Héraðsdómur Suðurlands Dómur 2 1 . nóvember 2023 Mál nr. S - 278/2023 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi ) g egn Sigurb irni Adam Baldvinss yni ( Guðni Jósep Einarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Suðurlandi 21. a príl 2023 á hendur Sigurbirni Adam Baldvinssyni, I. fyrir líkamsárás með því að hafa, mánudaginn 18. október 2021, utandyra við verslun í fangelsinu að Litla - Hrauni á Eyrarbakka, veist að A , og slegið hann hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að A hlaut skurð innanvert á neðri vör. Telst brot ákærða varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. fyrir líkamsárás með því að hafa, föstudaginn 4 . nóvember 2022, utandyra við fótboltavöll í fangelsinu að Litla - Hrauni á Eyrarbakka , veist að B , slegið hann ítrekuðum hnefahöggum í andlit og gripið í og snúið upp á vinstri fótlegg hans, allt framangreint með þeim afleiðingum að B hlaut mar og bólgu í a ndliti, sprungu á neðri vör og liðhlaup í hnéskel. Telst brot ákærða varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Vegna ákæruliðar II g erir B , kröfu um að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 750.000, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti 2 og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 4. nóvember 2022, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati réttarins, að viðbættum virðisaukaskatti. Málið var þingfest 1. júní 2023 . Aðalmeðferð málsins hófst 22. september 2023 en varð ekki lokið vegna fjarveru vitna. Var aðalmeðferð framhaldið 26. september 2023, en varð ekki lokið þá vegna beiðni skipaðs verjanda ákærða um frest til gagnaöflunar. Var aðalmeðferð framhaldið og lokið 9. október 2023 og var málið dómtekið að henni lokinni. Við upphaf aðalmeðferðar óskaði sækjandi eftir að breyta ákæru þannig að í fyrri samkvæmt fyrri lið ákærunnar. Á kærði neitar sök samkvæmt seinni lið ákærunnar og hafnar bótakröfu brotaþola. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær dómkröfur sem að ofan greinir. Af hálfu bótakrefjanda eru gerðar sömu kröfur og í ákæru greinir. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsinga r sem lög leyfa vegna ákæruliðar I, en vegna ákæruliðar II er aðallega krafist frávísunar, en til vara sýknu, en til þrautavara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Vegna einkaréttarkröfu er aðallega krafist frávísunar, en til vara sýknu, en til þra utavara er krafist verulegrar lækkunar á bótafjárhæð. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun fyrir skipaðan verjanda ákærða, sem og fyrir fyrri skipaðan verjanda ákærða, að teknu tilliti til virðisa ukaskatts. Málavextir Vegna ákæruliðar I vísast um málavexti til ákærunnar, en ákærði hefur játað sök samkvæmt þessum ákærulið , eins og ákærunni var breytt við upphaf aðalmeðferðar. Er játning ákærða í samræmi við gögn málsins. Vegna ákæruliðar II eru málavextir þeir að samkvæmt frumskýrslu lögreglu 4. nóvember 2022 barst lögreglunni á Selfossi símtal frá varðstjóra í fangelsinu Litla Hrauni og tilkynnt i varðstjórinn um líkamsárás sem hefði átt sér stað á útisvæði við fangelsið, nánar tiltekið við fótboltavöllinn , milli klukkan 16:05 og 16:09 þann dag. Fylgdi 3 tilkynningunni að gerandi væri ákærði en brotaþolinn væri B , en hann mun þá hafa verið í fylgd fangavarða á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að láta skoða áve rka sem hann hafi hlotið. Lögreglumenn fóru á HSU og hittu brotaþola þar sem starfsmenn HSU voru að hlúa að honum. Segir í lögregluskýrslu um þetta að neðri vör brotaþola hafi verið þrútin og sprungin og hann hafi verið með litla áverka vinstra megin á enn inu. Þá hafi verið að binda sárabindi um vinstra hné hans. Aðspurður