Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 12. febrúar 2024 Mál nr. S - 5112/2023 : Héraðssaksóknari ( Sonja Hjördís Berndsen aðstoðarsaksóknari ) g egn Nekon Khatami ( Elimar Hauksson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 26. janúar sl., var höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 7. september 202 3 , á hendur : Nekon Khatami, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa laugardaginn 1. október 2022, innandyra að [...] að [...] í [...] , strokið kynfæri A , kt. [...] , utan klæða. Telst þetta varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kt. [...] , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/200 1 frá 1. október 2022, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greið a málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðar reikningi, að viðbættum I 1. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður en til vara að hann verði dæmdur til vægustu 2 refsingar er lög leyfa. Þá k refst ákærði þess aðallega að bótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að fjárhæð hennar verði stórlega lækkuð. Loks krefst verjandi ákærða hæfi - legra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. I I Málsatvik 2. Samkvæmt frumskýrslu l ögreglu barst henni um kl. 22:00 að kvöldi laugardagsins 1. október 2022 beiðni um að fjarlægja ákærða frá [...] . Tilkynnandi, B , einn yfirmanna hjá [...] sem þá hélt árshátíð á hótelinu, ræddi við lögreglu á vettvangi. Sagði hann að einn starfsmanna hans, ákærð i , h efði verið að áreita konur og hefði tekið af þeim myndir. Þá hefði ákærði snert brotaþola, A , á óviðeigandi stöðum en hann hefði klipið eða st ro kið yfir kynfæri hennar. Væri brotaþoli í áfalli og hefði hún farið upp á herbergi til að reyna að jafna sig. Væri ákærði inni á einu hótelherberginu og væri þess óskað að hann yrði fjarlægður þar sem aðrir gestir væru í uppnámi eða reiðir eftir þetta. Inni á herberginu hafi ákærði setið á gólfinu og greinilega verið talsvert ölvaður og þurft aðstoð við að standa upp og hafi þurft að leiða hann út. Segir í skýrslunni að ákærði hafi verið spurður hvað hafi gerst á hótelinu , hafi hann ekki virst meðtaka spurninguna og virtist ekki skilja mikla ensku og enga íslensku. 3. Brotaþoli lagði fram kæru vegna málsins 3. októbe r 2022. Kvaðst hún hafa að ver ið að skemmta sér á [...] á vegum [...] þar sem hún v ar að vinna. Hún hafi verið að dansa á dansgólfinu innan við barinn þegar ákærði, sem v ar að vinna á sama stað, hafi gengið að henni og lagt höndina á kynfæri hennar og ge ng ið síðan áfram í átt ina að barnum. Kvaðst hún ekki hafa átt nein samskipti við ákærða fyrir þetta en hann h efð i verið að taka myndir af konum á dansgólfinu og hefði verið beðinn um að hætta því. Brotaþoli kvaðst hafa frosið þegar þetta gerðist og verið mjö g brugðið . Hefði hún sest niður og henni hefði síðan verið fylgt inn í herbe rgi. Sagði brotaþoli að ákærði hefði sett höndina á kvið hennar, rennt henni niður í klof og hún hafi fundið fyrir fingri hans á kynfærunum. Hafi snertingin verið utan klæða og han n ekki farið inn í leggöng hennar. Taldi brotaþoli að kona sem heiti C hefði verið nálægt he nni þegar þetta gerðist og a.m.k. séð að henni hefði brugðið. Brotaþoli kvaðst vera að kljást við afleiðingar atviks ins en henni hefði liðið mjög illa eftir þetta. Hafi atvikið ýft upp gömul sár vegna kynferðisbrots sem hún hefði áður orðið fyrir og væri hún búin að leita sér aðstoðar hjá lækni og sálfræðingi. 4. Brotaþoli gaf aftur skýrslu 19. júní 202 3 . Lýsti hún þá atvikum nánar , þannig að ákærði 3 h efð i gengið eins o g hann ætlaði á barinn og hefði hún fært sig til hliðar svo að hann kæmist framhjá. Þá h efð i hann gengið nánast alveg upp að henni og strokið hendi sinni frá innanverðum lærum hennar og upp eftir að kynfærum hennar þannig að hún h efði fundið fyrir fingri h ans á kynfærum sínum. Ákærði h efð i svo gengið í burtu og hún staðið stjörf eftir . F ólk sem var í kringum hana h efði spurt hana hvort ekki væri allt í lagi og hún sagt þeim að hann h efð i snert sig. Brotaþoli sagði að hún hefði ekki upplifað eins og þetta he fði gerst óvart . Hún h efð i brotnað niður í kjölfarið og eigi enn erfitt. 5. Skýrsla var tekin af ákærða 26. október 2023. Kvaðst hann hafa verið á árshátíð [...] umrætt sinn og hafa þá drukkið einn bjór og einn drykk af sterku áfengi en m ynd i lítið eftir kvöl dinu. Kvaðst hann hafa verið að taka upp með símanum gítarleik mann s sem var að spila þegar fjórir menn hefðu ráðist á hann og hent honum inn í herbergi . S íðan hefði lögreglan komið og handtekið hann og ekið honum á brott. Kvaðst hann ekki hafa verið að ta ka myndir af k onum og ekki muna eftir því að hafa káfað á brotaþola eða nokkurri konu eða að hafa orðið var við að brotaþoli væri í uppnám i . Þó geti hann ekki útilokað að það h efð i gerst þar sem hann m ynd i lítið eftir kvöldinu . V iti hann hver brotaþoli er en hún væri nýbyrjuð að starfa hjá fyrirtækinu. Honum hefði verið sagt upp starfi sínu hjá [...] eftir atvikið. 6. Fyrir liggur upplýsingaskýrsla um samtal lögreglu við vitnið C og símaskýrsla sem tekin var af vitninu og upplýsingaskýrsla um samtal lögreglu við B en ekki er ástæða til að rekja efni þeirra. III 7. Lagt hefur verið fram vottorð D sálfræðings, dags. 24. janúar 2024 , vegna brotaþola. Þar kemur fram að brotaþoli h efð i k omið í fimm viðtöl til hans í kjölfar atviksins í október 2022. Hafi meðferðarnálgunin verið hugræn atferlismeðferð við áfallastreituröskun í kjölfar bakslags eftir kynferðislega áreitni. Brotaþoli hafi áður verið í meðferð hjá sálfræðingnum á árunum 2020 til 2021 vegna alvarlegrar áfallastreituröskunar vegna áfalla sem hún hafi orðið fyrir fyrr á ævinni. Áfallastreituröskun er alvarleg kvíðaröskun sem einkennist af ágengum endurupplifunum áfalls, forðun hugsana og aðstæðna er tengjast áfallinu, tilfinninga doða og ýktum einkennum ofurá r vekni. Hafi sú meðferð gengið vel og einkenni áfallast r eituröskunar verið á undanhaldi þegar meðferðinni lauk 21. september 2021. 8. Í fyrsta tímanum eftir að meint brot átti sér stað , í nóvember 2022 , greindi brotaþoli frá 4 því a ð hún hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni á starfsmannaskemmtun af hálfu sam - starfsmanns. Lýsti brotaþoli miklum kvíðaeinkennum , svefntruflunum og hræðslu í kjöl - far atviksins, hún hafi einangrað sig , verið mjög viðbrigðin og alltaf á tánum. Hún lýsti stöðugri hræðslu og hafði dregið sig í hlé frá félagslegum aðstæðum. 9. Í niðurstöðu vottorðsins kemur fram að mat sálfræðingsins á líðan brotaþola í kjölfar meints bro t s í október 2022 hafi verið gert í þeim tilgangi að vinna með það í meðferð og var líðan hennar þá stundina aðalútgangspunktur meðferðar innar . Þrátt fyrir önnur áhrif er ljóst að áhrif atviksins eru skýr og greinileg og eftir það uppfyllti brotaþoli aftur greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun. Sálræn einkenni í kjölfar áfallsins samsva ra einkennum sem eru vel þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll. Einkenni n höfðu áhrif á líðan, getu til að sinna starfi sem og allt hennar persónulega líf. Góður árangur h efð i náðst í fyrri meðferð og nýttist hann vel til að takast á við afleið ingar atviksins. Í ljósi fortíðar brotaþola og veikinda hennar hafi hún verið í sérstaklega viðkvæmri stöðu þegar hún varð á ný fyrir kynferðislegri áreitni í október 2022. Það atvik var til þess fallið að vekja sérstaklega erfiða líðan hjá henni. Afleiðin gar atviksins á brotaþola geta jafnvel verið langvarandi þar sem þetta staðfesti fyrir henni að hún sé í raun og veru ekki örugg og þá sérstaklega ekki fyrir karlmönnum. I V Framburður ákærða og vitna fyrir dómi 10. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi, að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. 11. Ákærða var kynnt sakarefnið og sagði hann þá að þegar eitthvað gerist sem er minniháttar muni hann ekki eftir því heldur einungis eftir meiriháttar atvikum. Hafi eitthvað komið fyr ir , þá hafi það verið óvart og ekki hefði verið ætlun hans að gera neitt. Kvaðst hann ekki muna mikið eftir þessum atvikum . Það eina sem hann myndi væri að þ rjár eða fjórar manneskjur hefðu verið að lemja hann í andlitið. Það væru myndavélar á hóteli nu og vonandi væri hægt að sjá á upptöku hvort eitthvað hefði gerst. Hann hefði nýlega keypt farsíma og hefði verið að taka myndband af manni að spila á gítar til að athuga hvernig myndavélin virkaði. 12. Ákærði kvaðst ekki hafa þekkt brotaþola og einungis hafa séð hana einu sinni fyrir kannski þremur til fjórum árum. Hann h efði unnið hjá [...] í fjögur til fimm ár . Þegar atvik gerðust hafi verið veisla á [...] og myndi hann lítið eftir því sem gerðist áður en 5 mennirnir réðust á hann. Hann hefði verið að taka myndban d þegar ráðist var á hann og hann laminn í andlitið og hafi hann þá misst símann. Viti hann ekki hvað hann eigi að hafa gert. Kvaðst hann hafa verið búinn að drekka einn lítinn bjór og hafa ætlað að fara og fá meira áfengi en það ekki verið til. Spurður hv ort hann viti hvað skýri minnisleysi hans sagði ákærð i að það gæti verið vegna erfiðleika sem hann hefði gengið í ge gn um áður en hann kom til Íslands . Þá gæti stress valdið því að minni hans væri ekki eðlilegt lengur. 13. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið á dansgólfinu . G æti verið að hann hefði farið í gegnum dansgólfið þegar hann hefði verið að fara fram en þá hefði verið ráðist á hann. Hann m y n d i ekki eftir því að hafa snert neinn og ef hann hefði ger t þ að hefði það verið óvart . Kvaðst hann muna eftir því þegar lögreglan hafði afskipti af honum þetta kvöld og f ór með hann heim en ekki hafa rætt við lögreglu um það sem gerðist. 14. Var ákærða kynnt að tekin hefði verið skýrsla af honum hjá lögreglu og hann spurður hvort hann h efð i str okið kynfæri brotaþola þetta kvöld og hann þá svarað að hann hefði ekki gert það af því að hann hlýði lögunum. Sagði ákærði þá að minni hans væri ekki gott og hann myndi ekki hvað hann hefði sag t fyrir 10 mínútum. Ákærði kvaðst hafa tekið eftir myndavélum alls staðar á hótelinu og trúi því ekki að þær hafi ekki verið í notkun . Kvaðst hann ekki geta útskýrt hvers vegna hann muni eftir einu en ekki eftir öðru. 15. Þá var ákærða k ynnt að hann h efð i sagt í skýrslu hjá lögreglu að hann m ynd i atvik ekki vel af því a ð hann hefði verið svo ölvaður. Sagði ákærði þá að hann hefði ekki verið ölvaður og myndi ekki eftir að hafa sagt það hjá lögreglu en spurningarnar væru ruglandi og það væri auðvelt að gleyma minniháttar atvik um . Var ákærða k ynnt að hann hefði í lok skýrsl unna r verið spurður hvort það gæti verið að hann h efð i strokið kynfæri brotaþola og hann h efð i þá svarað örugglega og þess vegna væri hann hér . Ákærði sagði þá að hann hefði aldrei sagt þetta og myndi ekki eftir því . Viti hann ekki hvort hann muni hlutina betur í dag. Þ etta mál hefði valdið honum miklu stressi og hann he fði hugsað um sjálfs víg . 16. Þá var ákærða kynntur sá framburður brotaþola hjá lögre gl u að hegðun ákærða hefð i verið skrítin þetta kvöld. Hann h efð i verið að taka myndir af konum sem voru að dansa sem h af i verið óþægilegt. Svo hafi hann gengið til hennar og hún haldið að hann væri að fara í átt að dyrum sem voru á bak við hana en þegar hann hafi gengið framhjá henni hafi hann strokið hendi yfir kynfæri hennar. Sagði ákærði þá að það gæti verið að brotaþoli 6 hefði sagt þetta en þetta væri ekki rétt. Spurður hvort brotaþoli hafi haft ástæðu til að bera hann röngum sökum kvaðst ákærði haf a verið lengi hjá fyrirtækinu og tekið þá tt í öllum veislum og ekkert ger s t. Það væri ekki karakter hans að gera svona hluti. Kvaðst hann hafa heyrt að brotaþoli kvart að i oft undan fólki, yfir minniháttar hlutum sem fólk geri. 17. Var ákærða kynntur framburður vitnisins C hjá lögreglu um að hún hafi séð að brotaþoli var sem steinrunnin og hefði sagt vitninu í kjölfar þess að ákærði hefði snert kynfæri hennar . S agði ákærði þá að það væri ekki karakter hans að snerta líkama fólks, ef hann hefði ger t þetta hefði það verið óvart og hann ekki tekið eftir því. Þá kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa v erið fjarlægður að ósk annarra sem þarna voru af því að hann hefði m.a. verið að snerta konu á óviðeigandi stöðum. Ákærði sagði að honum h efð i verið sagt upp strax eftir að þetta mál kom upp og ekki verið upplýstur um ástæðu uppsagnar. Kvaðst ákærði ekki m una eftir því að höfð hefðu verið afskipti af honum af því að hann hefði verið að taka myndir af konum á dansgólfinu. Kvaðst hann ekki hafa séð brotaþola á dansgólfinu en minnist þess að nokkrar konur hefðu verið þar. Þá kvaðst hann ekki hafa orðið var við uppnám hjá þessum konum. 18. Brotaþoli A sagði að þetta kvöld hefði verið haldin árshát í ð hjá [...] en bæði hún og maður hennar hefðu unnið þar. Hún hefði í raun ekki verið að drekka neitt þar sem hún eigi svoldið erfitt með stór rými og fólk í því og snúist þetta um traust. Hún hefði viljað fá sér drykk og eiginmaður hennar þá farið á barinn. Á meðan hann var þar h af i hún verið að dansa við samstarfsfélaga sína. H efðu þau verið fjögur eða fimm saman auk manns sem var að spila tónlist . Var hann að spila lagið teenage dirtbag og hafi hún verið mjög glöð. Síðan hafi hún séð ákærða standa upp frá borði og byrja að ganga í átt ina að barnum. Það h efð i verið nóg pláss á dansgó l finu og ekki margt fólk þar heldur h efðu flestir ver i ð á barnum. Þegar hann nálgaðist hana h af i hún hreyft sig og hann einnig hreyft sig og síðan h afi hann gengið upp að henni , set t fingurinn upp að henni og þreifað á píkunni á henni. Sýndi vitnið um leið með handarhreyfingu og setti þá hægri hönd fram , sneri lófanum upp og sýndi eins og strokið væri með fingrum í átt að þeim sem það gerir. H efði ákærði snert hana utan klæða en ekki farið undir kjólinn. Kvaðst hún hafa fundið fyrir þrýsting i frá fingri ákærða á kynfærum sínum. Hún kvaðst hafa frosið og v erið í algjöru áfalli í byrjun og hugsað : G erðist þetta í alvörunni ? Ein þeirra sem voru á dansgólfinu, vitnið C , hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt : N ei, hann snerti á mér píkuna . C hafi þá h váð og brotaþoli endurtekið það sem hún haf ði sagt. 7 C hafi þá sagt : E rtu að grínast ? Síðan hefði hún boðist til að sækja manninn hennar. 19. Brotaþoli kvaðst síðan hafa farið aftur að borðinu sínu og brotnað niður. Hún h efð i áður lent í áföllum og [kynferðisbroti] o g atvikið h efð i sett allt af stað hjá henni. Hún h efð i búið á Íslandi í 27 ár og alltaf fundið til öryggis og skildi hún ekki af hverju þetta hefði gerst. Síðan hefði allt farið í háaloft og eiginmaður hennar og aðrir starfsmenn hjá fyrirtækinu hefðu f a rið að elta ákærða. H ún hefði ka llað á manninn sinn að gera ekki neitt og koma til baka og hefði hann gert það. Kvaðst hún hafa verið í ofboðslega slæmu ástandi og hefði kona eiganda fyrirtækisins farið með hana upp á herbergi. Á leiðinni h efð i hún séð ákærð a ásamt samstarfsfélögum og h e fð i hún brotnað algjörlega niður. 20. Sagði brotaþoli að þegar þetta hefði gerst hefði hún verið búin að ljúka ein s og hálfs árs áfallameðferð hjá D sálfræðingi , auk þess sem hún hafði verið hjá [...] . H af ði hún endurbyggt líf sitt og var farin að vinna . Þett a hefði brotið hana alveg niður og hefði hún farið aftur til D til að halda áfram áfallameðfe rð . Í þrjár vikur hefði hún ekki getað farið út úr húsi og hún hefði óttast að sjá ákærða. Þegar hún gat loks farið út h efð i hún alltaf haft einhvern með sér. Þegar hún h af i farið aftur að vinna hafi hún varla getað verið á vinnustaðnum og farið heim eftir tvo tíma en það hefði tekið mikið á hana að sjá fólkið sem hafði verið þarna þetta kvöld. Hún hefði síðan hætt að vinna hjá [...] og f arið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinn i . Finni hún enn fyrir miklum kvíða og svefnerfiðleik um og geti ekki verið inni í herbergi með karlmönnum . Eftir að hún hefði lokið fyrri meðferðinni h efð i hún hætt að taka lyf vegna kvíða og þunglyndis en nú væri hún aftur komin á lyfin og tæki st ærri skammta en áður . Væri hún ekki lengur sama manneskja n og fyrir þetta atvik. 21. Brotaþoli sagði að áður en þetta atvik gerðist hefði hún ekki þekkt ákærða en boðið honum góðan daginn þegar hún hitti hann á morgnana . Þá k vaðst brotaþoli ekki muna hvort slagsmál hefðu orðið í kjölfar atviksins. Hún hefði séð fullt af fólki æða fram og það hefði verið mikið um öskur en hún sjálf h efð i brotnað niður og ekki verið í ástandi til að fylgjast með því sem gerðist. Ákærði h efð i verið rekinn á staðnum og handtekinn. 22. Hafnaði brotaþoli þeim framburði ákærða að hafi þetta gerst h af i það verið óvart. Sagði brotaþoli að það væri mikill munur á því að rekast utan í einhvern , þá færi yfirleitt mjöðm eða öxl í mann, og þessu. Um hafi ve rið að ræða fingur og hönd og þekki hún skýrlega muninn á því þegar fingur snertir píku hennar, alvöru hendi upp undir neðan frá . Þegar brotaþoli sagði þetta lýsti hún því jafnframt með hreyfingum og setti þá hægri hönd fram , sneri lófa num upp og lyfti löngutöng lítið eitt hærra en öðrum fingrum. Sagði brotaþoli 8 að ákærði hefði horft á hana þegar hann gekk í áttina að henni. Dyrnar að barnum hefðu verið fyrir aftan hana og hún haldið að hann væri að fara í þá átt. Hann hefði haldið augnsamb a ndi við hana hluta leið ar innar en svo hætt að horfa. Frá því ákærði nálgaðist hana og þangað til hann var farinn hefðu liðið um tvær sekúndur, þetta hefði gerst mjög hratt. 23. Brotaþoli sagði að hún hefði verið í rauðum kjól sem náði frá hálsi og niður á mi ðja fætur og hafi hann verið frekar víður eða loose fitting og úr viscose - efni . Kvaðst hún hafa hent kjólnum daginn eftir. Kom fram hjá brotaþola að hún drykki mjög sjaldan áfengi og vegna fyrri áfalla hefði það verið hennar leið til að hafa stjórn á aðstæ ðum. Þetta kvöld hafi hún drukkið eitt hvítvínsglas með sprite og ekki klárað drykkinn. Þegar hún var að dansa hefðu einnig verið á dansgólfinu E og C , F , G og kannski B . Þau hefðu ekki verið að dansa í hring og lýsti hún því hvernig þau hefðu dreifst og h efði m.a. C verið fyrir framan hana , aðeins á ská til hægri við hana , og maðurinn með gítarinn á ská til vinstr i fjær henni. Brotaþoli sagði að ákærði hefði verið að taka myndir allt kvöldið af konum en þó ekki henni. Hefði hann þá lyft myndavélinni upp og tekið myndir niður á brjóstin á þeim og af andliti þeirra. H efðu þær sagt honum að hætta . Brotaþoli staðfesti þann framburð sem hún gaf hjá lögreglu. 24. C sagði að þau hefðu verið á árshátíð og borðhaldi hefði verið lokið. Hún hefði verið að dansa við manninn sinn og fleiri starfsm enn [...] og m aka þeirra . Hefði trúba d or verið að spila og h e fði myndast smáhringur með um 6 til 10 manns. Brotaþoli hefði verið á móti henni. Minn t i hana að ákærði hefði verið að taka myndband af fólki að dansa sem henni hefð i fundist eðlilegt til að byrja með en h efð i verið orðið langdregið. 