Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 11. apríl 2023 Mál nr. S - 5515/2022 : Héraðssaksóknari (Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 13. mars sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af h éraðssaksóknara 24. nóvember 2022, á hendur X , kennitala , , Reykjavík, fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnu dagsins 22. febrúar 2015, á , , , farið í heimildarleysi inn á þar sem A , kennitala , lá sofandi, og með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kyn ferðis mök en samræði við A , en ákærði afklæddi sig og fór upp í rúm til A , lagðist ofan á hana og hélt henni fastr i, kyssti hana á munninn og um allan líkamann, þuklaði líkama hennar, meðal annars kynfæri og brjóst, setti fingur endurtekið inn í leggöng hennar og reyndi að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar, en A sagði ákærða að hún vildi þetta ekki og bar ðist á móti honum meðal annars með því að reyna að ýta honum af sér og klemma saman lærin, en A náði svo að komast undan ákærða og flýja út úr herberginu. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærð i verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar - kostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kennitala , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða miskabætur að fjárhæð 5.000.000 kr. og áfallinn lög mannskostnað að fjárhæð 415.000 kr. auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, þar til mánuður er liðinn frá því ákærða var kynnt bótakrafan, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. sömu laga. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað úr hendi ákærða að mati dóms ins eða samkvæmt síðar 2 Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður, en til vara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa sem öll verði skilorðsbundin. Jafnframt krefst hann frávísunar bótakröfu en til vara verulegrar lækkunar hennar. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði . Málsatvik Þann 8. maí 2019 mætti brotaþoli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lagði fram kæru á hendur ákærða vegna meints kynferðisbrots. Brotaþoli kvað st hafa starfað hjá B , en ákærði hefði verið . Þann 2 1 . febrúar 2015 hefðu þau farið ásamt fimm öðrum samstarfsfélögum í stefnumótunarferð á . Um daginn hefðu þau farið en um kvöldið hefði verið borðað á og síðan gist yfir nótt. Hún hefði farið inn á hótelherbergið sitt um tíu um kvöldið, en hún hefði ekki neytt áfengis og verið þreytt eftir daginn . Um hálfsexleytið um morguninn hefði ákærði ruðst inn á hótelherbergið hennar , en hún vissi ekki hvernig hann hefði komist inn. Hann hefði berháttað sig og stokkið upp í rúm til hennar þar sem hún hefði legið nakin undir sænginni . Hann hefði reynt að kyssa hana og ná sínu fram og haldið framhandleggjum hennar föstum . Hann hefði verið með hendurnar út i um allt og reynt að þröngva sér inn. Hann hefði snert hana á kynfærunum og brjóstum og kyss t hana á munninn og um allan líkamann. Þegar brotaþoli var s purð hversu langt ákærði hefði komist sagði hún hann hafa reynt að koma kynfærum sínum inn í hennar en henni hefði tekist að koma í veg fyrir það með því að klemma saman fótleggina og ýta honum frá. Honum hefði hins vegar tekist í nokkur skipti að setja ei nn eða tvo fingur inn í leggöng hennar. Hún hefði barist á móti en hann ? Þá hefði hann talað um að þetta væri bara þeirra á milli og enginn þyrfti að vita neitt . Hún hefði svarað því að þetta kæmi ekki til greina, hún vildi þetta ekki. Hún ætti mann og hefði engan áhuga á ákærða, enda væri hann giftur. Hún hefði barist við hann í þó nokkurn tíma til þess að losna undan honum. Að lokum hefði hún komist undan þegar han n hefði gefist upp og sofnað og hún hefði leitað til samstarfskonu sinnar. Klukkan hefði þá örugglega verið að ganga sjö. Hún hefði sent samstarfskonunni skilaboð og spurt hvort hún væri vöknuð því hún vissi að hún vaknaði yfirleitt mjög snemma. Hún he fði svo flúið aðstæður og farið í herbergið til h e nnar. Skömmu síðar hefði önnur samstarfskona þeirra komið . Þær hefðu verið í hálfgerðu áfalli og hún hefði verið lömuð af hræðslu. Þær þrjár hefðu síðan farið saman í morgunmat en þar hefði hafist hálfgerður feluleikur til þess að aðrir samstarfsmenn þeirra áttuðu sig ekki á hvað hefði gengið á. Flýta hefði þurft ferðinni í bæinn þar sem spáð hefð i verið óveðri og loka hefði átt heiðinni. Hún hefði manað sig upp í að fara inn á herbergi og drösla ákærða ú r rúminu sínu og hent honum út úr herberginu til þess að geta tekið dótið sitt saman. Bílferðin 3 heim hefði verið ótrúlega erfið. Hún hefði svo mætt í vinnu á mánudagsmorgni. hennar hefði skynjað að eitt hvað hefði gengið á og gengið á samstarfskonu hennar sem hefði sagt honum hvað hefði gerst. Á þriðjudegi eða miðvikudegi hefði hún síðan fengið símtal frá ákærða þar sem hann hef ði beðið hana afsökunar á gjörðum sínum. Hún hefði unnið í opnu rými og ekkert getað sagt nema u heyra þetta. Hún hefði upplifað mikla hræðslu vegna þess að hefði leitað á hana og reynt að nauðga henni. Hún hefði líka upplifað mikla skömm og íhugað hvað hún hefði gert til að fá hann til að koma inn á her bergið hennar. Þá hefði hún óttast um starf sitt og að aðrir myndu halda a ð hún væri að reyna að komast áfram innan fyrir tækisins með því að vera með honum. Í framhaldinu hefði hún sökkt sér í vinnu og ákveðið að tala ekki um þetta. Þegar metoo - byltingin hefði staðið sem hæst, í lok árs 2017 eða upphafi 2018 , hefði ákærði komið inn á skrifstofu na hennar og lokað dyrunum. Hann hefði sagt að han n þyrfti að tala við hana. Hún hefði búist við því að það væri eitthvað vinnutengt en þá hefði hann sagt að honum liði svo illa út af metoo - umræðunni og fundist hann þurfa að biðja hana aftur afsökunar á hátterni sínu. Honum hefði fundist sem hann hefði ekki be ð ið hana almennilega afsökunar. Hann hefði hins vegar ekki spurt hana hvernig hún hefði það eða hvaða áhrif þetta hefði haft á hana. Hann hefði bara þurft að koma þessu frá sér. Þegar hann hefði farið hefði hún hrunið niður og talað við sinn og sagt honum frá þessu. hennar hefði spurt hvort hún vildi f á fund með ákærða svo hún gæti sagt honum hvernig henni liði, en hún hefði ekki verið tilbúin til þess. Í kjölfarið hefði henni liðið mj ö g illa . Þegar komið hefði verið fram í apríl 2018 hefði hún alveg hrunið niður. Hún hefði verið komin með næringarskort og misst mátt í höndum og fótum. Hún hefði hugsað sér að segja upp störfum , en harkað af sér og vonast til að hlutirnir yrðu betri eftir frí í maí. Það hefði þó ekki gerst heldur hefði vanlíða nin aukist og hún hefði verið farin að gráta í vinnunni og á leiðinni til og frá vinnu. Hún hefði svo ákveðið að segja upp í lok 2018. Hún hefði rætt við í sem hef ð i hvatt hana til að segja frá atvikinu. Hún hefði gert það um miðjan og hefði sagt henni að fyrirtækið væri tilbúið til að gera allt fyrir hana. Henni hefðu verið boðnir fimm sálfræðitímar sem hún hefði þegið. Það hefði hjálpað mikið en vanlíðanin hefði enn verið til staðar og erfitt að vera í vinnunni. Í ágúst hefði hún ekki getað meira og fyrir hana. Hún ætti enn erfitt með líðan sína og færi annað slagið í viðtöl vegna þess . Brotaþoli gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 24. ágúst 2022 þar sem hún var spurð nánar út í sáttafund sem hefði átt sér stað vegna starfsloka hennar hjá B . Hún taldi að fundurinn hefði átt sér stað í upphafi árs 2019 en þar hefðu lögmaður B og hennar lögmaður farið yfir málið og reynt að ná saman um greiðslu til h ennar. Boðin hefðu verið þriggja mánaða laun að launum hennar á nýjum vinnustað frádregnum. Hún hefði tekið því sem svo að bæturnar væru boðnar af hálfu ákærða. Hún hefði ekki verið sátt við boðið 4 og á endanum ákveðið að fara til lögreglunnar og kæra. Í g reinargerð C , félagsráðgjafa , dags. 10. júlí 2019, kemur fram að brotaþoli hafi verið í reglulegum viðtölum hjá henni frá því í 2018. Hún hafi þá verið í vegna vanlíð a nar, sem hún hafi sagt vera að rekja til kynferðisleg rar áreit n i og tilraunar til nauðgunar í febrúar 2015. Hún hafi greint frá því að hafa verið mjög ánægð á vinnustað sínum, en því hefði öllu verið kippt frá henni. Brotaþoli hefði sagt upp störfum vegna framangreinds atburðar sem hefði haft gríðarleg áhrif á heilsu hennar og líðan . Vinnustaðurinn hefði viljað koma til móts við hana og m.a. greitt fyrir fimm viðtöl hjá sálfræðingi. Brotaþoli hefði hins vegar ekki treyst sér til að halda áfram störfum. fyrirtækisins hefð i einu sinni komið með henni í viðtal þar sem komið hefði fram að ákærði neitaði því ekki að hafa brotist inn hjá brotaþola og reynt að nauðga henni. Hann væri tilbúinn til að axla ábyrgð í máli nu . hefði sagt að ákærði hefði greint sínum frá þessu og þau myndu segja stjórninni frá ef brotaþoli teldi þörf á því. Brotaþoli hefði átt mjög erfitt með að mæta til vinnu og grátið mikið . Félagsráðgjafinn hefði fengið tíma fyrir hana hjá geðlækni, en hún hefði verið með skýr merki áfallastreituröskunar. Í sjúkraskrá brotaþola kemur fram að hú n hafi mætt til D geðlæknis 17. ágúst 2018, en henni hafi verið vísað þangað af C félags ráðgjafa til úrvinnslu og stuðning s eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri kynferðislegri áreitni af hendi . Hún hafi komið til mats með tilliti til lyfjameðferðar. Fram kemur að unnið hafi verið úr málinu að hluta á vinnustaðnum og málið væri þar í ferli. Þá hafi brotaþoli leitað til stéttarfélags síns . Hún hefði ákveðið að segja upp störfum hvernig sem málið færi. Brotaþoli hafi lýst og áfalla vanlíðan. Engin me rki væru um alvarlega áfallastreitu en hún væri þó með áfalla - vanlíðan. Ekki væru merki um hættulegt . Fyrst og fremst væri um að ræða vanlíðan tengdri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Læknirinn t a ldi ekki þörf á sérhæfðri lyfjameðferð en brotaþola ha fi verið boði nn stuðning ur við . Brotaþoli hafi mætt aftur 25. september sama ár. Hún hafi þá verið komin í nýtt starf og gengi ð ágætlega. Geðslag og geðbrigði hafi verið eðlileg og meiri styrkur í henni. Brotaþoli hafi verið að klára að vinna úr málinu og að hugleiða að kæra atvikið til lögreglu . Mat læknirinn líðan brotaþola það góða að hún þyrfti ekki frekari meðferðar við hjá honum. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði kvaðst umrætt sinn hafa verið í vinnuferð með B . Um daginn hefð i starfsfólkið farið á þar sem hann hefði verið með brotaþola. Um kvöldið hefði verið sameiginleg máltíð með hópnum og nokkuð hefði verið drukkið. Hann hefði setið lengi fram eftir ásamt einum samstarfsmanni, en þeir hefðu farið inn á herbergi á sama tíma um klukkan fimm að morgni . Hann hefði verið drukkinn en þó ekki ofurölvi og myndi atvik vel . Á leiðinni í herbergið hefði hann fengið þá undarlegu flugu í höfuðið að fara inn í herbergi til brotaþola. Hann hefði ímyndað sér að hún hefði gefið honum undir 5 fótinn yfir daginn en áttaði sig á því að þetta hefði verið rangt og dómgreindarbrestur af hans hálfu. Herbergið hennar hefði verið ólæst. Brotaþoli hefði komið á móti honum í bol og nærbuxum og strax gert honum grein fyrir þv í að þetta væri ekki í boði . Hann hefði engu að síðar suðað í henni um kynlíf og beðið um að fá að koma til hennar og kyssa hana . Hann hefði sest á stól í herberginu en brotaþoli á rúmið og hann hefði haldið áfram að suða. Engar snertingar hefðu verið á milli þeirra. Hann hefði síðan farið úr jakkanum , skónum og buxunum og farið upp í annað rúmið sem hefði verið í herberginu og sofnað. Brotaþoli hefði þá verið farin úr rúminu. Morguninn eftir hefði brotaþoli vakið hann og hann farið úr herberginu. Hann h efði skammast sín mikið fyrir atvikið. Hann hefði verið fyrirtækisins og verið giftur. Þá hefði hann haft áhyggjur af brotaþola. Hann hefði því beðið hana afsökunar á þessu og hún hefði samþykkt afsökunarbeiðni hans. Þau hefðu unnið áfram saman í fjögur ár eftir þetta og ekkert hefði skyggt á samskipti þeirra . Brotaþoli hefði til að mynda komið einu sinni í mánuði í tvo til fjóra daga á starfsstöð hans til að geta unnið í næði. Þremur árum síðar hefði metoo - bylgjan gengið yfir. Hann hefði þá ákve ðið að fara á skrifstofuna til hennar og beðið hana um að tala við sig í einrúmi. Þar hefði hann aftur beðið hana afsökunar og hún hefði sagt að þetta væri ekkert stórmál. Hann hefði talið að þar með væri málinu lokið. Brotaþoli hefði þó sagt upp störfum s íðar sama ár og í framhaldi hefði hann heyrt að hún væri farin að greina frá atvikinu. hefði unnið að málinu með brotaþola og hann hefði heyrt að hún væri ósátt við starfslok sín. Hann hefði tekið ábyrgð á atvikinu, málið hefði verið tekið upp í stjórn félagsins og hann ávíttur. Ávíturnar hefðu verið fyrir það sem brotaþoli hefði greint frá í bréfi að hefði gerst og það sem hann hefði gengist við. Fyrirtækið hefði sett sér reglur um svona hátt semi. Brotaþoli hefði viljað fá skaðabætur og reynt hefði ve rið að semja um starfslok við hana. Hann hefði ekki boðið henni bætur persónulega heldur hefði félagið boðið henn i starfslokagreiðslu. Hún hefði ekki samþykkt starfslokasamninginn og nokkrum mánuð - um seinna hefði hann verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreg lu. Honum hefði þá verið mjög brugðið því atvikið hefði þá skyndilega verið orðið að nauðgun. Hann kunni ekki skýringar á því hvers vegna lýsingar brotaþola væru með þessum hætti . Þ ó hefði eitt atvik komið upp milli fjölskyldna þeirra sem hann t e ldi samt ó líklegt að tengdist þessu. Brotaþoli , A , kvaðst hafa farið ásamt samstarfs félögum í vinnuferð til að ræða stefnumótun laugardag inn 21. feb rúar 2015 . Yfir daginn hefði verið farið og síðan hefði verið boðið upp á kvöldverð á . Þar hefði áfengi verið haft um hönd en hún hefði þó ekki neytt þess og farið snemma að sofa , á sama tíma og samstarfskona hennar. Síðast þegar hún hefði séð ákærða hefði hann verið orðinn nokkuð drukkinn. Áður en hún hefði sofnað hefði hún hringt í kærast ann sinn. Hún hef ði síðan vaknað upp um hálfsexleytið um nóttina við að ákærði hefði komið inn í herbergið hennar. Hún vissi ekk i hvernig hann hefði komist inn en hún hefði talið dyrnar læstar . Ákærði hefði farið 6 úr öllum fötunum , stokkið upp í rúm til hennar og viljað ná sínu fram . Á herberginu hefðu verið tvö rúm sem hefðu legið saman. Hún hefði legið nakin undir sænginni og ákærði hefði farið þar undir. Hún hefði barist á móti eftir mætti. Ákærði hefði ítrekað , kysst hana á munn og brjóst og náð að setja fingur upp í leggöng hennar nokkrum sinnum . Hún hefði hins vegar náð að koma í veg fyrir að hann sett i getnaðarlim sinn í leggöngin , þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans. Hann hefði haldið hönd um hennar, aðallega þeirri hægri, fyrir ofan höfuð með annarri hendinni en hann hefði haft talsverð a líkamlega yfirburði yfir hana . Þetta hefði staðið yfir í nokkurn tíma , eða 30 60 mí nútur, þar til ákærði hefði hálfpartinn gefist upp. Hún hefði þá farið fram úr rúminu í algjöru áfalli en ákærði sofið í rúminu . Hún hefði sest á stól og beðið þar í nokk u r n tíma þar til hún hefði sent samstarfskonu sinn i skilaboð og beðið hana um að fá að koma til hennar . Önnur samstarfskona hefði svo komið þangað og þ ær hefðu farið þrjár saman í morgunmat . Þ á hefði tekið við atburðarás þar sem reynt hefði verið að gæta þess að enginn yrði neins var , þar sem hún hefði upplifað mikla skömm vegna atviksins. Hún hefði óttast hvað aðrir kynnu að halda um hana og haft áhyggjur af starfinu sínu. Starfsfólkið hefð i síðan þurft að drífa sig í bæinn vegna veðurs. Ákærði hefði verið dauðadrukkinn inni á herberginu hennar og hún hefði farið þangað til að vekja hann og sækja dótið sitt. Hún mundi ekki til þess að það hefði verið rætt að samstarfskonur hennar færu með henni. Ákærði hefði látið eins og ekkert hefði í skorist. Ferðin í bæinn hefði ekki verið auðveld. Brotaþoli kvaðst hafa sagt samstarfskonum sínum , E og F , frá atvik inu, ásamt kærastanum sínum og vini sínum og samstarfsfélaga, G . Hún sagðist hafa greint E frá því að ákærði hefði reynt að nauðga henni , en mundi þó ekki hvort hún hefði notað það orðalag eða sagt að hann hefði reynt að ná sínu fram . Hún hefði sagt það sama við F þegar hún hefði komið til þeirra. Hún hefði hins vegar ekki sagt yfirmönnum sínum frá þ essu, en taldi að E hefði sagt hennar næsta yfirmanni og hann hefði staðið á bak við afsökunarbeiðni ákærða. Brotaþoli kvaðst hafa hringt í kær asta nn sinn um morguninn, líklega eftir morgunmat inn . Þau hefðu á þeim tíma verið búin að hittast í um tvo mánuði. Hún hefði sagt það sama við hann og samstarfskonur sínar, að ákærði hefði reynt að ná vilja sínum fram. Kærastinn hennar hefði verið á leiðinni t il útlanda og komið heim nokkrum dögum síðar , en þau hefðu ekki búið saman á þeim tíma. Þá hefði hún sagt G , vini sínum , nákvæmlega það sama. Brotaþoli kvaðst hafa haft marbletti eftir atvikið en hún hefði ekki sýnt neinum þá og ekki tekið myndir af þeim. Þegar hún hefði komið til vinnu á mánudagsmorgni hefði hennar verið búinn að heyra af atvikinu. Á þriðjudeginum hefði ákærði hringt í hana og beðið hana afsökunar. Hún hefði verið í opnu vinnurými og átt erfitt með að tala og lítið annað getað gert en að fallast á afsökunarbeiðnina. Hún hefði síðan reynt að l oka á þetta. Hún hefði verið hrædd um að þetta spyrðist út og hefði spurt sig hvað hún hefði gert rangt. Það 7 hefði verið erfitt að eiga samskipti við ákærða eftir þetta en þau hefðu sem betur fer að mestu verið með tölvupósti. Hún hefði reglulega farið á s tarfs s töðina þar sem ákærði hefði unnið. Það hefði verið erfitt en hún hefði látið sig hafa það. Þá hefði hún þurft að eiga samskipti við ákærða sem starfsmannafélagsins. Þegar metoo - umræðan hefði komið upp hefði verið búið að flytja starf s stöð hennar . Ákærði hefði komið til hennar þar og viljað biðjast afsökunar á ný þar sem honum hefði ekki fundist að hann hefði beðið hana afsökunar nægjanlega vel áður. Hann hefði hins vegar ekki virst hafa áhyggjur af líðan hennar . Þetta hefði komið henni á óvart og henni hefði fundist hún ekki geta annað en sagt að þetta væri í lagi. H ins vegar hefði þetta rifið plásturinn af sárinu fyrir hana. Henni hefði farið að líða illa í vinnunni og á leið til og frá vinnu. Hún hefði reynt að harka af sér en á endanum ekki get að hugsað sér að vinna þarna áfram. Hún hefði reynt að jafna sig í fríi í 2018 en það hefði ekki dugað til og hún sagt starfi sínu lausu undir lok þess mánaðar. Hún hefði sagt hjá fyrirtækinu frá sem hefði hvatt hana til að segja frá atvikinu og í framhaldin u hefði fyrirtækið boðið henni að greiða fyrir hana fimm sálfræðitíma. Hún hefði haldið áfram viðtölum hjá sálfræðingi og jafnframt leitað til geðlæknis. Þá hefði hún einnig leitað til stéttarfélags síns. Henni hefðu verið boðin þriggja mánaða la un vegna starfsloka en hún ekki þegið það. Þá hefði hún hafnað boði frá verjanda ákærða um bætur og ákveð ið að kæra. Eftir starfslok hennar í lok ágúst 2018 hefði hún haldið áfram, fram til ára móta, að vinna fyrir í aukavinnu þar sem ákærði hefði verið í hópi . Hún hefði þó ekki þurft að eiga samskipti við ákærða vegna þess. Brotaþoli greindi frá viðtölum hjá sálfræðingi . Þangað hefði komið með henni í síðasta tímann sem fyrirtækið hefði boðið upp á. hef ði þar greint frá því að ákærði ætlaði að axla ábyrgð vegna atviksins og hann hefði sagt sínum og fyrirtækisins frá. Hún hefði tekið því svo að ákærði hefði ge ng ist við því að hafa reynt að nauðga henni. Þá hefði þar verið rætt um að draga uppsögn hennar til baka. Eftir þennan fund hefði hún sagt ákærða frá því að hún hefði sagt upp störfum vegna kynferðislegrar áreitni. Samningaviðræður um bætur hefðu átt sér stað að hennar frumkvæði, en hún hefði þó ekki viljað fallast á það sem var boðið og á endanum ákveðið að kæra , en hún hefði ekki treyst sér til þess fyrr. Henni líði þokkalega í dag en glími enn við afleiðingar af þessu og sæki ennþá ráðgjöf. Hún hefði ekki verið sátt við viðbrögð vinnustaðarins og talið að farið hefði verið í vörn og gætt hagsmuna fyrirtækisins í staðinn fyrir að hlúa að henni. Hún hefði viljað tryggja að næsti starfsmaður fyrirtækisins sem lenti í slíkum atvikum yrði gripinn betur. Spurð hvenær brotaþoli hefði fyrst greint frá því að ákærði hefði reynt að nauðga henni o g sett fingur í leggöng hennar kvaðst hún ekki hafa greint frá því fyrr en hún hefði leitað til lögreglu í maí 2019 , en henni hefði fundist ótrúlega erfitt að tala um þessa hluti. Því hefði hún talað um kynferðislega áreitni og að ákærði hefði reynt að ná fram vilja 8 sínum. Hún hefði í raun ekki vitað að það væri nauðgun að setja fingur í l e ggöng. Hún hefði notið aðstoðar lögmanna en ekki greint þeim frá atvikum með þessum hætti. Hún hefði sagt félagsráðgjafanum frá því að ákærði hefði reynt að nauðga henni en ekki sagt henni strax frá atvikinu í smáatriðum. Vitnið E kvaðst hafa vaknað upp við smáskilaboð á sunnu dags morgni milli hálfsjö og sjö í vinnuferðinni . Brotaþoli hefði spurt hana hvort hún væri vöknuð og hvort hún mætti koma til hennar. Hún hefði strax séð á brotaþola að henni væri brugðið þegar hún hefði komið. Vitnið hefði óttast að eitthvað hefði komið fyrir heima hjá henni en brotaþoli þá sagt henni að ákærði hefði komið inn til hennar um nóttina. Hún hefði spurt brotaþola hvernig hann hefði komist inn, en hún ekki vitað það. Brotaþoli hefði sagt ákærða hafa háttað sjálfan sig , farið upp í rúm . Vitnið hefði skilið orðalag brotaþol a sem svo að um væri að ræða strokur og kossa. Brotaþoli hefði beðið ákærða um að hætta en hann ekki gert það. Þetta hefði endað með því að brotaþoli hefði klætt sig og komist ú t . Brotaþoli hefði hins vegar beðið með að hafa samband við hana því hú n hefði ekki viljað vekja hana. Brotaþoli hefði ekki talað um neina áverka og vitnið hefði ekki séð neitt slíkt. Brotaþoli hefði virst stressuð og átt erfitt með að segja frá atvikinu. S amstarfskon a þeirra hefði komið til þeirra og þær sagt henni frá en sv o farið þrjár saman í morgunmat. Brotaþoli hefði ekki viljað að fleiri en þær vissu hvað hefði gerst og þær hefðu því ekki greint fleirum frá atvikinu. Veðrið hefði verið slæmt og bílstjórinn hefði viljað koma þeim sem fyrst í bæinn. Þá hefði verið farið a ð vekja þá sem enn sváfu. Sá sem hefði farið að vekja ákærða hefði komið og sagt að enginn svaraði hjá ákærða. Brotaþoli hefði þá farið inn í herbergið sitt til að vekja hann. Vitnið kvaðst ekki viss um hvort brotaþoli hefði ekki viljað fá þær samstarfskon urnar með, en hún hefði a.m.k. ekki beðið þær um að koma með sér. Á leiðinni heim hefði ekkert verið rætt. Vitnið kvað kvöldið áður hafa verið skemmtilega kvöldstund. Brotaþoli hefði verið hress og kát eins og vanalega. Hún hefði ekki verið drukkin að ráð i en hún hefði a.m.k. drukkið upphafsdrykk. Ákærði hefði verið mun ölvaðri. Brotaþoli hefði farið á undan henni að sofa , á sama tíma og samstarfskona þeirra. Hún hefði sjálf verið lengur , ásamt ákærða og samstarfsmanni þeirra. Þegar hún hefði farið að sofa hefði ákærði ennþá verið þar. Vitnið kvað atvikið ekki hafa verið rætt á vinnustaðnum og hún hefði ekki orðið vör við breytingu á brotaþola. H ún hefði áfram verið hress og kát og góður samstarfs - félagi . Brotaþoli hefði greint henni frá því að ákærði hefði beðið sig afsökunar og hún hefði sagt honum að hún fyrirgæfi þetta. Þá hefði ákærði komið aftur til hennar á meðan á metoo hefði staðið. Brotaþoli hefði sagt henni frá því daginn eftir og þá hefði allt virst í lagi. Hún vissi til þess að brotaþoli hefði einu sinni íhugað að segja upp , nokkru eftir atvikið , en sagt sér að það tengdist því ekki. Brotaþoli hefði reglulega farið á aðra starfs - s töð um tíma til að fá meira næði, en ákærði hefð i verið með starfsaðstöðu þar. Þetta 9 hefði breyst þegar starfs s töð þeirr a hefði verið flutt. Ákærði hefði ekki komið oft á þeirra starfsstöð en þær hitt hann á jólahlaðborðum og árshátíðum. Hún hefði ekki orðið vör við neitt óeðlilegt en brotaþoli hefði st aðið að skipulagningu þessar a viðburða sem starfsmannafélagsins . Vitnið kvaðst enn starfa á sama vinnustað en ekki vera í samskiptum við ákærða eða brotaþola. Vitnið F kvað samstarfskonu sína, E , hafa hringt í sig eða sent sér skilaboð umræddan morgun og beðið sig um að koma inn í herbergið hennar. Þar hefði hún frétt að ákærði h efði farið inn í herbergi brotaþola, reynt við hana og reynt að sofa hjá henni. Hún hefði heyrt að hann hefði fengið starfsmann til að opna fyrir sér. Hann h efði síðan endað á að sofna nakinn þar inni. Brotaþoli hefði síðan setið á stól í herberginu eftir að ákærði hefði sofnað , meðan hún hefði beðið þess að samstarfs kona þeirra vaknaði. Spurð um þá lýsingu við skýrsl u gjöf hjá lögreglu að brotaþoli hefði sags t hafa barist við ákærða kvaðst hún líklega hafa munað