honum ekki tekist sú sönnun og verður því tekin til gr eina krafa stefnanda um riftun ráðstöfunarinnar samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laganna, en hún fór fram tveimur viku m fyrir frestd ag . Þegar riftun fer fram samk væmt 131. til 138. gr. laga nr. 21/1991 skal sá sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfun eða fullnustugerð greiða þrotabúi fé sem svarar til þess sem greiðsla þrotamanns hefur orðið honum að notum, en þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur tjóni þrotabúsins, sbr. 1. mgr. 142. gr. laganna. Ef viðsemjandi þrotamann s hefur verið grandsamur um riftanleika ráðstöfunar ber hins vegar að dæma skaðabætur. Að virtum atvikum málsins og því sem að framan greinir v erður lagt til grundvallar að s tefnda hafi verið kunnug t um riftan leika ráðstöfunarinnar og v erður ho num gert að greiða stefnanda 80.000.000 króna sem svara r til tjóns þrotabús ins , sbr. lokamálslið 1. mgr. 142. gr. laganna. Stef nandi hefur aðallega krafi st dráttarvaxt a frá 5. sep tember 2 017 þegar ráðstöfunin fór fram, en ge gn mótmælum stefnda og að teknu tilliti til 9. gr. laga nr. 38/2001 verður ekki fallist á það. Aftur á móti verður fallist á vara kröfu stefnanda um að fjárhæðin beri vext i samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna , sem á við um skaðabætur, frá 5. s eptember 2017 til 16. s eptember 2018 , en dr áttarvexti fr á þeim degi , en þá v ar liðinn mán uður frá þv í að lýst var yfir riftun og krafist endurgreiðslu. Stefnandi hefur jafnframt krafist riftunar á nánar tilgreindum veðsetningum samkvæmt lánasamningnum og tryggingarbréfi sem var einnig gefið út 10. júní 2017 , e n umræ ddar veð setningar voru gerðar til tryggingar á endur greiðslu þ ess lá ns sem gerð er grein fyrir í lánasamningnum o g fóru þær fram innan sex mánaða fyrir frestdag, sbr . 1. mgr. 137 . gr. laga nr. 21/1991 . Að v irtri framangreindri niðurstöðu dómsins um að ekki liggi nægileg a fyrir að umrætt lán , sem var ástæða veðsetninganna, hafi verið veitt , sem og með vísan til 137. gr. og undirstöðuraka ákvæðisins, verður fallist á kröfu stefnanda um riftun þessara veðsetninga. 15 E ftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mg r. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þyk ir hæfilega ákveðinn 1.600.000 krónur, en við ákvörðun hans er litið til umfangs málsins og þess að frávísunarkröfu stefnda v ar hafnað Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdóm ari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Rift er veðsetningu m Pressunnar ehf. á eignum félagsins með lánasamningi 10. júní 2017 á milli félagsins og s tefnda, Björns Inga Hrafnssonar, og samkvæmt tryggingarbréfi, dagse ttu sama dag , en um er að ræða eftirfarand i veðsetningar: allsherjar ve ð í Pressunni ehf., fi www.eyjan.is www.eyjan.is , f vefmiðillinn www .bleikt.is www.bleikt.is , firma nafnið og vörumerkið www.433.is og léni www.433.i s , f irmanafnið og vörumerkið . Rift er yfirtöku Frjálsrar f jölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við stefnda , sem nam 80.000.000 króna og byggðist á lánasamning i frá 1 0. júní 2017 , á grundvelli kaupsamnings Frjálsr ar fjölmiðlunar ehf. og Pressunnar ehf. 5 . september 2017. Stefn di greiði stefn an da , þrotabúi Pressunnar ehf., 80.000.000 króna með vöxtum samkvæ mt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. september 2017 til 16. september 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags . Stefndi greiði stefnanda 1.600.000 krónur í málsk ostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir