Héraðsdómur Reykjaness Dómur 12. nóvember 2020 Mál nr. S - 2121/2019 : Ákæruvaldið ( Sigríður Svava Sigurgeirsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Önnu Sigríð i Árnadótt u r ( Bernhard Bogason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 25. september, er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 14. nóvember 2019, á hendur Önnu Sigríði Árnadóttur, kt. 000000 - 0000 , , fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti: 1. Með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2016, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2015, með því að láta undir höfuð leggjast að gera grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu og með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum, tekjur að fjárhæð kr. 16.183.378 frá félaginu sem skattskyldar eru samkvæmt 9. tl. C - liðar 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, sbr. einnig 19. og 21. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, og leigutekjur frá [...] sem og greiðslur inn á kreditkort ákærðu samtals að fjárhæð kr. 6.828.021, sem skattskyldar eru samkvæmt 2. tl. C - liðar 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, en með framangreindu komst ákærða undan greiðslu tekjuska tts og útsvars að fjárhæð kr. 6.749.914 og fjármagnstekjuskatts að fjárhæð kr. [ 1 . 365 .6 0 4 ] , sem sundurliðast sem hér greinir: Tekjuárið 2010 Framtalinn tekjuskatts - og útsvarsstofn kr. 1.944.373 Vanframtaldar tekjur kr. 5.449.118 Tekjuskattur, skat tprósenta 24,10% kr. 109.806 (Af stofni 0 2.400.000 kr.) 2 Tekjuskattur, skattprósenta 27% kr. 1.348.243 (Af stofni 2.400.001 7.800.000 kr.) Útsvar kr. 678.960 Ónýttur persónuafsláttur kr. - Vangreiddur tekjuskattur og útsvar k r. 2.137.009 Tekjuárið 2011 Framtalinn tekjuskatts - og útsvarsstofn kr. 3.676.879 Vanframtaldar tekjur kr. 4.500.000 Tekjuskattur, skattprósenta 22,90% kr. - (Af stofni 0 2.512.800 kr.) Tekjuskattur, skattprósenta 25,80% kr. 1.158.348 (Af stofni 2.512.801 8.166.600 kr.) Tekjuskattur, skattprósenta 31,80% kr. 3.269 (Af stofni yfir 8.166.600 kr.) Útsvar kr. 614.700 Vanframtaldar fjármagnstekjur kr. 850.000 Fjármagnstekjuskattur 20% kr. 170.000 Ónýttur persó nuafsláttur kr. - Vangreiddur tekjuskattur og útsvar kr. 1.776.317 3 Vangreiddur fjármagnstekjuskattur kr. 170.000 Tekjuárið 2012 Vanframtaldar fjármagnstekjur kr. 765.000 Fjármagnstekjuskattur 20% kr. 153.000 Vangreiddur fjármagnstekjuskattur kr. 153.000 Tekjuárið 2014 Framtalinn tekjuskatts - og útsvarsstofn kr. 9.914.608 Vanframtaldar tekjur kr. 3.858.918 Tekjuskattur, skattprósenta 22,86% kr. - (Af stofni 0 3.480.000 kr.) Tekjuskattur, skattprósenta 2 5,30% kr. - (Af stofni 3.480.001 9.415.428 kr.) Tekjuskattur, skattprósenta 31,80% kr. 1.227.136 (Af stofni yfir 9.415.428 kr.) Útsvar kr. 528.672 Vanframtaldar fjármagnstekjur kr. 3.107.996 Fjármagnstekjuskattur 20% kr. 621.599 Ón ýttur persónuafsláttur kr. - Vangreiddur tekjuskattur og útsvar kr. 1.755.808 Vangreiddur fjármagnstekjuskattur kr. 621.599 4 Tekjuárið 2015 Framtalinn tekjuskatts - og útsvarsstofn kr. 11.787.557 Vanframtaldar tekjur kr. 2.375.342 Tekjuskattur, skattprósenta 22,86% kr. - (Af stofni 0 3.709.680 kr.) Tekjuskattur, skattprósenta 25,30% kr. - (Af stofni 3.709.681 10.036.848 kr.) Tekjuskattur, skattprósenta 31,80% kr. 755.359 (Af stofni yfir 10.036.848 kr.) Útsvar kr. 325.422 Vanframtaldar fjármagnstekjur kr. 2.105.025 Fjármagnstekjuskattur 20% kr. 421.005 Ónýttur persónuafsláttur kr. - Vangreiddur tekjuskattur og útsvar kr. 1.080.781 Vangreiddur fjármagnstekjuskattur kr. 421.005 Vanframtalda r tekjur alls kr. 16.183.378 Vanframtaldar fjármagnstekjur alls kr. 6.828.021 Vangreiddur tekjuskattur og útsvar alls kr. 6.749.914 Vangreiddur fjármagnstekjuskattur alls kr. [1 . 365 .6 0 4 ] 5 2. Með því að hafa nýtt ávinning af brotum skv. 1. tölulið ákæru, samtals að fjárhæð kr. [8 . 115 . 518] , í eigin þágu. Framangreind brot ákærðu skv. 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Framangreind brot ákærðu skv. 