25. Vitnið kvaðst hafa horft á brotaþola og allt í einu hefði hún séð á svip brotaþola að það væri eins og hún væri mjög í sjokki og hún má þ ar orðin did that just happen ? eða eitthvað svipað því. Brotaþoli hefði síðan sagt hann snerti mig, hann snerti mig . Þá hefðu allir farið til brotaþola og þau farið að borð i aftast í salnum . H afi brotaþoli þá sagt henni að ákærði hefði gengið framhjá henni og snert á henni píkuna. Kvaðst vitnið nú ekki geta verið þess fullviss að hún hefði séð ákærða ganga framhjá brotaþola en hún haldi að ákærði hefði gengið í gegnum hringinn og út úr salnum. 26. Vitnið sagði að maðurinn hennar starfi hjá [...] og hafi hún verið að hitta alla í fyrsta sinn, þ. á m. brotaþola , og ákærða þekkti hún ekkert. Tvær eða þrjár konur hefðu huggað brotaþola við borðið. Minni hana að brotaþoli hafi verið í rauðum blómakjól s em náði rétt niður undir hné, meira svona flowy en ekki þröngur. Kvaðst vitnið halda að ákærði 9 hefði farið eftir þetta. Maðurinn hennar hefði verið með þeim að dansa og hefði hann m.a. reynt að finna mann brotaþola sem hefði verið aðeins í uppnámi. Mannauð sstjórinn hefði strax hringt í lögreglu en brotaþoli farið inn í herbergið sitt. Muni hún ekki eftir því að hafa séð einhvern ráðast á ákærða. 27. Vitnið sagði að vel g æ ti verið að ákærði hefði verið að taka upp tónlistaratriðið en hann hefði verið að mynda u m svæðið . Vitnið kvaðst einungis muna eftir svip brotaþola en ekki muna eftir einhverjum að ganga út úr salnum og viti ekki hvar ákærði hafi verið þá. Hún hefði séð ákærð a hægra megin við hringinn að taka upp en ekki séð hann snerta brotaþola. Var vitinu k ynnt að fram k æ mi í samantekt af skýrslu sem hún hefði gefið hjá lögreglu að hún hefði sagt að hún hefði verið í þessum hring með manninum sínum og fleirum og tekið eftir ákærða skammt frá með símann sinn og hann hefði svo gengið í gegnum hringinn sem þau h efðu verið að dansa í. Kvaðst vitnið telja að hún hefði munað þetta betur þegar hún gaf skýrsluna hjá lögreglu . Var vitninu einnig kynnt að fram k æ mi í skýrslunni að henni hefði þá orðið litið á brotaþola sem þá hefði verið eins og steinrunnin í framan og sagt hvað var þetta ? á ensku. Vitnið h efð i farið til brotaþola sem h efð i þá sagt henni að ákærði hefði snert sig þarna niðri . Vitnið sagði að þetta væri rétt eftir henni haft. 28. B sagði að hann hefði komið inn í salinn eftir að atvikið hefði átt sér st að . Allir hefðu verið í uppnámi og var verið að leiða ákærða úr salnum. Kvaðst vitnið hafa reynt að átta sig á stöðunni og hefði fylgt ákærða eftir og á leiðinni heyrt um ásakanir á hendur honum. H efð i ákærði verið leiddur inn í herbergi en margir hefðu verið í uppnámi og hefði því verið reynt að koma ákærða afsíðis. Ákærði h efði verið mjög ölvaður og átt erfitt með að tjá sig og virtist ekki vita alveg hvað væri í gangi. Hann hefði sest og þeir reynt að tala við hann. Ákærði hefði getað gengið þegar hann var l eiddur inn í herbergið en verið eins og öl v aður maður og ekki gengið beint. Kvaðst hann ekki hafa rætt atvikið við ákærða þegar hann var hjá honum í herberginu. Hann hefði hringt í lögreglu og óskað eftir því að ákærði yrði fjarlæg ður af hótelinu og hafi hann verið sóttur af lögreglu . Á ður en vitnið hringdi í lögreglu hafi honum verið sagt að ákærði hefði gripið í klofið á brotaþola eða eitthvað álíka . 29. Vitnið sagði að ákærði og brotaþoli hefðu bæði starfað hjá [...] en ákærða verið sagt upp eftir þetta og hafi það verið sameiginleg ákvörðun fyrirtækisins og ákærða. Hvorugt þeirra starfi hjá fyrirtækinu í dag. Kvaðst vitnið hafa hitt brotaþola í herbergi hennar eftir atvikið og tilkynnt henni að hann hefði hringt í lögreglu , að ákærði væri farinn og að hún 10 þyrfti ekki að hafa áhyggjur af honum alla vega. Hún hefði þakkað honum fyrir , verið í miklu uppnámi og grátandi. Vitnið sagði að honum hefði verið sagt að ákærði hefði verið mjög ölvaður þetta kvöld og verið að taka upp myndbönd af fólki að dansa og hafi honum verið sagt að hætta því. Var vitninu kynnt að ákærði hefði í skýrslu sinni talað um að fjórir menn hefð u ráðist á hann . K vaðst vitnið ekki kannast við það og sagði að tveir menn hefðu leitt hann inn í herbergið. Hann hefði ekki séð neinn beita ákærða harðræði eða ofbeldi. Þá staðfesti vitnið þann framburð sem hafður var eftir honum í upplýsingaskýrslu lögreglu um símtal við vitnið. 