Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 27. febrúar 2023 Mál nr. S - 390/2022 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Sindri Már Óskarsson ( Andrés Már Magnússon lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 7. október 2022, á hendur Sindra Má Óskarssyni, kt. , , , fyrir líkamsárás, með því að hafa laugardaginn 6. ágúst 2022, ráðist gegn Y , kt. , sem er fatlaður og bundin við hjólastól á heimili brotaþola að , og í tvígang ýtt í bringu brotaþola, slegið hann með flötum lófa í höfuð og tekið með báðum hö ndum um háls hans og lyft honum upp úr hjólastólnum með hálstakinu, með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut missti andann í smá stund og hlaut áverka á hálsi. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. 2 Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandi hans hæfilegrar þóknunar sér til handa . 3 Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játn ingu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarf ærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. 4 Ákærði er fæddur . Frá árinu 2012 hefur ákærði átta sinnum sætt viðurlögum vegna afbrota. Af sakaferli ákærða hefur hér þýðingu að 8. mars 2017 hlaut ákærði dóm fyrir líkamsárás sem heimfærð var und ir 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og brot gegn lögum um ávana og fíkniefni. Var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til 2 ára. Ákærði var dæmdur til sektargreiðslu 9. apríl 2019 fyrir vörslur fíkniefna, en þrátt fyrir ski lorðsrof var dómurinn frá 2017 látinn halda sér og ákærða ekki gerð sérstök refsing. Hefur dómurinn því ekki ítrekunaráhrif í máli þessu. Engu að síður verður litið til þess við ákvörðun refsingar að ákærði hefur samkvæmt framangreindu áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Ákærði hefur verið greindur með [ ... ] og hefur glímt 2 við [ ...] . Ákærði [...] b ýr hann í búsetuúrræði [ og sætir þar eftirliti . Þykir rétt að líta til aðstæðna ákærða við ákvörðun refsingar , sem telst hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði . Fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 Að kröfu ákæruvaldsins og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærða gert að greiða sakarkostnað málsin s , þ.m.t. málsvarnarlaun Andrésar Más Magnússonar, lögmanns, sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði , Sindri Már Óskarsson, sæti fangelsi í 4 mánuði. Fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Andrésar Más Magnússonar, 120.528 krónur.