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist a ð ákærða verði [ dæmd ] til refsingar og til greiðslu alls Ákærða krefst sýknu af því ákæruatriði að hafa vantalið tekjur frá félaginu en vægustu refsingar vegna annarra ákæruliða og að refsing verði skilorðsbundin. Sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði . Til vara, að því er varðar greiðslur frá félaginu , krefst ákærða þess , að verð i litið svo á að sér hafi borið að greiða skatt af greiðslu num , verði litið á þær sem greiðslur arðs af hlutareign. Frávísunarkröfu ákærðu var hafnað með úrskurði. Málavextir Með bréfi til ákærðu, dags. 16. september 2016, tilkynnti skattrannsóknarstjóri að hann hefði hafið rannsókn á tekjum hennar og skattskilum vegna tekjuáranna 2010 til 2016. Var hún jafnframt beðin um að leggja fram upplýsingar o g gögn. Með bréf um 14. desember 2018 vísaði skattrannsóknarstjóri máli ákærðu til héraðssaksóknara til rannsóknar og til ríkisskattstjóra. Var henni sama dag tilkynnt þetta með bréfi . Í sama bréfi tilkynnti skattrannsóknarstjóri ákærðu hverjar hefðu verið meginniðurstöður rannsóknar sinnar . Hinn 18. október 2019 kvað ríkisskattstjóri upp úrskurð um endurákvörðun opinberra gjalda ákærðu gjaldárin 2011, 2012, 2013, 2015 og 2016 á grundvelli rannsóknar skattrannsóknarstjóra. Vegna gjaldársins 2011 var stofn ti l tekjuskatts og útvars hækkaður um 5.449.118 krónur auk 1.362.279 króna álags. Vegna gjaldársins 2012 var stofn til tekjuskatts og útvars hækkaður um 4.500.000 krónur auk álags að fjárhæð 1.250.000 króna. Stofn til fjármagnstekjuskatts var hækkaður um 850 .000 krónur auk álags að fjárhæð 212.500 krónur. Vegna gjaldársins 2013 var stofn til fjármagnstekjuskatts hækkaður um 765.000 krónur auk álags að fjárhæð 191.250 krónur. 6 Vegna gjaldársins 2015 var stofn til tekjuskatts og útvars hækkaður um 3.858.918 krón ur auk 776.999 króna álags. Stofn til fjármagnstekjuskatts var hækkaður um 3.107.996 krónur au k 776.999 króna álags. Vegna gjaldársins 2016 var stofn til tekjuskatts og útvars hækkaður um 2.375.342 krónu r auk 593.835 króna álags. Stofn til fjármagnstekjusk atts var hækkaður um 2.105.025 krónur auk 526.256 króna álags. Í málinu liggja skjöl, dags. 8. ágúst 2007, þar sem nafngreindir stjórnarmenn veita ákærðu umboð vegna félagsins meðal annars að finna sambær ileg umboð, dags. sama dag, til vitnanna A og B . Í málinu liggur skjal sem geymir umsókn um skráningu og útgáfu á kennitölu fyrir erlent fyrirtæki vegna bankaviðskipta á Íslandi, móttekið hjá fyrirtækjaskrá 23. nóvember 2006. Er það vegna , með nánar gr eint heimilisfang á Seychelles eyjum. Í framkvæmdastjórn þess eru skráðir fimm einstaklingar, þar á meðal ákærða, B og A . Í málinu liggur skjal er stafar frá ákæruvaldinu og er sagt geyma yfirlit um greiðslur frá og [...] inn á reikning ákærðu og greiðslur inn á kreditkort hennar sem skattrannsóknarstjóri telji skattskyldar tekjur. Samkvæmt yfirlitinu greiddi . 5.449.118 krónur árið 2010, átta milljónir króna árið 2011, 5.858.918 krónur árið 2014 og 10.237.271 krónu ári ð 2015. Alls nema þessar greiðslur 29.545.307 krónum. Þá segir í samantektinni að ákærða hafi greitt inn á reikning fyrrverandi eiginmanns síns 3.500.000 krónur árið 2011, tvær milljónir króna árið 2014 og 7.861.919 krónur árið 2015. Alls hafi hún þannig g reitt 13.361.929 krónur til hans. Segir í samantektinni að greiðslur til ákærðu hafi numið 5.449.118 krónum árið 2010, 4.500.000 krónum árið 2011, 3.858.918 árið 2014 og 2.374 - 5.342 krónum árið 2015. Samtals nemi greiðslur til ákærðu því 16.183.378 krónum. Í málinu liggur skýrsla skattrannsóknarstjóra um rannsókn embættisins á máli ákærðu. Þar er meðal annars fjallað um lög á Seychelles - eyjum um félög á borð við anies Act, 1994, er kveðið á um að stjórn félags geti ákvarðað greiðslu arðs telji hún fullvíst að félagið sé gjaldhæft eftir að arðgreiðslurnar hafi farið fram. Þar sem ársreikningar hafa ekki verið lagðir fram hafa ekki verið lögð fram gögn sem sýna að fjárhagsleg staða félagsi ns og rekstrarafkoma hafi verið með þeim hætti að skilyrðum The International Business Companies Act, 7 texti sem sagður er vera umrædd lagagrein. Í málinu liggur sk jal og ber með sér að vera dagbókaryfirlit úr bókhaldi . Eru þar meðal annars skráðar tvær innborganir, fyrri 26. maí 2006 og nemur 4.443,92 evrum Í málinu liggur tölvubréf A til ákærðu og verjanda hennar, skráð sent 26. 