Héraðsdómur Suðurlands Dómur fimmtu daginn 7 . maí 2020 Mál nr. S - 164/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi ) g egn X ( Jónína Guðmundsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 30. apríl sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 28. febrúar sl., á hendur X I. fyrir barnaverndarlagabrot með því að hafa, síðdegis 2018, í heimildarleysi og óleyfi farið inn um ólæsta hurð að þar sem barnið A , var [..] heima og haft þar uppi óviðeigandi samhengislaus ummæli, meðal annars ástarjátningar gagnvart A auk þess sem ákærði reif heyrnatól af A , henti þeim í gólfið og sle ikti svo kinn A . Jafnframt með því að hafa dvalist þar áfram þrátt fyrir að A hafi skipað honum að fara út uns ákærði lét að lokum af háttsemi sinni og fór. Framangreind háttsemi ákærða fól í sér yfirgang, ruddaskap, ósiðlegt athæfi og vanvirðandi háttsemi gagnvart A og var til þess fallin að móðga A gróflega. Telst brot ákærða varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80, 2002. II. fyrir húsbrot með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 23. nóvember 2019, í heimildarleysi og óleyfi farið inn um ólæsta hurð að B og dvalist þar inni uns húsráðendur komu að honum og vísuðu á dyr. Telst brot ákærða varða við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Á kærði mætti við þingfestingu málsins ásamt Jónínu Guðmundsdóttur lögmanni, sem skipuð var verjandi ákærða að hans ósk. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákær ða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að 2 játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um la gaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Sam kvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður sætt refsingu . Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga . Að virtum atvikum máls, að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða og þess að hann hefur ekki áður sætt refsingu , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 57.328 kr. , auk þóknunar skipaðs verjanda hans sem er hæfilega ákveðin 229.400 krónur, að teknu t illiti til virðisaukaskatts. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð i , X , sæti fangelsi í 90 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði sakarkostnað, samtals 286.728 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda, Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, 229.400 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sólveig Ingadóttir.