kvað st hvað hafi átt sér stað í gær þar sem brotaþoli hafi heyrt af einhverju atviki sem hafi sér 500.000 krónur fyrir að hafa sagt fangavörðum frá einhverju sem brotaþoli hafi ekki r í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans hafi sprungið og hann vankast. Þá hafi brotaþoli slegið frá sér handar í vinst r i kinn brotaþola. Þar næst hafi brotaþoli sparkað með vinstri fæti sí num í brotaþoli hafi dottið úr liði á vinstra hné og fallið í jörðina. Þá kvaðst brotaþoli hafa lamið í hné sitt og dottið þannig aftur í lið. Svo hafi brotaþoli stigið á fæt ur og gengið á C hafi orðið vitni að þessu. Lögregla ræddi við C 9. nóvember 2022. Í samantekt lögreglu um þá skýrslugjöf kemur fram að C hafi lýst því að hann sjálfu r , ákærði, brotaþoli og fleiri hafi verið á göngu á útisvæði bak við varðturninn á Litla Hrauni. Þá er haft eftir C í skýrslunni að ákærði hafi lamið brotaþola einu sinni eða tvisvar með krepptum hnefa hægri handar í andlit með þeim afleiðingum að vör brotaþola hafi sprungið o g hann vankast. Þá hafi brotaþoli sparkað frá sér en ákærði gripið með báðum höndum um fót brotaþola og snúið upp á hann. Lögregla ræddi við ákærða 9. nóvember 2022. Í skýrslu lögreglu um það kemur fram að láðst hafi að kynna ákærða réttarstöðu sakborning s, en honum hafi verið kynnt að hann ætti rétt á verjanda á öllum stigum málsins. Í samantekt lögreglu um þá skýrslugjöf segir að í byrjun hafi ákærði ekki kannast mikið við þetta, en svo hafi komið fram hjá honum að hann hafi verið í útivist á sama tíma o g brotaþoli. Brotaþoli hafi svo verið að elta hann og ráðist síðan á hann og ýtt honum. Er haft eftir ákærða að þá hafi sig. Þá hafi ákærði gefið brotaþola 2 högg með 4 t í viðbót, en þá hafi brotaþoli sparkað fram fyrir sig í læri ákærða sem hafi gripið um fót brotaþola með báðum höndum, en við það hafi brotaþoli fallið í jörðina og kvartað um verki í hné. Lögregla tók aftur skýrslu af ákærða 1. febrúar 2023. Í samantek t lögreglu um þá skýrslugjöf kemur fram að ákærði muni ekki eftir neinum samskiptum milli sín og brotaþola. Þeir hafi einu sinni verið á sama gangi á Litla Hrauni en aðspurður kvaðst ákærði ekki muna eftir samskiptum milli þeirra 4. nóvember 2022. Það hafi aldrei verið þetta snerist um skuld er haft eftir ákærða að þetta hefði ekkert með peninga að gera. Þá var ákærða kynnt að í skýrslu brotaþola hafi komið fram að þetta snerist um skuld, en ákærði hafi sagt að brotaþoli væri að ljúga því. Þetta snúist um að brotaþoli hafi látið rða sem hafi orðið til þess að átök hafi orðið, en allir séu vinir í dag. Aðspurður hvort ákærði hafi rætt þetta við brotaþola kvaðst ákærði hafa gert það. Þá hafi brotaþoli ráðist á hann og það hafi verið að fótboltavellinum á Litla Hrauni. Ákærði hafi va rið sig með einu hægri handar höggi með slást við ákærða sem hafi verið að verja sig. Þá hafi brotaþoli sparkað fast í átt að kviðsvæði ákærða, en ákærði hafi náð að verjast því með höndunum. Brotaþoli hafi farið að gráta og ákærði gengið burtu. Í rannsóknargögnum er vottorð D læknis á HSU um brotaþola, dags. 4. febrúar 2023. Þar kemur fram að brotaþoli hafi komið á bráðamóttöku HSU á Selfossi 4. nóvember 2022 og hitt téðan l ækni. Í bráðasjúkraskrá þann dag sé m.a. ára fangi á Litla - Hrauni, fluttur til skoðunar eftir slagsmál. Hann lýsir atvikum þannig að á hann var ráðist án fyrirvara, og kýldur í andlit og springur vör. Hann fer þá að svara fyrir sig og þeir skipt ast á höggum. Segist hafa fengið nokkur högg í andlitið og högg ekki lent annarsstaðar. Hann reynir að sparka í hinn, sem grípur og fótinn á honum og snýr. Hann er með sögu um lux á hnéskel sömu megin og hafa farið úr lið. Hann réttir úr fætinum til að set Þá kemur fram að á andliti sé mar á enni, dreifð bólga djúpt sár og flipi. Þá segir að brotaþoli geti sett þunga í fót og gengið, þó haltur. Væg ból líklega hafi orðið liðhlaup á hnéskel. Brotaþoli hafi fengið vafning um hnéð og hækjur 5 og röntgenmynd hafi verið tekin af hnénu. Þá kemur fram í vottorðinu að svar röntgenlækni skellaga þunn háþéttni er medialt inn við patella, mögulega afrifa. Ekki greinast beináverkar að öðru leyti. Patella situr í femoropatellar liðnum. Nokkur mjúkvefjabólga er medialt við patella. Vökvi virðist í Svo kemur fram í vottorði D að brotaþoli hafi í þrígang leitað til lækna á Litla Hrauni eftir áverkann og farið í segulómun. Í nótum lækna eftir það komi eftirfarandi fram um segulómun á vinstra hné beinmar í later ala femur condyl og medialt í patella sem getur samrýmst status eftir lateral luxation á patella, ekki brot. Smá óregla í mediala kanti patella grunsamlegt fyrir afrifu og sást þunnt afr ifufragment á röntgen 04.11.2022. Mediala retinaculum með segulskinsbreytingar eins og eftir áverka og vægur bjúgur í subcutan fitu medialt á hné. Krossbönd og collateral ligament heil. Báðir liðþófar heilir. Ekki áberandi brjóskskemmdir. Medical plica sem nær inn í femoropatellar liðinn. Infrapatellar sin heil. Niðurstaða: - Í samantekt og áliti D í niðurlagi vottorðsins segir að áverkar sem finnast samrýmist frásögn brotaþola á áverkaferli. Hann hafi fengið mar o g bólgur dreift um andlit og höfuð, ásamt sári í neðri vör. Hann hljóti einnig nokkuð alvarlegan áverka á vinstra hné. Samkvæmt nótu hafi D skráð frásögn brotaþola um að um væri að ræða liðhlaup á sama hné og áður hafi farið úr lið, en í nótu E læknis á Li tla Hrauni 8. nóvember 2022 komi fram að fyrra liðhlaup hafi verið á hægra hné. Miðað við nótur hafi brotaþoli tvívegis fengið liðhlaup á hægra hné, þ.e. árin 2008 og 2010, en engin gögn finnist um fyrra liðhlaup á vinstra hné. Lýsing brotaþola á áverkafe rlinu á hnénu samrýmist því áverkaferli sem valdið geti liðhlaupi á hnéskel. Á segulómun sem tekin sé rúmum tveimur mánuðum síðar megi enn merkja eftirstöðvar áverkans, sem séu myndrænt í samhengi við þá áverka sem sjáist eftir liðhlaup á hné, að mati rönt genlæknis sem lesi úr myndunum. Um ræði þar mar í ytri hluta fjærenda lærleggjar og mar í hnéskel miðlægum hluta hnéskeljar, þar sem á röntgen hafi verið lýst afrifu fr á hnéskel. Að auki sjáist bólgubreytingar í öðrum mjúkvefjum. Þetta sé því nokkur áverki þar sem eftirstöðvar sjáist áfram töluvert síðar, og séu þess eðlis að nú séu töluvert auknar líkur á frekari liðhlaupum á sama hné í framtíðinni. 6 Við upphaf aðalmeðf erðar lagði sækjandi fram skýrslu fangavarðar á Litla Hrauni, dags. 4. nóvember 2022, þar sem fram kemur að téðan dag hafi brotaþoli komið gangandi á útisvæði en virst eiga erfitt með gang. Hafi hann bograð niður og haldið um hné sér. Brotaþoli hafi verið blóðugur í andliti. Fangavörðurinn hafi spurt brotaþola hvað hafi komið fyrir en hann ekki viljað svara því og farið og talað við aðra fanga og sagt að hann ætli að drepa viðkomandi. Annar fangi, sem ekki er nafngreindur í skýrslunni, sem hafi verið staddu r á vellinum, hafi svo hvíslað því að fangaverðinum sem ritar skýrsluna að ákærði hafi ráðist á brotaþola. Ekki eru efni til að gera frekari grein fyrir málavöxtum og rannsókn málsins. Framburður við aðalmeðferð Ákærði gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað frá lögreglustöðinni í Keflavík. Ekki voru gerðar athugasemdir við það af hálfu ákærða eða skipaðs verjanda hans að þessi háttur væri hafður á skýrslugjöf ákærða. Ákærði kvaðst vilja vísa til skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. Ákærði kvað e iginlega voða lítið hafa gerst. Kvaðst eiginlega ekki vita hvað hafi gerst og myndi eiginlega ekkert eftir þessu. Kvaðst minna að brotaþoli hafi bara komið út og veist að ákærða. Ákærði hafi gengið frá og brotaþoli hafi haldið áfram að elta sig. Ákærði haf i ýtt brotaþola frá með smá löðrungi kannski . Ákærði hafi verið að ganga þarna og ágreiningur hafi átt sér stað áður en nokkuð gerðist. Allt í einu hafi verið ráðist á ákærða og þá hafi brotaþoli verið búinn að vera að ljúga einhverju að einhverju liði þar na um að ákærði væri að segja einhverja ósanna hluti. Svo hafi ákærði bara verið þarna og þá hafi brotaþoli komið og verið eitthvað að ganga í kringum ákærða og að honum og verið með einhverja ógnandi tilburði og verið að gera sig breiðan og lyfta hendinni . Brotaþoli sé mjög stór og þrekinn maður. Ákærða hafi þótt nauðsyn að bregðast við með því að ýta brotaþola með sömu hreyfingu og hann hafi náð að löðrunga hann með. Annað hafi ákærði ekki gert. Löðrungurinn hafi sennilega lent á kinn brotaþola. Kvaðst ek ki muna hvort hann hafi sjálfur borið áverka, en kvaðst halda ekki. Daginn áður hafi einhverjir 3 menn ráðist á sig út af brotaþola vegna þess að hann hafi verið að segja ósanna hluti um sig. Nánar aðspurður lýsti ákærði því að brotaþoli hafi sagt við sig að ákærði skyldi fá borgað og ákærði hafi tekið því sem hótun. Aðspurður neitaði ákærði því að hafa tekið í og snúið upp á vinstri fótlegg brotaþola. Það sé bara uppspuni. Aðspurður kvaðst ákærði ekki kunna skýringar á áverkum sem lýst er 7 í læknisvottorði um brotaþola og löðrungurinn hafi ekki verið þung t högg og hafi verið með flötum lófa. Kvaðst telja að lýsti r áverkar á brotaþola séu ekki af sínum völdum. Brotaþoli B kom fyrir dóm við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið úti að ganga á fótboltavellinum með C félaga sínum og svo hafi hann hitt ákærða fyrir aftan varðskýlið og litið upp og aðeins til hliðar o g þá fundið svakalegt högg beint í andlitið á sér. Ákærði hafi sta ðið fyrir framan hann eins og hann ætlaði að slá hann. Brotaþoli hafi þá slegið ákærða frá sér án þess að hitta hann og ýtt honum frá sér með fætinum og svo hafi ákærði komið aftur að honum og þá hafi brotaþoli sparkað í ákærða með vinstri fæti. Þá hafi ák ærði gripið í fót brotaþola og ýtt honum upp og snúið svo aðeins upp á fótinn og þá hafi hnéð farið úr liði. Við þetta hafi brotaþoli dottið í jörðina og ákærði svo gengið í burtu. Brotaþoli kvaðst hafa verið reiður. Kvaðst hafa farið úr liði tvisvar áður og kynni því að setja hnéskelina til baka og hafi því gert það. Eftir þetta hafi brotaþoli farið á HSU. Brotaþoli kvaðst líka hafa verið blóðugur í framan og með sár á vör sem hafi þurft að sauma 2 3 spor. Hann hafi líka fengið mar í andlitið. Aðspurður kvað brotaþoli að höggið í andlitið hafi verið fyrirvaralaust. Brotaþoli kvaðst aðspurður ekki hafa komið höggi á ákærða. Ákærði hafi veitt sér eitt högg í andlitið og svo snúið upp á fótinn. Aðspurður kvaðst brotaþoli hafa farið úr liði áður á hægra hné. Brotaþoli lýsti því hvernig hann hafi fundið hnéskelina fara úr stað þegar ákærði hafi snúið upp á fótinn. Aðspurður um þann framburð ákærða að brotaþoli hafi verið ógnandi í sinn garð kvað brotaþoli það ekki vera rétt. Vitnið D læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð. Vitnið kvaðst hafa hitt brotaþola á bráðamóttöku á HSU 4. nóvember 2022. Brotaþoli hafi sagt frá því að á hann hafi verið ráðist fyrirvaralaust. Hann hafi skýrt frá því að hafa verið kýldur í andlit nokkur högg, en aðal ástæða komu á HSU hafi verið að tekið hafi verið í fótinn á honum og snúið upp á hann og hafi brotaþoli talið að hann hafi farið úr lið á hnéskel. Það hafi verið einkenni sem brotaþoli hafi þekkt vegna fyrra liðhlaups sömu megin. Við skoðun hafi vitnið séð mar á enni, d reifðar bólgur og mar um kinnbein beggja vegna og sprungna neðri vör. Hnéð hafi verið bólgið og aumt. Eymsli verið um vöðvafestur við hnéskel. Að öðru leyti hafi hnéð verið stabílt. Tekin hafi verið röntgenmynd og á þeirri mynd sé hnéskelin á sínum stað, e n saga og skoðun bendi öll til þess að hnéskelin hafi farið úr lið og smollið til baka. Liðhlaup á hnéskel sé þannig að hnéskelin smelli oft til baka við það eitt að rétta úr fætinum. Það að hnéskelin hafi verið á sínum stað á myndinni segi því ekkert til um hvort hún hafi farið úr lið og smollið aftur á sinn stað. Brotaþoli hafi svo 8 leitað til E læknis á Litla Hrauni vegna einkenna frá hnénu og svo aftur til F læknis á Litla Hrauni og farið í segulómskoðun á hnénu eftir það. Þar hafi sést breytingar sem sé u klassískar fyrir ástand eftir liðhlaup á hnéskel. Allt bendi sterklega til þess að brotaþoli hafi farið úr liði á hné. Vitnið kvaðst hafa farið yfir öll gögn á heilbrigðisstofnunum sem hann hafi fundið um brotaþola og miðað við þau gögn virðist fyrri lið hlaup hafa verið árin 2008 og 2010 og verið á hægra hné. Þó sé það svo að fyrir mann sem hafi farið úr liði á hné öðru megin þá séu talsvert auknar líkur á að fara úr liði hinu megin. Niðurstaða úr segulómun komi beint frá röntgenlæknum Orkuhússins. Vitnið kvaðst vera sammála svari þeirra. Algengasta orsök liðhlaups í hné sé snúningur upp á sköflungsbein, sem sé einmitt það sem brotaþoli hafi lýst. Aðspurður hvort liðhlaupið hafi getað orðið við spark brotaþola kvað vitnið það vera mjög ósennilegt. Algengas ta orsök slíks liðhlaups sé snúningur á sköflungsbein, en aðrar ástæður séu að hné sé þvingað inn á við eða út á við, en spark eða að lenda með fót á mótstöðu sé ekki orsök sem vitnið þekki til. Það væri þá afar sjaldgæft og jafnvel þó fóturinn kæmi skakkt niður. Vitnið kvað ekki hafa þurft að sauma sár innan á vör brotaþola. Vitnið staðfesti að hafa greint alla áverka sem lýst er í ákæru, að frátöldu liðhlaupi í hnéskel. Við fyrstu skoðun hafi verið sterkur grunur um liðhlaup hjá vitninu, en full greining hafi komið með segulómuninni sem gerð hafi verið í Orkuhúsinu í janúar 2023. Þetta hafi verið vinstra hnéð. Vitnið kvað erfitt að segja til um hvort minna átak þurfi til liðhlaups hjá manni sem áður hafi fengið slíkt, þrátt fyrir að sá væri í aukinni áhætt u til að fá slíkt aftur , en kvað það sennilegt . Vitnið kvaðst aðspurður ekki vita orsakir fyrri liðhlaupa hjá brotaþola. Vitnið G gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð. Vitnið er fangavörður á Litla Hrauni. Vitnið lýsti því að hafa verið í útivist á fótb oltavellinum á Litla Hrauni og verið inni í varðskýlinu umrætt sinn . Svo hafi hún séð brotaþola koma gangandi með öðrum fanga. Hafi brotaþoli virst eiga erfitt með gang og haltrað og haldið um hné sér. Vitnið hafi spurt hvort allt væri í góðu en brotaþoli hafi verið að öskra á einhverja fanga sem hafi verið að horfa á hann út um gluggann. Þá hafi vitnið séð að brotaþoli hafi allur verið blóðugur í framan. Brotaþoli hafi sagt við hana að hann vildi komast strax á spítala. Brotaþoli hafi spurt hana hvort hún hafi séð árásina, en það hafi vitnið ekki gert. Annar fangi hafi hvíslað því að vitninu að ákærði hafi ráðist á brotaþola. Fanginn sem hafi verið með brotaþola hafi verið C . Brotaþoli og C hafi ekki lýst þessu fyrir sér þarna, en brotaþoli hafi sagt sér þe tta seinna. Brotaþoli hafi sagt sér að ákærði hafi gripið um fótinn á honum og snúið þannig að brotaþoli hafi farið úr liði á hné eða eitthvað álíka. Svo hafi 9 líka komið fram að brotaþoli hafi verið kýldur í andlitið. Aðspurð sagði vitnið að það hafi verið C em hafi hvíslað því að henni að ákærði hafi ráðist á brotaþola. Vitnið staðfesti að hafa ritað ofangreinda skýrslu fangavarðar. Vitnið C gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað. Vitnið kvaðst muna lítið eða ekki eftir þessu. Kvaðst muna að hafa verið á fótboltavellinum og svo hafi eitthvað gerst, einhver átök eða eitthvað. Kvaðst ekki muna hvernig það hafi verið. Kvaðst ekki muna þetta vel, en þetta muni hafa verið milli ákærða og brotaþola. Kvaðst ekki muna beint eftir að hafa séð annan þei rra slá hinn. Brotaþoli hafi verið blóðugur eftir þetta. Kvaðst ekki hafa séð nein högg á milli þeirra. Kvaðst ekki muna eftir að hafa séð annan þeirra taka í fót hins. Kvaðst ekki muna eftir að hafa séð annan þeirra sparka í átt til hins. Kannaðist við að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu en kvaðst ekki muna hvað hann hafi sagt. Kvaðst hafa verið undir áhrifum við skýrslugjöf sína hjá lögreglu. Aðspurður um framburð vitnisins G fangavarðar um að vitnið hafi hvíslað því að henni að ákærði hafi ráðist á brotaþ ola kvaðst vitnið ekki minnast þess að hafa sagt þetta við fangavörðinn. Vitnið kvaðst ekki muna hvort hann hafi verið í vímu þegar atvikið gerðist, en það geti vel verið. Vitnið H læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð. Vitnið lýsti því að brotaþ oli hafi komið í segulómun af hné í Orkuhúsinu í janúar 2023. Vitnið hafi ritað svar um þá rannsókn. Greiningin hafi verið liðhlaup á hnéskel , á latínu . Það hafi verið ummerki um það . Brotaþoli hafi komið í röntgenrannsókn í nóvember 202 2 og þá hafi verið grunur um svona áverka. Segulómunin hafi sýnt beinbjúg sem geti passað miðað við þann tíma sem hafi liðið. Þetta hafi ekki litið út eins og ferskur áverki. Vel geti verið að áverkinn hafi orðið í byrjun nóvember 2022, en ekki sé unnt að staðfesta aldur áverkans. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hve mikið átak þurfi til að framkalla liðhlaup í hné. Vitnið staðfesti greiningu sína sem lýst er í ofangreindu læknisvottorði D ar sem segir rala femur condyl og medialt í patella sem getur samrýmst status eftir lateral luxation á patella, ekki brot. Smá óregla í mediala kanti patella grunsamlegt fyrir afrifu og sást þunnt afrifufragment á röntgen 04.11.2022. Mediala retinaculum með segulskinsb reytingar eins og eftir áverka og vægur bjúgur í subcutan fitu medialt á hné. Krossbönd og collateral ligament heil. Báðir liðþófar heilir. Ekki áberandi brjóskskemmdir. Medical plica sem nær inn í femoropatellar liðinn. Infrapatellar sin heil. Niðurstaða: - Status eftir lateral luxation á 10 Vitnið staðfesti jafnframt að textinn innan gæsalappa sé tekinn beint upp úr nótu vitnisins. Forsendur og niðurstöður Eins og að framan greinir hefur ákærði játað sakargiftir og háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákærulið I eins og honum var breytt af hálfu ákæruvalds við upphaf aðalmeðferðar. Er með játningu ákærða og að virtum gögnum málsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem þar greinir og er háttsemin ré ttilega heimfærð til refsiákvæða. Vegna ákæruliðar II neitar ákærði sök. Eins og áður greinir var tekin lögreglu skýrsla af ákær ð a vegna ákæruliðar II þann 9. nóvember 20 2 og lýsti því jafnframt að hafa gripið um fót brotaþola báðum höndum. Fyrir liggur að við þessa skýrslutöku láðist að kynna ákærða réttarstöðu sakbornings. Af þessum sökum hefur ákærði krafist frávísunar á þessum lið ákærunnar. Fyrir liggur að önnur framburðarskýrsla v egna þessa var tekin af ákærða áður en ákært var í málinu, en auk þess styður ákæruvald kröfu sína um sakfellingu ekki eingöngu við framburðarskýrslu r ákærða. Ekki verður því fallist á kröfu kröfu ákærða um frávísun af þessum sökum. H ins vegar leiðir þetta til þess að allur sá framburður sem ákærði gaf við þessa skýrslugjöf verður ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat í málinu, sbr. dóm Landsréttar í máli réttarins nr. 348/2022. Verður því litið fram hjá umræddri framburðarskýrsl u við úrlausn málsins. Í seinni framburðarskýrslu ákærða hjá lögreglu, sem tekin var 1 . febrúar 202 3 eins og áður greinir, kannaðist ákærði í fyrstu ekki við neitt atvik á milli sín og brotaþola. Þegar á leið skýrslutökuna kannaðist ákærði hins vegar við a tvik milli hans og brotaþola og kvað brotaþola hafa veist að sér og ákærði hafi varið sig með einu hægri handar höggi ákærði hafi náð að verjast með höndunum. Við aðalmeðf erð lýsti ákærði því að hann myndi voða lítið eftir þessu, en lýsti því þó að brotaþoli hafi verið ógnandi og ákærði hafi ýtt við honum með sömu hreyfingu og hann hafi löðrungað brotaþola með. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa tekið í fót brotaþol a og snúið upp á hann. Hjá lögreglu lýsti brotaþoli háttsemi ákærða á áþekkan hátt og greinir í ákæru, en við aðalmeðferð kvað brotaþoli aðeins hafa verið um að ræða eitt hnefahögg. 11 Vitnið C lýsti atvikum hjá lögreglu með áþekkum hætti og greinir í ákæru, en við aðalmeðferð kvaðst hann muna mjög lítið eftir þessu, en kannaðist þó við atvik milli ákærða og brotaþola, en kvaðst ekki hafa séð nein högg eða aðra háttsemi sem lýst er í ákæru. Vitn ið kannaðist þó við að brotaþoli hafi verið blóðugur eftir atvikið. Þá kannaðist hann ekkert við að hafa hvíslað því að fangaverðinum G að ákærði hafi ráðist á brotaþola. Vitnið G , sem var fangavörður á Litla Hrauni umrætt sinn, lýsti því að brotaþoli hafi komið gangandi, en virst eiga erfitt með gang og haltrað og haldið um hné sér. Hann hafi líka verið allur blóðugur í framan. Hún lýsti því líka að brotaþoli hafi sagt sér seinna að ákærði hafi kýlt sig í andlitið og tekið í fót han s og snúið upp á fótinn þannig að brotaþoli hafi farið úr lið á hné eða eitthvað álíka. Framburður vitnisins um ætlað hvísl vitnisins C er hins vegar óstaðfestur og verður ekki á honum byggt, en vitnið sá ekki þa u atvik sem lýst er í ákæru. Að mati dómsins er hafið yfir vafa að e ftir atvik sem gerðist milli ákærða og brotaþola umrætt sinn var brotaþoli með þá áverka sem lýst er í ákæru. Þeir áverkar liggja fyrir og eru staðfestir með læknisvottorði, framburði læknanna D og H , sem og framburði brotaþola sjálfs, framburði vitnisins C og framburði vitnisins G . Ekki liggur fyrir og ekkert hefur komið fram um að brotaþoli hafi lent í neinu misjöfnu umrætt sinn öðru en lýstum samskiptum sínum við ákærða, en hér ber að undirstrika það að bæði brotaþoli og ákærði, sem og vitnið C , hafa lýs t því að atvik hafi orðið milli ákærða og brotaþola umrætt sinn. Hvað varðar liðhlaup í hné, sem lýst er í ákæru, liggur fyrir að samkvæmt framburði læknisins H að hún greindi liðhlaup í hné brotaþola og lýsti því að ummerkin hafi komið heim og saman við þann tíma sem liðinn var frá atvikinu, en þetta hafi ekki litið út eins og ferskur áverki. Í framburði læknisins D kom fram að allt bendi sterklega til þess að liðhlaup hafi orðið í hné brotaþola, en samkvæmt framburði hans er algengasta orsök slíks liðhla ups snúningur upp á sköflungsbein, en það sé einmitt það sem brotaþoli hafi lýst. Aðrar orsakir séu mjög sjaldgæfar og ólíklegar, jafnvel þó að brotaþoli hafi áður farið úr liði á hné, en þess ber að geta að ekki er vitað til þess að brotaþoli hafi áður fa rið úr liði á því hné sem um ræðir í málinu. Með hliðsjón af öllu framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið , að því frátöldu að ákærði verður aðeins sakfelldur fyrir e itt hnefahögg. Í ákæru er ákærða gefið að sök að hafa slegið brotaþola ítrekuð hnefahögg í andlit. Þetta er í samræmi við áverka, 12 sem og framburð brotaþola allt til aðalmeðferðar, en við aðalmeðferð taldi brotaþol i að einungis hafi verið um eitt högg að ræða. Þó ólíklegt verði að telja að allir lýstir áverkar á andliti brotaþola hafi hlotist af einu hnefa höggi þykir óvarlegt að sakfella ákærða fyrir fleiri en eitt hnefahögg að virtum framburði brotaþola við aðalmeðferð. Hefur ák ærði þannig unnið sér til refsingar og er háttsemi ákærða réttilega heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða á hann nánast samfelldan sakaferil allt aftur til ársins 2003, en hann hefur 18 sinnum hlotið viðurlög fyrir refsiverða hát tsemi og samtals verið dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi í 104 mánuði. Bæði brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru framin fyrir uppsögu síðasta dóms sem ákærði hlaut, en það var 3 mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og var dómur kveðinn upp í því máli 11. apríl 2023. Ber því nú að ákveða refsingu ákærða með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem og 77. gr. sömu laga. Þá ber að líta til dóms 12. febrúar 2021 þar sem ákærði var dæmdur í 3 ára fangelsi, m.a. fyrir brot gegn 1. mgr. og 2. mgr. 218. gr. b og 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Vegna þessa dóms verður refsing ákærða nú ákveðin með hliðsjón af 1. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga. Er hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í 3 mánuði, en ekki kemur til ál ita að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Með háttsemi sinni gagnvart brotaþola í ákærulið II hefur ákærði bakað sér bótaskyldu samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar, sem og 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Eru miskabætur hæfilega ákveðn ar 3 5 0.000 k ró nur og skulu bera vexti og dráttarvexti eins og í dómsorði greinir, en bótakrafa var birt ákærða við birtingu fyrirkalls 8. maí 2023. Þá ber að dæma ákærða til að greiða brotaþola málskostnað við að halda fram kröfu sinni og er hann hæfilega ákveðinn 473.154 krónur og hefur þá verið litið til virðisaukaskatts. Enn fremur ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar sbr. 235. gr. lagga nr. 88/2008. Ekkert sakarkostnaðaryfirlit fylgir gögnum málsins og verður því ekki dæmt um neinn útlagð an kostnað lögreglu vegna þess. Er þá aðeins um að ræða málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðna Jóseps Einarssonar lögmanns, 753.300 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, sem og málsvarnarlaun fyrri skipaðs verjanda ákærða, Sigrúnar Ástu Bryn jarsdóttur lögmanns, 662.904 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, en jafnframt aksturskos t nað síðarnefnda verjandans, 22.560 krónur. Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður upp dóm þennan. 13 Dómso r ð: Ákærði, Sigurbjörn Adam Baldvinsson, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði greiði brotaþola, B , miskabætur að fjárhæð 3 50.000 krónur , ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 4. nóvember 2022, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 8. júní 2023 til greiðsludags. Jafnframt greiði ákærði brotaþola 473.154 krónur í málskostnað. Ákærði greiði sa k a r kostnað , alls 1.438.764 krónur, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða , Guðna Jóseps Einarssonar lögmanns, 753.300 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og einnig þ.m.t. málsvarnarlaun fyrri skipaðs verjanda ákærða , Sigrúnar Ástu Brynjarsdóttur lögmanns, 662.904 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og einnig þ.m.t. aksturskos t nað ur síðarnefnda verjandans, 22.560 krónur. Sigurður G. Gíslason