Héraðsdómur Reykjaness Dómur 14. október 2021 Mál nr. S - 678/2021 : Héraðssaksóknari (Halldór Rósmundur Guðjónsson saksóknarfulltrúi) g egn Halldór i Hlíðar i Bergmundss yni og ( Almar Þór Möller lögmaður) Ingþór i G uðlaugs syni ( Jóhannes Stefán Ólafsson lögmaður ) Dómur : I. Mál þetta, sem dómtekið var 29. september sl. að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru dags. 18. mars 2021 á hendur Halldóri Hlíðari Bergmundssyni, kt. 000000 - 0000 , [...] , og Ingþóri Guðlaugssyni, kt. 000000 - 0000 , [...] . Málið er höfðað gegn ákærðu fyrir meiri háttar brot gegn skatta - og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti á árunum 2013 og 2014, framin í tengslum við rekstur einkahlutafélagsins Svartaskarðs, kt. 000000 - 0000 , nú afskráð. Á hendur ákærða, Halldóri Hlíðari, sem daglegum stjórnanda og prókúruhafa félagsins og ákærða Ingþóri sem daglegum stjórnanda félagsins og stjórnarmanni frá 25. júlí 2013 til 28. október 2014, með því að hafa: 1. Staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins fyrir up pgjörstímabilin júlí ágúst og september október rekstrarárið 2013 og janúar febrúar til og með september - október rekstrarárið 2014, eigi staðið skil á virðisaukaskattskýrslu vegna uppgjörstímabilsins nóvember desember 2 rekstrarárið 2013, og fyrir a ð hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem standa bar ríkissjóði skil á, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 5.509.022 , sem hér greinir: ___ Árið 2013______ Júlí - ágúst kr. 28 9.948 September október kr. 1.053.822 Nóvember desember kr. 1.058.947 kr. 2.402.717 Árið 2014 ______ Janúar febrúar kr. 867.899 Mars - apríl kr. 356.829 Maí - júní kr. 711.395 Júlí ágúst kr. 861.706 September október kr. 308.476 kr. 3.106.305 Vanframtalin VSK samtals alls kr. 5.509.022 2. Látið undir höfuð leggjast að færa tilskilið bókhald í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994, um bókhald, og vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn með fullnægjandi hætti, vegna starfsemi einkahlutafélagsins rekstrarárin 2013 og 2014. 3. Fyrir peningaþvæt ti með því að hafa aflað einkahlutafélaginu ávinnings af brotum samkvæmt 1. tölulið ákæru, samtals að fjárhæð 5.509.022 krónur, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins og eftir atvikum í eigin þágu. Framangreind brot ákærðu samkvæmt 1. tölulið telj ast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. 3 Þá teljast brot ákærðu samkvæmt 2. tölulið ákæru varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 36. gr. og 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Brot ákærðu samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðs lu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða Halldórs gerir þá kröfu aðallega að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara, komi til sakfellingar, er þess krafist að ákærða verði ekki gerð refsing og til þrautavara, verði refsing ákveðin, er þess krafist að hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá krefst verjandinn þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans samkvæmt málskostnaðarreikningi. Verjandi ákærða Ingþórs krefst vægustu refsingar s em lög frekast heimila fyrir brot ákærða gegn 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 en ákærði hefur viðurkennt að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 1.306.946 kr. Að öðru leyti er þess aðallega krafist að ákærði verði sýkna ður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila og að hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð þ.m.t. málsvarnar laun verjandans samkvæmt málskostnaðarreikningi. Málavextir: Einkahlutfélagið Svartaskarð var stofnað í ágúst 2013 og tilgangur þess var sala, leiga og rekstur fasteigna, verktakastarfsemi, lánastarfsemi, fjárfestingar og önnur skyld starfsemi. Við sto fnun var ákærði Ingþór einn skráður í aðalstjórn en ákærði Halldór var skráður í varastjórn með prókúru. Enginn var skráður í framkvæmdastjórn. 4 Ákærði Halldór sagði sig úr varastjórn Svartaskarðs ehf. og prókúra hans var afturkölluð hjá fyrirtækjaskrá 30. júlí 2014 en 28. október sama ár sagði ákærði Ingþór sig úr stjórn og A var skráður sem formaður stjórnar með prókúru en B var skráður varamaður í stjórn. Rannsókn skattrannsóknarstjóra á málefnum Svartaskarðs ehf. hófst í febrúar 2016 með tilkynningu til skiptastjóra en félagið var úrskurðað gjaldþrota 27. janúar 2016. Skiptum á þrotabúinu lauk 13. maí sama ár og var félagið afskráð 30. sama mána ðar. Vi ð skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra sagði ákærði Ingþór að hann hafi stofnað til rekstrar Svartaskarðs ehf. með ákærða Halldóri sem hefði annast rekstur félagsins. Eina sem ákærði Ingþór hafi gert hafi verið að vinna fyrir C og gefa út sölureik ninga vegna þeirrar vinnu í nafni Svartaskarðs ehf. Hann taldi að gögn fyrirtækjaskrár varðandi Svartaskarð ehf. væru rétt en þegar félagið hafi verið stofnað hafi hann verið í mikilli áfengis - og fíkniefnaneyslu en eftir 2014 hafi hann ekki verið í vímuef naneyslu. Ákærði Halldór sagði í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra að hann hafi verið skráður í varastjórn Svartaskarðs ehf. og hann hefði stofnað til rekst r arins með ákærða Ingþóri. Það hafi hins vegar engin stjórn verið á daglegum rekstri félagsins en ákærði Halldór hafi verið með lítilræði, sem hafi verið snjómokstur, og ákærði Ingþór verið með eitthvað. Rannsókn skattrannsóknarstjóra á málefnum Svartaskarðs ehf. afmarkaðist við tímabilið 7. ágúst 2013 til og með 31. desember 2014 og m.a. voru vi rði s aukaskattsskil félagsins rannsökuð. Rannsókninni lauk í júní 2017 og var þá ákærðu send skýrsla skattrannsóknarstjóra og gefinn frestur til að tjá sig um efni skýrslunnar og koma að mótmælum, gögnum og skýringum áður en tekin yrði ákvörðun um framhald málsins. Engar athugasemdir bárust frá ákærðu. Virðisaukaskattskýrslum fyrir Svartaskarð ehf. var skilað fyrir uppgjörstímabilin júlí - ágúst og september - október 2013 og janúar - febrúar, mars - apríl, maí - júní, júlí - ágúst og september - október 2014. Um var að ræða núllskýrslur og voru allar tölur á skýrslunum núll þ.m.t. skattskyld velta og útskattur. Skýrslu vegna júlí - ágúst 2013 var skilað inn 16. desember 2013 og undirritun á henni er ólæsileg. Skýrslum vegna janúar til og með ágúst 2014 eru undirritaðar með nafni A og var þeim öllum skilað 1. desember 2014. Skýrslum 5 vegna september - október 2013 og vegna sömu mánaða 2014 var skilað á rafrænu formi og því ekki undirritaðar. Ákærði Halldór kannaðist ekki við virðisaukaskattsskýrslurnar né undirritanir á þeim og hann sagði að D bókari félagsins hafi átt að skila skýrslunum. Ákærði Ingþór kannaðist ekki við skýrslurnar, vissi ekki hver hefði gert þær og taldi að þær gæfu ekki rétta mynd af skattskyldri veltu og inn - og útskatti Svartaskarðs ehf. A kannaðist vi ð þær skýrslur, sem nafn hans var á, en hann hefði verið beðinn um að skrifa undir þær um leið og hann skrifaði undir gögn til fyrirtækjaskrár þar sem hann var skráður forsvarsmaður Svartaskarðs ehf. Hann kvaðst ekki vita hver hefði gert skýrslurnar eða se nt þær inn. Skattframtal og ársreikningur Svartaskarðs ehf. fyrir rekstrarárið 2013 þ.m.t. samanburðarskýrsla virðisaukaskatts sýna að skattskyld velta og útskattur allt árið hafi verið 0 kr. en gögnunum var skilað inn 27. nóvember 2014. Ákærðu könnuðust ekki við gögnin og vissu ekki hver hefði sent þau inn en þeim var skilað um það leyti sem A var skráður stjórnarformaður Svartaskarðs ehf. Hann kannaðist ekki við gögnin og vissi ekki hver hafi sent þau inn. Virðisaukaskattsnúmeri félagsins var lokað 31. október 2014 en eftir það voru gefnir út sjö sölureikningar í nafni Svartaskarðs ehf. á þrjá aðila. Skattrannsóknarstjóri segir að verulegur vafi leiki á því að reikningar á tvo þessara aðila eigi við rök að styðjast og reikningar á einn aðilann séu ekki v egna starfsemi Svartaskarðs ehf. Með hliðsjón af því séu ekki til sölureikningar vegna rekstrar félagsins sem gefnir hafa verið út eftir að virðisaukaskattsnúmeri þess var lokað. Skattrannsóknarstjóri fékk hvorki bókhald Svartaskarðs ehf. frá forsvarsmönn um félagsins né skiptastjóra og því byggir rannsókn embættisins á gögnum sem það aflaði og upplýsingum frá viðskiptamönnum Svartaskarðs ehf. Ákærðu höfðu engin bókhaldsgögn félagsins. Ákærðu sögðu báðir að tekjuskráning Svartaskarðs ehf. hefði verið þanni g að gefnir hafi verið út sölureikningar og síðan hafi verið greitt inn á bankareikning félagsins. Við rannsókn skattrannsóknarstjóra lágu fyrir 72 sölureikningar úr a.m.k. fjórum 6 númeraröðum sem gefnir voru út í nafni Svartaskarðs ehf. En verulegur vafi þ ótti leika á því allir þeir reikningar sem voru gefnir út í nafni félagsins ættu við rök að styðjast og sumir þeirra hafi ekki verið vegna starfsemi félagsins. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að bókhald Svartaskarðs ehf. hafi ekki verið fært, varðveis lu bókhaldsgagna verið verulega ábótavant og samfelld númeraröð sölureikninga ekki legið fyrir. Þá hafi skattskyld velta og útskattur verið vantalið, gefnir hafi verið út tilhæfulausir sölureikningar og sölureikningar sem ekki hafi verið vegna starfsemi Sv artaskarðs ehf. Tölulegar niðurstöður í rannsókn skattrannsóknarstjóra voru þær að vantalinn útskattur árið 2013 hafi verið 2.402.717 kr. og 3.732.749 kr. árið 2014. Með bréfum skattrannsóknarstjóra ríkisins dags. 16. ágúst 2017 var ákærðu tilkynnt um f yrirhugaða refsimeðferð málsins. Í bréfi lögmanns ákærða Ingþórs dags. 30. ágúst 2017 kemur m.a. fram