Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 5. desember 2023 Mál nr. E - 2495/2023: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir (Sævar Þór Jónsson lögmaður) gegn Ríkisútvarpinu ohf. (Stefán A . Svensson lögmaður) og Leó ehf. ( E nginn ) Dómur 1. Mál þetta var höfðað 23. mars 2023 og tekið til dóms 21. nóvember 2023. Stefnandi er Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, , Kópavogi, og stefndu Ríkisútvarpið ohf., Efstaleiti 1, Reykjavík, og Leó ehf., , Kópavogi. 2. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði með dómi að frá 24. mars 2019 til 31. ágúst 2021 hafi eðli samningssambands stefnanda við stefnda Ríkisútvarpið ohf. verið launþegasamband. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda Ríkisútvarpsins ohf. 3. Á hendur stefnda Leó ehf. er þess krafist að stefnda verði gert að þola dóm um kröfu stefnanda á hendur stefnda Ríkisútvarpinu ohf. 4. Stefndi, Ríkisútvarpið ohf. krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hennar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. 5. Af hálfu stefnda Leó s ehf. var ekki sótt þing. Málsatvik 6. Stefnandi er heyrnarlaus og talar táknmál sem sitt fyrsta mál. Þegar atvik máls þessa áttu sér stað hafði hún frá árinu 1985 sinnt gerð táknmálsfrétta hjá stefnda Ríkisútvarpinu ohf. og forvera þess ríkisstofnuninni R íkisútvarpinu. Opinbert hlutafélag var stofnað til að annast starfsemina á árinu 2007 í kjölfar lögfestingar laga nr. 6/2007 um Ríkisútvarpið ohf. 1. febrúar 2007. 2 7. Á fyrstu árum réttarsambands aðila mun ekki hafa verið fyrir að fara skriflegum samningi veg na starfa stefnanda hjá forvera stefnda, Ríkisútvarpinu. Stefnandi byggir á því að greitt hafi verið tímakaup, dagvinnu - og yfirvinnukaup. Laun hennar hafi hækkað með almennum kjarasamningum og launavísitölu auk þess sem hún hafi starfað samkvæmt vaktaplan i. Fyrir dómi bar stefnandi um að þau hefðu að jafnaði verið fjögur sem hefðu skipt með sér vöktum eina viku í senn nema um hátíðar er þau hafi haft skemmri vaktir. Eins hefðu þau leyst hvert annað af vegna fría og veikindaforfalla en hún hefði annast um s kipulag þessa vaktafyrirkomulags hópsins. Stefnandi byggir á því að hafa í öndverðu litið svo á að hún hefði verið ráðin sem launþegi í samræmi við ósk þar að lútandi. Óumdeilt er að stefnandi gaf út reikninga fyrir vinnu sinni á þessum tíma sem og á starf stímanum öllum . Tveir af þremur samstarfsmönnum stefnanda komu fyrir dóm og báru á svipaðan hátt um inntak vinnunnar. Þau staðfestu bæði að hafa verið í verktakasambandi við stefnda og hafa gefið út reikninga vegna vinnu sinnar. 8. Ritað var fyrst undir skriflegan samning 29. ágúst 2008 vegna starfa stefnanda hjá stefnda. Samningurinn ber heitið Verksamningur . Samkvæmt honum tók stefnandi að sér sem verktaki að vera táknmálsfréttaþulur hjá fréttastofu Sjónvarps . Kveðið var á um að fa stir táknmálsfréttaþulir skyldu skipta með sér vöktum þannig að ævinlega væri einn þeirra kominn til starfa á fréttastofu Sjónvarps með hæfilegum fyrirvara til að flytja daglegar táknmálsfréttir á þeim tíma sem þær væru sendar út. Kveðið var á um að greidd ur væri svonefndur jafnaðartaxti fyrir hvern flutning, 10.660 krónur. Þær greiðslur væru bundnar verðtryggingu samkvæmt launavísitölu og væru verðbættar mánaðarlega. Greitt yrði í samræmi við reikning sem skyldi vera dagsettur í þeim mánuði sem vinnan átti sér stað. Tilgreint var að greiðslan væri verktakagreiðsla og innihéldi orlof og önnur launatengd gjöld . Samningurinn tók gildi 1. ágúst 2008 og gilti til 31. júlí 2009 en yrði honum ekki sagt upp með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara framlengdist h ann um sex mánuði í senn og með sama uppsagnarfresti. Samningur þessi var í gildi allt fram í nóvember 2019, án breytinga að öðru leyti en því að stefnandi og aðrir sem fluttu fréttir á táknmáli tóku sig saman um að hækka einhliða fjárhæð endurgjalds fyrir hvern einstakan flutning síðla á tímabilinu sem leiddi til nokkurs ágreinings þeirra við stefnda eftir því sem ráðið verður af skýrslu skrifstofustjóra hjá stefnda fyrir dómi. 9. Nýr samningur var undirritaður milli stefnanda og stefnda 25. nóvember 2019, se m leysti af hólmi áðurnefndan samning. Eins og sá fyrri bar samningurinn yfirskriftina Verksamningur. Samkvæmt umræddum samningi hafði stefnandi sem verktaki umsjón 3 með táknmálsfréttum. Tilteknar voru fastar heildargreiðslur fyrir hverja umsjón sem tóku br eytingum eftir því hvort þær færu fram á virkum dögum, helgum og almennum frídögum eða hátíðisdögum. Þá var kveðið á um að greiðslur tækju hækkunum samkvæmt launavísitölu auk þess sem tekið var fram að greiðsla til verktaka innihéldi orlof og öll launateng d gjöld, hverju nafni sem þau nefndust. Þá var áréttað að verktaki sæi sjálfur um lífeyrissjóðsskil sín, skattskil og vátryggingar. Tekið var fram að ekki kæmi til frekari greiðslna þótt efnið væri sýnt aftur síðar. Stefnanda var samkvæmt samningnum gert a ð skila reikningi mánaðarlega til bókhaldsdeildar stefnda, þar sem verkefni hennar væru sundurliðuð. Þá var í samningnum kveðið á um að ef stefnandi gæti ekki sinnt störfum samkvæmt samningum vegna veikinda eða annarrar fjarveru myndu greiðslur til hennar falla niður. Stefndi útvegaði stefnanda samkvæmt samningnum sértæka vinnuaðstöðu í starfstöð sinni. Enn fremur skuldbatt stefnandi sig til að hlíta í einu og öllu þeim reglum og ferlum er um starfsemi stefnda giltu. Kveðið var á um að stefnanda væri skylt að tilkynna viðkomandi deildarstjóra ef hún hygðist taka að sér verkefni hjá öðru fyrirtæki, sem kynnu að stangast á við hagsmuni eða ímynd stefnda meðan hún væri samningsbundin stefnda, að því viðlögðu að honum væri heimilt að rifta samningnum. Samninguri nn tók gildi 15. nóvember 2019 og var uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. 10. Enn var ritað undir nýjan samning vegna starfa stefnanda hjá stefnda 7. júlí 2020, sem eins og fyrr bar yfirskriftina Verksamningur . Samningur þessi var með öllu samhljóða fy rri samningi frá nóvember 2019, en í þetta skipti var stefndi Leó ehf. viðsemjandi stefnda sem verktaki í stað stefnanda. Einkahlutafélag þetta mun vera í eigu sambýlismanns stefnanda. Samningurinn tók gildi 1. júlí 2020 og var uppsegjanlegur með eins mána ðar fyrirvara. Stefnandi lýsti því yfir fyrir dóminum að þessi háttur hefði verið hafður á af skattlegum ástæðum þar sem greiðslubyrði hennar vegna skatta hefði verið orðin mjög þung. 11. Í málinu liggja fyrir verktakamiðar útgefnir af stefnda Ríkisútvarpinu o hf. vegna starfa stefnanda tekjuárin 2015 til 2021. Þá eru jafnframt meðal gagna í málinu reikningar fyrir vinnu stefnanda, útgefnir af stefnda Leó ehf. í febrúar, mars og október árið 2021. 12. Haustið 2021 voru af hálfu stefnda Ríkisútvarpsins ohf. gerðar b reytingar á fyrirkomulagi táknmálsfrétta sem fullyrt var af hálfu skrifstofustjóra stefnda fyrir dómi að hefði verið fjallað um með góðum fyrirvara á fundi með stefnanda og samstarfsmönnum hennar. Borið var um að þessi breyting hefði helgast af því að vilj i 4 hefði verið til þess að efla táknmálstúlkun allra aðalfréttatíma sjónvarps sem og Krakkafrétta, þannig að þau sem töluðu táknmál gætu fylgst með aðalfréttatímum á táknmáli í rauntíma, á sama tíma og aðrir, í stað þess að valdar fréttir væru fluttar í sér stökum táknmálsfréttum á öðrum tíma eins og verið hafði fram að því . Stefndi mun af þessu tilefni hafa gert verksamning við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um táknmálstúlkun sem einstaklingar með fulla heyrn annast. Með umræddum breytingum voru lagðir af táknmálsfréttatímar sem stefnandi hafði haft umsjón með meðal annarra. 13. Til stóð að hið nýja fyrirkomulag flutnings táknmálsfrétta tæki við 1. september 2021. Frá og með þeim degi var gildandi samningi um störf stefnanda sagt upp. Samningnum var sagt upp með tveggja mánaða fyrirvara 1. júlí 2021 . Þjónustu stefnanda við flutning táknmálsfrétta var óskað í júlí og ágúst 2021 en raunin mun vera sú að stefnda sinnti áfram sams konar verkefnum fyrir stefnda í september og október sama ár. Mun stör fum stefnanda í þágu stefnda hafa lokið þar með. 14. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi aðilaskýrslu en einnig gáfu skýrslu sem vitni A, B , C og D . Helstu málsástæður stefnanda 15. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála og d - lið 1. mgr. 80. gr. sömu laga, að á árunum 1985 til 2021 hafi eðli samningssambands stefnanda við stefnda verið launþegasamband. Krafa stefnanda er bygg ð á meginreglum vinnuréttar, verktakaréttar og skattaréttar sem um vinnusamninga og verktakasamninga gilda, ásamt meginreglum samninga - og kröfuréttar. 16. Á því er byggt að líta þurfi sérstaklega til þess að stefnandi tilheyri viðkvæmum hópi sem njóti sérsta krar verndar. Stefndi sé fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins, þjóðarmiðillinn, sem ætlað sé að stuðla að menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Stefnandi sé í sérstaklega veikri samningsstöðu gegn stefnda og hafi alloft á langri starfsævi sinni óskað eftir því að vera í launþegasambandi við stefnda. Stefnandi hafi aldrei farið fram á það við stefnda að starfa sem verktaki, heldur hafi það alfarið verið stef ndi sem hafi ráðið för hvað varði eðli samningssambands þeirra. 17. Vegna heyrnarleysis stefnanda hafi henni reynst erfitt að fá vinnu, og því hafi starf hennar hjá stefnda verið hennar aðalstarf þorrann af starfsævinni. Því sé slæmt að stefndi hafi 5 úthýst hóp i í þeirri stöðu sem stefnandi sé í. Sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið sé í eigu íslenska ríkisins sem hafi undirritað og fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en eitt af meginmarkmiðum samningsins sé að tryggja jafnrétti og b ann við mismunun á grundvelli fötlunar á öllum sviðum samfélagsins. Í 27. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sé sérstaklega fjallað um vinnu og starf, og þar kveðið á um að aðildarríki skuli viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns v ið aðra. Með því að útiloka stefnanda og þá vinnu sem hún hafi stundaði síðustu áratugi hjá stefnda sé verið að koma í veg fyrir menningarlega fjölbreytni sem stefndi eigi að stuðla að. 18. Stefnandi byggi á því að samningssamband hennar við stefnda hafi haft á sér þann blæ að vera vinnusamningur, klæddur í búning verksamnings. Meta þurfi vinnusamband milli stefnanda og stefnda í heild sinni, svo hægt sé að skera úr um hvort um vinnusamning eða verksamning hafi verið að ræða. Stefnandi hafi lögvarða hagsmuni a f því að skorið sé úr um tilvist og efni réttindanna eða réttarsambandsins, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála. 19. Stefnandi telji að hún hafi orðið af greiðslu orlofs og launa í uppsagnarfresti og þá hafi ekki verið rétt staðið að uppsögn hennar . Því komi einnig til skoðunar hvort stefndi hafi bakað sér bótaábyrgð. 20. Ekki hafi legið fyrir skriflegur samningur milli stefnanda og stefnda vegna starfa hennar um langan tíma, eða allt frá því að stefnandi hóf störf hjá stefnda árið 1985 til ársins 2008 , þegar ráðningarsamningur hafi verið gerður við stefnanda. Sá samningur hafi borið yfirskriftina verksamningur. Þrátt fyrir það telji stefnandi nauðsynlegt að skoða starfssamband stefnanda við stefnda, þar með talið aðdraganda samningsgerðarinnar, innhald sjálfs samningsins og hvernig hann hafi verið framkvæmdur. Líta þurfi til þess hvað hafi falist í starfinu, hvenær og hvernig verkið hafi verið unnið og innan hvaða vébanda. 21. Stefnandi byggi á því að um hafi verið að ræða viðvarandi vinnusamband. Stefndi hafi haft yfirumsjón, stjórn og eftirlit með störfum stefnanda. Stefndi hafi látið stefnanda í té vinnuaðstöðu og þá hafi öll störf verið innt af hendi á starfstöð stefnda án endurgjalds fyrir aðstöðuna. Stefndi hafi lagt til tæki og búnað til starfsins og stefnandi hafi engan kostnað borið af verkinu. Stefnandi hafi unnið fyrir einn aðila og með samningi skuldbundið sig til að hlíta í einu og öllu þeim reglum og ferlum sem giltu um starfsemi stefnda. Þá hafi stefnandi verið bundin trúnaði og þurft að láta vita og fá samþykki 6 stefnda ef hún hygðist sinna störfum hjá öðrum fyrirtækjum sem kynnu að stangast á við hagsmuni og ímynd stefnda. Ef stefnandi hefði brotið gegn því ákvæði samningsins hefði stefnda verið heimilt að rifta samningnum án fyrirvara. Því ha fi stefnanda ekki verið í sjálfsvald sett að taka að sér verkefni fyrir aðra aðila og þannig verið persónulega bundin starfi sínu fyrir stefnda. 22. Stefnandi hafi sent sundurliðaðan reikning mánaðarlega og fengið greitt reglulega samkvæmt ákveðnu tímabili, m ánaðarlega, fyrir vinnu sína. Eins og hjá óbreyttum launþegum hafi skipt máli við ákvörðun upphæðar greiðslu til stefnanda hvort unnið hefði verið í dagvinnu, yfirvinnu eða um hátíðar. Þá hafi greiðslur til stefnanda verið byggðar á fastri fjárhæð fyrir hv erja unna vinnustund og almennt ekki verið miðaðar við framgang verka eða verið árangurstengdar. Stefnanda hafi jafnframt verið skylt að mæta á umsömdum vinnutíma, en táknmálsfréttir hafi verið fluttar sjö daga vikunnar og fjórir starfsmenn skipt vöktum á milli sín. Útsendingarstjórar stefnda hafi haft samband ef stefnandi mætti ekki á tilsettum tíma, enda hafi það verið á hennar ábyrgð að fréttir væru fluttar á táknmáli. 23. Hvað varðar stefnda Leó ehf. byggi stefnandi á því að samningurinn frá júlí 2020 hafi engu breytt um launþegasamband hennar við stefnda Ríkisútvarpið ohf. Samningurinn hafi varað stutt, eða í eitt ár, sem sé lítið brot af fjörutíu ára starfi stefnanda hjá stefnda Ríkisútvarpinu ohf. Þá sé álitamál hvort stefndi Leó ehf. hafi verið bundinn samningnum í ljósi þess að fyrirsvarsmaður félagsins hafi ekki ritað undir samninginn heldur stefnandi og að stefnandi hafi hvorki farið með prókúru fyrir félagið né gegnt formlegri stöðu innan þess til að skuldbinda það. Aftur á móti, í ljósi þess að stef ndi Leó ehf. hafi verið samningsaðili, byggi stefnandi á því að ekki sé hægt að höfða málið án aðildar félagsins, enda kunni niðurstaðan að varða hagsmuni þess. Stefnandi byggir því á því að hún hafi, ásamt félaginu, verið í samningssambandi við stefnda Rí kisútvarpið ohf. og þannig sé um óskipt réttindi að ræða í skilningi 18. gr. laga um meðferð einkamála. Stefnandi vísi jafnframt í þessu samhengi og málatilbúnaði sínum til stuðnings til niðurstöðu úrskurðar yfirskattanefndar nr. 127/2011, þess efnis að ei nstaklingur, sem starfsmaður einkahlutafélags, geti átt í launþegasambandi við annað félag. Helstu málsástæður stefnda Ríkisútvarpsins ohf. 24. Stefndi mótmæli meginforsendum málatilbúnaðar stefnanda um að hún hafi að réttu lagi verið launþegi, en ekki verk taki. Sömuleiðis mótmæli stefndi því að um 7 ráðningarsamning hafi verið að ræða. Þá sé því sérstaklega mótmælt að stefnandi hafi í öndverðu litið svo á að hún hefði verið ráðin sem launþegi, sem hafi verið ósk hennar, en að henni hefði verið gert að skila r eikningum fyrir vinnu sína. Því sé jafnframt mótmælt að stefnandi hafi síðar alloft óskað eftir því að vera launþegi og að eðli samningssambandsins hafi alfarið verið háð ákvörðun stefnda. 25. Stefndi byggi kröfu sína um sýknu á því að ekki sé tilefni til ann ars en að leggja til grundvallar að samningssamband stefnanda og stefnda hafi verið verktakasamband. Slíkt sé enda í samræmi við efni og framkvæmd þeirra samninga sem gerðir hafi verið við stefnanda, og sömuleiðis stefnda Leó ehf. Efni viðkomandi samninga og afstaða aðila við samningsgerð hafi að sjálfsögðu sérstaka þýðingu, en einnig beri að líta til framkvæmdar samninganna, þar á meðal þess hvernig endurgjaldi, fjárhæð og greiðslufyrirkomulagi, þar með talin eru skil á sköttum og launatengdum gjöldum og r éttur til orlofs - og orlofslauna, hafi verið háttað. Framangreind atriði renni ótvíræðum stoðum undir það að um verksamninga hafi verið að ræða. Í þessu samhengi telur stefndi að einnig beri að líta til þess að stefnandi beri því við fyrst núna, löngu efti r að verktökunni sé lokið, að hún hafi verið launamaður. Meintur réttur stefnanda sé þannig niður fallinn vegna tómlætis. 26. Stefnandi og aðrir táknmálsþulir sem eins hafi verið ástatt um hafi ekki lotið sérstakri ritstjórn stefnda. Táknmálsþulir, þar á meða l stefnandi, hafi sjálfir valið fréttir hvers dags og aðlagað eftir föngum. Þá hafi hvorki verið eftirlit með né umræða um val frétta eða fréttaflutning. Þannig hafi táknmálsþulir notið sjálfstæðis við verk sín og haft stjórn á vali og skipan efnis. Því sé það verulegum ofsögum sagt að stefndi hafi haft yfirumsjón, stjórnun og eftirlit með störfum stefnanda, eins og stefnandi haldi fram. Einnig sé það ofsögum sagt að stefnanda hafi verið gert að mæta á tilsettum tíma. Eini tímanlegi áskilnaðurinn hafi lotið að upptökutíma, sem eðli máls samkvæmt hafi ekki getað verið eftir hentugleika stefnanda sjálfrar. 27. Stefndi hafi staðið skil á verktakamiða, sem hafi innihaldið verktakagreiðslur. Stefndi hafi hvorki staðið skil á opinberum gjöldum, þar á meðal sköttum og iðgjöldum í lífeyrissjóð, né launatengdum gjöldum, svo sem tryggingagjaldi og mótframlagi í lífeyrissjóð. Þvert á móti hafi stefnandi sjálf, og stefndi Leó ehf., annast slíkt. Sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir því í samningnum að greiðslurnar fælu sér heildargreiðslu og ekki hafi verið gert ráð fyrir orlofsrétti ofan á þær eða launatengdum gjöldum. 8 28. Stefnandi hafi notið sjálfstæðis við framkvæmd verka sinna og þannig hafi ekki sérstakri verkstjórn eða virku húsbóndavaldi verið til að dreifa af hendi st efnda. Verk stefnanda hafi jafnframt verið afmarkað í eðli sínu frá annarri starfsemi stefnda og fjarri lagi að um fullt starf hafi verið að ræða. Þá hafi stefnanda verið í sjálfsvald sett að taka að sér verkefni fyrir aðra, með þeim eina fyrirvara samkvæm t síðasta samningnum að slík verkefni stönguðust ekki á við hagsmuni og ímynd stefnda. Því hafi stefnandi ekki verið persónulega bundin starfi sínu fyrir stefnda með þeim hætti sem stefnandi haldi fram. 29. Fyrirkomulag greiðslna til stefnanda hafi heldur ekk i verið með þeim hætti að um reglulegt uppgjör á fastri fjárhæð hafi verið að ræða. Þvert á móti hafi verið greitt samkvæmt framvísun reikninga og greiðslur verið miðaðar við fjölda skilaðra þátta hverju sinni, þar á meðal eftir því hvort þeir hefðu verið á virkum dögum, helgum eða hátíðisdögum. Greiðslur til stefnanda hafi um leið verið árangurstengdar að þessu leyti. Ekki hefði getað komið til greiðslna í veikinda - og slysaforföllum og enginn orlofsréttur eða skyld réttindi hafi verið fyrir hendi. 30. Stefndi byggi á því að ofangreind atriði, hver um sig og virt heildstætt saman, gefi ekki tilefni til að álykta að samningssambandið teljist að réttu lagi vera launþegasamband, þvert á efni og framkvæmd þess í áraraðir, nema síður sé. 31. Stefnandi byggi á þv í að hún hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn kröfu sinnar, að því leytinu til að ef fallist væri á meginforsendu málatilbúnaðar hennar um að hún hafi verið launamaður, geti slíkt haft mögulegar lögfylgjur í för með sér, svo sem varðandi laun í uppsagnarfrest i, orlofsgreiðslur og fleira. Í máli þessu verði ekki leyst úr tilvist og efni slíkra réttinda, en stefndi áskilji sér þó allan rétt í því sambandi, þar á meðal að virtum reglum um tómlæti og fyrningu. Þess beri þó að geta í tilefni umfjöllunar stefnanda u m orlofsgreiðslur að jafnvel þótt stefnandi hefði að sönnu verið launamaður þá hafi orlofsgreiðslur rúmast innan samningsbundinna verktakagreiðslna samkvæmt samningssambandi stefnanda og stefnda. Þá hefði stefnandi notið hefðbundins þriggja mánaða uppsagna rfrests, hefði hún á annað borð verið launþegi. Að þessu leyti séu því augljós áhöld um hvort stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn dómkröfunnar. Í þeim efnum stoði ekki til stuðnings lögvörðum hagsmunum að segja að til skoðunar geti komið hvort stef ndi hafi bakað sér skaðabótaskyldu, eins og stefnandi hafi gert í málatilbúnaði sínum. 32. Stefndi telji jafnframt rétt að benda á að launakröfur og tengdar kröfur fyrnist á fjórum árum samkvæmt lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Því verði að telja að 9 stefnandi geti aldrei, hvað sem öðru líði, átt lögvarða kröfu meira en fjögur ár aftur í tímann frá tímamarki málshöfðunar. Afmörkun dómkröfu verði að taka af þessu viðeigandi mið eigi hún að geta talist réttarfarslega tæk, þar á meðal að virtum áskiln aði réttarfarslaga um lögvarða hagsmuni. 33. Stefndi telji, með vísan til þess að augljós áhöld séu um hvort stefnandi teljist hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn dómkröfunnar og að teknu tilliti til fyrningar, að tilefni kunni að vera til þess að vísa máli þes su frá dómi af sjálfsdáðum, annaðhvort í heild eða að minnsta kosti að hluta. 34. Þá hafni stefndi þeim málatilbúnað stefnanda að álitamál sé hvort félagið Leó ehf. sé bundið af samningi þeim er gerður hafi verið milli stefndu beggja árið 2020 um störf stefna nda. Því sé mótmælt sem röngu og ósönnuðu að stefnandi hafi ekki haft umboð til að skrifa undir umræddan samning. Stefndi Leó ehf. hafi augljóslega í verki viðurkennt skuldbindingargildi samningsins með framkvæmd hans. Ef ekki verður talið að um skuldbinda ndi samning sé að ræða standi hvorki lög né rök til annars en að ganga út frá því að samningssambandið milli stefnanda og stefnda hafi lotið sama venjubundna fyrirkomulagi og áður, þar á meðal samkvæmt fyrrgreindum samningi frá árinu 2019. Þetta atriði get i því í engu hnigið að annarri niðurstöðu fyrir úrlausn sakarefnisins. Niðurstaða 35. Í máli þessu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að frá 24. mars 2019 til 31. ágúst 2021 hafi eðli samningssambands hennar við stefnda Ríkisútvarpið ohf. verið launþeg asamband. Óumdeilt er að stefnandi sinnti flutningi ták n málsfrétta hjá stefnda og forvera hans um 36 ára skeið, allt frá árinu 1985 til 2021. Vegna málsástæðna stefnda um að allar mögulegrar kröfur stefnanda sem séu fjórum árum eldri en 24. mars 2019 séu f yrndar tekur endanleg dómkrafa stefnanda mið af þeim tímasetningum sem fram koma í dómkröfu hennar . 36. Fyrir liggja tveir skriflegir samningar stefnanda við stefnda. Annar gerður 2008, hinn 2019. Þriðji samningurinn frá 2020 er gerður af hálfu stefnda Leós e hf. við stefnda Ríkisútvarpið ohf. Allir samningarnir bera heitið verksamningur . Í öllum samningunum er skilgreind tiltekin þóknun fyrir hvern fréttaflutning þannig að umbun stefnanda og Leós ehf. í samræmi við síðasta samninginn var atviksbundin en laut e kki að tilteknum fjölda vinnustunda eins og almennt er í ráðningarsambandi starfsmanns og atvinnurekanda. Þannig gáfu stefnandi og stefndi Leó ehf. út misháa reikninga milli 10 mánaða eftir því hve oft stefnandi flutti táknmálsfréttir í hverjum mánuði en það gat ráðist af ýmsu, svo sem því hvort til þess kæmi að hún hlypi í skarðið fyrir aðra táknmálsfréttaþuli. Sérstaklega var síðan um það samið að endurgjald það sem stefnandi og stefndi Leó ehf. fengju greitt væri heildargreiðsla og innifæli orlof og öll lau natengd gjöld og að hún og stefndi Leó ehf. sem verktakar bæru ábyrgð á skattskilum, greiðslu til lífeyrissjóðs og sæju sjálf um eigin vátryggingar. Þá var sérstaklega tekið fram að væri stefnanda ekki unnt að sinna störfum samkvæmt samningnum vegna fjarve ru, svo sem vegna veikinda, féllu greiðslur niður. 37. Af framangreindu leiðir að það var á ábyrgð stefnanda og stefnda Leós ehf. samkvæmt samningum þeirra við stefnda Ríkisútvarpið o hf. að annast um þau málefni er lutu að réttindum sem hefðbundið er að launa maður njóti, sbr. til dæmis lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og lög nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla. Þau réttindi eru nánar útfærð í kj arasamningum sem gilda um störf viðkomandi launamanna en af hálfu stefnanda hefur ekki verið vísað til nánar tilgreindra kjarasamninga hvað þessi réttindi varðar. 38. Af málsatvikum og framburði fyrir dómi virðist mega ráða að um sumt hafi samningssamband aði la haft á sér yfirbragð ráðningarsambands starfsmanns og atvinnurekanda þar sem stefnanda og öðrum táknmálsþulum voru látin í té netföng auðkennd stefnda auk þess sem allt fréttaefni, aðstaða sem og tæki og tól sem þurfti til rækslu starfans var útvegað af stefnda. Þá kom fram fyrir dómi að stefnandi og samstarfsfólk hennar hefðu notið jólagjafa og tekið þátt í starfsmannaviðburðum á vettvangi stefnda. 39. Þessi atriði breyta því á hinn bóginn ekki að mjög afdráttarlaust er kveðið á um það í samningum aðila að um verktakasamband sé að ræða. Engum blöðum er um það að fletta að eðli samninganna laut þeim lögmálum enda kom ótvírætt fram í framburði stefnanda og samstarfsfólks hennar að þeim var þetta ljóst og að hún hagaði sínum málefnum í samræmi við það, til að mynda hvað skattskil snertir. Tilvísanir stefnanda til túlkunar skattyfirvalda, úrskurða yfirskattanefndar og dóma er lúta að skattskyldu hafa ekki áhrif á réttarstöðu stefnanda gagnvart stefnda í þessum efnum enda hér um að ræða samninga einkaréttarlegs e ðlis sem verður að túlka með tilliti til þess réttarsambands. Því hefur ekki verið hreyft að skattyfirvöld hafi fett fingur út í skattskil stefnanda í gegnum árin, hvorki á því árabili er hún gerði reikninga í eigin nafni til stefnda né eftir að stefndi Le ó 11 ehf. hóf að gera reikninga í samræmi við verktakasamning þess félags við stefnda vegna verka stefnanda. Árétta verður einnig að því hefur ekki verið hreyft af hálfu stefnanda að forsendur séu til að víkja ákvæðum samninganna sem stefnandi stóð að gagnvar t stefnda til hliðar á grundvelli III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. 40. Fram kom af hálfu stefnanda að tilefni málshöfðunar hennar hefði verið öðrum þræði fólgið í því að henni sviði , að henni og samstarfsfólki hennar við flutning táknmálsfrétta hefði fyrirvaralítið verið sagt upp störfum sem þau hefðu sinnt um áratugaskeið. Um sérhæft starf hefði verið að ræða sem þau hefðu verið sérstaklega hæf til að sinna sökum þekkingar á málefnum Döff þar sem þau tilheyrðu samfélagi heyrnarlausra og litu á táknmál sem sitt fyrsta mál. Vegna heyrnarleysis þeirra hefðu möguleikar þeirra á almennum vinnumarkaði verið takmarkaðri en almennt. Stefndi á hinn bóginn hefur byggt á því að tilefni þessara uppsagna hafi verið þróun í tækni sem g ert hefði stefnda tækt að túlka fréttatíma sjónvarps á táknmáli samtímis því að fréttirnar væru sagðar. + 41. Framangreind ráðstöfun stefnda var í samræmi við heimild í bráðabirgðaákvæði V í lögum nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, þar sem fjallað var um þessa breytingu. Með hliðsjón af því verður að fallast á það með stefnda að uppsög n samning s við stefnda Leó ehf. hafi verið reist á málefnalegum forsendum. Í því ljósi verður ekki séð að uppsögnin hafi strítt gegn 1. mgr. 1. gr. laga um Rík isútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, um að stuðla að menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi þannig að hún teljist hafa verið ólögmæt. Að sama brunni ber hvað varðar 27. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs f ólks sem fullgiltur var af hálfu Íslands 23. september 2016 enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með fréttaflutningi á táknmáli samtímis aðalfréttatíma stefnda Ríkisútvarpsins ohf. Það síðan hvort og hvernig til tækist með freka ra samstarf aðila um önnur verkefni sem vikið er að í málatilbúnaði stefnanda hefur ekki áhrif á úrlausn þessa dómsmáls enda samning u r aðila bundnir við það verkefni að flytja fréttir á táknmáli sem nefnd samtímatúlkun leysti af hólmi. 42. Að síðustu verður ek ki framhjá því litið að aðilar höfðu átt í samningssambandi í 36 ár á grundvelli verktakasamninga þegar stefnandi hreyfði því fyrst svo sannað sé að hún teldi sig vera í starfssambandi við stefnda sem launamaður. Það gerði hún fyrst í kjölfar uppsagnar sam nings stefnda við meðstefnda Leó ehf. sem beint var til stefnanda. Þessar athugasemdir komu ennfremur fram eftir að stefnandi hafði gert grein fyrir reiknuðu 12 endurgjaldi sem verktaki á skattframtölum og greitt tryggingagjald eftir því sem ráðið verður af f ramlögðum skattframtölum um árabil. Auk þess verður að árétta að síðustu árin var endurgjald fyrir störf hennar innheimt með útgáfu reikninga af stefnda Leó ehf. Úr því hefur margoft verið leyst fyrir dómstólum að ekki eru forsendur til að hrófla við eðli réttarsambands þegar svona háttar til, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 58/2002 frá 12. febrúar 2002 og nr. 312/2016 frá 2. febrúar 2017. 43. Með hliðsjón af framangreindu er óhjákvæmilegt að sýkna stefnda Ríkisútvarpið ohf. af kröfum stefna nda. 44. Stefndi hefur uppi dómkröfu á hendur stefnda Leó ehf. sem lýtur að því að félaginu verði einungis gert að þola dóm um kröfu stefnanda á hendur stefnda Ríkisútvarpinu ohf. eins og það er orðað. Tilvitnuð dómkrafa tekur eftir breytingu til tímabilsins 2 4. mars 2019 til 31. ágúst 2021. Stefndi Leó ehf. sótti ekki þing vegna málsins og hélt því ekki uppi vörnum. Ber því að taka málið til dóms gagnvart þessum stefnda í samræmi við 96. gr. laga um meðferð einkamála í þeim búningi sem það er. Við þessar aðstæ ður ber að dæma málið eftir kröfum og málatilbúnaði stefnanda að því leyti sem er samrýmanlegt framkomnum gögnum nema gallar séu á málinu sem varði frávísun þess án kröfu. Í upphafi aðalmeðferðar málsins var því beint til aðila af hálfu dómsins að sjónarmi ð yrðu reifuð við málflutning er lytu að því hvort vísa ætti þessari kröfu frá dómi án kröfu í samræmi við 100. gr. laga um meðferð einkamála. Því var sérstaklega beint til stefnanda að reifað yrði á hvern hátt dómkrafa á hendur stefnda Leó ehf., eins og h ún er fram sett, samrýmdist því að samkvæmt gögnum málsins hefði það félag komið fyrst að málum 7. júlí 2020. Vísað var af hálfu stefnanda til þess að afmörkun kröfu hennar í tíma hefði verið breytt en lítt eða ekki fjallað um þetta atriði í málflutningi a ð öðru leyti. 45. Eins og krafa stefnanda er orðuð eru ekki forsendur til að leysa úr kröfu hennar á hendur stefnda Leó ehf. Áður hefur verið komist að niðurstöðu um að ekki verður fallist á viðurkenningarkröfu stefnanda um eðli samningssambands hennar við ste fnda þannig að engri lögvarinni kröfu er til að dreifa sem forsendur eru til að láta stefnda Leó ehf. þola dóm um. Það sem síðan ræður úrslitum og veldur því að óhjákvæmilegt er að vísa kröfu stefnanda á hendur stefnda Leó ehf. frá dómi er að það tímabil s em afmarkað er í dómkröfu stefnanda á hendur stefnda Ríkisútvarpinu ohf. er lengra en sem nemur þeim tíma sem samningur milli stefndu varði. Ómöguleiki stendur því þannig í vegi að krafa stefnanda á hendur stefnda Leó ehf. verði tekin til greina eins og hú n er fram sett enda 13 verður stefnda ekki gert að þola dóm er lýtur að málsatvikum sem honum eru óviðkomandi. 46. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Ríkisútvarpið ohf. sýknaður af öllum kröfum stefnanda og kröfum hennar á hendur stefnda Leó ehf. vísað frá dóm i. Rétt þykir, eins og hér stendur á að aðilar, stefnandi og stefndi Ríkisútvarpið ohf., beri hvor sinn kostnað af málinu, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála. 47. Af hálfu stefnanda flutti málið Sævar Þór Jónsson lögmaður og af hálfu stefnda Ríkis útvarpsins ohf. flutti málið Stefán A. Svensson lögmaður. 48. Björn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Ríkisútvarpið ohf., er sýkn af kröfum stefnanda, Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur. Dómkröfu á hendur stefnda Leó ehf. er ví sað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Björn L. Bergsson