Héraðsdómur Vesturlands Dómur 1 4 . október 2020 Mál nr. E - 19/2019 : Ingibjörg Pálsdóttir og Fossatún ehf. ( Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður) gegn Veiðifélag i Grímsár og Tunguár ( Guðjón Ármannsson lögmaður) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 16. september sl., er höfðað með stefnu birtri 4. mars 2019. Stefnendur eru Ingibjörg Pálsdóttir og Fossatún ehf., til heimilis að Fossatúni, Borgarbyggð. Stefndi er Veiðifélag Grímsár og Tunguár, Hvannatúni, Hvanneyri, Borgarbyggð. Endanlegar dómkröfur stefnenda eru eftirfarandi: stefnandans Ingibjargar eru þær að viðurkennt verði með dómi að stefnda, Veiðifélagi Grímsár og Tunguár, sé óheimilt að selja veiðihús félagsins að F ossási í Borgarbyggð á leigu, til almenns gisti - og veitingahúsarekstrar, utan skilgreinds veiðitímabils skv. lax - og silungsveiðilögum nr. 61/2006, með síðari breytingum. Dómkröfur stefnandans Fossatúns ehf. eru þær að viðurkennt verði með dómi að stefnda , Veiðifélagi Grímsár og Tunguár, sé óheimilt að selja veiðihús félagsins að Fossási í Borgarbyggð á leigu, til almenns gisti - og veitingarekstrar, utan skilgreinds veiðitímabils skv. lax - og silungsveiðilögum, með síðari breytingum. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins úr hendi stefndu að teknu tilliti til Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af dómkröfum stefnenda og að stefnendum verði gert að greiða honum málskostnað með hliðsjón af málskostnaðarrei kningi og verði þá tekið tillit til málflutnings um frávísunarkröfu stefnda. 2 II. Stefnandinn Ingibjörg Pálsdóttir er þinglýstur eigandi jarðarinnar Fossatúns í Borgarbyggð , en jörðinni fylgir veiðiréttur í Grímsá, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 61/2006 um la x - og silungsveiði . Sem skráður veiðiréttarhafi í ánni samkvæmt 12. gr. sömu laga er stefnandi nn félagsmaður í stefnda , Veiðifélagi Grímsár og Tunguár, sbr. 2. mgr. 37. gr. laganna. Á eignarjörð sinni hefur stefnandinn rekið ferðaþjónustu frá árinu 2005 og frá árinu 2010 í nafni stefnandans Fossatúns ehf. Langvarandi ágreiningur hefur verið uppi milli stefnenda og stefnda um heimildir stefnda til útleigu á veiðihúsinu að Fossási utan skilgreinds veiðitíma. Í febrúar 2012 höfðuðu stefnendur mál á hendur ste fnda og Veiðifélaginu Hreggnasa ehf. , sem leigutaka veiðiréttar og veiðihúss, þar sem þess var m.a. krafist að viðurkennt yrði með dómi að stefnda væri óheimilt að selja veiðihúsið á leigu til almenns gisti - og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitíma samkvæmt lögum nr. 61/2006 . Gekki dómur í Hæstarét ti vegna þessa 13. mars 2014 , í máli nr. 676/2013 , og var þar lagt til grundvallar að ákvörðun veiðifélags um að selja öðrum veiðihús félagsins á leigu til almenns gisti - og veitingarekstrar í veiðihúsi utan skilgreinds veiðitíma teldist meiri háttar ákvörðun í skilningi óskráðra reg lna eignarréttarins um sérstaka sameign. Gilti þá einu hvort hún teldist venjuleg eða óvenjuleg. Því þyrfti samþykki allra félagsmanna fyrir slíkri ráðstöfun. Var því fallist á kröfu stefnanda ns Ingibjargar um að viðurkennt yrði að stefnda væri óheimilt án samþykkis allra félagsmanna að selja veiðihúsið að Fossási á leigu til almenns gisti - og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitíma. Stefndi var á hinn bóginn sýknaður af kröfu stefnanda ns Fossatúns ehf. á grundvelli aðildarskorts félagsins, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . H inn 30. júní 2015 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 50/2015 um breyting u á lögum um lax - og silungsveiði nr. 61/2006. Var þá gerð sú breyting á fyrrgreindu ákvæði 1. mgr. 37. gr. laganna að tiltekið var í nýj um e - lið ákvæðisins að innan þeirra marka sem lög se ttu starfsemi veiðifélaga félli einnig að nýta eignir veiðifélags og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn, auk þess sem veiðifélagi væri heimilt að ráðstafa eign félagsins utan veiðití ma og þá til skyldrar starfsemi. 3 Á aðalfundi hins stefnda félags 19. mars 2016 var samþykkt tillaga um útleigu veiðihússins utan veiðitíma gegn atkvæði stefnandans Ingibjargar. Með bréfi lögmanns stefnenda til stefnda, dags. 29. maí 2018 , var tilkynnt um úrsögn stefn an da ns Ingibjargar úr félaginu með vísan til þess að hún teldi sér ekki skylt að vera í félag inu vegna útleigu þess á veiðihúsinu til veitinga - og gistirekstur utan veiðitímans í beinni samkeppni við þann atvinnurekstur sem stefnendur stundu ðu . Með bréfi lögmanns stefnda til lögmanns stef ne nda , dags. 1. október 2018 , var beiðni stefnandans um úrsögn úr félaginu hafnað með vísan til þess að stefndi teldi slíka úrsögn fara í bága við gildandi lög. Mál þetta var síðan höfðað með birtingu stefnu hinn 4. mars 2019, eins og áður segir. Við aðalmeðferð málsins voru teknar aðilaskýrslur af Steinari Berg Ísleifssyni, framkvæmdastjóra stefnandans Fossatúns ehf., og af Jóni Gíslasyni, formanni hins stefnda veiðifélags. III. Stefnendur vísa til þess að vegna skylduaðildar að veiðifélögum sé slíkum félögum óheimilt v egna 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar að viðhafa aðra starfsemi en tilgreind sé í lax - og silungsveiðilögum nr. 61/2006, einkum 37. gr. S kylduaðild þ urfi að tilgreina í lögum svo og það lögbundn a hlutverk sem viðkomandi félagi sé ætlað að sinna. Stjórnarskrá heimili ekki félagsskyldu til aðkomu að , eða þátttöku í , rekstri sem sé utan hins lögbundna hlutverks veiðifélags. Þannig standi almennur gisti - og veitingarekstur í veiðihúsi hins st efnda veiðifélags utan veiðitíma ekki í nánum tengslum við lögbundið hlutverk þess, um að tryggja hagkvæma og sjálfbæra nýtingu á veiðirétti, og samrýmist hvorki hlutverki né markmiði veiðifélaga . S é félaginu slíkur rekstur því óheimill. Stefnendur telji að almennur veitinga - og gistirekstur utan veiðitímans geti ekki talist til og e - liður 37. gr. laga nr. 61/2006 og lögskýringargögn með henni áskilji, enda sé gisti - og veitingarekstur yfir veiðitíma nn bundinn við þjónustu við veiðimenn og aðra þá sem stundi lax - og silungsveiði á veiðisvæðinu. Þ jónusta við aðra frístundagesti, skemmtiferðir fyrirtækja - og vinahópa og 4 annað slíkt standi því í engum tengslum við reglubundna starfsemi veiðifélagsins. Sé einhver vafi á inntaki og efni áðurnefnds lagaákvæðis beri að túlka ákvæðið þröngt . Í þessu sambandi beri jafnframt að líta til þess að verkefni stefnda séu tæmandi talin í 4. gr. samþykktanna frá 2007 en þar sé hvergi talað um almennan veitinga - eða gist irekstur utan veiðitímans. Stefnendum þyki í þessu sambandi rétt að benda á meðhöndlun virðisaukaskatts. Sala veiðileyfa og húsaleiga séu undanskilin virðisaukaskatti, skv. 8. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Stefndu haf i hins v egar sótt um og fengið samþykkta tilvitnaðra laga og reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign. Sé t ilgangurinn með þessu sá að nýta innskatt , t.d. vegna viðhalds , á móti útskatti sem legg i st á leigugreiðslur. Þar með haf i stefnd i viðurkennt að útleiga veiðihússins sé ótengd og eðlisólík leigu á veiðirétti í ánni. Á því sé byggt að meirihluti veiðifélags hafi ekki heimildir til að skaða hagsmuni minnihlutans, sérs taklega þegar viðkomandi verkefni veiðifélagsins varði ekki lögbundið hlutverk þess og minnihlutaaðilinn hafi kosið gegn því. Af núverandi stöðu leiði að stefnendur séu þvingaðir til samkeppnisreksturs við sjálfa sig í gegnum skylduaðild að stefnda. Ekki a ðeins að stefndi stundi samkeppnisrekstur við stefnendur utan veiðitímans heldur geri hann stefnendum ókleift að selja veiðimönnum veitinga - og gistiþjónustu innan veiðitímans, þar sem veiðimönnum sé gert að kaupa bæði gistingu og veitingar af veiðifélagin u eða leigutaka veiðisvæðisins við kaup á veiðileyfum. Með öðrum orðum hafi veiðifélagið einokunarstöðu þegar komi að sölu gistinga og veitinga þá mánuði ársins sem veiði sé stunduð og stundi svo samkeppnisrekstur við stefnendur aðra mánuði ársins. Starf samkeppnislaga nr. 44/2005, enda feli lögbundið hlutverk veiðifélaga í sér slíka vernd. Samkeppnisrekstur megi ekki niðurgreiða sé um að ræða starfsemi sem njóti einkaleyfis eð a verndar. Í þessu tilviki verði að telja að rekstur á veiðitíma og sala veiðileyfa sé nýtt til að niðurgreiða starfsemi utan veiðitímabils. Enda virðist það sjónarmið liggja að baki leigusamningi veiðihússins yfir vetrarmánuðina að ódýr leiga skapi leigut aka tækifæri til að skapa sér viðbótartekjur. Með því að blanda saman samkeppnisrekstri og rekstri 5 fiskisvæðisins á þennan hátt séu skapaðar óeðlilegar samkeppnisforsendur. Felist í þessu samkeppnishamlanir í andstöðu við bannákvæði IV. kafla, sbr. 1. og 1 0. gr. samkeppnislaga, sem auki á ólögmæti þeirrar ráðstöfunar að stunda almennan veitinga - og gistirekstur í veiðihúsi félagsins utan veiðitímans. Vísi stefnendur máli sínu til stuðnings til sjónarmiða í fyrirliggjandi bréfi Samtaka ferðaþjónustunnar um útleigu veiðifélaga á fasteignum. Einnig sé vísað til yfirlýsingar sex annarra rekstraraðila gistiþjónustu á Borgarfjarðarsvæðinu, dags. 27. febrúar 2019, þar sem tekið sé undir sjónarmið stefnenda um að rekstur heilsárs gisti - og veitingaþjónust u veiðihús a virðist fela í sér samkeppnishindranir. IV. Af hálfu stefnda er á því byggt að stefnandi nn Fossatún ehf. geti ekki með réttu átt aðild að máli þessu er varð i heimildir stefnda sem veiðifélags samkvæmt lögum nr. 61/2006 um lax - og silungsveiði, enda sé h ann ekki aðili að stefnda. Sé stefnandi nn því ekki bær að lögum til þess að hafa uppi þ ær kröfu r sem hann geri í máli þessu. Ber i því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda ns Fossatúns ehf. sökum aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðfer ð einkamála. Stefndi kveður sýknukröfu sína í grundvallaratriðum byggjast á þeim röksemdum að útleiga hans á veiðihúsinu að Fossási utan skilgreinds veiðitíma falli innan hlutverks hans sem veiðifélags samkvæmt 37. gr. laga nr. 61/2006. Af þeirri ástæðu sé stefnda heimilt að stunda útleigu veiðihússins utan skilgreinds veiðitíma hvort sem er til lengri eða skemmri tíma í senn. Þar sem löggjafinn hafi sérstaklega mælt fyrir um heimild veiðifélaga til hagnýtingar og ráðstöfunar eigna utan veiðitíma verð i að hafna þeim málatilbúnaði stefnenda að hún samræmist ekki skylduaðild að stefnda sem veiðifélagi. Þá tel ji stefndi að þar sem í lögum nr. 61/2006 sé mælt fyrir um ófrávíkjanlega skylduaðild að veiðifélögum hafi honum verið óheimilt að verða við beiðni stef nanda ns Ingibjargar um úrsögn. Ber i því að sýkna stefnda af kröfum stefnenda. S tefndi bendi á að í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 sé mælt fyrir um ófrávíkjanlega skylduaðild veiðiréttarhafa að veiðifélögum. Telji stefndi að samkvæmt e - lið 1. mgr. 37. gr. laganna sé honum heimilt að leigja veiðihús sitt að Fossási út utan skilgreinds veiðitíma. Þar sem löggjafinn hafi sérstaklega mælt fyrir um slíka heimild veiðifélaga verð i einnig að hafna þeim málatilbúnaði stefnenda að skylduaðild þeirra sé andstæð 6 á kvæði 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Eigi hið sama við um tilvísanir stefnenda til annarra ákvæða stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Í öllu falli sé sá málatilbúnaður stefnenda svo vanreifaður að líta verði fram hjá honum enda hafi ste fnendur látið nægja að vísa til fjölda ákvæða án frekari rökstuðnings. Við mat á því hvað teljist skyld starfsemi í skilningi e - liðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 verð i að hafa hliðsjón af athugasemdum við 1. gr. frumvarps er orðið hafi að lögum nr. 50/2015. Þar k omi fram að samkvæmt ákvæðinu, þ.e. e - lið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006, geti veiðifélagi m.a. verið heimilt að leigja út veiðihús sitt utan hefðbundins veiðitíma til gisti - og veitingarekstrar. Ítrekað sé að samkvæmt ákvæðinu geti lögleg a boðaður fundur í veiðifélagi tekið ákvörðun um að ráðstafa eignum veiðifélags með tilteknum hætti. Stefndi bendi enn fremur á að fjárfesting veiðifélaga í veiðihúsum hafi lengi verið talin n nauðsynlegur þáttur í arðbærri nýtingu veiðiréttar. Haf i veiði félög um áratugaskeið reist veiðihús í því skyni að hámarka arð félagsmanna sinna af viðkomandi veiðisvæði. Í lögbundnu hlutverki veiðifélags felist að gæta hagsmuna félagsmanna í heild, nýta eignir veiðifélags og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti. E igi veiðifélag kost á því að hafa tekjur af eignum félagsins, svo sem veiðihúsi, utan skilgreinds veiðitímabils verð i að telja að slík nýting sé til þess fallin að auka arð félagsmanna og rúmist því tvímælalaust innan heimilda veiðifélaga samkvæmt e - lið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006. Stefndi kveðst mótmæla því að það geti nægt til að útleiga veiðihússins utan veiðitíma teljist óheimil að hún fari gegn hagsmunum stefnenda. Sé hvað þetta varði í fyrsta lagi á því byggt að s kv. e - lið 1. mgr. 37. gr. laga n r. 61/2006 nægi að ákvörðun um útleigu veiðihúss sé samþykkt með meirihluta atkvæða á fundi viðkomandi veiðifélags. Ekki sé gert ráð fyrir neinni undantekningu frá þessu fyrirkomulagi, s.s. vegna hagsmuna einstakra veiðiréttarhafa. Hafi sú verið ætlunin he fði löggjafanum borið að taka það skýrt fram. Þar sem sú sé á hinn bóginn ekki raunin og fyrir ligg i ákvörðun aðalfundar stefnda um útleigu veiðihússins utan skilgreinds veiðitíma verð i að hafna þeim málatilbúnaði stefnenda að hagsmunir þeirra geti staðið í vegi fyrir útleigu veiðihússins utan skilgreinds veiðitíma. 7 Stefndi bendi á að það væri beinlínis andstætt markmiði samkeppnis laga nr. 44/2005 ef lögbundin skylduaðild að veiðifélagi leiddi til þess að verndaðri samkeppnisstöðu væri komið á fót fyrir alla félagsmenn gagnvart veiðifélaginu. Samkvæmt 1. gr. samkeppnislaganna sé markmið þeirra að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Þessu markmiði sk uli náð með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum. Að meina stefnda útleigu veiðihússins að Fossási vegna samkeppnishagsmuna eins félagsmanns gengi í berhögg við fyrrnefnt markmið. Verð i því ekki með nokkru móti séð að stefnendur geti byggt á ákvæðum laga nr. 44/2005 máli sínu til stuðnings. Yrði hins vegar á það fallist verði að leggja til grundvallar að stefnendur hafi ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að útleiga stefnda utan skilgreinds veiðitíma brjóti gegn ákvæðum laga nr. 44/2005. Þannig hafi markaðir málsins ekki verið skilgreindir og enginn reki gerður að því að greina þær samkeppnislegu aðstæður sem aðilar málsins búi við. Jafnframt sé það alfarið ósannað að útleiga stefnda á veiðihúsinu utan skilgreinds veiðitíma hafi neikvæð samkeppnisréttarleg áhrif á starfsemi ste fnandans Fossatúns ehf. og hafi engin haldbær gögn verið færð fram til stuðnings þeim málatilbúnaði stefnenda. Verði í þessu sambandi að hafa í huga að umfang útleigu stefnda utan hins skilgreinda veiðitíma hafi verið afar takmarkað á undanförnum árum. Get i þessi útleiga því með engu móti talist vera í samkeppni við skipulagða ferðaþjónustu stefnenda eða verið til þess fallin að raska henni með nokkru móti. Verði stefnendur í það minnsta að bera sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sínum. Þá verði að mat i stefnda ekki séð hvernig starfsemi hans feli í sér brot gegn 10. gr. laga nr. 44/2005 er leggi m.a. bann við ólögmætu samráði fyrirtækja. Hið sama eigi við um tilvísanir stefnenda til ákvæðis 14. gr. sömu laga. Virðist tilvísun stefnenda til umrædds ákvæ ðis byggja st á misskilningi enda sé stefndi hvorki opinbert fyrirtæki né fyrirtæki sem starfi að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar í skilningi ákvæðisins. 8 V. Til stuðnings dómkröfum sínum vísa stefnendur, eins og fyrr segir, ti l þess að almennur gistinga - og veitingarekstur stefnda utan veiðitímabils falli utan þeirra verkefna veiðifélaga sem upp eru talin í 37. gr. laga nr. 61/2006 um lax - og silungsveiði, fari gegn stjórnarskrárvörðum réttindum stefnenda, einkum skv. 72. gr. og 2. mgr. 74. gr., og brjóti gegn ákvæðum samkeppnislaga vegna óeðlilegrar samkeppni slíks rekstrar við rekstur stefnenda. Í ákvæði 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 , um að mönnum sé skylt að eiga aðild að veiðifélagi , felst undantekning frá þeirri meginr eglu fyrri málsliðar 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar að engan megi skylda til aðildar að félagi og takmörkun á eignarráðum fasteignareiganda hvað eignarrétt að veiði varðar. Af þessu leiðir að viðfangsefni veiðifélaga takmarkast á hverjum tíma af þeim v erkefnum sem löggjafinn gagngert felur þeim og ótvírætt þarf að vera að þau séu í nánu samhengi við tilgang laganna og þau markmið sem skylduaðildinni er ætlað að tryggja. Í fyrrgreindu ákvæði 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 kemur fram að tilvist veiðif élaga og skylduaðild að þeim sé ætlað að tryggja að markmiðum laganna samkvæmt 1. gr. verði náð, en samkvæmt þeirri grein er u markmið laganna m.a. að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna þar og verndun þeirra. Eins og áður er rakið komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í máli nr. 676/ 2013 að í framangreindu fælist meðal annars að ákvörðun veiðifélags um ráðstöfun stangveiði á félagssvæði sínu og samhliða henni ákvörðun um gisti - og veitingarekstur í ve iðihúsi félagsins á skilgreindum veiðitíma félli innan þeirra marka sem lög se ttu starfsemi veiðifélaga, sbr. c - og d - liði 1. mgr. 37. gr. laganna. Á hinn bóginn væri ákvörðun veiðifélags um að selja öðrum veiðihús á leigu til almenns gisti - og veitingarek strar í veiðihúsi utan skilgreinds veiðitíma meiri háttar ákvörðun í skilningi óskráðra reglna eignarréttarins um sérstaka sameign og gilti þá einu hvort hún teldist venjuleg eða óvenjuleg. Nokkru eftir að framangreindur dómur lá fyrir var samþykkt á Alþ ingi breyting á ákvæði 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006, þar sem m.a. var tiltekið í nýjum e - lið ákvæðisins að innan þeirra marka sem lög se ttu starfsemi veiðifélaga félli einnig að nýta eignir 9 veiðifélags og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir f élagsmenn, auk þess sem veiðifélagi væri heimilt að ráðstafa eign félagsins utan veiðitíma og þá til skyldrar starfsemi. Eins og að framan er rakið komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í málinu nr. 676/2013 að ákvörðun veiðifélags um gisti - og veitingare kstur í veiðihúsi félagsins á skilgreindum veiðitíma félli innan þeirra marka sem lög se ttu starfsemi veiðifélaga, sbr. c - og d - liði 1. mgr. 37. gr . Með setningu hins nýja ákvæðis í e - lið 1. mgr. 37. gr. laga, um að veiðifélagi sé heimilt að ráðstafa eign félagsins utan veiðitíma til skyldrar starfsemi, verður að telja að fengist hafi skýr lagastoð fyrir því að veiðifélag geti á löglega boðuðum fundi tekið slíka ákvörðun án þess að samþykki allra veiðiréttarhafa þurfi til að koma. Fær sú niðurstaða og stoð í athugasemdum við hið nýja ákvæði í greinargerð ákvæðinu er einnig tryggt að fundur í veiðifélagi geti tekið ákvörðun um að ráðstafa eign veiðifélags utan veiðitíma og þá til sky ldrar starfsemi. Því getur veiðifélagi m.a. verið heimilt að leigja út veiðihús í eigu veiðifélags utan hefðbundins veiðitíma, svo sem til gisti - veiðifélags 19. mars 2016 með 23 atkvæðum gegn einu að stjórn stefnda skyldi vera heimilt að ráðstafa veiðihúsi félagsins með útleigu utan skilgreinds veiðitíma. Með því að ekki verður á það fallist með stefnendum að setning framangreinds lagaákvæðis brjóti með nokkrum hætti gegn eignarréttar - og félagafrelsisákvæðum 72. gr. og 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar , og þar sem ekki verður heldur séð að ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 standi, eins og hér háttar, því í vegi að hið stefnda félag leigi veiðihús sitt út til almenns gisti - og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitímabils, verður stefndi sýknaður af dómkröfum stefnenda. Að þessari niðurstöðu fenginni verður stefnendum óskipt gert að greiða stefnda 1. 8 00.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, Veiðifélag Grímsár og Tunguár, er sýkn af kröfum stefnenda, Ingibjargar Pálsdóttur og Fossatúns ehf. Stefnendur greiði stefnda óskipt 1. 8 00.000 krónur í málskostnað.