Héraðsdómur Reykjaness Dómur 25. febrúar 2022 Mál nr. S - 2361/2021 : Héraðssaksóknari ( Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari ) g egn Dumitru Calin ( Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 10. febrúar sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað með þremur ákærum á hendur ákærða Dumitru Calin, kt. 000000 - 0000 , Með ákæru héraðssaksóknara dags. 18. nóvember 2021 er höfðað mál á hendur ákærða fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar, en til vara fyrir hættubrot og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar, með því að hafa að morgni föstudagsins 2. apríl 2021 , framan við , ekið bifreiðinni [ með 15 - 20 km/hraða á klukkustund sem leið lá út af bifreiðaplaninu, þrátt fyrir a ð A , kennitala 000000 - 0000 , héldi báðum höndum um hliðarrúðu ökumanns, sem var dregin niður að hluta, og hann dróst þannig eða hljóp með bifreiðinni í að lágmarki 13,90 m u ns hann féll í jörðina og í kjölfarið ók ákærði af vettvangi án þess að huga að A en með háttsemi sinni stofnaði ákærði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu A í augljósan háska. Afleiðingar alls þessa eru þær að A lést á sjúkrahúsi þann 3. apríl 2021 vegna höfuðáverka sem hann hlaut við fallið daginn áður. Telst þetta varða við 215. gr. og 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 1. og 4. mgr. 220. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu a lls sakarkostnaðar. 2 Einkaréttarkrafa: Þá gera B , kt. 000000 - 0000 og C , kt. 000000 - 0000 , kröfu um miskabætur og aðrar skaðabætur úr hendi ákærða, Dumitru Calin, kt. 000000 - 0000 , þannig að honum verði skylt með dómi að greiða þeim, sameiginlega, miskabætur að höfuðstól kr. 15.000.000, - ásamt áföllnum vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 2. apríl 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu ákæru fyrir ákærða, en með áföllnum dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Að ákærða verði skylt með dómi að greiða þeim samtals, kr. 1.109.756, - vegna útfararkostnaðar, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá því að mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar, til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærða verði gert skylt með dómi að greiða þeim kostnað þeirra af þjónustu lögmannsins, Skarphéðins Péturssonar, eftir andlát A , fram að ákæru, skv. má lskostnaðarreikningi eða skv. mati dómsins. Áskilið er að bæta við frekari lögmannskostnaði fram að aðalmeðferð. Með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 23. nóvember 2021 er höfðað mál á hendur ákærða fyrir eftirtalin brot: I. Þjófnað með því að hafa, miðvikudaginn 21. október 2020, í félagi við þekktan aðila, brotist inn í verslunina Síminn við Ármúla 25 í Reykjavík, og stolið þar 15 farsímum af gerðinni iPhone, að óþekktu verðmæti. (Mál nr. 007 - 2020 - 62488). Telst brot þetta v arða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 19. desember 2020, ekið bifreiðinni án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í bl óðsýni mældist kókaín 48 ng/ml) um Miklubraut við Grensásveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. (Mál nr. 007 - 2020 - 75518). Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III. 3 Umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 7. júní 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Reykjanesbraut við Strandarheiði við Voga, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. (Mál nr. 008 - 2021 - 7810). Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. IV. Umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 12. júní 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Skipholt við Nóatún í Reykjavík, þar sem lögregla stöðva ði aksturinn við Brautarholt . (Mál nr. 007 - 2021 - 34270). Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. V. Umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 7. október 2021, ekið bifreiðinni án gildra ökurétti nda um Frakkastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við Brautarholt. (Mál nr. 007 - 2021 - 64159). Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. VI. Umferðarlagabrot með því að hafa , mánudaginn 18. október 2021, ekið bifreiðinni án gildra ökuréttinda um Suðurfell í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. (Mál nr. 007 - 2021 - 68421). Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. VII. Umferðarlagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 20. október 2021, ekið bifreiðinni án gildra ökuréttinda um Kringlumýrarbraut við Háaleiti í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. (Mál nr. 007 - 2021 - 66578). Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. VIII. 4 Umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 4. nóvember 2021, ekið bifreiðinni án gildra ökuréttinda um Stórahjalla við verslunina N1 í Kópavogi, þar sem lögregla stöðvaði akstu rinn . (Mál nr. 007 - 2021 - 71256). Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. laga nr. 77/2019. Við upphaf aðalmeðferðar féll ákæruvaldið frá því, sbr. II. ákærulið, að ákærði hafi ekið án gildra ökuréttinda og því varði háttsemin sem þar er lýst ekki við 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá breytti ákæruvaldið lýsingu á brotum ákærða í V., VI., VII. og VIII. ákærulið þannig að ákærði hafi ekið bifreið án þess að vera með ökuskírteini meðferðis þannig að brot hans varði við 8. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 í stað þess að ákærði hefði ekið án g ildra ökuréttinda og þannig brotið gegn 1. mgr. 58. gr. eins og talið er í ákæru. Með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 27. janúar 2022 er höfðað mál á hendur ákærða fyrir eftirtalin hegningarlagabrot: 1. Þjófnað með því að hafa, miðvikud aginn 12. maí 2021, í félagi við óþekktan aðila, í verslun BYKO á Granda, að Fiskislóð15 - 21 í Reykjavík, rétt óþekktum aðila ýmsar vörur sem síðan stakk þeim inn á sig meðan ákærði skýldi honum og gengu síðan fram hjá afgreiðslukössum án þess að greiða fyr ir vörurnar. Ákærði ók síðan á brott á bifreiðinni með óþekkta aðilanum og stolnu vörum, að verðmæti samtals 66.400 krónur. (Mál nr. 007 - 2021 - 41898). Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fjársvik með því að hafa, fimmtudaginn 9. desember 2021, í tvö skipti svikið út reiðufé að fjárhæð samtals 10.000 krónur í Háspennu að Rauðarárstíg í Reykjavík, með því að framvísa þar í blekkingarskyni og án heimildar greiðslukorti í eigu D , kt. 000000 - 0000 , sem ákærði h afði komist yfir og látið þannig skuldfæra af kortareikningi D . ( Mál nr. 007 - 2021 - 84187). 5 Telst brot þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. II Kröfur og sjónarmið ákærða: Ákærði gerir aðallega þá kröfu að hann verði sýknaður af ákærum dags. 18. nóvember 2021 og 27. janúar 2022 en honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundin vegna ákæru dags. 23. nóvember 2021. Til vara krefst ákærði þess að refsing verði felld niður að því er varðar ákæru dags. 18. nóvember 2021 en vægustu refsingar sem lög leyfa vegna ákæru dags. 23. nóvember 2021 og ákæru dags. 27. janúar 2022. Til þrautavara krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa vegna allra þriggja ákæra og hún verði skilorðsbundin. Verði fangelsisrefsing dæmd er þess krafist að gæsluvarðhaldsvist ákærða komi til frádráttar dæmdri refsingu. Ákærði krefst þess aðallega að bótakröfu, sem tilgreind er í ákæru dags. 1 8. nóvember 2021, verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfunni, en að því frágengnu, verði bótaskylda viðurkennd, að fjárhæð hennar verði lækkuð verulega. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ. m.t. málsvarnarlaun verjanda vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi samkvæmt málskostnaðarreikningi. Ákærði krefst sýknu af ákæru dags. 18. nóvember 2021 vegna þess að hann beri ekki ábyrgð á því hvernig fór og jafnframt að skilyrði neyðarvarnar eig i við, sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga auk eigin sakar brotaþola. Ákærði tekur fram að hann sé einn til frásagnar um atvik málsins og hafi frásögn hans verið nákvæm og trúverðug í gegnum alla rannsókn málsins. Þá tekur ákærði fram að rannsókn á bifreið ákærða, skýrslur lækna 6 og niðurstöður réttarkrufningar staðfesti frásögn ákærða. Matsgerð bendi til þess að ákærði hafi ekki ekið hraðar en hæfilegt megi teljast miðað við aðstæður og afar stutta vegalengd með brotaþola hangandi á bifreiðinni. Því sé ekki hægt að fullyrða að ákærði hafi farið ógætilega þegar litið sé til ökuhraða eða vegalengdar og því sé óvarlegt að telja að hann hafi sett brotaþola í hættu miðað við aðstæður. Þar sem framburður ákærða sé í samræmi við rannsóknargögn málsins verði að le ggja hann til grundvallar úrlausnar í málinu. Sýknukröfuna styður ákærði með því að hann hafi síst brugðist við með viðurhlutameiri hætti en aðstæður hafi gefið tilefni til. Ákærði hafi brugðist skelkaður við um eigin velferð enda hafi brotaþoli áður staði ð í hótunum við ákærða, ráðist að honum með haglabyssu og þegar atvik urðu hafi brotaþoli verið í verulega annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu. Ákærði hafi því haft ástæðu til að ætla að brotaþoli myndi láta verða af hótunum sínum og ákærði því ekki un nið sér annað til sakar en að koma sér á brott af vettvangi og undan atgangi brotaþola. Áskilið sé í 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga að þær aðferðir sem notaðar hafi verið hafi verið nauðsynlegar til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til. Telur ákærði að háttsemin sem honum sé gefin að sök sé honum refsilaus þar sem hún helgist af því a ð hann hafi ekki gert annað en að sinna þeirri frumskyldu sinni að koma sér af vettvangi og úr aðstæðum sem brotaþoli hafi skapað, sbr. 12. gr. hegningarlaganna, enda hafi slíkt verið nauðsynlegt til þess að verjast og afstýra ólögmætri árás sem hafi verið yfirstandandi. Ákærði telur að hann hafi ekki gengið lengra í vörn sinni en honum hafi verið nauðsynlegt þegar litið sé til atviksins heildstætt og forsögu ákærða og brotaþola. Mat ákærða sé að flestir aðrir hefðu gripið til nákvæmlega sömu aðferða og ákæ rði í umrætt sinn þ.e. að aka á brott og sérstaklega í því ljósi að brotaþoli hafi áður hótað ákærða og ráðist að honum með hlaðinni haglabyssu. Sú aðgerð ákærða að aka á brott hafi verið sú vægasta aðferð sem hafi staðið honum til boða, sér í lagi þegar l itið sé til hraða ökutækisins og þeirrar vegalengdar sem ákærði hafi ekið. Þá segi í 2. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga að hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, og ástæðan til þess sé sú, að hann hafi orðið skelfdur eða 7 forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skuli honum ekki refsað. Þannig að verði ekki fallist á að ákærði hafi brugðist við með eðlilegum hætti, sbr. framanritað, verði að telja að 2. mgr. 12. gr. eigi við um háttsemi ákærða. Ákærði tekur fram að ákæruval dið beri sönnunarbyrði fyrir því að brotaþoli hafi látist vegna gáleysis af völdum ákærða. Það hafi ákæruvaldinu ekki tekist enda ljóst að ákærði hafi ekki ekið hraðar en hæfilegt megi teljast, sbr. matsgerð Magnúsar Þórs Jónssonar. Þá verði að líta til ei gin sakar brotaþola en það sé alfarið hans sök að hafa ekki sleppt takinu af bílrúðunni þegar ákærði hafi ekið af stað. Brotaþoli hafi því ekki hegðað sér á eðlilegan hátt og því sé um eigin sök hans að ræða. Því hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna að g áleysi ákærða hafi leitt til andláts brotaþola, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði byggir kröfu sína um að refsing verði felld niður á sömu málsástæðum og hann byggir aðalkröfuna um sýknu á en telur jafnframt að 2. mgr. 74 . gr. almennra hegningarlaga eigi við. Þá krefst ákærði sýknu af varakröfu ákæruvaldsins þ.e. að háttsemi hans varði við 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga. Í aðalkröfu sé einnig talið að háttsemi ákærða varði við 1. mgr. 220. gr. og krefst hann einn ig sýknu af því broti. Sýknukröfuna hvað þetta varðar byggir ákærði aðallega á sömu málsástæðum og áður hafa komið fram í umfjöllun um sýknukröfu hans. Um þetta vísar ákærði til fyrri samskipta hans og brotaþola og í ljósi þeirra hafi ekki verið hægt að æt last til að ákærði færi til baka þegar brotaþoli hafi fallið í jörðina til að athuga með ástand hans. Enda hafi brotaþoli hvorki lent utan í bifreið ákærða né undir henni. Ákærði hafi því ekki mátt ætla að brotaþoli hafi slasast svo alvarlega að ákærða vær i skylt að koma brotaþola til aðstoðar og þá sérstaklega í því ljósi að brotaþoli hafði ítrekað ráðist gegn ákærða. Ákærði hafi séð að brotaþoli hafi gert sig líklegan til að standa á fætur og hlaupa á eftir bifreið ákærða. Hvað þetta varðar verði einnig a ð líta til þess að brotaþoli hafi verið í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna og hafi óreyndur einstaklingur alveg eins getað álitið að það væri ástæða þess að hann hafi átt erfitt með að standa á fætur. Þá tekur ákærði fram að brot gegn 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga séu refsilaus nema þau séu framin af ásetningi og þar verði að líta til aðstæðna á vettvangi þ.e. þess 8 sem gengið hafi á og ástands aðila. Þegar litið sé heildstætt á atvik málsins megi vera ljóst að ákærði hafi ekki getað g ert sér grein fyrir ástandi brotaþola og enn síður sé hægt að slá því föstu að ákærði hafi vísvitandi skilið brotaþola eftir vitandi að hann væri bjargarlaus á bifreiðastæði við . Ákærða hafi því skort allan ásetning og því sé ekki hægt að sakfella hann enda ekki kveðið á um refsiheimild vegna gáleysis í 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 18. gr. laganna. Ákærði krefst einnig sýknu af broti gegn 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga og byggir hann þar á sömu málsástæðum og fyrir sýknukröfu , sbr. framanritað. Tekur ákærði fram að með matsgerð Magnúsar Þórs Jónssonar hafi verið leitt í ljós að ákærði hafi hvorki ekið of hratt eða of langa vegalengd miðað við atvik og þær aðstæður sem brotaþoli hafi skapað. Ákærði hafi því ekki af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnað lífi eða heilsu brotaþola í augljósan háska. Um algert óhappatilvik hafi verið að ræða. Þrautavarakrafa ákærða um að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa byggir aðallega á sömu málsástæðum og reifaðar hafa verið hér að framan. Þá telur ákærði einnig rétt að líta til 2. og 3. mgr. 218. c. almennra hegningarlaga. Í 2. mgr. segi að e kki skuli refsa þegar samþykki liggi fyrir en brotaþoli hafi mátt gera ráð fyrir að ákærði myndi aka á brott þegar brotaþoli hafi ráðist að bifreið ákærða með látum og hótunum. Megi leggja það að jöfnu við samþykki brotaþola fyrir því að ákærði myndi reyna að koma sér af vettvangi með þeim vægasta hætti sem honum hafi staðið til boða þ.e. að aka á brott. Þá segi í 3. mgr. að ef líkamsárás sé unnin í áflogum eða átökum, sé heimilt að láta refsingu falla niður og enn fremur að ef sá sem verður fyrir tjóni eig i upptök að átökum með árás, ertingum eða líku eigi sama við. Þrátt fyrir að ekki sé um átök að ræða sé ljóst að brotaþoli hafi ráðist að bifreið ákærða í þeim tilgangi að komast að ákærða og verði að telja með hliðsjón af orðalagi ákvæðisins að ákærða haf i verið rétt og skylt að aka á brott enda hafi hann ekki átt aðra kosti. Loks byggir ákærði á 2. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga enda eigi 1., 3. og 4. töluliður 1. mgr. ákvæðisins við og því sé rétt að láta refsingu niður falla. Ákærði telur að með vísan til atvika og þeirrar ógnar sem hafi steðjað að honum að taka verði tillit til refsilækkandi sjónarmiða jafnvel þó talið verði að hann hafi farið út fyrir takmörk 9 leyfilegrar neyðarvarnar með því að aka á brott samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 74. gr. hegningarlaganna. Þá sé ljóst að ákærði hafi verið í mikilli geðshræringu og ójafnvægi vegna atlögu brotaþola að ákærða og ótta um eigið líf og heilsu meðan á atvikinu hafi staðið, sbr. 4. tölulið 1. mgr. 74. gr. Tilvitnuð ákvæði 74. gr. leiði til þess að refsingu skuli færa niður ef hún er ekki felld niður að öllu leyti og skuli þá einnig líta til 9. töluliðar 1. mgr. ákvæðisins. Þá telur ákærði að 215. gr. almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart 1. mgr. 220. gr. laganna. III Ákæra dags. 18. nóvember 2021: Málavextir: Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var tilkynnt kl. 08:51 föstudaginn 2. apríl 2021 um mann sem lægi á götunni við . Það væri ekki hægt að vekja hann, hann brygðist ekki við áreiti en hann andaði og væri með púls. Þegar lögregla kom á vettvang lá maður á bakinu með hendur niður með síðum á miðju bifreiðastæðinu. Hann var með sár vinstra megin á hnakka með mörgun litlum rauðum blóðdoppum í og með rispu vinstra megin á kviðarholi. Í kjölfar lögreglu kom sjúkralið á vettvang og flutti slasaða á slysadeild. Ekkert blóð var á vettvangi né önnur ummerki sem gátu komið að gagni við rannsókn málsins. Á vettvangi var kona að naf ni E í annarlegu ástandi og sagðist hún vera kærasta þess slasaða sem var A og hann en hann hafi ætlað að skemmta sér þangað til. E kvaðst búa að og A hafi verið þar hjá henni nóttina áður en atvikið varð. Hann hafi talað um að hann vantaði meiri fíkniefni, verið að leita að þeim og sagst ætla að hitta einhvern sem hafi ætlað að koma efnum til hans. Henni hafi síðan verið farið að lengja eftir A , litið út og þá séð hann liggjandi á bifreiðastæðinu og konu, sem tilkynnti um atvikið, vera að stumra y fir honum. Við komu á slysadeild fór A strax í aðgerð á höfði en það var talsverð blæðing sitt hvoru megin á heila hans sem olli miklum þrýstingi á heilann. Var talið að um lífshættulegan áverka væri að ræða en höfuðkúpan var brotin þvert yfir höfuðið. A lést kl. 14:28 hinn 3. apríl 2021 af völdum höfuðáverkans. 10 Rannsókn lögreglu leiddi til þess að grunur vaknaði um að ákærði, Dumitru Calin, hafi átt hlut að máli þegar A slasaðist. Laugardaginn 3. apríl kl. 16:30 var ákærði handtekinn við Kringluna í Re ykjavík þar sem hann var ökumaður á bifreiðinni en með honum var einn farþegi. Einn til viðbótar var einnig handtekinn en hann hafði sést með þeim sem voru á bifreiðinni við Kringluna en þeir voru grunaðir um þjófnað þar. Þessir þrír voru fluttir á lög reglustöð og bifreiðin haldlögð. Við skýrslutöku hjá lögreglu í kjölfar handtökunnar sagði ákærði að A hafi hringt í sig og beðið ákærða um MDMA og bjór. Vinur ákærða hafi haft milligöngu um að A hafi hringt í ákærða en hann kvaðst ekki hafa vitað þe gar hann hafi farið að að hann væri að fara að hitta A . Þeir hafi kannast við hvorn annan eftir mál þar sem ákærði hafi sakað A um að vera með skotvopn og hann hafi hótað ákærða lífláti. Ákærði kvaðst síðan hafa farið með bjórinn og MDMA að og eini maðurinn sem hann hafi orðið var við þar hafi verið A . Þegar hann hafi komið að bifreið ákærða hafi þeir kannast við hvorn annan og A hafi spurt ákærða hvort hann væri frá Rúmeníu og ákærði þá spurt A hvort hann héti því nafni. Í kjölfar þess sagði ákærði að A hafi orðið æstur og ógnandi og sagst ætla að fara inn í bifreið ákærða. A hafi reynt að ýta niður hliðarrúðunni bílstjóramegin á bifreið ákærða þegar þeir hafi verið að ræða saman og á sama tíma hafi A farið með aðra hendina í vasa sinn og ákærði tal ið að A hafi verið að sækja hníf en ákærði hafi ekki séð hníf. Ákærði hafi þá ekið af stað en A hangið á rúðunni sem hafi verið hálf opin. Bifreið ákærða hafi náð um 20 - 30 km hraða á klukkustund og hann ekið með A hangandi á bifreiðinni 15 - 20 metra en þá h afi hann fallið af henni við útaksturinn af bifreiðastæðinu. Við fallið hafi A ekki lent undir bifreiðinni, staðið upp og hlaupið á eftir bifreið ákærða. Hann kvaðst ekki hafa stöðvað en það hafi sést för á bifreiðinni eftir hendurnar á A . Ákærði sagði að A hafi sjáanlega verið ölvaður og í annarlegu ástandi og/eða undir áhrifum efna. Ákærði sagði að A hafi síðast hótað ákærða í júní/júlí 2020. Ástand brotaþola eftir atvikið: Samkvæmt gögnum málsins var brotaþoli, A , 180 cm á hæð og 92 kg. Blóðsýni var tekið úr honum fljótlega eftir að hann kom á slysadeild og þau voru send til rannsóknar vegna áfengis, fíkniefna og lyfja. Í blóðsýni brotaþola mældist ekki alkóhól en í því mældist alprazólam 21 ng/ml, sem er róandi o g kvíðastillandi lyf, klónazepam 8,0 ng/ml, sem er 11 flogaveikilyf og MDMA 100 ng/ml, sem er í flokki ávana - og fíkniefna. Alprazólam og klónazepam eru í flokki benzódíazepína, hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið, eru að fullu samverkandi og m.a. draga þau úr aksturshæfni í lækningalegum skömmtum. Styrkur lyfjanna í blóðinu var eins og eftir ráðlagða lækningalega skammta af hvoru lyfi fyrir sig. Væri ökumaður með þennan styrk af lyfjunum í blóði væri fullvíst að hann gæti ekki stjórnað bifreið með öruggum hæ tti. Í læknisvottorði segir að þegar brotaþoli hafi komið á slysadeild hafi hann verið með skerta meðvitund og andað sjálfur en ekki svarað ávarpi. Hann hafi verið með áverka á höfði þ.m.t. mar vinstra megin og u.þ.b. 3 cm skurð. Hruflsár sérstaklega á hægri hendi og yfir fingrum. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi innanbastblæðingu umhverfis hægra heilahvel og mældist hún u.þ.b. 6 mm. Einnig sást blóð í innanbastsbili við hvirfilsvæði vinstra megin hátt uppi sem var 2 - 3 mm þykkt. Þá sást löng brotalína í höfuðkúpunni, sem byrjaði við gagnaugasvæði hægra megin, fór upp og yfir miðlínu og niður hvirfilhnakkabeinssvæði vinstra megin. Brotið var ekki samfallið né tilfært en u.þ.b. 6 mm þykka blæðingi innan hettusinafells var að sjá í höfuðkúpunni. Í vottorði heila - og taugaskurðlæknis segir að við komu á bráðamóttöku hafi brotaþoli ekki svarað sársaukaáreiti og verið með meðalvíð ljósstíf sjáöldur augna. Vegna ytri áverka hafi verið tekin tölvusneiðmynd af höfði, hálsi, brjóstholi og kvið. Verulegi r áverkar hafi verið á höfði m.a. brot á höfuðkúpu og þar undir hafi verið innanbastblæðing yfir öllu hægra heilahvelinu. Mikill þrýstingur innan höfuðkúpunnar og viðbeinsbrot vinstra megin. Brotaþoli hafi farið í aðgerð á höfði en afar ólíklegt hafi verið að hann myndi lifa af. Hann hafi aldrei sýnt viðbrögð en andað sjálfur. Að lokinni aðgerð hafi brotaþoli farið á gjörgæslu en að morgni 3. apríl 2021 hafi engin merki verið um blóðflæði til heilans og brotaþoli hafi verið úrskurðaður látinn kl. 14:28 sama dag. Ljóst sé að hann hafi látist af völdum lífshættulegs höfuðáverka og það sé afar ósennilegt og nánast útilokað að brotaþoli hafi getað staðið upp og hlaupið eftir höfuðhöggið sem hafi leitt til höfuðkúpubrotsins og undirliggjandi blæðinga innan höfuðk úpunnar. Til að valda höfuðkúpubroti og innanbastblæðingum eins og brotaþoli fékk þurfi höggið að vera þungt. Bifreiðin : 12 Þegar atvik urðu var ákærði á bifreiðinni sem er af gerðinni Hyundai Tucson árið 2005. Dagana 3. til 9. apríl 2021 fór fram rannsókn á henni m.a með hliðsjón af framburði ákærða hjá lögreglu um það að brotaþoli hafi hangið á hálfopinni rúðu ökumannshurðar bifreiðarinnar þar til hann hafi fallið af henni. Brotaþoli lést í kjölfarið af höfuðáverkum sem hann hlaut við fa llið eins og fram er komið. Rispur voru víða á bifreiðinni þ. á m. neðarlega á vinstri afturhurð þar sem láréttar rispur voru greinilegar. Einnig voru rispur á vinstri hliðarspegli og vinstra megin á framhöggvara (stuðara). Ekkert benti til þess að ris pur og skemmdir á bifreiðinni tengdust umræddu atviki. Rannsókn á undirvagni benti ekki til þess að bifreiðinni hefði verið ekið yfir brotaþola eða hann lent undir henni. Hæð frá gólfi í sílsalista vinstra megin var 27 cm en hæð að eldsneytistanki frá gó lfi var 23 cm. Sýnileg kámför voru í óhreinindum á vinstri hlið bifreiðarinnar en engin á hægri hlið hennar. Kámförin gátu bent til þess að eitthvað hafi strokist meðfram vinstri hlið bifreiðarinnar skömmu áður en hún hafi verið haldlögð. Kámför voru gr einileg efst á hliðarrúðu ökumannsmegin og komu þau fram á ljósmynd. Við notkun á fingrafaradufti og fjaðurkústi kom fram greinilegt fingrafarakám á þremur stöðum efst á rúðunni. Allt kám efst á innanverðri rúðunni bar lögun fingugóma sem vísuðu niður og v oru því í samræmi við framburð ákærða um að gripið hafi verið í rúðuna að utanverðu þegar hún hafi verið skrúfuð niður til hálfs. För voru greinileg eftir nokkra fingur og líklega var um að ræða för ofan í för en fingraförin reyndust ekki samanburðarhæf og því ekki hægt að staðreyna hvort þær væru eftir brotaþola. Ekki hafi fundist fingraför annars staðar á rúðunni né annars staðar á bifreiðinni. Bifreiðin var færð til skoðunar hjá Aðalskoðun 12. apríl 2021. Hjólbarðar reyndust innan slitmarka og hemlun i nnan tilskilinna marka en stöðuhemill að aftan var óvirkur. Ljósabúnaður, stýrisbúnaður, stýrisendar og spindlar var í lagi. Eldsneytistankur var beyglaður, gjörð sem heldur honum uppi slitin og hann lak. S viðsetning atburðar: 13 Lögregla sviðsetti atvikið með ákærða 21. maí 2021 á bifreiðastæðinu við . Þar var eftir upplýsingum ákærða m.a. settar niður keilur þar sem hann stöðvaði bifreið sín, þar sem brotaþoli féll af bifreiðinni og þar sem ákærði stöðvaði til að athuga með brotaþola. Vegalengdir voru m ældar og ætlaður hraði bifreiðar ákærða mældur þegar brotaþoli hékk á henni og féll af henni. Sérfræðingar tæknideildar lögreglu önnuðust ljósmyndun og töku yfirlitsmynda með dróna. Auk lögreglumanna, ákærða, fulltrúa verjanda hans og túlks voru viðstad dir sviðsetninguna F prófessor og G réttarmeinafræðingur. Við sviðsetninguna var notuð bifreiðin , Huyndai Tucson árgerð 2007, en bifreið ákærða var ógangfær og því ekki hægt að nota hana. Bifreiðarnar eru sams konar fyrir utan það að bifreiðin er með bensínvél og eigin þyngd hennar án ökumanns er 1.636 kg en bifreiða ákærða RI 814 er með díselvél og eigin þyngd hennar er 1.680 kg án ökumanns. Frá þeim stað sem ákærði segist hafa ekið af stað með brotaþola hangandi á bifreiðinni og að þeim sta ð sem hann fannst voru 19,60 metrar. Munar sex metrum frá staðsetningu lögreglu á brotaþola þegar hann fannst og upplýsingum sakbornings um það hvar brotaþoli á að hafa fallið af bifreiðinni. Frá upphafsstað og að lokastöðu við útkeyrslu af bifreiðapl aninu voru 24,10 metrar og mesti mældi hraði bifreiðinnar var 22 km/klst. Matsgerð: Hinn 4. júní 2021 var F prófessor dómkvaddur til að framkvæma útreikninga og hröðun bifreiðar frá því að ákærði ók af stað með brotaþola haldandi í hliðarrúðu bifreiðarin nar og þar til hann féll af henni svo og að framkvæma útreikning og meta þann höggkraft sem brotaþoli varð fyrir við fall af bifreiðinni. Matsgerð er dagsett 12. október 2021. Í niðurstöðum hennar segir að samkvæmt hraðamælingu við sviðsetningu atburðarin s hafi hraðinn á bifreið ákærða þegar brotaþoli féll af henni verið 17 km/klst. Með óvissu megi áætlað að hraðinn hafi verið á bilinu 15 20 km/klst. Þá segir að ef gerður sé samanburður á rannsóknum þar sem ekið er á gangandi vegfarendur þá sýni þær að lit lar líkur séu á alvarlegu slysi fyrir vegfarendur á aldrinum 15 - 20 ára ef árekstrarhraðinn er minni en 20 km/klst. Þá segir að lóðrétt högg sem brotaþoli verði fyrir við fall af bifreiðinni, sem er á 17 km/klst hraða sé 2,7 g. Ef 14 höfuð brotaþola lendi fyrs t á jörðinni sé þetta höggið sem höfuðkúpan fær. Ef hraði ökutækisins er á bilinu 15 - 20 km/klst er höggið á bilinu 2,4 - 3,2 g (þyngdarhröðun). Ef allur massi brotaþola lendir á höfðinu þá er krafturinn á bilinu 2,2 - 2,9 kN sem er hærra gildi en minnsti styrk ur hliðar höfuðkúpu samkvæmt fallprófun en lægra gildi en framhluti höfuðkúpu þolir. Ef höfuðkúpan tekur upp allt höggið þá hafa aðrir kraftar vegna fallsins minni áhrif. Krufningaskýrsla: Réttarkrufning var gerð á líki brotaþola að beiðni lögreglustjóra og G réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi hana, var síðar viðstaddur sviðsetningu atburðarins þegar hún fór fram 21. maí 2021, sbr. ofanritað. Í krufningarskýrslu kemur fram að á innra byrði höfuðleðursin s hafi sést blæðing frá vinstri til hægri hliðar sem virtist þykkari á vinstra gagnauga - og hvirfilsvæðinu. Brotakerfi hægra megin á hægra gagnaugasvæðinu, sem fyrst og fremst hafi staðið saman af grófri sprungu, sem legið hafi frá hægra gagnaugasvæði og y fir á hið vinstra. Við aðgerð eftir slysið hafi beinið verið sagað í sundur en aðrar raufar í því hafi tilheyrt upprunalegu brotakerfi. Vinstra megin við enda sprungunnar var fíngert staðbundið brotakerfi allt að 2,5 3 cm og virtist liggja alveg að grófu s prungunni. Yfir heilabastinu og í afstöðu við grófu sprungu brotakerfisins hægra megin og upp á hvirfil sást þunn blæðing. Einnig sást þunn blæðing yfir bæði gagnaugasvæðin undir heilabastinu í báðum hlutum kúpunnar. Á heilanum yfir hægra gagnauga - og hvir filsvæði og uppi á hægri hvirfli, sem og neðan til á ennisblöðunum, sást heilamar og blæðingar undir heilaskúmið og einnig lítillega vinstra megin en það var minna um sig. Á skurðflötum sást mar en það fór ekki dýpra en sem nam berkinum. Heilinn var mjög þ rútinn og hafði slétt yfirborð en við gegnskurð á honum sást einnig fölur heilavefur og oft var börkurinn nokkuð föllegur og afmáður. Við gegnskurð á heilastofninum og litlaheilanum sáust eðlilegir skurðfletir án staðbundinna breytinga. Við krufningu á andliti sáust engar blæðingar. Engir áverkar sáust á eyrum né á svæðinu fyrir aftan þau. Engar punktblæðingar í slímhúð augna og engir áverkar né punktblæðingar á augnsvæðum. Engir áverkar í andlitshúð né munnslímhúð og þar sáust engar punktblæðingar. And litsbein þreifuðust heil og engar áverkar á tönnum né hálsi. Í 15 augum, munnholi, nösum og hlustum var ekki að sjá framandi efni. Engin bitför á tungu og engar blæðingar í tunguvöðvanum. Skjaldbrjóskið og tungubein var óskaddað. Hálshryggur var stöðugur og óskaddaður. Vinstra viðbein var mölbrotið um miðju og þar aðlægt sáust nokkuð þéttar blæðingar í aðlægum mjúkvefjum. Rifbein og brjóstbein voru óbrotin og engir vökvaaukar eða samvextir sáust í brjóstholi. Lungu eðlileg og engir áverkar á þeim. Hjarta eðl ilegt og ósæð ósködduð og hafði eðlilega legu. Vélinda og milta óskaddað og engir áverkar á kvið. Neglur hægri handar höfðu nokkuð beina, allt að 0,2 cm langa fría kanta og undir þeim sátu væg óhreinindi. Á réttihlutum vísifingurs, löngutangar og baugf ingurs sáust skrámur í stærðinni 0,3 0,8 cm sem höfðu upplitaðan dökkan botn. Á litlafingurshlið handarinnar í hæð við fimmta grunnhnúann sást 0,3 cm stórt grunnt sár með óreglulega kanta og var það flipamyndandi. Á sömu hlið við fjærliðinn sást nokkuð bog adregið eins cm langt fíngert sár og þ.m.t. allt að 0,3 cm löngum sárhala. Á toppi fingurgóms löngutangar sást lítillega flipamyndandi 0,3 cm langt sár og á toppi fingurgóms baugfingurs sást flipamyndandi 0,4 cm stórt sár. Engir áverkar voru á hægri framha ndlegg né upphandlegg. Neglur vinstri handar höfðu beina allt að 0,2 cm langa fría kanta. Á réttihlið þumalfingurs, yfir fjærliðnum, sáust innan allt að 1,2 cm svæðis fáeinar punktlaga grunnar skrámur. Á réttihlið vísifingurs, yfir fjærliðnum, sáust tvær grunnar rauðar skrámur sem voru ólögulegar og mældust allt að 0,5 cm að stærð. Á réttihlið litlafingurs, yfir fjærliðnum, sást u.þ.b. disklaga 0,3 cm stór dökkrauð skráma. Á litlafingurshelft lófans næst úlnliðnum sást innan 4 x 4 cm svæðis 8 til 9 allt að 0,4 cm stórar skrámur. Efst á handarbakinu sást dauf brúnleit litabreyting 1,8 cm en neðst á því sáust tvær allt að 0,5 cm aflangar, fíngerðar skrámur með 2 cm millibili. Efst á utanverðum framhandleggnum sást skráma 4,5 x 4 cm og hafði þverlæga legu og k rullaða yfirhúð í bakkanti. Í miðri olnbogabótinni sást minna en 0,1 cm samfellurof í húðinni með dökku hrúðri og umlykjandi 0,6 cm blárri litabreytingu (stungufar, sjúkrameðferð, fíknineysla). Efst á öxlinni sást 1,2 x 0,4 cm skráma í hæð við herðarblaðs - og viðbeinsliðinn. 16 Vinstra megin á síðunni, mótsvarandi vinstri mjaðmavængnum sást 8 x 10 cm stór fjaðurlaga skráma sem var samsett úr u.þ.b. 10 aflöngum óreglulega löguðum þáttum sem fjöðruðu út, upp og afturávið. Hún var staðsett í miðlínu flankans með miðpunkt sinn u.þ.b. 1 cm ofan við vinstri mjaðmarkambinn og hún var með húðflögnum sem virtist hrúgast og safnast í átt niður á við og lítið eitt fram. Beinagrindin þ.e. beinhlutar brjóstkassa, hryggjar, mjaðmagrindar og ganglima var heilt. Um útlit áverkans á höfði segir að hann bendi sterklega til þess ,,að hann hafi orðið fyrir Sama segir um áverkann á vinstra viðbeini, vinstri öxl, vinstri síðu, vinstri olnboga og vinstra hné. Útlit og staðsetning áverkans á vinstri hlið höfuðs, brotsins á vinstra viðbeininu og skrámanna á vinstri olnboganum, síðunni og hnénu samræmist því að hafa orðið við einn og sama kraftatburð og samræmist einnig því að hafa orðið við fall á vinstri hlið líkamans í kjölfar hröðunar frá bifreið sem hafi verið ekið af stað eins og ákærði hafði lýst. Útlit smásmára á höndum, skráma á hægri hluta hvirfils og hægri fótlegg bendi til þess að þeir áverkar hafi orðið til fyrir sljóan eða meðalmikinn kraft við skröpun gegnt hörðu hrjúfu yfirborði og/eða hörðum kanti eða oddi. Útlit þeirra samræmist því að þeir hafi komið til 2. apríl 2021 fyrir utan skrámu á hægri fótlegg. Niðurstöður krufningar bentu sterklega til þess að dánarorsök hafi verið afleiðing höfuðáverka einkum altæk blóðþurrðarskemmd á heila. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi: Ákærði, Dumitru Calin, sagði að brotaþoli hafi hringt í sig að morgni 2. apríl 2021 og spurt hvort ákærði gæti selt honum fíkniefni. Hann kvaðst ekki hafa áttað sig hver brotaþoli var þegar þeir ræddu saman í síma. Það hafi verið ákveðið að þeir myndu hittast fyrir utan og ákærði farið þangað til að selja þeim, se m hann ræddi við í símann, MDMA og áfengi. Ákærði kvaðst hafa ekið inn á bifreiðastæðið við og snúið við 17 þannig að bifreiðin hafi vísað út af stæðinu þegar ákærði hafi stöðvað hana. Þegar hann hafi stöðvað bifreiðina fyrir utan húsið hafi maður komið g angandi að henni og spurt ákærða hvort hann væri Dumitru frá Rúmeníu og sagst muna eftir honum. Ákærði hafi neitað því þar sem hann hafi orðið mjög hræddur þegar hann hafi áttað sig á hver hafi ætlað að eiga viðskipti við hann. Maðurinn hafi sagt að hann v issi að ákærði væri Dumitru og ætlað að rétta ákærða síma til að setja inn upplýsingar um það hvernig brotaþoli ætti að greiða fyrir það sem ákærði ætlaði að selja honum. Ákærði kvaðst hins vegar hafa ákveðið að fara í burtu en maðurinn hafi haldið í hliða rrúðu bifreiðarinnar vinstra megin sem hafi verið hálfopin. Ákærði kvaðst þrátt fyrir það hafa ekið af stað og maðurinn hlaupið með bifreiðinni stutta vegalengd en þá fallið á vinstri hlið í götuna. Ákærði kvaðst þá hafa litið til baka og séð hvar brotaþol i hafi ætlað að standa upp og verið kominn hálfa leið á fætur þegar ákærði hafi séð brotaþola síðast en ákærði vissi ekki hvort brotaþoli hafi staðið alveg á fætur. Ákærði hafi verið mjög hræddur og ekið heim til sín. Þar hafi hann spurt kærustu sína hvort hún myndi eftir A og sagt henni að hann hafi reynt að berja ákærða. Ákærði kvaðst hafa sent brotaþola SMS skilaboð eftir að ákærði hafi komið heim til sín en ekki fengið svör. Ákærði hafi óttast að brotaþoli myndi koma heim til ákærða og því hafi hann slö kkt ljós, dregið fyrir glugga en síðan kíkt út til að fylgjast með því hvort brotaþoli myndi koma. Ákærði sagði að brotaþoli hafi brjálast þegar hann hafi séð hver ákærði var en greinilegt hafi verið að brotaþoli hafi verið undir áhrifum vímuefna. Ákærði hafi því ákveðið að koma sér í burtu því hann hafi verði viss um að brotaþoli myndi annars berja ákæ rða og það hafi verið það eina sem hann hafi hugsað um. Ákærði kvaðst ekki hafa reynt að losa hendur brotaþola af hliðarrúðu bifreiðarinnar en hann hafi verið reiður og æstur. Ákærði kvaðst aðeins hafa beðið eftir brotaþola eftir að ákærði kom á bifreiðast æðið en frá því að brotaþoli kom til ákærða og þar til hann hafi farið hafi liðið um 2 - 5 mínútur en á þeim tíma hafi ákærði ekki farið út úr bifreiðinni. Ákærði kvaðst hafa ekið bifreiðinni 10 - 15 metra áður en brotaþoli hafi fallið af henni og hraðinn ha fi mestur verið 10 - 15 km/klst. Ákærði kvaðst hafa verið fullviss um að hann gæti ekki komið sér á brott af vettvangi nema með því að aka á brott. Ákærði kvaðst hafa ekið rólega og verið viss um að brotaþoli myndi ekki hljóta skaða af. Ákærði hafi ekki 18 vita ð hvernig fór fyrir brotaþola fyrr en lögreglan hafi sagt ákærða það daginn eftir að atvik urðu. Ákærði kvaðst hafa verði hræddur við brotaþola en hann hafi áður en atvikið varð reynt að ná til ákærða í gegnum kunningja hans. Í júní 2020 hafi brotaþoli ráðist inn á heimili ákærða með haglabyssu og viljað fá allt sem ákærði átti en ákærði hafi náð að flýja út um glugga. Fyrri tengsl hans og brotaþola hafi verið vegna fíkniefnaviðskipta. Vitnið, H unnusta ákærða, lýsti því að ákærði hafi umræddan morgun komið heim til sín hræddur og stressaður og sagt að strákur hafi ráðist á sig. Ákærði, sem hafi farið til að selja brotaþola fíkniefni, hafi lýst því sem hafði gerst en sagt að brotaþoli hafi ekki náð að berja ákærða. Fyrir atvikið hafi ákærði verið hræddu r við brotaþola. Ákærði hafi sagt að brotaþoli hafi spurt ákærða hvort hann væri Dumitru en hann hafi svarað því neitandi og ætlað að aka í burtu. Brotaþoli hafi þá haldið í rúðuna á bifreiðinni en fallið síðan í jörðina en ekki lent undir henni. Brotaþoli hafi reynt að elta bifreið ákærða en hann ekið á brott. Þegar ákærði hafi komið heim hafi hann ekki þorað að sofna ef brotaþoli myndi koma en hann hafi ekki svarað SMS skilaboðum ákærða. Vitnið sagði að það hafi vitað af því sem hafði gerst á milli ákærða og brotaþola áður en umrætt atvik varð en ákærði hafi sagt vitninu frá því. Vitnið, E kærasta brotaþola, sagði að hann hafi dottið í það daginn áður en atvikið varð en þá hafi hann verið búinn að vera án vímuefna í um sjö mánuði. Brotaþoli hafi vakað eig inlega alla nóttina heima hjá vitninu en sofnað aðeins og vaknað líklega um kl. 06:00. Hann hafi þá ætlað að útvega sér einn skammt af fíkniefnum til viðbótar. Vitnið hafi sagt brotaþola að fara að sofa en hann hafi verið undir miklum áhrifum. Vitnið kvaðs t hafa sofnað en þegar það hafi vaknað aftur hafi brotaþoli legið, líklega á bakinu, á bifreiðastæði fyrir utan húsið og kona verið þar hjá honum. Vitnið kvaðst hafa farið út og séð áverka á brotaþola og blóð á götunni. Vitnið kvaðst hafa vitað af ágreinin gi brotaþola og ákærða. Vitnið, I vinur brotaþola, kvaðst hafa hitt brotaþola kvöldið áður en atvik urðu og hann hafi þá verið undir áhrifum vímuefna. Brotaþoli hafi oft viljað fela það að hann væri undir áhrifum en hann hafi verið það um kl. 00:00 til 01:00 þegar vitnið hafi farið með 19 hann í . Vitnið kvaðst ekki hafa vitað um ágreining ákærða og brotaþola og ágreiningur þeirra hafi ekki verið ræddur þetta kvöld. Vitnið, J , kvaðst hafa verið á leið til vinnu og þegar hún hafi verið komin út í bif reið sína við hafi hún séð eitthvað fyrir aftan bifreiðina sem hafi reynst vera brotaþoli. Hann hafi legið þar en andað og vitnið hafi reynt að vekja hann en án árangurs. Vitnið hafi ekki séð að brotaþoli væri slasaður en hann hafi líklega legið með kr osslagðar fætur og hendur undir lærum. Þar sem vitninu hafi ekki tekist að vekja brotaþola hafi verið ljóst að hann þyrfti aðstoð, vitnið því hringt í Neyðarlínuna og lögreglan komið skömmu síðar á vettvang. Þegar lögregla hafi snúið brotaþola við hafi vit nið séð áverka á höfði hans. Áður en vitnið kom út á bifreiðastæðið kvaðst það ekki hafa heyrt neitt athugavert né hljóð í bifreið. Vitnið, lögreglumaður nr. 0742 , kvaðst hafa komið fyrstur á vettvang við . Þar hafi brotaþoli legið á bifreiðastæðinu, verið með púls en ekki svarað áreiti. Hann hafi verið settur á hliðina til að opna öndunarveginn en kjálkar hans hafi reynst stífir. Stífir kjálkar og áverkar á höfði og kvið hafi bent til þess að brotaþoli væri alvarlega slasaður. Sjúkralið hafi fljótlega komið á vettvang og tekið við meðhöndlun brotaþola en fyrir það hafi hann ekki verið færður úr stað. Líkur hafi staðið til þess að brotaþoli hafi fallið eða fengið krampa en það hafi í sjálfu sér aðeins verið getgátur. Vitnið sagði að tilkynnandi og kæras ta brotaþola hafi verið á vettvangi en þær hefðu ekki séð hvað hafði gerst. Kærasta brotaþola hafi sagt að hann hafi verið í samkvæmi en átt að fara í meðferð sama dag. Hann hafi verið að leita sér að efnum til að skemmta sér þar til hann færi í meðferðina og hann hafi verið í sambandi við líklega pólverja á telegram í því sambandi. Kærastan hafi nefnt fíkniefni og lyf. Vitnið, lögreglumaður 9711, kvaðst hafa rannsakað bifreið ákærða á lögreglustöð og tekið ljósmyndir. Fingrakám hafi sést á innanverði hliðarrúðu bifreiðastjóramegin sem hafi getað samræmst framburði ákærða. Einnig hafi verið för í óhreinindum á vinstri hlið bifreiðarinnar sem gætu hafa verið eftir brotaþola. Vitnið kvaðst einnig hafa skoðað lík brotaþola og rispur á því hafi getað bent til þess að ekið hafi verið á hann. 20 Vitnið, lögreglumaður 9109, kvaðst hafa farið á vettvang eftir að brotaþoli var fluttur þaðan til að athuga með ummerki. Hvorki blóð né önnur ummerki, sem hafi getað bent til þess sem hafði gerst , hafi fundist á vettvangi. Rannsóknir á brotaþola hafi leitt í ljós fjöláverka á höfði og áverka á mjöðm sem hafi bent til þess að ekið hafi verið á hann. Vitnið kvaðst hafa tekið þátt í sviðsetningu atburðarins og gert skýrslu um hana. Sviðsetningin hafi ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu þar sem ekki hafi verið hægt að nota áhættuleikara í hlutverki brotaþola vegna áhættu sem því hefði fylgt. Vitnið kvaðst telja að ákærði hafi ekið hraðar þegar atvikið varð en sviðsetningin benti til með hliðsjón af alvarlegum áverkum brotaþola. Vitnið, K sérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kvaðst hafa rannsakað fatnað brotaþola. Þrír blettir hafi m.a. verið á hettu á peysu brotaþola og óhreinindi á peysunni eins og brotaþoli hefði lent í götunni. Þá hafi göturyk og blettir verið á buxum sem hafi gefið svörun sem blóð og þær hafi verið rifnar í hnéhæð. Vitnið sagði að óhreinindin hafi getað komið við fall. Vitnið, L bráða - og slysalæknir, kvaðst hafa tekið við brotaþola á bráðamóttöku sem hafi verið meðvitundarskertur við komu þangað. Ekki hafi verið vitað hvað hafði gerst. Brotaþoli hafi verið með hruflsár á höfði og myndataka hafi sýnt höfuðáverka. Þá hafi verið kallaður til heila - og taugaskurðlæknir og gjörgæslulæknir. Brotaþoli haf i einnig reynst viðbeinsbrotinn og hruflaður á líkamanum m.a. á höndum. Vitnið sagði að miðað við þá áverka sem brotaþoli hafi verið með þegar vitnið sá hann hafi hann ekki getað staðið á fætur með þá áverka. Vitnið staðfesti vottorð sitt vegna málsins. Vitnið, M heila - og taugaskurðlæknir, kvaðst hafa verið kallaður til af bráðamóttöku vegna brotaþola. Þegar vitnið hafi séð brotaþola hafi hann verið meðvitundarlaus en andað sjálfur og sjáöldur verið opin. Myndataka hafi sýnt alvarlegan höfuðáverka þ.m.t. höfuðkúpubrot yfir hvirfilsvæði. Áverkarnir, sem hafi verið dreifðir, hafi bent til þess að þeir hafi allir komið til á sama augnablikinu og ástand brotaþola þá orðið eins og það var þegar hann hafi komist undir læknishendur. Í aðgerð hafi komið í ljós að heili brotaþola hafi verið grjótharður en það hafi hann ekki átt að vera. Brotaþoli hafi látist af áverkunum. Vitnið taldi það nánast útilokað að brotaþoli hafi getað, eftir að hann hlaut áverkana, staðið strax upp. Allar líkur séu á því að menn rotist þe gar þeir fá áverka sem 21 þessa og geti því ekki staðið upp í kjölfar þess að fá áverkana. Vitnið staðfesti vottorð sitt vegna málsins. Vitnið, F , var dómkvaddur matsmaður vegna málsins og var hann viðstaddur sviðsetningu atburðarins. Hann sagði það engu b reyta varðandi reiknaðan hraða að bifreið ákærða og sú sem notuð var við sviðsetninguna hafi ekki verið nákvæmlega eins. Vitnið sagði að bifreiðinni, sem notuð var, hafi verið ekið eins hratt af stað og hægt var og hraði hennar hafi reynst vera 17 km/klst þar sem brotaþoli hafi fallið af henni. Vitnið taldi ólíklegt að bifreiðin hafi náð 20 km/klst og hraðinn hafi frekar verið 15 - 17 km/klst. Vitnið sagði að brotaþoli hafi ekki fallið í götuna þar sem hann féll af bifreiðinni heldur nokkrum metrum frá þeim stað. Vitnið staðfesti matsgerð sína. Vitnið, G réttarmeinafræðingur, framkvæmdi krufningu á líki brotaþola. Vitnið lýsti því að brotakerfi á höfuðkúpu brotaþola hafi byrjað vinstra megin á höfðinu. Áverkarnir hafi líklega hlotist af einu kraftmiklu höggi og við það hafi heilavefur marist. Vitnið sagði að mar og blæðing inn á heila valdi dauða og veruleg heilaskemmd verði strax. Það væri ólíklegt að það hefði einhverju breytt þó brotaþoli hefði komist strax undir læknishendur. Það hefði ekki þurft að koma annað til en höfuðáverki brotaþola til þess að hann myndi deyja og örvandi efni í líkama ha ns hafi ekki haft áhrif á það að hann lést. Vitnið sagði að brotaþoli hafi strax við höggið fengið mikinn áverka á heila og ólíklegt að hann hafi getað aðhafst eitthvað eftir það. Engir áverkar hafi bent til þess að brotaþoli hafi staðið upp eftir að hann fékk högg og fallið aftur en það væri ekki útilokað. Áverkar á vinstri hlið brotaþola svo sem viðbeinsbrotið hafi bent til þess að hann hafi hlotið áverkana við kraftatburð þ.e. fall á vinstri hlið en óvíst sé hvaða líkamshluti hafi lent fyrst á jörðinni. Vitnið sagði að áverkarnir geti samrýmst frásögn ákærða. Niðurstaða: Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfell dur að nægileg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. laganna. Þá gildir og sú meginregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð mál s fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008. 22 Samkvæmt símagögnum hringdi brotaþoli í ákærða fjórum sinnum frá kl. 06:22 til 08:06 að morgni 2. apríl 2021. Lengsta símtalið stóð í 55 sekúndur en hin í 11 - 13 sekúndur. Brotaþoli sendi ákærða tvö SMS skilaboð kl. 08:07 og 08:10. Á upptökum úr öryggismyndavélum sést að bifreiðinni var ekið inn í frá Breiðholtsbraut og inn í hringdi ákærði í brotaþola og stóð símtal ið í 11 sekúndur. Bifreiðin sést fara út úr kl. 08:25,29. Frá kl. 08:33 til 08:41 sendir ákærði brotaþola fjögur SMS skilaboð þar sem hann er m.a. að biðjast afsökunar og segja brotaþola að hafa samband við einhvern annan. Tilkynning um atvikið bar st lögreglu kl. 08:51. Af þessu sést að ákærði og brotaþoli voru í samskiptum og hittust í kjölfar þeirra að morgni 2. apríl 2021 sem er í samræmi við framburð ákærða. Ákærði hefur lýst því að hann hafi ekið bifreiðinni af stað þegar brotaþoli hafi ha ldið með höndunum um hálfopna hliðarrúðu vinstra megin á bifreiðinni. Ákærði hafi ekið 10 - 15 metra og á 10 - 15 km/klst og brotaþoli hlaupið með bifreiðinni þar til hann hafi fallið af henni. Samkvæmt matsgerð er talið að bifreiðin hafi verið á 17 km/klst þe gar brotaþoli hafi fallið af henni og með óvissu megi áætla að hraðinn hafi verið á bilinu 15 20 km/klst. Kámför á hliðarrúðunni samrýmdust því að brotaþoli hafi haldið um hana. Með vísan til þessa og með hliðsjón af niðurstöðu úr rannsókn á bifreiðinni, s viðsetningu atburðarins og matsgerð þykir sannað að brotaþoli hafi haldið um hliðarrúðu bifreiðarinnar, hlaupið með henni alla vega um 14 metra og ákærði ekið bifreiðinni á 15 - 20 km/klst þegar brotaþoli féll af henni eins og lýst er í ákæru. Samkvæmt matsg erð og framburði matsmanns hefur brotaþoli fallið í götuna nokkrum metrum frá þeim stað sem hann féll af bifreiðinni og getur það samrýmst sviðsetningu atviksins. Samkvæmt læknisvottorðum og krufningaskýrslu var brotaþoli með alvarlegan höfuðáverka við komu á slysadeild sem hann lést af daginn eftir atvikið. Ekkert er fram komið um annað en brotaþoli hafi hlotið þessa áverka þegar hann féll af bifreið ákærða og í malbikið. Við fallið hafi hann fengið þungt högg á höfuðið með fyrrgreindum afleiðingum. Te lst því sannað að brotaþoli hafi hlotið áverkana, sem leiddu til andláts hans, við að falla af bifreið ákærða og í götuna eins og fram kemur í ákæru. Þeir læknar sem gáfu skýrslu fyrir dóminum töldu afar ólíklegt að brotaþoli hafi reynt að standa á 23 fætur e ftir að hann hlaut höfuðáverkann og er það í samræmi við vottorð heila - og taugaskurðlæknis sem er meðal gagna málsins. Enda standa allar líkur til þess að brotaþoli hafi rotast við höggið sem hann fékk við að falla af bifreið ákærða og því útilokað að han n hafi reynt að standa á fætur eftir það eins og ákærði hefur haldið fram. Verður því að hafna framburði ákærða hvað það varðar. Ákærði hefur í raun játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru en hann telur hins vegar verknaðinn vera refsilausan. Hann heldur því fram að verknaður hans hafi helgast af neyðarvörn en hann hafi orðið mjög hræddur þegar hann hafi áttað sig á því hver brotaþoli var vegna fyrri samskipta þeirra. Þá hafi brotaþoli reynt að komast inn í bifreið ákærða, verið æstur og með h ótanir. Ákærði hafi því ekki átt annan kost en að forða sér af vettvangi og við það hafi hann beitt þeirri allra vægustu aðferð, sem honum hafi staðið til boða, eins og sjá megi af þeim hraða sem ákærði hafi ekið á og þeirri vegalengd sem hann hafi ekið me ð brotaþola hangandi á bifreiðinni. Ákærði er einn til frásagnar um það sem gerðist á vettvangi þ.m.t. um samskipti hans og brotaþola. Ekki verður dregið í efa að ákærði hafi verið hræddur við brotaþola og staðið ógn af honum í umrætt sinn. Hins vegar mátt i ákærða vera það ljóst að það skapaði stórhættu að aka af stað á malbiki og á allt að 20 km/klst með brotaþola hangandi á bifreiðinni og hlaupandi með henni. Ákærði gat ekki verið viss um það að framferði hans skapaði litla eða enga hættu fyrir brotaþola eins og hann hefur haldið fram enda fór það svo að hann hlaut áverka við fall af bifreiðinni sem leiddu hann til dauða. Í þessu sambandi er m.a. að líta til þess að atburðir urðu að morgni til fyrir utan fjölbýlishús og því má ætla að ákærði hefði getað ge rt vart við sig ef brotaþoli hefði veist harkalega að ákærða. Þá er ekkert fram komið um það að brotaþoli hafi verið með hættulega hluti á sér sem hann hefði getað notað í atlögu að ákærða. Verður því fullyrt að ákærði hefði getað komið sér undan ákærða me ð vægari hætti en hann gerði. Með vísan til þessa verður að telja að viðbrögð ákærða hafi verið mun harkalegri en tilefni var til og því hafi verknaður hans ekki helgast af neyðarvörn. Þar sem því hefur verið hafnað að verknaður ákærða hafi helgast af neyð arvörn getur 2. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga ekki átt hér við eins og ákærði heldur fram. Ekki er heldur hægt að fallast á það með ákærða að refsing skuli felld niður m.a. á grundvelli 2. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Í því sambandi verður ek ki horft framhjá því hve hættuleg háttsemi ákærða var og að afleiðingar hennar urðu mjög alvarlegar. 24 Þegar komist er að niðurstöðu í málinu verður ekki heldur litið framhjá því að tilgangur ákærða með því að hitta brotaþola í umrætt sinn var m.a. að selj a honum ólögleg fíkniefni og þannig kom ákærði sér í þær aðstæður sem hann lenti í og urðu til þess að brotaþoli lést. Ákærða mátti vera ljóst að viðskiptum af þessu tagi fylgir oftar en ekki áhætta af einhverju tagi og hann fór til fundar við ákærða án þe ss að vita hvern hann væri að fara að hitta né við hvaða aðstæður. Ekkert þykir fram komið í málinu sem geti hafa réttlætt það að ákærði ók bifreið sinni af stað þegar brotaþoli hélt í hana og hljóp með henni allt þar til hann féll af bifreiðinni þannig að lækka megi refsingu ákærða af þeim sökum. Akstur bifreiðar er ávallt hættulegur ef fyllstu varkárni er ekki gætt hvað þá ef maður heldur í bifreið þegar henni er ekið og hleypur með henni á malbiki. Við slíkar aðstæður getur fall viðkomandi af bifreið r eynst mjög hættulegt eins og raunin varð í því tilfelli sem hér er til umfjöllunar jafnvel þó hraði bifreiðar sé ekki mikill. Verður að telja að þetta hafi ákærði mátt gera sér grein fyrir. Með hliðsjón af þessu er m.a. ekki hægt að fallast á það með ákærð a að 2. og 3. mgr. 218. gr. c. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 geti átt hér við. Með vísan til alls framan ritaðs og með vísan til 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála telur dómurinn að ákæruvaldinu hafi tekist að sann a, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi í umrætt sinn og gerst sekur um þann verknað sem lýst er í ákæru. Samkvæmt því hefur ákærði gerst sekur um manndráp af gáleysi og þar með gerst brotlegur gegn 215. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ber að refsa honum samkvæmt því. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og verður að telja eins og atvikum málsins er háttað að það ákvæði tæmi sök gagnvart 1. mgr. 220. gr. laganna og verður ákærði því ekki jafnframt sakfelldur fyrir brot gegn því ákvæði eins og krafa er gerð um í ákæru. Einkaréttarkrafa: Foreldrar brotaþola, B og C , gera þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða þeim sameiginlega miskabætur að fjárhæð 15.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. 25 gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2021 frá 2. apríl 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu ákæ ru en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá gera B og C þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða þeim 1.109.756 krónur vegna útfararkostnaðar auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá því að mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar og til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða B og C kostnað þeirra af þjónustu lögmanns. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að vera valdur að dauða A og þykja foreldrar hans, B og C , eiga rétt til miskabóta vegna þess, sbr. 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Samkvæmt því ákvæði má gera þeim sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur dauða annars ma nns að greiða maka, börnum eða foreldrum miskabætur. Þykja skilyrði ákvæðisins hér uppfyllt og ákærði samkvæmt því bótaskyldur gagnvart foreldrum brotaþola. Með hliðsjón af m.a. aldri brotaþola þykja miskabætur til hvors foreldris um sig hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. apríl 2021 til 7. janúar 2022 en auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá hafa viðhlítandi gögn v erið lögð fram um útfararkostnað brotaþola og samkvæmt því skal ákærði greiða, B og C , útfararkostnað 1.109.756 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. janúar 2022 til greiðsludags. Loks greiði ákærði, B og C , h voru um sig 350.000 krónur í málskostnað eða samtals 700.000 krónur, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. IV Ákæra dags. 23. nóvember 2021: Eins og fram er komið féll ákæruvaldið frá því við upphaf aðalmeðferðar, sbr. II. ákærulið, að ákærði hafi ekið án gildra ökuréttinda og því varði háttsemin sem þar er lýst ekki við 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá breytti ákæruvaldið lýsingu á brotum ákærða í V., VI., V II. og VIII. ákærulið þannig að ákærði hafi ekið bifreið án þess að vera með ökuskírteini meðferðis þannig að brot hans varði við 8. mgr. 58. gr. 26 umferðarlaga nr. 77/2019 í stað þess að ákærði hefði ekið án gildra ökuréttinda og þannig brotið gegn 1. mgr. 58. gr. eins og talið er í ákæru. Ákærði hefur afdráttarlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum II. VIII. eins og henni er lýst eftir ofangreinda breytingu. Þar sem játningin er í samræmi við rannsóknargögn málsins þykir dóminum ekki ástæða til að draga í efa að hún sé sannleikanum samkvæm. Telst því sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum II. - VIII. í ákæru dags. 23. nóvember 2021 og unnið sér til refsingar samkvæmt því. Ákærði hefu r með háttsemi sinni gerst brotlegur við 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. og 8. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákæruliður I.: Málavextir: Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var tilkynnt um innbrot í verslun Símans við Ármúla í Reykjavík. Þegar lögre gla kom á vettvang var brotin rúða í versluninni og á öryggismyndavélum sást að tveir menn komu að húsinu, brutu rúðu í útihurð og brutu sér leið inn á lager verslunarinnar. Brutu þar upp skáp og settu varning í tösku. Skömmu eftir að lögregla kom á vettva ng var bifreiðin stöðvuð á Grensásvegi og í henni voru tveir menn sem voru handteknir. Þá fannst bifreiðin í Síðumúla og kveikjuláslyklar hennar voru á öðrum þeim handtekna. Í bifreiðinni fannst þýfi. Tveir menn til viðbótar voru handteknir skammt frá vettvangi þar sem þeir reyndu að leynast. Eftir skoðun á efni úr öryggismyndavélum beindist grunur m.a. að ákærða. Stolið hafði verið 15 farsímum í innbrotinu og fundust þeir í bifreiðinni . Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærði hafa verið vi ð drykkju og fíkniefnaneyslu með vini sínum og þeir hafi verið undir miklum áhrifum. Vinur hans hafi sagt að hann vissi um aðferð til að búa til pening og þar sem ákærði hafi átt lítinn pening hafi honum fundist þetta freistandi. Vinur hans hafi sagt að ha nn skyldi gera allt en ákærði ætti að koma með. Ákærði viðurkenndi að hafa brotist inn í verslun Símans en síðan hlaupið á brott. Ákærði gat ekki upplýst hvað varð af þeim farsímum sem var stolið en fundust ekki. 27 Framburður ákærða og vitnis fyrir dómi: Ák ærði játaði að hafa brotist í félagi við annan mann inn í verslun Símans við Ármúla 23 í Reykjavík eins og honum er gefið að sök í ákæru. Hann kvaðst hafa verið með fleiri mönnum sem hafi beitt hann þrýstingi og þá hafi hann verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákærði kvaðst ekki vita hvað þeir hafi stolið mörgum símum í innbrotinu en þeir gætu hafa verið 15 eins og tilgreint er í ákæru. Ákærði og annar maður hafi tekið símana og farið með þá út í bifreið. Ákærði hafi ekki átt að fá ávinning af innbro tinu. Vitnið, lögreglumaður nr. 9905, lýsti því fyrir dómi að vitnið hafi gert leit í bifreið sem ákærði og félagi hans hafi verið á þegar þeir frömdu innbrotið. Við leitina hafi fundist 15 farsímar. Er þetta í samræmi við munaskýrslu lögreglu vegna máls ins. Niðurstaða: Ákærði hefur viðurkennt að hafa brotist inn í verslun Símans eins og honum er gefið að sök í ákæru en hann viti ekki hvað hann og félagi hans hafi stolið mörgum farsímum. Rannsóknargögn málsins og framburður lögreglumanns hér fyrir dómi benda til þess að símarnir hafi verið 15 og ekki er ástæða til að draga í efa að það sé rétt. Samkvæmt því telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið I. í ákæru dags. 23. nóvember 2021. Með háttseminni hefu r ákærði gerst brotlegur við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og unnið sér til refsingar samkvæmt því. V Ákæra dags. 27. janúar 2022: Ákæruliður 1.: Málavextir: Samkvæmt frumskýrslu lögreglu komu tveir menn á bifreið að verslun Byko á Fiskislóð 15 - 21 í Reykjavík. Þeir lögðu bifreiðinni fyrir utan verslunina en fóru síðan inn og beint í verkfæradeildina. Á upptöku úr öryggismyndavélum sést þar sem bílstjórinn, ákær ði í máli þessu, tók sexkantasett og skrall og rétti farþeganum úr bifreiðinni sem setti hlutina 28 inn á sig. Farþeginn tók síðan tvo hluti og setti í jakkavasa sinn meðan ákærði skýldi farþeganum. Nokkrum mínútum seinna tók farþeginn tvær Bosch Multisagir og setti inn á sig. Á svipuðum tíma var ákærði að greiða fyrir þrjár gosflöskur en fór síðan út úr versluninni. Farþeginn gekk síðan út með þá hluti sem hann hafi sett inn á sig án þess að greiða fyrir þá en þeir voru samtals að verðmæti 66.400 krónur. V ið skýrslutöku hjá lögreglu sagðist ákærði hafa farið í Byko til að kaupa eitthvað í sturtu sem hann hafi greitt fyrir en farið síðan. Maður að nafni N hafi verið með ákærða og hann hafi stolið. Hann kvaðst hafa rétt N hluti sem hann hafi sett inn á sig en ákærði hafi haldið að N hafi ætlað að greiða fyrir hlutina. Ákærði kvaðst ekki hafa hugsað út í hvað N hafi gert við hlutina en ákærði hafi ekki viljað að N myndi stela þessum hlutum. Framburður ákærða og vitnis fyrir dómi: Ákærði viðurkenndi að hafa farið með félaga sínum í verslun Byko 12. maí 2021. Félagi hans stundi m.a. að gera við bifreiðar og bifreið hans hafi verið biluð. Ákærði kvaðst hafa sýnt félaga sínum hvaða hluti hann þyrfti til að gera við bifreiðina. Ákærði hafi séð félaga sinn stinga hlutum inn á sig en ákærði hafi ekki vitað að félagi hans hafi ætlað að stela þeim þegar þeir fóru inn í