Héraðsdómur Reykjaness Dómur 19. nóvember 2020 Mál nr. S - 3025/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn Gentjan Plaku ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður ) Dómur: Mál þetta, sem tekið var til dóms 5. nóvember 20 20 , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum 2. nóvember 20 20 á hendur ákærða, Gentjan Plaku , fæddum [...] , ríkisborgara Albaníu ; fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum og sóttvarnarlögum; I Fyrir skjalafals, m eð því að hafa, sunnudaginn 4. október 2020, er lögregla hafði afskipti af ákærða í flugstöð Leifs Eiríkssonar , framvísað í blekkingarskyni, grunnfölsuðu slóvensku kennivottorði nr. [...] , án öfnuðu [...] , f d. [...] , með gildistíma frá 17.04.2018 til 16.04.2028, grunnfölsuðu slóvensku vegabréfi nr. [...] , ánöfnuðu sama aðila, með gildistíma frá 22.08.2018 til 21.08.2028 og grunnfölsuðu slóvensku ökuskírteini nr. [...] , ánöfnuðu sama aðila, með gildistíma frá 14.08.2018 til 13.08.2029 . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II Fyrir brot gegn sóttvarnarlögum, með því að hafa vanrækt að mæta í skyldubundna síðari skimun vegna COVID - 19 eftir komu sína til landsins þann 26. september 2020 og á tímabilinu frá 26. september til 4. október 2020 brotið gegn skyldum einstaklinga í sóttkví. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 800/2020 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við l andamæri Íslands vegna COVID 19, sbr. reglugerð nr. 960/2020, sbr. 18. og 19. gr. sóttvarnarlaga nr. 19/1997 2 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög l eyfa. Þá gerir verjandi ákærða kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kost ur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Forsendur og niðurstaða: Við þingfestingu máls þessa játaði ákærði brot s ín án undandráttar. Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða , að undanski linni heimfærslu til reglugerð ar nr. 960/202 0 sem ekki tók gildi fyrr en 5. október 2020. Sakavottorð ákærða, sem er ríkisborgari Albaníu , liggur ekki frammi í málinu. Engra gagna nýtur um að ákærði hafi áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Verður v ið ákvörðun refsingar tekið mið af þeirr i staðreynd og einnig skýlausri játningu ákærða. Svo sem málið liggur fyrir þykja ekki vera efni til þess að víkja frá fastmótaðri dómvenju hvað varðar brot ákærða gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Samkvæmt því og að brotum ákærða a ð öðru leyti virtum þykir , eins og hér stendur á, r efsing ákærða réttilega ákveðin fangelsi í 30 daga og 200.000 króna sekt til ríkissjóðs , sbr. heimildarákvæði 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og komi 14 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Eftir úrslitum málsins ber s amkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði greiði því þóknun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, er að virtu umfangi málsins þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði einnig ferðakostnað lögmannsins, 4.620 krónur. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Gentjan Plaku, sæti fangelsi í 30 daga og greiði 200.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 14 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. 3 Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns , 126. 170 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og ferðakostnað lögmannsins, 4.620 krónur. Kristinn Halldórsson