atvikið betur þá. Henni hefði virst brotaþoli vera skelkuð eftir þetta . Kvöldið áður hefðu þau samstarfsfélagarnir borð að saman, en hún hefði ekki drukkið áfengi. Hún taldi að brotaþoli hefði fengið s ér eitt hvað, en þær hefðu farið að sofa í kringum miðnætti. Þegar þau hefðu farið að tékka sig út hefðu allir verið að leita að ákærða en hann þá verið inni í herbergi brotaþola . Á leið inni heim hefði brotaþoli verið mjög hljóðlát. Eftir þetta atvik hefð i vitninu virst líðan brotaþola breytt. Andrúmsloftið hefði verið öðruvísi í kringum hana. Hún hefði heyrt af því frá samstarfskonu að ákærði hefði beðið brotaþola af s ökunar eftir atvikið. Vitnið hefði hætt störfum í lok sumars og ekki unnið með brotaþola eftir það. Vitnið H , starfsmaður B , kvaðst hafa starfað með ákærða í 25 ár og b rotaþoli hefði verið sinn . Hann hefði verið í vinnuferðinni á . Þar hefði verið unnið fram að hádegi á laugardeginum og svo farið í . Eftir það hefði verið boðið upp á kvöldverð og drykki. Megnið af hópnum hefði farið að sofa um miðnætti en hann hefði setið áfram að drykkju með ákærða. Þeir hefðu kvaðst um nóttina fyrir framan herbergi hans og verið talsvert ölvaðir . Hann taldi að brot aþoli hefði verið í næsta herbergi og ákærði þarnæsta. Það næsta sem hann vissi væri að morguninn eftir hefði hann heyrt að ákærði væri ekki inni hjá sér. E , samstarfskona han s, hefði sagt honum að ákærði væri inni hjá brota þola. Hann hefði spurt ákærða þ egar hann hefði komið í morgunmatinn og þá heyrt að hann hefði verið inni hjá brotaþola. Þetta hefði komið honum á óvart, en hann hefði ekki spurt nánar út í það. Brotaþoli hefði síðar greint honum frá því hvað hefði gerst , eða árið 2018 . Hún hefði sagt að ákærði hefði komið inn og viljað leggjast hjá henni. Hann hefði verið með tilburði til að reyna að fá að sofa hjá henni en ekki fengið það í gegn. Hún hefði farið í burtu og inn til samstarfskonu sinnar. Vitnið taldi að brotaþoli hefði verið ódrukkin þett a kvöld. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við neitt frá herbergi brotaþola. Þegar brotaþoli hefði greint honum frá atvikinu hefði metoo - umræðan staðið sem hæst. Hún hefði greint frá því að ákærði hefði beðið hana afsökunar 10 og sagt frá því að henni liði illa yfir atvikinu. Henni hefði verið mikið niðri fyrir og fundist gengið á sinn hlut. Vitnið hefði boðið henni að tala við ákærða ef hún væri reiðubúin til þess, en það næsta sem hann hefði vitað væri að hún hefði sagt upp . Vitnið kvaðst hafa greint ákærða frá því að brotaþoli hefði leitað til sín . Lýsing ákærða á atvikinu hefði verið með sambærilegum hætti og hjá henni . Hann hefði reynt að fara upp í rúm til hennar, hún farið út og hann þá sofnað. Vitnið kvaðst jafnframt h afa kallað til. Reynt hefði verið að hjálpa brotaþola og henni m.a. boðnir sálfræðitímar. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið var við breytingu á brotaþola fyrr en árið 2018. Hún hefði þá farið að vera meira frá vinnu vegna og það hefði komið niður á gæð um vinnu h e nnar. Hann hefði starfað á sömu starf s stöð og brotaþoli en hún hefði þó stundum farið á aðra starf s stöð þar sem ákærði og nokkrir aðrir hefðu haft aðstöðu frá árinu . Brotaþoli hefði verið góður sta r fsmaður og a ldrei hefði borið skugga á sams tarfið. Hún hefði sagt upp í lok maí 2018. Hún hefði sagt upp nokkrum sinnum áður , en hætt við þegar hún hefði fengið leiðréttingar á launum. Síðar hefði brotaþoli viljað koma aftur til starfa en það hefði ekki gengið þar sem gerðar hefðu verið breytingar hjá félaginu. Hún hefði þó áfram sinnt verkefnum fyrir út árið. Ákærði væri , en brotaþoli hefði þó ekki þurft að vera í samskiptum við hann vegna starfsins. Vitnið I kvaðst hafa verið hjá B þar til fyrir tæplega þremur árum. Hún kvaðst hafa heyrt af atvikinu í 2018 þegar hún hefði verið kölluð á fund með brotaþola og hennar. Brota þoli hefði sagt starfi sínu lausu um einum og hálfum mánuði áður. Á fundinum hefði h ún sagt frá starfsma nnaferð á árinu 2015 þar sem fyrirtækisins hefði farið á hótel . Þar hefði vín verið haft um hönd en brotaþoli hefði ekki drukkið og farið snemma að sofa. Brotaþoli hefði vaknað um nóttina við að ákærði hefði verið kominn inn til henn ar og sýnt af sér dólgshegðun. Hann hefði verið ágengur, reynt að kyssa hana og verið kominn upp í rúm. og hún hefði þurft að berja hann frá sér. Hún hefði náð að komast úr úr herberginu og inn til E , sam starfskonu sinnar. Mor guninn eftir hefðu þau þurft að drífa sig af stað vegna slæms veður s . Brotaþoli hefði haft miklar áhyggjur af því að fólk héldi að hún væri að sofa hjá og hefði því farið ein inn í herbergið til að vekja hann . Í kjölfarið hefði ákærði beðið hana afsökunar. Vitninu kvaðst hafa brugðið við að heyra af þessu en hún hefði ekki áður heyrt af slíku innan fyrirtækisins . Ekki hefðu verið til staðar fastmótaðir ferlar til að takast á við þetta. Brotaþola hefðu verið bo ðnir fimm tímar hjá sálfræðingi til að hjálpa henni að takast á við þetta. Vitnið hefði sjálf farið með í síðasta tímann. Þar hefði verið farið yfir þá vinnu sem hefði verið unnin með brotaþola . Undir lok tímans hefði hún verið spurð hvort brotaþoli gæti d regið uppsögnina til baka. Á þeim tíma hefðu verið tæplega þrír mánuðir liðnir frá uppsögn inni og búið að ákveða að gera breytingar í fyrirtækinu. Vitnið hefði því ekki getað lofað starfinu en skoðað hvort eitthvað annað kæmi til greina innan fyrirtækisins . Í kjölfarið á þessu hefði brotaþoli sent bréf til 11 stjórnarinnar. Vitnið hefði setið fund með stjórnarmönnum, brotaþola og hennar. Þau hefðu verið skýr um að vilja fá að vita hvað gert yrði við ákærða og hvernig tekið yrði á svona málum hjá fyrirtækin u. Þá hefðu þau viljað ræða starfslokasamning eða skaðabætur til brotaþola. hefði svarað því hvað gert væri með ákærða, en hann hef ð i verið og fyrirtækisins . Vitnið hefði sjálf greint frá þeim ferlum sem færu í gang og hvernig þeir yrðu gerðir sýnilegir. Þá hefði félagið verið tilbúið til þess að skoða greiðslu skaðabóta til brotaþola. Hefði verið horft til starfsloka samninga sem gerðir hefðu verið innan fyrirtækisins og talað um þriggja mánaða laun. Þau hefðu viljað ganga langt til þess að bro taþoli gæti farið tiltölulega sátt frá fyrirtækinu. Vitnið kvað ákærða hafa sagt sambærilega hluti um atvikið og brotaþoli. Hann hefði verið dauðadrukkinn og farið inn á herbergi brotaþola þar sem hann hefði verið ágengur og reynt við hana. Vitnið neitaði því að hafa lýst sögu hans með öðrum hætti. Vitnið kvaðst hafa hafið störf hjá fyrirtækinu í 2016 og í upphafi hafa starfað mikið með brotaþola. Hún hefði ekki merkt neinar breytingar á brotaþola á þessum tíma. Eftir að brotaþoli hefði hætt st örfum hefði hún óskað eftir að fara með fyrirtækinu í árshátíðar ferð til í 2018. Farið hefði verið í tveimur hollum, en brotaþoli hefði óskað eftir því að fara í sömu ferð og ákærði hefði ætlað í. Athygli vitnisins hefði verið vakin á þessu en hen ni hefði ekki fundist það viðeigandi . Vitnið J var til ársins 2020 . Í lok október árið 2018 kvaðst hún hafa fengið tölvuskeyti frá brotaþola þar sem hún hefði lýst atviki frá árinu 2015 og viljað að stjórn félagsins yrði upplýst um málið. Vitnið he fði óskað eftir heimild til þess að áframsenda skeytið á stjórnina og ákærða, sem brotaþoli hefði veitt. Málið hefði verið rætt í stjórninni og ákærða gerð grein fyrir því að stjórnin liti þetta alvarlegum augum. Hún mundi ekki nákvæmlega hvað ákærði hefði sagt um atvikið en hann hefði þó sagt að lýsing brotaþola í tölvuskeytinu væri ekki í samræmi við hvernig hann myndi þetta. Þá hefðu ferlar verið yfirfarnir vegna eineltis og kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Brotaþola hefði verið tilkynnt að búið vær i að upplýsa stjórnina og eigendahópinn , auk þess sem rætt hefði verið við ákærða. Vitnið hefði boðið brotaþola upp á fund sem hún hefði þegið. Fundurinn hefði átt sér stað í desember 2018. og K úr stjórninni hefðu einnig sótt fundinn. Þar hefði verið farið yfir málið og hefði verið falið að kanna rétt brotaþola til . Aðkomu hennar að málinu hefði lokið með þessu. Vitnið K , hjá B , kvaðst hafa unnið með ákærða í ár. Í lok 2018 hefði brotaþoli komið til hans og spurt hann hvort h ann vissi af hverju hún væri að hætta störfum hjá fyrirtækinu. Í framhaldi hefði hún sagt honum frá atviki sem hefði átt sér stað árið 2015. Hún hefði lýst því að ákærði hefði komið drukkinn inn í herbergi hennar í vinnuferð og viljað gera eitthvað með hen ni. Hún hefði ýtt honum í burtu og farið út úr herberginu . Hann hefði sofnað þar inni og hún þurft að vekja hann daginn eftir. Henni hefði greinilega liðið illa þegar hún hefði lýst þessu. Vitnið kvaðst hafa þekkt vel til 12 brotaþola og vitað af vinnuferðinn i 2015. Hann hefði ekki merkt breytingar á henni eftir ferðina en ekki hafa verið á sömu starf s stöð . Atvikið hefði síðar komið inn á borð stjórnar fyrirtækisins og hann hefði átt fund með brotaþola, og . Þar hefði m.a. verið rætt um hvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir að slík atvik endurtækju sig. Þá var rætt um hvernig ákærði ætti að taka ábyrgð og hvernig taka ætti á starfslokum brotaþola, en hún hefði lækkað í launum. Mál ákærða hefði verið tekið fyrir á stjórnarfundi en hann m y ndi ekki nákvæmlega hver niðurstaða þess hefði orðið . Þá hefði verjandi ákærða starfað sem lögmaður fyrirtækisins og boðið bætur fyrir hönd þess. Vitnið L , einn af B , kvaðst hafa heyrt af atvikinu í lok sumars 2018 þegar brotaþoli hefði komið til hans og greint honum frá því. Hún hefði haldið að hann vissi þetta en svo hefði ekki verið. Hún hefði greint frá því að ákærði hefði komið fáklæddur inn í herbergi til hennar í starfsmannaferð og verið að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Hann kvaðst ekki g eta greint nánar frá því hvernig lýsingin hefði verið eða hvernig líðan hennar hefði verið þegar hún sagði frá . Hann hefði verið ósáttur við að hafa ekki heyrt af þessu atviki fyrr. Hann hefði ekki rengt frásögn brotaþola og óskað eftir því við ákærða að h ann keypti sig út úr fyrirtækinu þar sem sér hugnaðist ekki slík háttsemi og hefði ekki viljað vinna með ákærða lengur. Hann hefði yfirgefið fyrirtækið stuttu síðar. Hann hefði rætt atvikið við ákærða og taldi að hann hefði gert minna úr atvikinu en brotaþ oli. Vitnið M , brotaþola, kvað hana hafa lýst atvik inu fyrir sér gróflega. Hann hefði ekki séð neina áverka á henni enda hefðu þeir einkum verið sálrænir. Hún hefði lýst atvikinu þannig að ákærði hefði komið inn í herbergi til hennar, klætt sig úr og reynt að ná sínu fram. Hann hefði lagst ofan á hana og hún hrint honum af sér. Hún hefði verið í uppnámi yfir þessu og átt erfitt með að segja frá. Vitnið mundi ekki nákvæmlega hvenær brotaþoli hefði sagt honum frá atvikinu en það hefði verið skömmu síðar. Þau hefðu á þessum tíma verið nýlega byrjuð í sambandi. Brotaþoli hefði ekki greint honum nánar frá því sem hefði gerst í rúminu fyrr en nú nýlega. Hún hefði þá greint honum frá því að ákærði hefði stungið fingri í leggöng hennar. Hún hefði ekki haft kjark til að greina frá þessu fyrr þar sem hún hefði óttast viðbrögð hans. Hann he fði orðið var við mikla vanlíðan brotaþola vegna atviksins. Meðal annars hefði hann einhver n tímann sagt í gríni og þ að hefði rifið upp sár hjá brotaþola þar sem ákærði hefði sagt þetta við hana um nóttina. Þá hefði hún látið af s törfum í fyrirtækinu vegna þessa atviks og áður margoft velt því fyrir sér að hætta. Þá hefði brotaþoli dregið sig inn í skel og verið grátgjörn , sem hann taldi tengjast þessu atviki. Vitnið taldi að brotaþoli ætti enn nokkuð í land með að ná sér. Vitnið G kvaðst hafa verið góður vinur brotaþola á þeim tíma sem um ræði og verið í miklum samskiptum við hana . Hann hefði fengið símtal frá henni í upphafi ársins 2015 , skömmu eftir helgi . Brotaþoli hefði þá greint honum frá atvikinu sem hefði þá verið nýskeð. H ún hefði lýst því að ákærði hefði birst inn i í herberginu hennar, farið úr 13 buxum og óskað eftir kynlífi. Ákærði hefði farið upp í rúm til hennar og sagt henni að hún gæti ekki sagt nei við hann. Vitnið kvaðst hafa hitt brotaþola skömmu síðar , en atvikið he fði ekki verið rætt frekar. Hann hefði enga áverka séð á henni enda hefði hún ekki greint frá slíku. Þá mundi hann ekki til þess að hún hefði lýst snertingum af ákærða hálfu. Hann hefði spurt brotaþola hvort væri í lagi með hana og hún sagt að hún væri hörð af sér . Honum hefði fundist brotaþol a vera brugðið og finnast þetta vera kjánalegt. Honum hefði sjálfum fundist kjánalegt af að setja sinn í þessa stöðu. Vitnið N , brotaþola, kvað brotaþola hafa lýst atvikinu fyrir sér. Hún h efði farið í vinnuferð þar sem hún hefði farið snemma að sofa en vaknað við að hennar hefði komið ber upp í rúm og haft sig til við hana . Hann hefði sagt henni að enginn segði nei við sig. Á endanum hefði hún hrökklast út úr herberginu. Hún hefði ekk i lýst því nánar sem gerst hefði í rúminu en hún hefði verið í áfalli yfir þessu og ekki átt auðvelt með að tala um þetta. Hann hefði skilið hana þannig að með þessu hefði hún verið að lýsa því að reynt hefði verið að nauðga henni. Henni hefði liðið illa í kjölfarið og endað á að þurfa að fara í . Skömmu eftir að hann hefði heyrt af atvikinu hefði hann sótt fund með henni og fulltrúum vinnustaðarins. Hann hefði viljað styð j a brotaþola og koma í veg fyrir að svona mál mynd i endurtaka sig. Þau hefðu viljað vita hvað fyrirtækið ætlaði að gera. Þeim hefði verið sagt að stjórnin hefði ávítað ákærða. Þá hefðu þau viljað vita hvað þau ætluðu að gera fyrir brotaþola. Henni hefðu verið boðin þriggja mánaða laun. Verjandi ákærða hefði síðan haft samband og boðið he nni 4.000.000 krón a í bætur frá ákærða en hún hefði hafnað því. Vitnið C félagsráðgjafi staðfesti greinargerð sína í málinu. Brotaþoli hefði leitað til hennar árið 2018 vegna streitu og kvíða sem tengist kynferðisleg ri áreit n i og tilraun til nauðgunar . Hún hefði starfað í deild B frá árinu 2014. Hún hefði greint frá því að hafa farið í vinnuferð á . Hún hefði farið snemma að sofa en vaknað snemma morguns við að ákærði hefði verið ko m inn inn í herbergið hennar. Þar hefði hann rifið af sér fötin, s tokkið upp í rúm til hennar og reynt að hafa við hana samfarir. Honum hefði tekist að þrýsta fingri inn í leggöng hennar. Hann hefði sagt við hana setningar á borð ? Brotaþoli hefði lýst því að fyrir atvikið hefði hún verið ánægð í starfi og gengið vel. Við þennan atburð hefði hins vegar verið eins og fótunum hefði verið kippt undan henni. Hún hefði endað á að segja starfi sínu lausu og lýst því að það væri vegna þessa. Brotaþoli hefði sótt tíma hjá vitninu um nokkurt skeið. Ljóst væri að þetta hefði haft slæm áhrif á hana og tekið toll af sál hennar og líkama. Henni hefði liðið illa í vinnu og lést mikið. Þá hefði hún misst mátt í höndum og fótum. Þetta væru ekki óeðlilegar afleiðingar af slíku áfalli. Brotaþoli hefði upplifað mikinn kvíða og streitu og af þeim sökum hefði vitnið einnig vísað henni til viðtals hjá geðlækni. Vitnið kvaðst telja vanlí ðan brotaþola á þessu m tíma alla að rekja til þessa atviks enda hefði ekkert annað verið að þjaka hana. Sem hluti af meðferðinni 14 hefði fyrirtækisins einu sinni komið með henni í viðtal. Brotaþoli hefði þá fengið tækifæri til að lýsa líðan sinni. Vanlíð an hennar hefði hins vegar verið það mikil að fyrirtækið hefði ekki getað komið til móts við hana. Fram hefði komið hjá að ákærði hefði gengist við háttsemi sinni. Vitnið kvað brotaþola hafa skýr einkenni áfallastreitu - röskunar . Hún hefði þegar í uppha fi lýst því sem hefði komið fyrir hana, en lýsingar hennar þó orðið nákvæmari síðar. Frá því í 2018 og fram á árið 2019 hefði hún komið mjög oft í viðtöl, í upphafi einu sinni í viku, svo á tveggja vikna fresti en síðan á þriggja vikna fresti. Brotaþol i komi ennþá öðru hvoru í viðtal þar sem hún sé enn að vinna úr atvikinu. Vitnið D geðlæknir kvað brotaþola hafa komið til sín í tvö viðtöl í 2018. Hún hefði verið í meðferð hjá félagsráðgjafa en verið vísað til hans til að meta þörf fyrir lyfjagjöf o g gefa út læknisvottorð. Brotaþoli hefði greint honum frá kynferðisofbeldi en hann myndi ekki nákvæmlega með hvaða hætti , enda hefði hann ekki verið aðalmeðferðaraðili hennar. Brotaþoli hefði átt eitt viðtal bókað sem hún hefði ekki mætt í. Niðurstaða Ákærða er í máli þessu gefin að sök nauðgun með því að hafa farið í heimildar - leysi inn á hótelherbergi þar sem brotaþoli lá sofandi og með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola . Er honum gefið að sök að hafa afklætt sig og farið upp í rúm til hennar, lagst ofan á hana, haldið henni fastri, kysst hana á munninn og um allan líkamann, þuklað líkama hennar, m.a. kynfæri og brjóst, sett fingur endurtekið inn í leggöng hennar og reyn t að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar á meðan brotaþoli sagði ákærða að hún vildi þetta ekki og barðist á móti honum , m.a. með því að reyna að ýta honum af sér og klemma saman lærin, en brotaþoli hafi svo náð að komast undan ákærða og flýja út úr herberginu. Ákærði neitar sök. Hann hefur gengist við því að hafa farið inn á hótelherbergi brotaþola, sem hann telur hafa verið ólæst. Hann lýsir atvikum svo að brotaþoli hafi strax gert honum grein fyrir því að hann væri ekki velkominn. Hann hefði engu að síður reynt að f stað en hann hefði farið úr jakka, skóm og buxum og lagst upp í rúm og sofnað. Brotaþoli kvaðst ekki vita hvernig ákærði hefði komist inn í herbergið hennar en hún hefði talið það v e ra læst. Hún sagði ákærða hafa farið úr öllum fötunum, stokkið upp í rúmið hennar og undir sængina. Hann hefði h a ldið henni fastri , káfað á henni og kysst munn hennar og brjóst . Honum hefði ekki tekist að setja getnaðarlim sinn í leggöng henna r þar sem hún hefði náð að koma í veg fyrir það, en hann hefði nokkrum sinnum sett fingur í leggöng hennar. Hún taldi þetta hafa staðið yfir í nokkurn tíma en endað með 15 því að ákærði hefði gefist upp og sofnað. Þá hefði hún setið á stól í herberginu þar ti l hún hefði sent samstarfskonu sinni skilaboð og svo farið til hennar. Þegar framangreint atvik átti sér stað voru ákærði og brotaþoli í vinnuferð ásamt fimm öðrum samstarfsmönnum. Brotaþoli lýsti atvikum fyrir tveimur þeirra strax í kjölfarið og greindu þær frá lýsingum hennar fyrir dóminum . Báðar töldu þær ljóst að eitthvað hefði komið fyrir brotaþola, en hún hefði virst í áfalli og átt erfitt með að segja frá. Hún hefði greint frá því að ákærði væri sofandi í herbergi nu hennar. Þær hefðu ski lið hana svo að hann hefði reynt að fá kynlíf hjá henni en hún ekki viljað þýðast hann. Hvorug sá áverka á brotaþola. Eftir morgunmat hefði brotaþoli farið ein inn á herbergið sitt til að vekja ákærða og ekki óskað þess að þær kæmu með. Brotaþoli hefði gre int frá afsökunarbeiðni ákærða og að hafa tekið hana til greina. Lýsingin á atvikinu hefði ekki breyst og brotaþoli unnið áfram á vinnustaðnum , en önnur samstarfskve n nanna kvaðst þó hafa merkt breytingu á henni. Brotaþoli kvaðst sjálf hafa reynt að fela hv að gerst hefði fyrir öðrum samstarfsmönnum þar sem hún hefði upplifað mikla skömm vegna þess. Brotaþoli greindi tveimur öðrum frá atvikinu fljótlega eftir það; sínum og vini sínum. Í framburði hennar kom fr am að brotaþoli hefði lýst atvikinu þanni g að ákærði hefði klætt sig úr, lagst ofan á hana og reynt að ná sínu fram. Hún hefði svo lýst þessu nánar þannig að ákærði hefði sett fingur í l e ggöng hennar skömmu fyrir aðalmeðferð málsins. Vinur brotaþola kvað hana hafa lýst því að ákærði hefði farið ú r buxunum, upp í rúm til hennar og óskað eftir kynlífi. Brotaþoli greindi ekki fleirum frá atvikinu fyrr en nokkrum árum síðar , í kjölfar þess að ákærði bað hana afsökunar í annað sinn . Samkvæmt framburði vitna voru lýsing - ar hennar þá með sambærilegum hæ tti. Líðan brotaþola fór mjög versnandi á þeim tíma, hún leitaði sér aðstoðar en svo fór að hún treysti sér ekki til að halda áfram starfi sínu. Eftir að hún lét af störfum sendi hún fyrirtækisins erindi þar sem hún greindi frá ástæðum uppsagnar sinnar . Þar lýsti hún því að ákærði hefði rifið af sér fötin og stokkið upp í rúm til hennar. Hann hefði reynt að ná sínu fram og hún barist á móti í nokkurn tíma. Hún hefði sagt honum að hún hefði ekki áhuga en það hefði ekki stoppað hann. Á endanum hefði hún n áð að berja hann af sér og komast til samstarfskonu sinnar. Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið l iggur þannig ekki fyrir í málinu að brotaþoli hafi greint neinum frá því að ákærði hefði nauðgað henni. Virðist hún ekki hafa nefnt nauðgun eða tilrau n til nauðgunar eða lýst atvikum með nákvæmum hætti . Þetta staðfesti brotaþoli fyrir dóminum en hún kvaðst raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að það teldist nauðgun að setja fingur í leggöng. Hún hefði ekki sagt neinum frá þ ví fyrr en í skýrslutöku hjá lögre g lu í maí 2019, þegar liðin voru meira en fjögur ár frá atvikinu. Óumdeilt er að ákærði fór inn í herbergi brotaþola á eins og honum er gefið að sök. Ekkert liggur hins vegar fyrir um hvernig hann komst inn í herbergið . R annsókn 16 lögreglu leiddi í ljós að lyklakort var notað til að komast inn í herbergi samstarfsmanns þeirra um nóttina en engin skráning fannst fyrir herbergi brotaþola. Brotaþoli kveðst hafa haft marbletti eftir átök við ákærða. Hún sýndi þó engum áverka na, tók ekki myndir og leitaði ekki til læknis eða á neyðarmóttöku. Fyrir liggur að brotaþoli var í uppnámi fyrst eftir atvikið. Þá upplifði hún mikla vanlíðan, einkum í kjölfar síðari afsökunarbeiðni ákærða árið 2018. Af því verður þó ekki dregin sú ály ktun að um nauðgun hafi verið að ræða, en sú háttsemi sem ákærði hefur gengist við er til þess fallin að valda vanlíðan. Þá verður ekki lesið úr afsökunar - beiðnum ákærða að hann hafi gengist við öðru en hann hefur játað fyrir dómi. Nokkur vitni hafa borið um að hafa rætt atvikið við ákærða. Ekki hefur komið fram hjá þeim að ákærði hafi ge ng ist við annarri háttsemi en hann lýsti fyrir dómi. Brotaþoli og félagsráðgjafinn hennar lýstu því reyndar að fyrirtækisins hefði greint frá því að hann hefði gert það, en hafnaði því fyrir dómi að svo hefði verið. Eins og hér hefur verið rakið standa orð brotaþola gegn orðum ákærða um hvað gerðist á hótelherbergi hennar. Hefur ekkert komi ð fram sem dregur úr trúverðugleika annars hvors þeirra. Til þess að hægt sé að leggja framburð brotaþola til grundvallar niðurstöðu málsins verður hann að fá næga stoð í framburði vitna eða öðrum sönn un ar - gögnum. Samkvæmt framburði vitna og raunar brotaþ ola sjálfrar hefur framburður henn - ar um atvik i ð tekið nokkrum breytingum með þeim hætti að hann hefur orðið nákvæm ari. S á framburður brotaþola að ákærði hafi sett fingur í leggöng hennar og reynt að setja getnaðarlim sinn þangað fær ekki stoð í framburði vitna eða öðrum gögnum málsins. Raunar virðist af atvikum öllum sem brotaþoli hafi í fyrstu ekki upplifað háttsemi ákærða sem nauðgun eða tilraun til nauðgunar heldur sem kynferðislega áreitni. Að framangreindu virtu og þar sem annarra gagna nýtur ekki v ið verður ekki talið, gegn neitun ákærða, að sannað sé svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá hátt - semi sem honum er gefin að sök í ákæru. Þá verður ekki heldur talið sannað að háttsemi hans varði við 194. gr . , sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við aðalmeð - ferð málsins lýsti sækjandi því að ákæruvaldið teldi, yrði ekki fallist á að sannað væri að ákærði hafi gerst sekur um nau ðgun eða tilraun til hennar, að ákærði yrði ekki sakfelldur fyrir annað brot, enda væri annað hugsanlegt brot fyrn t . Með hliðsjón af öllu framan - greindu verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvald s ins. Í samræmi við 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/200 8 ve rður einkaréttarkröfu brota þola á hendur ákærða vísað frá dómi. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins verður allur sakarkostnaður vegna meðferðar þess felldur á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Vilhjálms Hans 17 Vilhjálmssonar lögmanns, 4.218.480 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brota - þola , Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, 1.416.204 krónur, greiddur úr ríkissjóði. Við ákvörðun þóknunar lögmannanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsi ns flutti málið Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , er sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Einkaréttarkröfu brotaþola, A , er vísað frá dómi. Allur sakarkostna ður málsins greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipað s verjanda ákærða, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 4.218.480 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, 1.416.204 krónur . Barbar a Björnsdóttir