30. Lögreglumaður nr. H sagði að umrætt sinn hefðu þeir verið kallaðir út og beðnir um að fjarlæga mann sem staddur var á árs hátíð. Tilkynnandi h efð i tekið á móti þeim þegar þeir komu og útskýr t hvað hefði gerst og vís að þeim í herbergi þar sem ákærði var. Þar hefði ákærði setið á gólfinu ofurölvi og hefðu þeir hjálpað honum að standa upp og stutt hann út í bifreið. Þeir hefðu a thugað með brotaþola en hún h efð i ekki tr e yst sér til að tala við þá og var tilkynnandi fenginn til að koma til hennar upplýsingum um kæru ferli. Ákærða hefði síðan verið ekið heim. Þeir hefðu reynt að tala við ákærða en hann hvorki talað íslensku né ensku og hefði það ekki gengið vel . 31. Vitnið sagði að tilkynnandi h efð i sagt þeim að ákærði hefði byrjað að taka myndir snemma um kvöldið en verið stoppað ur af . Svo h efð i hann áreitt brotaþola, strokið og/eða klipið í klofið á henni. Vitnið sagði að hann h efð i, að hann minni daginn eftir, farið á vettvang til að kanna með öryggismyndavélar. Reyndust ekki vera öry g gismyndavélar sem vísuðu inn í salinn og var þeim gefin sú skýring að það væri vegna persónu - verndarlaga. Hefði verið gerð bókun um tilraunir lögreglu t il að afla gagna úr eftirlits - myndavélum. 32. Lögreglumaður nr. I sagði að þeir hefðu verið sendir í útkall á [...] en þar hefði verið starfsmannaskemmtun. Hafi tilkynningin verið á þann veg að þess hafi verið óskað að maður sem h af i verið búinn að gera eitthv að yrði fjarlægður. Á vettvangi hafi þeir hitt þrjá eða fjóra menn og h efðu þeir sagt þeim að starfsmaður hefði hegðað sér óviðeigandi gagnvart k onu . Fyrr um kvöldið hefði hann verið að taka myndir , hætt því þegar rætt hefði verið við hann en byrjað aftur seinna . Svo h efð i hann áreitt konuna og væri hann mjög ölvaður og vildu þeir losna við hann. Þá kom fram að brotaþoli væri í miklu uppnámi. Þeim hefði verið vísað inn á hótelherbergi og þar h efð i ákærði seti ð á gólfinu og verið mjög ö lv aður. H efð i hann hvorki skilið ensku né íslensku, a.m.k. h efði hann ekki virst skilja þá , þeir m.a. reynt að nota google translate en það ekki gengið. Þeir 11 hefðu fengið hann til að fara með sér út í bifreið. Vitnið kvaðst hafa athugað með brotaþola og reyndist hún vera í m iklu uppnámi . 33. Vitnið sagði að þeir hefðu ekið ákærða áleiðis heim til Reykjavíkur en lögreglumenn frá Reykjavík ekið á móti þeim. Ákærði hefði sofnað eiginlega strax í bifreiðinni og þeir engu sambandi náð við hann og hann ekkert tjáð sig við þá. Þeim h efð i verið sagt þegar þeir komu á vettvang að ákærði hefði áreitt konu en því h af i ekki verið lýst frekar. Vitnið sagði að daginn eftir h efð u hann og félagi hans at h ugað hvort til væru upptökur af atvikum en verið sagt að vegna persónuverndarsjónarmiða væru e kki myndavélar í salnum þar sem þetta gerðist. Staðfesti vitnið að hafa unnið frumskýrslu málsins. 34. D sálfræðingur sagði að brotaþoli hefði komið til hans vegna einkenna áfallastreituröskunar eftir atvik sem átt i sér stað í október 2022 en hún hafði áður v erið í meðferð hjá vitninu. Í kjölfar atviksins hafi h ún átt erfitt með að mæta í vinnu, f engið endurteknar martraðir, v erið með stöðug kvíða - og óttaviðbrögð, svefntrufl a nir, martrað - ir og stöðugt óöryggi , auk þess að vera hrædd . Kvaðst hann hafa hitt han a fimm sinnum. Hún h efð i lýst því að hún hefði verið á vinnu staða skemmtu n og verið að dansa á dansgólfinu. Þá hefði maður sem starfaði hjá sama fy r irtæki komið upp að henni og farið með höndina á kynfæri hennar. 35. Vitnið staðfesti að brotaþoli hefði áður ve rið til meðferðar hjá honum vegna áfallastreitu - röskun ar vegna eldri áfalla. H efðu orði ð breytingar á líðan hennar eftir þetta brot og v æri það frekar skýrt hvaða afleiðingar teng du st þessu broti. Þau hefðu unnið úr þeim , hún náð töluvert góðum árangi og einkenni hennar minnkað. Fyrri meðferðin hefði verið vegna hefðbundin na einkenn a áfallast r eituröskunar sem einkenn du st af endurupplifun - um og forðunareinkennum. Hún hafi eftir það farið út á vinnumarkaðinn , líf hennar brey st töluvert mikið í kjölfar meðferðarinnar og hún getað tekið þátt í samfélaginu og lífinu á ný. 36. Vitnið kvaðst hafa þekkt brotaþola og hennar vanda mjög vel þegar hún leitaði til hans í október 2022. Haldi hann að sú meðferð sem þau hefðu verið búin að fara í gegnum hefði líka gagn a st henni mjög vel til að takast á við þá erfiðu reynslu sem hún hefði lent í. Þá væri einnig þekkt í fræðunum að þegar endurtekin áföll verða , þá virkj a st fyrri viðbrögð einnig og geti það gert einstaklingum mjög erfitt fyrir. Einkennin sem brotaþoli hefði fengið hefðu að mörgu le y ti verið mjög svipuð og áður , en þau hefðu tengst þessu atviki sérstaklega. Væri að mörgu leyti erfitt að gera greinarmun á einkennum þegar svona s tandi á en hjá brotaþola hefðu fyrri einkenni virkjas t á ný við þessa lífsreynslu. Engu