Héraðsdómur Suðurlands Dómur 16. febrúar 2022 Mál nr. S - 377/2021 : Héraðssaksóknari ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Bárð i Ól a Kristjánss y n i ( Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 2. september sl., á hendur Bárði Óla Kristjánssyni, [...] fyrir tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, með því að hafa á tímabilinu 30. 31. ágúst 2018 sett sig í samband við notandann [...] í gegnum vefsíðuna Einkamál.is og sent honum skilaboð sem innihéldu kynferðislegt og lostugt orðbragð og eina mynd af getnaðarlim sínum en skilaboðin voru vanvirðandi og ósiðleg og til þess fallin að særa bl y gðunarsemi annars manns en hann taldi notandann vera 14 ára stúlku en var í raun fullorðinn karlmaður. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegnin garlaga 1. mgr. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, s br. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga , en til vara eingöngu við 209. gr. almennra hegningarlaga . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið var þingfest 7. október 2021. Ákærði neitar sök. Aðalmeðferð fór fram 24. janúar 2022 og var málið dómtekið að henni lokinni. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar sömu dómkröfur og að ofan greinir. Af hálfu ákærða er krafist sýknu af öllum kröfum ákæruva lds, en til vara að honum verði ekki gerð refsing og til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er þess krafist að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. mál s varnarlaun skipaðs verjenda ákærða skv. tímayfirliti . 2 Málavextir Samkvæmt upplýsi ngaskýrslu lögreglu , dags. 1. september 2018, á mál þetta rætur sínar að rekja til ábendingar er lögreglu barst um mynd skeið í dreifingu á samfélagsmiðlum . Á myndskeiðinu megi sjá sam skipti milli tveggja aðila á vefnum einkamal.is og í framhaldinu upptöku af því þegar karlmaður á sextugsaldri mætir að [...] til að hitta unglingsstúlku, en þar hafi þá beðið hans karlmaður á þrítugsaldri sem hafði þóst vera umrædd unglingsstúlka í samskiptum aðilanna. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu þann 1. september 2018. Kvaðst ákærði hafa vefinn einkamál.is , en kvaðst hvorki muna hvað hún væri gömul né hvert notendanafn hennar væri. Kvaðst hann ekki hafa fengið sendar neinar myndir af stúlku nni en hafi séð prófilmynd hennar, sem hafi verið óskýr mynd af tveimur stúlkum. Kvaðst ákærði hafa haft frumkvæði að samskiptum þeirra [...] hitta hana til þess að gefa henni ís. Hafi hann ætlað með hana í uppáhaldsísbúð hennar í [...] . Kvað hann þau hafa í samskiptum sínum spjallað um allt á milli himins og jarðar, en ekki í neinum kynferðislegum tilgangi. Kvaðst ákærði hafa verið að tala við þessa s t úlku í einn til tvo daga, en sagðist ekki muna hvert innihald samtalanna væri, né hversu löng þau hefðu verið. Kvaðst ákærði ræða við margt fólk inni á umræddum vef hvort heldur sem væri drengi, stúlkur, fullorðna karlmenn og pör. Kvaðst hann ekki hafa fengið sendar neinar kynferði slegar myndir af börnum, en sagðist hafa sent myndir af sjálfum sér, þ. á m. myndir af getnaðarlim sínum til fullorðinna karlmanna. Kvaðst ákærði vera gagnkynhneigður. Kvaðst ákærði ekki búa yfir barnaníðsefni. Þá taldi ákærði þáverandi kærustu sína ekki h afa vitað af aðgangi sínum að einkamál.is. Loks v ar borið undir ákærða skjáskot úr framangreindu myndbandi, hvar hann þekkti sjálfan sig. Þann 3. september 2018 tók lögregla skýrslu af vitninu A . Kvaðst vitnið hafa stofnað reikning á síðunni einkamál.is m eð notendanafninu [...] . Hafi ákærði sett sig í samband við umræddan notanda og hafi vitnið strax í upphafi kynnt sig sem 14 ára stúlku. Kvaðst hann jafnframt hafa gefið ákærða upp netfang til að hann gæti haft samband ef stúlkunni yrði hent út af einkamál.is vegna ungs aldurs. Gefi netfangið til kynna að stúlkan væri fædd árið 2004. Hafi ákærði viðhaft kynferðislega orðræðu á borð við að spyrja hvort hún hafi prófað að leika við sjálfa sig og hvort hún vilji prófað eitthvað og sent stúlkunni mynd af getnaðarlim sínum. Þá hafi ákærði lagt til að þau myndu hittast . 3 H afi vitnið mætt á staðinn og tekið fund þeirra upp á myndskeið, sem hann hafi birt á samfélagsmiðlum um klukkustund síðar. Þann 9. apríl 2019 var aftur tekin skýrsla af ákærða hjá lögreglu. Kom þar ekkert nýtt fram af hálfu ákærða um sakarefni máls þessa annað en að hann bar þá við að hann hefði talið viðmælandi sinn v era hið minnsta átján ára, þar sem það væri aldurstakmarkið á umræddum vef . Sagði hann fólk geta sagt hvað sem væri, en aldurstakmarkið væri 18 ár. Meðal gagna málsins er útprentun af samskiptum tveggja aðila af vefsvæði [...] , hér eftir stúlkan, [...] , hér eftir ákærði . Sam kvæmt því hefjast samskipti aðilanna á því að ákærði Hæhæ ertu til i spjall við 52 ara kk ?? tir ítrekaðar spurningar hans hvort stúlkan sé feimin og finnist hann of gamall svarar hún Ég er 14 en hef gaman að skoða mig um :D . Ákærði spyr þá h vort hún hafi verið þarna áður sem stúlkan svarar neitandi. Hann spyr þá hvað hún vilji Nei það gerir það ekki ertu með email sem e g m a fa til að tina þer ekki þegar em kemst að þvi hvað þu ert gömul ? Hún gefur þá upp netfangið [...] @hotmail.com . Hann spyr þá hvort hún eigi mynd af sér einni sem hún svarar játandi og spyr jafnframt hvort hann eigi mynd Aftur spyr hann svo hvort hún sé feiminn og spyr hvað hún vilji sjá. Næst sést andlitsmynd af ákærða og hann skrifar Her er eg ákærði af tur um mynd af stúlkunni og býðst til að færa samtalið yfir í tölvupóst ef hún vil ji frekar. Í kjölfarið spyr hann hvernig mynd hún vilji næst og hvort henni sé sama að hann sé 52. Hann segist vilja spjalla meira og segir að það megi vera gróft ef hún vill . Hún spyr þá allt hugsa þu mikið um sex H ún segist ekki ok en langar mikið ??? fiktar þu stundum i þer langar þér mikið að prufa hefur þu seð tippi Langar þer að prufa ??? Ertu með snap ?? Hefur þu seð mörg tippi Ert ekki her ??? Langar þer að sja Hún svarar loks Jámm :D hef alveg séð hahaha :D Ertu í g streng Viltu sja hann a mer ??? A myndir af honum miss horðum viltu sja ??? Koma svo spjalla meira við mig er til i mart fyrir þig Ertu i g streng nuna getnaðarlim. Þá segir ákærði Ok her er hann spjallaðu svo meira við mig Ákærði spyr 4 áfram hvort hún sé í G - streng Fer að gráta mer finst þu svo spennandi en virðist ekki vilja spjalla við mig ákærði hvort hann sé ljótur á honum og þá loks svarar stúlkan Var sofandi :D en nei ekkert ljótur :D Aftur fer ákærði að biðja hana um myndir af henni einni og spyr hvort hún hafi komið við typpi . Hún svarar þá að hún vilji ekki senda mynd, henni finnist hún ljót, en hann ítrekar beiðnina. Aftur spyr ákærði svo hvort stúlkan h afi komið við typpi og hún svarar að henni finnist svo erfitt að senda svona í gegnum netið. Hann stingur þá uppá því að þau hittist frekar og spyr hvort hann eigi að bjóða henni uppá ís. Hann gefur henni á sama tíma upp netfangið sitt. Hún segist vera til í að hittast og segir að maður geti ekki neitað ís. Í framhaldinu mæla þau sér mót þar sem meðal annars kemur fram af hálfu stúlkunnar samt pabbahelgi núna þannig é g fer í [...] í kvöld.. en pabbi vinnu alltaf frá 6 á kvöldin til 8 á morgnana þ annig ég er ein heima í kvöld :D Hún spyr einnig hvað þau ekkert meira? bara ís og svo ég heim.. hljómar boring haha hún svarar því ekki. Samtalið endar svo á aðdraganda fundsins, þar sem hann spyr meðal annars hvar hún sé og hvernig hún sé klædd og hún spyr hvernig bíl hann sé á og hvar hann leggi . Framburður við aðalmeðferð Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu auk ákærða vitnið A og lö greglumaður nr. [...] Í framburði ákærða kom fram að hann hefði verið að spjalla inni á vefnum Einkamál. Tók ákærði þá sérstaklega fram að til að vera á vefnum þyrfti maður að vera [...] [...] Aðspurður kvað ákærði vera um að ræða kvenmann sem væri yfir 18 ára, enda væri aldurstakmarkið á vefnum 18 ár. Aðspurður um það hvort efni samtalsins hefði ekki gefið honum til kynna að viðmælandi hans væri yngri, kvaðst ákærði ekki ráða fantasíum annarra, hvað aðrir hugsuðu eða hvað þeir vildu segjast vera. Ákærði kvaðst hafa talið sig geta treyst því að hann ætti eingöngu í samskiptum við átján ára og eldri á umræddu m vef, enda væru skilmálar vefsins þess efnis. Þá kvaðst ákærði hafa gre itt fyrir aðgang sinn að vef num . Aðspurður k vað ákærði tilgang með fundi sínum við viðmælanda sinn [...] ákærði hafa fundist hann þurfa að hitta viðmælanda sinn til að s t a ð rey na aldur hans, þar 5 [...] aldri. Þegar s [...] [...] k vað ákærði að langt væri um liðið, en væntanlega hefði hann verið a ð taka þátt í fantasíunni með viðkomandi aðila , sem þ ætti st vera yngri en hún er . Þegar samtalið var lesið fyrir ákærða kannaðist hann við samskiptin. Þá kannaðist ákærði við að hafa sent mynd af getnaðarlim [...] Ákærði hélt því statt og stöðugt fram að hann hefði talið sig vera að tala við eldri manneskju, en kvaðst þó hafa viljað staðreyna það með því að hitta viðkomandi. Aðspurður kvað hann það aldrei hafa verið ætlun sína að eiga kynferðisleg samskipti við aði la undir aldri á umræddum vef. Þegar borin voru undir ákærða þeir þættir samtalsins sem gefa að mati ákæruvaldsins til kynna að um yngri einstakling væri að ræða, t.d. varðandi pabbahelgi, svaraði ákærði því að viðkomandi Ákærði kvað þetta mál hafa komið illa við sig. Líf hans hefði verið erfitt og hann meðal annars misst samband við dóttur sína í kjölfar þess. Í framburði vitnisins A kom fram að málið hefði byrjað sem lítil tilraun á því hvernig einstaklinga r væri að leitast eftir samskiptum við aðila undir lögaldri og hversu langt fólk myndi ganga. [...] á einkamál.is á umræddum tíma og væri því sá aðili sem ákærði átti í raun í samskiptum við. Haf i ákærði sett sig í samband við stúlku sem átti að vera 13 eða 14 ára. Kvaðst vitnið hafa reynt að líkja eftir svörum 13 14 ára stúlku. Aðspurt kvað vitnið að við nýskráningu notenda á umræddum vef þyrfti að velja aldur, þá hefði hann skráð stúlkuna 18 á ra, en gætt þess að taka fram í upphafi samskiptanna að hún væri yngri, en ekki hafi verið þörf á að skrá kennitölu eða staðfesta einstakling að baki notanda með öðrum hætti. Hafi samskiptin byrjað í spjalli en fljótlega hafi ákærði sent nektarmynd af sér til st úlkunnar . Hann hafi síðan viljað hitta st úlkuna . Síðan hafi þeir hist og þá hafi vitnið tekið myndband þar sem ákærði hafi viðurkennt að hafa ætlað að hitta st úlkuna. Aðspurður um hvort vitnið hefði móðgast af samskiptum sínum við ákærða svaraði vitn ið því til að honum þætt i samskiptin öll ógeðsleg og honum hefði ofboðið samskipti ákærða við hina tilbúnu stúlku. Kvað vitnið hafa sett myndband af fundi aðilanna inn á aðganga sinn hjá snapchat sem og á facebook. Vi t nið hafi dreift myndbandinu eins mikið og hann gat til að ungar stúlkur gætu varað sig á ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa lagt fram kæru vegna málsins, heldur hefði hann verið boðað ur til skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins. 6 Í framburði lögreglumanns nr. [...] fyrir dómi kom fram að lögregl umaðurinn hefði verið á bakvakt er fram hefði komið myndband í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem maður hafði verið í samskiptum við annan mann og þóttist vera ung stúlka. Þá staðfesti lögreglumaðurinn skýrslur sínar í málinu. Forsendur og niðurstöður Ákærð a er í máli þessu gefin að sök tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, allt eins og nánar greinir í ákæru. Ákærð i hefur neitað sök og borið því við að hann hafi talið og mátt treysta að ekki væru einstaklingar undir 18 ára aldri á umræddum vef, einkamál.is. Það hafi aldrei verið ætlun ákærða að eiga í kynferðislegum samskiptum við einstakling undir lögaldri. Meðal gagna málsins er útprentun af samskip t um ákærða við vitnið A af vefsvæðinu Einkamál.is, sem lýst er að ofan. Bera samsk iptin öll með sér að ákærða hafi talið viðmælanda sinn vera fjórtán ára stúlku og á það sér stoð í framburði ákærða er varðar tilgang fundar þeirra, þ.e. að ákærða hafi viljað staðreyna aldur viðmælanda síns. Af hálfu ákærða hafa verið lögð fram gögn til s önnunar því að samkvæmt skilmálum vefsins einkamál.is, sé einstaklingum undir 18 ára aldri óheimill aðgangur að vefnum. Vörn ákærða byggir á því að hann hafi mátt treysta því að viðmælandi hans væri ekki undir lögaldri, í samræmi við skilmála vefsins. Ekki verður þó framhjá því litið að öll samskipti ákærða og hinnar tilbúnu stúlku bera þe ss keim að ákærði hafi talið sig vera í samskiptum við 14 ára stúlku og er framburður hans fyrir dómi, hvað varðar það að hann væri að taka þátt í fantasíu viðmælanda síns ótrúverðugur. Þá verður ekki framhjá því litið að ákærði taldi samkvæmt eigin framburði þörf á að staðreyna aldur viðmælanda síns, þó ekki fyrr en eftir að hann hafði sent honum mynd af getnaðarlim sínum og viðhaft kynferðileg orðbragð. Af öllu framansögð u virtu er það mat dómsins að ákærði haf i í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja að viðmælandi hans kynni að vera barn að aldri , og þannig gerst sekur um tilraun til brots líkt og greint er í ákæru . Með hliðsjón af ofangreindu er hafið yfir skyns amlegan vafa að ákærð i haf i gerst sek u r um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er háttsemin réttilega heimfær ð undir 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Breytir hér engu hvort blygðunarsemi raunverulegs móttakanda skilaboðanna var sær ð eður ei, en skilaboðin og myndsendingin var fallin til að særa blygðunarsemi viðtakanda, sem ákærði lét sér í léttu rúmi liggja hvort væri 14 ára stúlka. Í ákæru er háttsemi ákærða einnig heimfærð undir 7 ákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í barnaverndarlögum nr. 80/2002 er ekki mælt sérstaklega fyrir um refsinæmi tilraunabrota gegn lögunum . V ísun í ákæru til 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 nægir ekki til að tilraun til brot s gegn barnaverndarlö gum nr. 80/2002 verði talin refsiverð, án þess að tilraunaverknaður sé sérstaklega lýstur refsiverður í síðar greindu lögunum. Verður ákærða því ekki refsað fyrir tilraun til brota gegn barnaverndarlögum nr. 80/200 2 . H efur ákærð i þannig unnið sér til refsi ngar. Við ákvörðun refsingar ákærða þykir rétt að taka tillit til þess að nokkur dráttur hefur orðið á rannsókn málsins, án þess að ákærða verði um kennt . Málið kom upp í byrjun september 2018 og samkvæmt gögnum málsins var skýrsla tekin af ákærða þann 9. apríl 2019 . Ekki verður betur séð en að rannsókn hafi lokið í ársbyrjun 2020, en síðan hafi málið legið í dvala allt þar til ákæra var gefin út þann 2. september 2021. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Refsing ákærða e r hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði . Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til þess að ákærði hefur ekki áður sætt refsingu , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilor ð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar . Eins og að framan greinir er ákærði ekki sakfelldur til fulls skv. ákæru. Samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 8/2008 er rétt að ákærði greiði þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, en einn fjórði hluti greiðist úr ríkissjóði. S amkvæmt yfirliti lögreglu nemur útlagður kostnaður við rannsókn samtals 247.770 kr. Þ óknun skipaðs ve rjanda ákærða er hæfilega ákveðin 1.353.150 kr. , að teknu tilliti til virðisaukaskatts og þá nemur ferðakostnað ur verjanda ákærða 23.478 kr. Ákærði greiði þannig 1.218.298 kr. í sakarkostnað, en að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Sigurð ur G. Gíslason dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Báður Óli Kris tján sson, sæti fangelsi í þrjá mánuði. Fresta ber fullnustu refsinga rinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum . 8 Ákærði greiði þrjá fjórðu hluta alls sakarkostnað ar , samtals 1.218.298 kr ónur , þ.m.t. þrír fjórðu hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda ákærða , Jóhannes Kristbjörnssonar lögmanns, sem alls eru 1.353.150 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og einnig þ.m.t. þrí r fjórðu hlutar ferðakostnað a r verjandans , sem alls er 23.478 krónur . Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Sigurður G. Gíslason