verslunina. Hann hafi hins vegar áttað sig á því þegar þeir hafi komið út úr versluninni. Vitnið, lögreglumaður 0436, lýsti því að samkvæmt upptökum úr öryggismyndavélum hafi ákærði og annar maður farið inn í verslun Byko og skoðað þar hluti. Ákærði hafi síðan rétt hinum manninum hluti og hann sett þá inn á sig fyrir framan ákærða. Hinn maðurinn hafi einnig sjálfur tekið hluti og sett inn á sig og ha fi ákærði séð það. Ákærði hafi síðan farið á undan félaga sínum út úr versluninni. Niðurstaða: Ákærði hefur lýst því að hann hafi séð félaga sinn taka hluti sem ákærði hafi bent á og stinga þeim inn á sig. Á öryggismyndavélum sést einnig þegar ákærði tó k sjálfur hluti og rétti þá félaga hans sem stakk þeim inn á sig. Ákærði mátti því vera ljóst að félagi hans hafi ætlað að stela umræddum hlutum og með framferði sínu tók ákærði þátt í þjófnaði. Telst því sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi se m honum er gefin að sök í 29 þessum ákærulið og þannig brotið gegn 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og unnið sér til refsingar samkvæmt því. Ákæruliður 2.: Málavextir: Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var nokkrum farsímum og debetkort i stolið úr búningsklefum í íþróttahúsinu að Suðurströnd 2 á Seltjarnarnesi. Skömmu seinna var debetkortið notað í Háspennu og tekið út af því tvisvar sinnum 5.000 krónur eða samtals 10.000 krónur. Á myndskeiði úr öryggismyndavélum sáust ákærði og mágur ha ns O sem viðurkenndi að hafa stolið símunum og debetkortinu. Hann hafi látið ákærða hafa kortið til að taka út pening þar sem O hafi ekki kunnað það. Á myndskeiðinu sést að ákærði skoðaði kortið en hann sagði O hafa látið sig hafa kortið. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði ákærði að O hafi rétt ákærða kort og beðið hann að taka út pening þar sem O kynni það ekki. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað hver ætti kortið og tekið út af því 10.000 krónur og afhent O peninginn. Ákærði kvaðst ekki hafa tekið eftir því a ð þetta hafi verið íslenskt kort og ef hann hefði vitað að það hafi verið stolið hefði hann ekki snert það. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi: Ákærði lýsti atvikum þannig að mágur hans hafi komið með greiðslukort til ákærða og spurt hann hvort ákærði gæti tekið út pening á kortið. Ákærði kvaðst ekki vita af hverju mágur hans hafi ekki sjálfur tekið út pening en hann hafi nýlega verið kominn til Íslands. Ákærði kvaðst ekki hafa séð á kortinu að það væri í eigu kvenmanns og hann hafi ekki vitað að það v æri stolið. Ákærði kvaðst hafa tekið 10.000 kr. út af kortinu með snertilausri færslu og látið mág sinn hafa peninginn en hann hafi látið ákærða hafa aftur 8.000 kr. vegna þess að mágur hans hafi skuldað ákærða. Vitnið, H kærasta ákærða, kvaðst hafa ver ið með ákærða í umrætt sinn. Hann hafi fengið greiðslukort frá bróður vitnisins en hann tali ekki ensku og hafi ekki kunnað að nota kortið. Ákærði hafi tekið pening út af kortinu og látið bróður vitnisins hafa peninginn en 30 ákærði hafi fengið eitthvað af ho num til baka vegna þess að bróðir vitnisins hafi skuldað ákærða pening. Vitnið, O mágur ákærða, kvaðst hafa stolið greiðslukorti og farið með það í Háspennu þar sem hann hafi hitt systur sína og ákærða. Vitnið, sem hafi komið til Íslands í byrjun desember, kvaðst ekki tala ensku og því beðið ákærða að hjálpa sér. Hann hafi látið ákærða frá greiðslukortið og beðið hann að taka út pening af því sem ákærði hafi gert. Vitnið hafi fengið peninginn en þar sem vitnið hafi skuldað ákærða pening hafi vitnið látið hann hafa aftur 8.000 kr. Vitnið sagði að ákærði hafi ekki vitað að greiðslukortið væri stolið. Vitnið, lögreglumaður 0436, lýsti því að á öryggismyndavélum hafi sést að ákærði hafi fengið kort frá O og tekið pening út af því og látið O hafa peninginn. Vitnið sagði að það sjáist að ákærði hafi horft á greiðslukortið og hann hafi átt að sjá að O ætti það ekki. Niðurstaða: Ákærði hefur játað að hafa tekið út pening á greiðslukort í eigu annars einstaklings en haldið að það væri í eigu má gs ákærða sem hafi beðið ákærða að taka út pening af kortinu. Á öryggismyndavélum sést að ákærði horfði á greiðslukortið áður en hann notaði það og átti því að sjá að það væri ekki í eigu mágs hans. Þá getur það engu breytt þó ákærði hafi talið kortið í ei gu mágs síns og ákærði er ábyrgur fyrir því að hafa ekki athugað hver átti kortið áður en hann notaði það. Ákærði hefur því gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið þ.e. fjársvik og þannig brotið gegn 248. gr. almennra hegning arlaga nr. 19/1940 og unnið sér til refsingar samkvæmt því. VI Refsing og sakarkostnaður: Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann undir sektargreiðslu í júní 2020 fyrir brot gegn reglum um sóttkví og einangrun og sóttvarnarlögum. Í mars 2021 var h ann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár m.a. fyrir þjófnað, líkamsárás, akstur 31 undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fíkniefnalagabrot. Í maí 2021 gekkst ákærði undir sektargreiðslu fyrir akstur sviptur ökurétti. Brot ákærða samkvæmt I. og II. ákærulið í ákæru dags. 23. nóvember 2021 eru framin áður en hann hlaut skilorðsbundinn dóm í mars 2021 og því er um hegningarauka að ræða. Brot samkvæmt ákæruliðum III. - VIII. í tilvitnaðri ákæru, brot samkvæmt ákæru 18. nóvember 2021 og brot sam kvæmt ákæru dags. 27. janúar 2022 eru öll framin eftir að ákærði var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í mars 2021 og því um skilorðsrof að ræða. Ber því að taka skilorðsdóminn upp og gera ákærða refsingu í einu lagi samkvæmt þeim dómi og fyrir þau brot sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir. Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir brot gegn 215. gr., 1. mgr. 244. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og fyrir brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. og 8. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum almennra hegningarlaga og samkvæmt 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af 77., 78. gr. og 1., 2. og 3. tölulið 70. gr. almennra hegningarlag a nr. 19/1940. En við ákvörðun refsingar verður einnig tekið tillit til 9. töluliðar 1. mgr. 70. gr. hegningarlaganna en ákærði skýrði frá atvikum í meginatriðum hjá lögreglu sem m.a. varð til þess að málið upplýstist þó eflaust hafi hann reynt að fegra hl ut sinn að einhverju leyti. Þá verður við ákvörðun refsingar að líta til þess að ákærði hefur áður hlotið dóm fyrir auðgunarbrot, sbr. 255. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til alls þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Það skal tekið fram að sakarferill ákærða í öðrum löndum hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. Ákærði hefur nú m.a. verið sakfelldur fyrir alvarlegt brot gegn almennum hegningarlögum þ.e. manndráp af gáleysi og með hliðsjón af því se m og að ákærði hefur gerst sekur um skilorðsrof þykir ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Til frádráttar refsingu ákærða skal koma með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti sætt frá 4. til 9. apríl 2021 og frá 14. desember 202 1 til 10. janúar 2022. Ákærði verður einnig sviptur ökurétti, vegna brotsins sem tilgreint er í II. ákærulið í ákæru dags. 23. nóvember 2021, sbr. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Samkvæmt því verður hann sviptur ökurétti í 18 mánuði frá birting u dóms þessa að telja. 32 Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins 5.100.000 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum sem taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði annan sakarkostnað 2.610.235 krónur. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Dumitru Calin, sæti fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Til frádrátta r refsingunni skal koma með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 4. til 9. apríl 2021 og frá 14. desember 2021 til 10. janúar 2022. Ákærði er sviptur ökurétti í 18 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði, B og C , miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur til hvors þeirra um sig auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. apríl 2021 til 7. janúar 2022 en auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim d egi til greiðsludags. Ákærði greiði, B og C , útfararkostnað 1.109.756 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. janúar 2022 til greiðsludags. Ákærði greiði B 350.000 krónur í málskostnað og C 350.000 krónur í máls kostnað. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 5.100.000 krónur og annan sakarkostnað 2.610.235 krónur. Ingi Tryggvason