3. 2017. lut afé (10.000$), en hlutaféð er 50.000US$, og 192 . 000 Evru lán til félagsins Lánið hefur verið endur greitt að fullu eins og sést á meðfylgjandi excel skjali. Allar greiðslur til hluthafa og lánveitenda hafa farið í gegnum bankareikning Þá fylgir í gögnunum skjal sem greinir frá eftirfarandi færslum til ákærðu: Hinn 25. 6. 2010 hafi verið greiddar 5.449.118 krónur; hinn 12. 7. 2011 hafi verið greiddar átta milljónir króna; hinn 10. 2. 2014 hafi verið greiddar 5.858.918 krónur; hinn 17. 3. 2015 hafi verið greiddar 1.337.100 krónur; hinn 23. 3. 2015 hafi verið greiddar 3.300.171 kr óna; hinn 28. 9. 2015 hafi verið greiddar 5,6 milljónir króna og hinn 18. 8. 2016 hafi verið greiddar 1,8 milljónir króna. Ákærða gaf skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra 26. apríl 2017. Þar var hún meðal annars spurð um greiðslur frá inn á reikning henn ar, samkvæmt samantekt sem henni til Starfsmenn skattrannsóknarstjóra segja þá að óskað hafi verið eftir gögnum sem sýni með hvaða hætti fjármunir hafi verið lagðir inn í félagið. Ákærða segir Lagt hefur verið fram í málinu eintak stefnu sem B , einn hluthafa í , hefur höfðað á hendur ríkinu þar sem hann krefst þess að felldur verði úr gildi úrskurður yfirskattanefndar nr. 73/2020 , þar sem hafnað var kröfum hans, meðal annars þeim að greiðslur félagsins til B yrðu taldar endurgreiðsla á láni og, ef það yrði ekki tekið til greina , að greiðslurnar yrðu skattlagðar sem arður af hlutareign. Málið mun hafa verið þingfest 30. júní 2020. Í [...] 2007 birtist í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, viðtal við B og A . Kemur þar fram að þau standi ásamt þremur nafngreindum einstaklingum, þar á meðal gi yfir fimmtíu íbúðir í Slóvakíu auk 8 ellefu íbúða í Marokkó, land í Svíþjóð og íbúðalóðir í Lundúnum. A eigi heima í Lundúnum og hafi yfirumsjón með félaginu en B Ákærðu er ekki getið að í viðtalinu að öðru leyti en því að hún er talin upp sem einn fimm eigenda félagsins. Skýrslur fyrir dómi Ákærða kvaðst hafa starfað sem kennari á umræddum tíma. Borin var undir ákærðu samantekt ákæruvaldsins um greiðslur inn á reikning ákærðu og greiðsluk ort. Hún kvaðst kannast við greiðslurnar. Ákærða sagði sig og þáverandi eiginmann sinn hafa farið í Landsbankann árið 2005 Landsbankinn hefði ko og hefðu þetta verið fyrstu skref þeirra hjóna í fjárfestingum. verður til þetta félag, , sem [ákærða] hélt alltaf að væri skráð í Landsbankanum í Luxemburg , þangað ti l að [ákærða] fór þarna í yfirheyrslu hjá skattrannsóknarstjóra. Ákærða sagði að búin hefðu verið til þrjú félög, sem hefð u verið ætluð til að fara í fjárfestingar og hefðu þau félög verið skráð á Íslandi . vera framlag í þ etta félag og það er þess vegna, og það er eiginlega bara mistök eða vankunnátta, að við erum ekki að leggja þetta fram eða gefa þetta upp, þetta er náttúrulega gert af endurskoðanda alltaf þessi framtöl okkar. Og svo þegar þessar greiðslur eru að koma inn aftur þá erum við hjónin reyndar skilin en við tókum þetta þannig að þetta væri greiðsla á þessu láni sem við upprunalega settum inn. Og í kannski góðri trú héldum við að þetta væri allt saman í gegnum Landsbankann og væri ekkert Ákærða sagði að í upphafi hefðu þau hjón lagt fé til og alltaf hefði verið talað um væri tekin, og þau hefðu, að þv Ákærða var spurð hvort þau hefðu lagt fé fram sem hlutafé, sem lán eða hvort sem lán, en ég reynd ar man það ekki alveg til þess að segja það 100% rétt , annað hvort hann heldur að þetta hafi verið sett sem lán, en það getur verið að það hafi verið rangminni í okkur, að þetta hafi verið hlutafé. Allavega var alltaf talað um að þetta væri 9 þetta [. ..] og þetta var bara, held ég, sett inn sem lán , eða kannski sem hlutafé, ég er bara ekki alveg nógu viss um það , ég er ekki alveg viss hvað var nákvæmlega orðið sem var notað yfir þetta, en allavega var þetta fjárfesting fyrir okkur sem átti að verða mei ra en það var , en þetta eru búin til þarna þessi félög, sem ég hélt að væru þá [...] þau sem skila skattaskýrslum og öllu hérna heima á Íslandi, og þessi endurskoðandi sem sá um þetta fyrir okkur var sem sagt einhver skattasérfræðingur sem vissi hvernig vi ð áttum að gera Hvergi hefði verið gerð tilraun til að fela eitt eða neitt. reikninginn, og þá erum við sem sagt skilin, og ég skipti þessu þá bara á milli okkur og við ræddum það þá að þetta væri endurgreiðsla á láninu, en kannski höfum við Ákærða sagðist telja að ekki hefði verið gerður lánssamn ingur og að ekki hefði verið samið um vexti. það getur vel verið að þetta hafi verið sem hluta fé, ég bara man það ekki alveg, að hlýtur eiginlega að vera sko, ég sé það náttúrulega núna, þetta hlýtur að hafa verið hlutafé, en þegar þetta er að koma til okkar aftur þá erum við farin að tala um þetta sem lánið sem við lánuðum , en [...] það er mjö g líklegt og okkur hefur örugglega verið sagt það á sínum tíma að þetta væri hlutafé, þetta er allavega þeir peningar sem við notum til að stofna þetta félag og við lögðum, ef ég man rétt, öll jafn mikið inn og það er svo það sem við notum til þess að fara Ákærða sagðist telja þau hafa lagt fram 200.000 evrur. Spurð hvort þau hafi átt féð fyrir eða tekið lán sagðist hún ekki muna það en þó telja að vart gæti verið að þau hefðu tekið lán. Ákærða sagðist telja að ekki hafi verið gerð grein fyrir eignarhaldi hennar í á skattframtölum hennar . Spurð hvers vegna það hefði ekki verið gert sagði ákærða að hún teldi að það hlytu að hafa verið mistök. Ákærða sagði að Landsbankinn hefði komið þeim hjónum í samband við A og hefði hún tölvubréf A til ákærðu og verjanda hennar , skráð sent 21. 3. 2017, þar sem A segir framlag hve rs eiganda til félagsins hafa verið 200.000 evrur, þar af 8.000 evra hlutafé og 192.000 evra lán. Ákærða sagði að þetta gæti verið rétt. Kvaðst ákærða aðspurð taka 10 undir þetta hjá A . Ákærða bætti við að hugsanlega væri það vegna þessa tölvubréf s sem hún væ eitthvað að rugla þessu með Ákærða var spurð hver hefði fært bókhald Hún sagðist telja að kona að nafni C hefði fært bókhaldið. A hefði komið gögnum til hennar. Bornar voru undir ákærðu, skráningar í skjali er liggur fyrir í málinu og ber með sér að vera dagbókaryfirlit úr bókhaldi , 5. 2006 og 190.000 evrur 12. 6. 2006. Ákærða kvaðst telja þetta rétt. Ákærða sagði þau hjón hafa skilið árið 2010. Frá árinu 2012 hefði hún glímt við kra bbamein. Ákærða sagði að vegna mistaka hefðu leigugreiðslur frá [...] ekki verið skráðar á framtal hennar eftir skilnaðinn. Áður hefðu þau talið fram saman og þá hefðu greiðslurnar verið skráðar en eftir að skilnað hefðu greiðslurnar átt að fara á framtal annars hvors, en vegna mistaka hefðu þær farið á hvorugt. Einnig hefði það verið vegna mistaka að greiðslur inn á greiðslukort hefðu ekki verið skráðar. Á þessum tíma hefði Ákærða sa gði að greiðslunum sem hún hefði fengið frá hefði hún svo skipt jafnt eða lán þarna inn í Landsbankann á sínum tíma, þá vorum við náttúrulega hjón og áttum þetta [að jöfnu], [...] hann átti helminginn af þessu og átti að fá þá skuldina greidda til baka Þau hefðu skipt búi sínu nokkuð jafnt og í fullri sátt. Ákærða sagðist ekkert hafa komið að daglegum rekstri . Hún hefði ekki verið orðið úr þessu en ætlunin hefði verið. Ákærða sagðist halda að ekkert verið í þessu neitt n alveg viss hver staðan er Ákærða sagðist telja að hún hefði aldrei talið ei gn sína í fram á skattframtali. Ákærða sagðist ekki vita hver aðdragandi hefði verið að því að greiðslurnar hefðu komið frá Hún hefði þó örugglega verið í einhverju sambandi við A man ekki út af hverju, hvort það var eitthvað sem var a Eitthvað hefði verið útistandandi og B hefði reynt að innheimta eitthvað. Í upphafi hefði hefði verið talað um hvenær það yrði , svo ákærða myndi. 