að 12 síður væri skýrt að atvikið h efð i haft mjög mikil áhrif á hennar líðan og komu fram hjá henni mjög sterk einkenni á fallastreituröskunar. Staðfesti vitnið að hafa unnið framlagt vottorð vegna brotaþola. Sagði vitnið að hann hefði ekki hitt brotaþola í nokkurn tíma , en þau hefðu lokið úrvinnslu vegna atviksins. Gæti hann því ekki staðhæft neitt um framhaldið fyrir brotaþola. Hún væri búin að fara í gegnum þessa meðferð og g æ ti vonandi nýtt sér þau tæki og tól sem þau hefð u unnið með til að takast á við þessi einkenni. V Niðurstaða 37. Ákærði er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa strokið kynfæri brotaþola, utan klæða. Í ákæru er háttsemi ákærða talin varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samk væmt lagaákvæðinu skal hver sá sem gerist sekur um kynferðislega áreitni sæta fangelsi allt að tveimur árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annar s manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta. Með vísan til orðalags lagaákvæðisins og dómaframkvæmdar er óumdeilt að háttsemi eins og sú sem lýst er í ákæru heyrir undir lagaákvæðið. 38. Ákærði neitar sök. Byggir hann v arnir sínar annars vegar á því að ósannað sé að hann hafi snert brotaþola eins og í ákæru greinir og hins vegar, verði talið sannað að ákærði hafi snert brotaþola, að ásetningur hans til háttseminnar sé ósannaður. Kom fram hjá ákærða að hann myndi ekki eft ir atvikum en hann sagði jafnframt að hefði þetta gerst h efð i það verið óvart og kvaðst ekki hafa ætlað sér að snerta brotaþola. Vísað i hann til þess að atvik gætu skýrst með upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Í framburði þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang kom fram að þeir hefðu síðar farið þangað til að kanna hvort til væru upptöku r af atvikinu og reyndist svo ekki vera. 39. Framburður ákærða hvað varðar áfengisdrykkju hans þetta kvöld hefur verið nokkuð misvísandi en framburður vitna fyrir dómi , m.a. þeirra lögreglumanna sem komu á vett - vang , bend ir til þess að hann hafi verið mjög ölvaður. Þá lýsti ákærði slæmu minni fyrir dómi en nokkuð var mis jafnt hversu vel hann gat lýst einstökum atriðum sem gerðust þetta kvöld. Flest þau vitni sem gáfu skýrslu báru t.d. um að ákærði hefði verið að taka myndir af konum þetta kvöld sem hefðu beðið hann að hætta en ákærði kvaðst ekki muna eftir því . Ákærði mundi hins vegar eftir því að hafa verið í námunda við dansgólfið og 13 að þar hefði verið ráðist á hann í kjölfa r þess að hann hefði verið að taka myndir. Síðan hefði verið farið með hann inn á hótelherbergi. Samrýmist þessi lýsing ákærða á atvikum því sem vitni segja að hafi gerst í kjölfar þess að brotaþoli sagði ákærða hafa snert kyn - færi hennar á dansgólfinu. 40. Br otaþoli gaf tvívegis skýrslu hjá lögreglu vegna atviksins auk þeirrar skýrslu sem hún gaf við aðalmeðferð málsins. Hefur framburður hennar verið skýr og stöðugur hvað varðar þau atriði sem máli skipta. Sagði hún ákærða hafa snert kynfæri sín utan klæða. Í fyrri framburði hennar hjá lögreglu sagði hún ákærða hafa lagt höndina á kynfæri hennar en í þeim seinni að hann hefði strokið upp eftir að kynfærum hennar þannig að hún hefði fundið fyrir fingri hans á kynfærum sínum og fyrir dómi að ákærði hefði þ reifa ð á píkunni á henni. Verður blæbrigðamunur á frásögn hennar h vað þ etta varðar og hvað það varðar hvort ákærði hafi fyrst snert maga hennar eða hvort hann hafi komið með höndina upp í átt að kynfærum hennar ekki talinn rýra framburð hennar. Þá liggur fyrir að misræmi var í framburði brotaþola hjá lögreglu og fyrir dómi hvað varðar þann fjölda áfengra drykkja sem hún drakk þetta kvöld. Er í báðum tilvikum um fáa drykki að ræða, ekki hefur komið fram að hún hafi verið ölvuð og er minni hennar af atvikum þetta kvöld almennt gott. 41. Atvik gerðust á árshátíð hjá þáverandi vinnustað ákærða og brotaþola. Þau vitni sem komu fyrir dóminn sáu ekki ákærða snerta brotaþola eins og lýst er í ákæru . Engu að síður gátu þau lýst þeim atvikum sem gerðust í kjölfarið á sambærile gan hátt og brotaþoli , t.d. því uppnámi sem brotaþoli var í eftir að atvikið gerðist , en sjálf kvaðst hún þá hafa brotnað niður . Vitnið C kvaðst hafa séð á svip brotaþola að eitthvað væri að og brotaþoli þá sagt henni hvað hefði gerst og hafi það verið í k jölfar snertingarinnar að sögn brotaþola . Hjá lögreglu lýsti C því að þetta hefði verið í kjölfar þess að hún sá ákærða ganga framhjá brotaþola á dansgólfi nu . Var þessi framburður borinn undir hana fyrir dómi og kvaðst hún þá ekki muna þetta en hafa séð ákærða í salnum . Er samræmi á milli lýsinga þeirra tveggja hvað varðar samskipti þeirra eftir að C sá þennan svip á brotaþola . Þá er óumdeilt að ákærði var á skemmtuninni og hafði verið við dansgólfið þar sem brotaþoli var að taka myndir . Eftir atvikið var ð mikið uppnám , ákærða var komið inn í herbergi og í kjölfar þess óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hann af hótelinu. Af framburðum vitna verður ráðið að áreitni ákærða við brotaþol a var ástæða þess. 42. F yrir liggur vottorð og vætti sálfræðings sem staðfest i að miklar breytingar hefðu orðið á líðan brotaþola til hins verra eftir atvikið og er það í samræmi við lýsingar brotaþola . 