að með stofnun Svartaskarðs ehf. hafi verið ætlunin að ákærðu myndu hefja sameiginlegan rekstur og ætlunin hafi verið að ákærði Halldór myndi annast dagle gan rekstur félagsins og hann hafi einn haft aðgang að bankareikningi félagsins. Í raun hafi ekki orðið af hinum fyrirhugaða rekstri en þó hafi ákærði Ingþór unnið einhverja vinnu í nafni Svartaskarðs ehf. og gefið út vegna þess 13 reikninga án þess að sta nda skil á virðisaukaskatti. En á þeim tíma hafi ákærði Ingþór verið í mikilli óreglu og hann viti ekki um rekstur Svartaskarðs ehf. að öðru leyti. Ákærði Ingþór fullyrðir að honum einum hafi verið heimilt að gefa út reikninga í nafni félagsins og hann haf i ekki heimilað öðrum að gera það. Þá lýsti ákærði Ingþór því að hann vilji bæta fyrir það sem hann hefði gert og standa skil á sínu. En þar sem brot ákærða Ingþórs hafi verið fullframin við upphaf rannsóknar sé réttara að hann standi skil á sínu í formi s ektar. Ákærði segir að reikningar sem hann hafi gefið út hafi verið að fjárhæð 5.125.292 kr. og virðisaukaskattur vegna þeirra sé 1.306.946 kr. og hann vilji ljúka málinu með greiðslu sektar að tvöfaldri þeirri fjárhæð eða 2.613.892 kr. Með bréfum sk attrannsóknarstjóra ríkisins dags. 9. febrúar 2018 var málinu vísað til héraðssaksóknara. 7 Niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara var að vangoldinn virðisaukaskattur Svartaskarðs ehf. árið 2013 hafi verið 2.402.717 kr. og árið 2014 3.106.305 kr. sem eru sömu fjárhæðir og koma fram í ákæru. Framburður ákærðu og vitnis fyrir dómi: Ákærði Halld ór kvaðst hafa stofnað einkahlutafélag með ákærða Ingþóri og hafi Halldór verið varamaður í stjórn. Hann kvaðst ekki hafa verið daglegur stjórnandi Svartaskarðs ehf. en ákærði Ingþór hafi verið formaður stjórnar og framkvæmdastjóri. Ákærði sagði að hann og ákærði Ingþór hafi unnið sitt í hvoru lagi fyrir þriðja aðila. Ákærði Halldór kvaðst hafa unnið sem gröfumaður en hann hafi ekkert gert í félaginu sem slíku en hann hafi líklega verið með prókúru fyrir það en ekki greitt reikninga fyrir það. Hann hafi gef ið út reikninga fyrir sinni vinnu í nafni Svartaskarðs ehf. en hann vissi hins vegar ekki hverjir aðrir hefðu gefið út reikninga í nafni félagsins. Hann kvaðst ekki vita hvað ákærði Ingþór hafi gert. Ákærði Halldór kvaðst ekki hafa kynnt sér hvaða skyldur fylgdu því að setjast í stjórn einkahlutafélags. En hann kvaðst hafa innheimt virðisaukaskatt af sinni vinnu en ekki haldið honum sérstaklega aðskildum frá öðrum fjármunum. En hann kvaðst ekki hafa séð um skil á virðisaukaskatti fyrir Svartaskarð ehf. Ákær ði Halldór taldi að það hafi verið samið við mann, líklega að nafni D , um að annast skil vegna virðisaukaskatts en ákærði kvaðst ekki hafa vitað á þeim tíma hvernig það virkaði. Ákærði Halldór kvaðst bara hafa vitað um einn bankareikning á nafni Svartaska rðs ehf. en hann mundi ekki númerið á honum. Ákærði kvaðst hafa millifært af reikningnum á aðra samkvæmt beiðnum þar að lútandi en einnig millifært á eigin reikning. Ákærði sagði að afskiptum hans af málefnum Svartaskarðs ehf. hafi lokið í júlí/ágúst 2014 og hann minntist þess ekki að hafa eftir það gefið út reikninga í nafni Svartaskarðs ehf. Ákærði Halldór kannaðist við að hafa átt í viðskiptum við E , F , G , H , I , J og K . Hann kvaðst hins vegar ekki hafa átt viðskipti við C , L, M, N og hann var ekki viss með O , P og Q . Ákærði Halldór kvaðst ekki vita hvort bókhald hafi verið fært fyrir Svartaskarð ehf. en hann hafi ekkert haft með það að gera og ekki vitað hver hafi átt að annast það. 8 Ákærði Ingþór sagði að Svartaskarð ehf. hafi verið stofnað vegna ver ktöku varðandi jarðvinnu og hann hafi verið skráður í stjórn félagsins. Hann og ákærði Halldór hafi unnið fyrir aðra og ætlað að byggja upp höfuðstól hjá félaginu. Ákærði Ingþór kvaðst hafa verið í óreglu á þessum tíma og það hafi alls ekki verið ætlunin a ð það færi fyrir Svartaskarði ehf. eins og raunin varð. Ákærði Ingþór sagði að bæði hann og ákærði Halldór hafi unnið fyrir aðra aðila og gefið út reikninga sitt í hvoru lagi. Þeir aðilar, sem ákærðu hafi átt viðskipti við, hafi síðan greitt inn á bankarei kning Svartaskarðs ehf. Ákærði Ingþór taldi að ákærði Halldór hafi millifært af bankareikningi félagsins inn á ákærða Ingþór en hann hafi ekki verið með aðgang að bankareikningi félagsins. Ákærði Ingþór sagði að reksturinn hafi ekki verið umfangsmikill en ákærðu hafi unnið fyrir aðra verktaka og gefið út reikninga fyrir þeirri vinnu. Ákærði Ingþór kvaðst ekki vita hvert hlutverk hans í stjórn Svartaskarðs ehf. hafi verið og hann hafi ekki kynnt sér þær skyldur sem hafi hvílt á honum sem stjórnarmanni. Hann hafi gert ráð fyrir að ákærðu myndu fá bókhaldara til að annast mál varðandi virðisaukaskatt en hann hafi ekkert gert í því. Ákærði kvaðst aldrei hafa gert skýrslu um virðisaukaskatt og hann kvaðst engar upplýsingar hafa um þær skýrslur sem hafi verið ski lað í nafni félagsins. Ákærði kannaðist við að hafa unnið fyrir A , M og F í nafni Svartaskarðs. Hann kannaðist ekki við að hafa átt í viðskiptum við aðra aðila og hann vissi ekki hvað ákærði Halldór gerði. Ákærði Ingþór kvaðst ekkert hafa gert varðandi bókhald Svartaskarðs ehf. heldur skilið þau bókhaldsgögn sem hann hafi verið með eftir hér og þar en hann kvaðst telja að hann hafi heyrt nafnið D í sambandi við bókhald félagsins en ákærði hafi aldrei rætt vi ð D . Ákærði kvaðst hafa fengið greiðslur inn á sinn reikning fljótlega eftir mánaðarmót hverju sinni og hann hafi haldið að einhverju hafi verið haldið eftir af þeirri fjárhæð sem hann hefði unnið fyrir. Ákærði Ingþór mundi ekki hvernig gengið hafi verið frá yfirtöku A á Svartaskarði ehf. en eftir að ákærði hafi farið út úr félaginu hafi hann ekki gefið út reikninga í nafni þess. 9 Ákærði Ingþór sagðist hafa boðist til á öllum stigum málsins að greiða þann virðisaukaskatt sem hann hafi ekki staðið skil á en því boði hafi aldrei verið svarað heldur aðeins bent á einhvern annan í því sambandi. Hann sagði að þetta mál hafi hvílt þungt á honum en hann hafi hætt vímuefnaneyslu en glímt við kvíða og þunglyndi. En í dag væri hann kvæntur, ætti þrjú börn og væri í fastri vinnu. Vitnið, B , kvaðst hafa verið að leita sér að félagi og heyrt af Svartaskarði ehf. Ætlunin hafi verið að nota félagið vegna garðvinnu og helluþjónustu. Vitnið kvaðst ekki muna hvenær þetta hafi verið en ákærði Ingþór hafi samþykkt að vitnið tæki við félaginu. Vitnið kvaðst ekki muna hvernig eigendaskiptin að Svartaskarði ehf. hafi átt sér stað en vitnið og A hafi fengið félagið en ekki greitt neitt fyrir það. Vitnið kvaðst ekki hafa útbúið skjöl vegna yfirtökunnar heldur hafi ákærði Ingþór k omið með þau til vitnisins. Vitnið sagði að hann og A hafi ekki athugað með skuldir Svartaskarðs ehf. en þær hafi átt að vera litlar. Vitnið kvaðst hafa orðið varamaður í stjórn félagsins en A hafi verið skráður framkvæmdastjóri. Það hafi ekkert orðið úr r ekstri í nafni félagsins eftir að þeir komu að málefnum þess. Vitnið sagði að það hafi ekkert verið rætt um skil á virðisaukaskatti vegna Svartaskarðs ehf. Sjónarmið ákærða Ingþórs: Verjandi ákærða Ingþórs skilaði greinargerð. Þar kemur fram að ákærðu hafi í sameiningu stofnað Svartaskarð ehf. í þeim tilgangi að halda utan um verkefni tengd jarðvinnuverktöku. Þeir hafi ákveðið að vinna í sitt hvoru lagi og gera reikninga á viðskiptavini hvors um sig í nafni félagsins. Ákærði hafi unnið fyrir C og gefið sjálfur út reikninga á það félag í nafni Svartaskarðs ehf. Á þeim tíma hafi ákærði verið í stjórnlausri vímuefnaneyslu og barist við að fjármagna neysluna og hafi tekjurnar frá C farið að stærstum hluta í það. Það hafi ekki verið ásetningur ákærða að stand a ekki skil á virðisaukaskatti og hann hafi lítið sem ekkert fylgst með því sem ákærði Halldór hafi gert og ákærði Ingþór hafi ekki verið með aðgang að bankareikningi Svartaskarðs ehf. Ákærði hafi snúið við blaðinu á árinu 2014 og tekið upp betra líf og gr eitt upp skuldir sínar. Hann hafi ekki áttað sig á hvað væri að gerast hjá Svartaskarði ehf. og í raun ekki áttað sig á því fyrr en hann hafi verið kallaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra 10 ríkisins á árinu 2016 þ.m.t. það sem ákærði Halldór hafði g ert sem ákærða Ingþór sé gefið að sök í þessu máli. Ákærði Ingþór segist aldrei hafa skilað inn virðisaukaskattskýrslum fyrir Svartaskarð ehf. og ekki talið það í sínum verkahring. Því verði hann ekki gerður ábyrgur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skýrslum. Ákærði Ingþór hafi talið að ákærði Halldór myndi sjá um þennan hluta rekst r arins og það virðist óumdeilt að ákærði Ingþór hafi ekki einu sinni haft aðgang að heimabanka Svartaskarðs ehf. Þá hafi ákærði Halldór einn verið með prókúru á bank areikning félagsins. Verði ákærði samt sem áður sakfelldur fyrir brot samkvæmt 1. tölulið ákæru er bent á það að gáleysisleg hegðun hans að þessu leyti skýrist einkum af vanþekkingu á rekstri og reglum er varða skil á virðisaukaskattskýrslum og því að hann hafi verið í mikilli óreglu á þessum tíma. Ákærði fullyrðir að dómstólar hafi nú á síðari tímum talið að menn beri aðeins ábyrgð á eigin gjörðum og því hafi verið vikið frá fyrri framkvæmd þar sem menn hafi á stundum verið nánast látnir bera hlutlæga ábyr gð stöðu sinnar vegna t.d. sem stjórnarmenn í einkahlutafélögum. Vísar ákærði þar um til dóma Hæstaréttar í málum nr. 392/2006, 388/2013, 321/2015 og 295/2014. Því verði ákærði Ingþór ekki gerður ábyrgur fyrir þeim röngu virðisaukaskattskýrslum sem hann ha fi ekki skilað inn og hafi ekkert haft með að gera. Formleg stjórnarseta dugi ekki ein og sér til þess að sakfella ákærða að þessu leyti. Þá tekur ákærði Ingþór fram að hann hafi viðurkennt að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 1.306.946 kr. Þá fjárhæð hafi hann ætlað að greiða til Þetta sé tilkomið vegna reikninga samtals að fjárhæð 5.125.292 kr. Þetta brot ákærða teljist ekki meiriháttar í skil ningi 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en það sé réttilega heimfært til 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Ákærði telur að fyrrgreind fjárhæð sé ekki veruleg í skilningi 3. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og vísar þar um til dóma Hæstaréttar í málum nr. 112/2003 og 323/1998. Þá bendir ákærði Ingþór á að hann hafi aldrei verið dæmdur fyrir skattalagabrot, sbr. niðurlag 3. mgr. 262. gr. hegningarlaganna og þá verði ekki séð að verknaður ákærða hafi verið framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auki mjög saknæmi brotsins. Í því sambandi tekur ákærði fram að brotin hafi verið framin á stuttu 11 tímabili og hann hafi upplýst skattayfirvöld strax um sinn þátt í málinu þ.e. í fyrstu skýrslutöku. Ástæða fyrir brotum ákærða hafi verið að hann hafi átt erfitt andlega og brotin hafi verið framin í örvæntingu, neyð og fjárskorti. Þá tekur ákærði fram að hann hafi á meðan meðferð málsins hafi staðið hjá skattyfirvöldum boðist til að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem hann sjálfur hafi notið góðs af vegna brotanna á grundvelli 40. gr. laga um virðisaukaskatt. Ákærði telur að þetta eigi ekki aðeins að hafa áhrif við ákvörðun refsingar í málinu heldur einnig að hafa sjálfstæð áhrif við matið á því hvort brot ákærða te ljist meiriháttar í skilningi 262. gr. hegningarlaganna. Í þessu sambandi vísar ákærði til þess, að í þeim tilvikum sem menn hafa greitt upp eða greitt verulega inn á vanskil sem þessi, hafi það leitt til þess að brot sem annars yrðu heimfærð undir 262. gr . hegningarlaganna, hafi aðeins verið talin varða við 40. gr. laga um virðisaukaskatt, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 659/2009. Telur ákærði að sambærileg sjónarmið eigi við í hans tilviki þ.e.a.s. þegar skýrt boð um greiðslu hafi verið sett fram við sk attayfirvöld en það virt að vettugi. Af þessari ástæðu eigi ekki að heimfæra brot ákærða undir 262. gr. hegningarlaganna heldur sé það réttilega heimfært undir 40. gr. laga um virðisaukaskatt. Ákærði telur að vegna málsbóta hans, sbr. framanritað, og tafa málsins hjá yfirvöldum að engin rök standi til þess að honum verði gerð sekt umfram tvöfalda fjárhæð brotsins, sbr. 1. mgr. 40. gr. virðisaukaskattslaganna. Samkvæmt því ætti sekt hans að vera 2.613.892 kr. en vegna mikils tilefnislauss dráttar á rekstri málsins beri að skilorðsbinda sektina að hluta til. Um það vísar ákærði til dóms Hæstaréttar í máli nr. 112/2003. Með hliðsjón af þeim dómi telur ákærði rétt að fresta greiðslu á helmingi sektarinnar en skilorðstími og vararefsing verði samkvæmt mati dómsi ns. Ákærði tekur fram að dráttur málsins hafi verið honum einstaklega þungbær í ljósi þess að hann hafi snúið lífi sínu við fljótlega eftir umrætt brot hans á lögum um virðisaukaskatt hafi verið fullframið. Ákærði krefst sýknu af þeirri fjárhæð sem er um fram 1.306.946 kr. sem hann hafi gengist við en um sé að ræða 4.202.076 kr. En ákærði hafi ekki gefið út þá reikninga sem hafi leitt til þeirrar virðisaukaskattskyldu veltu heldur hafi þeir verið handskrifaðir af ákærða Halldóri en hann hafi ekki hvorki ha ft heimild né umboð til að gefa út reikninga í nafni Svartaskarðs ehf. Í ljósi þess verði ákærði Ingþór ekki gerður ábyrgur fyrir útgáfu reikninga með vísan til formlegrar stjórnarsetu hans í félaginu einni saman. Ákærði mótmælir því harðlega að honum verð i gerð refsing á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar og 12 vísar til þess að dómaframkvæmd síðari ára hafi verið í þá átt að mönnum verði aðeins gerð refsing á grundvelli hreinnar sakarábyrgðar þ.e. vegna þeirra verka sem þeir hafa sjálfir framkvæmt. Þá sé mikilvæ gt að hafa það í huga að ákærði Ingþór hafi ekki notið góðs af þeim fjármunum sem greiddir voru vegna umræddra reikninga hvorki höfuðstóls þeirra né virðisaukaskattsins sem hafi átt að skila vegna þeirra. Ákærði fullyrðir að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fr am á að hann beri refsiábyrgð á öðrum brotum en hann hefur gengist við enda beri hann ekki hlutlæga ábyrgð sem stjórnarmaður í Svartaskarði ehf. á árunum 2013 - 2014. Hann beri ekki ábyrgð á brotum annarra og hann hafi ekki haft neinn ásetning til að fremja brot í þeim tilvikum sem ákærði Halldór hafi gefið út handskrifaða reikninga og ákærði Ingþór hafi ekki notið góðs af því og hafi ekki yfir höfuð vitað af þeim