11 þetta er náttúrulega þarna, eins og stendur á blaðinu, þá er þetta væntanlega hugsað sem hlutafé og við erum að fara í þessa tölvubréf A þar sem talað er um 8.000 evra hlutafé og 192.000 evra lán, og svaraði Já, við höfum bara grei nilega verið á þessum tíma , og ég held að við þá haldið að við myndum þá hafa eitthvað meira út úr Ákærða sagðist ekki hafa þekkt hina hluthafa neitt áður. Vitnið A sagði aðdragandann að stofnun hafa verið þann að hún hefði áður átt heima í Luxemburg og verið í viðskiptum við Landsbankann í Luxemburg og rætt fjárfestingarmöguleika við starfsmenn bankans. Á þessum tíma hefðu margir fjárfes t í fasteignum í Austur - Evrópu og hefði vitnið haft áhuga á slíku . Vitnið hefði ekki viljað vera eitt í þessu og hefði bankinn því leitt aðra viðskiptavini sína að málinu. Vitnið hefði í framhaldinu hitt fólkið á fundi í Landsbankanum á Íslandi ásamt fulltrúum Landsbankans í Luxemburg. okkar sem vorum síðan í Ákveðið hefði verið að stofna dótturfélög utan um hvert verkefni og bjóða öðrum fjárfestum að kaupa hlut í þeim félögum. Þau félög hefðu verið skráð á Íslandi. Fyrsta félagið hefði fjárfest í fasteignum í Slóvakíu og hefðu um t uttugu eða þrjátíu manns keypt hlut í félaginu. Hugmyndin hefði verið að upphaflegi fimm manna hópurinn ætti fimmtung í félaginu vinna saman og vorum fimm, að þá fannst okkur ágætt að hafa svona einhverja regnhlíf yfir þessi undirfélög og þannig kom þetta Ákveðið hefði verið að leggja fram eina milljón króna í , 200.000 evrur frá hverjum hluthafanna fimm. tin var þá lán sem Vitnið sagði að ýmis verkefni með sem sagt peninga til baka inn í þetta félag sem var með bankareikning í Landsbankanum í Luxemburg 2008, og ætluðum sem sagt að borga þá það út til eigenda og lánveitenda en þá fór bankinn á hausinn og við lokuðumst inni með peninga þarna í Þarna hefðu þá verið milli fimmtíu og sextíu milljónir króna. Þau 12 hefðu svo eftir langa mæ ðu fengið að flytja peningana til Íslands og hefði vitnið átt fundi með gjaldeyriseftirliti á Íslandi vegna þess. Hefðu peningarnir verið lagðir inn í endurreistan Landsbanka Íslands á Íslandi. Greiðslur til hluthafanna hefðu komið af þeim reikningi. náðist samkomulag milli þessa skiptastjóra og Landsbanka Íslands um að innistæður yrðu greiddar út og í rauninni tók Landsbanki Íslands, eða skilanefndin Vitnið sagði að engin skjöl hefðu verið gerð varðandi lánveitingu hluthafa til félagsins. Ekki hefði verið gert ráð fyrir vaxtagreiðslum af láninu enda hefði sama fjárhæð komið frá öllum hluthöfum. Vitnið sagði að Vitnið sagðist telja að ákærða hefði fengið frá mjög svipaða upphæð og hún hefði lagt til fé lagsins. Vitnið sagðist vita til þess að hún hefði lagt fé til félagsins. Vitnið B sagðist komið í hópinn sem komið hefði að félaginu Vitnið sagðist ekki hafa komið að hugmyndavinnu í upphafi og ekki vita hversu langt undirbúningur hefði verið kominn þegar það hefði komið að. Vitnið sagðist því ekki geta kallað sig einn af stofnendunum. Vitnið sagðist hafa þekkt A örlítið áður en til þessa samstarfs hefði verið stofnað. Vitnið sagðist oft hafa velt fyrir sér hvers vegna það hefði farið í þennan hóp o g sagðist telja, án þess að vita, að Landsbankinn hefði búið hópinn til. Vitnið sagði að sig minnti að hver hefði í upphafi greitt 200.000 evrur í félagið. Vitnið hefði lagt framlag sitt í Landsbankann sem hefði flutt það áfram í Landsbankann í Luxemburg o málum. Vitnið hefði hvorki haft ávísanahefti, greiðslukort né annan aðgang að neinum - Vitnið sagðist aldrei hafa séð um bankareikninga . og ekki vita hvort félagið hefði átt bankareikning í Luxemburg. Vitnið sagðist ekki vita hvort aðrir hluthafar hefðu greitt sitt tillegg en telja víst að svo hafi verið, enda hefði það örugglega verið rætt ef misbrestur hefði orðið á. Vitnið sagðist ekki vita h vers vegna ekki hefðu verið útbúin skjöl vegna greiðslu hluthafanna til félagsins. 13 Vitnið var spurt hvort 200.000 evra greiðslan hefði öll verið hlutafé eða hluti af henni v Ég man ekki eftir [...] stofnun að eða hvernig það kom, evra hlutafé eða minna hlutafé og hefði þá veitt félaginu lán. Vitnið svaraði A á þessum tíma og hún stjórnaði þessu, Borið var undir vitnið t ölvubréf A þar sem segir að framlagi hluthafa hafi verið skipt í 8.000 evra hlutafé og 192.000 króna lán til félagsins. eftir þessu, ég get hvorki játað né neitað þessu, ég man ekki neitt eftir og kannast ekki reyndar við Vitnið sagðist hafa fengið framlag sitt til til baka og gera ráð fyrir að sama ætti við um aðra. Vitnið var spurt hvort það hefði litið á sig sem fjárfesti eða lánveitanda til Vitnið sagðist telja sig hafa lánað félaginu. Félagið hefði verið mjög lokað og ekki tekið lán frá öðrum en eigendum sínum. Vitnið sagðist aldrei hafa séð nein hlutabréf í félaginu. Vitnið sagðist gera ráð fyrir að eiga ne in skjöl um slíkt. Vitnið sagðist ekki gera ráð fyrir að fá meira fé úr og ekki vita um neinar eignir í eigu félagsins. Vitnið sagðist hafa litið svo á að A héldi utan um og stýrði félaginu. Vitnið sagðist telja að Landsban kinn í Luxemburg hefði þar átt stóran hlut að máli. Sjálft hefði vitnið verið í sambandi við A og hún við bankann í Luxemburg. Vitnið var spurt hver hefði geymt skjöl félagsins, skipulagt hluthafafundi og slíkt. Vitnið sagðist halda að Landsbankinn hafi át t stóran hlut að þessu, en sjálft hefði vitnið ekki komið að því. Niðurstaða Í málinu er ekki deilt um að ákærða hafi verið einn eigenda . Fær það stoð í gögnum og telst sannað í málinu. Þá er óumdeilt að hún hafi fengið frá félaginu þær greiðslur sem í ákæru segir og að á skattframtölum sínum gerði hún hvorki grein fyrir eign sinni í félaginu né umræddum greiðslum . Loks er óumdeilt í málinu að ákærða hafi fengið þær leigutekjur frá [...] og greiðslur inn á kreditkort sitt sem í ákæru segir, en ekki ta lið fram til skatts. Umdeilt er í málinu hvort greiðslurnar frá hafi verið skattskyldar. Ákærða byggir á því að þær hafi í raun verið endurgreiðsla láns sem hún hafi veitt 14 félaginu. Loks er umdeilt hvernig skattleggja skal greiðslurnar, verði þær ekki metnar endurgreiðsla láns. Ákærða byggir á því að í því tilfelli skuli þær skattlagðar sem fjármagnstekjur. Ákærðu bar að telja eign sína í fram á skattframtölum sínum. Það gerði hún ekki á skattframtölum sínum vegna tekjuáranna 2010 til og með 2015. Verður að virða henni það til stórkostlegs hirðuleysis og m eð þessu braut ákærða gegn 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Virða verður ákærðu til stórkostlegs hirðuleysis í skilningi 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 að gera ekki grein fyrir l eigutekjum frá [...] og greiðslum inn á kreditkort, samtals að fjárhæð 6.828.021 króna. V arðar háttsemin við 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Eins og áður segir er óumdeilt að ákærða hafi fengið frá þá fjármuni er í ákæru greinir. Raunar fékk hún hærri fjárhæð frá félaginu en greiddi hluta hennar til fyrrverandi eiginmanns síns og í ákæru er miðað við þá fjárhæð sem eftir stóð . Er sannað í málinu að ákærða hafi á umræddu tímabili fengi ð frá 16.183.378 krónur og hafi ekki talið þær fram á skattframtölum sínum. Ákærða byggir á því að þessar greiðslur hafi í raun verið endurgreiðsla láns sem þau þáverandi hjón hafi veitt félaginu en ekki skattskyldar greiðslur þess til þeirra . Við mat á þessu er óhjákvæmilegt að líta til þess að engin samtímagögn liggja fyrir í málinu sem styðja þetta. Ákærða tilgreindi aldrei á skattframtali að hún væri lánardrottinn þessa félags. Enginn lánasamningur liggur fyrir eða annað skjal frá þeim tíma er ákærð a kveðst hafa veitt lánið er gefur slíka lánveitingu til kynna. Þá eru engin samtímagögn í málinu sem sýna slíkar greiðslur af reikningi ákærð u inn á reikning félagsins. Fyrir dómi vissi ákærða ekki hvaðan féð, sem lagt hefði verið til félagsins hefði komi ð. Fyrir dómi var ákærða alls ekki viss hvort féð hefði í upphafi verið greitt félaginu sem hlutafé eða lán, en síðar hefðu þau hjón verið farin að tala um það sem lán. Ákærða kaus að stunda umtalsverðar fjárfestingar í gegnum eignarhald á erlendu félagi. Ákærða tilgreindi ekki eignarhald sitt félaginu í skattframtölum sínum. Hafi hún veitt félaginu umtalsvert lán, sem svo skyldi endurgreitt í fyllingu tímans, var að sjálfsögðu áríðandi að eiga um þá gerninga skjöl eða önnur sönnunargögn sem sýnt gætu fram á gerningana, ef ákærða hugðist byggja á því síðar að greiðslur til sín frá félaginu væru í raun endurgreiðslur slíks láns. Engu að síður hefur hún engin samtímagögn í höndum sem sýnt geti fram á slíkt, þar með talið engin gögn sem sýni hvaðan sú fjárhæð 15 er komin sem hún haf i lánað félaginu. Fram kom hjá ákærðu fyrir dómi að starfsmenn Landsbankans hefðu komið þeim hjónum í samband við aðra eigendur og hefðu þetta verið fyrstu skref þeirra hjóna í slíkum fjárfestingum. Ákærða hefði ekki þekkt þetta fól k áður. Einstaklingar sem við slíkar aðstæður lána félagi svo sem því sem hér á í hlut umtalsverðar fjárhæðir, jafnvel drjúgan hluta af sparifé sínu, hafa ríka ástæðu til að gæta vel að skjalagerð vegna ráðstafana sinna og tryggja sér gögn sem fært geti sönnur á lánveitingu sína og eftir atvikum þá skilmála sem um hana gilda. Engin slík gögn liggja fyrir í málinu. Í málinu liggur fyrir framburður A , sem einnig átti hlut í og mun hafa gegnt talsverðu hlutverki innan félagsins, og einnig tölvubréf sem hún sendi verjanda ákærð u snemma árs 2017. Í bréfinu og skýrslu sinni fyrir dómi segir A að hluthafar hafi greitt 8.000 evrur sem hlutafé og 192.000 evrur sem lán til félagsins. Þá liggur fyrir í málinu skjal, er ber með sér að sýna færslur í dagbókaryfirliti úr bókhaldi A frá ári nu 2006. Er stuðning að þessar fjárhæðir hafi verið greiddar í félagið vegna ákærðu. Skjali ð tekur hins vegar engin tvímæli af um af hvaða reikningi féð hefur komið og ekki heldur um hvort þar hafi verið um lán að ræða. Skýrsla A fyrir dómi og tölvubréf hennar, eru hins vegar skýringum ákærðu til stuðnings. Þá er þess að geta að við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra 26. apríl 2017 bar ákærða að greiðslurnar frá til sín hefðu verið endurgreiðsla láns. Við úrlausn málsins skiptir hins vegar verulegu máli að engin samtímagögn styðja það að ákærð a hafi í upphafi veitt lán sem svo hafi haf i verið endurgreitt með þeim greiðslum sem málið varðar. Hún tilgreinir aldrei á skattframtali að hún eigi kröfu á félagið, hún hefur engin gögn í höndum um að félagið skuldi sér fé og engin gögn sýna greiðslur af neinum reikningi hans til félagsins. Engin n lánasamningur liggur fyrir né nein önnur gögn frá upphafi félagsins sem greina frá lánveitingum ákærð u eða annarra hluthafa til þess. Þegar á allt framanritað er horft er ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu að ákærða hafi í upphafi veitt lán sem svo hafi verið endurgreitt með þeim greiðslum sem málið varðar. Skýrsla A og skjal sem ber með sér að vera dagbókaryfirlit úr bókhaldi félagsins fá þessu ekki breytt. Verður því að líta svo á að sannað sé í málinu að ákærða hafi vanrækt að telja fram skattskyldar tekjur að fjárhæð 16.183.378 krónur svo sem henni er gefið að sök í ákæru. Verður að virða henni það til stórkostlegs hirðuleysis og hefur hún með þessu brotið gegn 1. mgr. 16 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Ákærð a byggir á því, að því frágengnu að litið verði á greiðslur til sín sem endurgreiðslu láns, að fara beri með þau sem arð af hlutareign. Af skýrslu skattrannsóknarstjóra verður ráðið að samkvæmt þeim lögum sem gilt hafi á Seychelles - eyjum á umræddum tíma hafi atbeini félagsstjórnar verið nauðsynlegur til að skuldbinda félag með takmarkaðri ábyrgð til greiðslu arðs. Hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að rangt sé farið með um þetta atriði í skýrs lunni. Þykir óhætt að leggja til grundvallar að slíkan atbeina stjórnar félagsins hafi þurft til skuldbinda félagið til greiðslu arðs. Ekkert liggur fyrir um að stjórn félagsins hafi tekið slíka ákvörðun. Liggur ekkert fyrir í málinu um lögmæta ákvörðun um úthlutun arðs til hluthafa og við svo búið er ekki unnt að leggja til grundvallar að ákærð a hafi með umræddum greiðslum fengið úthlutaðan arð frá félaginu. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að ákærðu hafi borið að telja greiðslurnar fram sem tekjur sam kvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 90/2003 sbr. 9. tl c liðar sömu greinar sbr. einnig 19. og 21. gr. laga nr. 4/1995. Í öðrum ákærulið er ákærðu gefið að sök brot gegn 1. mgr. sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa nýtt ávinning af brotum samkvæmt fyrsta ákærulið í eigin þágu. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga segir meðal annars að hver sem n ýti sér ávinning af broti á lögunum, eða refsiverðu broti á öðrum lögum, skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Í ákvæðinu er í dæmaskyni meðal annars nefnt að maður umbreyti slíkum ávinningi, flytji hann, sendi, geymi eða aðstoði við afhendingu hans. Í 2. mgr. sömu greinar segir svo meðal annars að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot skv. 1. mgr. skuli sæta sömu refsingu og þar greinir. Er hér um að ræða afar rúmt ákvæði sem gerir meðal annars ekki kröfu um að verk sé unnið með leynd. Verð ur í raun að skilja ákvæðið svo að hver sá sem fremur brot af því tagi sem fjallað er um í fyrri ákærulið og hefur af því ávinning hafi jafnframt brotið gegn 1. sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, að minnsta kosti svo fremi sem hann meðhöndli ávi nninginn. Í málinu komst ákærða með refsiverðum hætti hjá skattgreiðslum er henni bar að inna af hendi og verður að telja hana hafa nýtt ávinninginn þannig að telja verður að hún hafi brotið gegn 1. sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, svo sem ákæ rðu er gefið að sök í síðari ákærulið. Með hliðsjón af öllu framanrituðu verður að telja ákærðu sanna að sök samkvæmt ákæru. Þegar horft er til þess að ákærða leyndi skattyfirvöld eignarhaldi sínu á því félagi 17 sem greiddi stóran hluta þeirra greiðslna sem málið snýst um og hún vanrækti að telja fram vegna tekjuáranna 2011 og til og með 2016 þær fjárhæðir sem í ákæru greinir, þykir með hliðsjón af dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 323/2013, verða að heimfæra brot ákærðu samkvæmt fyrri ákærulið einnig undi r 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga svo sem gert er í ákæru. Eins og áður segir var frávísunarkröfu ákærðu hafnað með úrskurði. Hefur ekkert komið fram í málinu sem gefur efni til frávísunar þess. Við ákvörðun refsingar verður, auk þeirra fjárhæða sem málið varðar, að horfa til þess að ákærða skilaði efnislega röngum skattframtölum. Á hinn bóginn hefur ákærðu, sem komin er á sjötugsaldur og glímir við vanheilsu, ekki verið gerð refsing áður. Verður refsing ákærðu ákveðin fangelsi í fimm mánuði og 2 2 . 730 .000 króna sekt í ríkissjóð. Rétt þykir að fullnustu fangelsisrefsingarinnar verði frestað og niður falli hún að liðnum tveimur árum haldi ákærð a almennt skilorð. Greiði ákærð a ekki fjársektina innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins sæti hún fangel si í 3 0 0 daga. Ákærð u verður gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bernhards Bogasonar lögmanns, 913.700 krónur með virðisaukaskatti en ekki mun annar sakarkostnaður hafa fallið til. Gætt var 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákæruvaldsins fór Sigríður Svava Sigurgeirsdóttir saksóknar fulltrúi með málið. Þorsteinn Davíðsson kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Ákærða, Anna Sigríður Árnadóttir, sæti fangelsi í fimm mánuði og greiði 22.730.000 króna sekt í ríkissjóð. Fullnustu fangelsisrefsingarinnar skal frestað og niður skal hún falla að liðnum tveimur árum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. lag a nr. 19/1940. Greiði ákærða ekki fjársektina innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins sæti hún fangelsi í 300 daga. Ákærða greiði 913.700 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bernhards Bogasonar lögmanns. Þorsteinn Davíðsson 18 Rétt endurrit stað festir Héraðsdómur Reykjaness, 12.11.2020