14 Sagði sálfræðingurinn að brotið hefði aukið á vanlíðan brotaþola og virkjað á ný áfalla - ei n kenni vegna eldra brots. Skýrt kom fram hjá sálfræðingnum hvaða afleiðingar stöfuðu af brotinu og að þær yrðu greindar frá afleiðingum eldra brots , jafnvel þó að í báðum tilvikum væri um sams konar einkenni að ræða. Þá er ekkert fram komið sem styður það að framburður brotaþola litist á einhvern hátt af því kynferðisbroti sem hún varð fyrir áður og þannig að dragi úr vægi framburðar hennar. 43. Framburður brotaþola hefur verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem máli skipta við úrlausn málsins. Fær hann stoð í framburði framangreindr a vitna auk málsgagna. Af framburði ákærða verður hins vegar ráðið að hann muni ekki eftir atvikum og fær það stoð í lýsingu vitna á ölvunarástandi hans. Metur dómurinn framburð ákærða ótrúverðug - an. Með hliðsjón af framangreindu þykir verða að leggja fram burð brotaþola til grund - vallar niðurstöðu málsins þannig að sannað er að ákærði hafi strokið kynfæri brotaþola eins og lýst er í ákæru. 44. Ákærði byggir sýknukröfu sína einnig á því að áse t ningur hans til háttseminnar sé ósannaður, sbr. 18. gr. laga nr. 19/ 1940 . Fyrir liggur að ákærði og brotaþoli þekktust lítið og að engin samskipti höfðu átt sér stað milli þeirra þetta kvöld. Sú háttsemi sem dómurinn telur sannaða er þess eðlis að hún verður ekki , eins og atvikum er háttað , talin hafa átt sé r stað óvart. Þ á lýsti brotaþoli einbeittri og snöggri atlögu ákærða að sér og vísaði hún því alfarið á bug að snertingin gæti hafa verið óvart . Er þessum vörnum ákærð a því hafnað. Að þessu virtu telur dómurinn sannað, sbr. 108. og 109 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru og er brot hans þar réttilega heimfært til refsiákvæða. VI 45. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 6. septem ber 2023, var á kærði með dómi héraðsdóms [...] 2016 dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 46. Við ákvörðun refsingar ákærða er til þyngingar litið til 1., 2. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940, en brot hans var gróft og olli brotaþola mikilli vanlíðan , en ákærði gekk að brotaþola þar sem hún var stödd í hópi fólks og veittist að henni á meiðandi og ofbeldisfullan hátt. Í ljósi alls framangreinds og sakarefni s máls þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu hennar skil orðsbundið eins og í dómsorði greinir. 15 47. Af hálfu brotaþola er krafist mi skabóta að fjárhæð 2.000.000 króna , auk vaxta og dráttar - vaxta, eins og að framan er rakið. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. laga nr. 19/1940 gagnvart brotaþola. Hefur hann með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og styðja sálfræðigögn og framburðir vitna að brotaþoli hafi upplifað mikla vanlíðan í kjölfar brotsins og það haft miklar afleiðingar fyrir hana . Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin, með hliðsjón af atvikum og dómafordæmum, 500.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði. Er upphafstími dráttarvaxta ákveðinn með hliðsjón af því að ákærða v ar birt bótakr a f an við þingfestingu málsins. 48. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elimars Haukssonar lögmanns og þóknun skipaðs réttargæslumann s brotaþola og útlagðan sendingarkostnað hennar vegna sálfræðivottorðs , eins og í dómsorði greinir. Hefur við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæsl umann s verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 49. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sonja Hjördís Berndsen aðstoðarsaksóknari. 50. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Nekon Khatami , sæti fangelsi í þ rj á m ánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2022 til 11. nóvember 2023, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6 . gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipað s verjanda síns , Elimar s Haukssonar lögmanns, 1.200.000 krónur , og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola , Önnu Kristrúnar Einarsdóttur lögmanns, 600.000 krónur , og útlagðan kostnað hennar, 2.525 krónur. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign)