Héraðsdómur Reykjaness Dómur 19. október 2022 Mál nr. S - 1473/2022 : Héraðssaksóknari ( Haukur Gunnarsson saksóknarfulltrúi ) g egn Andrei Buhhanevits ( Guðmundur Ágústsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem dómtekið var 21. september sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 11. ágúst 202 2 á hendur ákærða Andrei Buhhanevits , kt. , , : fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum framin í rekstri einkahlutafélagsins SA verktakar, kt. 500620 - 1020 , sem stjórnarmaður og framkvæmdarstjóri með prókúruumboð , með því að hafa: 1. Eigi staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, í rekstri einkahlutafélagsins, vegna uppgjörstímabilanna janúar febrúar, maí - júní , júlí ágúst, september október og nóvember desember rekstrarárið 2021, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 40.859.146 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir: 2021 Janúar febrúar kr. 1.604.652 Maí - júní kr. 3.357.405 Júlí ágúst kr. 7.203.693 September - október kr. 13.067.629 Nóvember desember kr. 15.625.767 Samtals kr. 40.859.146 2. Eigi staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda , í samræmi við fyrirmæli III. k afla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna 2 einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna júní til og með desember rekstrarárið 2021 og greiðslutímabilanna janúar til og með mars rekstrarárið 2022 , sa mtals að fjárhæð 47.601.055 krónur, sem sundurliðast hér greinir: 2021 Júní kr. 396.446 Júlí kr. 1.173.319 Ágúst kr. 5.074.936 September kr. 3.324.175 Október kr. 5.422.205 Nóvember kr. 8.294.426 Desember kr. 5.151.930 kr. 28.837.437 2022 Janúar kr. 5.335.605 Febrúar kr. 6.963.110 Mars kr. 6.464.903 kr. 18.763.618 Samtals kr. 47.601.055 ________________________________ Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr . einnig 1. mgr. 40. gr laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Framangreind brot ákærð a samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr . einnig 2. mgr. 30. gr laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þess er krafist að ákærð i verði dæmdu r til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Að auki er þess krafist að ákærða verði, með vísan til 4. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0, með dómi bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdarstjóri eða koma með öðrum hætti að 3 Af hálfu ákærða er þess kraf ist honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa. Forsendur og niðurstaða : Ákærði játaði skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Taldi dómari ekki ás tæðu til að draga í efa að játningin væri sannleikanum samkvæm og var málið því tekið til dóms á grundvelli 164. gr. laga nr. 88/2008 án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákv örðun viðurlaga. Ákærði vísar til þess við heimfærslu til refsiákvæða í ákæru að skilyrði 4. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga séu ekki uppfyllt þar sem því verði helst beitt gagnvart aðilum sem taki að sér að fara með fyrirtæki í þrot. Ákærði er í má li þessu sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og í rekstri einkahlutafélagsins SA verktakar ehf. Samkvæmt sakavottorð ákærða var hann sakfelldur fyrir skattalagabrot 20. janúar 2012, skilorðsbundið í tvö ár auk sektargreiðslu að fjárhæð 100 milljónir króna, en ítrekunaráhrif þess brots eru fallin niður, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Að öðru leyti hefur ákærði gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot árin 2017 - 2022. Ákærði játaði skýlaust brot sitt fyrir rannsóknaraðilum og dóm i og verður litið til þess við refsimat. Hins vegar er til þess að líta að um háar fjárhæðir er að ræða. Að framangreindu virtu og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga , þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 1 6 mánuði en fullnustu refsin gar er frestað og falli hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Þá verður ákærða gert að greiða sekt til ríkissjóðs sem þykir, með vísan til lögbundins fésektarálags, réttilega ákvörðu ð 176.920.000 krónur og komi 360 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms. Vegna kröfu ákæruvaldsins um að ákærði sæti atvinnurekstrarbanni, samkvæmt 4. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga er til þess að líta að um heimildarákvæði er að ræða sem var bætt við 262. gr. hegningarlaga með lögum nr. 56/2019. Í frumvarpi til laga nr. 56/2019 kemur fram að lagt sé til að hægt verði að úrskurða þá aðila sem hlotið hafi dóm fyrir 262. gr. almennra hegningarlaga í atvinnurekstrarbann, þ.e. bann við því að stofna félag með takmarkaða ábyrgð félagsmanna, að sitja í stjórn, að starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun slíks félags eða fara með 4 meirihluta atkvæðisréttar í því, í allt að þrjú ár . Í lögskýringargögnum kemur m.a. fram í kafla 3. Meginefni frumvarpsins, að markmiðið með frumvarpinu sé að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og kennitöluflakki í atvinnurekstri. Þrátt fyrir að ákvæðið hafi verið lögfest um mitt ár 2019 er e kki að finna nema eitt fordæmi um að þess hafi verið krafist að því yrði beitt vegna brota er varða vanskil á vörslusköttum, sbr. dóm héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2021 í máli nr. S - 7553/2019. Þar var ákærði sakfelldur fyrir að hafa ekki staðið skil á vi rðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda sem framkvæmdastjóri í fjórum félögum sem öll höfðu orðið gjaldþrota. Þó ekki sé vikið að því sérstaklega í dóminum má ætla að það hafi skipt máli við beitingu ákvæðisins í samræmi við áðurrakið markmið þess en fjárhæðir í því máli voru þó nokkuð lægri. Telur dómurinn að ekki séu skilyrði til beitingar ákvæðisins gagnvart ákærða. Með vísan til sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, sem telst hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi máls og tímas kýrslu 500.000 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Andrei Buhhanevits, sæti fangelsi í 1 6 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 176.92 0.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella fangelsi í 360 daga. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar lögmanns , 500.000 krónur María Thejll