reikningum. Varðandi ákærulið 2. telur ákærði að brot sem hann hefur gengist við, sbr. ákæruli ð 1, og varðar við 40. gr. laga um virðisaukaskatt tæmi sök gagnvart refsiákvæðum laga um bókhald nr. 145/1994. Þetta eigi a.m.k. við, að því gefnu, að bókhaldsbrotið eitt og sér verði ekki talið meiriháttar þannig að það varði við 2. mgr. 262. gr. hegning arlaganna. Um það vísar ákærði til þeirra málsástæðna, sem raktar hafa verið hér að framan, um 1. tölulið ákæru. En ítarleg rök, sbr. framanritað, hafi verið færð fyrir því að brot ákærða teljist ekki meiriháttar í skilningi 262. gr. hegningarlaganna. Ák ærði telur að það komi ekki til greina að telja brot hans gegn bókhaldslögum stórfellt í ljósi þeirra fjárhæða sem hér um ræðir og þess hversu yfir skammt tímabil hin meintu brot hafi staðið. Ákærði telur að 40. gr. laga um virðisaukaskatt og eftir atvikum önnur refsiákvæði, sem ákæruvaldið byggir á, tæmi sök gagnvart meintum bókhaldsbrotum ákærða. Varðandi peningaþvætti, sbr. 3. tölulið ákæru, tekur ákærði fram að með því að gera sjálfþvætti refsivert hafi verið ætlunin að ná til þeirra sem stunda reglub undið peningaþvætti fyrir sjálfan sig t.d. í gegnum flóknar fléttur fjármunafærslna eða með öðrum aðgerðum, sem miða að því að leyna eða aðgreina ávinning frá frumbroti. Meta verði út frá atvikum hverju sinni hvort meðferð ávinnings sé aðskilið og sjálfstæ tt brot en ekki óhjákvæmilegur þáttur í frumbroti. 13 Skattalagabrot falli að jafnaði undir einhvern af efnisþáttum 1. mgr. 264. gr. hegningarlaganna. Refsiákvæði skattalaga gildi um sérhæft svið stjórnsýslunnar og séu þannig sérákvæði gagnvart hinum almenn ari ákvæðum hegningarlaganna. Þau tæmi því sök án tillits til þess hvort brotin geti varðað við ákvæði almennra hegningarlaga. Í því sambandi verði að ætla að tilvísun í 2. mgr. 264. gr. hegningarlaganna til þess að 77. gr. laganna eigi við ,,eftir því sem ákvæðið ákærða í hag þannig að refsiákvæði skattalaga tæmi sök gagnvart peningaþvætti í stað þess að refsað verði samhliða eftir tveimur refsiákvæðum á grundvelli brotasamsteypu. Ákærði segir að meta ve rði hvort einhverri viðbótarathöfn hafi verið til að dreifa sem falli utan verknaðarlýsingar skattalagabrotsins en innan verknaðarlýsingar 1. mgr. 264. gr. hegningarlaganna. Í tilviki ákærða sé óumdeilt að uppruna fjármunanna sé að rekja til lögmætrar star fsemi þ.e.a.s. verktakastarfsemi. Því sé ekki um að ræða peningaþvætti af ólögmætri starfsemi. Ákærði telur því að brot hans á lögum um virðisaukaskatt þ.e. að skila ekki virðisaukaskatti að fjárhæð 1.306.946 kr. sé frumbrotið og það tæmi sök gagnvart ákvæ ði hegningarlaganna um peningaþvætti. Ekki sé til að dreifa neinni síðar tilkominni og/eða sjálfstæðri viðbótarathöfn sem fellt geti háttsemina undir 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. hegningarlaganna. Loks vísar ákærði til þess að í íslenskri dómaframkvæmd ha fi ekki tíðkast, séu menn á annað borð fundnir sekir um refsiverð skattalagabrot gegn 40. gr. laga um virðisaukaskatt og/eða 262. gr. hegningarlaganna að dæma þá til viðbótar fyrir brot gegn 264. gr. hegningarlaganna. Um þetta vísar ákærði til dóms Hæstaré ttar í máli nr. 232/2013 og dóms Landsréttar í máli nr. 115/2019. Niðurstaða: Ákærðu hafa báðir viðurkennt að hafa komið að stofnun Svartaskarðs ehf. og tilgangurinn hafi verið að halda utan um verktöku sem þeir hafi ætlað að stunda í nafni félagsins. Við stofnun félagsins var ákærði Ingþór skráður í aðalstjórn en ákærði Halldór í v arastjórn með prókúru. Með stofnun félagsins og við skráningu Ingþórs, sem forsvarsmanns þess, var hann þar með ábyrgur fyrir því að rekstur félagsins væri í 14 lögmætu formi þ.m.t. skattskil þess. Ákærði Halldór gaf út reikninga í nafni félagsins, var með pr ókúru fyrir það og hafði þannig aðgang að bankareikningi félagsins og millifærði m.a. út af reikningnum inn á sinn eigin bankareikning og bankareikning ákærða Ingþórs vegna reikninga sem hann hafði gefið út í nafni Svartaskarðs ehf. Ákærða Halldóri var því kunnugt um að rekstur væri hjá Svartaskarði ehf. og tók þátt í honum þó svo að hann hefði ekki tekið sæti í stjórn félagsins eða verið forsvarsmaður þess. Ákærði Halldór bar þannig einnig ábyrgð á því að rekstur Svartaskarðs ehf. væri í lögmætu formi þ.m. t. skattskil þess. Í þessu sambandi dugar hvorki fyrir ákærðu að bera fyrir sig óreglu eða vankunnáttu á rekstri félagsins. Ákærði Halldór sagði sig úr varastjórn Svartaskarðs ehf. og prókúra hans var afturkölluð 30. júlí 2014. Ekki verður fullyrt að hann hafi komið að rekstri félagsins eftir það og verður því að telja að eftir það tímamark verði ákærði Halldór ekki gerður ábyrgur fyrir skattskilum félagsins. Samkvæmt ákæru er vangreiddur virðisaukaskattur fyrir júlí til október 2014 kr. 1.170.182 og verðu r ekki talið að ákærði Halldór sé ábyrgur hvað þá fjárhæð varðar. Telst því sannað að hann hafi ekki staðið skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 4.338.840 kr. í nafni Svartaskarðs ehf. Ákærði Ingþór sagði sig úr stjórn Svartaskarðs ehf. 28. október 2014 og var því stjórnarmaður í félaginu þann tíma sem ákært er vegna. Hann hefur að hluta til játað sök. Ákærði Ingþór heldur því fram að ákærði Halldór hafi hvorki haft heimild né umboð til að gefa út reikninga og þar með virðist ákærði Ingþór líta svo á að han n hafi borið ábyrgð á útgáfu reikninga í nafni félagsins og því bar honum að sjá til þess að reikningagerðin væri í lagi. Jafnframt bar hann ábyrgð, sem stjórnarmaður, á því að skýrslum um virðisaukaskatt væri skilað og þær væru í samræmi við útgefna reikn inga í nafni Svartaskarðs ehf. Allar skýrslur um virðisaukaskatt félagsins á því tímabili sem ákært er vegna voru núllskýrslur þ.e. bæði velta og útskattur var skráð núll sem ekki var í samræmi við reikningagerð félagsins. Telst því sannað að ákærði Ingþór hafi ekki staðið skil á virðisaukaskatti í nafni Svartaskarðs ehf. að fjárhæð 5.509.022 kr. sem er í samræmi við ákæru málsins. Ákærðu hafa með háttsemi sinni gerst sekir um brot gegn 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Samkvæmt lokam álslið þeirrar greinar varðar stórfellt brot gegn 15 ákvæðinu einnig við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. En í 3. mgr. 262. gr. hegningarlaganna er því lýst hvenær brot telst stórfellt. Ákærðu er gefið að sök að hafa á árunum 2013 og 2014 vanframtalið virðisaukaskatt Svartaskarðs ehf. um 5.509.022 kr. en annar ákærðu hefur verið sakfelldur fyrir að standa ekki skil á 4.338.840 kr. í nafni félagsins. Verður að telja að fjárhæðin ein og sér dugi ekki til þess að brot ákærðu verði talið stórf ellt. Þá verður ekki séð að fyrir hendi séu önnur þau tilvik sem lýst er í 3. mgr. 262. gr. hegningarlaganna, eins og atvikum málsins er háttað, sem leiði til þess að brot ákærðu verði metin sem stórfelld. Brot ákærðu samkvæmt 1. tölulið ákærðu varðar því við 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt en ákærðu eru sýknaðir af broti gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærðu gáfu báðir út reikninga í nafni Svartaskarðs ehf. og þeim bar skylda til þess að varðveita þá reikning a og haga skýrslugerð í samræmi við þá m.a. varðandi skattskil félagsins. Ákærðu báðum bar þannig að sjá til þess að bókhald Svartaskarðs ehf. væri í réttu horfi og þar með talið að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn með fullnægjandi hætti. Þar sem það var ekki gert hafa ákærðu gerst sekir um brot gegn 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, sbr. 2. tölulið ákæru. Hins vegar verður eðli og umfang bókhaldsbrots ákærðu ekki talið slíkt að það verði talið stórfellt og verða þeir því sýknaðir af broti gegn 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Í 3. tölulið ákærunnar er ákærðu gefið að sök peningaþvætti sem er talið varða við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í máli þessu virðist ákæruvaldið líta þa nnig á að frumbrot ákærðu þ.e. skattalagabrotið þýði jafnframt að þeir hafi gerst sekir um sjálfsþvættisbrot. Orðalag 1. málsliðar 2. mgr. 264. gr. hegningarlaganna gerir ekki ráð fyrir því að frumbrot feli alltaf í sér brot gegn 264. gr. enda er þar vísað mgr. Það fer hins vegar ekki á milli mála að þegar sá sem framið hefur frumbrot aðhefst frekar til að nýta ávinninginn af brotinu, umbreyta honum, flytja, senda, geyma, aðstoða við afh endingu hans, leyna honum eða upplýsingum um uppruna hans, felur það í sér sjálfstætt brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og þá skal refsa fyrir bæði brotin samkvæmt 77. gr. laganna um brotasamsteypu. Í máli þessu verður ekki séð að ákærðu ha fi í kjölfar frumbrotsins gerst sekir um viðbótarathafnir, svo sem til að leyna ávinningnum eða umbreyta honum, og því hefur brot þeirra gagnvart 1. mgr. 264. gr. 16 almennra hegningarlaga fallið saman við frumbrotið þ.e. brot gegn lögum um virðisaukaskatt. V erða ákærðu því sýknaðir af broti gegn 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt ofanrituðu hafa ákærðu verið sakfelldir fyrir brot gegn 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. l aga nr. 145/1994 um bókhald en þeir hafa verið sýknaðir af brotum gegn almennum hegningarlögum. Refsingar: Ákærðu hafa unnið sér til refsingar samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 og 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Þeir haf a ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. En refsing ákærðu verður ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar ákærða Ingþórs verður tekið tillit til þess að hann hefur að hluta til játað sök. Ákærðu verður gerð sektarrefsing og hún verður ekki færð niður úr lögmæltu lágmarki á grundvelli 3. töluliðs 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga enda bar ákærðu að kynna sér þær reglur sem giltu um starfsemi félags sem þeir ætlu ðu að reka í atvinnuskyni. Ákærði Halldór hefur verið sakfelldur fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 4.338.840 kr. en ákærði Ingþór fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 5.509.022 kr. í nafni Svartaskarðs ehf. Þeir haf a jafnframt verið dæmdir fyrir brot á bókhaldslögum. Með hliðsjón af þessu þykir hæfilegt að ákærða Halldóri verði gert að greiða sekt í ríkissjóð að fjárhæð 4.350.000 kr. og ákærða Ingþóri verði gert að greiða sekt í ríkissjóð að fjárhæð 5.550.000 kr. E ins og fram er komið hóf skattrannsóknarstjóri ríkisins rannsókn á þeim brotum sem ákærðu eru nú sakfelldir fyrir í febrúar 2016 og embættið vísað málinu til héraðssaksóknara í febrúar 2018. En ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr í mars 2021 eða rúmlega fimm árum eftir að rannsókn málsins hófst hjá skattrannsóknarstjóra. Eins og ráða má af ákæru og rannsóknargögnum málsins var málið tiltölulega einfalt úrlausnar og rannsókn þess afmörkuð við frekar stutt tímabil og því ekki umfangsmikil. Þessi dráttur, se m varð á rekstri málsins, er óhæfilegur og ákærðu verður á engan hátt kennt um hann. Þá hafa ákærðu báðir lýst því að þeir hafi fljótlega eftir að þeir frömdu brot sín 17 snúið lífi sínu frá óreglu og til betri vegar og því hefur ekki verið mótmælt. Því má fu llyrða að verulegur dráttur á rekstri málsins hafi haft slæm áhrif á líðan ákærðu og farið gegn mikilvægum hagsmunum þeirra. Með vísan til þessa verður ekki hjá því komist að fresta greiðslu helmings sektarinnar í þrjú ár frá birtingu dóms þessa að telja h aldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verði sá hluti sektarinnar, sem er óskilorðsbundinn, ekki greiddur innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa skulu ákærðu sæta hvor um sig fangelsi í 90 daga. Sakarkostnaður: Ákærðu báðir hafa verið sýknaðir af hegningarlagabrotum en sakfelldir fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og lögum um bókhald. Með hliðsjón af því þykir rétt að ákærðu greiði helming sakarkostnaðar. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Halldórs Hlíðars Ber gmundssonar, Almars Þórs Möllers lögmanns, þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins og umfangi málsins 1.950.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði því 975.000 kr. en sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun v erjanda ákærða Halldórs Hlíðars á rannsóknarstigi málsins, Snorra Sturlusonar lögmanns, skulu vera 220.000 kr. og skal ákærði greiða 110.000 kr. en sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Ingþórs Guðlaugssonar, Jóhannesar Stefáns Ólafssonar lögmanns, þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins og umfangi málsins 2.350.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði því 1.175.000 kr. en sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Annan sakarkostnað leiddi ekki af málinu. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Ingþór Guðlaugsson, greiði 5.550.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, en fresta skal greiðslu helm ings sektarinnar í þrjú ár frá birtingu dóms þessa að telja og skal sá hluti hennar niður falla að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. 18 almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verði sá helmingur sektarinnar, sem er óskilorðsbundinn, ekki greid dur innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja, sæti ákærði fangelsi í 90 daga. Ákærði, Halldór Hlíðar Bergmundsson, greiði 4.350.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, en fresta skal greiðslu helmings sektarinnar í þrjú ár frá birtingu dóms þessa að telja og skal sá hluti hennar niður falla að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verði sá helmingur sektarinnar, sem er óskilorðsbundinn, ekki greiddur innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja, sæti ákærði fangelsi í 90 daga. Málsvarnarlaun verjanda ákærða, Halldórs Hlíðars Bergmundssonar, Almars Þórs Möllers lögmanns, eru 1.950.000 kr. og skal ákærði greiða 975.000 kr. en sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun verjanda ákæ rða Halldórs Hlíðars á rannsóknarstigi málsins, Snorra Sturlusonar lögmanns, eru 220.000 kr. og skal ákærði greiða 110.000 kr. en sama fjárhæð skal greiðast úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun verjanda ákærða, Ingþórs Guðlaugssonar, Jóhannesar Stefáns Ólafsson ar lögmanns, eru 2.350.000 kr. og skal ákærði greiða 1.175.000 kr. en sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Ingi Tryggvason