Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 30. apríl 2020 Mál nr. E - 22/2019 : Hörgársveit ( Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður ) g egn Arnar i Gústafss y n i ( Helga Björg Jónsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta var dómtekið 6. mars. Það var höfðað 16. febrúar 2019 og dómtekið við þingfestingu þess 28. sama mánaðar. Stefna var árituð um aðfararhæfi 6. mars 2019 en málið var endurupptekið 20. júní. Frávísunarkröfu stefnda var hrundið með úrskurði 17. des ember. Stefnandi er Hörgársveit, Þelamerkurskóla, Hörgársveit. Stefndi er Arnar Gúst afs - son, Brekkugötu 5, Hrísey, Akureyrarbæ. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.051.275 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 38, 2001, frá 28. janúar 2018 til greiðsludags og málskostnað. Stefndi krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og máls kostnaðar, en til vara krefst hann þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar og máls kostn aður felldur niður. I Davíð Jónsson, bóndi í Kjarna í Hörgársveit , varð var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu þann 16. ágúst 2017. Hann hafði samband við sveitarstjóra stefnanda og krafðist þess að graðhestarnir yrðu handsamaðir og fjarlægðir. Hlutaðist stefn andi til um þetta og var hestunum komið í hús. Daginn eftir var stefnda ritað bréf og honum gefinn kostur á að sækja hestana og greiða kostnað af að fanga þá. Ekki varð hann við því. Annað bréf var ritað til hans 28. ágúst 2017. Í báðum bréfunum var að vörun um nauðungarsölu ef ekki yrði orðið við áskorun um að greiða kostnað af að fanga graðhestana og hýsa þá. Beðið var um nauðungarsölu 13. september 2017 og voru hrossin boðin upp 3. nóvember. Stefnandi keypti þau á 20.000 krónur og lét lóga þeim í sl áturhúsi, sem greiddi honum 17.907 krónur fyrir þá . 2 Stefnandi kveðst byggja kröfu sína á framlögðum reikningum vegna útlagðs kostnaðar við handsömun, geymslu, slátrun og þjónustu dýralæknis vegna tveggja graðfola í eigu stefnda sem stefndi hafi ekki haft í öruggri vörslu. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig; 1. Föngun hrossa, 5 menn í 2 klst. Tímagjald kr. 4.000 pr. mann 40.000 2. Reikningur frá dýralækni 49.982 3. Akstur vörsluaðila 10.000 4. Kostnaður vegna geymslu hrossanna frá 16.8.2017 3.11.2017 alls 78 daga, kr. 5.000 pr. hross, pr. dag, m. vsk. 967.200 5. Uppboðskostnaður. 2.000 Samtals 1.069.182 Til frádráttar er greiðsla slátrarans, 17.907 krónur. Stefnandi kveðst hafa staðið straum af og greitt allan útlagðan kostnað sem af handsömun og umönnun graðhestanna hafi hlotist. Samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 6. gr. laga um búfjárhald nr. 38 / 2013 sé vörsluskylda allt árið á graðhestum 10 mánaða og eldri, en vetu rgamlir folar skuli ætíð vera komnir í vörslu eigi síðar en 1. júní, þó þeir séu ekki orðnir fullra 10 mánaða. Það hafi því hvílt skylda á stefnda sem eiganda graðhestanna að tryggja vörslu þeirra. Þá bendir stefnandi á 7. gr. samþykktar um búfjárhald í Hö rgársveit þar sem kveðið er á um skyldu umráðamanna hrossa og nautgripa að tryggja að gripir þeirra valdi ekki ágangi í eignarlöndum annarra og í 8. gr. að heimilt sé að handsama búfénað sem sleppi úr vörslu og koma honum í örugga vörslu. Skuli eiganda þá gert viðvart og honum gefinn kostur á að sækja búfénaðinn gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Stefnandi kveður sér hafa verið skylt að bregðast við kröf u um að hestarnir yrðu handsamaðir, sbr. 2. mgr., 6. gr. laga nr. 38 / 2013. Stefnda hafi tvívegis verið s ent bréf og skorað á hann að sækja hestana og greiða áfallinn kostnað að því viðlögðu að þeir yrðu seldir á nauðungarsölu. Ekki hafi borist viðbrögð við þessu og því hafi það farið svo að stefnandi hafi neytt heimildar sinnar samkvæmt 2. mgr., 6. gr. laga nr. 38, 2013 og óskað nauðungarsölu. II Stefndi byggir á því að kröfu í þessu máli sé beint að röngum aðila , því að ósannað sé að hann hafi átt þessi hross. Stefnandi byggi á því að ári áður hafi hestar í eigu stefnda sloppið frá Skriðulandi inn á land Kjarna. Stefndi og bróðir hans eigi Skriðuland og þessa , upprunabók íslenska hestsins, séu 111 hross skráð frá Skriðulandi. Ekkert þeirra sé skráð eign stefnda. 3 Þá segir stefnd i að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi greitt þá reikninga sem hann endurkrefji nú stefnda um. Þá sé misræmi milli fr amlagðra gagna og sundurliðunar í stefnu. Einnig telur stefndi að kostnaður vegna geymslu hestanna sé of hár og leggur því til stuðnings fram reikninga frá tamningamanni. Þá bendir stefndi á að ósamræmi sé í fjárhæðum reikninga geymslumanns, auk þess sem ekki liggi fyrir að þeir hafi verið greiddir. III Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri stefnanda, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann lý sti því að það hefði komið fyrir áður að hross eða naut hefðu sloppið frá Skriðulandi. Í þetta sinn hefði Davíð Jónsson tilkynnt um að hross vær u komin í hólf til hans, þ.á m. tveir graðhestar. Hann hefði haft sambandi við lögreglu og Matvælastofnun. Ólafu r Jónsson dýralæknir hefði komið, en ekki viljað hafa bein afskipti af málinu. Lögregla hefði hjálpað til að handsama hrossin, en síðan þurft að sinna öðrum verkefnum. Hann hefði þá kvatt til tvo menn aukalega til að ljúka verkinu. Síðan hefði hann fengið annan dýralækni á staðinn til að sannreyna að þetta væru graðhestar. Þann 16. júlí 2016 hefði verið hringt vegna hesta sem væru sloppnir frá Skriðulandi. Stefndi hefði í þetta sinn viðurkennt að eiga hestana og óskað eftir að fá að sækja þá. Á það hefði ve rið fallist. Þar á meðal hefðu verið þessir sömu tveir hestar , reyndar folar þá. Aðspurður sagði Snorri að reikningar sem lagðir hafa verið fram í málinu og stefndi sé krafinn um að endurgreiða hafi allir verið greiddir . Davíð Jónsson bóndi í Kjarna , kve ðst vera alinn upp við hesta og vera búfræðingur af hrossaræktarbraut. Hann segir að hrossastóð hafi komið frá Skriðulandi. Þetta hafi verið stóð sem hafi komið í Skriðuland þegar stefndi hafi keypt það. Hann hafi séð þessa graðhesta áður, þeir hafi komið í heimsókn árið áður, þá folöld, ásamt stóðinu. Hann hafi þá haft samband við sveitarstjóra og stefndi hafi komið og sótt þá. Árni Pálsson lögmaður, sem ritaði stefnda bréfin tvö sem áður er minnst á, kvaðst muna eftir að hafa fengið símtal frá stefnda ef tir að hann ritaði fyrra bréfið. Hann kvaðst þó ekki geta munað með vissu hvað þeim hafi farið á milli, en vegna þess hvernig eftirleikurinn hafi verið horfi það svo við sér að stefndi hafi verið að mótmæla fjárhæðum en ekki aðild. IV Mál þetta snýst mest um það hvort nægilegar sönnur hafi verið færðar á það að stefndi hafi átt graðhestana tvo. Eftir því sem fram hefur komið voru þeir ómerktir, ómarkaðir og óskráðir. Stefnandi fangaði hestana og krafðist síðan nauðungarsölu á þeim , allt samkvæmt heimildum í lögum nr. 38/2013. Í því ferli var ætíð miðað við að stefndi ætti þá. 4 Stefndi er meðeigandi að jörðinni Skriðulandi. Eftir því sem fram hefur komið af hálfu Snorra Finnlaugssonar og vitnisins Davíðs Jónssonar hefur hann haft þar stóð sem ítrekað hefur s loppið úr haldi. Báðir bera að þessir tveir hestar, þá folöld, hafi sloppið með stóði árið áður og hafi stefndi þá orðið við tilmælum um að sækja þá. Við þetta bætist framburður Árna Pálssonar um símtal frá stefnda eftir að fyrra áskorunarbréfið var sent . Þegar þessu er öllu til skila haldið verður að leggja til grundvallar að hestarnir hafi verið á vegum stefnda og á hans ábyrgð. Verður því ekki sýknað vegna aðildarskorts. Fjallað verður í einu lagi um sýknukröfu stefnda vegna misræmis fjárhæða , þess að ekki sé sýnt að reikningar hafi verið greiddir og kröfur hans um lækkun fjárhæð a r. Stefnandi krefur stefnda um 40.000 krónur vegna föngunar hrossanna. Hefur sú tala verið óbreytt frá öndverðu. Kveðst stefnandi hafa verið með tvo starfsmenn sína og Davíð Jó nsson á sínum vegum við verkið. Reikningur liggur frammi frá Skriðuhestum ehf., þar sem krafist er 16.000 króna auk virðisaukaskatts, samtals 19.840 vegna föngunarinnar. Er því ljóst að ekki er krafist endurgreiðslu virðisaukaskattsins, heldur í heild grei ðslu fyrir 5 menn í tvo tíma, 4.000 króna vegna hvers, samtals 40.000 króna. Var svo gert í öndverðu og í uppboðsbeiðni. Að þessu gættu verður þessi liður tekinn til greina. Fyrir liggur að dýralæknir gerði reikning á hendur stefnanda vegna skoðunar á hros sunum að fjárhæð 49.982 krónur. Stefn an di kveðst hafa greitt reikninginn og ekki verður við annað miðað en að honum hafi verið það skylt. Verður þessi kröfuliður tekinn til greina. árituðum um greiðslu og verður tekinn til greina. Tveir reikningar liggja frammi sem Skriðuhestar ehf. gerðu á hendur stefnanda vegna geymslu hestanna. Báðir eru áritaðir um greiðslu. Fyrri reikningurinn er vegna tímabilsins 16. ágúst til 13. september 20 17. Segir í honum að magn sé 2, taxti 72.500 og heild sé 145.000. Við bætist virðisaukaskattur. Er þarna, eftir því sem best verður séð, aðeins krafist 2.589 króna á hest á dag (145.000 krónur/2 8 d ögum /2 hestum) . Seinni reikningurinn er vegna tímabilsins 1 4. september til 3. nóvember 2017 og hljóðar um 635.000 krónur vegna tveggja graðhesta. Við bætist virðisaukaskattur. Er þarna, eftir því sem best verður séð, krafist 6.350 króna á hest á dag (635.000 krónur/ 50 dögum/2 hestum) . Sveitarstjóri stefnanda kvað st ekki gera sér grein fyrir því hvað ylli þessu misræmi, en áréttaði að samið hefði verið um 5.000 krónur á hest á dag fyrir utan virðisaukaskatt. Fyrri reikningurinn er dagsettur 17. maí 2018 en sá síðari 26. nóvember 2018. Er ljóst að þeir hljóða í hei ld um 5.000 krónur fyrir hest á dag fyrir utan virðisaukaskatt, (78 dagar x 5.000 krónur x 2 hestar = 780.000 krónur) . Að viðbættum virðisaukaskatti nemur fjárhæðin í heild 967.200 krónum sem gerð er krafa um í stefnu. Þrátt fyrir að þetta misræmi sé óút skýrt er samtala reikninganna í samræmi við dómkröfur 5 stefnanda. Ekki þykir sýnt að þeir séu bersýnilega ósanngjarnir , þrátt fyrir framlögð gögn um kostnað af þjónustu tamningamanns í öðrum landshluta. Verður þessi kröfuliður því tekinn til greina. Sölulau n í ríkissjóð námu 1.000 krónum . Í beiðni um nauðungarsölu var gjald í ríkissjóð tilgreint 5.900 krónur, sem var lágmarksfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 88/1991, sbr. 25. gr. laga nr. 130/2009. Verður liðurinn ,,uppboðskostnaður 2.000 nn til greina. Eftir þessu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda stefnufjárhæðina. Deilt er um upphafstíma dráttarvaxta. Stefnandi gerði stefnda reikning þann 17. desember 2017. Þar var uppboðskostnaður ekki tilgreindur og geymslukostnaðurinn tilgr eindur án virðisaukaskatts. Reikningar fyrir geymslukostnaði , sem eru meginhluti dómkröfunnar, eru ekki dagsettir fyrr en á árinu 2018. Er óútskýrt hvernig stefnandi gat krafið stefnda með réttu um endurgreiðslu þeirra fyrir þann tíma. Með það í huga verðu r beitt reglu 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 og dráttarvextir dæmdir frá þeim tíma er málið var höfðað þann 16. febrúar 2019 . Málskostnaður ákveðst 600.000 krónur. Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómso r ð: Stefndi, Arnar Gústafsson, greiði stefnanda, Hörgársveit, 1.051.275 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38 / 2001, frá 16. febrúar 2 019 til greiðsludags og 600.000 krónur í málskostnað. Erlingur Sigtryggsson