Héraðsdómur Reykjaness Dómur 22. júní 2020 Mál nr. S - 1368/2020 : Héraðssaksóknari ( Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Sergio Andrade Gentill ( Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 4. júní síðastliðinn, höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 25. maí 2020 á hendur ákærða Sergio Andrade Gentil l , ríkisborgara Mexico, fæddum [...] eð því að hafa þriðjudaginn 3. mars 2020, staðið að innflutningi á samtals 1.976,26 g af kókaíni, með 55 - 56% styrkleika og 4,41 g af metamfetamíni með 81% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi [ ... ] frá [ ... ] til Keflavíkurflugvallar, falin í farangri sínum. Telst brot þetta varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 65/1974 og 32/2001. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 1.976,26 g af kókaíni, 4,41 g af amfetamíni og svartan [sic] kassa sem innihélt hljóðmixer, með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist ákærða komi til frádráttar dæmdri refsivist. Þá krefst verjandi ákærða þóknunar sér til h anda. Um málavexti er vísað til fyrrnefndrar ákæru. Ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum eins og því er lýst í ákæru og verður játning hans ekki dregin í efa. Þá samþykkti ákærði upptökukröfu ákæruvaldsins. Þykir sannað með játningu ákærða, sem á sér stoð í gögnum málsins, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ákært er fyrir og er brot ákærða réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru héraðssaksóknara. 2 Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur frá upphafi rannsóknarinnar gengist greiðlega við sakargiftum. Er það virt ákærða til refsimildunar. Á hinn bóginn er litið til þess að ákærði flutti til landsins hættuleg fíkniefni af þó nokkrum styrkleika sem hann vissi eða mátti vita að var ætlað til söludreifingar hér á landi. Be indist brot ákærða þannig að mikilsverðum hagsmunum. Horfir þetta til refsiþyngingar, sbr. 1., 3. og 6. töluliði 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga . Að þessu virtu og með vísan til dómvenju í sambærilegum málum þykir hæfileg refsing ákærða vera fange lsi í tvö ár og tvo mánuði. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt vegna málsins frá 3. mars 2020 að fullri dagatölu. Með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni eru dæmd upptæk 1.976,26 g af kó kaíni, 4,41 g af metamfetamíni og svartur kassi með hljóðmixer. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærða gert að greiða 226.898 krónur í sakarkostnað samkvæmt yfirliti sækjanda. Þá verður ákærða að auki gert að grei ða þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi og fyrir dómi og aksturskostnað, svo sem greinir í dómsorði. Við ákvörðun þóknunar hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Sergio Andrade Gentil l , ríkisborgari Mexico, fæddur [...] , sæti fangelsi í tvö ár og tvo mánuði. Til frádráttar refsingu ákærða komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 3. mars 2020. Upptæk eru dæmd 1.976,26 g af kókaíni, 4,41 g af metamfetamíni og svartur k assi með hljóðmixer. Ákærði greiði 1.033.946 krónur í sakarkostnað, þar af 744.000 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmanns, og 63.048 krónur vegna aksturskostnaðar verjanda. Jón Höskuldsson