Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 23. apríl 2024 Mál nr. E - 267/2022 : Beijing Titicaca Haoxing International Travel Co. Ltd. ( Jón Þór Ólason lögmaður ) g egn TM trygging um hf. ( Stefán Björn Stefánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dóm tekið var 26. mars 202 4 , var höfðað 30. desember 2021 af hálfu Beijing Titicaca Haoxing International Travel Co. Ltd., með starfsstöð í Kína, á hendur TM tryggingum hf., S íðumúla 24, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta. Stefnandi krefst þess a ð stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 3.611.069 RMB (kínversk renminbi eða júan (CNY)) með 4,5% ársvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 27. desember 2017 til 25. október 2019 , en með dráttarvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 63.668.095 krónur með 4,5% ársvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 fr á 27. desember 2017 til 25. október 2019 , en með dráttarvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 f rá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Endanleg aðalkrafa s tefnd a er krafa um sýknu af öllum kröfum stefna nda , en til vara krefst stefndi þess að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Stefndi gerir jafnframt kröfu um að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt málskostnaðarreikningi. Við þingfestingu málsins 18. janúar 202 2 gerði l ögmaður stefnda kröfu um að stefnanda yrði gert að setja málskostnaðartryggingu að fjárhæð 5.000.000 króna á grundvelli a - liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 og fór málflutningur um þann þátt málsins fram 2. febrúar s.á. Með úrskurði héraðsdóm s 8. febrúar 2022 var fallist á kröfu stefnda, þó þannig að fjárhæð málskostnaðartryggingar var ákveðin 2.500.000 krónur. Í greinargerð kr afðist stefndi þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi sökum vanreifunar á aðild, kröfugerð og málatilbúnaði í heild . Fór málflutningur um þá k röfu fyrst fram 16. júní 2022 , en með ú rskurði dómsins 28. júní s.á. var frávísunarkröfu stefnda hafnað . Var það gert með munnlegum rökstuðningi, einkum með vísan til sjónarmiða stefnanda við málflutning um áskilnað hans í s tefnu um rétt til að afla frekari 2 gagna og vísað var til þess að gagnaöflun hefði ekki verið lýst lokið. Að lokinni gagna - öflun mæltist dómari til þess að lögmenn reifuðu við málflutning um efni máls jafnframt að nýju sjónarmið sín varðandi frávísunarkröfu na, sbr. 2. og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991, og gerðu þeir það við aðalmeðferð málsins þann 1. júní 2023 . Málið var að loknum málflutningi tekið til dóms eða úrskurðar. Með úrskurði 22. júní 2023 var málinu vísað frá dómi , en stefnandi kærði þann úrskurð til Landsréttar . Með úrskurði í máli réttarins nr. 510/2023 felldi Landsréttur úrskurðinn úr gildi þann 13. september 2023 og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Málið var e ndurupptekið 17. október 2023 í samræmi við 5. mgr. 10 0. gr. laga nr. 91/1991 og lögmönnum kynnt áform dómara um að boða til endurflutnings málsins . Þá krafðist lögmaður stefnanda þess með framlagningu á bókun þar að lútandi að dómari viki sæti í málinu . Lögmaður stefnda lýsti sig andvígan kröfu stefnanda og var krafa n tekin til úrskurðar samdægurs eftir að lögmenn höfðu munnlega lýst sjónarmiðum sínum um hana . Kröfu stefnanda um að dómari viki sæti var hafnað m eð úrskurði 18. október 20 23 og kærði stefnandi þann úrskurð til Landsréttar 31. október s.á. Með tö lvupósti frá skrifstofu Landsréttar til dómsins 18 . janúar 2024 var upplýst að kærumálið hefði verið fellt niður vegna þess að stefnandi hefði ekki skilað greinargerð til réttarins innan tilskilins frests, en þá hefði láðst að upplýsa héraðsdóm um þau afdrif kærumálsins. Lögmönnum aðila var tilkynnt með tölvupósti 1. febrúar 2024 að dómarinn færi því áfram með mál ið í samræmi við úrskurð sinn og boðað var til endur flutnings þes s 26. mars s.á. V ar málið tekið til dóms að nýju í kjölfar þess málflutnings . Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnandi kveðst vera kínverskt félag sem rek i ferðaskrifstofu í Kína og sel ji skipulegar hópferðir , m.a. til Íslands. Óumdeilt er að þann 27. desember 2017 lenti hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum stefnanda í umferðarslysi í rútu frá Hópferðabílum Akureyrar , sem vátryggð var hjá stefnda . Í rútunni voru þá 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega og tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Þau sem létust í slysinu voru A , fædd 1988, sem lést á slysstað af sárum sínum 27. desember 2017 og B , fæddur 1996, sem lést 12. janúar 2018, rúmum tveimur vikum eftir slysið. Stefndi kveðst hafa verið upplýstur um slysið samdægurs og segir að frumskýrsl a lögreglu um málið hafi legið fyrir 29. desember 2017 . Stefndi kveðst hafa fengið afhent umboð íslenskra lögmanna í 34 bótamálum, þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þei rra einstaklinga sem létu lífið í slysinu. Það hafi ekki verið veitt lögmanni stefnanda og hafi borist stefnda 26. janúar 2018. Fullnaðaruppgjör mun hafa farið fram í flestum þe irra mál a sem b árust s tefnda vegna slyssins , en þó ekki í máli foreldra hinna l átnu . 3 Í stefnu segir að h in látnu haf i - day að þau hafi bæði undirritað samning við stefnanda um kaup á ferðaþjónustu , svo sem áskilið sé samkvæmt kínverskum lögu m um skipulagðar hópferðir , en kínversk lög gild i um starfsemi s tefnanda . Samkvæmt þeim hvíli hlutlægar skyldur á kínverskum ferðaskrifstofum til þess að tryggja öryggi við - skiptavina sinna meðan á ferð st andi . Með ferðasamningnum hafi stefnandi skuldbundi ð sig til þess að annast skipulag og umsjá ferðar viðskiptavina sinna um Ísland og ábyrgjast öryggi þeirra. Stefnanda hafi með tveimur dómum héraðsdóms Dongcheng - héraðs í Beijing þann 28. mars 2019 verið gert að greiða foreldrum hinna látnu dánarbætur vegn a slyssins, annars vegar 1.359.800 RMB til foreldra A og hins vegar 1.359.800 RMB til foreldra B , auk bóta vegna útfararkostnaðar, ferðakostnaðar o.fl., samanlagt að fjárhæð 3.611.068,64 RMB. Stefnandi kveðst hafa greitt foreldrum hinna látnu hinar dæmdu skaðabætur 11. apríl 2019 og kveður í þeirri greiðslu hafa falist fullnaðargreiðsl u til þeirra vegna slyssins samkvæmt kínverskum lögum. Gegn þeirri greiðslu hafi réttindi foreldra hinna látnu á hendur tjónvaldi flust til stefnanda eins og kínversk lög kve ði á um . Þetta komi fram í lögfræðiáliti frá lögmannsstofunni Beijing Chance Bridge Partners, dags. 14. ágúst 2019, en þess hafi stefnandi aflað um réttarstöðu sína í kjölfar greiðslu til foreldra hinna látnu. Með vísan til lögfræðiálitsins krafði stefnand i stefnda þann 25. september 2019 um endurgreiðslu á þeim skaðabótum sem hann var dæmdur til að greiða foreldrum hinna látnu í Kína , þar á meðal bótum vegna útfararkostnaðar og missis framfæranda, sbr. 12. gr. sk aðabótalaga, auk þess að krefjast miskab óta s amkvæmt 26. gr. laganna og áfallins lögmannskostnaðar að fjárhæð 2.024.387 krónur. Stefndi hafnaði greiðsluskyldu á þessum grundvelli og vísaði til þess í svari sínu þann 25. október 2019 að um bótarétt og bótauppgjör krafna í ábyrgðartryggingu öku - tækisi ns vegna umrædds slyss f æri að íslenskum lögum. Greiðslur vegna sama atburðar á grundvelli kínverskra laga, þ.m.t. regl na þarlends réttar um framsal krafna milli aðila, h efðu hvorki sjálfstæða þýðingu né réttaráhrif að íslenskum lögum og dómar kínverskra dómstóla, hvort heldur í málum gagnvart félaginu eða milli annarra aðila, h efðu enga þýðingu fyrir fjárhæð bóta úr ábyrgðartryggingu ökutækis hjá félaginu . Stefndi féllst því ekki á að sýnt hefði verið fram á að stefnandi ætti rétt til bóta á grundvelli þe irra ákvæða skaðabótalaga sem hann vísaði til. Með tveimur bréfum kínversks lögmanns stefnanda, dags. 19. nóvember 2019, var foreldrum hinna látnu tilkynnt að greiddar bætur samkvæmt dómsorði hefðu verið fullnaðargreiðsla til þeirra vegna málsins og allar mögulegar bótakröfur á hendur hinum raunverulega tjónvaldi, Hópferðabílum Akureyrar , og stefnda væru eftirleiðis eign stefn - anda. Með bréfi lögmanns á lögmannsstofu lögmanns stefnanda, dags. 6. janúar 2020, var þeim íslenska lögmanni sem foreldrarnir höfðu veitt umboð til að krefja stefnda um 4 bætur fyrir sína hönd vegna banaslyssins einhliða tilkynnt að stefnandi ætti þær kröfur sem áður hefðu tilheyrt aðstandendum hinna látnu á hendur þeim sem ábyrgð bæri á slysinu. Þess var krafist að lögmaðurinn léti af öllum innheimtum vegna umræddra krafna. Í svarbréfi lögmanns foreldranna, dags. 24. janúar 2020, var því mótmælt að bóta - kröfur umbjóðenda lögmannsins hefðu færst yfir til stefnanda, þótt hann hefði verið dæmdur í Kína til að greiða þeim bætur vegna bótask yldrar vanrækslu á samnings - skyldum sínum. Frábað lögmaðurinn sér afskipti stefnanda af máli milli umbjóðenda sinna og stefnda. Stefnda voru send afrit af þessum bréfaskiptum. Í kjölfar fundar lögmanna aðila málsins 25. janúar 2020 aflaði stefnandi einhli ða annars lögfræðiálit s um inntak kínverskra ferðamannalaga, nú frá W&H Law Firm, Shanghai Office , og ítrekaði með vísan til þess kröfur sínar í bréfi til stefnda, dags. 8. nóvember 2021 , en stefnandi kveðst ekki hafa fengið svör við því bréfi. Við meðfer ð málsins var að beiðni stefnanda dómkvaddur matsmaður til þess að svara mats spurningum um kínverska löggjöf á þessu sviði. Við aðalmeðferð málsins 1. júní 2023 staðfesti m atsmaður inn , C , lögmaður á dönsku lögmannsstofunni , matsgerð sína , dags. 17. nóv ember 2022, og gaf nánari skýringar í skýrslu um síma með aðstoð túlks. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á því að hann hafi , á grundvelli kínverskra laga og með greiðslu á skaðabótum samkvæmt kínverskum dómum til foreldra A og B , sem l átist hafi í rútuslysinu 27. desember 2017, eignast allar kröfur foreldra þeirra tveggja á hendur þeim sem raunverulega ber i ábyrgð á tjóninu vegna missi s framfær a nda, útfararkostnaðar og miska . Þetta hafi gerst með lögbundn um kröfuhafaskipt um ( e. subrogation) við greiðslu skaðabóta til foreldra nna á grundvelli samning s s tefnanda við hin látnu samkvæmt kínverskum lögum um ábyrgð stefnanda sem ferðaskrifstofu. S tefndi sé bundinn við ákvæði kínverskra laga um kröfuhafaskipti og við meginreglur ísl enskra laga um kröfuhafaskipti og þ ví sé stefnandi réttmætur eigandi bótakröfu foreldranna á hendur stefnda að íslenskum lögum. Le ggja verði til grundvallar bótakröfu m stefnanda þær skaðabætur sem foreldrum hinna látnu hafi verið dæmdar í Kína og stefnand i h afi nú þegar greitt þei m . Þær skaða - bætur séu grundvallaðar á aðstæðum foreldra hinna látnu í Kína, sem þar bú i, og fel i í sér raunverulegt tjón þeirra vegna banaslyssins , enda hvíli lagaskylda í Kína á fullorðnum einstaklingum til að framfæra foreldra sína þegar þeir ná i tilteknum aldri. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 30/2019 um ökutækjatryggingar sé stefndi sem vátryggingafélag greiðsluskyl dur gagnvart tjónþola vegna bótakrafna s amkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna . Stefndi h afi viðurkennt bótaskyldu veg na rútuslyssins 27. desember 2017 og hafi þegar greitt öðrum tjónþolum bætur vegna þess á grundvelli lögbundinnar 5 ábyrgðartryggingar bifreiðarinnar. S tefndi beri lögbundna ábyrgð á afleiðingum rútu - slyssins gagnvart öllum þeim sem eig i lögvarðar kröfur veg na þess. Foreldrar hinna látnu eig i rétt til greiðslu bóta úr hendi stefnda vegna missis fram - færanda og greiðslu útfararkostnaðar s amkvæmt 12. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 , auk réttar til miskabóta s amkvæmt 2. mgr. 26. gr. laganna, þar sem bílstjóri rút unnar hafi verið dæmdur fyrir að hafa valdið banaslys unum af stórfelldu gáleysi. Fyrir ligg i að stefnandi hafi verið dæmdur til að greiða foreldrum hinna látnu samanlagt 101.604 RMB vegna útfararkostnaðar hinna látnu í Kína og að hann hafi greitt þeim dæmd ar skaðabætur. Ekki verð i annað ráðið af hinum kínversku dómum en að útfararkostnaður hafi verið hæfilegur með hliðsjón af 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. skaðabóta - laga og dómaframkvæmd á Íslandi. Miðað við gengi þann 11. apríl 2019 nem i 101.604 RMB um 1.813.32 6 krónum, sem samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd h afi verið talinn hæfilegur útfararkostnaður . S tefnd a sé skylt að greiða foreldrum hinna látnu hann á grundvelli 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. s kaðabótalaga, þar sem segi að sá sem er ábyrgur fyrir dauða annars manns skuli greiða hæfilegan útfararkostnað. Í 2. málsl. 1. mgr. 12. gr. segi að sá sem ábyrgð beri á dauða annars manns skuli að auki greiða þeim sem misst hafa framfæranda bætur fyrir tjón það er ætla megi að af því leiði fyrir hann. Í athugasemdum við 12. gr. í frumvarpi nu er varð að lögum nr. 50/1993 segi að meginreglur um dánarbætur, þ.e. missi fyrir framfæranda og útfararkostnað, sé að finna í 12. gr. laganna. Í 13. og 14. gr. laganna sé að finna nánari reg lur um ákvörðun bóta fyrir missi framfæranda til annars vegar maka og hins vegar barns og talið hafi verið nauðsynlegt að koma á stöðluðum reiknireglum um þá flokka tjónþola , enda sé u þeir kröfuhafar í langflestum dánarbótamálum. B ætur s amkvæmt 12. gr. sku li sníða eftir mati á tjóni hvers einstaks tjónþola og frá 13. og 14. gr. beri ekki að gagnálykta á þann veg að aðrir en þeir sem þar eru nefndir teljist ekki geta átt bótakröfu fyrir missi framfæranda á grundvelli 12. gr. Í sérstökum tilvikum sé hægt að d æma bætur til foreldra sem notið hafa fjárhagslegs stuðnings frá barni. Til þess að til bótaréttar stofnist þurfi viðkomandi að sanna að hann hefði notið framfærslu hins látna ef ekki hefði komið til andlátsins og að það tjón sem hann varð fyrir megi rekja til andláts hins framfærsluskylda. Fyrir ligg i samkvæmt hinum kínversku dómum á hendur stefnanda að hin látnu hafi verið framfærsluskyld gagnvart foreldrum sínum á grundvelli kínverskra laga. Á árinu 2013 hafi verið lögfest í Kína að fullorðin börn skyld u vera framfærsluskyld gagnvart foreldri sem orðið sé 60 ára. Hin látnu, A og B , hafi bæði verið einkabörn foreldra sinna og foreldrarnir hafi því misst væntan stuðning barna sinna við framfærslu í kjölfar starfsloka. Foreldrar A sé u fædd 1960 og 1962 og sé u því um og yfir sextugt , en f oreldrar B sé u fædd 1970 og 1972 og séu því um og yfir fimmtugt. Foreldrar hinna látnu hafi höfð a ð tvö aðskilin dómsmál á hendur stefnanda í Kína vegna banaslyssins . M eð vísan til framfærsluskyldu hinna látnu gagnvart foreld rum 6 sínum hafi í báðum málunum verið fallist á dánarbætur til foreldranna að fjárhæð 1.359.800 RMB , sem samsv ari meðalráðstöfunartekjum borgarbúa í Kína á árinu 2018 í 20 ár. Það hafi verið sannað með dóm un um að hin látnu hafi verið framfærsluskyld gagn - va rt foreldrum sínum og sannað hvernig sú skylda hafi raunge r st í skaðabótum sam - kvæmt kínverskum lögum. Með vísan til lögfestrar framfærsluskyldu hinna látnu gagn - vart foreldrum sínum í Kína sé ljóst að skilyrði 12. gr. sk aðabótalaga , um að í sérstökum tilfellum sé unnt að greiða bætur til foreldra vegna missis framfæranda, sé u uppfyllt . Þá eig i foreldrar hinna látnu skýran rétt á greiðslu miskabóta á grundvelli 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga . Samkvæmt ákvæðinu m egi gera þeim sem af ás etningi eða stór - felldu gáleysi v aldi dauða annars manns að greiða maka, börnum eða foreldrum miska - bætur. Skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt enda sé það óumdeilt að bílstjóri á vegum Hóp - ferðabíla Akureyrar olli slysinu af stórfelldu gáleysi, sbr. dóm Hérað sdóms Suðurlands í máli hans. Um fjárhæð miskabóta samkvæmt ákvæðinu vísi stefnandi til dóms Hæsta - réttar í máli nr. 522/2007 , þar sem foreldrum hafi verið dæmdar 2.000.000 króna í miska - bætur hvoru um sig vegna missis tvítugs sonar síns. Sú fjár hæð , uppre iknuð m iðað við vísitölu neysluverðs , sé 3.329.517 krónur til hvers foreldris og sé samtals 13.318.068 krónur í miskabætur á grundvelli 2. mgr. 26. gr. sk aðabótalaga. Stefnandi hafi fyrir lögbundið framsal samkvæmt kínverskum lögum eignast allar þær kröfur sem foreldrar hinna látnu hefðu átt , ef þau hefðu ekki þegar fengið tjón sitt bætt úr hendi stefnanda , og sé hann því réttur aðili til þess að höfða mál á hendur stefnda til greiðslu bóta . Í íslenskum rétti sé yfirfærsla kröfuréttinda með sambærilegum hætti viðurkennd, bæði í lögfestum og ólögfestum tilvikum , sbr. t.d. 17. gr. sk aðabótalaga. Um réttarsamband stefnanda og foreldra hinna látnu gild i kínversk lög , enda hafi foreldrar hinna látnu reist rétt sinn t il greiðslu skaðabóta á samningi sem gerður hafi verið í Kína milli stefnanda og hinna látnu um för þeirra til Íslands. Í þeim samningi k omi skýrlega fram að um gagnkvæmar skyldur aðila gild i kínversk lög og reglur. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga um lagaskil á sviði samningaréttar nr. 43/2000 gild i ákvæði laganna um allar einkaréttarleg ar samningsskuldbindingar sem tengjast fleiri en einu landi þegar taka þ urfi afstöðu til þess lögum hvaða lands skuli beitt. Þ egar um fram - sal kröfuréttinda sé að ræða gildi 12 . gr. laga nna . Þar segi í 1 . mgr. að um gagnkvæmar skyldur framseljanda og framsalshafa í samningi sem fel i í sér framsal réttinda gagnvart þriðja manni gildi lög þess lands sem eig i við um samning milli framseljanda og fram - salshafa. Í athugasemdum við fr umvarp i ð er varð að lögum nr. 43/2000 segi orðrétt um 1. mgr. 12. gr.: Samkvæmt þessari málsgrein er augljóst að um samband framseljanda og framsalshafa tiltekinna réttinda fari samkvæmt þeim lögum sem gilda um framsalssamninginn. Frumvarpsgreinin á við þ egar framsal kröfuréttinda verður með samningi. Á hinn bóginn er það ekki skilyrði að hin framselda krafa eigi rót sína að rekja til samnings. Það sem ræður úrslitum er fyrst og fremst hvort 7 framsalið sem slíkt varð með samningi eða ekki. Hin framselda kra fa getur á hinn bóginn átt rót sína að r ekja til atvika utan samningssambands, t.d. getur þar verið um að ræða kröfu um skaðabætur utan samninga. Stefnandi og hin látnu hafi undirrit a ð samning vegna ferðalags ins til Íslands , sem stefnandi hafi skipulag t, svo sem lögbundið sé samkvæmt 57. gr. kínverskra laga um skipulagðar hópferðir. Í samningnum k omi fram að um gagnkvæmar skyldur aðila gildi kínversk lög . Í samræmi við 1. mgr. 12. gr. laga nr. 43/2000 gild i kínversk lög um réttar - stöðu stefnanda og fore ldra hinna látnu, þ. á m. um lögbundið framsal krafna á hendur stefnda til stefnanda. Stefnandi h afi aflað tveggja lögfræðilegra álita um réttarstöðu kín - verskra ferðaskrifstofa í þeim tilfellum sem kínverskar ferðaskrifstofur greið i skaðabætur vegna tjóns sem viðskiptavinir verð i fyrir í ferðum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar samkvæmt kínverskum lögum um skipulagðar hópferðir. L ögfræðiálit in sé u samhljóða og staðfest i málatilbúnað stefnanda á hendur stefnda. Samkvæmt 2. gr. kínverskra laga um skipulagðar hópferðir gild i lögin um ferðir, frí, afþreying u og annað form af túrisma innan Kína , en einnig fyrir utan Kína hafi ferða - lagið v erið skipulagt í Kína. Á grundvelli þessara laga ber i stefnanda, sem skipuleggj - anda ferðarinnar, að tryggja að veittar vörur og þjónusta séu öruggar og tryggja öryggi viðskiptavina meðan á ferðinni st andi . Á grundvelli 71. gr. laga um skipulagðar hópferðir get i kínversk ferðaskrifstofa borið hlutlæga ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinir verða fyrir í ferðum sínum á vegum ferðaskrif stofunnar án tillits til sakar ef stofnað var til ferðar - innar í Kína og eignast endurkröfurétt á hendur tjónvaldi. Í 2. mgr. 71. gr. segi að í þeim tilfellum sem viðskiptavinir verð i fyrir persónu - og/eða munatjóni sem valdið sé af staðbundinni ferðaskrif stofu eða þjónustuaðila geti viðskiptavinir krafist þess að þeir aðilar sæti ábyrgð, eða þá kos ið að beina kröfum sínum að kínversku ferðaskrifstofunni sem skipuleggjanda ferðarinnar, en hún get i krafið stað - bund n u ferðaskrifstofuna eða þjónustuaðilana um bætur til þess að takmarka tjón sitt. Undanskilið ábyrgð hinnar kínversku ferðaskrifstofu sé tjón vegna slyss í almanna - samgöngutækjum en ferðaskrifstofan verð i þó að aðstoða tjónþola í bótakröfuferli. Af 71. gr. kínverskra laga um skipulagðar hópferðir leiði að viðskiptavinur ferða - skrifstofu sem verð i fyrir persónu - og/eða munatjóni meðan á ferðalagi st andi h afi annars vegar val um það að krefjast bóta úr hendi skipuleggjanda ferðarinnar fyrir kínverskum dómstólum eða hins vegar þann aðila sem bótaábyrg ð beri, sem í þessu tilfelli hafi verið Hópferðabílar Akureyrar. Í lögfræðiáliti W&H Law Firm komi skýrt fram að 71. gr. laga um skipulagðar hópferðir mæli fyrir um að þegar kínversk ferðaskrifstofa greiði ferðamönnum bætur vegna tjóns sem þeir verða fyri r í skipulagðri hópferð eign i st ferðaskrifstofan endur - kröfurétt á hendur þeim aðila sem ber i ábyrgð á tjóninu og get i krafið þann aðila um þær bætur sem greiddar haf i verið til tjónþola á grundvelli reglna um kröfuhafaskipti. Það sé 8 í samræmi við íslensku meginreglurnar um kröfuhafaskipti og að sama tjón verð i ekki bætt tvisvar. Samkvæmt þessu ligg i ótvírætt fyrir að foreldrar hinna látnu h afi á tt, á grundvelli 71. gr. kínverskra laga um skipulagðar hópferðir , val um að kref j ast bóta frá stefnanda eða tjónvaldi sjálfum. K ínverskir ferðamenn sem verð i fyrir tjóni kjósi oftast af hag - kvæmnisástæðum að beina kröfum sínum að kínversku ferðaskrifstofunni sem skipu - lagði ferðina , og henni ber i þá að greiða bætur og f ái endurkröfurét t á hendur tjónvaldi . Hugtakið kröfuhafaskipti h afi verið skilgreint svo að aðili, einkum ábyrgðar - maður, sem greiði skuld skuldara gagnvart upphaflegum kröfuhafa öðlist kröfurétt á hendur skuldara , sem svari til réttar hins upphaflega kröfuhafa. Nauðsynlegt sé að eitthv ert samband sé á milli þriðja manns og skuldarans, t.d. sol i darísk skulda ábyrgð. Í tilviki stefnanda hvíli sú lögbund na skylda á honum að greiða bætur vegna tjóns sem viðskiptavinir verð a fyrir í ferðum sínum , en þess í stað g angi hann inn í réttar samband tjónþola og hins raunverulega tjónvalds og get i krafið tjónvald um allar þær bætur sem tjónþoli hefði getað haft uppi gagnvart honum . Á framangreindum grund velli eigi stefnandi bót akröfurétt á hendur stefnda en ekki foreldra r hinna látnu . Verði kínversk lög ekki talin gilda um kröfuhafaskiptin eða ákvörðun um bætur fyrir missi framfæranda, útfararkostnað o.fl. sé til vara á því byggt að stefnandi eigi sam - kvæmt íslenskum lögum sjálf stæðan bótarétt á hendur stefnda til greiðslu á þeim skaða - bótum sem krafist sé úr hendi stefnda í d ómkröfu m . Varakrafa stefnanda um greiðslu skaðabóta byggist annars vegar á íslenskum reglum um kröfuhafaskipti og hins vegar á íslenskum skaðabótareglum um rétt þess sem missir framfær a nda til dánarb óta og um rétt foreldra til miskabóta vegna banaslyss afkomanda , auk útfararkostnaðar og skylds kostnaðar. Tjón i foreldra hinna látnu h afi verið slegið föstu með dómsmálunum í Kína þar sem fjárhagslegt tjón þeirra af missi framfæranda vegna láts barna þeirra hafi verið metið. D æmdar skaðabætur , 2.719.600 RMB , sem stefnandi hafi verið dæmdur til að greiða séu, umreiknaðar yfir í íslenskar kró nur miðað við gengi 11. apríl 2019 , 48.536.701 króna sam tals í bætur vegna missis framfæranda til foreldra beggja látnu. Í 2. málsl. 1. mgr. 12. gr. sk aðabótalaga segi að sá sem ábyrgð beri á dauða annars manns skuli að auki greiða þeim sem misst hafa fram færanda bætur fyrir tjón það er ætla megi að af því leiði fyrir hann. Engin reikniregla sé lögfest í lögunum um hvernig beri að reikna út bætur fyrir missi framfæranda til annarra en maka eða barns , en fram komi í athugasemdum við 2. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna að bætur samkvæmt 12. gr. skuli sníða eftir mati á tjóni hvers einstaks tjónþola. Sé lögjafnað frá reiknireglu 13. gr. laganna um bætur til maka vegna missis fram - færanda og þeirri reiknireglu beitt um bætur til foreldra vegna missis framfæranda sé 9 ljóst að umkrafðar bætur stefnanda sé u mjög hóflegar miðað við íslenska dómafram - kvæmd. Væru árslaun hinna látnu miðuð við meðallaun á Íslandi í þeirr i sérfræði grein sem þau hafi tilheyr t , svo sem stefndi h afi þegar samþykkt í öðrum uppgjörum tengdu m r útuslysinu, og reiknireglu 13. gr. beitt, væru umkrafðar bætur á grundvelli kínversku dómanna mun lægri en stefndi hefði þurft að greiða ef foreldrar hinna látnu byggju á Íslandi. Þá eig i foreldrar hinna látnu rétt á greiðslu miskabóta á grundvelli 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, sem samkvæmt dómaframkvæmd skuli vera 3.329.517 krónur til hvers foreldris, samtals 13.318.068 krónur í miskabætur . Samtals nemi varakrafa stefnanda 63.668.095 krónum . Um kröfusamlag sé byggt á 27. gr. laga nr. 91/1991 , enda sé skilyrði ákvæðisins uppfyllt, þar sem bæði sé um að ræða samkynja kröfur , auk þess sem þær eig i rót sína að rekja til sömu aðstöðu. Kröfur stefnanda á hendur stefnda m egi rekja til peningagreiðslu stefnanda til foreldra hinna látnu vegna rútuslyssins 27. desember 2017. Stefnanda sé því heimilt að sækja í einu máli allar kröfur á hendur stefnda sem rekja m egi til rútuslyssins sem stefndi ber i bótaábyrgð á. Aðalkrafa stefnanda samsvar i þeirri fjárhæð sem stefnandi hafi verið dæmdur til að greiða foreldrum h inna látnu í bætur samkvæmt dómum héraðsdóms Dongcheng - héraðs í Beijing í einkamálum nr. 3407 og nr. 3402, samanlagt að fjárhæð 3.611.069 RMB. Aðalkr öfu sinni lýsir stefnandi , reiknar út og sundurliðar með eftirfarandi hætti: 1. A : Dánarbætur 1.359. 800 RMB Kostnaður vegna útfarar 50.802 RMB Kostnaður foreldra (samtals) 46.996 RMB (Þar af ferðakostnaður 31.231 RMB) (Þar af tímabundið atvinnutjón 8.500 RMB) (Þar af gistikostnaður 485 RMB) (Þar af matarkostnaður 200 RMB) (Þar af opinber vottunarkostnaður 3.350 RMB) (Þar af flutningskostnaður 2.530 RMB) Endurgreiðsla vegna ferðar tjónþola 2.478 RMB Munatjón (samtals) 15.075,35 RMB (Annar kostnaðu r foreldra 8.757,35 RMB) (Klæðnaður 2.300 RMB) (Farsími 2.000 RMB) (Myndavél 2.000 RMB) Kostnaður vegna dómsmáls 9.400 RMB ------------------------------------------------------------------------------------ Samtals: 1.484.551,35 RMB 10 2. B : Dánarbætur 1.359.800 RMB Kostnaður vegna útfarar 50.802 RMB Kostnaður foreldra (samtals) 51.884,25 RMB (Þar af ferðakostnaður 25.004 RMB) (Þar af tímabundið atvinnutjón 26.000 RMB) (Þar af gistikostnaður 235,55 RMB) (Þar af matarkostnaður 644,7 RMB) Endurgreiðsla vegna ferðar tjónþola 3.287 RMB Munatjón (samtals) 11.144,04 RMB (Persónulegir munir B 6.000 RMB) (Flugmiðar B 5.144,04 RMB) Kostnaður vegna dómsmáls 9.609 RMB ------------------------------------------------------------------------------------ Samtals: 1.486.526,29 RMB Til viðbótar greiddi stefnandi lögfræðikostnað að saman lagðri fjárhæð 640.009 RMB. Heildarkrafa stefnanda: 3.611.068 RMB . Varakrafa stefnanda sundurlið a st með eftirfarandi hætti: Bætur vegna missis framfæranda: 48.536.701 krón a Útfararkostnaður: 1.813.326 krónur Miskabætur samkvæmt 2. mgr. 26. gr. sk aðabótalaga : 13.318.068 krónur Samtals: 63.668.095 krónur Stefnandi vís i til laga nr. 50/1993, einkum 12. og 26. gr ., laga nr. 43/2000, laga nr. 91/1991 og laga nr. 38/2001. Þá sé vísað til meginreglna kröfuréttar um kröfu - haf a skipti. Um kínverskan rétt v ís i stefnandi til kínverskra laga um skipulagðar hóp - ferðir. Kröfur um málskostnað sé u reistar á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 130. gr. laganna. Varðandi varnarþing vís i st til 1. mgr. 33. gr. sömu laga. Málsástæður og laga rök stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda . Stefnandi sé ekki réttur aðili að málinu og eigi engar kröfur á hendur stefnda. F yrir hendi sé aðildarskortur til sóknar sem leiða skuli til sýknu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála. V átryggingafélag sé, s amkvæmt áðurgildandi 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 , aðeins greiðsluskylt gagnvart tjónþola vegna bótakrafna samkvæmt 1. mgr. 91. gr. sömu laga, sbr. nú 1. mgr. 19. gr. laga um ökutækjatryggingar nr. 30/2019. Stefnandi geti ekki gert kröfu um greiðslu bóta sem byggist á lögbundinni ábyrgðartryggingu ökutækis á hendur stefnda sem vátryggjanda ökutækisins. Aðkoma aðstandenda hi nna látnu sé nauðsynleg til þess að stefndi verði greiðsluskyldur á grundvelli laganna þar sem 11 aðeins tjónþolar samkvæmt skilgreiningu laganna get i gert slíka kröfu á hendur stefnda. Engin lagaheimild sé fyrir því að annar en tjónþoli geti gert slíkar kröfur á hendur vátryggingafélagi á grundvelli framsals eða annars konar aðilaskipta . Þá sé f ramsal skaðab ótakr öfu vegna líkamstjóns óheimilt samkvæmt skýru ákvæði 1. mgr. 18. gr. skaðabótalaga, nema slík krafa hafi verið viðurkennd eða dæmd áður en hún er frams eld . Fyrir ligg i að meintar kröfur stefnanda haf i hvorki verið viðurkenndar né dæmdar. Jafnvel þótt fallist yrði á það með stefnanda að hinir kínversku dómar hefðu eitthv ert gildi í málinu, sem stefndi hafn i alfarið, virðist ljóst að þeir dómar hafi eingöngu varðað skaðabótaábyrgð stefnanda sjálfs vegna vanefnda á samningum samkvæmt kínverskum lögum, se m byggð ust á því að stefnanda hafi ekki tekist að sanna meinta ábyrgð þriðja manns á tjóninu. Þessir dómar hafi bersýnilega ekkert tekið á meintum skaðabótakröfum utan samninga samkvæmt ákvæðum íslenskra skaðabótalaga og hvergi h afi verið skorið úr um þær meintu kröfur fyrir dómi. Þegar um líkamstjón eða dauðsfall sé að ræða sé meginreglan samkvæmt íslensk - um skaðabótarétti sú að aðeins tjónþoli, þ.e. sá sem verð ur fyrir slysi, get i átt rétt til skaðabóta og að afleitt tjón falli þar fyrir utan. Frá þeirri meginreglu séu tilteknar undan - tekningar, m.a. í 12 . 14. gr. skaðabótalaga, þess efnis að þeir sem misst hafi framfæranda geti átt bótarétt á hendur tjónvaldi. Fráleitt sé að halda því fram að ferðaskrifstofa sem bótaábyrgð ber á grundvelli brota á samnin gsskyldum geti öðlast slíkan bótarétt á hendur tjónvaldi , hvort sem væri með framsali, aðilaskiptum eða öðrum hætti. Það sé beinlínis óheimilt samkvæmt skaðabótalögum, þeim sömu og stefnandi reisi kröfur sínar á , og því geti stefnandi, samkvæmt 1. mgr. 18. gr. skaðabótalaga, ekki átt þau réttindi sem dóm - krafa hans l úti að . F yrir hendi sé aðildarskortur til sóknar sem leiði til sýknu samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála . Þá get i ekki komið til greina að beita meintum ákvæðum kínverskra laga um framsal kröfuréttinda, hvert sem efni þeirra sé . S lys sem átt hafi sér stað árið 2017 hafi orðið á íslenskri grundu og um það gild i íslensk lög, þ.m.t. um meinta skaðabótaábyrgð vátrygginga rtaka og stefnda. Samkvæmt almennum reglum íslensks réttar um lagaskil fari því um þetta mál samkvæmt íslenskum lögum, alfarið óháð því hvaða niðurstöðum kínverskir dómstólar kunn i að hafa komist að. Stefndi hafn i þeirri málsástæðu stefnanda að meint aðila skipti, að því leyti sem þau geti haft réttaráhrif gagnvart stefnda, geti grundvallast á 1. mgr. 12. gr. laga um lagaskil á sviði samningaréttar nr. 43/2000. Í athugasemdum við frumvarp til laganna segi um 12. gr. að úrslitum ráði hvort framsalið sem slíkt hafi orðið með samningi eða ekki. Engin n framsalssamningur sé fyrir hendi og hvorki stefndi né vátryggingartaki eigi eða hafi átt í samningssambandi við stefnanda eða aðstandendurna . S tefnandi byggi sjálfur á því að meint framsal krafnanna hafi verið lögb undið , en v ið slíkar aðstæður gild i 12 ekki ákvæði 1. mgr. 12. gr. laga um lagaskil á sviði samningaréttar , svo sem fram komi í stefnu með tilvísun til athugasemda með 1. mgr. 12. gr. í frumvarpi að lögunum . Um lagaskil í tilviki skaðabótakrafna utan samninga fari aftur á móti eftir lögum þess lands þar sem tjón verð ur ( l. lex loci damni ). M eð því sé átt við þann stað þar sem bein áhrif af tjónsatburði verða, án tillits til óbeins tjóns. Þegar um líkamstjón sé að ræða sé átt við þann stað þar sem tjón ið verð ur , sbr. til hliðsjónar 17. gr. aðfaraorða reglugerðar Evrópusambandsins, EB 864/2007 ( Rómarreglugerðin II ). B ein áhrif tjónsatburðarins, andlát umrædd ra einstaklinga, komu fram hér á landi. M eginregla n um að um skaðabóta - kröfur utan samninga skuli beita þei m reglum þar sem tjónsatburður verð i k omi fram í 4. gr. reglugerðarinnar og í e - lið 15. gr. hennar komi fram að niðurstaða um lagaval skuli einnig eiga við um aðilaskipti að skaðabótakröfu. Af því leiði einfaldlega að reglur íslensks réttar eig i við um hvers kyns meint aðilaskipti að þeirri kröfu sem haldið sé fram að aðstandendurnir eigi eða hafi átt. Ó sannað sé að aðilaskipti hafi farið fram samkvæmt kínverskum lögum . Þau lög - fræðiálit sem stefnandi leggi fram með stefnu fel i ekki í sér sönnu n um tilvist og efni þeirrar meintu lagareglu sem stefnandi byggi á. Samkvæmt meginreglum íslensks einka - málaréttarfars geti stefnandi ekki byggt á slíkum gögnum , sem aflað sé einhliða og án aðkomu stefnda sem mótmæli sönnunargildi þeir ra . Í l ögfræðiáliti frá Beijing Chance Bridge Partners kom i ekki fram hlutlægar og almennar upplýsingar um efni þeirra kínversku lagareglna sem stefnandi byggir á heldur aðeins mat tiltekinna lögfræðinga á ákveðnum atriðum varða ndi meinta réttarstöðu stefnanda samkvæmt téðum lögum. Slík lögfræðiálit get i ekki falið í sér sönnun um tilvist og efni erlendrar réttarreglu í skilningi 2. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála . Þar að auki virðist kínverska lögmannsstofan Beijing Chance Bridge Partners haf a starfað fyrir stefnanda í öðrum málum og hafa sen t aðstandendunum þau bréf sem stefnandi leggi fram . L ögmannsstofan sé í viðskiptasambandi við stefnanda og geti umræ tt lögfræðiálit því ekki talist hlutlaust, heldur sé það ekkert annað en skriflegur málflutningur erlends lögmanns stefnanda og þar af leiðandi haldlaust sem sönnunargagn í málinu. Lögfræðiálit frá W&H Law Firm v arð i réttarstöðu annars aðila vegna slyss sem varð hér á landi hinn 16. maí 2019 og t aki ekki til þeirra atburða sem deilt sé um í máli þessu. Auk þess uppfylli það með sama hætti og hitt engin skilyrði íslenskra réttarfars - laga sem sönnunargagn. U mrædd lögfræðiálit feli ekki heldur í sér nægilega heildstæða umfjöllun um efni kínverskra laga. E kki sé fjallað sérstaklega um skil greiningu á hugtakinu public transport operator sem samkvæmt stefnanda k omi fram í 71. gr. laga kínverskra laga um hópferðir. Af þýðingu stefnanda að dæma virðist sem slíkur aðili sé undanþegin n hvers kyns endur - kröfu kínverskra ferðaþjónustufyrirtækja og geti því tjónvaldur vel fallið undir slíka skil - greiningu s amkvæmt orðalagi í þýðingu stefnanda. 13 H vað sem öðru líði gangi aðilaskipti að skaðabótakröfu vegna líkamstjóns svo freklega gegn íslenskri réttarskipan og íslenskri réttarvitund að hafna eigi beitingu erlendra reglna sem heimila slík aðilaskipt i á grundvelli allsherjarreglu ( ordre public ) , enda sé almennt óheimilt að framselja skaðabótakröfur vegna líkamstjóns eða dauðsfall s samkvæmt 1. mgr. 18. gr. skaðabótalaga. Undantekning sé gerð frá þessa ri reglu ef meint krafa hefur verið viðurkennd eða dæmd og h afi þannig fengið kröfuréttarlegt eðli. Svo sé ekki í þessu máli, enda verð i ekki annað ráðið af framlögðum enskum þýðingum á kínverskum dómum en að þar hafi verið til úrlausnar krafa aðstandendan na á hendur stefnanda vegna vanefnda hins síðarnefnda á samningi þeirra á milli. Hafi stefnandi öðlast einhverja kröfu við þá dóma sé sú krafa ekki bótakrafa í merkingu íslensks skaða - bótaréttar og því síður meint miskabótakrafa samkvæmt 26. gr. skaðabótal aga. Þær kröfur sem stefnandi geri í málinu haf i því hvorki verið dæmdar né framseldar til stefn - anda. L jóst sé að ekkert gilt framsal h afi farið fram samkvæmt íslenskum lögum. Ö nnur lög en íslensk geti ekki gilt um meinta kröfu aðstandendanna á hendur st efnda. Engar heimildir sé u fyrir því í 12. gr. skaðabótalaga að dæma foreldrum barna bætur vegna missis framfær a nda. Frá leitt sé að skaðabætur samkvæmt íslenskum lögum gagnvart íslenskum aðila tak i til þess að bæta meint tjón foreldra sem byggi st á meintri lögbundinni framfærsluskyldu barna með foreldrum sínum samkvæmt kínverskum lögum upp á tugi milljóna króna. B eiting erlendrar réttarreglu , sem feli í sér að bótaskyldum aðila verði gert að greiða bætur til foreldra látins einstaklings á grundvelli lögbu ndinnar framfærsluskyldu í erlendu ríki, stríði gegn íslenskri réttarvitund og sé ósamrý man leg íslenskri réttarskipan með vísan til allsherjarreglu og því beri að hafna beitingu slíkrar reglu hér á landi á þeim grundvelli. Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda virðist framfærsluskylda barna með for - eldrum sínum í Kína geta numið tugum milljón a króna með hvoru foreldri fyrir hvern einstakling, án þess þó að forsendur þeirra fjárhæða séu tilgreindar með nokkrum hætti í stefnu eða fyrirliggjandi gögnum. Slík framfærsluskylda gangi gegn íslenskri réttar - vitund og því beri að hafna kröfum stefnanda. Ó sannað sé að hin látnu hafi borið framfærsluskyldu gagnvart foreldrum sínum og hvaða fjárhæðir geti þar verið um að tefla. Stefnandi h afi ekki leitast við að sanna að hin látnu hafi í raun borið framfærsluskyldu með foreldrum sínum, eða umfang þeirrar fr amfærsluskyldu, með neinum hætti sem hönd sé á festandi. D ómar kínverskra dómstóla haf i ekki réttaráhrif að íslenskum rétti og framlagðir dómar geti ekki talist sönnunargagn í þessum efnum , enda fjall i þei r ekki með heildstæðum, hlutlægum og almennum hætti um efni kínversk ra lagareglna um framfærsluskyldu barna með foreldrum sínum. H vorki í stefnu né framlögðum gögnum sé að finna neina tilgreiningu á forsend - um að baki umkröfðum fjárhæðum eða neina sönnunarfærslu yfir höfuð á meintu tjóni. Af ákvæðum 1. mgr . 12. gr. skaðabótalaga leiði að stefnand i ber i , óháð öllu öðru, 14 sönnunarbyrði fyrir því að aðstandendurnir hafi raunverulega orðið fyrir framfærslutjóni við andlát barna sinna og beri honum að leggja fram viðeigandi gögn því til sönnunar. Ekki nægi í þess u tilliti að vísa til þýðingar stefnanda sjálfs á dómum kínverskra dóm - stóla þar sem dánarbætur virðast metnar að álitum með vísan til heildarráðstöfunartekna íbúa í þéttbýli í Kína miðað við höfðatölu fyrir árið 2018 , til 20 ára. Stefnandi ber i ávallt sön nunarbyrði fyrir því að aðstandendurnir hefðu raunverulega notið fram færslu barna sinna, ef ekki hefði komið til andláts þeirra, og fyrir því tjón i sem af því leiði fyrir þau að sú framfærsla sé ekki fyrir hendi. Það h afi stefnandi ekki gert og hafi því e kki sýnt fram á að tjón sé fyrir hendi sem f alli undir 2. málsl . 1. mgr. 12. gr. skaðabótalaga. Um sönnunarkröfur í málum varða ndi bætur vegna missis framfæranda sé vísað til dóma Hæstaréttar í málum nr. 665/2010 og nr. 341/2010. Í dómaframkvæmd hafi veri ð staðfest að þeim sem krefst bóta vegna útfararkostn - aðar beri samkvæmt almennum sönnunarreglum að styðja kröfu sína gögnum . Ekki nægi þá að vísa til þýðinga stefnanda á framlögðum dómum, þar sem bætur vegna útfarar - kostnaðar virðast metnar út frá meðalmánaðarlaunum launþega á árinu 2017 í sex mánuði, en ekki raunverulegum útfararkostnaði sem hl jóti að liggja fyrir. Þ ær forsendur séu nánast óskiljanlegar og í engu samræmi við reglur íslensks skaðabótaréttar eða réttar - fars. Stefnandi h afi ekki lagt fram nein gögn um útfararkostnað aðstandendanna og kröfu um greiðslu hans beri að hafna . Aðrar bótakröfur vegna meints annars kostnaðar aðstandendanna, þ.e. ferða - kostnaðar, kostnaðar vegna tímabundins atvinnutjóns, gistikostnaðar, matarkostnaðar, kostnaða r vegna flugmiða og kostnaðar vegna dómsmáls , séu hald nar sömu ágöllum og sönnunarskorti og aðrir meintir tjónsliðir. Þar að auki ligg i fyrir að slíkur meintur kostn - aður sé í öllu falli afleitt tjón þriðja manns sem f alli utan gildissviðs 1. mgr. 12. gr. skaða - bótalaga. Meint munatjón sé auk þess fjarri lagi. Ó háð því hvort stefnandi hafi fengið meintar kröfur framseldar með gildum hætti og óháð vanreif un mál sins liggi fyrir að stefnandi hafi ekki gert neinn reka að því að sanna meint tjón eða þann lagagr undvöll sem hann byggi kröfur sínar á. M álatilbúnaður stefnanda feli í sér ósk um að íslenskir dómstólar staðfesti tvo kínverska dóma um meintar bótakröfur og fjárhæðir þeirra , án þess að hafa fyrir framan sig þau lög, þær forsendur og þau gögn sem legið h af i fyrir kínversku dómstólunum þegar þeir dæmdu málin. E innig byggi stefnandi á því að staðfesta beri meint lögbundið framsal á kín - versku m bótakröfum samkvæmt kínverskum lögum, þvert á allar reglur íslensks laga - skilaréttar, án þess að nokkuð liggi fyrir um tilvist eða efni þessara meintu lagaákvæða. Sönnunarskorturinn í málinu sé algjör og það get i ekki leitt til annars en sýknu af öllum kröfum stefnanda. 15 Krafa um sýknu af varakröfu stefnanda byggi st á sömu málsástæðum og krafa um sýknu af aðalkröfu . V arakrafa stefnanda sé reist á öllum sömu forsendum og aðal - krafan, að því undanskildu að við bætist meint miskabótakrafa að fjárhæð samtals 13.318.068 krónur. A uk þess s éu meintar kröfur uppreiknaðar yfir í íslenskar krónur frá 11. apríl 2019 en ber i af ei nhverjum ástæðum skaðabóta - og dráttarvexti frá desember 2017. Stefnandi h afi ekki fært fram neinar málsástæður fyrir því að hann geti, á grund - velli meints lögbundins kröfuframsals samkvæmt kínverskum lögum, eignast miskabóta - kröfu á hendur stefnda , sem h ann h afi bersýnilega ekki greitt til aðstandendanna. Það g angi einfaldlega í berhögg við málatilbúnað stefnanda að gera slíka kröfu. Þ rauta vara - kr afa stefnda um verulega lækkun krafna styðst við sömu málsástæð ur og sýknukrafan . Sýknukröfu sína byggi stef ndi á 1. mgr. 95. gr., 1. mgr. 91. gr. og 1. mgr. 88. gr. áðurgildandi umferðarlaga nr. 50/1987, 12. og 18 . gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Stefndi byggi á 2. mgr. 16. gr. og 2. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og kr öfu um málskostnað á re glum XXI. kafla sömu laga, einkum 129. og 130 . gr. Niðurstaða Mál þetta snýst um bótakröfur sem stefnandi kveðst hafa eignast á hendur stefnda vegna umferðarslyss sem varð þann 27. desember 2017 . Mál satvikum og ágreiningsefnum er nánar lýst í sérstökum kafla hér að framan og vísast til þess sem þar kemur fram. S tefndi krefst nú aðallega s ýknu af öllum kröfum stefnanda og byggir þá kröfu í fyrsta lagi á því að s tefnandi sé ekki réttur aðili að málinu og eigi engar kröfur á hendur stefnd a. F yrir hendi sé aðildarskortur til sóknar sem leiða skuli til sýknu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 . Stefnandi kveðst byggja þá málsástæðu að hann hafi eignast bótakröfu á hendur stefnda vegna umferðarslyssins, sem mál þetta er sprottið af , á ákvæðum kínverskra laga . Hann hefur við meðferð málsins aflað matsgerðar dómkvadds matsmanns um tilvist og efni þeirra kínversku lagaákvæða sem hann reisir aðild sína á. Í niðurstöðu kafla matsgerðar dómkvadds matsmanns kemur fram að kínve rskir foreldrar sem missa barn af slysförum á ferðalagi geti beint kröfu að kínverskri ferða - skrifstofu samkvæmt skilmálum ferðasamnings. Þar segir og að jafnframt sé hægt að krefjast bóta vegna missis barns frá erlendum tjónvaldi sem sé þriðji aðili ef un nt er að færa sönnur á kröfuna í samræmi við staðbundin lög . T jónþolum sé frjálst að velja í hvaða lögsögu þeir k refj i st bóta, en í reyn d beini kínverskir foreldrar í flestum málum kröfu að viðkomandi kínversk ri ferðaskrifstofu samkvæmt skilmálum ferðasamningsins . Í stefnu kemur fram að hin látnu hafi undirritað samning við stefnanda um ferðina til Íslands . Á því er byggt að bótaskylda stefnanda við foreldra na og greiðsla hans til þeirra samkvæmt framlögðum kínverskum dómum byggist á slíkum samning um . 16 Í mats beiðni var í matsspurningu nr. 2 spurt um það að hvaða marki mælt væri fyrir í kínverskum lögum um að kínversk ferðaskrifstofa gangi inn í rétt viðskiptamanna sinna á hendur þeim þriðja aðila sem olli hinu bótaskylda tjóni samfara greiðslu bóta til tjónþola. Í svari dómkvadds matsmanns við þeirri spurningu kemur fram a ð kínverskum ferðaskrifstofum sem skipuleggja ferðir til útlanda sé skylt að velja virtar erlendar ferðaskrifstofur til samstarfs og að undirrita skuli samninga við þær áður en þeim eru falin verkefni. Hafi samningsbrot erlendrar (hér íslenskrar) ferðaskrifstofu áhrif á réttindi og hagsmuni ferðamanna beri innlenda (hér kínverska) ferðaskrifstofan sem skipulagði utanlandsferðina bótaskyldu og geti síðan endurheimt bætur frá erlendu ( hér íslensku) ferðaskrifstofunni sem braut gegn samningnum. Í niðurstöðu kafla matsgerðar kemur jafnframt fram að ef foreldrarnir kjósa að gera kröfu beint í gegnum ferðaskrifstofuna í Kína gangi kínverska ferðaskrifstofan inn í kröfu foreldranna og geti kr afið viðkomandi staðbundna aðstoðarferðaskrifstofu um bætur. Dómkvaddur matsmaður staðfesti matsgerð sína fyrir dómi , þar á meðal um að brot á samningi væri að kínverskum lögum forsenda bæði fyrir k röfum tjónþola á hendur stefnanda og fyrir endurkröfum ste fnanda á hendur tjónvaldi . Þá kvaðst matsmaðurinn aðspurð í matsvinnunni aldrei hafa séð samning sem stefnandi hefði gert við hérlenda ferðaskrifstofu. Enginn slíkur samningur liggur fyrir í málinu. Fyrir dómi staðfesti mats - maður jafnframt aðspurð að endur kr öfu innan samninga á þessum grundvelli sem gerð væri vegna umferðarslyss mætti byggja á reglum um skaðabætur utan samninga . Stefnandi styður aðal kröfu sína þeim málsástæðu m að hann hafi með greiðslu bóta til tjónþola öðlast á grundvelli kínverskra laga endurkröfu á íslenskan tjónvald fyrir lögbundið framsal . Auk réttar til endurgreiðslu á því sem hann hafi greitt tjónþolum samkvæmt kínverskum dómum kveðst stefnandi einnig hafa fyrir lögbundið framsal samkvæmt kínverskum lögum eignast allar þær kröfu r sem foreldrar hinna látnu hefðu átt á hendur stefnda . Stefnandi sé því réttur aðili til þess að höfða mál á hendur stefnda til greiðslu bóta og telur stefnandi að yfirfærsla kröfuréttinda með sambærilegum hætti sé viðurkennd að íslenskum rétti . Stefndi byggir á því að v átryggingafélag sé að lögum aðeins greiðsluskylt gagn - vart tjónþola vegna þeirra bótakrafna sem stefnandi geri í málinu. Engin n framsals - samningur sé fyrir hendi um þær kröfur og hvorki stefndi né vátryggingartaki eigi eða hafi átt í samni ngssambandi við stefnanda eða aðstandendurna . Með matsgerð og skýringum matsmanns á henni verður stefnandi talinn hafa sannað til vist og efni þeirra kínversku réttarreglna sem hann byggir á, sbr. 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991. Svo sem að framan er raki ð geta kröfuhafaskipti að kínverskum lögum orðið með þeim hætti að kínverskri ferðaskrifstofu sem greitt hefur tjónþola bætur er heimilt að endurkrefja erlendan ferðaþjónustuveitanda, á grundvelli samstarfssamnings 17 milli þeirra, um þær bætur sem greiddar h afa verið, og að ferðaskrifstofan geti þá byggt slíka bótakröfu á reglum um skaðabætur utan samninga. Af matsgerð og skýringum matsmanns er ljóst að forsenda endurkröfu á þessum grundvelli er að fyrir hendi sé samstarfssamningur. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á samningssamband við íslenskan ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka, eða stefnda, og telst ósannað að slíkt samband hafi verið fyrir hendi. Aðild stefnanda að máli nu verður þegar af þeirri ástæðu ekki á því byggð að hann hafi eignast kröfur á hendur stefnda vegna umferðarslyssins á grundvelli lögbundins framsals samkvæmt kínverskum lögum . Eru atvik hér að þessu leyti ólík þeim sem lýst er að hafi verið fyrir hendi í máli sem lögmanni stefnanda var veitt lögfræðiálit um þann 6. janúar 2020 af kínversku lögfræðiskrifstofunni W&H Law Firm í Shanghai. Stefnandi kveðst byggja varakröfu sína um greiðslu skaðabóta annars vegar á íslenskum reglum um kröfuhafaskipti og hins vegar á íslenskum skaðabótareglum um rétt þess sem missir fr amfær a nda til dánarb óta og um rétt foreldra til miskabóta vegna banaslyss afkomanda , auk útfararkostnaðar og skylds kostnaðar. Kröfum sínum beini hann að stefnda vegna bótaskyldu stefnda við tjónþola á grundvelli laga um ökutækja - tryggingar nr. 30/2019, en samkvæmt þeim get a þ eir sem verða fyrir tjóni af völdum umferðarslyss í bifreið sem ábyrgðartryggð er hjá stefnda krafið hann um bætur. Kröfuhafaskipti geta að íslenskum rétti byggst á löggerningi eða orðið á grund - velli laga , svo sem fyrir erfðir. Einni g geta þau orðið við svokallaða subrogation en þá er átt við tilvik þegar þriðji maður greiðir kröfuhafa skuld til fullnaðar og gengur inn í þann rétt sem kröfuhafi átti áður á hendur skuldara. Meginreglan er þó sú að það er ekki hvaða þriðji maður sem er sem slíkt getur gert heldur þarf eitthvert samband að vera á milli þriðja manns og skuldarans. Óviðkomandi þriðji maður getur þannig ekki greitt kröfu - hafa og öðlast við það rétt kröfuhafa á hendur skuldara. Stefnandi vísar til íslenskr a regl na um kröfuhafaskipti , sem gerð er grein fyrir hér að framan. Fyrir liggur að annar lögmaður en lögmaður stefnanda hefur k rafið stefnda í umboði tjónþolanna um bætur vegna slyssins og að sá lögmaður hefur andmælt meintri aðild stefnanda að kröfum umbjóðenda sinna á hendur stefnda vegna slyssins. Kröfur stefnanda á hendur stefnda eru því gerðar í óþökk tjónþolanna sjálfra og bendir e kkert til þess að tjónþolar hafi með löggerningi framselt kröfur sínar til stefnanda . F yrrnefnd meginregla íslensks réttar , um na uðsyn einhverra tengsla eða sambands milli þriðja manns (hér stefnanda) og skuldara (hér stefnda vegna vátryggingartaka ) við kröfuhafaskipti fyrir svokallaða subrogation , sem ekki hefur verið sýnt fram á að séu fyrir hendi, leiðir til sömu niður stöðu um aðildarskort stefnanda , jafnt um varakröfu og um aðalkröfu . Loks tekur dómur inn undir það með stefnda að ekki verða meint kröfuhafaskipti leidd af íslenskum laga fyrirmælum. 18 Að öllu framangreindu virtu verður fall i st á það með stefnda að s tefnand i eigi ek ki aðild að bótakröfu umræddra tjónþola á hendur stefnda vegna umferðarslyssins þann 27. desember 2017 og verður stefndi þ egar af þeirri ástæðu sýknaður af öllum kröfum stefnanda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/19 91. Þarf þá ekki að fjalla frekar um aðrar málsástæður aðila. Í samræmi við niðurstöðu málsins og með vísan til 1 . mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sem hæfilegur er nú ákveðinn 4 . 0 00.000 krón a . Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, TM tryggingar hf., er sýknaður af dómkröfum stefnanda , Beijing Titicaca Haoxing International Travel Co. Ltd. Stefnandi greiði stefnda 4.000.000 króna í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir